Fossvogsbrú - vel ígrunduð hönnun!

Þetta segir Vegagerðin sjálf. Fossvogsbrú - vel ígrunduð hönnun

Hún er ekki betur ígrunduð en það að kostnaðurinn við byggingu hennar er kominn úr 2,2 milljarða í 8,8 milljarða! Spurningin er af hverju menn vilja byggja hana og fyrir hverja?  Á vefnum segir jafnframt: "Fossvogsbrú er hluti af uppbyggingu Borgarlínunnar en mun einnig nýtast vel virkum ferðamátum, þ.e. gangandi og hjólandi vegfarendum." Með öðrum orðum göngubrú!

Á vef Borgarlínunnar segir: "Vegagerðin og sveitarfélögin Reykjavík og Kópavogsbær ásamt Betri samgöngum ohf. hafa unnið sameiginlega að undirbúningi brúar yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og umferð almenningsvagna....Markmið með gerð brúar yfir Fossvog er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs en brúin verður 270 m löng og mun liggja frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðaustur-hluta Kársnestáar. Brúnni er ætlað að styðja við vistvæna samgöngukosti á svæðinu ásamt því að stytta ferðalengdir, dreifa umferðarálagi og styðja við aðra ferðamáta en einkabílinn."  Brú yfir Fossvog

Gangandi og hjólandi vegfarendur mega sem sagt fara yfir brúnna en einnig almenningsvagnar. Hvers vegna einkabíllinn er útlokaður er ekki útskýrt. Það þótt erfiðlega gengur fyrir íbúa Kársness, sem hefur bætt við sig tvö bryggjuhverfi (annað í Fossvogi en hitt við höfnina), að komast í vinnu á morgna og síðdegis. Eru menn alveg gal....Strætó gengur yfir brúnna á 15 mínútna fresti en önnur umferð verður ekki...nema örfárra hræða á hjólum (þegar snjór kemur ekki í veg fyrir að menn geti hjólað) og gangandi vegfarandur sem munu nýta sér hana á góðviðrisdögum.

Nokkrar spurningnar í lokin:  Hafa menn gert könnun á hversu margir íbúar Kársnes munu nýta sér þessa brú? Er hún bara fyrir þá? Af hverju má ekki létta á stofnæðina frá Hafnarfirði til Reykjavíkur með að beina umferðina á anness? Tengja annesin saman. Ef þetta á að vera bara göngubrú, af hverju ekki að smíða einfalda trébrú fyrir nokkrar milljónir? Bruðlið með annarra manna er takmarkalaust á Íslandi. Íslendingar geta ekki rekið þjóðfélag sitt sómasamlega, þótt þeir fá allt upp í hendurnar, fiskimiðin, landbúnaðinn og ódýrustu orku í heimi (en það er orkuskortur á Íslandi!).

P.S. Nýja Fossvogsbrúin á að liggja rétt hjá frægasta bragga landsins sem Reykjavíkurborg tókst að láta kosta hálfan milljarð króna....

 

 

 


Viktor Davis Hanson um stjórnartíð Joe Bidens

Þagnar herferð Biden forseta er aðferð sem hann beitti er hann var í forsetaframboði og í forsetatíð sinni. Segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert er stjórnunarstíll hans. Hann er n.k. strengjabrúða fámennar klíku sem er umkring honum og hann kemur aldrei með eigin hugmyndir (ekki einu sinni þegar hann var ekki elliær).

Það sem Joe sagði fyrir 50 árum er algjör andstæða það sem hann segir í dag. Pólitískur vindhandi myndi sumir segja sem hefur lifað á kerfinu í hálfa öld. Engin löggjöf liggur eftir hann, þótt hann hafi verið öldungadeildarþingmaður í hálfa öld eins og áður segir.

Á meðan hann þegir, gleymir fólk hversu vitgrannur hann er eða hversu stjórnarstefna hans er heimskuleg.  Einstaka sinnum ratar í frétt að heilakvörn hans vinnur á lágsnúningi. T.d. þessi frétt í dag: Biden ruglaðist á Macron og Mitterand  Fyrir nokkrum dögum vísaði hann í Trump sem sitjandi forseti.

Á meðan forsetinn reynir að fela sig fyrir fjölmiðlum eru bandamenn Bandaríkjanna og óvinir að velta því fyrir sér hver sé í raun og veru við stjórnvölinn? Til að ræða möguleika Joe Biden og Donald Trump í aðdraganda bandarísku kosninganna 2024, sest sagnfræðingurinn og fréttaskýrandinn Victor Davis Hanson niður með Steven Edginton fyrir Off Script hlaðvarp vikunnar.

Sjá myndbandið hér:

 

Hér koma gullmolar frá Joe Biden, af nóg er að taka.

 


Bloggfærslur 7. febrúar 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband