Færsluflokkur: Stríð
Var að horfa á viðtal við Jack Keane hershöfðingja sem er kominn á eftirlaun. Hann er álitsgjafi Foxnews. Greiningar hans hingað til hafa verið góðar en álit blokkritara á honum fór í vaskinn eftir þetta viðtal.
Rætt var við hann um eldflauga sendingu Írans til Rússlands sem er smá í sniði. Nú hafa Bretar ákveðið að aflétta hömlur á slíkar sendingar frá Bretlandi en Þjóðverjar ætla ekki að gera hið sama. Þegar Keane var spurður hvort þetta muni ekki leiða til stærra stríðs, vísaði hann því á bug og sagði að Pútín hafi bara verið stóryrtur og ekki gert neitt - hingað til.
Það er nefnilega málið, skynsamir menn reyna að hóta andstæðingnum þannig að hann geri ekki mistök. Svo kemur að því að allt fer úr böndunum og þróunin verður stjórnlaus. Stríðið í Donbass var einmitt staðgengilsstríð þar til vitley... Joe Biden tók við völdin. Hann magnaði upp stríðið með vopnasendingum og Pútín ákvað í kjölfarið að gera innrás. Nokkuð sem hefði aldrei gerst á vakt Trumps.
Í stað þess að tala saman og koma friðarviðræðum af stað, þá ætlar Biden að bæta í það sem eftir er af valdtíð hans og ekki verður ástandið betra ef Harris tekur við. Guð hjálpi okkur.
Keane benti á eitt atriði sem heimskir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að hafa í huga en það er að ef Kína ákveður að taka Taívan með vopnavaldi, munu Rússar fara af stað með annað stríð en svo munu Íranir líka gera. Allsherjar stríð verður þá í Asíu, Evrópu og Miðausturlöndum. Það vita allir að Bandaríkin geta ekki háð tvö stórstríð samtímis. Þetta er ekki Afganistan og Írak - vanmáttugir andstæðingar. Þriðja heimsstyrjöldin þar með hafin og Íslendingar þátttakendur með NATÓ herstöð í túnfæti höfuðborgarsvæðisins. Utanríkisráðherra vor hefur séð til þess að Rússar hafi ekki gleymt Íslendingum og hugsa þeim þeigandi þörfina er stríð brýst út. Við höfum þegar rofið diplómatísk tengsl við Rússlands og gerst beinir þátttakendur í Úkraínu stríðinu með vopnasendingar og þjálfum úkraínskra hermanna (Landhelgisgæslan sá um það).
Það er enginn að fara að vinna stríð gegn mesta kjarnorkuveldi heims, Rússland. Kínverjar hafa líka kjarnorkuvopn og líklega Íranir. Það er í varnarstrategíu Rússlands, að ef innrásarher eða stórfelld árás verður gerð á ríkið, grípi það til kjarnorkuvopna sem fyrstu viðbrögð. Þetta vita Kínverjar og hafa því aldrei þorað að taka part af Rússlandi í stríði, en landið er afar strjábýlt en Kína þéttbýlt og þeir hafa alltaf litið hýru auga á Síberíu og Austur-Rússland. Herafli Rússlands skiptist í sex hluta. Einn er geimher, annar er eldflaugaher, flugher, floti, landher og herafli með sérsveitir. Eldflauga herinn verður ræstur út strax.
Stríð | 15.9.2024 | 11:54 (breytt kl. 12:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það verða engar framfarir hjá mannkyninu nema menn læri af reynslunni. Það á bara ekki við um sögulega atburði, heldur almennt í lífinu. Ef maður setur dísel olíu á bensín vél og bíllinn gengur ekki, væntanlega lærir hann af reynslunni og gerir þetta ekki aftur.
Það er hins vegar verra með lærdóminn af sögunni. Jú, menn læra á neikvæðan hátt afleiðingar þess að fara í stríð. Stríðsátökin sitja í viðkomandi kynslóð og menn segja, aldrei aftur þetta helvíti. Svo líður tíminn, stríðskynslóðin fer undir græna torfu, og núverandi kynslóð, feit af velmegð og frið, leitar að ágreiningi. Við eigum landið hinum megin við ánna, forfeður okkar áttu það fyrir hundruð ára og við viljum það til baka. Og næsta stríð hefst og sagan endurtekur sig.
Sem betur fer situr stórátökin lengi í fólki, sigurinn svo afgerandi að valdajafnvægi kemst á. Þetta á við Napóleon styrjaldirnar sem sköpuðu nánast hundrað ára friðartímabil og svo á við um heimsstyrjaldirnar tvær sem flestir sagnfræðingar segja að sé sama stríðin með hléi. Núna er komið rúmlegar 80 ára friðar tímabil eftir seinni heimsstyrjöld og því ætti eftir formúlinni að styttast í næsta stór styrjöld. Hugsanlega álfu stríð frekar en heimsstyrjöld.
En hvað segir Victor Davis Hanson um lærdóminn af seinni heimsstyrjöldinni. Sjá má skoðun hans í verkinu "The Second World Wars" og býður hann upp á nokkra mikilvægar lexíur.
Einn lykillærdómur er að stríðið var ekki óumflýjanlegt heldur stafaði af fælingarmætti. Hann leggur áherslu á hlutverk friðþægingar Breta og Frakka, einangrunarhyggju Bandaríkjanna og samvinnu Sovétríkjanna við að leyfa Hitler að rísa upp og stækka óheft. Hanson heldur því fram að hernaðarvald eitt og sér sé ekki nóg; skilvirkur fælingarmáttur og vera reiðubúinn til að takast á við árásaraðila eru nauðsynleg til að koma í veg fyrir átök. Friður í gegnum styrk kallast þessi stefna.
Annar mikilvægur þáttur frá Hanson er fordæmalaus eðli stríðsins. Þetta varð alþjóðleg átök á þann hátt sem fyrri heimsstyrjöldin hafði ekki gert, sem hafði áhrif á næstum allar helstu þjóðir heims.
Hann leggur áherslu á að hryllilegur tollur stríðsins hafi að hluta til stafað af samsetningu nýrrar tækni, fjöldavirkjunar og allsherjarhernaðaráætlana, sem hafi gert þá seinni mun mannskæðari en fyrri átök. Hanson kannar einnig hvernig, þrátt fyrir fyrstu velgengni nasista, studdu efnislegir og hernaðarlegir yfirburðir að lokum sigurs bandamanna, sem undirstrikar mikilvægi iðnaðarstyrks og alþjóðlegrar samhæfingar í nútíma hernaði (Hoover Institution).
Bloggritari er á því að líkt og með aðdraganda fyrri heimsstyrjaldar, hafi valdajafnvægið tekið að raskast og það á köflum hangið á bláþræði. Svo var ætt í stríð 1914 sem átti að klárast fyrir jólin. Lítið sætt stríð. Aðdragandinn var langur og náði fyrir aldarmótin 1900.
Sama á við ástandið í dag. Valdajafnvægið fór við lok kalda stríðsins og menn hafa reynt að fóta sig í breyttum heimi. Í stað tvípóla heims, kom einpóla. Nú eins og alltaf kemur fram rísandi stórveldi, hér Kína. Í mótun virðist vera aftur tvípóla eða fleirpóla heimur. Vonandi í þessum ferli, slá menn ekki feil keilur og asnist út í stríð. Bloggritari hefur það á tilfinningunni að heimska stjórnmálamanna taki enn og aftur yfir og það stefni a.m.k. í álfustríð eða þriðju heimsstyrjöld.
Stríð | 10.9.2024 | 12:00 (breytt kl. 12:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vandræðagangur Landhelgisgæslunnar vegna einu eftirlitsflugvélar sínar hefur vakið athygli almennings. Sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson hefur einhvern hluta vegna viljað spara við rekstur gæslunnar með því ráðast á rekstur eftirlitsvélarinnar. Þetta er skrýtinn málflutningur, því ef eitthvað er, ætti að bæta í og auka öryggið og eftirlitið innan efnahagslögsögu Íslands. Almenningur og sjómenn þar fremstir í flokki hafa lýst yfir algjöra andstöðu við minni viðbúnað gæslunnar en nú er og er lágmarks starfsemi. Sjálfur forstjórinn segir að ef vel ætti að vera, ætti önnur vél að vera tiltæk.
En er þetta ekki afturför ef mið er tekið af sögu eftirlitsflugs á Íslandi? Á vef gæslunnar segir að "Landhelgisgæslan hefur um áratuga skeið notast við flugvélar og þyrlur við löggæslu, eftirlit, leit og björgun auk annarra verkefna. Á árunum eftir síðari heimstyrjöld leigði Landhelgisgæslan stundum flugvélar til að fylgjast með skipaumferð og veiðum í landhelginni, fyrst árið 1948 þegar Grumman Goose-flugbátur var tekinn á leigu. Þetta flug var þó ekki með reglubundnum hætti." Sagan - flugdeildin
Og höldum áfram með söguna: "10. desember 1955 eignaðist Landhelgisgæslan sína fyrstu flugvél og er almennt miðað við þá dagsetningu sem upphaf flugrekstrar stofnunarinnar. Þetta var flugbátur af gerðinni PBY-6A Catalina með einkennisstafina TF-RAN." Það er því komin 70 ára reynsla og saga á notkun eftirlitsflugvéla við gæslu landhelgarinnar. Við skulum því ýta þessari hugmynd Jóns af borðinu, það er ekki nokkur áhugi neins á Íslandi, nema hans, að leggja niður eftirlitsflug. En hvað er þá til ráða?
Landhelgisgæslan hefur prófað aðra leið, hún fékk til reynslu mannlausan dróna um árið eða 2019. Grípum niður í frétt LHG af málinu:
"Landhelgisgæslan hefur fengið mannlaust loftfar til notkunar sem gert er út frá Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða samstarfsverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar en loftfarið verður hér á landi í þrjá mánuði. Á tímabilinu verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland. EMSA er þjónustuaðili drónans og þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Loftfarið er af gerðinni Hermes 900 og er rúmt tonn að þyngd. Það hefur 800 kílómetra drægi og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið og til baka. Dróninn kemst á um 120 kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað, er stjórnað í gegnum gervitungl, þarf flugbraut til að taka á loft og er með fimmtán metra vænghaf. Þá er hann búinn myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Fjölmenn áhöfn fylgir loftfarinu sem er stýrt af flugmönnum. Meginhluti verkefnisins er fjármagnaður af EMSA." LHG lýsti því yfir að góð reynsla var rekstri drónans á meðan hann var hér. Mannlaus dróni tekinn í notkun á Íslandi
En það eru færri sem vita að þessi dróni, Hermes 900 er ísraelskur að gerð. Hergagnaframleiðsla Ísraela er með ólíkindum og á mörgum sviðum hafa þeir farið framúr Bandaríkjamönnum. Sem dæmi hafa þeir tekið við herþotum og skriðdrekum Bandaríkjahers og endurbætt þau. Nýjasta dæmið eru endurbætur IDF á F-35 sem talin ein fullkomnasta herþota í heimi. Ísraelar eru frumkvöðlar í loftvörnum og er frægasta dæmið "Iron dome" loftvarnarkerfi þeirra sem Bandaríkjamenn sjálfir eru að íhuga setja upp fyrir heimalandið, Bandaríkin.
En hefur blönk Landhelgisgæsla efni á eftirlitsdróna? Svarið kemur á óvart, en það er já. Verð á Hermes 900, samkvæmt erlendum skýrslum, getur numið 6,85 milljónum dollara hvern á meðan Hermes 450 kostar 2 milljónir dollara. Þannig að verðlistinn getur varað eftir hvaða gerð af drónum viðkomandi er að eltast við.
Ef litið er á lýsingu á Hermes 450, þá er hann framleiddur af Elbit Systems; er meðalstór dróni hannaður fyrir könnunar- og eftirlitsverkefni og getur flogið í meira en 20 klukkustundir samfleytt. Dróninn er kallaður Zik af ísraelska hernum og getur náð tæplega 5,5 km hæð.
Þar sem dróninn er mannlaus, stjórnað af jörðu, er hægt að hafa hann á lofti megnið af deginum og hjálpað til við eftirlitsflugvélina að sjá um öryggiseftirlits landhelginnar. Í einu myndbandi má sjá drónann varpa niður björgunarhylki til nauðstaddra sjómanna og því getur hann einnig nýtts við björgunarstörf.
Í þessu myndbandi má sjá drónan í rekstri.
Og fyrir Alþingismenn sem væla og segja að engir peningar séu til, þá ættur þeir að lesa þessa frétt, en Íslendingar eru í stríðsrekstri í Úkraínu og eru að veita 3 milljarða í það peningahít. Svo er ekki til peningur til að reka þyrlusveit eða eftirlitsflugvél LHG! Hvernig væri að forgangsraða skattféi mínu og þínu betur! Þrír milljarðar í stríðs rekur í Úkraínu
Stríð | 8.9.2024 | 10:51 (breytt kl. 11:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frá og með september 2024 hefur yfirstandandi stríð í Úkraínu leitt til verulegs mannfalls bæði á borgaralegum og hernaðarlegum stöðum. Áætlanir benda til þess að um það bil 10.000 til 10.500 óbreyttir borgarar hafi verið drepnir og 18.000 til 19.800 til viðbótar særst síðan innrásin hófst í febrúar 2022. Þessar tölur eru líklega vantaldar, þar sem raunverulegar tölur eru taldar vera umtalsvert hærri vegna erfiðleika við að sannreyna öll atvik, sérstaklega á átakasvæðum (UN News).
Af hernaðarhliðinni er talið að mannfall bæði úkraínskra og rússneskra hersveita sé um 500.000, þar á meðal látnir og særðir. Sérstakar tölur benda til þess að Rússar hafi líklega misst á bilinu 35.500 til 43.000 hermenn, en hernaðartjón Úkraínu er talið vera nokkru minna en samt töluvert (UN News).
Frá og með september 2024 hefur átök Ísraels og Hamas á Gaza, sem hófust aftur í október 2023, leitt til yfir 42.000 dauðsfalla samkvæmt heilbrigðisyfirvalda á Gaza. Mikill meirihluti þessara mannfalla - meira en 40.600 - eru Palestínumenn, en um það bil 1.478 Ísraelar hafa einnig verið drepnir. Gaza-svæðið hefur orðið sérstaklega fyrir barðinu á miklu mannfalli óbreyttra borgara vegna yfirstandandi sprengjuárása Ísraela. Yfir 50% mannfallsins á Gaza voru konur og börn. Að auki hafa átökin eyðilagt innviði svæðisins, 90% íbúa Gaza hafa verið á flótta og stór hluti bygginga þess eyðilagður (Committee to Protect Journalists, Wikipedia).
Til samanburðar hefur stríðið í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, einnig verið hrikalegt. Hins vegar, þótt erfitt sé að staðfesta nákvæmar tölur vegna viðvarandi eðlis beggja átakanna, benda áætlanir til þess að stríðið í Úkraínu hafi valdið um 500.000 manntjóni (látnir og særðir), þar á meðal bæði hernaðarlegu og óbreyttra manntjóni. Bæði átökin hafa leitt til umtalsverðs mannfalls, en umfang og áhrif eru mismunandi, þar sem Úkraínustríðið hefur meiri heildardauða, að miklu leyti vegna víðtækara landfræðilegs umfangs þess og þátttöku stórra herafla (Committee to Protect Journalists).
Til samanburðar, má segja að stríðið í Úkraínu sé meira háð á opnu svæði, á vígvöllum, minna í borgum en stríðið á Gaza er háð alfarið í borgarumhverfi. Gaza er enda eitt þéttbýlasta svæði heims. Mannfall borgara er því meira en venja er að 3-4 borgarar falli á móti hverjum hermanni í slíku stríði. Þetta er þveröfugt í Úkraínu.
Annar munur er fjölmiðla umfjöllun. Alþjóða fjölmiðlar fjalla meira um stríðið á Gaza en Úkraínu. Auðvitað er mikið fjallað um það stríð en það hefur fallið í skuggann af átökunum í Miðausturlöndum. Bæði stríðin geta þó leitt til þriðju heimsstyrjaldar.
Þriðji munurinn er að mikill þrýstingur er á að bundinn sé endir á stríðið á Gaza en minni á Úkraínu stríðið. Það er eiginlega sláandi munur á afstöðu Vesturlanda til þessara tveggja stríða. Því miður hefur lítið verið reynt að stilla til friðar í Úkraínu, kannski af því að andstæðingurinn er gamall óvinur NATÓ - ríkja og Vesturlanda, Rússland.
Bloggritari telur að ef Trump kemst til valda í forseta kosningunum í nóvember n.k., fari allir aðilar af stað með friðarviðræður. Stríðið verður á enda í janúar 2025. Ef Harris verður forseti, guð hjálpi okkur þá. Annað Afganistan framundan?
Stríð | 4.9.2024 | 09:13 (breytt kl. 09:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekki annað en að sjá að rannsóknarsetrið hafi ekki verið stofnað samkvæmt þingsályktunar um rannsóknarsetur öryggis- og varnamála. Það hafi ekki fengist fjármagn fyrir stofnsetningu stofnunnar var mér sagt. Það er ekki góðar fréttir, þótt bloggritari hafi talað gegn rannsóknarsetrinu á þeirri forsendu að það væri betra sett undir hatt endurreistrar Varnarmálastofnunar Íslands. Væri ríkisstofnun, ekki háskólastofnun og væri hluti af stærri starfsemi. En það er betra að hafa einhverja stofnun en enga.
Engin innlend sérfræðiþekking er því fyrir hendi í landinu og engin rannsóknarvinna er unnin sem er nauðsynleg á hverjum tíma. Að sjálfsögðu höfum við Íslendingar herfræðimenntaða menn en þeir eru fáir, dreifðir og e.t.v. ekki í réttum stöðum.
Bloggritari sendi inn umsögn um þingályktunina og hún er eftirfarandi:
Dagsett: 28. febrúar, 2023
Efni: Umsögn um þingskjal 139: Tillaga til þingsályktunar um rannsóknasetur öryggis- og varnarmála
Ég tel, líkt og tillöguflytjendur, brýna þörf vera á að styrkja rannsóknir á sviði utanrÍkis- og öryggismála á Íslandi. En hins vegar tel ég að hvorki sé stigið nógu stórt skref né rétta. Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála er framfaraskref en sem rannsóknarstofnun fyrir ríki per se er hún veik undir umsjónarvaldi háskólastofnunnar.
Ég tel brýnt að framkvæmdarvaldið, annað hvort undir stjórn Utanríkisráðuneytisins og undir hatt varnarmálaskrifstofu, eða Landhelgisgæsla Íslands, sem fer með framkvæmd varnarsamingsins og varnartengd verkefni, sjái um þessa nauðsynlegu rannsóknarvinnu. Best væri að sérstök varnarmálastofnun sæi um rannsóknarvinnuna.
Þann 27. október, 2005, reifaði ég fyrstur Íslendinga í blaðagrein þá hugmynd að koma á fót íslenska varnarmálastofnun.
Sjá eftirfarandi slóð: Um stofnun varnamálastofnunar
Þar sagði ég um samingaviðræður íslenskra stjórnvalda við bandaríska varnarliðið sem var þá á förum og raungerðist 2006:
"Engra grundvallarspurninga er spurt í þessu samningaferli né þeim svarað, s.s. hver er framtíðarsýn íslenskra stjórnvalda í varnarmálum? Ætla þau sér að láta Bandaríkjaher annast landvarnir næstu 10 árin eða 50 ár...? Eru kannski aðrir valkostir í stöðunni, sem kynnu e.t.v. að myndast, t.d. með stofnun Evrópuhers? Eru varnir Íslands undir samningum við Bandaríkin komnar eða ber fyrst og fremst að líta á þær sem einkamál Íslendinga, sem þeir verða að ræða og koma sér saman um áður en talað er við vinaþjóðir? Ef svo er, þ.e.a.s. að varnarmálin séu í raun fyrst og fremst einkamál Íslendinga, þá er ljóst að fræðilegar umræður skortir sem og sérfræðinga á sviði varnamála og hvers vegna skyldi standa á því? Jú, það er ekki til nein stofnun hér á landi sem getur tekist á við slík mál."
Síðar í blaðagrein minni sagði ég:
"Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun. Fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden, kom með þessa hugmynd áður en hann lét af embætti og er hún athyglisverð. Slík stofnun myndi tvímælalaust styrkja stöðu okkar innan NATÓ sem og samskiptin við bandalagið. Hún yrði skipuð hæfum sérfræðingum og gæti skapað fræðilegar umræður og staðið fyrir ráðstefnuhaldi og leiðtogafundum. Hún sæi um stefnumótun og framkvæmd ýmissa mála sem snerta beint varnarmál landsins en einnig mál sem gerast á alþjóðavettvangi. Hér má nefna að slík stofnun, sem gæti verið innan vébanda utanríkisráðuneytisins, væri mikill styrkur ef Íslendingar gengu í öryggisráð SÞ. Ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir að Íslendingar hefðu dregist inn Í klúðrið kringum Íraksstríðið ef stjórnmálamennirnir hefðu fengið viturleg ráð. Önnur verksvið hennar gætu t.d. verið landvarnaræfingar, s.s. Samvörður og Norður-víkingur, almennar almannavarnir, verkefni tengd leyniþjónustustarfsemi, samstarf við friðargæsluna auk fræðilegra rannsókna og ótal annarra verkefna."
Með öðrum orðum lagði ég til að slík varnarmálastofnun sæi um rannsóknarvinnu tengdri öryggis- og varnarmálum. Ég tel eðlilegra að íslensk stjórnvöld sjái um slíka rannsóknarvinnu en háskólastofnanir enda ein af grundvallarskyldum ríkisvaldsins sjálfs, ekki háskólastofnanna.
Ég tel farsælast að tillöguflytjendur endurskoði málið aðeins betur og komi frekar með tillögu um endurreisn Varnarmálastofnunar Íslands sem ég hafi verið mikið óheilaskref að hafa verið lögð niður. Innan veggja slíkrar stofnunar væri öryggis- og varnarmálastefna Ísland mörkuð til framtíðar út frá öryggishagsmunum Íslendinga sjálfra, ekki annarra þjóðar sem og tilheyrandi rannsóknarvinna. Eins og staðan er í dag, eru það bandarískir hershöfðingjar og hernaðarsérfræðingar bandríska hersins sem ákveða hvað teljist vera íslenskir öryggishagsmunir, ekki
Íslendingar sjálfir sem hafa ekki þá þekkinguna sem til þarf. Sem sjálfstæð þjóð, ættu Íslendingar að hafa frumkvæðið að eigin vörnum og bera þá ábyrgð sem sérhvert fullvalda ríki ber að taka á sig í varnarmálum.
Virðingarfyllst, Birgir Loftsson, sagnfræðingur
---
Svo mörg voru þau orð. Enn verðum við því að reiða okkur á mat erlendra sérfræðinga um varnaþörf Íslands. Er það viturlegt?
Stríð | 31.8.2024 | 17:09 (breytt kl. 17:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
TF-SIF, eftirlitsflugvél gæslunnar, er í lamasessi vegna viðgerðar, en tæring fannst í hreyflum hennar. Verður vélin ekki til taks að nýju fyrr en eftir nokkra mánuði. Ekkert sem tekur við, því tækjabúnaður LHG er í lágmarki. Sem dæmi eiga Færeyingar jafn mörg varðskip og Íslendingar. Eina sem er í lagi er þyrlusveit gæslunnar, enda ekki annað hægt, því mikið viðhald er á þyrlum almennt.
Íslendingar eiga tvö varðskip, annað byggt sem varðskip en hitt er dráttarskip sem búið er að mála grátt. Og svo tvo smábáta.
Loftförin saman standa af þremur þyrlum og einni eftirlitsflugvél. Meira er það ekki sem gæslan á. Þetta myndi kallast lágmarks tækjakostur, ef ekki vanbúnaður. Forstjórinn segir að vel eigi að vera, ættu að vera tvær eftirlitsflugvélar. Og hvers vegna ekki dróna? Tæknin er sífellt að breytast og nýir möguleikar að opnast.
Hvað er þá til ráða? Bloggritari hefur marg oft bent á lausn. Og það er að vera hugmyndarík í að búa til pening fyrir stofnunina. Gæslan hefur verið það að vissu leyti, leigt út varðskip og flugvélina í landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi.
En það þarf meira til. Það þarf nýja lagaumgjörð fyrir Landhelgisgæsluna, þar sem hlutverk hennar er skilgreint á friðartímum og síðan en ekki síst á ófriðartímum. Bandaríska landhelgisgæslan er einmitt góð fyrirmynd. Á friðartímum, þ.e.a.s. þegar engin hætta stafar að vörnum bandarísku landhelginnar, er hún hefðbundin landhelgisgæsla, gætir landhelgina og sinnir hefðbundnum löggæslustörfum.
En á ófriðartímum breytist hlutverk hennar og hún verður hluti af herafla Bandaríkjahers. Með öðrum orðum, verður hún herstofnun. Hlutverk hennar er vel skilgreint í bandarískum lögum hvort sem er á ófriðartímum eða friðartímum.
Alþingi gæti með lagabreytingum sniðið hlutverk LHG að svipuðu hlutverki og bandaríska landhelgisgæslan gegnir. Með því að skilgreina hana sem herstofnun, þ.e.a.s. flota eða sjóher, myndi allt breytast í kringum umgjörð hana.
Gæslan gæti sótt fjármagn til NATÓ sem er ekki smáræðis fjármagns auðlind. Hún sækir hvort sem er fjármuni í sjóði NATÓ og er hér átt við mannvirkjasjóð þess.
NATÓ væri meira en viljugt að stoppa í gatið sem Ísland er varnarlega séð í GIUK hliðinu. Til dæmis með að reka hér tundurspilla einn eða fleiri eða ratsjár flugvélar sem gæti verið t.d. Lockheed P-3 Orion er fjögurra hreyfla kafbáta- og eftirlitsflugvél sem er þróuð fyrir bandaríska sjóherinn. Eða þá Poseidon MRA1 (P-8A) frá Boeing sem breski flugherinn rekur og eftirlitsflugvél á sjó, búin skynjurum og vopnakerfi fyrir hernað gegn kafbátum, auk eftirlits og leitar- og björgunarverkefna.
Landhelgisgæslan hvort sem er, sinnir mörgum hlutverkum sjóhers. Hún hefur á að skipa frægri sprengjueyðingasveit, köfunarsveit, sinnir loftrýmiseftirlit, íslenska loftvarnarkerfinu og önnur varnartengd verkefni, svo sem heræfingar NATÓ á Íslandi og er hluti af stjórnkerfi NATÓ.
Sjá slóð: Önnur verkefni varnarmálasviðs
Með öðrum orðum sinnir hún verkefnum samkvæmt tvíhliða varnarsamningi Íslands við Bandaríkin og gegnir ákveðnu hlutverki innan NATÓ.
Eina sem vantar upp er að viðurkenna hlutverk Landhelgisgæslunar sem varnarstofnun, sem hún de facto er, er fara að afla fjármagn í tóma kassa hennar. En tregðan er svo mikil hjá stjórnmálaelítunni og skilningsleysi, að það verður ekkert gert. Varnar- og öryggismál eru ekkert grín eða hægt að hunsa eins og Íslendingar kjósa. Bara það að hafa ekki eftirlitsflugvél LHG starfrækta, getur kostað mannslífs, líf sjómanna getur ollið á því að tækjakostur gæslunnar sé virkur og hann sé yfir höfuð til!
Stríð | 30.8.2024 | 09:54 (breytt kl. 13:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Upphlaup er í fjölmiðlum vegna herhlaups en ekki innrásar Úkraínu í Kúrsk. Þetta er ekki alvöru innrás og er n.k. áróðursbragð í stærra samhengi. Sjá má þetta ef sagan er skoðuð. Engar innrásir inn í Rússland síðan 1500 hafa tekist. Fyrir þann tíma var ríkið veikt. Lítum á sögu Rússlands. Fyrst pólitíska þróun en síðan innrásirnar.
Rússneska ríkið var stofnað á 9. öld, kallað Kænugarðsríki (já í núverandi Úkraínu). Uppruni Rússlands er oft rakinn til myndunar kæníska Rúss (e. Rus), sambands slavneskra ættbálka. Ríkið var miðsvæðis í kringum borgina Kænugarður (nútíma Úkraína) og innihélt hluta nútíma Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rússlands. Þetta var smáríki en það breyttist á 13. öld. Stórhertogadæmið Moskvu var stofnað seint á 13.14. öld.
Eftir hnignun Kænugarðs-Rússlands og innrásar Mongóla á 13. öld færðist miðstöð valdsins smám saman til stórhertogadæmisins Moskvu. Moskvu byrjaði að halda yfirráðum sínum yfir önnur rússnesk furstadæmi, sem leiddi að lokum til myndun miðstýrðs rússnesks ríkis. Lykilviðburður var þegar Ívan III ("Ívan mikli") stækkaði yfirráðasvæði Moskvu og batt enda á mongólska okið árið 1480 og lagði grunninn að rússneska ríkinu. Síðan þá, hefur engum innrásarher borið kápan úr klæði. En enn var Rússland smáveldi. Það breyttist á 16. öld.
Keisaradæmi Rússlands var stofnað um miðja 16. öld. (1547) Stofnun rússneska keisaradæmisins markast af því að Ívan IV ("Ívan grimmi") var krýndur sem fyrsti keisari Rússlands árið 1547. Þessi atburður er oft talinn afgerandi stund í myndun Rússlands sem sameinaðs ríkis, með miðstýrðri einræðisstjórn.
Rússneska heimsveldið (1721) varð svo til. Árið 1721 lýsti Pétur mikli yfir stofnun rússneska heimsveldisins eftir að Nystadsáttmálinn batt enda á Norðurstríðið mikla. Þetta markaði umbreytingu Rússlands í evrópskt stórveldi með víðfeðmt landsvæði víðsvegar um Evrasíu.
Síðan 1500 hafa nokkur lönd og hópar reynt að ráðast inn í Rússland. Hér er yfirlit yfir nokkrar af mikilvægustu innrásunum:
Pólsk-litháíska samveldið (16051618) var fyrsta ríkið sem reyndi taka yfir landið á tímum glundroða í Rússlandi. Pólsk-moskvíska stríðið (16051618) kallast sá atburður er pólsk-litháíska samveldið réðist inn í Rússland. Þeim tókst að hernema Moskvu árið 1610 og settu upp brúðukeisara, en að lokum ráku Rússar þá út.
Fyrst alvarlega atlaga að Rússlandi var þegar Svíþjóð (17081709) reyndi að taka landið í Norðurlandastríðinu mikla (17001721). Karl XII frá Svíþjóð réðst inn í Rússland árið 1708. Herför hans endaði hörmulega í orrustunni við Poltava árið 1709, þar sem rússneskar hersveitir undir stjórn Péturs mikla sigruðu Svía með afgerandi hætti. Þessi sigur markaði upphaf að Evrópuveldi Rússlands, nútímavæðingu og gerði Rússland að tveggja álfa veldi og raunverulegu heimsveldi. Rússland fékk að vera í friði en það breyttist á 19. öld. Þá varð Rússland beinn þátttakandi í stríðum Evrópu.
Næsta alvöru árás var þegar Napóleon fór sína feigðarferð til Rússlands 1812 á tíma Napóleonsstríðanna. Innrás Frakka í Rússland hófst árið 1812, undir forystu Napóleons Bonaparte, er ein frægasta innrásin í Rússland. Þrátt fyrir að hafa farið djúpt inn á rússneskt yfirráðasvæði og náð Moskvu í upphafi var franski herinn eyðilagður af rússneska vetrinum, aðfanga vandamálum og skæruhernaði, sem leiddi til hörmulegrar undanhalds.
Síðan um 1600 var Rússland í stöðugri útþennslu. Það lagði undir sig Síberíu og stoppaði ekki fyrr en það hafði lagt undir sig Alaska en hörfaði svo aftur til Asíu. Á 18. og 19. öld var útþennslan suður á bóginn, sérstaklega á tímum Katrínu miklu. Kákasus svæði var lagt undir með vopnavaldi á tímum Ívan grimma en Katrín mikla lagði til atlögu að Ottómanaveldið á 18. en sérstaklega á 19. öld. Ýmis átök áttu sér stað á 18. og 19. öld, einkum í rússnesku-tyrknesku stríðunum. Þótt Tyrkir hafi aldrei náð langt inn í Rússland né inn í meginland Rússlands, átti Ottómanaveldi þátt í mörgum stríðum við Rússland, sérstaklega í Kákasus og Balkanskaga, þar sem báðir aðilar réðust inn á svæði hvors annars á mismunandi tímum. Yfirleitt misstu Tyrkir land og er Krímskagi þar mikilvægastur.
Nú erum við komin á 20. öld. Stríðið við Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland í fyrri heimsstyrjöld (19141918). Í fyrri heimsstyrjöldinni hófu miðveldin, þar á meðal Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland, margar sóknir gegn rússneska heimsveldinu. Þeim tókst að hernema mikilvæg svæði í vesturhluta rússneska heimsveldisins, þar á meðal Pólland og Eystrasaltsríkin. Rússland beið ósigur 1917 en missti ekkert land.
Seinni heimsstyrjöld (19411945) var afdrifríkasti atburður í sögu Rússlands, en þá var það foryrsturíki Sovétríkjanna. Föðurlandsstríðið mikla kalla Rússar það stríð. Aðgerð Barbarossa var innrás Þýskalands nasista í Sovétríkin, sem hófst í júní 1941. Þetta var ein stærsta hernaðaraðgerð sögunnar. Þjóðverjar náðu í upphafi verulegar framfarir en voru að lokum stöðvaðir af sovéska rauða hernum, sem leiddi til gagnárásar sem ýtti Þjóðverjum aftur til Berlínar árið 1945.
Svo er það gleymda stríðið við Japan (1945) í Mansúríu. Í ágúst 1945, eftir uppgjöf Þýskalands, lýstu Sovétríkin yfir stríði á hendur Japan og réðust inn á svæði sem Japanir hafa undir höndum í Mansjúríu, Kóreu og Kúríleyjum. Þó að þetta hafi ekki verið innrás í Rússland af hálfu Japans, þá var þetta mikilvæg átök milli þjóðanna tveggja.
Eftir upplausn Sovétríkjanna 1991, varð Rússland aftur sjálfstætt ríki (sambandsríki). Innan ríkissins voru mörg sjálfstjórnarríki og þar reyndust Kákasus sjálfstjórnarsvæðin skeinuhættust.
Eitt af þessum svæðum kallaðist Tétetnía en Tétsjeneskir uppreisnarmenn óðu um eftir fall Sovétríkjanna (19902000). Þó að það hafi ekki verið hefðbundin erlend innrás, sáu Tétsjeníustríðin tvö um að aðskilnaðarsinnar í Tétsjeníu, svæði innan Rússlands, tóku þátt í verulegum átökum við rússnesk stjórnvöld og reyndu að brjótast undan yfirráðum Rússa. Stríðin innihéldu hryðjuverkaárásir og innrásir í nágranna sjálfstjórnarsvæði Rússlands. Rússar höfðu fullan sigur.
Næsta stríð voru átökin í Georgíu (2008). Rússnesk-georgíska stríðið 2008, þó fyrst og fremst fól í sér rússneskar hersveitir sem fóru inn í Georgíu, er georgískar hersveitir fóru inn í Suður-Ossetíu, brotasvæði með stuðningi Rússa. Átökin fólu í sér umtalsverðar hernaðaraðgerðir Rússa til að bregðast við ólguástandi.
Og nú eiga Rússar í óopinberu stríði við Úkraínu sem byrjaði fyrir rúmum tveimur árum og sér ekki endi á.
Allar þessar innrásir endurspegla hernaðarlegt mikilvægi Rússlands með víðáttumikils landsvæðis, sem leiðir til ítrekaðra tilrauna ýmissa valdhafa til að véfengja yfirráð þeirra í Evrópu og Asíu. Allar þessar tilraunir hafa mistekist.
Hér hefur ekki verið meðtalið skærur Sovétríkjanna við Kína en þar hafa þeir síðarnefndu ávallt borið minnihlut. Einn hættulegasti óvinur Rússa er einmitt Kína, þótt pólitíkin í dag hafa gert þessi ríki að bandamönnum...tímabundið. Eins og Trump hitti á naglann nýverið, þá eiga Rússar nóg af landi en lítið af fólki, en Kínverjar lítið land en mikið af fólki. Þessi ríki eru því náttúrulegir óvinir.
Framtíðin er óráðin eins og ávallt. En ef miðað er við að Rússland hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða og ein grein rússneska hersins er kjarnorku herafli, og þeir segjast munu nota kjarnorkuvopn ef til innrásar kemur, er ansi ólíklegt að herhlaup Úkraínumanna beri mikinn árangur, ekki frekar en herhlaup Wagner liða um daginn....
Stríð | 10.8.2024 | 23:58 (breytt 11.8.2024 kl. 11:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Ef svo fer að Donald Trump forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, sem ekki hefur mikið álit á NATO, verði forseti má gera ráð fyrir að NATO sé mögulega búið að vera og Evrópa er ekki undirbúin á neinn hátt undir þá stöðu. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendiherra en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu."
Sjá slóð: Evrópa ekki tilbúin með varnir líði NATO undir lok
Þetta er dæmigert hjal stjórnmálamanns sem þekkir ekkert til hermála. Það er eins og samskipti Bandaríkjanna við NATÓ sé einhliða, Bandaríkjamenn borgi reikninganna og útvegi hermenn til varnar í Evrópu. Það er rétt, en bara vegna þess að Evrópuríki hafa komist upp með að vanrækja varnarskyldur sínar, þar á meðal Ísland. Evrópumenn eru með eigin heri og varnarkerfi sem eru samrænd undir eina stjórn.
Peningamaðurinn Trump var nóg boðið hvernig Evrópuríki höguðu sér (höfðu samþykkt 2014 hækka framlögin í 2% fyrir 2024 en ekki staðið við það) og beitti þvingunum til að láta þau borga meira. Það virkaði og ekki hefði ekki mátt gerast síðar, í ljósi stríðsins í Úkraínu.
NATÓ er ekki meira lífvana í dag en að það bættust nýverið tvö öflug herveldi, Svíþjóð og Finnland, í bandalagið. Og flest ríkin eru komin upp í 2% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Ekki Ísland, sem ver prósentubroti (ekki eitt prósent, heldur brot úr prósenti) í varnarmál.
Ekki má gleyma að Bandaríkin þurfa jafnmikið á NATÓ að halda og NATÓ þarf á Bandaríkin. Aðildarríkin eru 32 talsins og þau eru bandamenn Bandaríkjanna. Í dag eiga Bandaríkin ekki marga vini í heiminum en NATÓ er haukur í horni fyrir þau. Fyrsta varnarlína landsins liggur í Evrópu og er Ísland þar á meðal. Evrópa er nauðsynleg fyrir heimavarnir Bandaríkjanna.
Jón ræddi Evrópuher og taldi stofnun slíks fæddan andvana. Það er rétt, enda óþarfi í ljósi þess að NATÓ er Evrópuher! Bandaríkin og Kanada eru í bandalaginu en rest eru Evrópuríki. Nánast öll Evrópa er komin undir regnhlíf bandalagsins, aðeins Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía, Kýpur, Austurríki, Írland og Malta ásamt örríkjum eru ekki í bandalaginu en þau eru samt í "samstarfi NATÓ fyrir frið" nema Kýpur og Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía og Rússland. Sviss er náttúrulega utan allt! Það eru aðrar smáþjóðir sem eru ekki í bandalaginu en njóta óbeint verndar þess.
Hér er listi Evrópuþjóða sem eru ekki í NATÓ: Andorra, Armenía, Austurríki, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland, Bosnía og Hersegóvína, Kýpur, Georgía, Írland, Kosovo, Liechtenstein, Malta, Moldóva, Mónakó, Rússland, San Marínó, Serbía, Sviss, Úkraína og Vatíkanið. Allt eru þetta jaðarríki, óvinaríki, örríki eða eiga sér sögu um átök sem koma í veg fyrir þau geti gengið í NATÓ.
En Jón Baldvin hefur rétt fyrir sér um andvaraleysi Evrópuþjóða í gegnum tíðina. En það er liðin saga. Allar Evrópuþjóðir eru að vígbúast, NATÓ stenur föstum fótum og Trump er ekki að leggja niður bandalagið. Jafnvel þótt Bandaríkin myndu ganga úr bandalaginu (og fremja þar með mestu mistök sín í utanríkismálum frá upphafi), myndi það lifa það af. Hjörðin veit að hún á besta möguleika á að lifa af, ef hún heldur sig saman, þótt forystukindin er horfin á braut.
Annað sem er meira áhyggjuefni. Fyrir Íslendinga er áhyggjuefni ef Bandaríkin geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart varnarsamningum frá 1951. Er það mögulegt að Bandaríkin komi Ísland ekki til varnar á ófriðartímum? Hljómar ósennilegt, en þó ekki. Hvað segir sagan? Árið 2006 stóðu Bandaríkin í tveimur stríðum, bæði gegn veikum andstæðingum. Skæruliðahernaður í Afganistan og í raun einnig í Írak eftir stutt stríð. Engin stórveldi að eiga við. En samt áttu Bandaríkin í vök að verjast.
Það reyndi á allan herafla Bandaríkjanna í þessum átökum. Kallaðar voru út varasveitir (sjá liðhlaup varaforsetaefni Kamala Harris, Tim Walz sem forðaðist sér úr hernum 2005 er kalla átti út herdeild hans sem er varalið). Svo aðþrengdir voru þeir, að þeir byrjuðu að afturkalla þyrlusveitina á Keflavíkurflugvelli en síðan kvöddu þeir einhliða Íslands með því að draga allt herlið frá Íslandi 2006. Það þótt íslenskir ráðamenn væru á hnjánum grátbiðjandi um að Bandaríkjaher færi ekki. Bandarískir hershöfðingjar hafa nagað sig í handarböndin allar götur síðar og viljað aftur fasta viðveru.
Það var nefnileg engin herfræðileg rök fyrir lokun herstöðvarinnar. Hún var eftir sem mjög mikilvæg í varnarkeðju NATÓ, staðsett í miðju GIUK hliðsins. Hagsmunir Bandaríkjanna voru teknir fram yfir hagsmuni Íslands og NATÓ alls.
Síðan 2006 hefur Bandaríkjaher hnignað umtalsvert. Það skortir bæði fjármagn og hermenn (síðast vantaði 48 þúsund upp í kvótann). Herfræðingar segja og stríðslíkön taka undir, líklega myndi bandaríski flotinn tapa orrustunni um Taívan ef Kína skyldi ákveða að taka eyjuna yfir. Bandaríkin geta ekki lengur háð tvö stríð í einu. Nóg er til af öflugum óvinum, Rússland, Kína, Íran, Norður-Kórea og allt líklega kjarnorkuveldi!
Eftir stendur Ísland berskjaldað, líkt og Bretland 410 e. Kr., er rómverski herinn yfirgaf landið einhliða og kom aldrei aftur. Engir heimamenn voru hermenn og landið berskjaldað fyrir innrásir Engilsaxa.
Hvað gera íslenskir bændur þá? Hefur Þjóðaröryggisráð Íslands tekið þá sviðsmynd inn í dæmið? Er Ísland tilbúið undir alheimsátök? Eru til næg matvæli, lyf, varahlutir o.s.frv.? Kannski er lágmarks viðbúnaður að koma sér upp heimavarnarlið? Hafa einhvern grunn að byggja á, ef í harðbakkann slær.
Stríð | 10.8.2024 | 09:38 (breytt kl. 22:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hinn fyrrum ofursti í Bandaríkjaher, D. MacGregor hefur verið áberandi sem álitsgjafi um samtímastríð. Hann er skeleggur í málflutningi, sannfærandi og hefur yfirgripsmikla þekkingu á samtímamálefnum. En eftir því sem maður hlustar meira á hann, þá kynnist maður persónunni betur og ákveðið þema kemur í ljós.
MacGregor virðist vera mjög á móti afskiptum Bandaríkjamanna af stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir vestræna stjórnmálamenn (NATÓ) fyrir hvernig tekið er á málinu. Þemað hjá honum er að Úkraínu stríðið sé tapað fyrir Úkraínumenn. Þeir ættu aldrei möguleika á sigur. Hann virðist vera á sömu línu og Trump og Tucker Carlson að koma hefði mátt í veg fyrir þetta stríð.
En það þarf engan sérfræðing til að sjá að á brattan var að sækja fyrir Úkraínumenn frá upphafi. Þeir hafa þó tórað í rúm tvö ár í ójöfnu stríði. Það sem vantar í málflutning MacGregor að það er hægt að sigra við friðarsamningaborðið. Hann er allt of svartsýn. Það er nefnilega hægt að komast að niðurstöðu þar sem báðir aðilar halda nokkurn veginn andliti. Ein slík niðurstaða væri að Donbass héruðin fengu fullt sjálfstæði sem ríki. Væru hvorki hluti af rússneska sambandslýðveldinu né hluti af Úkraínu. Íbúarnir hvort sem er allir rússneskumælandi. Úkraína lýsti yfir að hún gengi ekki í NATÓ en hefði rétt til að ganga í ESB (sem Rússar hafa ekkert á móti). Úkraína verður þar með stuðpúðinn gegn innrás úr vestri eins og hún hefur verið í gegnum aldir.
Sama gildir um málflutning MacGregor varðandi átök Ísraels við nágranna sína. Þegar Erdógan pípir og hótar árás á Ísrael, þá fer MacGregor á taugum. Heldur hann virkilega að Tyrkland geri innrás í Ísrael? Tyrkland þarf þar með að fara í gegnum tvö lönd með herlið sitt, sem mun aldrei gerast. Eða gera innrás af sjó, en flugmóðufloti Bandaríkjanna er þar fyrir (ekki haft hátt um það). Stefna þar með NATÓ aðild sína í hættu, yrðu reknir með það sama úr bandalaginu og úr vestrænni samvinnu.
Eða Íran fari í stríð við Ísrael. Ástæðan fyrir því að Íranir nota staðgengla eins og Hizbollah eða Hamas, er að Íran er í mikilli fjarlægð frá Ísrael. Íran þyrfti að fara yfir íranskt landsvæði með her sinn. En Jórdanir eru bandamenn Ísraels. Það sem Tyrkir, Íranir eða aðrir óvinir geta gert, er að gera eldflaugaárásir á Ísrael eins og þau hafa þegar gert.
Orðræðan í Miðausturlöndum er herská. Arabalöndin eru karlaveldi (Ísrael líka). Þar er talað digurbarklega en menn passa sig samt á að fara ekki yfir strikið. Það hefur komið marg oft í ljós í þessum átökum. T.d. þegar Íran sendi eldflaugar og dróna á Ísrael og Ísraelmenn svöruðu með takmarkaðri árás. Það getur vel verið að Íran lýsi yfir stríði gegn Ísrael en hvernig ætla þeir að fylgja yfirlýsingunni eftir? Jafn gagnlegt og þegar Hitler lýsti yfir stríði gegn Bandaríkin. Ein mestu mistök hans í stríðnu.
Stríðið í Gaza er 301 daga gamalt. Öllum aðilum hefur tekist að ganga á línunni án þess að detta. Öllum er heitt í hamsi en enginn virðist vera svo brjálaður að fara í tveggja landa stríð. Helsta hættan er í Líbanon. Að nú segi Ísraelmenn, hingað og ekki lengra og taki suðurhluta landsins undir sig og reki Hezbollah úr landi eins og þeir gerðu við PLO. En það mun verða Ísraelmönnum dýrkeypt. Sérstaklega þegar þeir hafa ekki stjórn Bidens á bakvið sig. Þeir eru algjörlega undir Bandaríkjamönnum komnir með fjármagn og vopn. Stóra spurningin er, halda Ísraelmenn að þetta sé stóra tækifærið fyrir þá að koma í veg fyrir að Íran verði kjarnorkuveldi? Ganga frá Hamas og Hezbollah í eitt skipti fyrir öll? Ef svo er, þá er mjög ófriðvænlegt framundan og guð má vita hvernig útkoman verður fyrir þá eða andstæðinga þeirra. Þótt Ísrael er öflugast herveldið í Miðausturlöndum, geta þeir ekki barist á móti öllum í einu og ekki án aðstoðar Bandaríkjanna. Að því leytinu til hefur MacGregor rétt fyrir sér. En taka verður hann með þeim fyrirvara að hann sér þessi tvö stríð í sinni svörtustu mynd. Það vantar ekki þekkinguna en spyrja má um niðurstöður hans.
Bandaríkin, þrátt fyrir stjórn Joe Biden, er enn mesta herveldi veraldar. Á meðan þau eru stóri bróðir Ísraels, þá helst jafnvægið áfram. En það eru blikur á lofti. Ef Kamala Harris kemst til valda, verður enginn friður framundan. Hún hefur þegar sýnt það í verki með því að hunsa heimsókn forsætisráðherra Ísraels til Bandaríkjanna. Og hún mun halda að dæla vopn til Úkraínu til að halda því stríði áfram. En kannski verður verst að hún gerir Bandaríkin gjaldþrota. Án penings er enginn öflugur her.
Árið 1990 gátu Bandaríkin háð tvö stríð samtímis og smáskærur, í dag munu þau eiga í erfiðleikum með að heyja eitt stríð á móti stórveldi. Rússland eða Ísrael eru herveldi sem hafa ekki efni á að tapa stríði eins og Bandaríkin. Ef þau tapa, fer allt í bál og brand. Það verður því barist til sigurs hjá báðum aðilum.
Hér má sjá hvernig MacGregor talar:
Stríð | 2.8.2024 | 11:57 (breytt kl. 12:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag eru háð tvö stríð undir vökulum augum heimsbyggarinnar. Bæði skipta máli, því bæði geta leitt til þriðju heimsstyrjaldar ef rangt er haldið á spilum. Eins og staðan er í dag, er líklegra að það sjóði upp úr í Miðausturlöndum en í Úkraínu.
En viðhorfið á Vesturlöndum til þessara styrjöldar virðist vera ólíkt. Í Úkraínustríðinu eru Úkraínumenn kvattir áfram og beita sem mestu herafli (meiri dauði og tortíming) en í Gaza stríðinu eru Ísraelmenn kvattir til að beita stillingu og takmarka hernaðaraðgerðir. Þetta leiðir hugann að eðli stríða. Er til nokkuð sem kallast mannúðlegt stríð og er hægt að stríða samkvæmt kenningunni um "respond proportionally" (hlutfallsleg viðbrögð)? Rétt eins og Ísraelar eru krafðir um að gera?
Nei, því miður eru stríð ógeðfelldur verknaður, hryllingur í hryllingsmynd. Enginn sem ætlar að sigra, bregðst við hlutfallslega. Sjá má þetta í allsherjarstríði seinni heimsstyrjaldar (og þúsundir ára aftur í tímann) að annar eða báðir stríðsaðilar halda ekkert af sér í stríðsátökunum. Í seinni heimsstyrjöldinni beittu góðu gæjarnir - bandamenn - miskunnarlausar loftárásir á saklausa borgara Þýskalands. Loftárásir dag og nótt í mörg ár og hundruð þúsundir lágu í valinu. Mæli með bíómyndinni um Bomber Harris sem stjórnaði þessari herferð. Æltunin var að opna með þessum loftárásum "vesturvígstöðvar" en þarna var ekki brugðist við "hlutfallslega".
Í austurvegi voru 17 milljónir sovéskra borgara drepnir á móti 9 milljónir hermanna. Allt eytt og allir drepnir í veginum. Sama gerðist er Rauði herinn fór yfir Austur-Evrópu og Þýskaland. Stríð geta aldrei verið mannúðlegt en hægt er að reyna að hafa einhverjar reglur sem nokkurn veginn eru haldnar.
Victor Davis Hanson, klassískur fræðimaður og hernaðarsagnfræðingur, hefur skrifað mikið um eðli stríðs, sérstaklega í verki sínu "Carnage and Culture."
Siðferði og siðferðileg vídd
Victor D. Hanson leggur oft áherslu á að hernaður Vesturlanda snýst ekki bara um grimmt, heldur einnig um siðferðilegar hliðar og talar hér um vestræn lýðræðisríki í þessu samhengi.
Þetta felur í sér:
Réttlát stríðshefð er samkvæmt kenningum vestrænna lýðræðisríkja. Hugmyndin um að stríð ætti að berjast fyrir réttlátar sakir og af hófsemi.
Verndun þeirra sem ekki eru hermenn. Viðleitni til að lágmarka mannfall óbreyttra borgara og hliðartjón. Þetta hafa vestræn lýðræðisríki fylgt eftir en gerðu það ekki að öllu leyti í seinni heimsstyrjöld, sbr. loftárásir Bandamanna á Þýskaland.
Lýðræðisríkin fylgja reglum um þátttöku. Fylgni við settar reglur og samþykktir í hernaði, svo sem Genfarsáttmálana.
Allt þetta gengur upp ef háð er takmarkað stríð en í allsherjarstríðið hverfa allar reglur og hömlur eins og dögg fyrir sólu.
Gagnrýni á nútíma hernaði
Hanson er oft gagnrýninn á nálgun vestrænna nútímasamfélaga á hernaði og bendir til þess að andúð á mannfalli og langvinnum átökum í samtímanum geti leitt til stefnumótandi óákveðni og árangurslausrar hernaðarstefnu. Hann færir rök fyrir hefðbundnari nálgun þar sem skýr markmið og afgerandi aðgerðir eru settar í forgang.
Þrautseigja stríðs
Hanson leggur einnig áherslu á að stríð sé viðvarandi þáttur mannlegrar siðmenningar. Þrátt fyrir framfarir í tækni og breytingar á pólitísku skipulagi er grundvallareðli stríðs stöðugt.
Hanson er á því að mannlegt eðli er alltaf samt við sig. Átök stafa af eðlislægum þáttum mannlegs eðlis, svo sem samkeppni um auðlindir, völd og öryggi.
Þó að tækni og tækni þróast, eru grundvallarreglur stefnumótunar, forystu og mannlegrar hegðunar í stríði stöðugar.
Jafnvel í mannúðlegu stríði Vesturlanda deyr saklaust fólk. Um leið og það sverfur að, hverfur mennskan. Alltaf er annar stríðsaðilinn viljugur að vera miskunarlaus og eira engu. Morðæðið skiptir engu máli, svo fremur sem sigurvegarinn skrifar söguna. Þess vegna vitum við allt um morðæði nasista en ekkert um morðæði kommúnista í seinni heimsstyrjöldinni.
Í nýjustu bók Victor Davis Hanson, "The End of Everything", fjallar hann um fjögur dæmi um endir menningu með hernaði. Þegar Alexander braut undir sig grísku borgríkin með eyðing Þebu. Endir Púnverjastríðanna með eyðingu Karþagó borgar og endir þeirrar menningar. Endir Konstanínópel 1453 og endir grískar/hellenskrar menningar og eyðing Asteka menningar sem hernaðarsnillingurinn Hernán Cortés stóð að.
Og Hanson yfirfærir þetta í nýlegu viðtali yfir á nútímann og telur að þetta geti gerst aftur. Aldrei skuli vanmeta harðstjóraranna þegar þeir segjast ælta að gera eitthvað. Til dæmis þegar Xi segist ætla að taka Taívan og jafnvel varpa kjarnorkuvopnasprengjur á Japan í leiðinni, þegar Erdogan hótar að senda her á Ísrael eða senda her á Grikkland eða Armeníu eða Íranir að gereyða Ísrael (væri fimmta dæmið í bók Hanson). Erdógan hótar út og suður, vegna þess að hann veit það það er enginn heima í Hvíta húsinu. Ekkert um þetta í íslenskum fjölmiðlum.
Og það sé algjört andvaraleysi í Washington gagnvart því að Bandaríkin eru á barmi styrjaldar. Stjórnvöld hafi meiri áhyggjur af hluti sem snerta woke menningu en ofurskuldir bandaríska ríkisins upp á 36 billjónir Bandaríkjadollara eða bandaríski herinn skortir 48 þúsund hermenn til að uppfylla árlegan kvóta. Herinn fær ekki nægt fjármagn og skortur er á hergögnum vegna þess að það er ekki framleitt nóg.
Allir virðast ætla að ná markmiðum sínum áður en Trump kemst til valda. Heilu karavan lestir hælisleitenda eru á leið til Bandaríkjanna, harðstjórarnir hóta eins og það sé enginn morgundagurinn. Bandalög, bæði hernaðarleg og efnahagsleg, eru mynduð gegn Bandaríkjunum. Valdajafnvægið er greinilega úr skorðum þegar skipstjórinn er ekki við stýri.
Endum þetta á klassísum orðum prússneska hershöfðinga Carl von Clausewitz og höfund klassíkrar herfræða og höfund bókarinnar "Um stríð".
"If one side use force without compuncion, that side will force the other to follow suit. Even the most civilized of people can be fired with passionate hatred of each other.
The thesis must be repeated: was is an act of force, and there is no logical limit to the application of that force."
Að lokum, fyrsta fórnarlamb stríðs er sannleikurinn. Það er alltaf logið að almenningi, í öllum stríðum. Víetnam stríðið var undantekning og mistök sem verða ekki endurtekin.
Stríð | 30.7.2024 | 15:04 (breytt kl. 15:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020