Nornaveiðar - dómstóll götunnar

huntsÞað er ekkert nýtt að samfélagið getur verið dómhart í málefnum sem tengjast einstaklingum. Þetta hefur tíðkast í gegnum aldir, útskúfun og fordæming stjórnvalda (í nafni almennings) er notuð til að halda villuráfandi ,,kindur" á réttri braut. Stundum er þetta gert til að viðhalda samheldni í samfélaginu eða marka stefnu hvað megi og hvað megi ekki í siðferðis- og trúarmálum eða stjórnmálum.

Frægast er rannsóknarrétturinn og nornaveiðar í upphafi nýaldar þegar mótmælendatrúin og kaþólska kirkjan börðust um huga almennings og til að halda honum við efnið og fara ekki út af ,,sakramentinu" var efnt til galdrabrenna og barst þessi vitleysa alla leið til Íslands.

Ekki má gleyma frönsku byltingunni, þar sem barist var fyrir lýðræði en forystumenn byltingarinnar breyttust fljótt í harðstjóra með ógnarstjórn og engum var eirt. Þetta endaði ekki fyrr en byltingin átt börn sín og Napóleon komst til valda. 

Ef við litum okkur nær í tíma, til 20. aldar, þá börðust þrjú hugmyndakerfi um huga almennings, kommúnisminn, fasistisminn og lýðræðið. 

Kommunistar og fasistar beittu óspart ofbeldi og dráp til að verja sína vondu hugmyndafræði en lýðræðissinnar síður en þó bar á því líka, sérber McCarthyismann svonefnda en Josep McCarthhy var bandaríkskur þingmaður sem var í forsvari hóps ráðamanna sem leituðu uppi meinta kommúnista í stjórnkerfinu og víðar, til dæmis Hollywood. Rannsókn sem byrjaði sakleysilega sem leit að moldvörpum í bandarísku samfélagi, endaði sem nornaveiðar, þar sem engum var eirt, hvort sem menn voru saklausir eða sekir.  

Líkt og með frönsku byltinguna, þá varð ofstækið svo mikið í McCarthyismanum að fólki ofbauð og nornaveiðunum var hætt á endanum og ,,byltingin" át McCarthy. Sama á við um stökkið mikla og menningarbyltinguna í Kína undir forystu Maó, sem gékk svo langt að tugir milljónir manna létu lífið

Í dag er nokkuð konar menningarbylting í gangi á Vesturlöndum, undir merkjum ný-marxisma sem nota sósíalísk hugmyndafræði en með öðrum hugtökum. Nú er talað um kynþætti, kúgara og þann kúgaða, konur gegn körlum o.s.framvegis.  Enginn má vera öðruvísi eða hafa aðrar skoðanir en almennt má teljast vera viðurkennt. Ef önnur skoðun kemur fram, þá er viðkomandi fasisti, kynþáttahatari, konuhatari eða hvað er vinsælt hverju sinni og efst á baugi. Almenn viðurkennd gildi eru úti. Sá sem er íhaldssamur er drullu....

Líkt og í öllum ofsóknum og byltingabylgjum eru þeir sem fara út af sakramentinu, úthrópaðir (nú með hjálp samfélagsmiða og fjölmiðla) og útskúfaðir (reknir úr vinnu eða félagsskaps). Ekki er hægt fyrr en viðkomandi (sem gæti allt eins verið saklaus) er kominn niður í svaðið og á ekki afturkvæmt. Réttarkerfið kemur ekkert við sögu enda dómstóll götunnar búinn að dæma. Ég spái að þessi ,,menningarbylting" og ný-marxismi renni sitt skeið á enda, þegar fólki á endanum ofbíður ofstækið. Byltingin etur börn sín á endanum. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband