Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Demókratar völdu sér varaforsetaefni fyrir Kamala Harris. Sagt er að innsta klíkan innan flokksins stjórnar í raun ferðinni um val á forseta og varaforseta.
Eins og þeir sem fylgjast grannt með, var framin "yfirtaka" fyrir nokkru er Joe Biden var rutt úr vegi er Demókrötum varð ljóst að hann ætti litla möguleika gegn Trump. Hann fékk í raun ekkert val. Búið var að skrúfa fyrir fjármagn til teymis Bidens og talið er að honum hafi verið settir úrslitakostir, annað hvort hættir þú við framboðið eða 25 ákvæði viðaukans við stjórnarskránna virkjaður.
Biden varð að gefa eftir en hann átti mótspil. Hann gaf Kamala Harris meðmæli sín. Nú var klíkan í vanda. Ætlunin var að hafa prófkjör, eins og Obama lagði til, en nú var það komið út í móann. Klíkan ætlaði sér losa sig við bæði við Harris og Biden, enda þau óvinsælasta forsetapar sögunnar. Hún óvinsælasti varaforseti sögunnar og Biden meðal þeirra óvinsælustu.
Demókratar urðu að fylkja sér á bakvið Harris og hún er nú orðin forsetaefni flokksins með núll prósent umboð almennra flokksmanna. Biden var búinn að tryggja sér 14 milljón atkvæða í prófkjöri Demókrata. Hún hefur ekkert atkvæði á bakvið sig.
Tíminn var of naumur til að fara í aðra hallabyltingu eða standa í innbyrgðis átök í flokknum. Nú hefur óvinsælasti varaforseti sögunnar valið sér varaforsetaefni. Hann heitir Tim Walz og er fulltrúi róttæka arms Demókrataflokksins. Trump skrifaði á samfélagsmiðli sínum: "Thank you" en óhætt er að segja að Repúblikanar séu kampakátir með þetta val.
Valið stóð á milli ríkistjóranna Tim Walz, ríkisstjóri Minnisóta og Josh Sharpiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu. Sharpiro er öflugri stjórnmálamaður en Walz, fulltrúi miðjuafla flokksins og ríkisstjóri ríkis sem getur farið á hvorn veginn í næstu kosningum. Minnisóta er öruggt ríki Demókrata í forsetakosningunum.
Þetta val kann að þykja óskynsamlegt en er skynsamlegt í augum Demókrata samkvæmt formúlu auðkenndapólitíkur þeirra. Það er nefnilega einn galli á gjöf Njarðar með Sharpiro, hann er gyðingur. Demókratar reyna allt sem þeir geta til að tryggja atkvæði bandarískra múslima en fjöldi þeirra skagar hátt upp í fjölda gyðinga í landinu. Samkvæmt Wikipedíu er íslam þriðja stærsta trúarbrögð Bandaríkjanna (1,34%), á eftir kristni (67%) og gyðingdómi (2,07%). Manntalið í Bandaríkjunum 2020 áætlaði að 1,34% (eða 4,4 milljónir) af mannfjölda Bandaríkjanna séu múslimar.
Þetta er tvíeggjað sverð, því að gyðingar hafa í gegnum tíðina frekar kosið Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn. Og gyðingar eru valdamiklir innan Demókrataflokksins. Þingmenn af gyðingauppruna á Bandaríkjaþingi eru margir. Frá og með 2023 eru níu öldungadeildarþingmenn gyðinga og 26 gyðingar í fulltrúadeildinni sem starfa á Bandaríkjaþingi. Og talið er að 7,5 milljónir gyðinga séu búsettir í Bandaríkjunum. Ætlar Demókrataflokkurinn að snúa baki við gyðinga og snúa sér að múslimum? Hvað munu kjósendur af gyðingauppruna gera?
En hvað um það, ætlunin hér er að fjalla um róttæklinginn Tim Walz. Ástæðan fyrir að Repúblikanar eru harðánægðir með Walz er að hann á sér dökka sögu. Í Minnisóta 2020 urðu einar mestu óeirðir í sögu Bandaríkjanna í kjölfar dráps blökkumannsins Floyd sem var í höndum lögreglunnar. Þetta gerðist á vakt Walz. Óeirðir vegna dauða Floyd í Minnesota leiddu fljótlega til eldheitra mótmæla um allt land, sem og siðferðis- og starfsmannavanda lögreglunnar sem heldur áfram enn þann dag í dag, og Walz hefur verið gagnrýndur fyrir að leyfa ringulreiðinni að vaxa með því að tefja fyrir sendingu þjóðvarðliðsins.
Fyrir komandi kosningar skiptir máli hvar Walz stendur í pólitískum skilningi. Þar er hann lengst til vinstri á litrófinu. Kíkjum á sex stefnumál hans. Byrjum á mál málanna fyrir Demókrata: Fóstureyðingar.
Sem ríkisstjóri staðfesti Walz sig sem bandamann réttindahreyfingarinnar fyrir fóstureyðingar, einkum með því að setja lög sem festu "frjósemisfrelsi" í stjórnarskrá ríkisins. Fóstureyðing er lögleg hvenær sem er á meðgöngu í ríkinu. Undir hans eftirliti afnam ríkið aðrar takmarkanir, þar á meðal sólarhrings biðtíma fyrir fólk sem leitar að fóstureyðingu, og samþykkti lög sem ætlað er að verja heilbrigðisstarfsmenn og sjúklinga í Minnesota frá saksókn í tengslum við fóstureyðingar í öðrum ríkjum.
Watz er fylgjandi LGBTQ+ réttindi. LGBTQ+ samtökin hafa klappað fyrir Harris fyrir að hafa valið Walz. Á þingi stóð hann með afnám laga um varnir hjónabands og kaus stöðugt með LGBTQ+ réttindum, eins og niðurfellingu á "Do not Ask, Do not Tell," sem bannaði LGBTQ+ þjónustu í hernum.
Velferð barna. Walz hefur verið ötull talsmaður umönnunarstarfsmanna og umönnunaraðila og sagt að það hafi verið markmið sitt að gera Minnesota að besta ríkinu til að ala upp fjölskyldu. Á síðasta ári skrifaði hann undir lög um launað fjölskyldu- og sjúkraleyfi sem veita starfsmönnum 12 vikur á 90 prósent af launum til að sjá um nýfætt eða veikan fjölskyldumeðlim. Starfsmenn fá 12 vikna frí til viðbótar til að jafna sig eftir alvarleg veikindi. Lögin innihalda sjaldgæft ákvæði sem kallast "öruggur tími" fyrir eftirlifendur heimilisofbeldis, sem fólk getur notað til að finna öruggt húsnæði, fá verndarúrskurð eða fara fyrir dómstóla.
Fötlun og öldrun. Sem ríkisstjóri hafði Walz umsjón með 31 prósenta launahækkun fyrir starfsmenn heimahjúkrunar og 1.000 dollara varðveislubónus, sem náðist með samningaviðræðum milli embættismanna ríkisins og Alþjóðasambands þjónustustarfsmanna. Þessi aukning innihélt einnig fjölskyldu umönnunaraðila fatlaðra og eldri fullorðinna, sem hægt er að greiða í gegnum neytendastýrða umönnun ríkisins.
Menntunarmál. Walz, fyrrverandi sögukennari, var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2006 og var trúr rótum kennara síns. Eitt af stærstu afrekum hans sem ríkisstjóri var lög sem hann undirritaði árið 2023 sem gerði Minnesota að einu af aðeins sex ríkjum þá til að bjóða upp á ókeypis hádegismat fyrir nemendur í opinberum skólum.
Lög um byssur. Á innan við 10 árum hefur Tim Walz farið frá því að fá meðmæli og framlög frá National Rifle Association (NRA) yfir í að fá "F" stöðu frá skotvopnasamtökunum.
Sem ríkisstjóri undirritaði Walz ýmsar öryggisráðstafanir fyrir byssur í lög, þar á meðal alhliða bakgrunnsathuganir, lög um "rauða fána" sem leyfa löggæslu eða fjölskyldumeðlimum að biðja dómara ef áhyggjur eru af notkun einhvers á skotvopnum og harðari refsiaðgerðir fyrir fólk. lent í því að kaupa skotvopn fyrir einhvern sem er óhæfur til að eiga byssu.
Í augum Íslendinga er pólitík Walz bara fín og hann meira segja gæti boðið sig fram fyrir Sjálfstæðisflokksins, ef hann kysi. En í augum margra Bandaríkjamanna eru skoðanir hans róttækar. Demókrataflokkurinn er reyndar orðinn róttækur vinstriflokkur og Walz í raun passar vel inn í hugmyndafræði hans. Ef til vill munu óeirðirnar í Minnisóta 2020 reynast honum meiri fjötur um fót en pólitík hans.
Fylgjendur Demókrata voru byrjaðir að opna kampavínsflöskurnar er Harris komst í fyrsta sinn í skoðanakönnunum lítillega yfir Trump. En þeir ættu aðeins að bíða lengur áður en þeir drekka úr flöskunum. Hinn almenni Bandaríkjamaður á eftir að heyra i Harris, hún hefur ekki haldið blaðamannafund síðan hún var forsetaefni, bara fámenn rallý og því meira sem hún talar og hlær, verður hinn almenni og óráðni kjósandi afhuga henni.
Í raun er allt í kalda koli hjá ríkisstjórn Bidens. Hann er þegar afskrifaður, heyrist ekkert í honum og Repúblikanar hættir að tala um hann. Hann verður á ís til 20. janúar 2025 er hann yfirgefur embættið rúinn trausti.
Og ekki lítur staðan vel út fyrir Demókrata. Efnahagslægð er að hefjast í landinu, verðbréfamarkaðir að falla, verðbólga helst há, atvinnuleysi fer hækkandi, matvælaverð himinhátt sem og orkuverð. Kosningamál forsetakosninganna er opin landamæri stefna Demókrata og efnahagsmál. Á báðum sviðum eru Demókratar með allt niður um sig.
Erlendis hafa Bandaríkjamenn misst tökin, bæði í Úkraínu og Miðausturlöndum. Antony Blinken æðir á milli ríkja í Miðausturlöndum og grátbiður um frið en enginn hlustar á hann. Ef meiriháttar stríð brýst út á næstunni og efnahagssamdrátturinn verður viðvarandi, er útlitið svart fyrir Kamala Harris og Demókrata almennt.
Ríkisstjórn Bidens hefur ekki komið saman síðan í október 2023 og enginn veit hver raunveruleg stefna stjórnar Bidens er, ekki einu sinni hann sjálfur. Á meðan stjórnar skuggaráðuneyti innanlands- og utanríkispólitík Bandaríkjanna.
Utanríkismál/alþjóðamál | 7.8.2024 | 12:10 (breytt kl. 12:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Robert Starkey (fæddur 3. janúar 1945) er enskur sagnfræðingur, útvarps- og sjónvarpsmaður, með skoðanir sem hann lýsir sem íhaldssömum. Hann er frægur fyrir sjónvarpsþætti um enska konunga og er talinn sérfræðingur á því svið.
En Starkey fjallar líka um samtíma viðburði og hefur ákveðnar skoðanir. Og hann hefur ákveðnar skoðanir á Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins, sem hann er ekki hrifinn af.
Að mati Starkey er Starmer harður and-lýðræðismaður. Hann vill færa vald frá kjörnu þingi Bretlands til ókosinna stofnana, frá dómstólum til embættismanna. Flokkur hans mun koma á yfirráðum "Blobbsins" allt á sama tíma og hann tekur hart á málfrelsinu.
Starkey heldur því fram að kosninganiðurstaðan hafi ekki verið sú skjálftabreyting í breskum stjórnmálum og ætla mætti (fengu meirhluta þingmanna með færri kjósendur á bakvið sig en í fyrri kosningum) og að samdráttur í kosningaþátttöku sé umtalsvert mál.
Hann gagnrýnir svo kallaða miðpólitík Keirs Starmer og málnotkun hans í kringum sjálfsmyndapólitík og opinbera þjónustu og bendir á að það sé tilraun til að afpólitíska afstöðu flokks síns.
Starkey lýsir einnig áhyggjum af fyrirætlunum Verkamannaflokksins um að koma á stjórnarskrárbreytingum, svo sem nýrri réttindaskrá og styrkingu svæðisbundinna manna í gegnum þjóðaráð. Hann telur að þessar breytingar gætu leitt til eyðileggingar hefðbundinna stjórnmálastofnana og sundrungar Bretlands.
Starkey fjallar einnig um hugsanleg áhrif jafnréttislaga og forgangsröðun fólks með mismunandi húðlitarefni í lagalegum réttindum með þeim rökum að þau skapi ójöfnuð og grafi undan formlegu jafnrétti fyrir lögum. Á heildina litið bendir Starkey á að Bretland þurfi að fara út fyrir tveggja flokka kerfið og íhuga hlutfallskosningar en viðurkennir að það sé ólíklegt að það gerist í núverandi pólitísku andrúmslofti.
Það er líka athyglisvert, þegar rætt er um mannréttindi, er að þeim var komið á til að verja almenning/borgaranna fyrir yfirgangi stjórnvalda og voru fyrir alla borgara en í dag snúist mannréttindi um mannréttindi minnihlutahópa gegn meirihlutahópum. Það er andstætt þeirri hugsun að sömu mannréttindi gildi jafnt fyrir alla.
Núverandi stefna vinstri manna er DEI (e. Diversity, equity and inclusion) eða á íslensku: Fjölbreytni, jöfnuður og þátttaka en megin gallinn á því hugmyndakerfi er að ekki er stefnt að jöfnuði allra hópa, heldur eigi t.d. minnilhluta hópar að fá meira en jöfnuð. Nokkuð sem er andstætt almennum mannréttindum eins og þau eru skilgreind í dag.
Hér annar íhaldssamur fræðimaður, Roger Scruton, sem sagðist hafa orðið íhaldssamur fræðimaður er hann var staddur í París 1968 og séð stúdentanna beita ofbeldi fyrir málstað sinn. Hann hafi ósjálfrátt brugðist við með að hafna þessa leið en hann smám saman orðið íhaldssamur fræðimaður með tímanum.
Hann útskýrir líka hvers vegna gáfumennin eða fræðimennirnir (e. intellectuals) falla ósjálfrátt inn í vinstri pólitík og hugmyndafræði. Það er vegna þess að marxisminn bíður upp á kerfisbundna heildarmynd eða beinagrind fyrir heildstæða hugmyndafræði sem hægt er að vinna eftir. Það skiptir engu máli þótt þessi hugmyndafræði er ekki jarðtengd eða í samræmi við veruleikann, enda þessir menn í fílabeinsturni fræðanna. Hann í raun segir það sama og Starkey en á annan hátt.
Síðan Verkamannaflokkurinn varð að eins flokka kerfi í Bretlandi í síðustu kosningum, og stjórnarandstaðan í skötulíki, hefur hallað undan fæti í Bretlandi. Óeirðir hafa blossað upp í smábæjum Bretlands, nú síðast er þrjár stúlkur voru drepnar af unglingi.
Ólgan kraumar undir en lítið af þessum innanlandsátökum berast til Íslands í fréttum. En búast má við að það verði læti, mótmæli og jafnvel óeirðir í Bretlandi (eins og hafa verið á Írlandi) um helgina. Suðupotturinn sem reynt hefur verið að halda lokinu á, bullar undan þrýstinginum. Samfélagið er orðið of sundurþykkt og sundurleitt og þegar flokkur sem er kominn til valda, sem mun ekkert gera í málinu, brýst reiðin fram með ofbeldi. Fjölmenningin hefur fallið um sjálfa sig. Þegar þetta er skrifað hafa orðið nokkrar óeirðir í Bretlandi í gærkvöldi en búast má við fleirum um helgina.
Utanríkismál/alþjóðamál | 3.8.2024 | 13:02 (breytt kl. 13:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Karl Marx var hugmyndafræðilegt sníkjudýr og atvinnulaus iðjuleysingi sem dýfði aldrei hendi í kalt vatn. Hann hafði framúrskarandi menntun og góðan huga og vann aldrei alvarlega neins staðar á ævinni. Þó að hann hafi skrifað mikið um verkalýðinn, tilheyrði hann þeim ekki sjálfur. Hann hafði stöðu blaðamanns, heimspekings, vísindamanns og var í rauninni enginn þeirra.
Á meðan hann skrifaði heimspekilegar og pólitískar bækur og greinar fyrir kommúnistatímarit skrifaði hann á sama tíma kvartandi bréf til Friedrich Engels þar sem hann kvartaði undan fátækt sinni, skrifaði að börnin hans borðuðu brauð og vatn, að hann hefði ekkert að borga fyrir húsnæði, að ekki væru til peningar til lyfja o.s.frv. Vandamál sem hann hefði getað leyst ef hann hefði nennt að vinna í sveitt sitt andlit eins og verkamennirnir sem hann talaði svo fjálglega um.
Friedrich Engels, sem var vinur Marx, og "gylltur unglingur" í hlutastarfi og vanþakklátur sonur föður síns ríkasti kapítalistinn og iðnaðarmaðurinn í Þýskalandi, Friedrich Engels eldri, þurfti að framfleyta fátækri fjölskyldu Marx. Karl Marx dó í fátækt.
En þessar hugmyndir voru uppi - að vinna ekki og lifa á kostnað þess að ræna auð fjármagnseigenda.
Sósíalismi er ekki hugmynd um félagslegt jafnrétti, það er hugmyndafræði allsherjar fátæktar.
Þetta eru staðreyndir.
Utanríkismál/alþjóðamál | 3.8.2024 | 02:06 (breytt kl. 02:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eins og vitað er, eru vinstri menn önnum kafnir að boða sjálfmyndarpólitík af fullum krafti (e. identity politics). Hugtakið hefur einnig verið kallað merkimiðapólitík. Þessi pólitík hefur ýmis vopn ný-marxismans við hendi. Svo að orðræða andstæðingsins sé haturorðaræða, örárásagirni (e. mini aggresion) o.s.frv. til að herja á andstæðingana.
Kamala Harris forsetaefni Demókrata er nú helsti boðberi þessara stefnu. Segja má að hún hafi fengið núverandi stöðu varaforseta út á tvö einkennismerki sjálfsmyndarpólitíkar. Hún er kona (e. oppressed) og þar af leiðandi af kúguðum hópi og hún er svört....eða hvað?
Kynþáttur Harris kom til sögunnar í nýlegum opnum blaðamannafundi Trumps með svörtum fjölmiðlamönnum. Þar segir Trump að Harris sé nýlega orðin svört, en hún hafi alltaf kennt sig við indverska uppruna sinn. Sagði Harris nýlega orðna svarta Vísir greinir frá en getur ekki einu sinni farið með rétt mál um fundinn. Segir Trump hafa komið klst. seint en hið rétta er að hljóðnemakerfið virkaði ekki í 35 mínútur og var í ólagi allan tímann. Bloggritari veit þetta því hann horfði á fundinn. Svo sér maður hver heimild Vísis er, CNN! Hvað um það. Áfram með pistillinn.
"Er hún indversk eða er hún svört? svaraði Trump. "Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla "leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur."
Harris, sem á indverska móður og svartan föður, svaraði Trump á kosningafundi í Texas og sagði um að ræða "sömu gömlu sýninguna." segir Vísir. Hver er þá sannleikurinn? Hann er því miður ekki hagstæður Harris. Hún er nefnilega kominn af hvítum þrælaeiganda í föðurættinni. Faðir hennar er ekki meiri svartur maður en það að hann á hvíta forfeður. Kíkjum á uppruna Harris.
Væntanlegur frambjóðandi demókrata og varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, á sér írskar rætur en ekki á þann hátt sem hún er líkleg til að fallast á.
Harris er dóttir Donald J Harris, sem fæddist á Jamaíka, og Shyamala Gopalan Harris frá Indlandi.
Ættfræðirannsókn sem gerð var af norður-írska sagnfræðingnum Stephen McCracken leiðir í ljós að Hamilton Brown, föður-langafi Harris, fæddist í Co Antrim árið 1776, ári sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna.
Brown flutti til Jamaíka, sem þá var bresk nýlenda, og varð áhugasamur þrælaeigandi á sykurplantekjunum sem voru uppistaðan í efnahagslífi eyjarinnar. Hann var á móti afnámi þrælahalds um breska heimsveldið árið 1832 og fór til Antrim til að skipta þrælum sínum út fyrir verkamenn frá heimahéraði hans.
Hann gaf nafn sitt til Browns Town á Jamaíka og er grafinn við kirkju St Marks Anglican Church, sem hann byggði fyrir eigin peninga. Brown var hlynntur þrælahaldi og hataði breska afnámsmanninn William Wilberforce sem lagði fram frumvarp um þrælaskrá til að stöðva viðskipti með þræla á milli mismunandi eyja í Karíbahafinu. Brown kallaði hann "klofinn fót" og hræsnara.
Brown fékk tæpar 11 milljónir evra í nútímafé í skaðabætur frá breska ríkinu fyrir þræla sína, samkvæmt skrám sem University College London (UCL) hefur undir höndum.
Faðir Harris, emeritus prófessor í hagfræði við Stanford háskóla, viðurkenndi þrælaeiganda fortíð fjölskyldu sinnar í grein fyrir jamaíkanskt dagblað árið 2018. Forvitnilegt er að ættingjar móður hans eru kallaðir Finegan. Írskir forfeður Joe Biden forseta eru einnig kallaðir Finegan (Finnegan).
Foreldrar hennar, Shyamala Gopalan (dóttir indversk diplómats) og Donald Harris. Báðir fluttu til Bandaríkjanna (frá Indlandi og Jamaíka, í sömu röð) til að stunda doktorsgráður við háskólann í Kaliforníu, Berkeley. Móðir hennar rannsakar krabbamein en faðir hennar er prófessor emeritus.
Kamala Harris reynist því vera af forréttindastétt (sem demókratar hata) sem samkvæmt ný-marxískum fræðum er kúgari (e. oppressor). Ekki nóg með það að hún er ekki komin af þrælum (eins og flestir svartir Bandaríkjamenn) nema að hluta til, heldur kúguðu forfeður hennar svart fólk. Veit svart fólk í Bandaríkjunum um raunverulegan uppruna hennar?
Talandi um sjálfsmyndarpólitíkina og orðræðu hennar. Nýmarxistar virðast hafa farið í smiðju George Orwells og tekið upp "double speak". Sjá myndband hér að neðan. Þar eru hefðbundin hugtök tekin úr samhengi og hugtök breyta um merkinu allt eftir hvernig vindar blása.
Utanríkismál/alþjóðamál | 1.8.2024 | 11:12 (breytt kl. 13:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vance hefur verið á milli tanna demókrata. Leiðtogi demókrata í Öldungadeildinni, Schumer sagði að Trump hefði skotið sig í fótinn með vali á Vance. En er það svo?
Venjulega fer lítið fyrir varaforsetaefnin. Kamala Harris var þar til nýlega varaforsetaefni demókrata og ferill hennar hingað til verið hræðilegur. Hún samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælasti varaforseti síðan mælingar hófust 1956. Enginn getur bent á árangur hennar í starfi. Starfsmannavelta hennar er 90% og eina opinbera hlutverk hennar, verndun landamæra Bandaríkjanna fór í vaskinn með 10+ milljóna ólöglegra innflytjenda sem farið hafa yfir landamærin. Schumer ætti að kíkja í eigin barm. En hvað sagði hann? Kíkjum á frétt Foxnews:
"Þetta er ótrúlega slæmur kostur," sagði Schumer. "Ég held að Donald Trump, ég þekki hann, og hann situr líklega og horfir á sjónvarpið, og á hverjum degi, Vance, kemur í ljós að Vance hefur gert eitthvað öfgafyllra, skrítnara, óreglulegra. Vance virðist vera óreglulegri og öfgakenndari. en Trump forseti."
"Og ég þori að veðja að Trump forseti situr þarna og klórar sér í hausnum og veltir fyrir sér: Af hverju valdi ég þennan gaur?" Valið gæti verið eitt það besta sem hann gerði fyrir demókrata," sagði Schumer. Schumer calls on Trump to pick new running mate, claims Vance is 'best thing he's ever done for Democrats'
Hvað var það sem reitti demókrata til reiðis? Vance sagði þetta: "Okkur er í raun stjórnað hér á landi, í gegnum demókrata, í gegnum oligarkana okkar, af hópi barnlausra kattakvenna sem eru ömurlegar í sínu eigin lífi og vali sem þær hafa tekið, og svo vilja þær taka restina af landið og gera líka ömurlegt," sagði Vance fyrir þremur árum og kallaði sérstaklega Harris varaforseta og þingmanninn Alexandria Ocasio-Cortez, D-N.Y., sem hluta af þeim hópi.
Harris greinilega móðgaðist og sagði að Vance yrði "aðeins trúr Trump, ekki landinu okkar og "gúmmístimpill fyrir öfgastefnu [Trumps]."
En kannski var val Trumps ekki svo vitlaust ef litið er á svar hans við ummæli Harris. "Nú, ég sá um daginn að Kamala Harris efaðist um hollustu mína við þetta land. Þetta er orðið sem hún notaði, tryggð. Og það er áhugavert orð. Semper Fi, því það er ekkert meiri merki um óhollustu við þetta land en það sem Kamala Harris hefur gert við suður landamærin, sagði Vance. "Og mig langar að spyrja varaforsetann, hvað hefur hún gert til að efast um hollustu mína við þetta land?"
"Ég þjónaði í bandaríska landgönguliðinu. Ég fór til Íraks fyrir þetta land. Ég byggði upp fyrirtæki fyrir þetta land. Og forseti minn tók byssukúlu fyrir þetta land. Svo spurning mín til Kamala Harris er, hvað í fjandanum hefur þú gert til að efast um hollustu okkar við Bandaríkin?" bætti Vance við. "Og svarið, vinir mínir, er ekkert."
Það er erfitt að átta sig á bandarískri pólitík í dag og sjá hvað gengur upp og hvað ekki. Ummæli og verk til dæmis Nixon, bæði sem varaforsetaefnis og sem forseta, hefðu sent þá beint úr keppni. Það var frægt er Biden á sínum tíma er hann reyndi að vera forseti, var staðinn að lygum um námsferil sinn og helltist úr lestinni fyrir vikið. Samt varð hann áratugum síðar forseti Bandaríkjanna. Held að við lifum á allt öðrum tímum en voru á 20. öld. Allt er látið flakka, hraðinn á upplýsingum er á ljóshraða og atburðarásin svo hröð að ótrúlegt er. Á innan við einn mánuð var skotið á forsetaefni, forseti hætti við forsetaframboð, nýtt forseta- og varaforsetaefni birtust á sjónarsviðið.
Til að svara spurningunni í titli pistilsins, þá er spurningunni ósvarað. Á eftir að koma í ljós.
Utanríkismál/alþjóðamál | 29.7.2024 | 22:40 (breytt kl. 22:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Joe Biden lagði inn formlega uppsagnarbréf sitt í sjónvarps ávarpi í vikunni sem hann rétt náði að fara í gegnum en ekki án hnökra. Hann minntist ekki einu orði á hvers vegna hann, eftir að hafa neitað staðfastlega um skeið, ákvað að segja af sér. Kom bara með óljósa yfirlýsingu um að nú sé kominn tími á kynslóðaskipti. Korteri fyrir kosningar?
Biden hafði farið í gegnum allan lýðræðislega ferilinn sem forsetaframbjóðandi þarf að fara í gegnum og vann hann prófkjörið með 14 milljón atkvæðum demókrata.
"Joe Biden kveðst hafa ákveðið að stíga til hliðar sem frambjóðandi Demókrataflokksins til að sameina flokkinn og þjóðina að nýju." segir í veffrétt RÚV. Olli framboð hans sundrungu flokks og þjóðar og hann því sagt af sér? Eða bara sundrungu innan flokksins?
Hið rétt er að flokkselítan ákvað að gera hallabyltingu með stuðningi styrktaraðilum flokksins. Skrúfað var á fjármagn til framboð hans, áhrifamenn flokksins mættu á fundi með honum með þumalskrúfurnar og valkostirnar voru engir. Annað hvort segir þú af þér karlinn, eða við virkjum 25 viðauka stjórnarskránna en samkvæmt honum má ríkisstjórn hans undir forystu varaforseta víkja honum úr embætti vegna sjúkleika eða annarra ástæða sem hamla störf hans.
En Biden ætlar að klára kjörtímabilið og hann var því nauðbeygður til að votta Kamala Harris stuðnings sinn, það hefur verið í hrossakaupunum, annars verði 25. viðaukinn virkaður að undirlagi varaforsetans.
Sumir sem eru góðir í samsæriskenningunum segja að gildra hafi verið lögð með því að láta Biden etja kappi við Trump svona snemma. Eða hreinlega próf. Ef hann félli á prófinu, þá yrði skipt um skipstjóra í brúnni. Biden fór í gegnum kappræðurnar eins og búast mátti við. En skoðanakannirnir í kjölfarið voru afleiddar. Það voru sum sé hvorki kappræðurnar né elliglöpin sem felldu hann, heldur lélegt gengi í skoðanakönnunum. Og hræðsla flokkselítunar við að tapa einnig Fulltrúadeildina og Öldungadeildina með forsetaembættinu var hér mesti áhrifavaldurinn.
Ekki þýðir að lesa íslenska fjölmiðla til að átta sig á stöðunni í dag. Þeir eru áskrifendur að CNN sem kemur með allt aðra útgáfu af veruleikanum en hann er í raun (þeir vitna gjarnan í CNN í umfjöllun sinni).
Samkvæmt íslenskum fjölmiðlum er Kamala Harris, hér eftir Harris, á fljúgandi siglingu í skoðanakönnunum og allur Demókrataflokkurinn dansandi inn í sólarlagið. Hún hafi tryggt sér meirihluta kjörfulltrúa fyrir flokksþingið í ágúst. Snúum okkur að erlendum fjölmiðlum til að finna sannleikann.
Harris hefur enn ekki formlega tryggt sér kjörfulltrúanna þótt reynt sé ólýðræðislega með netkosningu fyrir flokksþingið að tryggja kjör hennar. Ekki er talað um að Harris sé einn óvinsælasti varaforseti síðan skoðanakannanir hófust 1956 né hún hafi dottið strax úr forvali forsetaframbjóðenda kjör Demókrataflokksins á sínum tíma.
Hermann Nökkvi Gunnarsson og Friðjón R. Friðjónsson almannatengill greina í Morgunblaðsviðtali stöðu hennar rétt og benda á að 90% starfsmanna hennar hafi hætt störfum vegna eitraðs vinnuumhverfi: Eitrað vinnuumhverfi í kringum Kamölu rifjað upp
En hvað með gott gengi hennar í skoðanakönnunum samkvæmt íslenskum fjölmiðlum? Leitin hefst á Google (sem er með vinstri slagsíðu) og þar kemur CNN fyrst inn. Þá er betra að flétta aðeins niður. Það er þannig með skoðanakannanir, að hægt er að hanna útkomuna með "réttum" spurningum og úrtaki.
Forbes segir að Trump leiði í flestum skoðanakönnum. "Donald Trump, fyrrverandi forseti, leiðir Kamala Harris varaforseta með þremur eða færri stigum í fjórum könnunum sem teknar voru eftir að Joe Biden forseti féll frá endurkjörsframboði sínu - en fylgir Harris í fimmtu könnuninni." Trump Vs. Harris 2024 Polls: Trump Narrowly Leads In Most Polls After Biden Drops Out
Lítum á vinstri fjölmiðil til samanburðar - Politico: "Harris, allt annað en viss frambjóðandi demókrata til forseta, fékk stuðning 46 prósenta skráðra kjósenda í tilgátu samspili, lægra en 49 prósent Trump en innan skekkjumarka könnunarinnar. Fylgi Trumps er óbreytt miðað við fyrri útgáfur af könnun CNN, en Harris mælist 3 prósentustigum betri en Biden gerði í könnun..." Harris slightly shrinks Bidens margins against Trump in new poll
Draga má þá ályktun að gengi demókrata hefur ekkert breyst með hallarbyltingunni. Nýr og ferskur frambjóðandi fær meðbyr í fjölmiðlum fyrstu daganna en svo eiga kjósendur eftir að heyra í henni. Ekki bara kjósendur demókrata sem höfnuðu henni, heldur einnig almennir kjósendur. Kosningabaráttan er rétt að byrja.
Utanríkismál/alþjóðamál | 25.7.2024 | 22:27 (breytt kl. 23:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og sagt var hér í pistli, getur vika í pólitík verið löng. Á einni viku, var gert morðtilræði við forsetaframbjóðandann Donald Trump, andstæðingur hans og núverandi forseti, Joe Biden, sagði af sér og varaforseti hans, Kamala Harris, bíður sig fram til forseta. En síðan en ekki síst, Trump kynnti varaforsetaefni sitt, J.D. Vance til sögunnar. Valið kom bloggritara svolítið á óvart í ljósi þess hversu harður andstæðingur Vance var gegn Trump um 2016-17.
Það hefur verið mikið skrifað um Vance síðan hann varð heimsþekktur í vikunni sem leið en hér er einungis pólitík hans skoðuð, því hún skiptir mestu máli ef repúblikanar komast til valda í nóvember. Það er nefnilega þannig að Trump virðist vera að hugsa um arftaka sinn og framhald á MAGA hreyfingunni eftir forseta setu sína. Helstu heimildir hér er Wikipedía, eigin þekking og veraldarvefs vöfrun.
Á þeim tíma sem hann sat í öldungadeildinni hefur Vance verið lýst sem þjóðernisíhaldsmanni, hægri lýðskrumara og hugmyndafræðilegum arftaka paleóíhaldsmanna eins og Pat Buchanan.
Vance lýsir sjálfum sér, og hefur verið lýst af öðrum, sem meðlimi póstfrjálshyggjuréttarins. Hann hefur vitnað í höfundana Patrick Deneen, Rod Dreher og Curtis Yarvin sem hafa áhrif á trú sína. Peter Thiel, William Julius Wilson, Robert Putnam, David Autor, René Girard, Raj Chetty, Oren Cass og Yoram Hazony eru einnig sagðir hafa mótað hugsun hans.
Dreher var gestur í skírn Vance vegna umbreytingar hans til rómversk-kaþólskrar trúar. Efnahagslegum skoðunum hans hefur verið lýst sem "efnahagslegum popúlisma" og stundum "efnahagslega þjóðernishyggju." Þessi skoðun hefur verndarstefnu, sérstaklega með tilliti til endurnýtingar á bandarískum iðnaði, sérstaklega framleiðslu, og verndun bandarískra starfa almennt.
Efnahagsskoðanir hans eru taldar óhefðbundnar innan Repúblikanaflokksins. Hann styður verkalýðsfélög, gjaldskrár á erlendar vörur og samkeppnisstefnu. Opinber stuðningur hans við verkfall bílaverkamenn kom sérstaklega mörgum í flokknum á óvart. Þó að Vance hafi gefið til kynna andstöðu við skattahækkanir í heildina styður hann hækkanir á ákveðnum sköttum á háskólastyrki, fyrirtækjasamruna og stór fjölþjóðafyrirtæki. Hann styður hækkun lægstu launa og er mjög efins um framlög stórfyrirtækja í efnahags- og félagsmálum. Í félagsmálum er Vance talinn vera mjög félagslega íhaldssamur. Hann er á móti fóstureyðingum, hjónaböndum samkynhneigðra og vopnaeftirliti. Vance styður bann við klámi og alríkisglæpavæðingu á transgender heilbrigðisþjónustu fyrir ólögráða börn. Hann er andvígur áframhaldandi hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna við Úkraínu meðan á yfirstandandi innrás Rússa stendur yfir. Vance hefur lýst sjálfum sér sem tengdur mörgum undarlegum, hægrisinnuðum undirmenningum á netinu og er þekktur fyrir tengsl sín við Silicon Valley.
Vance hefur sagt að hann sé "viðbragðssinni" sem sé í stríði við "stjórnina". Hann er undir áhrifum af og er talinn vera "hluti af vaxandi nýhægri hring stjórnmálamanna og hugsuða sem hafa tekið upp nýviðbrögð (eða 'NRx') form stjórnmála". Hreyfingin, einnig þekkt sem The Dark Enlightenment, er á móti fjöldaþátttökulýðræði, sérstaklega frjálslyndu lýðræði.
En skiptir Vance einhverju máli? Varaforsetar eru eins og varadekk undir bíla, geymt í skottinu þar til nota þarf það. Einstaka varaforsetar hafa verið virkir, Pence var t.a.m. virkur varaforseti Trumps allt til loka forsetatíðar hans er slitnaði á milli þeirra.
Vance eins og aðrir frambjóðendur, til vinstri eða hægri, njóta stuðnings milljónamæringa. Það var frægt þegar Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, veitti 450 milljónir dollara í aðstoð við framboð Joe Biden 2020. Margir segja að það framlag hafi vegið þungt í sigri Bidens. Venjulega hafa demókratar digri sjóði að sækja í en repúblikanar. Þetta er gallinn á lýðræðinu í Bandaríkjunum og einnig lobbíisminn. Þetta má sjá á Íslandi en í minna mæli.
Ef Trump kemst til valda, skiptir Vance máli eftir forsetatíð hans. Hann mun líklega vera virkur varaforseti og fá hlutverk. En Vance er enn óskrifað blað, svo ungur er hann og reynslan af störfum hans lítil.
Utanríkismál/alþjóðamál | 23.7.2024 | 10:09 (breytt kl. 12:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trump flutti fyrstu ræðu sína í gærkvöldi síðan morðtilræðið við hann átti sér stað. Mestmegnið snérist ræðan um sættir og sameiningu Bandaríkjamanna. En hann lét andstæðinga sína að mestu í friði. Held að hann hafi aldrei minnst á Joe Biden með nafni. Talaði bara um núverandi stjórn, minntist einu sinni á Nancy Pelosi og það var allt sem hann sagði um andstæðinga sína. Talaði um samstöðu Bandaríkjamanna fyrst og fremst. Morgunblaðið sagði að hann hafi "...talaði fyrir sameiningu í landinu, en gagnrýndi demókrata og núverandi forseta." Sem er rétt en engin nöfn voru nefnd nema Nancy Pelosi.
Svo heldur Morgunblaðið áfram:
"Ekki leið á löngu þangað til Trump varð sjálfum sér samur og gagnrýndi harðlega demókrata í landinu og Joe Biden Bandaríkjaforseta.
Þá rifjaði hann upp gamalt stef um að brögð hefðu verið í tafli í síðustu kosningum, sem hann tapaði fyrir Biden."
Þetta er bara ekki rétt. Bloggritari horfði á alla ræðuna, frá upphafi til enda. Hann sagði "ridiculous election" og ekkert meira, þ.e.a.s. um kosningasvindl. Hann minnist ekkert á Joe Biden, bara á stjórn hans. Nema þetta hafi farið fram hjá bloggritara. En svo sér maður hver heimild Morgunblaðsins er: CNN! Trump talaði fyrir sameiningu í landinu Fjölmiðill sem er búinn að ljúga að bandarískum almenningi í átta ár um Donald Trump og leynt viljandi um ástand Joe Biden. Þvílík heimild.
Er nokkuð viss um að íslenski blaðamaðurinn sem skrifaði þessa frétt hafi ekki horft á ræðuna til enda eða yfir höfuð. Svona starfa íslenskir fjölmiðlar, þeir kanna ekki frumheimilda (sem er ræðan), heldur fara í eftirheimild sem er kannski með annarlegan tilgang.
Joe Biden virðist vera að detta út, hann nýtur engan stuðning flokksmanna sinna, né forystunnar, né fjölmiðla, né styrktaraðila né nokkurs nema fáeina einstaklinga í kringum hann. Talað er um sunnudaginn sem góðan dag til að tilkynna brotthvarf frá framboði.
Athygli vekur að hann virðist ekki ætla að styðja Kamala Harris varaforseta sinn og hvetja til opið prófkjörs. Hún er samt efst á lista þótt óvinsæl sé. Gavin Newscom er hátt á lista og margir aðrir. Ómögulegt að segja hver vill taka við slökknuðum kyndli nema hún.
Utanríkismál/alþjóðamál | 19.7.2024 | 11:46 (breytt kl. 13:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það gengur ekkert í haginn fyrir Joe Biden þessa daganna. Skoðanakannanir eru honum óhagstæðar, andstæðingur hans var skotinn og fær fyrir vikið mikla samúð kjósenda og hans eigin flokkur hefur snúist gegn honum. Og hann er greindur með covid.
Það eru aðeins tvær persónur innan Demókrataflokksins sem get komið honum úr embætti með þrýstingi og það eru Chuck Schumer (forystumaður demókrata í Öldungadeildinni) og Nancy Pelosi (fyrrum leiðtogi demókrata í Fulltrúardeildinni). En formlega séð getur enginn komið honum í burtu vegna þess að hann er búinn að tryggja sér nægan fjölda fulltrúa til að ná kjöri.
Talið er að Chuck Schumer vilji að hann segi af sér í dag, til að skyggja á ræðu Donalds Trumps sem haldin verður á flokksráðstefnu Repúblikana í dag. Svo er að sjá hvort af verður. En æðstu menn Demókrataflokksins vilja hann í burtu sem fyrst og ekki seinna en þegar flokksþing demókrata hefst 15. ágúst.
En hver vill taka við sökkvandi skipi? Kamala Harris er sjálfskipuð í það hlutverk, þótt óvinsæl sé. Allur kosningasjóðurinn sem er digur, fellur henni sjálfkrafa í skaut. Hún velur sig líklega hvítan karlmann til að vega á móti því að hún er af blönuðum uppruna. Segist vera svört, en er einnig indversk og hvít að uppruna.
Allir bíða spenntir eftir ræðu Trumps, mun hann sameina þjóðina? Repúblikanar, aldrei þess vant, eru sameinaðir á flokksþinginu sem endar í dag með ræðu Trumps.
Bloggritari er ekki sjáandi en getur séð ýmislegt. Hann giskaði á að Trump myndi velja sér varaforsetaefni eftir kyni eða húðlit. Það reyndist vera rangt enda er það woke-ismi sem hann er einnig að berjast gegn.
En bloggritari sá strax að Joe Biden gekk ekki heill til skógar, sjá t.a.m. grein frá 12. maí 2021. Elliglöp Joe Bidens En hann hefur hangið inni allt kjörtímabilið með hjálp bandarískra fjölmiðla. Í kappræðum Trumps og Bidens sprakk hins vegar blaðran og ekki er aftur snúið.
Utanríkismál/alþjóðamál | 18.7.2024 | 10:58 (breytt kl. 11:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hugrakkur leiðtogi skapar hugrekka fylgjendur. Það kom í ljós í hinu fræga rallý, þegar Trump var skotinn í höfuðið. Púslið af atburðum dagsins eru að raðast upp en enn vantar margt í myndina.
En það er eitt sem ekki er hægt að gera upp eða þykjast með, en það er hvernig fólk bregðst við þegar það lendir í lífshættu. Það var ekki bara forsetinn fyrrverandi sem var í lífshættu, heldur líka fólkið sem var þarna á samkundunni. Eftir fimm til átta skot, lágu þrír áhorfendur í valinu, einn látinn. Sá látni sýndi ótrúlegt hugrekki, skýldi eiginkonu og dóttir og lést fyrir vikið. Minna er vitað um hina tvo áhorfendurna.
En álitsgjafar vestan hafs hafa haft orð á hversu hugrakkt fólkið var sem lenti í þessum atburði. Enginn panikaðist, engin óðagát, öskur eða læti. Það beygði sig er það heyrði skothríðina en reyndi ekki að hlaupa í burtu í óðagát. Og er forsetinn reis á fætur, og hrópaði berjist, berjist, berjist, hrópaði fólkið á móti USA,USA....!
Þegar leiðtoginn er óhræddur og sýnir hugrekki, eins og Tucker Carlson sagði í viðtali, bregðst fólk rólega við (e. calm). Sjá má þetta í stríðsbyrjun seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar ástandið var sem verst, að þrumuræður Winston Churchill blés eldmóð í hjörtu almennings, ekki bara hinn breska, heldur um alla Evrópu. Það sýndi eldmóð og þolgæði þegar ástandið var sem verst. Leiðtoginn skiptir máli.
Fólk er þreytt á fum og fálm núverandi leiðtoga sem því miður getur ekki komið saman heilli setningu eða tekið heilsteypta ákvörðun. Tek það fram að bloggritari hefur ekkert á móti persónunni Biden. Sem persóna hefur hann eflaust marga frábæra eiginleika, t.d. frábær fjölskyldumaður. En sem forseti er hann því miður ekki hæfur.
Fyrstu viðbrögð bloggritara er hann horfði á vettvanginn í raunmynd (hefur sjálfur tekið þátt í öryggisgæslu þjóðarleiðtoga) að leyniþjónustan bráðst algjörlega þennan dag. Af hverju, er enn deilt um. En nokkrar ástæður hafa verið dregnar fram. Til að mynda skortur á leyniþjónustumönnum á vettvangi, skipulag verndarinnar, jaðar verndarsvæðisins ekki haft a.m.k. 500 metrar en skotmaðurinn skaut af 130 metra færi og enginn skuli hafa verið upp á þakinu til að koma í veg fyrir að skotmaður gæti komið sér þar fyrir.
Viðbrögð lögreglunnar þegar fjöldi áhorfenda hrópaði að það væri maður á þakinu með riffill voru fumkennd og sein. Margra mínútu fyrirvari var áður en skothríðin hófst.
En svo er það fólkið sem verndaði Trump. Í ljós kemur að margar konur voru í leyniþjónustuliðinu, það litlar að þær gátu ekki skýlt höfuð Trumps og viðbrögð sumra þeirra (ekki allra) voru óðagát. Ein þeirra hrópaði, hvað eigum við að gera? Önnur sést skýla sig á bakvið Trump og leyniþjónustumennina í kringum hann og ein gat ekki valdið byssu og sett í hulstur! Leyniskyttan (karlmaður) bráðst við, í stað þess að fyrirbyggja (eflaust hræddur við að vera gerður ábyrgur ef hann mat aðstæður rangt). Skytturnar hafa heimild til að skjóta án þess að biðja um leyfi. Hann hikaði.
Margir álitsgjafar hafa talað um stefnu sem kallast D.E.I. sem einn áhrifavald. Fjölbreytni, jöfnuði og þátttaka er woke stefna sem hefur verið tekin upp í stjórnkerfi Bandaríkjanna. DEI stendur fyrir fjölbreytni, jöfnuð og þátttöku. Sem fræðigrein er DEI sérhver stefna eða venja sem er hönnuð til að láta fólki af ýmsum bakgrunni líða velkomið og tryggja að það fái stuðning til að standa sig sem best á vinnustaðnum! Núverandi forstjóri Leyniþjónustunnar er kona, fyrrverandi yfirmaður öryggisgæslu Pepsi. Stefna hennar er að ráða samkvæmt hugmyndafræði DEI, ekki eftir verðleikum, heldur eftir kyni. Fyrir 2028 eiga 30% leyniþjónustumanna að vera konur! Ekki er spurt um hæfi, bara kyn (húðlit líka). Sjá má þetta í stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart stjórnir fyrirtækja, ákveðið hlutfall þeirra eiga vera konur, sama hversu hæfar þær kunna að reynast.
Af hverju forstjórinn er ekki búinn að segja af sér er óskiljanlegt. Hann (hún) lét ekki sjá sig né tjáði sig fyrstu tvo sólarhringanna og svo er hún birtist, sagðist hún ekki ætla að segja af sér og taka ábyrgð. Eina hlutverk hennar var að vernda skjólstæðing sinn og fyrir guðs lukku var hann ekki drepinn, ekki vegna hæfni leyniþjónustunnar. Ótal öryggissérfræðingar hafa stigið fram og lýst furðu sinni á vankunnáttu leyniþjónstunnar. Einhver hlýtur að bera ábyrgð.
Utanríkismál/alþjóðamál | 16.7.2024 | 11:21 (breytt kl. 11:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020