Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Úrslit kosninganna í Bandaríkjunum og í Evrópu undanfarið er skýr skilaboð almennra borgara til ráðamanna að fólk almennt er búið að fá nóg af öfga vinstri stefnu. Almennt hafa vinstri flokkar farið langt til vinstri, líka Demókrataflokkurinn sem hafði haldið sig á miðjunni.
Fólk vill almennt ekki opin landamæri, skattaáþján, afskipti ríkisvaldsins af einkalífi fólks og skert tjáningarfrelsi. Það vill eiga fyrir nauðþurfum, viðhalda fjölskylduna, vinna sín störf og fá að tjá sig sem borgarar í lýðræðisríki.
Fjölmiðlar reyndu að mála Donald Trump sem Hitler endurborinn en fólk vissi sem var, að Trump hafði sannað sig sem forseti og forsetatíð hans var farsæl. Engin stríð, efnahagurinn blómstraði, lítið atvinnuleysi og kaupmáttur almennt var góður. Allir hópar, líka minnihlutahópar, gekk vel.
Held að flestum Íslendingum sé illa við Trump, enda búið að mála hann sem mann sem er ekki húsum hæfur. Engin getur þó bent með rökum af hverju hann var svona vondur forseti (utan orðbragð hans). Íslenskir fjölmiðlar hafa copy/paste fréttaumfjöllun bandaríska megin fjölmiðla sem hefur hingað til verið mjög neikvæð gagnvart Trump og Repúblikana almennt. Eina sem Íslendingar ættu að hafa áhyggjur af, er hvernig samskiptin verða við Bandaríkin í kjölfar valdaskiptanna vestan hafs.
Meginfjölmiðlar eru búnir að missa allan trúverðleika gagnvart almenning og traustið er farið. Hvort þeir misstu trúverðleikan við að taka niður Trump eða nýja fjölmiðlabyltingin, með samfélagsmiðlana hafi þarna spilað megin rullu, er erfitt að segja.
Megin mistök almennings og fjölmiðla er að rugla saman persónu og pólitíska stefnu. Það heldur að maður sem er tungulipur og kurteis í tali sé góður leiðtogi. Raunveruleikinn er annar. Enginn verður leiðtogi nema að hafa bein í nefinu og vera valdafíkill. Persónan skiptir minna máli en pólitísk stefna hennar. Þori að fullyrða að allir stjórnmálaleiðtogar hafa einhver leyndarmál að fela.
Utanríkismál/alþjóðamál | 8.11.2024 | 10:49 (breytt kl. 10:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir sem fylgjast vel með bandarískri pólitík, komu þessi úrslit í nótt ekki á óvart. Kamala Harris reyndist vera gjörsamlega óhæfur frambjóðandi, ekki einu sinni með umboð frá eigin flokki, og hún ætlaði að beita sömu taktík og Joe Biden, að heyja kosingabaráttu úr kjallara. Harris misreiknaði sig illa, því að kjallara framboð var bara í boði í heimsfaraldri, ekki í venjulegu ástandi.
Bloggritari fylgist afar náið með bandarískri pólitík og veit enn ekki fyrir hvað Harris stóð fyrir. Hún skipti nefnilega um skoðun á öllum málum og hvort var hvað? En miðað við málflutning hennar áður en hún fór í núverandi framboð, stóð hún fyrir wokisma, lögleysu (defund the police), árásir á jarðneytisframleiðslu, opin landamæri, skattahækkunum, útdeilingu gæða til sérhópa úr tómum ríkissjóði, ístöðuleysi í utanríkismálum og miðað við þessar áherslu, myndi hún sóma sér vel í VG sem formaður.
Það er einn demókrati sem er mjög ánægður með úrslitin, en það er Joe Biden sem þurfti að þola valdarán, útskúfun og niðurlægðingu.Nú getur hann sagt: Þið hefðuð átt að halda ykkur við mig og ég hefði sigrað (sem ekki var það sem stefndi í).
Mikill munur verður á forsetatíð Trump miðað við þeirri fyrri. Nú þekkir hann alla, veit hvernig stjórnkerfið virkar, veit strax frá byrjun hverjir reynast vel og hverjir ekki. Hann er með mikla reynslu að baki og hann hefur utan forsetis tíðar sinnar unnið markvisst að styðja kandidata sem styðja hans stefnu innan Repúblikanaflokksins. Nú er svo komið að það er engin andstaða lengur innan flokksins og því verðu auðveldara nú að hrynda stefnu hans áfram. Það lítur út fyrir að Fulltrúadeildin haldist, Öldungadeildin fellur líka í skaut Repúblikanaflokksins og Hæstiréttur Bandaríkjanna er í höndum Repúblikana, 6-3.
Mál gegn Trump munu falla um sjálf sig. Hann mun vaða í spillta FBI og hreina ærlega innandyra, CIA fær líka útreið (varðhund djúpríkisins) og leyniþjónustan sem hefur átt í erfiðleikum með að halda honum á lífi, fær líka hreinsun. Djúpríkið verður áhyggjufullt vegna niðurskurðar framundan.
Milljónir manna verður hent úr landi, löglegir innflytjendur verða líka stöðvaðir og verður þetta fyrsta verk hans. Landamæraveggurinn heldur áfram að rísa og stjórnkerfið verður ærlega hreinsað.
Elon Musk hefur fengið það hlutverk að skera niður. Það er svaka niðurskurður framundan, 80% niðurskurður á ríkisútgjöldum og á stofnunum. Spara á 2-3 trilljarða dollara og ríkissjóður á að skila afgangi. Ef einhver getur þetta, er það Elon Musk.
Robert Kennedy mun taka til með heilsu Bandaríkjamanna sem er slæm almennt.
Bandaríkin verða mesta olíuveldi heims undir stjórn Trumps. Tollastefna tekur við gagnvart ESB og Kína. Skattalækknir og reglugerðir teknar og niðurskornar. Verðbólga mun lækka, sem og orkuverð og matvælaverð.
Lögleysa verður úr sögunni með öflugri löggæslu og Trump mun segja "sanctury cities" eða "verndar borgir" stríð á hendur.
Herinn fær sína sneið og hættir að vera woke her. Bandaríkin verða áfram í NATÓ, þrátt fyrir endurkomu Trumps, en NATÓ-ríkin verða að standa og sitja eins og hann segir.
Evrópa er ekki ánægð, a.m.k. í Vestur-Evrópu en Austur-Evrópa er þarna búin að fá bandamann gegn wokisma og opnum landamærum. Hvar Ísland stendur í þessu, veit enginn. Ekki einu sinni Trump sem hefur aldrei minnst á Ísland á nafn. Staða okkar verður því status quo, áfram útvarðar herstöð Bandaríkjanna.
Pútín segist ekki ætla að óska til hamingju en hann veit svo sem að sendinefnd fer á næstunni á fund hans til að leysa Úkraínustríðið. Hann er ánægður með það. Kínverjar hafa sætt sig við sína framtíð, búast við tollum og fresta Taívan ævintýri sínu líklegar þar til Trump endar sinn forseta feril.
Spurning hvernig Íran bregst við, því nú hafa Ísraelar opin skotleyfi á landið. Mun hugmyndafræðin taka yfirhöndina eða almenn skynsemi? Því að í næstu hrynu munu Ísraelar ráðast á kjarnorkuver Írans og olíuinnviði. Arabaríkin (súnní ríkin) munu kappkosta að styðja Ísrael, leynt og ljóst. Sádar eru einstaklega hrifnir af Trump.
Í stað þess að valdatíð Trump hefði verið 8 ár, ef hann hefði sigrað Joe Biden, stefnir í að valdatíð hans vari í 12 ár.
Trump er og verður Trump, kjaftaskur, víg reifinn en burt séð frá persónuleika göllum (og kostum), mun hann drífa Bandaríkin áfram eins og fyrirtæki. Vinstrið verður áfram móðgað en valdalaust næstu tvö árin.
Trump breytti Repúblikanaflokknum úr elítuflokki yfir í breiðan borgaraflokk, eins og Sjálfstæðisflokkurinn var einu sinni, flokk verkamanna og millistéttarinnar. Flokk sem allir kynþættir geta kosið. Repúblikanaflokkurinn er sannarlega Trump flokkur í dag.
Utanríkismál/alþjóðamál | 6.11.2024 | 16:22 (breytt kl. 18:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ljóst er að árás Ísraelshers á Íran var höfð í hófi, aðeins var ráðist á hernaðarskotmörk og andstæðingurinn meira segja aðvaraður fyrirfram um árásina. Svo vissir voru Ísraelmenn um að komast óséðir inn í lofthelgi Írans. Það svo raungerðist.
Samkvæmt fyrstu fréttum hafa Íranir gert lítið úr loftárásunum og virðist það benda til stiglækkun átaka...í bili. Það eru nefnilega allir að bíða eftir niðurstöðum forsetakosninganna þann 5. nóvember n.k. Og það skiptir máli hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Ef Kamala Harris verður næsti forseti, má búast við að það verði áfram kaós ástand í Miðausturlöndum. Arabar bera enga virðingu fyrir kvenkyns leiðtoga, þótt hún sé forseti Bandaríkjanna.
En ef Trump kemst til valda, þá er erfitt að spá í spilin. Annað hvort hræðir hann Íranir til að halda aftur af sér og átökum lýkur eða Ísraelmenn sjá þarna tækifæri til að ganga endanlega frá kjarnorkuvopnaáætlun Írana (sumir segja að Íranir séu komnir með kjarnorkuvopn nú þegar). Sum sé, líkurnar á áframhaldandi átök í Miðausturlönd eru tveir á móti þremur.
Utanríkismál/alþjóðamál | 28.10.2024 | 11:18 (breytt kl. 12:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvæmt fréttum hafa Ísraelmenn lofað stjórn Joe Biden að ráðast ekki á olíu skotmörk eða kjarnorku skotmörk. Er einhver sem trúir þessu? Hvernig Ísraelher hefur starfað síðan þetta stríð hófst, hefur vakið undrun og ótta andstæðingana. Bloggritari er nokkuð fróður um hernaðarsögu en hann man ekki eftir að nánast öll yfirstjórn óvina hafi verið tekin út, áður en herafli þeirra er útrýmt.
Ísraelmenn græða ekkert á því að eyða herstöðvar í Íran, það espir bara Írana upp. Ef hlustað er grannt á ísraelska fjölmiðla segja þeir að þetta sé sögulegt tækifæri til að taka út kjarnorku vopna framleiðslu Írana. Þeir síðarnefndu er líklega komnir með kjarnorkusprengjur en þeir þurfa að festa þær á eldflaugar sem þeir eiga reyndar nóg af. Óstaðfestar heimildir eru um kjarnorkuvopna sprengu tilraun fyrir nokkrum misserum. Það er nú eða aldrei fyrir Ísraelmenn en hvað það þýðir fyrir okkur hin og heimsfriðinn, það er annað mál að pæla í.
Utanríkismál/alþjóðamál | 15.10.2024 | 19:22 (breytt kl. 19:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dr. Philip sem allir þekkja fékk til sín tvo færustu líkamstjáningu sérfræðinga Bandaríkjanna til að meta frammistöðu allra sem komu fram í beinni útsendinguna kappræðna Harris og Trumps. Þeir mátu svo að Trump hafi staðið sig betur. En hann var greinilega á köflum reiður og hafði ímögu fyrir Harris. Það sást langar leiðir.
Annað athyglisvert er að umræðustjórarnir tveir voru greinilega á móti Trump ef marka má líkamstjáningu þeirra og hvernig þeir spurðu spurningarnar. Trump hafði því rétt fyrir sér að hann var í kappræðum við þrjá einstaklinga en ekki einn.
Umræðustjórarnir á CNN stóðu sig mun betur er Trump atti kappi við Biden. En úrslit kosninganna veltur ekki á þessum kappræðum. Fólk er þegar búið að ákveða sig hvern það ætlar að kjósa.
Utanríkismál/alþjóðamál | 13.9.2024 | 15:42 (breytt kl. 15:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Könnunargúrúinn Nate Silver og kosningaspálíkan hans gefur Donald Trump 63,8% líkur á að vinna kosningarnar í nýrri uppfærslu á nýjustu kosningaspá sinni á sunnudaginn, eftir að skoðanakönnun NYT-Siena College leiddi í ljós að fyrrverandi forseti leiddi varaforseta Kamala Harris um 1. prósentustig.
Harris hefur komið framarlega í nokkrum landskönnunum og sveiflukenndum ríkjum síðan hún tók við efsta sætinu. Hins vegar sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar NYT/Siena College, samkvæmt Silver, að niðurstöður skoðanakönnunarinnar staðfestu þá skoðun kosningalíkans hans að það væri breyting í skriðþunga í samkeppninni.
Könnun NYT/Siena háskólans leiddi einnig í ljós að fleiri kjósendur sögðu að Harris væri of frjálslyndur eða framsækinn í helstu stefnumálum en kjósendur sem sögðust telja Trump vera of íhaldssaman. Samkvæmt módeli hans á Harris aðeins 36% möguleika á að vinna kosninga fulltrúa ríkjanna 50 og í heildina leiðir hann Trump með 2,5 stig í meðaltali Silfurs á landsvísu.
Utanríkismál/alþjóðamál | 10.9.2024 | 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er erfitt að átta sig á efnahagspólitík Kamala Harris, því að hún hefur ekki birt hana á vefsetri sínu né haldið blaðamannafund síðan hún tilkynnti framboð sitt til forseta. Framboð Trumps bjó til vefsíðu fyrir Kamala Harris í hæðnisskyni þar sem raunveruleg stefna hennar og Joe Bidens er birt og hefur verið undanfarin fjögur ár. Það eru þó komnar vísbendingar um hvað hún ætlar að gera og það er að fara ofan í vasa skattborgaranna til að greiða niður reikninga sérvalda hópa. Dæmigerður sósíalismi sem er þarna á ferðinni.
Mest sláandi tillögurnar voru um afnám læknisskulda milljóna Bandaríkjamanna; "fyrsta" bannið við verðhækkunum á matvöru og matvælum (verðlagshöft sem að sjálfsögðu mun auka verðbólguna og búa til vöruskort, svartan markað og spillingu); þak á verði á lyfseðilsskyldum lyfjum; 25.000 dollara styrki fyrir fyrstu íbúðakaupendur; og barnaskattafsláttur sem myndi veita fjölskyldum $ 6.000 á hvert barn fyrsta árið í lífi barns. Allt kostar þetta og skattgreiðendur borga eða skuldir ríkisins aukast en þær eru orðnar stjarnfræðilega háar, svo háar að Bandaríkin eru tæknilega séð gjaldþrota.
En stefnuafstöðurnar sem hún kynnti benda til þess að hún muni halda áfram, ef ekki dýpka, umbreytingu flokksins undir stjórn Biden, sem ýtti undir árásargjarnari afskipti stjórnvalda í hagkerfinu í iðnaðar-, vinnu- og samkeppnismálum.
Ræður kosningabaráttu Harris höfðu að miklu leyti beinst að víðtækari þemum um að byggja upp betri framtíð, með þeim rökum að Donald Trump og repúblikanar væru að reyna að taka landið afturábak. Harris talaði einnig um "frelsi", þar á meðal æxlunarréttindi (fóstureyðingar), hjónabönd samkynhneigðra og kosningarétt.
Framboð hennar segir að áætlun hennar yrði greidd með sköttum á fyrirtæki og nokkra af tekjuhæstu einstaklingum landsins, ásamt öðrum tekjuöflun í fjárhagsáætlun Biden. Fyrirtækin munu velta aukasköttunum yfir í verðlag og það hækkar verðbólgu.
En það voru fáar aðrar upplýsingar, sem skilur eftir opnar spurningar um lokaverðmiðann og hættuna á meiri verðbólgu. Meira framboð húsnæðis, til dæmis, myndi í orði hjálpa til við að lækka verð með því að losa um markaðinn. En inneignir fyrir fyrstu íbúðakaupendur gætu virkað í gagnstæða átt með því að auka eftirspurn.
Enn verkin tala, ekki orðgjálfur. Ferill stjórnar Joe Biden, sem hún er hluti af, er ekki glæsilegur. Mikil verðbólga, hátt matvælaverð, hátt orkuverð og skortur á húsnæði hefur einkennt valdatíð þeirra og það sem er verra, gífurleg skuldasöfnun ríkisins og hnignun hersins.
Harris mun örugglega halda landamærum landsins opnum eftir sem áður, en 10 milljónir plús ólöglegra innflytjenda hafa streymt yfir landamærin með tilheyrandi vanda fyrir öll ríkin fimmtíu í valdatíð Joe Biden.
Utanríkisstefnan síðustu fjögur ár hefur verið ein hörmung, skelfilegur ósigur í Afganistan, tvö stríð brutust út á vakt Bidens, líklega vegna þess að enginn óttast Bandaríki Joe Bidens. Íran er að verða kjarnorkuríki, ef það er ekki orðið það og nú þegar í hálf opinberu stríð við Ísrael með fylgdarsamtökum sínum í Líbanon, Jemen og Gaza. Ef Harris kemst til valda, er næsta víst að Kínverjar láti verða af því að ráðast á Taívan og Íran komið í allsherjar stríð við Ísrael. Sannkölluð Asíustyrjöld, ef ekki heimsstyrjöld. Stríðið mun halda áfram í Úkraínu sem endar með sigri Rússa. Ekki glæsileg framtíð.
Utanríkismál/alþjóðamál | 26.8.2024 | 11:04 (breytt 27.8.2024 kl. 08:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggritari telur að í öllum kosningum í Bandaríkjunum eigi sér stað kosningasvindl. En spurningin er, voru þau nógu umfangsmikil 2020 til að breyta forseta kosningaúrslitunum? Dæmi hver fyrir sig en hér er athyglisvert myndband um meint svindl. Margar vísbendingar eru um svindl samkvæmt þessu myndbandi.
Utanríkismál/alþjóðamál | 25.8.2024 | 21:51 (breytt 26.8.2024 kl. 09:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er biðstaða alls staðar, hvar sem litið er á heimsmálin.
Úkraínumenn og Rússar eru að bíða eftir niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum, því þær skipta máli hvort samð verður um frið næsta misseri. Ef Trump kemst til valda, verður samið um frið en ef Harris kemst til valda, mun djúpríkið í Bandaríkjunum halda áfram að styðja Úkraínumenn. Hætta er á að Úkraínu verði skipt í tvennt varanlega. Pútín styður Trump á bakvið tjöldin, en Kínverjar og Íranir eru að reyna að eyðileggja framboð hans með hakki. Kínverjar óttast verndartolla stefnu Trumps en Íranir efnahagsþvinganir og Bandaríkjamenn styðji loftárásir Ísraela á kjarnorkuver landsins.
Harris skiptir ekki máli í neinum málum, hún hefur ekki það sem til þarf að vera leiðtogi. Hún getur orðið forseti, en enginn leiðtogi. Í raun tekur stjórnleysi við, wokismi, ofur skattlagning og ríkisafskipti, opin landamæri áfram og reynt að leyfa ólöglega innflytjendur að fá kosningarétt til að kjósa Demókrata.
Og það sem verra er, ef hún kemst til valda, fer allt í bál og brand í Miðausturlöndum, því að hún heldur áfram stefnu Biden/Harris í málefnum svæðisins, og hvað hefur hún leitt til? Miðausturlönd eru orðin að púðurtunnu, Íran heldur áfram sínu striki og ISIS í Afganistan, sem Biden missti og þar með álit Bandaríkjanna, hótar að færa starfsemi sína yfir landamæri til nágrannaríkja.
Ísraelar bíða eftir árás Írans. Öll merki eru um að árásin komi fljótlega. Hezbollah hefur yfirgefið höfuðstöðvar sínar í Beirút, Bandaríkjamenn hafa sent flotadeildir með 90 herskip, flugmóðuskip og kafbáta til svæðisins og það sem meira er, Ísraelsher er að undirbúa innrás í Líbanon með öllum þeim skelfingum sem því fylgir fyrir almenna íbúa. Pólitísk skilaboð hafa ekki fylgt hervæðingu Bandaríkjanna, Biden segir ekkert við Írani, hendur af eða....Íranir halda því áfram sínu striki. Þeir hafa fimm mánaða glugga ásamt öðrum harðstjórnaríkjum til að leyfa villtustu drauma sína rætast áður en vondi karlinn Trump sest hugsanlega aftur í forsetastólinn.
Það fréttist seinast af Biden í Delaware á sólarströnd, í fríi. Biden verður "lame duck" forseti í fimm mánuði, engir talar við hann, eða jafnvel hugsar um hann en hann er samt ennþá forseti Bandaríkjanna. Sum sé, kafteininn liggur í koju meðvitundarlaus á meðan skipið siglir í strand á sjálfstýringu. Efnahagurinn er kominn í niðursveifu og stutt í efnahagskreppu. Hver stjórnar Bandaríkin dags daga?
Af heimastöðvum er það frétta að fólk bíður eftir að Alþingi komi saman á nýju. Stóra spurningin er, mun ríkisstjórnin springa á haustmánuðum eða lifa til vors? Límið í stjórninni, Katrín Jakobsdóttir, er farin og fylgið með í ruslflokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að grafa eigin gröf með elítuforystu sína sem hefur ekki hlustað á grasrótina síðan 2015 en þá hætti hún að hlusta á hinn almenna Sjálfstæðismann sem ákvað í staðinn að taka sitt hafurtask og yfirgefa flokkinn, því flokkurinn yfirgaf hann.
Píratar halda áfram að vera óstjórnhæfir og spurningin er, hvað eru kjósendur flokksins að sækjast eftir hjá flokknum? Hann hefur reynst vera stækur vinstri öfgaflokkur, á móti allt og öllu en getur samt aldrei tekið ákvarðanir sjálfur. Af hverju? Jú, strútúrinn á flokknum er þannig að það er enginn raunverulegur formaður og stefnan hverju sinni fer eftir því hverjir eru í þingmannahópnum hverju sinni. Hvernig getur slíkur flokkur sitið í ríkisstjórn? Aðrir flokkar, Viðreisn og Framsókn eru þarna...einhvers staðar en það heyrist við og við í Flokk fólksins.
Það stefnir í sömu kosningaúrslit og á Bretlandi. Samfylkingin vinnur næstu kosningar líkt og Verkamannaflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð líkt og Íhaldsflokkurinn og Miðflokkurinn vinnur kosningasigur líkt og UK Reform, báðir tiltölulega nýlegir flokkar með sjarmandi leiðtoga við stjórnvölinn en stefnufastir. Kjósendur kunna að meta það. UK Reform og Miðflokkurinn hafa reynst skeinuhættir stjórnarandstöðuflokkar og væru öflugir stjórnarflokkar ef þeir kæmust til valda.
Utanríkismál/alþjóðamál | 14.8.2024 | 12:29 (breytt kl. 12:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Demókratar völdu sér varaforsetaefni fyrir Kamala Harris. Sagt er að innsta klíkan innan flokksins stjórnar í raun ferðinni um val á forseta og varaforseta.
Eins og þeir sem fylgjast grannt með, var framin "yfirtaka" fyrir nokkru er Joe Biden var rutt úr vegi er Demókrötum varð ljóst að hann ætti litla möguleika gegn Trump. Hann fékk í raun ekkert val. Búið var að skrúfa fyrir fjármagn til teymis Bidens og talið er að honum hafi verið settir úrslitakostir, annað hvort hættir þú við framboðið eða 25 ákvæði viðaukans við stjórnarskránna virkjaður.
Biden varð að gefa eftir en hann átti mótspil. Hann gaf Kamala Harris meðmæli sín. Nú var klíkan í vanda. Ætlunin var að hafa prófkjör, eins og Obama lagði til, en nú var það komið út í móann. Klíkan ætlaði sér losa sig við bæði við Harris og Biden, enda þau óvinsælasta forsetapar sögunnar. Hún óvinsælasti varaforseti sögunnar og Biden meðal þeirra óvinsælustu.
Demókratar urðu að fylkja sér á bakvið Harris og hún er nú orðin forsetaefni flokksins með núll prósent umboð almennra flokksmanna. Biden var búinn að tryggja sér 14 milljón atkvæða í prófkjöri Demókrata. Hún hefur ekkert atkvæði á bakvið sig.
Tíminn var of naumur til að fara í aðra hallabyltingu eða standa í innbyrgðis átök í flokknum. Nú hefur óvinsælasti varaforseti sögunnar valið sér varaforsetaefni. Hann heitir Tim Walz og er fulltrúi róttæka arms Demókrataflokksins. Trump skrifaði á samfélagsmiðli sínum: "Thank you" en óhætt er að segja að Repúblikanar séu kampakátir með þetta val.
Valið stóð á milli ríkistjóranna Tim Walz, ríkisstjóri Minnisóta og Josh Sharpiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu. Sharpiro er öflugri stjórnmálamaður en Walz, fulltrúi miðjuafla flokksins og ríkisstjóri ríkis sem getur farið á hvorn veginn í næstu kosningum. Minnisóta er öruggt ríki Demókrata í forsetakosningunum.
Þetta val kann að þykja óskynsamlegt en er skynsamlegt í augum Demókrata samkvæmt formúlu auðkenndapólitíkur þeirra. Það er nefnilega einn galli á gjöf Njarðar með Sharpiro, hann er gyðingur. Demókratar reyna allt sem þeir geta til að tryggja atkvæði bandarískra múslima en fjöldi þeirra skagar hátt upp í fjölda gyðinga í landinu. Samkvæmt Wikipedíu er íslam þriðja stærsta trúarbrögð Bandaríkjanna (1,34%), á eftir kristni (67%) og gyðingdómi (2,07%). Manntalið í Bandaríkjunum 2020 áætlaði að 1,34% (eða 4,4 milljónir) af mannfjölda Bandaríkjanna séu múslimar.
Þetta er tvíeggjað sverð, því að gyðingar hafa í gegnum tíðina frekar kosið Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn. Og gyðingar eru valdamiklir innan Demókrataflokksins. Þingmenn af gyðingauppruna á Bandaríkjaþingi eru margir. Frá og með 2023 eru níu öldungadeildarþingmenn gyðinga og 26 gyðingar í fulltrúadeildinni sem starfa á Bandaríkjaþingi. Og talið er að 7,5 milljónir gyðinga séu búsettir í Bandaríkjunum. Ætlar Demókrataflokkurinn að snúa baki við gyðinga og snúa sér að múslimum? Hvað munu kjósendur af gyðingauppruna gera?
En hvað um það, ætlunin hér er að fjalla um róttæklinginn Tim Walz. Ástæðan fyrir að Repúblikanar eru harðánægðir með Walz er að hann á sér dökka sögu. Í Minnisóta 2020 urðu einar mestu óeirðir í sögu Bandaríkjanna í kjölfar dráps blökkumannsins Floyd sem var í höndum lögreglunnar. Þetta gerðist á vakt Walz. Óeirðir vegna dauða Floyd í Minnesota leiddu fljótlega til eldheitra mótmæla um allt land, sem og siðferðis- og starfsmannavanda lögreglunnar sem heldur áfram enn þann dag í dag, og Walz hefur verið gagnrýndur fyrir að leyfa ringulreiðinni að vaxa með því að tefja fyrir sendingu þjóðvarðliðsins.
Fyrir komandi kosningar skiptir máli hvar Walz stendur í pólitískum skilningi. Þar er hann lengst til vinstri á litrófinu. Kíkjum á sex stefnumál hans. Byrjum á mál málanna fyrir Demókrata: Fóstureyðingar.
Sem ríkisstjóri staðfesti Walz sig sem bandamann réttindahreyfingarinnar fyrir fóstureyðingar, einkum með því að setja lög sem festu "frjósemisfrelsi" í stjórnarskrá ríkisins. Fóstureyðing er lögleg hvenær sem er á meðgöngu í ríkinu. Undir hans eftirliti afnam ríkið aðrar takmarkanir, þar á meðal sólarhrings biðtíma fyrir fólk sem leitar að fóstureyðingu, og samþykkti lög sem ætlað er að verja heilbrigðisstarfsmenn og sjúklinga í Minnesota frá saksókn í tengslum við fóstureyðingar í öðrum ríkjum.
Watz er fylgjandi LGBTQ+ réttindi. LGBTQ+ samtökin hafa klappað fyrir Harris fyrir að hafa valið Walz. Á þingi stóð hann með afnám laga um varnir hjónabands og kaus stöðugt með LGBTQ+ réttindum, eins og niðurfellingu á "Do not Ask, Do not Tell," sem bannaði LGBTQ+ þjónustu í hernum.
Velferð barna. Walz hefur verið ötull talsmaður umönnunarstarfsmanna og umönnunaraðila og sagt að það hafi verið markmið sitt að gera Minnesota að besta ríkinu til að ala upp fjölskyldu. Á síðasta ári skrifaði hann undir lög um launað fjölskyldu- og sjúkraleyfi sem veita starfsmönnum 12 vikur á 90 prósent af launum til að sjá um nýfætt eða veikan fjölskyldumeðlim. Starfsmenn fá 12 vikna frí til viðbótar til að jafna sig eftir alvarleg veikindi. Lögin innihalda sjaldgæft ákvæði sem kallast "öruggur tími" fyrir eftirlifendur heimilisofbeldis, sem fólk getur notað til að finna öruggt húsnæði, fá verndarúrskurð eða fara fyrir dómstóla.
Fötlun og öldrun. Sem ríkisstjóri hafði Walz umsjón með 31 prósenta launahækkun fyrir starfsmenn heimahjúkrunar og 1.000 dollara varðveislubónus, sem náðist með samningaviðræðum milli embættismanna ríkisins og Alþjóðasambands þjónustustarfsmanna. Þessi aukning innihélt einnig fjölskyldu umönnunaraðila fatlaðra og eldri fullorðinna, sem hægt er að greiða í gegnum neytendastýrða umönnun ríkisins.
Menntunarmál. Walz, fyrrverandi sögukennari, var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2006 og var trúr rótum kennara síns. Eitt af stærstu afrekum hans sem ríkisstjóri var lög sem hann undirritaði árið 2023 sem gerði Minnesota að einu af aðeins sex ríkjum þá til að bjóða upp á ókeypis hádegismat fyrir nemendur í opinberum skólum.
Lög um byssur. Á innan við 10 árum hefur Tim Walz farið frá því að fá meðmæli og framlög frá National Rifle Association (NRA) yfir í að fá "F" stöðu frá skotvopnasamtökunum.
Sem ríkisstjóri undirritaði Walz ýmsar öryggisráðstafanir fyrir byssur í lög, þar á meðal alhliða bakgrunnsathuganir, lög um "rauða fána" sem leyfa löggæslu eða fjölskyldumeðlimum að biðja dómara ef áhyggjur eru af notkun einhvers á skotvopnum og harðari refsiaðgerðir fyrir fólk. lent í því að kaupa skotvopn fyrir einhvern sem er óhæfur til að eiga byssu.
Í augum Íslendinga er pólitík Walz bara fín og hann meira segja gæti boðið sig fram fyrir Sjálfstæðisflokksins, ef hann kysi. En í augum margra Bandaríkjamanna eru skoðanir hans róttækar. Demókrataflokkurinn er reyndar orðinn róttækur vinstriflokkur og Walz í raun passar vel inn í hugmyndafræði hans. Ef til vill munu óeirðirnar í Minnisóta 2020 reynast honum meiri fjötur um fót en pólitík hans.
Fylgjendur Demókrata voru byrjaðir að opna kampavínsflöskurnar er Harris komst í fyrsta sinn í skoðanakönnunum lítillega yfir Trump. En þeir ættu aðeins að bíða lengur áður en þeir drekka úr flöskunum. Hinn almenni Bandaríkjamaður á eftir að heyra i Harris, hún hefur ekki haldið blaðamannafund síðan hún var forsetaefni, bara fámenn rallý og því meira sem hún talar og hlær, verður hinn almenni og óráðni kjósandi afhuga henni.
Í raun er allt í kalda koli hjá ríkisstjórn Bidens. Hann er þegar afskrifaður, heyrist ekkert í honum og Repúblikanar hættir að tala um hann. Hann verður á ís til 20. janúar 2025 er hann yfirgefur embættið rúinn trausti.
Og ekki lítur staðan vel út fyrir Demókrata. Efnahagslægð er að hefjast í landinu, verðbréfamarkaðir að falla, verðbólga helst há, atvinnuleysi fer hækkandi, matvælaverð himinhátt sem og orkuverð. Kosningamál forsetakosninganna er opin landamæri stefna Demókrata og efnahagsmál. Á báðum sviðum eru Demókratar með allt niður um sig.
Erlendis hafa Bandaríkjamenn misst tökin, bæði í Úkraínu og Miðausturlöndum. Antony Blinken æðir á milli ríkja í Miðausturlöndum og grátbiður um frið en enginn hlustar á hann. Ef meiriháttar stríð brýst út á næstunni og efnahagssamdrátturinn verður viðvarandi, er útlitið svart fyrir Kamala Harris og Demókrata almennt.
Ríkisstjórn Bidens hefur ekki komið saman síðan í október 2023 og enginn veit hver raunveruleg stefna stjórnar Bidens er, ekki einu sinni hann sjálfur. Á meðan stjórnar skuggaráðuneyti innanlands- og utanríkispólitík Bandaríkjanna.
Utanríkismál/alþjóðamál | 7.8.2024 | 12:10 (breytt kl. 12:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020