Færsluflokkur: Stríð

Herfylking Vestmannaeyja - athyglisvert sögubrot

Bloggritari man ekki eftir hvort hann hafi birt þetta efni áður. Þetta fannst í möppu. Hver skrifaði þetta er líka á huldu, annars væri vísað í heimild. Hver sem svo sem skrifaði þetta, bloggritari eða annar, skiptir ekki máli í sjálfu sér. Heimildamanni annars þakkað fyrir ágæta samantek! Líklega er þetta af vefnum Heimaslóð - Herfylkingin Vinsamlegast kíkið á slóðina. 

Fyrir þá sem ræða um stofnun íslensk hers eða íslensk varnarmál, þá er þetta ágæt að hafa í huga. Hér voru einstaklingar eða réttara sagt sveitarfélagið Vestmannaeyjar sem stofnaði þennan vísir að her. Á ensku kallast þetta millia sem erfitt er að þýða - kannski besta að nota hugtakið einkaher?, en þýðir í raun óhefðbundinn herafli stofnaður af einstaklingum eða hópum og rekin af þeim.

Miðað við fréttir af ástandinu á Íslandi, er nokkuð ljóst að friðurinn er úti. Glæpir, glæpasamtök og hryðjuverkamenn eiga greiða leið til Íslands og ástandið stefnir í að vera eins og í Svíþjóð. Lögreglan vígbýst enda er hún fyrst að sjá hvernig ástandið er á landinu. En það er ekki nóg.  Við þurfum að búa okkur undir það versta, bæði innanlands og utanlands.

Góð vísa er aldrei of oft kveðin og því er birt.

Herfylking Vestmannaeyja stofnuð

Árið 1853, kom hingað til Vestmannaeyja nýr sýslumaður, danskur að ætt og uppruna. Hét maðurinn Andreas August von Kohl, venjulega nefndur kapteinn Kohl á meðal eyjaskeggja, því hann hafði kapteinsnafnbót úr danska hernum.

Von Kohl varð snemma ljóst, að að í Vestmannaeyjum væri grundvöllur fyrir því að stofna varnarsveit eða her heimamanna, þar sem hér eimdi ennþá eftir af ótta fólks við sjóræningja, einkum Tyrki.

Stóð eyjamönnum ótti og stuggur af erlendum skipum, sem sást til úr Eyjum, enda engin lögregla eða yfirvald á staðnum sem hægt var að treysta á. Eyjamenn urðu því að treysta á sig sjálfa, og fékk hugmynd um stofnun herfylkingar hinar bestu undirtektir.

Nokkur ár tók þó að skipuleggja þennan [vísir] að fyrsta og eina her, sem Íslendingar hafa átt, og var hann fyllilega kominn á stofn 1857.

Skipulag hersins

Kohl skipulagði herfylkinguna á sama hátt og tíðkaðist með venjulega heri í Evrópu á þessum tíma. Skipti hann liðsmönnum í 4 deildir, en einnig voru tvær drengjadeildir fyrir drengi á aldrinum 8 - 16 ára.

Mönnum var svo skipað í margs konar virðingarstöður, þar sem fylkingarstjóri var að sjálfsögðu kafteinn Kohl sem æðsti yfirmaður hersins. Hafði hann undir sinni stjórn liðsforingja, yfirflokksforingja (commandör sergeant), deildarforingja (sergeanter), flokksforingja og undirforingja, sem voru settir yfir aðra liðsmenn. Þá var ennfremur fánaberi og bumbuslagari í herfylkingunni, eins og í öllum almennilegum herjum.

Liðsmenn voru allir skyldir til að lúta heraga og hlýða kalli, hvenær sem boðið var. Þá var þeim og skylt að sýna yfirmanni sínum tregðulausa hlýðni og hugsa vel um vopn sín og verjur.

Fyrst í stað varð hluti herfylkingarinnar að notast við trévopn, en Kohl tóks innan fárra ára að afla henni af miklum dugnaði 60 fótgönguliðsbyssur, riffla með stingjum, auk ýmissa annarra áhalda svo sem sérstakan herfána, sem notaður var, er hermennirnir voru kvaddir saman. Var fáni þessi hvítur með tveimur krosslögðum borðum.

Engir sérstakir einkennisbúningar voru í eigu óbreyttra liðsmanna, en allir báru þeir einkennishúfu með rauðri doppu fyrir ofan skyggnið.

Markmið herfylkingarinnar

Kapteinn Kohl hafði ekki lítil né smá áform fyrir herfylkingu sína, sem hann hafði eytt öllum sínum tómstundum við að koma á fót í nokkur ár.

Í fyrsta lagi var herfylkingunni ætlað að vera varnarsveit gegn árásum útlendinga svo sem erlendra fiskimanna, sem oft voru nærgöngulir hér á fiskimiðunum í kring og eyðilögðu veiðarfæri sjómanna. Reyndar kom aldrei til þess, að herfylkingin þyrfti að eiga í höggi við útlenda sjómenn, og var henni þakkað að erlendir sjómenn héldu sér meira í skefjum en áður.

Í öðru lagi var herfylkingin hugsuð sem lögreglusveit til að halda uppi aga og reglu á eyjunni. Var einkum þörf á þessu á vertíðum og kauptíðum, þegar fjöldi manns safnaðist til eyjanna. Þessi voru sem sé tvö aðalmarkmið herfylkingarinnar.

Þá var herfylkingin bindindishreyfing, þar sem menn urðu að gangast undir bindindisheit við inngöngu. Eggjaði Kohl liðsmenn herfylkingarinnar ljóst og leynt til þess að forðast drykkjuskap og óreglu, en mikil orð fóru af slíku hér, einkum á vertíðum.

Var hver sá brottrækur úr herfylkingunni, sem gerðist sekur um ítrekaðan drykkjuskap, og breyttust fljótlega drykkjusiðir Eyjamanna mjög til bóta, enda flestir vopnfærir menn í þorpinu á aldrinum 18 - 40 ára meðlimir í fylkingunni. Beitti Kohl sér m.a. fyrir opnun veitingahúss hér, þar sem í stað vínveitinga voru aðallega kaffi- og matarveitingar á vægu verði.

Herfylkingin var einnig eins konar íþróttahreyfing, líklega einhver fyrsti félagsskapur hér á landi, sem skipulagður var sem slíkur. Var lögð áhersla á ýmsar íþróttir og líkamsiðkanir á reglulegum heræfingum fylkingarinnar til þess að auka og efla líkamshreysti liðsmanna hennar. Taldi Kohl kapteinn, að samfelldur agi og þjálfun kæmi Eyjamönnum og að gagni í störfum þeirra til sjós og lands.

Enn eitt markmið herfylkingarinnar var að stuðla að almennri uppfræðslu lismanna fylkingarinnar. Kohl útvegaði ýmsar bækur um hermennsku, en einnig almennar fræðibækur og sögur, sem hermenn hans áttu greiðan aðgang að. Eignaðist sveitin safn bóka, sem varð fyrsti vísir að almenningsbókasafni hér. Var Kohl ólatur við að hvetja menn sína til að nota safnið, lesa bækurnar og æfa sig í skrift og reikningi í frístundum sínum. Herfylkingin var því að þessu leyti lík nútíma skóla, þar sem lögð var áhersla á að menn gætu æft sig í lestri, skrift og reikningi.

Æfingar herfylkingarinnar

Aðalaðsetur herfylkingarinnar var í þinghúsi Vestmannaeyja, sem Kohl sýslumaður kom upp af miklum áhuga og dugnaði. Í þinghúsinu voru geymd ritföng og bækur, en einnig var húsið notað sem vopnabúr.

Til hergöngu og æfinga var boðað með því að draga fána að hún á þinghúsinu, og söfnuðust liðsmenn herfylkingarinnar saman fyrir framan það. Voru æfingar í hverri viku, einu sinni eða tvisvar, en besti tími til æfinga var seinni hluti sumars eftir að heyskap og öðrum aðalönnum var lokið, og fyrri hluta vetrar, áður en vertíð og vertíðarundirbúningur hófst.

Fylkt var liði í fjórar raðir, eins og flokkarnir voru margir, en síðan hófst herganga inn á æfingasvæðið, flatirnar við Brimhóla, þar sem nú er Íþróttamiðstöðin, Illugagatan og umhverfið þar í kring. Fór hergangan skipulega fram með lúðrablæstri, bumbuslætti, og allra handa merkjamáli, þar sem táknað var, hvað gera skyldi. Við Brimhóla hófust svo alls kyns æfingar í vopnaburði, vopnfimi og skotfimi, og stóðu þær yfir í 2 - 4 klukkustundir í senn. Komst fljótlega hið ágætasta skipulag á hersveitina, og þóttu Eyjamenn vaskir og dugmiklir hermenn.

Stundum lét Kohl skipta liðinu og sveitirnar leggja til orrustu hvora við aðra, við klettaborgir og hóla. Bjó varnarliðið sér þar vígi og víggirti með tunnum og sandpokum, en sóknarliðið sótti að af miklum krafti. Hófst þá áköf skothríð, högl að vísu ekki höfð í byssunum, heldur aðeins púður. Reyndi sóknarliðið að hrekja hina úr víginu, og kom þá oft til handalögmála. Þá gat verið ráðlagt fyrir varnarliðið að kveikja í tjörutunnum, sem hlaðið var fyrir framan til þess að bægja hinum frá um stund. Þegar lítill flokkur var umkringdur af stærri flokk, skyldi sá minni þegar gefast upp, en ekki etja kappi við hinn, þegar fyrirsjáanlegt var, að ekki kæmi að gagni.

Slys urðu aldrei við æfingar, þótt oft gengi mikið á, enda liðsmenn vel æfðir og ýmsu vanir. Fjöldi áhorfenda, einkum konur og eldri menn, nutu þess að horfa á og fylgjast með æfingunum, sem þóttu hin mesta skemmtun. Þá voru oft sérstakar skemmtigöngur á sunnudögum hjá herfylkingunni, og jafnvel útiskemmtanir í Herjólfsdal, sem Eyjabúar tóku almennt þátt í.

Endalok herfylkingarinnar

Um árslokin 1859 hafði Kohl sýslumaður fengið loforð hjá stjórninni um embætti í Danmörku, og valdi hann nú eftirmann sinn sem æðsta yfirmann herfylkingarinnar, Pétur nokkurn Bjarnasen verslunarstjóra. Ekkert varð hins vegar úr flutningum sýslumannsins til Danmerkur, því hann andaðist skyndilega hér úr slagi 22. janúar 1860. Var Kohl grafinn hér í kirkjugarðinum með mikilli viðhöfn og reistu Eyjamenn minnisvarða á leiði hans í þakklætis- og virðingarskyni.

Við fráfall kapteinsins mæta fór fljótlega að síga á ógæfuhliðina hjá herfylkingunni, þrátt fyrir áhuga og dugnað hins nýja stjórnanda hennar. Varð ýmislegt til þess að flýta fyrir endalokum fylkingarinnar, svo sem stöðugur fjárskortur, svo að hægt væri að sjá um hirðingu vopna og endurnýjun þeirra. Mikill tími fór í æfingar, og kann það einnig hafa valdið því, að lismönnum fór stöðugt fækkandi vegna annarra anna til sjós og lands. Þá urðu hér sjóslys mikil milli 1860 og 1870 og áttu sinn þátt í því, að liðsmenn herfylkingarinnar týndu smám saman tölunni. Sýndu foringjar sveitarinnar samt sem áður mikinn áhuga á þessum árum og reyndu að fylla í skörðin með nýjum mönnum. en allt kom fyrir ekki, endalok herfylkingarinnar voru skammt undan.

Með fráfalli Péturs Bjarnasen fylkingarstjóra mátti segja, að herfylkingin væri því sem næst úr sögunni. Kom herfylkingin seinast saman undir vopnum við jarðarför Péturs, 7. maí 1869 til að sýna foringja sýnum hinsta sóma. Eftirmenn Péturs náðu ekki að stöðva þá hnignum, sem þegar var hafin í starfi herfylkingarinnar. Eitthvað héldu æfingar áfram um tíma, en smám saman var þeim hætt og saga herfylkingarinnar öll. Fjöldinn í Herfylkingunni þegar mest var á annað hundrað.

Eftirmæli

Eyjamenn minntust lengi með stolti og söknuði herfylkingar sinnar og þess svips, sem setti á héraðið og þjóðlíf Eyjabúa. Hún var einhver fyrsti skipulagði félagsskapurinn í kauptúninu, þar sem félagssamtök hvers konar, eins og nú tíðkast, voru óþekkt fyrirbrigði.

Eyjaskeggjum varð e.t.v. ljósara en áður, hverju þeir gætu áorkað með því að vinna saman að sameiginlegum hagsmunamálum. Með sameiginlegu átaki, góðu skipulagi og reglu, væri hægt að koma ýmsum málum byggðarlagsins í betra horf.

Lögum og reglum var nú framfylgt með meiri árangri en áður, og Eyjamenn vöknuðu nú til meðvitundar um ýmislegt, sem þeim hafði verið hulið áður.

 


Var Tucker Carlson bjáni að tala við Pútín?

Nei, því fyrsta skrefið í átt til friðar er að stríðs aðilar tali saman eða það sé hlustað á þann sem hóf átökin. Skiptir engu máli hvort Pútín hafi túlkað söguna á sína vegu. Landamæri Úkraínu hafa alltaf verið bútasaumur og fljótandi í gegnum aldir. Spurningin er hvaða ár á að miða við sem löggild landamæri? Það er flókinn og langur aðdragandi að þessu stríði og enginn saklaus er varðar mistök í aðdragandanum.

Það sem skiptir mestu máli það sem kemur út úr þessu viðtali er að andstæðingar Pútíns horfðu á viðtalið og hann meira segja ávarpaði þá beint. Spurðu Biden eða Clinton sagði hann við Tucker, þeir horfa á þetta viðtal.

Það skiptir máli að Pútín sagðist vilja frið, hvort sem hann meinti það eða ekki. Það mun á endanum verið sest við samningaborðið eða uppgjafarborðið og rætt um lok stríðsins. Pútín sagði að nú þegar sé rætt á bakvið tjöldin um endalok stríðsins.

 


Tími til kominn að ræða varnarmál?

Segir tíma til kominn að ræða varnarmál Íslands segir í grein á DV. Já heldur betur. Íslendingar lifa ekki í loftbólu þó að þeir haldi það og öll meiriháttar stríð í dag hafa bein áhrif á landið. Bloggritari skrifaði fyrstu grein sína um varnarmál árið 2005 og hefur allar götur síðan brýnt fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna nauðsyn þess að koma upp trúverðar varnir fyrir Ísland.

Í greininni segir að "Bryndís Bjarnadóttir, formaður félags ungs fólks um varnarmál, segir nauðsynlegt að fram fari aukin umræða um varnar- og öryggismál hér á landi. Þetta er umfjöllunarefni hennar í aðsendri grein á Vísi. Greinin kemur í kjölfar þeirra orða þingmanns Sjálfstæðisflokkins að kanna ætti af fullri alvöru þátttöku Íslands í sameiginlegum her norðurlandanna."

Þetta er gott og blessað en röng ályktun. Í viðtalinu segir Bryndís Haraldsdóttir að vert sé að skoða möguleika á að koma upp norrænum her og að Ísland taki þátt í honum.  Hvernig þá?

Ber ekki að reisa garðinn við þar sem hann er lægstur? Hann er örugglega lægstur á Íslandi. Það er meiri raunsæi í skrifum Baldurs Þórhallssonar í grein sem heitir "Ísland má ekki vera veikasti hlekkurinn". Þar talar hann um varanlegar loftvarnir og viðveru flugsveita en ekki hverjar þjóðar mannar hana. Hver segir ekki að Íslendingar geti ekki mannað slíka sveit? Það er innan við 200 manns sem er í kringum slíka flugsveit, þær flugsveitir sem hingað hafa komið hingað til.

Þótt lofsvert er að Bryndís sé að tengja saman hugmynd um myndun varnarbandalags Norðurlanda við þátttöku Íslands, þá mætti minna hana á dóm sögunnar en svipaðar hugmyndir voru uppi eftir seinni heimsstyrjöld en féllu niður vegna þess að NATÓ var stofnað. Þetta þóttu ekki raunhæfar hugmyndir. Varnarstarf Norðurlanda getur þó samtvinnast meira en áður, nú þegar Svíþjóð og Finnland eru komin í NATÓ.

Íslendingar hjálpa á engan hátt norrænum her með því að senda "kjaftatíkur" á fundi Norðurlandaráðs til að ræða taktík eða stratigíu! Best væri að taka til heima og hætta að vera veikasti hlekkurinn í keðjunni. Það gerum við með að stofna íslenskan her, öryggissveitir eða heimavarnarlið, hvað svo sem menn vilja kalla slíkt varnarlið. Blokkritari hefur bent á hugtak sem áður hefur verið notað, en það er Varnarliðið en nú skipað Íslendingum í stað ameríska dáta sem gott heiti.

Það er stórt skref að stofna íslenskan her, en það þarf ekki að vera eins kosnaðarsamt og menn halda. Við Íslendingar höfum mesta hernaðarveldi heims að baki okkar, Bandaríkin, sem geta útvegað okkur vopn, og NATÓ rekur þegar mörg hernaðarmannvirki á Íslandi. Má þar minna á ratsjárstöðvarnar fjóru, mannvirki í Helguvík og á Keflavíkurflugvelli en þar er herstöð sem er starfrækt árið um kring (já það er satt), þótt ekki fari það hátt í íslenskum fjölmiðlum. Það er bara verið að pukrast með hlutina í stað þess að tala um málin hreinskilningslega.  

Og það er hægt að innlima Landhelgisgæsluna inn í slíkt herafla, hún er þegar með mikla þekkingu á varnarmálum (skv. lögum hefur hún umsjón með varnarmál Íslands) og sprengjusveit hennar er þekkt víða um heim fyrir fagmennsku. Bloggritari hefur áður margoft rætt um breytt hlutverk LHG, það er hún er landhelgisgæsla á friðartímum en breytist í sjóher á ófriðartímum sem hún gerir hvort sem er næst er stríð ber að garði.

Munum að við þurfum ekki stórher, aðeins smáher að stærð á við (bardaga) fylki (e. (battle) Battalion) með 600-1000 manna liði. Bandaríkjaher var ekki með nema 1200 manns að meðaltali á Íslandi á sínum tíma og 650 starfsmenn í þjónustuhlutverki. Slíkt lið getur komið að notum þegar náttúru vá ber að garði og komið í stað eða hjálpar björgunarsveitum landsins. Hvar værum við ef þær væru ekki til og sjálfboðaliðastarf þeirra?

En það verður að gera þetta faglega með fagstofnun eins og Varnarmálastofnun Íslands heitinni. Byrja á byrjunni. Hafa á að skipa íslenska herfræðinga sem meta þörfina út frá íslenskum hagsmunum, ekki út frá vörnum Bandaríkjanna eins og nú er gert. Það skiptir gríðarlega miklu máli að herforingjar, eins og stríðssagan hefur kennt okkur, þekki vel "vígvöllinn" og hvernig ber að haga vörn og sókn. Bandarískir herforingjar koma og fara, allir jafn ókunnugir íslenskum aðstæðum.

Niðurstaðan

Ályktun bloggritara af samfélagsrýni sinni síðastliðna áratugi er að það er ákveðin ákvörðunafælni, sem jaðrar við minnimáttar kennd, um mörg málefni.  Svo sem að aldrei er hægt að taka á verðtryggingunni; kvótakerfinu; fákeppninni; ákvarðanir í utanríkismálum (alltaf elt aðrar þjóðir í ákvörðunartökum); í varnarmálum; hvernig stjórnskipan landsins á að vera (hvað er nýja stjórnarskráin búin að velkjast um í kerfinu lengi? Síðan lýðveldisstofnun!) og svo framvegis. Það er bara talað en minna gert.

Í sambandi við varnarmál, þá er það tilfellið að frekar fáir hafa áhuga á þessum málaflokki sem virðist vera lúxus vandi í hugum Íslendinga. Af því að Íslendingar þurfa ekki að hugsa um vandamálið, er málaflokkurinn hunsaður af stjórnmálaelítunni. Ábyrðinni er varpað á erlent hernaðarveldi sem er reyndar vinveitt en slíkt stendst ekki til langframa. Sagan nefnilega er breytingum sí orpin.

Þriðja heimsstyrjöldin er e.t.v. handan við hornið en menn tala fullum fetum erlendis um hættuna. Allar vestræna þjóðir eru að undirbúa sig undir hugsanlegt stríð. Það þarf ekki endilega að gerast í Evrópu og gegn Rússlandi, heldur getur styrjöld hafist í Miðausturlöndum eða vegna Taívan eða ....?


Mistök Norðmanna og Íslendinga vorið 1940 - hægt að læra af sögunni?

Hugsunarháttur fólks á fyrri hluta 20. aldar er greinilega allt annar en hjá okkur nútímafólki.  Það var lítill undirbúningur bæði hjá Norðmönnum og Íslendingum fyrir komandi átök. Og það var ljóst þegar 1940 að stríðið sem hófst 1939 myndi breiðast út. Báðum þjóðum átti að vera ljóst að átökin gætu breyst út og náð til landanna.  

Íslendingar reyndu að einhverju leyti að undirbúa sig. Agnar Kofoed Hansen tók upp á því að þjálfa lögregluliðið í Reykjavík í vopnaburði (á eigin vegum), bann var við herskipakomur og engin leyfi voru veitt fyrir uppbyggingu flugvalla á vegum erlendra aðila. En meiri var undirbúningurinn ekki.

Sama gilti um Norðmenn en þeir voru betur settir, því að þeir höfðu nokkuð öflugan her. En vegna óákveðni og ákvörðunarfælni var norski herinn ekki kvattur almennilega út, þrátt fyrir að Ólafur krónprins hafði lagt það til.  Norska ríkisstjórnin flúði Osló og til Hamars þegar innrás Þjóðverja hófst og þar ætlaði norski forsætisráðherrann að segja af sér í miðjum klíðum! Konungurinn, Hákon 7, flúði einnig þangað en stóð í lappirnar og neitaði að taka við uppsögninni.

Förum aðeins í atburðarásina örlagaríka vorið 1940.

"Norðmenn fréttu af að erlendur herskipafloti stefndi til Noregs. Fljótlega bárust fregnir til Óslóar sem leiddi til miðnæturfundar í norska ríkisstjórninni. Á þessum fundi gaf ríkisstjórnin út fyrirmæli um að virkja fjórar af sex hersveitum norska hersins. Þingmenn í ríkisstjórninni skildu ekki að hlutavirkjunin sem þeir höfðu fyrirskipað yrði, samkvæmt gildandi reglugerð, framkvæmd í leyni og án opinberrar yfirlýsingar. Hersveitum yrði gefin út virkjunarfyrirmæli sín með pósti. Eini stjórnarþingmaðurinn með ítarlega þekkingu á virkjunarkerfinu, Birger Ljungberg varnarmálaráðherra, tókst ekki að útskýra málsmeðferðina fyrir samstarfsmönnum sínum. Síðar átti hann eftir að sæta harðri gagnrýni fyrir þessa yfirsjón sem leiddi til óþarfa tafa á virkjun herafla Norðmanna. Fyrir ríkisstjórnarfundinn hafði Ljungberg vísað á bug ítrekuðum kröfum um algera og tafarlausa virkjun, sem hershöfðinginn Rasmus Hatledal setti fram. Hatledal hafði leitað til Ljungbergs 5., 6. og 8. apríl og beðið varnarmálaráðherra um að óska eftir því að ríkisstjórnin gaf út fyrirskipanir um virkjun."

Það er kannski ekki sanngjarnt að bera saman Noreg og Ísland vegna mismunandi aðstæðna í báðum löndum. Íslendingar deildu sama konungi með Dönum en þegar Danmörk var hertekin 9. apríl, var gerð innrás í Noreg á sama tíma eða 9. og 10. apríl. En enginn íslenskur her var til varnar, bara hlutleysisyfirlýsing á einskinsverðum pappír.

En pólitíska valdastéttin í báðum löndum átti að búa sig undir það "ómögulega" og setja í gang undirbúningsáætlun.  Íslendingar fengu mánuð, eða frá 9. apríl til 10. maí til að undirbúa sig undir komu annað hvort þýska flotans eða þann breska. Ekkert var gert af viti. Hlutleysisstefna Íslands líkt og sú norska virkaði ekki og hún hefur aldrei virkað í veraldarsögunni nema fælingamátturinn fylgir með. Líkt og í Sviss, sem Hitler ætlaði að hertaka á svipuðum tíma en lagði ekki í vegna öflugs hers Svisslendinga og landfræðilegra aðstæðna.

Ólíkt það sem gerðist í Noregi, kom bara breski flotinn til Íslands.  Bretar og Frakkar náðu að senda herlið til Norður-Noregs og þar var barist. Þjóðverjar settu í gang aðgerðina Íkarus sem var áætlun Þjóðverja um að gera innrás í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni eftir að Bretar höfðu hernumið landið árið 1940. Áætluninni var aldrei hrint í framkvæmd  vegna frestunar Sæljónsaðgerðarinnar (Unternehmen Seelöwe). Íslendingar voru ljónheppnir að ekki skuli hafa komið til bardaga á Íslandi milli Þjóðverja og Breta.

Íslendingar bregðast alltaf við eftir á. Svo var 1950 þegar Kóreustríðið braust út og menn héldu að þriðja heimsstyrjöldin væri brotin út. Íslensk stjórnvöld samþykkti þess vegna komu bandaríska hersins í maí 1951 með tvíhliða varnarsamning landanna. Varnarlið Íslands  taldi að jafnaði um 1350 bandaríska hermenn, um 100 borgaralega starfsmenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins og 650 íslenska starfsmanna. Eitthvað sem Íslendingar sjálfir ráða alveg við að manna.

Nú eru viðsjárverðir tímar. Aldrei hefur verið eins miklar líkur á þriðju heimsstyrjöldinni og nú síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk.  Tvö ófriðarbál sem nú loga geta breyst út, Úkraínustríðið og átökin í Miðausturlöndum sem virðast vera orðin stjórnlaus og blikur á lofti varðandi Taívan. Norrænir hershöfðingjar vara við mögulegt stríð við Rússland og Evrópustyrjöld.

Það er því ekki seinna vænna að Íslendingar hugi að eigin vörnum, á íslenskum forsendum. Eins og margoft hefur verið bent á, getur komið upp sú staða að Bandaríkjaher geti ekki varið Ísland. Það er ekki fjarstæðukennt. Frægasta dæmi um hernaðarheimsveldi sem gaf eftir eyland, var þegar rómverski herinn hvatti allan sinn her frá Bretlandseyjum án þess að kveðja kóng né prest (líkt og Bandaríkjaher 2006 á Íslandi). Rómverjar komu aldrei aftur. Bretar gátu ekki varið smá eyjar sínar við Frakklands strönd í seinni heimsstyrjöldinni og Bandaríkjamenn í Kyrrahafi o.s.frv.

Líklegt svið hernaðarátaka, ef þau brjótast út, er að Bandaríkjaher verði fastur í átökum, í Evrópu, Miðausturlönd eða Kínahafi og andstæðingar þeirra grípi tækifærið og mynda nýjan vígvöll. Bandaríkjaher getur ekki lengur staðið í tveimur aðskildum átökum samtímis. Svo var um Rómverja og átök þeirra við barbaranna. Andstæðingar þeirra réðust oft samtímis á rómverskar herstöðvar og teygðu á og lömuðu varnir hersins. Hagsmunir Íslendinga verður fórnað á altari "heildar hagsmuna" NATÓ.

Það er næsta víst að uppgjör verður við Íran. Annað hvort fara Ísraelar af stað eða Bandaríkjamenn eða hvorutveggja til að stöðva Írani. Það þýðir stórstyrjöld. Enginn sættir sig við Íran með kjarnorkuvopn.  Ísrelskir útsendarar hafa drepið ótal vísindamenn sem vinna að kjarnorkuvopna áætlun Írans, en hafa aðeins tafið áætlanir Írana hingað til.


Er Aserbaídsjan að koma í veg fyrir að Íran blandi sér í átökin Ísrael-Gasa?

Blogg höfundur stóð í þeirri meiningu að hann hefði séð alla þræðina í flókinni stöðu Miðausturlanda en svo er ekki. Honum var til dæmis ekki kunnugt að Ísraelmenn eru bandamenn Aserbaídsjana og hafa í gegnum tíðina keypt olíu af þeim.  Einnig að Aserbídsjanar eru óvinir Írana og standa í deilum við þá. Ísraelmenn gætu gert loftárásir frá Aserbaídjan yfir á Íran.

Deilur um aðgang að Kaspíahafi hafa staðið milli þessara nágrannaríkja. Lagaleg staða Kaspíahafsins hefur verið uppspretta deilna meðal strandríkjanna við Kaspíahafið, þar á meðal Aserbaídsjan og Íran. Ágreiningur um afmörkun landamæra Kaspíahafs og skiptingu auðlinda þess hefur verið rædd í samhengi við alþjóðalög.

Þjóðernisleg og menningarleg tengsl eru mikil. Aserbaídsjan hefur umtalsverða þjóðernibrot í Íran og það hafa verið söguleg tengsl milli aserbaídsjanska samfélagsins í Íran og Aserbaídsjan. Einstaka sinnum hafa menningar- og þjóðernismál komið upp á yfirborðið, en bæði löndin hafa almennt reynt að stjórna þessum viðkvæmu máli. Aserbídsjanar í Íran eru taldir vera um 17 milljónir (Wikipedia: 12-23 milljónir) og búa í héruðum Írans við landamæri Aserbaídsjan. Talið er, ef Íranar ákveða að fara í átök við Ísrael, gætu Aserbídsjanar gert tvennt í stöðunni. Annars vegar lagt undir sig héruðin í Íran sem hafa Aserbídjana, mjög stórt svæði en hins vegar lagt undir mjóa landræmu í Armeníu sem aðskilur landið frá Nagorno-Karabakh og sameinast þar með Nagorno-Karabakh. Kíkjum á þá deilu.

Nagorno-Karabakh deilan. Þó að Nagorno-Karabakh átökin snerti fyrst og fremst Aserbaídsjan og Armeníu, hafa Íranar hagsmuna að gæta á svæðinu. Átökin geta haft áhrif á víðara Suður-Kákasus-svæðið og Íranar hafa lýst yfir áhyggjum af stöðugleika norðurlandamæra sinna. Þeir hafa því stutt Armena gegn Aserbaídsjan með vopnasendingum og fjársendingum.

Íran er fjölbreytt land og stórt með ýmsum þjóðernishópum, þar á meðal Persum, Kúrdum (8-9 milljónir í Íran), Aröbum, Baloch fólkið og Aserbaídsjanum. Mesta hættan er af þeim síðastnefndu í krafti fjölda þeirra en Kúrdar vilja líka frelsi.  Kúrdar hleypa líka á milljónum í Íran en þeir eru sagðir stærsta þjóðarbrotið í Miðausturlöndum án heimalands. Þeir ráða svæðum í Sýrlandi en hafa ekkert formlegt ríki og eru líka fjölmennir í Tyrklandi og eru þjóðarbrot í Írak.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur háð borgarastyrjöld síðan 2011 og ræðu í dag aðeins yfir 63% af formlegu landsvæði Sýrlands en Kúrdar ráða yfir umtalsverðu stóru svæði. Hann er því ekki líklegur til að blanda sér í stríð Ísraelmanna. Heldur ekki Hezbollah sem að vísu ráða yfir stórum her og vopnabúri, en þeir ættu þá, ef þeir færu af stað, hættu á loftárásum Bandaríkjaflota og innrás Ísraelshers.  Seinast er Ísrael fór inn í Líbanon, fór landið ansi illa út úr því.  Líbanar vilja heldur ekki stríð, þeir eru gjaldþrota og hafa ekki enn jafnað sig á (borgara)stríðum síðastliðna áratuga.

Náin samvinna er með Egyptum og Ísraelmönnum og báðar þjóðirnar eru óvinir Hamas hryðjuverkasamtakanna. Egyptar vilja ekki fá 2,2 milljónir Palestínu-Araba frá Gasa inn á Sínaí skagann en þar búa bara um 600 þúsund Egyptar en þar eru þeir að glíma við hryðjuverkasamtök hliðholl Hamas á skaganum.

Egyptar vita sem er, að Hamas nýtur um stuðnings 70-80% Palestínumanna, bæða á Vesturbakkanum og Gasa, samkvæmt skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið undanfarnar vikur. Þrátt fyrir stríðið við Ísrael. Hætta yrði á borgarastyrjöld í Egyptalandi en ástæður þess, verður ekki farið út í hér.

Enn er stríðið í Gaza aðeins staðbundið en helsta áhættan eins og staðan er í dag, er að Palestínu-Arabar á Vesturbakka blandi sér í átökin.  En vegna þess að Ísraelmenn hafa bútað Vesturbakkann upp og þar eru margar landnemabyggðir gyðinga, ólöglegar samkvæmt ályktunum Sameinuðu þjóðanna, eiga Vesturbekkingar erfitt um drátt með sókn á hendur Ísraelmanna. Smá skærur eiga sér þó stað.

Svona er staðan í dag. Það er kannski ekki eins ófriðlegt og virtist í fyrstu á svæðinu en það kraumar undir og ein mistök geta....


Herir Evrópu standa á brauðfótum

Sagt er að Pútín og Xi séu í kapphlaupi við tímann að ná markmiðum sínum áður en Joe Biden lætur af embætti undir lok næsta árs en heimurinn hefur logað í ófriði eftir að hann tók við völdum sem forseti Bandaríkjanna. Næsta ár verður því hættulegt fyrir heimsfriðinn, síðasta ár hans sem forseti Bandaríkjanna, og eins og stríðin í Úkraínu og Ísrael hafa sýnt, þegar valdatómarúm verður í heiminum fara harðstjórnarríkin af stað. Hinn frjálsi heimur er allsendis óundirbúinn undir stórátök. 

Frægt var þegar Trump fór til Evrópu, hitti leiðtoga NATÓ og skammaði þá eins og krakka árið 2019. Evrópskir leiðtogar fussuðu og sveiuðu og málpípur þeirra, vestrænir fjölmiðlar, tóku undir og hlakkaði í þeim. 

Kíkjum á eina grein RÚV sem fjallaði um samskipti Trumps við "heiladautt afmælisbarn" NATÓ á sjötugs afmæli þess. Glímt við Trump á afmæli NATO

RÚV hefur stundað hatramma stjórnar andstöðu gegn Trump, sem jafnvel Demókratar gætu verið stoltir af. Hér er tóninn sem kveður hjá RÚV: "Eins og undanfarin misseri markaðist leiðtogafundur Nató af glímunni við óútreiknanlegan Bandaríkjaforseta, sem skyggir um leið á umræður um framtíð afmælisbarnsins." Hlutlaus umfjöllun?

Og grípum annars staðar í "frétt" RÚV: "Þó afmælisbarnið sé komið á lögboðinn eftirlaunaaldur er ekkert slíkt í boði en já, það er höfuðverkur að eiga við óútreiknanleg Bandaríki Trumps. Hvort sem Trump á eftir ár eða fimm ár í embætti verður hann varla eilífur þar. Fimm ár gætu orðið Nató erfið. En með óútreiknanlega forsetann er það eins og Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Nató sagði í Norræna húsinu í sumar: það mætti beina athyglinni að gjörðum Bandaríkjanna, ekki aðeins orðum Trumps. – En já, þetta var reyndar áður en Trump brást bandamönnum Nató, Kúrdunum." Hér setur RÚV saman sem merki við áframhaldandi "gott" starf NATÓ og setu hans í forsetastóli. Spá RÚV hefur verið algjör andhverfa sögunnar síðan 2019 eins og við þekkjum í dag. Bara kolröng. Nota bene: Trump/Bandaríkjamenn hafa ekki brugðist Kúrdum, líkt og herstöðvar þeirra í Norður-Sýrlandi (ólöglegar væntanlega) sýna og sanna í dag.

Og hvað hefur sagan síðan þá kennt okkur? Jú, Herir Evrópu standa á brauðfótum vegna áratuga niðurskurð í varnarmálum, sjá slóð hér að neðan.  Krafa Trumps um að NATÓ ríkin hækki framlög sín til varnarmál upp í 2% af þjóðarframleiðslu, var mætt með hæðni og Trump sagður vera vondi karlinn sem raskar friðinn.  Síðan hann lét af völdum hefur stríð brotist út í Evrópu, stórstyrjöld, og hætta á átökum á Balkansskaga er mikil. Hryðjuverkamenn fóru af stað á Gaza, hætta er á svæðisstyrjöld í Miðausturlönd (jafnvel heimsstyrjöld) er mikil, og hættan á átökum vegna Taívan á næsta ári er einnig mikil. Allt vegna veiks og óhæfan leiðtoga Bandaríkjanna.

Stríðsæsingamenn halda því fram ef stríðinu í Úkraínu verði ekki fram haldið, þá fari Rússar af stað með nýtt stríð sem er helber ósannindi enda þora þeir ekki í NATÓ. Eystrasaltsríkin geta alveg verið róleg í skjóli NATÓ. 

Rússar hafa haldið aftur af sér í öllum sínum aðgerðum og haldið stríðinu staðbundnu. Hér er ekkert verið að afsaka framkomu Rússa, þvert á móti, bara bent á staðreyndir og áréttað að aldrei hefði átt að koma til stríðsins, ef hæfir leiðtogar væru við stjórnvölinn, diplómatsían hefði átt að leysa málið.

Diplómatsían kemur aftur til sögunnar þegar menn hafa viðurkennt ósigur á vígvellinum, sem er á næsta ári. Íslendingar verða þá fjarri góðu "gamni" við gerð friðarsamninga eða vopnahlés viðræður, enda búnir de facto slíta stjórnmálasambandi við Rússland.  Úkraníustríðið er heimskulegt stríð og algjörlega óþarfa, og hér sýnir það að leiðtogarnir skipta máli þegar kemur að friði eða stríði. Trump eða Biden versus Pútín. Hvor þeirra reyndist betri?

Úkraína er staðgengilsstríð sem NATÓ hefur tapað og það er slæmt og hefur langvarandi afleiðingar, líkt og undanhaldið í Afganistan. Það sýnir veikleika Vesturvelda á hernaðarsviðinu. Vopnabúr Evrópuþjóða eru hálftóm og engin á Íslandi eins og áður.

Ábyrgðarleysi Íslands í hernaðarmálum er algjört og ættu Íslendingar því að grjóthalda kj... þegar tali kemur að stríðum í öðrum löndum. Þeir gætu þó talað fyrir friði en ekki slíta stjórnmálasambandi við önnur lönd (Ísrael næst?).

Engin hætta er á að menn leiti til Íslands í framtíðinni, líkt og Ísraelmenn og Palestínumenn gerðu er þeir leituðu til Norðmanna á sínum tíma og Óslóarsamkomulagið náðist. Engir Höfðafundir haldnir til ræða heimsfriðinn líkt og í kalda stríðinu. Íslendingar eru algjörlega á rangri braut og engir treysta þeim vegna þess að þeir sýna ekki sjálfstæða utanríkisstefnu né eru boðberar friðar.

Herir Evrópu standa á brauð­fótum eftir ára­tuga niður­skurð


Friðartilraunir er varða Ísrael síðan stofnun ríkisins 1948

Það er ekki eins og menn hafi verið þrjóskir og ekki vilja semja frið. Stríðsleiðin hefur verið reynt margoft en árangurslaust (fyrir óvini Ísrael). Í öllum þessum stríðum urðu Ísraelmenn að vinna, annars yrði ríki þeirra gjöreytt. Mikil hætta er á því um ófyrirséða framtíð að ríkið verði undir. Hvað myndi gerast þá?

Ísraelmenn hafa náð friðarsamningum við margar Arabaþjóðir og samningsdrög voru á borðinu milli Sáda og Ísrael manna er núverandi átök brutust út. Þau brutust út einmitt vegna þess að Ísrael var að semja við hina valdablokkina í Miðausturlöndum en valdablokkin undir forystu Írans var að verða undir. Undirsátar Írananna, hryðjuverkasamtök í Líbanon, Jemen og Gaza voru ræst út til að efna til ófriðar. Það hefur tekist rækilega. Kíkjum á nokkra friðarsamninga sem skiptu máli fyrir friðinn í Miðausturlöndum.

Skiptingaáætlun Sameinuðu þjóðanna (1947) var gerð til að sætta íbúa svæðisins. Sameinuðu þjóðirnar lögðu til skiptingaráætlun til að skipta bresku lögboðnu Palestínu í aðskilin gyðinga- og arabaríki, með Jerúsalem sem alþjóðlega borg. Þó að leiðtogar gyðinga hafi samþykkt það, höfnuðu leiðtogar araba áætluninni.

Stríð braust út milli Ísraelmanna og nágrannaþjóða þeirra sem lauk óvænt með sigri Ísraelmanna. Vopnahléssamningar (1949) voru gerðir. Í kjölfar stríðs Araba og Ísraels 1948-1949 voru undirritaðir röð vopnahléssamninga milli Ísraels og nágranna arabaríkja þess (Egyptaland, Jórdanía, Líbanon og Sýrland). Með þessum samningum var komið á landamæri hins nýstofnaða Ísraelsríkis en engin friðarsamningur í höfn.

Camp David-samkomulagið (1978) var afleiðing sex daga stríðsins en þá höfðu Egyptar misst Sínatí skagann í hendur Ísraelmanna. Þó að Palestínumenn kæmu ekki beint við sögu, var Camp David-samkomulagið mikilvæg í samhengi við svæðisbundinn frið. Samningurinn var á milli Ísraels og Egyptalands og leiddi til þess að diplómatísk samskipti milli landanna voru eðlileg.

Óslóarsamkomulagið (1993-1995) kallast röð samninga milli Ísraela og Frelsissamtaka Palestínu (PLO), sem samið var á leynilegan hátt í Ósló í Noregi. Samkomulagið kom á fót palestínsku heimastjórninni (PA) og útlistaði ferli fyrir að lokum stofnun palestínsks ríkis með samningaviðræðum.

Leiðtogafundur fór fram í Camp David árið 2000. Leiðtogafundur Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, á vegum Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Leiðtogafundinum lauk án lokasamkomulags en sagt var að vegna dutlunga Arafats, hafi hann hætt við að skrifa undir á síðustu stundu.

Taba leiðtogafundurinn svonefni fór fram 2001. Eftir að leiðtogafundurinn í Camp David slitnaði, héldu samningaviðræður áfram í Taba í Egyptalandi til að reyna að ná endanlegu samkomulagi. Viðræðurnar leiddu þó ekki til lausnar.

Leið að friði (Road Map for Peace,2003 var friðaráætlun. Friðaráætlunin var lögð fram af Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Sameinuðu þjóðunum og Rússlandi, þar sem gerð er grein fyrir skrefum til stofnunar palestínsks ríkis við hlið Ísraels. Áætlunin stóð frammi fyrir áskorunum og var ekki að fullu framkvæmd.

Annapolis ráðstefnan sem fór fram 2007. Ráðstefna haldin í Annapolis, Maryland, Bandaríkjunum, sem miðar að því að endurvekja friðarferlið. Á meðan viðræður stóðu yfir í kjölfarið náðist ekki endanlegt samkomulag.

Skil á Gaza svæðinu árið 2005. Ísrael dró einhliða herlið sitt og landnema frá Gaza-svæðinu árið 2005, sem leiddi til þess að ísraelskar landnemabyggðir á svæðinu voru rýmdar algjörlega. Nú eru Ísraelmenn að súpa seiðið af þeirri ákvörðun en aldrei hefur ríkt friður við Gazabúa síðan 2006 er Hamas hryðjuverkasamtökin náðu völdum á svæðinu. Stanslausar eldflaugaárásir hafa verið stundaðar frá Gaza yfir á Suður-Ísrael.

Abraham friðarsamkomulagið frá 2020 er nýjasta útspilið til að koma á frið á milli Ísarel og annarra ríkja í Miðausturlöndum. Þó að Palestínu Arabar komi ekki beint við sögu, voru Abraham-samningarnir eðlilegar samningar milli Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (UAE) og Barein. Þessir samningar markaði breytingu á svæðisbundnu gangverki en tóku ekki á deilu Ísraela og Palestínumanna. Sádi-Arabía var að bætast við þegar núverandi átök brutust út.

Hvað segir þessi friðarsamninga saga okkur? Jú, ótrúlegt en satt, hægt er að semja um frið í Miðausturlöndum. En það er hins vegar ekki hægt á meðan hryðjuverkasamtök herja á ríki (Sádi-Arabíu, Líbanon og Ísrael).

---

Snúum okkur að Íslandi.

Bjarni Benediktsson (BB) utanríkisráðherra breytir engu um friðar- eða stríðsferli í Miðausturlöndum. Þessi æsingur á Íslandi er óskiljanlegur í ljósi þess að Ísland er örríki og áhrifalaust. Þetta eiga Íslendingar mjög erfitt með að skilja. Það er ekki bara almenningur sem lifir í slíkri villu, heldur eru íslenskir stjórnmálamenn útblásnir af eigin mætti (ímynduðum) og áhrifum.

Talandi um mótmæli, þá er ekki í lagi að henda efnum á fólk, það er ofbeldi. Hvað ef viðkomandi hefði skvett sýru? Bjarni Benediktsson hefur verið gagnrýndur hér á þessari bloggsíðu, en málefnalega að ég tel og bara stjórnmálamaðurinn BB, ekki prívat persónan BB.

Hvernig væri að mótmæla ástandið á Íslandi, ofur verðbólgu, háu vaxtastigi, ofur skattleggingu á einstaklinga og fyrirtæki, lélegu heilbrigðiskerfi, vanrækslu aldraða (800 manns bíða eftir að komast á öldrunarheimili), smánarkjör öryrkja, fátækt á Íslandi og heimilislaust fólk á götum Reykjavíkur og lengi má telja vandamálin á Íslandi. Maður, líttu þér nær var sagt....


Stríðinu í Úkraínu er lokið

Bandaríkjaþing er í raun búið að loka á fjárveitingar í stríðsreksturinn í Úkraínu. Öldungadeildin felldi frumvarp fyrir meiri fjárveitingu.  Í Fulltrúardeildinni er enginn meirihluti fyrir fjáraustur í stríðið. Án fjármagn frá Bandaríkjunum er ekki hægt að halda stríðinu áfram. Efnahagur landsins er í rúst og rekinn af fjármagni frá erlendum ríkjum.  Rússar hins vegar eru með stríðstólaframleiðslu sína í yfirsnúningi en þar sem þeir geta sjálfir framleitt vopn, eru þeir ekki háðir vopnasendngum erlendis frá, þótt þeir hafi fengið vopn frá vinaþjóðum.

Aðeins Vesturlönd styðja áframhaldandi stríð en annars staðar í heiminum er stuðningurinn lítill eða enginn. Jafnvel getur Ungverjaland lokað á fjárveitingu frá ESB.

Tekið var á móti Pútín eins og þjóðarhetju er hann ferðaðist frjálst um Miðausturlönd nýverið. Hann verður ekki meðhöndlaður eins og stríðsglæpamaður, ekki frekar en Bandaríkjaforsetar. Til þess er Rússland of öflugt.  Smá peð eins og Serbíuforseti og aðrir karlar lenda hins vegar í stríðglæpa réttarhöldum.

Ætli menn séu ekki að reyna að semju um frið á bakvið tjöldin og grátbiðja Rússa um að taka ekki meira en 20% af landinu, Donbass héruðin. 


https://fb.watch/oN_L2papQk/?


Var í raun andstaða Íslendinga við herskyldu og heimavarnarlið á 19. og 20. öld? Seinni grein

Heimastjórn og varnir

Í  raun voru menn þá farnir að huga af alvöru að vörnum landsins samfara því að landið fengi fullt sjálfstæði.  Þorvaldur Gylfason  segir í Fréttablaðinu þann 19. júní 2003 að rök þeirra, sem töldu Ísland ekki hafa efni á því að slíta til fulls sambandinu við Dani fyrir 100 árum, lutu meðal annars að landvörnum og vitnar hann í Valtý Guðmundsson sem sagði árið 1906 að fullveldi landsins stæði í beinu sambandi við getuna til varnar og sagði m.a. að þó að þjóðin ,,… gæti það í fornöld [staðið sjálfstæð], þá var allt öðru máli að gegna. Þá var ástandið hjá nágrannaþjóðunum allt annað, og meira að segja hefði engin þeirra þá getað tekið Ísland herskildi, þó þær hefðu viljað. Það var ekki eins auðgert að stefna her yfir höfin þá eins og nú.” 

Þorvaldur telur að þarna hafi Valtýr reynst forspár að því leyti, að Íslendingar hafa aldrei þurft eða treyst sér til að standa straum af vörnum landsins.  Lýðveldi var ekki stofnað á Íslandi fyrr en útséð var um, hversu vörnum landsins yrði fyrir komið, enda þótt nokkur ár liðu frá lýðveldisstofnuninni 1944 þar til varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin 1951.

Íslendingar lýstu þó yfir hlutleysi þegar landið varð fullvalda 1918 en  treystu í reynd á vernd Dana og Breta. Hernám Breta 1940 breytti lítið skoðunum flestra í þessum efnum, að falla þyrfti frá hlutleysisstefnunni en í lok heimstyrjaldarinnar áttu Íslendingar í mestum erfiðleikum með að losa sig við hersetuliðin bæði en það tókst loks 1947 en óljóst var hvað átti að taka við.

Stofnun herlaus lýðveldis á Íslandi

Gangur heimsmála fór hér eftir að hafa bein áhrif á innan- og utanríkisstefnu landsins.  Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins.  Því leið ekki á löngu þar til að Íslendingar hófu að leita hófanna að ásættanlegri lausn á varnarmálum landsins. Um sama leyti og hugmyndir um stofnun Atlantshafsbandalagsins voru að fæðast, kom upp hugmynd um sérstakt varnarbandalag Norðurlanda en fljótlega kom í ljós að hún var andvana fædd.

Samfara undirbúningi að inngöngu Íslands í NATO fór fram umræða hvort stofna ætti íslenskan her og sitt sýndist hverjum. Um miðjan mars 1949 héldu þrír ráðherrar til Washington og ræddu við Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.   Lögðu þeir áherslu á sérstöðu Íslendinga sem vopnlausrar þjóðar, sem vildi ekki koma sér upp eigin her, segja nokkru ríki stríð á hendur eða hafa erlendan her eða herstöðvar í landinu á friðartímum.  Í skýrslu ráðherranna segir m.a.:

Í lok viðræðanna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkjamanna:

  1. Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Íslandi og var í síðasta stríði, og það myndi algerlega vera á valdi Íslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té.
  2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu Íslands.
  3. Að viðurkennt væri, að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her.
  4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Íslandi á friðartímum.

Eins og kunnugt er stóð mikill styrr um þetta mál en þrátt fyrir átök og mótmæli var Atlantshafssáttmálinn undirritaður í Washington 4. apríl 1949.

Með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu töldu íslensk stjórnvöld að öryggisþörf Íslands væri að mestu fullnægt. Vestræn ríki kæmu þjóðinni til aðstoðar, ef til ófriðar drægi.  Frá sjónarhóli Atlantshafsbandalagsríkjanna horfði málið öðruvísi við.  Þrátt fyrir fyrirvara Íslendinga við sáttmálann vildu yfirmenn Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins að herlið yrði á Íslandi á friðartímum til varnar Keflavíkurflugvelli.  Þeir óttuðust aðallega skemmdarverk sósíalista eða valdarán þeirra en ekki áform Sovétmanna um að leggja Ísland undir sig.  Hjá íslenskum ráðamönnum var hvorki samstaða um að fá erlent herlið né koma á íslensku varnarliði og var aðallega borið við bágt efnahagsástand og fámenni landsins.

Kalda stríðið og Kóreustyrjöldin 1950 breytti afstöðu íslenskra ráðamanna á sama hátt gagnvart aukinni þátttöku Íslendinga í hernaðarsamstarfi og valdarán kommúnista í Prag 1948.   Það voru því íslensk stjórnvöld sem höfðu frumkvæði að því að leita til Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir landsins.  Niðurstaðan varð sú að þríflokkarnir svonefndu féllu frá stefnu sinni um herleysi á friðartímum og gerðu varnarsamning við Bandaríkjamenn um vorið 1951. Hingað kom bandarískt herlið sem hefur verið m.a. staðsett á Keflavíkurflugvelli síðan. 

Á ýmsu hefur gengið á í sambúð hers og þjóðar en í heildina séð hefur það gengið með ágætum. Svo gerðist það að Bandaríkjaher tók að týgja sig til brottferðar. Þessi hótun eða réttara sagt tilkynning um brottför hluta hersins á Keflavíkurflugvelli kom í byrjun tíunda áratugarins.

Í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og  varnarmál árið 1993 varð grundvallarbreyting á samskiptum ríkjanna er varðar varnarmál.  Í raun lögðu Bandaríkjamenn til að horfið væri aftur til ársins 1947 þegar þeir fengu aðgang að Keflavíkurflugvelli, þar staðsettur lágmark mannskapur til að standsetja stöðina ef með þyrfti en engar trúverðugar varnir hafðar uppi.

Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 hefur reynst bæði árangursríkt og sveigjanlegt verkfæri, sem hefur staðist tímans tönn. Hinu sérstöku aðstæður sem ríktu á tímum kalda stríðsins gerðu aðilum samningsins kleift í meira en fjörutíu ár að komast hjá því að leggja mat á þær lágmarks skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum.  Við lok kalda stríðsins var vart við öðru að búast en að á það reyndi hvort aðilar litu mikilvægustu ákvæði samningsins sömu augum.

Tillögur Bandaríkjamann 1993 benda eindregið til þess að stjórnvöld á Íslandi og í Bandaríkjunum leggi og hafi e.t.v. ætíð lagt ólíkan skilning á varnarsamningnum í veigamiklum atriðum.  Munurinn felst einkum í því að Bandaríkjamenn virðast telja að varnarviðbúnaður á Íslandi eigi einkum að ráðast af breytilegu mati þeirra sjálfra á hernaðarógninni á Norður-Atlantshafi, en Íslendingar líta á hinn bóginn svo á að varnarsamningurinn eigi að tryggja lágmarksöryggi landsins án tillits til hernaðarógnarinnar hverju sinni.

Í stuttu máli sagt, lögðu Bandaríkjamenn til að hafið yrði brotthvarf flughersins frá Keflavíkurflugvelli  til Bandaríkjanna og loftvarnir Íslands yrði sinnt frá austurströnd Bandaríkjanna.   Þeir sögðust hins vegar vilja starfrækja áfram herbækistöðina á flugvellinum, loftvarnareftirlit, og áframhald yrði á Norður-Víking æfingunum en viðbúnaðurinn háður breytilegum aðstæðum á alþjóðavettvangi.

Ekki var við öðru að búast en að Íslendingar yrðu algjörlega ósammála þessum tillögum Bandaríkjanna og hafa reynt allar götur sínan að koma í veg fyrir að umtalsverðar breytingar verði á varnarbúnaði herliðsins á Keflavíkurflugvelli.  Allt bentir til þess nú að andmæli Íslendinga verði að engu höfð og hafa þeir því neyðst til þess, nauðugir sumir hverjir, að endurmeta veru herliðs á Íslandi og hvað beri að gera ef Bandaríkjamenn fari.

Björn Bjarnason og umræðan um stofnun íslensks hers

Óhægt er að segja að umræðan um varnarmál á síðastliðnum áratugum hafi ekki verið fjörug. Aðeins hefur verið deilt um keisarans skegg; um dvöl og sambúðarvanda hers og þjóðar en lítið talað um raunverulegar þarfir Íslendinga sjálfra eða alvarleg herfræðileg úttekt á vegum stjórnvalda gerð á varnarþörfum landsins eða hvað Íslendingar geti gert sjálfir til að treysta varnirnar.

Svo gerðist það að stjórnmálamaðurinn Björn Bjarnason reið á vaðið og varpaði stórbombu inn í íslenskt samfélag þegar hann kom með hugmyndir um stofnun íslensks hers á tíunda áratug tuttugustu aldar sem hann reyfaði líklega fyrst 1995 en ítrekaði í Morgunblaðinu í maí 2001.

Björn sagði að ,,…það væri frumskylda sérhverrar ríkisstjórnar að sýna fram á, að hún hefði gert áætlanir til að verja borgara sína og land. Ekki væri til frambúðar unnt að setja allt sitt traust í þessu efni á Bandaríkjamenn.”  Hann sagði jafnframt að á liðnum árum því verið borið við þau rök að ekki kæmi til álita, vegna fámennis þjóðarinnar og fátæktar, að stofna íslenskan her. Þetta ætti ekki lengur við sem röksemd þar sem við væru bæði fjölmennari og um leið ein ríkasta þjóð jarðar.  Björn leggur til að Íslendingar annað hvort taki að sér að hluta til varnir landsins eða að fullu ef Bandaríkjamenn fari.  

Hann sagði að með því að nota þumalfingursreglu ,,…væri unnt að kalla 8 til 10% þjóðarinnar til að sinna vörnum landsins á hættustundu eða milli 20.000 og 28.000 manns, án þess að efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar lamaðist. Við slíkan fjölda væri miðað í Lúxemborg, þar sem um 1000 manns sinntu störfum í her landsins á friðartímum. Unnt yrði að þjálfa fámennan hóp Íslendinga, 500 til 1000 manns, til að starfa að vörnum landsins, án þess að setja vinnumarkaðinn úr skorðum.”

Björn sér önnur not fyrir slíkt herlið en eingöngu til hernaðarþarfa. Hann telur að hægt sé að nota liðið til að bæta almannavarnir og í því skyni að bregðast við náttúruhamförum og hann sér ennfremur möguleika sem skapast hafa með stofnun íslensku Friðargæslunnar og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu.  Hún hafi aukist ár frá ári og sé orðin liður í gæslu öryggishagsmuna Íslendinga.

Inn í slíkt öryggiskerfi sér Björn einnig not fyrir sérsveit á vegum ríkislögreglustjóra, í heræfingum hér á landi annað hvert ár.  Hann virðist því sjá fyrir sér þríarma ,,öryggisstofnun”,  sem saman stendur af eins konar smáher eða öryggissveitum, íslenskri friðargæslustofnun með hernaðarlegum ívafa og sérsveitum ríkislögreglustjóra.  Hann virðist einnig sjá fyrir sér að hægt sé að færa mannafla milli þessara arma. Þar stendur hnífurinn í kúnni, því að mestu deilurnar hafa skapast um störf Friðargæslunnar.  Sumir virðast aðeins sjá fyrir sér að hún sé og verði borgaraleg stofnun með engin tengsl við hernaðarmaskínu nokkurs konar, erlenda eða innlenda en aðrir telja, þar með talin íslensk stjórnvöld, að í lagi sé að tengja hana við störf t.d. NATO í Afganistan.

Andstaðan við hugmyndir Björn um stofnun íslensks hers virðast aðallega vera á vinstri væng stjórnmálanna, þó að einstaka menn á þeim vængi hafa ljáð máls á að kannski sé tími til kominn að huga alvarlega að þessum málum.  En flestir hafa tekið frumkvæði Björns heldur fálega og kosið að persónugera þessa umræðu og telja best að hæða og spotta sem mest og vonast þannig til að umræðan falli um sjálfa sig.  En eins og rakið hefur verið í greininni snýst málið ekki um einstaka persónur, heldur hina sígilda spurningu, hvernig tryggjum við innra og ytra öryggi samfélags okkar?

Hafa mál staðið þannig hingað til, hafa fáir komið með lausn á hvernig eigi að haga vörnum landsins ef og til þess kemur að það ákveður einn góðan veðurdag að Bandaríkin geti ekki sinnt vörnum landsins.  Menn eru flestir sammála um það, burt séð frá hvaða flokka þeir styðja, að einhverjar trúverðugar varnir verði að vera og þá með einhvers konar innlendu herliði, sérsveitum, öryggissveitum, heimavarnarliði eða hvað menn vilja kalla það, verði að vera til staðar ef til þess kemur. 

Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort einhverjar líkur eru á að hér verði stofnaður her í náinni framtíð.  Ef litið er á stöðuna eins og hún er í dag, þá virðist það vera frekar ólíklegt. Íslensk stjórnvöld virðast ekki einu sinni geta rekið Landhelgisgæsluna með sómasamlegum hætti eins og allir vita og því verða þau virkilega að endurskoða afstöðu sína til þessara mála. Einhverjar bakdyraleiðir verða þess í stað farnar, svo sem með fjölgun í víkingasveitinni og að sveigja Friðargæsluna meira í átt til hermennsku.

Umræðan og stofnun Varnarmálastofnunar Íslands

Þegar leitað er að mönnum sem ræða reglulega um varnarmál Íslands og hafa gert síðan um aldarmótin 2000, þá má telja þá á fingrunum. Mætir menn eins og prófessor Baldur Þórhallsson hafa reglulega slegið á putta stjórnvalda og skammað þau. Aðrir gera það líka en ekki markvisst.  Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, birtist skyndilega á sjónarsviðið nýlega með bók sína Íslenskur her, og Birgir Loftsson hefur skrifað reglulega í blöðin greinar um varnarmál Íslands. Það 27. október 2005 kom hann með hugmynd um stofnun Varnarmálastofnun Ísland sem sendiherra Bandaríkjanna viðraði fyrstu áður en hann fór úr landi.  Um stofnun varnamálastofnunar

Þann 1. júní 2009 tilkynnti Utanríkisráðuneytið um stofnun Varnarmálastofnunar Íslands. Þar segir:

"Þegar bandaríski herinn fór héðan af Miðnesheiði í september árið 2006 eftir ríflega 55 ára dvöl, lauk löngum og umdeildum kafla í sögu lýðveldisins. Nú stöndum við á tímamótum því hafinn er nýr kafli þar sem við Íslendingar berum í fyrsta skipta sjálfstæða ábyrgð á eigin öryggi og vörnum. Ísland sem fullvalda ríki hefur nú óskorað forræði yfir þessum mikilvæga málaflokki, og það er okkar að skrifa söguna....

Varnarmálastofnun Íslands sem tekur formlega til starfa í dag er skýr birtimynd þessa nýja sjálfstæðis. Eitt af meginhlutverkum hennar er að sinna eftirliti með lofthelgi og flugumsjónarsvæði Íslands. Það gerir Varnarmálastofnun með rekstri ratsjárstöðvanna fjögurra í kringum landið sem Bandaríkin ráku áður, en íslenskir sérfræðingar hafa nú tekið við. Samhliða því hefur íslenska lofteftirlitskerfið nú verið tengt inn í ratsjárkerfi Evrópuhluta NATO. Þannig hefur Ísland færst nær meginlandi Evrópu í öryggismálum og er stefnt að því að Evrópukerfi NATO muni einnig tengjast loftvarnarkerfi Bandaríkjanna og Kanada.

Nýrri Varnarmálastofnun er ennfremur falin framkvæmd margvíslegra verkefna sem eru hluti af skuldbindingum okkar vegna aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu. Þessi verkefni eru m.a. rekstur og viðhald mannvirkja NATO á Íslandi, umsjón og framkvæmd æfinga og samskipti við erlend herlið, og að vinna upplýsingar úr kerfum NATO, sem m.a. nýtast til að tryggja öryggi íslenskra ríkisborgara á hættusvæðum.  

Annar mikilvægur þáttur í því að axla ábyrgð á öryggi og vörnum Íslands eftir brottför Bandaríkjahers var setning varnarmálalaga. Í lögunum er skýrt kveðið á um ábyrgð í málaflokknum, og skilið á milli verkefna sem lúta að innra öryggi annars vegar, og ytra öryggi og vörnum og varnarsamskiptum við önnur ríki hins vegar."

Svo er árétta að rétt er að hafa í huga að öryggis- og varnarmál eru í eðli sínu síbreytilegt langtímamál, þar sem horfa ber til áratuga, ekki mánaða eða ára. Þó friðsamlegra sé í okkar heimshluta en lengst af á síðustu öld, þá kennir reynslan okkur að skjótt skipast veður í lofti. Við vitum einfaldlega ekki hvaða aðstæður kunna að verða uppi hér á norðurslóðum eftir 10-20 ár, hvað þá eftir 30-40 ár." pphaf starfsemi Varnarmálastofnunar Íslands

Svo gerist það sem er sjaldgæft í stjórnsýslusögu Íslands, að stofnunin er lögð niður. "Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu utanríkisríkisráðherra um að samræma niðurlagningu Varnarmálastofnunar og samþættingu verkefna hennar við hlutverk annarra opinberra stofnana við áform um stofnun innanríkisráðuneytis....Varnarmálastofnun verður hins vegar lögð niður þegar á næsta ári eins og fram kemur í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010. Breytingum sem leiða af niðurlagningu hennar þarf því að ljúka fyrr og þær þurfa að rúmast innan óbreyttrar verkaskiptingar Stjórnarráðsins. Það felst m.a. í því að verkefni Varnarmálastofnunar verða færð til þeirra borgaralegu stofnana sem næst standa verkefnum hennar í dag en jafnframt yrðu burðarás í fyrirhuguðu innanríkisráðuneyti. Samhliða þessu þarf að móta skýra framtíðarsýn um verkaskiptingu utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis í varnar- og öryggismálum." Varnarmálastofnun lögð niður og verkefni flutt til fyrirhugaðs innanríkisráðuneytis

Þessi verkaskipting er enn ekki komin á hreinu, árið 2023 eins og ég hef rakið í annarri blogggrein. Í stað þess að endurreisa Varnarmálastofnun, ákvað Alþingi að fara fjallabaksleið og stofna Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála sem á að vera á vegum Háskóla Íslands. Menn hafa sum sé gert sér grein fyrir að einhver þekking eigi að vera á varnarmálum enda ekki hægt að taka upplýstar ákvarðanir í málaflokknum nema sérfræðiþekking sé fyrir hendi. Þetta var einmitt eitt af hlutverkum Varnarmálastofnunar að stunda rannsóknir og hjálpa stjórnvöld að taka upplýstar ákvarðanir. Sjá slóðina: Rannsóknasetur öryggis- og varnarmála

Í tillögu til þingsályktunar um rannsóknarsetur öryggis- og vararmála á löggjafaþingi 2023-2024 segir: "Í 6. tölul. þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem Alþingi samþykkti 13. apríl 2016 segir að stefnan feli í sér: „Að tryggja að í landinu séu til staðar varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræðiþekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir í öryggis- og varnarmálum og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands.“

Þessi ályktun snýr að því að tryggja að í landinu sé fyrir hendi sérfræðiþekkingin sem er einn af hornsteinum þjóðaröryggisstefnunnar." Málið er ekki komið lengra en þetta.

Framkvæmdaraðili varnarmála Íslands er Landhelgisgæslan. Hún er svo vanbúin, að hún getur ekki einu sinni sinnt löggæslu hlutverki sínu og standa nú umræður um fjárskort hennar meðal þingmanna.

Varnarmálalög frá 2008 eru nú í gildi. Sjá slóð: Varnarmálalög 2008 nr. 34 29. apríl Eins og sjá má, ef litið er á lögin, er málaflokkurinn umfangsmikill en eins og áður sagði, er verkaskiptingin milli Landhelgisgæslunnar og Utanríkisráðuneytisins - varnarmálaskrifstofu óljós.  LHG sinnir innanríkismál en UTN utanríkismálum.  Varnarmál falla undir bæði sviðin og er það óheppilegt.  Rannsóknarsetrið fyrirhugaða er mistök, enda hlutverk þess sérstækt.  Nær væri að endurreisa Varnarmálastofnun sem heldur algjörlega utan um málaflokkinn. Það hlýtur að vera gert í náinni framtíð.

----

Sögulegt yfirlit varnarmála - sjá slóð: Sögulegt yfirlit

29. apríl 2008
Fyrsta heildstæða löggjöfin um varnarmál samþykkt á Alþingi með varnarmálalögum nr. 34/2008, en með henni er málaflokknum komið í fastan farveg með skýrum lagaramma um verkefni íslenskra stjórnvalda á sviði öryggis- og varnarmála.

Mars 2009
Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland gefin út um hnattræna, samfélagslega og hernaðarlega þætti. Skýrslan er afrakstur vinnu þverfaglegs starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði árið 2007.

2009
Nýr kafli í norrænu varnarmálasamstarfi hófst þegar NORDEFCO-samstarfi varnarmálaráðuneytanna er hleypt af stokkunum.

2010
Samkomulag undirritað við Kanada um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála.

30. júlí 2014
Utanríkisráðherra og innanríkisráðherra undirrita samning þar sem embætti Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands er falið að sinna daglegri framkvæmd varnar- og öryggistengdra verkefna á grundvelli varnarmálalaga.

24. desember 2014
Ísland er fyrsta ríkið til þess að fullgilda alþjóðlegan samning um vopnaviðskipti sem samþykktur er á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2013.

29. júní 2016
Samkomulag við bandarísk stjórnvöld um aukna viðveru bandaríska sjó -og flughersins á Keflavíkurflugvelli.

13. apríl 2016
Þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu Íslands samþykkt á Alþingi en meðal áherslna stefnunnar er að tryggja víðtæka öryggishagsmuni Íslands með virku alþjóðasamstarfi, að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum landsins og að efla enn frekar norræna samvinnu um öryggis- og varnarmál með sérstöku tilliti til norðurslóða.

1. september 2016
Lög um stofnun þjóðaröryggisráðs samþykkt á Alþingi. Hlutverk þess er að hafa eftirlit með framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar og stuðla að endurskoðun hennar eigi sjaldnar en á fimm ára fresti ásamt því að meta ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum.

1. október 2017
Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins endurreist og Íslenska friðargæslan færð undir hina nýju skrifstofu.

Október 2017
Ísland og Írland taka við formennsku í eftirlitskerfinu með flugskeytatækni (e. Missile Technology Control Regime, MTCR). Formennskutímanum lýkur í desember 2018.

Nóvember 2018
Nýtt leiðarljós í norræna varnarsamstarfinu (e. Nordic Defence Cooperation, NORDEFCO) samþykkt á varnarmálaráðherrafundi NORDEFCO. Leiðarljósið er vegvísir samstarfsins fram til ársins 2025 og lýsir markmiðum um aukna varnargetu og varnarsamvinnu Norðurlandanna.

26. mars 2019
Endurskoðað samkomulag frá árinu 2008 um grannríkjasamstarf við Bretland á sviði varnar- og öryggismála.

1. janúar 2020
Nafn varnarmálskrifstofu breytist í kjölfar skipulagsbreytinga og tilfærslu á málaflokkum. Nýtt heiti er öryggis- og varnarmálaskrifstofa og nýju málaflokkarnir eru öryggispólitík ásamt afvopnun og takmörkun vígbúnaðar.

 

 

 


Var í raun andstaða Íslendinga við herskyldu og heimavarnarlið á 19. og 20. öld? Fyrri grein

Í þessari grein ætla ég að rekja hugmyndir Íslendinga um stofnun íslensk hers eða heimavarnarliðs.  Eins og þeir vita sem hafa fylgst með mér, er ég gallharður sjálfstæðissinni í varnarmálum og tel að mistök hafi verið gerð er stofnað var hér herlaust lýðveldi 1944. Fyrir því voru skiljanlegar ástæður sem ég fer í seinni grein minni. Varnarmál eru nefnilega ekki upp á punt né fyrir þá sem eru með hernaðarblæti, heldur dauðans alvara. Frá því að borgríki voru mynduð í Súmer og til dagsins í dag, hefur það verið megið og aðalhlutverk ríkisins að vernda borgara gegn utanaðkomandi hættur sem og innanlandshættur. Íslendingar hafa reynt að fóta sig í síbreytilegum heimi síðastliðnar tvær aldir. Þeir af mikilli skynsemi afsöluðu hlutleysisstefnuna og leituðu í skjól mesta herveldi heims, Bandaríkin og hernaðarbandalagið NATÓ - Atlantshafsbandalagið um miðbik 20. aldar. Gagnrýni mín á íslensk stjórnvöld vegna Landhelgisgæsluna, ber að sama brunni og umfjallanir mínar um varnarmál, vanræksla gagnvart öryggi ríkisins og ábyrgðarleysi. En förum tvær aldir aftur í tímann.

Ráðagerðir um stofnun landhers á Íslandi 1785

Alvarlegustu hugmyndir um stofnun íslensks landhers fyrir allt landið hingað til voru settar fram á alþingi 1785.  Hvatamenn þessarar ráðagerða voru helstu ráðamenn þjóðarinnar, Hans von Levetzov stiftamtmaður, Stefán amtmaður Þórarinsson og Björn Markússon lögmaður en ráðstefna um málið var að frumkvæði danskra stjórnvalda. Ráðstefnan átti að kanna hvort æskilegt og tiltækilegt væri að stofna slíkan her og með hvaða hætti því yrði komið í kring. 

Í kjölfar ráðstefnunnar var gerð ítarleg áætlun hvernig þjálfun slíks her færi fram, tillögur að vopnabúnaði og herbúningi lagðar fram og lagt til að þrjú hundruð manna her yrði stofnaður með sex til þrjátíu og tveggja manna sveit í hverri sýslu. Hermennirnir skyldu launaðir með hærri sköttum á bændur og dátum heitið hreppstjóratign að lokinni herþjónustu.  Ekki var látið staðið við orðin tóm, því gerð var könnun í suðuramtinu 1788 á því hverjir vildu gefa sig fram í landvarnarlið og hvaða vopn þeir hefðu tiltæk og um leið fór herútboð fram.  Í ljós kom að rúmlega 600 manns voru tiltækir í varnarliðið og voru þeir vopnaðir frá trélurkum til tinnubyssa.

Þessar hugmyndir eru hvað merkilegar fyrir það að þær voru settar fram þegar íslenskt samfélag var hvað verst sett í sinni sögu og sýnir að mönnum var full alvara með þessa hugmynd.   En þessar hugmyndir voru í raun andvana fæddar þar sem þær voru settar fram á röngum tímapunkti.  Gamla íslenska sveitasamfélagið og stjórnkerfið var í rúst vegna móðuharðinda og nýir tímar fóru nú í hönd.  Óhjákvæmilegt var að þær myndu falla um sig sjálfa.

Áætlanir Jörunds Hundadagakonungs um varnir hins nýja ríkis

Næsta útleik átti Jörundur hundadagakonungur árið 1809, sjálfskipaður verndari landsins og byltingamaður. Án nokkurra blóðsúthellinga eða almennra viðbragða landsmanna tók hann völdin í landinu í sínar hendur. 

Birti hinn nýi stjórnarherra auglýsingar eða tilskipanir þar sem stjórnarstefnunni var lýst.   Því var lýst m.a. yfir að hin nýju yfirvöld áskilji sér ,,…rétt til styrjalda og friðasamninga við erlend ríki;- að herliðið hefur útnefnt oss til hæstráðanda til sjós og lands og til yfirstjórnar í öllum styrjaldasökum;…”.

Lét Jörundur ekki við orð standa heldur lét hefja smíði skans á Arnarhólskletti í Reykjavík, nefndur Phelpsskans og áætlanir voru um stofnun íslensks hers.  Hér skal kyrrt látið liggja alvörunni á bak við allar þessar fyrirætlanir Jörunds og lögmæti stjórnar hans en hann var greinilega umhugað um að varnir hins ,,nýja ríkis” skyldu verða trúverðugar.

Hins vegar sýndu styrjaldirnar í upphafi 19. aldar að Dönum var um megn að veita Íslandi vernd eða öryggi en um leið að ef Bretar undu óbreyttu ástandi, það er að Danir hafi húsbóndavald á Norður-Atlantshafi, myndu mál lítið breytast.  Þetta ástand olli flestum Íslendingum litlum áhyggjum en þeir höfðu meiri áhuga á að öðlast einhvers konar sjálfstjórn en að stofna her.

Danskir vilja íslenska menn í danska herinn - viðbrögð Íslendinga

Kristín Svava Tómasdóttir skrifaði ágæta B.A. ritgerð í sagnfræði um hugmyndir um varalögreglu á Íslandi en fór jafnframt í hugmyndir um stofnun heimavarnarliðs á 19. öld en eins ætla má, er ekki langur vegur frá varaliði lögreglu til heimavarnarliðs. Sjá slóð hér að neðan. Grípum niður í ritgerð hennar:

"Um miðja 19. öld stakk fjárlaganefnd danska þingsins síðan upp á því að Íslendingar legðu til menn í danska sjóherinn. Sú hugmynd varð ekki að veruleika vegna andstöðu Íslendinga, en það var þeim mjög á móti skapi að íslenskir piltar gengju í danska herinn. Hér má sjá merki um þá þróun sem rakin er í fyrri kafla; danska þjóðríkið varð æ samræmdara en Íslendingar spyrntu við fótum á þeim forsendum að þeir hefðu ævinlega átt í persónulegum tengslum við konunginn og gengist undir skuldbindingar við hann en ekki við dönsku þjóðina. Þessum rökum beittu þeir jafnvel þótt þeir kvörtuðu á sama tíma undan dugleysi Dana við að verja landið.

Þeir voru aftur á móti ekki jafn mótfallnir stofnun íslensks heimavarnarliðs. Slíkt lið var raunar stofnað í Vestmannaeyjum um miðja 19. öld og starfaði í 20 ár. Hlutverk þess var að verja eyjarnar fyrir ágangi útlendinga, efla þrek manna með líkamsæfingum og styrkja framkvæmdavaldið. Þær raddir heyrðust sem vildu koma á fót svipuðu liði í Reykjavík, og í Stykkishólmi gerðu nokkrir betri borgarar árangurslausa tilraun til þess.

Skotfélög voru stofnuð víða um land um svipað leyti, að danskri fyrirmynd. Samkvæmt Þresti Sverrissyni voru dönsku félögin eins konar sambland ungmennafélaga og heimavarnarliða en íslensku félögin sennilega friðsamlegri í anda.118 Þó er athyglisvert að stór hluti þeirra borgara sem voru lögreglunni til halds og trausts í hvíta stríðinu voru einmitt félagar í Skotfélagi Reykjavíkur, enda brigslaði Alþýðublaðið félaginu um að hafa beinlínis verið stofnað í hvítliðatilgangi og þar á bæ hafi menn tekið það upp hjá sjálfum sér að safna liði lögreglunni til aðstoðar."

Þess má geta að afsökun Íslendinga var dæmigerð svar þeirra við kröfur Dana að þeir mættu ekki missa af mannskap. Þegar slík krafa kom 1857 en dönsk stjórnvöld kröfðust af endurreistu Alþingi í fjárlögum 1857 að Ísland útvegaði menn til að gegna herskyldu í flota ríkisins. Íslendingar höfnuðu þessum kröfum vegna "vinnuaflsskort yfir hábjargræðistímann á Íslandi".

Með öðrum orðum tengdu Íslendingar hugmyndir um heimavarnarlið við sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sem og ég geri sjálfur.

Jón Sigurðsson vildi beita pennanum en líka sverðinu

Varnarmál voru Jóni hugleikinn af ýmsum ástæðum en aðallega vegna þess að hann skildi að sjálfstæði þjóðarinnar hélst í hendur við varnir landsins. Ekki hægt að aðskilja þessa hluti. Þetta skildu menn líka um 1900 og Valtýr Guðmundsson var einnig fylgjandi að hér yrðu komnar varnir með auknu sjálfstæði Íslendinga. En það farið er í það í síðari grein minni.

Nútíma Íslendingar hafa lyft Jón Sigurðsson svo hátt á stall að hann er nánast orðinn að Gandhi norðursins. Jón var hins vegar raunsær maður og vissi sem var og er að sjálfstætt ríki yrði að tryggja varnir sínar með ný til komnu frelsi.

Nú þykist ég skynja, samkvæmt skoðanakönnunum að meirihluti Íslendinga vill ekki stofna íslenskan her. Það viðhorf er skiljanlegt enda erum við girt með belti og axlarbönd með veru okkar í NATÓ og varnarsamningnum við Bandaríkin.


Fallvalleiki einkennir heiminn og hernaðarveldið Bandaríkin alveg örugglega ekki til staðar fyrir Ísland um alla eilíf. Hvað gerum við þá?

En rifjum upp hvað Jón Sigurðsson sagði um varnarmál.

Fyrir hið fyrsta er að hann áleit að sérhvert ríki þyrfti á góðum vörnum að halda og sjálfstjórnað land þýddi varið land.

Í öðru lagi kynntist hann hermennsku af eigin raun og vissi út á hvað slík þjónusta gengur enda var það skylda hvers stúdents að ganga í stúdentahersveitir konungs. Þessum hersveitum var komið á fót árið 1807 til að verja Kaupmannhöfn fyrir Bretum.

Í þriðja lagi voru Napóleon styrjaldirnar Íslendingum ferskar í huga enda hafi fámennur hópur undir forystu Jörund hundadagakonung sýnt veikleika danskra varna á Íslandi og getuleysi Dana gagnvart flotaveldi Breta.

Jón Sigurðsson skrifaði einmitt um meint getuleysi Dana í fyrsta tölublaði Nýrra félagsrita árið 1841 og ályktaði að landsmönnum væri hætta búin af þessu getuleysi Danakonungs.

Íslendingum væri nauðsynlegt að fá fulltrúaþing meðal annars í þeim tilgangi að tryggja sér vettvang sem gripið gæti til viðunandi varna eða annarra úrræða til dæmis ef eitthvert ónefnt ríki hernæmi Danmörku sem einmitt gerðist 1940 og Ísland hernumið af Bretum í kjölfarið.

Jón var fylgjandi innlendu fulltrúaþingi sem gæti virkjað samtakamátt þjóðarinnar og gert landið síður fýsilegt en ella fyrir ríki sem legði Danmörku undir sig. Þá virðist Jón hér greinilega hafa séð fyrir sér að þingið stofnaði hér til einhvers konar landvarna.

Árið 1843 skrifaði Jón aftur grein í Nýrra félagsrita um varnarmál. Tók hann dæmi af vígbúnaði Íslendinga fyrr á öldum þegar þeir hefðu ekki verið eftirbátar nokkurrar þjóðar í hernaði og benti á að þessu skeiði hefði lokið með ólögmætri eyðileggingu konungsmanna á vopnabúrum Íslendinga, vopnabroti Jóni Magnússyni sýslumanns.

Jón var svo óánægður með ræktar- og skilningsleysi Íslendinga hvað varðar hermennsku á seinni öldum að hann gat ekki annað en skrifað að Íslendingar hefðu sýnt ræktarleysi, tvídrægni og hvorki meira en minna ragnmennsku margra ættliða...þegar vernda skyldi gagn landsins og verja réttindi þess og frelsi. Tilvitnun: Jón Sigurðsson, "verzlun á Íslandi", Ný félagsrit, III, 1843, bls. 1-127.

Jón ítrekaði að fulltrúaþing Íslendinga væri nauðsynlegt til að tryggja varnir landsins og Íslendingar þyrftu nauðsynlega að taka upp vopnaburð á ný.

Grípum niður í greina og sjáum hvernig Jón teldi landvörnum Íslendinga best hagað í framtíðinni:

"Þess er einkum að gæta að mér virðist um varnir á Íslandi, að þar er ekki að óttast aðsóknir af miklum her í einu, og þar þarf að eins fastar varnir á einstöku stöðum, þar sem mestar eignir og flest fólk er saman komið. Það bera sumir fyrir, að ekki stoði mikið varnir á stöku stöðum, þegar óvinir geti farið á land hvar sem stendur annarstaðar, en þess er að gæta, að útlendir leita fyrst og fremst á hafnir, eða þá staði sem landsmönnum eru tilfinnanligastir, einsog menn sáu á ófriðarárunum seinustu að þeir leituðu á Reykjavík og Hafnarfjörð, og þarnæst, að væri nokkur regla á vörninni yrði hægt að draga saman nokkurn flokk á skömmum tíma hvar sem stæði, þar sem líklegt væri nokkurr legði að landi, og að síðustu, að þó óvinir kæmist á land, þá yrði hægt að gjöra þeim þann farartálma, ef landsmenn brysti ekki hug og samtök, að þeir kæmist skammt á götu, þar er þeir yrði að flytja með sér allt sem við þirfti, og skjóta mætti á þá nær því undan hverjum steini. "Eptir því sem nú er ástatt mætti það virðast haganligast, að menn lærði einúngis skotfimni og þvílíka hernaðar aðferð sem skotlið hefir, eður veiðimenn, og ríður einkum á að sem allflestir væri sem bestar skyttur, og hefði góð vopn í höndum. Smáflokkar af þvílíkum mönnum um allt land, sem vildi verja föðurland sitt og sýna hverra synir þeir væri, mundi ekki verða síður hættuligir útlendum mönnum á Íslandi enn þeir hafa orðið annarstaðar..."

Jón var sem sagt fylgjandi skæruhernaði enda fámennt land og ekki margir hermenn sem stæðu til boða. en svo virðist sem Jón hafi einmitt talið slíkar hernaðaraðferðir henta Íslendingum vel til landvarna.

Jón Sigurðsson gerði sér grein fyrir því að það kostaði töluverða fyrirhöfn að koma upp slíkum liðsafla á Íslandi. Hann hafði ráð undir rifi hverju, því hann lagði til að ungir menn kepptust um að eiga sem bestar byssur og að vera sem markvissastir í skotfimi. Þá myndi mönnum vart þykja tilkostnaðurinn of mikill. Það væri gaman að grafa upp afstöðu Jóns gagnvart Herfylkinguna í Vestmannaeyjum sem komið var á fót í hans tíð. Hef a.m.k. ekki lesið neina grein sem fjallar um það.

Stofnun herfylkingar í Vestmannaeyjum 1857

Einhverjar viðleitni gætti þó hjá Vestmannaeyingum í þessa átt, ef til vill vegna hvatningaorða manna eins og Jóns Sigurðusson en líklegra vegna aðstæðna í Vestmannaeyjum en árið 1853 var skipaður nýr sýslumaður Vestmannaeyja, Andreas August von Kohl, danskur að ætt og kallaður kapteinn.

Sá kapteininn að hér væri grundvöllur fyrir því að stofna varnarsveit eða her heimamanna, þar sem hér eimdi ennþá eftir af ótta fólks við sjóræningja, einkum Tyrki. Fékk hugmynd Kohl um stofnun svonefndrar herfylkingar hinar bestu undirtektir í eyjum. Nokkur ár tók þó að skipuleggja þennan vísir að her og var hann að fullu komið á fót 1857 og var starfræktur til vors 1869. 

Hér skal ekki greint nákvæmlega frá skipan herfylkingunnar  en hún var skipulögð með sama hætti og tíðkaðist með venjulega heri í Evrópu á þessum tíma; með tignarheitum, vopnum, gunnfána og einkennismerkjum.

Markmið herfylkingarinnar var í fyrsta lagi að vera varnarsveit gegn árásum útlendinga.  Í öðru lagi að vera lögreglusveit til að halda uppi aga og reglu á eyjunni. Í þriðja lagi að vera bindindishreyfing og í fjórða lagi að vera eins konar íþróttahreyfing. Líklegt má telja að stöðugur fjárskortur hafi riðið hana til falls að lokum sem og forystuleysi.  Þessi viðleitni til stofnun hers, náði aðeins til Vestmannaeyja. Íslenskir ráðamenn voru þó ekki búnir að gleyma málinu.

Árið 1867 var lagt er fram frumvarp um stjórnskipunarlög fyrir þingið. Í því sagði m.a: ,,Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn föðurlandsins eftir því sem nákvæmar kann að verða fyrirmælt þar um með lagaboði.“

Svo kom að því að sérstök stjórnarskrá fyrir Ísland var lögfest 1874. Í henni var kveðið á um landvarnarskyldu allra landsmanna. Nú fór í hönd landstjóratímabilið og menn héldu áfram að ræða sjálfstæðismál og varnarmál.

En það voru deilur um landhelgismál landsins milli Dana og Breta um aldarmótin 1900 og gangur heimstyrjaldarinnar fyrri sem átti sinn þátt í að svipta hulunni frá augum Íslendinga að hér voru það Bretar sem réðu ferðinni og varnarleysi landsins væri mikið. En hér ætla ég að láta staða numið og hefja mál mitt á ný í síðari grein um þetta málefni.

Hér er ritgerð Kristínar Svövu:

Tengsl lögreglu og ríkisvalds á Íslandi 1921-1935 og stofnun íslenskrar ríkislögreglu

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband