Færsluflokkur: Stríð

Stríðið í Úkraínu er stórt í samanburði við stríðið á Gaza

Frá og með september 2024 hefur yfirstandandi stríð í Úkraínu leitt til verulegs mannfalls bæði á borgaralegum og hernaðarlegum stöðum. Áætlanir benda til þess að um það bil 10.000 til 10.500 óbreyttir borgarar hafi verið drepnir og 18.000 til 19.800 til viðbótar særst síðan innrásin hófst í febrúar 2022. Þessar tölur eru líklega vantaldar, þar sem raunverulegar tölur eru taldar vera umtalsvert hærri vegna erfiðleika við að sannreyna öll atvik, sérstaklega á átakasvæðum (UN News).

Af hernaðarhliðinni er talið að mannfall bæði úkraínskra og rússneskra hersveita sé um 500.000, þar á meðal látnir og særðir. Sérstakar tölur benda til þess að Rússar hafi líklega misst á bilinu 35.500 til 43.000 hermenn, en hernaðartjón Úkraínu er talið vera nokkru minna en samt töluvert (UN News).

Frá og með september 2024 hefur átök Ísraels og Hamas á Gaza, sem hófust aftur í október 2023, leitt til yfir 42.000 dauðsfalla samkvæmt heilbrigðisyfirvalda á Gaza. Mikill meirihluti þessara mannfalla - meira en 40.600 - eru Palestínumenn, en um það bil 1.478 Ísraelar hafa einnig verið drepnir. Gaza-svæðið hefur orðið sérstaklega fyrir barðinu á miklu mannfalli óbreyttra borgara vegna yfirstandandi sprengjuárása Ísraela. Yfir 50% mannfallsins á Gaza voru konur og börn. Að auki hafa átökin eyðilagt innviði svæðisins, 90% íbúa Gaza hafa verið á flótta og stór hluti bygginga þess eyðilagður (Committee to Protect Journalists, Wikipedia).

Til samanburðar hefur stríðið í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, einnig verið hrikalegt. Hins vegar, þótt erfitt sé að staðfesta nákvæmar tölur vegna viðvarandi eðlis beggja átakanna, benda áætlanir til þess að stríðið í Úkraínu hafi valdið um 500.000 manntjóni (látnir og særðir), þar á meðal bæði hernaðarlegu og óbreyttra manntjóni. Bæði átökin hafa leitt til umtalsverðs mannfalls, en umfang og áhrif eru mismunandi, þar sem Úkraínustríðið hefur meiri heildardauða, að miklu leyti vegna víðtækara landfræðilegs umfangs þess og þátttöku stórra herafla (Committee to Protect Journalists).

Til samanburðar, má segja að stríðið í Úkraínu sé meira háð á opnu svæði, á vígvöllum, minna í borgum en stríðið á Gaza er háð alfarið í borgarumhverfi. Gaza er enda eitt þéttbýlasta svæði heims. Mannfall borgara er því meira en venja er að 3-4 borgarar falli á móti hverjum hermanni í slíku stríði. Þetta er þveröfugt í Úkraínu.

Annar munur er fjölmiðla umfjöllun. Alþjóða fjölmiðlar fjalla meira um stríðið á Gaza en Úkraínu. Auðvitað er mikið fjallað um það stríð en það hefur fallið í skuggann af átökunum í Miðausturlöndum. Bæði stríðin geta þó leitt til þriðju heimsstyrjaldar.

Þriðji munurinn er að mikill þrýstingur er á að bundinn sé endir á stríðið á Gaza en minni á Úkraínu stríðið. Það er eiginlega sláandi munur á afstöðu Vesturlanda til þessara tveggja stríða. Því miður hefur lítið verið reynt að stilla til friðar í Úkraínu, kannski af því að andstæðingurinn er gamall óvinur NATÓ - ríkja og Vesturlanda, Rússland.

Bloggritari telur að ef Trump kemst til valda í forseta kosningunum í nóvember n.k., fari allir aðilar af stað með friðarviðræður. Stríðið verður á enda í janúar 2025. Ef Harris verður forseti, guð hjálpi okkur þá. Annað Afganistan framundan?


Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála andvana fætt?

Það er ekki annað en að sjá að rannsóknarsetrið hafi ekki verið stofnað samkvæmt þingsályktunar um rannsóknarsetur öryggis- og varnamála.  Það hafi ekki fengist fjármagn fyrir stofnsetningu stofnunnar var mér sagt. Það er ekki góðar fréttir, þótt bloggritari hafi talað gegn rannsóknarsetrinu á þeirri forsendu að það væri betra sett undir hatt endurreistrar Varnarmálastofnunar Íslands. Væri ríkisstofnun, ekki háskólastofnun og væri hluti af stærri starfsemi. En það er betra að hafa einhverja stofnun en enga.

Engin innlend sérfræðiþekking er því fyrir hendi í landinu og engin rannsóknarvinna er unnin sem er nauðsynleg á hverjum tíma. Að sjálfsögðu höfum við Íslendingar herfræðimenntaða menn en þeir eru fáir, dreifðir og e.t.v. ekki í réttum stöðum.  

Bloggritari sendi inn umsögn um þingályktunina og hún er eftirfarandi:

Dagsett: 28. febrúar, 2023

Efni: Umsögn um þingskjal 139: Tillaga til þingsályktunar um rannsóknasetur öryggis- og varnarmála

Ég tel, líkt og tillöguflytjendur, brýna þörf vera á að styrkja rannsóknir á sviði utanrÍkis- og öryggismála á Íslandi. En hins vegar tel ég að hvorki sé stigið nógu stórt skref né rétta. Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála er framfaraskref en sem rannsóknarstofnun fyrir ríki per se er hún veik undir umsjónarvaldi háskólastofnunnar.

Ég tel brýnt að framkvæmdarvaldið, annað hvort undir stjórn Utanríkisráðuneytisins og undir hatt varnarmálaskrifstofu, eða Landhelgisgæsla Íslands, sem fer með framkvæmd varnarsamingsins og varnartengd verkefni, sjái um þessa nauðsynlegu rannsóknarvinnu. Best væri að sérstök varnarmálastofnun sæi um rannsóknarvinnuna.

Þann 27. október, 2005, reifaði ég fyrstur Íslendinga í blaðagrein þá hugmynd að koma á fót íslenska varnarmálastofnun.

Sjá eftirfarandi slóð: Um stofnun varnamálastofnunar

Þar sagði ég um samingaviðræður íslenskra stjórnvalda við bandaríska varnarliðið sem var þá á förum og raungerðist 2006:

"Engra grundvallarspurninga er spurt í þessu samningaferli né þeim svarað, s.s. hver er framtíðarsýn íslenskra stjórnvalda í varnarmálum? Ætla þau sér að láta Bandaríkjaher annast landvarnir næstu 10 árin eða 50 ár...? Eru kannski aðrir valkostir í stöðunni, sem kynnu e.t.v. að myndast, t.d. með stofnun Evrópuhers? Eru varnir Íslands undir samningum við Bandaríkin komnar eða ber fyrst og fremst að líta á þær sem einkamál Íslendinga, sem þeir verða að ræða og koma sér saman um áður en talað er við vinaþjóðir? Ef svo er, þ.e.a.s. að varnarmálin séu í raun fyrst og fremst einkamál Íslendinga, þá er ljóst að fræðilegar umræður skortir sem og sérfræðinga á sviði varnamála og hvers vegna skyldi standa á því? Jú, það er ekki til nein stofnun hér á landi sem getur tekist á við slík mál."

Síðar í blaðagrein minni sagði ég:

"Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun. Fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden, kom með þessa hugmynd áður en hann lét af embætti og er hún athyglisverð. Slík stofnun myndi tvímælalaust styrkja stöðu okkar innan NATÓ sem og samskiptin við bandalagið. Hún yrði skipuð hæfum sérfræðingum og gæti skapað fræðilegar umræður og staðið fyrir ráðstefnuhaldi og leiðtogafundum. Hún sæi um stefnumótun og framkvæmd ýmissa mála sem snerta beint varnarmál landsins en einnig mál sem gerast á alþjóðavettvangi. Hér má nefna að slík stofnun, sem gæti verið innan vébanda utanríkisráðuneytisins, væri mikill styrkur ef Íslendingar gengu í öryggisráð SÞ. Ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir að Íslendingar hefðu dregist inn Í klúðrið kringum Íraksstríðið ef stjórnmálamennirnir hefðu fengið viturleg ráð. Önnur verksvið hennar gætu t.d. verið landvarnaræfingar, s.s. Samvörður og Norður-víkingur, almennar almannavarnir, verkefni tengd leyniþjónustustarfsemi, samstarf við friðargæsluna auk fræðilegra rannsókna og ótal annarra verkefna."

Með öðrum orðum lagði ég til að slík varnarmálastofnun sæi um rannsóknarvinnu tengdri öryggis- og varnarmálum. Ég tel eðlilegra að íslensk stjórnvöld sjái um slíka rannsóknarvinnu en háskólastofnanir enda ein af grundvallarskyldum ríkisvaldsins sjálfs, ekki háskólastofnanna.

Ég tel farsælast að tillöguflytjendur endurskoði málið aðeins betur og komi frekar með tillögu um endurreisn Varnarmálastofnunar Íslands sem ég hafi verið mikið óheilaskref að hafa verið lögð niður. Innan veggja slíkrar stofnunar væri öryggis- og varnarmálastefna Ísland mörkuð til framtíðar út frá öryggishagsmunum Íslendinga sjálfra, ekki annarra þjóðar sem og tilheyrandi rannsóknarvinna. Eins og staðan er í dag, eru það bandarískir hershöfðingjar og hernaðarsérfræðingar bandríska hersins sem ákveða hvað teljist vera íslenskir öryggishagsmunir, ekki

Íslendingar sjálfir sem hafa ekki þá þekkinguna sem til þarf. Sem sjálfstæð þjóð, ættu Íslendingar að hafa frumkvæðið að eigin vörnum og bera þá ábyrgð sem sérhvert fullvalda ríki ber að taka á sig í varnarmálum.

Virðingarfyllst, Birgir Loftsson, sagnfræðingur

---

Svo mörg voru þau orð. Enn verðum við því að reiða okkur á mat erlendra sérfræðinga um varnaþörf Íslands. Er það viturlegt?


Landhelgisgæslan í lamasessi

TF-SIF, eftirlitsflugvél gæslunnar, er í lamasessi vegna viðgerðar, en tæring fannst í hreyflum hennar. Verður vélin ekki til taks að nýju fyrr en eftir nokkra mánuði.  Ekkert sem tekur við, því tækjabúnaður LHG er í lágmarki. Sem dæmi eiga Færeyingar jafn mörg varðskip og Íslendingar. Eina sem er í lagi er þyrlusveit gæslunnar, enda ekki annað hægt, því mikið viðhald er á þyrlum almennt.

Íslendingar eiga tvö varðskip, annað byggt sem varðskip en hitt er dráttarskip sem búið er að mála grátt. Og svo tvo smábáta.

Loftförin saman standa af þremur þyrlum og einni eftirlitsflugvél. Meira er það ekki sem gæslan á. Þetta myndi kallast lágmarks tækjakostur, ef ekki vanbúnaður. Forstjórinn segir að vel eigi að vera, ættu að vera tvær eftirlitsflugvélar. Og hvers vegna ekki dróna? Tæknin er sífellt að breytast og nýir möguleikar að opnast.

Hvað er þá til ráða?   Bloggritari hefur marg oft bent á lausn. Og það er að vera hugmyndarík í að búa til pening fyrir stofnunina. Gæslan hefur verið það að vissu leyti, leigt út varðskip og flugvélina í landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi. 

En það þarf meira til. Það þarf nýja lagaumgjörð fyrir Landhelgisgæsluna, þar sem hlutverk hennar er skilgreint á friðartímum og síðan en ekki síst á ófriðartímum.  Bandaríska landhelgisgæslan er einmitt góð fyrirmynd.  Á friðartímum, þ.e.a.s. þegar engin hætta stafar að vörnum bandarísku landhelginnar, er hún hefðbundin landhelgisgæsla, gætir landhelgina og sinnir hefðbundnum löggæslustörfum.

En á ófriðartímum breytist hlutverk hennar og hún verður hluti af herafla Bandaríkjahers.  Með öðrum orðum, verður hún herstofnun.  Hlutverk hennar er vel skilgreint í bandarískum lögum hvort sem er á ófriðartímum eða friðartímum.

Alþingi gæti með lagabreytingum sniðið hlutverk LHG að svipuðu hlutverki og bandaríska landhelgisgæslan gegnir. Með því að skilgreina hana sem herstofnun, þ.e.a.s. flota eða sjóher, myndi allt breytast í kringum umgjörð hana. 

Gæslan gæti sótt fjármagn til NATÓ sem er ekki smáræðis fjármagns auðlind.  Hún sækir hvort sem er fjármuni í sjóði NATÓ og er hér átt við mannvirkjasjóð þess.

NATÓ væri meira en viljugt að stoppa í gatið sem Ísland er varnarlega séð í GIUK hliðinu. Til dæmis með að reka hér tundurspilla einn eða fleiri eða ratsjár flugvélar sem gæti verið t.d.  Lockheed P-3 Orion er fjögurra hreyfla kafbáta- og eftirlitsflugvél sem er þróuð fyrir bandaríska sjóherinn. Eða þá Poseidon MRA1 (P-8A) frá Boeing sem breski flugherinn rekur og eftirlitsflugvél á sjó, búin skynjurum og vopnakerfi fyrir hernað gegn kafbátum, auk eftirlits og leitar- og björgunarverkefna.

Landhelgisgæslan hvort sem er, sinnir mörgum hlutverkum sjóhers. Hún hefur á að skipa frægri sprengjueyðingasveit, köfunarsveit, sinnir loftrýmiseftirlit, íslenska loftvarnarkerfinu og önnur varnartengd verkefni, svo sem heræfingar NATÓ á Íslandi og er hluti af stjórnkerfi NATÓ.

Sjá slóð: Önnur verkefni varnarmálasviðs

Með öðrum orðum sinnir hún verkefnum samkvæmt tvíhliða varnarsamningi Íslands við Bandaríkin og gegnir ákveðnu hlutverki innan NATÓ.

Eina sem vantar upp er að viðurkenna hlutverk Landhelgisgæslunar sem varnarstofnun, sem hún de facto er, er fara að afla fjármagn í tóma kassa hennar. En tregðan er svo mikil hjá stjórnmálaelítunni og skilningsleysi, að það verður ekkert gert. Varnar- og öryggismál eru ekkert grín eða hægt að hunsa eins og Íslendingar kjósa. Bara það að hafa ekki eftirlitsflugvél LHG starfrækta, getur kostað mannslífs, líf sjómanna getur ollið á því að tækjakostur gæslunnar sé virkur og hann sé yfir höfuð til! 

 


Innrás Úkraínu í Rússland - sjónarspil en ekki alvöru innrás

Upphlaup er í fjölmiðlum vegna herhlaups en ekki innrásar Úkraínu í Kúrsk. Þetta er ekki alvöru innrás og er n.k. áróðursbragð í stærra samhengi. Sjá má þetta ef sagan er skoðuð. Engar innrásir inn í Rússland síðan 1500 hafa tekist. Fyrir þann tíma var ríkið veikt. Lítum á sögu Rússlands. Fyrst pólitíska þróun en síðan innrásirnar. 

Rússneska ríkið var stofnað á 9. öld, kallað Kænugarðsríki (já í núverandi Úkraínu). Uppruni Rússlands er oft rakinn til myndunar kæníska Rúss (e. Rus), sambands slavneskra ættbálka. Ríkið var miðsvæðis í kringum borgina Kænugarður (nútíma Úkraína) og innihélt hluta nútíma Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rússlands. Þetta var smáríki en það breyttist á 13. öld. Stórhertogadæmið Moskvu var stofnað seint á 13.–14. öld.

Eftir hnignun Kænugarðs-Rússlands og innrásar Mongóla á 13. öld færðist miðstöð valdsins smám saman til stórhertogadæmisins Moskvu. Moskvu byrjaði að halda yfirráðum sínum yfir önnur rússnesk furstadæmi, sem leiddi að lokum til myndun miðstýrðs rússnesks ríkis. Lykilviðburður var þegar Ívan III ("Ívan mikli") stækkaði yfirráðasvæði Moskvu og batt enda á mongólska okið árið 1480 og lagði grunninn að rússneska ríkinu. Síðan þá, hefur engum innrásarher borið kápan úr klæði. En enn var Rússland smáveldi. Það breyttist á 16. öld.

Keisaradæmi Rússlands var stofnað um miðja 16. öld. (1547) Stofnun rússneska keisaradæmisins markast af því að Ívan IV ("Ívan grimmi") var krýndur sem fyrsti keisari Rússlands árið 1547. Þessi atburður er oft talinn afgerandi stund í myndun Rússlands sem sameinaðs ríkis, með miðstýrðri einræðisstjórn.

Rússneska heimsveldið (1721) varð svo til. Árið 1721 lýsti Pétur mikli yfir stofnun rússneska heimsveldisins eftir að Nystadsáttmálinn batt enda á Norðurstríðið mikla. Þetta markaði umbreytingu Rússlands í evrópskt stórveldi með víðfeðmt landsvæði víðsvegar um Evrasíu.

Síðan 1500 hafa nokkur lönd og hópar reynt að ráðast inn í Rússland. Hér er yfirlit yfir nokkrar af mikilvægustu innrásunum:


Pólsk-litháíska samveldið (1605–1618) var fyrsta ríkið sem reyndi taka yfir landið á tímum glundroða í Rússlandi. Pólsk-moskvíska stríðið (1605–1618) kallast sá atburður er pólsk-litháíska samveldið réðist inn í Rússland. Þeim tókst að hernema Moskvu árið 1610 og settu upp brúðukeisara, en að lokum ráku Rússar þá út.

Fyrst alvarlega atlaga að Rússlandi var þegar Svíþjóð (1708–1709) reyndi að taka landið í Norðurlandastríðinu mikla (1700–1721). Karl XII frá Svíþjóð réðst inn í Rússland árið 1708. Herför hans endaði hörmulega í orrustunni við Poltava árið 1709, þar sem rússneskar hersveitir undir stjórn Péturs mikla sigruðu Svía með afgerandi hætti. Þessi sigur markaði upphaf að Evrópuveldi Rússlands, nútímavæðingu og gerði Rússland að tveggja álfa veldi og raunverulegu heimsveldi. Rússland fékk að vera í friði en það breyttist á 19. öld. Þá varð Rússland beinn þátttakandi í stríðum Evrópu.

Næsta alvöru árás var þegar Napóleon fór sína feigðarferð til Rússlands 1812 á tíma Napóleonsstríðanna. Innrás Frakka í Rússland hófst árið 1812, undir forystu Napóleons Bonaparte, er ein frægasta innrásin í Rússland. Þrátt fyrir að hafa farið djúpt inn á rússneskt yfirráðasvæði og náð Moskvu í upphafi var franski herinn eyðilagður af rússneska vetrinum, aðfanga vandamálum og skæruhernaði, sem leiddi til hörmulegrar undanhalds.

Síðan um 1600 var Rússland í stöðugri útþennslu. Það lagði undir sig Síberíu og stoppaði ekki fyrr en það hafði lagt undir sig Alaska en hörfaði svo aftur til Asíu. Á 18. og 19. öld var útþennslan suður á bóginn, sérstaklega á tímum Katrínu miklu. Kákasus svæði var lagt undir með vopnavaldi á tímum Ívan grimma en Katrín mikla lagði til atlögu að Ottómanaveldið á 18. en sérstaklega á 19. öld. Ýmis átök áttu sér stað á 18. og 19. öld, einkum í rússnesku-tyrknesku stríðunum. Þótt Tyrkir hafi aldrei náð langt inn í Rússland né inn í meginland Rússlands, átti Ottómanaveldi þátt í mörgum stríðum við Rússland, sérstaklega í Kákasus og Balkanskaga, þar sem báðir aðilar réðust inn á svæði hvors annars á mismunandi tímum. Yfirleitt misstu Tyrkir land og er Krímskagi þar mikilvægastur.

Nú erum við komin á 20. öld. Stríðið við Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland í fyrri heimsstyrjöld (1914–1918). Í fyrri heimsstyrjöldinni hófu miðveldin, þar á meðal Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland, margar sóknir gegn rússneska heimsveldinu. Þeim tókst að hernema mikilvæg svæði í vesturhluta rússneska heimsveldisins, þar á meðal Pólland og Eystrasaltsríkin. Rússland beið ósigur 1917 en missti ekkert land.

Seinni heimsstyrjöld (1941–1945) var afdrifríkasti atburður í sögu Rússlands, en þá var það foryrsturíki Sovétríkjanna. Föðurlandsstríðið mikla kalla Rússar það stríð. Aðgerð Barbarossa var innrás Þýskalands nasista í Sovétríkin, sem hófst í júní 1941. Þetta var ein stærsta hernaðaraðgerð sögunnar. Þjóðverjar náðu í upphafi verulegar framfarir en voru að lokum stöðvaðir af sovéska rauða hernum, sem leiddi til gagnárásar sem ýtti Þjóðverjum aftur til Berlínar árið 1945.

Svo er það gleymda stríðið við Japan (1945) í Mansúríu. Í ágúst 1945, eftir uppgjöf Þýskalands, lýstu Sovétríkin yfir stríði á hendur Japan og réðust inn á svæði sem Japanir hafa undir höndum í Mansjúríu, Kóreu og Kúríleyjum. Þó að þetta hafi ekki verið innrás í Rússland af hálfu Japans, þá var þetta mikilvæg átök milli þjóðanna tveggja.

Eftir upplausn Sovétríkjanna 1991, varð Rússland aftur sjálfstætt ríki (sambandsríki). Innan ríkissins voru mörg sjálfstjórnarríki og þar reyndust Kákasus sjálfstjórnarsvæðin skeinuhættust.

Eitt af þessum svæðum kallaðist Tétetnía en Tétsjeneskir uppreisnarmenn óðu um eftir fall Sovétríkjanna (1990–2000). Þó að það hafi ekki verið hefðbundin erlend innrás, sáu Tétsjeníustríðin tvö um að aðskilnaðarsinnar í Tétsjeníu, svæði innan Rússlands, tóku þátt í verulegum átökum við rússnesk stjórnvöld og reyndu að brjótast undan yfirráðum Rússa. Stríðin innihéldu hryðjuverkaárásir og innrásir í nágranna sjálfstjórnarsvæði Rússlands. Rússar höfðu fullan sigur.

Næsta stríð voru átökin í Georgíu (2008). Rússnesk-georgíska stríðið 2008, þó fyrst og fremst fól í sér rússneskar hersveitir sem fóru inn í Georgíu, er georgískar hersveitir fóru inn í Suður-Ossetíu, brotasvæði með stuðningi Rússa. Átökin fólu í sér umtalsverðar hernaðaraðgerðir Rússa til að bregðast við ólguástandi.

Og nú eiga Rússar í óopinberu stríði við Úkraínu sem byrjaði fyrir rúmum tveimur árum og sér ekki endi á.

Allar þessar  innrásir endurspegla hernaðarlegt mikilvægi Rússlands með víðáttumikils landsvæðis, sem leiðir til ítrekaðra tilrauna ýmissa valdhafa til að véfengja yfirráð þeirra í Evrópu og Asíu. Allar þessar tilraunir hafa mistekist.

Hér hefur ekki verið meðtalið skærur Sovétríkjanna við Kína en þar hafa þeir síðarnefndu ávallt borið minnihlut. Einn hættulegasti óvinur Rússa er einmitt Kína, þótt pólitíkin í dag hafa gert þessi ríki að bandamönnum...tímabundið. Eins og Trump hitti á naglann nýverið, þá eiga Rússar nóg af landi en lítið af fólki, en Kínverjar lítið land en mikið af fólki. Þessi ríki eru því náttúrulegir óvinir.

Framtíðin er óráðin eins og ávallt. En ef miðað er við að Rússland hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða og ein grein rússneska hersins er kjarnorku herafli, og þeir segjast munu nota kjarnorkuvopn ef til innrásar kemur, er ansi ólíklegt að herhlaup Úkraínumanna beri mikinn árangur, ekki frekar en herhlaup Wagner liða um daginn....

 


NATÓ búið að vera? - Hver er staða Íslands?

"Ef svo fer að Donald Trump forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, sem ekki hefur mikið álit á NATO, verði forseti má gera ráð fyrir að NATO sé mögulega búið að vera og Evrópa er ekki undirbúin á neinn hátt undir þá stöðu. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendiherra en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu."

Sjá slóð: Evrópa ekki tilbúin með varnir líði NATO undir lok

Þetta er dæmigert hjal stjórnmálamanns sem þekkir ekkert til hermála. Það er eins og samskipti Bandaríkjanna við NATÓ sé einhliða, Bandaríkjamenn borgi reikninganna og útvegi hermenn til varnar í Evrópu. Það er rétt, en bara vegna þess að Evrópuríki hafa komist upp með að vanrækja varnarskyldur sínar, þar á meðal Ísland. Evrópumenn eru með eigin heri og varnarkerfi sem eru samrænd undir eina stjórn.

Peningamaðurinn Trump var nóg boðið hvernig Evrópuríki höguðu sér (höfðu samþykkt 2014 hækka framlögin í 2% fyrir 2024 en ekki staðið við það) og beitti þvingunum til að láta þau borga meira. Það virkaði og ekki hefði ekki mátt gerast síðar, í ljósi stríðsins í Úkraínu.

NATÓ er ekki meira lífvana í dag en að það bættust nýverið tvö öflug herveldi, Svíþjóð og Finnland, í bandalagið. Og flest ríkin eru komin upp í 2% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Ekki Ísland, sem ver prósentubroti (ekki eitt prósent, heldur brot úr prósenti) í varnarmál.

Ekki má gleyma að Bandaríkin þurfa jafnmikið á NATÓ að halda og NATÓ þarf á Bandaríkin. Aðildarríkin eru 32 talsins og þau eru bandamenn Bandaríkjanna. Í dag eiga Bandaríkin ekki marga vini í heiminum en NATÓ er haukur í horni fyrir þau. Fyrsta varnarlína landsins liggur í Evrópu og er Ísland þar á meðal. Evrópa er nauðsynleg fyrir heimavarnir Bandaríkjanna.

Jón ræddi Evrópuher og taldi stofnun slíks fæddan andvana. Það er rétt, enda óþarfi í ljósi þess að NATÓ er Evrópuher! Bandaríkin og Kanada eru í bandalaginu en rest eru Evrópuríki. Nánast öll Evrópa er komin undir regnhlíf bandalagsins, aðeins Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía, Kýpur, Austurríki, Írland og Malta ásamt örríkjum eru ekki í bandalaginu en þau eru samt í "samstarfi NATÓ fyrir frið" nema Kýpur og Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía og Rússland. Sviss er náttúrulega utan allt!  Það eru aðrar smáþjóðir sem eru ekki í bandalaginu en njóta óbeint verndar þess. 

Hér er listi Evrópuþjóða sem eru ekki í NATÓ: Andorra, Armenía, Austurríki, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland, Bosnía og Hersegóvína, Kýpur, Georgía, Írland, Kosovo, Liechtenstein, Malta, Moldóva, Mónakó, Rússland, San Marínó, Serbía, Sviss, Úkraína og Vatíkanið. Allt eru þetta jaðarríki, óvinaríki, örríki eða eiga sér sögu um átök sem koma í veg fyrir þau geti gengið í NATÓ.

En Jón Baldvin hefur rétt fyrir sér um andvaraleysi Evrópuþjóða í gegnum tíðina. En það er liðin saga. Allar Evrópuþjóðir eru að vígbúast, NATÓ stenur föstum fótum og Trump er ekki að leggja niður bandalagið. Jafnvel þótt Bandaríkin myndu ganga úr bandalaginu (og fremja þar með mestu mistök sín í utanríkismálum frá upphafi), myndi það lifa það af. Hjörðin veit að hún á besta möguleika á að lifa af, ef hún heldur sig saman, þótt forystukindin er horfin á braut.

Annað sem er meira áhyggjuefni. Fyrir Íslendinga er áhyggjuefni ef Bandaríkin geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart varnarsamningum frá 1951. Er það mögulegt að Bandaríkin komi Ísland ekki til varnar á ófriðartímum? Hljómar ósennilegt, en þó ekki. Hvað segir sagan? Árið 2006 stóðu Bandaríkin í tveimur stríðum, bæði gegn veikum andstæðingum. Skæruliðahernaður í Afganistan og í raun einnig í Írak eftir stutt stríð. Engin stórveldi að eiga við. En samt áttu Bandaríkin í vök að verjast.

Það reyndi á allan herafla Bandaríkjanna í þessum átökum. Kallaðar voru út varasveitir (sjá liðhlaup varaforsetaefni Kamala Harris, Tim Walz sem forðaðist sér úr hernum 2005 er kalla átti út herdeild hans sem er varalið). Svo aðþrengdir voru þeir, að þeir byrjuðu að afturkalla þyrlusveitina á Keflavíkurflugvelli en síðan kvöddu þeir einhliða Íslands með því að draga allt herlið frá Íslandi 2006. Það þótt íslenskir ráðamenn væru á hnjánum grátbiðjandi um að Bandaríkjaher færi ekki. Bandarískir hershöfðingjar hafa nagað sig í handarböndin allar götur síðar og viljað aftur fasta viðveru.

Það var nefnileg engin herfræðileg rök fyrir lokun herstöðvarinnar. Hún var eftir sem mjög mikilvæg í varnarkeðju NATÓ, staðsett í miðju GIUK hliðsins. Hagsmunir Bandaríkjanna voru teknir fram yfir hagsmuni Íslands og NATÓ alls.

Síðan 2006 hefur Bandaríkjaher hnignað umtalsvert. Það skortir bæði fjármagn og hermenn (síðast vantaði 48 þúsund upp í kvótann). Herfræðingar segja og stríðslíkön taka undir, líklega myndi bandaríski flotinn tapa orrustunni um Taívan ef Kína skyldi ákveða að taka eyjuna yfir. Bandaríkin geta ekki lengur háð tvö stríð í einu. Nóg er til af öflugum óvinum, Rússland, Kína, Íran, Norður-Kórea og allt líklega kjarnorkuveldi!

Eftir stendur Ísland berskjaldað, líkt og Bretland 410 e. Kr., er rómverski herinn yfirgaf landið einhliða og kom aldrei aftur. Engir heimamenn voru hermenn og landið berskjaldað fyrir innrásir Engilsaxa.

Hvað gera íslenskir bændur þá? Hefur Þjóðaröryggisráð Íslands tekið þá sviðsmynd inn í dæmið? Er Ísland tilbúið undir alheimsátök? Eru til næg matvæli, lyf, varahlutir o.s.frv.?  Kannski er lágmarks viðbúnaður að koma sér upp heimavarnarlið? Hafa einhvern grunn að byggja á, ef í harðbakkann slær.


Álitsgjafinn Douglas MacGregor

Hinn fyrrum ofursti í Bandaríkjaher, D. MacGregor hefur verið áberandi sem álitsgjafi um samtímastríð.  Hann er skeleggur í málflutningi, sannfærandi og hefur yfirgripsmikla þekkingu á samtímamálefnum.  En eftir því sem maður hlustar meira á hann, þá kynnist maður persónunni betur og ákveðið þema kemur í ljós.

MacGregor virðist vera mjög á móti afskiptum Bandaríkjamanna af stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir vestræna stjórnmálamenn (NATÓ) fyrir hvernig tekið er á málinu. Þemað hjá honum er að Úkraínu stríðið sé tapað fyrir Úkraínumenn. Þeir ættu aldrei möguleika á sigur. Hann virðist vera á sömu línu og Trump og Tucker Carlson að koma hefði mátt í veg fyrir þetta stríð.

En það þarf engan sérfræðing til að sjá að á brattan var að sækja fyrir Úkraínumenn frá upphafi. Þeir hafa þó tórað í rúm tvö ár í ójöfnu stríði.  Það sem vantar í málflutning MacGregor að það er hægt að sigra við friðarsamningaborðið. Hann er allt of svartsýn. Það er nefnilega hægt að komast að niðurstöðu þar sem báðir aðilar halda nokkurn veginn andliti. Ein slík niðurstaða væri að Donbass héruðin fengu fullt sjálfstæði sem ríki. Væru hvorki hluti af rússneska sambandslýðveldinu né hluti af Úkraínu. Íbúarnir hvort sem er allir rússneskumælandi. Úkraína lýsti yfir að hún gengi ekki í NATÓ en hefði rétt til að ganga í ESB (sem Rússar hafa ekkert á móti).  Úkraína verður þar með stuðpúðinn gegn innrás úr vestri eins og hún hefur verið í gegnum aldir.

Sama gildir um málflutning MacGregor varðandi átök Ísraels við nágranna sína. Þegar Erdógan pípir og hótar árás á Ísrael, þá fer MacGregor á taugum. Heldur hann virkilega að Tyrkland geri innrás í Ísrael? Tyrkland þarf þar með að fara í gegnum tvö lönd með herlið sitt, sem mun aldrei gerast. Eða gera innrás af sjó, en flugmóðufloti Bandaríkjanna er þar fyrir (ekki haft hátt um það). Stefna þar með NATÓ aðild sína í hættu, yrðu reknir með það sama úr bandalaginu og úr vestrænni samvinnu.

Eða Íran fari í stríð við Ísrael. Ástæðan fyrir því að Íranir nota staðgengla eins og Hizbollah eða Hamas, er að Íran er í mikilli fjarlægð frá Ísrael. Íran þyrfti að fara yfir íranskt landsvæði með her sinn. En Jórdanir eru bandamenn Ísraels. Það sem Tyrkir, Íranir eða aðrir óvinir geta gert, er að gera eldflaugaárásir á Ísrael eins og þau hafa þegar gert.

Orðræðan í Miðausturlöndum er herská. Arabalöndin eru karlaveldi (Ísrael líka). Þar er talað digurbarklega en menn passa sig samt á að fara ekki yfir strikið. Það hefur komið marg oft í ljós í þessum átökum. T.d. þegar Íran sendi eldflaugar og dróna á Ísrael og Ísraelmenn svöruðu með takmarkaðri árás. Það getur vel verið að Íran lýsi yfir stríði gegn Ísrael en hvernig ætla þeir að fylgja yfirlýsingunni eftir? Jafn gagnlegt og þegar Hitler lýsti yfir stríði gegn Bandaríkin. Ein mestu mistök hans í stríðnu.

Stríðið í Gaza er 301 daga gamalt. Öllum aðilum hefur tekist að ganga á línunni án þess að detta. Öllum er heitt í hamsi en enginn virðist vera svo brjálaður að fara í tveggja landa stríð.  Helsta hættan er í Líbanon. Að nú segi Ísraelmenn, hingað og ekki lengra og taki suðurhluta landsins undir sig og reki Hezbollah úr landi eins og þeir gerðu við PLO.  En það mun verða Ísraelmönnum dýrkeypt. Sérstaklega þegar þeir hafa ekki stjórn Bidens á bakvið sig. Þeir eru algjörlega undir Bandaríkjamönnum komnir með fjármagn og vopn. Stóra spurningin er, halda Ísraelmenn að þetta sé stóra tækifærið fyrir þá að koma í veg fyrir að Íran verði kjarnorkuveldi? Ganga frá Hamas og Hezbollah í eitt skipti fyrir öll? Ef svo er, þá er mjög ófriðvænlegt framundan og guð má vita hvernig útkoman verður fyrir þá eða andstæðinga þeirra. Þótt Ísrael er öflugast herveldið í Miðausturlöndum, geta þeir ekki barist á móti öllum í einu og ekki án aðstoðar Bandaríkjanna. Að því leytinu til hefur MacGregor rétt fyrir sér. En taka verður hann með þeim fyrirvara að hann sér þessi tvö stríð í sinni svörtustu mynd. Það vantar ekki þekkinguna en spyrja má um niðurstöður hans. 

Bandaríkin, þrátt fyrir stjórn Joe Biden, er enn mesta herveldi veraldar. Á meðan þau eru stóri bróðir Ísraels, þá helst jafnvægið áfram. En það eru blikur á lofti. Ef Kamala Harris kemst til valda, verður enginn friður framundan. Hún hefur þegar sýnt það í verki með því að hunsa heimsókn forsætisráðherra Ísraels til Bandaríkjanna.  Og hún mun halda að dæla vopn til Úkraínu til að halda því stríði áfram. En kannski verður verst að hún gerir Bandaríkin gjaldþrota.  Án penings er enginn öflugur her. 

Árið 1990 gátu Bandaríkin háð tvö stríð samtímis og smáskærur, í dag munu þau eiga í erfiðleikum með að heyja eitt stríð á móti stórveldi.  Rússland eða Ísrael eru herveldi sem hafa ekki efni á að tapa stríði eins og Bandaríkin. Ef þau tapa, fer allt í bál og brand. Það verður því barist til sigurs hjá báðum aðilum.

Hér má sjá hvernig MacGregor talar:

 

 


Er til nokkuð sem kallast mannúðlegt stríð?

Í dag eru háð tvö stríð undir vökulum augum heimsbyggarinnar. Bæði skipta máli, því bæði geta leitt til þriðju heimsstyrjaldar ef rangt er haldið á spilum. Eins og staðan er í dag, er líklegra að það sjóði upp úr í Miðausturlöndum en í Úkraínu.

En viðhorfið á Vesturlöndum til þessara styrjöldar virðist vera ólíkt.  Í Úkraínustríðinu eru Úkraínumenn kvattir áfram og beita sem mestu herafli (meiri dauði og tortíming) en í Gaza stríðinu eru Ísraelmenn kvattir til að beita stillingu og takmarka hernaðaraðgerðir. Þetta leiðir hugann að eðli stríða. Er til nokkuð sem kallast mannúðlegt stríð og er hægt að stríða samkvæmt kenningunni um "respond proportionally" (hlutfallsleg viðbrögð)? Rétt eins og Ísraelar eru krafðir um að gera?

Nei, því miður eru stríð ógeðfelldur verknaður, hryllingur í hryllingsmynd. Enginn sem ætlar að sigra, bregðst við hlutfallslega. Sjá má þetta í allsherjarstríði seinni heimsstyrjaldar (og þúsundir ára aftur í tímann) að annar eða báðir stríðsaðilar halda ekkert af sér í stríðsátökunum. Í seinni heimsstyrjöldinni beittu góðu gæjarnir - bandamenn - miskunnarlausar loftárásir á saklausa borgara Þýskalands. Loftárásir dag og nótt í mörg ár og hundruð þúsundir lágu í valinu. Mæli með bíómyndinni um Bomber Harris sem stjórnaði þessari herferð. Æltunin var að opna með þessum loftárásum "vesturvígstöðvar" en þarna var ekki brugðist við "hlutfallslega".

Í austurvegi voru 17 milljónir sovéskra borgara drepnir á móti 9 milljónir hermanna. Allt eytt og allir drepnir í veginum. Sama gerðist er Rauði herinn fór yfir Austur-Evrópu og Þýskaland. Stríð geta aldrei verið mannúðlegt en hægt er að reyna að hafa einhverjar reglur sem nokkurn veginn eru haldnar.

Victor Davis Hanson, klassískur fræðimaður og hernaðarsagnfræðingur, hefur skrifað mikið um eðli stríðs, sérstaklega í verki sínu "Carnage and Culture."

Siðferði og siðferðileg vídd

Victor D. Hanson leggur oft áherslu á að hernaður Vesturlanda snýst ekki bara um grimmt, heldur einnig um siðferðilegar hliðar og talar hér um vestræn lýðræðisríki í þessu samhengi.

Þetta felur í sér:

Réttlát stríðshefð er samkvæmt kenningum vestrænna lýðræðisríkja. Hugmyndin um að stríð ætti að berjast fyrir réttlátar sakir og af hófsemi.

Verndun þeirra sem ekki eru hermenn. Viðleitni til að lágmarka mannfall óbreyttra borgara og hliðartjón. Þetta hafa vestræn lýðræðisríki fylgt eftir en gerðu það ekki að öllu leyti í seinni heimsstyrjöld, sbr. loftárásir Bandamanna á Þýskaland.

Lýðræðisríkin fylgja reglum um þátttöku. Fylgni við settar reglur og samþykktir í hernaði, svo sem Genfarsáttmálana.

Allt þetta gengur upp ef háð er takmarkað stríð en í allsherjarstríðið hverfa allar reglur og hömlur eins og dögg fyrir sólu.

Gagnrýni á nútíma hernaði

Hanson er oft gagnrýninn á nálgun vestrænna nútímasamfélaga á hernaði og bendir til þess að andúð á mannfalli og langvinnum átökum í samtímanum geti leitt til stefnumótandi óákveðni og árangurslausrar hernaðarstefnu. Hann færir rök fyrir hefðbundnari nálgun þar sem skýr markmið og afgerandi aðgerðir eru settar í forgang.

Þrautseigja stríðs

Hanson leggur einnig áherslu á að stríð sé viðvarandi þáttur mannlegrar siðmenningar. Þrátt fyrir framfarir í tækni og breytingar á pólitísku skipulagi er grundvallareðli stríðs stöðugt.

Hanson er á því að mannlegt eðli er alltaf samt við sig. Átök stafa af eðlislægum þáttum mannlegs eðlis, svo sem samkeppni um auðlindir, völd og öryggi.

Þó að tækni og tækni þróast, eru grundvallarreglur stefnumótunar, forystu og mannlegrar hegðunar í stríði stöðugar.

Jafnvel í mannúðlegu stríði Vesturlanda deyr saklaust fólk. Um leið og það sverfur að, hverfur mennskan. Alltaf er annar stríðsaðilinn viljugur að vera miskunarlaus og eira engu. Morðæðið skiptir engu máli, svo fremur sem sigurvegarinn skrifar söguna. Þess vegna vitum við allt um morðæði nasista en ekkert um morðæði kommúnista í seinni heimsstyrjöldinni. 

Í nýjustu bók Victor Davis Hanson, "The End of Everything", fjallar hann um fjögur dæmi um endir menningu með hernaði. Þegar Alexander braut undir sig grísku borgríkin með eyðing Þebu.  Endir Púnverjastríðanna með eyðingu Karþagó borgar og endir þeirrar menningar. Endir Konstanínópel 1453 og endir grískar/hellenskrar menningar og eyðing Asteka menningar sem hernaðarsnillingurinn Hernán Cortés stóð að.

Og Hanson yfirfærir þetta í nýlegu viðtali yfir á nútímann og telur að þetta geti gerst aftur. Aldrei skuli vanmeta harðstjóraranna þegar þeir segjast ælta að gera eitthvað. Til dæmis þegar Xi segist ætla að taka Taívan og jafnvel varpa kjarnorkuvopnasprengjur á Japan í leiðinni, þegar Erdogan hótar að senda her á Ísrael eða senda her á Grikkland eða Armeníu eða Íranir að gereyða Ísrael (væri fimmta dæmið í bók Hanson). Erdógan hótar út og suður, vegna þess að hann veit það það er enginn heima í Hvíta húsinu. Ekkert um þetta í íslenskum fjölmiðlum.

Og það sé algjört andvaraleysi í Washington gagnvart því að Bandaríkin eru á barmi styrjaldar. Stjórnvöld hafi meiri áhyggjur af hluti sem snerta woke menningu en ofurskuldir bandaríska ríkisins upp á 36 billjónir Bandaríkjadollara eða bandaríski herinn skortir 48 þúsund hermenn til að uppfylla árlegan kvóta. Herinn fær ekki nægt fjármagn og skortur er á hergögnum vegna þess að það er ekki framleitt nóg. 

Allir virðast ætla að ná markmiðum sínum áður en Trump kemst til valda. Heilu karavan lestir hælisleitenda eru á leið til Bandaríkjanna, harðstjórarnir hóta eins og það sé enginn morgundagurinn. Bandalög, bæði hernaðarleg og efnahagsleg, eru mynduð gegn Bandaríkjunum. Valdajafnvægið er greinilega úr skorðum þegar skipstjórinn er ekki við stýri.

Endum þetta á klassísum orðum prússneska hershöfðinga Carl von Clausewitz og höfund klassíkrar herfræða og höfund bókarinnar "Um stríð".

"If one side use force without compuncion, that side will force the other to follow suit. Even the most civilized of people can be fired with passionate hatred of each other.

The thesis must be repeated: was is an act of force, and there is no logical limit to the application of that force."

Að lokum, fyrsta fórnarlamb stríðs er sannleikurinn. Það er alltaf logið að almenningi, í öllum stríðum. Víetnam stríðið var undantekning og mistök sem verða ekki endurtekin.



Friður í gegnum styrk eða friðþæging?

Tæknin breytist en pólitíkin og mannlegt eðli ekki. Sama lögmál eru í gangi í pólitík í dag og var hjá Rómverjum og Grikkjum fyrir tvö til þrjú þúsundum árum. Sem er ekki undarlegt, því mannlegt eðli hefur ósköp lítið breytst á svona stuttum tíma.

Menn halda að nú sé samfélagið sé orðið svo þroskað, að stríð eða ófriður sé úrelt fyrirbrigði eða svo hélt fólk þar til fyrir 2-3 árum. Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði, ríki í Vestur-Evrópu voru á þessari skoðun á öðrum og þriðja áratug 20. aldar; fáranleiki skotgrafarhernaðar fyrri heimsstyrjaldar átti að vera víti til varnaðar og hægt að nota diplómatsíu til að leysa öll pólitísk vandamál.

En barbararnir eru alltaf við landamærin, á öllum tímum. Þótt annar aðilinn er tilbúinn til að lifa í friði, er nágranninn kannski ekki á sömu skoðun. Og nýjar kynslóðir, feitar og pattaralegar í velsæld sinni, þekkja ekki harðræðið eða lífsbaráttuna yfirhöfuð sem forfeðurnir þurftu að þola og heyja til að þær geti setið feitar og pattaralegar við tölvuleiki samtímans. Lítum á gang seinni heimsstyrjaldar og þann lærdóm sem draga má af styrjöldinni.

Friðþæging og vanmat leiddi til að landamærastríð þróuðust yfir í allsherjar heimstyrjöld

Margir sagnfræðingar hafa gagnrýnt þá friðunarstefnu sem Bretar og Frakkar fylgdu á þriðja áratug síðustu aldar. Þeir halda því fram að árásargirni frá nasista-Þýskalandi, eins og endurhervæðingu Rínarlands og innlimun Austurríkis og Tékkóslóvakíu, hafi aðeins veitt Hitler hugrekki til að ganga enn lengra.

Sagnfræðingar draga oft fram réttilega München-samkomulagið frá 1938 sem alvarlegan mistök vestræns diplómatíu, þar sem löngunin til að forðast stríð leiddi til eftirgjafar sem gerðu átökin að lokum líklegri og hrikalegri. Friður með friðþægingu.

Vanmat á styrk andstæðinga hernaðarlega eða siðferðislega leiddi beinlínis til átaka. Þjóðverjar og Japanir fyrirlitu vestrænt lýðræði og töldu t.d. Bandaríkjamenn ekki viljuga til mannfórna.

Sama vanmat er á vilja Rússa í dag til að heyja langvarandi stríð í Úkraníu og það eru fleiri en bloggritari sem telja að Úkraníumenn eigi meiri möguleika á að vinna friðinn en stríðið í gegnum diplómatsíu.  Bloggritari hefur margt oft bent á vilja rússneskra/sovéskra valdhafa til að fórna stórum hópum manna til að ná markmiðum sínum í seinni heimsstyrjöld. Dæmi: Stalín fórnaði vísvitandi 215 þúsund manns í gervi sókn til að beina athygli Þjóðverja frá Stalíngrad (lét meira segja nasistana fá upplýsingar um sóknina "óvart").

Athugum að fólkið sem lifði stríðsárin vissi ekki að það væri í miðri heimsstyrjöld fyrr en 1941 þegar Bandaríkin og Sovétríkin dróust loks inn í átökin. Samt voru þetta aðskilin stríð, í Evrópu og Afríku og svo í Asíu en háð samtímis.

Lítum fyrst á vanmat Þjóðverja á getu Sovétríkjanna. Þegar Þýskaland hóf aðgerðina Barbarossa í júní 1941, vanmatu margir þýskir leiðtogar, þar á meðal Hitler, hernaðargetu Sovétríkjanna, iðnþol og getu til að virkja miklar auðlindir. Þeir bjuggust við skjótum sigri innan nokkurra mánaða, og gerðu ekki ráð fyrir getu Sovétríkjanna til að halda ríkinu saman, hefja gagnsókn og þola erfiðar vetraraðstæður.

Seigla Sovétríkjanna var mikil. Þjóðverjar voru undrandi yfir dýpt (magn) sovéska mannaflans (26 milljónir létu lífið) og stefnumótandi brottflutningi sem varðveitti mikilvægasta hluta sovéska heraflans (nútíma sagnfræðingar eru enn að leita skýringa hvernig Stalín gat flutt hergagnaiðnaðinn austur á bóginn í miðju stríði og þar með á endanum að vinna stríðið). Hörð vörn Sovétríkjanna í gegnum lykilborgum eins og Leníngrad, Stalíngrad og Moskvu gerðu þýska skipulagsfræðinga enn frekar agndofa og í raun ráðþrota.

Vanmat Japans á Bandaríkjunum var mikið, nema hjá Yamamoto en hann varð undir með sínar skoðanir. Japanir höfðu aðgang að olíu með landvinningum sínum og hefðu getað látið Bandaríkin í friði en gerðu það ekki.  Japanir vanmátu iðnaðargetu Bandaríkjanna og pólitíska einbeitni. Árásinni á Pearl Harbor var ætlað að lama bandaríska Kyrrahafsflotann sem leiddi til skjótrar uppgjörs. Þess í stað vakti það almenningsálitið í Bandaríkjunum og leiddi til þess að Bandaríkjamenn tóku þátt í stríðinu af fullum krafti, sem leiddi til mikillar hernaðargetu þess bæði á Kyrrahafs- og Evrópuvígstöðvum.

Stríðsvirkjun. Japan og Þjóðverjar misreiknuðu hraðann og skilvirknina sem Bandaríkin gætu virkjað hagkerfi sitt fyrir stríð. Hröð framleiðsla á skipum, flugvélum og öðru stríðsefni yfirtók getu Öxulveldanna. Bandaríkjamenn framleiddu fleiri stríðstól en aðrir stríðaðilar til saman. Offramboð var af stríðtólum þeirra í stríðslok, til dæmis flugmóðuskip. Þau voru þrjú í upphafi stríðsins en floti í lokin. Í lok seinni heimsstyrjaldarinnar var bandaríski sjóherinn langstærsti og öflugasti sjóher í heimi með 7.601 skip, þar af 28 flugmóðurskip, 23 orrustuskip, 71 fylgdarskip, 72 beitiskip, yfir 232 kafbátar, 377 tundurspilla og þúsundir af landgöngu-, birgða- og hjálparskipum. Framleiðslugetan skiptir máli.

Meira segja Bandaríkjamenn vissu ekki af eigin getu til framleiðslu en í allsherjarstríði skiptir máli hver framleiðir mest af stríðstól, hefur mestan mannskap og auðlindir að sækja í. Ekkert af þessum höfðu Öxulveldin fram yfir Bandamenn.

Lærdómurinn af seinni heimsstyrjöldin er enginn í dag

Aðeins sagnfræðingar eins og bloggritari sjá dæmin og vítin, en stjórnmálamennirnir í dag eru blessunarlega lausir við þekkingu á sögu, á orsök og afleiðingu heimsskipanin í dag.

Nú halda vestrænir leiðtogar, með lágmarks kunnáttu í sögu, að þeir geti endurtekið leikinn frá seinni heimsstyrjöldinni, með samstöðu geti góðu gæjarnir í vestri unnið vondu gæjanna í Rússlandi. Lýðræðið vinni einræðið.  Í fyrsta lagi endurtekur sagan sig ekki en hliðstæður eiga sér stað. Af þeim getum við dregið lærdóm.

Enn eru sömu lögmál í gangi og í seinni heimsstyrjöld. Framleiðslugetan, auðlindir og mannafli skipta sköpum um framvindu stríðs. Og rétt mat á aðstæðum og andstæðinginum.

Þetta hafa vestrænir leiðtogar ekki séð eða vanmetið varðandi Úkraníustríðið. Framleiðslugeta vestrænna ríkja á hergögnum er ekki næg, ekki til nægt fjármagn til langvarandi átök og bakhjarlinn, Bandaríkin, er ekki sama ríkið og það var 1941. 

Bandaríkin hefur að vísu mikla framleiðslugetu í dag en er stórskuldugt. Í stríðinu fjármagnaði það sig með stríðsskuldabréfum og það kostaði ríkið óhemju fé að fara í gegnum stríðið.

Pólitískur vilji fer þverrandi á áframhaldandi átökum í Úkraníu. Líkt og í Víetnamsstríðinu (eða Afganistan), missir Kaninn áhugann eftir x langan tíma (enda ekki sjálft landið í hættu) og gríðarlegt fjáraustur í stríðsreksturinn. Í stríðinu gegn Japan, voru Bandaríkin að berjast fyrir tilveru sinni, en ekki heyja lúxus stríð í fjarlægu landi. Áhuginn á Úkraníustríðinu er kominn niður í núll hjá Trump og fleiri repúblikönum. Ef hann vinnur, verður samið um frið í janúar 2025.

En enn og aftur misreikna vestrænir leiðtogar vilja og getu Rússa til að heyja stríð (í bakgarði sínum) af fullri hörku. Rússland er ekkert annað en risastór bensínstöð sagði bandarískur stjórnmálamaður eitt sinn með fyrirlitningu. Og þeir misreiknuðu hergagnaframleiðslu getu Rússland sem er á yfirsnúningi, auðlindirnar sem þeir hafa yfir að ráða (málmar, olía, gas, timbur o.s.frv) og mannskapinn sem þeir eru tilbúnir að fórna til að sigra. Og þeir eru ekki einangraðir á alþjóðavettvangi. Áhrif þeirra fara vaxandi á alþjóðasviðinu. Ef eitthvað er hafa þeir aflað óvænta bandamenn og það sem er verra, hrakið Rússa í fang Kínverja. Snilld hjá Biden stjórninni eða vanmat?

Lærdómurinn fyrir Íslendinga er?

Að sjálfsögðu draga Íslendingar engan lærdóm af sögunni almennt né af samtímasögunni. Ekkert breytist hjá okkur (samt er íslenskt þjóðfélag gjör ólíkt því sem bloggritari ólst upp við og ekki til hið betra). Við höldum við getum verið áfram undir pilsfald Bandaríkjanna. Við þurfum ekkert aðlaga okkur að breyttri heimsmynd og meiri segja íslenski utanríkisráðherra þorir að ögra Rússum og slíta stjórnmálasambandi. Kannski ekki hernðarlegar afleiðingar af verknaði hennar en pólitískar og efnahagslegar. Rússar munu ekki gleyma. Þeir meira segja segja að Ísland sé óvinveitt ríki. Hefði ekki betra verið að þegja eða mótmæla diplómatískt? Eða a.m.k. tala fyrir friði (enginn segir neitt við því eða tekur illa upp). Íslendingar hafa ekkert til að bakka upp stóru orðin eða fjandskapinn. Ísland ræður litlu og jafnvel engu um framvindu stríðana í Úkraníu eða Gaza.

Lærdómurinn fyrir Íslendinga ætti að vera að fljótt geta veður skipst í lofti. Öryggið hverfur fyrir ófriðnum. Að undirbúa sig fyrir hið óhugsanlega (heimsstyrjöld þar á meðal, hryðjuverkaárásir eða upplausn samfélagssins vegna glæpagengja).

Viðhalda friðinn með styrk eins og hefur reynst svo vel fyrir stórveldin. Ekki vera svona auðljóst skotmark ofangreindra aðila og koma upp lágmarks varnarbúnaði, íslenskan og fyrir íslenska hagsmuni. Og síðan en ekki síst að haga sér eins og örríki eins og Ísland er í raun.

Alltaf að tala fyrir friði. Nota diplómatsíuna, það er sterkasta vopn Íslendinga en vera undirbúnir á sama tíma. Og vera viðbúnir að Bandaríkjamenn kunni að setja þumlaskrúfuna á Íslendinga líkt á aðrar Evrópuþjóðir. Stefna Bandaríkjanna er að draga sig úr Vestur-Evrópu (með herafla í Austur-Evrópu í staðinn) og láta Evrópu borga brúsann af eigin vörnum.  Íslendingar eiga að búast við að þurfa að taka upp budduna og borga meira í varnarmál, leggi fram eiginn mannskap (ef ástandið kárnar meir) eða leyfa erlenda hersetu. Lífið er ekki status quo og Íslendingar áhorfendur.

Hér fjallar Ben Sharpiro um vanda Bandaríkjahers sem kemur okkur við því hann verndar Ísland.



Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra hefur áhyggjur

Öll aðildarríki NATÓ eru að spá í spilin, ef ske kynni að Trump skyldi vinna forsetakosningarnar í nóvember. Þau vita sum sé að karlinn er harður húsbóndi. Hann sagði eitt sinn að það ríki sem stæði ekki við skuldbindingar sínar um að veita 2% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál, þá eigi það skilið að vera tekið af Pútín.

Að sjálfsögðu er þetta ákveðin kúgun, kannski blekking, til að fá aðildarþjóðirnar til að axla ábyrgð í eigin varnarmálum. Flest ríkin þá, settu 1% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál, þrátt fyrir samkomulag frá 2014 að allar aðildarþjóðir færu upp í 2% fyrir 2024.  Þetta virkaði og telst bloggritari að 18 af 32 þjóðum uppfylli þessi skilyrði.

Og Trump hafði rétt fyrir sér. Eftir að hann lét af embætti, braust út stríð í Evrópu sem sér ekki fyrir endan á, kannski líkur því er hann tekur við embætti aftur. Hann sagðist myndi senda sendinefnd strax til Rússlands eftir kosningasigur, til að ræða friðarskilmála. Friðarsáttmáli myndi þá vera undirritaður daginn eftir embættistöku hans (sbr. orð hans: Ég get samið um frið á einum degi).

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætti að vera áhyggjufull. Íslendingar hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar hingað til. Samstarf um öryggis- og varnarmál er kaflaheitið í ríkisfjárlögum fyrir varnarmál. Skil ekki hvað "samstarf" stendur fyrir. Nóg að kalla þetta Öryggis- og varnarmál. Það fara 4.835,9 milljarðar í varnir Íslands. Þetta er brot úr 1% af vergri landsframleiðslu. Þórdís segir að Íslendingar þurfi ekki að uppfylla 2% skilyrðin, vegna þess að Ísland er herlaust! Það á sem sé að gera ekki neitt áfram og frýja sig ábyrgð. 

Heimurinn breyttur frá því Trump var síðast forseti 

Já, heimurinn er breyttur frá því að Trump var síðast forseti, til hins verra. Spurningin er, mun Ísland sleppa frá vandarhöggi Trumps? Eða hafa nægilega margar þjóðir uppfyllt skilyrðin, til þess að Trump láti gott heita? Samkvæmt fréttum er mikill uppgangur í uppbyggingu varnarmála allra Evrópuþjóða nema Íslands. Kannski að kjölturakki Bandaríkjanna verði ekki skammaður en krafist verði að herstöðin á Keflavíkurflugvelli verði aftur setin bandarískum dátum.  Viljum við það??? Á 80 ára afmæli lýðveldisins?


Byssur verða til - saga skotvopna

Þegar ég hóf að stúdera hernaðarsögu, þá var mér í upphafi ráðgáta hvers vegna Evrópubúar hófu notkun handbyssna í stað langboga eða krossboga. Ástæðurnar voru nokkrar.

Í lagi voru byssur eða handbyssur, dætur fallbyssna sem voru notaðar gegn köstulum í umsátrum. Eðlilegt að menn tæku þessu vopn í hendur sínar. Fyrstu byssurnar hétu hakbyssur enda einkenni þær hak (gikkur) sem stóð neðan úr byssunni. Ekkert skeft eða lítið var á þessum byssum. Þessi vopn voru notuð jöfnum höndum með öðrum vopnum, eins og spjóti, bryntröllsins, armbyrstisins og bogans. Var því enn eitt vopnið í vopnasafninu.

Í öðru lagi var það skotkrafturinn (margar samstilltar byssur) og eyðileggingarmáttur (fór í gegnum allar verjur, nú á dögum líka í gegnum skothelt vesti). En svo var einnig háttað með krossboga. Bæði vopnin, krossbogar og byssur voru notuð gegn riddaraliði og það var í upphafi meginástæða þess að þessi vopn komu í stað til dæmis (lang- eða kross-)boga. En hvers vegna byssur í stað krossboga? Jú, þóttt það tæki lengri tíma að hlaða byssu en krossboga var það var skotkrafturinn og langdrægnin sem gerði útslagið. Krossboginn dró 100 metra lengra en boginn en hann var þungur, um 7 - 9 kg og dýr. Langan tíma tók að vinda upp strenginn og þurfti mikið afl til. Ekkert slíkt var fyrir að fara með byssur.

Í upphafi voru byssurnar "handfallbyssur" með stand og var tvíarma til að halda þungri byssu uppi og þvílíkt vopn var þetta gegn þungvopnuðu riddaraliði. Á 15. öld urðu herklæði riddara stöðugt þyngri og óhagkvæmari vegna árangurslausrar leitar að vörn gegn ógnun skotvopnanna. Þau voru orðin úrelt þegar um aldarmótin 1500. Stórskotalið Frakka sýndi það um 1494 á Ítalíu, að nýir tímar væru framundan. Sama var uppi á teningnum fyrir kastalanna, fallbyssurnar rufu þunna en háa múr þeirra auðveldlega. Moldarvirki eða skansar komu í staðinn.

Í þriðja lagi, í samanburði við krossboga, þurfti litla þekkingu eða færni til að skjóta úr slíkum byssum enda voru þær notaðar af fótgönguliði ásamt píkum (langspjótum, allt að 5 metra löngum eða lengri) gegn riddaraliði. Handvopn eða rifflar var notað af samstilltum hópi manna og því skipti nákvæmnin litlu máli og var það svo fram á 19. öld. Þess vegna börðust menn (að mér fannst þá) heimskulega með því að standa í röð(um) og skjóta á andstæða fylkingu hermanna. Nákvæmin var lítil eftir 75 -100 metra og því skipti litlu máli þættir eins og: nálægð, sem og uppröðun hermanna í beinar línur og það að vera berskjaldaður. Púðurreykurinn var hvort sem fljótur að hylja viðkomandi.

Hver byssuskytta gat skotið allt að þremur skotum á mínútu með kvartslásbyssu. Sameiginlegur skotmáttur (fjöldi byssna) alls herliðsins var það sem gerði útslagið og eyðileggingarmáttur byssukúlunar sem fór í gegnum allar verjur eða brynjur eins og áður sagði. Byssur þróuðust hægt. Helsta breytingin var hvernig skotinu (kúlunni sem var úr málmi, oft blýi eða steini) var skotið úr hlaupi byssunnar.

Í fyrstu var það mjög einfalt. Kveikiþráður (matchlock) eða "kveikilás" með gló var borið að gati á hlaupi sem á móti kveikti í púðri en það þeytir kúlunni úr hlaupinu. Helsti gallinn var að halda glóinn lifandi í rigningu og það að hún sást vel í myrkri.

Næsta í þróunni var það wheellock eða hjóllás sem gerði riddurum kleift að nota skammbyssur, þ.e.a.s. aðra hendina til að kveikja í púðurpönnunni í stað þess að nota tvær hendur, Fótgönguliðinn þurfti að nota aðra hendina til að halda á byssunni en hina til að bera kveikiþráðinn að pönnunni. Eina sem nú þurfti að gera að, var að taka í hamarinn, taka í gikkinn og hjólið sá um að bera kveikinn að pönnunni þegar skjóta þurfti.

Að lokum kom fram svokallaður flintlock eða kvartslás. Kvartið (steintegund sem auðvelt er að láta neista) er fest á byssuhamarinn og það er slegið niður á pönnuna og kveikir þar með í forpúðrinu sem á móti kveikir í púðurhleðslunni í hlaupinu. Kveikiþráðurinn var þar með orðinn úreltur.

Byssustingurinn kom svo til sögunnar á síðari hluta 17. aldar og þá mátti nota byssuna eftir skot, sem n.k. spjót. Spjót varð þar með úrelt. Svona voru byssur allt fram á 19. öld, frekar frumstæð vopn en þá komu fram rifflar hjá veiðimönnum Bandaríkjanna (hlaupin urðu riffluð og það jók nákvæmi skots og skotlengdar) og var upphaflega einkennisvopn veiðimannsins sem þurfti á nákvæmu vopni að halda, en ekki hversu hratt væri hlaðið. Eins með haglabyssuna, hún kom fram hjá, ef ég man rétt, hjá breskum presti sem notaði hana til fuglaveiða en aðrir segja að bandarískir landgönguliðar um borð bandarískra herskipa hafi notað haglabyssur fyrst vegna þess hversu erfitt er að skjóta frá skipi á veltingi.

Í öðru lagi varð skothylkið - patrónan og kúlan var nú orðið að einu stykki.

Þriðja afrekið var að nú voru hlaupin fleiri og með fleiri skot (sexhleypan þar frægust og vélbyssan Maxim). Sérstök skothylki komu fram fyrir riffla og skothríðin varð þar með meiri.

Byssur voru almennt einsskota fram á 19. öld og framhlaðningar. Einsskota handbyssur voru aðallega til á tímum kvartslásabyssna og musket vopna þar sem skammbyssa var hlaðinn með blý kúlum og hleypt af með kvartkveikju, og seinna með slagverkshettu. Skammbyssur voru lengi vel kallaðar pístólur (pistol á ensku) og revolver á 19. öld. Revolver var skammbyssa með fimm til sex hólfa sílender (hringlaga hólkur) og snýst með uppspenningi hamars.

Ætla ekki að rekja sögu skotvopna á síðari hluta 19. aldar til dagsins í dag, flest allir þekkja þá sögu en fáir um upprunan.

 

Hér er eitt ágætt myndband:

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband