Færsluflokkur: Stríð
Erik Dean Prince (fæddur júní 6, 1969) er bandarískur kaupsýslumaður, fjárfestir, rithöfundur og fyrrverandi SEAL yfirmaður bandaríska sjóhersins og stofnandi einkahernaðarfyrirtækisins Blackwater. Hann starfaði sem forstjóri Blackwater til 2009 og sem stjórnarformaður þar til það var selt til hóps fjárfesta árið 2010.
Óhætt er að segja að hugmyndir Eriks Prince séu ekki hefðbundnar eins og sjá má af meðfylgjandi myndbandi. Þar til dæmis kom hann með hugmyndir hvernig uppræta megi Hamas. Hann kom þremur vikum eftir fjöldamorðin 7. október til Ísraels með víðtæka hugmynd: bora og dæla sjó inn í Gaza-göngin, flæða þau með vatni og þannig neita Hamas um getu til að heyja neðanjarðarhernað. Í því skyni hitti hann háttsetta embættismenn hjá varnarmálastofnun rannsókna og þróunar (DDR&D eða MAFAT), sérsveitardeild Yahalom hersveita bardagaverkfræðideildar IDF og verkfræðinga suðurherstjórnarinnar. IDF, fyrir sitt leyti, byrjaði að reyna að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, en hún var á endanum yfirgefin. IDF hermenn, eins og við vitum, sneru aftur í hefðbundnari bardagaaðferðir og fóru sjálfir niður neðanjarðar og sjá má árangurinn af því, sem er ekki ótvíræður sigur og ómældar þjáningar fyrir óbreytta borgara.
En ætlunin er að fjalla um hugmyndir Prince um "standard army" eða staðalher. Það að hugmynd hans um að fylla jarðgöng Hams sem ná um 300 km, var það enn ein sönnun þess að reglulegir herir og skrifræðiskerfi eiga erfitt með að hugsa út fyrir rammann og starfa á skapandi hátt. Það var líka sönnun þess að hann trúði því að Blackwater, einkaherinn sem hann stofnaði sem hefur sinnt sérstökum verkefnum fyrir Pentagon og CIA, hafi verið brautryðjandi og fyrirmynd.
Hann segir að þó að bandaríski herinn sé nú uppbyggður af sjálfboðaliðum og það sé frábært í sjálfu sér, þá séu atvinnuhermennirnir fastir í viðjum her skrifræðis. Bakgrunnur hermannanna sé einsleitur en svo sé ekki hjá þjóðvarðliðunum bandarísku sem starfa tímabundið og hluta úr ári. Í því liði eru menn starfandi sem rafvirkjar í borgaralegu lífi, lögfræðingar o.s.frv. sem taka þekkingu og lausnir inn í herinn. Þannig hafi bandaríski herinn byggst upp í upphafi og með árangri að þeim tókst að reka Breta, heimsveldið sjálft úr Bandaríkjunum.
En svo eru aðrar hugmyndir hans umdeildari. Prince hefur lagt til að skipta um verulegan hluta bandarískra hermanna á átakasvæðum eins og Afganistan út fyrir einkaverktaka. Hann bendir á að minni liðsauki sérsveita, auk verktaka, gæti náð stefnumarkandi markmiðum á skilvirkari hátt og með minni kostnaði. Til dæmis hefur hann haldið því fram að aðferð hans myndi kosta minna en 20% af 48 milljörðum dala sem varið var árlega í Afganistan.
Hins vegar hafa tillögur Prince sætt verulegri gagnrýni. Andstæðingar halda því fram að það að reiða sig á einkaverktaka veki lagalegar, siðferðilegar og ábyrgðar vandamál. Til dæmis, Sean McFate, fyrrverandi herverktaki, heldur því fram að slíkar áætlanir séu "misráðnar og hættulegar" og undirstrikar möguleikann á auknum atvikum líkt og fjöldamorðin á Nisour Square, þar sem starfsmenn Blackwater drápu 17 íraska borgara.
Hvað um það, hugmyndir hans um og samanburður á staðalher og þjóðvarðlið er nokkuð sem Íslendingar mættu hugleiða er þeir loksins taka af skarið og komi sér upp vopnuðu varnarliði. Þær falla algjörlega að hugmyndum bloggritara sem hefur mælt með að stíga skrefið varlega og koma eigi upp varaliði á stærð við undirfylki. Það má kalla það ýmsum nöfnum, það skiptir svo sem litlu máli, bara að þessar sveitir séu tiltækar þegar á reynir. Það gæti verið fyrr en ætla má.
Stríð | 19.2.2025 | 09:54 (breytt kl. 14:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var ljóst fyrir ofangreindan fund að engin niðurstaða myndi fást úr viðræðunum. Það var heldur ekki líklega ætlunin, heldur að reyna að stilla saman strengi.
Evrópuríkin eru í slæmri stöðu, eru búin að missa sjálfkrafa stuðning aðal aðildarríkisins, Bandaríkin. BNA hafa verið eins og banki sem auðvelt hefur verið að ganga í og fá fé án vankvæða. Nú er öldin önnur.
En hver er ástæðan fyrir allri þessari hörku af hálfu Bandaríkjamanna gagnvart bandamönnum sínum? Jú, Bandaríkjamenn vilja færa herafla sinn að mestu frá Evrópu og til Asíu. Þar telja þeir að næsta stórstyrjöld verði og sú barátti verði tvísýn fyrir Bandaríkjaher. En ekki er hægt að skilja Evrópu eftir varnarlausa, hún er jú líka mikilvæg fyrir varnir Bandaríkjanna og því eru Evrópuríkin tuktug til. Þau eiga að eyða meira og taka meiri ábyrgð svo Kaninn geti fært herafla.
NATÓ í Evrópu mun ekki eiga neinn þátt nema sem áhorfendur að friðarviðræðunum milli Bandaríkjanna og Rússlands (og Úkraínu sem hálf þátttakandi). Þau eru eins og peð sem eru færð til án þess að vita að þau eru bara peð í refskák stórveldanna. Trump er að "plata" með hótunum sínum enginn þorir að reyna á platið.
ESB er marghöfða þurs og sem slíkur veit hann aldrei í hvaða átt hann á að fara. Bandaríki Evrópu (ESB) verður aldrei nema lausbundið bandalag aðildaþjóða en ekki stórveldi. Kannski skárri kostur en að álfuríkin bysa hvert í sínu horni áhrifalaus en á meðan Pax Romana fyrirkomulag er ekki við lýði, og með ótvíræðan valdakjarna (eins og Róm var), er ESB að mestu áhorfandi að eigin örlögum. En þaðan halda íslenskir ESB - sinnar að valdið liggi.
NATÓ er því ekki í hættu né staða Íslands sem er bæði í NATÓ og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Ísland tilheyrir Vesturheimi í varnarmálum, ekki Evrópu. En það þýðir ekki að Ísland sé stikkfrítt. Það mun koma krafa af hálfu bandamanna í Evrópu og frá Bandaríkjunum að Ísland axli meiri ábyrgð í sínum varnarmálum og hætti þar með að vera veiki hlekkurinn.
Það geta Íslendingar gert með eflingu Landhelgisgæslunnar, keypt til dæmis korvettu/freigátu sem herskip og tekið að sér kafbátaeftirlit við landið. Þar með er landið orðið þátttakandi í eigin vörnum.
Stríð | 18.2.2025 | 08:21 (breytt kl. 09:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málefni Grænlands skiptir Íslandi meira máli en ætla mætti. Mikilvægi Íslands hernaðarlega séð hlýtur að minnka ef Bandaríkjamenn koma sér upp fleiri herstöðvar á Grænlandi. Íslendingar hafa verið fastir í þeirri hugsun að mikilvægi Keflavíkur flugvallar vari að eilífu. En svo er ekki og sérstaklega þegar ný tækni kemur fram.
Mikilvægi Keflavíkurflugvallar minnkaði þegar gervihnettir tóku að gegna lykilhlutverki í fjarskiptum og njósnum á sjötta og sjöunda áratugnum.
Í byrjun kalda stríðsins (sérstaklega 19511960) var Keflavíkurflugvöllur lykilþáttur í flughernaði Bandaríkjanna, en með þróun gervihnattatækni og lengri flugdrægni flugvéla minnkaði hernaðarlegt mikilvægi stöðvarinnar.
Með tilkomu gervihnatta á sjötta og sjöunda áratugnum gátu Bandaríkjamenn fylgst með sovéskum hernaðarhreyfingum án þess að reiða sig á landstöðvar eins og á Íslandi.
Sprengjuflugvélar (t.d. B-52) og á endanum eldflaugakerfi gerðu viðveru flughersins á Keflavíkurflugvelli síður nauðsynlega.
Áherslan færðist smám saman frá flugstöðvum í Norður-Atlantshafi yfir í tækni sem gerði kleift að fylgjast með Sovétríkjunum úr mikilli fjarlægð og síðar Rússlandi.
Í raun má segja að mikilvægi hennar var mest á árunum 19511960, en fór svo smám saman minnkandi eftir því sem tæknin þróaðist.
Í dag er aukinn áhugi á herstöðinni vegna "kalda stríðsins" við Rússland en hvað mun gerast er næst verður friðvænlegt eða Kaninn búinn að koma sér upp herstöðvar hinum megin við Grænlandssund? Eins og pólitíkin er í dag stunduð af Bandaríkjastjórn er varhugavert að treysta á stuðning þeirra ef á reynir. Ábyrgðin er í höndum Íslendinga og hefur alltaf verið.
Stríð | 10.2.2025 | 17:48 (breytt kl. 18:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annað hvort er vinstri fjölmiðillinn Heimildin að vakna af værum blundi um varnarmál Íslands eða þetta mál er notað til að gera árásir á stjórn Trumps. Bloggritari sýnist þessi grein vera blöndu af hvoru tveggja. Læt í léttu rúmi liggja pólitísku árásirnar á Trump í greininni, enda er hann auka atriði hvað varðar varnir Íslands til langframa og nær þetta vandamál áratugi aftur í tímann.
Bloggritari hefur varað við í áratugi barnaskap Íslendinga í varnarmálum. Hann hefur furðað sig á þekkingaleysi stjórnmálamanna á geópólitískum raunveruleika sem Ísland hefur búið við alla 20. öldina og fram á daginn í dag. En hann er einfaldur, Ísland er orðið hluti af umheiminum og mun ekki sleppa í næstu Evrópu- eða heimsstyrjöld. Herseta erlendra herja á Íslandi frá 1940 til 2025 hefur aðeins fengið stjórnmálamennina til að stinga hausinn í sandinn og úthýst vandann til erlendra herja.
"Þá er heimsmynd mín hrunin," sagði Sóley Kaldal, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur, þegar forseti Bandaríkjanna, leiðtogi hins vestræna heims, "þegar hann er farinn að hóta yfirtöku landsvæða bandalagsríkja þá er fátt eftir sem við getum treyst á."
Undanfarna áratugi hefur varnarmálum Íslendinga verið úthýst til Bandaríkjanna, í gegnum varnarsamning ríkjanna og aðild að Atlantshafsbandalaginu, þar sem Bandaríkin eru burðarstoðin. Eins og núverandi utanríkisráðherra benti á í umræðum á Alþingi árið 2022 þá er varnarsamningurinn einn af hornsteinum Íslendinga þegar kemur að þjóðaröryggi og hann er frá árinu 1951. "Aðstæður eru verulega breyttar," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem vildi skýr ákvæði um verkferla og ábyrgð á ákvörðunatöku, ef til þess kæmi að það þyrfti að virkja aðstoð Bandaríkjanna. Það er ekki skýrt í dag. Það ógnar öryggi okkar Íslendinga."
Varnarleysi Íslendinga og menn sem eru truflaðir af valdi
"Alþjóðastofnanir væru veikar og agavaldið lítið. Þegar ríki brjóta alþjóðalög er ekkert lögregluvald og takmarkað dómsvald segir annars staðar í greininni. Réttmæt er gagnrýnin á skipun sendiherra Íslands til Washingtons en Bjarni Benediktsson skipaði óreynda aðstoðarmann sinn í sendiherra stöðu þarlendis. Þetta er mikið stílbrot, því að þessi sendiherrastaða er talin mikilvægust í utanríkisþjónustunni og aðeins þrautþjálfaðir sendiherrar eftir áratuga starf, fara á þennan póst.
Aðstoðarmaðurinn mun vera eins og vax í höndum Trumps ef hann rekur augun á Ísland á landabréfakorti og krefst breytina.
Fyrsta spurning hans væri: "Why aren´t Icelanders paying their fair shares in defending Iceland? Why are you only spending 0,06% of Icelandic GDP in defences? And letting us pay for everything?" Svo kæmu kröfurnar sem væru svimandi miklar fyrir Íslendinga.
Bloggritari hefur lengi varað við að treysta á erlent stórveldi sem koma og fara.
"Ísland er ekki hlutlaust land," sagði fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Ísland hefði tekið afstöðu með veru sinni í Atlantshafsbandalaginu. Á sama tíma er Ísland veikasti hlekkurinn í varnarkeðju Vesturlanda segir í greininni.
Svo kemur þetta sem er athyglisvert en lengi vitað hjá þeim sem spáð hafa í spilin: "Stjórnmálafræðingur sem sér um að hanna stríðsleiki fyrir Atlantshafsbandalagið, dr. David Banks við Kings Collage London, teiknaði þetta upp í samtali við Heimildina síðasta sumar. "Hver sá sem stjórnar Íslandi er líka að stjórna hafinu í allar áttir í hundruð kílómetra. Þú getur notað það sem risavaxna flugbraut til að hafa yfirráð yfir loftinu og allri skipaumferð á hafinu." Árás á Ísland gæti einnig haft áhrif á birgðaflutninga á milli heimsálfa. Þið eruð á mikilvægum stað á kortinu, sem er væntanlega ástæða þess að NATO vill hafa ykkur í bandalaginu, til að hafa aðgang að flugvellinum ykkar, en það gerir ykkur að skotmarki."
Það er ekkert nýtt að líkja Íslandi við flugmóðuskip í miðju Norður-Atlantshafi. Það gerði Winston Churchill fyrst. En hvaða ákvarðanir ætla Íslendingar að taka í varnarmálum sínum? Líklega engar. Skrifaðar verða skýrslur, fleiri skrifstofumenn ráðnir til að sýslast með varnarmál.
Fyrsta skrefið væri að efla Landhelgisgæsluna, enda er Ísland eyríki. Skrifa ný lög um hana og gera hana að sjóher á stríðstímum. Þannig getum við fengið fjármagn frá NATÓ til að reka hana sómasamlega. Kaupa 1-2 herskip.
Einnig getum við tekið yfir kafbátaeftirlitið í kringum Ísland og enn og aftur borgar NATÓ reikninginn eins og það gerir varðandi ratsjárstöðvarnar fjóru og fjármögnun hernaðar mannvirkja á landinu.
Komið upp heimavarnarliði sem kalla má ýmsum nöfnum; Heimavarnarlið, Þjóðvarðlið eða bara Varnarliðið. Stærð: undirfylki eða um 250 manns.
Og síðan en ekki síst þurfum við loftvarnarkerfi sem Bandaríkjamönnum dettur ekki í hug að bjóða Íslendingum. Fyrstu varnir þeirra snúast um þá sjálfa! Að verja Keflavíkurflugvöll en það er gert með að senda herþotur frá austurströnd Bandríkjanna til Íslands. En ekkert er hugsað um varnir byggða á Suðurlandi né viðbrögð við árás hryðjuverkahóps eða hemdarverkahóps / sérsveita erlendra herja sem munu sem sitt fyrsta verk vera að eyðileggja innviði landsins og skera á sæstrengi eins og hefur verið gert í Eystrasalti. Getur Landhelgisgæslan varið sæstrengina sem liggja til Íslands? Þarna væri íslenska "Varnarliðið" nauðsynlegt og gæti brugðist við á innan við klst.
Bloggritari sá þáttaröð um Landhelgisgæsluna. Einn þátturinn fjallaði um sprengjusveit hennar sem hefur gefið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir fagmennsku. Í þættinum voru menn hálf afsakandi að hún væri til. En hún þarf að vera til. Sviss hefur ekki tekið þátt í stríði í árhundruð en er samt með einn öfugasta her Evrópu og sama átti við um Svíþjóð sem hefur ekki tekið þátt í stríði í árhundruð. Þú tryggir ekki á eftir á eins og segir í auglýsingunni.
Stríð | 8.2.2025 | 11:08 (breytt kl. 11:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Trump spilar á heimsbyggðina eins og á píanó. Hann ætlar að setja met í aðgerðum á fyrstu 100 dögunum í starfi. Með öðrum orðum ætlar hann að hreinsa skrifborðið af óleystum vandamálum á "blitzkrieg" hraða.
Hann hótar og lofar þar til hann nær sínu fram en hann blekkir líka til að fá ákveðna niðurstöðu. Gaza er 80 ára gamalt vandamál sem Egyptar, Ísraelar og Palestínumenn hafa verið að fást við án árangur.
Með því að hóta að breyta Gaza í Ibisa eða Costa del Sol svæði, án Palestínumanna, er hann að hóta þeim, fólkinu sem kýs yfir sig Hamas, að hætta því. Það er stórfurðulegt þegar haft er í huga að Gaza er rústir einar, að fólk skuli (karlmenn) skuli ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin í þúsunda tali. Af hverju? Jú, hugmyndafræði er svo sterk og hatrið það mikið. Sama átti við um nasistanna í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, gömlu nasitarnir hættu aldrei að vera nasistar og voru það til dauðadags. Þrátt fyrir að Þýskaland væri rjúkandi rústir og milljónir manna látnar.
Það tókst að uppræta öfgahyggju í Japan og Þýskalandi með hersetu og nýja innrætingu og búa til lýðræðisríki. Á meðan fólkinu í Gaza er ekki kennt að búa í lýðræði og búa í friði, verður stöðugur ófriður. Minni á að Gaza var undir stjórn Egypta frá 1948-1967 þegar Ísraelar hernámu svæðið í sex daga stríðinu. Ábyrgð þeirra er einnig mikil og í raun alls svæðisins að taka á þessum vanda.
Stríð | 5.2.2025 | 12:35 (breytt kl. 13:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Donald Trump ýjar að því að aðildarþjóðir NATÓ greiði allt 5% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Fyrir Ísland, sem eitt aðildarríkja NATO, myndi það þýða að útgjöld ríkisins til varnarmála yrðu rétt um 216 milljarðar króna sem myndi þýða verulega hækkun útgjalda til þessa málaflokks.
Krafa Trumps um að aðildarþjóðir NATÓ greiði 2% er alls ekki ósanngjörn, því að þær samþykktu árið 2014 að hækka framlög sín upp í 2% fyrir árið 2024.
Sem stendur hafa tveir þriðju hlutar meðlima þess (23 af 32) staðið við þessa skuldbindingu og munu sameiginlega eyða 1,47 billjónum dollara í varnarmál á þessu ári. Þetta er meira en aðeins 10 lönd sem uppfylltu 2 prósent viðmiðunarregluna árið 2023 og þrjú lönd sem stóðu við skuldbindinguna árið 2014. Þetta er í dag hið almenna viðmið NATO um útgjöld til varnarmála.
Flest aðildarríkja NATO hafa hækkað útgjöld til varnarmála síðan Rússland réðst inn í Úkraínu 2022. Nú nær meirihluti þeirra tveggja prósenta viðmiðinu en ekkert þeirra, þar með talið Bandaríkin sjálf, eyða fimm prósentum, eða meira, af vergri landsframleiðslu í varnarmál.
Ljóst er að Ísland nær ekki tveggja prósenta viðmiðinu en sumir íslenskir stjórnmálamenn, til að mynda Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem lét af embætti utanríkisráðherra í síðasta mánuði, hafa sagt nauðsynlegt að íslenska ríkið auki útgjöld til varnarmála.
DV skoðaði málið í vikunni og það segir:
"Þegar skoða á hversu mikið íslenska ríkið eyðir í varnarmál fer það eilítið eftir hvað miðað er við. Í fjárlögum ársins 2025 kemur fram að framlög til samstarfs um öryggis og varnarmál (sem er kóðorðið fyrir varnarmála framlög) verði 6,8 milljarðar króna og í fylgiriti með fjárlögunum er þessi útgjaldaliður einfaldlega kallaður varnarmál. Framlag til stofnunarinnar NATO er 213 milljónir en það er flokkað undir samingsbundin framlög vegna alþjóðasamstarfs.
Þessir útgjaldaliðir heyra undir utanríkisráðuneytið en inn í þessum tölum er hins vegar ekki rekstur Landhelgisgæslunnar sem gegnir stóru hlutverki við varnir hins herlausa Íslands, til að mynda með ratsjáreftirliti og við að verja landhelgina, en hún heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Framlög til hennar í fjárlögunum eru 8,2 milljarðar króna.
Hagstofan hefur ekki gefið út tölur um hversu mikil í heild verg landsframleiðsla var á árinu 2024 en árið 2023 var hún 4.321 milljarður króna. Fimm prósent af þeirri upphæð eru 216 milljarðar en tvö prósent eru 86,4 milljarðar.
Séu þessir útgjaldaliðir lagðir saman verður því ljóst að íslenska ríkið er töluvert frá því að uppfylla tvö prósent viðmiðið, hvað þá hið nýja fimm prósent viðmið Bandaríkjaforseta. Eigi síðarnefnda viðmiðið að nást þyrfti íslenska ríkið því að meira en tífalda útgjöld til varnarmála."
Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Nú er spurning hvort að Trump láti Ísland í friði, þar sem það hefur hækkað framlög sín jafnt og þétt, þótt ekki sé náð 2% markmiðinu. En ljóst er að Bandaríkjamenn eru að skoða allan heiminn og öllum steinum velt. John Kennedy öldungardeildarþingmaður er t.a.m. að hvetja Trump að koma í veg fyrir að Bretar afhenti smáeyjuna Chago í Indlandshaf til Máritíus en þar hafa Bandaríkjamenn mikilvæga herstöð.
Trump 2.0 er annað dæmi en Trump 1.0. Hann þarf ekki að berjast fyrir endurkjöri og það má sjá strax í verkum hans. Trump veit að andstæðingarnir eru uppgefnir, hafa reynt að fangelsa hann og lagt á hann embættisafglapa ákærður án árangurs. Repúblikanar ráða ríkjum á Bandaríkjaþingi næstu tvö árin, hafa meirihlutann í Hæstarétti Bandaríkjanna og stjórn Trumps er skipuð dyggum stuðningsmönnum hans. Umboð hans er því algjört.
Stríð | 24.1.2025 | 08:57 (breytt kl. 13:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Friðar ríkið svokallaða Ísland, hefur gert þau reginmistök sem örríki á aldrei að gera; það er að skipta sér með beinum hætti af stríðsátökum stórvelda.
Það gerði fyrrverandi ríkisstjórn er hún ein vestrænna ríkisstjórna ákvað að slíta de facto stjórnmálasamskipti við Rússland. Og það þrátt fyrir að þau hafa aldrei verið slitin í kalda stríðinu og var komið á, í lok heimsstyrjaldar og það við harðstjórann og fjöldamorðingjann Stalín. Þetta hafa Rússar tekið eftir og ekki gleymt.
Nú hafa leiðtogar stríðandi aðila ákveðið að tala saman og fara í friðarviðræður. Hið einstæða tækifæri fyrir Ísland að komast í sögubækurnar á ný, með því að bjóða Ísland og þar með Höfða á ný, sem fundarstað, er ómögulegt að bjóða. Ástæðan er einföld, það eru engin stjórnmálasamskipti milli Rússlands og Íslands þessi misseri. Ekkert sendiráð starfrækt í Reykjavík eða Moskvu og engir diplómatar sem geta gengið á milli. Slík var "stjórnviskan" á ríkisstjórnarheimili fyrrum ríkisstjórnar.
Í stað þess að mótmæla innrás Rússlands og láta þar við sitja, ekki slíta "talþræðinum" í gegnum diplómatískum leiðum, ákvað Ísland að taka beinan þátt í stríðinu í Úkraínu með vopnasendingum þangað. Þannig að það var ekki nóg að slíta samskiptunum, það varð líka að vopna annan stríðsaðilann. Nú er hér ekki verið að bera blak af innrásastríði Rússa gegn Úkraínu, þetta er skítastríð sem hefði mátt koma í veg fyrir ef diplómatarnir hefðu sinn vinnu sinni sem og stjórnmálamennirnir.
Það verður fróðlegt að sjá hvar þjóðarleiðtogarnir mætast, það verður örugglega ekki á Íslandi!
Stríð | 11.1.2025 | 09:14 (breytt 12.1.2025 kl. 00:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir leiðtogar, sem skipta máli hvað varðar friðarferli í Úkraínu stríðinu eru farnir að undirbúa sig undir friðarviðræður. Evrópuleiðtogarnir skipta engu máli, enda engir alvöru stjórnmálaskörungar til í Vestur-Evrópu.
Zelenskí er tilhneyddur enda blankur, Pútín vegna þess að hann er líka blankur en líka vegna þess að hann kemst varla mikið lengra með stríðsbrölti sínu og er úrvinda og Trump vegna þess að hann ætlar að láta minna sig sem maðurinn sem stillti til friðar í stærsta stríði Evrópu síðan seinni heimsstyrjöldin var og hét. Friðarviðræður eru í þessum töluðum orðum í undirbúningi.
Annað hvort ná menn saman við samningsborðið fljótt og örugglega eða engin niðurstaða færst en þá mun nátttúran taka við og koma á friði með vorleysingjum sínum. Efast um að menn nenni að taka upp þráðinn eftir það og láti þá víglínurnar vera eins og þær voru fyrir vorkomuna.
Að lokum varðandi hitt stríðið sem heimsbyggðin er að horfa á, stríð Ísraela við nágranna sína, þá er athyglisvert að Ísraelar eru ekki farnir af stað með árásir á Íran. Eru þeir að bíða eftir Trump?
Stríð | 10.1.2025 | 13:04 (breytt kl. 13:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert lát er á tveimur styrjöldum sem heimsbyggðin er með augun á. Það er stríðið í Gaza, sem er orðið að svæðisstríði, því Ísraelar berjast í Sýrlandi, Íran, Jemen, Líbanon, Gaza og Vesturbakkanum. Hitt stríðið er stríðið í Úkraínu sem er umfangsmeira og meira í átt að stríði milli tveggja ríkja - í fullum skala. 21. aldar stríð.
En það eru átök annars staðar, svo sem átök milli Afganistan og Pakistan. Frá árinu 2024 hafa verið viðvarandi átök milli afganskra hersveita talibana og pakistanska hersins meðfram landamærasvæðum. Þessi átök hafa falið í sér árásir yfir landamæri og svæðisdeilur, sem stuðlað að óstöðugleika á svæðinu.
Houtínar (e. Houthi) í Jemen hafa bætt Ísrael á verkefnalista sinn en menn gleyma að borgarastyrjöldin í Jemen er viðvarandi, milli uppreisnarmanna Hountínar og alþjóðlega viðurkennda ríkisstjórn, ásamt bandamönnum þeirra, halda áfram að taka þátt í hernaði. Mannúðarkreppan á svæðinu er enn alvarleg.
Svo er mikil spenna á Kóreuskaga. Þrátt fyrir að ekki sé um allsherjar stríð að ræða, þá er aukin spenna og hernaðarleg staða milli Norður- og Suður-Kóreu, ásamt alþjóðlegum áhyggjum vegna kjarnorkustarfsemi Norður-Kóreu, áframhaldandi veruleg hætta fyrir svæðisbundinn stöðugleika.
Óstöðugleiki á Sahel svæðinu heldur áfram. Lönd á Sahel-svæðinu í Afríku, þar á meðal Malí, Níger og Búrkína Fasó, búa við yfirstandandi átök þar sem herskáir hópar, stjórnarher og staðbundnir vígamenn taka þátt. Þessi átök hafa leitt til mannúðarkreppu og landflótta. Í raun hefur ríkt ófriður á svæðinu síðan ríkin fengu frelsi frá nýlendustjórn.
Pólitísk ólga er í Moldóvu. Hún stendur frammi fyrir innri pólitískri ólgu, með spennu sem gæti mögulega magnast yfir í víðtækari átök, undir áhrifum frá ytri þrýstingi og innri sundrungu.
En eftir sem áður eru augu heimsbyggðarinnar á fyrst greindu stríðin tvö. Eins og staðan er í dag, virðist fjara undan stríðinu í Úkraínu, þótt átökin í dag séu mikil og hafi magnast. Ætla má að menn séu að styrkja samningstöðu sína áður en Trump tekur við. Þegar hann er kominn til valda, eru í raun allir þrír aðilar stríðsins tilbúnir í friðarviðræður. Pútín hefur lýst yfir vilja til friðargerðar, Zelenskí líka (líklega nauðugur því hann veit að Trump ætlar að skrúfa fyrir peningakrananum). Eindreginn friðarvilji hans getur skemmt aðeins fyrir friðarviðræðum, því að Pútín kann að ganga á lagið. Trump verður því að nota ásana á hann. Það er því líklegt að stríðið haldi eitthvað áfram fram á vor, en þá hefjast leysingar og þá ómögulegt að berjast á vígvellinum.
Annað með stríð Ísraela við nágranna sína, fjær og nær. Það er nær því að starta þriðju heimsstyrjöldina en stríðið í Úkraínu. Skil ekki hvaða stefnu utanríkisráðherra hefur gagnvart stríðunum tveimur. Ef litið er á mannfall, er Úkraínu stríðið tífalt umfangsmeira og nær okkur enda háð í Evrópu. Það ætti því að vera forgangsatriði hans (hennar) að stöðva það stríð.
Sjálfsagt að mótmæla dráp borgara, í báðum stríðum en það er ekki stefna. En hvernig getur sú stefna verið? Jú, nota diplómatískar leiðir eða senda beint skilaboð frá Utanríkisráðuneytinu um að Ísland hvetji að stríðandi aðilar slíðri sverðin strax í dag. Auðvitað verður slíkum skilaboðum hent beint í ruslið, en ekki áður en viðkomandi aðili verður að lesa skilaboðin! Vatnið holar steininn. Þegar ríki telur sig vera að verja tilveru sína, er ekki hlustað á kvak einhvers staðar norður í ballarhafi. Ískaldur raunveruleiki vígvallarins fær menn til að taka "réttu ákvarðanir".
Að lokum, Ísraelar munu nota þetta einstaka tækifæri sem þeir hafa nú, þegar loftvarnir Írans eru í lamasessi eftir loftárásir þeirra, að ráðast annað hvort á kjarnorku stöðvar þeirra og/eða olíumannvirki. Ef ráðist er einungis á kjarnorku stöðvar, er það til að tryggja öryggi Ísraels en ef ráðist er á olíumannvirki er það til að gera ríkið gjaldþrota og efna til innanlandsátaka. Íran er illa statt efnahagslega og klerkastjórnin óvinsæl. Það að Ísraelar séu ekki farnir af stað núna, bendir til að þeir séu að bíða eftir Trump. Þótt þeir hafi fengið $8 milljarða í hernaðaraðstoð frá Biden, hefur hann samt verið á brensunni.
Megi friður ríkja sem mest á árinu 2025.
Stríð | 6.1.2025 | 09:33 (breytt kl. 14:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggritari horfði á tvær kvikmyndir um jólin sem fengu hann til að hugsa.
Annars vegar kvikmyndin Margarete den förste, og hins vegar Numer 24. Fyrri myndin fjallar um fyrsta kvennleiðtoga Norðurlanda, Margréti fyrstu og sameiningu Norðurlanda í eitt ríkjasamband, Kalmarsambandið (1397-1523).
Það var mjög óvenjulegt að svona stórt svæði skuli hafa sameinaðst undir eina stjórn en nauðsynin var mikil. Ægivald Þjóðverja í formi Hansasambandsins var mikið og stöðugt, innrásar hætta var fyrir hendi ef Norðurlandabúar sameinuðust ekki í eina heild. Meiri segja var leitað til Englands með giftingu til að styrkja stöðuna enn frekar. Svo hvarf máttur Hansasambandsins og Kalmarsambandið enda einstaka ríki, eins og Svíþjóð orðin öflug herríki.
Síðari myndin, á einnig að vera sannsöguleg, fjallar um norskan andspyrnumann í seinni heimsstyrjöldinni sem var svo ákveðinn að verja frelsi Noregs og Norðmanna, að hann hikaði ekki við að láta taka vin sinn af lífi fyrir uppljóstrun. Það var margt sem aðalsöguhetjan sagði sem er umhugsunarvert. Hann neitaði sér um alkóhól, konur, skemmtanir og sagði það væri enginn tími fyrir slíkt fyrr en eftir stríð og frelsið komið í höfn. Á meðan væri hann ófrjáls maður með innrásarlið yfir sér og landið hersetið. Enn voru það Þjóðverjar sem ógnuðu frelsi og öryggi Norðmanna.
Það er nefnilega ekki lengra en svo að til er margt fólk sem upplifði seinni heimsstyrjöldina og ragnarökin sem áttu sér stað þar. Norðmenn, Danir og í raun öll smáríkin í Evrópu lærðu þá lexíu sem situr enn í Evrópumönnum. Þeir vita að friðurinn er brothættur og alltaf er hætta á að stórveldið komi með innrásarherinn og fari yfir landamærin og hertaki.
Rússagrýlan sem okkur Íslendingum finnst stundum vera orðum aukin er raunveruleg í huga fólks, þótt líkurnar séu ekki miklar á allsherjarstríði. Rússar sem sjálfir eru helteknir af ótta um innrás í gegnum Pólland eða Úkraínu, hafa farið mörgum sinnum sjálfir inn í Vestur-Evrópu og hertekið eitt og annað. Það er nefnilega engin einstefna í gegnum hliðin tvö. Svo má sjá þetta í viðbrögðum Pólverja í dag sem eru ansi ýkt en skiljanleg í ljósi sögunnar. Eftir kalda stríðið gleymdu Evrópumenn sér í fögnuði og vanræktu varnir sínar en eru núna komnir niður á jörðina aftur. Voru einfaldlega þvingaðir til þess.
Þetta skilja Íslendingar ekki, enda aldrei hersetið af erlendri og fjandsamlegri þjóð. Ef nasistarnir hefðu hertekið Ísland, hefði margur Íslendingurinn verið sendur í fangabúðir, á vígstöðvarnar, píntaður eða drepinn. Þjóðarminnið getur varið í hundruð ára og landafræðin breytist ekki, þótt landamæri færist til eða frá. Íslendingar hafa hingað til aðeins fengið smjörþefinn af valdabröltinu í Evrópu. En næst verðum við með, hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Stríð | 3.1.2025 | 08:33 (breytt kl. 08:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020