Hernaðarmistök rússneska hersins í Úkraníu

Hið ömurlega stríð geysir enn í Úkraníu.  Leifturstríð Pútíns virðist hafa stöðvast í miðri för og jafnvel líkur á að rússneski herinn tapi hreinlega stríðinu. Þar sem ég hef stúderað hernaðarsögu í námi mínu, langar mig alltaf að vita hvers vegna hlutirnir fara eins og þeir fara. Hér koma nokkrar ástæður:

1) Hæfileikar og hugrekki úkraínska hermanna sem eru á heimavelli og eru að berjast fyrir land sitt.

2) Birgðaflutningar í molum og virðast hafa verið það frá upphafi. Eins og gert hafi verið ráð fyrir 3 daga stríði og birgðahald eftir því.

3) Herstjórn í ólagi. Skipanir að ofan og ekki tekið mið af aðstæðum á orrustuvelli. Það sem vestrænir herir (líka sá þýski í seinni heimsstyrjöld) hafa fram yfir heri einræðisríkja er/var að undirforingjum var leyft að spinna sig út úr vandræðum og leika fram úr fingri. Boðleiðir stuttar.Sjá mátti þetta þegar arabaríkin börðust við Ísraelher, þar beittu Ísraelmenn sömu herkenningu og vestrænir herir. Rússar hafa reynt að bæta úr þessu með því að senda hershöfðingja á vettvang en met mannfall meðal þeirra má m.a. rekja til næstu ástæðu en það er samskiptakerfið.

4) Samskiptakerfi lélegt. Hermenn og herforingjar þurfa að reiða sig á farsíma sem auðvelt er að rekja og hlera.  Hef grun um að Bandaríkjaher hjálpi til við þessar hleranir og bendi á hvar hershöfðinginn er að hringja frá.

5) Tækjabúnaður, þ.m.t. skriðdrekar og flugvélar, ekki vel við haldið. Vegna langvarandi spillingar hefur flest verðmæt verið selt, til að drýja tekjurnar fyrir láglaunaða hermenn.

6) Rússneski herinn er að heyja stríð gærdagsins. Gamaldags hernaðar kenningar sem byggist á stórskotaliðsárásir og gjöreyðingu borga. Þetta er ekki í boði í nútímastríði. Vestrænir herir (Bandaríkjamenn beita skákborðsaðferðina).

7) Bryntæki rússneska hersins á ekkert svar við drónaárásar og skriðdrekabanavopn, svo sem Javlin og fleiri gerðir, þar sem einn hermaður getur skotið niður skriðdreka eða flugvél á auðveldan hátt.

8) Yfirráð í lofti ekki tryggð. Hvers vegna veit ég ekki vegna ónógra upplýsinga.

9) Stríðið ekki selt rússnesku hermennina né rússnesku þjóðinni. Fyrir hvað er verið að berjast? Það vantar málstað eða ættjörð að berjast fyrir. Mórallinn þar af leiðandi fyrir neðan allar hellur. Maður hreinlega vorkennir unga drengi, varla komnir a táningsaldri sem þurfa að berja í stríði sem þeir skilja ekki. Þvílík sóun á mannslífum ungra manna. Nútímastríð er fyrir atvinnuhermenn, ekki herskyldaðra manna (drengja).

10) Of umfangsmikill stríðsrekstur, allsherjar stríð gegn stóru landi með of litlum herafla.

Ég vona fyrir hönd bæði Rússa og Úkraníumanna að stríðið sé fljótt á enda. Ef rússneska þjóðin vissi hinn raunverulega fórnarkostnað, er ekki spurning að hún myndi hafna stríðinu, sérstaklega vegna þess að hún vissi að hún væri ekki að bjarga Úkraníu frá "nasistum" og Úkraníumenn berðust með fullu afli gegn innrásarliðnu.


Rússneska blitzkrieg ekki samkvæmt áætlun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband