Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Trump vinnur ókeypis fyrir bandarísku þjóðina

Það eru fáir sem vita að Donald Trump hefur einn forseta hafnað launum.  Bandaríkjaforseti hefur um $400K á ári fyrir utan $50K á mánuði fyrir daglega eyðslu. Í fyrri forsetatíð Trumps vann hann vanþakklát starf fyrir bandarísku þjóðina, ofsóttur allan tímann. Samt kemur hann til baka. Hvers vegna?   Ekki er það vegna fátæktar, hann er moldríkur milljarðamæringur og hann tapaði stórfé á meðan hann var forseti.

Á fyrsta kjörtímabili sínu sem forseti (2016–2021) varð Donald Trump fyrir miklu persónulegu fjárhagstjóni. Samkvæmt Forbes lækkaði áætluð eign hans um um það bil 1 milljarð dala, úr 4,5 milljörðum dala árið 2016 í um 2,4 milljarða dollara árið 2021. Þessi samdráttur var rakinn til nokkurra þátta, þar á meðal minnkandi tekjur af hótel- og fasteignaviðskiptum hans, að hluta til vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Önnur ástæða var neikvæð áhrif á vörumerki hans vegna pólitískra deilna. Svo var víðtækur samdráttur á lúxus fasteignamarkaði, sérstaklega í New York borg.

Þrátt fyrir þetta tap var auður Trump enn umtalsverður, fyrst og fremst á rætur sínar í fasteignasafni hans og öðrum viðskiptafyrirtækjum.

Trump var spurður að því í nýlegu sjónvarpsviðtali hvort hann muni þyggja laun næsta kjörtímabili og svarið var nei. Athugum að í millitíðinni var hann á eftirlaunum og enn án þess að þyggja greiðslur.

Hvað er það þá sem rekur hann áfram?  Ærumissir, töp í dómsmálum, tekjumissir og hótun um fangelsi í tugi ára hefur hann þurft að búa við síðan hann hóf pólitískan feril.  Íslendingar sem hafa lært að "hata" hann í gegnum bandaríska fjölmiðla, gera sér ekki grein fyrir hvað hann var áberandi persóna í bandarísku þjóðfélagi og vinsæll.  Oprah Winfrey var t.d. vinkona hans, Clinton hjónin og fleiri demókratar en hann varð person non grata eftir að hann bauð sig fram fyrir repúblikana og hann kallaður trúður!

Margoft í gegnum tíðina var hann spurður út í pólitík og hann hafði sína skoðun. Það skein og skín í gegn stolt hans af Bandaríkjunum. Þá býsnaði hann yfir velgengni Japana en nú eru það Kínverjar. Sumir telja að hann hafi ákveðið að fara í pólitík þegar Obama niðurlægði hann í gala veislu en þá hafði Trump gert athugasemdir við ríkisborgararétt hins síðarnefnda.

Trump er gríðarlega metnaðarfullur, fullur sjálftraust sem kaupsýslumaður og hann hefur á ákveðnum tímapunkti að taka við stærsta "fyrirtæki" heims, Bandaríkin og ná árangi. Að sjálfsögðu er hann að búa til arfleifð um sjálfan sig. Hann ætlar að fara í sögubækurnar sem bjargvættur Bandaríkjanna. En hann greinilega "elskar" Bandaríkin, vei óvinum þeirra!

Við erum í miðri sögu, saga Trumps er hálfnuð. Nú þegar hefur myndast goðsögn í kringum manninn, enda lifað af tvær morðtilraunir (sem er líka einstakt í sögunni). Hann ætti ekki að vera hérna á meðal okkar en er samt.

 


Að skera niður ríkisútgjöld

Musk og Ramaswarny hafa fengið það hlutverk að skera niður ríkisútgjöld bandarísku alríkisstjórnarinnar en það er hægara sagt en gert.

Samkvæmt frétt CNBC í seinustu viku eyddi alríkisstjórnin árið 2023 samtals 6.1 billjón Bandaríkjadala í alríkis kostnað, samkvæmt fjárlagaskrifstofu þingsins sem er óflokksbundin. Af þessum 6,1 billjónum dala voru um 3,8 billjónir dala þegar útilokaðir vegna niðurskurðar á fyrsta degi, lagalega skylt að fara í lögboðnar útgjaldaáætlanir eins og almannatryggingabætur fyrir starfsmenn á eftirlaunum, Medicare umfjöllun og lífeyrir fyrir uppgjafahermenn.

Eftir það voru u.þ.b. 650 milljarðar dollara settir til hliðar til að greiða vexti af ríkisskuldinni.

Þetta skildi eftir 1,7 billjónir dala fyrir allt annað, þekkt sem valbundin fjármögnun. 805 milljörðum dollara af þessu var eytt í landvarnir, að mestu ósnertanlegur pottur af peningum. Að lokum var afganginum skipt niður á alríkisdeildirnar sem sinna miklu af sýnilegu, daglegu starfi stjórnvalda og stofnanna.

Það er því ljóst að ekki verður hægt að skera niður $2 billjónir dollara. En það er hægt að skera niður og það er viðurkennt. Það fer t.d. $150 milljarðar í hælisleitendur árlega, tugir ef ekki hundruð milljarðar í stríðið í Úkraínu og nú ætlar að Biden að henda $1 milljarð í aðstoð handa Afríku.  Á meðan eru ríkisskuldirnar komnar í $36 trilljónir dollara.

En Trump liðar ætla ekki bara að skera niður, það á líka að búa til tekjur fyrir ríkissjóðinn. Og það þrátt fyrir skatta lækkana áætlun sem á að raungerast þegar á næsta ár. Það er gert með því að setja efnahagskerfið á yfir snúning og þar skiptir orku kostnaður miklu máli enda knýr hann atvinnulífið. Einnig að afreglu gera regluverk fyrir atvinnulífið, setja tolla á vörur frá andstæðingum Bandaríkjanna, svo sem á kínverskar vörur o.m.fl. Það á sem sé að stækka þjóðarkökuna.

Tekjuskattur var komið á 1913 en áður voru það tollar sem aðaltekjulind alríkisstjórnarinnar. Það er hægt að afla tekjur á annan hátt, t.d. með virðisaukaskatti. Á Íslandi er hæsta skatttekjumarkið 46%! Er þetta ekki rán?

 



Hver á Donbass og Krímskaga? Hver á hvað yfirhöfuð?

Bloggritari lenti í skemmtilegum rökræðum um hver á hvað í Úkraínu. Spurningunni um Krímskaga reyndi hann að svara í upphaf núverandi átaka fyrir rúmum tveimur árum.  Engar fyrirfram ákveðnar niðurstöður gefnar, eða rökum safnað fyrir aðra hlið, bara eins og á að vera í sagnfræðilegum rannsóknum, gögnum safnað og niðurstaða fundin. 

Niðurstaðan kom á óvart og þó ekki. Krímskagi tilheyrir Rússlandi sögulega séð. Sjá hér: Hver á Krímskaga? Persónulega er ritara nákvæmlega sama hver á hvað. En fullyrðingar verða vera réttar og niðurstöður líka.

En hér kemur vandinn, við hvaða ártal eða öld á að miða þegar talað er um eignarrétt ríkis á landsvæði í Evrópu?  Hér á þessu bloggi hefur margoft verið komið inn á að landamæri Evrópu eru fljótandi í bókstaflegri merkingu. Líkja má þessu við bútasaum í teppi sem sífellt er verið að bæta við, taka úr eða stækka. Eru til dæmis núverandi landamæri Þýskalands réttlát? Held að fáir Þjóðverjar taki undir það. Eða landamæri Spánar, þar sem Baskar hafa gert tilkall til eigin lands eða Katalónía? Eða eru Danir ánægðir með sín landamæri o.s.frv. Meira segja í eyríki eins og Bretland, hafa landamærin verið síbreytileg. Get haldið áfram á nokkrum bls. en sný aftur til Rússlands.

Hvað er Rússland? Landið er sambandsríki, líkt og Þýskaland. Innan ríkisins eru mörg sjálfstjórnarríki og sum þeirra krefjast sjálfstæðis. Kíkjum á nokkrar kröfur: Koenigsberg: 72,1% fyrir sjálfstæði frá Moskvu, 27,9% á móti. Ingria: 66,2% með sjálfstæði, 33,8% á móti. Kuban: 55,7% fyrir sjálfstæði, 44,3% á móti. Síbería: 63,9% fyrir sjálfstæði, 36,1% á móti. Hér erum við ekki einu sinni að tala um viðurkennd sjálfstjórnarsvæði heldur kröfur íbúa! Og þjóðir og kynþættir í Rússlandi eru fleiri en ætla mætti. 

Kíkjum á uppbyggingu Rússlands í núverandi mynd: Rússneska sambandsríkið inniheldur 21 lýðveldi, 9 landsvæði, 46 svæði, 1 sjálfstjórnarsvæði, 4 sjálfstjórnarumdæmi og 2 borgir sem falla undir sambandsríkið: Moskvu og St. Pétursborg.  Líkt og Kína hefur Rússland haft breytileg landamæri í gegnum söguna. Öll svæði innan þeirra geta gert kröfur um sjálfstæði.

En Rússland á það sammerkt með Kína og Bandaríkin, að hafa þrátt fyrri töp stækkað hægt og bítandi í gegnum aldir.  Nú eru öll þessi ríki stórveldi og risaríki (get bætt við Indland ef menn vilja). Og þau vilja öll meira landsvæði (líka Bandaríkin sem þykjast ekki vilja meira - minni á tillögðu um kaup á Grænland og ótal tilköll til smáeyja í Kyrrahafi).

Komum aftur að Donbass, hver á svæðið? Þá verður að svara þeirri spurningu, hver eru raunveruleg landamæri Úkraínu? Þessari spurningu er nánast vonlaust að svara. Landið hefur eins og öll Evrópuríki tilheyrt hinu og þessu ríkjum í gegnum söguna, stækkað eða minnkað.

Reyndum samt að koma böndum á umfjöllunarefnið: Á 14. og 15. öld varð meirihluti úkraínskra landsvæða hluti af stórhertogadæminu Litháen, Rúteníu og Samogítíu, en Galisía og Zakarpattía féllu undir stjórn Pólverja og Ungverja. Litháen hélt staðbundnum rúþenskum hefðum og var smám saman undir áhrifum frá rúþenskri tungu, lögum og menningu, þar til Litháen varð sjálft undir pólskum áhrifum, í kjölfar sambands Krewo og sambands Lublin, sem leiddi til þess að tvö lönd sameinuðust í pólsk-litháíska samveldið og skildu eftir úkraínska. lönd undir yfirráðum pólsku krúnunnar. Á sama tíma var Suður-Úkraína undir yfirráðum Gullna hjarðarinnar og síðan Krímskanatsins, sem var undir vernd Tyrkjaveldisins, stóru svæðisveldisins í og við Svartahafið, sem hafði einnig nokkur af sínum eigin svæðum sem stjórnað var beint.

Það er því ljóst að engin niðurstaða fæst af þessari söguskoðun en athyglisvert er að t.d. Pólverjar renna hýru auga til Vestur-Úkraínu ennþá daginn í dag sem og fleiri lönd.

Við verðum að fara nær í tímann og líta sérstaklega á Donbass svæðið. Hér koma upplýsingar af netinu - Wikipedía: "Svæðið hefur verið setið um aldir af ýmsum hirðingjaættkvíslum, svo sem Skýþum, Alana, Húnum, Búlgarum, Pekksekkum (e. Pechenegum), Kipsakka, Túrkó-Mongólum, Tatörum og "Nogais" sem ritari kann ekki að þýða. Svæðið sem nú er þekkt sem Donbas var að mestu óbyggt þar til á síðari hluta 17. aldar, þegar Don kósakkar stofnuðu fyrstu varanlegu byggðirnar á svæðinu."

ChatGPT kemur með sömu niðurstöðu en segir svo: Svæðið komst undir rússneska heimsveldið (seint á 17. öld - 1917). Smám saman jókst rússnesk yfirráð yfir Donbas hófst seint á 17. og 18. öld sem hluti af herferðum Rússlands gegn Ottómanaveldi og Krímskanata.  Katrín mikla stuðlaði að landnámi og iðnvæðingu seint á 18. öld, bauð þangað erlendu starfsfólki og þróaði kolanám.

Þá komu kommúnistar til sögunnar og Sovétríkin urðu til. Til varð Úkraínska alþýðulýðveldið (1917–1920). Í rússneska borgarastyrjöldinni skipti svæðið margoft um hendur milli úkraínskra hersveita, hvít Rússa og bolsévika. Bolsévikar treystu að lokum yfirráðin og Donbas varð hluti af úkraínska sovéska sósíalíska lýðveldinu innan Sovétríkjanna. Innan sama ríkis - Sovétríkin - voru bæði núverandi ríki Úkraína og Rússland. Þá varð svæði iðnaðarmiðstöð (1920–1991). Donbass varð mikil iðnaðar- og námumiðstöð undir stjórn Sovétríkjanna, óaðskiljanlegur hluti af efnahag ríkjasambandinu.

Svo hrundu Sovétríkin. Eftir fall Sovétríkjanna urðu Donbashéruðin tvö hluti af sjálfstæðri Úkraínu. Hins vegar, sterk söguleg tengsl þess við Rússland og umtalsverða rússneskumælandi íbúa, gerðu það menningarlega og pólitískt aðgreint frá öðrum landsvæðum í Úkraínu. Samdráttur í efnahagslífinu á tíunda áratugnum leiddi til ólgu og óánægju á svæðinu og endaði með Eftir Euromaidan-byltinguna 2014 í Úkraínu og innlimun Rússa á Krím, lýstu aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum yfir sjálfstæði í hlutum Donetsk og Luhansk héruðanna.Rússar studdir þessa uppreisnaraðila - Donetsk alþýðulýðveldið (DPR) og Luhansk alþýðulýðveldið (LPR) - hafa stjórnað verulegum hluta svæðisins síðan þá. Átökin stigmagnuðust í allsherjar stríð með innrás Rússa í Úkraínu árið 2022, þar sem Moskvu sögðust innlima svæðin í september 2022 og hér standa málin stálin stinn er þetta er ritað.

Athyglisverðasta niðurstaða um landamæradeilu Evrópuríkja kom í kjölfar ósigurs Napóleons Í Napóleon styrjöldunum með Parísar friðargjörðinni 1814-15. Segja má að þessi niðurstaða ætti að endurspegla að mestu raunveruleg landamæri Evrópuríkja (tek ekki með sameiningu ríkja sem síðar urðu Þýskaland og Ítalía). Þarna skapaðist hundrað ára friðartímabil. Önnur niðurstaða varð í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og skapaði bara 70 ára friðartímabil (Júgóslavíu stríðið var borgarastyrjöld) enda þau landamæri sköpuð með ofbeldi, ekki friðarsamningi líkt og í París 1815.

Stríðið í Úkraínu í dag er bein afleiðing upplausnar heimsveldisins Sovétríkin 1991. Niðurstaðan er ekki enn komin hjá flestum, ef ekki öllum fyrrum 15 Sovétríkjunum. Skammsýni stjórnmálamanna hefur leitt til núverandi stríðs. Hægt hefði verið eins og gerðist 1991 að leysa ágreiningsmál diplómatískt.

Rússland í núverandi mynd hangir á bláþræði í bókstaflegri merkingu. Rússar hafa ekki efni á að tapa þessu stríði, því annars getur allt farið í bál og brand innanlands.

Varðandi landamærakröfur, þá verða allar Evrópuþjóðir að miða við ákveðið tímabil og fara ekki of langt aftur í tímann. Mörg eru gerviríkin í Evrópu, Belgía og Holland eru dæmi. Kannski best að taka 19. öldina sem viðmið og fyrirmynd?

Spurningin um hver á Donbass svæðið er hreinlega pólitísk. Varanleg niðurstaða kemst á ef samið er diplómatískt líkt og í París 1815. Þvinguð landamæri líkt og komust á í lok seinni heimsstyrjaldar leiða ekki til varanlegan friðar (sbr. upplausn Júgóslavíu og Úkraínu). Það kraumar víðsvegar um Evrópu óánægja (dæmi um það er Kósóvó). Getur meistari samninganna Donald Trump komið á varanlegum friði?

P.S. Núverandi utanríkisráðherra mætti fara í sögunám áður en hann (hún) rífur kjaft um deilumál Evrópuríkja um landamæri. Þetta er púðurtunna sem Íslendingar hafa sloppið við að taka þátt í gegnum aldir vegna þess að við eru norður í ballarhafi og getað slepp að hafa standard her. Hún á að láta málefni Georgíu og Úkraínu í friði sem og önnur deilumál. Við erum engir beinir þátttakendur í Evrópu pólitíkinni, sem betur fer. Og við ættum að varast að dragast inn í þau með að ganga í ESB. Það bandalag getur hæglega breyst í hernaðarbandalag eins og sumir Evrópu leiðtogar láta sig dreyma um.

Að lokum, það skortir sérfræðiþekkingu í stjórnkerfið. Inn í það velst lögfræðinga stóð sem hafa bara vit á lögum en þeir vita lítið um alþjóðastjórnmál, sagnfræði eða hernaðarfræði. Þess vegna væri gott að endurreisa Varnarmálastofnun sem gæti sinnt og deilt rannsóknar- og ráðgjafaþættinum til misvitra ráðherra. Þetta á sérstaklega við um utanríkisráðuneytið.


Varnarmálastofnun eða varnarmálaráðuneyti?

Ég renndi yfir bók Arnórs Sigurjónssonar, "Íslenskur her" í fyrsta sinn í vikunni.  Því miður var ekki mikill efniviður í henni, bókin um 56 bls. á íslensku og annað eins á ensku. Hún snýst um hugrenningar hans um stofnun íslensks hers og stofnun varnarmálaráðuneytisins.

Ég starfaði hjá utanríkisráðuneytinu um árabil og var þar starfandi er fagnað var 50 ára afmæli varnarsamningsins 2001. Ég tók þátt í að búa til afmælisrit - smárit í tilefninu sem og ljósmyndasýningu.  Ég kynntist því starfi varnarmálaskrifstofunnar af eigin hendi, varð þeim innan handa enda menntaður "hernaðarsagnfræðingur". Ég kynntist líka Varnarliðinu og fulltrúa þess.

Mér fannst störfin sem unnin voru á skrifstofunni fagleg og meira segja var þá liðsforingi starfandi á skrifstofunni. En vægi skrifstofunnar var þá ekki mikið. Menn prískuðu um að það væri kannski 10 ár í að menn láti verða af því að stofna íslenskan her en ekkert bólar á honum ennþá.   

Ég reyndist sannspár í skýrslu árið 2000 að Bandaríkjaher væri að huga að því að týgja sig í burt, sem raungerðist 2006. Ég mat það svo að varnir Íslands væru á forsendum Pentagons, ekki Íslands sem reyndist rétt. Bandaríkjaher réði ekki við að standa í tveimur stríðum samtímis og dró sig í burt einhliða.  Ekkert hefur breyst síðan, herstöðin á Keflavíkurflugvelli er rekin á hálfu dampi eins og gert var milli 1945 og 1951, nokkuð hundruð manns starfandi og fljótandi á milli Bandaríkjanna og Íslands.

Árið 2005 lagði ég til í blaðagrein í Morgunblaðinu að varnarmálastofnun yrði stofnuð sem og gerðist síðar en fljótleg niðurlögð. Mikil mistök. Síðan þá hafa þrír aðilar deilt með sér varnamálaflokkinn, Landhelgisgæslan, Ríkislögreglustjóri og varnarmálaskrifstofan og verkaskiptingin óljós og gert til bráðabirgða en hefur staðið óbreytt allar götur síðan.   Njáll T. Friðbergsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins reyndi á síðasta þingi að koma í gegn stofnun Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála en án árangurs að ég best veit.

Ég tel að bæði Njáll og Arnór nálgist málið á röngum forsendum. Ekki er þörf á varnarmálaráðuneyti á meðan það er enginn íslenskur her. Ekki er þörf á rannsóknarsetri (á vegum HÍ) þegar varnarmálastofnun getur sinnt þessu hlutverki.  Varnarmálastofnun er það sem við þurfum á að halda og endurreisa.  Hlutverk þess væri þríþætt:

1) Samþætting varnarmála og málaflokkurinn tekinn úr höndum ofangreindra þriggja aðila. Varnarmál eru bæði innanríkis- og utanríkismál.  Stjórnsýslulega óreiðan sem nú ríkir úr sögunni.

2) Fræðilegar rannsóknir á öryggis- og varnarmálum sem sífellt væru í gangi.

3) Forvirkar ,,njósnir" eða leyniþjónusta (verst að það er ekki til annað hugtak).  Allir herir í heiminum hafa leyniþjónustu. Það er enginn James Bond glamur yfir þessari starfsemi ef menn halda það, heldur hrein og bein upplýsinga leit, mat og ráðgjöf til stjórnvalda. 

Nú er að sjá hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn. Kemst málið á skrið eða áfram hunsað?  Það fer eftir því hvort að Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda eða ekki. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún og Njáll, hafa skilning á málaflokknum og vilja til að gera eitthvað í málinu. Aðrir flokkar þeigja þunnu hljóði.

Á meðan er engin fagleg vinna unnin af sérfræðingum og mat á öryggis- og varnarmálum í skötulíki.


DV gengið í lið með ESB aðildar sinnum - hræðsluáróður korteri fyrir kosningar

Nú er DV farið á flug eins og fuglinn Íkarus. Nú láta Evrópusambandsinnar sig dreyma um að Norðmenn séu á leiðinni í ESB með breyttri alþjóðlegri stöðu og tekur DV undir þetta. Forsendurnar eru langsóttar.

Ímyndað er að Bandaríkjamenn yfirgefi einu bandamenn sína í heiminum, Evrópuþjóðirnar, sem hafa alltaf staðið með Bandaríkjunum og yfirgefi NATÓ einhliða.

Trump getur ekki yfirgefið NATÓ, því að Evrópa er fyrsta vörn Bandaríkjanna gegn árásum úr austri og suðaustri. Frá Rússland og alla leið niður í rauða hálfmánann.  Án Evrópu væru Bandaríkjamenn í vondum málum. Austurströndin berskjölduð og það væri enginn Noregur til að loka fyrir kafbátaferðir Rússa fyrir Kólanskagann, (og ekkert Ísland né GIUK hliðið) væri austurströndin galopin. Helstu birgðastöðvar Bandaríkjanna fyrir næsta stríð eru einmitt í Noregi. Keflavíkurflugvöllurinn er framlínu herstöð sem brjálæði væri að yfirgefa að fullu eða herstöðvarnar í Noregi eða Bretlandi. 

Annað mál er með vesturströnd Bandaríkjanna, þar er hið gríðarlega stóra haf, Kyrrahafið, nokkuð góð vörn. Þannig að reyna að tengja NATÓ - aðild Evrópuþjóða við EES- saminginn eða inngöngu í ESB er fjarstæðukennt.

Noregur er í sömu stöðu og Sviss, forríkt land, fjallaland með góðar varnir og eru bæði ríkin í góðri stöðu gagnvart Evrópusambandinu.

Í grein DV segir að Norðmenn telji sig þurfa að sækja um inngöngu í ESB ef Ísland færi í ESB. Þarna er blaðamaðurinn að hlusta á norska ESB-aðildarsinna, ekki raunverulegan vilja almennings. Ef eitthvað er, þá eru Íslendingar og Norðmenn í verri stöðu ef Trump ætlar sér að fara í tollastríð við ESB. Hann er búinn að hóta því að leggja 10% tolla á sambandið sem hann gerir örugglega. Þessi tollar munu ekki falla á Ísland eða Noreg eða aðrar EFTA þjóðir, því við erum ekki í sambandinu. Noregur og Ísland eru of mikilvæg lönd fyrir varnir austurstrandar BNA að þeir geri eitthvað svo heimskulegt.

ESB hefur 5% af mannkyninu innanborðs og það kemur ekki í stað ótal fríverslunarsamninga sem Ísland/EFTA hafa gert. Íslendingar hafa gert fríverslunarsamninga við ótal ríki, sjá fyrri grein mína.

ESB, EES og fríverslunarsamningar

Og staða Íslands gagnvart efnahagsveldið Bandaríkin er nokkuð góð. Ísland hefur sérstaka stöðu samkvæmt svokölluðum Normal Trade Relations (NTR) tollakjörum (áður nefnt Most Favoured Nation, MFN). Þessi staða tryggir Íslandi betri viðskiptakjör en mörgum öðrum ríkjum utan WTO eða ríkjum sem ekki njóta NTR-tollkjara. En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Engir tollar eru á mörgum vörum. Bandaríkin leggja almennt enga tolla á margar íslenskar útflutningsvörur, sérstaklega iðnaðarvörur og sjávarafurðir, vegna NTR-tollkjara. Þetta gerir íslenskum fyrirtækjum kleift að flytja vörur til Bandaríkjanna á hagkvæmari hátt en mörg önnur lönd.

NTR-staðan er byggð á reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), þar sem Ísland og Bandaríkin eru bæði aðilar. Þetta þýðir að Ísland nýtur sama tollakosts og önnur ríki sem hafa NTR-stöðu, nema sérstaklega samið hafi verið um annað.

Engin undanþága frá sérsköttum. Þó að tollar séu ekki lagðir á margar íslenskar vörur, þarf Ísland að greiða innlenda skatta (að sjálfsögðu!), líkt og bandarískir framleiðendur. Þetta eru gjöld sem Bandaríkin leggja almennt á allar vörur, hvort sem þær eru innfluttar eða framleiddar innanlands. Til dæmis fellur excise tax (sérskattur) undir þetta, sem allir framleiðendur og innflytjendur þurfa að greiða.

Ísland nýtur þess að vera í hópi ríkja sem fá bestu kjörin í tollum, njóta því ákveðin samkeppnisforskot gagnvart mörgum öðrum þjóðum, nema þau ríki sem hafa undirritað tvíhliða fríverslunarsamninga við Bandaríkin.

Er ekki kominn tími á að Evrópusinnar hætti að beygja sannleikann í áróðri sínum? Það er mjög erfitt fyrir venjulegan borgara að átta sig hver fullur sannleikur er, oft er otað að honum hluta af heildarmyndinni, en kostir og ókostir aldrei bornir saman.

Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun


Einka utanríkisstefna núverandi utanríkisráðherra

Bloggritari verður ávallt áhyggjufullur er hann sér að núverandi utanríkisráðherra er að tjá sig í fjölmiðlum.  Það er næsta öryggt að nýmæli eru á ferðinni þegar hann opnar muninn um alþjóðamál.

Allir þekkja einkastríð ráðherrans gegn Pútín, diplómatastríðið sem hann háði án þess að spyrja kóng eða prest. Svo eru það frægu vopnasendingarnar til Úkraínu sem nema meira en fjármagnsgatið sem Landhelgisgæslan er að biðja stjórnvöld um að fylla. Fáir vita af því að það á að senda 1,5 milljarða króna á næsta fjárlagaári til stríðs sem er tapað og samið verður um friður á útmánuðum næsta árs. Á meðan er eina eftirlitsvél LHG kyrrsett, vegna þess að það eru ekki til peningar til að gera við tærða hreyfla vélarinnar.

Svo eru það kosningaafskiptin í Georgíu, smá ríki í Kákasus sem fæstir Íslendingar vita af að er til eða finna á landabréfakorti. Allar aðgerðir utanríkisráðherrans snúa að Rússlandi.

En utanríkisráðherra á í útistöðum við fleiri óvini. Annað ríki, efst á fjandmannalistanum er Ísrael. "Ísland virðir handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins á hendur Netanjahú." segir RÚV.

Ætla mætti að mikil samstaða sé um þessa handtökuskipan meðal ríkja. En er það svo? Margir líta svo á að handtökuskipanin sé af pólitískum rótum og einkum persónulegum forsendum viðkomandi saksóknara.

Að sjálfsögðu eru Bandaríkin ekki sammála þessu, né Ísrael en fleiri ríki eru ekki sammála. Má þar nefna Argentínu, Austurríki, (Ástralía svaraði í véfréttastíl), Búlgaría, Kína kom með véfrétta svar en önnur eru sammála þessari handtökuskipan, þá einna helst ríki sem teljast vera vinstri sinnuð.

En lítum okkur nær og hvað segja Norðurlöndin? Danmörk styður alþjóðadómstólinn, Finnland líka, Noregur einnig, Svíþjóð er með óljóst svar.  Utanríkisráðherra er þar með að "herma" eftir ályktanir annarra Norðurlandaþjóða.  Þýskaland er á báðum áttum en Ungverjaland hefur boðið Netanjahú í heimsókn! 

Nokkur önnur ríki hafa tekið afstöðu með eða á móti.  En skráðar þjóðir í Sameinuðu þjóðunum eru rúmlega 200 talsins og mikill meirihluti segir ekki neitt.

Mapping State Reactions to the ICC Arrest Warrants for Netanyahu and Gallant

Hvers vegna utanríkisráðherra er að taka afstöðu í pólitísku álitamáli, starfandi í starfsstjórn, er óskiljanlegt. Hvað með þá gullnu reglu að þeigja þegar ekki er þörf á að tala? Það er enginn að þrýsta á svör frá Íslandi, meiri hluti þjóða hefur ekki myndað neina afstöðu, og öllum er sama hvað Ísland segir.

Þegar utanríkisráðherra örríkis heldur að hann sé drottning, en ekki peð á alþjóða skákborðinu, er illt í efni. Eina sem þetta brölt leiðir af sér er að vekja athygli á Ísland á röngum forsendum og búa til öfluga óvini. Minni hér á blendnar móttökur Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til Íslands. Þar var bitið í höndina sem fæðir og verndar.


ESB, EES og fríverslunarsamningar

Kjósendur eru alveg andvaralausir gagnvart úlfum í sauðargærum. Það eru tveir slíkir á ferðinni sem hafa á stefnuskrá sinni að færa Ísland undir erlend yfirráð, hið yfirþjóðlega vald í Brussel.  Það eru Viðreisn og Samfylkingin.  Útópían hjá þessum flokkum er að ganga í Evrópusambandið og það eitt sér á að leysa allan vanda Íslands. Inngangan í ESB er á stefnuskrá flokkanna en er ekki yfirlýst stefna fyrir komandi kosningar.

En hvað gera þessir tveir flokkar ef þeir lenda saman í ríkisstjórn? Með kannski 40-45% fylgi? Þurfa ekki annað en hjálpardekk eins og Sósíalistaflokk Íslands eða Pírata til að hrynda stefnumál sín fram? Auðvitað verður þessu stefnumáli hrynt fram eins og þegar Jóhanna Sigurðardóttir hratt af stað aðildar umsóknarferli árið 2010. Þá myndaði Samfylkingin ríkisstjórn með VG sem þóttust ekki vilja í sambandið.

Það er ekki nóg að við séum múlbundin eins og asnar við ESB í gegnum EES, heldur vilja flokkarnir að við föllum undir klafa sambandsins að fullu.  Nú þegar erum við undir oki þess í gegnum reglugerðar flóðið sem Alþingi stimplar á hverju þingi. Og bókun 35 vofir yfir eins og svipa yfir EES þrælum.

En heimurinn er stærri en Evrópa. Meira segja ESB er ekki öll Evrópa. Stór hluti Austur-Evrópu er ekki í ESB, t.d. Hvíta-Rússland og Rússland eða Úkraína.

EFTA-ríkin sem eru ekki í ESB, eru Lictenstein, Sviss, Noregur og Ísland. Og Sviss er það skynsamt að vera ekki í EES.

EFTA er eins og ESB var í upphafi, fríverslunarsamband. Sem slíkt, hefur EFTA gert marga fríverslunarsamninga sem Ísland nýtur góðs af, sem það gerði ekki ef það væri í ESB. 

Íslendingar gera sig ekki almennt hversu umfangsmikið þetta fríverslunarkerfi er.  Lítum á ríki sem eru með fríverslunarsamninga við EFTA og byrjum á Afríku: Egyptaland; Flóasamstarfsráð (Gulf cooperation Councel); Ísrael, Jórdanía, Líbanon; Marokkó; Palestínu yfirvöld (e. Palestinian Autority); Tollabandalag Suður-Afríku ríkja (SACU); Túnis.

Í Ameríku er það Kanada; Kólumbía; Ekvador; Mexíkó og Perú. Mið-Ameríkuríki (Kosta Ríka, Gvatemala, Hondúras og Panama)

Í Asíu er það Hong Kong/Kína; Indónesía; Filipseyjar; Suður-Kórea; Singapor og Indland.

Í Evrópu er það Albanía; Bosnía og Hersegóvía; Georgía, Svartfjallaland; Norður-Makadónía; Serbía; Tyrkland; Úkraína og Moldóvía.

Eru Íslendingar ekki betur settir utan ESB með alla þessa fríverslunarsamninga sem við hefðu ekki getað gert ef við værum í ESB?  Kíkið bara á risamarkaðanna sem eru Íslendingum opnir. Indland og Kína.

Það er Noregur sem bindur okkur við ESB með EES samningnum.  Vonandi gefast þeir upp á honum og þá er honum sjálfskrafa hætt.  Forsendur Norðmanna eru aðrar en Íslendinga og núverandi forsendur ólíkar þeim er við gengumst undir þegar við gengumst undir skuldbindingar EES samningsins.


Sparnaðar- og hagræðingarráðuneyti og ríkisendurskoðun

Það er þannig að þegar stjórnkerfi eru orðin gömul og þroskuð, þá vilja hlutir verða rútínukenndir og staðnaðir. Stjórnsýslan er orðin þannig í flestum ef ekki öllum vestrænum ríkjum.

En svo urðu kosningar í Bandaríkjunum. Viðskiptajöfur, afar óvenjulegur í háttum og framkomu, er að verða næsti forseti Bandaríkjanna og í annað sinn.  Þegar Trump tók við völdum 2017 mætti hann mikilli mótspyrnu frá nánast öllum, frá samherjum í Repúblikanaflokknum, Demókrataflokknum, stjórnkerfinu og svo kallaða djúpríki.  

Trump hefur ákveðið að læra af reynslunni og sjá má það af skipan nýrrar ríkisstjórnar sem nú er í mótun. Skipan ráðherra í hinni nýju ríkisstjórn hefur komið miklu umróti innan Wasington DC.

Menn hafa misst andlitið vegna sumra skipananna. T.d. skipan Matt Gaetz í stöðu dómsmálaráðherra. Mjög óvenjulegt val og samkvæmt kokkabókunum er hann alshendis óhæfur.  En það er hann ekki samkvæmt mati Trumps, því að hann á fyrst og fremst að láta hausa fjúkja.  Eins og dómsmálaráðuneytið er í dag, ríkir þar algjör spilling, pólitískar ofsóknir er á hendur pólitískra andstæðinga (ekki bara Trump, heldur einnig stuðningsmanna hans) og núverandi dómsmálaráðherra framfylgir ekki lögum, t.d. er varða landamæri ríkisins.

Óvenjulegasta aðgerð Trumps er myndun nýs ráðuneytis, sem mætti kalla á íslensku sparnaðar- og hagræðingarráðuneyti. Til starfa er valdir tveir róttækir einstaklingar, Vivek Ramaswamy og Elon Musk.  Báðir eru milljónamæringar og þrautreyndir í fyrirtækjarekstri. Fræg var þegar Musk keypti Twitter og rak 80% af starfsfólkinu. Það hafði engin áhrif á reksturinn, ef eitthvað er, hlaust af mikill sparnaður. Nú á að skera niður við trog alla óþarfi eyðslu ríkisins og á sama tíma sem skattalækkanir eiga að eiga sér stað. Skattalækkanir geta ekki átt sér stað nema ríkisútgjöld verði skorin niður.

Árið 2024 námu heildarútgjöld ríkisins 6.75 trilljónir dala og heildartekjur 4.92 trilljónir dala, sem leiddi til halla upp á 1.83 trilljónir dala, sem er aukning um 138 milljarða frá fyrra fjárhagsári. Musk sagðist geta skorið niður ríkisútgjöld um 2 trilljarða dollara. Það væri ótrúlegt og um leið frábært ef það er raunverulega hægt.

En hvað með Ísland?  Hvað er ríkisendurskoðun að gera? Jú, hún kemur með athugasemdir við hallarekstur stofnana og ráðuneyta.  En hún hefur ekki það hlutverk að hagræða og skera niður útgjöld.

Það væri ekki svo vitlaust að Íslendingar komi sér upp ráðuneyti eða stofnun sem einbeitir sér bara að því að halda ríkisútgjöld innan fjárlaga. T.d. mætti setja í lög að Alþingi megi ekki skila inn hallafjárlögum. Þess má geta ríkissjóður Íslands var hallalaus og skilaði afgangi á tímabilinu 1874-1904. Á þessu tímabili var íslenska fjármálakerfið einfalt og útgjöld ríkisins lág, að mestu leyti bundin við rekstur embætta og grunnþjónustu. Tekjur ríkissjóðs komu aðallega frá tollum, sköttum og öðrum álögum. Annað var að ræða á tímabilinu 1904-1918. Á einstaka árum, sérstaklega í kringum heimsstyrjöldina, var halli á fjárlögum vegna aukinna kostnaðar við að tryggja innflutning og stuðla að verðstöðugleika innanlands. Hins vegar reyndi stjórnvöld að halda hallanum í lágmarki. Á lýðveldistímabilinu frá 1944 til 2019 tókst stjórnvöldum stundum að halda ríkissjóði réttum megin við strikið.

Íslendingar virðast ekki kunna að spara. Aldrei má skera niður óþarfa útgjöld eða leggja niður óþarfi ríkisapparat eins og RÚV sem kosta skattgreiðendur um 10 milljarða á ári. En svo er skorið niður þar sem síst skyldi. Skera á niður fjárlög til nýja Landsspítalans um 2,5 milljarða króna en á sama tíma að senda 1,5 milljarða í tapað stríð í Úkraínu. Eru stjórnmálamenn galnir? Hvaða hagsmuni eru þeir að gæta? Ekki Íslendinga í þessu tilfelli. Stundum heldur maður að Íslendingar séu upp til hópa heims...eins og forstjóri Íslensku erfðagreiningarinnar sagði eitt sinn.


Milljarðar í erlent stríð en Landhelgisgæslan vantar milljarð

Talandi um forgangsmál sem íslenska stjórnmálaelítan setur sér, þá vekur hugmyndir hennar oft á tíðum furðu. Stjórnmálamennirnir vilja gleyma að þeir eru fulltrúar fólksins í landinu en ekki fólks erlendis.  Þeim er treyst fyrir fjármunum þjóðarinnar, sem við öll höfum lagt í sjóð með sköttum okkar. Þetta eru mínir peningar og þínir.

Traustið er jafnan misfarið og stjórnmálamennir halda við valdatöku að þeir hafi komist í fjársjóð sem hægt er að eyða eins og þeim dettur í hug. En þessi fjársjóður er nánast alltaf of lítill og það verður að skipta gullpeningunum sem koma upp úr kistunni réttlátlega og í nauðsynjarverk.

Nú hafa stjórnmálamenn eyrnarmerk skattfé fyrir árið 2025, án umboðs í raun, í erlent stríð.  Ber ekki að endurskoða þá ákvörðun?

Eins og kemur fram í titli greinarinnar vantar u.þ.b. 1 milljarð í lögboðin rekstur LHG. En svo kann einhver að spyrja, eru ekki til peningar handa LHG? Jú en peningarnir fara í stríð sem okkur kemur ekkert við og meira en það.

Kíkjum á fjárlagafrumvarpið 2025 og liðinn "04.30 Samstarf um öryggis- og varnarmál" sem er mandran fyrir öryggis- og varnarmál Íslands. Þar segir:

"Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 6.820,9 m.kr. og hækkar um 1.487 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 272,3 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

a. Framlög til málaflokksins hækka um 1.500 m.kr. vegna aukins varnartengds stuðning við Úkraínu, á grundvelli þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, sem samþykkt var á Alþingi í apríl 2024. Horft verður sérstaklega til þess að öll framlög til Úkraínu mæti óskum og þörfum Úkraínu hverju sinni..."

Í raun þýðir þetta fjármagn sem fer í varnarmál stendur í stað eða raunlækkun því verðbólga spilar hér inn í en aukafjármagnið fer í stríðið í Úkraínu!!! Hvernig þessir snillingar fundið út að þetta er "...varnartengdur stuðningur við Úkraínu..." og tengist vörnum Íslands á einhvern hátt, er óskiljanlegt. Ritari væri ánægður ef þetta fé sem rennur til Úkraínu færi í færanlegt bráðasjúkrahús eins og við höfum þegar sent en slíkt kostar um 1,1 milljarð kr.

Á meðan er Landhelgisgæslan án eftirlitsflugvélar en hreyflar hennar eru tærðir og í raun ónýtir.

Tímarnir eru breyttir og fyrirséð er um endalok stríðsins í Úkraínu.  Trump sem ætlar sér meiriháttar niðurskurð í ríkisútgjöldum ásamt Repúblikana stýrðu Bandaríkjaþingi munu ekki eyða dollar meir í tapað stríð.

Pútín og Trump eru þegar byrjaðir bera víurnar í hvorn annan opinberlega. Tók eftir að Trump sagði í kosningabaráttunni að hann muni senda sendinefnd þegar til Rússlands að afloknum kosningum til að ræða friðarskilmála. Leiðtogar eru þegar byrjaðir að streyma til Flórída á fund Trumps.

Svona sér ritari fyrir sér friðarskilmálanna: Úkraínu verður meinað að ganga í NATÓ en fær inngöngu í ESB. Donbass héruðin verða sjálfstjórnar héruð eða ríki. Krímskaginn halda Rússar með réttu en sögulega séð hafa þeir átt skagann í 300 ár.

Þessi niðurstaða hefði mátt ná í samningaviðræðum í stað hundruð þúsunda fallina manna á vígvellinum. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í stríði í rúm tvö ár. Hvað varð um friðelskandi Ísland?


Efnahagslegar afleiðingar valdatöku Trumps (líka fyrir Ísland)

Það eru ekki bara efnahagslegar afleiðingar af komandi valdatöku Trumps heldur líka pólitískar. Óvinaríki eins og Venesúela og Rússland hafa þegar óskað Trump til hamingju með sigurinn.

Snúum okkur að hræðsluáróðrinum sem óvinir Trumps eru þegar byrjaðir að predika. Þeir segja að með því að reka tugir milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi, muni það skaða efnahag ríkisins. Þessi postular taka þá ekki með í myndina kosnaðinn af ólöglegum innflytjendum. 

Nú er leitað á náðir ChatGPT:

"Áætlaður heildarkostnaður á ári vegna ólöglegra hælisleitenda: 58-60 milljarðar dollara

Þessi heildarkostnaður inniheldur bæði beinan kostnað (heilsugæslu, menntun, löggæslu) og nokkurn óbeinan kostnað (t.d. samfélagsþjónustu, réttarmeðferð). Hins vegar er rétt að taka fram að þetta er gróft mat, þar sem ekki eru allir óskráðir innflytjendur hælisleitendur og ekki er allur kostnaður beint að rekja til mála sem tengjast hæli.

Hagnaður í tekjum

Á hinni hliðinni leggja innflytjendur án skráningar, þar á meðal hælisleitendur, til milljarða með sköttum, sérstaklega sölu- og eignarsköttum. Fjárlagaskrifstofa þingsins (CBO) áætlaði að að meðaltali greiði óskráðir innflytjendur um 10-15 milljarða dollara árlega í skatta.

Nettókostnaðaráætlun

Ef maður dregur frá áætluð skattframlög gæti nettókostnaður innflytjenda án skráningar, þar með talið hælisleitenda, verið á bilinu 45-50 milljarðar dollara á ári. Þetta er áætluð tala, mjög háð þeirri stefnu sem er til staðar og hvernig kostnaði er stjórnað á ríkis- og sambandsstigi." Tilvísun í ChatGPT endar.

Nú eru vinstrilingarnir farnir að predika að tolla- og efnahagstefna Trumps muni leiða til efnahagshruns. Þessir "snillingar" eru fljótir að gleyma seinustu valdatíð Trumps, þar sem efnahagurinn blómstraði og hörð tollastefna hans leiddi til gífurlegs hagvöxt í Bandaríkjunum, sögulega lága verðbólgu, orkuverð í lágmarki og dagvöruverð í lægstu hæðum.

Efnahagur Bandaríkjanna eftir skattalækkanir og verndatolla

Trump boðar skattalækkanir, það þýðir minni tekjur. Það eru nokkrar leiðir til að mæta tekjutapi fyrir ríkissjóð (sama lögmál gildir fyrir Ísland). Stækka þjóðarkökuna sem Trump ætlar að gera með því að gera Bandaríkin að mesta olíu- og gasríki heims. Það geta Bandaríkjamenn auðveldlega, því að þeir eiga mestu orkulindir heims og hvetur til innlenda framleiðslu aukningu á öllum sviðum.  Svo er það verndartolla stefna Trump sem vinstri menn hafa gagnrýnt harðlega en minnast ekki á að Biden tók ekki þessa tolla af þegar hann tók við völdum. Hann hélt þeim gagnvart Kína! Eru viðskiptin á milli ríkjanna eitthvað verri?

Keðjuverkun mun eiga sér stað. Fólk vill gleyma að orkan (sama hvaðan hún kemur) knýr efnahagslíf þjóðfélagsins. Íslendingar eru mjög heppnir að vera að mestu orku óháðir og geta treyst á innlenda orku. Ef Íslendingar þyrftu að nota erlenda olíu myndi það kosta þjóðfélagið tugir ef ekki hundruð milljarða króna árlega. Ef orkuverð er lágt, er allur fyrirtækjakostnaður lágur, það þýðir lægra vöruverð og hærri laun. Verðbólga helst lág og fjárfestingar í hámarki = þjóðarkakan stækkar.  Er ekki hagsældartímabil framundan ef friður kemst á og efnahagur blómstrar? 

Meira segja Íslendinga græða á þessari efnahagsuppsveifu Bandaríkjanna. Kíkjum á tollakjör Íslands gagnvart Bandaríkjunum. Ísland hefur "Normal Trade Relations (NTR) duty rate" eða "Most Favoured Nation (MFN) duty rate" stöðu gagnvart Bandaríkjunum. Þetta þýðir að íslenskar vörur njóta lægri toll- eða tollfríðinda, til dæmis á drykkjarvörum, sem eru undanþegnar tolla samkvæmt þessum kjörum. Hins vegar þarf engu að síður að greiða sérstakan vörugjald eða áfengisgjald eins og innlendir framleiðendur í Bandaríkjunum, ef varan fellur undir slíka gjaldtöku.

Þetta stöðugildi tryggir Íslandi ákveðin efnahagsleg kjör í viðskiptum við Bandaríkin, sem er mikilvægt fyrir útflutningsaðila á ákveðnum vörumarkaði.

Áður en við látum tilfinningar okkar gagnvart persónunni Trump leggja þoku yfir skynsemi okkar, ættum við að hafa í huga að samskipti ríkjanna hefur verið gífurleg sterk og ná til seinni heimsstyrjaldar. BNA voru fyrst til að viðurkenna íslenska lýðveldið og hafa lagt sitt til íslensku þjóðarkökuna (Varnarlið var stór hluti af íslensku efnahagslífi um áratugaskeið). Bandaríkin hafa líka verndað okkur og sparað okkur herkostnað en án Bandaríkjanna hefðu Íslendingar neyðst til að stofna íslenskan her. Það væri því heimskulegt að móðgast og vinna gegn stjórn Trumps næstu fjögur árin; það er gegn íslenskum hagsmunum!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband