Færsluflokkur: Stríð

Fjölmiðlar hingað til sofandi en vaknaðir af værum blundi er varðar varnarmál

Það er skiljanlegt að íslenskir fjölmiðlar fjalli líðið um varnarmál dags daglega.  Stríð í Evrópu telst vera fjarlægt vandamál sem kemur Íslendingum lítið við.

Friður og hugarró Íslendingsins er þó við og við raskaður, með fréttum af varnarumsvifum á varnarsvæði NATÓ á Keflavíkurflugvelli og Helguvík. Ha, eru útlendingarnir að sinna vörnum Íslands? Nú, sei sei.

En svo verður veruleikinn raunveruleiki fyrir hann. Fréttir berast af að það er verið að skera á sæstrengi í Eystrasalti, í túngarði Norðurlandanna og allt í einu vaknar Íslendingurinn og segir: "Hvað með sæstrengina til Íslands"? Þarf ekki að gæta öryggi þeirra? Og netöryggi? Og flugöryggi? Og fjölþátta ógnanir?Þetta er orðið óþægilega nálægt Íslandi.

Mestu óvinir öryggis Íslands, VG og Píratar eru farnir af Alþingi Íslendinga. Þar með óheilbrigð andstaða við að landið sé varið. Það á eftir að koma í ljós hvernig varnarmálastefna nýju ríkisstjórnarinnar verður, en það veit á gott að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tók við utanríkisráðuneytinu. Ef einhver ráðherra hefur vit á varnarmálum, þá er það hún og hún hefur áhuga. 

Búast má við að umsvif NATÓ stöðvarinnar á Miðnesheiði aukist jafnt og þétt og hafa þau aukist leynt og ljóst síðastliðinn áratug. Það eru ekki smáræðis peningar sem settir eru í að efla aðstöðuna. Árið 2019 voru t.a.m. settir 14 milljarðar í framkvæmdir við varnarmannvirkin. Annars vegar var uppfærsla á ratsjárkerfum NATO umhverfis landið og hins vegar viðhald og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli, bæði af hálfu NATO og bandaríska hersins. 

Nýjasta nýtt eru fréttir af "flugvelli í boxi". Í frétt RÚV segir að "þrettán þúnd fermetra lager í sjö skemmum mun rísa á Miðneskheiði á næstum vikum. Þar verða geymd tæki og tól til að byggja nýjan flugvöll, reynist þörf á. Kostnaðurinn nemur um 13,5 milljörðum króna og er alfarið greiddur af bandaríska hernum."

Þar hafa þegar verið reist ný fjölbýlishús fyrir hermenn, en um 300 til 400 hermenn dvelja nú innan varnarsvæðisins á hverjum tíma. Flughlöð hafa verið stækkuð umtalsvert og 390 metra langur viðlegukantur í Helguvík er í bígerð, svo að stærstu herskip NATÓ geti lagt þar að. Þá verða eldsneytistankar stækkaðir og birgðageymslur fyrir flugvallarbúnað og stjórnstöðvar fyrir kafbátaeftirlit byggðar. Framkvæmdirnar eru fjölmargar og hlaupa á tugum milljarða króna. NATÓ borgar brúsann að mestu, en íslenska ríkið tekur þátt að hluta til segir í fréttinni "Ólíklegt að bandaríski herinn sé kominn til að vera" hjá RÚV og er haft eftir prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hvaðan hann hefur þá vitneskju væri fróðlegt að vita. Kannski að hann hafi símanúmer Pentagons í hraðvali.

Það er athyglisvert að umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa haldist í hendur við umsvif stríðsins í Úkraínu. Skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins segir umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafi byrjað 2014, eftir innrás Rússa á Krímskaga. Haft er eftir honum að hátt í 100 Íslendingar starfi við varnarmál dags daglega. Landhelgisgæslan er með varnarmálin á sinni könnu en samkvæmt upplýsingum frá henni starfa um 200 manns hjá stofnuninni. Þar af eru rúmlega 50 starfsmenn staðsettir á Keflavíkurflugvelli. 

Stjórnsýslulega er Íslendingar ágætlega virkir í vörnum Íslands en það vantar eftir sem áður Varnarmálaráðuneyti eða Varnarmálastofnun til að halda utan um alla anga varnarmála. Eins og staðan er í dag, er þetta ófaglega gert að dreifa ábyrgð og framkvæmd á þrjá aðila.  Varnarmál eiga eftir að vera í sviðsljósinu á árinu 2025 á Íslandi, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.


Skýrari lög um Landhelgisgæslu Íslands og öryggis- og varnarmál

Í 23. lið stjórnarsáttmála valkyrjustjórnarinnar er eftirfarandi setning: "Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna." Bloggritari veit ekki hvað það þýðir en hann veit að hlutverk Landhelgisgæslunnar er mjög óljóst hvað varðar varnartengd verkefni sem hún sinnir og hún er í raun verktöku (með varnartengd verkefnin) fyrir utanríkisráðuneytið.
 
Í lögum um LHG kemur þetta hlutverk ekki fram en ætti að gera það lögformlega en varnarmál Ísland eru í stjórnsýslulegu limbói. Ríkislögreglustjóri, Utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæslan skipta málaflokknum á milli sín eftir að Varnarmálastofnun Íslands var lögð niður.
 
Í lögum um Landhelgisgæslu Íslands, 2006 nr. 52, 14. júní segir í 1. grein um hlutverk hennar:

 
1.Kafli. Stjórn Landhelgisgæslu Íslands, starfssvæði og verkefni.
 
1. gr. Hlutverk.
 
Landhelgisgæsla Íslands sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fer með löggæslu á hafinu og gegnir öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, ákvæðum reglugerða á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum.
 
...en svo mætti bæta þessari setningu við:
 
"Landhelgisgæsla Íslands sinnir loftrýmiseftirlit og -gæslu og framkvæmda öryggis- og varnartengdra verkefna samkvæmt varnarmálalögum nr. 34/2008."

Er hér um nýlunda að ræða? Nei, LHG sinnir þessum verkefnum de facto í verktöku. Þarna eru lögin skýrari og endurspegla veruleikann eins og hann er.
 
En svona breyting á lögum um LHG er aðeins plástur. Það verður að endurskilgreina og móta öryggis- og varnarmálastefnu Íslands frá grunni eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Það verður ekki gert nema að það verði stofnað nýtt ráðuneyti - Varnarmálaráðuneyti sem sinnir öllum verkefnum sem Ríkislögreglustjóri, Utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæslan sinna í dag og tengjast öryggis- og varnarmálum landsins.
 
Utanríkisráðuneytið sem er ráðuneyti dimplómatískra samskipta Íslands við erlend ríki er sett í hlutverk sem það ræður lítið við. Hefur skrifstofu á sínum vegum sem sinnir pappírvinnunni en framkvæmdin er í höndum Landhelgisgæslunnar og litlu leyti Ríkislögreglustjóra.
 
Hlutverk þeirrar stofnunar, þ.e.a.s. Landhelgisgæslunnar þarf einnig rækilegar endurskoðunar og vonandi verða menn flinkir með pennann, þannig að stofnunin geti sótt fjármagn til NATÓ og verið hluti af varnarkerfi bandalagsins. 
 
Þess má geta til samanburðar að Danir hafa enga landhelgisgæslu, heldur sér danski sjóherinn um landhelgisgæslu hlutverkið. Komið hefur fram í fréttum að Danir eru að efla varnir Grænlands og verða tvö varðskip eða herskip skipuð sérstaklega þangað.
 
Norðmenn hafa hins vegar eigin landhelgisgæslu sem er hluti af norska sjóhernum en í kafla 2 í norsku landhelgislögunum segir:
 
"2. kafli. Skipulag og starfslið Landhelgisgæslunnar

§ 5. Skipulag Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan er hluti af hervörnum landsins. Á friðartímum skal Landhelgisgæslan helst sinna þeim verkefnum sem fylgja lögum þessum. Á friðartímum þarf Landhelgisgæslan einnig að þjálfa stríðsskyldu sína.

Skip Landhelgisgæslunnar skulu vera einkennismerkt samkvæmt reglum sem konungur setur.

Að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er talið að sinna tilteknum landhelgisgæsluverkefnum getur konungur ákveðið að unnt sé að nýta hluta af öðrum efnis- eða mannskap heraflans í þeim tilgangi." Sjá slóð: Lov om Kystvakten (kystvaktloven) 
 
Þess má geta að norska Varnarmálaráðuneytið stýrir norsku landhelgisgæslunni, ekki norska utanríkisráðuneytið eða dómsmálaráðuneytið.
 
Að lokum. Norðmenn eru líka að spýta í lófana og efla landhelgisgæsluflota sinn.  Síðastliðin þrjú ár hafa þeir sjósett þrjú ný varðskip af svo kallaða Jan Mayen klassa og síðasta sjósett á þessu ári. Norðmenn hafa yfir 15 varðskipum að ráða.
 
Til fróðleiks má geta að norska landhelgisgæslan var stofnuð 1977 en frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar til þessa árs, sá norski sjóherinn um landhelgisgæslu hlutverkið. Ástæðan fyrir stofnunina var útfærsla landhelginnar í 200 sjómílur.
 

Kaup BNA á Grænland vandamál fyrir Ísland?

Fólk virðist ekki skilja taktík Trumps, þrátt fyrir öll þessi ár sem hann hefur verið í sviðsljósinu. Hún er einföld, hann biður/heimtar meira en hann ætlar sér að fá. Hann lætur viðsemjanda sinn eða sína fá sjokk meðferð með kröfum sínum.  Eins og komið hefur verið inn á hér í fyrri greinum, þá snýst Panama skurðsmálið um að reka Kínverja í burtu þaðan en Hong Kong fyrirtæki rekur tvær hafnir við skurðinn. Einnig, telja sumir, að ætlunin sé fá lægri gjöld á bandarísk skip sem fara í gegnum skurðinn og er nauðsynlegt í komandi viðskiptastríði Kína og BNA.

Snúum okkur aftur að Grænlandi. þrjár ástæður fyrir kröfur hans. Bráðnun norðurskautsins þýðir að nýjar siglingarleiðir eru að opnast til Asíu og það gæti jafnvel þýtt að hægt er að sigla þessa leið í stað Panamaskurðsins.

Önnur ástæða er sjaldgæfir málmar og efni eins og úraníum, gull o.m.fl. 

Þriðja ástæðan er að fjarlægð Bandaríkjanna frá Rússlandi er hætt að skipta máli. Komnar eru fram eldflaugar sem fljúga á ótrúlegum hraða og fara ekki eftir ákveðnum brautum. Má hér nefna Kinzhal eldflaugina. Mikill hraði hennar - sem getur náð Mach 10 í stuttan tíma - og hæfni til að stjórna á flugi hjálpar henni að forðast loftvarnir. Viðbragðstími loftvarnarkerfis Bandaríkjanna minnkar því sem nemur. Það er ástæðan fyrir að Bandaríkjamenn eru í fyrsta sinn að tala um að koma sér upp Iron Dome loftvarnarkerfi eins og Ísraelar hafa.

Með því að koma sér upp loftvarnarkerfi á Grænlandi aukast líkurnar á að verjast kjarnorkuvopna árás frá Rússlandi.  Bandaríkjamenn hafa síðan í seinni heimsstyrjöld haft herstöð á Grænlandi sem kallaðst Thule Air Base (flugherstöðin Thule) en bandaríski geimherinn hefur tekið stöðina yfir og kallast hún Pituffik geimstöð (e. Space Base).  Hún er í dag ekki nóg fyrir varnir Bandaríkjanna.

Fáir hafa velt fyrir sér af hverju Bandaríkjamenn yfirgáfu eina mikilvægustu herstöð sína í Norður-Atlantshafi, Keflavíkur herstöðina 2006 og af hverju þeir töldu sig geta það. Ástæðan var einföld þá, Bandaríkjaher réði ekki við að vera í tveimur stríðum í einu og þeir töldu sig geta skilið hana eftir hálfvirka því að þá sáu gervihnettirnir um að vakta hafið og herþotur frá austurströnd Bandaríkjanna aðeins 2 klst að komast hingað. Það er bara ekki nóg í dag.

En ef Kaninn kaupir Grænland (sem er algjörlega út í hött að gerist), þá geta þeir raðað eldflauga palla og herstöðvar eftir austurströnd Grænlands og verið í stuttu skotfæri við Rússland. Þetta vita Rússar og eru væntnalega ekki kátir með þessi áform. Og þetta gæti verið peð í skák Trumps í friðarviðræðum um Úkraínu.

Fyrir Íslendinga væru þetta ekki góðar fréttir, því að hernaðarlegt mikilvægi Keflavíkurflugvallar minnkar sem því nemur, hún jafnvel óþörf. Bandarískir hershöfðingjar hafa bölvað yfir þessa ákvörðun Bush stjórnarinnar og viljað koma hingað í fulla viðveru allar götur síðan en það kann að vera óþarfi ef Grænland lætur Kanann fá fleiri herstöðvar.  Þess vegna hefur bloggritari alltaf varað við að treysta á aðra um varnir Íslands. Við getum bókað það að ekkert Iron Dome kerfi verður sett upp á Íslandi ef þriðja heimsstyrjöldin verður, kannski THAAD loftvarnarkerfi sett upp í kringum Keflavíkurflugvöll.

En það er annar vinkill á þessu máli. Viðbrögð Dana. Danski ráðherrann Troels Lund Poulson boðar nú (í gær) mikilli innspyrningu fjármagns sem á að fara í varnir Grænlands. $1,5 milljarða eða hátt í 200 milljarða íslenskra króna. Í þessum pakka eru tvö herskip, tveir langdrægir drónar og tvö sleðahundateymi. Spánýir borgaralegir flugvellir verða framlengdir til að geta tekið á móti F-35 herþotur.  Með hræðslu þvingunum hefur Trump náð sínu fram.

En karlinn vill meira. Nú eru kröfur um að aðildarríki NATÓ leggi fram 5% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál! Úr 2% sem aðeins 23 af 32 aðildarríkjum hafa náð. Pólverjar eru komnir upp í 4%.

Hvar stendur Ísland í þessu öllu og prósentuhlutfall til varnamál af vergri landsframleiðslu? Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að útgjöld til varnarmála verði um 6,5 milljarðar króna. Þar sem nákvæm VLF fyrir 2024 er ekki þekkt, er hægt að áætla hlutfallið með því að miða við VLF ársins 2023.

Samkvæmt hagspá Greiningardeildar Landsbankans var VLF árið 2023 um 4.321 milljarðar króna. Ef við miðum við þessa tölu, þá eru útgjöld til varnarmála um 0,15% af VLF (6,5 milljarðar / 4.321 milljarðar * 100). Af þessum 6,5 milljarða fara 1,5 milljarðar í Úkraínustríðið!  Fyrr eða síðar hlýtur Trump að rekast á Ísland á landabréfakortinu eða í skýrslum og byrja að spyrja. Skiptir Ísland máli fyrir okkur? Getum við lagt niður herstöðina í sparnaðarskyni? Geta þeir (Íslendingar) ekki borgað meira en 0,15% og lagt til mannskap til varnar? Og svo framvegis.

Brúðumeistarinn Trump togar í spottana og litlu brúðukarlarnir um allan heim dansa eftir hugdettum karlsins. Hefur nýi forseti Íslands nokkuð óskað karlinum til hamingju með sigurinn?


Norðurlöndin með öflugusta flugher Evrópu? Hvar er Ísland í myndinni?

Ein afleiðing Úkraínu er að áður hlutlausar þjóðir, Svíþjóð og Finnland ákváðu að ganga í NATÓ.  Það getur vel verið Pútín nái Donbass svæðið undir sig og Krímskaga og "vinni" þar með stríðið í Úkraínu, en varnarstaða Rússlands veiktist hins vegar á norðurhvelinu og opnaði upp nýja hættu gagnvart NATÓ meðfram landamæri þeirra við Svíþjóð og Finnland.

Fáir vita hversu öflugar Norðurlandaþjóðirnar eru hernaðarlega. Þetta eru rík ríki og þau hafa efni á dýrustu hernaðartólum sem völ er á. Þar með talið F-35 herþoturnar sem taldar eru bestu herþotur heims. Noregur hefur t.d. fjörtíu F-35 þotur og fimm P-8 Poseidon eftirlitsflugvélar. En það er ekki nóg með það, Svíþjóð framleiðir eigin herþotur sem eru mjög öflugar, SAAB Gripen C, D og E, eru ódýrari í rekstri en gæðin litlu minni.  Finnland ætlar að eignast sextíu og fimm F-35 vélar á næsta ári. Danmörk er að eignast sinn eigin F-35 flota, um 27 þotur.  Svíþjóð treystir hins vegar á eigin framleiðslu og styðst við Sab Jazz 39 Gripin með hátt í 200 herþotur alls. Ekki nóg með að þeir framleiði herþotur, þeir framleiða líka frægar eftirlitsvélar, SAAB GlobalEye AEW&C, sjá slóð: GlobalEye AEW&C .

Loftvarnarkerfi Norðurlanda er víðtækt, nær frá Grænlandi, yfir Ísland og Færeyjar og allt til landamæra Finnlands og Rússlands. Fjöldi herflugvalla eru innan svæðisins og herlið þessara þjóða æfa saman.  En Svíþjóð er að ganga lengra með HAPS áætluninni og komast þar með út í geim með eigið gervihnattakerfi.

 

Samanlagt eru þessar þjóðir með stærsta flugher Evrópu og þann öflugusta tæknilega séð. En hvar fellur Ísland þarna inn? Það gerir það ekki. Er ekki einu sinni með getu til að fylgjast með eigin landhelgi (löggæslu hlutverk), með bilaða eftirlitsflugvél.  Ísland getur lagt sitt fram með því sem hér hefur verið lagt fram, að breyta hlutverki Landhelgisgæslunnar örlítið lagalega og þar með að komast í digra sjóði NATÓ.  Íslendingar gætu þar með fengið hinu öflugu P-8 Poseidon eftirlitsflugvélar. Þær myndu smellpassa við íslenska loftvarnarkerfið, með sínum fjóru ratsjárstöðvum og Landhelgisgæslan rekur, sjá slóð: Íslenska loftvarnakerfið

Fáir vita að ratsjárnar þjóna ekki bara hernaðar hlutverki, heldur reiðir hin almenna flugumferð alfarið á þetta kerfi. Ef þessar ratsjár stöðvar væru ekki fyrir hendi, væru Íslendingar í vondum málum og þyrftu að reiða fram stórfé til að koma slíkum stöðvum upp en NATO hefur kostað uppbyggingu loftvarnakerfisins. Flest mannvirkin eru á eignaskrá Atlantshafsbandalagsins.

Ef Ísland er talið með, þá hafa þessar þjóðir myndað óopinbert varnarbandalag innan NATÓ undir heitinu NORDEFCO!

Fyrir þá sem vilja fræðast: NORDEFCO

Að lokum. Hér hefur aðeins verið minnst á herþotu flota Norðurlanda og með ótalið hinu öflugu flota landanna og landheri. Það er efni í aðra grein.


"Sjokkerandi" að sjá hernaðaruppbygginguna á Miðnesheiði segja her andstæðingar

Þegar andstæðingar NATÓ segjast vera á móti her umsvifum á Íslandi, þá er eins og þeir séu í miðri setningu og klára hana ekki. Til dæmis heyrir maður þá aldrei segja, hvað á að koma í staðinn?  Manni grunar að þeir vilji að Ísland lýsi yfir hlutleysi, segi sig úr NATÓ og "herinn burt" en það kemur aldrei fram í fjölmiðlum. Bara að þeir séu í "sjokki".  „Sjokkerandi“ að sjá hernaðaruppbygginguna á Miðnesheiði

Ókei, segjum að Ísland lýsi yfir hlutleysi, er það næg vörn? Hvað segir sagan okkur? Nei, hér var barist um yfirráð landsins í seinni heimsstyrjöld.  Hefur staða Íslands geopólitískt og hernaðarlega séð breyst síðan? Nei, ef eitthvað er, hefur vægi Íslands í vörnum NATÓ aukist (GIUK hliðið) og það endurspeglast í auknum umsvifum NATÓ herstöðvarinnar. Nú eru Bandaríkjamenn bókstaflega að dusta rykið af herstöðvum í Asíu, sbr. herflugvöllinn í Tinian eyju og það gæti gerst að þeir sjái ástæðu fyrirvaralaust að senda hingað setulið. Þeir eru að búa sig undir stórstyrjöld í Asíu og stórátök í dag eru heimstyrjaldar ástand eða að lágmarki álfu styrjöld.

Svo er það stóra spurningin, getur heimurinn verið án herja? Ef herstöðvaandstæðingar eru að láta sig dreyma um herlausan heim, þá eru þeir veruleikafirrtari en maður bjóst við. Af hverju fór mannkynið að koma sér upp vopnuðu liði yfir höfuð? Söguna má rekja 10 þúsund ár aftur í tímann, þegar maðurinn hóf akuryrkju.  Það þurfti að verja uppskeruna sem tekur tíma að vaxa, fyrir ránum hirðingja í hálfmánanum. Fastaherir urðu svo til með borgríkjum Súmer og fylgt siðmenningunni allar götur síðar.

Í einföldustu mynd snýst þetta um þá sem eiga og þá sem langar að fá....með góðu eða illu.  Við eigum GIUK hliðið sem við höldum að aðrir vilja fá.  Þess vegna er hér herstöð....herstöðva andstæðingum til hrellingar en okkur hinum til verndar.


Sjálfstæðisflokkurinn stendur sig einn flokka vel í varnarmálum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið málaflokkinn sig varða og ekki látið standa við orðin tóm. Utanríkisráðherrann okkar hefur verið skellegg í varnarmálum og ekki gleymt því að hún er í senn utanríkis- og varnarmálaráðherra. Það sem bloggritara greinir á við hann er pólitíkin, þ.e.a.s. afskipti af erlendum stríðum og ágreiningi milli ríkja. 

Ritari hefur bent á að herstöðin á Keflavíkurflugvelli hefur verið opin og í "fullum rekstri" um árabil. Það sem hefur breyst er að fleiri NATÓ-ríki koma að rekstrinum og varanleg viðveru hermanna. Herstöðin er því sannarlega orðin að NATÓ herstöð. Að meðaltali dvela um 300-400 hermenn á varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Þetta má lesa í nýrri skýrslu: Samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum

Mikil uppbygging á sér stað á svæðinu og Helguvík er að breytast í flotastöð en það er t.d. verið að byggja lengri viðlegukant í höfninni og byggja olíutanka og margt fleira sem ekki er talið upp hér. Í raun risa uppbygging og fjárfest fyrir tugir milljarða.  NATÓ og Bandaríkjamenn borga að mestu reikninginn en Íslendingar leggja sitt fram.

Til marks um að það er ekki verið að tjalda til einnar nætur er að það er verið að reisa ný fjölbýlishús fyrir hermenn innan varnarsvæðisins.  Það endurspeglar í raun limbóið sem varnarmálin eru í, því að Kaninn skildi eftir hverfi íbúðahúsa, blokka hverfi, sem Íslendingar eignuðust og eru í ábúð fjölskylda. Hvar eru þá nýju íbúðirnar fyrir hermennina? Og hverjar eru þá framtíðaráætlanir varðandi herstöðina? Ætlar Bandaríkjaher að koma til baka formlega séð?

Viss óvissa hefur verið eytt er varðar þátttöku Íslendinga sjálfra en þeir takið á sig meiri stjórnsýslulega ábyrgð. Athygli vekur að um 100 manns starfar beint eða óbeint við varnarmál á vegum Íslands, hérlendis og erlendis og varnarmálaskrifstofa hefur verið efld með ráðningu sérfræðinga.

Aðrar stofnanir og ráðuneyti hafa tekið á sig meiri ábyrgð, sérstaklega dómsmálaráðuneytið, Landhelgisgæslan, ríkislögreglustjóri og íslenska netöryggissveitin (CERT-IS). Á grundvelli þjónustusamnings felur utanríkisráðuneytið varnarmálasviði Landhelgisgæslu Íslands framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna á Íslandi. Þetta er allt gott og blessað en limbóið varðandi stjórnsýslulega ábyrgð er enn viðvarandi. Það vantar sérstaka stofnun - Varnarmálastofnun - til að halda utan um alla þræði.

Framlög Íslendinga hafa aukist árlega umtalsvert. Frá rúmum milljarði 2016 til sex og hálfan milljarð árið 2024.  Athygli vekur að fjárframlagið eykst milli áranna 2023 og 2024 um milljarð. Hvers vegna? Jú, það á að eyða þessum peningum að hluta til í tilgangslaust stríð í Úkraínu.

Í kafla sem ber heitið: "Framlög í sjóði til stuðnings Úkraínu" á bls. 13 (sem kemur varnarmálum Íslands ekkert við, er lagt í alþjóðlegan sjóð til stuðnings Úkraínu sem Bretar leiða (InternationalFund for Ukraine - IFU) sem styður kaup á hergögnum. Á mannamáli þýðir þetta að Íslendingar eru að kaupa vopn og senda til stríðsaðila!

Svo segir: "Ísland leiðir ásamt Litáen ríkjahóp sem styður verkefni sem tengjast sprengjuleit og -eyðingu í Úkraínu og í tengslum við þann hóp hefur verið settur á fót sjóður til að styðja slík verkefni." Er hér um fjárframlag að ræða eða bein þátttaka í sprengjuleit og -eyðingu?

En það er samt margt jákvætt við framlag Íslands til Úkraínu en ætti ekki að flokkast undir varnarmál heldur neyðaraðstoð. Til dæmis kaup á færanlegu sjúkrahúsi í 10 gámaeiningum sem bráðamóttöku læknir sagði mér að væri betri en bráðamóttaka Landsspítalans! Meiri afkastageta og fleiri legurými! Er ekki hér ekki rangt gefið? Kostnaðurinn kemur á óvart, aðeins 1,1 milljarður. Í skýrslunni segir: "Sjúkrahúsið samanstendur af tíu gámaeiningum sem mynda fullbúið sjúkrahús sem starfað getur sjálfstætt og án stuðnings svo dögum skiptir. Sjúkrahúsið var afhent Úkraínu haustið 2023." Af hverju ekki að setja svona bráðabirgða sjúkrahús fyrir framan Borgarspítalann gamla á meðan það er verið að reisa nýja Landsspítalann?

Lítum aftur á bls. 16 á töflu um fjárlög til varnarmála. Þar kemur í ljós að Íslendingar byrja að senda peninga til Úkraínu árið 2022 og nam sú upphæð hálfan milljarð. Árið 2023 er upphæðin komin upp í tvo milljarða og 2024 er upphæðin komin í 2,2 milljarða.  Þetta þýðir að þriðjungur fjármagns sem er ætlað í varnarmál fer í erlent stríð. Hvernig fer þetta fram hjá fjölmiðlamönnum og hvers vegna er ekki spurt af hverju framlag til stríðs í erlendu ríki er sett undir varnarmál Íslands? Við getum ímyndað okkur rökin en kannski væri betra að aðskilja reikninginn? Ekki segja að þetta sé tengt NATÓ, það hernaðarbandalag er ekki í formlegu stríði við Rússa. Við erum ekki skyldug til að senda peninga til Úkraínu, við gætum gert þetta undir hatti mannúðaraðstoðar.

Þetta tengist heldur ekki kröfunni að 2% af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál samkvæmt samþykkt NATÓ ríkjanna frá 2014. Aðeins 23 af 32 NATÓ-rikjum hefur tekist að ná því markmiði. Ísland mun seint ná 2% markmiðinu. Hef lesið (selt það ekki dýrara) að um 0,02% fari í varnarmál og þar af þriðjungur í erlent í stríð!

Það er eðlilegt að Landhelgisgæslan sjái um "líkamlega" framkvæmd varnarmála í rekstri ratsjárstöðva, þátttöku í varnaræfingum o.s.frv.

Lokakafli skýrslunnar heitir Næstu skref er sagt að hafin er vinna við að móta varnarmálastefnu til lengri tíma. Þessi vinna mun fara fram í samráði við  utanríkismálanefnd Alþingis, þjóðaröryggisráð og önnur ráðuneyti og stofnanir.  Það er vel en Íslendingar geta ekki endalaust treyst á að erlendir hermenn eða erlend ríki geti verndað Ísland. Ekkert ríki í heimi er herlaust og Ísland er það ekki heldur í raun. Við höfum bara úthýst herþjónustan til NATÓ-ríkja. Við getum alveg tekið yfir fleiri varnaþætti, jafnvel stofnsett heimavarnarlið eða smáher.

Svo er það framtíðin.  Það varð ljóst þegar Bandaríkin þurftu að berjast á tveimur vígstöðvum, í Írak og Afganistan, að þeir réðu ekki við verkefnið og það gegn veikum andstæðingum.  Samkvæmt herkenningu þeirra á Bandaríkjaher að getað háð tvö stríð samtímis en það er alveg ljóst að ef hann lentir í átökum við alvöru herveldi, svo sem Kína, þá er jafnvel hætta á að hann tapi þeirri viðureign. Hvað gera Íslendingar þá? Þá er hætta á að margir aðilar fari af stað. Munum eftir Kóreustyrjöldinni þegar Bandaríkjamenn börðust beint við Kínverja, hingað var sent herlið því talið var á heimsstyrjöld. En geta þeir það næst? Bandaríkjaher er enn öflugusti her heims en hann hefur samt sín takmörk.

Að lokum, hvernig munu valkyrjurnar taka á varnarmálum? Verða þau tekin alvarlega? Stendur það ekki enn sú fullyrðing að Sjálfstæðisflokkurinn einn taki málið föstum tökum? 

En við megum ekki gleyma því að Landhelgisgæslan er fjársvelt. Ekki einu sinni til aurar fyrir hreyfla á einu eftirlitsflugvél hennar. Það hefði mátt eyða þessum tveimur milljörðum sem fara í ár til Úkraínu í að kaupa nýja hreyfla eða efla starfsemi hennar á annan hátt. Kannski gætu menn vera séðir og tengt varnarfjárlög beint við LHG og sett alla varnarþætti undir hennar umsjón? Það verður hins vegar ekki gert nema með breyttum lögum.  Þarna skapast tækifæri fyrir LHG að fara beint í sjóði NATÓ sem eru digrir þessi misseri og geta kostað starfsemi hennar.


Hver á Donbass og Krímskaga? Hver á hvað yfirhöfuð?

Bloggritari lenti í skemmtilegum rökræðum um hver á hvað í Úkraínu. Spurningunni um Krímskaga reyndi hann að svara í upphaf núverandi átaka fyrir rúmum tveimur árum.  Engar fyrirfram ákveðnar niðurstöður gefnar, eða rökum safnað fyrir aðra hlið, bara eins og á að vera í sagnfræðilegum rannsóknum, gögnum safnað og niðurstaða fundin. 

Niðurstaðan kom á óvart og þó ekki. Krímskagi tilheyrir Rússlandi sögulega séð. Sjá hér: Hver á Krímskaga? Persónulega er ritara nákvæmlega sama hver á hvað. En fullyrðingar verða vera réttar og niðurstöður líka.

En hér kemur vandinn, við hvaða ártal eða öld á að miða þegar talað er um eignarrétt ríkis á landsvæði í Evrópu?  Hér á þessu bloggi hefur margoft verið komið inn á að landamæri Evrópu eru fljótandi í bókstaflegri merkingu. Líkja má þessu við bútasaum í teppi sem sífellt er verið að bæta við, taka úr eða stækka. Eru til dæmis núverandi landamæri Þýskalands réttlát? Held að fáir Þjóðverjar taki undir það. Eða landamæri Spánar, þar sem Baskar hafa gert tilkall til eigin lands eða Katalónía? Eða eru Danir ánægðir með sín landamæri o.s.frv. Meira segja í eyríki eins og Bretland, hafa landamærin verið síbreytileg. Get haldið áfram á nokkrum bls. en sný aftur til Rússlands.

Hvað er Rússland? Landið er sambandsríki, líkt og Þýskaland. Innan ríkisins eru mörg sjálfstjórnarríki og sum þeirra krefjast sjálfstæðis. Kíkjum á nokkrar kröfur: Koenigsberg: 72,1% fyrir sjálfstæði frá Moskvu, 27,9% á móti. Ingria: 66,2% með sjálfstæði, 33,8% á móti. Kuban: 55,7% fyrir sjálfstæði, 44,3% á móti. Síbería: 63,9% fyrir sjálfstæði, 36,1% á móti. Hér erum við ekki einu sinni að tala um viðurkennd sjálfstjórnarsvæði heldur kröfur íbúa! Og þjóðir og kynþættir í Rússlandi eru fleiri en ætla mætti. 

Kíkjum á uppbyggingu Rússlands í núverandi mynd: Rússneska sambandsríkið inniheldur 21 lýðveldi, 9 landsvæði, 46 svæði, 1 sjálfstjórnarsvæði, 4 sjálfstjórnarumdæmi og 2 borgir sem falla undir sambandsríkið: Moskvu og St. Pétursborg.  Líkt og Kína hefur Rússland haft breytileg landamæri í gegnum söguna. Öll svæði innan þeirra geta gert kröfur um sjálfstæði.

En Rússland á það sammerkt með Kína og Bandaríkin, að hafa þrátt fyrri töp stækkað hægt og bítandi í gegnum aldir.  Nú eru öll þessi ríki stórveldi og risaríki (get bætt við Indland ef menn vilja). Og þau vilja öll meira landsvæði (líka Bandaríkin sem þykjast ekki vilja meira - minni á tillögðu um kaup á Grænland og ótal tilköll til smáeyja í Kyrrahafi).

Komum aftur að Donbass, hver á svæðið? Þá verður að svara þeirri spurningu, hver eru raunveruleg landamæri Úkraínu? Þessari spurningu er nánast vonlaust að svara. Landið hefur eins og öll Evrópuríki tilheyrt hinu og þessu ríkjum í gegnum söguna, stækkað eða minnkað.

Reyndum samt að koma böndum á umfjöllunarefnið: Á 14. og 15. öld varð meirihluti úkraínskra landsvæða hluti af stórhertogadæminu Litháen, Rúteníu og Samogítíu, en Galisía og Zakarpattía féllu undir stjórn Pólverja og Ungverja. Litháen hélt staðbundnum rúþenskum hefðum og var smám saman undir áhrifum frá rúþenskri tungu, lögum og menningu, þar til Litháen varð sjálft undir pólskum áhrifum, í kjölfar sambands Krewo og sambands Lublin, sem leiddi til þess að tvö lönd sameinuðust í pólsk-litháíska samveldið og skildu eftir úkraínska. lönd undir yfirráðum pólsku krúnunnar. Á sama tíma var Suður-Úkraína undir yfirráðum Gullna hjarðarinnar og síðan Krímskanatsins, sem var undir vernd Tyrkjaveldisins, stóru svæðisveldisins í og við Svartahafið, sem hafði einnig nokkur af sínum eigin svæðum sem stjórnað var beint.

Það er því ljóst að engin niðurstaða fæst af þessari söguskoðun en athyglisvert er að t.d. Pólverjar renna hýru auga til Vestur-Úkraínu ennþá daginn í dag sem og fleiri lönd.

Við verðum að fara nær í tímann og líta sérstaklega á Donbass svæðið. Hér koma upplýsingar af netinu - Wikipedía: "Svæðið hefur verið setið um aldir af ýmsum hirðingjaættkvíslum, svo sem Skýþum, Alana, Húnum, Búlgarum, Pekksekkum (e. Pechenegum), Kipsakka, Túrkó-Mongólum, Tatörum og "Nogais" sem ritari kann ekki að þýða. Svæðið sem nú er þekkt sem Donbas var að mestu óbyggt þar til á síðari hluta 17. aldar, þegar Don kósakkar stofnuðu fyrstu varanlegu byggðirnar á svæðinu."

ChatGPT kemur með sömu niðurstöðu en segir svo: Svæðið komst undir rússneska heimsveldið (seint á 17. öld - 1917). Smám saman jókst rússnesk yfirráð yfir Donbas hófst seint á 17. og 18. öld sem hluti af herferðum Rússlands gegn Ottómanaveldi og Krímskanata.  Katrín mikla stuðlaði að landnámi og iðnvæðingu seint á 18. öld, bauð þangað erlendu starfsfólki og þróaði kolanám.

Þá komu kommúnistar til sögunnar og Sovétríkin urðu til. Til varð Úkraínska alþýðulýðveldið (1917–1920). Í rússneska borgarastyrjöldinni skipti svæðið margoft um hendur milli úkraínskra hersveita, hvít Rússa og bolsévika. Bolsévikar treystu að lokum yfirráðin og Donbas varð hluti af úkraínska sovéska sósíalíska lýðveldinu innan Sovétríkjanna. Innan sama ríkis - Sovétríkin - voru bæði núverandi ríki Úkraína og Rússland. Þá varð svæði iðnaðarmiðstöð (1920–1991). Donbass varð mikil iðnaðar- og námumiðstöð undir stjórn Sovétríkjanna, óaðskiljanlegur hluti af efnahag ríkjasambandinu.

Svo hrundu Sovétríkin. Eftir fall Sovétríkjanna urðu Donbashéruðin tvö hluti af sjálfstæðri Úkraínu. Hins vegar, sterk söguleg tengsl þess við Rússland og umtalsverða rússneskumælandi íbúa, gerðu það menningarlega og pólitískt aðgreint frá öðrum landsvæðum í Úkraínu. Samdráttur í efnahagslífinu á tíunda áratugnum leiddi til ólgu og óánægju á svæðinu og endaði með Eftir Euromaidan-byltinguna 2014 í Úkraínu og innlimun Rússa á Krím, lýstu aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum yfir sjálfstæði í hlutum Donetsk og Luhansk héruðanna.Rússar studdir þessa uppreisnaraðila - Donetsk alþýðulýðveldið (DPR) og Luhansk alþýðulýðveldið (LPR) - hafa stjórnað verulegum hluta svæðisins síðan þá. Átökin stigmagnuðust í allsherjar stríð með innrás Rússa í Úkraínu árið 2022, þar sem Moskvu sögðust innlima svæðin í september 2022 og hér standa málin stálin stinn er þetta er ritað.

Athyglisverðasta niðurstaða um landamæradeilu Evrópuríkja kom í kjölfar ósigurs Napóleons Í Napóleon styrjöldunum með Parísar friðargjörðinni 1814-15. Segja má að þessi niðurstaða ætti að endurspegla að mestu raunveruleg landamæri Evrópuríkja (tek ekki með sameiningu ríkja sem síðar urðu Þýskaland og Ítalía). Þarna skapaðist hundrað ára friðartímabil. Önnur niðurstaða varð í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og skapaði bara 70 ára friðartímabil (Júgóslavíu stríðið var borgarastyrjöld) enda þau landamæri sköpuð með ofbeldi, ekki friðarsamningi líkt og í París 1815.

Stríðið í Úkraínu í dag er bein afleiðing upplausnar heimsveldisins Sovétríkin 1991. Niðurstaðan er ekki enn komin hjá flestum, ef ekki öllum fyrrum 15 Sovétríkjunum. Skammsýni stjórnmálamanna hefur leitt til núverandi stríðs. Hægt hefði verið eins og gerðist 1991 að leysa ágreiningsmál diplómatískt.

Rússland í núverandi mynd hangir á bláþræði í bókstaflegri merkingu. Rússar hafa ekki efni á að tapa þessu stríði, því annars getur allt farið í bál og brand innanlands.

Varðandi landamærakröfur, þá verða allar Evrópuþjóðir að miða við ákveðið tímabil og fara ekki of langt aftur í tímann. Mörg eru gerviríkin í Evrópu, Belgía og Holland eru dæmi. Kannski best að taka 19. öldina sem viðmið og fyrirmynd?

Spurningin um hver á Donbass svæðið er hreinlega pólitísk. Varanleg niðurstaða kemst á ef samið er diplómatískt líkt og í París 1815. Þvinguð landamæri líkt og komust á í lok seinni heimsstyrjaldar leiða ekki til varanlegan friðar (sbr. upplausn Júgóslavíu og Úkraínu). Það kraumar víðsvegar um Evrópu óánægja (dæmi um það er Kósóvó). Getur meistari samninganna Donald Trump komið á varanlegum friði?

P.S. Núverandi utanríkisráðherra mætti fara í sögunám áður en hann (hún) rífur kjaft um deilumál Evrópuríkja um landamæri. Þetta er púðurtunna sem Íslendingar hafa sloppið við að taka þátt í gegnum aldir vegna þess að við eru norður í ballarhafi og getað slepp að hafa standard her. Hún á að láta málefni Georgíu og Úkraínu í friði sem og önnur deilumál. Við erum engir beinir þátttakendur í Evrópu pólitíkinni, sem betur fer. Og við ættum að varast að dragast inn í þau með að ganga í ESB. Það bandalag getur hæglega breyst í hernaðarbandalag eins og sumir Evrópu leiðtogar láta sig dreyma um.

Að lokum, það skortir sérfræðiþekkingu í stjórnkerfið. Inn í það velst lögfræðinga stóð sem hafa bara vit á lögum en þeir vita lítið um alþjóðastjórnmál, sagnfræði eða hernaðarfræði. Þess vegna væri gott að endurreisa Varnarmálastofnun sem gæti sinnt og deilt rannsóknar- og ráðgjafaþættinum til misvitra ráðherra. Þetta á sérstaklega við um utanríkisráðuneytið.


Varnarmálastofnun eða varnarmálaráðuneyti?

Ég renndi yfir bók Arnórs Sigurjónssonar, "Íslenskur her" í fyrsta sinn í vikunni.  Því miður var ekki mikill efniviður í henni, bókin um 56 bls. á íslensku og annað eins á ensku. Hún snýst um hugrenningar hans um stofnun íslensks hers og stofnun varnarmálaráðuneytisins.

Ég starfaði hjá utanríkisráðuneytinu um árabil og var þar starfandi er fagnað var 50 ára afmæli varnarsamningsins 2001. Ég tók þátt í að búa til afmælisrit - smárit í tilefninu sem og ljósmyndasýningu.  Ég kynntist því starfi varnarmálaskrifstofunnar af eigin hendi, varð þeim innan handa enda menntaður "hernaðarsagnfræðingur". Ég kynntist líka Varnarliðinu og fulltrúa þess.

Mér fannst störfin sem unnin voru á skrifstofunni fagleg og meira segja var þá liðsforingi starfandi á skrifstofunni. En vægi skrifstofunnar var þá ekki mikið. Menn prískuðu um að það væri kannski 10 ár í að menn láti verða af því að stofna íslenskan her en ekkert bólar á honum ennþá.   

Ég reyndist sannspár í skýrslu árið 2000 að Bandaríkjaher væri að huga að því að týgja sig í burt, sem raungerðist 2006. Ég mat það svo að varnir Íslands væru á forsendum Pentagons, ekki Íslands sem reyndist rétt. Bandaríkjaher réði ekki við að standa í tveimur stríðum samtímis og dró sig í burt einhliða.  Ekkert hefur breyst síðan, herstöðin á Keflavíkurflugvelli er rekin á hálfu dampi eins og gert var milli 1945 og 1951, nokkuð hundruð manns starfandi og fljótandi á milli Bandaríkjanna og Íslands.

Árið 2005 lagði ég til í blaðagrein í Morgunblaðinu að varnarmálastofnun yrði stofnuð sem og gerðist síðar en fljótleg niðurlögð. Mikil mistök. Síðan þá hafa þrír aðilar deilt með sér varnamálaflokkinn, Landhelgisgæslan, Ríkislögreglustjóri og varnarmálaskrifstofan og verkaskiptingin óljós og gert til bráðabirgða en hefur staðið óbreytt allar götur síðan.   Njáll T. Friðbergsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins reyndi á síðasta þingi að koma í gegn stofnun Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála en án árangurs að ég best veit.

Ég tel að bæði Njáll og Arnór nálgist málið á röngum forsendum. Ekki er þörf á varnarmálaráðuneyti á meðan það er enginn íslenskur her. Ekki er þörf á rannsóknarsetri (á vegum HÍ) þegar varnarmálastofnun getur sinnt þessu hlutverki.  Varnarmálastofnun er það sem við þurfum á að halda og endurreisa.  Hlutverk þess væri þríþætt:

1) Samþætting varnarmála og málaflokkurinn tekinn úr höndum ofangreindra þriggja aðila. Varnarmál eru bæði innanríkis- og utanríkismál.  Stjórnsýslulega óreiðan sem nú ríkir úr sögunni.

2) Fræðilegar rannsóknir á öryggis- og varnarmálum sem sífellt væru í gangi.

3) Forvirkar ,,njósnir" eða leyniþjónusta (verst að það er ekki til annað hugtak).  Allir herir í heiminum hafa leyniþjónustu. Það er enginn James Bond glamur yfir þessari starfsemi ef menn halda það, heldur hrein og bein upplýsinga leit, mat og ráðgjöf til stjórnvalda. 

Nú er að sjá hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn. Kemst málið á skrið eða áfram hunsað?  Það fer eftir því hvort að Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda eða ekki. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún og Njáll, hafa skilning á málaflokknum og vilja til að gera eitthvað í málinu. Aðrir flokkar þeigja þunnu hljóði.

Á meðan er engin fagleg vinna unnin af sérfræðingum og mat á öryggis- og varnarmálum í skötulíki.


Almannavarnir og undirbúningur Íslendinga fyrir seinni heimsstyrjöld

Í fyrri bloggum hefur bloggritari rætt um varnarmál en einnig almannavarnir sem eru beintengdar viðbrögðum við hættuástandi.  Það þarf ekki að vera stríð til að virkja almannavarnir, það getur verið nátttúruhamfarir eða aðfangakerfi raskast eins og gerðist næstum því 2008. 

Hætttuástandið í dag, þegar Joe Biden er að reyna að starta kjarnorkustríði í kveðjuskyni, er ekki einsdæmi.

Má hér nefna viðsjárverð tímabil í kaldastríðinu og sérstaklega fyrir og á meðan seinni heimsstyrjöldin geisaði. Íslendingar voru þá mjög skynsamir og voru byrjaðir að undirbúa sig undir styrjaldarástand árum fyrir stríðið. Það var t.d. gert með lögum, s.s. skipakomum herskipa bönnuð, komið í veg fyrir að nasistar fengu hér flugvallaaðstöðu og þátttaka íslenskra manna í erlendum herum bönnuð. 

Íslendingar voru stálheppnir að fá ungan og einstakan mann til að leiða lögreglulið Reykjavíkur rétt fyrir stríð, Agnar Eldberg Kofoed-Hansen. Hann var liðsforingjamenntaður og undirbjó hann sem best íslensku lögregluna undir komandi átök. Á stríðsárunum lærðu Íslendingar almannavarnir af Bretum og Bandaríkjamönnum.

Hér lætur bloggritari staðar numið og lætur ChatGPT eftir með frásögnina. Hann getur staðfest samkvæmt sinni þekkingu að þetta er rétt með farið. 

Hér byrjar frásögnin:

Undirbúningur Íslendinga fyrir seinni heimsstyrjöldina og þróun almannavarna á stríðsárunum var mótaður af sérstöðu landsins sem herlaust ríki og mikilvægi þess fyrir flutninga og varnir bandamanna.

Undirbúningur fyrir stríðið

  1. Hlutleysi sem stefna: Íslendingar lýstu yfir hlutleysi sínu í byrjun stríðsins, í samræmi við stefnu margra minni ríkja. Íslenska ríkisstjórnin taldi að hlutleysisyfirlýsing gæti verndað landið frá því að dragast inn í átökin.

  2. Takmarkaðar varnaráætlanir: Íslendingar höfðu enga eigin herstyrk eða skipulagðar varnir. Hins vegar voru gerðar ráðstafanir um að efla strandgæslu og lögreglu til að bregðast við mögulegri innrás eða óstöðugleika.

  3. Viðbúnaður gegn birgðaskorti: Vegna einangrunar landsins var aukin áhersla lögð á matvælaframleiðslu og viðbúnað vegna hugsanlegs birgðaskorts. Til dæmis var útflutningur takmarkaður og lögð áhersla á sjálfbærni í matvælaframleiðslu.

Almannavarnir á stríðsárunum

  1. Breska hernámið (1940):

    • Bretar hernámu Ísland í maí 1940 til að tryggja siglingaleiðir á Norður-Atlantshafi. Með því hófst uppbygging innviða sem áður höfðu verið vanþróaðir, eins og flugvalla og hafna.
    • Íslendingar tóku ekki beinan þátt í varnarskipulagi hersins en veittu ýmsa þjónustu, sérstaklega í gegnum vinnuafl við byggingu mannvirkja.
  2. Bandaríska hernámið (1941):

    • Bandaríkin tóku við hervernd Íslands í samráði við íslensku stjórnina, þrátt fyrir formlegt hlutleysi Íslands. Þetta leiddi til áframhaldandi uppbyggingar varnarmannvirkja.
  3. Lögreglan og borgaraleg viðbúnaðaráætlun:

    • Íslensk yfirvöld lögðu áherslu á almannavarnir í gegnum lögreglu og sveitarfélög. Verkefni þeirra fólust í að tryggja öryggi borgara, koma í veg fyrir óeirðir og bregðast við loftárásahættu.
    • Engar teljandi loftárásir voru gerðar á Ísland, en byggð voru loftvarnarbyrgi í Reykjavík og víðar.
  4. Flóttamannamál og matvælaskortur:

    • Ísland tók á móti fáum flóttamönnum, en landið fékk stuðning frá Bretlandi og Bandaríkjunum til að halda uppi matvælaflutningum og -birgðum.
    • Landbúnaður og fiskveiðar fengu aukna athygli til að mæta aukinni eftirspurn vegna hersins og almennings.
  5. Inngrip í efnahagslíf:

    • Efnahagslífið tók miklum breytingum, þar sem hernaðartengd starfsemi, svo sem vinna við hernaðarmannvirki og þjónusta við hermenn, varð stór hluti af atvinnulífinu.

Áhrif hernámsins á almannavarnir

Hernámið styrkti íslenskar almannavarnir óbeint með uppbyggingu innviða, sem urðu mikilvægir fyrir landið eftir stríð. Meðal annars má nefna:

  • Flugvelli, sem voru mikilvægir bæði hernaðarlega og síðar borgaralega.
  • Aukin raforkuframleiðsla og samgöngur.
  • Þekkingu á viðbrögðum við náttúruhamförum, sem tengdust hernaðarlegum undirbúningi.

Í heild má segja að þó að Ísland hafi ekki tekið beinan þátt í stríðinu, breytti stríðið stöðu landsins og lagði grunn að nútímavæðingu íslensks samfélags.


Svíar og Finnar (og aðrar þjóðir) búa sig undir stríð - en hvað með Íslendinga?

Síðasta meistaraverk Joe Biden, sem telst vera "lame duck" forseti síðustu mánuðina er að stigmagna átökin við Rússland. Hann hefur ekkert umboð til að koma stríðinu yfir á viðsjárverða hættustig. Ákvörðun hans er óskiljanleg, nema að fólkið í kringum hann (Biden er ekki andlega með okkur) vilji skilja eftir sviðna jörð handa Trump sem hefur heitið því að ljúka stríðinu sem fyrst. Svo er það spurning hvort að Pútín bíti á agnið eða bíði eftir Trump.

En Evrópuþjóðirnar eru áhyggjufullar, allar nema Ísland. Stjórnvöld eru að undirbúa borgaranna undir hugsanlegt stríð. Í ljós kom í pallborðsumræðu Varðbergs - samtaka um vestræna samvinnu sem ber heitið "Utanríkisstefna á umbrotatímum. Öryggi, varnir og alþjóðasamskipti í viðsjárverðum heimi" að lítill áhugi er á varnarmálum. Enginn þátttakenda hafði raunverulega þekkingu, ekki  einu sinni sem leikmenn á viðfangsefninu, nema kannski Sjálfstæðismaðurinn Kolbrún eins og kemur fram í blogg greininni: "Spekingar” spjalla: Pallborðsumræða Varðbergs um öryggis- og varnarmál Íslands

Í frétt Morgunblaðsins í vikunni segir: "Sænsk yf­ir­völd hófu að senda fimm millj­ón bæk­linga til lands­manna þar sem þeir voru hvatt­ir til að búa sig und­ir mögu­leg stríðsátök. Þá hafa Finn­ar opnað sér­staka vefsíðu þar sem farið er yfir mik­il­væg atriði komi til átaka."

Bæk­ling­ur­inn er 32 blaðsíður og þar má finna ein­fald­ar teikn­ing­ar sem sýna þær ógn­ir sem steðja að Svíþjóð, m.a. hernaðarátök, nátt­úru­ham­far­ir, hryðju­verk og tölvu­árás­ir. Þar er að finna ráðlegg­ing­ar varðandi all­an viðbúnað, m.a. að eiga mat­ar­birgðir, eins og dósamat, og vatn. Að sögn MSB er meiri áhersla á und­ir­bún­ing fyr­ir stríð í hinni upp­færðu út­gáfu. Næstu tvær vik­urn­ar mun bæk­ling­ur­inn rata inn á 5,2 millj­ón sænsk heim­ili.

Svíar og Finnar búa sig undir stríð

En hvað eru íslensk stjórnvöld að gera? Ekkert. Allt í lagi, Íslendingar vilja ekki taka þátt í eigin vörnum og helst að stinga höfuðið í sandinn. Gott og vel. En það er lágmark að búa almenning undir hugsanleg átök, annað er ábyrgðaleysi. Það þarf ekki einu sinni stríðsátök, til að skerða matvæla aðdrætti eins og kom í ljós í efnahagskreppunni 2008. Þar voru Íslendingar hársbreidd frá því að greiðslukerfi landsins yrði lamað og þar með peningaviðskipti = ekki hægt að kaupa matvörur.

Hið sama gert í Finnlandi, Noregi og Danmörku

Í Finnlandi voru sambærilegar leiðbeiningar settar fram á heimasíðu stjórnvalda. Finnsk stjórnvöld taka fram í sínum leiðbeiningum að landið sé vel undirbúið ef til átaka komi.

Í Noregi og Danmörku hafa íbúar fengið bæklinga senda heim með upplýsingum um hvernig best sé að búa sig undir viku af óveðri, stríði eða öðrum ógnum. Sjá slóð: Stjórnvöld á Norðurlöndum kenna íbúum að búa sig undir stríðsátök

Úr því að íslensk stjórnvöld vilja ekki gera neitt, koma hér leiðbeiningar til handa Íslendingum en sænski bæklingurinn heitir:  Om krisen eller kriget kommer

Hér er hann í PDF formi á ensku: In case of crisis or war

Sú var tíðin að á höfuðborgarsvæðinu voru loftvarnarflautur (sem þeyttar voru í æfingaskyni reglulega) og leiðbeiningar í símaskrá um hvað beri að gera vá ber að höndum. Ekki lengur. Engar leiðbeiningar. En sem betur fer erum við með almannavarnir - sjá slóð: Almannavarnir en hver veit af tilvist þessara stofnunar?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband