Danska einokunarverslunin er fyrirrennari íslensku einokuninni. Skömmtunartímabilið eftir seinni heimsstyrjöld upp úr 1947 var einn angi af einokun en það skapaði spillingu og flokksdrætti. Ríkið að skipta sér af frjálsum markaði sem einmitt lengdi í hengingaólinni.
Íslenska ríkið var lengi að sleppa klónni af valdi sínu sem það fékk með skömmtun vara. Það vildi helst hafa alla þræði atvinnulífsins í hendi sér og fyrir vikið var þjónustan, verð og úrval vara lélegt hjá ríkisreknum fyrirtækjum á markaðinum.
Það er nefnilega þannig að tæknikratar eru lengur að bregðast við minnkandi eða aukna eftirspurn á markaði og þeim var sama, því að aukinn gróði kom ekki í vasa þeirra. Enginn hvati til að gera betur. Man einhver eftir Bifreiðaeftirliti ríkisins? Arfaslök þjónusta sem fór fram utandyra.
Alls kyns ríkisfyrirtæki á markaði hafa horfið og skömmtunaráráttan með. En það þurfti menn eins og Davíð Scheving Thorsteinsson sem mótmælti og kærði bann á sölu bjórs nema í gegnum fríhöfn Keflavíkurflugvallar og annarra ferðaþjónustu aðila til að aflétta bjórbann. Í minningargrein í Morgunblaðinu um hann segir: "Á tímum viðskiptahafta og skömmtunar lagði Davíð til atlögu við hið opinbera í því skyni að geta boðið Íslendingum upp á meira úrval og fjölbreytni. Þannig hefur athafnasemi hans og útsjónarsemi í viðskiptum verið meðborgurum hans til hagsbóta.
Alltaf þarf ríkið að hafa vit fyrir fullorðið fólk og sjálfráða, slík er stjórnunaráráttan.
Nú eru komnir brestir í ÁTVR einkunina á smásölu. Íslenska ríkið myndi loka á einkafyrirtæki sem eru byrjuð að selja áfengi í smásölu ef það gæti en það getur það ekki vegna þess að við erum í EES.Nú ætti áfengisverð að lækka með aukinni samkeppni sem og vöruúrval. Helstu rök fyrir smásölu áfengis í gegnum ÁTVR er baráttan fyrir lýðheilsu. Eins og ríkið með sölu sinni á "eitrinu" sé að vernda heilsu almennings!? Hljæilegt.
Önnur peningasuga íslenskra skattborgara, RÚV, situr sem fastast og ekki getur borgarinn hunsað nauðunga "áskrift" að þessum ríkisrekna miðli, því að gjaldið er hirt beint af honum í gegnum skattkerfið. Réttlæting fyrir RÚV er almannavarnir en þau rök eru löngu farinn með nútímatækni.
Það er alveg sama hversu mikil samkeppni verður á fjölmiðlamarkaðinum, við losnum ekki við RÚV. Þetta mikla peningahít sem örfáir nota og drepur alla samkeppni á fjölmiðlamarkaðinum. Ekki er hægt að sjá aðra leið en að fara í gegnum dómstólaleiðina. En hefur hún verið farin? Vantar okkur Davíð Scheving nútímans til að hjóla í RÚV?
Að lokum. Svo er það sérkapítuli fyrir sig fákeppni fyrirtækja sem ríkið tekur stundum þátt í. Það er viss einokun á markaði en af hálfu einkafyrirtækja sem við sjáum reglulega með verðsamráði.
Forstjóri Haga efast um að matvöruverðið á Íslandi sé of hátt nú í fjölmiðlum. Hvernig er t.d. matvöruverðið í Færeyjum, á þeim örmarkaði? Á margan hátt lægra, þrátt fyrir smæð markaðarins og fákeppni. Jú, það er rétt hjá Finni Oddsyni að verðbólgan spilar inn í vöruverð en það er líka verðbólga á meginlandi Evrópu. Samt er matvöruverðið lægra almennt þar.
Gaman væri að vita hvernig vöruverð er á Grænlandi, á markaði sem mjög erfitt er að koma vörur á og smæð markaðarins mjög lítil.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | 6.9.2023 | 08:06 (breytt kl. 10:35) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Fáir muna, fyrir örfáum misserum, þegar fyrirtæki nokkurt var eyðilagt af Samkeppnisstofnun og fékk "dóm" stofnunar leiðréttan og skriffinnar stofnunar fóru með leiðréttinguna fyrir dómstóla og keyrðu rústun sína í gegn.
Guðjón E. Hreinberg, 6.9.2023 kl. 12:56
Takk fyrir innlitið Guðjón.
Birgir Loftsson, 7.9.2023 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.