Færsluflokkur: Fjármál

Illskiljanlegur hagfræðiprófessor lýst illa á afnám vsk á matvæli

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor telur ekki að afnám virðisaukaskatts á matvæli sé góð leið til að bæta stöðu heimilanna eða til að lækka vexti eða verðbólgu, eins og formaður Miðflokksins hefur lagt til segir í ríkisfjölmiðlnum RÚV.

Segir tímabundið afnám virðisaukaskatts á matvæli eins og að pissa í skóinn

Af hverju er þetta vond hugmynd? Erfitt er að skilja rök hans. En hann sagði að skattar væru lagðir á til að standa undir svo mörgu öðru sem á að bæta líf okkar eins og velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi og fleira. Því gæti þurft að koma til niðurskurðar á einhverjum sviðum sem væri kannski ekki velferðarauki.

Er þetta ástæðan fyrir að ekki megi leggja af virðisaukaskattinn á matvæli? Að bálknið fái að stækka áfram í formi meiri skattheimtu? Skilur hagfræðiprófessorinn ekki að útþennsla ríkisútgjalda, aukin skuldasöfnun ríkisins og sveitarfélaga er að keyra upp verðbólguna?

Ekki er almenningur að auka hana við hana, fáir getur keypt sér íbúð en húsnæðismálin hafa áhrif á neyðsluvísitöluna. Matvælaverð í rjáfrum sem og annað verðlag í landinu. Margt fólk berst í bökkum fjárhagslega. Fátækt er hluti af lífi fólks og leiguverð á leiguíbúðum stjarnfræðilegt.

Ekki eru það fyrirtækin sem halda uppi verðbólguna þegar þau hafa ekki efni á okurvaxta lánum í boði Seðlabankans. Þau eru ofurskattlögð eins og heimilin í landinu og svo eru lagðir steinar í götu þeirra með reglugerðafargani.

Auðvitað hefur afnám virðisaukaskatts á matvæli strax áhrif á illa stödd heimili landsins og öll heimili. Það er ígildis launahækkanna, því allir þurfa að kaupa sér í matinn. Að kaupa sér mat er engin lúxus kaup sem fólk er að leika sér að gera.  Í raun hafa orðið kaupmáttarlækkun hjá meginþorra fólks, vegna þess að verðbólgan er hærri en launahækkanirnar.

Svo segir prófessorinn: "Hins vegar megi ræða samsetningu skattakerfisins. Jákvæðir skattar væru til dæmis mengunargjöld, síðan væru skattar sem hefðu ekki teljandi áhrif á efnahags starfsemina eins og veiðigjöld og síðan skattar sem hafa neikvæð áhrif. Þar megi setja virðisaukaskatt."

Hvað er jákvætt við mengunargjöld? Jákvæðir skattar? Mengunargjöld er aukaskattheimta ríkissins. Okkur er talið að allt sé að farast á Íslandi vegna mengunar, í landi hreinustu orku í heimi og heimilin menga ekkert með hitaveituna og rafmagnið. Og í hvað fara peningarnir sem innheimtir eru með mengunargjöld? Í ríkishítið. Og "...skattar sem hafa neikvæð áhrif. Þar megi setja virðisaukaskatt". Hvað á hann við með því? Óskiljanleg setning. Flestir skattar eru neikvæðir.

Kíkjum á tekjuskattinn:

Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu 2023

Skattþrep 1: Af tekjum 0 – 409.986 kr.31,45% 
Skattþrep 2: Af tekjum 409.987 - 1.151.012 kr.37,95% 
Skattþrep 3: Af tekjum yfir 1.151.012 kr.

46,25%

Þetta er rífleg skattheimta af tekjum launamannsins. Sem sagt, áður en hann fær launin í hendurnar, eru búið að hirða stóran hluta launa hans í ríkishítið. En þetta er bara byrjunin. Svo koma allir hinir skattarnir (og innflutningsgjöld á vörum) um leið og aumingja maðurinn dregur fram veskið.

Virðisaukaskattur

 Efra þrepNeðra þrep
Skattþrep virðisaukaskatts24%11%
Afreikniprósenta19,35%9,91%

Þessir skattar eru lagðir á allar vörur og þjónustu. Hvað er þá eftir af launum launamannsins og hvað fá fyrirtækin hlutfallslega? Bókstaflega allt er skattlagt, t.d. að leggja bílinn sinn í bílastæði og launamaðurinn er eltur í gröfina með erfðaskatti á afkomendum hans. Eignir hans sem hann er margbúinn að borga af í formi skatta.

Getur verið að prófessorinn sé hlyntur háu skattastigi í landinu? Að leysa eigi óráðsíuna með auknum álögum á borgaranna og fyrirtækin? Ábyrgð hins opinbera sé lítil? Ekki að gæta aðhalds og reka ríkissjóð hallalausan?

Hvernig væri að byrja á að sníða sér stakk eftir vexti. Minnka skattheimtuna og spara í ríkisrekstrinum. Það má til dæmis spara sér 15-25 milljarða á ári með því að loka á flóttamanna iðnaðinn en hingað leita þúsundir manna sem koma á fölskum forsendum og leggjast á velferðakerfið.  Það má létta á heimilin með afnám nefskattsins sem fer í RÚV órásíuna (8 milljarðar? plús tekjur sem RÚV hefur af einkareknum fjölmiðlum í formi auglýsinga) en bókarar ríkisapparatsins geta ekki lagt saman tvo plús tvo og komið með hallalausan rekstur.

Svo eru umsvif ríkisins í menningargeiranum.  Alls kyns starfsemi hans er ríkisstyrkt.  Menn liggja á spenanum eftir að hafa gefið út eitt gott listaverk og verðskulda lífstíðar uppihald ríkisins, þótt ekkert meira merkilegt komi frá viðkomandi listamanni. Margir listamenn og menningarfyrirtæki lifa góðu lífi á eigin verkum og án ríkisstyrkja, og þeir sem eiga ekki erindi, eiga að detta af menningasviðinu en ekki haldið uppi af almenningi, peningum mínum og þínum. Góðir listamenn sem afla tekna af list sinni í samkeppni við ríkisstyrkta listamenn sem geta ekki lifað af list sinni (af hverju skildi það vera?).

Hagfræðiprófessorinn mætti benda á að skera má niður í opinberri stjórnsýslu. Hætta að ríkisstyrkja stjórnmálaflokka, byggja hallir fyrir of umfangsmikið Alþingi (með 63 aðstoðarmenn fyrir þingmenn sem sitja við þingstörf að meðaltali 107 daga ársins). Þurfum við svona mörg sendiráð? Í nútíma þjóðfélagi, þar sem hægt er að reka erindi með fjarskiptabúnaði. Sendiherrarnir eru svo margir, að margir þeirra þurfa að starfa í utanríkisráðuneytinu, þar ekki eru til sendiráð fyrir þá. Vera með sendinefnd sem ræktar samskiptin við mörg ríki í einu, eftir þörfum, og sleppa dýrum rekstri sendiskrifstofa.

Allur sparnaður, þegar talið er saman, breytir lokatölum og rekstri ríkissjóðs.

 

 

 

 

 

 


Fara menn ekki lengur eftir kenningum Milton Friedman?

Inngangur

Eftirfarandi texti er samtímingur héðan og þaðan en aðallega þýðing á greininni Who is Milton Friedman, sjá slóð hér að neðan.

Ég held að fáir vita hver Milton Friedman er í dag. Menn eru uppteknir af ný-marxisma og öðrum ruglstefnum.  Það er alveg ótrúlegt þegar fólk, sem á að heita að búi í kapitalísku ríki, skuli daðra við kommúnismann og miðstýrðu efnahagskerfi. Slíkt fólk hefur ekki lært af sögunni. Kommúnisminn og ríkisstýrð efnahagskerfi, hafa verið reynd í Austur-Evrópu og annars staðar í heiminu (og með stjórn kommúnista í Vestur-Evrópu þegar þeir komast í ríkisstjórn) og alls staðar er jörðin skilin eftir í rjúkandi rúst. 

Kapitalisminn er besta kerfið sem boðið er upp á.  Allt annað hefur misheppnast, t.d. anarkismi sem Píratar eru að gæla við. En hvað er kapitalismi? Frjáls markaðshagkerfi, þar sem frjálsir menn með tjáningarfrelsi, eiga og stjórna eignum, keppast innbyrðist við að koma vörur og þjónustu á markað. Þessi samkeppni, ef hún breytist ekki í fákeppni, leiðir til hagkvæmni, framfara í tækni og þekkingu, lægra vöruverð og betri vöru og þjónustu. 

Kapitalismi getur þrifist undir harðstjórn/einveldi, ef valdhafarnir láta sig nægja að einokna stjórnkerfið og láta borgaranna um viðskipti. En kapitalismi þrífst best í frjálsu samfélagi, af þeirri einföldu ástæðu að ef borgaranir fá að hugsa frjálst og tjá sig frjálst, verða til nýjungar og þekking sem knýr samfélagið áfram.  Gott dæmi um þetta er nýjasta orrustuþota Kínverja, sem er nákvæm eftirlíking af F-35 en þrátt fyrir copy/paste aðferð þeirra, er hún síðri. Tæknin er betri hjá Kananum. 

Það er ekki undarlegt að helstu framfarir, tækninýjungar og uppgötvanir verða til í Bandaríkjunum, ekki Kína. Í Bandaríkjunum er einstaklingsfrelsi og -hyggja og tjáningarfrelsi. Kínverjar verða að láta sig nægja að reka öflugt njósnakerfi til að komast yfir tækniþekkingu Vesturlanda. Sama átti við um Sovétríkin sálugu.

Kynning á Milton Friedman

Milton Friedman var bandarískur hagfræðingur og tölfræðingur sem trúði á frjálsan markaðskapítalisma og var talinn leiðtogi peningahagfræði skóla Chicago (e. Chicago School of monetary Economics).

Árið 1976 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í hagvísindum fyrir rannsóknir sínar á neyslugreiningu, peningasögu, kenningum og margbreytileika stöðugleikastefnu.

Friedman er höfundur nokkurra bóka, þar á meðal Kapítalismi og frelsi. Hann hlaut frelsisverðlaun forseta Bandaríkjanna árið 1988.  Milton Friedman lést 16. nóvember 2006.


Helstu lykilatriði varðandi Friedman.

Milton Friedman var bandarískur hagfræðingur sem talaði fyrir frjálsum markaðskapítalisma.

Hann er upphafsmaður peningastefnunnar, virkrar peningastefnu þar sem stjórnvöld stjórna magni peninga í umferð.

Friedman hjálpaði til við að þróa staðgreiðslu tekjuskatts í seinni heimsstyrjöldinni.

Milton Friedman starfaði sem efnahagsráðgjafi Richard Nixon forseta og Ronald Reagan forseta.

Friedman hlaut Nóbelsverðlaunin í hagvísindum árið 1976.

Yngri ár og menntun

Milton Friedman fæddist 31. júlí 1912 í Brooklyn, New York. Eftir að hafa lokið BS gráðu frá Rutgers háskóla lauk Friedman meistaragráðu við háskólann í Chicago og doktorsgráðu. við Columbia háskólann.

Árið 1935 gekk hann til liðs við National Resources Planning Board og gerði könnun á neytendafjárhagsáætlun, afstöðu sem síðar myndi vera kveikja að bók hans, A Theory of the Consumption Function.


Tekjuskattur

Árið 1941 gekk Milton Friedman til liðs við bandaríska fjármálaráðuneytið og vann að skattastefnu stríðstíma á fyrstu tveimur árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Friedman benti einu sinni á að eiginkona hans „hefur aldrei fyrirgefið mér þann þátt sem ég átti í að móta og þróa staðgreiðslu fyrir tekjuskattinn."

Sem hluti af hugveitu sem leiddi til staðgreiðslu tekjuskatts sem „tímabundinnar“ ráðstöfunar til að hjálpa til við að fjármagna stríðið, efaðist Friedman aldrei um nauðsyn þess á stríðstímum og sagði:

„Það er enginn vafi á því að ekki hefði verið hægt að innheimta þá upphæð skatta sem lagðir voru á í seinni heimsstyrjöldinni án þess að miða staðgreiðslu skatta við upprunann.“

Friedman iðraðist síðar eftir að hafa neytt staðgreiðslu á Bandaríkjamenn og var agndofa þegar ríkisstjórnin gerði neyðarráðstöfunina að varanlegum hluta skattlagningar sinnar á friðartímum.

Friedman gegn Keynes

Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar gekk Friedman til liðs við hagfræðideildina við háskólann í Chicago og varð prófessor árið 1948.

Við háskólann leiddi Friedman áskorun eftirstríðsins á kenningar John Maynard Keynes, breska hagfræðingsins sem hélt því fram að stjórnvöld yrðu að hjálpa kapítalískum hagkerfum í gegnum samdráttartíma og koma í veg fyrir að uppgangstímar springi út í mikla verðbólgu.

Milton Friedman hélt því fram að stjórnvöld yrðu að haldi sig frá hagkerfinu og láti frjálsa markaðinn virka. Þar sem Keynesíumenn gætu stutt skammtímalausnir til að örva neysluútgjöld og hagkerfið, með því að bjóða upp á tímabundið skattaívilnun eða örvunarávísun, setti Friedman fram þá kenningu að fólk lagaði sig að eyðsluvenjur þeirra til að bregðast við raunverulegum breytingum á ævitekjum þeirra, ekki tímabundnum breytingum á núverandi tekjum.

Árið 1957 afneitaði Friedman keynesíska hugsun með bók sinni um neyðsluútgjöld: A Theory of the Consumption Function.

Milton Friedman og aðrir við Chicago skólann unnu til nokkurra Nóbelsverðlauna í hagfræði fyrir vinnu sína við að afnema keynesísk hugtök, þar á meðal verðlaun Friedmans árið 1976 fyrir árangur sinn á sviði neyslugreiningar, peningasögu og kenninga um hversu flókin stöðugleikastefna er.

Peningahyggja

Litið á hann sem leiðtoga Chicago School of monetary Economics, lagði Friedman áherslu á mikilvægi peningamagns sem tækis í stefnu stjórnvalda og ákvarðandi hagsveiflur og verðbólgu.

Peningahyggjukenning hans lagði til að peningamagnsbreytingar hefðu tafarlaus og langtímaáhrif. Í bók sinni 1963, A Monetary History of the United States, héldu Milton Friedman og annar höfundur Anna Schwartz því fram að það væri peningastefnan, en ekki bilun frjálsmarkaðs kapítalisma, sem leiddi til kreppunnar miklu.

Friedman fór yfir aldar peningastefnu á hrunum, uppsveiflu, samdrætti og lægðum og komst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankinn væri aðalorsök kreppunnar vegna þess að hann minnkaði peningamagnið um meira en þriðjung á árunum 1929 til 1933. Þessi samdráttur olli hruni sem framlengdist í kreppu.

Milton Friedman, sem upphaflega studdi gullfót, fór í átt að harðpeningastefnu þar sem peningamagn í umferð eykst á sama hraða og hagvöxtur þjóðarinnar. Í samræmi við andstöðu sína við keynesíska hugsun, mislíkaði Milton Friedman Bretton Woods samningnum, sem var tilraun til að festa gjaldmiðla frekar en að láta þá fljóta á frjálsum markaði.

Hoover stofnun. "Nóbels peningaeinvígi - hvers vegna Bretton Woods mistókst."

Þegar keynesíska kerfið varð fyrir stöðnun á áttunda áratugnum fóru fræðimenn að taka stefnu Friedmans gegn verðbólgu, harðpeningastefnuna alvarlega. Peningahyggja tók yfir keynesískar lausnir.

Fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Alan Greenspan, tók eftir því að Friedman kom með þegar ljóst var að keynesísk samstaða, sem hafði virkað vel frá 1930, gæti ekki útskýrt stöðnun áttunda áratugarins. Árið 1979 innleiddi Paul Volcker, seðlabankastjóri, peningastefnu Friedmans.

Friedman varð leiðbeinandi fyrir efnahagsstefnu sem Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna og Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands stóðu að.

Arfleifðin

Milton Friedman uppgötvaði margar nýjungar í hagfræðikenningum á seinni hluta 20. aldar. Vinna hans við að útskýra peningaframboð og áhrif þess á efnahags- og verðbólgubreytingar vakti virðingu um allan heim.

Samstarfsmaður Friedman, Edmund Phelps, var nóbelsverðlaunahafi í hagfræði árið 2006 fyrir kenningu sem nóbelistarnir tveir settu fram á sjöunda áratug síðustu aldar um atvinnuleysi og verðbólgu, kenningu sem er áfram notuð sem hagnýtur leiðarvísir meðal helstu seðlabanka heimsins, þar með Seðlabanki Bandaríkjanna.

Friedman starfaði sem háttsettur meðlimur við Hoover stofnunina frá 1977 til 2006. Hann var Paul Snowden Russell Distinguished Service prófessor emeritus í hagfræði við háskólann í Chicago, þar sem hann kenndi frá 1946 til 1976 og var meðlimur rannsóknarstarfsmanna Hagfræðistofa frá 1937 til 1981.

Friedman starfaði sem forseti American Economic Association, Western Economic Association og Mont Pelerin Society. Hann var einnig meðlimur í American Philosophical Society og National Academy of Sciences.

Who Was Milton Friedman?

Skilgreining á peningahyggju (e. monetarism): Kenningin eða framkvæmdin um að stjórna framboði peninga sem aðalaðferðin til að koma á stöðugleika í hagkerfinu.


Óþarfi að hækka stýrisvexti með lækkandi verðbólgu

Það er verið hengja bakarann fyrir smiðinn. Orsök verðbólgunnar liggur ekki hjá heimilunum, heldur hjá ríkisvaldinu og sveitarfélögunum.  Heimilin hafa tekið á sig verðbólgu hækkunina og þær launahækkanir sem hafa komið á móti, hafa verið lægri en verðbólgan. Í raun hafa heimildin tekið á sig kjaraskerðingu í formi lægri kaupgetu. Húsnæðismarkaðurinn er að kólna en hann er ein driffjöður hærra verðlags.

Skuldsetning ríkis og sveitafélaga og hallarekstur leiðir til verðbólgu. Minni eftirspurn beggja aðila eftir fjármagni með sparnaði og aðhaldsaðgerðum minnkar verðbólguþrýstingin en ekkert aðhald er enn komið.

Stjórnvöld ættu því að líta í eigin barm áður en þau nota Seðlabankann til að pönkast í almenning sem þarf að sætta sig við hækkandi vöruverð, lægri raunlaun og háa skattlagningu ríkis og sveitarfélaga. 

Skatta árátta er slík að leitun er að öðru eins. Alltaf er hægt að eyða peningum annarra (skattgreiðenda) í alls kyns óþarfa og kemur ekki kjarnastarfsemi ríkis við, s.s. nýjasta nýtt sem er þjóðarópera sem skattgreiðendur þurfa að borga, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Af hvejru geta einkaaðilar ekki séð um rekstur óperu, líkt og á tímum Mozart og hér á Íslandi hingað til?

Auðvitað eru verkefni ríkisins mörg og margt á eftir að gera, til dæmis í vegamálum, en ríkið er að flækjast í ýmsu sem það á ekki að koma nálægt. Dæmi, Ríkisútvarpið RÚV - Ríkisrekið Útvarp vinstrimanna (aukaskattur sem ríkið neyðir hvern einasta einstakling yfir 18. ára aldur og fyrirtæki að greiða fyrir með nauðung). Og ríkið selur áfengi og tóbak í einokunarsölu (smásölu), af hverju? Nú vilja Færeyingar leggja af einkarétt ríkisins til að selja áfengi í Færeyjum. 

Landsstýrið vil avtaka einkarrættin hjá Rúsuni at selja rúsdrekka

Svo er verið að henda hundruð milljóna í meðgjöf fyrir fjölmiðla og stjórnmálaflokka og ýmis konar menningarstarfsemi. Er almenningur að biðja um það?  Nei, hann hefur ekkert að segja á meðan stóri bróðir seilist dýrpa í tóma vasa. Allt telur til skulda, sama hversu há upphæðin er.

Seðlabankinn hefði a.m.k. átt að halda sig við óbreytta stýrisvexti eða jafnvel að lækka þá í takt við lækkandi verðbólgu.

 


Skuldaklukkan tifar í Bandaríkjunum

Óheyrileg skuldaaukning í tíð ríkisstjórnar Joe Bidens á sér engar hliðstæður í bandarískri sögu. Peningaaustrið í hitt og þetta, helst ekki neitt vitrænt, t.d. að greiða niður allar námsskuldir námsmanna til að ná atkvæðum, hefur komið skuldir Bandaríkjanna yfir $30 trilljóna markið og er komið upp í 31 trilljóna markið.

Þetta er stjarnfræðileg tala og erfitt að ímynda sér. Kíkjum á skuldaklukkuna fyrir BNA hér fyrir neðan en fyrst skilgreinum hvað er skuldaklukka.

Skuldaklukka er opinber teljari, sem sýnir ríkisskuldir (einnig þekktar sem opinberar skuldir eða ríkisskuldir) opinbers fyrirtækis, venjulega ríkis, og sem sýnir framvinduna með uppfærslu á hverri sekúndu. Vegna spegilmyndarfylgni milli skulda og viðskiptakrafna eru á meðan einnig til eignaklukkur eða eignaklukkur sem sjá fyrir séreignir og ríkiseignir. Klukkur til að sýna innlend vaxtagjald eru kallaðar vaxtaklukkur.

Skuldaklukkan sýnir á sláandi hátt gangverkið í skuldavexti ríkisins. Í því sambandi er litið fram hjá einkaskuldum og vexti peningalegra eigna kröfuhafa. Skuldaklukkan sýnir, fyrir utan raunverulega nýja skuldsetningu ríkisins með fjárfestingarlánum af ríkisskuldabréfum, einnig áhrif vaxta og samsettra vaxta („vextir af vöxtum“) og þenslu á skuldsetningu ríkisins sem stafar af vöxtum sem greiða ber. 

Er ríkisreksturinn í Bandaríkjunum sjálfbær? Skuldaaukningin mun örugglega halda áfram að aukast í veldisvexti undir stjórn demókrata en ef repúblikanar ná vopnum sínum í miðtíma kosningunum í næstu viku, verður örugglega stigið á brensuna. En er það nóg?

US dept clock 


Arnar Loftsson skrifar: Framtíð gjaldmiðla og krónunnar

Bitcoin

 

Í fjölda ára hefur krónan verið þrætuepli á Íslandi, sérstaklega út af smæðinni og hve óstöðug hún hefur verið. Hún hafi auðveldað spákaupmennsku. Hún hefur þó haft á sér góðar hliðar sem við sáum í hruninu. Þar sem virði hennar endurspeglaði hagkerfi og púls þess. En neikvæðu hliðarnar voru þær, að hér þurfti að setja á gjaldeyrishöft.

Og það er staða sem við eigum aldrei að þurfa að lenda í aftur, alveg sama, hve gott það er að geta látið hana sveiflast í takt við hagkerfið. Gleymum ekki að óábyrgir stjórnmálamenn, og Seðlabankinn, geta aukið magn peninga og aukið verðbólgu. Svo er það rafræn peningaframleiðsla bankana, en það er önnur saga sem ég fer ekki nánar í hér. Hver er þá framtíð gjaldmiðils Íslands?

Lítum á nokkra gjaldmiðla:

EVRA:

Evran (€; EUR) er opinber gjaldmiðill í 19 af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þessi hópur ríkja er þekktur sem evrusvæðið og telur um 343 milljónir borgara frá og með 2019. Evran er næststærsti gjaldmiðillinn á gjaldeyrismarkaði á eftir Bandaríkjadal.

Evrunni er stjórnað af Evrópska seðlabankanum í Frankfurt í samvinnu við seðlabanka aðildarríkja.

Evran er önnur mesta notaða varasjóðsmynt heims á eftir Bandaríkjadal, auk þess að næst mest gjaldmiðillinn á gjaldeyrismörkuðum heimsins eftir Bandaríkjadal. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er 20,48% af gjaldeyrisvarasjóðum heims í Evru og hefur farið hækkandi síðari ár. 61,94% af gjaldeyrisvarasjóðum er í Bandaríkjadal.

Evran er draumur Evrópusinna á Íslandi. Og ein af helstu rökum þeirra að ganga í Evrópusambandið er stöðugur gjaldmiðill. Evran hefur reynst ágætlega fyrir ESB ríkin sjálf. Því hún er alþjóðleg mynt, sem auðveldar viðskipti innan Evrópulanda og líka út á við. En fyrir okkur Íslandinga er hún gagnlaus, sem ætlum að standa fyrir utan Evrópusambandsins.

Helstu gallar hennar, er að hún bakkar ekki Evruþjóðir í efnhagserfiðleikum. Evrópski seðlabankinn gerði það ekki. Við sáum þetta á Grikklandi. Þar píndi seðlabankinn landið í skuldafjötra og afnám efnahagslegt sjálfstæði landsins og í raun sjálfstæðið. Grikkland er ein brunarúst.

Þar sem Evan gerði Grikkjum ómögulegt að gjaldfella myntina, eins og við gerðum við krónuna.

Ef við hefðum verið með Evruna í hruninu, þá hefði farið fyrir okkur eins og Grikkjum sem eru í dag…. gjaldþrota þjóð og evrópsk efnahagsnýlenda ESB.

Vandamál Evrunnar að hún slær takt við efnhag Þýskalands og norður þjóða ESB.

Suðurhlutinn hefur verið að safna skuldum við norðurhlutann og Ítalir og Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum. Suðurþjóðarnir voru áður þekktar fyrir að gjaldfella miðlana sína, en geta það ekki í dag. Misvægið á milli norður og suður er svo mikið, að talað hefur verið að skipta Evrunni í norður og suður Evru. Framtíð Íslands liggur ekki í Evrunni. Ísland á að einblína á allann heiminn, ekki örfáar þjóðir í Evrópu og takmarkaðan markað, varðandi viðskipti. Við þurfum að styðjast við alheimsmynt og þá erum við komin að…

Dollar:

“A fistful of dollars”…

Er sterkasti gjaldmiðill heimsins og mest notaði sem varasjóður.

Styrkur er hans er það mikill að hann er notaður sem trygging skulda á milli landa.

Þjóðir gefa út skuldir í dollurum sbr. Argentina og fleiri. Því enginn treystir gjalmiðli Argentínu og vita að hann gæti fallið gríðarlega og þar með afföll á skuldum.

61% allra gjaldeyrisvarasjóða þjóða í heiminum er í dollurum, sbr. 20% Evru.

Og 40% af öllum skuldum heimsins eru í dollurum.

Styrkur dollars, er að þrátt fyrir mikla peningaprentun Bandaríkjastjórnar, þá hefur ekki skapast verðbólga, vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir dollar alþjóðlega.

MONETIZE DEBTS, er fyrirbærið kallað, þegar USA prentar eins mikið af dollurum og það þarf fyrir skuldum.

Dökka hliðin fyrir Bandaríkin sjálf, er þó að USA borgar 1 trilljarð á ári í vexti. Björtu hliðarnar eru að sífellt fleiri dollarar eru að fara í umferð í heiminum.

Petrodollar… Áður fyrr þegar dollar var á gullfæti þá var hægt að skipta ígildi dollar fyrir ígildi gulls. Svokallaður GULLFÓTUR. Richard Nixon breytti þessu 1971, vegna þess að Vietnam stríðið olli því að seðlabankinn, prentaði meiri dollara, en til var af gulli. Og fleiri dollarar voru í umferð erlendis en til var í USA. Og erlendir aðilar fóru krefjast innlausnar. Þetta setti pressu á Nixon að afnema gullfótinn.

Þetta átti að verða tímabundið ástand, en varð það ekki. Traust heimsins á dollar hrundi. Það sem varð dollaranum til björgunar er að árið 1974, gerðu Sádar og USA með sér samkomulag að öll olíuviðskipti færu í dollurum. Í staðinn hét USA því að verja Sáda hernaðarlega, bæði innan og utanlands.

Þar með varð Petrodollar til og styrkti dollar sem alheimsmynt og varð til núverandi velgengni dollars.

Kínverjar og Rússar vilja reyna að veikja dollar og minnka vægi hans, með því að nota olíuviðskipti sína á milli í Yuan. Og Rússar reyna að styrkja rúbluna sína með því að kaupa upp allt það gull það sem þeir geta… gullfótur. En það er aðallega til heimabrúks til að styrkja Rúbluna.

Rússar og Kínverjar eru að reyna að vera óháðir dollaranum.

Af hverju er næststærsta hagkerfi heimsins með Yuan ekki með eins sterkan gjaldmiðil? Skýringin liggur í að stjórnvöld vilja stjórna og ekki hleypta of mikið af YUAN út í alheimsumferðina. Einnig liggur vandamálið í TRAUSTI. Kína er einræðisríki og erfitt er að sækja rétt sinn í dómsölum eða treysta kínverskum bönkum eða treysta kínverska ríkinu yfirhöfuð.

Hver treystir einflokksstjórn?

Persónulega, þá tel ég olíuna ekki vera framtíðarorkugjafi. Því munu Kínverjar ekki geta klekkt á USA dollar með olíuviðskiptum.

Hlutur Seðlabanka Bandaríkjana:

Gallinn við “Fiat currency” er að við verðbólgu, þá rýrnar gjaldmiðillinn. Milton Friedman talaði um að t.d. 2% verðbólga væri í raun skattur. Frá þvi að Seðlabanki USA varð til 1913, þá hefur US dollar rýrnað um 96%.

Seðlabankinn á enga peninga, en býr til peninga með því að gefa út skuldabréf (bonds) og ríkisvíxla (treasury bills), sem svo markaðurinn og bankar kaupa og selja síðan aftur til Seðlabanka með vöxtum. Peningar skipta í raun ekki um hendur heldur birtist á debet hlið bankans.

Bankar ,,prenta” einnig peninga með því lána peninga til skuldara, með því að færa til credit og debit stöðu bankans. Peningar búnir til rafrænt innan bankans, án þess að innistæða sé í raun til.

Skuldarinn notar síðan rafrænu millifærsluna til að kaupa fasteign með tilvísun á traust að bankinn eigi fyrir fyrir borgunni.

Dæmi … þú átt inneign hjá banka upp á 100 kr. en bankinn er aðeins með 3 krónur. Bankinn lánar síðann 97 kr. til Jóns til að kaupa eitthvað. Í innistæðu þinni hjá bankanum eru ennþá 100 kr. en núna á Jón 97 kr rafrænt á sínum bankareikningi. Og þetta er rafræn eign Jóns. Bakkað upp með loforði bankans að borga til baka. Nýju peningar hans Jón eru búnir til sem SKULD….Jón kaupir síðann eitthvað fyrir 97 kr og seljandinn setur síðann 97 í annan banka. Sem síðan lánar öðrum Sigga.

Og svo aftur og aftur. Þannig verða til rafrænir peningar án raunverulegrar innistæðu. Þetta kerfi kallast “Fractional Reserve Banking”.

Í raun er um 97% af peningum í umferð í Bretlandi peningar bara tölur í tölvukerfi bankana. Og aðeins 3% raunveruleg eign. Bankar græða síðan tá og fingri á vöxtum.

Bankarnir hafa því í raun búið til fyrstu rafrænu peningana.

BITCOIN og crypto currency:

Hvað um framtíðina? Er Bitcoin framtíðin? Fjórða iðnbyltingin í hnotskurn; gervigreind.

Bitcoin er nýr rafrænn gjaldmiðill, Hann er rauninni bara tölvukóði í netskýjum, samansafn af tölvubætum.

Rafmiðill sem er í raun eigin banki, laus við skatta, þóknanir til banka og laus við brask þeirra og seðlabanka með peninga. Algjörlega frítt.

Árið 1998 bjó Bernhard Von NotHaus til eigin gjaldmiðil. Þrátt fyrir að slíkt sé bannað í USA.

Hann kallaði gjaldmiðil sinn ,,Liberty dollar” og var til í gulli, silfri, platínum og kopar. Einnig til sem peningaseðill (pappír) og svo rafrænt. Bandaríkjastjórn handtók hann og dæmdi í 22 ára fangelsi.

En þetta útspil varð sem upplifun og fyrirmynd fyrir stofnenda Bitcoin. En það var hakkari í Amsterdam sem kallaði sig Satoshi Nakamoto sem stofnaði Bitcoin. Hann kom fram undir dulnefni. Því ekki vildi hann lenda í sporum Bernhards.

Bitcoin er sem sagt stærðfræðilegur tölvukóði, sem er öllum frjálst að nota.

Rafrænn gjaldmiðill og tölvuhugbúnaður, sem notar alheims greiðslukerfi og notar heimsins einkatölvur í gegnum internetið. Bitcoin er geymt í þessu heimsins netkerfi og þar sem það er opið öllum, þá getur engin einstakur aðili hakkað eða spilað með Bitcoin. Enginn getur breytt kóðanum, nema að það sé gert opinberlega. Núna eru hundruðir forritarar að endurbæta og uppfæra hugbúnaðinn, en kóðinn er opinn öllum, og því ekki hægt að svindla á honum.

Bitcoin er því Blockchain, og verður framtíðar efnahagstæki.

Blockchain gæti búið til samfélag án landamæra og er eins valddreift (decentralized) og hægt er.

Gervigreind, opinn gagnagrunnur, aðgengilegur öllum.

Bitcoin sparar okkur milliliði eins og fjármálafyrirtækin.

Bitcoin eign þín kallast ,,Digital wallet” og er bara kóði.

Þegar Bitcoin er send frá einu Digital wallet til annars Digital wallet, þá er bara verið að breyta aðgengi að database (gagnagruns) á milli eigenda.

Hver einkatölva er í raun Bitcoin miner, sem geymir Bitcoin kóðann.

Bitcoin leysir af banka og bankamenn. Hjá Bitcoin er engin verðbólga eða offramleiðsla af peningum. Laus við afskipta stjórnmálamanna og seðlabanka.

Notkun kreditkorta getur verið áhættusamt, alltaf verið að hakka inn í kerfi þeirra, eða þú týnir korti þínu. Og kreditkortaþóknanir eru gríðarlega háar. Með því að losna við þessar þóknanir, þá geta fyrirtæki boðið ódýrari vöru til kaupenda með því að bjóða greiðslur í Bitcoin.

Í dag eru 2,5 milljarðar manna án bankareiknings. Með Bitcoin þá getur þetta fólk notast við greiðslukerfi Bitcoin, án banka og þurfa aðeins aðgang að farsíma. Þeir geta millifært peninga á milli landa án aðkomu banka og hárra þóknana.

Það skrítna við millifærslur á milli landa, eru að þær geta tekið allt að fjórum dögum.

Og þó eru þær í raun rafrænar. Hverju veldur? Bitcoin gerir þetta á sekúndubragði án bankaþóknana.

Hvað eru peningar? Þeir eru í raun loft, huglægt mat á gæðum. Sem eru mismunandi eftir því hver þörfin er hverju sinni. Við ákveðum að gefa þeim ákveðin verðmæti og heitið er PENINGAR.

Peningar eru tungumál, sem við miðlum okkar á milli um ákveðin verðmæti. Hús er t.d. ekki meira virði í evrum eða dollara en við erum tilbúinn að borga fyrir húsið. Þetta er sem sé persónulegt verðgildi.

Crypto currency getur haft gildi eins og hver önnur mynt, því verðgildið er huglægt.

Ókostur venjulegra mynta er rýrnun þeirra, vegna ríkisstjórna og seðlabanka.

Og mikil offramleiðsla/prentun veldur rýrnun gjaldmiðilsins. Milton Friedman kallaði þetta rán á almenningi. Offramleiðsla á peningum veldur VERÐBÓLGU (í raun aukaskattur).

Sem aftur rýrir kaupgetu almenningsins og rýrir gjaldmiðilinn. Þannig eru peningar færðir til/teknir frá almenningi. Þetta gerist í öllum gjaldmiðlum heimsins. Í dag er t.d. Dollarinn aðeins 4% virði þess sem hann var fyrir 100 árum. Þetta er helsti ókostur gjaldmiðla miðað við crypto currency.

Hvað ef peningar væru aðskildir frá ríki og seðlabönkum?

Enginn stjórnar Bitcoin, ekkert ríki, seðlabanki, ekki einu sinni forritarinn sem bjó til myntina.

Við fólkið gefum myntinni verðgildi, með framboð og eftirspurn. Með Bitcoin er engin verðbólga sem rýrir peningana okkar og engin spilling.

Þar sem enginn stjórnar myntinni, þá getur enginn fylgst með eyðslu okkar eða notkun okkar.

Blockchain sér í raun um bókhald fyrir crypto currency, sem kemur í staðinn fyrir ríki, banka og elítu sem millifæra fyrir okkur fjármuni og taka fé fyrir, sumir segja ræna okkur.

Ef við ætlum t.d. að kaupa, hús, þá þurfum við fjölda milliliða, fasteignasala, banka og fjölda annarra sem taka þóknun.

Blockchain sleppir milliliðum, gerir viðskiptin ódýrari og öruggari.

Greiðslur framtíðarinnar, með sjálfkeyrandi bílum, skipum og flugvélum fara fram með rafrænum gjaldmiðlum. Machine to machine payments.

Þá komum við að svokölluðu….

DAO company…Smart contracts…gervigreind. Fyrirtæki án eiganda.

Framtíðin gæti verið að enginn ætti gæðin, tökum dæmi… leigubíll.

Leigubíllinn veitti hverjum sem er þjónustu, sem borgaði í bitcoin. Á nætur myndi leigubíllinn hlaða sig rafmagni og fá viðhald. Með innkomunni, þá myndi leigubíllinn kaupa fleiri leigubíla og endaði í raun í leigubílaflota. Enginn ætti bílana í raun, heldur væri þetta bara tölvukóði í netheimum.

Án milliliði, þá býður gervigreindin Blockchain, alla þjónustu ódýrari og skilvirkari.

Í raun gæti gervigreindin rekið heilt þjóðfélag, og gert þar á meðal gert stjórnmálamenn óþarfa.

Gert fulltrúalýðræðið óþarft, með svokölluðu “distributed democracy”.

Markmiðið er að enda skrifræði og spillingu stjórnmálamanna og nota gervigreind til að stjórna.

Framtíðin gæti litið svona, þú ætlaðir að kaupa bújörð, en gætir ekki fengið bankalán, eða fengið fjárfestir. Kæmist ekki á hlutabréfamarkað. Og þú byggir t.d. í Rússlandi, og vildir stofna kúabú. Þú gætir t.d búið til crypto currency, svokallaða MILKCOIN… til að fjármagna kaupin, þú auglýstir myntina á eigin vefsíðu með, ICO … Initial Coin Offering.

Þá kemur spurningin, af hverju ættir þú að kaupa slíkan gjaldmiðil?

En þú ert í raun að kaupa hlutabréf, án þess að fara í gegnum hefðbundin hlutabréfamarkað, crowd funding eða Angel Investor.

Og þetta er því frábært tækifæri fyrir “startup/frumkvöðlafyrirtæki”.

ICO sem hefur ekkert regluverk á bakvið sig, sem er draumur svindlara, sem vilja nýta sér þessa leið fólk til fjármögnunar og svindla á þeim. Það er því ljóst að það þarf eitthvað regluverk.

Þar kemur Sviss til sögunnar með TOKEN, en TOKEN er eitthvað sem er hægt að nota og skipta í Blockchain, TOKEN varð til með næstfrægasta crypto currency, Ethereum.

Til að koma í veg fyrir svindl með ICO, þá ætlar Sviss að taka að sér að búa til regluverk með ICO.

Ethereum (sem er crypto currency) er með höfuðstöðvar í Zug kantónu í Sviss. Kantónan leyfir crypto currency og ICO fyrirtæki fái að starfa óáreitt, en með ICO regulations. Sem sagt hver sem vill stofna ICO, þarf að gera undir svissnesku fyrirtæki, og þurfa að skrásetja og gefa upp áþreifanlegt heimilsfang.

En þetta er allt saman í þróun, en lítur gríðarleg vel út fyrir Zug kantónu, sem græðir tá á fingri.

Hver er þá niðurstaða mín með framtíðargjaldmiðil Íslands? Hún er sú að krónan verður ekki til í framtíðinni í núverandi mynd.

Ég tel að við ættum að færa okkur fyrst yfir í dollar, sem er alheimsmynt. Langflest ríkis heimsins nota dollar sem varasjóð, fjárfesta og nota varasjóð og dollarinn er stöðugur.

Og við gætum tekið upp dollar einhliða, vegna þess að dollar er alþjóðleg mynt.

Á annan tug ríkja nota bandaríkjadollar (https://www.businessinsider.com/usd-countries-use-dollars-as-currency-2018-5?r=US&IR=T) Þannig að þetta er raunhæft.

En síðan verður þróunin að fyrirtæki og einstaklingar fara að nota rafmyntir.

Stórt skref var tekið hjá Teslu, að Bitcoin sé notuð í bílaviðskiptum.

Þetta gæti verið skrefið frá því að Bitcoin sé “storage” mynt, yfir í alvöru viðskiptamynt.

Ég er hissa á af hverju þjóðir eins og Venúsúela og Zimbabwe (nota dollar) með gjörsamlega ónýta gjaldmiðla, noti ekki Bitcoin? Og sleppa við 1000% verðbólgu. Bitcoin er í raun alheimsmynt.

Framtíðin eru rafmiðlar.

Fjórða iðnbyltingin með gervigreind er nútíðin og framtíðin og miklar breytingar framundan.


Þýska efnahagsundrið


Merkir sagnfræðingar hafa sagt að þekkingar þróunin í seinni heimsstyrjöldinni hafi verið svo mikil að auðvelt væri að byggja nýtt samfélag frá grunni, þ.e.a.s. þekkingin týnist ekki og það sem flýtti fyrir að Þjóðverjar náðu að umbylta sínum iðnaði var að allar verksmiðjur voru lagðar í rúst. Þar með voru þeir ekki að burðast með gamlar og úreltar verksmiðjur fram eftir öllu líkt og Bretar (sem drógust áratugi eftir Þjóðverjanum) næstu áratugi og breyttist ekki fyrr en Margret Thacher kom til sögunnar.

Þekkingin og uppbyggingin eftir stríðið var þar með gífurleg en þriðji atriði í jöfnunni sem til þurfti til að fullkomna uppbygginguna en það var að fólk af þýskum uppruna var rekið frá Austur-Evrópu í milljóna vís til Þýskalands, talað er um 7 milljónir manna hafi verið hraktar af heimilum sínum til þýskalands. Þetta er sami fjöldi og féll í Þýskalandi í stríðinu. Mikill mannauður varð þar með til næstu árin eftir stríðið.

Á meðan þessari uppbyggingu stóð rændu Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Rússar öllu steini léttara í landinu. Rán nasistanna í stríðinu var barnaleikur í samanburði við arðrán Bandamanna fyrstu 5 árin eftir stríðið. Þessa sögu vita fáir af. Sem sagt: mikil tækniþróun og ný þekking í stríðinu, nýjar verksmiðjur reistar á rústum þriðja ríkisins og gífurlegt magn af nýju vinnuafli til að vinna í verksmiðjunum lagði grunninn að þýska efnahagsundrinu. En meira þurfti til, rétt hagstjórn.

Þjóðverjar voru snjallari í afnámi haftakerfisins sem ríkti eftir stríðið en Íslendingar sem þurftu að sætta sig við haftakerfi í áratugi (sem var ekki bara á fjármagni heldur einnig öllu öðru, frá matvælum til fatnaðar). Önnur góð spurning fyrir ykkur: hvernig fóru Þjóðverjarnir að því að losa um sín höft?

Þá kemur svarið: Eftir heimsstyrjöldina síðari lá þýska hagkerfið í rúst. Stríðið, ásamt gereyðingarstefnu Hitlers, hafði eytt 3.6 milljóna heimila í landinu eða um 20% (til samanburðar voru 2 milljóna heimila í Bretlandi eyðilögð í loftárásum).

Matvælaframleiðsla á mann árið 1947 var aðeins 51 prósent af stigi þess árið 1938, og opinbert matvælaskömmtun sett af hernáms yfirvöldum, gaf af sér 1.040 og 1.550 hitaeiningar á dag á mann. Iðnaðarframleiðsla árið 1947 var aðeins um þriðjungur þess stigs sem var 1938. Þar að auki var stór hluti af karlmönnum á vinnualdri í Þýskalands dauðir eða í nauðugarvinnu hjá Bandamönnum.

Á þessum tíma var álitið að Vestur-Þýskaland yrði einn stærsti viðskiptavinur velferðarkerfisins í Bandaríkjunum og það myndi ekki ná sér næstu áratugi.

Enn tuttugu árum síðar var hagkerfið öfundað af flestum í heiminum. Og minna en tíu árum eftir stríð var fólk þegar byrjað að tala um þýska efnahags kraftaverkið.

Hvað olli svokallaða kraftaverk? Þau tvö helstu atriði voru gjaldmiðils umbætur og afnám verðlagseftirlits, en hvorutveggja gerðist árið 1948.

Þriðja atriðið var lækkun vafasamra skatthlutfalla á seinni hluta ársins 1948 og svo 1949 (háskattastefna aflögð). En hér eru gjaldeyrishöft og of háir skattar sem Þjóðverjar löguðu strax af árið 1948, í landi sem var bókstaflega í rúst.

Helstu efnahagssérfræðingar Þjóðverja á þessum tíma voru þeir Wilhelm Röpke og Ludwig Erhard. Þeir lögðu til að til að hreinsa upp eftirstríðsárareiðu þyrfti a.m.k. tvær aðgerðir, Röpke barðist fyrir gjaldmiðils umbótum, svo sem að magn þess mynt sem væri í umferð gæti verið í samræmi við magn af vörum, og afnáms eftirlitskerfisins á verði.

Báðar aðgerðirnar voru nauðsynlega til að bæla niður verðbólgu. Gjaldmiðils umbætur myndi enda verðbólga, afnám eftirlitskerfisins myndi enda kúgun stjórnvalda á efnahagslífinu og leyfa hinum frjálsa markað að ráða ferðinni. Ludwig Erhard var sammála Röpke.

Gjaldmiðillsumbæturnar áttu sér stað 20.júní 1948. Grunnhugmyndin var að skipta miklu færri þýskum mörkum (DM), fyrir hinn nýja löglega gjaldmiðli, ríkismarkinu. Peningamagn dróst því verulega saman, svo að jafnvel á haftaverði, sem nú fór fram í þýsku marki, varð minni líkur á að yrði skortur. Gjaldmiðils umbæturnar voru mjög flóknar í framkvæmd, þar sem margir urðu að sætta sig við verulega lækkun á eignum sínum. Niðurstaðan var um 93 prósent samdráttur peningamagns.

En samhliða þessu var tilskipun eftir tilskipun sett á til að fjarlægja verð-, úthlutun- og skömmtunreglugerðir.

Hver er lærdómurinn af því sem Þjóðverjar gerðu? Jú, samhliða því að gjaldeyrishöftum var aflétt, verður að koma með nýjan gjaldmiðil.
Blaðamaðurinn Edwin Hartrich segir eftirfarandi sögu um samskipti Erhards og Lucius D. Clay, hernámsstjóra bandaríska hernámssvæðisins.

Í júlí 1948, eftir að eigið frumkvæði Erhard, hafði afnumin skömmtun á mat og endað allt eftirlit með vöruviðskiptum. Þá gekk Clay á hann reiðilega og sagði: "Herr Erhard, Ráðgjafar mínir segja mér hvað þú hefur gert, sem eru hræðileg mistök. Hvað segir þú um það?" Erhard: ...Herr General, ekki vera reiður þeim. Ráðgjafar mínir segja mér hið sama!

Hartrich segir einnig frá árekstri Erhards við bandarískan ofursta sama mánuð: Ofursti: "Hvernig þorir þú að slaka á skömmtunarkerfi okkar, þegar það er útbreyttur matvælaskortur?

Erhard: En, Herr Oberst. Ég hef ekki slaka á skömmtun, ég hef afnumið hana! Héðan í frá eru einu skömmunarmiðarnir sem fólkið þarf, er hið nýja þýska mark. Og þaðr mun leggja hart að fá þessi mörk, bíddu bara og sjáðu til.

Auðvitað rættist spá Erhard. Afnám verðlagseftirlits á verði leyfði kaupendur að senda kröfur sínar til seljenda beint, án skömmtunkerfis sem millilið, og hærra verð gaf seljendum hvata til að gera meira.

Ásamt umbótum á gjaldmiðli og afnám verðlagseftirlits á verði skáru stjórnvöld einnig niður skatthlutföll, þ.e.a.s. lækkuðu skatta. Ungur hagfræðingur sem hét Walter Heller, sem var þá vann á skrifstofu bandaríska skrifstofu hernámsstjórnarinnar í Þýskalandi lýsti endurbótum í blaðagrein árið 1949: Til að fjarlægja þvingandi áhrif mjög háu hlutfalli tekjuskatts, sem var á bilinu 35 prósentuhlutfall til 65 prósentuhlutfall, var lagður á flatur 50 prósent skattur. Þótt efsta hlutfall á einstaklings tekjum hélst í 95 prósentuhlutfallinu, beindist það aðeins að þeim er höfðu tekjur hærri en DM 250, 000 á ári.

Árið 1946 höfðu hins vegar bandamenn skattleggja allar tekjur yfir 60.000 reichsmarks (um DM 6000) í 95 prósentuhlutfall. Fyrir meðaltekju Þjóðverjann árið 1950, með árlegum tekjum upp á tæplega DM 2.400, varð jaðartekju skatthlutfallið 18%. Hinn sami maður, hafði hann áunnið sér ríkismark jafngildis ársins 1948, hefði verið í skattþrepi 85 prósentuhlutfall.
Áhrif á vestur-þýska hagkerfinu voru ofboðslegt.

Wallich skrifaði: Andi landinu breytt á einni nóttu. Hinn hungraði og vonlausi lýður sem vafraði um götur án stefnu, vaknaði til lífsins.

Verslanir þann 21. júní voru fullar af vörum eins og fólk áttaði sig á að peningar þeir selt þá fyrir væri þess virði miklu meira en gömlu peningarnir.

Walter Heller skrifaði að umbæturnar ...skyndilega endurskapaði peninga sem aðalmiðillinn í viðskiptum í stað vöruviðskipta og varð hvatningin í peningamálum og helsta stýritækið í efnahagsmálum.

Fjarvistir starfsmanna féllu einnig. Í maí 1948 höfðu almennir starfsmenn verið í burtu frá störfum að meðaltali 9,5 klst á viku, að hluta vegna þess að þeim peningum sem þeir unnu fyrir var ekki mikils virði og að hluta til vegna þess að þeir voru úti við að stunda vöruskipti við hina og þessa fyrir peninga. Frá og með október voru að meðaltali fjarvistir komnar niður í 4,2 klukkustundir á viku. Í júní 1948 var vísitala iðnaðarframleiðslu var aðeins 51 prósent af 1936 stig hennar, frá desember hafði vísitalan hækkað um 78 prósent. Í öðrum orðum, iðnaðarframleiðsla hafði aukist um meira en 50 prósent.

Framleiðslan haldið áfram að vaxa hröðum skrefum eftir 1948. Frá og með árið 1958 var iðnaðarframleiðsla meira en fjórum sinnum til þess árshækkunar fyrir sex mánuði í 1948 áður til gjaldmiðilsumbótum kom. Iðnaðarframleiðsla á mann var meira en þrisvar sinnum hærri. Kommúnistahagkerfi Austur-Þýskalands, aftur á móti staðnaði á sama tíma.

Marshall áætlunin

Hér hefur ekki verið minnst á Marshallaðstoðina. Gat endurreisn Vestur-Þýskalandi ekki átt að rekja fyrst og fremst til þess? Svarið er nei. Ástæðan er einföld: Marshall aðstoð til Vestur-Þýskalandi var ekki mikil. Uppsöfnuð aðstoð frá Marshall og önnur aðstoð hjálparsamtaka nam aðeins $2.000.000.000 í október 1954. Jafnvel árið 1948 og 1949, þegar aðstoðin var í hámarki, var Marshall aðstoðin minna en 5 prósent af þýska þjóðartekjum. Önnur lönd sem fengu verulegar Marshall aðstoð sýndu lægri vexti en Þýskalandi.

Þar að auki, á meðan Vestur-Þýskalandi var að fá aðstoð, var það einnig gert að greiða skaðabætur og skaðabótagreiðslur umfram $1.000.000.000. Að lokum, og það mikilvægast, bandamenn innheimtu af Þjóðverjar 7.2 milljarða þýskra markra árlega ($2.400.000.000) fyrir kostnað þeirra við hernám Þýskalands. (auðvitað, þetta starf kostar sitt því að Þýskaland þurfti ekki að borga fyrir eigin varnir á sama tíma).

Þar að auki, eins og hagfræðingurinn Tyler Cowen útskýrði, Belgar náð að að jafna sig á stríðinu sig fyrr en aðrar stríðsþjáðar Evrópuþjóðir en þeir lögðu meiri áherslu á frjálsan markað og bati Belgíu kom á undan Marshall-aðstoðinni. Ályktun. Það sem leit út eins og kraftaverk á marga var virkilega ekkert slíkt Þetta var útkoman sem búist var af Ludwig Erhard og öðrum í Freiburg skólanum svokallaða sem skildu tjónið af verðbólgu, ásamt eftirlistkerfis á verði og háum sköttum, og hinum mikla hagnaði af framleiðni sem hægt er að gefa lausan tauminn með því að binda enda á verðbólgu, fjarlægja eftirlit klippa á háar jaðartekna skatthlutföllum.

Íslenska efnahagsundrið sem kom aldrei

Þennan lærdóm virðast íslensk stjórnvöld ekki meðtaka, nema að hluta til. Hér er kerfið hálf frjálst, hinn frjálsi markaður leyfður að starfa í friði að mestu leyti en þær ástæður sem kemur í veg fyrir íslenskt efnahagsundur, eru þær sömu og Þjóðverjar glímdu við á eftirstríðsárunum.

Reglugerðarfargann, of umfangsmikið ríkisbákn, háir skattar og röng peningastefna (sem hinn nýi Seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson, hefur breytt til hins betra, enda mjög fær maður á sínu sviði) og óþarfa afskipti af frjálsum viðskiptum hins frjálsa markaðs. Forsjárhyggja má kalla þetta.

Afnám hafta og aflagning verndarstefnu hefur átt sér stað en aldrei er gengið skrefið til fullnustu. Ríkið skaffar ekki fjármagnið, það er sí svangur neytandi, sem á að láta þá sem skapa það, vera í friði og ekki leggja stein í götu þeirra sem skaffa brauðið. Skapa þarf fríverslunarsvæði á Íslandi og skattaskjól. Fjármagnið leitar ávallt þangað þar sem það fær að vera í friði og það býr til auð fyrir viðkomandi þjóðfélag.

Þegar fjórða iðnbyltingin hefur náð hámarki, kemur skattféð ekki frá almenningi, sem verður þá orðinn að mestu atvinnulaus og þiggur borgaralaun sér til framfærslu, heldur kemur það frá gervigreindarstjórnuðum fyrirtækjum sem geta gefið af sér mikinn arð, ef skattlagt er í hófi.

Byggt á greininni: German Economic Miracle eftir David R. Henderson.


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband