Bloggfærslur mánaðarins, september 2021
Rúmlega átta mánuðir í embætti er Biden forseti að drukkna í kreppum. Frá innflytjendamálum, til utanríkisstefnu, til efnahagslífsins, til faraldursins vegna kórónuveirunnar virðist vandamál forsetans vera vaxandi og mörg þessara vandamála virðist vera heimatilbúin.
Afghanistan
Líklega er stærsta kreppan sem Biden stendur frammi fyrir núna sprottin af brottflutningi hersveita hans þar sem 13 bandarískir hermenn létust í sjálfsmorðsárás í Kabúl og hátt á annað hundrað manns létust.
Biden var fljótur að kenna öðrum um það aðgerðarleysi sem varð til þess að talibanar tóku fljótlega yfir landið þegar varnir afganskra öryggissveita hrundu og bandarísk vopn og tæki voru gripin herskildi.
Fáni talibana flaggaði þegar yfir fyrrverandi sendiráð Bandaríkjanna í Kabúl þegar Bandaríkjamenn áttu í erfiðleikum með að yfirgefa landið á meðan stjórn Biden fullyrti að það væri hægt að ná alla bandaríska borgara frá Afganistan.
Þetta var ósatt, þar sem Bandaríkjamenn voru í vandræðum með að komast upp í flugvélar og flýja landleiðis til að flýja stríðshrjáða land. Skrifstofur Bandaríkjaþingsins voru umsetnar af fólki sem var örvæntingarfullt að reyna snúa aftur heim til Bandaríkjanna og sneri sér til þeirra vegna þess að utanríkisráðuneytið var ekki hjálplegt.
Auk þess að bandarískir ríkisborgarar voru strandaglópar í Afganistan, voru sérstakir innflytjenda vegabréfsáritunar handhafar (SIV), grænir korthafar og afganskir bandamenn fastir í landinu undir stjórn Talibana þar sem utanríkisráðuneytið kom í veg fyrir að flugvélar með landflótta flóttamenn gætu lent í landamæraríkjunum í kring.
Að auki hefur vottunarferli Biden-ríkisstjórnarinnar (bakgrunnsathugun) verið fullt af villum þar sem bandarískir ríkisborgarar og aðrir með tengsl við bandarísk stjórnvöld hafa verið skildir eftir en þúsundir manna án tengsla við Bandaríkin voru flutt til Bandaríkjanna. Sum af þessu fólki hefur reynst vera glæpamenn og sumir jafnvel á hryðjuverkamannalista.
Óskipuleg fráhvarf hefur orðið til þess að sjúkdómsfaraldur meðal flóttamanna braust út og stjórnvöld áttu í erfiðleikum við að koma þeim fyrir í Bandaríkjunum. Vandamál sem er óleyst.
Meðal annarra vandræðaganga leiddi Pentagon í ljós á dögunum að drónaárás sem þeir gerðu gegn hryðjuverkamönnum beindist í stað gegn saklausa Afgana en um 10 manns voru drepnir, þar á meðal börn í árásinni.
Nú hafa vitnaleiðslur í Bandaríkjaþinginu yfir hershöfðingjum og varnarmálaráðherra leitt í ljós að Biden hunsaði algjörlega ráðleggingar yfirstjórn Bandaríkjahers um að skilja lágmarks herafla eftir að til að tryggja brotthvarf hers og óbreyttra borgara. Ennþá eru bandarískir ríkisborgarar fastir í Afganistan.
Landamærin við Mexíkó
Stjórn Biden hefur beint blindað auganu fyrir kreppunni við suðurlandamærin, þar sem hundruð þúsunda manna hafa þegar farið ólöglega til Bandaríkjanna á þessu ári. Það stefnir í a.m.k. tvær milljónir manna reyndi að komast inn í Bandaríkin ólöglega á árinu. Glæpasamtök græða á tá og fingri með flutningi ólöglegra faraldsfólks og eiturlyfja yfir landamærin.
Ofan á hundruð manna sem eru stappaðir inn í úrvinnslumiðstöðvar landamæraeftirlitsins, innan um heimsfaraldursástands og tugþúsundir farandfólks í bráðabirgðabúðum undir brú í Del Rio, Texas, hafa líkamsárásir og kynferðisofbeldi gagnvart fylgdarlausum farandbörnum verið stórfellt í húsnæði sem ríkisstjórnin hefur veitt forstöðu.
Að auki fullyrðir Biden að hann hafi heimsótt suðurlandamærin en hann hefur aldrei stigið fæti niður þar á öllum stjórnmálaferli sínum sem spannar hálfa öld.
Varaforsetinn, Kamala Harris, var falið að taka á rótum flóttavandans og ferðaðist til landamæranna fyrr á þessu ári eftir margra mánaða áskorun fjölmiðla um að forðast ferð suður en hún gerði stutt stopp þar, í fáeinar klukkustundir, um mitt árið og fór aldrei að sjálfum landamærunum. Ringulreið og í raun opin landamæri eru á suðurlandamærunum.
Efnahagurinn
Demókratar á þingi eru í yfirgír til að standast stórfelldar útgjaldatillögur Biden. Einn sá stærsti útgjaldaliðurinn sem er á leiðinni í gegnum þingið hefur vakið viðvaranir frá repúblikönum sem segja að hann muni auka verðbólgu enn frekar en hún er þegar farin af stað.
Almennar atvinnuleysisbætur, sem lengjast frá fyrri viðbrögðum við COVID-19 stjórnvöldum, hafa skapað mikinn skort á vinnuafli í Bandaríkjunum þar sem verð á vörum og þjónustu hækkar vegna þess, auk vandamála í aðfangakeðjunni.
Fyrirhuguð eyðsluaukning á 3,5 billjónum dollurum til viðbótar hefur ýtt undir ótta við verðbólgu og viðvaranir hafa borist frá mörgum repúblikönum. Vegna stefnu stjórnvalda í orkumálum, eru Bandaríkjamenn ekki lengur óháðir orkuinnflutningi. Verð á eldsneyti hefur hækkað gífurlega.
Að auki hefur mjög smitandi delta afbrigði af kórónuveirunni hvatt sum ríki til að láta hugmyndina um að setja aftur af stað lokanir þrátt fyrir hættu á alvarlegum efnahagslegum afleiðingum.
Delta afbrigðið
Kórónuveirukreppan sem erfðist frá forvera hans, viðbrögð Biden við heimsfaraldrinum, hvað þá þá sem varðar ríkjandi delta afbrigði, hafa verið fullar af mótsögnum.
Eitt nýjasta tilvikið þar sem forsetinn flippaði í COVID-19 mótaðgerðum sínum var tilkynning hans um víðtæka skyldubólusetningu fyrir fyrirtæki með yfir 100 starfsmenn.
Samkvæmt skylduboðinu yrði fyrirtækjum með meira en 100 starfsmenn gert að láta alla starfsmenn bólusetja sig eða prófa neikvætt vikulega áður en þeir fara aftur í vinnuna.
Biden hafði áður lofað í desember að ekki væri umboð fyrir skyldubólusetningu á landsvísu, en stjórn hans snéri við blaðinu en hún hafði aðeins tveimur mánuðum áður sagði að skyldubólusetning væru ekki hlutverk sambandsstjórnarinnar.
Tilkynningunni var mætt harðri andstöðu íhaldsmanna, sem halda því fram að almenningur sé meðvitaður um bóluefnið og kosti þess en segja að læknisfræðilegar ákvarðanir eigi ekki að vera lögboðnar.
Að auki hefur Biden reitt sig mikið á National Institute for Allergies and Infectious Diseases (NIAID), og forstöðumann þess, Anthony Fauci, sem hefur átt sinn hluta af kúvendingastefnu stjórnvalda.
Nýlega útgefin skjöl sem lýsa National Institute of Health-funded gain-of-function research in Wuhan, China, hafa sett vitnisburð Fauci um að engar slíkar rannsóknir hafi átt sér stað til skoðunar.
Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul, R-Ky., sem er læknir að mennt, sakaði Fauci um að ljúga að þinginu í síðasta mánuði vegna eldfima skýrslu frá Intercept sem leiddi í ljós að bandarísk stjórnvöld dældu 3,1 milljón dala frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni EcoHealth Alliance til að styðja við rannsóknir á kóronuveiru rannsóknir við Wuhan Institute of Virology.
Skjöl sem hafa verið lekið frá einkarekna rannsóknarhópurinn DRASTIC fullyrti að yfirlýsingar bæði frá Kína og Fauci stangast algjörlega á um raunverulega hagnýtni rannsókna sem gerðar eru innan Wuhan-stofnunarinnar sem kunna að hafa valdið kórónavírusfaraldrinum, að sögn fyrrverandi rannsóknarmanns utanríkisráðuneytis á COVID-19.
Repúblikanar hafa hvatt Fauci til að segja af sér eða vera rekinn af forsetanum vegna meðferðar hans á heimsfaraldrinum.
Bloggar | 30.9.2021 | 10:32 (breytt kl. 11:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingar eru þjóð tvíræðnis. Varðberg hélt upp á 70 ára afmæli varnarsamningsins við Bandaríkin með vefstreymi fimmta maí 2021 og þar komu fram helstu framámenn þessa málaflokks, svo sem skrifstofustjóri Öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og utanríkisráðherra.
Allir voru lukkandi glaðir og lýstu áfjáðir gleði sína yfir að Ísland væri herlaust land en væri samt í varnarbandalagi við hernaðarsamtökin NATÓ og hefðu gert tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin þennan sama dag árið 1951, 5. maí. Tvíræðni?
Á ýmsu hefur gengið síðastliðin 70 ár og Bandríkjamenn ekki alltaf Íslendingum hliðhollir, sbr Landhelgisdeilurnar. Skautað var hratt yfir þá staðreynd í vefstreyminu að Bandaríkjamenn hurfu héðan með herlið sitt, árið 2006, án þess að spyrja kóng né prest. Þeir Íslendingar sem reyndu og hafa varið þetta samstarf sátu með sárt enni og hafa allar götur síðan reynt að gera gott úr vondu.
Í vefstreymi Varðberg kom fram að Bandaríkjamenn hafi yfirgefið hlutverk sitt að verja LOFTRÝMI Íslands á friðartímum með einhliða brotthvarfi sínu 2006, enda engin her staðsettur hér að staðaldri. Við fyrstu sýn virðist þetta ekki skipta máli, en á ófriðartímum (sérstaklega í nútímanum) skiptir hver mínúta máli. Tökum sem dæmi, að hryðjuverkamenn eða hópur þeirra getur leikið lausum hala hér í 1-3 daga án þess að viðeigandi viðbrögð verða. Er þetta langsótt?
Nei, tökum annað dæmi um vanrækslu, hryðjuverkaárásin á Bandaríkin 2001. Bandaríkjamenn höfðu hreinlega engar eða a.m.k. fáar herþotur til að takast á við ,,árás innan frá" þegar ráðist var á New York. Allar þeirrar varnir beinust að utanaðkomandi árásum. Þetta er mesta hernaðarveldi sögunnar og samt....Afraksturinn var mikið mannfall og mikil heppni að ekki allar flugvélarnar náðu skotmarki sínu.
Nú hafa Bandaríkjamenn sýnt það í verki að þeim er ekki treystandi til að standa við skuldbindingar sínar, sbr. Víetnam og Afganistan. Þeir hörfa ef það hentar þeim, burtséð hvað hentar bandamönnum þeirra hverju sinni. Getum við treyst þeim ef á reynir, og þeir ekki of uppteknir annars staðar? Ein ástæða þess (sem þeir sáu svo eftir) að þeir yfirgáfu Ísland á sínum tíma, var að þeir voru uppteknir í herrekstri í Írak og Afganistan. Þeir meira segja tóku björgunarþyrlur sínar í önnur verkefni og skildu Ísland eftir án björgunarþyrlna.
Hér koma nokkrar spurningar: Af hverju þarf Ísland að vera herlaust? Er það skrifað á stein að svo eigi að vera? Eigum við að fara eftir hörðustu kröfum vinstrisinna um herlaust land? Er ekki þörf á einhverjar varnir á friðartímum, þegar viðvera vinveittra hersveita sem eru staðsetttar á Íslandi er takmörkuð? Af hverju eiga synir annarra landa að fórna lífi sínu fyrir varnir Íslands? Hver hefur verið frumskylda hvers einasta ríkis síðastliðin fimm þúsund ára (utan Íslands)? Vernda borgara/þegna viðkomandi ríkis gegn innlendri sem og erlendri ógn.
Aldrei segja aldrei, Ísland er ekki lengur eyland í síminnkandi heimi. Er ekki kominn tími á raunsæisstjórnmál?
Bloggar | 27.9.2021 | 18:22 (breytt 28.9.2021 kl. 09:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gottlob Frege var tímamótamaður á margan hátt og meiri hugsuður en lærisveinn hans Bertrand Russell sem sumir vilja að sé talinn einn mesti heimspekingur 20. aldar.
Gottlob Frege
Á hverju byggi ég mat mitt? Frege tókst að frelsaði rökfræðina úr viðjum Aristótelesar sem hafði haldist óbreytt fram á 19. öld. Hann hélt fram að það sé staðreynd að eitthvað leiðir eða leiðir ekki af einhverju öðru og á hvorn veginn sem er getur það engan veginn verið háð nokkru sem varðar sálfræði mannsins. Með öðrum orðum er rökfræðin alls ekki safn ,,hugsunarlögmála" né tengist hún nokkuð hugsuninni sem slíkri. Þetta var þvílík bylting og leiddi til þess að menn skyldu að heimspekin eigi að grundvallast á rökfræði einni.
Önnur afleiðing þessari hugsunar Frege er að rökfræðin varð grundvöllur stærðfræðinnar, en hann sagði að rökfræðin geymdi í sér gjörvalla stærðfræðinga sem afleiðingu. Hliðaráhrifin af þessari sönnun Frege var að sálfræðileg áhrif á stærðfræði var einnig útrýmd.
Deilt hafði verið í allri sögu stærðfræðinnar um eðli hennar, hvort hún væri afleiðing mannlegrar hugsunar eða hvort hún standi sjálfstætt. Í dag skiljum við þegar við skoðun heimsfræðina og eðli og gang alheimsins að hann er byggður eftir stærðfræðilegum reglum og alls ótengdur mannlegum skilningi.
Með öðrum orðum, þegar rökfræðin varð alsherjar grundvöllur stærðfræðinnar og sálfræðiþátturinn útrýmdur, þá var sálfræðinni einni úthýst úr stærðfræðinni. En af hverju var Frege merkilegri en Russel?
Russel kynntist heimspeki Frege og varð heillaður af. Hann helsta framlag var að sanna hugmyndir Frege og það gerði hann með bókinni Principia Mathematica. Hann útfærði rökfræðilegu grunnvöll stærðfræðinnar inn á svið þekkingafræðinnar, þ.e.a.s. þekkingar okkar á umheiminum og þar með vísindalega þekkingu. Segja má þó og þakka má Russel að hin svokallaða rökgreiningaheimspeki varð til og varð allsráðindi í breskri heimspeki á fyrri hluta 20. aldar.
Bertrand Russel
Russel sagði að veruleikaskyn væri ómissandi í rökfræðinni og í aðferðafræði sinni væri hann að byggja brú á milli skynheimsins og heims vísindanna.
Bloggar | 24.9.2021 | 10:03 (breytt kl. 10:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menn vilja alltaf gleyma, þegar menn daðra við sósíalismann, þá staðreynd, að þegar menn láta stjórnvöld - miðstjórnarvaldið - fá vald í hendur til að stjórna lífi fólks, að það er ekkert afl sem stöðvar það í að ganga of langt.
Hugmyndafræðin virðist við fyrstu sýn vera falleg, allir jafnir og allir fá sömu laun og kjör, þótt náttúrulögmálið segi annað um stöðu manna. Lífið er ekki jafnræði og náttúran er grimm. Svo á við um samfélag manna, sama hversu vel er gefið, útkoman er misjöfn.
Við komum inn í heiminn við misjafnar aðstæður, sumir við slæm skilyrði og aðrir við góð. Við förum líka við mismunandi skilyrði úr lífinu. Þeir sem eru duglegir og áræðnir, gætu hafa fæðst fátækir en endað sem ríkið einstaklingar og öfugt.
En aðrir vilja að ríkisvaldið skipti sér sem minnst af einstaklingum og leyfa honum að spreyta sig í lífinu. Menn kalla þetta kerfi kapítalismi og einstaklingsframtak. Sá misskilningur er alltaf á lofti, að velgengi eins, sé á kostað annans. Ef Jón verður ríkur, þá verði Guðmundur fátækur. Að Jón sé að stela frá Guðmundi. Þeir sem halda þessu fram, dettur aldrei í hug, að Jón geti hjálpað Guðmundi úr örbirgðinni og saman geti þeir skapað velferðarsamfélag enda þurfa báðir á hvorum að halda. Guðmundarnir eru margfalt fleiri Jónar, geta til samans sett Jóni stóli fyrir dyrnar ef hann gengur of langt. Þarna myndast valdajafnvægi.
Þetta hefur verið marg sannað síðastliðin 250 ár, að samanlögð velgengni einstaklinga býr til auka auðlegð sem samfélagið nýtur góðs af. Þetta vita allir sem hafa lært hagfræðiáfanga 103 en neita staðreyndinni. Fyrir tíma kapítalismans, varð aldrei til auka afrakstur í samfélaginu. Besta dæmið um þetta er sjálfþurftarsamfélag Íslands, en Íslendingar lifðu á jaðri hungursneyðar langt fram á 19. öld vegna þess að íslenskir kapítalistar voru hreinlega ekki til.
Fyrsta íslenska fyrirtækið var stofnað á Alþingi 1752, af Skúla Magnússyni fógeta ásamt íslenskum efnamönnum og var árangurinn brotakenndur en varðaði veginn áfram. Síðan þá hefur íslenskt samfélag farið stöðugt fram, með skellum þó. Þegar frjáls verslun var gefin um miðja 19. öld, hófust peningaviðskipti (sauðfé selt á fæti til Bretlands og jafnvel lifandi hestar) og Norðumenn hófu fyrstu ,,stóriðju" með hvalveiðistöðvar sínar á sama tíma. Bændur eignuðust pening og gátu myndað sameignarfélög - kaupfélög til að versla og selja. Til varð auðmagn til að reisa fyrstu sjávarútvegsþorpin.
En hér var ætlunin að fjalla um verstu gerðina af sósíalismanum, kommúnisma, sem hefur alltaf þróast í alræði öreiga(fámennisstjórnar millistéttar því að öreigarnir hafa aldrei haft getu til að stjórna sjálfir vegna þekkinga- og menntunarskorts).
Til eru mismunandi útgáfur af sósíalismanum, sumar taka mið af lýðræðinu en aðrar af alræðinu. En eitt eiga þær allar sameiginlegt, en það er að láta miðstjórnvaldið ráða yfir persónulegum högum fólks og stýra lífi þess. Í flestum tilfellum ganga sósíalískar stjórnir svo langt, að þær vilja ráða yfir hugsunum fólks! Í dag er það höfnunarmenningin sem tröllríður vestræn samfélög og ræður för hjá sósíalistum (í raun hefur þetta verið svona alla tíð hjá vinstrisinnum). Þetta ætti fólk að hafa í huga þegar það kýs yfirlýsta sósíalista á Íslandi.
Vegna þess ríkið vill ráða eitt (hópurinn gegn einstaklingnum og hugsunum hans), búa sósíalistar/kommúnistar alltaf til fangabúðir fyrir þá sem fylgja ekki flokkslínunni, fylgja ekki hóphugsunni. Frægasta fangabúðakerfið er sovéska Gúlagið en það nýjasta er í Kína, fyrir múslimska minnihlutahópinn Uigurar. En skoðum sögu Gúlagsins og hvað Jón Ólafsson prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands segir um sögu þess:
Gúlag er samheiti um þrælkunarbúðir í Ráðstjórnarríkjunum sem varð til strax við kommúnismann í Rússlandi 1918-20 en lauk að mestu um 1960.
Þótt Gúlagið hafi ekki beinlínis haft útrýmingarhlutverk var dvöl í fangabúðum í flestum tilfellum hryllilegri en orð fá lýst. Margra beið ömurlegur dauðdagi af hungri, vosbúð eða sjúkdómum í verstu búðunum. Pólitísku fangarnir voru oftast sérlega illa búnir undir aðstæður vinnuþrælkunarinnar og auðveld fórnarlömb jafnt fangavarða sem glæpagengja en þau höfðu oft tögl og hagldir innan búða. Milljónir fanga lifðu Gúlagið af, bugaðir á sál og líkama.
Í dag er talið að um 25 milljónir fanga hafi farið í gegnum Gúlagið á árunum 1930 til 1956, og að um sjö milljónir þeirra hafi verið pólitískir fangar.
Allt að tvær milljónir áttu ekki afturkvæmt úr Gúlaginu. Dánartíðni var mjög mismikil eftir tímabilum, hæst var hún fyrstu árin eftir innrás Þjóðverja í Sovétríkin, eða milli 20 og 25%, lægst í lok þessa tímabils eða innan við hálft prósent árið 1953.
Rétt er að hafa í huga að sovétkerfið átti fleiri leiðir til að refsa fólki og setja á það hömlur en fangabúðirnar sjálfar.
Milljónir manna fengu útlegðardóma á stalíntímanum og þurftu þá að dvelja fjarri heimahögum um lengri eða skemmri tíma. Sömuleiðis voru milljónir hraktar af heimilum sínum og fólk látið taka sér búsetu á sérstökum svæðum þar sem það bjó undir eftirliti. Loks er rétt að hafa í huga að dauðarefsingum var beitt óspart gegn meintum pólitískum andstæðingum á stalíntímanum. Talið er að á tímabilinu 1921 til 1953 hafi 800 þúsund manns verið dæmd til dauða og tekin af lífi í Sovétríkjunum. Langflestar voru aftökurnar árin 1937 og 1938 eða samtals um 680 þúsund.
Hemild: Hvað var Gúlag og hvað fór fram í þessum fangabúðum Stalíns?
Hvað lærdóm getum við dregið af þessari sögu? Jú, hún gæti endurtekið sig (sbr. Kína), en fyrst og fremst verðum við að vera upplýst og lesa sögu en auðljóst er að flestir Íslendingar eru ómeðvitaðir um galla sósíalismans, enda hefur aldrei farið fram raunverulegt uppgjör (sbr. Nurmberg réttarhöldin yfir nasistum) við forsprakka þessarar stefnu. Réttlætið sigrar nefnilega ekki alltaf. Vondir menn komast upp með vonda hluti.
Á tyllidögum er sagt að við Íslendingar búum í upplýsingarsamfélagi nútímans og upplýsingar séu uppspretta þekkingar og framfara í vísindum og viðskiptum. En við þurfum líka að rækta þekkingu á fortíðinni, því að annars erum við dæmt til að endurtaka mistökin. Sögukennsla á Íslandi mætti vera meiri.
Bloggar | 23.9.2021 | 16:56 (breytt kl. 16:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég birti hér með erindi sem ég sendi á Alþingi árið 2011, enda hefur ekkert breyst síðan þá, nema hvað að við getum ekki treyst lengur á Bandaríkjamenn til að tryggja varnir okkar, sbr. Afganistan klúðrið.
Hér er athugasemd mín sem ég gerði við tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands
Alþingi, Erindi nr. Þ 140/285
Ég vakti máls á ágalla ályktunar stjórnarlagaráð um herskyldu í Fréttablaðinu í sumar (17. júní) og langar mig að haldi áfram að reifa málið. Ég tek það fram, áður en lengra er haldið, að ég hef ekkert á móti stjórnlagaráði, þvert á móti, margt af því sem það hefur gert, er til fyrirmyndar en þarna tel ég að það sé að gera mistök. Sökin er líka stjórnvalda og umræðan í samfélaginu.
Byrjum á flokkun þeirra á málaflokkinn landvarnir. Það vakti athygli mína að ályktun stjórnlagaráðs um herskylduna er flokkuð undir mannréttindi en ekki utanríkismál. Í II. Kafla, Mannréttindi og náttúra, 18. gr. segir. ,,Herskyldu má aldrei í lög leiða." Þarna vantar rökstuðning fyrir þessari afstöðu. Hvers vegna á að banna herskyldu? Fylgja bara réttindi að vera íslenskur ríkisborgari en engar skyldur? Er ekki alltaf talað um réttindi og skyldur þegar menn búa saman í samfélagi? Í samstarfi og samveru manna eru ekki bara réttindi, heldur einnig skyldur - sjá ritstjórnarpistil Ólafs Stephensen í Fréttablaðinu, 16. júní síðastliðinn sem ber heitið ,,Her og hræsni". Það eru rök út af fyrir sig, að það séu mannréttindi að ríkið verndi borgaranna fyrir árásum hverskonar, sama hvaðan þær koma.
Svo sé ég ekkert um eitt veigamesta - sumir erlendir menn segja mikilvægasta málið - hvernig eigi að vernda landið? Landhelgismál haldast fast í hendur við varnarmál, snýst um vernd auðlinda Íslands gegn ásælni óvinveittra ríkja í auðlindirnar sem og að koma í veg fyrir strandhögg eða hernám landsins. Vill minna á það að landið hefur þrisvar sinnum verið tekið herskyldi á síðastliðnum öldum. Fyrst ber að nefna Tyrkjaránið á 18. öld - strandhögg ,,hryðjuverkamanna". Valdarán lukkuriddarans Jörundar á 19. öld og svo hernám Breta 1940. Þá vorum við heppnir að þeir voru á undan Þjóðverjanum. Sbr. Íkarus áætlunina . Hvernig hefði þá farið? Í öll skiptin voru völdin tekin úr höndum löglegra yfirvalda landsins. Eins og staðan er í dag er það kannski aðeins fræðilegur möguleiki á að landið verði hernumið aftur, skal ekki segja til um það en hætturnar geta steðjað að úr ýmsum áttum, sbr. skipulagða glæpasamtök, möguleg hryðjuverk innlendra eða erlendra manna hérlendis o.s.frv.
Stjórnarskrár eiga að standast tímans tönn sbr. stjórnarskrá BNA og taka á mikilvægustu málum viðkomandi samfélaga og varða framtíðina. Það vantar í tillögum stjórnlagaráðs.
Það sem ég er fyrst og fremst að hugsa, að ef til þess kann að koma, að verja þurfi landið, og mannskapurinn væri ekki tilbúinn að grípa til vopna til að verja það (og það væri ekki í fyrsta sinn í sögunni). Hvað á þá að gera? Búið að banna stjórnvöldum að skylda menn til að verja land og þjóð. Engin neyðarúrræði til vara? Of langan tíma gæti tekið að breyta stjórnarskránni í slíku hættuástandi og allt stefnt í voða.
Eins og ég sagði hér áður, kunna hætturnar að einnig að steðja að innan frá. Ég minni á tvö dæmi úr Íslandssögunni, Sturlungaöldina og siðbreytinguna 1550 en í bæði skipti munaði litlu að landið hefði skipst í tvo helminga - tvö ríki. En snúum okkur til samtíðarinnar. Best væri, að mínu mati og þar með væri komið í veg fyrir skemmdarverk, að annað hvort að hafa landvarnarbálk í stjórnarskránni eða hreinlega að minnast ekki einu orði á hernað, her eða herskyldu. Þar með væru ekki verið að binda hendur framtíðarstjórnvalda. Þetta ákvæði stjórnlagaráðs kann einnig að rugla þau í ríminu (menn eru fljótir að gleyma andann á bak við lagagerð, sbr. viðtalið við mig í Fréttablaðinu 17. júní síðastliðinn, bls. 10) og þau halda að ekki megi gera neitt landinu til varnar.
Í VIII. Kafla stjórnlagaráðs um utanríkismál, 109. gr. Meðferð utanríkismála segir m.a.: ,,Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í sér beitinu vopnavalds, aðrar en þær sem Ísland er skuldbundið af samkvæmt þjóðarrétti, skal háð samþykki Alþingis.
Hvað er þessi málsgrein að segja? Að Alþingi Íslendingi hafi heimild til að veita stuðning við beitingu vopnavalds? Hvernig rímar þetta saman við bannið við herskyldu? Íslensk stjórnvöld mega ekki kveða menn til varnar landsins ef hætta steðjar að landinu sjálfu en þau geti veitt stuðning við beitingu vopnavalds erlendis, sem þýðir með berum orðum stuðningur við stríð með allri sinni eyðileggingu og drápum. Hvað vakir fyrir stjórnlagaráðinu með þessum orðum?
Svo er það hin hliðin á málinu: Vera okkar í Atlantshafsbandalaginu. Við erum í varnarbandalagi og höfum gert varnarsamning við eitt ríkið innan þess, Bandaríkin. Hvernig fer bann við herskyldu saman við veru okkar í hernaðarbandalagi og tvíhliða varnarsamningi? Má NATÓ ekki biðja um aðstoð innlendra manna til að verja landið sem þeir búa í? Það gengur hreinlega ekki upp.
Ég hef hér talið upp tvö helstu rökin fyrir því af hverju stjórnlagaráðið hefði átt að taka þessa grein stjórnarskrártillögu út: 1) Að binda ekki hendur framtíðarstjórnvalda með bannákvæði. 2) Stangast á við veru okkar í NATÓ og kann að valda að við séum ekki tæk í þessu bandalagi í framtíðinni. Svo má bæta við, að það vantar kafla um varnarmál í stjórnarskrátillögunum.
Stjórnarskrá sem tekur ekki á frumhlutverki ríkisvalds, sem er að veita borgurum ríkisins vernd, fyrir fyrirsjáan- og sem ófyrirsjáanlegum hættum, er gölluð stjórnarskrá og beinlínis hættuleg tilveru ríkisins. Nú er málið í höndum Alþingis, vonandi er það framsýnna.
Bloggar | 22.9.2021 | 11:20 (breytt kl. 11:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Deilan snýst fyrst og fremst um fjármuni. Kíkjum á forsöguna. Samkvæmt Aukus-sáttmálanum svokallaða mun Ástralía fá tækni til að byggja kjarnorkuknúna kafbáta sem leið til að vinna gegn áhrifum Kína í hinu umdeilda Suður-Kínahafi. Bandaríkin útvega kjarnorkuknúna kafbáta sem þó verða ekki kjarnorkuvopnabúnir. Samstarfið hefur bindur endi á samkomulagi upp á tugi milljarða dollara virði sem Ástralía undirritaði samkomulag árið 2016 um að Frakkland byggi 12 hefðbundna díselknúna kafbáta. Frakkar eru æfa reiðir enda miklar fjárhæðir að ræða í húfi. Ástralar fá 8 kjarnorkuknúa kafbáta fyrir 2040. Tii samanburðar eiga Kínverjar samtals 74 kafbáta, þar af 12 knúnir kjarnorku. Bretar eiga 11 og Frakkar 8.
Ástralar höfðu áhyggjur af því að hefðbundnir kafbátar sem þeir pöntuðu frá Frakklandi myndu ekki fullnægja stefnumótandi þörfum sínum áður en þeir riftu margra milljarða varnarsamningi til stuðnings samkomulagi við Bandaríkin og Bretland fyrr í vikunni, sagði Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu.
Þetta er mjög skynsamleg ákvörðun af hálfu Ástrala. Þeir verða að hugsa nokkra ára tugi fram í tíma og í ljósi hernaðartilburði Kínverjar, hefði ekki mátt vera seinna.
Ákvörðun Ástralíu um að rifta upp 66 milljarða dala samning sinn við Frakkland um 12 dísilknúna kafbáta og í staðinn kjósa að smíða kjarnorkuknúin skip með Bretum og Bandaríkjunum, er tímamót atburður fyrir svæðisbundna pólitík í Asíu og Kyrrahafi og alþjóðlegum varnariðnaði. Kafbátafloti Ástralíu gæti starfað upp að ströndum Kína og í raun um allan heim.
Nýju kafbátarnir verða mun hæfari en upphaflega áætlaður floti og gæti þýtt hátíð fyrir varnarverktaka í Bretlandi og Ameríku.
Drifbúnaður: Dísil í samanburði við kjarnorku
Lykilmunurinn á frönsk byggðum og fyrirhuguðum nýjum kafbátum er drifbúnaðartæknin sem þeir munu nota. Skipin frá Frakklandi eru byggð á kjarnorkuknúinni Barracuda flokki þar í landi- áttu hins vegar að hafa rafmótora hlaðna með dísilvélum.
Einn af kostunum er að dísil-rafmagns kafbátar hafa tilhneigingu til að vera minni og hægt er að keyra í þögn með því að slökkva á dísilvélinni og treysta á rafhlöðu. Ókosturinn er hins vegar sá að bátarnir þurfa að koma reglulega upp á nýtt til að keyra dísilvélar sínar svo hægt sé að hlaða rafhlöðurnar - aðgerð sem er kölluð hnerra.
Kjarnaknúnir kafbátar eru aftur á móti smíðaðir fyrir úthald, með kjarnakljúfinn sem getur starfað í áratugi á milli áfyllingar. Hiti frá kjarnakljúfnum er notaður til að búa til gufu og knýja gufuhverflar til að framleiða rafmagn.
Ástralía valdi upphaflega dísil-rafmagns kafbáta til að skipta um eigin flota af hefðbundnum Collins flokki bátum.
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, varði ákvörðun Ástralíu og sagði að hann hefði sagt Emmanuel Macron Frakklandsforseta í júní að það væru mjög raunveruleg vandamál um hvort hefðbundin kafbátahæfni myndi taka á stefnumörkun öryggisþarfa Ástralíu á Indó-Kyrrahafi. Franskir ââembættismenn segja að stjórnvöld í París hafi boðið Áströlum þann mánuð að breyta kafbátum í kjarnorkuknúna en þeim var mætt með þögn.
Að velja að fara kjarnorkuleiðina verður hins vegar ekki án áskorana vegna skorts Ástralíu á mikilvægum innviðum.
Allir kjarnorkuinnviðirnir sem land þarft eru mjög dýrir- fólkið, öryggisfyrirkomulag og bryggjuaðstaða, svo eitthvað sé nefnt.
Laumuspil og uppgötvun
Stærsti ávinningur kjarnorkuknúinna kafbáta er að þeir geta verið á kafi og haldið sér laumi miklu lengur. Venjulega knúin skip hafa ekki sama svið án þess að verða fyrir uppgötvun með því að koma upp á yfirborðið. Kjarnaknúnir kafbátar geta borið nægilegt eldsneyti í allt að 30 ára rekstur og þurfa aðeins að snúa aftur til hafnar vegna viðhalds og vistir sem er venjulega eftir 3ja mánaða úthald.
Kjarnaknúnir kafbátar eru flóknustu vélar sem menn búa til, jafnvel meira en geimskutlan, að sögn einn heimildarmanns. Þú ert með kjarnakljúf að aftan, háar sprengiefni að framan og í miðjunni, svokallað hótel, þar sem fólk býr og allt fer fram neðansjávar í marga mánuði í einu.
Það er ekki enn ljóst hvers konar hönnun Canberra mun velja. Hins vegar er líklegt að það sé annaðhvort byggt á breska Astute kafbátum, smíðaðir af BAE Systems, eða ígildi bandaríska flotans, Virginia-flokki, smíðaður af America's General Dynamics Electric Boat og Newport News Shipbuilding.
Ein af lykilspurningunum verður hversu mikið af hljóðlausri keyrslu og sónar tækni flota þeirra Bretar og Bandaríkjamenn ætla að gefa Áströlum.
Vopnageta
Ástralía mun einnig efla vopnagetu sína verulega samkvæmt þríhliða samningnum.
Ástralar munu setja hefðbundnar eldflaugar á kafbáta, sem hefðu stærri burðargetu en þau vopn sem hefðu verið á frönsku skipunum.
Ákvörðunin um að kaupa Tomahawk eldflaugar - sem hægt er að skjóta úr annaðhvort skipum eða kafbátum - markar einnig mikla viðbót við getu Ástralíu.
Tomahawks eldflaugarnar myndi gefa Ástralíu meiri möguleika á að ná skotmörkum í Kína í öllum átökum, sem er mikilvægt vegna þess að Bandaríkin og bandamenn þeirra myndu eiga færri hernaðarlegar eignir við strendur Kína en kínverski herinn.
Tomahawk flaugarnar opnar dyrnar fyrir langtímaárásir á skotmörk eins og að taka niður samþætt loft- og eldflaugavarnarkerfi eða flugskýli.
Í dag eiga Ástralar sex kafbáta af gerðinni Collins sem eru úr sér gengir. Hins vegar er langt í kjarnorkuknúnu kafbátanna, hátt í annan áratug, nema Ástralar kaupi kafbáta af Bandaríkjunum sem þeir síðarnefndu ætla að afleggja.
Bloggar | 21.9.2021 | 08:40 (breytt kl. 13:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekkert nýtt að samfélagið getur verið dómhart í málefnum sem tengjast einstaklingum. Þetta hefur tíðkast í gegnum aldir, útskúfun og fordæming stjórnvalda (í nafni almennings) er notuð til að halda villuráfandi ,,kindur" á réttri braut. Stundum er þetta gert til að viðhalda samheldni í samfélaginu eða marka stefnu hvað megi og hvað megi ekki í siðferðis- og trúarmálum eða stjórnmálum.
Frægast er rannsóknarrétturinn og nornaveiðar í upphafi nýaldar þegar mótmælendatrúin og kaþólska kirkjan börðust um huga almennings og til að halda honum við efnið og fara ekki út af ,,sakramentinu" var efnt til galdrabrenna og barst þessi vitleysa alla leið til Íslands.
Ekki má gleyma frönsku byltingunni, þar sem barist var fyrir lýðræði en forystumenn byltingarinnar breyttust fljótt í harðstjóra með ógnarstjórn og engum var eirt. Þetta endaði ekki fyrr en byltingin átt börn sín og Napóleon komst til valda.
Ef við litum okkur nær í tíma, til 20. aldar, þá börðust þrjú hugmyndakerfi um huga almennings, kommúnisminn, fasistisminn og lýðræðið.
Kommunistar og fasistar beittu óspart ofbeldi og dráp til að verja sína vondu hugmyndafræði en lýðræðissinnar síður en þó bar á því líka, sérber McCarthyismann svonefnda en Josep McCarthhy var bandaríkskur þingmaður sem var í forsvari hóps ráðamanna sem leituðu uppi meinta kommúnista í stjórnkerfinu og víðar, til dæmis Hollywood. Rannsókn sem byrjaði sakleysilega sem leit að moldvörpum í bandarísku samfélagi, endaði sem nornaveiðar, þar sem engum var eirt, hvort sem menn voru saklausir eða sekir.
Líkt og með frönsku byltinguna, þá varð ofstækið svo mikið í McCarthyismanum að fólki ofbauð og nornaveiðunum var hætt á endanum og ,,byltingin" át McCarthy. Sama á við um stökkið mikla og menningarbyltinguna í Kína undir forystu Maó, sem gékk svo langt að tugir milljónir manna létu lífið
Í dag er nokkuð konar menningarbylting í gangi á Vesturlöndum, undir merkjum ný-marxisma sem nota sósíalísk hugmyndafræði en með öðrum hugtökum. Nú er talað um kynþætti, kúgara og þann kúgaða, konur gegn körlum o.s.framvegis. Enginn má vera öðruvísi eða hafa aðrar skoðanir en almennt má teljast vera viðurkennt. Ef önnur skoðun kemur fram, þá er viðkomandi fasisti, kynþáttahatari, konuhatari eða hvað er vinsælt hverju sinni og efst á baugi. Almenn viðurkennd gildi eru úti. Sá sem er íhaldssamur er drullu....
Líkt og í öllum ofsóknum og byltingabylgjum eru þeir sem fara út af sakramentinu, úthrópaðir (nú með hjálp samfélagsmiða og fjölmiðla) og útskúfaðir (reknir úr vinnu eða félagsskaps). Ekki er hægt fyrr en viðkomandi (sem gæti allt eins verið saklaus) er kominn niður í svaðið og á ekki afturkvæmt. Réttarkerfið kemur ekkert við sögu enda dómstóll götunnar búinn að dæma. Ég spái að þessi ,,menningarbylting" og ný-marxismi renni sitt skeið á enda, þegar fólki á endanum ofbíður ofstækið. Byltingin etur börn sín á endanum.
Bloggar | 17.9.2021 | 13:50 (breytt kl. 13:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttir úr Vesturheimi þessi misseri eru ýkjukenndar, ef ekki ótrúlegar og þá er ég að tala um stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum.
Hver stóratburðurinn eftir annan gerist með stuttu millibili. Mikið reynir á lýðræðið í landi hinu frjálsu á þessu ári.
Árið byrjaði ekki vel en árásiin á Capitol Hill sem sumir skilgreina sem valdarán en aðrir sem óeirðir stuðningsmanna Trump, var óbein, ef ekki bein árás á sjálfa aðalvaldastofnun Bandaríkjanna, Bandaríkjaþing.
Þessi árás/óeirðir tengdust valdaskiptum Bandaríkjaforseta, en Joe Biden tók við af Donald Trump með látum sem sakaði hinn fyrrnefnda um kosningasvind.
Lýðræðiskerfið virkaði (burtséð hvort að kosningasvindl hafi átt sér stað eða ekki) en skipt var um forseta á tilsettum tíma. En ekki tók neitt betur við. Við tók að því virðist vanhæfur forseti sem virðist vera haldinn elliglöp og gerir standslaus mistök bæði í innan- og utanríkismálum. Síðasta afglöp hans voru ósigur í Afgangistan, þar sem hryðjuverkamenn tóku yfir landið mótspyrnulaust. Líklegt verður að hann verði ákærður fyrir embættisafglöp næst er Repúblikanar ná völdum á Bandaríkjaþing. Það er stjórnarfarskreppa í sinni verstu mynd.
Nú kemur að því sem þessi grein fjallar um, meint valdarán hershöfðingja eins, Mark Milley, og meint samráð hans við óvinaríki gegn æðsta yfirmann bandaríska heraflans, Bandaríkjaforsetann Donald Trump. Ef satt reyndist, er þetta lýgilegra en ýktasta skáldsaga.
Samkvæmt fréttum í sumar, á dögum eftir kosningarnar í nóvember síðastliðnum, hélt Mark Milley, formaður sameiginlega herforingjaráðs Bandaríkjahers, fund með háttsettum herforingjum í Pentagon.Milley vildi upplýsa þá um það sem hann lýsti sem alvarlegri ógn við þjóðaröryggi - ógn sem væri svo alvarleg að það hefði stöðugleika lýðveldisins í hættu. Þessi ógn, sagði Milley, var sitjandi forseti Bandaríkjanna. Donald Trump hafði þorað að efast um úrslit kosninganna.
Fyrir þetta, útskýrði Milley, gæti verið krafist að Bandaríkjaher beiti líkamlegu valdi gegn forsetanum til að koma honum úr Hvíta húsinu! Við erum strákarnir með byssur, sagði Milley. Hann hafði greinilega verið að undirbúa sig fyrir þessa stund. Milley átti svipuð samtöl við forstjóra CIA, Gina Haspel, sem og við yfirmann NSA, Paul Nakasone. Hann hafði einnig rætt beint við Chuck Schumer og Nancy Pelosi, helstu pólitíska keppinauta Trump.
Nú, samkvæmt nýrri bók eftir Bob Woodward og Robert Costa, gekk Milley enn lengra en það. 30. október í fyrra, samkvæmt Woodward og Costa, hringdi Milley í starfsbróður sinn í Kína, hershöfðingja sem heitir Li Zuocheng. Milley sagði ekki yfirmanni sínum, forsetanum, frá símtalinu, hvorki áður en hann hringdi eða síðar.
Hér voru skilaboð Milley til kommúnista í kínverska hernum. "Li Zuocheng, ég vil fullvissa ykkur um að bandarísk stjórnvöld eru stöðug og allt verður í lagi. Við ætlum ekki að ráðast á eða framkvæma neinar aðgerðir gegn ykkur." Og þá, að sögn, sagði Milley þetta. "Li Zuocheng, þú og ég höfum þekkst í fimm ár. Ef við ætlum að ráðast á ykkur mun ég fyrirfram hringja í þig. Það kemur ekki á óvart." !!!
Láttum þetta malla aðeins, þessi furðufrétt. ,,Ef við ætlum að ráðast á þá mun ég hringja í þig fyrirfram. Það kemur ekkert á óvart." Samkvæmt þessari frásögn hefur æðsti embættismaður í varnarmálum Bandaríkjanna átt í leynilegri samvinnu við æðsta keppinaut þeirra hjá óvinaher til að grafa undir valdi kjörins forseta Bandaríkjanna.
Hvernig er hægt að lýsa þessu? Djúp ríki er ekki nógu sterkt hugtak. Þetta er landráð. Þetta er í versta falli glæpur. Og greinilega er Mark Milley ekki eina manneskjan sem er viðriðin. Aðrir vissu að þetta var að gerast. Leyniþjónustustofnanir heyrðu næstum örugglega símtal Mark Milley enda eiga þær að liggja á hleri og taka upp símtöl. Ef þeir geta lesið tölvupósta úr kaðallfréttaþætti á Fox, hverjar eru líkurnar á því að þeir hafi ekki verið meðvitaðir um að formaður sameiginlegu foringjaráð var að tala við háttsettan kínverskan hershöfðingja og hvað þeir voru að segja? Í kringum 100%. Samt gerði NSA ekkert. CIA var greinilega að fullu að vinna með þess hugmynd og aðgerð. Við erum á leiðinni til hægri valdaráns, (og hefur sennilega átt við að leyniþjónustan ásamt herinn ættu að stoppa meint hægri valdarán) sagði Gina Haspel við hershöfðingjann.
Í raun var valdarán í gangi, en það kom ekki frá hægri. Það var ekki bruggað í Alabama. Í raun var æðsta stjórn hersins, sem á að vera undir valdi kjörinnar stjórnar, að fremja valdarán. Munum eftir samskipti og deilur Bandaríkjaforsetans Harry S. Trumans og Douglas MacArthur hershöfðinga í Kóreustríðinu. MacArthur var rekinn úr starfi fyrir óhlýðni og fara ekki að fyrirmælum Bandaríkjaforseta. Milley er ekki MacArthur á neinn hátt, bara misheppnaður hershöfðingi sem tapar stríði. Forsetinn ræður enda yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna.
Hvernig gerðu þeir það? Þeir ógiltu lýðræðið. Lýðræði þýðir ekkert ef fólkið sem þú velur hefur ekkert vald. Og Mark Milley gerði sitt besta til að ganga úr skugga um að kjörinn forseti hefði ekki valdið.
Í byrjun janúar, að sögn Woodward og Costa, boðaði Milley til annars fundar háttsettra embættismanna í stjórnstöð hersins. Hann tilkynnti hópnum að þeir tilkynntu honum beint um líðandi atburði en ekki kjörnum forseta Bandaríkjanna. Það var ekki lítil krafa. Stjórnstöð hersins stjórnar meðal annars kjarnorkuvopnunum innan eldflaugasilóa landsins og um borð í kjarnorkukafbátum hersins.
Mark Milley var að ná persónulegri stjórn á kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna. Hann fór um ,,stríðsherbergið" og krafðist þess að yfirmenn hersins lútu vald hans, ekki forsetans. Milley sagði þeim að fara ekki eftir neinni skipun án þess að hafa samráð við hann fyrst. Að sögn Woodward og Costa voru þeir allir sammála þessu enda krafðist hann eiðstöku. Borgaralegri stjórn á hernum var lokið. Mark Milley var í forsvari.
Ástæðan fyrir þessu öllu var að hann ,,óttaðist" að Donald Trump myndi varpa kjarnorkusprengjur á Kína (í einhverju æðiskasti) en það er ekki mögulegt, því að hann einn getur ekki ákveðið kjarnorkuvopnaárás. Pentagon og aðrir verða að veita samþykki eða skipunin verður að fara niður ,,stöðukeðjuna".
Forsetinn þarf að gefa lögmæta fyrirskipun og sú skipun þarf að vera ekta og líta á hana sem ósvikna, því hún er staðfest með kóða sem hann hefur haft með sér eða nálægt persónu sinni hverju sinni. Og þessi skipun þarf að fara í gegnum stjórnkeðjuna, niður að undirhlutum þar sem kjarnorkuvopnin, kjarnorkusprengjum og kafbátarnir eru. Og þessi undirstjórn myndi fá þessa ekta skipun og hefja síðan aðgerðir í samræmi við það. Það er því afar ólíklegt, ef ekki fjarstæðukennt að Trump gæti upp á eigi einsdæmi ákveðið að hefja kjarnorkustríð. Fyrir utan það, að hann er fyrsti forsetinn síðan Jimmy Carter, sem ekki hefur hafið stríð á hendur annarra.
Ef þetta er satt er þetta eitt það skelfilegasta sem hefur gerst í öflugast lýðræðisríki heims. Þeir sem segja að þeir hafi áhyggjur af forræðishyggju sé á leiðinni til Bandaríkjanna, þá er það staðfest að hún er komin. Það er það sem þetta er. Stjórn ókjörnina, óábyrga (her)leiðtoga sem eru tilbúnir til að beita ofbeldi til að varðveita stjórn valdakerfis þeirra. Það er það sem þessi bók lýsir.
Þetta er átakanlegt. Ekki kemur á óvart að bandarískir fréttamiðlar hafa eytt fyrsta deginum, er fréttin barst út, í að fagna því. Það kemur í ljós að sjálfir yfirlýstir verjendur lýðræðis trúa í raun ekki á kerfið sem þeir segjast virða. Hugmyndin um að veita kjósendum vald yfir stjórninni virðast víðsfjarri huga þeirra. Þeim léttir að uppgötva að í raun er lýðræðið í BNA lýgi.
Í raun, þegar allt er á botni hvolft, þá er Mark Milley einn versti yfirhershöfðingi Bandaríkjahers frá upphafi. Fyrir hið fyrsta er að hann er óhæfur hershöfðingi sem tapar stríði gegn villimönnum með handvopn einum að vopni, og hann sem hefur öflugasta herveldi veraldarsögunnar á bakvið sig, til að tapa slíku stríði þarf einstaka vanhæfi! Í öðru lagi hefur hann blandað saman pólitík og hermál saman og haft samráð við annan af tveimur stjórnmálaflokk landsins en það er spilling af verstu gerð - pólitískst plott. Það væri eins og íslenska lögreglan væri í samvinnu við Samfylkinguna, einn flokka. Hann svíkur yfirmann sinn en hans eina hlutverk er í raun að veita Bandaríkjaforseta ráðgjöf, valdið um beitingu hervalds er í höndum Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans.
En verst af öllu er samráðið við óvinaríki, sem aðeins njósnarar og föðurlandssvikarar gera. Hann ætti að fara fyrir herrétt og vera dæmdur föðurlandssvikari. Annað er ekki í stöðunni. Ríkisstjórn Bidens gæti fagnað þessu, því að þá fellur ábyrgðin á falli Afganistans á herðar Milley, ekki Bidens.
Bloggar | 15.9.2021 | 18:02 (breytt 16.9.2021 kl. 10:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
John Locke og þrískipting valdsins á Íslandi
John Locke, sem var enskur heimspekingurinn, setti fram á 18. öld fram kenninguna um þrískiptingu valdsins í: framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald. Frábær hugmynd sem hefur ekki enn komið til framkvæmda á Íslandi. Hvers vegna? Jú, framkvæmdarvaldið ríkisstjórn Íslands sem samanstanda af ráðherrum, starfa á Alþingi og hafa atkvæðisrétt. Á meðan svo er, er engin raunveruleg skipting valdsins í þrennt.
Hins vegar tel ég, að bæta verði fjórða valdinu við sem myndi þjóna eins konar eftirlitshlutverki með hinum þremur valdaörmunum. Vísir að því er umboðsmaður Alþingis en vald embættisins er ekki víðtækt.
Það er t.d. ótækt að dómsvaldið eða framkvæmdarvaldið séu að feta fingur í störf hvers annars.
Svo er það undarlegt að ríkisstjórnin (framkvæmdarvaldið) sitji á löggjafarþingi landsins og sitji þannig beggja megin borðs.
Kannski væri betra að fyrirkomulagið væri eins og í Frakklandi, Finnlandi og Bandaríkjunum, það er að segja að kosinn væri forseti (í stað forsætisráðherra) sem svo myndaði ríkisstjórn með fólki sem situr ekki á þingi. Hún yrði að leita stuðnings til þings ef hún vill breyta lögum.
Alþingi á svo að setja leikreglurnar (lögin) og einbeita sér að því. Ríkisstjórnin á því sem sagt að einbeita sér að því að stjórna landinu.
Forsetastjórn er hins vegar ekki gallalaus. Helsti vandi forsetastjórnar, líkt og er í Bandaríkjunum er hversu erfitt er að reka ríkisstjórnina frá ef hún gerir misstök, sjá má þetta með stjórn Joe Bidens. Hver ráðherrann eftir öðrum vanhæfur í starfið og forsetinn sjálfur fremstur í flokki. Jafnvel varaforsetinn hefur, Kamala Harris, hefur sýnt lítil tilhrif og þau fáu, hafa vakið furðu eða óánægju.
Bandaríkjamenn þurfa að sitja uppi með vanhæfa stjórn næstu þrjú og hálft ár. Eina leiðin til að losna við vanhæfan forseta er ákæra hann fyrir embættisafglöp eða forsetinn sé talinn vanhæfur af heilsufarsástæðum. Það er þó hægt að fara í kringum það með að veita þingi meiri völd til að íhluta í málið og koma vonlausri ríkisstjórn frá.
Ef til vill mun virðing Alþingi aukast, þegar völd þess vera raunveruleg (án afskipta framkvæmdarvaldsins) og almennir þingmenn fá að starfa í alvörunni og í friði. Starfsdagar Alþingis eru nú bara 121 dagar á ári! Þingmenn eru þriðja hvern dag í vinnunni. Sumir eru duglegir og starfa mikið en þetta er allt er þetta í sjálfsvaldi sett hverjum þingmanni.
Lagasetning ber keim af þessu litla framlagi þingmanna, mörg lög verða til í ranni ráðuneyti undir forystu ráðherra, af hendi embættismanna sem eru ekki kjörnir lýðræðislega.
Hér er fróðleikur um John Locke
John Locke (29. ágúst 1632 28. október 1704) var enskur heimspekingur, sem hafði feikileg áhrif með ritum sínum í þekkingarfræði og stjórnspeki. Hann var einn helsti upphafsmaður bresku raunhyggjuhefðarinnar og lagði grunninn að hugmyndafræði frjálshyggju með frjálslyndum kenningum sínum. Kenningar Locke eiga rætur sínar að rekja til náttúruréttarhefðarinnar sem og nafnhyggjunnar. Hann var mikilvægur boðberi upplýsingarinnar.
Hugmyndir hans um mannlegt eðli voru ekki síður merkilegar. Hann var þeirrar skoðunar að maðurinn fæddist sem autt blað (latína: tabula rasa) og það væri hlutverk menntunar að móta einstaklinginn frá grunni.
Í bókinni Ritgerð um ríkisvald (e. The Second Treatise on Civil Government, 1689) kom Locke orðum að tveimur hugmyndum, sem margir tóku undir á næstu öldum.
Hin fyrri var, að einkaeignarréttur gæti myndast af sjálfu sér og án þess að raska náttúrlegum réttindum manna, en hlutverk ríkisins væri að gæta eignarréttarins. Hin síðari var, að ríkið væri reist á þegjandi samkomulagi milli borgaranna, sem nefnt er samfélagssáttmálinn, en þegar valdhafar ryfu þetta samkomulag og virtu lítils eða einskis réttindi borgaranna, væri það réttur þeirra að rísa upp og hrinda þeim af höndum sér. Þetta kemur skýrast fram í stjórnarskrá Bandaríkjanna en þar er það beinlínis skrifa inn í stjórnarskránna réttindi manna til að bera skotvopn en margir misskilja þetta og halda að þessi réttindi séu til að verja sig gegn glæpamönnum en svo er ekki í grunninum. Heldur rétturinn til að rísa upp gegn harðstjórn valdhafa.
Með síðari hugmyndinni varði John Locke svonefndu ,,Dýrlegu byltinguna í Bretlandi 1688 og rökstuddi þrískiptingu ríkisvaldsins. Hún varð frjálslyndum stjórnmálahreyfingum 18. og 19. aldar mikil hvatning, til dæmis í bandarísku byltingunni 1776 og frönsku stjórnarbyltingunni 1789, og krafan um þingbundnar konungsstjórnir, sem hljómaði víða í Norðurálfunni á 19. öld, meðal annars í Danmörku og á Íslandi, var ekki síst runnin undan rifjum Lockes. Í bók sinni, ,,Stjórnleysi, ríki og staðleysur (eða betra hugtak væri fyrirmyndaríki) (e. Anarchy, State, and Utopia) blés Robert Nozick nýju lífi í stjórnspekihugmyndir Lockes.
Bloggar | 6.9.2021 | 09:22 (breytt kl. 09:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fjölda ára hefur krónan verið þrætuepli á Íslandi, sérstaklega út af smæðinni og hve óstöðug hún hefur verið. Hún hafi auðveldað spákaupmennsku. Hún hefur þó haft á sér góðar hliðar sem við sáum í hruninu. Þar sem virði hennar endurspeglaði hagkerfi og púls þess. En neikvæðu hliðarnar voru þær, að hér þurfti að setja á gjaldeyrishöft.
Og það er staða sem við eigum aldrei að þurfa að lenda í aftur, alveg sama, hve gott það er að geta látið hana sveiflast í takt við hagkerfið. Gleymum ekki að óábyrgir stjórnmálamenn, og Seðlabankinn, geta aukið magn peninga og aukið verðbólgu. Svo er það rafræn peningaframleiðsla bankana, en það er önnur saga sem ég fer ekki nánar í hér. Hver er þá framtíð gjaldmiðils Íslands?
Lítum á nokkra gjaldmiðla:
EVRA:
Evran (; EUR) er opinber gjaldmiðill í 19 af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þessi hópur ríkja er þekktur sem evrusvæðið og telur um 343 milljónir borgara frá og með 2019. Evran er næststærsti gjaldmiðillinn á gjaldeyrismarkaði á eftir Bandaríkjadal.
Evrunni er stjórnað af Evrópska seðlabankanum í Frankfurt í samvinnu við seðlabanka aðildarríkja.
Evran er önnur mesta notaða varasjóðsmynt heims á eftir Bandaríkjadal, auk þess að næst mest gjaldmiðillinn á gjaldeyrismörkuðum heimsins eftir Bandaríkjadal. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er 20,48% af gjaldeyrisvarasjóðum heims í Evru og hefur farið hækkandi síðari ár. 61,94% af gjaldeyrisvarasjóðum er í Bandaríkjadal.
Evran er draumur Evrópusinna á Íslandi. Og ein af helstu rökum þeirra að ganga í Evrópusambandið er stöðugur gjaldmiðill. Evran hefur reynst ágætlega fyrir ESB ríkin sjálf. Því hún er alþjóðleg mynt, sem auðveldar viðskipti innan Evrópulanda og líka út á við. En fyrir okkur Íslandinga er hún gagnlaus, sem ætlum að standa fyrir utan Evrópusambandsins.
Helstu gallar hennar, er að hún bakkar ekki Evruþjóðir í efnhagserfiðleikum. Evrópski seðlabankinn gerði það ekki. Við sáum þetta á Grikklandi. Þar píndi seðlabankinn landið í skuldafjötra og afnám efnahagslegt sjálfstæði landsins og í raun sjálfstæðið. Grikkland er ein brunarúst.
Þar sem Evan gerði Grikkjum ómögulegt að gjaldfella myntina, eins og við gerðum við krónuna.
Ef við hefðum verið með Evruna í hruninu, þá hefði farið fyrir okkur eins og Grikkjum sem eru í dag . gjaldþrota þjóð og evrópsk efnahagsnýlenda ESB.
Vandamál Evrunnar að hún slær takt við efnhag Þýskalands og norður þjóða ESB.
Suðurhlutinn hefur verið að safna skuldum við norðurhlutann og Ítalir og Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum. Suðurþjóðarnir voru áður þekktar fyrir að gjaldfella miðlana sína, en geta það ekki í dag. Misvægið á milli norður og suður er svo mikið, að talað hefur verið að skipta Evrunni í norður og suður Evru. Framtíð Íslands liggur ekki í Evrunni. Ísland á að einblína á allann heiminn, ekki örfáar þjóðir í Evrópu og takmarkaðan markað, varðandi viðskipti. Við þurfum að styðjast við alheimsmynt og þá erum við komin að
Dollar:
A fistful of dollars
Er sterkasti gjaldmiðill heimsins og mest notaði sem varasjóður.
Styrkur er hans er það mikill að hann er notaður sem trygging skulda á milli landa.
Þjóðir gefa út skuldir í dollurum sbr. Argentina og fleiri. Því enginn treystir gjalmiðli Argentínu og vita að hann gæti fallið gríðarlega og þar með afföll á skuldum.
61% allra gjaldeyrisvarasjóða þjóða í heiminum er í dollurum, sbr. 20% Evru.
Og 40% af öllum skuldum heimsins eru í dollurum.
Styrkur dollars, er að þrátt fyrir mikla peningaprentun Bandaríkjastjórnar, þá hefur ekki skapast verðbólga, vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir dollar alþjóðlega.
MONETIZE DEBTS, er fyrirbærið kallað, þegar USA prentar eins mikið af dollurum og það þarf fyrir skuldum.
Dökka hliðin fyrir Bandaríkin sjálf, er þó að USA borgar 1 trilljarð á ári í vexti. Björtu hliðarnar eru að sífellt fleiri dollarar eru að fara í umferð í heiminum.
Petrodollar Áður fyrr þegar dollar var á gullfæti þá var hægt að skipta ígildi dollar fyrir ígildi gulls. Svokallaður GULLFÓTUR. Richard Nixon breytti þessu 1971, vegna þess að Vietnam stríðið olli því að seðlabankinn, prentaði meiri dollara, en til var af gulli. Og fleiri dollarar voru í umferð erlendis en til var í USA. Og erlendir aðilar fóru krefjast innlausnar. Þetta setti pressu á Nixon að afnema gullfótinn.
Þetta átti að verða tímabundið ástand, en varð það ekki. Traust heimsins á dollar hrundi. Það sem varð dollaranum til björgunar er að árið 1974, gerðu Sádar og USA með sér samkomulag að öll olíuviðskipti færu í dollurum. Í staðinn hét USA því að verja Sáda hernaðarlega, bæði innan og utanlands.
Þar með varð Petrodollar til og styrkti dollar sem alheimsmynt og varð til núverandi velgengni dollars.
Kínverjar og Rússar vilja reyna að veikja dollar og minnka vægi hans, með því að nota olíuviðskipti sína á milli í Yuan. Og Rússar reyna að styrkja rúbluna sína með því að kaupa upp allt það gull það sem þeir geta gullfótur. En það er aðallega til heimabrúks til að styrkja Rúbluna.
Rússar og Kínverjar eru að reyna að vera óháðir dollaranum.
Af hverju er næststærsta hagkerfi heimsins með Yuan ekki með eins sterkan gjaldmiðil? Skýringin liggur í að stjórnvöld vilja stjórna og ekki hleypta of mikið af YUAN út í alheimsumferðina. Einnig liggur vandamálið í TRAUSTI. Kína er einræðisríki og erfitt er að sækja rétt sinn í dómsölum eða treysta kínverskum bönkum eða treysta kínverska ríkinu yfirhöfuð.
Hver treystir einflokksstjórn?
Persónulega, þá tel ég olíuna ekki vera framtíðarorkugjafi. Því munu Kínverjar ekki geta klekkt á USA dollar með olíuviðskiptum.
Hlutur Seðlabanka Bandaríkjana:
Gallinn við Fiat currency er að við verðbólgu, þá rýrnar gjaldmiðillinn. Milton Friedman talaði um að t.d. 2% verðbólga væri í raun skattur. Frá þvi að Seðlabanki USA varð til 1913, þá hefur US dollar rýrnað um 96%.
Seðlabankinn á enga peninga, en býr til peninga með því að gefa út skuldabréf (bonds) og ríkisvíxla (treasury bills), sem svo markaðurinn og bankar kaupa og selja síðan aftur til Seðlabanka með vöxtum. Peningar skipta í raun ekki um hendur heldur birtist á debet hlið bankans.
Bankar ,,prenta einnig peninga með því lána peninga til skuldara, með því að færa til credit og debit stöðu bankans. Peningar búnir til rafrænt innan bankans, án þess að innistæða sé í raun til.
Skuldarinn notar síðan rafrænu millifærsluna til að kaupa fasteign með tilvísun á traust að bankinn eigi fyrir fyrir borgunni.
Dæmi þú átt inneign hjá banka upp á 100 kr. en bankinn er aðeins með 3 krónur. Bankinn lánar síðann 97 kr. til Jóns til að kaupa eitthvað. Í innistæðu þinni hjá bankanum eru ennþá 100 kr. en núna á Jón 97 kr rafrænt á sínum bankareikningi. Og þetta er rafræn eign Jóns. Bakkað upp með loforði bankans að borga til baka. Nýju peningar hans Jón eru búnir til sem SKULD .Jón kaupir síðann eitthvað fyrir 97 kr og seljandinn setur síðann 97 í annan banka. Sem síðan lánar öðrum Sigga.
Og svo aftur og aftur. Þannig verða til rafrænir peningar án raunverulegrar innistæðu. Þetta kerfi kallast Fractional Reserve Banking.
Í raun er um 97% af peningum í umferð í Bretlandi peningar bara tölur í tölvukerfi bankana. Og aðeins 3% raunveruleg eign. Bankar græða síðan tá og fingri á vöxtum.
Bankarnir hafa því í raun búið til fyrstu rafrænu peningana.
BITCOIN og crypto currency:
Hvað um framtíðina? Er Bitcoin framtíðin? Fjórða iðnbyltingin í hnotskurn; gervigreind.
Bitcoin er nýr rafrænn gjaldmiðill, Hann er rauninni bara tölvukóði í netskýjum, samansafn af tölvubætum.
Rafmiðill sem er í raun eigin banki, laus við skatta, þóknanir til banka og laus við brask þeirra og seðlabanka með peninga. Algjörlega frítt.
Árið 1998 bjó Bernhard Von NotHaus til eigin gjaldmiðil. Þrátt fyrir að slíkt sé bannað í USA.
Hann kallaði gjaldmiðil sinn ,,Liberty dollar og var til í gulli, silfri, platínum og kopar. Einnig til sem peningaseðill (pappír) og svo rafrænt. Bandaríkjastjórn handtók hann og dæmdi í 22 ára fangelsi.
En þetta útspil varð sem upplifun og fyrirmynd fyrir stofnenda Bitcoin. En það var hakkari í Amsterdam sem kallaði sig Satoshi Nakamoto sem stofnaði Bitcoin. Hann kom fram undir dulnefni. Því ekki vildi hann lenda í sporum Bernhards.
Bitcoin er sem sagt stærðfræðilegur tölvukóði, sem er öllum frjálst að nota.
Rafrænn gjaldmiðill og tölvuhugbúnaður, sem notar alheims greiðslukerfi og notar heimsins einkatölvur í gegnum internetið. Bitcoin er geymt í þessu heimsins netkerfi og þar sem það er opið öllum, þá getur engin einstakur aðili hakkað eða spilað með Bitcoin. Enginn getur breytt kóðanum, nema að það sé gert opinberlega. Núna eru hundruðir forritarar að endurbæta og uppfæra hugbúnaðinn, en kóðinn er opinn öllum, og því ekki hægt að svindla á honum.
Bitcoin er því Blockchain, og verður framtíðar efnahagstæki.
Blockchain gæti búið til samfélag án landamæra og er eins valddreift (decentralized) og hægt er.
Gervigreind, opinn gagnagrunnur, aðgengilegur öllum.
Bitcoin sparar okkur milliliði eins og fjármálafyrirtækin.
Bitcoin eign þín kallast ,,Digital wallet og er bara kóði.
Þegar Bitcoin er send frá einu Digital wallet til annars Digital wallet, þá er bara verið að breyta aðgengi að database (gagnagruns) á milli eigenda.
Hver einkatölva er í raun Bitcoin miner, sem geymir Bitcoin kóðann.
Bitcoin leysir af banka og bankamenn. Hjá Bitcoin er engin verðbólga eða offramleiðsla af peningum. Laus við afskipta stjórnmálamanna og seðlabanka.
Notkun kreditkorta getur verið áhættusamt, alltaf verið að hakka inn í kerfi þeirra, eða þú týnir korti þínu. Og kreditkortaþóknanir eru gríðarlega háar. Með því að losna við þessar þóknanir, þá geta fyrirtæki boðið ódýrari vöru til kaupenda með því að bjóða greiðslur í Bitcoin.
Í dag eru 2,5 milljarðar manna án bankareiknings. Með Bitcoin þá getur þetta fólk notast við greiðslukerfi Bitcoin, án banka og þurfa aðeins aðgang að farsíma. Þeir geta millifært peninga á milli landa án aðkomu banka og hárra þóknana.
Það skrítna við millifærslur á milli landa, eru að þær geta tekið allt að fjórum dögum.
Og þó eru þær í raun rafrænar. Hverju veldur? Bitcoin gerir þetta á sekúndubragði án bankaþóknana.
Hvað eru peningar? Þeir eru í raun loft, huglægt mat á gæðum. Sem eru mismunandi eftir því hver þörfin er hverju sinni. Við ákveðum að gefa þeim ákveðin verðmæti og heitið er PENINGAR.
Peningar eru tungumál, sem við miðlum okkar á milli um ákveðin verðmæti. Hús er t.d. ekki meira virði í evrum eða dollara en við erum tilbúinn að borga fyrir húsið. Þetta er sem sé persónulegt verðgildi.
Crypto currency getur haft gildi eins og hver önnur mynt, því verðgildið er huglægt.
Ókostur venjulegra mynta er rýrnun þeirra, vegna ríkisstjórna og seðlabanka.
Og mikil offramleiðsla/prentun veldur rýrnun gjaldmiðilsins. Milton Friedman kallaði þetta rán á almenningi. Offramleiðsla á peningum veldur VERÐBÓLGU (í raun aukaskattur).
Sem aftur rýrir kaupgetu almenningsins og rýrir gjaldmiðilinn. Þannig eru peningar færðir til/teknir frá almenningi. Þetta gerist í öllum gjaldmiðlum heimsins. Í dag er t.d. Dollarinn aðeins 4% virði þess sem hann var fyrir 100 árum. Þetta er helsti ókostur gjaldmiðla miðað við crypto currency.
Hvað ef peningar væru aðskildir frá ríki og seðlabönkum?
Enginn stjórnar Bitcoin, ekkert ríki, seðlabanki, ekki einu sinni forritarinn sem bjó til myntina.
Við fólkið gefum myntinni verðgildi, með framboð og eftirspurn. Með Bitcoin er engin verðbólga sem rýrir peningana okkar og engin spilling.
Þar sem enginn stjórnar myntinni, þá getur enginn fylgst með eyðslu okkar eða notkun okkar.
Blockchain sér í raun um bókhald fyrir crypto currency, sem kemur í staðinn fyrir ríki, banka og elítu sem millifæra fyrir okkur fjármuni og taka fé fyrir, sumir segja ræna okkur.
Ef við ætlum t.d. að kaupa, hús, þá þurfum við fjölda milliliða, fasteignasala, banka og fjölda annarra sem taka þóknun.
Blockchain sleppir milliliðum, gerir viðskiptin ódýrari og öruggari.
Greiðslur framtíðarinnar, með sjálfkeyrandi bílum, skipum og flugvélum fara fram með rafrænum gjaldmiðlum. Machine to machine payments.
Þá komum við að svokölluðu .
DAO company Smart contracts gervigreind. Fyrirtæki án eiganda.
Framtíðin gæti verið að enginn ætti gæðin, tökum dæmi leigubíll.
Leigubíllinn veitti hverjum sem er þjónustu, sem borgaði í bitcoin. Á nætur myndi leigubíllinn hlaða sig rafmagni og fá viðhald. Með innkomunni, þá myndi leigubíllinn kaupa fleiri leigubíla og endaði í raun í leigubílaflota. Enginn ætti bílana í raun, heldur væri þetta bara tölvukóði í netheimum.
Án milliliði, þá býður gervigreindin Blockchain, alla þjónustu ódýrari og skilvirkari.
Í raun gæti gervigreindin rekið heilt þjóðfélag, og gert þar á meðal gert stjórnmálamenn óþarfa.
Gert fulltrúalýðræðið óþarft, með svokölluðu distributed democracy.
Markmiðið er að enda skrifræði og spillingu stjórnmálamanna og nota gervigreind til að stjórna.
Framtíðin gæti litið svona, þú ætlaðir að kaupa bújörð, en gætir ekki fengið bankalán, eða fengið fjárfestir. Kæmist ekki á hlutabréfamarkað. Og þú byggir t.d. í Rússlandi, og vildir stofna kúabú. Þú gætir t.d búið til crypto currency, svokallaða MILKCOIN til að fjármagna kaupin, þú auglýstir myntina á eigin vefsíðu með, ICO Initial Coin Offering.
Þá kemur spurningin, af hverju ættir þú að kaupa slíkan gjaldmiðil?
En þú ert í raun að kaupa hlutabréf, án þess að fara í gegnum hefðbundin hlutabréfamarkað, crowd funding eða Angel Investor.
Og þetta er því frábært tækifæri fyrir startup/frumkvöðlafyrirtæki.
ICO sem hefur ekkert regluverk á bakvið sig, sem er draumur svindlara, sem vilja nýta sér þessa leið fólk til fjármögnunar og svindla á þeim. Það er því ljóst að það þarf eitthvað regluverk.
Þar kemur Sviss til sögunnar með TOKEN, en TOKEN er eitthvað sem er hægt að nota og skipta í Blockchain, TOKEN varð til með næstfrægasta crypto currency, Ethereum.
Til að koma í veg fyrir svindl með ICO, þá ætlar Sviss að taka að sér að búa til regluverk með ICO.
Ethereum (sem er crypto currency) er með höfuðstöðvar í Zug kantónu í Sviss. Kantónan leyfir crypto currency og ICO fyrirtæki fái að starfa óáreitt, en með ICO regulations. Sem sagt hver sem vill stofna ICO, þarf að gera undir svissnesku fyrirtæki, og þurfa að skrásetja og gefa upp áþreifanlegt heimilsfang.
En þetta er allt saman í þróun, en lítur gríðarleg vel út fyrir Zug kantónu, sem græðir tá á fingri.
Hver er þá niðurstaða mín með framtíðargjaldmiðil Íslands? Hún er sú að krónan verður ekki til í framtíðinni í núverandi mynd.
Ég tel að við ættum að færa okkur fyrst yfir í dollar, sem er alheimsmynt. Langflest ríkis heimsins nota dollar sem varasjóð, fjárfesta og nota varasjóð og dollarinn er stöðugur.
Og við gætum tekið upp dollar einhliða, vegna þess að dollar er alþjóðleg mynt.
Á annan tug ríkja nota bandaríkjadollar (https://www.businessinsider.com/usd-countries-use-dollars-as-currency-2018-5?r=US&IR=T) Þannig að þetta er raunhæft.
En síðan verður þróunin að fyrirtæki og einstaklingar fara að nota rafmyntir.
Stórt skref var tekið hjá Teslu, að Bitcoin sé notuð í bílaviðskiptum.
Þetta gæti verið skrefið frá því að Bitcoin sé storage mynt, yfir í alvöru viðskiptamynt.
Ég er hissa á af hverju þjóðir eins og Venúsúela og Zimbabwe (nota dollar) með gjörsamlega ónýta gjaldmiðla, noti ekki Bitcoin? Og sleppa við 1000% verðbólgu. Bitcoin er í raun alheimsmynt.
Framtíðin eru rafmiðlar.
Fjórða iðnbyltingin með gervigreind er nútíðin og framtíðin og miklar breytingar framundan.
Bloggar | 5.9.2021 | 12:50 (breytt kl. 12:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020