Bloggfærslur mánaðarins, október 2023
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor telur ekki að afnám virðisaukaskatts á matvæli sé góð leið til að bæta stöðu heimilanna eða til að lækka vexti eða verðbólgu, eins og formaður Miðflokksins hefur lagt til segir í ríkisfjölmiðlnum RÚV.
Segir tímabundið afnám virðisaukaskatts á matvæli eins og að pissa í skóinn
Af hverju er þetta vond hugmynd? Erfitt er að skilja rök hans. En hann sagði að skattar væru lagðir á til að standa undir svo mörgu öðru sem á að bæta líf okkar eins og velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi og fleira. Því gæti þurft að koma til niðurskurðar á einhverjum sviðum sem væri kannski ekki velferðarauki.
Er þetta ástæðan fyrir að ekki megi leggja af virðisaukaskattinn á matvæli? Að bálknið fái að stækka áfram í formi meiri skattheimtu? Skilur hagfræðiprófessorinn ekki að útþennsla ríkisútgjalda, aukin skuldasöfnun ríkisins og sveitarfélaga er að keyra upp verðbólguna?
Ekki er almenningur að auka hana við hana, fáir getur keypt sér íbúð en húsnæðismálin hafa áhrif á neyðsluvísitöluna. Matvælaverð í rjáfrum sem og annað verðlag í landinu. Margt fólk berst í bökkum fjárhagslega. Fátækt er hluti af lífi fólks og leiguverð á leiguíbúðum stjarnfræðilegt.
Ekki eru það fyrirtækin sem halda uppi verðbólguna þegar þau hafa ekki efni á okurvaxta lánum í boði Seðlabankans. Þau eru ofurskattlögð eins og heimilin í landinu og svo eru lagðir steinar í götu þeirra með reglugerðafargani.
Auðvitað hefur afnám virðisaukaskatts á matvæli strax áhrif á illa stödd heimili landsins og öll heimili. Það er ígildis launahækkanna, því allir þurfa að kaupa sér í matinn. Að kaupa sér mat er engin lúxus kaup sem fólk er að leika sér að gera. Í raun hafa orðið kaupmáttarlækkun hjá meginþorra fólks, vegna þess að verðbólgan er hærri en launahækkanirnar.
Svo segir prófessorinn: "Hins vegar megi ræða samsetningu skattakerfisins. Jákvæðir skattar væru til dæmis mengunargjöld, síðan væru skattar sem hefðu ekki teljandi áhrif á efnahags starfsemina eins og veiðigjöld og síðan skattar sem hafa neikvæð áhrif. Þar megi setja virðisaukaskatt."
Hvað er jákvætt við mengunargjöld? Jákvæðir skattar? Mengunargjöld er aukaskattheimta ríkissins. Okkur er talið að allt sé að farast á Íslandi vegna mengunar, í landi hreinustu orku í heimi og heimilin menga ekkert með hitaveituna og rafmagnið. Og í hvað fara peningarnir sem innheimtir eru með mengunargjöld? Í ríkishítið. Og "...skattar sem hafa neikvæð áhrif. Þar megi setja virðisaukaskatt". Hvað á hann við með því? Óskiljanleg setning. Flestir skattar eru neikvæðir.
Kíkjum á tekjuskattinn:
Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu 2023
Skattþrep 1: Af tekjum 0 409.986 kr. | 31,45% |
Skattþrep 2: Af tekjum 409.987 - 1.151.012 kr. | 37,95% |
Skattþrep 3: Af tekjum yfir 1.151.012 kr. | 46,25% |
Þetta er rífleg skattheimta af tekjum launamannsins. Sem sagt, áður en hann fær launin í hendurnar, eru búið að hirða stóran hluta launa hans í ríkishítið. En þetta er bara byrjunin. Svo koma allir hinir skattarnir (og innflutningsgjöld á vörum) um leið og aumingja maðurinn dregur fram veskið.
Virðisaukaskattur
Skattþrep virðisaukaskatts | 24% | 11% |
Afreikniprósenta | 19,35% | 9,91% |
Þessir skattar eru lagðir á allar vörur og þjónustu. Hvað er þá eftir af launum launamannsins og hvað fá fyrirtækin hlutfallslega? Bókstaflega allt er skattlagt, t.d. að leggja bílinn sinn í bílastæði og launamaðurinn er eltur í gröfina með erfðaskatti á afkomendum hans. Eignir hans sem hann er margbúinn að borga af í formi skatta.
Getur verið að prófessorinn sé hlyntur háu skattastigi í landinu? Að leysa eigi óráðsíuna með auknum álögum á borgaranna og fyrirtækin? Ábyrgð hins opinbera sé lítil? Ekki að gæta aðhalds og reka ríkissjóð hallalausan?
Hvernig væri að byrja á að sníða sér stakk eftir vexti. Minnka skattheimtuna og spara í ríkisrekstrinum. Það má til dæmis spara sér 15-25 milljarða á ári með því að loka á flóttamanna iðnaðinn en hingað leita þúsundir manna sem koma á fölskum forsendum og leggjast á velferðakerfið. Það má létta á heimilin með afnám nefskattsins sem fer í RÚV órásíuna (8 milljarðar? plús tekjur sem RÚV hefur af einkareknum fjölmiðlum í formi auglýsinga) en bókarar ríkisapparatsins geta ekki lagt saman tvo plús tvo og komið með hallalausan rekstur.
Svo eru umsvif ríkisins í menningargeiranum. Alls kyns starfsemi hans er ríkisstyrkt. Menn liggja á spenanum eftir að hafa gefið út eitt gott listaverk og verðskulda lífstíðar uppihald ríkisins, þótt ekkert meira merkilegt komi frá viðkomandi listamanni. Margir listamenn og menningarfyrirtæki lifa góðu lífi á eigin verkum og án ríkisstyrkja, og þeir sem eiga ekki erindi, eiga að detta af menningasviðinu en ekki haldið uppi af almenningi, peningum mínum og þínum. Góðir listamenn sem afla tekna af list sinni í samkeppni við ríkisstyrkta listamenn sem geta ekki lifað af list sinni (af hverju skildi það vera?).
Hagfræðiprófessorinn mætti benda á að skera má niður í opinberri stjórnsýslu. Hætta að ríkisstyrkja stjórnmálaflokka, byggja hallir fyrir of umfangsmikið Alþingi (með 63 aðstoðarmenn fyrir þingmenn sem sitja við þingstörf að meðaltali 107 daga ársins). Þurfum við svona mörg sendiráð? Í nútíma þjóðfélagi, þar sem hægt er að reka erindi með fjarskiptabúnaði. Sendiherrarnir eru svo margir, að margir þeirra þurfa að starfa í utanríkisráðuneytinu, þar ekki eru til sendiráð fyrir þá. Vera með sendinefnd sem ræktar samskiptin við mörg ríki í einu, eftir þörfum, og sleppa dýrum rekstri sendiskrifstofa.
Allur sparnaður, þegar talið er saman, breytir lokatölum og rekstri ríkissjóðs.
Bloggar | 31.10.2023 | 14:10 (breytt kl. 17:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Rætt hefur verið töluvert um íslenska torfbæinn í fjölmiðlum og hér á blogginu. Það er ekki allt sem sýnist varðandi íslenska torfbæinn.
Menn benda á muninn á stórbæjum og smábæjum, og ætla að gæði fari eftir stærð. En voru húsakynni smábænda eitthvað slæm í samanburði?
Ég fór ungur í sveit, unglingur, og var á bæ sem bar -kot heitis endir. Enda var þetta kot, lítil jörð rétt hjá stórbúi. En mér til furðu er ég unglingurinn mætti á staðinn í fyrsta sinn, var að torfbærinn var enn uppistandandi. En nýreist steinsteypt hús gagnvart torfbænum! Fólkið hafi flutt í steinhúsið um veturinn, rétt áður en ég kom. Ég missti því af því að búa í torfbæ sumarlangt sem er leitt. Í raun var allt enn í notkun. Smiðjan, hesthúsið bakvið, hlaðan og fjósið enn notað, eina húsið sem ekki var notað, var baðstofan og eldhúsið (og gangurinn), þar sem fólkið bjó (skálinn). Dæmigerður gangnabær og bustabær. Sérhver vistarvera í gangnabæ er yfirleitt sjálfstætt hús sem auðvelt var að taka niður og reisa að nýju.
En þessi umræddur torfbær var mjög reisulegur, baðstofan þiljuð með timburgólfi sem og veggir en eldhúsið með moldargólfi og gangur í húsinu. Það væsti ekki um fólkið á þessu koti, a.m.k. um sumarbil. Ég kom nokkrum árum síðar í heimsókn, en þá var búið að rífa allt niður og ómögulegt að sjá að þarna hafi staðið bær.
Það er ekki hægt að fullyrða neitt um torfbæinn nema að alvöru heildarannsókn fari fram. Lítil hefur verið rannsakað af hálfu fornleifafræðinga. Sýnishorn tekin hér og þar en eyðurnar eru margar.
Hver einasti torfbær var einstakur og allir eins ólíkir og hægt er, vegna þess að þeir voru byggðir eftir efnum og ástæðum. Engar byggingareglugerðir til né arkitekar. Menn reistu sína bæi eftir "sínu nefi" en eftir hefðum. Þó má sjá talsverðar breytingar í gegnum tímann, eftir efnahagsástandi landsins og eftir tímabilum. Sérstaklega á 17. og 18. öld, þegar allt var í kalda koli á landinu. Fornleifafræðingar sjá að húsatóftirnar eru minni á þessu tímabili, líka hjá elítunni, á höfuðbólunum. Og sjá má greinarmun á milli sunnlenska og norðlenska torfbæjarins enda ólík veðrátta.
Í úrdrætti úr grein Harðar Ágústssonar í bókinni Íslensk þjóðmenning I uppruni og umhverfi um íslenska torfbæinn segir eftirfarandi:
"Landnámsbærinn er einhúsa, en þjóðveldisbærinn marghúsa. Á 14. öld fer að votta fyrir göngum um leið og inngöngudyr eru settar milli skála og stofu."
Þar segir líka: "Samfelld og sérstök saga íslenska torfbæjarins hefur enn ekki verið rituð enda þótt fjallað hafi verið um einstaka þætti hennar (sjá Privatboligen paa Island I Sagatiden eftir Valtý Guðmundsson, Híbýlahættir á miðöldum eftir Arnheiði Sigurðardóttur, Húsagerð á Íslandi eftir Guðmund Hannesson, Húsaskipan og byggingar eftir Jónas Jónasson o.fl.)."
Þar segir jafnframt að "Upp úr 1870 myndaðist á Norðurlandi sérstök bæjargerð, framhúsabærinn, í framhaldi af gangnabænum þar.
Tvennt er áberandi í sögu torfbæjarins; myndun gangnabæjarins og breytt afnot baðstofu."
Íslenski torfbærinn Hörður Ágústsson
En menn mega líka skoða torfbæjaþróun annars staðar en á Íslandi til samanburðar. Líta má á írska torfbæinn (og þann skoska), eins í Noregi, Grænlandi á miðöldum og í Norður-Ameríku, þar sem menn höfðu ekki aðgang að timbri. Þar voru byggð torfhús og svokallað "dugout", jarðhýsi, að vísu styrkt af timbri. Athyglisverðasti er munurinn á íslenska torfbænum á miðöldum og hinum grænlenska. Greinilegt er hvernig grænlenski torfbærinn tekur mið af veðráttunni. En það er önnur saga.
En ég skal ekki gera lítið úr því að margir torfbæjanna voru hrein hreysi. Helsti óvinur Íslendinga var kuldinn og það að reyna að halda hita í torfbæjunum. Skíturinn, myrkrið, þrengslin og ólyktin. Og landinn lúsugur. Erlendir ferðmenn sumir hverjir gripu andann á lofti er þeim var boðið inn og sumir kusu að gista í tjöldum utandyra frekar en að vera innandyra. Þá var öldin önnur en þegar Íslendingar höfðu sérstök baðhús utan við bæinn (hálfgerð sána) eða þegar sérstök baðstofa var sett inn í gangnabæinn sem var þá baðstofa í raun, ekki svefnhýsi heimilisfólksins. Hreinlætið kannski meira hjá Forn-Íslendinginum en hjá Nýaldar-Íslendinginum?
Bloggar | 30.10.2023 | 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er merkilegt hvað Íslendingar eru að rífast um ályktun Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum um átök Ísraela við Hamas á Gaza. Vilja sumir tafarlaust vopnahlé af mannúðar ástæðum og finnst ótækt að Ísland skuli hafa setið hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna.
Það er komin ágæt skýring á hvers vegna Ísland sat hjá en það er önnur saga. Vill tafarlaust vopnahlé á Gasa og hér: Ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum
Hér er sjónum beint að viðbrögðum Íslendinga. Þau virka á mann eins og stormur í vatnsglasi. Ýfingar eru á milli þingmanna Sjálfstæðismanna, en utanríkisráðherrann er á þeirra vegu, við þingmenn VG. Það er næsta ótrúlegt að stjórnmálaflokkar af sitthvorum enda stjórnmála litrófsins skuli sitja saman í ríkisstjórn. Það gengur upp á meðan ekkert er að gerast í stjórnmálunum, líkt og í kóvid faraldrinum. En þegar reynir á, koma brestirnir fram.
Það er umhugsunarvert að þrír gjörólíkir stjórnmálaflokkar skuli ákveða að vinna saman á forsendum þess að rugga ekki bátnum. En honum er velt í öldugangi lífsins hvort sem er. Að ákveða að vinna saman samkvæmt miðjumoðs leið og engar erfiðar ákvarðanir teknar gengur ekki upp. Í stjórnmálum þarf að taka erfiðar ákvarðanir, alltaf. Að ákveða að gera ekki neitt getur reynst hættuleg ákvörðun.
Svo er það umhugsunarvert hversu ýkt viðbrögð eru við hjásetu Íslands í ályktun Sameinaða þjóðanna, í ljósi áhrifaleysi Íslands. En hversu áhrifamikið er Ísland á alþjóðavettangi? Munu Ísraelar tafarlaust hætta öllum hernaðarátökum á Gaza vegna þess að forsætisráðherra Íslands vill tafarlaust vopnahlé?
Nei, að sjálfsögðu ekki. Enginn hlustar á smáríkið Ísland. Það hljómar eins og rödd í kór, það heyrist í því en hefur ekki sjálfstæða rödd. Ósjálfstæðið er það mikið, að fyrst hlera Íslendingar eftir því hvað hinar Norðurlandaþjóðirnar ætla að gera og taka svo ákvörðun sína eftir því! Er það sjálfstæð ákvörðun í utanríkismálum?
Íslendingar voru ekkert að elta Bandaríkjamenn í þessu máli eins og haldið hefur verið fram. Ísland ákvað að vera með í hópákvörðun. En athygli vakti er að Norðmenn ákváðu að fara eigin leið en það er undantekningin sem sannar regluna.
Eiga Íslendingar þá að þeigja á alþjóðavettvangi? Nei, rödd í kór er hluti af stærri hópi og hér er það afstaða lýðræðisríkja gagnvart hugsanlega ógn við heimsfriðinn.
Menn ættu að taka það aðeins rólega áður en æst sig er yfir ákvörðunum íslenskra ráðherra á alþjóðavettvangi, Íslendingar hafa nánast engin völd á því sviði. En auðvitað hangir hér annað á spýtunni en ákvörðun Íslands á alþjóðavettvangi. Málið er nefnilega innanlands pólitík af lélegustu gerð. Er þetta kornið sem fyllir mælirinn varðandi stjórnarsamstarfið og það slitnar? Fjölmiðlar vita sem er, að lítið þarf til að velta hlassinu eða búa til storm í vatnsglasi.
Kannski héldu stjórnarflokkarnir að þeir gætu eftir allt unnið saman í ríkisstjórn, þrátt fyrir ólíka stefnur í öllum málum. Jú, menn eru eftir allt saman hættir að fara eftir hugsjónum flokkanna og þeir ætluðu að vinna eftir raunpólitískri stefnu, eins og heimili sem tekst á við daglegt líf án þess að hugsa um morgundaginn. En á meðan "hjónin" eru í raun ólíkt, annað vill spara, en hitt eyða, þá er engin forsenda fyrir hjónabandinu. Þriðja hjólið undir vagninum er svo þarna til að koma í veg fyrir að hann velti.
Bloggar | 30.10.2023 | 08:49 (breytt kl. 15:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einhvern hluta vegna treystir maður ekki fréttastofu RÚV. Ef Kína er orðið öflugra efnahagsveldi en BNA, þá er það stórfrétt. En er það svo?
Bandaríkin eru í efnahags niðursveiflu vegna lélegrar efnahagstjórnar undan stjórnar Biden, hátt matvæla- og orkuverð, hátt verðbólgu stig og ævintýralega skuldasöfnun ríkissjóðs. En Bandaríkjamenn ættu að komast stjórnar Bidens og rétt við kútinn.
Það er hins vegar erfiðara að lesa í stöðuna í Kína. En ljóst er að Kína er að toppa núna og leiðin virðist vera niður á veg. Húsnæðisbólan er rosaleg, sagt er að það sé tóm íbúð til fyrir hvern einasta Kínverja, jafnvel meira.
Íbúarnir er aldnir og sumir segja að íbúafjöldinn sé í raun tugir milljóna færri en opinberar tölur segja. Þetta skapar pressu á velferðar kerfi landsins.
Belti og braut áætlunin gengur ekki eins vel og menn vildu, því erlendir lántakendur margir hverjir geta ekki greitt lánin sín.
Kínverjar eru enn mjög háðir verslun við Bandaríkin.
Hvar liggur sannleikurinn? Held að sterkt Kína sé nauðsynlegt fyrir efnahag heimsins sem og friðinn. Kínverjar þurfa að hafa áhyggjur af flótta erlendra fjárfesta úr landinu, sem finnst nóg um afskipti kínverskra stjórnvalda og samkeppnina við aðrar þjóðir sem bjóða upp á ódýrari úthýsun verksmiðjuframleiddra vara.
Stórveldaslagur Bandaríkjanna og Kína Skýr tenging við stríðsátökin í Ísrael og Palestínu
Bloggar | 29.10.2023 | 11:12 (breytt kl. 11:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ánægjulegt að einhver umræða er um varnarmál. Ég nota ekki hugtalið hermál, því að málið snýst um öryggi íslenskra borgara, ekki að fara með hernað á aðrar þjóðir.
Það er gott og blessað að vísa í fortíðina og benda á vítin til varnar. En fortíðin er fortíð, hún kemur ekki aftur. Mikið var rætt um í sagnfræðinni hvort sagan endurtæki sig. Nei, hún gerir það ekki en hliðstæður eru til. Jú, því að prímus mótor athafna manna hefur ekki breyst í árþúsundir.
Það er engin tilviljun að löng friðartímabil voru eftir stórstyrjaldir eins og þrjátíu ára stríðið, Napóleon stríðin og heimsstyrjaldirnar tvær (sem sumir vilja segja að sé eitt og sama stríðið eða samtengd). Menn lærðu af morðæðunum, en bara í smá tíma. En svo líða 80-100 ár og allir látnir sem tóku þátt í stríðunum. Nýjar kynslóðir læra ekki af reynslu undangengna kynslóða og hefja á ný stríðsbrölt.
Við getum farið aftur til Súmers og upphaf borgarmenningar til að sjá að her og lögregla hafa verið hluti borgarsamfélaganna og hernaðarátök reglulegur hluti af tilveru manna. Er ekki að segja að safnarar og veiðimenn hafi verið eitthvað friðsamari, þeir voru líka villidýr, en ekki siðmenntuð villidýr eins og borgarinn. Það er engin tilviljun að fyrstu lögreglumenn landsins voru staðsettir í fyrsta sjávarþorpi landsins, Reykjavík.
Svo er það ef-sagan. Ef þetta hefði verið svona, þá eitthvað. Ef Hitler hefði unnið Stalingrad, þá....og menn gefa sér einhverja niðurstöðu sem hefði ef til aldrei orðið. Svona er sagan og henni er ekki breytt.
En við getum haft áhrif á framtíðina. Og undirbúið okkur undir komandi hamfarir, af náttúru hendi eða manna völdum. Við vitum alveg hverjar hætturnar eru. Jarðskjálftar boða nú eldgos á Reykjanes skaga og við undirbúum okkur undir það og blikur eru í heimsmálunum og við eigum að undirbúa okkur undir það versta og vona það besta.
Varnir Íslands eru ekki bara vopn og mannskapur undir vopnum, heldur þarf þjóðfélagið að undirbúa sig á annan máta. Tryggja þarf fæðuöryggi og orkuöryggi. Ísland er matarkista en okkur skortir korn og bændur eru illa haldnir fjárhagslega. Stjórnvöld eru að vinna í málinu. Hér er nægt rafmagn og líka lífeldsneyti en okkur mun vanhaga um olíu í komandi stríði. Skortur á vélbúnaði og hugbúnaði getur orðið í stríði.
Ef við ætlum að draga einhverjar ályktanir af fyrri stríðum, þá þurfum við að draga fram landabréfakortið. Er landið eyland eða á landmassa Evrópusléttunnar? Hættur sem steðja að Dönum eða Hollendingum eru aðrar en þær sem steðja að Noregi og Svíþjóð sem eru fjalllend og skóglend. Sama gildir um Bretland og Ísland, bæði löndin eru eyríki. Jafnvel það að fara yfir Ermasundið hefur reynst nútímaherjum erfiður farartálmi.
Ísland hefur enn tvo yfirburði eða kosti í vörnum sínum. Fjarlægðin frá meginlandi Evrópu gerir innrásarher erfitt fyrir en stöðvar hann ekki. Og Ísland er fjöllótt eins og Sviss og strjábýlt. Auðvelt að halda uppi skæruhernað eins og Jón Sigurðsson forseti bendi á. Hann mat stöðuna eins og hún varð á 20. öld. Barist yrði um þéttbýliskjarnanna á Suðurlandi eða þeir herteknir fyrst en landið byði upp á skæruhernað í fjöllum. Báðar áætlanir Þjóðverja og Breta voru á þessa leið.
Með litlu en öflugu varnarliði getum við fengið að vera í friði fyrir erlendri hersetu á friðartímum og stöðvað eða tafið innrás á ófriðartímum þar til hjálpin berst.
Í raun hefur íslenska lýðveldið frá stofnun reynt að tryggja stöðu sína í hverfulum heimi og undirbúið sig undir hvers kyns vá. Allt í höndum Íslendinga, þ.e.a.s. almannavarir nema hervarnirnar sem voru úthýstar.
Munum að Norðmenn og Danir höfðu aldrei setulið á landinu. Noregskonungur sinnti aldrei vörnum Íslands en beitti handbenda sína á landinu til að halda uppi innanlandsfriði. Höfðingjar riðu um héruð með sveinalið. Svo þróað var þetta kerfi að meira segja biskupsstólarnir voru með vopnuð sveinalið. Íslenskur sagnaritari kallaði 15. öldina sveinaöld. Sjá slóðina:
Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju
Íslendingar sinntu landvörnum sínum vel á miðöldum. Reist voru yfir 30 virki á tímabilinu sem vitað er um og skanzar á árnýöld.
En þegar Danir í raun eyðilögðu miðaldarsamfélag Íslendinga og valdakerfið sem var hér innanlands, hrundi margt. Konungsvaldið dró að sér vopn og verjur Íslendinga og sveinahald lagðist af. Danakonungi þótti nóg að verja fiskimið Íslands fyrir ásókn útlendinganna en sleppi að vera með virki eða aðrar landvarnir.
Varnir Dana snérum um þeirra eigin hagsmuni. Sama á við um Bandaríkin, þau eru hér á eigin forsendum og til varnar Bandaríkjunum. Hagsmunir okkar fari stundum og stundum ekki við hagsmuni Bandaríkjahers. Það er því kominn tími til að hverfa til þess er var frá horfið 1550 og koma varnarmálin í hendur Íslendinga.
Á öllum tímum Íslandssögunnar hafa menn reynt að tryggja varnir landsins. Það er ekki spurning, en spurningin er, hvernig?
Bloggar | 26.10.2023 | 13:43 (breytt 3.11.2023 kl. 18:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Langar aðeins að minnast á Skúla Magnússonar landfótgeta en ævisaga hans ætti að vera skyldulesning. Hef skrifað blogg grein um hann hérna sem heitir: Skúli Magnússon landfógeti.
Saga hans sýnir að einstaklingur getur breytt heilu samfélagi og mér finnst baráttan hans ekki nógu vel sómi sýndur.
Afrek Skúla: dreif Íslendinga úr eymd og volæði 1750 yfir í trú á að Íslendingar gætu séð um sín innri mál (í fyrsta sinn síðan 1550).
Skúli stofnaði fyrsta íslenska stórfyrirtæki (ekki bara fyrirtæki) Íslands sem keppti við danska einokunarverslunina.
Skúli stuðlaði að því að Reykjavík varð fyrsta sjávarþorp Íslands (sveitarþorp á Íslandi höfðu verið til áður og voru til) og höfuðstaður Íslands. Tel ekki með sjávarþorpin á Snæfellsnesi sem voru verstöðvar.
Skúli varð fyrsti Íslendingurinn til að gegna embætti landfótgeta og í öllum sínum gerðum varði hann lítilsmagnann gegn embættismönnum (félögum sínum) sem var geysilegt erfitt verk. Hann þurfti þess ekki. Það var auðveldara að gera ekki neitt eins og sumir gera og hreykja sér af. Hann fór í stríð við kerfið í raun og vann! En Skúli var breiskur maður og skapstór. Hann gekk í ábyrgð fyrir tvær jarðir og varð eiginlega gjaldþrota.
Skúli er eitt af mikilmennum Íslands og ætti að gera bíómynd um hann...hún væri bæði spennandi og sorgleg í senn. Maðurinn var eftir allt beyskur á margan hátt.
Þótt eg Hafnar fái ei fund
framar en gæfan léði
ljúft sé hrós fyrir liðna stund
lifði eg í Höfn með gleði.
Höfundur: Skúli Magnússon
Bloggar | 26.10.2023 | 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í framhaldi af grein minni Getur Bandaríkjaher varið Ísland?, var komið með þau mótrök að best sé að Íslands sé hlutlaust, að "Íslandi farnast best herlausu og alþjóðlega hlutlausu" (þýðist: Án Bandaríkjahers og úr NATÓ).
Eru þetta virkilega raunhæft? Hvað segir sagan okkur? Fyrsta alvöru árásin á Ísland var 1627 í Tyrkjaráninu svo kallaða. Þá voru skipasamgöngur orðnar það þróaðar að hægt var að stefna hingað ræningjaflota úr Barbaríinu. Og nóta bene, við vorum undir hervernd Dana. Dönsk stjórnvöld voru gripin í rúminu en þau lærðu af reynslunni. Hingað voru stefnd herskip árlega eftir það og enski flotinn eyddi tugir ræningjaskipa sem stefndu til Írlands, Færeyja og Íslands næstu misseri. Úlfarnir höfðu runnið á blóðlyktina en þeim var slátrað á leið sinni á norðurslóðir. En þetta er önnur saga.
Hvað færði hlutleysis stefna Íslands okkur? Hernám Íslands 1940. Við vorum ljón heppin að Hitler gat ekki hrint í framkvæmd Ikarus áætluna. Þá hefði verið barist á landinu. Við verðum ekki svona heppin næst. Ekki að ástæðulausu að við gegnum í NATÓ.
Meiri líkur en minni eru á að ráðist sé á bandaríska NATÓ herstöð en íslenskt varnarlið. En spurningin stendur, hvað gerum við ef Bandaríkin geta ekki varið Ísland?
BNA verða ekki til að eilífu. Öll heimsveldi eiga sinn líftíma. Frægasta dæmið er þegar rómverski herinn yfirgaf Bretlandseyjar án þess að segja orð, hann bara fór, líkt og Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006, þrátt fyrir að íslenskir ráðamenn væru á hnjánum. Vopnlausir íbúarnir skildir eftir en við þekkjum eftirmálann. Í nútímanum gerast hlutirnir hraðar. Það tók Ottómanaveldið aldir að hnigna og falla en breska heimsveldið einungis nokkra áratugi á 20 öld.
Bandaríkin eru í miklum vandræðum, meiri en almenningur á Íslandi hefur vitneskju um. Meira segja vafi er um tilveru NATÓs ef Úkraníu stríðið endar á annan hátt en við höldum.
Ef við Íslendingar kjósum að leita aftur í hlutleysið, þá verður það einungis gert á forsendum vopnaðrar varna. Svisslendingar hafa verið hlutlausir í aldir en bara á forsendum sterkra varna og landshátta. Sama gildir um Svía.
Svissneski herinn er afar öflugur og landið er eitt rammgert víghreiður, eins og svissneskur ostur, sundurskorið af byrgjum. Hitler var með áætlun um innrás en honum var ráðið frá að reyna það, til þess voru varnirnar of öflugar. Ef einhverjir komast af ef til kjarnorkustyrjaldar kemur, þá eru það Svisslendingar.
Það er hægt að verja Ísland með íslensku varnarliði, tímabundið a.m.k. Það er ekki spurning. Það vantar bara pólitískan vilja.
Ein leiðin sem við getum farið, ef við viljum vera í skjóli hernaðarbandalags, en vera ekki útstöð hernaðarveldis, er að segja upp tvíhliða varnarsamninginum við Bandaríkin en vera áfram í NATÓ. Hvað þýðir þetta? Í næstu stórstyrjöld verður Ísland ekki fyrsta skotmarkið sem ráðist verður á, hugsanlega fáum við að vera í friði ef hér er bara íslenskt varnarlið, lítið en öflugt og í skjóli NATÓ. En er þetta raunhæft? Veit það ekki.
Bloggar | 25.10.2023 | 11:46 (breytt kl. 13:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir einum áratug væri þetta álitin fáranleg spurning. En skjótt skipast veður í lofti. Eftir að arfaslök ríkisstjórn Bidens tók við völdum fyrir tveimur og hálfu ári, hefur hættuástandið í heiminum aldrei verið eins mikið og er í dag.
Veikleiki í framgöngu og í raunveruleikanum, sbr. hörmulegt undanhaldið í Afganistan, sem er ekkert annað en ósigur, og staðgengisstríðið í Úkraníu hafa sýnt það. Það er eins og spurningin hvað á að gera eftir stríðið sé ekki spurð? Eftir undanhaldið? Ef Trump hefði gert þetta, hefðu allir fjölmiðlar rifið hann í sig, nógur er hamagangurinn þegar hann hefur ekkert gert af sér.
Nú er enn einn vettvangur fyrir Biden stjórnina að klúðra en í þetta sinn getur klúðrið leitt til heimsstyrjaldar. Það eru afskipti þeirra í Miðausturlöndum og núverandi stríð í Ísrael. Fátt og fum er sýnt opinberlega og Biden áfram í fríi eða fjarverandi.
Við sjóndeildarhringinn ber í annað mögulegt stríð, en það er stríð um Taívan. Þessar veikleikar eru öllum sýnilegir, og þegar forsetinn muldrar í ræðum og villist á sviði, eru það skýr skilaboð til andstæðinga Bandaríkjanna um að fara af stað.
Þótt Bandaríkin séu öflugt herveldi, líkt og Rómaveldi á sínum tíma, eru auðlindirnar, heraflinn, hergögnin og möguleikarnir ekki endalausir. Talað er um að Bandaríkin ættu að geta háð eitt stórt stríð og annað minniháttar. En það átti við um níunda áratug 20. aldar, ekki í dag. Svo var þegar Bandaríkin börðust í Írak og Afganistan á þeirri 21., að þeir rétt réðu við verkefnið. Þeir meira segja dróu herlið frá Ísland 2006 vegna þess að þeim skorti mannskap. Fyrr hafði þyrlusveit þeirra farið úr landi í skjóli nætur. Þeir voru heppnir að andstæðingar þeirra í þetta sinn voru illa vopnum búnir og engir nútímaherir að eiga við.
Stríðið í Úkraníu, sem er bara staðgengisstríð, hefur sýnt hversu erfitt það mun reynast Bandaríkjunum að eiga við öflugt herveldi. Hætta er á að margir aðilar láti til skara skríða samtímis ef Bandríkin verða upptekin í einu stríði. Ríkið er stórskuldugt og í raun gjaldþrota. Af hverju að troða illsakir við tvö herveldi í einu, Rússland og Kína? Sjálfsmorðsleiðangur? Rómverjar hefðu hrist höfuðið yfir slíkri "stjórnkænsku". Rómverjar voru hrokafullir en séðir um leið. Þeir deildu og drottnuðu, á réttum tíma og réttum stað.
Hættur steðja að sjálfu heimalandinu. Bara á þessu ári hafa stjórnvöld handtekið á galopnum landamærum sínum hátt í 200 manns af hryðjuverkamannalista. Milljónir manna hafa streymt yfir landamærin án þess að stoppa og enginn veit hvaða fólk þetta er. Þessir 200 manns eru þeir sem þeir náu í, hvað um hina sem sem ekki náðust? Hvað vilja þessir einstaklingar til Bandaríkjanna annað en að fremja hryðjuverk? Þetta eru vandamál Bandaríkjamanna en líka okkar.
Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að tryggja öryggi Íslands ef Bandaríkin lenda í meiriháttar átökum? Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera til að tryggja að hér verði ekki framin hryðjuverk? Íslensk landamæri eru einnig galopin og hingað hefur leitað fólk sem er ekki endilega hliðhollt vestrænni menningu. Eru íslensk stjórnvöld að flytja inn glæpahópa og hugsanlega hryðjuverkamenn með því að gæta ekki landamæra okkar?
Við höfum engan raunverulegan viðbúnað til að bregðast við ef til stríðs kemur. Og heldur ekki Bandaríkjamenn. Eru þeir að tryggja loftvarnir þéttbýliskjarna með loftvarnarkerfum? Ekki nægir að senda hingað flugsveit á nokkurra mánaða fresti, það er sýndarmennska. Við höfum bara fámennt lögreglulið sem hefur ekkert í fámennan og samstiltan hryðjuverkahóp að gera.
Væri ekki betra að Íslendingar hafi eigið herlið til að tryggja eigin varnir? Í alvöru talað! Munum að stríð gærdagsins er öðruvísi en stríð morgundagsins. Við vitum ekkert hvað bíður okkar...ekkert okkar. Hvenær ætla íslensk stjórnvöld að vakna af þyrnirósasvefninum?
Bloggar | 24.10.2023 | 17:46 (breytt 3.11.2023 kl. 18:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er skólinn úreldur? Spyr úreldur ríkisfjölmiðillinn RÚV. Þetta er góð spurning í ljósi tækniframfara og gervigreindar. Kveikur talaði við "framúrstefnufólk" um stöðu menntunar í dag. Athygli vakti að fulltrúar kennarastéttarinnar voru fjarverandi þessa umræðu sem er ansi skrýtið.
Þar var haldið fram að menntun hafi lítið breytst í 2300 ár. Það er athyglisvert en er það ekki til marks um að menntunin sé það góð að lítil ástæða er til að breyta grunn hennar? Hver er tilgangur náms? Að fræðast eða menntast? Eða hvorutveggjast? Hið fyrra byggist á að öðlast meiri þekkingar og það getur byggst á utanbókarlærdómi. Hann aftur á móti er ekki slæmur í sjálfu sér, því að hann þjálfar minni.
Hið síðara er menntun. En hvað er menntun? Jú, að þroska einstaklinginn og gera hann að ábyrgum borgara og virkum. Þetta er líka í gangi í nútíma skólakerfi og þessi menntunar krafa er mætt á margvíslegum hætti. Fjölgreind kallast það þegar allir hæfileikar nemandans eru þjálfaðir, allar greindir hans. Sjá t.d. Howard Gardner og fjölgreindarkenningu hans sem skiptir greinina í marga hluta.
Sjálfsþekkingargreind; umhverfisgreind; líkams- og hreyfigreind; rýmisgreind; málgreind; samskiptagreind; rök- og stærðfræðigreind og tónlistargreind.
Ekki er hér farið nánar í kenningar hans en íslenski grunnskólinn þjálfar allar þessar greindir í dag og notar alla nútímatækni sem býðst til þess. Tölvur, spjaldtölvur, þrívíddaprentarar o.s.frv., og þau forrit sem til eru til kennslu.
Kennd eru svo mörg kennslufög, að erfitt er að telja þau öll upp, en tek sem dæmi, eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði, heimspeki, tungumál eins og íslensku, dönsku, ensku (og önnur í vali), samfélagsfræði (landafræði, saga, félagsfræði), smíði, myndmennt, handyrðar, tónmennt (hljóðfæri og söngur), heimilisfræði, upplýsingartækni (tölvur og þeim tengdar), íþróttir, náttúrufræði, útikennsla og eflaust margt annað, eins til dæmis skákkennsla. Svo mörg eru kennslufögin að þau eru sum hver kennd í valkennslu, allt eftir áhugasviði og getu nemenda.
Nemendur fara út í samfélagið í vettvangsferðir og kynnast atvinnu- og menningarlífinu. Þau verkfæri sem eru fyrir hendi eru notuð.
Kennarinn í dag er sannkallaður fjölfræðingur og hann þarf að kunna nýjustu tækni og vísindi til að valda starfi sínu. Hann er því í standslausri starfsþjálfun viðkomandi sveitarfélags og menntunferill hans líkur aldrei, því að framfarirnar virðast endalausar. Starf kennarans í dag er flókið og erfitt. Hann þarf að eiga í samstarfi við yfirmenn sína, samkennara, börnin og foreldra. Hann þarf að vera ein allsherjar upplýsingaveita og miðla málum milli nemenda og jafnvel við foreldra.
Það þýðir ekkert að gefast upp og segja að gervigreindin taki bara við og krakkarnir þurfi enga fræðslu, það sé hvort sem er bara hægt að goggla þetta á nokkrum sekúndum.
En skólakerfið snýst ekkert um að ná í upplýsingar sem skemmtum tíma, heldur að koma börnunum til manna; til þroska sem borgarar. Ekki að gervigreindin taki við sem kennari sem hún getur aldrei, þ.e. tekið við kennslu ungdómsins. Gervimennið getur aldrei verið mannlegt en börn þurfa alúð og umhyggju, ekki síður en fræðslu og menntun. Að læra mannleg samskipti er mikilvægur þáttur í námi barna og geta hreinlega starfað í hópi og verið í hópi sem getur verið ansi krefjandi fyrir suma nemendur. Þetta læra þau í hópastarfi barna í skólum landsins og íþróttafélögum.
En kíkjum aðeins á þessa "slæmu" menntun forfeðrarnna og þá sérstaklega á Rómverja en kennsla miðalda byggðist að miklu leyti á þeirra menntakerfi og þar með á okkar menntakerfi.
Menntunarheimspeki Rómverja var athyglisverð en hún byggðist á kenningum grískra heimspekinga. Rómversk menntun var nytsamlegri og einbeitti sér að því að búa til góða borgara og stjórnendur fyrir heimsveldið. Litið var á menntun sem leið til að styrkja rómverska ríkið.
Í Róm var menntun formlegri og skipulagðari en áður þekktist í fornöld. Grunnmenntunin, þekkt sem lúdus, hófst um 7 ára aldurinn og var lögð áhersla á lestur, ritun og reikning. Framhaldsnám innihélt málfræði, orðræðu og bókmenntir og var venjulega boðið upp á einkakennara eða skóla. Sum sé að þroska einstaklinginn.
Rómversk menntun lagði ríka áherslu á hagnýt efni, svo sem orðræðu og lögfræði, þar sem þessi færni var nauðsynleg fyrir einstaklinga sem stunduðu stjórnmála- eða stjórnunarstörf. Námsefnið innihélt einnig bókmenntir, sagnfræði og einhverja heimspeki.
Kennarar í Róm gegndu virtri stöðu í samfélaginu og var ætlast til að nemendur sýndu þeim mikla virðingu. Áberandi heimspekingar og ræðumenn störfuðu oft sem kennarar enda virðingastaða.
En menntunin var ekki fyrir alla. Bæði í Grikklandi og Róm var menntun fyrst og fremst frátekin fyrir frjálsfædda karlmenn. Konur og þrælar höfðu takmarkaðan aðgang að formlegri menntun, ef þá nokkra. Hins vegar gætu stúlkur úr efnuðum fjölskyldum í Róm fengið einhverja menntun í lestri, ritun og heimilishaldi.
Í Grikklandi sem er móðir allrar kennslu var þetta jafnvel þróaðra.
Menntun í Grikklandi hinu forna var mikils metin og talin nauðsynleg til að þróa vel borgaranna í samfélaginu og dyggðir. Grikkir töldu að menntun ætti að beinast að vitsmunalegum og siðferðislegum þroska einstaklings enda byggðist lýðræðið á slíkum vel upplýstum borgurum.
Í Grikklandi til forna hófst formleg menntun við sjö ára aldur og hélt áfram til 18 ára aldurs. Menntun var að miklu leyti einkamál þar sem foreldrar eða forráðamenn sáu um að fá kennara (oft þræll kallaður uppeldisfræðingur) fyrir börn sín. Skólar voru ekki eins algengir og í Róm.
Námsefnið í Grikklandi til forna innihélt fög eins og stærðfræði, tónlist, ljóð, heimspeki og líkamsrækt. Frægasti menntaheimspekingur þess tíma var Platon sem lagði áherslu á víðtæka menntun með áherslu á heimspeki, fimleika og tónlist. Nemandi hans, Aristóteles, talaði fyrir meiri hagnýtri þekkingu.
Áberandi heimspekingar og fræðimenn störfuðu oft sem kennarar. Samband kennara og nemanda var mikils metið og nemendur fylgdu oft ákveðnum heimspekingi eða kennara til að afla sér þekkingar.
Íþróttamenntun. Grikkir lögðu mikla áherslu á líkamsrækt og töldu að heilbrigður líkami væri nauðsynlegur fyrir heilbrigðan huga. Starfsemi eins og fimleikar, glíma og Ólympíuleikar voru hluti af fræðsluupplifuninni.
Er eitthvað að kennslu fornaldar? Nei, en kennslan tók að sjálfsögðu mið af því sem var við hendi. En svo hafa nútíma uppeldisfræðingar bætt við það sem síðan hefur bæst við og byggist fyrst og fremst á innleiðingu nýrra tækni og þekkingu.
Íslenski grunnskólinn er vel í stakk búinn að takast á við áskoranir nútímast (og leikskólinn sem er mjög nútímalegur og öflugur) og aldrei áður hefur hann reynt að mæta nemandanum á hans eigin grundvelli og í dag. Það er gert með einstaklingsmiðuðu námi, fyrir þá sem þess þurfa og stoðkerfi skólanna aldrei verið eins öflugt og það er í dag. En auðvitað má gera betur, hafa fleiri sérkennara o.s.frv. en það eru bara áskoranir dagsins í dag og vilja stjórnmálamanna til að veita fé í verkefnið, ekki menntakerfisins sem kerfis.
Að lokum. Uppeldið sjálft sem er ákveðin kennsla hefst á heimilinu og hjá foreldrum. Frá því að barnið fæðist er það þjálfað í að verða samfélagsþegn og helst það til fullorðins ára. Barnið lærir það hjá foreldrum sem ber að halda utan um menntun barna sinna til fullorðins ára. Að gera börnin að manneskjum er í höndum foreldra, ekki skólakerfisins. Ríkið kemur aldrei í stað foreldris, við þekkjum dæmin úr sögunni sem eru víti til varnaðar.
Bloggar | 23.10.2023 | 08:43 (breytt kl. 09:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Einn vinsælasti álitsgjafi í dag um nútíma stríð er hinn fyrrverandi ofursti í Bandaríkjaher, Douglas MacGregor. Ég ætla ekki að rekja æfiferil hans, enda hef ég skrifað heila blogg grein um hans feril sem er athyglisverður.
Hann hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlunum og almennum fjölmiðlum sem álitsgjafi. Stjarna hans byrjaði að skína með Úkraníu stríðinu og virðist innsæi hans vera einstætt hvað sé að gerast á vígvellum Úkraníu. Skoðanir hans andstæðar við mamma fjölmiðlar segja okkur. En er hann alvitur? Efi var sáð í hugann er hann lagði mat á stöðuna í Ísrael og viðureign Ísraela við Palestínumenn (Gazanbúa).
Ég sá nýverið viðtal við hann um núverandi stríð Ísraela við Palestínumenn á Gaza. Þar finnst mér hann ekki meta stöðuna rétt, sem er vonbrigði. Hann kemur með ýmislegar ályktanir sem eiga ekki við raunveruleikann. Tökum dæmi. Hann ýjar að því að Tyrkir blandi sér í átökin og þeir hafi úrslitaáhrif, enda með tvær milljónir manna sem þeir geta kvatt í herinn á örskamma stund. En Tyrkir eru í NATÓ og ætla þeir að fórna þeim hagsmunum fyrir Gaza? Held ekki.
Svo hefur hann allt of miklar áhyggjur af hernaðargetu Bandaríkjahers sem hann segir að sé vanbúinn. Er hann það í raun? Bandaríkjaher einn getur eytt jörðinni auðveldlega með eigin kjarnorkuvopn. Hann þarf ekki einu sinni andstæðing.
En MacGregor gleymir að Tyrkir eru að meirihluta súnni múslimar eða 80% þjóðarinnar. Og það skiptir virkilega miklu máli hvort þjóðirnar í Miðausturlöndum eru súnní eða shía múslimar, því að þar liggja átakalínurnar og kalda stríðið í Miðausturlöndum snýst um. Það eru tvær andstæðar blokkir sem berjast á banaspjótum um forræðið á svæðinu. Ásinn er Ísrael ríkið sem breytir valdastöðinni, súnní múslimum í vil. Það vilja Íranir að sjálfsögðu ekki og því var stofnað til átaka við Ísrael með leiguliðum sínum Hamas og Hezbollah.
Spurningin er, láta ráðamenn í Arabaríkjunum tilfinningarnar þjóða þeirra ráða ferðinni eða langtíma markmið þeirra (stjórnvalda) sem er að eyða áhrif Írana á Miðausturlönd. Vilja Sádar að Íranir séu kjarnorkuveldi? Held að menn hugsi fram í tímann, þeir hafa áður verið tilbúnir að fórna hagsmunum Palestínumanna fyrir eigin og það mun ekki breytast.
Mat MacGregors að Arabaheimurinn sé ein heild er rangt mat. Hann er margskiptur og tilraunir til að sameina hans hafa mistekist síðan íslam varð til. Kannski má kalla Ísrael Joker spilið. Hægt að nota það til að breyta stöðunni.
Raunsætt séð, munu Vesturveldin aldrei leyfa eyðingu heils ríkis, Ísraelsríki og því munu þau með Bandaríkin í broddi fylkingar egna til átaka og raunverulegs svæðisstríðs í Miðausturlöndum. Álfustríð eða heimsstyrjöld er spurningin. Hugsanlega verður hér bara svæðisstríð.
Bloggar | 21.10.2023 | 00:04 (breytt kl. 11:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020