Sagnaritun og sagnaritarar - tengingin við nútíðina - R.W. Southern

R.W. SouthernHér ætla ég að tengja saman sagnaritun og sagnfræði og nota til þess hinn ágæta fræðimann R.W. Southern og textinn sem hér fer á eftir, skrifaður af honum en í lauslegri þýðingu minni.

Hver er grunnur nútímasagnfræði? Það er að segja; er hægt að rekja rætur nútímasagnfræði til forn- og/eða miðalda? Evrópska söguhefðin frá miðöldum, sem byggðist á hefð frá klassískum tíma, árvísindalegum aðferðum og spádómum, er ekki sá grunnur sem nútímasagnfræðin byggir tilveru sína á.

Með öðrum orðum, þá skrifuðu evrópskir sagnaritarnir sagnarit sín út frá þremum hefðum: 

 

  1. Eftirhermur klassískra sögugerðar. Markmið þessara eftirherma var að sýna eftirdæmi lasta og dyggða, til að fá lesendur til réttrar siðferðilegrar breytni. En einnig að draga fram úr ringulreið fortíðarinnar skýra mynd af fyrirætlan eða örlögum fólks.
  2. Nemendur vísindalegra aðferða. Markmið þeirra var að sýna guðdómlega fyrirætlun fyrir mannkynið í gegnum söguna og til að sýna samsvörun milli sögulegar staðreynda fengnar úr Biblíunni og sögulegar staðreynda fengnar frá veraldlegum heimildum.
  3. Spádómasagnaritarar.  Hlutverk þeirra var að finna söguleg kennileit þar sem spádómarnir eru varðveittir, þá að reyna að finna áttina sem sagan komið frá og að lokum að spá fyrir um framtíðina með ennþá óupplýsta spádóma.

Southern sér eina tengingu milli sagnfræði fortíðar við nútímasagnfræði.  Það er að sagnaritarar allra tíma hafa reynt að endurskapa hugsanir og reynsluheim fortíðar, á vettvangi félagslegra samskipta og efnislegra og andlegra linda (uppspretta). Hann segir einnig að þó að kenningar fortíðarinnar hafi reynst rangar, þá hafi reynslan sem hafi leitt til gerða þessara kenninga verið sönn og hana er hægt að styðjast við á öllum tímum.

Á 19. öld leiddu miklar þjóðfélagsbreytingar til þess að mikil uppsveifla varð í sagnfræðinni en segja má að breytingar í samfélagi leiði til þess að mikil gróska verður í öllu menningarlífi, þar á meðal í sagnfræðinni.   Sjá má sambærilegar hræringar t.d. í  sögu Englands.  Á tímabilinu 1090-1130 var mikill umbrotatími hjá Englendingum, og það kom fram hjá sagnariturunum en einnig á tímabilinu 1560-1620. Mikil krísa kom upp í samfélaginu vegna samfélagsbreytinga á báðum tímabilunum og ákveðin skil verða gagnvart fortíðinni. Til að takast á við þetta voru nýjar aðferðir teknar upp í sagnaskrifunum.

Fyrri uppsveifan hófst um 1090, um 25 árum eftir innrás Normanna, en þá hafði þjóðfélagið gengið í gegnum miklar breytingar.  Gamli enski aðalinn var horfinn og ensk tunga, sem var grundvöllur alls félags- og trúarlífs landsins,   var ekki lengur notuð af yfirstéttunum.

Ekkert land hafði gengið í gegnum svona miklar breytingar frá tímum barbarakonunganna til 20. aldar eins og England fór í gegnum frá 1066.  Menntamenn af enskum uppruna örvæntu vegna þessara breytinga.  Sagnaritararnir, Benediksmunkarnir, fóru ekki varhluta af þessum breytingum. Þeir þekktu fortíðina og sáu muninn á henni og nútíðinni.  Þeir voru þeir heppnu af yfirstéttunum, þeir misstu hvorki land né eignir og þeir gátu horft á þróunina úr fjarska.  En þeim fannst þeir var afskiptir og þetta þjappaði munkanna saman til að verja fortíð sína.  Þeir voru þeir einu af yfirstéttunum sem gátu lesið gömul skjöl á engilsaxnesku og skilið fortíðina og þeim fannst eins og þeir væri verndarar menningararfsins.

Mesta hættan sem steðjaði að klaustrunum var yfirtaka klausturlanda af innrásaliðinu.  Munkarnir snérust til varnar þeim og vísuðu til gamalla skjala til verndar eignarrétti.   Þrátt fyrir eyðileggingu skjala, var þó nóg eftir til að halda uppi vörnum, s.s þjóðsögur, handrit hér og þar og með púsluspili var hægt að draga upp mynd af fortíðinni.  Mikill gróska varð á sagnfræðiáhuga hjá klaustrunum, s.s. í Canterbury og Malmesbury og vinna margra manna lagði hendur á plóg til að koma verkinu af stað.  Grundvöllur þessarar hreyfingar var á lægsta stigi að verja eigur og stöðu, en á hæsta stigi að verja forna menningu klaustranna, trúar- og andlega hefð sem hafði skapast í landinu í gegnum árhundruðin, sem og stöðu þeirra í heiminum.  Niðurstaðan er að aðstæður neyddu lærða munka um allt England til að verða sagnaritarar; til að skoða sagnfræðilegt innihald efnis á þann hátt sem aldrei hafði verið gert áður og ná út úr lélegum eða ólíklegum skjölum nýja heildarmynd af fortíðinni. 

Dæmi um þessa miklu vinnu er verk munka frá Rochesterklaustri sem tóku saman og skrifuðu upp gömul ensk lög og lagatexta á tímabilinu 600 e.Kr. til ársins 1100 og var þetta mikið fræðilegt afrek.  Þetta átti að sýna að valdataka Normanna hafði aðeins hrist en ekki fellt niður langa þróun landsins.

Af einstaka mönnum  stóð William frá Malmesbury hæst sem sagnaritari en aðferðir hans voru framúrskarandi.  Hann sá að hægt var að nota sömu heimild á mismunandi hátt og í misjöfnum tilgangi.  Í einu skjali sá hann sögu biskupa, konunga, klaustra, vilja og tilgang með gerð skjalanna svo eitthvað sé nefnt.  Hann ferðaðist milli klaustra í leit sinni, studdist við máldaga, áletranir, fornleifar, myndir, þjóðsögur, króníkur og hann notaðist meira segja við legsteina í leit sinni að sannleikanum um fortíðina.   Hann réðist harkalega á notkun ræðufræðinnar og hann fordæmi algengustu notkun hennar í sagnaritun, notkun ímyndaðra ræðna í sagnaritum.  Hann sagði að afrek fortíðarinnar kæmust varla til skila til samtíðarinnar, hvað þá hið talaða mál.  Hann starfaði eins og nútímasagnfræðingur, með tilvísunum í texta og áherslu á heilmildir.

Markmið þessara sagnaritara var að endurskapa alla fortíðina til þess að geta gefið samfélaginu sjálfmynd í samtíðinni.  Þeir höfnuðu hinu klassísku fyrirmynd hvað varðar form og ræðufræði.  Þeir björguðu Angló-saxneskri sögu frá glötun.

Á hinu gróskutímabilinu, 1560-1620,  er handhægast að taka fyrir William Lambarde.  Hann var lítilsháttar landeigandi frá Kent, og var af nýrri stétt landeigenda.  Hann varð þingmaður en mest megnið embættismaður það sem eftir var af ævi sinni.  Hann var ólíkur fornfræðingum 18. aldar, sem hófu rannsóknir sínar af einskærri þekkingafýsn og í tómstundum sínum.  Það var athafnasemi í starfi og staða hans sem gerði hann að sagnaritara.  Í hverri einustu stöðu sem hann tók við, fann hann til mikillar þarfar til að gefa henni sagnfræðilega dýpt eða tilgang.   Þegar hann gerðist þingmaður, hóf hann að skrifa sögu Englands sem hann kláraði árið 1571.  Síðar gegndi hann stöðu friðardómara í Kent og um leið og hann hóf störf sín þar, byrjaði hann að rannsaka sögu embætti sitt og kláraði bók um efnið 2 árum eftir  að hann tók við embættinu, 1581.  Síðan skrifaði hann sögu lægri settra embættismanna í skíri sínu.  Á þessum tíma tengdist hann miðstöð dómsvaldsins og þetta varð enn og aftur kveikja að nýjum rannsóknum, nú á sögu hæstaréttar Englands og útgáfu á bók um efnið.  Hann sá hvarvetna rætur starfa sinna liggja í fjarlægri fortíð.

Lambarde hafði átt sér fáa forvera sem komust á sama stigi og hann sjálfur.  En hann og vinir hans, sem og svipaðir hópar, sem nú voru að birtast á sjónarsviðinu í öðrum hlutum landsins, voru fyrstu verkmenn þeir, er helguðu sig kerfisbundum rannsóknum á gögnum, heimildum og króníkum í sögugerð sinni.  Þeir nýttu sér mikið magn af áður ónýttum skjölum í leit að efni fyrir sagnfræðirannsóknir sínar.  Líkt og með sagnaritarannna á 11. og 12. öld, var ætlun þeirra ekki að skrifa mikla sögu, heldur að varpa ljósi á og skilningi á fornum tímum í ríki sínu með viðbótum.  Þeir grófu upp upplýsingar hér og þar og söfnuðu saman og athuguðu hvað þeir höfðu fundið.  Síðan var efnið unnið.

Þessir herramenn (Gentlemen) voru á tímum breytinga í landinu, siðbreyting var ný umgengin, en þeir komust yfir klaustureignir í kjölfar hennar, gerðust klaustrahaldarar og komust yfir mikið magn af skjölum. Allt umhverfi þeirra var umvafið upplýsingum um fyrra líf og stofnanir úr fjarlægri fortíð.  Þessi nýja staða þeirra kveikti áhuga á því sem þeir höfðu komist yfir.  Þeir voru nýkomir í sveitasamfélagið og sáu fyrir gamla menningu. Þeir fundu fyrir þörf til að réttlæta stöðu sína og tengja hana við fortíðina.  Þeir vildu líkt og munkarnir á 11. og 12. öld, brúa bilið milli fortíðar og nútíðar.  En það var einn munur á þessum hópum. 

Munkarnir voru vissir um glæsta fortíð sína, en voru í óvissu um stöðu sína í nútíð og framtíð.  Hinir veraldlegu efna- og valdsmenn eftir siðbreytingu stóðu í öðrum sporum, þeir voru vissir um stöðu sína í samtíðinni en í óvissu um fortíðina.   Munkarnir óttuðust að missa land sitt, en nýju landeigendurnir óttuðust um eignarhald sitt án tengingar við fortíð, sem gæfi ef vel tækist til, stöðu sinni tign og stöðuleika.

Munkarnir kláruðu verk sitt á um 30 árum og um 1130 var verk þeirra lokið. Í sagnfræðirannsóknum sínum áttu þeir engan sér líkan næstu aldir.  Munkar síðmiðalda hættu sagnfræðirannsóknum og hófu e.k. ,,samtímablaða-mennsku” og treystu á forvera sína hvað varðar vitneskju um fortíðina. 

Landeignendur Túdorstímabilsins áttu betri lukku að stýra.  Aðferðir þeirra og efnið sem þeir grófu upp, hefur verið notað og nýtt fram til dagsins í dag.  Grundvöllur þessara rannsókna voru þarfir daglegs lífs en ekki þörfin til að skapa stórvirki.  

Þannig að ef það er einhver meginhefð í sagnafræðiskrifum, þá er það þessi þörf til að skilja og koma böndum á nútíðina, með því að taka við reynslu fortíðarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband