Mögnuð ræða um wokisma og loftslagsvanda jarðar

Ég rakst á þetta myndband, sjá hlekk að neðan, þar sem ungur breskur maður heldur eldræðu gegn afstöðu wokista gagnvart umhverfsvá jarðar. Það vita allir að mengun á sér stað, offjölgun jarðabúa og breytingar eru á loftslagi. En menn greinir á hvað veldur og hvað er til ráða.

Hann gagnrýnir unga fólkið í dag sem bara kvartar en kemur ekki með raunsæar lausnir. Hann segir að Bretland valdi 2% af útblástri koltvísýrings jarðar og ef landið myndi sökkva í sæ, myndi ekki það ekki breyta neinu. Því mengunin og loftslagsbreytingarnar komi frá vanþróuðu ríkjum Suður-Ameríku, Afríku og Asíuríkjum, þar sem fátækt ríkir og fólk sveltur.

Hann segir að fátækt fólk gefi skítt í loftslagsvanda, það vill bara fá mat í tóman maga. Hann sagði að um leið það verði foreldrar (áhorfendur hans), fari allt annað en velferð barnsins beint í ruslið.

Eina lausnin á loftslagsvanda jarðar er að koma með vísindalegar og tæknilegar framfarir á orkuvanda jarðar, komi með hreina orku sem mengar ekki en er um leið ódýr. Ekki dugi að kvarta og kveina og kasta málingu á listaverk í mótmælaskyni, beita verði rökhugsun við lausn vandans.

Það sem hann segir er kannski ekkert nýtt en ræðan er mögnuð.

The problem with "woke" culture

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband