Færsluflokkur: Stríð

Sögur af tveimur stríðum - Gasa stríðinu og Úkraínu stríðinu

Í dag eru mörg átök í gangi sem ekki fer hátt um. Mestu athyglina fá stríðin í Úkraínu og á Gasa. Það er skiljanlegt í ljósi þess að þessi átök geta breytts út.  Mjög erfitt er fyrir leikmann að átta sig á hvernig ástandið er í báðum stríðum.  Sannleikurinn verður alltaf fyrstur undir í fréttum.  Það  er kannski ekki fyrr en stríðsátökum er lokið, að heildarmynd næst og stundum aldrei.

Mannfall í stríðunum

Svo er til dæmis farið með tölur um mannfall í báðum stríðum. Í Úkraínu er mannfallið sagt vera frá 100 þúsund manns til 500 þúsund manns. Það er ansi ónákvæmlega áætlað.  Þetta bendir til að menn sé með ágiskanir. Eins er farið með mannfall á Gasa. Prófessor í tölfræði, Abraham Wyner, The Wharton School of the University, segir að mannfallstölur heilbrigðisstofnunar Gasa geti ekki verið réttar.  Hann segir: "In fact, the daily reported casualty count over this period averages 270 plus or minus about 15%. This is strikingly little variation. There should be days with twice the average or more and others with half or less."

 
Ef heilbrigðisyfirvöldin eru að ýkja fréttir af mannfalli, er það góðar fréttir. Það er gott að færri séu að láta lífið. Og vonandi hafa þeir sem eru með tölur upp á hálfa milljón manns, fallið í stríðinu í Úkraínu, rangt fyrir sér. Vonandi er talan nærri 100 þúsund manns, sem er auðvitað hundrað þúsund manns of mikið.  Þetta stríð var algjörlega hægt að koma í veg fyrir.
 
Gangur stríðana og stríðslok
 
Sama og með mannfallið, erfitt er að átta sig á gangi stríðana. Það virðist þó vera að draga til tíðinda og lok beggja stríða innan seilingar á árinu. Byrjum á Gasa.
 
Gasa stríðið:
 
Stríðið á Gasa er búið að standa yfir síðan 7. október 2023. Hátt í hálft ár. Ljóst er að mestu átökin eru að baki. Meirihlutinn af Gasa er nú undir stjórn Ísraelhers en Hamas er enn ekki búið að vera.
 
Þó að bardagamáttur Hamas hafi mikið minnkað, þar sem umtalsverður hluti bardagasveita þeirra er látinn eða særður, virðist Hamas enn hafa getu til að starfa sem heildstæð stofnun og myndi líklega geta náð aftur yfirráðum yfir Gaza-svæðinu ef Ísrael yfirgefði svæðið.

Bardagamenn Hamas geta enn gert árásir á hluta Gaza sem Ísraelar lögðu undir sig á upphafsstigi innrásarinnar og liðsmenn þeirra skjóta upp kollinum á norðursvæðinu til að tryggja að þeir fái allt sem þeir vilja frá hjálpartrukkum.  Á sama tíma hefur Ísraelher dregið varahersveitir frá bardagasvæðinu og notar aðeins fastaherlið í átökunum sem eru lítil í samanburði við upphaf átakana. Enn er Hamas ósigrað í Rafah.
 
Lok átakana fer eftir pólitískum vilja en ekki úrslitum á vígvellinum. Þau átök eru ráðin. En Netanyahu er andvígur því að ræða framtíðarsýn sína um hver muni koma í stað Hamas og segir aðeins að hann muni ekki framselja vald til palestínskra yfirvalda sem hann vantreystir og að Ísraelar muni halda fullu öryggiseftirliti.
 
Í janúar kynnti varnarmálaráðherrann Yoav Gallant almenna framtíðarsýn fyrir Gaza þar sem hann kallaði eftir fjölþjóðlegum aðgerðahópi, undir forystu Bandaríkjanna í samstarfi við evrópskar og hófsamar arabaþjóðir, til að taka ábyrgð á stjórnun borgaralegra mála og efnahagslegri endurreisn ströndarinnar. Palestínsk yfirvöld á staðnum myndu sjá um daglegan rekstur þjónustunnar.
 
Að lokum: Svo lengi sem stjórn Netanyahu er við völd, verður ekki samið um varanlegt vopnahlé né frið, nema fullur sigur náist.
 
Úkraínu stríðið:
 
Snúum okkur að Úkraínustríðinu.  Bloggritari hefur spáð tap hers Úkraínu frá upphafi stríðsins. Venjulega bíður rússneski herinn aðeins ósigurs í orrustum en almennt vinna Rússar stríðin á endanum, yfirleitt með miklu mannfalli og látum. Tapið í fyrri heimsstyrjöld má rekja til upphafs borgarastyrjaldar þar í landi og það þarf að fara aftur til 19. aldar til að sjá ósigur í stríði, þ.e. Krímstríðið og bæta má við flotastríðs tapið fyrir Japönum 1905.  Lítum á stríð sem Rússar hafa háð síðastliðin 400 ár.
 
Vandræða tímabilið (1598–1613). Rússland upplifði innri deilur og ytri innrásir á þessu tímabili. Átökunum lauk með stofnun Romanov-ættarinnar árið 1613.

Hið mikla norðurstríð (1700–1721). Rússland, undir forystu Péturs mikla, var hluti af bandalagi gegn Svíþjóð. Stríðinu lauk með Nystad-sáttmálanum árið 1721, sem leiddi til landvinninga fyrir Rússland.

Rússnesk-tyrknesku stríðin (margföld átök á tímabilinu 17.–19. öld). Rússland átti í nokkrum átökum við Ottómanaveldið. Niðurstöðurnar voru mismunandi, en Rússland náði í sumum tilfellum umtalsverð landsvæði.

Napóleonsstyrjaldirnar (1812). Rússar urðu fyrir ósigri í upphafi en stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar í innrás Napóleons í Rússland.

Krímstríðið (1853–1856). Rússland var sigrað af bandalagi Frakklands, Bretlands, Ottómanaveldis og Sardiníu. Parísarsáttmálinn árið 1856 leiddi til landataps fyrir Rússland sen þeir hafa reyndar tekið til baka er þeir tóku Krímskaga aftur 2014.

Rússneska-japanska stríðið (1904–1905). Rússar urðu fyrir verulegum ósigrum gegn Japan, sem leiddi til Portsmouth-sáttmálans árið 1905, sem framseldi landsvæði til Japans. Síðan þá, hafa þeir tekið umtalsverð landsvæði af Japan, síðast í seinni heimsstyrjöldinni, t.d. Kúríleyjar.
 
Fyrri heimsstyrjöldin (1914–1918). Rússar drógu sig út úr stríðinu í kjölfar rússnesku byltingarinnar 1917. Brest-Litovsk-sáttmálinn 1918 leiddi til landataps fyrir Rússland.

Rússneska borgarastyrjöldin (1918–1922). Rauði herinn, undir forystu bolsévika, stóð uppi sem sigurvegari, sem leiddi til stofnunar Sovétríkjanna.

Vetrarstríðið (1939–1940). Sovétríkin stóðu frammi fyrir í fyrstu áföllum gegn Finnlandi en náðu að lokum landsvæði eftir friðarsáttmálann í Moskvu árið 1940.
 
Heimsstyrjöldin síðari (1939–1945). Sovétríkin, hluti af bandamönnum, gegndu mikilvægu hlutverki við að sigra Þýskaland nasista.  Landsvæði sem Sovétríkin náðu undir sig voru Austur-Pólland, Eystrasaltsríkin (Eistland, Lettland, Litháen), hlutar Finnlands, hlutar austurhluta Þýskalands, þar á meðal Austur-Prússland og hlutar Tékkóslóvakíu.

Afganistanstríðið (1979–1989). Sovétríkin stóðu frammi fyrir áskorunum heima fyrir og drógu sig að lokum til baka, þar sem átökin stuðla að upplausn Sovétríkjanna.
 
Nú er Úkraínu stríðið í gangi en það hófst 2014. Rússar hófu átök í Úkraínu með n.k. staðgengilsstríði í Donbass svæðinu en tóku Krímskaga grímulaust. Vegna mistaka og veikleika í stjórn Joe Bidens, hóf rússneski herinn innrás í Úkraínu 2022 og bjóst við sigurgöngu, stráðum blómum og fangaðarlátum íbúa. Markmiðið var Kænugarður. Eftir hörmulegt afhroð, dró herinn sig til baka og hóf hernað í Austur-Úkraínu. Eins og í öllum fyrrum stríðum, gerðu rússneskir hershöfðingjar mistök en þegar þetta er skrifað er herinn í sókn og viðist ætla að vinna stríðið á vígvellinum.  Ef ekki, þá þurfa þeir aðeins að vera þolinmóðir, því vesturveldin, líkt og alltaf, þrýtur þolinmæðin og gefast upp. Þau hætta að senda peninga og vopn og pólitísk andstaða eykst með hverju degi. Það er nokkuð ljóst að staðgöngustríði Bandaríkjanna í Úkraínu lýkur með valdatöku Trumps, ef hann kemst til valda.
 
Nú þegar eru menn farnir að ljá máls á friðarviðræðum. En Úkraínumenn er þjóskir og vilja ekki viðurkenna neitt landatap.  Spurning er hvort þeir vinni frekar í friðarsamningaviðræðum en á vígvellinum? Erfitt er að trúa að Pólland og Ungverjaland, sem bæði eru í NATÓ, taki þátt í að skera upp landið og taki til sín landsvæði. Rússar eru hins vegar líklegri að sitja á sínum landvinningum enda skiptir engu máli hvað Vesturveldin gera, þau hafa reynt allt til að hnésetja Rússland en án árangurs. Rússar þurfa ekkert á Vesturlönd að halda lengur.
 
Úkraínu stríðið ásamt endalokum hnattvæðingarinnar sýnir nú nýjan veruleika, heim sem er skipt upp í valdablokkir og Vesturveldin ekki endilega í þeirri sterkustu.
 
Nokkrar hugleiðingar í lokin
 
Hvaða lærdóm getum við dregið af sögunni? Jú, Rússland hefur verið í landasókn síðan Ívar grimmi var uppi og hét. Afleiðingin er að stærsta ríki heims varð til. Rússneski herinn hefur yfirleitt unnið stríð sín, en með miklum fórnum. Veikleikar eru í vörnum Rússlands. Búið er að setja tappann í varnarvegg ríkisins í Kákasus hlutanum en tvær innrásarleiðir eru enn færar inn í landið; gegnum landamæri Póllands og í gegnum Úkraínu. Nasistarnir fóru báðar leiðir í seinni heimsstyrjöldinni og tókst næstum ætlunarverk sitt. Hinn veikleikinn eru hinu löngu landamæri við Kína. Landfræðilega séð eru Kínverjar mun hættulegri en Evrópubúar. Rússar eiga bara eitt svar við því en það er kjarnorkuvopna her sinn. Þeim verður beitt ótvírætt ef Kínverjar gera innrás og það vita þeir síðarnefndu.
 
Ísraelmenn hafa líka sýnt staðfestu í stríðum sínum og ávallt unnið á endanum. Þeir hafa ekki efni á að tapa einu einasta stríði, því þá verður ríkinu eytt fyrir fullt og allt. Þetta skilja Ísraelmenn og hafa því verið einbeittir í sínum stríðsaðgerðum hingað til. Bæði ríkin hafa getu til að há landamærastríð, eru svæðisbundin stórveldi en ekkert meira. Þess vegna hika Ísraelar við árásir á Íran, hafa varla getu í það. Og Rússar geta ekki barist við hernaðarbandalag 31 ríkja - NATÓ. Ef einhver segir annað, er hann að ljúga eða hræða. Eins er það bull að Trump dragi BNA úr NATÓ. Bandaríkin þurfa jafnvel meira á NATÓ að halda en öfugt. 
 
 
 
 
 

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því

Fabian Hoffmann, sérfræðingur í varnarmálum, segir í viðtali við Morgunblaðið að engar líkur eru á að Rússar líti framhjá Íslandi ef til stríðsátaka kemur við NATÓ. Þetta eru engin nýmæli og hafa sérfræðingar í varnarmálum vitað þetta frá upphafi kalda stríðsins og í raun lengur.

Lengi hefur verið vitað að Keflavíkur herstöðin, sem enn er til og er bæði NATÓ og bandarísk herstöð, verði skotmark.

Evrópuþjóðir gerðu sér strax grein fyrir á fjórða áratugnum, sérstaklega þýskir nasistar, hernaðarlegt mikilvægi Íslands í baráttunni um Atlantshafið. Þeir reyndu að koma sér upp flugvelli eða flugvallaaðstöðu fyrir stríð en Íslendingar sáu við þeim og veittu ekki leyfi. Eins var koma herskipa í íslenskar hafnir bannaðar. Við þekkjum söguna, Bretarnir komu í staðinn og hernámu Ísland, sem betur fer.

En bloggritari er ekki sammála mati Hoffmanns, að Ísland yrði ekki forgangsskotmark. Varnarlínan GIUK liggur frá Grænlandi, um Ísland til Skotlands. Ef farið verður í hernaðaraðgerðir í Evrópu af hálfu rússneska herinn, þá mun hann vera með aðgerðir samtímis bæði í Evrópu og við GIUK hliðið. Þetta hlið lokar leiðir rússneska flotans inn á Atlantshafið og fyrir kafbáta að komast að strendur Bandaríkjanna. 

Bloggritari telur engar líkur á að Rússar ráðist á einhverja aðildaþjóð NATÓ á næstunni eða næsta áratug yfir höfuð. Þeir hafa ekki bolmagn til þess. Það vill gleymast hvernig rússneski herinn skipuleggur sig.  Skipulagið er eftirfarandi:

Þrjár greinar hersins: Landherinn, loftrýmis her og  floti. Loftrýmis herinn er í raun flugher og geimher í einum pakka (e. aerospace forces).

Aðrar skiptingar: Tvær aðskildar greinar hersveita sem skiptast í strategíska eldflaugasveit og flughersveitir.

Sérsveitir hersins: aðgerðasveitir sérsveita.

Skipulagslegar aðflutningsdeildir rússneska hersins, sem hefur sérstaka stöðu.

Það er stategíska eldflaugasveitin eða eldflaugaherinn sem mikilvægasta grein rússneska hersins. Hún mun grípa strax til kjarnorkuvopna ef til innrásar kemur í Rússland. Þannig að ef til innrásar kemur í Rússland, verður það kjarnorkustyrjöld. Sama á við um Bandaríkin, gripið verður til kjarnorkuvopna ef til innrásar kemur. Þetta vita allir. Eins með Kínverja, þeir grípa til kjarnorkuvopna ef til innrásar á meginland Kína kemur en ekki ef bara er barist um Taívan. 

Rússneski herinn er í raun varnarher og er uppbyggður þannig. Hann hefur enga getu í langvarandi stríð við stórveldi. Herútbúnaður miðast við að verja innrás en landamæri Rússlands eru þau lengstu í heimi. Landið er því berskjaldað fyrir innrásir í gegnum Evrópu og Asíu við landamæri Kína. Herinn getur þó farið í aðgerðir gegn smáum andstæðingum á landamærum sínum, sbr. Úkraínu stríðið. Það stríð væri löngu búið ef Bandaríkjamenn væru ekki að stunda staðgengilsstríð í þessum átökum.

Já, Ísland er skotmark en hvað eru íslenskir ráðamenn að gera í málinu? Eru þeir t.d. að reyna að gera Ísland að ekki skotmarki? Sýna þeir Rússum vinskap eða fjandskap? Eru þeir að senda þau skilaboð út í heim að Íslendingar ætli að taka yfir eigin varnir og erlend herlið verði ekki staðsett á landinu? Að þetta sé varnarlið á Keflavíkurflugvelli en ekki framlínu herstöð? 

Íslenskir ráðamenn vita ekkert um varnarmál og þeir hafa fáa sérfræðinga til að ráðleggja sér enda engin sérfræðiþekking á hermálum til á Íslandi. Engin Varnarmálastofnun Íslands með sérfræðiþekkingu á vörnum Íslands. Almenningur veit enn minna og hefur engan áhuga á varnarmálum. Því miður.

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“

Hér er frétt Morgunblaðsins: Telur Rússa hafa áætlanir fyrir Keflavíkurflugvöll

 


Herfylking Vestmannaeyja - athyglisvert sögubrot

Bloggritari man ekki eftir hvort hann hafi birt þetta efni áður. Þetta fannst í möppu. Hver skrifaði þetta er líka á huldu, annars væri vísað í heimild. Hver sem svo sem skrifaði þetta, bloggritari eða annar, skiptir ekki máli í sjálfu sér. Heimildamanni annars þakkað fyrir ágæta samantek! Líklega er þetta af vefnum Heimaslóð - Herfylkingin Vinsamlegast kíkið á slóðina. 

Fyrir þá sem ræða um stofnun íslensk hers eða íslensk varnarmál, þá er þetta ágæt að hafa í huga. Hér voru einstaklingar eða réttara sagt sveitarfélagið Vestmannaeyjar sem stofnaði þennan vísir að her. Á ensku kallast þetta millia sem erfitt er að þýða - kannski besta að nota hugtakið einkaher?, en þýðir í raun óhefðbundinn herafli stofnaður af einstaklingum eða hópum og rekin af þeim.

Miðað við fréttir af ástandinu á Íslandi, er nokkuð ljóst að friðurinn er úti. Glæpir, glæpasamtök og hryðjuverkamenn eiga greiða leið til Íslands og ástandið stefnir í að vera eins og í Svíþjóð. Lögreglan vígbýst enda er hún fyrst að sjá hvernig ástandið er á landinu. En það er ekki nóg.  Við þurfum að búa okkur undir það versta, bæði innanlands og utanlands.

Góð vísa er aldrei of oft kveðin og því er birt.

Herfylking Vestmannaeyja stofnuð

Árið 1853, kom hingað til Vestmannaeyja nýr sýslumaður, danskur að ætt og uppruna. Hét maðurinn Andreas August von Kohl, venjulega nefndur kapteinn Kohl á meðal eyjaskeggja, því hann hafði kapteinsnafnbót úr danska hernum.

Von Kohl varð snemma ljóst, að að í Vestmannaeyjum væri grundvöllur fyrir því að stofna varnarsveit eða her heimamanna, þar sem hér eimdi ennþá eftir af ótta fólks við sjóræningja, einkum Tyrki.

Stóð eyjamönnum ótti og stuggur af erlendum skipum, sem sást til úr Eyjum, enda engin lögregla eða yfirvald á staðnum sem hægt var að treysta á. Eyjamenn urðu því að treysta á sig sjálfa, og fékk hugmynd um stofnun herfylkingar hinar bestu undirtektir.

Nokkur ár tók þó að skipuleggja þennan [vísir] að fyrsta og eina her, sem Íslendingar hafa átt, og var hann fyllilega kominn á stofn 1857.

Skipulag hersins

Kohl skipulagði herfylkinguna á sama hátt og tíðkaðist með venjulega heri í Evrópu á þessum tíma. Skipti hann liðsmönnum í 4 deildir, en einnig voru tvær drengjadeildir fyrir drengi á aldrinum 8 - 16 ára.

Mönnum var svo skipað í margs konar virðingarstöður, þar sem fylkingarstjóri var að sjálfsögðu kafteinn Kohl sem æðsti yfirmaður hersins. Hafði hann undir sinni stjórn liðsforingja, yfirflokksforingja (commandör sergeant), deildarforingja (sergeanter), flokksforingja og undirforingja, sem voru settir yfir aðra liðsmenn. Þá var ennfremur fánaberi og bumbuslagari í herfylkingunni, eins og í öllum almennilegum herjum.

Liðsmenn voru allir skyldir til að lúta heraga og hlýða kalli, hvenær sem boðið var. Þá var þeim og skylt að sýna yfirmanni sínum tregðulausa hlýðni og hugsa vel um vopn sín og verjur.

Fyrst í stað varð hluti herfylkingarinnar að notast við trévopn, en Kohl tóks innan fárra ára að afla henni af miklum dugnaði 60 fótgönguliðsbyssur, riffla með stingjum, auk ýmissa annarra áhalda svo sem sérstakan herfána, sem notaður var, er hermennirnir voru kvaddir saman. Var fáni þessi hvítur með tveimur krosslögðum borðum.

Engir sérstakir einkennisbúningar voru í eigu óbreyttra liðsmanna, en allir báru þeir einkennishúfu með rauðri doppu fyrir ofan skyggnið.

Markmið herfylkingarinnar

Kapteinn Kohl hafði ekki lítil né smá áform fyrir herfylkingu sína, sem hann hafði eytt öllum sínum tómstundum við að koma á fót í nokkur ár.

Í fyrsta lagi var herfylkingunni ætlað að vera varnarsveit gegn árásum útlendinga svo sem erlendra fiskimanna, sem oft voru nærgöngulir hér á fiskimiðunum í kring og eyðilögðu veiðarfæri sjómanna. Reyndar kom aldrei til þess, að herfylkingin þyrfti að eiga í höggi við útlenda sjómenn, og var henni þakkað að erlendir sjómenn héldu sér meira í skefjum en áður.

Í öðru lagi var herfylkingin hugsuð sem lögreglusveit til að halda uppi aga og reglu á eyjunni. Var einkum þörf á þessu á vertíðum og kauptíðum, þegar fjöldi manns safnaðist til eyjanna. Þessi voru sem sé tvö aðalmarkmið herfylkingarinnar.

Þá var herfylkingin bindindishreyfing, þar sem menn urðu að gangast undir bindindisheit við inngöngu. Eggjaði Kohl liðsmenn herfylkingarinnar ljóst og leynt til þess að forðast drykkjuskap og óreglu, en mikil orð fóru af slíku hér, einkum á vertíðum.

Var hver sá brottrækur úr herfylkingunni, sem gerðist sekur um ítrekaðan drykkjuskap, og breyttust fljótlega drykkjusiðir Eyjamanna mjög til bóta, enda flestir vopnfærir menn í þorpinu á aldrinum 18 - 40 ára meðlimir í fylkingunni. Beitti Kohl sér m.a. fyrir opnun veitingahúss hér, þar sem í stað vínveitinga voru aðallega kaffi- og matarveitingar á vægu verði.

Herfylkingin var einnig eins konar íþróttahreyfing, líklega einhver fyrsti félagsskapur hér á landi, sem skipulagður var sem slíkur. Var lögð áhersla á ýmsar íþróttir og líkamsiðkanir á reglulegum heræfingum fylkingarinnar til þess að auka og efla líkamshreysti liðsmanna hennar. Taldi Kohl kapteinn, að samfelldur agi og þjálfun kæmi Eyjamönnum og að gagni í störfum þeirra til sjós og lands.

Enn eitt markmið herfylkingarinnar var að stuðla að almennri uppfræðslu lismanna fylkingarinnar. Kohl útvegaði ýmsar bækur um hermennsku, en einnig almennar fræðibækur og sögur, sem hermenn hans áttu greiðan aðgang að. Eignaðist sveitin safn bóka, sem varð fyrsti vísir að almenningsbókasafni hér. Var Kohl ólatur við að hvetja menn sína til að nota safnið, lesa bækurnar og æfa sig í skrift og reikningi í frístundum sínum. Herfylkingin var því að þessu leyti lík nútíma skóla, þar sem lögð var áhersla á að menn gætu æft sig í lestri, skrift og reikningi.

Æfingar herfylkingarinnar

Aðalaðsetur herfylkingarinnar var í þinghúsi Vestmannaeyja, sem Kohl sýslumaður kom upp af miklum áhuga og dugnaði. Í þinghúsinu voru geymd ritföng og bækur, en einnig var húsið notað sem vopnabúr.

Til hergöngu og æfinga var boðað með því að draga fána að hún á þinghúsinu, og söfnuðust liðsmenn herfylkingarinnar saman fyrir framan það. Voru æfingar í hverri viku, einu sinni eða tvisvar, en besti tími til æfinga var seinni hluti sumars eftir að heyskap og öðrum aðalönnum var lokið, og fyrri hluta vetrar, áður en vertíð og vertíðarundirbúningur hófst.

Fylkt var liði í fjórar raðir, eins og flokkarnir voru margir, en síðan hófst herganga inn á æfingasvæðið, flatirnar við Brimhóla, þar sem nú er Íþróttamiðstöðin, Illugagatan og umhverfið þar í kring. Fór hergangan skipulega fram með lúðrablæstri, bumbuslætti, og allra handa merkjamáli, þar sem táknað var, hvað gera skyldi. Við Brimhóla hófust svo alls kyns æfingar í vopnaburði, vopnfimi og skotfimi, og stóðu þær yfir í 2 - 4 klukkustundir í senn. Komst fljótlega hið ágætasta skipulag á hersveitina, og þóttu Eyjamenn vaskir og dugmiklir hermenn.

Stundum lét Kohl skipta liðinu og sveitirnar leggja til orrustu hvora við aðra, við klettaborgir og hóla. Bjó varnarliðið sér þar vígi og víggirti með tunnum og sandpokum, en sóknarliðið sótti að af miklum krafti. Hófst þá áköf skothríð, högl að vísu ekki höfð í byssunum, heldur aðeins púður. Reyndi sóknarliðið að hrekja hina úr víginu, og kom þá oft til handalögmála. Þá gat verið ráðlagt fyrir varnarliðið að kveikja í tjörutunnum, sem hlaðið var fyrir framan til þess að bægja hinum frá um stund. Þegar lítill flokkur var umkringdur af stærri flokk, skyldi sá minni þegar gefast upp, en ekki etja kappi við hinn, þegar fyrirsjáanlegt var, að ekki kæmi að gagni.

Slys urðu aldrei við æfingar, þótt oft gengi mikið á, enda liðsmenn vel æfðir og ýmsu vanir. Fjöldi áhorfenda, einkum konur og eldri menn, nutu þess að horfa á og fylgjast með æfingunum, sem þóttu hin mesta skemmtun. Þá voru oft sérstakar skemmtigöngur á sunnudögum hjá herfylkingunni, og jafnvel útiskemmtanir í Herjólfsdal, sem Eyjabúar tóku almennt þátt í.

Endalok herfylkingarinnar

Um árslokin 1859 hafði Kohl sýslumaður fengið loforð hjá stjórninni um embætti í Danmörku, og valdi hann nú eftirmann sinn sem æðsta yfirmann herfylkingarinnar, Pétur nokkurn Bjarnasen verslunarstjóra. Ekkert varð hins vegar úr flutningum sýslumannsins til Danmerkur, því hann andaðist skyndilega hér úr slagi 22. janúar 1860. Var Kohl grafinn hér í kirkjugarðinum með mikilli viðhöfn og reistu Eyjamenn minnisvarða á leiði hans í þakklætis- og virðingarskyni.

Við fráfall kapteinsins mæta fór fljótlega að síga á ógæfuhliðina hjá herfylkingunni, þrátt fyrir áhuga og dugnað hins nýja stjórnanda hennar. Varð ýmislegt til þess að flýta fyrir endalokum fylkingarinnar, svo sem stöðugur fjárskortur, svo að hægt væri að sjá um hirðingu vopna og endurnýjun þeirra. Mikill tími fór í æfingar, og kann það einnig hafa valdið því, að lismönnum fór stöðugt fækkandi vegna annarra anna til sjós og lands. Þá urðu hér sjóslys mikil milli 1860 og 1870 og áttu sinn þátt í því, að liðsmenn herfylkingarinnar týndu smám saman tölunni. Sýndu foringjar sveitarinnar samt sem áður mikinn áhuga á þessum árum og reyndu að fylla í skörðin með nýjum mönnum. en allt kom fyrir ekki, endalok herfylkingarinnar voru skammt undan.

Með fráfalli Péturs Bjarnasen fylkingarstjóra mátti segja, að herfylkingin væri því sem næst úr sögunni. Kom herfylkingin seinast saman undir vopnum við jarðarför Péturs, 7. maí 1869 til að sýna foringja sýnum hinsta sóma. Eftirmenn Péturs náðu ekki að stöðva þá hnignum, sem þegar var hafin í starfi herfylkingarinnar. Eitthvað héldu æfingar áfram um tíma, en smám saman var þeim hætt og saga herfylkingarinnar öll. Fjöldinn í Herfylkingunni þegar mest var á annað hundrað.

Eftirmæli

Eyjamenn minntust lengi með stolti og söknuði herfylkingar sinnar og þess svips, sem setti á héraðið og þjóðlíf Eyjabúa. Hún var einhver fyrsti skipulagði félagsskapurinn í kauptúninu, þar sem félagssamtök hvers konar, eins og nú tíðkast, voru óþekkt fyrirbrigði.

Eyjaskeggjum varð e.t.v. ljósara en áður, hverju þeir gætu áorkað með því að vinna saman að sameiginlegum hagsmunamálum. Með sameiginlegu átaki, góðu skipulagi og reglu, væri hægt að koma ýmsum málum byggðarlagsins í betra horf.

Lögum og reglum var nú framfylgt með meiri árangri en áður, og Eyjamenn vöknuðu nú til meðvitundar um ýmislegt, sem þeim hafði verið hulið áður.

 


Var Tucker Carlson bjáni að tala við Pútín?

Nei, því fyrsta skrefið í átt til friðar er að stríðs aðilar tali saman eða það sé hlustað á þann sem hóf átökin. Skiptir engu máli hvort Pútín hafi túlkað söguna á sína vegu. Landamæri Úkraínu hafa alltaf verið bútasaumur og fljótandi í gegnum aldir. Spurningin er hvaða ár á að miða við sem löggild landamæri? Það er flókinn og langur aðdragandi að þessu stríði og enginn saklaus er varðar mistök í aðdragandanum.

Það sem skiptir mestu máli það sem kemur út úr þessu viðtali er að andstæðingar Pútíns horfðu á viðtalið og hann meira segja ávarpaði þá beint. Spurðu Biden eða Clinton sagði hann við Tucker, þeir horfa á þetta viðtal.

Það skiptir máli að Pútín sagðist vilja frið, hvort sem hann meinti það eða ekki. Það mun á endanum verið sest við samningaborðið eða uppgjafarborðið og rætt um lok stríðsins. Pútín sagði að nú þegar sé rætt á bakvið tjöldin um endalok stríðsins.

 


Tími til kominn að ræða varnarmál?

Segir tíma til kominn að ræða varnarmál Íslands segir í grein á DV. Já heldur betur. Íslendingar lifa ekki í loftbólu þó að þeir haldi það og öll meiriháttar stríð í dag hafa bein áhrif á landið. Bloggritari skrifaði fyrstu grein sína um varnarmál árið 2005 og hefur allar götur síðan brýnt fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna nauðsyn þess að koma upp trúverðar varnir fyrir Ísland.

Í greininni segir að "Bryndís Bjarnadóttir, formaður félags ungs fólks um varnarmál, segir nauðsynlegt að fram fari aukin umræða um varnar- og öryggismál hér á landi. Þetta er umfjöllunarefni hennar í aðsendri grein á Vísi. Greinin kemur í kjölfar þeirra orða þingmanns Sjálfstæðisflokkins að kanna ætti af fullri alvöru þátttöku Íslands í sameiginlegum her norðurlandanna."

Þetta er gott og blessað en röng ályktun. Í viðtalinu segir Bryndís Haraldsdóttir að vert sé að skoða möguleika á að koma upp norrænum her og að Ísland taki þátt í honum.  Hvernig þá?

Ber ekki að reisa garðinn við þar sem hann er lægstur? Hann er örugglega lægstur á Íslandi. Það er meiri raunsæi í skrifum Baldurs Þórhallssonar í grein sem heitir "Ísland má ekki vera veikasti hlekkurinn". Þar talar hann um varanlegar loftvarnir og viðveru flugsveita en ekki hverjar þjóðar mannar hana. Hver segir ekki að Íslendingar geti ekki mannað slíka sveit? Það er innan við 200 manns sem er í kringum slíka flugsveit, þær flugsveitir sem hingað hafa komið hingað til.

Þótt lofsvert er að Bryndís sé að tengja saman hugmynd um myndun varnarbandalags Norðurlanda við þátttöku Íslands, þá mætti minna hana á dóm sögunnar en svipaðar hugmyndir voru uppi eftir seinni heimsstyrjöld en féllu niður vegna þess að NATÓ var stofnað. Þetta þóttu ekki raunhæfar hugmyndir. Varnarstarf Norðurlanda getur þó samtvinnast meira en áður, nú þegar Svíþjóð og Finnland eru komin í NATÓ.

Íslendingar hjálpa á engan hátt norrænum her með því að senda "kjaftatíkur" á fundi Norðurlandaráðs til að ræða taktík eða stratigíu! Best væri að taka til heima og hætta að vera veikasti hlekkurinn í keðjunni. Það gerum við með að stofna íslenskan her, öryggissveitir eða heimavarnarlið, hvað svo sem menn vilja kalla slíkt varnarlið. Blokkritari hefur bent á hugtak sem áður hefur verið notað, en það er Varnarliðið en nú skipað Íslendingum í stað ameríska dáta sem gott heiti.

Það er stórt skref að stofna íslenskan her, en það þarf ekki að vera eins kosnaðarsamt og menn halda. Við Íslendingar höfum mesta hernaðarveldi heims að baki okkar, Bandaríkin, sem geta útvegað okkur vopn, og NATÓ rekur þegar mörg hernaðarmannvirki á Íslandi. Má þar minna á ratsjárstöðvarnar fjóru, mannvirki í Helguvík og á Keflavíkurflugvelli en þar er herstöð sem er starfrækt árið um kring (já það er satt), þótt ekki fari það hátt í íslenskum fjölmiðlum. Það er bara verið að pukrast með hlutina í stað þess að tala um málin hreinskilningslega.  

Og það er hægt að innlima Landhelgisgæsluna inn í slíkt herafla, hún er þegar með mikla þekkingu á varnarmálum (skv. lögum hefur hún umsjón með varnarmál Íslands) og sprengjusveit hennar er þekkt víða um heim fyrir fagmennsku. Bloggritari hefur áður margoft rætt um breytt hlutverk LHG, það er hún er landhelgisgæsla á friðartímum en breytist í sjóher á ófriðartímum sem hún gerir hvort sem er næst er stríð ber að garði.

Munum að við þurfum ekki stórher, aðeins smáher að stærð á við (bardaga) fylki (e. (battle) Battalion) með 600-1000 manna liði. Bandaríkjaher var ekki með nema 1200 manns að meðaltali á Íslandi á sínum tíma og 650 starfsmenn í þjónustuhlutverki. Slíkt lið getur komið að notum þegar náttúru vá ber að garði og komið í stað eða hjálpar björgunarsveitum landsins. Hvar værum við ef þær væru ekki til og sjálfboðaliðastarf þeirra?

En það verður að gera þetta faglega með fagstofnun eins og Varnarmálastofnun Íslands heitinni. Byrja á byrjunni. Hafa á að skipa íslenska herfræðinga sem meta þörfina út frá íslenskum hagsmunum, ekki út frá vörnum Bandaríkjanna eins og nú er gert. Það skiptir gríðarlega miklu máli að herforingjar, eins og stríðssagan hefur kennt okkur, þekki vel "vígvöllinn" og hvernig ber að haga vörn og sókn. Bandarískir herforingjar koma og fara, allir jafn ókunnugir íslenskum aðstæðum.

Niðurstaðan

Ályktun bloggritara af samfélagsrýni sinni síðastliðna áratugi er að það er ákveðin ákvörðunafælni, sem jaðrar við minnimáttar kennd, um mörg málefni.  Svo sem að aldrei er hægt að taka á verðtryggingunni; kvótakerfinu; fákeppninni; ákvarðanir í utanríkismálum (alltaf elt aðrar þjóðir í ákvörðunartökum); í varnarmálum; hvernig stjórnskipan landsins á að vera (hvað er nýja stjórnarskráin búin að velkjast um í kerfinu lengi? Síðan lýðveldisstofnun!) og svo framvegis. Það er bara talað en minna gert.

Í sambandi við varnarmál, þá er það tilfellið að frekar fáir hafa áhuga á þessum málaflokki sem virðist vera lúxus vandi í hugum Íslendinga. Af því að Íslendingar þurfa ekki að hugsa um vandamálið, er málaflokkurinn hunsaður af stjórnmálaelítunni. Ábyrðinni er varpað á erlent hernaðarveldi sem er reyndar vinveitt en slíkt stendst ekki til langframa. Sagan nefnilega er breytingum sí orpin.

Þriðja heimsstyrjöldin er e.t.v. handan við hornið en menn tala fullum fetum erlendis um hættuna. Allar vestræna þjóðir eru að undirbúa sig undir hugsanlegt stríð. Það þarf ekki endilega að gerast í Evrópu og gegn Rússlandi, heldur getur styrjöld hafist í Miðausturlöndum eða vegna Taívan eða ....?


Mistök Norðmanna og Íslendinga vorið 1940 - hægt að læra af sögunni?

Hugsunarháttur fólks á fyrri hluta 20. aldar er greinilega allt annar en hjá okkur nútímafólki.  Það var lítill undirbúningur bæði hjá Norðmönnum og Íslendingum fyrir komandi átök. Og það var ljóst þegar 1940 að stríðið sem hófst 1939 myndi breiðast út. Báðum þjóðum átti að vera ljóst að átökin gætu breyst út og náð til landanna.  

Íslendingar reyndu að einhverju leyti að undirbúa sig. Agnar Kofoed Hansen tók upp á því að þjálfa lögregluliðið í Reykjavík í vopnaburði (á eigin vegum), bann var við herskipakomur og engin leyfi voru veitt fyrir uppbyggingu flugvalla á vegum erlendra aðila. En meiri var undirbúningurinn ekki.

Sama gilti um Norðmenn en þeir voru betur settir, því að þeir höfðu nokkuð öflugan her. En vegna óákveðni og ákvörðunarfælni var norski herinn ekki kvattur almennilega út, þrátt fyrir að Ólafur krónprins hafði lagt það til.  Norska ríkisstjórnin flúði Osló og til Hamars þegar innrás Þjóðverja hófst og þar ætlaði norski forsætisráðherrann að segja af sér í miðjum klíðum! Konungurinn, Hákon 7, flúði einnig þangað en stóð í lappirnar og neitaði að taka við uppsögninni.

Förum aðeins í atburðarásina örlagaríka vorið 1940.

"Norðmenn fréttu af að erlendur herskipafloti stefndi til Noregs. Fljótlega bárust fregnir til Óslóar sem leiddi til miðnæturfundar í norska ríkisstjórninni. Á þessum fundi gaf ríkisstjórnin út fyrirmæli um að virkja fjórar af sex hersveitum norska hersins. Þingmenn í ríkisstjórninni skildu ekki að hlutavirkjunin sem þeir höfðu fyrirskipað yrði, samkvæmt gildandi reglugerð, framkvæmd í leyni og án opinberrar yfirlýsingar. Hersveitum yrði gefin út virkjunarfyrirmæli sín með pósti. Eini stjórnarþingmaðurinn með ítarlega þekkingu á virkjunarkerfinu, Birger Ljungberg varnarmálaráðherra, tókst ekki að útskýra málsmeðferðina fyrir samstarfsmönnum sínum. Síðar átti hann eftir að sæta harðri gagnrýni fyrir þessa yfirsjón sem leiddi til óþarfa tafa á virkjun herafla Norðmanna. Fyrir ríkisstjórnarfundinn hafði Ljungberg vísað á bug ítrekuðum kröfum um algera og tafarlausa virkjun, sem hershöfðinginn Rasmus Hatledal setti fram. Hatledal hafði leitað til Ljungbergs 5., 6. og 8. apríl og beðið varnarmálaráðherra um að óska eftir því að ríkisstjórnin gaf út fyrirskipanir um virkjun."

Það er kannski ekki sanngjarnt að bera saman Noreg og Ísland vegna mismunandi aðstæðna í báðum löndum. Íslendingar deildu sama konungi með Dönum en þegar Danmörk var hertekin 9. apríl, var gerð innrás í Noreg á sama tíma eða 9. og 10. apríl. En enginn íslenskur her var til varnar, bara hlutleysisyfirlýsing á einskinsverðum pappír.

En pólitíska valdastéttin í báðum löndum átti að búa sig undir það "ómögulega" og setja í gang undirbúningsáætlun.  Íslendingar fengu mánuð, eða frá 9. apríl til 10. maí til að undirbúa sig undir komu annað hvort þýska flotans eða þann breska. Ekkert var gert af viti. Hlutleysisstefna Íslands líkt og sú norska virkaði ekki og hún hefur aldrei virkað í veraldarsögunni nema fælingamátturinn fylgir með. Líkt og í Sviss, sem Hitler ætlaði að hertaka á svipuðum tíma en lagði ekki í vegna öflugs hers Svisslendinga og landfræðilegra aðstæðna.

Ólíkt það sem gerðist í Noregi, kom bara breski flotinn til Íslands.  Bretar og Frakkar náðu að senda herlið til Norður-Noregs og þar var barist. Þjóðverjar settu í gang aðgerðina Íkarus sem var áætlun Þjóðverja um að gera innrás í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni eftir að Bretar höfðu hernumið landið árið 1940. Áætluninni var aldrei hrint í framkvæmd  vegna frestunar Sæljónsaðgerðarinnar (Unternehmen Seelöwe). Íslendingar voru ljónheppnir að ekki skuli hafa komið til bardaga á Íslandi milli Þjóðverja og Breta.

Íslendingar bregðast alltaf við eftir á. Svo var 1950 þegar Kóreustríðið braust út og menn héldu að þriðja heimsstyrjöldin væri brotin út. Íslensk stjórnvöld samþykkti þess vegna komu bandaríska hersins í maí 1951 með tvíhliða varnarsamning landanna. Varnarlið Íslands  taldi að jafnaði um 1350 bandaríska hermenn, um 100 borgaralega starfsmenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins og 650 íslenska starfsmanna. Eitthvað sem Íslendingar sjálfir ráða alveg við að manna.

Nú eru viðsjárverðir tímar. Aldrei hefur verið eins miklar líkur á þriðju heimsstyrjöldinni og nú síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk.  Tvö ófriðarbál sem nú loga geta breyst út, Úkraínustríðið og átökin í Miðausturlöndum sem virðast vera orðin stjórnlaus og blikur á lofti varðandi Taívan. Norrænir hershöfðingjar vara við mögulegt stríð við Rússland og Evrópustyrjöld.

Það er því ekki seinna vænna að Íslendingar hugi að eigin vörnum, á íslenskum forsendum. Eins og margoft hefur verið bent á, getur komið upp sú staða að Bandaríkjaher geti ekki varið Ísland. Það er ekki fjarstæðukennt. Frægasta dæmi um hernaðarheimsveldi sem gaf eftir eyland, var þegar rómverski herinn hvatti allan sinn her frá Bretlandseyjum án þess að kveðja kóng né prest (líkt og Bandaríkjaher 2006 á Íslandi). Rómverjar komu aldrei aftur. Bretar gátu ekki varið smá eyjar sínar við Frakklands strönd í seinni heimsstyrjöldinni og Bandaríkjamenn í Kyrrahafi o.s.frv.

Líklegt svið hernaðarátaka, ef þau brjótast út, er að Bandaríkjaher verði fastur í átökum, í Evrópu, Miðausturlönd eða Kínahafi og andstæðingar þeirra grípi tækifærið og mynda nýjan vígvöll. Bandaríkjaher getur ekki lengur staðið í tveimur aðskildum átökum samtímis. Svo var um Rómverja og átök þeirra við barbaranna. Andstæðingar þeirra réðust oft samtímis á rómverskar herstöðvar og teygðu á og lömuðu varnir hersins. Hagsmunir Íslendinga verður fórnað á altari "heildar hagsmuna" NATÓ.

Það er næsta víst að uppgjör verður við Íran. Annað hvort fara Ísraelar af stað eða Bandaríkjamenn eða hvorutveggja til að stöðva Írani. Það þýðir stórstyrjöld. Enginn sættir sig við Íran með kjarnorkuvopn.  Ísrelskir útsendarar hafa drepið ótal vísindamenn sem vinna að kjarnorkuvopna áætlun Írans, en hafa aðeins tafið áætlanir Írana hingað til.


Er Aserbaídsjan að koma í veg fyrir að Íran blandi sér í átökin Ísrael-Gasa?

Blogg höfundur stóð í þeirri meiningu að hann hefði séð alla þræðina í flókinni stöðu Miðausturlanda en svo er ekki. Honum var til dæmis ekki kunnugt að Ísraelmenn eru bandamenn Aserbaídsjana og hafa í gegnum tíðina keypt olíu af þeim.  Einnig að Aserbídsjanar eru óvinir Írana og standa í deilum við þá. Ísraelmenn gætu gert loftárásir frá Aserbaídjan yfir á Íran.

Deilur um aðgang að Kaspíahafi hafa staðið milli þessara nágrannaríkja. Lagaleg staða Kaspíahafsins hefur verið uppspretta deilna meðal strandríkjanna við Kaspíahafið, þar á meðal Aserbaídsjan og Íran. Ágreiningur um afmörkun landamæra Kaspíahafs og skiptingu auðlinda þess hefur verið rædd í samhengi við alþjóðalög.

Þjóðernisleg og menningarleg tengsl eru mikil. Aserbaídsjan hefur umtalsverða þjóðernibrot í Íran og það hafa verið söguleg tengsl milli aserbaídsjanska samfélagsins í Íran og Aserbaídsjan. Einstaka sinnum hafa menningar- og þjóðernismál komið upp á yfirborðið, en bæði löndin hafa almennt reynt að stjórna þessum viðkvæmu máli. Aserbídsjanar í Íran eru taldir vera um 17 milljónir (Wikipedia: 12-23 milljónir) og búa í héruðum Írans við landamæri Aserbaídsjan. Talið er, ef Íranar ákveða að fara í átök við Ísrael, gætu Aserbídsjanar gert tvennt í stöðunni. Annars vegar lagt undir sig héruðin í Íran sem hafa Aserbídjana, mjög stórt svæði en hins vegar lagt undir mjóa landræmu í Armeníu sem aðskilur landið frá Nagorno-Karabakh og sameinast þar með Nagorno-Karabakh. Kíkjum á þá deilu.

Nagorno-Karabakh deilan. Þó að Nagorno-Karabakh átökin snerti fyrst og fremst Aserbaídsjan og Armeníu, hafa Íranar hagsmuna að gæta á svæðinu. Átökin geta haft áhrif á víðara Suður-Kákasus-svæðið og Íranar hafa lýst yfir áhyggjum af stöðugleika norðurlandamæra sinna. Þeir hafa því stutt Armena gegn Aserbaídsjan með vopnasendingum og fjársendingum.

Íran er fjölbreytt land og stórt með ýmsum þjóðernishópum, þar á meðal Persum, Kúrdum (8-9 milljónir í Íran), Aröbum, Baloch fólkið og Aserbaídsjanum. Mesta hættan er af þeim síðastnefndu í krafti fjölda þeirra en Kúrdar vilja líka frelsi.  Kúrdar hleypa líka á milljónum í Íran en þeir eru sagðir stærsta þjóðarbrotið í Miðausturlöndum án heimalands. Þeir ráða svæðum í Sýrlandi en hafa ekkert formlegt ríki og eru líka fjölmennir í Tyrklandi og eru þjóðarbrot í Írak.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur háð borgarastyrjöld síðan 2011 og ræðu í dag aðeins yfir 63% af formlegu landsvæði Sýrlands en Kúrdar ráða yfir umtalsverðu stóru svæði. Hann er því ekki líklegur til að blanda sér í stríð Ísraelmanna. Heldur ekki Hezbollah sem að vísu ráða yfir stórum her og vopnabúri, en þeir ættu þá, ef þeir færu af stað, hættu á loftárásum Bandaríkjaflota og innrás Ísraelshers.  Seinast er Ísrael fór inn í Líbanon, fór landið ansi illa út úr því.  Líbanar vilja heldur ekki stríð, þeir eru gjaldþrota og hafa ekki enn jafnað sig á (borgara)stríðum síðastliðna áratuga.

Náin samvinna er með Egyptum og Ísraelmönnum og báðar þjóðirnar eru óvinir Hamas hryðjuverkasamtakanna. Egyptar vilja ekki fá 2,2 milljónir Palestínu-Araba frá Gasa inn á Sínaí skagann en þar búa bara um 600 þúsund Egyptar en þar eru þeir að glíma við hryðjuverkasamtök hliðholl Hamas á skaganum.

Egyptar vita sem er, að Hamas nýtur um stuðnings 70-80% Palestínumanna, bæða á Vesturbakkanum og Gasa, samkvæmt skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið undanfarnar vikur. Þrátt fyrir stríðið við Ísrael. Hætta yrði á borgarastyrjöld í Egyptalandi en ástæður þess, verður ekki farið út í hér.

Enn er stríðið í Gaza aðeins staðbundið en helsta áhættan eins og staðan er í dag, er að Palestínu-Arabar á Vesturbakka blandi sér í átökin.  En vegna þess að Ísraelmenn hafa bútað Vesturbakkann upp og þar eru margar landnemabyggðir gyðinga, ólöglegar samkvæmt ályktunum Sameinuðu þjóðanna, eiga Vesturbekkingar erfitt um drátt með sókn á hendur Ísraelmanna. Smá skærur eiga sér þó stað.

Svona er staðan í dag. Það er kannski ekki eins ófriðlegt og virtist í fyrstu á svæðinu en það kraumar undir og ein mistök geta....


Herir Evrópu standa á brauðfótum

Sagt er að Pútín og Xi séu í kapphlaupi við tímann að ná markmiðum sínum áður en Joe Biden lætur af embætti undir lok næsta árs en heimurinn hefur logað í ófriði eftir að hann tók við völdum sem forseti Bandaríkjanna. Næsta ár verður því hættulegt fyrir heimsfriðinn, síðasta ár hans sem forseti Bandaríkjanna, og eins og stríðin í Úkraínu og Ísrael hafa sýnt, þegar valdatómarúm verður í heiminum fara harðstjórnarríkin af stað. Hinn frjálsi heimur er allsendis óundirbúinn undir stórátök. 

Frægt var þegar Trump fór til Evrópu, hitti leiðtoga NATÓ og skammaði þá eins og krakka árið 2019. Evrópskir leiðtogar fussuðu og sveiuðu og málpípur þeirra, vestrænir fjölmiðlar, tóku undir og hlakkaði í þeim. 

Kíkjum á eina grein RÚV sem fjallaði um samskipti Trumps við "heiladautt afmælisbarn" NATÓ á sjötugs afmæli þess. Glímt við Trump á afmæli NATO

RÚV hefur stundað hatramma stjórnar andstöðu gegn Trump, sem jafnvel Demókratar gætu verið stoltir af. Hér er tóninn sem kveður hjá RÚV: "Eins og undanfarin misseri markaðist leiðtogafundur Nató af glímunni við óútreiknanlegan Bandaríkjaforseta, sem skyggir um leið á umræður um framtíð afmælisbarnsins." Hlutlaus umfjöllun?

Og grípum annars staðar í "frétt" RÚV: "Þó afmælisbarnið sé komið á lögboðinn eftirlaunaaldur er ekkert slíkt í boði en já, það er höfuðverkur að eiga við óútreiknanleg Bandaríki Trumps. Hvort sem Trump á eftir ár eða fimm ár í embætti verður hann varla eilífur þar. Fimm ár gætu orðið Nató erfið. En með óútreiknanlega forsetann er það eins og Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Nató sagði í Norræna húsinu í sumar: það mætti beina athyglinni að gjörðum Bandaríkjanna, ekki aðeins orðum Trumps. – En já, þetta var reyndar áður en Trump brást bandamönnum Nató, Kúrdunum." Hér setur RÚV saman sem merki við áframhaldandi "gott" starf NATÓ og setu hans í forsetastóli. Spá RÚV hefur verið algjör andhverfa sögunnar síðan 2019 eins og við þekkjum í dag. Bara kolröng. Nota bene: Trump/Bandaríkjamenn hafa ekki brugðist Kúrdum, líkt og herstöðvar þeirra í Norður-Sýrlandi (ólöglegar væntanlega) sýna og sanna í dag.

Og hvað hefur sagan síðan þá kennt okkur? Jú, Herir Evrópu standa á brauðfótum vegna áratuga niðurskurð í varnarmálum, sjá slóð hér að neðan.  Krafa Trumps um að NATÓ ríkin hækki framlög sín til varnarmál upp í 2% af þjóðarframleiðslu, var mætt með hæðni og Trump sagður vera vondi karlinn sem raskar friðinn.  Síðan hann lét af völdum hefur stríð brotist út í Evrópu, stórstyrjöld, og hætta á átökum á Balkansskaga er mikil. Hryðjuverkamenn fóru af stað á Gaza, hætta er á svæðisstyrjöld í Miðausturlönd (jafnvel heimsstyrjöld) er mikil, og hættan á átökum vegna Taívan á næsta ári er einnig mikil. Allt vegna veiks og óhæfan leiðtoga Bandaríkjanna.

Stríðsæsingamenn halda því fram ef stríðinu í Úkraínu verði ekki fram haldið, þá fari Rússar af stað með nýtt stríð sem er helber ósannindi enda þora þeir ekki í NATÓ. Eystrasaltsríkin geta alveg verið róleg í skjóli NATÓ. 

Rússar hafa haldið aftur af sér í öllum sínum aðgerðum og haldið stríðinu staðbundnu. Hér er ekkert verið að afsaka framkomu Rússa, þvert á móti, bara bent á staðreyndir og áréttað að aldrei hefði átt að koma til stríðsins, ef hæfir leiðtogar væru við stjórnvölinn, diplómatsían hefði átt að leysa málið.

Diplómatsían kemur aftur til sögunnar þegar menn hafa viðurkennt ósigur á vígvellinum, sem er á næsta ári. Íslendingar verða þá fjarri góðu "gamni" við gerð friðarsamninga eða vopnahlés viðræður, enda búnir de facto slíta stjórnmálasambandi við Rússland.  Úkraníustríðið er heimskulegt stríð og algjörlega óþarfa, og hér sýnir það að leiðtogarnir skipta máli þegar kemur að friði eða stríði. Trump eða Biden versus Pútín. Hvor þeirra reyndist betri?

Úkraína er staðgengilsstríð sem NATÓ hefur tapað og það er slæmt og hefur langvarandi afleiðingar, líkt og undanhaldið í Afganistan. Það sýnir veikleika Vesturvelda á hernaðarsviðinu. Vopnabúr Evrópuþjóða eru hálftóm og engin á Íslandi eins og áður.

Ábyrgðarleysi Íslands í hernaðarmálum er algjört og ættu Íslendingar því að grjóthalda kj... þegar tali kemur að stríðum í öðrum löndum. Þeir gætu þó talað fyrir friði en ekki slíta stjórnmálasambandi við önnur lönd (Ísrael næst?).

Engin hætta er á að menn leiti til Íslands í framtíðinni, líkt og Ísraelmenn og Palestínumenn gerðu er þeir leituðu til Norðmanna á sínum tíma og Óslóarsamkomulagið náðist. Engir Höfðafundir haldnir til ræða heimsfriðinn líkt og í kalda stríðinu. Íslendingar eru algjörlega á rangri braut og engir treysta þeim vegna þess að þeir sýna ekki sjálfstæða utanríkisstefnu né eru boðberar friðar.

Herir Evrópu standa á brauð­fótum eftir ára­tuga niður­skurð


Friðartilraunir er varða Ísrael síðan stofnun ríkisins 1948

Það er ekki eins og menn hafi verið þrjóskir og ekki vilja semja frið. Stríðsleiðin hefur verið reynt margoft en árangurslaust (fyrir óvini Ísrael). Í öllum þessum stríðum urðu Ísraelmenn að vinna, annars yrði ríki þeirra gjöreytt. Mikil hætta er á því um ófyrirséða framtíð að ríkið verði undir. Hvað myndi gerast þá?

Ísraelmenn hafa náð friðarsamningum við margar Arabaþjóðir og samningsdrög voru á borðinu milli Sáda og Ísrael manna er núverandi átök brutust út. Þau brutust út einmitt vegna þess að Ísrael var að semja við hina valdablokkina í Miðausturlöndum en valdablokkin undir forystu Írans var að verða undir. Undirsátar Írananna, hryðjuverkasamtök í Líbanon, Jemen og Gaza voru ræst út til að efna til ófriðar. Það hefur tekist rækilega. Kíkjum á nokkra friðarsamninga sem skiptu máli fyrir friðinn í Miðausturlöndum.

Skiptingaáætlun Sameinuðu þjóðanna (1947) var gerð til að sætta íbúa svæðisins. Sameinuðu þjóðirnar lögðu til skiptingaráætlun til að skipta bresku lögboðnu Palestínu í aðskilin gyðinga- og arabaríki, með Jerúsalem sem alþjóðlega borg. Þó að leiðtogar gyðinga hafi samþykkt það, höfnuðu leiðtogar araba áætluninni.

Stríð braust út milli Ísraelmanna og nágrannaþjóða þeirra sem lauk óvænt með sigri Ísraelmanna. Vopnahléssamningar (1949) voru gerðir. Í kjölfar stríðs Araba og Ísraels 1948-1949 voru undirritaðir röð vopnahléssamninga milli Ísraels og nágranna arabaríkja þess (Egyptaland, Jórdanía, Líbanon og Sýrland). Með þessum samningum var komið á landamæri hins nýstofnaða Ísraelsríkis en engin friðarsamningur í höfn.

Camp David-samkomulagið (1978) var afleiðing sex daga stríðsins en þá höfðu Egyptar misst Sínatí skagann í hendur Ísraelmanna. Þó að Palestínumenn kæmu ekki beint við sögu, var Camp David-samkomulagið mikilvæg í samhengi við svæðisbundinn frið. Samningurinn var á milli Ísraels og Egyptalands og leiddi til þess að diplómatísk samskipti milli landanna voru eðlileg.

Óslóarsamkomulagið (1993-1995) kallast röð samninga milli Ísraela og Frelsissamtaka Palestínu (PLO), sem samið var á leynilegan hátt í Ósló í Noregi. Samkomulagið kom á fót palestínsku heimastjórninni (PA) og útlistaði ferli fyrir að lokum stofnun palestínsks ríkis með samningaviðræðum.

Leiðtogafundur fór fram í Camp David árið 2000. Leiðtogafundur Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, á vegum Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Leiðtogafundinum lauk án lokasamkomulags en sagt var að vegna dutlunga Arafats, hafi hann hætt við að skrifa undir á síðustu stundu.

Taba leiðtogafundurinn svonefni fór fram 2001. Eftir að leiðtogafundurinn í Camp David slitnaði, héldu samningaviðræður áfram í Taba í Egyptalandi til að reyna að ná endanlegu samkomulagi. Viðræðurnar leiddu þó ekki til lausnar.

Leið að friði (Road Map for Peace,2003 var friðaráætlun. Friðaráætlunin var lögð fram af Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Sameinuðu þjóðunum og Rússlandi, þar sem gerð er grein fyrir skrefum til stofnunar palestínsks ríkis við hlið Ísraels. Áætlunin stóð frammi fyrir áskorunum og var ekki að fullu framkvæmd.

Annapolis ráðstefnan sem fór fram 2007. Ráðstefna haldin í Annapolis, Maryland, Bandaríkjunum, sem miðar að því að endurvekja friðarferlið. Á meðan viðræður stóðu yfir í kjölfarið náðist ekki endanlegt samkomulag.

Skil á Gaza svæðinu árið 2005. Ísrael dró einhliða herlið sitt og landnema frá Gaza-svæðinu árið 2005, sem leiddi til þess að ísraelskar landnemabyggðir á svæðinu voru rýmdar algjörlega. Nú eru Ísraelmenn að súpa seiðið af þeirri ákvörðun en aldrei hefur ríkt friður við Gazabúa síðan 2006 er Hamas hryðjuverkasamtökin náðu völdum á svæðinu. Stanslausar eldflaugaárásir hafa verið stundaðar frá Gaza yfir á Suður-Ísrael.

Abraham friðarsamkomulagið frá 2020 er nýjasta útspilið til að koma á frið á milli Ísarel og annarra ríkja í Miðausturlöndum. Þó að Palestínu Arabar komi ekki beint við sögu, voru Abraham-samningarnir eðlilegar samningar milli Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (UAE) og Barein. Þessir samningar markaði breytingu á svæðisbundnu gangverki en tóku ekki á deilu Ísraela og Palestínumanna. Sádi-Arabía var að bætast við þegar núverandi átök brutust út.

Hvað segir þessi friðarsamninga saga okkur? Jú, ótrúlegt en satt, hægt er að semja um frið í Miðausturlöndum. En það er hins vegar ekki hægt á meðan hryðjuverkasamtök herja á ríki (Sádi-Arabíu, Líbanon og Ísrael).

---

Snúum okkur að Íslandi.

Bjarni Benediktsson (BB) utanríkisráðherra breytir engu um friðar- eða stríðsferli í Miðausturlöndum. Þessi æsingur á Íslandi er óskiljanlegur í ljósi þess að Ísland er örríki og áhrifalaust. Þetta eiga Íslendingar mjög erfitt með að skilja. Það er ekki bara almenningur sem lifir í slíkri villu, heldur eru íslenskir stjórnmálamenn útblásnir af eigin mætti (ímynduðum) og áhrifum.

Talandi um mótmæli, þá er ekki í lagi að henda efnum á fólk, það er ofbeldi. Hvað ef viðkomandi hefði skvett sýru? Bjarni Benediktsson hefur verið gagnrýndur hér á þessari bloggsíðu, en málefnalega að ég tel og bara stjórnmálamaðurinn BB, ekki prívat persónan BB.

Hvernig væri að mótmæla ástandið á Íslandi, ofur verðbólgu, háu vaxtastigi, ofur skattleggingu á einstaklinga og fyrirtæki, lélegu heilbrigðiskerfi, vanrækslu aldraða (800 manns bíða eftir að komast á öldrunarheimili), smánarkjör öryrkja, fátækt á Íslandi og heimilislaust fólk á götum Reykjavíkur og lengi má telja vandamálin á Íslandi. Maður, líttu þér nær var sagt....


Stríðinu í Úkraínu er lokið

Bandaríkjaþing er í raun búið að loka á fjárveitingar í stríðsreksturinn í Úkraínu. Öldungadeildin felldi frumvarp fyrir meiri fjárveitingu.  Í Fulltrúardeildinni er enginn meirihluti fyrir fjáraustur í stríðið. Án fjármagn frá Bandaríkjunum er ekki hægt að halda stríðinu áfram. Efnahagur landsins er í rúst og rekinn af fjármagni frá erlendum ríkjum.  Rússar hins vegar eru með stríðstólaframleiðslu sína í yfirsnúningi en þar sem þeir geta sjálfir framleitt vopn, eru þeir ekki háðir vopnasendngum erlendis frá, þótt þeir hafi fengið vopn frá vinaþjóðum.

Aðeins Vesturlönd styðja áframhaldandi stríð en annars staðar í heiminum er stuðningurinn lítill eða enginn. Jafnvel getur Ungverjaland lokað á fjárveitingu frá ESB.

Tekið var á móti Pútín eins og þjóðarhetju er hann ferðaðist frjálst um Miðausturlönd nýverið. Hann verður ekki meðhöndlaður eins og stríðsglæpamaður, ekki frekar en Bandaríkjaforsetar. Til þess er Rússland of öflugt.  Smá peð eins og Serbíuforseti og aðrir karlar lenda hins vegar í stríðglæpa réttarhöldum.

Ætli menn séu ekki að reyna að semju um frið á bakvið tjöldin og grátbiðja Rússa um að taka ekki meira en 20% af landinu, Donbass héruðin. 


https://fb.watch/oN_L2papQk/?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband