Færsluflokkur: Stríð

Friður í gegnum styrk eða friðþæging?

Tæknin breytist en pólitíkin og mannlegt eðli ekki. Sama lögmál eru í gangi í pólitík í dag og var hjá Rómverjum og Grikkjum fyrir tvö til þrjú þúsundum árum. Sem er ekki undarlegt, því mannlegt eðli hefur ósköp lítið breytst á svona stuttum tíma.

Menn halda að nú sé samfélagið sé orðið svo þroskað, að stríð eða ófriður sé úrelt fyrirbrigði eða svo hélt fólk þar til fyrir 2-3 árum. Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði, ríki í Vestur-Evrópu voru á þessari skoðun á öðrum og þriðja áratug 20. aldar; fáranleiki skotgrafarhernaðar fyrri heimsstyrjaldar átti að vera víti til varnaðar og hægt að nota diplómatsíu til að leysa öll pólitísk vandamál.

En barbararnir eru alltaf við landamærin, á öllum tímum. Þótt annar aðilinn er tilbúinn til að lifa í friði, er nágranninn kannski ekki á sömu skoðun. Og nýjar kynslóðir, feitar og pattaralegar í velsæld sinni, þekkja ekki harðræðið eða lífsbaráttuna yfirhöfuð sem forfeðurnir þurftu að þola og heyja til að þær geti setið feitar og pattaralegar við tölvuleiki samtímans. Lítum á gang seinni heimsstyrjaldar og þann lærdóm sem draga má af styrjöldinni.

Friðþæging og vanmat leiddi til að landamærastríð þróuðust yfir í allsherjar heimstyrjöld

Margir sagnfræðingar hafa gagnrýnt þá friðunarstefnu sem Bretar og Frakkar fylgdu á þriðja áratug síðustu aldar. Þeir halda því fram að árásargirni frá nasista-Þýskalandi, eins og endurhervæðingu Rínarlands og innlimun Austurríkis og Tékkóslóvakíu, hafi aðeins veitt Hitler hugrekki til að ganga enn lengra.

Sagnfræðingar draga oft fram réttilega München-samkomulagið frá 1938 sem alvarlegan mistök vestræns diplómatíu, þar sem löngunin til að forðast stríð leiddi til eftirgjafar sem gerðu átökin að lokum líklegri og hrikalegri. Friður með friðþægingu.

Vanmat á styrk andstæðinga hernaðarlega eða siðferðislega leiddi beinlínis til átaka. Þjóðverjar og Japanir fyrirlitu vestrænt lýðræði og töldu t.d. Bandaríkjamenn ekki viljuga til mannfórna.

Sama vanmat er á vilja Rússa í dag til að heyja langvarandi stríð í Úkraníu og það eru fleiri en bloggritari sem telja að Úkraníumenn eigi meiri möguleika á að vinna friðinn en stríðið í gegnum diplómatsíu.  Bloggritari hefur margt oft bent á vilja rússneskra/sovéskra valdhafa til að fórna stórum hópum manna til að ná markmiðum sínum í seinni heimsstyrjöld. Dæmi: Stalín fórnaði vísvitandi 215 þúsund manns í gervi sókn til að beina athygli Þjóðverja frá Stalíngrad (lét meira segja nasistana fá upplýsingar um sóknina "óvart").

Athugum að fólkið sem lifði stríðsárin vissi ekki að það væri í miðri heimsstyrjöld fyrr en 1941 þegar Bandaríkin og Sovétríkin dróust loks inn í átökin. Samt voru þetta aðskilin stríð, í Evrópu og Afríku og svo í Asíu en háð samtímis.

Lítum fyrst á vanmat Þjóðverja á getu Sovétríkjanna. Þegar Þýskaland hóf aðgerðina Barbarossa í júní 1941, vanmatu margir þýskir leiðtogar, þar á meðal Hitler, hernaðargetu Sovétríkjanna, iðnþol og getu til að virkja miklar auðlindir. Þeir bjuggust við skjótum sigri innan nokkurra mánaða, og gerðu ekki ráð fyrir getu Sovétríkjanna til að halda ríkinu saman, hefja gagnsókn og þola erfiðar vetraraðstæður.

Seigla Sovétríkjanna var mikil. Þjóðverjar voru undrandi yfir dýpt (magn) sovéska mannaflans (26 milljónir létu lífið) og stefnumótandi brottflutningi sem varðveitti mikilvægasta hluta sovéska heraflans (nútíma sagnfræðingar eru enn að leita skýringa hvernig Stalín gat flutt hergagnaiðnaðinn austur á bóginn í miðju stríði og þar með á endanum að vinna stríðið). Hörð vörn Sovétríkjanna í gegnum lykilborgum eins og Leníngrad, Stalíngrad og Moskvu gerðu þýska skipulagsfræðinga enn frekar agndofa og í raun ráðþrota.

Vanmat Japans á Bandaríkjunum var mikið, nema hjá Yamamoto en hann varð undir með sínar skoðanir. Japanir höfðu aðgang að olíu með landvinningum sínum og hefðu getað látið Bandaríkin í friði en gerðu það ekki.  Japanir vanmátu iðnaðargetu Bandaríkjanna og pólitíska einbeitni. Árásinni á Pearl Harbor var ætlað að lama bandaríska Kyrrahafsflotann sem leiddi til skjótrar uppgjörs. Þess í stað vakti það almenningsálitið í Bandaríkjunum og leiddi til þess að Bandaríkjamenn tóku þátt í stríðinu af fullum krafti, sem leiddi til mikillar hernaðargetu þess bæði á Kyrrahafs- og Evrópuvígstöðvum.

Stríðsvirkjun. Japan og Þjóðverjar misreiknuðu hraðann og skilvirknina sem Bandaríkin gætu virkjað hagkerfi sitt fyrir stríð. Hröð framleiðsla á skipum, flugvélum og öðru stríðsefni yfirtók getu Öxulveldanna. Bandaríkjamenn framleiddu fleiri stríðstól en aðrir stríðaðilar til saman. Offramboð var af stríðtólum þeirra í stríðslok, til dæmis flugmóðuskip. Þau voru þrjú í upphafi stríðsins en floti í lokin. Í lok seinni heimsstyrjaldarinnar var bandaríski sjóherinn langstærsti og öflugasti sjóher í heimi með 7.601 skip, þar af 28 flugmóðurskip, 23 orrustuskip, 71 fylgdarskip, 72 beitiskip, yfir 232 kafbátar, 377 tundurspilla og þúsundir af landgöngu-, birgða- og hjálparskipum. Framleiðslugetan skiptir máli.

Meira segja Bandaríkjamenn vissu ekki af eigin getu til framleiðslu en í allsherjarstríði skiptir máli hver framleiðir mest af stríðstól, hefur mestan mannskap og auðlindir að sækja í. Ekkert af þessum höfðu Öxulveldin fram yfir Bandamenn.

Lærdómurinn af seinni heimsstyrjöldin er enginn í dag

Aðeins sagnfræðingar eins og bloggritari sjá dæmin og vítin, en stjórnmálamennirnir í dag eru blessunarlega lausir við þekkingu á sögu, á orsök og afleiðingu heimsskipanin í dag.

Nú halda vestrænir leiðtogar, með lágmarks kunnáttu í sögu, að þeir geti endurtekið leikinn frá seinni heimsstyrjöldinni, með samstöðu geti góðu gæjarnir í vestri unnið vondu gæjanna í Rússlandi. Lýðræðið vinni einræðið.  Í fyrsta lagi endurtekur sagan sig ekki en hliðstæður eiga sér stað. Af þeim getum við dregið lærdóm.

Enn eru sömu lögmál í gangi og í seinni heimsstyrjöld. Framleiðslugetan, auðlindir og mannafli skipta sköpum um framvindu stríðs. Og rétt mat á aðstæðum og andstæðinginum.

Þetta hafa vestrænir leiðtogar ekki séð eða vanmetið varðandi Úkraníustríðið. Framleiðslugeta vestrænna ríkja á hergögnum er ekki næg, ekki til nægt fjármagn til langvarandi átök og bakhjarlinn, Bandaríkin, er ekki sama ríkið og það var 1941. 

Bandaríkin hefur að vísu mikla framleiðslugetu í dag en er stórskuldugt. Í stríðinu fjármagnaði það sig með stríðsskuldabréfum og það kostaði ríkið óhemju fé að fara í gegnum stríðið.

Pólitískur vilji fer þverrandi á áframhaldandi átökum í Úkraníu. Líkt og í Víetnamsstríðinu (eða Afganistan), missir Kaninn áhugann eftir x langan tíma (enda ekki sjálft landið í hættu) og gríðarlegt fjáraustur í stríðsreksturinn. Í stríðinu gegn Japan, voru Bandaríkin að berjast fyrir tilveru sinni, en ekki heyja lúxus stríð í fjarlægu landi. Áhuginn á Úkraníustríðinu er kominn niður í núll hjá Trump og fleiri repúblikönum. Ef hann vinnur, verður samið um frið í janúar 2025.

En enn og aftur misreikna vestrænir leiðtogar vilja og getu Rússa til að heyja stríð (í bakgarði sínum) af fullri hörku. Rússland er ekkert annað en risastór bensínstöð sagði bandarískur stjórnmálamaður eitt sinn með fyrirlitningu. Og þeir misreiknuðu hergagnaframleiðslu getu Rússland sem er á yfirsnúningi, auðlindirnar sem þeir hafa yfir að ráða (málmar, olía, gas, timbur o.s.frv) og mannskapinn sem þeir eru tilbúnir að fórna til að sigra. Og þeir eru ekki einangraðir á alþjóðavettvangi. Áhrif þeirra fara vaxandi á alþjóðasviðinu. Ef eitthvað er hafa þeir aflað óvænta bandamenn og það sem er verra, hrakið Rússa í fang Kínverja. Snilld hjá Biden stjórninni eða vanmat?

Lærdómurinn fyrir Íslendinga er?

Að sjálfsögðu draga Íslendingar engan lærdóm af sögunni almennt né af samtímasögunni. Ekkert breytist hjá okkur (samt er íslenskt þjóðfélag gjör ólíkt því sem bloggritari ólst upp við og ekki til hið betra). Við höldum við getum verið áfram undir pilsfald Bandaríkjanna. Við þurfum ekkert aðlaga okkur að breyttri heimsmynd og meiri segja íslenski utanríkisráðherra þorir að ögra Rússum og slíta stjórnmálasambandi. Kannski ekki hernðarlegar afleiðingar af verknaði hennar en pólitískar og efnahagslegar. Rússar munu ekki gleyma. Þeir meira segja segja að Ísland sé óvinveitt ríki. Hefði ekki betra verið að þegja eða mótmæla diplómatískt? Eða a.m.k. tala fyrir friði (enginn segir neitt við því eða tekur illa upp). Íslendingar hafa ekkert til að bakka upp stóru orðin eða fjandskapinn. Ísland ræður litlu og jafnvel engu um framvindu stríðana í Úkraníu eða Gaza.

Lærdómurinn fyrir Íslendinga ætti að vera að fljótt geta veður skipst í lofti. Öryggið hverfur fyrir ófriðnum. Að undirbúa sig fyrir hið óhugsanlega (heimsstyrjöld þar á meðal, hryðjuverkaárásir eða upplausn samfélagssins vegna glæpagengja).

Viðhalda friðinn með styrk eins og hefur reynst svo vel fyrir stórveldin. Ekki vera svona auðljóst skotmark ofangreindra aðila og koma upp lágmarks varnarbúnaði, íslenskan og fyrir íslenska hagsmuni. Og síðan en ekki síst að haga sér eins og örríki eins og Ísland er í raun.

Alltaf að tala fyrir friði. Nota diplómatsíuna, það er sterkasta vopn Íslendinga en vera undirbúnir á sama tíma. Og vera viðbúnir að Bandaríkjamenn kunni að setja þumlaskrúfuna á Íslendinga líkt á aðrar Evrópuþjóðir. Stefna Bandaríkjanna er að draga sig úr Vestur-Evrópu (með herafla í Austur-Evrópu í staðinn) og láta Evrópu borga brúsann af eigin vörnum.  Íslendingar eiga að búast við að þurfa að taka upp budduna og borga meira í varnarmál, leggi fram eiginn mannskap (ef ástandið kárnar meir) eða leyfa erlenda hersetu. Lífið er ekki status quo og Íslendingar áhorfendur.

Hér fjallar Ben Sharpiro um vanda Bandaríkjahers sem kemur okkur við því hann verndar Ísland.



Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra hefur áhyggjur

Öll aðildarríki NATÓ eru að spá í spilin, ef ske kynni að Trump skyldi vinna forsetakosningarnar í nóvember. Þau vita sum sé að karlinn er harður húsbóndi. Hann sagði eitt sinn að það ríki sem stæði ekki við skuldbindingar sínar um að veita 2% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál, þá eigi það skilið að vera tekið af Pútín.

Að sjálfsögðu er þetta ákveðin kúgun, kannski blekking, til að fá aðildarþjóðirnar til að axla ábyrgð í eigin varnarmálum. Flest ríkin þá, settu 1% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál, þrátt fyrir samkomulag frá 2014 að allar aðildarþjóðir færu upp í 2% fyrir 2024.  Þetta virkaði og telst bloggritari að 18 af 32 þjóðum uppfylli þessi skilyrði.

Og Trump hafði rétt fyrir sér. Eftir að hann lét af embætti, braust út stríð í Evrópu sem sér ekki fyrir endan á, kannski líkur því er hann tekur við embætti aftur. Hann sagðist myndi senda sendinefnd strax til Rússlands eftir kosningasigur, til að ræða friðarskilmála. Friðarsáttmáli myndi þá vera undirritaður daginn eftir embættistöku hans (sbr. orð hans: Ég get samið um frið á einum degi).

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætti að vera áhyggjufull. Íslendingar hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar hingað til. Samstarf um öryggis- og varnarmál er kaflaheitið í ríkisfjárlögum fyrir varnarmál. Skil ekki hvað "samstarf" stendur fyrir. Nóg að kalla þetta Öryggis- og varnarmál. Það fara 4.835,9 milljarðar í varnir Íslands. Þetta er brot úr 1% af vergri landsframleiðslu. Þórdís segir að Íslendingar þurfi ekki að uppfylla 2% skilyrðin, vegna þess að Ísland er herlaust! Það á sem sé að gera ekki neitt áfram og frýja sig ábyrgð. 

Heimurinn breyttur frá því Trump var síðast forseti 

Já, heimurinn er breyttur frá því að Trump var síðast forseti, til hins verra. Spurningin er, mun Ísland sleppa frá vandarhöggi Trumps? Eða hafa nægilega margar þjóðir uppfyllt skilyrðin, til þess að Trump láti gott heita? Samkvæmt fréttum er mikill uppgangur í uppbyggingu varnarmála allra Evrópuþjóða nema Íslands. Kannski að kjölturakki Bandaríkjanna verði ekki skammaður en krafist verði að herstöðin á Keflavíkurflugvelli verði aftur setin bandarískum dátum.  Viljum við það??? Á 80 ára afmæli lýðveldisins?


Byssur verða til - saga skotvopna

Þegar ég hóf að stúdera hernaðarsögu, þá var mér í upphafi ráðgáta hvers vegna Evrópubúar hófu notkun handbyssna í stað langboga eða krossboga. Ástæðurnar voru nokkrar.

Í lagi voru byssur eða handbyssur, dætur fallbyssna sem voru notaðar gegn köstulum í umsátrum. Eðlilegt að menn tæku þessu vopn í hendur sínar. Fyrstu byssurnar hétu hakbyssur enda einkenni þær hak (gikkur) sem stóð neðan úr byssunni. Ekkert skeft eða lítið var á þessum byssum. Þessi vopn voru notuð jöfnum höndum með öðrum vopnum, eins og spjóti, bryntröllsins, armbyrstisins og bogans. Var því enn eitt vopnið í vopnasafninu.

Í öðru lagi var það skotkrafturinn (margar samstilltar byssur) og eyðileggingarmáttur (fór í gegnum allar verjur, nú á dögum líka í gegnum skothelt vesti). En svo var einnig háttað með krossboga. Bæði vopnin, krossbogar og byssur voru notuð gegn riddaraliði og það var í upphafi meginástæða þess að þessi vopn komu í stað til dæmis (lang- eða kross-)boga. En hvers vegna byssur í stað krossboga? Jú, þóttt það tæki lengri tíma að hlaða byssu en krossboga var það var skotkrafturinn og langdrægnin sem gerði útslagið. Krossboginn dró 100 metra lengra en boginn en hann var þungur, um 7 - 9 kg og dýr. Langan tíma tók að vinda upp strenginn og þurfti mikið afl til. Ekkert slíkt var fyrir að fara með byssur.

Í upphafi voru byssurnar "handfallbyssur" með stand og var tvíarma til að halda þungri byssu uppi og þvílíkt vopn var þetta gegn þungvopnuðu riddaraliði. Á 15. öld urðu herklæði riddara stöðugt þyngri og óhagkvæmari vegna árangurslausrar leitar að vörn gegn ógnun skotvopnanna. Þau voru orðin úrelt þegar um aldarmótin 1500. Stórskotalið Frakka sýndi það um 1494 á Ítalíu, að nýir tímar væru framundan. Sama var uppi á teningnum fyrir kastalanna, fallbyssurnar rufu þunna en háa múr þeirra auðveldlega. Moldarvirki eða skansar komu í staðinn.

Í þriðja lagi, í samanburði við krossboga, þurfti litla þekkingu eða færni til að skjóta úr slíkum byssum enda voru þær notaðar af fótgönguliði ásamt píkum (langspjótum, allt að 5 metra löngum eða lengri) gegn riddaraliði. Handvopn eða rifflar var notað af samstilltum hópi manna og því skipti nákvæmnin litlu máli og var það svo fram á 19. öld. Þess vegna börðust menn (að mér fannst þá) heimskulega með því að standa í röð(um) og skjóta á andstæða fylkingu hermanna. Nákvæmin var lítil eftir 75 -100 metra og því skipti litlu máli þættir eins og: nálægð, sem og uppröðun hermanna í beinar línur og það að vera berskjaldaður. Púðurreykurinn var hvort sem fljótur að hylja viðkomandi.

Hver byssuskytta gat skotið allt að þremur skotum á mínútu með kvartslásbyssu. Sameiginlegur skotmáttur (fjöldi byssna) alls herliðsins var það sem gerði útslagið og eyðileggingarmáttur byssukúlunar sem fór í gegnum allar verjur eða brynjur eins og áður sagði. Byssur þróuðust hægt. Helsta breytingin var hvernig skotinu (kúlunni sem var úr málmi, oft blýi eða steini) var skotið úr hlaupi byssunnar.

Í fyrstu var það mjög einfalt. Kveikiþráður (matchlock) eða "kveikilás" með gló var borið að gati á hlaupi sem á móti kveikti í púðri en það þeytir kúlunni úr hlaupinu. Helsti gallinn var að halda glóinn lifandi í rigningu og það að hún sást vel í myrkri.

Næsta í þróunni var það wheellock eða hjóllás sem gerði riddurum kleift að nota skammbyssur, þ.e.a.s. aðra hendina til að kveikja í púðurpönnunni í stað þess að nota tvær hendur, Fótgönguliðinn þurfti að nota aðra hendina til að halda á byssunni en hina til að bera kveikiþráðinn að pönnunni. Eina sem nú þurfti að gera að, var að taka í hamarinn, taka í gikkinn og hjólið sá um að bera kveikinn að pönnunni þegar skjóta þurfti.

Að lokum kom fram svokallaður flintlock eða kvartslás. Kvartið (steintegund sem auðvelt er að láta neista) er fest á byssuhamarinn og það er slegið niður á pönnuna og kveikir þar með í forpúðrinu sem á móti kveikir í púðurhleðslunni í hlaupinu. Kveikiþráðurinn var þar með orðinn úreltur.

Byssustingurinn kom svo til sögunnar á síðari hluta 17. aldar og þá mátti nota byssuna eftir skot, sem n.k. spjót. Spjót varð þar með úrelt. Svona voru byssur allt fram á 19. öld, frekar frumstæð vopn en þá komu fram rifflar hjá veiðimönnum Bandaríkjanna (hlaupin urðu riffluð og það jók nákvæmi skots og skotlengdar) og var upphaflega einkennisvopn veiðimannsins sem þurfti á nákvæmu vopni að halda, en ekki hversu hratt væri hlaðið. Eins með haglabyssuna, hún kom fram hjá, ef ég man rétt, hjá breskum presti sem notaði hana til fuglaveiða en aðrir segja að bandarískir landgönguliðar um borð bandarískra herskipa hafi notað haglabyssur fyrst vegna þess hversu erfitt er að skjóta frá skipi á veltingi.

Í öðru lagi varð skothylkið - patrónan og kúlan var nú orðið að einu stykki.

Þriðja afrekið var að nú voru hlaupin fleiri og með fleiri skot (sexhleypan þar frægust og vélbyssan Maxim). Sérstök skothylki komu fram fyrir riffla og skothríðin varð þar með meiri.

Byssur voru almennt einsskota fram á 19. öld og framhlaðningar. Einsskota handbyssur voru aðallega til á tímum kvartslásabyssna og musket vopna þar sem skammbyssa var hlaðinn með blý kúlum og hleypt af með kvartkveikju, og seinna með slagverkshettu. Skammbyssur voru lengi vel kallaðar pístólur (pistol á ensku) og revolver á 19. öld. Revolver var skammbyssa með fimm til sex hólfa sílender (hringlaga hólkur) og snýst með uppspenningi hamars.

Ætla ekki að rekja sögu skotvopna á síðari hluta 19. aldar til dagsins í dag, flest allir þekkja þá sögu en fáir um upprunan.

 

Hér er eitt ágætt myndband:

 


Íslenskt undirbúingsleysi vekur undrun erlendis

Björn Björnsson má eiga það að vekja athygli á andvaraleysi íslenskra stjórnvalda í varnarmálum.

Í síðustu grein sinni segir hann:"Blaðamaðurinn segir að í augum Norðmanns sé ekki aðeins skrýtið að á eyju á miðju Norður-Atlantshafi geri menn sér litla grein fyrir hættunni af stigmögnun stríðs heldur einnig fyrir almennu gildi viðbúnaðar."

Það eru aðeins örfáir menn sem vekja athygli á að "keisarinn er í engum fötum". Bloggritari er á meðal þeirra, Baldur Þórhallson í skrifum sínum sem fræðimaður, sem reyndar afneitaði barninu er hann var í forseta framboði en mun væntanlega taka upp þráðinn síðar, Arnór Sigurjónsson er hann var kominn í öryggi eftirlauna með bók sinni Íslenskur her og Björn Bjarnason sem dómsmálaráðherra.

Allir hafa bent á að hér sé enginn íslenskur her en það virðist það vera algjört tabú eða klikkun að minnast á það sé ekki eðlilegt og að landið liggur berskjaldað á miðju Atlantshafi sem er alveg örugg að verður barist um vegna hernaðarlega mikilvæga staðsetningu þess.

Arnór og Björn hafa fundið aðeins til tevatnsins vegna þess en Baldur alveg sloppið sem og bloggritari (ég er of óþekktur til að það sé tekið mark á mér en samt hef ég skrifað tímamóta greinar í Morgunblaðið um varnarmál).

Það sem við eigum allir sameiginlegt er að við sjáum allir að Ísland er ekki lengur stikkfrítt í næstu stór styrjöld. Við verðum í miðjum átökunum en samt láta íslensk stjórnvöld eins og ekkert sé og fela sig á bakvið pilsfald stóru mömmu í vestrinu. En það er ekkert víst að mamma geti sinnt hirðulausa krakkanum í norðri og vill vera eins og Pétur pan, aldrei að vaxa úr grasi sem sjálfstætt ríki.

Öll Evrópa, já bókstaflega öll, er að undirbúa sig undir erfiða tíma, Kaninn er að efla herafla sinn í Evrópu en litla Ísland gerir ekkert. Jú, það eru skrifaðar skýrslur fyrir Þjóðaröryggisráð Ísland, sem er skipað að mestu fólki sem hefur enga þekkingu á málaflokknum.

Kemur þróunin í Evrópu okkur virkilega ekkert við? Er að minnsta kosti ekki lágmark að tryggja matvælaöryggi landsins? Hvetja borgaranna til að eiga matvæli til þriggja daga eins og dönsk stjórnvöld hafa hvatt til og almenningur hefur tekið alvarlega?

 


Áttu Þjóðverjar einhvern möguleika á að vinna seinni heimsstyrjöldina?

Nú er bloggritari aftur kominn í hvað ef sögu sem telur vera haldlítil fræði í sjálfu sér, því að sagan gerðist eins og hún gerðist. Hins vegar er hægt að læra af hvað ef sögu fyrir herfræðinginn. Til dæmis hefði Hitler átt að læra sögu innrásaherja í Rússlandi síðastliðin 400 ár, sérstaklega afdrif hers Napóleons.  Hún hefði sagt honum að:

1) Vegalengdir í Rússlandi eru gífurlegar og aðdrættir erfiðir.

2) Rússar beita sviðna jörð aðferð sem neitar innrásarherjum um mat og skjól.

3) Þjóðarkarakter Rússa sem er að skeyta lítið um mannslíf eigin borgara eins og við sjáum í Úkraínustríðinu í dag. 

Hér kemur þýdd grein úr War History Online Did Germany Ever Stand a Chance of Winning WW2? en höfundur greinar er Conan White. 

Hér kemur þýðingin:

"Líkurnar voru alltaf á móti Nasista-Þýskalandi og japanska keisaraveldið að vinna seinni heimsstyrjöldina. Báðir aðilar höfðu veðjað á stríð sem væri skammvinnt, með afgerandi sigrum sem myndu vinna þeim umtalsverðan landvinninga.

Vonast var til að þessir fyrstu sigrar myndu þvinga undirokaða andstæðinga sína að samningaborðinu. Þá gætu Þýskaland og Japan tryggt sér hagstæð kjör sem tryggðu að þau kæmu bæði fram sem ný heimsveldi.

Um tíma virtist þetta allt vera á réttri leið, Þýskaland vann ótrúlegan sigur í Frakklandi árið 1940 og síðan árás Japana á Pearl Harbor árið 1941. En hvorki Þýskaland né Japan gátu veitt banahögg sem myndi enda með afgerandi hætti átökin.

Fyrir vikið breyttust bardagarnir allt of fljótt í það sem þeir vildu síst: langt þreytustríð. Þetta var sú tegund stríðs sem hvorugt löndin hafði skipulagt og það sem meira er, stríð sem þau voru ólíkleg til að vinna.

Jafnvel fyrstu sigrar þeirra voru gallaðir, eins og orrustan um Frakkland sumarið 1940 sannaði sem geisaði í sex vikur. Undir lok þeirrar herferðar fann talsvert herlið (um 400.000) hermanna bandamanna sig umkringt og innilokað af Þjóðverjum í frönsku sjávarhöfninni í Dunkerque (Dunkirk).

En bandamönnum tókst samt að flytja yfir 330.000 af þessum hermönnum aftur til Bretlands, um 85% hermanna sem höfðu verið fastir þar á örfáum dögum. Þjóðverjar vissu ekki um stærð brottflutningsins fyrr en eftir að það hafði gerst.

Hvað varðar óvænta árás Japana á Pearl Harbor 7. desember 1941, þrátt fyrir að hafa komið hrikalegt höggi á bandaríska flotann, tókst þeim ekki að eyðileggja bandaríska flugmóðukskipa flotann sem var ekki í höfn á þeim tíma.

Japanir, þegar stríðið dróst á langinn, misstu hægt og rólega náttúruauðlindirnar sem þeir þurftu svo sárlega á að halda til að berjast á áhrifaríkan hátt.

Sumir myndu segja að það hafi verið óhjákvæmilegt strax í upphafi að Þýskaland og Japan myndu tapa stríðinu. En sú einfalda staðreynd að þessar tvær þjóðir héldu út til 1945 sýnir hversu sterkar og seigar þær voru.

Margir segja að stríð snúist um hvor aðili gerir minnst mistök. Svo hér eru nokkur af helstu augnablikunum í stríðinu þegar, ef Þýskaland hefði hagað sér öðruvísi, gæti niðurstaðan verið allt önnur.

– Dunkerque (1940): Þjóðverjar ákváðu að taka 3 daga hlé til að endurskipuleggja sig áður en þeir réðust á mjög viðkvæma Dunkerque. Aðgerðir þeirragaf bandamönnum tækifæri að rýma fjölda hermanna.

Hvað ef Þjóðverjar hefðu ekki gert hlé heldur haldið áfram árásinni og slegið lamandi högg á her bandamanna? Það gæti þýtt að Bretland hefði ekki lengur þá tölu sem þarf til að verja heimaland sitt.

Ef Bretar gátu ekki jafnað sig á þessu tapi, gætu þeir þá hafa íhugað einhvers konar skilyrta uppgjöf eða samið um friðarsátt við Þýskaland?

– Orrustan um Bretland (1940): Hvað ef Þjóðverjar hefðu ekki skipt yfir í orrustunni við Bretland frá því að ráðast á flugvelli RAF yfir í borgaraleg skotmörk? Hefði það leitt til þess að þeir náðu yfirburði í lofti yfir Bretlandi og í kjölfarið leitt til farsællar innrásar?

– Stalíngrad (1942-43): Hvað ef Hitler hefði ekki verið svona heltekinn af Stalíngrad og í staðinn farið algjörlega framhjá borginni? Eða ef hann hefði látið Paulus marskálka brjótast út úr Stalíngrad þegar hann hefði viljað það?

Líklegast hefði verið að ekki hefði glatast svo mikið af verðmætum þýskum búnaði. Til dæmis, samkvæmt sovéskum heimildum, náðu þeir mikið magn af þýskum búnaði, þar á meðal 10.722 vörubíla og 12.701 þungar vélbyssur.

– Lýsa yfir stríði á hendur Bandaríkin (1941): Þýskaland var hluti af þríhliða sáttmála við Ítalíu og Japan. Þegar Japan réðst á Pearl Harbor var Þjóðverjum ekki skylt að lýsa yfir stríði á hendur Bandaríkjamönnum þar sem Japan var árásarmaðurinn.

En Hitler leit á það sem afsökun til að koma Japan til hjálpar. Talið er að hann hafi vonast til að vinna hylli Japana og ná stuðningi þeirra í stríðinu í Evrópu þegar þeir höfðu sigrað Bandaríkin.

Hvað ef Hitler hefði veitt mótspyrnu 11. desember 1941 og hefði ekki lýst yfir stríði á hendur Bandaríkin? Það var góður möguleiki að Bandaríkjamenn hefði varpað öllu afli sínu gegn Japönum, leyft Bretlandi að einangrast og Þýskalandi að einbeita sér að því að sigra Rússland.

Stríðið í Evrópu gæti hafa orðið sigurstranglegt fyrir Þjóðverja eftir allt saman.

– Búnaður þeirra (1942-45): Þjóðverjar héldu að seinni heimsstyrjöldin yrði tiltölulega stutt átök, kannski eitt eða tvö ár í mesta lagi. Þess vegna töldu þeir að nýr og háþróaður búnaður þeirra eins og MP38 vélbyssur, Panzer III & IV skriðdrekar, Me 109 orrustuflugvélar og kafbátarnir -  U-bátar af gerðinni VII myndu nægja fyrir stríð af þessu tagi.

Þeir rökstuddu einnig að framleiðslulínur þeirra væru nógu sveigjanlegar til að gera breytingar og uppfærslur á þessum núverandi gerðum. Í fyrstu reyndist þetta góð heimspeki, en síðar urðu þeir allt of áhyggjufullir og fóru að kynna nýjar gerðir af vopnabúnaði og það truflaði stríðsframleiðsluna.

Hvað ef Þjóðverjar hefðu frá upphafi skipulagt mun lengra stríð og byrjað að þróa vopn eins og upphaflega óáreiðanlega Panther skriðdrekann miklu fyrr? Þetta hefði gert kleift að úthugsa nýjar vopnahönnun og koma í notkun verulega fyrr.

Ímyndaðu þér hvaða áhrif töluverður fjöldi Panther skriðdreka með langhlaupar 75 mm byssur sínar og þykkum hallandi brynjum hefði haft í eyðimörkinni í Norður-Afríku árið 1942. Bretar með hægfara og illa brynvarða Valentine Mk2 skriðdreki með 2 punda (37 mm) byssur hefðu ekki átt möguleika.

Kannski hefði þetta breytt svo mikilvægum bardögum eins og við El Alamein (1942) og Kursk (1943) í þýska sigra.

-Ný tækni (1943-45): Oft er sagt að Þjóðverjar hafi treyst of mikið á þá hugmynd að ný kynslóð "undurvopna" myndi vinna stríðið. Og mikið af fjármagni var sóað í svona stórkostlegar bilanir eins og Me 163 Komet og 188 tonna Maus ofurskriðdrekann.

En ef þessum verkefnum hefði verið hætt fyrr og fjármagni þeirra beint í vænlegri verkefni, gæti stríðið hafa haft allt aðra niðurstöðu. Ímyndaðu þér mikið magn af Me 262s orrustuþotum sem réðust á bandarískar sprengjuflugvélar snemma árs 1944.

Hvað ef einnota Panzerfaust 60, sem kom ekki í fulla framleiðslu fyrr en í september 1944, væri í staðinn fáanleg á rússnesku vígstöðvunum árið 1943?

Eða hvað ef Þýskaland hefði þróað kjarnorkusprengju og kerfi til að skila henni á áhrifaríkan hátt?

Engin af þessum breytingum hefði ein og sér unnið stríðið fyrir Þjóðverja. Enda vann sprengjuherferð Breta og Bandaríkjamanna í sjálfu sér ekki stríðið, en ásamt D-deginum og sigrinum í orrustunni um Atlantshafið höfðu þessar aðgerðir áhrif í stríðinu í þágu bandamanna.

Hins vegar gæti hafa verið einn atburður sem hefði, ef það hefði verið gert öðruvísi, haft dómínóáhrif sem gætu hafa leitt til þess að Þýskaland ynni stríðið.

Herferð Þjóðverja 1940 í Frakklandi, Hollandi og Belgíu var ekkert minna en hrein sigurför. Hitler, ásamt þýsku yfirstjórninni, skildu þörfina á samræmdum og hröðum árásum, með því að nota Blitzkrieg (eldingarstríðið) aðferðina til hins ýtrasta.

Á örfáum mánuðum voru herir bandamanna gjörsigraðir og Evrópa var undir stjórn nasista Þýskalands.

Í miðri orrustunni um Frakkland, fann mjög stór hersveit bandamanna sig umkringd í norðurfrönsku sjávarhöfninni í Dunkerque án möguleika á annað hvort að verða létt af eða brjótast út. Ástandið leit sannarlega skelfilegt út.

Á örfáum mánuðum voru herir bandamanna gjörsigraðir og Evrópa undir stjórn nasista Þýskalands.

Svo hvað ef Þjóðverjar hefðu ráðist fyrr og í meiri fjölda? Líkurnar voru á því að bandamenn hefðu annaðhvort verið slátrað eða að öllum líkindum, eftir stutta mótspyrnu, gefist upp í miklum mæli.

Þetta hefði leitt til þess að hundruð þúsunda aukahermanna bandamanna hefðu verið teknir til fanga, en meirihlutinn væri óbætanlegur og þrautþjálfaðuir breskir og franskir hermenn.

Kannski hefði afgerandi sigur Þjóðverja í Dunkerque valdið hruni Frakka nokkrum dögum fyrr.

Síðan, eins og áætlað var, hefði Hitler hafið loftsprengjuherferð sína á Bretland, þekkt sem orrustan um Bretland, 10. júlí 1940. En í þessari breyttu atburðarás hefði Hitler algjörlega hunsað strandskipalestir, hafnir, siglingamiðstöðvar, og borgaraleg skotmörk. Í staðinn, þegar hann skynjaði skjótan sigur, hefði hann einbeitt sér að því að ná yfirburði í lofti með því að eyðileggja RAF Fighter Command og innviði þeirra algjörlega.

Í ágúst voru Bretar að missa fleiri flugmenn og flugvélar en þeir gætu bætt. Í raun og veru, að Bretar innleiddu nýjar aðferðir og Þjóðverjar skiptu yfir í borgaralegar sprengjuárásir gaf RAF tíma til að endurheimta fjölda sinn.

En í breyttri atburðarás fær RAF aldrei tækifæri til að jafna sig og innan mánaðar er hann lamaður með fáar flugbrautir eða flugsveitir eftir. Ratsjárkerfi þess hefði haft stóra blinda bletti í sér og þýskar sprengjuárásir hefðu oft notað þessa bletti til að laumast inn óséðir.

Í október 1940 hefði allt verið búið: Þjóðverjar hefðu gjörsamlega eyðilagt RAF, og þá hefðu loftárásir Þjóðverja hafist af alvöru gegn breskum borgaralegum byggðum og verksmiðjum.

„Ef við erum veik í orrustustyrk, verða árásirnar ekki stöðvaðar og framleiðslugeta landsins verður nánast eytt."

– Hugh Dowding, yfirhershöfðingi breska flughersins

Núna hefði breska þjóðin verið rækilega lömuð þar sem her þeirra ætti enn eftir að jafna sig eftir ósigur sinn í Frakklandi, sérstaklega í Dunkerque. RAF hefði verið gjöreyðilagður og borgirnar yrðu undir látlausar sprengjuárásir.

Kannski væri þetta nóg til að brjóta baráttuandann í Bretlandi.

Breska ríkisstjórnin hefði verið leyst upp og ný mynduð hafa verið byggð á sáttum. Hitler, sem hefur alltaf verið stjórnarerindreki, hefði boðið vægari friðarskilmála, jafnvel þó að það væri erfitt fyrir hann að freistast ekki til að vera hefnandi og leggja að þeim harðari kjör.

Hann gæti hafa staðið gegn því að fara eins langt og Versalasamningnum (1919). Hann myndi bara takmarka getu Bretlands til að berjast í stríði og krefjast engrar skaðabóta eða landlægs taps fyrir utan Gíbraltar, sem Þýskaland hefði þá gefið Spáni í skiptum fyrir að þeir gengu í þríhliða sáttmálann.

Winston Churchill hefði flúið til Ameríku, stimplaður stríðsglæpamaður af nasistum. Churchill gæti hafa sett upp einhvers konar ríkisstjórn í útlegð og reynt að ýta undir stuðning við nýtt stríð gegn Þýskalandi.

Og þó að Bandaríkjamenn kunni að dást að orðræðuhæfileikum hans og hafa samúð með honum, hefðu þeir á endanum ekki viljað dragast inn í evrópskt stríð, sérstaklega þar sem því virtist vera lokið.

Þannig að veturinn 1940 hefði Þýskaland getað einbeitt sér að því að undirbúa árás á Rússland. Í þessum valkosti hefði minni áreynsla verið lögð í innrásina í Bretland (Sæljónsaðgerðin) og Luftwaffe hefði ekki orðið fyrir þeim áföllum sem það varð af hendi RAF.

Þar af leiðandi hefðu Þjóðverjar ekki hafið aðgerð Barbarossa til að ráðast inn í Rússland 22. júní 1941, heldur hefðu þeir getað notfært sér fyrsta góða veðrið það ár í byrjun apríl, tæpum þremur mánuðum fyrr en innrásin var gerð, gerðist í raun og veru.

Þessir aukamánuðir hefðu gefið þeim nægan tíma til að sækja alla leið til Moskvu áður en rússneski veturinn gekk í garð. Stalín hefði þá neyðst til að flýja austur og koma ríkisstjórn sinni á í nýrri höfuðborg eins og Yekaterinburg eða Novosibirsk.

Orrustan við Stalíngrad sem við þekktum, sem endaði með því að þýska herinn þurrkaðist út, gæti aldrei hafa gerst.

Þegar Stalín hefði verið fluttur hefði hann líklega framkvæmt annað sett af hreinsunum eins og hann framkvæmdi á þriðja áratugnum, en þær hefðu verið notaðar til að kenna öðru fólki um hörmulega ósigurinn.

Þetta hefði veikt rússnesku stríðsvélina enn frekar þar sem æðstu herforingjar og hönnuðir voru fluttir í fangabúðir til að deyja vegna þess að talið var að þeir hefðu ekki getað stöðvað árás Þjóðverja 1941.

Það var ólíklegt að Rússar hefðu viðurkennt uppgjöf eða friðarsamninga þar sem löndin voru svo hugmyndafræðilega andvíg. Þess í stað hefði líklega verið vopnahlé svipað og milli Norður- og Suður-Kóreu eftir Kóreustríðið.

Þetta hefði staðið í áratugi, þrátt fyrir mikla spennu, vantraust og einstaka ofbeldisupphlaup milli landanna tveggja.

Tafarlaus áhrif þessarar stöðvunar hernaðaraðgerða hefðu gert Hitler kleift að láta undan sívaxandi hrifningu sinni á nýrri tækni. Nokkuð fljótt hefði Þýskaland þróað langdrægar sprengjuflugvélar með kjarnorkusprengjum og fylgt eftir með kjarnaflaugum.

Bandaríkjamenn hefðu litið á frelsun Evrópu sem ómögulega og hefðu því ekki blandað sér í málið.

Þar af leiðandi hefðu Japanir ekki ráðist á Pearl Harbor af ótta við Bandaríkin sem gætu hugsanlega snúið fullum hernaðar- og iðnaðarstyrk sínum gegn þeim. Þess í stað hefði Japan bakkað og samið um besta viðskiptasamning við Bandaríkin í staðinn.

Bandaríkin hefði haft nokkra ánægju af ástandinu, skynjað eins konar sigur á því að hafa ekki verið dreginn inn í enn eitt dýrt utanríkisstríð (við Þýskaland) og ánægð með að þeir virðast hafa sigrað Japan án þess að þurfa að hleypa af skoti.

Aftur á móti hefði Bandaríkin og kannski Rússland frekar fljótt þróað sína eigin kjarnorkufælingarmátt og skapað þannig alþjóðlega pattstöðu við Þýskaland.

Margir Bretar myndu hafa blekkt sjálfa sig um að friðarsáttmálinn við Þýskaland væri ekki svo slæmur, eini raunverulegi munurinn var sá að hersveitir þeirra voru hægt og rólega teknar í sundur og einstaka þýska flugeftirlitsferð fer yfir borgir þeirra og bæi.

En enginn hefði að eilífu getað lokað augunum fyrir fjöldahvarfi nágranna sinna, gyðinga, og auknu magni áróðurs nasista í "frjálsri" fjölmiðlun sem er mjög stjórnað.

Hversu lengi hefði friðurinn haldið? Hver veit? En árið 1945 hefði þýska sambandsríkið í Evrópu verið sannkallað ofurveldi með stranglega viðhaldið einræði sem var komið til að vera ... í bili."


Hvað ef saga

Bloggritari fékk ágætis athugasemdir við síðustu grein sem fjallar um Normandí innrásina. Hér kemur svar mitt við þær athugasemdir og samvegis viðbót.

Hvað ef spyrja menn þegar þeir velta fyrir sér hvernig sagan hefði getað þróast.... Við sjáum það þegar Forn-Grikkir sigruðu Persi tvisvar gegn allar líkur. Þegar Napóleon, sem er sá sem er ef til vill líkastur Hitler í stórveldisdraumum sínum, sigraði andstæðinga sína ítrekað. Það er auðvelt að segja, eftir á, hvernig útkoman úr stríðsátökum verða. Eða þegar Pétur mikli gerði vanþróaðsta ríki Evrópu, Rússland að stórveldi? Eða þegar konungur Prússa, Friðrik hinn mikli gerði Prússland að hernaðarveldi og var fyrirrennari Þýskalands? Og myndin af honum hékk á vegg í byrgi Hitlers? Hvað ef Hitler hefði ekki skipt hernum í tvo hluta er Barbarossa innrásin átti sér stað? Það er auðvelt fyrir okkur að dæma er við lítum í baksýnisspegilinn.  Auðvitað fór þetta svona segjum við þegar við vitum alla málsþætti.

Þá er spurt: Vitið þið til dæmis hvernig Úkraínustríðið endar? Hver sigrar og hver tapar?  Og sjáum við það þegar ákveðin samfélagsþróun á sér stað að hún sé að gerast? Oft sést hún ekki fyrir nokkrum árum síðar.

Svona að gamni og í lokin. Munið þið eftir bíómyndinni Vaterland/Fatherland með Rutger Hauer? Þar kemur fram annars konar endir á seinni heimsstyrjöld. Plottið er eftirfarandi:

Misbrestur innrásarinnar í Normandí veldur því að Bandaríkin hætta þátttöku í Evrópustríði síðari heimsstyrjaldarinnar og Dwight D. Eisenhower hershöfðingi hættir með skömm. Bandaríkin halda áfram Kyrrahafsstríðinu gegn Japan og undir forystu Douglas MacArthur hershöfðingja notar þau kjarnorkusprengjur til sigurs. Í Evrópu nær nasista-Þýskalandi að framfylgja innrás sinni í Bretland með góðum árangri, sem leiðir til þess að Georg VI konungur flýr með fjölskyldu sinni til Kanada og heldur áfram að stjórna breska heimsveldinu. Undir eftirliti nasista endurheimtir Edward VIII hásætið í Bretlandi árið 1947 og Wallis Simpson verður drottning hans.

Winston Churchill forsætisráðherra fer einnig í útlegð í Kanada og dvelur þar til dauðadags 1953. Þýskaland sameinar restina af Evrópu, nema hlutlausa Sviss og Vatíkanið, inn í Stór-Þýska ríkið, sem er skýrt "Germania". Að minnsta kosti á yfirborðinu er þýskt samfélag að mestu hreint og skipulagt og SS er endurskipulagt í úrvalslögreglu á friðartímum.

Ríkið er enn í eilífu stríði sínu gegn Sovétríkjunum, sem er enn undir forystu hins 85 ára gamla Jósefs Stalíns langt fram á sjöunda áratuginn. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1960 eru ljúka með sigri Joseph Kennedy, en gyðingahatur hans er vel þekkt. Hann gefur nasistaleiðtogum tækifæri til að binda enda á kalda stríðið milli beggja ríkjanna og tryggja aðhald við Bandaríkin og bandamenn þeirra í Rómönsku Ameríku. Árið 1964, þegar 75 ára afmæli Adolfs Hitlers nálgast, heldur Kennedy á leiðtogafund í Þýskalandi, en landamæri þess eru opnuð fyrir fjölmiðlum frá Bandaríkjunum og Suður-Ameríku.

Viku fyrir leiðtogafundinn uppgötvast lík fljótandi í stöðuvatni nálægt Berlín af Hermann Jost, sem er SS-kadett í þjálfun. SS maðurinn Xavier March, rannsóknarlögreglumaður í Berlín, fær málið úthlutað og spyr Jost, sem viðurkennir að hafa séð líkið vera hent af Odilo „Globus“ Globočnik, Obergruppenführer í Gestapo og hægri hönd SS-leiðtogans, Reinhard Heydrich. Í ljós kemur að látni maðurinn er Josef Bühler, embættismaður nasistaflokksins á eftirlaunum sem stjórnaði búsetu gyðinga á þýsk svæði í Austur-Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Gestapo tekur við málinu af ástæðum "ríkisöryggis" og Jost deyr í þjálfunarslysi. Til að gera langa sögu stutta, þá uppgötvar March að gyðingarnir sem áttu að fá ný heimkynni í Austur-Evrópu er útrýmt í massavísu.

Þetta er hvað ef... en núna vitum við, eftir á....að Hitler var líklega kominn með Parkinson veikina og hefði líklega ekki lifað til sjötugs aldurs. Stalín dó  1953 af heilablóðfalli og hann því ekki verið langlífur. Churchill hins vegar lifði til 1965. Þannig að plottið í Vaterland gengur að hluta til ekki upp. Útrýmingarbúðir nasista voru "opinbert" leyndarmál allt stríðið en fáir vissu af því eða vildu vita af því. Aldrei hefur verið gert upp við Gúlag kommúnista (sama morðæðið þar en menn drepnir í massavís með hungri, vosbúð og þrælkun í stað þess að vera drepnir í sláturhúsi). Gerðist þessi saga eða ekki? Gerðist hún ekki, bara vegna þess að Bandamenn ákváðu að láta stríðsglæpi Sovétmanna liggja milli hluta eftir stríð?

"Allt sem ég veit er að ég veit ekkert" sagði Sókrates....


D - dagur - innrásin í Normandí - Var þetta tímamóta atburður í seinni heimsstyrjöldinni?

Fræðimenn deila um þetta á 80 ára afmæli D-dags og sitt sýnist hverjum.  Sjálfur er ég á að opnun vestur vígstöðva hafi truflað stríðsrekstur Þjóðverja svo, að það flýtti fyrir lok stríðsins. Sumir halda því fram að Sovétmenn hefðu bara haldið áfram til vesturstrandar Frakkland eftir að Þýskaland hafi verið sigrað, enda enginn til að stöðva för Rauða hersins. Vestur-Evrópa hefði legið marflöt fyrir Rauða hernum.

Tæknibyltingin sem var að hefjast hjá Þjóðverjum kom of seint. Þeir fundu upp þyrlur, V-2 eldflaugar, herþotur, kafbáta sem gátu haldið sig óséðir neðansjávar, betri ratar kerfi o.m.fl. Hún breytti ekki gangi stríðsins en hefði gert það ef Þjóðverjar hefðu beðið í tvö ár í viðbót.

En D-dagur markaði upphaf innrásar bandamanna í Vestur-Evrópu, sem opnaði mikilvæga aðra vígstöð gegn öxulveldunum. Fram að því höfðu Sovétríkin borið hitann og þungann af baráttunni gegn Þýskalandi á austurvígstöðvunum. Opnun vesturvígstöðvanna neyddi Þýskaland til að flytja hermenn og fjármagn til að verjast framsveitum bandamanna og létta þannig þrýstingi á sovéska herinn.

Árangursrík framkvæmd aðgerðarinnar Overlord (kóðanafn orrustunnar við Normandí) veitti bandalagsherjum og hernumdu íbúum í Evrópu verulegan siðferðisstyrk. Það sýndi fram á að bandamenn voru færir um að hefja og halda uppi stórfelldri innrás og gætu beinlínis véfengt yfirráð nasista í Vestur-Evrópu.

Innrásin kom þýska hernum á óvart. Þrátt fyrir umfangsmikla varnargarða meðfram Atlantshafsmúrnum voru Þjóðverjar óviðbúnir umfang og staðsetningu innrásarinnar.

Til marks um hversu innviðir og mannskapur Þjóðverja var aðþrengt er að skipting þýskra hersveita eftir D-daginn endurspeglar þá mikilvægu stefnumörkun sem Þýskaland stóð frammi fyrir síðla árs 1944. Þó meirihluti þýskra herdeilda var áfram á austurvígstöðvunum til að vinna gegn Sovétríkjunum, neyddi aukinn þrýstingur frá herafla bandamanna á vesturvígstöðvunum Þýskalandi til að dreifa umtalsverðum auðlindum sínum og mannskap á tvær megin vígstöðvar og flýta fyrir ósigri þeirra.

Árangur innrásarinnar í Normandí flýtti fyrir falli Þýskalands nasista. Innan árs frá lendingunum höfðu herir bandamanna frelsað stóran hluta Vestur-Evrópu og sóttu til Þýskalands. Þessar hröðu framfarir flýttu fyrir endalokum stríðsins í Evrópu, sem náði hámarki með skilyrðislausri uppgjöf Þýskalands.

Þó að það hafi verið aðrir mikilvægir atburðir og bardagar í seinni heimsstyrjöldinni, var D-dagur lykilatriði sem stuðlaði verulega að lokum ósigurs á Þýskalandi nasista. Það markaði afgerandi breytingu á valdahlutföllum, þar sem bandamenn náðu yfirhöndinni í Evrópu. 

En ekki láta blekkjast af bandarískum bíómyndum eins og Band of Brothers eða Fury, þar sem Kaninn "stútar" nasistanna eins og flugur. Bandaríkjamenn og bandamenn á vesturvígstöðvum voru að berjast við leyfarnar af þýska hernum (unga drengi og gamla menn) sem var í dauðateygjum árið 1944.

Skoðum hversu margar herdeildir voru á vestur- og austurvígstöðvum. Í september 1944 á vesturvígstöðvum var fjöldi herdeilda komin í um 75 deildir þegar bandamenn þrýstu heraflan sinn í gegnum Frakkland og inn í Belgíu. Til samanburðar um mitt ár 1944 á austurvígstöðvum höfðu Þjóðverjar um 150-200 herdeildir bundnar til átaka. Þetta var meirihluti herstyrks þeirra, sem endurspeglaði mikla og stórfellda bardaga við Sovétríkin. Og þau höfðu barist við Þýskaland síðan sumarið 1941 og goldið fyrir með tug milljóna mannfalli. Rússland og hin 14 sovétveldin hafa aldrei borist þess bætur allar götur síðan, jafnvel ekki í ennþá daginn í dag.

Hver tapaði og hver vann er kannski ekki rétta spurningin. Kannski má segja að Evrópa hafi tapað. Líkt og í fyrri heimsstyrjöld féllu heimsveldi og ný stórveldi komu til sögunnar. 65+ milljónir (engin veit raunverulega tölu mannfalls í styrjöldinni) þeirra sem dóu skelfilega og hryllilegan dauðdaga er nákvæmlega um hvort að þeirra "lið" hafi unnið eða ekki. Harmleikurinn var svo ævintýralegur að líka má seinni heimsstyjöld við ragnarök. Til að reyna að skilja svona mikla tölu, ákvað bloggritari að deila töldu mannfalls niður á dag. Um 20 þúsund manns voru drepnir á hverjum degi stríðsins. Þetta er svakalegt blóðbað og ólýsanlegt. Hreinn hryllingur og eginlega ekki hægt að nota orð til lýsa þessu...á ekki til orð....

Og nú tala bjánanir í dag (réttnefni yfir stríðsæsingafólk sem hefur aldrei upplifað stríð) um nú verið að herða á stríðið við mesta kjarnorkuvopnaveldi heims Rússland! Sjá ræðu Bidens á D-degi minningarathafnarinnar. "Eruð þið gengin af göflunum" segir Pútín sem reyndar hóf stríðið við Úkraínu sem er svæðisstríð en getur endað í heimsstyrjöld. Sama gildir um stríðið í Gaza eða hugsanlega Taívan. Nú þarf mannkynið á að halda leiðtogum sem kunna að halda friðinn og herfræðinga þeim til ráðgjafar hvernig báðar heimstyrjaldarinnar á 20. öld stigmögnuðust upp í alls herjar stríð.

Lokaorð: Austurvígstöðvarnar og stríðið gegn Sovétríkjunum gerði útslagið um fall nasistaríkisins Þýskaland.

-----

P.S.  Hér kemur ef spurningin sem enginn sagnfræðingur á að spyrja en af því að þetta er blogg en ekki alvöru sagnfræði, ákvað bloggritari að spyrja ChatGPT að gamni að hvað hefði gerst ef D - dagur hefði ekki átt sér stað og hér kemur svarið:

Mögulegar niðurstöður án D-dags

Langvarandi stríð: Án D-dags hefði stríðið í Evrópu líklega staðið lengur. Skortur á annarri vígstöð hefði gert Þýskalandi kleift að einbeita sér meira herliði að austurvígstöðvunum, sem gæti hugsanlega hægt á framrás Sovétríkjanna.

Hærra mannfall Sovétríkjanna: Sovétríkin gætu hafa orðið fyrir enn meira mannfalli þar sem þeir hefðu staðið frammi fyrir stærri og einbeittari þýskri mótspyrnu. Fjarvera vesturvígstöðvanna hefði þýtt að beina mætti ​​fullum mætti ​​þýska hersins gegn Sovétríkjunum.

Aukinn ávinningur á sovéskum yfirráðasvæðum: Ef Sovétríkin hefðu að lokum sigrað Þýskaland án vesturvígstöðva gætu þeir hafa þrýst lengra inn í Mið- og Vestur-Evrópu. Þetta hefði getað breytt pólitísku landslagi eftir stríð verulega, hugsanlega aukið áhrif Sovétríkjanna og yfirráð yfir stærri hluta Evrópu.

Niðurstaða

Þó að það sé líklegt að Sovétríkin hefðu á endanum getað sigrað Þýskaland nasista án innrásar bandamanna í Normandí, hefði ferlið verið mun erfiðara og langvarandi. Opnun vesturvígstöðvanna af bandamönnum skipti sköpum til að flýta stríðslokum og draga úr álagi á sovéska herinn. D-dagur gegndi mikilvægu hlutverki í samræmdri stefnu bandamanna til að sigra nasista Þýskaland og fjarvera hans hefði haft djúpstæð áhrif á gang og niðurstöðu síðari heimsstyrjaldarinnar.

 


Heilabilaður forseti hættir á þriðju heimsstyrjöld og borgarastyrjöld

Það eru alveg ótrúlegar fréttir sem berast úr Hvíta húsinu. Maður sem enginn efast um að er orðinn elliær (um 70% Bandaríkjamanna segja það í skoðanakönnunum) er að gera mikinn ursla. Samt ætla 40%+ að kjósa þennan mann í næstu forsetakosningu! Maðurinn er með aðra hendina á kjarnorku boltanum sem fylgir honum hvert skref. Getur slíkur maður tekið upplýsta/rökræna ákvörðun á ögurstundu?

Í fyrsta lagi er hætta á stórfelldum innanlands átökum ef svo fer að Trump verði á endanum dæmdur í fangelsi og honum meinaður þátttöku í forsetakosningunum. Hægri menn - repúblikanar - hafa sýnt mikla þolinmæði gagnvart vígvægðingu dómskerfisins gagnvart forsetaframbjóðanda þeirra sem skorar hærra í öllum skoðanakönnunum en frambjóðandi demókrata. Ef maður sem er auðljóslega ekki hæfur í embætti og ætti heima á elliheimili í umsjá hjúkrunarfólks, verður áfram forseti, verður allt vitlaust. Svona auðljós kosningaafskipti með lögsóknum gegn forseta frambjóðanda hefur aldrei áður verið leyft í sögu Bandaríkjanna.

Hinn hættan er hættan gegn heimsfriðinum og upphaf að þriðju heimsstyrjöld. Kolvitlaus klíka í kringum Joe Biden (hann veit ekki hvort það er dagur eða nótt og ræður engu), er að magna upp Úkraínu stríðið. Engar áætlanir um hvað gerist ef Úkraína vinnur eða tapar. Nú er Biden stjórnin búin að leyfa eldflauga árásir með NATÓ vopn á Rússland! Já, þetta er rétt lesið. "Eruð þið alfarið gengin af göflunun?" spyr Pútín. Pútín segir að nú hafi Vesturlöndin misreiknað sig illilega og ýjar að hefndum – „Eruð þið alfarið gengin af göflunum?“

Sagan kennir okkur að Rússar hafa aldrei skeytt um mannfall og þeir eru tilbúnir í alls herjar styrjöld ef með þarf. 500 ára saga hefur kennt okkur það. Ef góður leiðtogi kemst til valda í Bandaríkjunum má með samningaviðræðum endurheimta land í Úkraínu og jafnvel að búa til stuðpúða með tveimur sjálfstjórnarsvæðum í Donbass. Vesturlönd hafa allt að vinna og fáu að tapa enda með tapstöðu á vígvellinum.

Ekki er stefna Íslands gagnvart Rússland eitthvað gáfulegri. Íslenskur diplómat segir um mikil mistök að ræða hjá óhæfum utanríkisráðherra að skipta sér af stríðinu í Úkraínu og hann er greinilega sammála bloggritara um að smáþjóð á að láta lítið fyrir sig fara í stórvelda pólitíkinni. Ekki beina reiði eða athygli annars stórveldisins að henni. 

„Hroka­full af­staða“ að skil­yrða stuðning við Úkraínu segir hrokafullur varnarmálaráðherra, afsakið, utanríkismálaráðherra Íslands. Rífur kjaft opinberlega við nýkjörinn forseta með ekkert á bakvið sig.

Hún ætti að einbeita sér að vörnum Íslands, ekki annarra þjóða. Það væri best gert með að koma upp varnarsveitir til varnar landi og þjóð.  Það eru til fjórir milljarðar á ári í fjögur ár til að fjármagna stríð Úkraínumanna. Fyrir fjóra milljarða á ári væri hægt að fjármagna auðveldlega heimavarnarlið eða öryggissveitir á stærð við undirfylki (200-240 manns). Eða veita meira fé í Landhelgisgæsluna sem getur ekki einu sinni rekið sómasamlega eina eftirlitsflugvél, hefur eitt varðskip og eitt dráttarskip til umráða.

Íslandi stefnt í óþarfa hættu


Endir alls - nýjasta bók Victor Davis Hansen fjallar um endalok heimsvelda og siðmenningar

Victor Davis Hanson segir: "Það er ekki til nokkuð sem kallst nútíma heimur. Þrátt fyrir tækni er mannlegt eðli það sama. Reyndar getur framganga tækninnar leitt til siðferðislegs afturhvarfs, þar sem allsnægtir og tómstundir tæra eðli einstaklinga og þjóða, freista einstaklinga og þjóða til sjálfs eyðileggingar.

Victor Davis Hanson, hinn klassíski sagnfræðingur hjá Hoover-stofnunarinnar, sem margoft hefur verið vitnað hér í, á þessu bloggi, kemur inn á þetta í nýjustu bók sinni, The End of Everything: How Wars Descend Into Annihilation. Hann segir sögu fjögurra ríkja og siðmenningar sem voru algjörlega útrýmt af stríði og eigin "hybris" og barnaskapar.... Þessi bók fjallar um blómstrandi siðmenningar sem eru teknar niður á blóma skeiði, oft með tiltölulega lítilli fyrirvara, með gríðarlegum geopólitískum afleiðingum."

Siðmenningar hrynja af mörgum ástæðum og þessa dagana höfum við ekki svo miklar áhyggjur af stríði heldur loftslagsbreytingum og náttúruhamförum. Hins vegar, eins og Hanson bendir á,  sem er líka hernaðarsagnfræðingur varar við, þá er ekki útilokað að nútíma óvinur (Pútín) gæti reynt að eyða andstæðing (Úkraínu) eins örugglega og Cortés steypti Astekum "Trúleysingi, og raunar fáfræði, ríkisstjórna og leiðtoga samtímans um ásetning, hatur, miskunnarleysi og getu óvina þeirra kemur ekki á óvart," skrifar Hanson, sem skoða heim þar sem þjóðarmorð er ekki ókunnugt fyrirbrigði.

Sumir sagnfræðingar halda að fyrsta þjóðarmorðið hafi verið í Karþagó, sem Rómverjar lögðu í rúst í þriðju af þremur hörðum alls herjar stríðum, en fyrstu tvö þeirra ætluðu að tryggja Rómverja sigur en ekki endilega eyðileggingu en sú síðasta gerði. Eyðileggingin á borginni markaði endalok ákveðina siðmenningar og endalok upprennandi stórsveldis sem hefði getað verið heimsveldið sem Róm varð síðar.

Hvernig Róm lagði áherslu á eyðileggingu óvinarins vekur Hanson sem hernaðarmann og taktíker til umhugsunar, en það virðist ljóst af frásögn hans að Karþagó, sem varð við flestum kröfum Rómar, var á þeim tímapunkti að mestu saklaust fórnarlamb - hliðstæða, það er að segja við Úkraínu.

Óbilgjarnari var Þeba, kannski hliðstæða Taívan í ljósi Kína í dag, útrýmt fyrir hendi Alexanders mikla, sem sá í tortímingunni "merki hvers kyns makedónskra keppinauta að hásætinu að Alexander væri miskunnarlaus, og kæruleysislega og ófyrirsjáanlegt." Victor Davis Hanson fer djúpt í hernaðarvandamál, en hann skrifar lifandi um mál sem máli skipta, þar á meðal stórborgirnar Konstantínópel og Tenochtitlán - borgir, bendir hann á, sem eru enn ril löngu eftir að fyrrverandi eigendur þeirra voru sendir í eilífina.

Hanson tilgreinir fimm lykilþætti sem stuðla að stigmögnun stríðs yfir í níhilisma: hybris, fætt fyrst af velgengni og leiðir til oftrausts og kærulausrar útvíkkunar stríðsmarkmiða; þjóðernishyggja og hugmyndafræði, umbreyta átökum í tilvistarbaráttu gegn óhlutbundnum óvinum; algert stríð, þoku mörkin á milli stríðsmanna og óbreyttra borgara og lögfesta hömlulaust ofbeldi; tækni, sem útvegar sífellt skilvirkari leiðir til eyðingar og eykur umfang eyðileggingarinnar; og veðrun hefðbundins siðferðis, sem veikir hömlur sem eru á villimennsku og grimmd.

Bókin reifar söguleg dæmi af nákvæmni til að sýna hvernig þessir þættir hafa komið fram í ýmsum átökum. Victor Davis Hanson kafar ofan í Pelópsskagastríðið, þar sem aþenskur húmor leiddi til grimmilegrar herferðar gegn Melos, sem skapaði fordæmi fyrir óheftan hernað. Hann skoðar frönsku byltinguna og Napóleonsstyrjaldirnar, þar sem hugmyndafræðilegur eldmóður ýtti undir átök víðsvegar um álfuna sem urðu óþekkt blóðsúthellingar. Hann greinir bandaríska borgarastyrjöldina, þar sem hugmyndin um algert stríð tók rætur, sem leiddi til eyðileggingar suðursins og hernaðaraðgerðir beindust að almennum íbúum.

Þegar Victor Davis Hanson fer inn á 20. öldina, kannar hann heimsstyrjöldin tvær, þar sem tækniframfarir og hugmyndafræðilegt ofstæki sameinuðust til að skapa átök af ólýsanlegum stærðargráðum og grimmd. Hann greinir helförina, skelfilega birtingarmynd algerrar rýrnunar siðferðilegra landamæra, og kjarnorkusprengjuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, sem markar ógnvekjandi nýtt tímabil þar sem möguleiki er á alls herjar tortímingu.

Greining Victor Davis Hanson er ekki takmörkuð við fortíðina. Hann heldur því fram að þessir þættir eigi enn við á 21. öldinni, þar sem uppgangur nýrrar tækni og hugmyndafræðilegrar öfgastefnu skapi verulegar ógnir. Hann varar við sjálfsánægju og hvetur til endurnýjunar áherslu á að skilja gangverk stríðs og hættu á stigmögnun. Hann kallar eftir því að siðferðislegar takmarkanir séu endurteknar og skuldbindingar til diplómatíu og aðhalds, viðurkenna að veðmálið sé meira en nokkru sinni fyrr á tímum áður óþekktra eyðileggingarmöguleika. Hann hefur miklar áhyggjur af Bandaríkin sem heimveldi og varar við núverandi merki um hnignun þeirra.

h

Hér varar Vicor við falli Bandaríkjanna:


Eru Bandaríkin á sömu leið og Rómarveldi spyr Thoms Sowell:


Fyrir þá sem vilja sósíalista á Bessastaði, er þetta forvitnilegt myndband:


Hættu tímar framundan?

Bandarískir sérfræðingar telja að helstu óvinir Bandaríkjanna muni nýta sér tækifæri, rétt áður en Joe Biden hrökklast frá völdum, að gera þeim skrávefju.

Líklegt að bolabítur Kínverja og Rússa, Norður-Kórea, verði hleypt af stað og hefja stríðsbrölt í einhverju formi. Líklega með eldflaugaskotum.

Annars er Pútín farinn að tala um frið sem sýnir sterka stöðu rússneska hersins í Úkraínu og er það vel (friðartalið). En hvort hann bíði eftir að Trump taki við, er spurning.  Að minnsta kosti er stríðið sjálfhætt þegar Trump tekur við, enda er hann harður andstæðingur stríðsins. 

Stríðið í Gaza er á lokasprettinum og meirháttar hernaðaraðgerðir Ísraelshers ljúka þegar Rafah fellur. Líklegt að skæruhernaður hefjist þá hjá Hamas sem verður viðvarandi. Ísraelar eru örugglega með morðsveitir sem er að eltast við leiðtoga Hamas erlendis.  Spurningin er, geta þeir unnið friðinn?

Annars er bandaríski herinn veikburða um þessar mundir. Flestar stríðslíkanir spá sigri Kínverja ef þeir ákveða að taka Taívan. 

Annars óttast andstæðingar Bandaríkjanna þá ekki. Ekki Joe Biden, sem virðist ekki vita í hvern fótinn hann á að stíga né heldur Donald Trump sem hefur lagt áherslu á að hann einn, í 78 ár, hafi ekki hafið stríð sem Bandaríkjaforseti. Hvor svo sem verður forseti 2025, eru Bandaríkin ekki í sömu yfirburðastöðu og þeir hafa verið í áratugi. Þau hafa ekki viðhaldið herafla sínum nógu vel, það er mannaflsskortur, æ færri skrá sig í herinn.  En hann er samt sem áður eini herinn sem getur starfað hnattrænt. En hann er ekki lengur herinn sem getur háð tvö stríð í einu eins og kenning hefur gengið út á. Og hann er vís til að tapa á móti stórveldi við landamæri þess, hvort sem um Rússland eða Kína er að ræða.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband