Færsluflokkur: Stríð
Bloggritari lenti í skemmtilegum rökræðum um hver á hvað í Úkraínu. Spurningunni um Krímskaga reyndi hann að svara í upphaf núverandi átaka fyrir rúmum tveimur árum. Engar fyrirfram ákveðnar niðurstöður gefnar, eða rökum safnað fyrir aðra hlið, bara eins og á að vera í sagnfræðilegum rannsóknum, gögnum safnað og niðurstaða fundin.
Niðurstaðan kom á óvart og þó ekki. Krímskagi tilheyrir Rússlandi sögulega séð. Sjá hér: Hver á Krímskaga? Persónulega er ritara nákvæmlega sama hver á hvað. En fullyrðingar verða vera réttar og niðurstöður líka.
En hér kemur vandinn, við hvaða ártal eða öld á að miða þegar talað er um eignarrétt ríkis á landsvæði í Evrópu? Hér á þessu bloggi hefur margoft verið komið inn á að landamæri Evrópu eru fljótandi í bókstaflegri merkingu. Líkja má þessu við bútasaum í teppi sem sífellt er verið að bæta við, taka úr eða stækka. Eru til dæmis núverandi landamæri Þýskalands réttlát? Held að fáir Þjóðverjar taki undir það. Eða landamæri Spánar, þar sem Baskar hafa gert tilkall til eigin lands eða Katalónía? Eða eru Danir ánægðir með sín landamæri o.s.frv. Meira segja í eyríki eins og Bretland, hafa landamærin verið síbreytileg. Get haldið áfram á nokkrum bls. en sný aftur til Rússlands.
Hvað er Rússland? Landið er sambandsríki, líkt og Þýskaland. Innan ríkisins eru mörg sjálfstjórnarríki og sum þeirra krefjast sjálfstæðis. Kíkjum á nokkrar kröfur: Koenigsberg: 72,1% fyrir sjálfstæði frá Moskvu, 27,9% á móti. Ingria: 66,2% með sjálfstæði, 33,8% á móti. Kuban: 55,7% fyrir sjálfstæði, 44,3% á móti. Síbería: 63,9% fyrir sjálfstæði, 36,1% á móti. Hér erum við ekki einu sinni að tala um viðurkennd sjálfstjórnarsvæði heldur kröfur íbúa! Og þjóðir og kynþættir í Rússlandi eru fleiri en ætla mætti.
Kíkjum á uppbyggingu Rússlands í núverandi mynd: Rússneska sambandsríkið inniheldur 21 lýðveldi, 9 landsvæði, 46 svæði, 1 sjálfstjórnarsvæði, 4 sjálfstjórnarumdæmi og 2 borgir sem falla undir sambandsríkið: Moskvu og St. Pétursborg. Líkt og Kína hefur Rússland haft breytileg landamæri í gegnum söguna. Öll svæði innan þeirra geta gert kröfur um sjálfstæði.
En Rússland á það sammerkt með Kína og Bandaríkin, að hafa þrátt fyrri töp stækkað hægt og bítandi í gegnum aldir. Nú eru öll þessi ríki stórveldi og risaríki (get bætt við Indland ef menn vilja). Og þau vilja öll meira landsvæði (líka Bandaríkin sem þykjast ekki vilja meira - minni á tillögðu um kaup á Grænland og ótal tilköll til smáeyja í Kyrrahafi).
Komum aftur að Donbass, hver á svæðið? Þá verður að svara þeirri spurningu, hver eru raunveruleg landamæri Úkraínu? Þessari spurningu er nánast vonlaust að svara. Landið hefur eins og öll Evrópuríki tilheyrt hinu og þessu ríkjum í gegnum söguna, stækkað eða minnkað.
Reyndum samt að koma böndum á umfjöllunarefnið: Á 14. og 15. öld varð meirihluti úkraínskra landsvæða hluti af stórhertogadæminu Litháen, Rúteníu og Samogítíu, en Galisía og Zakarpattía féllu undir stjórn Pólverja og Ungverja. Litháen hélt staðbundnum rúþenskum hefðum og var smám saman undir áhrifum frá rúþenskri tungu, lögum og menningu, þar til Litháen varð sjálft undir pólskum áhrifum, í kjölfar sambands Krewo og sambands Lublin, sem leiddi til þess að tvö lönd sameinuðust í pólsk-litháíska samveldið og skildu eftir úkraínska. lönd undir yfirráðum pólsku krúnunnar. Á sama tíma var Suður-Úkraína undir yfirráðum Gullna hjarðarinnar og síðan Krímskanatsins, sem var undir vernd Tyrkjaveldisins, stóru svæðisveldisins í og við Svartahafið, sem hafði einnig nokkur af sínum eigin svæðum sem stjórnað var beint.
Það er því ljóst að engin niðurstaða fæst af þessari söguskoðun en athyglisvert er að t.d. Pólverjar renna hýru auga til Vestur-Úkraínu ennþá daginn í dag sem og fleiri lönd.
Við verðum að fara nær í tímann og líta sérstaklega á Donbass svæðið. Hér koma upplýsingar af netinu - Wikipedía: "Svæðið hefur verið setið um aldir af ýmsum hirðingjaættkvíslum, svo sem Skýþum, Alana, Húnum, Búlgarum, Pekksekkum (e. Pechenegum), Kipsakka, Túrkó-Mongólum, Tatörum og "Nogais" sem ritari kann ekki að þýða. Svæðið sem nú er þekkt sem Donbas var að mestu óbyggt þar til á síðari hluta 17. aldar, þegar Don kósakkar stofnuðu fyrstu varanlegu byggðirnar á svæðinu."
ChatGPT kemur með sömu niðurstöðu en segir svo: Svæðið komst undir rússneska heimsveldið (seint á 17. öld - 1917). Smám saman jókst rússnesk yfirráð yfir Donbas hófst seint á 17. og 18. öld sem hluti af herferðum Rússlands gegn Ottómanaveldi og Krímskanata. Katrín mikla stuðlaði að landnámi og iðnvæðingu seint á 18. öld, bauð þangað erlendu starfsfólki og þróaði kolanám.
Þá komu kommúnistar til sögunnar og Sovétríkin urðu til. Til varð Úkraínska alþýðulýðveldið (19171920). Í rússneska borgarastyrjöldinni skipti svæðið margoft um hendur milli úkraínskra hersveita, hvít Rússa og bolsévika. Bolsévikar treystu að lokum yfirráðin og Donbas varð hluti af úkraínska sovéska sósíalíska lýðveldinu innan Sovétríkjanna. Innan sama ríkis - Sovétríkin - voru bæði núverandi ríki Úkraína og Rússland. Þá varð svæði iðnaðarmiðstöð (19201991). Donbass varð mikil iðnaðar- og námumiðstöð undir stjórn Sovétríkjanna, óaðskiljanlegur hluti af efnahag ríkjasambandinu.
Svo hrundu Sovétríkin. Eftir fall Sovétríkjanna urðu Donbashéruðin tvö hluti af sjálfstæðri Úkraínu. Hins vegar, sterk söguleg tengsl þess við Rússland og umtalsverða rússneskumælandi íbúa, gerðu það menningarlega og pólitískt aðgreint frá öðrum landsvæðum í Úkraínu. Samdráttur í efnahagslífinu á tíunda áratugnum leiddi til ólgu og óánægju á svæðinu og endaði með Eftir Euromaidan-byltinguna 2014 í Úkraínu og innlimun Rússa á Krím, lýstu aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum yfir sjálfstæði í hlutum Donetsk og Luhansk héruðanna.Rússar studdir þessa uppreisnaraðila - Donetsk alþýðulýðveldið (DPR) og Luhansk alþýðulýðveldið (LPR) - hafa stjórnað verulegum hluta svæðisins síðan þá. Átökin stigmagnuðust í allsherjar stríð með innrás Rússa í Úkraínu árið 2022, þar sem Moskvu sögðust innlima svæðin í september 2022 og hér standa málin stálin stinn er þetta er ritað.
Athyglisverðasta niðurstaða um landamæradeilu Evrópuríkja kom í kjölfar ósigurs Napóleons Í Napóleon styrjöldunum með Parísar friðargjörðinni 1814-15. Segja má að þessi niðurstaða ætti að endurspegla að mestu raunveruleg landamæri Evrópuríkja (tek ekki með sameiningu ríkja sem síðar urðu Þýskaland og Ítalía). Þarna skapaðist hundrað ára friðartímabil. Önnur niðurstaða varð í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og skapaði bara 70 ára friðartímabil (Júgóslavíu stríðið var borgarastyrjöld) enda þau landamæri sköpuð með ofbeldi, ekki friðarsamningi líkt og í París 1815.
Stríðið í Úkraínu í dag er bein afleiðing upplausnar heimsveldisins Sovétríkin 1991. Niðurstaðan er ekki enn komin hjá flestum, ef ekki öllum fyrrum 15 Sovétríkjunum. Skammsýni stjórnmálamanna hefur leitt til núverandi stríðs. Hægt hefði verið eins og gerðist 1991 að leysa ágreiningsmál diplómatískt.
Rússland í núverandi mynd hangir á bláþræði í bókstaflegri merkingu. Rússar hafa ekki efni á að tapa þessu stríði, því annars getur allt farið í bál og brand innanlands.
Varðandi landamærakröfur, þá verða allar Evrópuþjóðir að miða við ákveðið tímabil og fara ekki of langt aftur í tímann. Mörg eru gerviríkin í Evrópu, Belgía og Holland eru dæmi. Kannski best að taka 19. öldina sem viðmið og fyrirmynd?
Spurningin um hver á Donbass svæðið er hreinlega pólitísk. Varanleg niðurstaða kemst á ef samið er diplómatískt líkt og í París 1815. Þvinguð landamæri líkt og komust á í lok seinni heimsstyrjaldar leiða ekki til varanlegan friðar (sbr. upplausn Júgóslavíu og Úkraínu). Það kraumar víðsvegar um Evrópu óánægja (dæmi um það er Kósóvó). Getur meistari samninganna Donald Trump komið á varanlegum friði?
P.S. Núverandi utanríkisráðherra mætti fara í sögunám áður en hann (hún) rífur kjaft um deilumál Evrópuríkja um landamæri. Þetta er púðurtunna sem Íslendingar hafa sloppið við að taka þátt í gegnum aldir vegna þess að við eru norður í ballarhafi og getað slepp að hafa standard her. Hún á að láta málefni Georgíu og Úkraínu í friði sem og önnur deilumál. Við erum engir beinir þátttakendur í Evrópu pólitíkinni, sem betur fer. Og við ættum að varast að dragast inn í þau með að ganga í ESB. Það bandalag getur hæglega breyst í hernaðarbandalag eins og sumir Evrópu leiðtogar láta sig dreyma um.
Að lokum, það skortir sérfræðiþekkingu í stjórnkerfið. Inn í það velst lögfræðinga stóð sem hafa bara vit á lögum en þeir vita lítið um alþjóðastjórnmál, sagnfræði eða hernaðarfræði. Þess vegna væri gott að endurreisa Varnarmálastofnun sem gæti sinnt og deilt rannsóknar- og ráðgjafaþættinum til misvitra ráðherra. Þetta á sérstaklega við um utanríkisráðuneytið.
Stríð | 7.12.2024 | 11:30 (breytt kl. 22:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég renndi yfir bók Arnórs Sigurjónssonar, "Íslenskur her" í fyrsta sinn í vikunni. Því miður var ekki mikill efniviður í henni, bókin um 56 bls. á íslensku og annað eins á ensku. Hún snýst um hugrenningar hans um stofnun íslensks hers og stofnun varnarmálaráðuneytisins.
Ég starfaði hjá utanríkisráðuneytinu um árabil og var þar starfandi er fagnað var 50 ára afmæli varnarsamningsins 2001. Ég tók þátt í að búa til afmælisrit - smárit í tilefninu sem og ljósmyndasýningu. Ég kynntist því starfi varnarmálaskrifstofunnar af eigin hendi, varð þeim innan handa enda menntaður "hernaðarsagnfræðingur". Ég kynntist líka Varnarliðinu og fulltrúa þess.
Mér fannst störfin sem unnin voru á skrifstofunni fagleg og meira segja var þá liðsforingi starfandi á skrifstofunni. En vægi skrifstofunnar var þá ekki mikið. Menn prískuðu um að það væri kannski 10 ár í að menn láti verða af því að stofna íslenskan her en ekkert bólar á honum ennþá.
Ég reyndist sannspár í skýrslu árið 2000 að Bandaríkjaher væri að huga að því að týgja sig í burt, sem raungerðist 2006. Ég mat það svo að varnir Íslands væru á forsendum Pentagons, ekki Íslands sem reyndist rétt. Bandaríkjaher réði ekki við að standa í tveimur stríðum samtímis og dró sig í burt einhliða. Ekkert hefur breyst síðan, herstöðin á Keflavíkurflugvelli er rekin á hálfu dampi eins og gert var milli 1945 og 1951, nokkuð hundruð manns starfandi og fljótandi á milli Bandaríkjanna og Íslands.
Árið 2005 lagði ég til í blaðagrein í Morgunblaðinu að varnarmálastofnun yrði stofnuð sem og gerðist síðar en fljótleg niðurlögð. Mikil mistök. Síðan þá hafa þrír aðilar deilt með sér varnamálaflokkinn, Landhelgisgæslan, Ríkislögreglustjóri og varnarmálaskrifstofan og verkaskiptingin óljós og gert til bráðabirgða en hefur staðið óbreytt allar götur síðan. Njáll T. Friðbergsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins reyndi á síðasta þingi að koma í gegn stofnun Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála en án árangurs að ég best veit.
Ég tel að bæði Njáll og Arnór nálgist málið á röngum forsendum. Ekki er þörf á varnarmálaráðuneyti á meðan það er enginn íslenskur her. Ekki er þörf á rannsóknarsetri (á vegum HÍ) þegar varnarmálastofnun getur sinnt þessu hlutverki. Varnarmálastofnun er það sem við þurfum á að halda og endurreisa. Hlutverk þess væri þríþætt:
1) Samþætting varnarmála og málaflokkurinn tekinn úr höndum ofangreindra þriggja aðila. Varnarmál eru bæði innanríkis- og utanríkismál. Stjórnsýslulega óreiðan sem nú ríkir úr sögunni.
2) Fræðilegar rannsóknir á öryggis- og varnarmálum sem sífellt væru í gangi.
3) Forvirkar ,,njósnir" eða leyniþjónusta (verst að það er ekki til annað hugtak). Allir herir í heiminum hafa leyniþjónustu. Það er enginn James Bond glamur yfir þessari starfsemi ef menn halda það, heldur hrein og bein upplýsinga leit, mat og ráðgjöf til stjórnvalda.
Nú er að sjá hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn. Kemst málið á skrið eða áfram hunsað? Það fer eftir því hvort að Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda eða ekki. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún og Njáll, hafa skilning á málaflokknum og vilja til að gera eitthvað í málinu. Aðrir flokkar þeigja þunnu hljóði.
Á meðan er engin fagleg vinna unnin af sérfræðingum og mat á öryggis- og varnarmálum í skötulíki.
Stríð | 1.12.2024 | 10:30 (breytt kl. 10:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stríð | 20.11.2024 | 09:17 (breytt kl. 09:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðasta meistaraverk Joe Biden, sem telst vera "lame duck" forseti síðustu mánuðina er að stigmagna átökin við Rússland. Hann hefur ekkert umboð til að koma stríðinu yfir á viðsjárverða hættustig. Ákvörðun hans er óskiljanleg, nema að fólkið í kringum hann (Biden er ekki andlega með okkur) vilji skilja eftir sviðna jörð handa Trump sem hefur heitið því að ljúka stríðinu sem fyrst. Svo er það spurning hvort að Pútín bíti á agnið eða bíði eftir Trump.
En Evrópuþjóðirnar eru áhyggjufullar, allar nema Ísland. Stjórnvöld eru að undirbúa borgaranna undir hugsanlegt stríð. Í ljós kom í pallborðsumræðu Varðbergs - samtaka um vestræna samvinnu sem ber heitið "Utanríkisstefna á umbrotatímum. Öryggi, varnir og alþjóðasamskipti í viðsjárverðum heimi" að lítill áhugi er á varnarmálum. Enginn þátttakenda hafði raunverulega þekkingu, ekki einu sinni sem leikmenn á viðfangsefninu, nema kannski Sjálfstæðismaðurinn Kolbrún eins og kemur fram í blogg greininni: "Spekingar spjalla: Pallborðsumræða Varðbergs um öryggis- og varnarmál Íslands
Í frétt Morgunblaðsins í vikunni segir: "Sænsk yfirvöld hófu að senda fimm milljón bæklinga til landsmanna þar sem þeir voru hvattir til að búa sig undir möguleg stríðsátök. Þá hafa Finnar opnað sérstaka vefsíðu þar sem farið er yfir mikilvæg atriði komi til átaka."
Bæklingurinn er 32 blaðsíður og þar má finna einfaldar teikningar sem sýna þær ógnir sem steðja að Svíþjóð, m.a. hernaðarátök, náttúruhamfarir, hryðjuverk og tölvuárásir. Þar er að finna ráðleggingar varðandi allan viðbúnað, m.a. að eiga matarbirgðir, eins og dósamat, og vatn. Að sögn MSB er meiri áhersla á undirbúning fyrir stríð í hinni uppfærðu útgáfu. Næstu tvær vikurnar mun bæklingurinn rata inn á 5,2 milljón sænsk heimili.
Svíar og Finnar búa sig undir stríð
En hvað eru íslensk stjórnvöld að gera? Ekkert. Allt í lagi, Íslendingar vilja ekki taka þátt í eigin vörnum og helst að stinga höfuðið í sandinn. Gott og vel. En það er lágmark að búa almenning undir hugsanleg átök, annað er ábyrgðaleysi. Það þarf ekki einu sinni stríðsátök, til að skerða matvæla aðdrætti eins og kom í ljós í efnahagskreppunni 2008. Þar voru Íslendingar hársbreidd frá því að greiðslukerfi landsins yrði lamað og þar með peningaviðskipti = ekki hægt að kaupa matvörur.
Hið sama gert í Finnlandi, Noregi og Danmörku
Í Finnlandi voru sambærilegar leiðbeiningar settar fram á heimasíðu stjórnvalda. Finnsk stjórnvöld taka fram í sínum leiðbeiningum að landið sé vel undirbúið ef til átaka komi.
Í Noregi og Danmörku hafa íbúar fengið bæklinga senda heim með upplýsingum um hvernig best sé að búa sig undir viku af óveðri, stríði eða öðrum ógnum. Sjá slóð: Stjórnvöld á Norðurlöndum kenna íbúum að búa sig undir stríðsátök
Úr því að íslensk stjórnvöld vilja ekki gera neitt, koma hér leiðbeiningar til handa Íslendingum en sænski bæklingurinn heitir: Om krisen eller kriget kommer
Hér er hann í PDF formi á ensku: In case of crisis or war
Sú var tíðin að á höfuðborgarsvæðinu voru loftvarnarflautur (sem þeyttar voru í æfingaskyni reglulega) og leiðbeiningar í símaskrá um hvað beri að gera vá ber að höndum. Ekki lengur. Engar leiðbeiningar. En sem betur fer erum við með almannavarnir - sjá slóð: Almannavarnir en hver veit af tilvist þessara stofnunar?
Stríð | 19.11.2024 | 09:14 (breytt kl. 09:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Samkvæmt fréttum hafa Ísraelmenn lofað stjórn Joe Biden að ráðast ekki á olíu skotmörk eða kjarnorku skotmörk. Er einhver sem trúir þessu? Hvernig Ísraelher hefur starfað síðan þetta stríð hófst, hefur vakið undrun og ótta andstæðingana. Bloggritari er nokkuð fróður um hernaðarsögu en hann man ekki eftir að nánast öll yfirstjórn óvina hafi verið tekin út, áður en herafli þeirra er útrýmt.
Ísraelmenn græða ekkert á því að eyða herstöðvar í Íran, það espir bara Írana upp. Ef hlustað er grannt á ísraelska fjölmiðla segja þeir að þetta sé sögulegt tækifæri til að taka út kjarnorku vopna framleiðslu Írana. Þeir síðarnefndu er líklega komnir með kjarnorkusprengjur en þeir þurfa að festa þær á eldflaugar sem þeir eiga reyndar nóg af. Óstaðfestar heimildir eru um kjarnorkuvopna sprengu tilraun fyrir nokkrum misserum. Það er nú eða aldrei fyrir Ísraelmenn en hvað það þýðir fyrir okkur hin og heimsfriðinn, það er annað mál að pæla í.
Stríð | 15.10.2024 | 19:22 (breytt kl. 19:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er að komast skýrari mynd á átökin og hvert þau stefna. Svona stefna þau líklega. Ísraelar loka og taka yfir landamæri Gaza við Egyptaland og koma þannig í veg fyrir frekari smygl á vopnum til svæðisins.
Ef mið er tekið af Líbanon stríðinu 1982, linna þeir ekki látum fyrr en Hezbollah er svipt völdum. Þannig var það með PLO, hersveitir þeirra voru reknar úr landi og fullur sigur í höfn.
Varðandi Íran, þá sjá Ísraelar (búnir að bíða lengi eftir tækifæri) til að ráðast á kjarnorku framleiðslu stöðvar þeirra. Valið er á milli þess að taka út kjarnorkugetu Írans eða olíu framleiðslu þeirra en 50% af útflutningi þeirra er olía og gas.
Þessi leið mun leiða til olíuskorts og átök við nágrannaríki og því ekki líkleg. En þeir verða að taka út kjarnorkuvopna framleiðslu Írana, annars hangir sú hætta stöðugt yfir. Svo munu þeir halda áfram að drepa háttsetta leiðtoga innan Írans og hjálpa andspyrnuhreyfingar ásamt CIA að velta ríkisstjórninni úr sessi.
Stríð | 9.10.2024 | 08:52 (breytt kl. 09:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hugmyndin um að stofna íslenskan her á tímum Móðuharðindanna er tengd dönskum ráðamönnum, en einnig nokkrum íslenskum embættismönnum. Áætlanirnar áttu sér stað undir lok 18. aldar þegar Danir voru að styrkja stjórn sína á Íslandi. Þó að þetta væri áætlun frá dönskum stjórnvöldum, voru einnig íslenskir embættismenn sem tóku þátt í umræðunni. Enginn her varð þó til í raun og veru vegna erfiðleikanna sem fylgdu hamförunum og vekur athygli vegna veruleikafirringar sem þessi hugmynd er í miðjum náttúruhamförum. En kannski voru menn að hugsa fram í tímann?
Helstu aðilar tengdir herstofnunaráformum
Ove Høegh-Guldberg (17311808). Guldberg var áhrifamikill danskur embættismaður sem hafði umsjón með utanríkis- og nýlendustjórn Dana á þessum tíma. Hann var forsprakki fyrir þeirri hugmynd að her væri nauðsynlegur til að halda uppi stjórn Dana yfir Íslandi og vernda danska hagsmuni á svæðinu.
Jón Eiríksson (17281787). Jón Eiríksson var íslenskur embættismaður og þjóðfræðingur sem starfaði í Kaupmannahöfn og hafði mikil áhrif á íslensk málefni innan danska stjórnkerfisins. Hann var mikilvægur tengiliður Dana við Ísland á þessum tíma og var einn af þeim sem ræddu um herstofnunina, þó að hann hafi líklega haft efasemdir um hagkvæmni slíkrar stofnunar í miðju hörmungunum.
Magnús Stephensen (17621833). Magnús Stephensen, sem síðar varð dómari og landfógeti, var líka þátttakandi í stjórnmálaumræðum Íslands og Dana á þessum tíma. Þó hann væri yngri á þessum tíma, varð hann áberandi í íslenskum stjórnmálum og hefði eflaust tekið þátt í framkvæmdum ef herstofnun hefði átt sér stað.
Hannibal Knudsen (17521795). Hannibal var danskur embættismaður sem hafði verið sendur til Íslands til að rannsaka ástandið á árunum eftir Móðuharðindin. Hann skrifaði skýrslu þar sem hann benti á mikilvægi þess að styrkja stjórn Dana yfir Íslandi, þar á meðal með herstyrk.
Georg Christian Oeder (17281791). Oeder var danskur náttúrufræðingur og embættismaður sem hafði áhuga á nýlendum og landsstjórnun. Hann var einnig talsmaður þess að halda Ísland í föstum skorðum með skipulagðri stjórn, og hugmyndin um her gæti hafa komið upp í slíkum umræðum.
Stefán Þórarinsson (17341798) var íslenskur amtmaður og embættismaður sem gegndi lykilhlutverki í stjórnsýslu Íslands undir dönskum yfirvöldum. Hann var amtmaður í Suður- og Vesturamtinu, og tók virkan þátt í stjórnmálaumræðu á tímum Móðuharðindanna. Stefán var einnig hvatamaður hugmynda um stofnun íslensks landhers á Alþingi 1785. Hann, ásamt öðrum íslenskum og dönskum embættismönnum eins og Hans von Levetzow stiftamtmanni, tók þátt í umræðum um hvernig her gæti styrkt stjórn Dana og tryggt öryggi á landinu eftir hörmungarnar.
Stefán var þátttakandi í því að skipuleggja ráðstefnuna sem var haldin í tengslum við Alþingi þetta ár, þar sem íhugað var hvort herstofnun væri æskileg eða raunhæf lausn á vandamálum Íslands. Hugmyndin var að stofna herstyrk sem gæti haft eftirlit með löndum landsins og tryggt að uppreisnir eða óánægja yrðu ekki vandamál. Þrátt fyrir að umræður hafi átt sér stað, varð ekkert úr þeim áætlunum, meðal annars vegna alvarlegs ástands samfélagsins eftir náttúruhamfarirnar.
Stefán Þórarinsson lék því mikilvægt hlutverk í þessum ráðagerðum en af hverju þær urðu aldrei að veruleika má rekja til þess að Ísland var illa undirbúið efnahagslega og félagslega til að stofna her.
Og svo er það aðalmaðurinn Hans von Levetzow (17391806) sem komið verður hér inn á hér að neðan.
Af hverju herstofnun?
Ástæðurnar fyrir áformum um íslenskan her voru tengdar stjórnmála- og stjórnunarlegum áhyggjum Dana:
- Möguleg uppreisn: Íslenskir embættismenn óttuðust ólgu meðal almennings vegna hungursneyðar og misskiptingar.
- Trygging á stjórn Dana: Með stofnun hers hefðu Danir tryggt stjórn sína yfir Íslandi og hindrað að erlendar þjóðir reyndu að ná yfirráðum.
Látið til skara skríða 1785
Á Alþingi sumarið 1785 var staðan eftir Móðuharðindin mikið rædd. Alþingismenn fjölluðu um þær hörmungar sem gengið höfðu yfir landið, sérstaklega Skaftárelda og afleiðingar þeirra. Rætt var um hvernig Danir gætu aðstoðað, meðal annars með efnahagsaðgerðum og aðgerðum til að endurreisa landið. Umræðan um stofnun íslensks landhers kom einnig fram, þar sem helstu ráðamenn, þar á meðal Hans von Levetzow og Stefán Þórarinsson, lögðu fram tillögur um slíkt, þó að hugmyndin hafi ekki náð fram að ganga.
Alvarlegar hugmyndir um stofnun íslensks landhers voru settar fram eins og áður sagði, að frumkvæði danskra stjórnvalda. Hans von Levetzow stiftamtmaður, Stefán amtmaður Þórarinsson og Björn Markússon lögmaður voru hvatamenn þessara áforma. Lagt var til að stofna 300 manna her, launaður með hærri sköttum. Þrátt fyrir könnun árið 1788 þar sem 600 manns gáfu sig fram, voru þessar áætlanir óframkvæmanlegar vegna ástandsins eftir Móðuharðindin. Hugmyndin varð aldrei að veruleika.
Hans von Levetzow (17391806) var þýskur ættaður danskur embættismaður sem gegndi lykilhlutverki í stjórn Dana á Íslandi. Hann var stiftamtmaður Íslands frá 1770 til 1793, á þeim tíma sem landið gekk í gegnum miklar hörmungar, þar á meðal Móðuharðindin (17831785). Levetzow beitti sér fyrir breytingum í stjórnsýslu og stjórnaði meðal annars ráðstefnu árið 1785 þar sem hugmyndir um stofnun íslensks landhers voru ræddar. Hann gegndi einnig ýmsum embættum innan danska ríkisins og hafði mikil áhrif á stjórnarskipan Íslands á þessum tíma.
Af hverju varð ekkert úr áformunum?
Áformin voru í raun mjög óraunhæf, þar sem ástandið á Íslandi var hræðilegt vegna Móðuharðindanna. Hungursneyðin hafði dregið stóran hluta þjóðarinnar til dauða, og efnahagslífið var í rúst. Þó að hugmyndin hafi verið rædd í Kaupmannahöfn, var hún aldrei framkvæmd vegna þess að stjórnvöld sáu að það var óframkvæmanlegt að stofna her í miðri neyð.
Herstofnunin er því dæmi um hugmynd sem varð aldrei að veruleika, en hún sýnir samt þann óróleika sem ríkti bæði á Íslandi og í Kaupmannahöfn á þessum tíma.
Stríð | 28.9.2024 | 08:57 (breytt 29.9.2024 kl. 11:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á Netflix er verið að sýna þáttaröð sem á að kallast saga víkinga - The Vikings. Þar er goðsemdarkennda persóna Ragnar loðbrók höfð sem aðalpersóna. Þetta er ágæt skemmtiefni en er langt frá raunveruleikanum.
Þar er t.d. haldið fram að konur hafi verið víkingar, þ.e.a.s verið stríðskappar. Þetta er eins fjarri veruleikanum og hægt er að hugsa sér. Jú, konur fóru með körlum í víking, enda oft ætlunin að setjast að í herteknu landi, en þær börðust ekki við hlið karlanna. Hlutverkaskipan á þessum tíma var fastmótuð og allir höfðu sitt hlutverk. Menn voru fastir í sinni samfélagsstöðu. Það þarf ekki annað að en að lyfta sverði, taka upp skjöld og fara í hringabrynju til að finna hversu erfitt var að berjast á þessum tíma. Í raun aðeins á færi stælta karlmanna á bestum aldri.
Það eru engar traustar skriflegar vísbendingar úr samtímanum hvorki úr Íslendingasögum, sögulegum frásögnum eða samtímasögum, svo sem konunga sögum eða Sturlungu um að konur hafi tekið þátt í bardaga eða herjað á svipaðan hátt og karlar.
Minnst hefur verið á stríðskonur í goðsögum. Textar eins og Saga Völsunga og Gesta Danorum eru dýrmætir til að skilja menningu og goðafræði víkingatímans, en þeir eru ekki fyllilega áreiðanlegir sem söguleg sönnunargögn. Þessar heimildir gefa innsýn í hugsjónir og skoðanir víkinga um hlutverk kynjanna og stríðsrekstur en ætti að túlka þær með varúð og jafna þær á við áþreifanlegri heimildir eins og fornleifafræði og samtímasögur.
Goðafræði skjaldmeyja og goðsagnakenndra kvenkyns stríðsmanna endurspeglar ekki endilega sögulegan veruleika heldur hugmyndir eða óvenjulegar persónur. Í augnablikinu er hugmyndin um víkingakonur sem stríðsmenn að mestu leyti vangaveltur, á rætur í goðafræði og einstökum fornleifamálum (einu umdeildu fornleifa máli) sem veita ekki óyggjandi sönnun um kvenkyns stríðsmenn í víkingasamfélaginu. Hvað er þetta umdeilda fornleifa mál eða réttara sagt gröf sem á að sýna kvennkyns víking?
Birka gröfin Bj 581 á að heita undantekningartilvik og getur ekki sett reglu eða verið óyggjandi sönnun þess að konur börðust reglulega sem stríðsmenn í víkingasamfélagi. Reyndar bendir eitt dæmi ekki til þess að kvenkyns stríðsmenn hafi verið útbreidd eða viðurkennd norm á víkingaöld og er verið að tala um gröf BJ 581.
Þessi gröf er eitt af tveimur fornleifafræðilegum dæmum (mjög umdeilt) þar sem kona hefur verið grafin með fullt sett af vopnum, venjulega tengt stríðsmönnum. Þessi gröf sker sig einmitt úr vegna þess að hún er einstök í samanburði við langflestar grafir á víkingaöld, sem benda ekki til þess að konur hafi verið útbúnar eða grafnar eins og stríðsmenn. Vopnin hafa t.d. sett í gröfina sem heiðurs staða.
Þessi sérkenni gerir það að verkum að erfitt er að alhæfa um víkingakonur sem hermannastétt. Meirihluti kvenkyns grafa frá víkingaöld inniheldur heimilismuni, skartgripi eða verkfæri sem tengjast heimilislífi frekar en vopn.
Menningarviðmið víkingatímans segja mikla sögu líka. Þó að konur í víkingasamfélagi hefðu umtalsverð félagsleg, efnahagsleg og lagaleg réttindi samanborið við konur í öðrum samtímamenningum, tóku þær yfirleitt ekki þátt í hernaði. Höfðu völd innanstokks en karlarnir riðu á þing og réðu. Flestar sögulegar heimildir og greftrunargögn leggja áherslu á hlutverk kvenna á heimilinu, stjórnun bús og stundum mikilvægar félagslegar stöður, en ekki sem bardagamenn.
Goðsögulegar persónur Valkyrja og skjaldmeyja tákna líklega hugsjóna eða goðsagnakenndar hlutverk frekar en sögulegan veruleika.
Rökræður í kringum Bj 581. Sumir fræðimenn halda því fram að vopnin í Bj 581 gefi ekki endilega til kynna að konan sem þar var grafin hafi verið stríðsmaður sjálf. Hlutirnir gætu hafa haft táknrænan eða trúarlegan tilgang, táknað vald, stöðu eða fjölskyldutengsl frekar en persónulega notkun í bardaga.
Skortur á bardagaáverkum á beinagrindinni vekur spurningar um hvort þessi einstaklingur hafi tekið virkan þátt í bardaga.
Víðtækara fornleifafræðilegt samhengi:
Flestar grafir frá víkingaöld endurspegla skýra skiptingu í hlutverkum og stöðu karla og kvenna, sérstaklega hvað varðar vopn. Karlagrafir innihalda oft vopn, á meðan kvennagrafir eru venjulega búnar hlutum sem tengjast heimilislífi, svo sem lyklum (tákn um heimilisvald) eða textílverkfæri.
Ein einangruð gröf eins og Bj 581, án víðtækari sönnunargagna frá öðrum kvenkyns stríðsgröfum samtímans, er ekki nóg til að gefa til kynna að víkingakonur hafi reglulega tekið að sér bardagahlutverk.
Lítum á þetta út frá sögulegt og bókmenntalegt samhengi. Það er ekki minnst á konur sem stríðmenn í samtímaheimildum eins og Sturlungasögu og aðrar Íslendingasögur. Þess í stað leggja þær áherslu á félagsleg, pólitísk og heimilisleg hlutverk sem konur gegndu, sem voru öflug en ólík hernaði.
Sögulegir textar utan víkingasamfélagsins, eins og frá arabískum og engilsaxneskum áhorfendum, skjalfesta heldur ekki konur sem bardagamenn, sem styrkir þá hugmynd að kvenkyns stríðsmenn hafi verið sjaldgæfir, ef þeir væru til.
Niðurstaðan er einföld
Þó að Bj 581 gröfin sé heillandi og mikilvægur uppgötvun, þá staðfestir hún ekki að kvenkyns stríðsmenn hafi verið regla í víkingasamfélagi. Það er enn undantekningartilvik og víkingasamfélag fylgdi almennt patriarkískum viðmiðum þar sem karlar voru aðal bardagamenn og hlutverk kvenna var að miða við heimilishald og heimilisvald.
Konur voru í nokkrum undantekningum í leiðtoga- eða trúarhlutverkum.
Goðafræði skjaldmeyja og rómantískar hugmyndir um stríðskonur endurspegla líklega hugsjónir víkinga, frásagnir og undantekningartilvik, frekar en sögulegan veruleika. Án frekari sannana styður tilvist eins dæmis eins og Bj 581 ekki þá hugmynd að víkingakonur hafi reglulega tekið þátt í hernaði eða að þær hafi gegnt aðalhlutverki í hernaðaraðgerðum víkinga.
Í blálokin. Það er bara þannig að nútímamenn, á öllum tímum, vilja yfirfæra sinn veruleika yfir á aðra tíma. Í raun getum við aldrei farið fyllilega í spor annarra, hvað þá á öðru tímabili. Kvennfrelsið er tiltölulega ný komið sem og frelsi fyrir alla karlmenn. Stéttskipting hefur verið ráðandi þáttur í samfélögum fortíðarinnar, allt frá því að siðmenning hófst fyrir ca. tíu þúsund árum. Menn hafa því kúgað konur og aðra menn allan þennan tíma. Svona er bara lífið.
Stríð | 26.9.2024 | 07:43 (breytt kl. 10:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grænland, Færeyjar og Álandeyjar hafi oft upplifað sig utangarðs í norrænu samstarfi. Líka í öryggis- og varnarmálum. En í raun er Ísland líka utangarðsríki í öryggis- og varnarmálum.
Skandinavísku ríkin fjögur, Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland héldu sérstakan fund nýverið með umræðum um öryggis- og varnarmál. Þessi ríki sáu enga ástæðu til að bjóða Íslandi. Og til hvers að bjóða Íslandi þegar ríkið sýnir í verki að það hafi engan eða lítinn áhuga á eigin vörnum?
Hér er enginn her og löggæslan innan landhelginnar er í skötulíki. Það er ekki einu sinni virkt eftirlit í fjörðum landsins eins og kom fram í máli forstjóra Landhelgisgæslunnar. Það ætti því að vera nóg að senda afrit af ályktun slíkra funda til utanríkisráðuneytisins, kannski að eitthvað möppudýrið þar nenni að lesa hana.
Norðurlöndin einhuga um aukið samstarf í öryggis- og varnarmálum
Stríð | 23.9.2024 | 10:20 (breytt kl. 18:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sigurður Jórsalfari konungur var kallaður Jórsalafari ("Sá sem ferðaðist til Jerúsalem", eða "Krossfarinn"). Var annar sonur Magnúsar berfætts konungs af Noregi. Hann fór í víking 10 ára gamall, var jarl af Orkneyjum og "konungur Eyjanna" 12 ára.
Eftir að faðir hans var drepinn í launsátri á Írlandi 1104 fór Siguð aftur til Noregs og varð konungur með hálfbróðir sínum Eysteini. Þegar hann var 18 ára dró hann saman einn stærsta flota miðalda í því sem þá var stærsta borg Noregs, Björvin (Bergen). 60+ skip, 5 000 - 8000 menn. Háfæddir aðalssmenn, atvinnustríðsmenn, bændur og þræla. Um það bil 10 - 12% af heildarfullorðnum karlmönnum í Noregi á þeim tíma.
Hvert fór Sigurður? Hann fór í krossferð. Eftir að hafa haft vetursetu á Englandi, eða hugsanlega í Frakklandi, frelsuðu hann og menn hans Lissabon, Baleareyjar og aðrar eyjar í Miðjarðarhagi frá múslimskum höfðingjum áður en þeir fóru inn í hið helga land. Þar sem þeir unnu nokkurn veginn alla bardaga sem þeir tóku þátt í. Hann var fyrsti evrópski konungurinn sem fór í raun í krossferð og var hugsanlega sá eini sem persónulega stóð í bardagalínunum.
Eftir að hafa hjálpað til við að tryggja Jerúsalem fyrir kristna fór Sigurður Jórsalfari til Konstantínópel (Miklagarð) og dvaldist þar um hríð. Hann lét býsanska keisarann eftir talsvert ránsfengs síns í skiptum fyrir nokkra hesta og fylgdarlið, skildi marga menn sína eftir í borginni og sneri aftur til Skandinavíu yfir land. Margir af Jórrsala stríðsmönnunum voru teknir inn í Væringja lífvörðinn. Á leið sinni heim heimsótti Sigurður marga evs staði og dóma og tókst að koma krossfaraáróðri til þeirra. Og þetta er mögulega mikilvægasta arfleifð Sigurð Jórsalfara. Að heimsókn hans hafi sannfært fjöldann allan af evrópskum konungum um að þeir ættu að fara í krossferð.
Sigurður Jórsalfari kom heim til Noregs árið 1111 og það sem eftir lifði hann tiltölulega friðsælt. Sigurður leiddi herferð inn í það sem nú er Svíþjóð, og hugsanlega krossferð í Eystrasaltslöndunum, en það er óvíst. Hann ríkti með Eysteini bróður sínum til 1123 og var einvaldur í Noregi til dauðadags 1130, 40 ára að aldri. Nokkuð undarlegt fyrir mann sinnar tegundar, féll Sigurður Jórsalfari ekki í orrustu. Hann einfaldlega dó. Og við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna. Eftir dauða hans féll Noregur inn í borgarastyrjöld sem stóð yfir í meira en 100 ár og hún fór á fullt í n.k. Game of Thrones söguþráð um tíma.
Hvernig leit Sigurur Jórsalfari eiginlega út? Það er ómögulegt að segja. En samkvæmt sögunum var Sigurður stærri en flestir venjulegir menn. Hann var greinilega alvarlegur einstaklingur og hann var ekki myndarlegur. Sigurður var brúnhærður og var víst ekki með heilskegg sem tíðkaðist á þeim tíma. Af hverju veit í raun enginn. Samkvæmt heimildum var hann mjög þögull og talaði aðeins þegar hann hafði eitthvað mikilvægt að segja.
Hvers vegna að minnast hans? Jú, það voru Íslendingar með honum í för og sumir gerðust Væringjar. Það er verið að skrifa doktorsritgerð um sögu Væringja og væri það fróðleg saga að lesa. Svo er þetta athyglisvert í ljósi átaka samtímans, í Ísrael.
það voru sum sé Íslendingar sem gengu til liðs við Sigurð I Noregskonung, Nokkrar Íslendingasögur, einkum Heimskringla eftir Snorra Sturluson, nefna Íslendinga sem tóku þátt í þessum leiðangri. Í sögunum er sagt frá því hvernig floti Sigurðar ferðaðist um ýmsa hluta Evrópu, náði að lokum til Jerúsalem og tók þátt í orrustum á leiðinni.
Þó nákvæmur fjöldi íslenskra þátttakenda sé óviss, benda sögurnar til þess að Íslendingar, sem hluti af breiðari norska konungsríkinu, hafi sannarlega átt hlut að máli. Margir Íslendingar á þeim tíma tengdust Noregi, ýmist í viðskiptum, ættartengslum eða pólitískum trúnaði, sem gerði það sennilegt að þeir hefðu farið í svo merkan leiðangur.
Sigurður Jórsalfari, var hinn síðasti alvöru víkingurinn!
Stríð | 19.9.2024 | 11:32 (breytt kl. 17:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020