Bandarískur hershöfðingi fremur landráð?

MarkFréttir úr Vesturheimi þessi misseri eru ýkjukenndar, ef ekki ótrúlegar og þá er ég að tala um stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum.

Hver stóratburðurinn eftir annan gerist með stuttu millibili. Mikið reynir á lýðræðið í landi hinu frjálsu á þessu ári.

Árið byrjaði ekki vel en árásiin á Capitol Hill sem sumir skilgreina sem valdarán en aðrir sem óeirðir stuðningsmanna Trump, var óbein, ef ekki bein árás á sjálfa aðalvaldastofnun Bandaríkjanna, Bandaríkjaþing.

Þessi árás/óeirðir tengdust valdaskiptum Bandaríkjaforseta, en Joe Biden tók við af Donald Trump með látum sem sakaði hinn fyrrnefnda um kosningasvind.

Lýðræðiskerfið virkaði (burtséð hvort að kosningasvindl hafi átt sér stað eða ekki) en skipt var um forseta á tilsettum tíma. En ekki tók neitt betur við. Við tók að því virðist vanhæfur forseti sem virðist vera haldinn elliglöp og gerir standslaus mistök bæði í innan- og utanríkismálum. Síðasta afglöp hans voru ósigur í Afgangistan, þar sem hryðjuverkamenn tóku yfir landið mótspyrnulaust. Líklegt verður að hann verði ákærður fyrir embættisafglöp næst er Repúblikanar ná völdum á Bandaríkjaþing. Það er stjórnarfarskreppa í sinni verstu mynd.

Nú kemur að því sem þessi grein fjallar um, meint valdarán hershöfðingja eins, Mark Milley, og meint samráð hans  við óvinaríki gegn æðsta yfirmann bandaríska heraflans, Bandaríkjaforsetann Donald Trump. Ef satt reyndist, er þetta lýgilegra en ýktasta skáldsaga.

Samkvæmt fréttum í sumar, á dögum eftir kosningarnar í nóvember síðastliðnum, hélt Mark Milley, formaður sameiginlega herforingjaráðs Bandaríkjahers, fund með háttsettum herforingjum í Pentagon.Milley vildi upplýsa þá um það sem hann lýsti sem alvarlegri ógn við þjóðaröryggi - ógn sem væri svo alvarleg að það hefði „stöðugleika lýðveldisins í hættu“. Þessi ógn, sagði Milley, var sitjandi forseti Bandaríkjanna. Donald Trump hafði þorað að efast um úrslit kosninganna.

Fyrir þetta, útskýrði Milley, gæti verið krafist að Bandaríkjaher beiti líkamlegu valdi gegn forsetanum til að koma honum úr Hvíta húsinu! „Við erum strákarnir með byssur,“ sagði Milley. Hann hafði greinilega verið að undirbúa sig fyrir þessa stund. Milley átti svipuð samtöl við forstjóra CIA, Gina Haspel, sem og við yfirmann NSA, Paul Nakasone. Hann hafði einnig rætt beint við Chuck Schumer og Nancy Pelosi, helstu pólitíska keppinauta Trump.

Nú, samkvæmt nýrri bók eftir Bob Woodward og Robert Costa, gekk Milley enn lengra en það. 30. október í fyrra, samkvæmt Woodward og Costa, hringdi Milley í starfsbróður sinn í Kína, hershöfðingja sem heitir Li Zuocheng. Milley sagði ekki yfirmanni sínum, forsetanum, frá símtalinu, hvorki áður en hann hringdi eða síðar.

Hér voru skilaboð Milley til kommúnista í kínverska hernum. "Li Zuocheng, ég vil fullvissa ykkur um að bandarísk stjórnvöld eru stöðug og allt verður í lagi. Við ætlum ekki að ráðast á eða framkvæma neinar aðgerðir gegn ykkur." Og þá, að sögn, sagði Milley þetta. "Li Zuocheng, þú og ég höfum þekkst í fimm ár. Ef við ætlum að ráðast á ykkur mun ég fyrirfram hringja í þig. Það kemur ekki á óvart." !!!

Láttum þetta malla aðeins, þessi furðufrétt. ,,Ef við ætlum að ráðast á þá mun ég hringja í þig fyrirfram. Það kemur ekkert á óvart." Samkvæmt þessari frásögn hefur æðsti embættismaður í varnarmálum Bandaríkjanna átt í leynilegri samvinnu við æðsta keppinaut þeirra hjá óvinaher til að grafa undir valdi kjörins forseta Bandaríkjanna.

Hvernig er hægt að lýsa þessu? „Djúp ríki“ er ekki nógu sterkt hugtak. Þetta er landráð. Þetta er í versta falli glæpur. Og greinilega er Mark Milley ekki eina manneskjan sem er viðriðin. Aðrir vissu að þetta var að gerast. Leyniþjónustustofnanir heyrðu næstum örugglega símtal Mark Milley enda eiga þær að liggja á hleri og taka upp símtöl. Ef þeir geta lesið tölvupósta úr kaðallfréttaþætti á Fox, hverjar eru líkurnar á því að þeir hafi ekki verið meðvitaðir um að formaður sameiginlegu foringjaráð var að tala við háttsettan kínverskan hershöfðingja og hvað þeir voru að segja? Í kringum 100%. Samt gerði NSA ekkert. CIA var greinilega að fullu að vinna með þess hugmynd og aðgerð. „Við erum á leiðinni til hægri valdaráns,“ (og hefur sennilega átt við að leyniþjónustan ásamt herinn ættu að stoppa meint hægri valdarán) sagði Gina Haspel við hershöfðingjann.

Í raun var „valdarán“ í gangi, en það kom ekki frá hægri. Það var ekki bruggað í Alabama. Í raun var æðsta stjórn hersins, sem á að vera undir valdi kjörinnar stjórnar, að fremja valdarán. Munum eftir samskipti og deilur Bandaríkjaforsetans Harry S. Trumans og Douglas MacArthur hershöfðinga í Kóreustríðinu. MacArthur var rekinn úr starfi fyrir óhlýðni og fara ekki að fyrirmælum Bandaríkjaforseta. Milley er ekki MacArthur á neinn hátt, bara misheppnaður hershöfðingi sem tapar stríði. Forsetinn ræður enda yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna.

Hvernig gerðu þeir það? Þeir ógiltu lýðræðið. Lýðræði þýðir ekkert ef fólkið sem þú velur hefur ekkert vald. Og Mark Milley gerði sitt besta til að ganga úr skugga um að kjörinn forseti hefði ekki valdið.

Í byrjun janúar, að sögn Woodward og Costa, boðaði Milley til annars fundar háttsettra embættismanna í stjórnstöð hersins. Hann tilkynnti hópnum að þeir tilkynntu honum beint um líðandi atburði en ekki kjörnum forseta Bandaríkjanna. Það var ekki lítil krafa. Stjórnstöð hersins stjórnar meðal annars kjarnorkuvopnunum innan eldflaugasilóa landsins og um borð í kjarnorkukafbátum hersins.

Mark Milley var að ná persónulegri stjórn á kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna. Hann fór um ,,stríðsherbergið" og krafðist þess að yfirmenn hersins lútu vald hans, ekki forsetans. Milley sagði þeim að fara ekki eftir neinni skipun án þess að hafa samráð við hann fyrst. Að sögn Woodward og Costa voru þeir allir sammála þessu enda krafðist hann eiðstöku. Borgaralegri stjórn á hernum var lokið. Mark Milley var í forsvari.

Ástæðan fyrir þessu öllu var að hann ,,óttaðist" að Donald Trump myndi varpa kjarnorkusprengjur á Kína (í einhverju æðiskasti) en það er ekki mögulegt, því að hann einn getur ekki ákveðið kjarnorkuvopnaárás. Pentagon og aðrir verða að veita samþykki eða skipunin verður að fara niður ,,stöðukeðjuna".

Forsetinn þarf að gefa lögmæta fyrirskipun og sú skipun þarf að vera ekta og líta á hana sem ósvikna, því hún er staðfest með kóða sem hann hefur haft með sér eða nálægt persónu sinni hverju sinni. Og þessi skipun þarf að fara í gegnum stjórnkeðjuna, niður að undirhlutum þar sem kjarnorkuvopnin, kjarnorkusprengjum og kafbátarnir eru. Og þessi undirstjórn myndi fá þessa ekta skipun og hefja síðan aðgerðir í samræmi við það. Það er því afar ólíklegt, ef ekki fjarstæðukennt að Trump gæti upp á eigi einsdæmi ákveðið að hefja kjarnorkustríð. Fyrir utan það, að hann er fyrsti forsetinn síðan Jimmy Carter, sem ekki hefur hafið stríð á hendur annarra.

Ef þetta er satt er þetta eitt það skelfilegasta sem hefur gerst í öflugast lýðræðisríki heims. Þeir sem segja að þeir hafi áhyggjur af forræðishyggju sé á leiðinni til Bandaríkjanna, þá er það staðfest að hún er komin. Það er það sem þetta er. Stjórn ókjörnina, óábyrga (her)leiðtoga sem eru tilbúnir til að beita ofbeldi til að varðveita stjórn valdakerfis þeirra. Það er það sem þessi bók lýsir.

Þetta er átakanlegt. Ekki kemur á óvart að bandarískir fréttamiðlar hafa eytt fyrsta deginum, er fréttin barst út, í að fagna því. Það kemur í ljós að sjálfir yfirlýstir verjendur lýðræðis trúa í raun ekki á kerfið sem þeir segjast virða. Hugmyndin um að veita kjósendum vald yfir stjórninni virðast víðsfjarri huga þeirra. Þeim léttir að uppgötva að í raun er lýðræðið í BNA lýgi.

Í raun, þegar allt er á botni hvolft, þá er Mark Milley einn versti yfirhershöfðingi Bandaríkjahers frá upphafi. Fyrir hið fyrsta er að hann er óhæfur hershöfðingi sem tapar stríði gegn villimönnum með handvopn einum að vopni, og hann sem hefur öflugasta herveldi veraldarsögunnar á bakvið sig, til að tapa slíku stríði þarf einstaka vanhæfi! Í öðru lagi hefur hann blandað saman pólitík og hermál saman og haft samráð við annan af tveimur stjórnmálaflokk landsins en það er spilling af verstu gerð - pólitískst plott. Það væri eins og íslenska lögreglan væri í samvinnu við Samfylkinguna, einn flokka. Hann svíkur yfirmann sinn en hans eina hlutverk er í raun að veita Bandaríkjaforseta ráðgjöf, valdið um beitingu hervalds er í höndum Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans.

En verst af öllu er samráðið við óvinaríki, sem aðeins njósnarar og föðurlandssvikarar gera. Hann ætti að fara fyrir herrétt og vera dæmdur föðurlandssvikari. Annað er ekki í stöðunni. Ríkisstjórn Bidens gæti fagnað þessu, því að þá fellur ábyrgðin á falli Afganistans á herðar Milley, ekki Bidens. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband