Skattahelvítið Ísland í samanburði við skattaparadís Rússlands

Það hefur verið vinsælt að níða niður Rússa og efnahag þeirra. Fyrirmenni Vesturlanda fussa og sveia og segja að rússneskur efnahagur sé einsleitur, aðeins sé byggt á auðlindum landsins en að öðru leiti sé aðrir atvinnuvegir frumstæðir eða lélegri. Auðlindirnar eru reyndar gífurlegar og geta Rússar, líkt og Sádar, lifað bara á þeim ef þeir vildu.

Þessar fullyrðar eru að sjálfsögðu út í hött. Oft eru geimvísindi og geimiðnaðurinn hafður til marks um tæknigetu þjóða. Þar hafa Rússar - áður Sovétmenn, verið í fararbroddi.  Í raun framleiða Rússar allt og þó að vörur þeirra rati kannski ekki allar á borð vestrænna þjóða, þá hafa þeir aðra markaði í Asíu.

Efnahagsþvinganir sem hafa verið beitt á Rússland síðan 2014, hafa ekki virkað og ef eitthvað er, lyft upp innlendum iðnað enda minni samkeppni. 

En hér er ætlunin að fjalla um skattaumhverfi ofangreindra landa. Samanburðurinn er allur Íslandi í óhag. Við sem þykjumst vera hátæknisamfélag og með dreifðar efnahagsstoðir, eru eftirbátar Rússa á efnahagsviðinu sem og skattaumhverfi.

Berum saman þjóðirnir.

Persónulegur tekjuskattur í Rússlandi. Tekjuskattshlutfall einstaklinga í Rússlandi er fast hlutfall 13% fyrir innlenda og erlenda aðila. Íbúar eru almennt skattlagðir af tekjum sínum um allan heim, en erlendir aðilar eru aðeins skattlagðir af tekjum sínum frá rússneskum uppruna.

Tekjuskattur einstaklinga á Íslandi. Á Íslandi er stighækkandi tekjuskattskerfi með nokkrum skattþrepum. Hlutirnir geta verið á bilinu 36,94% til 46,24% fyrir einstaklinga, allt eftir tekjum þeirra.

Tekjuskattur fyrirtækja í Rússlandi. Tekjuskattur fyrirtækja í Rússlandi er 20% hjá flestum fyrirtækjum. Hins vegar geta ákveðnar atvinnugreinar eða svæði verið með lægri álagningu. Lítil fyrirtæki og ákveðnar tegundir starfsemi geta verið gjaldgeng í ívilnandi skattakerfi.

Tekjuskattur fyrirtækja á Íslandi. Tekjuskattshlutfall fyrirtækja á Íslandi er að jafnaði 22% en ákveðnir frádráttar- og ívilnanir geta átt við.

Virðisaukaskattur (VSK) í Rússlandi. Venjulegt virðisaukaskattshlutfall í Rússlandi er 20%. Ákveðnar vörur og þjónusta kunna að vera háð 10% eða 0% lækkuðum gjöldum. Fyrirtæki sem stunda virðisaukaskattsskylda starfsemi þurfa almennt að skrá sig í virðisaukaskattsskyni.

Virðisaukaskattur (VSK) á Íslandi. Á Íslandi er staðlað virðisaukaskattshlutfall 24%. Sumar vörur og þjónusta kunna að vera háð 11% eða 0% lækkuðum gjöldum.

Félagsleg framlög í Rússlandi.  Atvinnurekendum og launþegum er skylt að greiða tryggingagjald.  Sem getur verið mismunandi, en  að jafnaði er heildariðgjaldahlutfallið um 30% af launum starfsmanns, þar sem vinnuveitandi og starfsmaður deila byrðunum.

Framlög almannatrygginga á Íslandi. Bæði vinnuveitendum og launþegum er skylt að greiða tryggingagjald. Framlagið getur verið mismunandi, en  heildariðgjaldahlutfallið er um 10,75% fyrir launþega og 12,82% fyrir vinnuveitendur.

Auðlegðarskattur er tekinn á Íslandi en svo virðist ekki vera í Rússlandi. Ísland leggur auðlegðarskatt á einstaklinga sem reiknast út frá hreinum eignum skattgreiðenda. Vextin geta verið mismunandi en eru almennt stighækkandi, með hærri vöxtum fyrir hærra auðmagn.

Fjármagnstekjuskattur er tekinn á Íslandi en svo virðist ekki vera í Rússlandi. Fjármagnstekjuskattur er lagður á við sölu ákveðinna eigna. Gjaldið er almennt það sama og tekjuskattshlutfall einstaklingsins, en sérstakar reglur og undanþágur geta átt við.

Eignaskattur í Rússlandi. Fasteignaskattshlutföll geta verið mismunandi milli landshluta og sumar eignir geta verið undanþegnar þessum skatti. Skattstofn er venjulega ákvarðaður út frá matsverði eignar.

Staðbundnar skattar á Íslandi, þar á meðal eignarskattur. Sveitarfélög geta lagt á viðbótarskatta, svo sem fasteignaskatta, sem geta verið mismunandi eftir svæðum. Svo eru aukagjöld lögð á, svo sem sorphirðugjald.

Vörugjöld í Rússlandi. Vörugjöld eru lögð á tilteknar vörur, svo sem áfengi, tóbak og ákveðnar tegundir eldsneytis. Álagning getur verið mismunandi eftir tegund vöru en er afar lág í samanburði við Ísland.

Vörugjöld á Íslandi. Vörugjöld eru lögð á tilteknar vörur, svo sem áfengi, tóbak og ákveðnar tegundir eldsneytis. Þessi álagning er stjarnfræðileg há í samanburði við öll lönd.

Samantekt og samanburður

Berum saman þrjá skattstofna sem skipta einstaklinga og fyrirtæki í báðum löndum  máli, tekjuskattar, fyrirtækjaskattar og virðisaukaskattar:

Tekjuskattar einstaklinga á Íslandi eru 37-46%

Tekjuskattur einstaklinga í Rússlandi er 13%!!!!!

Fyrirtækjaskattur á Íslandi er 22%.

Fyrirtækjaskattur í Rússlandi er 20%.

Virðisaukaskattur á Íslandi er 24% (á sumum vörum 11%).

Virðisaukaskattur í Rússlandi er 20% (á sumum vörum 10%).

Samanburðurinn er allur Íslandi í óhag. Hér eru alls kyns bull skattar lagðir á, sem ekki eru til í Rússlandi og nýjasta inngrip krumla íslenska ríkisvaldsins í vasa (skatt)borgara landsins, eru svo nefndir mengunar- eða loftslagsskattar! Bullskattar sem lagðir eru á samgöngufyrirtæki landins og hækka vöruverð og ferðlög til útlanda stórlega. Svo er annar samanburður Íslandi í óhag, til dæmis matvælaverð.

Niðurstaðan er einföld: Íslendingar búa í skattahelvíti. Ísland er sósíalistaríki ef mið er tekið af ríkisafskipti af borgurum/fyrirtækjum landsins (boð og bönn og innræting) og með skattlagningu.  Við höldum að við búum í lýðræðisríki, bara vegna þess að við getum tjáð okkur frjálslega opinberlega en önnur einkenni íslenska ríkisins eru sósíalísk.  Einu sinni var talað um blandað hagkerfi á Íslandi, svo er enn að einhverju leiti en afskipti ríkisins af daglegu lífi borgaranna,með innrætingu í skólum, opinberu orðfæri, reglugerðafargani, víðtækum lögum og valdaframsal Alþingis til yfirþjóðlegra stofnanna og ríkjasambands bera skýr merki sósíalisma.

Formaður skattgreiðenda á Íslandi sagði í nýlegu útvarpsviðtali að hann teldi skattlagningu á Íslandi keyra úr hófi fram og helst vildi hann hafa flata skatta, 20% á einstaklinga og fyrirtæki.

Samtök skattgreiðenda

Hlustaði á konu sem býr í Noregi í útvarpinu. sem getur ekki hugsað sér að koma heim til Íslands, þar sem lífskjörin á Ísalandinu eru vond. Skil hana vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Skattahelvíti er rétta orðið og ef Samfylkingin með Kristínu í farabroddi þá verður þetta steikjandi skattahelvíti.

Rúnar Már Bragason, 6.12.2023 kl. 14:53

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir þetta - það sparar sporin - var að spá í að gera svipaðan samanburð.

Bestu kveðjur

Guðjón E. Hreinberg, 6.12.2023 kl. 18:07

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir inn litið Rúnar og Guðjón. Þess vegna kýs ég ekki skatta flokka. Ég treysti mér betur til að eyða eigið fé en ríkið með sín endalausu gæluverkefni. 

Birgir Loftsson, 6.12.2023 kl. 19:14

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Hér er Pútín að undirstrika að veldi BNA fer þverrandi í Miðausturlöndum. Araba leiðtogar taka kampakátir á móti honum eins og Joe Biden væri ekki til... https://www.visir.is/g/20232499825d/putin-a-ferd-og-flugi-um-mid-austurlond

Birgir Loftsson, 6.12.2023 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband