Óbreytt stefna í útlendingamálum?

Svo er ekki annað hægt að sjá við lestur þessarar fréttar:

Sammælast um aðgerðir í útlendingamálum

Það er ekki annað en að sjá að verið sé að bjóða á upp á betri þjónustu, sem þegar er betri en fyrir Íslendinga, í húsnæðismálum, atvinnumálum o.s.frv.  Opna á betur landamærin út fyrir EES svæðið, sjá þessa setningu: "Áfram verður unnið að á nýju og skil­virk­ara kerfi um at­vinnu­rétt­indi út­lend­inga utan EES sem miðar að því að opna ís­lensk­an vinnu­markað bet­ur fyr­ir rík­is­borg­ur­um landa utan EES."

Það á aðeins að snurfussa kerfið, sparsla í litlu götin á landamæraveggnum en stefna er áfram sú sama. Sjá þessa litlu aðgerð sem gerir lítið en að auka flækjustigið og möguleika hælisleitenda að sækja um þótt í orði kveðnu hljómar þetta eins og hertar aðgerðir:

"Ráðist verður í breyt­ing­ar á reglu­verki á sviði vernd­ar­mála til sam­ræm­ing­ar við lög­gjöf á Norður­lönd­um, m.a. af­nám sér­ís­lenskra málsmeðferðarreglna, lengd dval­ar­leyfa og skil­yrða á rétti til fjöl­skyldusam­ein­inga."

Vandamálið er að ekki er farið eftir íslenskum lögum í málaflokknum og Alþingið sjálft hefur hlaupið eftir fólki út í heim og sótt það hingað heim. Nú er ríkisstjórnin að sækja hóp erlendis til Íslands, á sama tíma og hún boðar aðgerðir (erfitt er að sjá hvort hún er að boða hertari aðgerðir eða opna frekar fyrir hælisvist? Kannski bæði í einu?). Fylgir hljóð mynd?

Miðað við frétt visir.is af þessu máli, virkar hér um miklar breytingar sé að ræða. En mun þetta virkilega stöðva eða jafnvel hæga á hælisumsóknar flóðinu?

Yfirlýsingin sjálf er varla pappírsins virði. En hvernig verða lögin? Það eitt skiptir máli. Hvort er VG eða Sjálfstæðisflokkurinn að blekkja okkur?

 


Bloggfærslur 20. febrúar 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband