Færsluflokkur: Stríð

"Spekingar" ræða varnarmál Íslands

Röddin sterkasta framlag Íslands til varnarmál segir kjáninn. Kannski er það þannig að best sé fyrir Íslendinga að hrópa sem hæst, "ég gefst upp"!

Mogens Glistrup, stofnandi Framfaraflokksins í Danmörku, sagði eitt sinn um lélegar varnir Danmerkur, "...kannski væri bara best að Danir kæmu sér upp símsvara sem svarar á rússnesku, við gefumst upp"!  Röddin sterkasta framlagið....þvílíkt ábyrgðarleysi í málflutningi. Sjá slóð: Röddin sterkasta framlag Íslands til varnarmála

„Við erum friðsæl lítil og herlaus þjóð og getum leyft okkur að tala með djörfum hætti,“ segir Logi Einarsson alþingismaður um styrkleika Íslands í varnarmálum. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir þörf á meiri sérfræðiþekkingu í málaflokknum.

Eina ástæðan fyrir því að við getum leyft okkur að tala með djörfum hætti er vegna þess að við erum undir pilsfald mesta herveldi heims, BNA, og hernaðarbandalagsins NATÓ.  Við erum eins og rakkinn sem geltir hátt á bakvið húsbóndann. Og ekki erum við friðsælli en það að við tókum með óbeinum hætti í loftárásum á Lýbíu, Serbíu og nú með beinum hætti í Úkraínustríðinu. Og við þurfum að lýsa yfir stríði gegn þjóð sem ræðst á NATÓ. Ísland er ekki hlutlaust land og hefur varanlega herstöð á landinu. Það eru hermenn þarna öllum stundum.

En forstöðumaður Alþjóðastofnunnar, Pia Hansson sýnir meiri skilning. Hún talar um að þótt Ísland hafi ekki her, þurfum við þekkingu á málaflokknum, innlenda þekkingu.  "Það að við höfum ekki her til dæmis þýðir að við þurfum enn þá betri greiningargetu, enn þá betri þekkingu á því hvað er að gerast í heiminum til þess að geta ákvarðað hvað við viljum gera," sagði Pia.

En hvað segir "varnarmálaráðherra" Íslands? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði varnarmál tengjast inn í nánast alla umræðu um utanríkismál eftir innrás Rússa í Úkraínu....Framlag Íslands til varnarmála snúist ekki bara um hvað sé rétt fyrir Ísland heldur framlag landsins fyrir svæðið í heild.  Þetta er rétt en er dæmigert tal stjórnmálamannsins. Talar óljóst en gerir ekki neitt. Ætlar hún t.d. að endurreisa  Varnarmálastofnun Íslands? Nei.  Enn er treyst á mat hershöfðingja í Pentagon, sem eru ekki endilega að pæla í fjölþátta ógnunum sem steðja að Íslandi né hafa þekkingu á landinu.

Að lokum um hátíðarfund um NATÓ. Björn Bjarnason víkur að ræðu Þórdísar, er sammála henni, en hún segir m.a.: "Við Íslendingar erum ekki bara áhorfendur að tilraunum Rússa til að valda tjóni. Margvísleg ógn getur steðjað að okkar samfélagi; bæði beint og óbeint. Við vitum til að mynda að Rússar hafa kortlagt sæstrengi og aðra mikilvæga innviði.

Þá er hin hernaðarlega mikilvæga staðsetning Íslands, sem gerði Ísland að hugsanlegu takmarki fyrir Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni, jafnvel enn mikilvægari nú ef til alvarlegri togstreitu eða átaka kemur milli Vesturlanda og Rússlands.

Þetta þýðir vitaskuld að það er algjör fjarstæða sem stundum heyrist, að aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu geri okkur að líklegra hugsanlegu skotmarki en ella. Ég reyni almennt að spara stóru orðin; en þessi staðhæfing er að mínu mati hreinræktuð della - Ísland án fælingarmáttar aðildar að Atlantshafsbandalaginu, með sama landfræðilega mikilvægi - væri augljóslega gríðarlega verðmætt herfang fyrir Rússa ef til raunverulegra átaka kæmi." Hátíðarfundur um NATO

Hvernig getur ráðherra fullyrt fyrirfram að Ísland verði ekki skotmark í næstu stórstyrjöld? Í NATÓ eða utan þess? Veit hún eitthvað sem við hin vitum ekki? Það er örugg ef NATÓ lentir í stríði, þá tökum við þátt í því. Spurningin er, verður Ísland meðal fyrstu skotmarka í þriðju heimsstyrjöldinni eða dregst landið síðar inn í átökin?

Landið er jafn hernaðarlega mikilvægt fyrir Rússa, hvort sem við erum í NATÓ eða ekki. Reynslan úr seinni heimsstyrjöld kennir okkur það að það var kapphlaup um að hernema landið sem þá var hlutlaust. Tilviljun að Bretar voru á undan Þjóðverjum að hernema það (sbr. Íkarus áætlunina).

Nú er Ísland hluti af GIUK hliðinu og það þýðir að Rússar verða að brjótast í gegnum hliðið sem er Ísland. Það þýðir að sérsveitir verða sendar til landsins til að eyðileggja innviði.

Keflavíkurflugvöllur er fyrsta skotmarkið, svo ratsjárstöðvarnar fjórar og virkjanir á hálendinu.  Þess vegna er svo mikilvægt að hér sé varanlega íslenskar sérsveitir sem gætu varið innviðina öllum stundum. Munum hvernig Þjóðverjar sigruðu Dani, þeir sendu inn sérsveitir á undan meginn hernum og hertóku m.a. Kastrup flugvöllinn. 

Rússar, ef þeir gera innrás, sem er eiginlega fáranleg hugmynd, munu gera eins og þeir gerðu er þeir tóku Krím skagann, senda inn flugumenn á undan.

Það er eiginlega óskiljanlegt að halda að Rússar muni ráðast á Vestur-Evrópu, á móti bandalagi 32 þjóða. Það er nánast sjálfsmorð og er vísir að heimsstyrjöld eða kjarnorkustyrjöld.  Því má halda fram að hér er verið að æsa menn upp í að vígvæða sig, m.o. áróður.


Jafnteflisstaða í Úkraínu stríðina

Samkvæmt hernaðar sérfræðingum er framtíðin ekki björt fyrir stríðsþreytta Úkraínu. Þar er skortur á hermönnum og skotfærum, auk efasemda um framhald vestrænnar aðstoðar. Úkraínskar hersveitir standa einnig frammi fyrir rússneskum óvini sem hefur nýlega gripið frumkvæðið á vígvellinum.

Tveimur árum eftir að Rússar réðust inn af fullum krafti, hafa þeir náð nærri fjórðungi landsins undir sig,. Eftir fjölda sigra á fyrsta ári stríðsins hefur gæfa snúist við fyrir úkraínska herinn, sem er grafinn í skotgrafir, ofurliðin borinn gegn öflugri andstæðingi.

En sérfræðingarnir tala ekkert um getu Úkraínumanna sjálfa til að heyja stríð og viljan til sigurs. Þeir hafa minni mannafla úr að spila og hernaðarstuðningur Bandaríkjamanna, sem er ríflegur, dugar bara í ákveðinn tíma.  Svo eru X þættirnir.

Annar af tveim, er vilji Bandaríkjamanna til að heyja áfram staðgengilsstríði. Það er þegar komin fram andstaða gegn fjáraustrið sem fer í stríðið, sérstaklega innan raða repúblikana. Svo er það Donald Trump sem mun stöðva stríðið af hálfu Bandaríkjamanna á fyrsta degi í embætti ef hann verður forseti. Þannig að við erum að sjá fram á stríð fram til janúar 2024 hið minnsta.

Hinn X þátturinn er Rússar.  Ef litið er á söguna og stöðu Rússlands í dag, er næsta ólíklegt að Pútín gefi þumlung eftir. Rússar eru vanir að heyja langvinn stríð og blóðug, ólíkt Bandaríkjamönnum. Þeir eru tilbúnir í fórnir. Hagsmunir þeirra eru meiri. Þeir "mega" ekki tapa, því að þá er veldi þeirra innan ríkja fyrrum Sovétríkjanna á enda. Hverjir eru valkostir þeirra? Gefast upp og leyfa Úkraínumönnum að fá unnin svæði aftur og ganga í NATÓ? Frá sjónarhorni Rússa er það ómögulegt.

Það getur vel verið að vopnabúnaður þeirra endist bara næstu tvö árin, sem er ansi skrýtið mat, því að 20% af efnahag þeirra fer í stríðsgagna framleiðslu, þá er það spurningin um sigurviljan.

En bloggari hefur spáð að stríðið haldi áfram að vera í pattstöðu og á endanum sitjast menn niður við samningsborðið og semja. Á bakvið tjöldin er verið að reyna að semja og hvað veit maður hvað er að gerast.  En það er öruggt að ef Trump vinnur 5. nóvember á þessu ári, setjast menn niður og fara að semja af fullri alvöru.


Þátttaka allra Norðurlanda í NATÓ breytir öllu fyrir löndin

Margir gera sér ekki grein fyrir breytingunum sem hafa fylgt þátttöku allra Norðurlanda í NATÓ.  Öflugustu herveldin, Svíþjóð og Finnland stóðu utan NATÓ þar til á þessu ári.  Það að Noregur og Danmörk hafi verið í hernaðarbandalaginu en hin yfirlýst hlutlaus ríki, hefur komið í veg fyrir nauðsynlega samvinnu ríkjanna í vörnum Norður-Evrópu.

Þessi samvinna er nauðsynleg en það að ríkin tilheyri nú öll NATÓ, hefur hagræði í för með sér.  Nú geta danska herþotur æft í Svíþjóð og öfugt og þvert og kruss öll Norðurlönd. Þar á meðal Ísland. Nú skapast hagræði af að kaupa sameiginlega inn vopn, samstilla vopnabúnað og þjálfa herliðin saman.

Allar þjóðir á Norðurlöndum, nema Ísland, eru að tryggja varnir sínar. Aukin fjárlög til hermála, herskylda og stækkun herja er efst á dagskrá hjá þeim öllum...nema Íslandi. Það verður fróðlegt að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með málaflokk varnarmála, geri nokkuð fremar en fyrri daginn í að efla varnir landsins. Skilningur ráðherra Sjálfstæðisflokksins á varnar- og öryggismálum er ekki meira en það, að ætlunin var að selja einu eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar. Ekki einu sinni er lögreglunni sinnt, en minna en lágmarks mannskapur er notaður til gæta öryggi borgaranna.

Á meðan er til peningar í alls kyns gæluverkefni, þannig að ekki er hægt að segja ekki sé til fjármagn, heldur skortir forgang. Sömu sögu er að segja af heilbrigðiskerfinu, samgöngukerfinu, velferðarkerfinu, alls staðar vantar pening en samt eru til peningar, þeir fara bara annað. 

 

 

 


Fjáraustrið í tapað stríð í Úkraínu

Nýlega samþykkti Bandaríkjaþing gríðarlega efnahags- og hernaðaraðstoð til handa Úkraínu. Þetta er til að halda staðgengilsstríði Bandaríkjanna við Úkraínu gegn Rússlandi gangandi á meðan Biden er við völd. Það er því fyrirséð að stríðið haldi áfram þar til annað hvort Biden fari frá völdum og Trump semji um frið á einum degi eins og hann heldur fram, eða niðurstaða fáist á vígvellinum.

Rússland hefur getu til að halda stríðinu gangandi næstu árin en þeir eyða um 5,9% af vergri landsframleiðslu í varnarmál 2023. Bandaríkin um 3,4% en Úkraína um 37%. Rússar eru þó að eyða minna en Sádar sem eyða um 7,1% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Í dollurum talið eru Rússar að eyða 109 milljarða Bandaríkjadollara árið 2023 á móti 916 milljarða sem Kaninn eyðir. 

Það er almennt viðurkennt meðal hernaðarsagnfræðinga að það ríki sem hafi mestu framleiðslugetuna og fjárráð vinni viðkomandi stríð.  Fjöldi hermanna skiptir máli en ekki aðalmáli ef ríkið er sæmilega stórt. Það sem meira er, er að hergagnaframleiðslan í Rússlandi knýr efnahaginn áfram á yfirsnúningi.

Vopnaiðnaður Rússlands, sem var stór fyrir Úkraínustríðið, er hernaðarlega mikilvægur geiri og stór vinnuveitandi í Rússlandi. Frá og með 2024 starfa um það bil 3,5 milljónir manna á landsvísu við hergagnaframleiðslu og standa undir 20% af öllum framleiðslustörfum í Rússlandi.

Rússland stóð fyrir 22% af vopnasölu á heimsvísu á árunum 2013–17, sú tala fór niður í 16% á árunum 2018–22 (tölfræði SIPRI). Árið 2023 var Rússland í fyrsta skipti þriðji stærsti vopnaútflytjandinn, rétt á eftir Frakklandi. Vopnaútflutningur Rússa dróst saman um 53% á árunum 2014–18 og 2019–23. Löndum sem kaupa stór rússnesk vopn fækkaði úr 31 árið 2019 í 12 árið 2023. Ríki í Asíu og Eyjaálfu fengu 68% alls rússneskra vopnaútflutnings á árunum 2019–23, þar sem Indland var með 34% og Kína fyrir 21%.

"The New York Times greindi frá því í grein 13. september 2023, þar sem vitnað var í bandaríska og evrópska embættismenn, að Rússar hafi sigrast á alþjóðlegum refsiaðgerðum og eldflaugaframleiðsla þeirra hafi nú farið yfir það sem var fyrir stríð. Einnig var greint frá því að Rússland framleiði nú meira af skotfærum en Bandaríkin og Evrópa til samans og þeir geta framleitt 200 skriðdreka frá grunni og tvær milljónir eininga af skotfærum á ári samkvæmt vestrænum heimildum. CNN greindi frá 11. mars 2024, þar sem vitnað var í vestræna leyniþjónustumenn, að Rússland framleiði nú um 250.000 stórskotalið skot á mánuði eða um 3 milljónir á ári sem er næstum þrefalt það magn sem Bandaríkin og Evrópa framleiða fyrir Úkraínu." Arms industry of Russia

Olíu- og gasverð hefur reynst Rússum hagstætt og orkukaup bann Vesturlanda hefur bara skotið þeim sjálfum í fótinn enda hafa reynst nægir kaupendur annars staðar, í fjölmennustu ríkjum heims, Indlandi og Kína og víðar. 

Þrír meginþættir fyrir velgengni í stríði: 1) Vopnaframleiðsla, 2) Fjármálageta og 3) Mannskapur er allt sem Rússar hafa en Úkraínumenn ekki. Úkraínumenn, því miður fyrir þá, eru því ekki að fara að vinna þetta stríð. Rússland er mesta kjarnorkuvopnaveldi heims og því er engin hætta á að þeir fái á sig innrás.

Svo er það taugveiklunin innan raða NATÓ-ríkja að Rússar haldi áfram og geri innrás í Evrópu, er annað hvort áróðursstríðs tal eða menn þekkja ekki sögu Rússlands (varnar mandran síðastliðn 300+ ár hefur verið að tryggja varnir gegn tvö innrásarhlið á vesturlandamærum Rússlands sem snýr að Evrópu). Það er ekki að fara að gerast. Rússar hafa alltaf dregið sig til baka með herafla sinn síðastliðin 300 ár, nema þegar þeir voru Sovétmenn undir stjórn Stalíns og héldu undir sig Austur-Evrópu. En vita nú svo að það er ekki í boði í dag, sérstaklega þegar öflugasta hernaðarbandalag sögunnar, NATÓ situr alla Austur-Evrópu.

Rússland hefur bara getu til að stunda landamærastríð, er ekki hernaðar heimsveldi eins og Bandaríkin sem geta háð stríð um allan hnöttinn. Menn ættu því aðeins að slaka á og láta spunameistranna, sem vilja stöðugt fá meiri pening í hergagnaframleiðslu, ekki stjórna gjörðum sínum.

Af hverju eru bandarískir hershöfðingjar ekki að hafa vitið fyrir Biden stjórninni og benda á að sigur vinnist ekki á vígvellinum? Að það verði að semja um frið? Það þarf hvort sem er að semja um vopnahlé eða stríðslok á endanum. Af hverju eru menn ekki að reyna að finna diplómatíska lausn? Svarið leynist hjá vanhæfri stjórn Bidens sem aldrei mun viðurkenna ósigur rétt fyrir kosningar í Bandaríkjunum. Nóg var að tapa með skömm í Afganistan eftir 20 ára stríð.

Af hverju tala íslenskir ráðamenn ekki fyrir friði? Í stað þess að vera strengjabrúður á alþjóðavettvangi? Ef þeir geta ekki talað fyrir friði, er þá ekki best að þeigja í stað þess að gaspra eins og utanríkisráðherrann er að gera?

Nóta bene, svo það sé haldið til haga, þá er hér enginn stuðningur við stríð Rússa gegn Úkraínu, þvert á móti, bloggari er alfarið á móti valdbeitingu sem hægt er að leysa með diplómatískum leiðum. Þótt Pútín sigri stríðið, þá vinnur hann ekki friðinn. Traustið er farið og samskiptin við vestrið laskað um ófyrirséða framtíð. Ef eitthvað er, hefur NATÓ eflst, með tveimur nýjum herveldum, Svíþjóð og Finnland, og varnir Rússlands veikst við Norður-Evrópu.

Hér er tilvitnun: "War is a failure of diplomatcy".

 

 

 


Forseta frambjóðandi dregur í land orð sín um styrkingu íslenskra varna

Bloggritari var að horfa á ágætt sjónvarpsviðtal við Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðanda.  Hann er einn af þremur frambjóðendum sem bloggritari telur hæfan í embættið. Baldur útskýrði afstöðu sína í mörgum málum og skýrari mynd er komin af honum sem frambjóðanda.

En það skaut skökku við er hann afneitaði orð sín um að Íslendingar þyrftu að taka varnarmál sín fastari tökum. "Það er algjör misskilningur að ég vilji stofna íslenskan her....ég myndi skjóta málinu í þjóðaratkvæði". Kannski er hann að reyna að hræða ekki hugsanlega kjósendur frá sér enda ekkert skemmtiefni að ræða varnarmál né til vinsældra fallið. En það þarf að fara í fjósið á hverjum morgni að moka flórinn. Varnarmál eru fjósaverk, leiðinleg en nauðsynleg.  

Það telst hvergi annars staðar en á Íslandi vera "tabú" að tala um eigin varnir og hvernig beri að verja borgaranna fyrir árásir, sem geta verið í formi hryðjuverkaárása, glæpasamtaka eða jafnvel erlendra ríkja.

Alls staðar á Norðurlöndum eru ráðamenn að ræða um stækkun herafla sinna. Norðmenn um tæp 5000 þúsund manns en norski herinn er með 18 þúsund manns undir vopnum. Svíar ætla að stækka her sinn, Danir líka og bæði ríkin auka fjárlög til eflinga herafla sinna (Svíar nú í vikunni töluðu um fjárfestingu í loftvarnarbyrgi). Sama á við um Finna en Svíar og þeir hafa nýverið gengið í NATÓ. Það er spýtt í lófanna og aukinn þungi lagður í eflingu varna ríkjanna. Allar Norðurlandaþjóðirnar vilja efla varnir sínar, nema Ísland. Sem jú að vísu ætlar að auka fjármagn sem fer til varnarmála en ekkert raungert, áþreifanlegt, verður gert, eins og til dæmis að stofna íslenskan her/öryggissveitir/heimavarnarlið.

Af hverju er þetta andvaraleysi á Íslandi? Halda Íslendingar á tímum gervihnatta og eldflauga sem skjóta má á milli heimsálfa, að þeir séu stikkfríir? Ekkert gerist á Íslandi? Að við séum ekki skotmark?  Við sem erum undir pilsfald mesta hernaðarveldi heims og við þar með réttmætt skotmark. Rússar búnir að gleyma skotfæra sendingu íslenskra stjórnvalda til Úkraínu? Eða ígildis brottreksturs sendiherra þeirra frá Íslandi? 

Til eru ótal greinar þar sem Baldur réttilega reynir að koma "vitinu" fyrir Íslendinga og vekja þá af þyrnirósarsvefninum. Ætla ekki að tínar þær til, vísa bara í nýlega grein, sjá slóð:

Ísland má ekki vera veikasti hlekkurinn

Er einhver grundvallarmunur á hvort það eru íslenskir dátar eða erlendir sem verja landið? Nei. Landið þarf landvarnir. Það er bara spurning hvort við úthýsum verkefnið eða gerum það sjálf. Bloggritari vill að við gerum þetta sjálf, því að engar aðrar þjóðir hafa sömu hagsmuni og íslenska þjóðin, þótt þær séu bandalagsþjóðir. Síðasta dæmið um andstæða hagsmuni "bandamanna okkar" er ICESAVE málið. Engir, bókstaflega engir bandamenn komu okkur til hjálpar nema Pólverjar og Færeyingjar. Svo kölluð bandamenn okkar reyndu með öllum tiltækum ráðum að berja okkur niður og beittu á okkur hryðjuverkalögum!!! Þegar virkilega á reynir, eru engir vinir í raun.

Góður stjórnmálamaður - leiðtogi á að þora að standa með góðum málum, líka þeim sem teljast til óvinsælda. Ef hann guggnar á einu, hvað næst? Stundum er best að segja ekki neitt, sérstaklega ef ekki er spurt.  Það virkaði á bloggritara eins og fyrirfram æfð spurning er fréttamaðurinn spurði: Er eitthvað sem þú vilt leiðrétta? "Já, það er algjör misskilningur að ég vilji stofna íslenskan her...."

Svo eru það orð Baldurs um her og þjóðaratkvæðisgreiðslu. Segjum svo að Alþingi samþykki að koma á fót varnarsveitir. Hvers vegna ætti forsetinn, eins og Baldur Þórhallsson sér fyrir sér, að setja málið í þjóðaratkvæðisgreiðslu? Hér er ekkert verið að vega að stjórnarskránni, aðeins verið að tryggja öryggi borgaranna eins og ríkisvaldinu ber skylda til. Landið er varið, það eru bara erlendir dátar sem gera það og við erum þegar í hernaðarbandalagi - NATÓ.

Nota bene: Netið gleymir engu.


Að halda andliti í Miðausturlöndum

Eins og þeir vita sem fylgjast með þessu bloggi, var minnst á að Ísraelar hefðu potað í björninn með því að gera árás á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi. Sem er alvarlegt brot samkvæmt alþjóðalögum. Diplómatar, eignir og bifreiðar þeirra eru friðhelg og hefur svo verið í aldir. 

Spurt var, eru Ísraelar að egna Írani í stríð? Eða héldu þeir að viðbrögð Íranana yrðu engin, þeir myndu bara halda áfram að nota staðgengla sína Hezbollah og fleiri? Flestir sjá að Ísraelar gengu of langt með þessari árás á ræðismannaskrifstofu en þeir eiga ekki vísan stuðning í stjórn Bidens. Þetta var mikil áhætta sem þeir tóku nema þeir vildu láta sverfa til stáls.

Þegar fylgst var með atburðarásinni í gær varð strax ljóst að þetta væri ekki stigmögnun, um leið og Íranir sögðu að þetta væri takmörkuð aðgerð og væri búið mál ef Ísraelar svara ekki. Fyrir stjórn Írans snýst þetta um að halda andliti en um leið að sína áhangendum sínum að þeir geti nú ráðist á ríki Síonistanna eins og þeir kalla Ísrael.

Nú er að sjá næstu viðbrögð Ísraela, sem verða ekki endilega strax, þótt þeir hafi rokið strax í Hezbollah sem er næsti bær við. Málið er að Íran er landlugt land og á ekki landamæri við Ísrael. Þeir geta því ekki gert innrás og ef þeir færu af stað, væri það gegnum Sýrland (sem Bandaríkjamenn ráða þriðjung af) eða Írak. Nægur tími fyrir Ísraela til að bregðast við. Það gildir líka í hina áttina, Ísraelar geta ekki gert innrás né hafa burði til þess. Eina sem báðar þjóðir geta gert, er að gera loftárásir. Þar sem Ísraelar hafa ekki burði í að gera alls herjar loftárásir á Íran né vilja það, má búast við að þeir haldi áfram að atast í Hezbollah og Hamas. Hugsanlega hafa þeir fengið tylliástæðu til að gera loftárásir á hernaðarskotmörk í Íran (kjarnorkuvopnin valda áhyggjum).

Eitt sem vakti athygli er að Jórdanía tók þátt í vörnum Ísraels. Flestir drónarnir og eldflaugarnar voru skotin þar í landi og yfir Sýrlandi.

Að lokum, snýst þetta um halda andliti og virðist ekki vera við fyrstu sýn stigmögnun átaka. Sem betur fer. Skiptir engu máli hvort að drónarnir eða eldflaugarnar hafi valdi tjóni eða ekki, skilaboð voru send til Ísraels. Athygli vakti að Íranir höfðu samband við Bandaríkin til að réttlæta aðgerðir sínar og þeir kappkostuðu við að réttlæta sig við Sameinuðu þjóðirnar.

"Réttu" aðilar brugðust við og komu Ísraelum til varnar, þ.e.a.s. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn. Það eru mikilvæg skilaboð til Írans.


Stríð í Ísrael og Úkraínu

Nú hefur brjál... í Washington, Joe Biden, í elliæriskasti, lýst yfir vilja til að taka Úkraínu í NATÓ.  Í hvaða veruleika eru stjórnvöld í Washington? Eru Úkraínumenn að vinna á vígvellinum? Nei, þeir eru að tapa. Og ef stríðinu lýkur með tapi Úkraínu, sem allar líkur eru á, munu Rússar leyfa leifarnar af Úkraínu ganga í NATÓ? Samþykki það í friðarsamningum? Nei, aldrei.

Eina ástæðan fyrir að Rússar fóru í hart var einmitt fyrirhuguð innganga landsins í NATÓ. Enn og aftur, þá er hér ekki verið að lýsa stuðning yfir stríði Rússa sem er á margan hátt meiriháttar mistök Pútín, sbr. innganga Svía og Finna í NATÓ.  Ömurlegt stríð sem hefði mátt afstýra með réttum forsetum í Bandaríkjunum og í Rússlandi.

Á að framlengja stríðið með meiri fjárframlögum Bandaríkjanna? Um það er barist þessa daga í Öldungadeild Bandaríkjaþings. Ef Úkraínumenn fá ekki meira fjármagn, er stríðið tapað sjálfkrafa.

Svo er það stríðið í Ísrael.  Er hægt að há mannúðlegt stríð? Sérstaklega í borgarstríði? Er hægt að uppræta hryðjuverka sveitir í þéttbýlli borgar án hliðar mannfalls? Svarið er auðvitað nei, en er hægt að lágmarka mannfallið sem bindur að sjálfsögðu hendur Ísraelshers?

Bloggari horfði nýverið á þáttaröðina "Masters of the Air" sem fjallaði um lofthernað Bandamanna á Þýskaland í seinni heimsstyrjöldinni. Stríðið var algjört stríð, þar sem borgarnir voru stundum bara einu skotmörkin. Ætlunin var að eyðileggja sem mest af byggingum og drepa sem flesta Þjóðverja og átti það að draga kjarkinn úr fólkinu. Hundruð þúsundir, ef ekki milljónir voru drepnar í ómarkvissum loftárásum, þar sem loftsprengjum var hent einhvers staðar, dag og nótt. Árangurinn var sá að fólkið varð reitt og staðráðið í að halda áfram. Flugmenn sem hentu sig niður í fallhlífum, áttu von á að vera tættir í sundur af borgurum ef til þeirra náðist á jörðu niðri.

Það sem er verið að segja hér, er að hlutfall viðbragða er aldrei sama og hlutfall árásar. Bandamenn lágu ekki yfir kortum og sögðu, getum við hlíft þýskum borgurum? Allir drápu alla miskunarlaust og góðu gæjarnir hjá Bandamönnum, drápu og nauðguðu eins og Sovétmenn er þeir fóru í gegnum Þýskaland 1945. Þeir voru bara ekki eins stórtækir.

Nú eru komnir aðrir tímar, Nurmberg réttarhöldin áttu að koma á réttlæti fyrir hönd fórnarlamba og Sameinuðu þjóðirnar að sætta ríki og koma á alþjóðareglur um hvernig stríð er háð. Framvegis átti að láta borgaranna í friði.

Að þessu öllu sögðu, geta herir hlíft borgaralegum skotmörkum. Svo getur Ísraelher líka. Tvennum sögum fer af því, hvort þeir geri það eða ekki og erfitt er að átta sig á sannleikanum. 

En ljóst er að borgarar falla í þessu stríði, það er deginum ljósara. Hvort það sé óeðlilega mikið, er eiginlega ekki hægt að fullyrða um. Áreiðanlegar tölur úr stríðum koma oft ekki fyrr en mörgum árum síðar. Stundum aldrei.  En ef Ísraelher er viljandi að svelta, drepa og hrekja borgaranna af Gaza, er það stríðsglæpur.  Eftir situr spurningin, er hægt að sigrast á Hamas án þess að fara inn í Gaza? Ef Ísraelar hefðu ákveðið að gera það ekki, hvað hefði það leitt til á svæðinu? Þeir misstu "andlitið" 7. október er þeir gátu ekki varið eigin borgara. Og þeir ekkert gert? Hezbollah gert stórfelldar árásir í framhaldið? Og stríðið magnast upp í stríð í Líbanon og svo stríð í Miðausturlönd og lok þriðju heimsstyrjöld? Stoppaði flotadeild Bandaríkjaflotans það að Hezbollah færi af stað úr Líbanon?

Að lokum er hér leitað á náðir ChatGPT og spurt hvað er hlutfall mannfalls borgara í samræmi við hlutfall hermanna í borgar stríði? Svarið er eftirfarandi:

"Hlutfall óbreyttra borgara og hermanna í borgarhernaði getur verið mjög mismunandi og fer eftir ýmsum þáttum eins og tilteknu þéttbýli, eðli átakanna og aðferðum andstæðra sveita. Hins vegar er almennt viðurkennt að þéttbýli hafa tilhneigingu til að hafa meiri fjölda óbreyttra borgara samanborið við hermenn.

Það er krefjandi að áætla nákvæmt hlutfall vegna kraftmikils eðlis borgarstríðs og erfiðleika við að meta nákvæmlega hverjir eru almennir borgarar á átakasvæðum. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að almennir borgarar eru venjulega talsvert fleiri en hermenn í borgarumhverfi.

Í þéttbýlum borgum getur almenningur verið fleiri en hersveitir um hundruð eða jafnvel þúsundir á móti einum. Þetta felur í sér einstaka áskorun fyrir hernaðaraðgerðir, þar sem sveitir verða að sigla um borgaraleg svæði á sama tíma og lágmarka skaða fyrir þá sem ekki eru í hernum.

Nærvera óbreyttra borgara á hernaðarsvæðum í þéttbýli undirstrikar mikilvægi þess að fylgja alþjóðlegum mannúðarlögum, sem krefjast þess að aðilar í átökum geri greinarmun á óbreyttum borgurum og stríðsmönnum og að þeir geri allar mögulegar varúðarráðstafanir til að lágmarka skaða á óbreyttum borgurum og borgaralegum hlutum. Hersveitir verða að gæta varúðar og beita aðferðum sem lágmarka mannfall óbreyttra borgara og aukatjóni á sama tíma og markmiðum er náð."

Svo er spurning hvort menn fari eftir þessu og er allur gangur á því.  Stríð er rússnesk rúlletta. Sá sem hefur stríð getur auðveldlega tapað því. Það er ekki til neitt sem kallast gott stríð.


NATÓ í 75 ár - hefði mátt fara aðra leið?

Erfitt er fyrir okkur nútímafólk að dæma um það. Maður þarf að sökkva sig niður í tímabilið og sjá hvað var að gerast á þessum tíma. Saga NATÓ byrjar nefnilega ekki 1949 heldur löngu fyrr.

Aðdragandinn

Stóra myndin er þessi: Þrjú hugmyndakerfi börðust um völdin í heiminum. Lýðræðið, fasisminn og kommúnisminn. Þegar Hitler fór í sína feigðarför bundust lýðræðisríkin böndum við sjálfan djöfulinn, Stalín, sem var náttúrulegur óvinur þeirra og varð það eftir seinni heimsstyrjöld. Mikið púður hefur verið eytt í útrýminga leiðangur Hitlers en minna í það sem Stalín stóð fyrir. Vart er hægt að sjá hvor var meira skrímsli. En það er annað mál. En endalok seinni heimsstyrjaldarinnar voru að fasisminn sem hugmyndakerfi tapaði, þó leifar af honum lifa ennþá hér og þar.

Brestir voru komnir í bandalag bandamanna fyrir stríðslok en óheppni Bandaríkjamanna var að þeir voru með dauðvona forseta sem svo lést. Franklin D. Roosvelt var ekki góður forseti og sérstaklega ekki á stríðstímum en það er efni í aðra grein.

Raunveruleikinn réði eftirmála styrjaldarinnar. Skipting var ákveðin með samkomulagi leiðtoga Bandamanna en líka með hersetu en Sovétmenn sátu og réðu yfir alla Austur-Evrópu og þeir vildu meira, t.d. Grikkland.

Sum sé í maí 1945, við lok síðari heimsstyrjaldarinnar, var stærð sovéska hersins Jósefs Stalíns sannarlega umtalsverður. Sovétríkin höfðu virkjað gríðarlegt herlið í stríðinu, þar sem milljónir hermanna tóku þátt í bardaga á austurvígstöðvunum gegn Þýskalandi nasista. Í maí 1945 var Rauði herinn stærsti her í heimi og taldi um 11 milljónir hermanna.  George Patton hershöfðingi (og Churchill) lét sig dreyma um að fara í Rauða herinn en það var sussað á þá. Fólk var búið að fá nóg af stríði í Evrópu og lítill hljómgrunnur eða hvatning fyrir hermenn að halda áfram átökum.

Ef vestrænir bandamenn hefðu ákveðið að berjast við Rauða herinn í bardaga sumarið 1945, hefði það líklega verið hrikaleg átök með mikið mannfall á báða bóga. Niðurstaðan hefði verið háð ýmsum þáttum, svo sem skilvirkni hernaðaráætlana, seiglu hermanna, skipulagslegum stuðningi og pólitískum sjónarmiðum.

Þess má geta að sumarið 1945 hafði Þýskaland þegar gefist upp og stríðinu í Evrópu var í raun lokið. Áherslan hafði færst að stríðinu gegn Japan á Kyrrahafs stríðsvettvanginum. Að auki voru diplómatískir samningar og fyrirkomulag milli bandamanna, svo sem ráðstefnurnar í Jalta og Potsdam, sem miðuðu að því að samræma viðleitni og koma á ákveðnu stjórnarfari eftir stríðið.

Stalín var eins og hann var, sveik þá samninga sem hann gat með leppum sínum og tóku kommúnistar völdum í Austur-Evrópu. Járntjaldið var fallið 1946. 

Óttast var að kommúnistar myndu ræna völdum í Vestur-Evrópu, í Frakklandi, Ítalíu og víða og líka á Ísland en íslensk leyniþjónusta starfaði til höfuðs útsendara kommúnista.  Kommúnismi var líka í mikilli sókn í Asíu.  Kommúnistar tóku völd í Kína 1949. Mikil ógn var talin stafa af kommúnistaríkjunum og menn vildu því nýtt hernaðarbandalag lýðræðisþjóða.

Í þessu ástandi var Atlandshafsbandalagið stofnað. Ísland var meðal 12 stofnþjóða NATÓ. Ætli þau séu ekki núna um 32. Miklar deilur og átök voru um inngönguna enda verið að henda formlega hlutleysisstefnu Íslands síðan 1918 fyrir borð. 

Inngangan í NATÓ

Bjarni Benediktsson, sem gegndi embætti forsætisráðherra Íslands frá 14. nóvember 1959 til 10. júlí 1963, en var utanríkisráðherra 1949, átti stóran þátt í ákvörðun Íslands um aðild að NATO (Norður-Atlantshafsbandalagið) árið 1949. Málflutningur hans, líkt og margir talsmenn aðildar að NATÓ á Íslandi á sínum tíma snerist um þjóðaröryggi og álitna þörf fyrir sameiginlegar varnir. Ísland átti að vera herlaust á friðartímum, loforð tók ekki nema 3 ár að svíkja með komu Bandaríkjahers til Íslands 1951.

Í upphafi kalda stríðsins hafði Ísland, eins og margar aðrar þjóðir, áhyggjur af þeirri ógn sem stafaði af Sovétríkjunum og útþenslustefnu þeirra. Í ljósi stefnumótandi staðsetningar Íslands á Norður-Atlantshafi var það sérstaklega viðkvæmt fyrir hugsanlegum árásum eða afskiptum frá Sovétríkjunum.

Bjarni Benediktsson og fleiri (Framsóknarmenn og Kratar) héldu því fram að með því að ganga í NATO gæti Ísland notið góðs af sameiginlegu varnarábyrgðinni sem kveðið er á um í NATO-sáttmálanum. Þetta þýddi að ef Ísland yrði fyrir árás myndu önnur NATO-ríki, einkum Bandaríkin, koma því til varnar. Þetta veitti Íslandi öryggistilfinningu og fullvissu gagnvart hugsanlegum ytri ógnum.

Ennfremur gerði aðild að NATO kleift að taka þátt í hernaðarsamvinnu, sameiginlegum æfingum og miðlun upplýsinga með öðrum aðildarríkjum. Þetta efldi varnarviðbúnað Íslands og styrkti tengsl þess við helstu bandamenn.

Á heildina litið snerust rök Bjarna
fyrir aðild Íslands að NATO um þá þörf sem talin var vera á öryggis- og varnarsamstarfi í ljósi geopólitískrar óvissu og ógn sem stafaði af Sovétríkjunum á tímum kalda stríðsins.

Herlaust Ísland í öflugasta hernaðarbandalagi sögunnar

Það vekur furðu nútímamanna (míns a.m.k.) að Ísland skuli ekki vilja stíga skrefið til fulls og leggja sitt fram til bandalagsins með því að stofna íslenskan her. Eina sem Íslendingar vildu leggja fram var land undir herstöðvar. Furðu rök eins og Ísland væri bláfátæk (með ofsa stríðsgróða á bakinu), gæti ekki haft nokkur hundruð manns undir vopnum (tugir milljónir vopna voru enn til eftir lok stríðsins). NATÓ hefði lagt til fjármagn og vopn og gerir í dag með mannvirkja sjóði sínum. Hægt hefði verið að stofna heimavarnarlið eins og gert var á hinum Norðurlöndum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. En lítum á rök Björns Bjarnasonar fyrir herleysi.

Bjarni Benediktsson stofnaði ekki íslenskan her í ráðherratíð sinni af ýmsum ástæðum, fyrst og fremst tengdum sögulegu samhengi Íslands, landfræðilegum sjónarmiðum og varnarstefnu.

Sögulega sjónarmiðið var sú mýtan að Ísland væri friðsöm þjóð sem hefði ekki hefð fyrir staðal her. Það er skiljanleg rök en hafa verður í huga að landið var undir vernd danska hersins í aldir. En þessi rök eiga ekki við þegar landið ákveður að taka þátt í hernaðarbandalagi. Fyrir 1550 voru menn almennt vel vopnaðir, höfðingjar höfðu sveinalið og varnir ágætar, t.d. voru byggð hér yfir 30 varnarmannvirki á miðöldum svo vitað sé. Eftir 1550 sá danski flotinn um landvarnir Íslands. Eftir 1940 voru það Bretar og Bandaríkjamenn. Landið var því aldrei varnarlaust.

Landfræðileg sjónarmið. Staðsetning Íslands á Norður-Atlantshafi gerði það að mikilvægt landfræðilega  á tímum kalda stríðsins, sérstaklega hvað varðar eftirlit og viðbrögð við hugsanlegri sjóhernað Sovétríkjanna á Norður-Atlantshafi. Í ljósi tiltölulega fámenns lands og takmarkaðra auðlinda gæti það hafa verið talið óþarft eða efnahagslega óframkvæmanlegt að koma á fót staðalher í fullri stærð. Þau áttu við þá, ekki í dag.

Aðild að NATO. Ákvörðun Íslands um að ganga í NATO árið 1949 var rammi fyrir sameiginlega varnar- og öryggissamvinnu við önnur aðildarríki, einkum Bandaríkin. Sem NATO-aðildarríki naut Ísland góðs af sameiginlegum varnarábyrgðum bandalagsins og hernaðarsamstarfi, sem gerði það að verkum að það kom í veg fyrir bráða þörf fyrir stóran eigin her.

Varnarstefnan. Varnarstefna Íslands hefur í gegnum tíðina beinst að því að viðhalda litlu en færu varnarliði (LHG) sem er sérsniðið að sérþörfum þess, þar á meðal eftirliti á sjó, leitar- og björgunaraðgerðum og samvinnu við herafla bandamanna. Þessi nálgun gerði Íslandi kleift að forgangsraða varnarauðlindum sínum á skilvirkan hátt á sama tíma og það nýtti stefnumótandi samstarf sitt innan NATO.

Þegar á heildina er litið var ákvörðun  Bjarna Benedikssonar um að stofna ekki íslenskan staðalher í forsætisráðherratíð hans undir áhrifum af ýmsum þáttum, þar á meðal sögulegri stöðu Íslands í varnarmálum, stefnumörkun, aðild að NATO og varnaráætlun sem sniðin var að sérstökum aðstæðum. 

NATÓ þurfti nauðsynlega á Íslandi að halda, því það er hluti af GIUK hliðinu og þá voru gervihnettir ekki komnir til sögunnar. Þannig að hann og flokkur hans komust upp með að fá það besta úr NATÓ með lágmarks framlagi og hernaðarvernd bandalagsins.

En nú eru breyttir tímar með breyttri tækni. Við sáum það 2006 þegar Bandaríkjaher yfirgaf landið án þess að tala við kóng eða prest. Ljóst var að hagsmunir Bandaríkjanna fóru ekki saman við hagsmuni Íslands. Ef til vill hafa þeir sjaldan farið saman. En íslenskir ráðamenn lærðu ekkert af þessu og ákveðu að hafa höfuðið áfram í sandinum.  Þetta hefði átt að vera hvatning til að stofna einhvers konar varnarlið, mannskap tilbúinn þegar næsta stríð kemur, sem kemur örugglega, en ekkert var gert. Ef eitthvað, var skorið niður hjá Landhelgisgæslunni sem sér um framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin af hálfu Íslands.

Það er afneitun veruleikans að gera Ísland "hlutlaust" þegar það er í hernaðarbandalagi. VG vöknuðu við vondan draum og þurftu að henda fantasíu sína út um NATÓ þegar flokkurinn þurfti að starfa í veruleikanum. Við munu falla eða standa með þessu bandalagi á meðan við eru í því.

Það eru bæði kostur og ókostur að vera í hernaðarbandalagi. Kosturinn eru að við höfum 31 vinaþjóðir sem koma okkur til hjálpar en ókosturinn er að ef ráðist er á eina þeirra, eru við komin í stríð.

Lokaorð

Íslendingar hefðu getað valið að vera áfram hlutlaus þjóð 1949 og tekið mikla áhættu með Stalín sem var til alls líklegur. Líklega hefði "flugmóðuskipið" Ísland aldrei sloppið frá þriðju heimsstyrjöldinni, ráðist hefði verið á það og það hernumið. En Ísland hefði getað ákveðið að vera hlutlaust, komið sér upp her, og treyst á að Bandaríkjamenn/Bretar komi sjálfkrafa ef til stríðs kemur. Það hefði e.t.v. ekki verið slæm leið.

Hvað framtíðina varðar, þurfa Íslendingar að girða sig í brók, og a.m.k. koma sér upp sérfræðiþekkingu og formlega stofnun sem sér um varnarmál Íslands. Það skref var stigið með stofnun Varnarmálastofnunar Íslands en illa heillin, stigið til baka, þökk sé nútíma íslenskum vinstri mönnum. Hins vegar má allta leiðrétta mistök og endurreisa stofnunina.


Rómverska skjaldbakan (Testudo)

Plútarchus og Cassius Dio lýsa rómversku skjaldbökunni sem byggingu sem er búið til með skjöldum sem hylja höfuð og hliðar eininganna og breyta þeim í lifandi virki. Það var svo traust varnarform að menn, hestar og vagnar geta farið á þak skjaldanna sem settir eru eins og flísar og er stundum notað, þótt lítið sé þekkt, einnig til að sigrast á skurðum, þröngum lægðum og umfram allt við árásir á varnargarða. Óvinir: aðrir herfylkingar klifra upp fyrir skjaldbökuna í eins konar mannlegum pýramída til að sigra múra óvinarins.


Skjaldbakan var eins konar skriðdreki fornaldar, sem fór fram undir skothríð óvinabogamanna og hélt mannfall í lágmarki. Augljóslega átti þessi tegund af myndun einnig sína veiku hlið, fyrst og fremst að vera hægfara (þess vegna var hún oft notuð í umsátri), til að komast nálægt andstæðum múrum, eða í bardaga á opnu sviði, þegar hersveitir voru umkringdir. á alla kanta (eins og gerðist í Parthíu herferð Mark Antony).

En fyrsta dæmi um "skjaldböku" myndun sem rómverska fótgönguliðið notaði var nefnt af Titus Livy í umsátrinu um Veii og Róm snemma á 4. öld f.Kr.

Til þess að skjaldbakan næði árangri þurfti hún mikið samstillt átak af hópnum, samhæfingu hreyfinga og sérstakar æfingar.


Það bauð upp á tvo mikla kosti fyrir hermenn borgarinnar, það er að leyfa þeim að komast í snertingu við víglínur óvinarins, varin fyrir skotum og pílum af ýmsum gerðum, auk þess að fela raunverulegan fjölda hermanna sem voru innan fylkingarinnar. Það var einmitt sá mikli kostur sem þessi tegund af dreifingu tryggði sem gerði það að verkum að hægt var að nota það með miklum árangri í alls kyns umsáturs sem framkvæmd var á þessum árum.


Það verður að bæta því við að rétt eins og af sjálfu skjaldbökudýrinu voru tvær frekar viðkvæmar hliðar, nefnilega hin aftari - bakhliðin og neðri hlutinn sem samsvaraði nákvæmlega fótleggjum hermannanna.


Kunna menn ekki að skrifa fréttir á RÚV?

Annað hvort er það svoleiðis eða viðkomandi fréttamenn eru illa lesandi á erlend tungumál. Í frétt í dag um að Danir ætli að spýta í og auka framlög í varnarmál í 2,4% af vergri landsframleiðslu, segir eftirfarandi: "Í fyrra voru 4.700 manns í danska hernum, fjórðungur þeirra konur. Stefnt er að því að hermennirnir verði 6.000 árið 2028." Herskylda lengd og útgjöld til varnarmála aukin

Hið rétta er að það eru 24,400 manns í danska hernum og 63,000 í varasveitum. Svo hafa Danir heimavarnarlið - Hjemmeværnet með 43 þúsund virka meðlimi og hefur starfað í 75 ár. Danski herinn er með elstu herjum Evrópu og státar af 409 ára samfellda sögu og hefur gengið í gegnum glæsta sögu, tekið þátt í mörgum stríðum og verið stórveldi.

En það er rétt að miklar breytingar eru í gangi varðandi danska herinn. Síðasta áratuginn hefur konunglegi danski herinn gengið í gegnum gríðarlegar umbreytingar á mannvirkjum, búnaði og þjálfunaraðferðum, yfirgefið hefðbundið hlutverk sitt sem varnarher gegn innrásum og einbeitt sér þess í stað að aðgerðum utan svæðis, meðal annars með því að draga úr stærð varaliðs og auka virka hluta sinn (standandi her). Það er að segja að breyta úr 60% stoðkerfi og 40% aðgerðagetu, yfir  í 60% bardagaaðgerðagetu og 40% stoðkerfi.

Þegar það er að fullu komið til framkvæmda mun danski herinn geta sent 1.500 hermenn til frambúðar í þremur mismunandi heimsálfum samtímis, eða 5.000 hermenn til skemmri tíma, í alþjóðlegum aðgerðum án þess að þörf sé á óvenjulegum ráðstöfunum eins og þingið samþykki frumvarp um fjármögnun stríðs. Þetta er því orðinn her sem getur háð stríð erlendis.

Líklega á fréttakonan sem skrifaði greinina við að fjölga eigi í danska hernum um 6000 þúsund manns sem hljómar sennilegt.

En hvað eru Íslendingar að gera á sama tíma og aðrar Evrópuþjóðir undirbúa sig undir breyttan veruleika? Ekkert.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband