Dómur er fallinn í fyrsta fjöldamorðamáli Íslands?

Axlar BjörnÍslenskir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Marek Moszczynski sem var nýverið sýknaður af ákæru um að hafa myrt þrjá með því að hafa kveikt í húsi og reynt að bana tíu til viðbótar. 

Þetta er reyndar annað íkveikjumálið á nokkurum árum en skemmst er að minnast íkveikjumáls á Selfossi en þar létust tveir í eldsvoða. 

Það er full langt gengið að segja að þetta sé fyrsta fjöldamorðsmál Íslandssögunnar. Það er eins og í augum blaðamanna byrjaði saga Íslands á 20. öldinni og ekkert hafi gerst áður. Morð hafa verið framin frá upphafi Íslandsbyggðar, sum skráð og sum óskráð.  Morð sem framin voru fyrir 930 voru löglaus, þ.e.a.s. engin lög gildu í landinu þar til Alþingi var stofnað á Þingvöllum það ár. Menn drápu eftir hefðareglum.

Eftir 930 til 1262 gildu þjóðveldislög (lög samfélagsins) en eftir 1292 gildu lög ríkisvalds Noregskonungs og menn dæmdir eftir réttarreglum og lögum landsins.

Það er rétt að fjöldamorðingjar á Íslandi eru eins og hvítir hrafnar, sjaldséðir og eiginlega ekki til. 

Raunar má segja að Axlar Björn sé eini fjöldamorðingi Íslands en hann var leiddur fyrir dómstól og dæmur fyrir glæpi sína. Hann var líka stórtækur, drap a.m.k. 19 manns, ef ekki fleiri.

Björn er kenndur við bæinn Öxl sem er nálægt Búðum á Snæfellsnesi. Axlar Björn var dæmdur til dauða og drepin árið 1596 á Laugarbrekku. Hann var síðan grafinn í pörtum á Snæfellsnesi.

Hin málin tvö, íkveikjumálin tvö í Reykjavík og Selfossi, eru í raun mál sem segja má að séu mál ógæfumanna sem í annarlegu ástandi kveiktu í og ollu dauða fólks.

En í merkingu þess að vera fjöldamorðingi sem ætlar sér að drepa fólk með ráðnum hug, þá er Axlar Björn enn í fyrsta og eina sæti á lista fjöldamorðingja.  Megi svo vera um ókomna tíð.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband