Færsluflokkur: Stríð

Var í raun andstaða Íslendinga við herskyldu og heimavarnarlið á 19. og 20. öld? Seinni grein

Heimastjórn og varnir

Í  raun voru menn þá farnir að huga af alvöru að vörnum landsins samfara því að landið fengi fullt sjálfstæði.  Þorvaldur Gylfason  segir í Fréttablaðinu þann 19. júní 2003 að rök þeirra, sem töldu Ísland ekki hafa efni á því að slíta til fulls sambandinu við Dani fyrir 100 árum, lutu meðal annars að landvörnum og vitnar hann í Valtý Guðmundsson sem sagði árið 1906 að fullveldi landsins stæði í beinu sambandi við getuna til varnar og sagði m.a. að þó að þjóðin ,,… gæti það í fornöld [staðið sjálfstæð], þá var allt öðru máli að gegna. Þá var ástandið hjá nágrannaþjóðunum allt annað, og meira að segja hefði engin þeirra þá getað tekið Ísland herskildi, þó þær hefðu viljað. Það var ekki eins auðgert að stefna her yfir höfin þá eins og nú.” 

Þorvaldur telur að þarna hafi Valtýr reynst forspár að því leyti, að Íslendingar hafa aldrei þurft eða treyst sér til að standa straum af vörnum landsins.  Lýðveldi var ekki stofnað á Íslandi fyrr en útséð var um, hversu vörnum landsins yrði fyrir komið, enda þótt nokkur ár liðu frá lýðveldisstofnuninni 1944 þar til varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin 1951.

Íslendingar lýstu þó yfir hlutleysi þegar landið varð fullvalda 1918 en  treystu í reynd á vernd Dana og Breta. Hernám Breta 1940 breytti lítið skoðunum flestra í þessum efnum, að falla þyrfti frá hlutleysisstefnunni en í lok heimstyrjaldarinnar áttu Íslendingar í mestum erfiðleikum með að losa sig við hersetuliðin bæði en það tókst loks 1947 en óljóst var hvað átti að taka við.

Stofnun herlaus lýðveldis á Íslandi

Gangur heimsmála fór hér eftir að hafa bein áhrif á innan- og utanríkisstefnu landsins.  Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins.  Því leið ekki á löngu þar til að Íslendingar hófu að leita hófanna að ásættanlegri lausn á varnarmálum landsins. Um sama leyti og hugmyndir um stofnun Atlantshafsbandalagsins voru að fæðast, kom upp hugmynd um sérstakt varnarbandalag Norðurlanda en fljótlega kom í ljós að hún var andvana fædd.

Samfara undirbúningi að inngöngu Íslands í NATO fór fram umræða hvort stofna ætti íslenskan her og sitt sýndist hverjum. Um miðjan mars 1949 héldu þrír ráðherrar til Washington og ræddu við Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.   Lögðu þeir áherslu á sérstöðu Íslendinga sem vopnlausrar þjóðar, sem vildi ekki koma sér upp eigin her, segja nokkru ríki stríð á hendur eða hafa erlendan her eða herstöðvar í landinu á friðartímum.  Í skýrslu ráðherranna segir m.a.:

Í lok viðræðanna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkjamanna:

  1. Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Íslandi og var í síðasta stríði, og það myndi algerlega vera á valdi Íslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té.
  2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu Íslands.
  3. Að viðurkennt væri, að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her.
  4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Íslandi á friðartímum.

Eins og kunnugt er stóð mikill styrr um þetta mál en þrátt fyrir átök og mótmæli var Atlantshafssáttmálinn undirritaður í Washington 4. apríl 1949.

Með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu töldu íslensk stjórnvöld að öryggisþörf Íslands væri að mestu fullnægt. Vestræn ríki kæmu þjóðinni til aðstoðar, ef til ófriðar drægi.  Frá sjónarhóli Atlantshafsbandalagsríkjanna horfði málið öðruvísi við.  Þrátt fyrir fyrirvara Íslendinga við sáttmálann vildu yfirmenn Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins að herlið yrði á Íslandi á friðartímum til varnar Keflavíkurflugvelli.  Þeir óttuðust aðallega skemmdarverk sósíalista eða valdarán þeirra en ekki áform Sovétmanna um að leggja Ísland undir sig.  Hjá íslenskum ráðamönnum var hvorki samstaða um að fá erlent herlið né koma á íslensku varnarliði og var aðallega borið við bágt efnahagsástand og fámenni landsins.

Kalda stríðið og Kóreustyrjöldin 1950 breytti afstöðu íslenskra ráðamanna á sama hátt gagnvart aukinni þátttöku Íslendinga í hernaðarsamstarfi og valdarán kommúnista í Prag 1948.   Það voru því íslensk stjórnvöld sem höfðu frumkvæði að því að leita til Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir landsins.  Niðurstaðan varð sú að þríflokkarnir svonefndu féllu frá stefnu sinni um herleysi á friðartímum og gerðu varnarsamning við Bandaríkjamenn um vorið 1951. Hingað kom bandarískt herlið sem hefur verið m.a. staðsett á Keflavíkurflugvelli síðan. 

Á ýmsu hefur gengið á í sambúð hers og þjóðar en í heildina séð hefur það gengið með ágætum. Svo gerðist það að Bandaríkjaher tók að týgja sig til brottferðar. Þessi hótun eða réttara sagt tilkynning um brottför hluta hersins á Keflavíkurflugvelli kom í byrjun tíunda áratugarins.

Í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og  varnarmál árið 1993 varð grundvallarbreyting á samskiptum ríkjanna er varðar varnarmál.  Í raun lögðu Bandaríkjamenn til að horfið væri aftur til ársins 1947 þegar þeir fengu aðgang að Keflavíkurflugvelli, þar staðsettur lágmark mannskapur til að standsetja stöðina ef með þyrfti en engar trúverðugar varnir hafðar uppi.

Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 hefur reynst bæði árangursríkt og sveigjanlegt verkfæri, sem hefur staðist tímans tönn. Hinu sérstöku aðstæður sem ríktu á tímum kalda stríðsins gerðu aðilum samningsins kleift í meira en fjörutíu ár að komast hjá því að leggja mat á þær lágmarks skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum.  Við lok kalda stríðsins var vart við öðru að búast en að á það reyndi hvort aðilar litu mikilvægustu ákvæði samningsins sömu augum.

Tillögur Bandaríkjamann 1993 benda eindregið til þess að stjórnvöld á Íslandi og í Bandaríkjunum leggi og hafi e.t.v. ætíð lagt ólíkan skilning á varnarsamningnum í veigamiklum atriðum.  Munurinn felst einkum í því að Bandaríkjamenn virðast telja að varnarviðbúnaður á Íslandi eigi einkum að ráðast af breytilegu mati þeirra sjálfra á hernaðarógninni á Norður-Atlantshafi, en Íslendingar líta á hinn bóginn svo á að varnarsamningurinn eigi að tryggja lágmarksöryggi landsins án tillits til hernaðarógnarinnar hverju sinni.

Í stuttu máli sagt, lögðu Bandaríkjamenn til að hafið yrði brotthvarf flughersins frá Keflavíkurflugvelli  til Bandaríkjanna og loftvarnir Íslands yrði sinnt frá austurströnd Bandaríkjanna.   Þeir sögðust hins vegar vilja starfrækja áfram herbækistöðina á flugvellinum, loftvarnareftirlit, og áframhald yrði á Norður-Víking æfingunum en viðbúnaðurinn háður breytilegum aðstæðum á alþjóðavettvangi.

Ekki var við öðru að búast en að Íslendingar yrðu algjörlega ósammála þessum tillögum Bandaríkjanna og hafa reynt allar götur sínan að koma í veg fyrir að umtalsverðar breytingar verði á varnarbúnaði herliðsins á Keflavíkurflugvelli.  Allt bentir til þess nú að andmæli Íslendinga verði að engu höfð og hafa þeir því neyðst til þess, nauðugir sumir hverjir, að endurmeta veru herliðs á Íslandi og hvað beri að gera ef Bandaríkjamenn fari.

Björn Bjarnason og umræðan um stofnun íslensks hers

Óhægt er að segja að umræðan um varnarmál á síðastliðnum áratugum hafi ekki verið fjörug. Aðeins hefur verið deilt um keisarans skegg; um dvöl og sambúðarvanda hers og þjóðar en lítið talað um raunverulegar þarfir Íslendinga sjálfra eða alvarleg herfræðileg úttekt á vegum stjórnvalda gerð á varnarþörfum landsins eða hvað Íslendingar geti gert sjálfir til að treysta varnirnar.

Svo gerðist það að stjórnmálamaðurinn Björn Bjarnason reið á vaðið og varpaði stórbombu inn í íslenskt samfélag þegar hann kom með hugmyndir um stofnun íslensks hers á tíunda áratug tuttugustu aldar sem hann reyfaði líklega fyrst 1995 en ítrekaði í Morgunblaðinu í maí 2001.

Björn sagði að ,,…það væri frumskylda sérhverrar ríkisstjórnar að sýna fram á, að hún hefði gert áætlanir til að verja borgara sína og land. Ekki væri til frambúðar unnt að setja allt sitt traust í þessu efni á Bandaríkjamenn.”  Hann sagði jafnframt að á liðnum árum því verið borið við þau rök að ekki kæmi til álita, vegna fámennis þjóðarinnar og fátæktar, að stofna íslenskan her. Þetta ætti ekki lengur við sem röksemd þar sem við væru bæði fjölmennari og um leið ein ríkasta þjóð jarðar.  Björn leggur til að Íslendingar annað hvort taki að sér að hluta til varnir landsins eða að fullu ef Bandaríkjamenn fari.  

Hann sagði að með því að nota þumalfingursreglu ,,…væri unnt að kalla 8 til 10% þjóðarinnar til að sinna vörnum landsins á hættustundu eða milli 20.000 og 28.000 manns, án þess að efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar lamaðist. Við slíkan fjölda væri miðað í Lúxemborg, þar sem um 1000 manns sinntu störfum í her landsins á friðartímum. Unnt yrði að þjálfa fámennan hóp Íslendinga, 500 til 1000 manns, til að starfa að vörnum landsins, án þess að setja vinnumarkaðinn úr skorðum.”

Björn sér önnur not fyrir slíkt herlið en eingöngu til hernaðarþarfa. Hann telur að hægt sé að nota liðið til að bæta almannavarnir og í því skyni að bregðast við náttúruhamförum og hann sér ennfremur möguleika sem skapast hafa með stofnun íslensku Friðargæslunnar og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu.  Hún hafi aukist ár frá ári og sé orðin liður í gæslu öryggishagsmuna Íslendinga.

Inn í slíkt öryggiskerfi sér Björn einnig not fyrir sérsveit á vegum ríkislögreglustjóra, í heræfingum hér á landi annað hvert ár.  Hann virðist því sjá fyrir sér þríarma ,,öryggisstofnun”,  sem saman stendur af eins konar smáher eða öryggissveitum, íslenskri friðargæslustofnun með hernaðarlegum ívafa og sérsveitum ríkislögreglustjóra.  Hann virðist einnig sjá fyrir sér að hægt sé að færa mannafla milli þessara arma. Þar stendur hnífurinn í kúnni, því að mestu deilurnar hafa skapast um störf Friðargæslunnar.  Sumir virðast aðeins sjá fyrir sér að hún sé og verði borgaraleg stofnun með engin tengsl við hernaðarmaskínu nokkurs konar, erlenda eða innlenda en aðrir telja, þar með talin íslensk stjórnvöld, að í lagi sé að tengja hana við störf t.d. NATO í Afganistan.

Andstaðan við hugmyndir Björn um stofnun íslensks hers virðast aðallega vera á vinstri væng stjórnmálanna, þó að einstaka menn á þeim vængi hafa ljáð máls á að kannski sé tími til kominn að huga alvarlega að þessum málum.  En flestir hafa tekið frumkvæði Björns heldur fálega og kosið að persónugera þessa umræðu og telja best að hæða og spotta sem mest og vonast þannig til að umræðan falli um sjálfa sig.  En eins og rakið hefur verið í greininni snýst málið ekki um einstaka persónur, heldur hina sígilda spurningu, hvernig tryggjum við innra og ytra öryggi samfélags okkar?

Hafa mál staðið þannig hingað til, hafa fáir komið með lausn á hvernig eigi að haga vörnum landsins ef og til þess kemur að það ákveður einn góðan veðurdag að Bandaríkin geti ekki sinnt vörnum landsins.  Menn eru flestir sammála um það, burt séð frá hvaða flokka þeir styðja, að einhverjar trúverðugar varnir verði að vera og þá með einhvers konar innlendu herliði, sérsveitum, öryggissveitum, heimavarnarliði eða hvað menn vilja kalla það, verði að vera til staðar ef til þess kemur. 

Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort einhverjar líkur eru á að hér verði stofnaður her í náinni framtíð.  Ef litið er á stöðuna eins og hún er í dag, þá virðist það vera frekar ólíklegt. Íslensk stjórnvöld virðast ekki einu sinni geta rekið Landhelgisgæsluna með sómasamlegum hætti eins og allir vita og því verða þau virkilega að endurskoða afstöðu sína til þessara mála. Einhverjar bakdyraleiðir verða þess í stað farnar, svo sem með fjölgun í víkingasveitinni og að sveigja Friðargæsluna meira í átt til hermennsku.

Umræðan og stofnun Varnarmálastofnunar Íslands

Þegar leitað er að mönnum sem ræða reglulega um varnarmál Íslands og hafa gert síðan um aldarmótin 2000, þá má telja þá á fingrunum. Mætir menn eins og prófessor Baldur Þórhallsson hafa reglulega slegið á putta stjórnvalda og skammað þau. Aðrir gera það líka en ekki markvisst.  Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, birtist skyndilega á sjónarsviðið nýlega með bók sína Íslenskur her, og Birgir Loftsson hefur skrifað reglulega í blöðin greinar um varnarmál Íslands. Það 27. október 2005 kom hann með hugmynd um stofnun Varnarmálastofnun Ísland sem sendiherra Bandaríkjanna viðraði fyrstu áður en hann fór úr landi.  Um stofnun varnamálastofnunar

Þann 1. júní 2009 tilkynnti Utanríkisráðuneytið um stofnun Varnarmálastofnunar Íslands. Þar segir:

"Þegar bandaríski herinn fór héðan af Miðnesheiði í september árið 2006 eftir ríflega 55 ára dvöl, lauk löngum og umdeildum kafla í sögu lýðveldisins. Nú stöndum við á tímamótum því hafinn er nýr kafli þar sem við Íslendingar berum í fyrsta skipta sjálfstæða ábyrgð á eigin öryggi og vörnum. Ísland sem fullvalda ríki hefur nú óskorað forræði yfir þessum mikilvæga málaflokki, og það er okkar að skrifa söguna....

Varnarmálastofnun Íslands sem tekur formlega til starfa í dag er skýr birtimynd þessa nýja sjálfstæðis. Eitt af meginhlutverkum hennar er að sinna eftirliti með lofthelgi og flugumsjónarsvæði Íslands. Það gerir Varnarmálastofnun með rekstri ratsjárstöðvanna fjögurra í kringum landið sem Bandaríkin ráku áður, en íslenskir sérfræðingar hafa nú tekið við. Samhliða því hefur íslenska lofteftirlitskerfið nú verið tengt inn í ratsjárkerfi Evrópuhluta NATO. Þannig hefur Ísland færst nær meginlandi Evrópu í öryggismálum og er stefnt að því að Evrópukerfi NATO muni einnig tengjast loftvarnarkerfi Bandaríkjanna og Kanada.

Nýrri Varnarmálastofnun er ennfremur falin framkvæmd margvíslegra verkefna sem eru hluti af skuldbindingum okkar vegna aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu. Þessi verkefni eru m.a. rekstur og viðhald mannvirkja NATO á Íslandi, umsjón og framkvæmd æfinga og samskipti við erlend herlið, og að vinna upplýsingar úr kerfum NATO, sem m.a. nýtast til að tryggja öryggi íslenskra ríkisborgara á hættusvæðum.  

Annar mikilvægur þáttur í því að axla ábyrgð á öryggi og vörnum Íslands eftir brottför Bandaríkjahers var setning varnarmálalaga. Í lögunum er skýrt kveðið á um ábyrgð í málaflokknum, og skilið á milli verkefna sem lúta að innra öryggi annars vegar, og ytra öryggi og vörnum og varnarsamskiptum við önnur ríki hins vegar."

Svo er árétta að rétt er að hafa í huga að öryggis- og varnarmál eru í eðli sínu síbreytilegt langtímamál, þar sem horfa ber til áratuga, ekki mánaða eða ára. Þó friðsamlegra sé í okkar heimshluta en lengst af á síðustu öld, þá kennir reynslan okkur að skjótt skipast veður í lofti. Við vitum einfaldlega ekki hvaða aðstæður kunna að verða uppi hér á norðurslóðum eftir 10-20 ár, hvað þá eftir 30-40 ár." pphaf starfsemi Varnarmálastofnunar Íslands

Svo gerist það sem er sjaldgæft í stjórnsýslusögu Íslands, að stofnunin er lögð niður. "Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu utanríkisríkisráðherra um að samræma niðurlagningu Varnarmálastofnunar og samþættingu verkefna hennar við hlutverk annarra opinberra stofnana við áform um stofnun innanríkisráðuneytis....Varnarmálastofnun verður hins vegar lögð niður þegar á næsta ári eins og fram kemur í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010. Breytingum sem leiða af niðurlagningu hennar þarf því að ljúka fyrr og þær þurfa að rúmast innan óbreyttrar verkaskiptingar Stjórnarráðsins. Það felst m.a. í því að verkefni Varnarmálastofnunar verða færð til þeirra borgaralegu stofnana sem næst standa verkefnum hennar í dag en jafnframt yrðu burðarás í fyrirhuguðu innanríkisráðuneyti. Samhliða þessu þarf að móta skýra framtíðarsýn um verkaskiptingu utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis í varnar- og öryggismálum." Varnarmálastofnun lögð niður og verkefni flutt til fyrirhugaðs innanríkisráðuneytis

Þessi verkaskipting er enn ekki komin á hreinu, árið 2023 eins og ég hef rakið í annarri blogggrein. Í stað þess að endurreisa Varnarmálastofnun, ákvað Alþingi að fara fjallabaksleið og stofna Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála sem á að vera á vegum Háskóla Íslands. Menn hafa sum sé gert sér grein fyrir að einhver þekking eigi að vera á varnarmálum enda ekki hægt að taka upplýstar ákvarðanir í málaflokknum nema sérfræðiþekking sé fyrir hendi. Þetta var einmitt eitt af hlutverkum Varnarmálastofnunar að stunda rannsóknir og hjálpa stjórnvöld að taka upplýstar ákvarðanir. Sjá slóðina: Rannsóknasetur öryggis- og varnarmála

Í tillögu til þingsályktunar um rannsóknarsetur öryggis- og vararmála á löggjafaþingi 2023-2024 segir: "Í 6. tölul. þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem Alþingi samþykkti 13. apríl 2016 segir að stefnan feli í sér: „Að tryggja að í landinu séu til staðar varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræðiþekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir í öryggis- og varnarmálum og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands.“

Þessi ályktun snýr að því að tryggja að í landinu sé fyrir hendi sérfræðiþekkingin sem er einn af hornsteinum þjóðaröryggisstefnunnar." Málið er ekki komið lengra en þetta.

Framkvæmdaraðili varnarmála Íslands er Landhelgisgæslan. Hún er svo vanbúin, að hún getur ekki einu sinni sinnt löggæslu hlutverki sínu og standa nú umræður um fjárskort hennar meðal þingmanna.

Varnarmálalög frá 2008 eru nú í gildi. Sjá slóð: Varnarmálalög 2008 nr. 34 29. apríl Eins og sjá má, ef litið er á lögin, er málaflokkurinn umfangsmikill en eins og áður sagði, er verkaskiptingin milli Landhelgisgæslunnar og Utanríkisráðuneytisins - varnarmálaskrifstofu óljós.  LHG sinnir innanríkismál en UTN utanríkismálum.  Varnarmál falla undir bæði sviðin og er það óheppilegt.  Rannsóknarsetrið fyrirhugaða er mistök, enda hlutverk þess sérstækt.  Nær væri að endurreisa Varnarmálastofnun sem heldur algjörlega utan um málaflokkinn. Það hlýtur að vera gert í náinni framtíð.

----

Sögulegt yfirlit varnarmála - sjá slóð: Sögulegt yfirlit

29. apríl 2008
Fyrsta heildstæða löggjöfin um varnarmál samþykkt á Alþingi með varnarmálalögum nr. 34/2008, en með henni er málaflokknum komið í fastan farveg með skýrum lagaramma um verkefni íslenskra stjórnvalda á sviði öryggis- og varnarmála.

Mars 2009
Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland gefin út um hnattræna, samfélagslega og hernaðarlega þætti. Skýrslan er afrakstur vinnu þverfaglegs starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði árið 2007.

2009
Nýr kafli í norrænu varnarmálasamstarfi hófst þegar NORDEFCO-samstarfi varnarmálaráðuneytanna er hleypt af stokkunum.

2010
Samkomulag undirritað við Kanada um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála.

30. júlí 2014
Utanríkisráðherra og innanríkisráðherra undirrita samning þar sem embætti Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands er falið að sinna daglegri framkvæmd varnar- og öryggistengdra verkefna á grundvelli varnarmálalaga.

24. desember 2014
Ísland er fyrsta ríkið til þess að fullgilda alþjóðlegan samning um vopnaviðskipti sem samþykktur er á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2013.

29. júní 2016
Samkomulag við bandarísk stjórnvöld um aukna viðveru bandaríska sjó -og flughersins á Keflavíkurflugvelli.

13. apríl 2016
Þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu Íslands samþykkt á Alþingi en meðal áherslna stefnunnar er að tryggja víðtæka öryggishagsmuni Íslands með virku alþjóðasamstarfi, að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum landsins og að efla enn frekar norræna samvinnu um öryggis- og varnarmál með sérstöku tilliti til norðurslóða.

1. september 2016
Lög um stofnun þjóðaröryggisráðs samþykkt á Alþingi. Hlutverk þess er að hafa eftirlit með framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar og stuðla að endurskoðun hennar eigi sjaldnar en á fimm ára fresti ásamt því að meta ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum.

1. október 2017
Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins endurreist og Íslenska friðargæslan færð undir hina nýju skrifstofu.

Október 2017
Ísland og Írland taka við formennsku í eftirlitskerfinu með flugskeytatækni (e. Missile Technology Control Regime, MTCR). Formennskutímanum lýkur í desember 2018.

Nóvember 2018
Nýtt leiðarljós í norræna varnarsamstarfinu (e. Nordic Defence Cooperation, NORDEFCO) samþykkt á varnarmálaráðherrafundi NORDEFCO. Leiðarljósið er vegvísir samstarfsins fram til ársins 2025 og lýsir markmiðum um aukna varnargetu og varnarsamvinnu Norðurlandanna.

26. mars 2019
Endurskoðað samkomulag frá árinu 2008 um grannríkjasamstarf við Bretland á sviði varnar- og öryggismála.

1. janúar 2020
Nafn varnarmálskrifstofu breytist í kjölfar skipulagsbreytinga og tilfærslu á málaflokkum. Nýtt heiti er öryggis- og varnarmálaskrifstofa og nýju málaflokkarnir eru öryggispólitík ásamt afvopnun og takmörkun vígbúnaðar.

 

 

 


Var í raun andstaða Íslendinga við herskyldu og heimavarnarlið á 19. og 20. öld? Fyrri grein

Í þessari grein ætla ég að rekja hugmyndir Íslendinga um stofnun íslensk hers eða heimavarnarliðs.  Eins og þeir vita sem hafa fylgst með mér, er ég gallharður sjálfstæðissinni í varnarmálum og tel að mistök hafi verið gerð er stofnað var hér herlaust lýðveldi 1944. Fyrir því voru skiljanlegar ástæður sem ég fer í seinni grein minni. Varnarmál eru nefnilega ekki upp á punt né fyrir þá sem eru með hernaðarblæti, heldur dauðans alvara. Frá því að borgríki voru mynduð í Súmer og til dagsins í dag, hefur það verið megið og aðalhlutverk ríkisins að vernda borgara gegn utanaðkomandi hættur sem og innanlandshættur. Íslendingar hafa reynt að fóta sig í síbreytilegum heimi síðastliðnar tvær aldir. Þeir af mikilli skynsemi afsöluðu hlutleysisstefnuna og leituðu í skjól mesta herveldi heims, Bandaríkin og hernaðarbandalagið NATÓ - Atlantshafsbandalagið um miðbik 20. aldar. Gagnrýni mín á íslensk stjórnvöld vegna Landhelgisgæsluna, ber að sama brunni og umfjallanir mínar um varnarmál, vanræksla gagnvart öryggi ríkisins og ábyrgðarleysi. En förum tvær aldir aftur í tímann.

Ráðagerðir um stofnun landhers á Íslandi 1785

Alvarlegustu hugmyndir um stofnun íslensks landhers fyrir allt landið hingað til voru settar fram á alþingi 1785.  Hvatamenn þessarar ráðagerða voru helstu ráðamenn þjóðarinnar, Hans von Levetzov stiftamtmaður, Stefán amtmaður Þórarinsson og Björn Markússon lögmaður en ráðstefna um málið var að frumkvæði danskra stjórnvalda. Ráðstefnan átti að kanna hvort æskilegt og tiltækilegt væri að stofna slíkan her og með hvaða hætti því yrði komið í kring. 

Í kjölfar ráðstefnunnar var gerð ítarleg áætlun hvernig þjálfun slíks her færi fram, tillögur að vopnabúnaði og herbúningi lagðar fram og lagt til að þrjú hundruð manna her yrði stofnaður með sex til þrjátíu og tveggja manna sveit í hverri sýslu. Hermennirnir skyldu launaðir með hærri sköttum á bændur og dátum heitið hreppstjóratign að lokinni herþjónustu.  Ekki var látið staðið við orðin tóm, því gerð var könnun í suðuramtinu 1788 á því hverjir vildu gefa sig fram í landvarnarlið og hvaða vopn þeir hefðu tiltæk og um leið fór herútboð fram.  Í ljós kom að rúmlega 600 manns voru tiltækir í varnarliðið og voru þeir vopnaðir frá trélurkum til tinnubyssa.

Þessar hugmyndir eru hvað merkilegar fyrir það að þær voru settar fram þegar íslenskt samfélag var hvað verst sett í sinni sögu og sýnir að mönnum var full alvara með þessa hugmynd.   En þessar hugmyndir voru í raun andvana fæddar þar sem þær voru settar fram á röngum tímapunkti.  Gamla íslenska sveitasamfélagið og stjórnkerfið var í rúst vegna móðuharðinda og nýir tímar fóru nú í hönd.  Óhjákvæmilegt var að þær myndu falla um sig sjálfa.

Áætlanir Jörunds Hundadagakonungs um varnir hins nýja ríkis

Næsta útleik átti Jörundur hundadagakonungur árið 1809, sjálfskipaður verndari landsins og byltingamaður. Án nokkurra blóðsúthellinga eða almennra viðbragða landsmanna tók hann völdin í landinu í sínar hendur. 

Birti hinn nýi stjórnarherra auglýsingar eða tilskipanir þar sem stjórnarstefnunni var lýst.   Því var lýst m.a. yfir að hin nýju yfirvöld áskilji sér ,,…rétt til styrjalda og friðasamninga við erlend ríki;- að herliðið hefur útnefnt oss til hæstráðanda til sjós og lands og til yfirstjórnar í öllum styrjaldasökum;…”.

Lét Jörundur ekki við orð standa heldur lét hefja smíði skans á Arnarhólskletti í Reykjavík, nefndur Phelpsskans og áætlanir voru um stofnun íslensks hers.  Hér skal kyrrt látið liggja alvörunni á bak við allar þessar fyrirætlanir Jörunds og lögmæti stjórnar hans en hann var greinilega umhugað um að varnir hins ,,nýja ríkis” skyldu verða trúverðugar.

Hins vegar sýndu styrjaldirnar í upphafi 19. aldar að Dönum var um megn að veita Íslandi vernd eða öryggi en um leið að ef Bretar undu óbreyttu ástandi, það er að Danir hafi húsbóndavald á Norður-Atlantshafi, myndu mál lítið breytast.  Þetta ástand olli flestum Íslendingum litlum áhyggjum en þeir höfðu meiri áhuga á að öðlast einhvers konar sjálfstjórn en að stofna her.

Danskir vilja íslenska menn í danska herinn - viðbrögð Íslendinga

Kristín Svava Tómasdóttir skrifaði ágæta B.A. ritgerð í sagnfræði um hugmyndir um varalögreglu á Íslandi en fór jafnframt í hugmyndir um stofnun heimavarnarliðs á 19. öld en eins ætla má, er ekki langur vegur frá varaliði lögreglu til heimavarnarliðs. Sjá slóð hér að neðan. Grípum niður í ritgerð hennar:

"Um miðja 19. öld stakk fjárlaganefnd danska þingsins síðan upp á því að Íslendingar legðu til menn í danska sjóherinn. Sú hugmynd varð ekki að veruleika vegna andstöðu Íslendinga, en það var þeim mjög á móti skapi að íslenskir piltar gengju í danska herinn. Hér má sjá merki um þá þróun sem rakin er í fyrri kafla; danska þjóðríkið varð æ samræmdara en Íslendingar spyrntu við fótum á þeim forsendum að þeir hefðu ævinlega átt í persónulegum tengslum við konunginn og gengist undir skuldbindingar við hann en ekki við dönsku þjóðina. Þessum rökum beittu þeir jafnvel þótt þeir kvörtuðu á sama tíma undan dugleysi Dana við að verja landið.

Þeir voru aftur á móti ekki jafn mótfallnir stofnun íslensks heimavarnarliðs. Slíkt lið var raunar stofnað í Vestmannaeyjum um miðja 19. öld og starfaði í 20 ár. Hlutverk þess var að verja eyjarnar fyrir ágangi útlendinga, efla þrek manna með líkamsæfingum og styrkja framkvæmdavaldið. Þær raddir heyrðust sem vildu koma á fót svipuðu liði í Reykjavík, og í Stykkishólmi gerðu nokkrir betri borgarar árangurslausa tilraun til þess.

Skotfélög voru stofnuð víða um land um svipað leyti, að danskri fyrirmynd. Samkvæmt Þresti Sverrissyni voru dönsku félögin eins konar sambland ungmennafélaga og heimavarnarliða en íslensku félögin sennilega friðsamlegri í anda.118 Þó er athyglisvert að stór hluti þeirra borgara sem voru lögreglunni til halds og trausts í hvíta stríðinu voru einmitt félagar í Skotfélagi Reykjavíkur, enda brigslaði Alþýðublaðið félaginu um að hafa beinlínis verið stofnað í hvítliðatilgangi og þar á bæ hafi menn tekið það upp hjá sjálfum sér að safna liði lögreglunni til aðstoðar."

Þess má geta að afsökun Íslendinga var dæmigerð svar þeirra við kröfur Dana að þeir mættu ekki missa af mannskap. Þegar slík krafa kom 1857 en dönsk stjórnvöld kröfðust af endurreistu Alþingi í fjárlögum 1857 að Ísland útvegaði menn til að gegna herskyldu í flota ríkisins. Íslendingar höfnuðu þessum kröfum vegna "vinnuaflsskort yfir hábjargræðistímann á Íslandi".

Með öðrum orðum tengdu Íslendingar hugmyndir um heimavarnarlið við sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sem og ég geri sjálfur.

Jón Sigurðsson vildi beita pennanum en líka sverðinu

Varnarmál voru Jóni hugleikinn af ýmsum ástæðum en aðallega vegna þess að hann skildi að sjálfstæði þjóðarinnar hélst í hendur við varnir landsins. Ekki hægt að aðskilja þessa hluti. Þetta skildu menn líka um 1900 og Valtýr Guðmundsson var einnig fylgjandi að hér yrðu komnar varnir með auknu sjálfstæði Íslendinga. En það farið er í það í síðari grein minni.

Nútíma Íslendingar hafa lyft Jón Sigurðsson svo hátt á stall að hann er nánast orðinn að Gandhi norðursins. Jón var hins vegar raunsær maður og vissi sem var og er að sjálfstætt ríki yrði að tryggja varnir sínar með ný til komnu frelsi.

Nú þykist ég skynja, samkvæmt skoðanakönnunum að meirihluti Íslendinga vill ekki stofna íslenskan her. Það viðhorf er skiljanlegt enda erum við girt með belti og axlarbönd með veru okkar í NATÓ og varnarsamningnum við Bandaríkin.


Fallvalleiki einkennir heiminn og hernaðarveldið Bandaríkin alveg örugglega ekki til staðar fyrir Ísland um alla eilíf. Hvað gerum við þá?

En rifjum upp hvað Jón Sigurðsson sagði um varnarmál.

Fyrir hið fyrsta er að hann áleit að sérhvert ríki þyrfti á góðum vörnum að halda og sjálfstjórnað land þýddi varið land.

Í öðru lagi kynntist hann hermennsku af eigin raun og vissi út á hvað slík þjónusta gengur enda var það skylda hvers stúdents að ganga í stúdentahersveitir konungs. Þessum hersveitum var komið á fót árið 1807 til að verja Kaupmannhöfn fyrir Bretum.

Í þriðja lagi voru Napóleon styrjaldirnar Íslendingum ferskar í huga enda hafi fámennur hópur undir forystu Jörund hundadagakonung sýnt veikleika danskra varna á Íslandi og getuleysi Dana gagnvart flotaveldi Breta.

Jón Sigurðsson skrifaði einmitt um meint getuleysi Dana í fyrsta tölublaði Nýrra félagsrita árið 1841 og ályktaði að landsmönnum væri hætta búin af þessu getuleysi Danakonungs.

Íslendingum væri nauðsynlegt að fá fulltrúaþing meðal annars í þeim tilgangi að tryggja sér vettvang sem gripið gæti til viðunandi varna eða annarra úrræða til dæmis ef eitthvert ónefnt ríki hernæmi Danmörku sem einmitt gerðist 1940 og Ísland hernumið af Bretum í kjölfarið.

Jón var fylgjandi innlendu fulltrúaþingi sem gæti virkjað samtakamátt þjóðarinnar og gert landið síður fýsilegt en ella fyrir ríki sem legði Danmörku undir sig. Þá virðist Jón hér greinilega hafa séð fyrir sér að þingið stofnaði hér til einhvers konar landvarna.

Árið 1843 skrifaði Jón aftur grein í Nýrra félagsrita um varnarmál. Tók hann dæmi af vígbúnaði Íslendinga fyrr á öldum þegar þeir hefðu ekki verið eftirbátar nokkurrar þjóðar í hernaði og benti á að þessu skeiði hefði lokið með ólögmætri eyðileggingu konungsmanna á vopnabúrum Íslendinga, vopnabroti Jóni Magnússyni sýslumanns.

Jón var svo óánægður með ræktar- og skilningsleysi Íslendinga hvað varðar hermennsku á seinni öldum að hann gat ekki annað en skrifað að Íslendingar hefðu sýnt ræktarleysi, tvídrægni og hvorki meira en minna ragnmennsku margra ættliða...þegar vernda skyldi gagn landsins og verja réttindi þess og frelsi. Tilvitnun: Jón Sigurðsson, "verzlun á Íslandi", Ný félagsrit, III, 1843, bls. 1-127.

Jón ítrekaði að fulltrúaþing Íslendinga væri nauðsynlegt til að tryggja varnir landsins og Íslendingar þyrftu nauðsynlega að taka upp vopnaburð á ný.

Grípum niður í greina og sjáum hvernig Jón teldi landvörnum Íslendinga best hagað í framtíðinni:

"Þess er einkum að gæta að mér virðist um varnir á Íslandi, að þar er ekki að óttast aðsóknir af miklum her í einu, og þar þarf að eins fastar varnir á einstöku stöðum, þar sem mestar eignir og flest fólk er saman komið. Það bera sumir fyrir, að ekki stoði mikið varnir á stöku stöðum, þegar óvinir geti farið á land hvar sem stendur annarstaðar, en þess er að gæta, að útlendir leita fyrst og fremst á hafnir, eða þá staði sem landsmönnum eru tilfinnanligastir, einsog menn sáu á ófriðarárunum seinustu að þeir leituðu á Reykjavík og Hafnarfjörð, og þarnæst, að væri nokkur regla á vörninni yrði hægt að draga saman nokkurn flokk á skömmum tíma hvar sem stæði, þar sem líklegt væri nokkurr legði að landi, og að síðustu, að þó óvinir kæmist á land, þá yrði hægt að gjöra þeim þann farartálma, ef landsmenn brysti ekki hug og samtök, að þeir kæmist skammt á götu, þar er þeir yrði að flytja með sér allt sem við þirfti, og skjóta mætti á þá nær því undan hverjum steini. "Eptir því sem nú er ástatt mætti það virðast haganligast, að menn lærði einúngis skotfimni og þvílíka hernaðar aðferð sem skotlið hefir, eður veiðimenn, og ríður einkum á að sem allflestir væri sem bestar skyttur, og hefði góð vopn í höndum. Smáflokkar af þvílíkum mönnum um allt land, sem vildi verja föðurland sitt og sýna hverra synir þeir væri, mundi ekki verða síður hættuligir útlendum mönnum á Íslandi enn þeir hafa orðið annarstaðar..."

Jón var sem sagt fylgjandi skæruhernaði enda fámennt land og ekki margir hermenn sem stæðu til boða. en svo virðist sem Jón hafi einmitt talið slíkar hernaðaraðferðir henta Íslendingum vel til landvarna.

Jón Sigurðsson gerði sér grein fyrir því að það kostaði töluverða fyrirhöfn að koma upp slíkum liðsafla á Íslandi. Hann hafði ráð undir rifi hverju, því hann lagði til að ungir menn kepptust um að eiga sem bestar byssur og að vera sem markvissastir í skotfimi. Þá myndi mönnum vart þykja tilkostnaðurinn of mikill. Það væri gaman að grafa upp afstöðu Jóns gagnvart Herfylkinguna í Vestmannaeyjum sem komið var á fót í hans tíð. Hef a.m.k. ekki lesið neina grein sem fjallar um það.

Stofnun herfylkingar í Vestmannaeyjum 1857

Einhverjar viðleitni gætti þó hjá Vestmannaeyingum í þessa átt, ef til vill vegna hvatningaorða manna eins og Jóns Sigurðusson en líklegra vegna aðstæðna í Vestmannaeyjum en árið 1853 var skipaður nýr sýslumaður Vestmannaeyja, Andreas August von Kohl, danskur að ætt og kallaður kapteinn.

Sá kapteininn að hér væri grundvöllur fyrir því að stofna varnarsveit eða her heimamanna, þar sem hér eimdi ennþá eftir af ótta fólks við sjóræningja, einkum Tyrki. Fékk hugmynd Kohl um stofnun svonefndrar herfylkingar hinar bestu undirtektir í eyjum. Nokkur ár tók þó að skipuleggja þennan vísir að her og var hann að fullu komið á fót 1857 og var starfræktur til vors 1869. 

Hér skal ekki greint nákvæmlega frá skipan herfylkingunnar  en hún var skipulögð með sama hætti og tíðkaðist með venjulega heri í Evrópu á þessum tíma; með tignarheitum, vopnum, gunnfána og einkennismerkjum.

Markmið herfylkingarinnar var í fyrsta lagi að vera varnarsveit gegn árásum útlendinga.  Í öðru lagi að vera lögreglusveit til að halda uppi aga og reglu á eyjunni. Í þriðja lagi að vera bindindishreyfing og í fjórða lagi að vera eins konar íþróttahreyfing. Líklegt má telja að stöðugur fjárskortur hafi riðið hana til falls að lokum sem og forystuleysi.  Þessi viðleitni til stofnun hers, náði aðeins til Vestmannaeyja. Íslenskir ráðamenn voru þó ekki búnir að gleyma málinu.

Árið 1867 var lagt er fram frumvarp um stjórnskipunarlög fyrir þingið. Í því sagði m.a: ,,Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn föðurlandsins eftir því sem nákvæmar kann að verða fyrirmælt þar um með lagaboði.“

Svo kom að því að sérstök stjórnarskrá fyrir Ísland var lögfest 1874. Í henni var kveðið á um landvarnarskyldu allra landsmanna. Nú fór í hönd landstjóratímabilið og menn héldu áfram að ræða sjálfstæðismál og varnarmál.

En það voru deilur um landhelgismál landsins milli Dana og Breta um aldarmótin 1900 og gangur heimstyrjaldarinnar fyrri sem átti sinn þátt í að svipta hulunni frá augum Íslendinga að hér voru það Bretar sem réðu ferðinni og varnarleysi landsins væri mikið. En hér ætla ég að láta staða numið og hefja mál mitt á ný í síðari grein um þetta málefni.

Hér er ritgerð Kristínar Svövu:

Tengsl lögreglu og ríkisvalds á Íslandi 1921-1935 og stofnun íslenskrar ríkislögreglu

 


Stríð í Miðausturlöndum sem öllum er sama um

Síðan 2001, eftir árásina á Bandaríkin, hefur svæðið í raun logað í ófriði.  Bandaríkjamenn voru og eru stórir þátttakendur. Byrjum fyrst á Afganistan, þótt landið liggur í jaðri svæðisins.

Afganistanstríðið hófst 2001 og endaði í fyrra. Bandaríkin, studd af NATO bandamönnum sínum, réðust inn í Afganistan sem svar við hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Meginmarkmiðið var að koma talibanastjórninni frá völdum og útrýma al-Qaeda. Átökin hafa haldið áfram í mörg ár, þar sem ýmsir uppreisnarhópar, stjórnarher og alþjóðlegir hersveitir hafa átt þátt í. Þetta stríð endaði með auðmýkjandi undanhaldi Bandaríkjahers og árangurinn var enginn. Bókstaflega enginn. Joe Biden bar ábyrgð á ósigrinum. Enginn fór út á götur til að mótmæla þessu stríði.

Íraksstríðið stóð frá 2003-2011. Bandaríkin, ásamt bandalagi bandamanna, réðust inn í Írak árið 2003 og vitnuðu í áhyggjur af gereyðingarvopnum og tengslum við hryðjuverk. Átökin leiddu til þess að Saddam Hussein var steypt af stóli, en þau leiddu einnig til langvarandi uppreisnarmanna og ofbeldis milli trúarhópa sem og uppgang ISIS. Enn var hafið stríðið á hæpnum forsendum. Árangurinn var enginn. Ef eitthvað er, eru írönsk áhrif meiri en áður en Írak og Íran börðust á banaspjótum fyrir afskipti Bandaríkjanna. Enginn mótmælir þessu stríði (smá mótmæli).

Sýrlenska borgarastyrjöldin hófst 2011 í kjölfar arabíska vorsins. Sýrlenska átökin hófust sem röð mótmæla gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad árið 2011. Ástandið jókst yfir í allsherjar borgarastyrjöld, þar sem ýmsar fylkingar, þar á meðal stjórnarher, uppreisnarhópar, og öfgasamtök eins og ISIS, sem berjast um yfirráð. Átökin hafa valdið gríðarlegum mannúðarþjáningum og leitt til flókins landpólitísks landslags. Stríðið er enn í gangi og hundruð þúsunda manna liggja í valnum. Enginn mótmælir þessu stríði.

Borgarastyrjöld í Jemen sem hófst 2014 og er enn í gangi. Margir aðilar taka þátt í átökunum í Jemen, þar á meðal alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórnin, uppreisnarmenn Hútí og aðskilnaðarsinnum í suðurhluta landsins. Bandalag undir forystu Sádi-Arabíu greip inn í atburðarásina árið 2015 til að styðja ríkisstjórnina gegn Hútís, sem stuðlaði að flóknum og langvinnum átökum. Talið er a.m.k. 400 þúsund manns liggi í valnum, bæði vegna hernaðarátakanna og afleiðinga þeirra, sem er hungursneyð. Enginn mótmælir þessu stríði.

Átök Ísraela og Palestínumanna eru sífellt í gangi. Á meðan átök Ísraela og Palestínumanna voru fyrir 2001 hefur spenna og ofbeldi haldið áfram á svæðinu. Átök hafa verið með hléum, með athyglisverðum stigmögnun á árunum 2008-2009 (Gaza-stríðið), 2012 og 2014. Gaza stríðið 2023 er nú í gangi. Það hófst með fjöldamorð Hamas á saklausu fólki í Ísrael. En nú ber svo við að fólk fylkist út á götur og mótmælir þjóðarmorði á íbúum Gaza. Enginn gengur mótmælagöngur fyrir hönd myrtra gyðinga, ekki einu sinni hér á Íslandi.

Og heilinn á bakvið núverandi átök, Íran, sleppur án þess að vera slegið á puttanna. Þeir eru alls staðar bakvið, Írak, Sýrlandi, Líbanon og Jemen og kynda undir átök.  Í raun er allsherjar stríð í gangi á svæðinu. Það er enn sem komið er, undir stjórn, en minnsti neisti getur kveikt undir stórátök.

Eins og staðan er í dag, virðist stríðið í Gaza vera staðbundið, Hezbollah lætur sig nægja að erta Ísraelmenn sem svara á móti með auga fyrir auga. Hvort Ísraelmenn geri svo innrás í Líbanon í kjölfar sigurs í Gaza, er spurning.


Enn um landvarnir Íslendinga

Það er ánægjulegt að einhver umræða er um varnarmál. Ég nota ekki hugtalið hermál, því að málið snýst um öryggi íslenskra borgara, ekki að fara með hernað á aðrar þjóðir.

Það er gott og blessað að vísa í fortíðina og benda á vítin til varnar. En fortíðin er fortíð, hún kemur ekki aftur. Mikið var rætt um í sagnfræðinni hvort sagan endurtæki sig. Nei, hún gerir það ekki en hliðstæður eru til. Jú, því að prímus mótor athafna manna hefur ekki breyst í árþúsundir.

Það er engin tilviljun að löng friðartímabil voru eftir stórstyrjaldir eins og þrjátíu ára stríðið, Napóleon stríðin og heimsstyrjaldirnar tvær (sem sumir vilja segja að sé eitt og sama stríðið eða samtengd). Menn lærðu af morðæðunum, en bara í smá tíma. En svo líða 80-100 ár og allir látnir sem tóku þátt í stríðunum. Nýjar kynslóðir læra ekki af reynslu undangengna kynslóða og hefja á ný stríðsbrölt.

Við getum farið aftur til Súmers og upphaf borgarmenningar til að sjá að her og lögregla hafa verið hluti borgarsamfélaganna og hernaðarátök reglulegur hluti af tilveru manna. Er ekki að segja að safnarar og veiðimenn hafi verið eitthvað friðsamari, þeir voru líka villidýr, en ekki siðmenntuð villidýr eins og borgarinn. Það er engin tilviljun að fyrstu lögreglumenn landsins voru staðsettir í fyrsta sjávarþorpi landsins, Reykjavík.

Svo er það ef-sagan. Ef þetta hefði verið svona, þá eitthvað. Ef Hitler hefði unnið Stalingrad, þá....og menn gefa sér einhverja niðurstöðu sem hefði ef til aldrei orðið. Svona er sagan og henni er ekki breytt. 

En við getum haft áhrif á framtíðina. Og undirbúið okkur undir komandi hamfarir, af náttúru hendi eða manna völdum. Við vitum alveg hverjar hætturnar eru. Jarðskjálftar boða nú eldgos á Reykjanes skaga og við undirbúum okkur undir það og blikur eru í heimsmálunum og við eigum að undirbúa okkur undir það versta og vona það besta.

Varnir Íslands eru ekki bara vopn og mannskapur undir vopnum, heldur þarf þjóðfélagið að undirbúa sig á annan máta. Tryggja þarf fæðuöryggi og orkuöryggi. Ísland er matarkista en okkur skortir korn og bændur eru illa haldnir fjárhagslega. Stjórnvöld eru að vinna í málinu. Hér er nægt rafmagn og líka lífeldsneyti en okkur mun vanhaga um olíu í komandi stríði. Skortur á vélbúnaði og hugbúnaði getur orðið í stríði.

Ef við ætlum að draga einhverjar ályktanir af fyrri stríðum, þá þurfum við að draga fram landabréfakortið. Er landið eyland eða á landmassa Evrópusléttunnar? Hættur sem steðja að Dönum eða Hollendingum eru aðrar en þær sem steðja að Noregi og Svíþjóð sem eru fjalllend og skóglend. Sama gildir um Bretland og Ísland, bæði löndin eru eyríki. Jafnvel það að fara yfir Ermasundið hefur reynst nútímaherjum erfiður farartálmi.

Ísland hefur enn tvo yfirburði eða kosti í vörnum sínum. Fjarlægðin frá meginlandi Evrópu gerir innrásarher erfitt fyrir en stöðvar hann ekki. Og Ísland er fjöllótt eins og Sviss og strjábýlt. Auðvelt að halda uppi skæruhernað eins og Jón Sigurðsson forseti bendi á.  Hann mat stöðuna eins og hún varð á 20. öld. Barist yrði um þéttbýliskjarnanna á Suðurlandi eða þeir herteknir fyrst en landið byði upp á skæruhernað í fjöllum. Báðar áætlanir Þjóðverja og Breta voru á þessa leið.

Með litlu en öflugu varnarliði getum við fengið að vera í friði fyrir erlendri hersetu á friðartímum og stöðvað eða tafið innrás á ófriðartímum þar til hjálpin berst. 

Í raun hefur íslenska lýðveldið frá stofnun reynt að tryggja stöðu sína í hverfulum heimi og undirbúið sig undir hvers kyns vá. Allt í höndum Íslendinga, þ.e.a.s. almannavarir nema hervarnirnar sem voru úthýstar.

Munum að Norðmenn og Danir höfðu aldrei setulið á landinu. Noregskonungur sinnti aldrei vörnum Íslands en beitti handbenda sína á landinu til að halda uppi innanlandsfriði. Höfðingjar riðu um héruð með sveinalið. Svo þróað var þetta kerfi að meira segja biskupsstólarnir voru með vopnuð sveinalið. Íslenskur sagnaritari kallaði 15. öldina sveinaöld. Sjá slóðina:

Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju

Íslendingar sinntu landvörnum sínum vel á miðöldum. Reist voru yfir 30 virki á tímabilinu sem vitað er um og skanzar á árnýöld.

En þegar Danir í raun eyðilögðu miðaldarsamfélag Íslendinga og valdakerfið sem var hér innanlands, hrundi margt. Konungsvaldið dró að sér vopn og verjur Íslendinga og sveinahald lagðist af. Danakonungi þótti nóg að verja fiskimið Íslands fyrir ásókn útlendinganna en sleppi að vera með virki eða aðrar landvarnir.

Varnir Dana snérum um þeirra eigin hagsmuni. Sama á við um Bandaríkin, þau eru hér á eigin forsendum og til varnar Bandaríkjunum.  Hagsmunir okkar fari stundum og stundum ekki við hagsmuni Bandaríkjahers. Það er því kominn tími til að hverfa til þess er var frá horfið 1550 og koma varnarmálin í hendur Íslendinga.

Á öllum tímum Íslandssögunnar hafa menn reynt að tryggja varnir landsins. Það er ekki spurning, en spurningin er, hvernig?

 


Hlutleysi verður ekki varið nema með öflugum vörnum

Í framhaldi af grein minni Getur Bandaríkjaher varið Ísland?, var komið með þau mótrök að best sé að Íslands sé hlutlaust, að "Íslandi farnast best herlausu og alþjóðlega hlutlausu" (þýðist: Án Bandaríkjahers og úr NATÓ).

Eru þetta virkilega raunhæft? Hvað segir sagan okkur? Fyrsta alvöru árásin á Ísland var 1627 í Tyrkjaráninu svo kallaða. Þá voru skipasamgöngur orðnar það þróaðar að hægt var að stefna hingað ræningjaflota úr Barbaríinu. Og nóta bene, við vorum undir hervernd Dana. Dönsk stjórnvöld voru gripin í rúminu en þau lærðu af reynslunni.  Hingað voru stefnd herskip árlega eftir það og enski flotinn eyddi tugir ræningjaskipa sem stefndu til Írlands, Færeyja og Íslands næstu misseri. Úlfarnir höfðu runnið á blóðlyktina en þeim var slátrað á leið sinni á norðurslóðir. En þetta er önnur saga. 

Hvað færði hlutleysis stefna Íslands okkur? Hernám Íslands 1940. Við vorum ljón heppin að Hitler gat ekki hrint í framkvæmd Ikarus áætluna. Þá hefði verið barist á landinu. Við verðum ekki svona heppin næst. Ekki að ástæðulausu að við gegnum í NATÓ. 

Meiri líkur en minni eru á að ráðist sé á bandaríska NATÓ herstöð en íslenskt varnarlið. En spurningin stendur, hvað gerum við ef Bandaríkin geta ekki varið Ísland?

BNA verða ekki til að eilífu. Öll heimsveldi eiga sinn líftíma. Frægasta dæmið er þegar rómverski herinn yfirgaf Bretlandseyjar án þess að segja orð, hann bara fór, líkt og Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006, þrátt fyrir að íslenskir ráðamenn væru á hnjánum. Vopnlausir íbúarnir skildir eftir en við þekkjum eftirmálann. Í nútímanum gerast hlutirnir hraðar. Það tók Ottómanaveldið aldir að hnigna og falla en breska heimsveldið einungis nokkra áratugi á 20 öld.

Bandaríkin eru í miklum vandræðum, meiri en almenningur á Íslandi hefur vitneskju um. Meira segja vafi er um tilveru NATÓs ef Úkraníu stríðið endar á annan hátt en við höldum.

Ef við Íslendingar kjósum að leita aftur í hlutleysið, þá verður það einungis gert á forsendum vopnaðrar varna. Svisslendingar hafa verið hlutlausir í aldir en bara á forsendum sterkra varna og landshátta. Sama gildir um Svía.

Svissneski herinn er afar öflugur og landið er eitt rammgert víghreiður, eins og svissneskur ostur, sundurskorið af byrgjum.  Hitler var með áætlun um innrás en honum var ráðið frá að reyna það, til þess voru varnirnar of öflugar. Ef einhverjir komast af ef til kjarnorkustyrjaldar kemur, þá eru það Svisslendingar.

Það er hægt að verja Ísland með íslensku varnarliði, tímabundið a.m.k. Það er ekki spurning. Það vantar bara pólitískan vilja.

Ein leiðin sem við getum farið, ef við viljum vera í skjóli hernaðarbandalags, en vera ekki útstöð hernaðarveldis, er að segja upp tvíhliða varnarsamninginum við Bandaríkin en vera áfram í NATÓ. Hvað þýðir þetta? Í næstu stórstyrjöld verður Ísland ekki fyrsta skotmarkið sem ráðist verður á, hugsanlega fáum við að vera í friði ef hér er bara íslenskt varnarlið, lítið en öflugt og í skjóli NATÓ. En er þetta raunhæft? Veit það ekki.

 

 

 

 


Getur Bandaríkjaher varið Ísland?

Fyrir einum áratug væri þetta álitin fáranleg spurning. En skjótt skipast veður í lofti. Eftir að arfaslök ríkisstjórn Bidens tók við völdum fyrir tveimur og hálfu ári, hefur hættuástandið í heiminum aldrei verið eins mikið og er í dag.

Veikleiki í framgöngu og í raunveruleikanum, sbr. hörmulegt undanhaldið í Afganistan, sem er ekkert annað en ósigur, og staðgengisstríðið í Úkraníu hafa sýnt það. Það er eins og spurningin hvað á að gera eftir stríðið sé ekki spurð? Eftir undanhaldið? Ef Trump hefði gert þetta, hefðu allir fjölmiðlar rifið hann í sig, nógur er hamagangurinn þegar hann hefur ekkert gert af sér.

Nú er enn einn vettvangur fyrir Biden stjórnina að klúðra en í þetta sinn getur klúðrið leitt til heimsstyrjaldar. Það eru afskipti þeirra í Miðausturlöndum og núverandi stríð í Ísrael. Fátt og fum er sýnt opinberlega og Biden áfram í fríi eða fjarverandi.

Við sjóndeildarhringinn ber í annað mögulegt stríð, en það er stríð um Taívan.  Þessar veikleikar eru öllum sýnilegir, og þegar forsetinn muldrar í ræðum og villist á sviði, eru það skýr skilaboð til andstæðinga Bandaríkjanna um að fara af stað. 

Þótt Bandaríkin séu öflugt herveldi, líkt og Rómaveldi á sínum tíma, eru auðlindirnar, heraflinn, hergögnin og möguleikarnir ekki endalausir. Talað er um að Bandaríkin ættu að geta háð eitt stórt stríð og annað minniháttar. En það átti við um níunda áratug 20. aldar, ekki í dag. Svo var þegar Bandaríkin börðust í Írak og Afganistan á þeirri 21., að þeir rétt réðu við verkefnið. Þeir meira segja dróu herlið frá Ísland 2006 vegna þess að þeim skorti mannskap. Fyrr hafði þyrlusveit þeirra farið úr landi í skjóli nætur. Þeir voru heppnir að andstæðingar þeirra í þetta sinn voru illa vopnum búnir og engir nútímaherir að eiga við.

Stríðið í Úkraníu, sem er bara staðgengisstríð, hefur sýnt hversu erfitt það mun reynast Bandaríkjunum að eiga við öflugt herveldi. Hætta er á að margir aðilar láti til skara skríða samtímis ef Bandríkin verða upptekin í einu stríði. Ríkið er stórskuldugt og í raun gjaldþrota. Af hverju að troða illsakir við tvö herveldi í einu, Rússland og Kína? Sjálfsmorðsleiðangur? Rómverjar hefðu hrist höfuðið yfir slíkri "stjórnkænsku". Rómverjar voru hrokafullir en séðir um leið. Þeir deildu og drottnuðu, á réttum tíma og réttum stað.

Hættur steðja að sjálfu heimalandinu. Bara á þessu ári hafa stjórnvöld handtekið á galopnum landamærum sínum hátt í 200 manns af hryðjuverkamannalista. Milljónir manna hafa streymt yfir landamærin án þess að stoppa og enginn veit hvaða fólk þetta er. Þessir 200 manns eru þeir sem þeir náu í, hvað um hina sem sem ekki náðust? Hvað vilja þessir einstaklingar til Bandaríkjanna annað en að fremja hryðjuverk? Þetta eru vandamál Bandaríkjamanna en líka okkar.

Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að tryggja öryggi Íslands ef Bandaríkin lenda í meiriháttar átökum? Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera til að tryggja að hér verði ekki framin hryðjuverk? Íslensk landamæri eru einnig galopin og hingað hefur leitað fólk sem er ekki endilega hliðhollt vestrænni menningu. Eru íslensk stjórnvöld að flytja inn glæpahópa og hugsanlega hryðjuverkamenn með því að gæta ekki landamæra okkar?

Við höfum engan raunverulegan viðbúnað til að bregðast við ef til stríðs kemur. Og heldur ekki Bandaríkjamenn. Eru þeir að tryggja loftvarnir þéttbýliskjarna með loftvarnarkerfum? Ekki nægir að senda hingað flugsveit á nokkurra mánaða fresti, það er sýndarmennska. Við höfum bara fámennt lögreglulið sem hefur ekkert í fámennan og samstiltan hryðjuverkahóp að gera.

Væri ekki betra að Íslendingar hafi eigið herlið til að tryggja eigin varnir? Í alvöru talað! Munum að stríð gærdagsins er öðruvísi en stríð morgundagsins. Við vitum ekkert hvað bíður okkar...ekkert okkar. Hvenær ætla íslensk stjórnvöld að vakna af þyrnirósasvefninum?

 

 


Er Douglas MacGregor ofursti að missa flugið?

Einn vinsælasti álitsgjafi í dag um nútíma stríð er hinn fyrrverandi ofursti í Bandaríkjaher, Douglas MacGregor.  Ég ætla ekki að rekja æfiferil hans, enda hef ég skrifað heila blogg grein um hans feril sem er athyglisverður.

Hann hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlunum og almennum fjölmiðlum sem álitsgjafi. Stjarna hans byrjaði að skína með Úkraníu stríðinu og virðist innsæi hans vera einstætt hvað sé að gerast á vígvellum Úkraníu. Skoðanir hans andstæðar við mamma fjölmiðlar segja okkur. En er hann alvitur? Efi var sáð í hugann er hann lagði mat á stöðuna í Ísrael og viðureign Ísraela við Palestínumenn (Gazanbúa). 

Ég sá nýverið viðtal við hann um núverandi stríð Ísraela við Palestínumenn á Gaza. Þar finnst mér hann ekki meta stöðuna rétt, sem er vonbrigði.  Hann kemur með ýmislegar ályktanir sem eiga ekki við raunveruleikann. Tökum dæmi.  Hann ýjar að því að Tyrkir blandi sér í átökin og þeir hafi úrslitaáhrif, enda með tvær milljónir manna sem þeir geta kvatt í herinn á örskamma stund. En Tyrkir eru í NATÓ og ætla þeir að fórna þeim hagsmunum fyrir Gaza? Held ekki.

Svo hefur hann allt of miklar áhyggjur af hernaðargetu Bandaríkjahers sem hann segir að sé vanbúinn. Er hann það í raun? Bandaríkjaher einn getur eytt jörðinni auðveldlega með eigin kjarnorkuvopn. Hann þarf ekki einu sinni andstæðing.

En MacGregor gleymir að Tyrkir eru að meirihluta súnni múslimar eða 80% þjóðarinnar. Og það skiptir virkilega miklu máli hvort þjóðirnar í Miðausturlöndum eru súnní eða shía múslimar, því að þar liggja átakalínurnar og kalda stríðið í Miðausturlöndum snýst um. Það eru tvær andstæðar blokkir sem berjast á banaspjótum um forræðið á svæðinu. Ásinn er Ísrael ríkið sem breytir valdastöðinni, súnní múslimum í vil. Það vilja Íranir að sjálfsögðu ekki og því var stofnað til átaka við Ísrael með leiguliðum sínum Hamas og Hezbollah. 

Spurningin er, láta ráðamenn í Arabaríkjunum tilfinningarnar þjóða þeirra ráða ferðinni eða langtíma markmið þeirra (stjórnvalda) sem er að eyða áhrif Írana á Miðausturlönd. Vilja Sádar að Íranir séu kjarnorkuveldi? Held að menn hugsi fram í tímann, þeir hafa áður verið tilbúnir að fórna hagsmunum Palestínumanna fyrir eigin og það mun ekki breytast.

Mat MacGregors að Arabaheimurinn sé ein heild er rangt mat. Hann er margskiptur og tilraunir til að sameina hans hafa mistekist síðan íslam varð til. Kannski má kalla Ísrael Joker spilið. Hægt að nota það til að breyta stöðunni.

Raunsætt séð, munu Vesturveldin aldrei leyfa eyðingu heils ríkis, Ísraelsríki og því munu þau með Bandaríkin í broddi fylkingar egna til átaka og raunverulegs svæðisstríðs í Miðausturlöndum.  Álfustríð eða heimsstyrjöld er spurningin. Hugsanlega verður hér bara svæðisstríð.

 


Getur Ísrael barist á mörgum vígstöðvum í einu?

Svo virðist álitsgjafi Útvarps sögu ekki halda. Rætt var við Bjarna Hauksson í þættinum Heimsmálin um stöðuna við botni Miðjarðarhafs.

"Bjarni segir að til þess að geta hertekið norðurpart Palestínu eins og Ísraelsher hefur gefið út að hann ætli sér að gera kosti það að minnsta kosti 100.000 fótgönguliða þarf með öllum þeim stuðningi sem þeim fylgi og varalið upp á að minnsta kosti 200.000 hermenn og er vandi Ísraelsmanna sá að þeir hafa einungis 300 þúsund hermenn virka svo það yrði engin eftir til þess að verja norður landamærin eða austurlandamærin.

Þetta þýði að Ísraelsher geti í raun ekki herfræðilega séð, fest sig á einhverjum einum vígstöðvum."

Sjá slóðina:

Heimsmálin: Ísrael hefði ekki getuna til að ráðast inn í Palestínu án aðstoðar

En hefur Bjarni rétt fyrir sér? Hefur hann rannsakað fyrri stríð Ísraela? Öll þeirra stríð voru í raun háð við fleiri en einn andstæðing í einu. Sjálfstæðisstríðið sem var háð 1947-1949 var háð við marga andstæðinga í einu.

Sínaístríðið 1956. Þótt andstæðingurinn hafi bara verið einn, Egyptaland, þurfti Ísraelher að vera með mikinn viðbúnað við önnur landamæri sín, enda umkringdir óvinaþjóðum.

Sex daga stríðið 1967. Ísrael barðist við Egyptalandi, Sýrlandi og Jórdan eftir er Ísraeli hófst átök við umliggjandi lönd.

Yom Kippur stríðið 1973. Ísrael varð fyrir óvæntri árás nágrannaríkja sinna. Yom Kippur stríðið var aðallega við Egyptaland og Sýrland, og hófst á Yom Kippu hátíðinni. Ísrael vann stríðið á endanum en með mestu erfiðleikum.

Fyrri Líbanónstríðið var háð 1982 og var háð í Suður-Líbanon. Enn var um einn andstæðing að ræða en þeir þurftu að hafa allan varan á gagnvart Sýrlandi.

Öll ofangreind átök unnu Ísraelar, alltaf gegn erfiðum andstæðingum.

Svo eru það Gaza átökin sem Ísrael hefur háð við Hamas samtökin síðan þau komu til sögunnar.

Aðgerðin kastað blý (2008-2009): Þetta var þriggja vikna hernaðaraðgerð sem Ísraelar hófu í lok desember 2008 til að bregðast við eldflaugaárásum frá Gaza. Átökin leiddu til talsverðs mannfalls og skemmda á innviðum á Gaza.

Aðgerðin varnarsúlan (2012): Í nóvember 2012 hófu Ísrael hernaðaraðgerð eftir aukningu á eldflaugaárásum frá Gaza. Átökunum lauk með vopnahléi sem Egyptaland hafði milligöngu um.

Aðgerðin hlífðarbrún (2014): Þetta voru mikil hernaðarátök sem hófust í júlí 2014 og stóðu yfir í 50 daga. Markmið Ísraels var að stöðva eldflaugaárásir frá Gaza og eyðileggja Hamas-göng. Átökin leiddu til verulegs mannfalls, eyðileggingar og til vopnahlés.

Hinn mikli endurkomumars (2018): Þetta var röð mótmæla meðfram landamærum Gaza og Ísraels sem hófust í mars 2018. Mótmælunum var mætt með viðbrögðum ísraelska hersins, sem leiddi til mannfalls.

Átök Ísraels og Hamas brutust út í maí 2021. Í maí 2021 var enn ein mikil aukning ofbeldis milli Ísraels og Hamas. Átökin hófust með spennuástandi í Austur-Jerúsalem sem leiddi til eldflaugaárása frá Gaza og loftárása Ísraela. Þessi 11 daga átök leiddu til vopnahlés, með verulegu mannfalli og skemmdum á báða bóga.

Og nú árið 2023, með áhlaup Hamas inn í Ísrael. Enn hafa Ísraelar ekki gert innrás í Gaza en það virðist vera tímaspurtsmál hvenær svo verður.

Ísraelar verða að sigra í komandi átökum, annars er friðurinn úti gagnvart Arabaheiminum. Stórkostlegur friðarárangur hefur náðs milli Ísrael og  Sunní múslimaþjóðir, Abraham friðargjörðin. Virtist friðarsamningur milli Sáda og Ísraela vera í sjónmáli er þessi átök brutust út og virðast einmitt vera beint gegn friði milli Ísraels við Araba. Ísraelar virðast hafa skipað sér í lið með súnní araba eins og áður sagði.

En spurningin er, getur Ísrael hertekið Gaza og barist á mörgum vígstöðvum í einu? Já, sagan segir okkur það. Hermaskína Ísraels er jafnvel öflugri en áður, t.d. Iron Dome loftvarnarkerfið. Svo er það Iron Bean loftvarnarkerfið sem tekur við og á að geta skotið niður allar eldflaugar með leysigeislum með litlum kostnaði. Íraelar þurftu að draga það fram í núverandi átökum, þótt það sé enn á tilraunastigi.

Álitið er að Ísrael hafa kafbáta vopnaða kjarnorkusprengjum sem geta gert árásir á Íran. Þeir eiga fimm Dolphin-class kafbáta, allir með getu til að bera kjarnorkuvopn og nú í sumar var sjósettur INS Drakon kafbátur í Þýskalandi fyrir Ísraela sem getur borið langdrægar eldflaugar.

Flugmóðuskipa flotarnir tveir sem bandaríski flotinn hefur staðsett við botni Miðjarðarhafs á einmitt að hóta Hezbollah samtökunum loftárásum ef þeir fara af stað með hernaði. Líklega þora þeir ekki í stórátök við Ísrael, minnugir fyrri ósigra en hafa miklu herstyrk Ísrael við landamæri Líbanon eins og þeir vilja.

Líklega þróast málið svona: Ísraelher hertekur Gaza svæðið, en þeir hafa hólfaskipt svæðið í fjögur hólf og þeir taka eitt hólf í einu. Erfið átök sem þeir gefa sér tíma í, sbr. fyrri átök. Engin átök verða við aðra aðila, þótt spennustigið verður hátt. Stjórn Hamas á Gaza verður afnumin og samtökin upprætt.

Svo er að sjá hvort ráðamenn í Miðausturlöndum séu að horfa fram á veginn eða láti þetta tilvik ráða ferðinni. Friðurinn verður áfram óstöðugur, Arabaheimurinn áfram tvískiptur í tvær fylkingar og hættan á kjarnorkustríði eykst með hverju degi með kjarnorkuvopnaþróun klerkastjórnarinnar í Íran. Hvorki Ísraelar né Sádar geta sætt sig við það.   Áfram logar kveikurinn á púðurtunnunni.

Hér er farið yfir stöðuna: What If Israel Has to Fight a War on Five Fronts?

 


Mistækur ferill friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna

Margir velta fyrir sér hvað Sameinuðu þjóðirnar ætla sér að gera fyrir flóttafólk af Gasa.  Egyptar hafa læst landamærastöðinni við Rafa og flóttamenn komast þar af leiðandi ekki yfir til Egyptalands. Einn egypskur embættismaður lagði til að Evrópa tæki við flóttamönnunum. Engin Arabaþjóð vill taka við 2,3 milljónir Gasabúa.

Lagt hefur verið til að Sameinuðu þjóðirnar stígi inn í og komi upp flóttamannabúðir við landamæri Egyptalands og Gasa, Egyptalands megin. En nei, Sameinuðu þjóðirnar vilja það ekki nema öryggið verði tryggt. Hvenær er öryggi flóttamannabúða að fullu tryggt? Á ekki að mæta fólkinu þar sem það er statt í hættu?

Þetta minnir mig á hversu illa S.þ. stóðu sig í Rúanda.  Ég hef horft á tvær bíómyndir um þjóðarmorðið þar og þá síðari bara í seinustu viku og fjallaði sú um kanadískan hershöfðingja sem var þar yfir friðargæslusveitum S.þ. í landinu. 

Sveitir S.þ. voru fámennar, illa vopnum búnar, nánast ekki með nein skotfæri. Það var kanadíski hershöfðinginn í liði S.þ. sem bjargaði því sem bjarga mátti, en hann tók að sér vernd 32 þúsund manna og hunsaði þar með fyrirmæli höfuðstöðva S.þ. um að draga úr landinu allt friðargæsluliðs S.þ.  Menn vissu fullvel að þjóðarmorð var í gangi en ekkert var gert. Í valinu lágu rétt um milljón manns.

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa tekið þátt í friðargæslustörfum um allan heim frá stofnun þeirra árið 1945. Þótt S.Þ. hafi náð nokkrum árangri í friðargæslu, hafa þau einnig staðið frammi fyrir gagnrýni og áskorunum í ýmsum verkefnum. Kíkjum á nokkur dæmi.

Árangurinn er sumstaðar sjáanlegur. SÞ hafa gegnt mikilvægu hlutverki við að leysa átök og viðhalda friði á mörgum svæðum. Nokkur árangursrík dæmi eru friðargæsluverkefni í Namibíu, Kambódíu, El Salvador, Mósambík og Líberíu. Þessi verkefni hjálpuðu til við að koma á stöðugleika í stöðunni, auðvelda kosningar og styðja við umskipti yfir í friðsamlega stjórnarhætti.

Mistökin eru mörg. Áberandi dæmi eru þjóðarmorð í Rúanda árið 1994 og fjöldamorðin í Srebrenica í Bosníu árið 1995. Þessir hörmulegu atburðir vöktu spurningar um árangur friðargæslu SÞ, þar sem þeir áttu sér stað þrátt fyrir að SÞ-hermenn væru viðstaddir.

En þá má koma S.þ. að nokkru til varnar og liggjar þar nokkrir þættir að baki.

Í fyrsta lagi fjármagnið til friðargæslu takmarkað. Friðargæsluverkefni SÞ starfa oft með takmörkuðum fjármunum og við erfiðar aðstæður. Ófullnægjandi fjármögnun, búnaður og fjöldi hermanna getur hindrað skilvirkni þeirra. Auk þess geta verkefni í flóknu, fjandsamlegu umhverfi verið afar krefjandi.

Í öðru lagi eru verkefnin sem friðargæslusveitarnar stíga inn afar flókin. Mörg átök sem friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna eru sendir til eiga sér djúpar rætur og flóknar, þar sem taka þátt í kannski margir vopnaðir hópar, þjóðernisdeildurnar flóknar og með langri sögu ofbeldis. Að taka á þessum undirliggjandi málum er oft utan verksviðs friðargæsluverkefna.

Í þriðja lagi og hér liggur akkelishæll S.þ. Samþykki stríðsaðila þarf til að friðargæslusveitirnar stígi inn í. Friðargæsluverkefni SÞ byggja á samþykki aðila sem taka þátt í átökum. Þegar allir aðilar standa ekki að fullu samstarfi getur það hindrað getu verkefnisins til að ná markmiðum sínum. Þar með eru sveitirnar bara varðhundar, sem reknir eru í burtu þegar annar aðilinn ákveður að fara í stríð. Það gerðist í stríði Ísraela, þegar Egyptar ráku þær í burtu (svo að þær væru ekki að þvælast fyrir þegar berja átti á Ísrael).

Í fjórða lagi. Friðargæsluverkefnin geta tekið áratugi, líkt og í Kongó og Líbanon og þar með orðið breyting á umboði. Umboð friðargæsluverkefna SÞ geta breyst með tímanum, sem gerir það erfitt að laga sig að breyttum aðstæðum. Skýr og framkvæmanleg umboð skipta sköpum fyrir árangur.

Í fimmta lagi eru pólitískar og diplómatískar takmarkanir á öllum verkefnum. Friðargæsluverkefni eru oft háð pólitískum sjónarmiðum og diplómatískum áskorunum, sem geta haft áhrif á árangur þeirra. Aðildarríki SÞ hafa mismunandi hagsmuni á mismunandi átakasvæðum.

Það er greinilegt að S.þ. ráða ekki við langvarndi og flókin verkefni eins og sjá má í Kongó. Í landinu, sem kallað er lengsta borgarastyrjöld Afríku og hefur staðið í marga áratugi, er árangurinn lítill.

Betra væri ef til vill að svæðisbundin hernaðarbandalög taki að sér friðargæslu.  Svo sem Afríku bandalagið (African Union) sem sæi um friðargæslu í álfunni, með mannskap sem er ef til vill með svipaða menningu og tungu og í stríðsátakalandinu.



    


 


Að vinna allar orrustur en tapa stríðum - Bandaríkin og Ísrael

Bandaríkin hafa ekki riðið feitum hesti af heimsbrölti sínu.  Nánast undantekningalaust hafa þeir tapað stríðum eða gert jafntefli síðan í seinni heimsstyrjöldinni.  Í Kóreu stríðinu gerðu þeir jafntefli en þar háðu þeir stríð við Kínverja og skjólstæðinga þeirra, N-Kóreu (Sovétríkin á bakvið). En þessi stríð hafa öll verið háð í Fjarskanistan og í raun engin hætta við heimalandið eins og Kaninn kallar Bandaríkin.

Í Víetnam tæknilega séð unnuð þeir stríðið og fóru út með reisn en atburðarrásin leiddi til að í raun töpuðu þeir því tveimur árum síðar. Bandaríkjaher var í molum, mórallinn í göturæsinu og upp hófst endurbyggingastarf. Herkvatttir menn kvattir og atvinnumannaher komið á fót. En svo kom kærkomið stríð, gerð varð innrás í smáríkið Grenada í Suður-Ameríku, það unnið og svo Panama.

Svo var staðið í smáátökum það sem eftir var 20. aldar, sérsveitum aðallega beitt eða flughernum, sbr. Serbíu í Kosóvó átökunum.  21. öldin byrjaði ekki vel fyrir Bandaríkin, 9/11 hryðjuverkaárásin startaði öldina með hvelli og í kjölfarið voru gerðar innrásir í Írak og Afganistan.  Í báðum tilfellum hafa Bandaríkjamenn þurft að hörfa með skottið milli lappirnar, árangurinn ekki eftir erfiðið. Svo var Líbía gerð að borgarastríðslandi með loftárásum NATÓ.  Staðgengilsstríðið í Úkraníu gengur ekki vel og munu Úkraníumenn tapa. 

Ekki er hér um glæstan feril að ræða fyrir Bandaríkjamenn, En samt sem áður, hvar væri heimurinn án Bandaríkjanna? Ansi nöturlegur heimur og erfitt til þess að hugsa. Hvar væru Evrópuþjóðir þá staddar eða vestrænt lýðræði? Sovétríkin hefðu tekið yfir Vestur-Evrópu í lok seinni heimsstyrjaldar en eina sem kom í veg fyrir það var þátttaka Bandaríkjamanna með innrásinni í Normandí.  Breska heimsveldið í raun fallið, gjaldþrota andlega og peningalega. Japanir væru álfuveldi sem þeir hefðu stjórnað með járnaga og -hendi. Harðstjórnirnar réðu í raun mestallan heiminn. 

Bandaríkin eru mjúkt heimsveldi.  Þeir hertaka ekki lönd, láta sig nægja að deila og drottna á bakvið tjöldin, líkt og Rómverjar forðum.  Þeir hafa því efni á að vinna allar orrustur en tapa stríðum. En þeir vilja eitthvað fyrir sinn snúð og umstangið og því leita þeir við að tryggja sig aðgang að auðlindum víðsvegar um heiminn.

Svo er ekki að fara fyrir Ísraelmenn. Þeir mega, og hafa gert, tapa orrustum. En þeir mega ekki tapa eitt einasta stríði. Ef þeir gera það, hóta óvinir þeirra því að gereyða ísraelsku þjóðina og það eru ekki orðin tóm.

Frá stofnun hafa Ísraelmenn staðið í stríði. Í dag er það kjarnorkuvopnin sem halda aftur af andstæðingum Ísrael en jafnvel sá fælingarmáttur hefur ekki aftrað Íran að hóta árás á landið og vilja til að taka á sig kjarnorkuvopnaárás Ísrael.  Eina sem þeim vantar er að koma sér upp írönskum kjarnorkusprengjum sem þeir vinna hörðum höndum við að koma sér upp, með dyggri aðstoð ríkisstjórnar Joe Bidens.

Hér er listi stríða sem Ísraelar hafa staðið í frá stofnun ríkisins. Og nú er enn eitt stríðið að bætast við.

Sjálfstæðisstríðið var háð 1947-1949. Ísrael var stofnað sem sjálfstjórnarlands árið 1948 eftir skipulagða hertöku í Palestínu og sjálfstæðisyfirlýsingu. Stríðið markaði stofnun Ísraels og leiddi til átakanna í kjölfar þess.

Sínaístríðið 1956. Ísrael sameinaði styrk sín við Bretland og Frakkland í átökum við Egyptaland árinu 1956. Markmiðið var að binda endir á þjóðnýtingu Suez skurðsins og yfir Suður-Sínaí. Stríðið endaði með alþjóðlegum samkomulagi og friðarsamkomulagi árið 1957.

Sex daga stríðið 1967. Ísrael herjaði á Egyptalandi, Sýrlandi og Jórdan eftir er Ísraeli hófst átök við umliggjandi lönd. Forvarnaraðgerðir kölluðu Ísraelar þetta. Ísrael náði að eignast landssvæði, þar á meðal Vesturbakkann, Sínaískagann og Gazahérðið, sem það hafði ekki áður.

Yom Kippur stríðið 1973. Ísrael varð fyrir óvæntri árás nágrannaríkja sinna. Yom Kippur stríðið var aðallega við Egyptaland og Sýrland, og hófstá Yom Kippu hátíðinni. Ísrael vann stríðið á endanum en með mestu erfiðleikum.

Fyrri Líbanónstríðið var háð 1982. Ísrael sóttu inn í Líbanon árið 1982 í kjölfar áskorunanna frá PLO (Palestínska frelsissamtakanna) og Hizbollah samtakannna. Átökunum lauk með friðarsamningi.

Gazastríðin. Ísrael hefur verið viðhafandi átökum við Hamas, islamskan hryðjuverka samtökunum á Gazasvæðinu,  Ísrael yfirgaf svæðið á sínum tíma en hafa farið inn aftur til að berja á Hamas.  Þetta hefur leitt til margra árása og árása milli báðra hliða. Ísraelar segjast nú standa í raunverulegu stríði við Hamas en við eigum eftir að sjá hvernig þeim átökum líkur.

Friðarsamningar Ísraels við Arabaríkin hafa ekki verðið gerðir á grundvelli veikleika Ísraela. Heldur þvert á móti, á grundvelli hernaðarstyrks ríkisins. Israelar misstu andlitið við árás Hamasliða nú á dögunum. Þeir verða að beita hörku en fá um leið umvöndun umheimisins. Gaza verður hertekið, tímabundið a.m.k. og ný stjórn komið á.  Hvorki Egyptar né Ísraelar vilja vera með hersetuliðið á svæðinu, til þess er þetta of heit púðurtunna.

Írönsku stjórnvöld hefur tekist ætlunarverk sitt að hluta til, eyðileggja friðarferlið sem er í gangi. En kannski tekst þeim það ekki og tvær blokkir andstæðra fylkinga verði áfram. Annars vegar undir forystu Sáda og hins vegar undir forystu Írans. Uppgjört virðist óumflýjanlegt við Íran. Hvorki Sádar né Ísraelar vilja sjá kjarnorkuveldið Íran.

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband