Rómverskir koparpeningar á Íslandi

gamlir_peningarÉg sé á minningasíðu Facebook að ég hef skrifað um fund rómverskra koparpeninga. Man ekki hvort ég hafi deilt því hér, en hér er minningin: 

Varðandi koparpeningana rómversku sem fundist hafa víðsvegar um land og fjallað er um í þáttaröðinni Landnemarnir, þá eru skiptar skoðanir um uppruna þeirra, hvort þeir hafi komið með Rómverjum á 4. öld (eða Bretum undir stjórn þeirra) e. Kr. til Íslands eða með víkingunum sjálfum.

Athyglisvert er sú staðreynd að Íslendingar sigldu á seinni öldum til Býsant ríkisins eða Austrómverska ríkisins. Þar gengum víkingar í þjónustu keisara, gerðust væringjar og fengu laun í staðinn og það að sjálfsögðu í peningum. Þannig hefur örugglega borist mynt hingað til lands sem og silfur sem var algengur gjaldmiðill.

Annað sem styður það að Íslendingar hafi sjálfir komið með peningana er að koparpeningar hafa fundist í rústum skála og það bentir til íslensks uppruna. Enn annað er að rómversku peningarnir, ef borist hafa með Rómverjum, ættu að finnast með öðrum rómverskum fornleifum en engar slíkar hafa fundist.

Hvorki húsarústir né munir. Samkvæmt Vísindavefnum þá er ,,... elsti peningur sem fundist hefur á Íslandi – svo ekki verði brigður bornar á – er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í borginni Cyzicus í Litlu-Asíu á árunum 270-75 e. Kr. Hann fannst í húsarústum á Bragðavöllum í Hamarsfirði árið 1933 en 1905 hafði fundist þar annar rómverskur peningur, lítillega yngri, frá 276-82 e. Kr., sem sleginn var í Róm.

Í hvorugt skiptið var gerð nein fornleifarannsókn á staðnum þannig að erfitt er að segja mikið um af hverju þessir peningar lágu þarna. Af öðrum gripum sem fundust á Bragðavöllum má þó ætla að rústirnar séu miklu yngri en peningarnir, frá víkingaöld eða síðar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband