Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Argentína með allar sínar auðlindir hefur verið á hvínandi kúpunni í marga áratugi. Ástæðan er sósíalísk stefna sem hefur verið viðvarandi allan þennan tíma og spilling.
Javier Milei er nýr forseti Argentínu og frjálslindur samkvæmt gömlu skilgreiningunni. Hann er enginn kjáni í efnahagsmálum enda er hann menntaður hagfræðingur. Hann er enginn íhaldsmaður, þótt hann sé hægri sinnaður í efnahagsmálum, þ.e.a.s. styður kapitalisma og frjálst markaðshagkerfi og lítil afskipti ríkisins.
Hann er skilgreindur sem frjálslindur vegna stuðningur hans við valfrelsi um efni eins og eiturlyf, byssur, vændi, hjónabönd samkynhneigðra, kynhneigð og kynvitund hefur verið í andstöðu við almenna andstöðu hans við fóstureyðingar, líknardráp og innflutning glæpamanna, þar er hann íhaldssamari. Í utanríkismálum talar hann fyrir nánari samskiptum við Bandaríkin og er harður gagnrýnandi kínverska kommúnistaflokksins.
Honum hefur verið lýst pólitískt sem hægrisinnuðum frjálshyggjumanni, popúlista (nýtur stuðnings almennings) og stuðningsmanni laissez-faire kapítalisma, sem er sérstaklega í takt við minarkista (þar sem talsmenn þess eru þekktir sem mínarkistar, en hér er verið að tala um gerð af ríki sem er takmarkað og lágmarkað, þar sem hlutverk þess er háð frjálshyggjukenningum.) og anarkó-kapítalískar meginreglur. Skoðanir hans einkenna hann í argentínsku pólitísku landslagi og hafa vakið mikla athygli almennings og skautuð viðbrögð. Hann hefur lagt til víðtæka endurskoðun á ríkisfjármálum og skipulagsstefnu landsins.
En hvað ætlar hann að gera nú þegar hann er orðinn forseti?
Það er ansi róttækt. Sama reiði er gagnvart Seðlabanka landsins og er gagnvart Seðlabanka Íslands. Milei vill ganga lengra en bara að reka Seðlabankastjóra eins og lagt er til hér á Íslandi.
Hann vill afnema seðlabanka landsins. Fyrirhuguð afnám Seðlabanka Argentínu og dollaravæðing hafa mætt gagnrýni; argentínski pesóinn féll og vextir voru hækkaðir í kjölfar sigurs í prófkjöri hans. Argentínskir almennir hagfræðingar gagnrýndu einnig efnahagsvinnu Mileis og framsetningu hans, lýstu hugtökum hans sem ruglingslegum og héldu því fram að formúlurnar sem hann notar séu ekki réttar; sérstaklega gagnrýndu þeir tillögur hans um afnám Seðlabanka Argentínu og dollaravæðingu. Milei vísaði gagnrýnendum dollaravæðingarinnar á bug og sagði að þeir skildu ekki skilyrðið um þverskiptingu.
Verðbólga mælist 140% og þriggja ára þurrkar hafa leitt til mikillar samdráttar í landbúnaðarframleiðslu. Tveir af hverjum fimm búa við fátækt og hefur gjaldmiðillinn tapað 90% af verðgildi sínu á fjórum árum. Þetta er leiðin sem hann sér út úr þessu. Þetta myndi þýða að peningastefna Argentínu yrði sett í Washington frekar en Buenos Aires. Sömu hugmyndir hafa menn líka haft hér á Íslandi, að tengja okkur við Bandaríkjadollara eða evruna. Tveir gallar á þessari stefnu:
Helsti gallinn á þessari leið, er að Argentína og Bandaríkin eru mjög ólík hagkerfi og því gæti það sem gæti verið rétt peningastefna fyrir hið síðarnefnda verið röng fyrir hið fyrrnefnda. Lönd verða að gæta þess að gefa eftir frelsi til að ákveða eigin vexti og fella gjaldmiðla sína. En er þetta eitthvað verra en 140% verðbólga? Er ekki betra að fólk geti notað gjaldmiðil sem allir treysta og vilja nota. Það er engin tilviljun að neðanjarðar hagkerfi heims, nota menn dollara í stað t.d. rúblu eða aðra gjaldmiðla sem enginn vill nota í alþjóðaviðskiptum. Íslenska krónan er í þeim flokki.
Annað vandamálið er hagnýtara: hvaðan fengi Argentína dollara sína? Sem stendur hefur seðlabankinn nánast engan gjaldeyrisforða til að tala um og skortir aðgang að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum til að ná þeim hlutabréfum sem þyrfti til að halda hagkerfinu gangandi. Fræðilega séð gæti Milei leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán, en líkurnar á því að það takist yrðu ekki miklar. Argentína er nú þegar stærsti lántakandinn frá AGS og skuldar honum 44 milljarða dala (35 milljarða punda).
Það er því spurning hvort hann geti farið þessa leið. En hann getur hins vegar dregið úr umsvifum ríkisins, afnumið óteljandi ráðuneyti sem gera ekki neitt, haldið sköttum lágum, íviljað fyrirtæki, þannig að þau stækki og stækki þannig skattkökuna. Hann verður líka að hreinsa til innan stjórnkerfisins og uppræta spillingu.
Hér á Íslandi vilja menn auka skatta til að mæta auknum útgjöldum. Skattar, skattar og skattar eru svör íslenskra stjórnmálamanna og ef efnhagskerfið hitnar um, stýrisvaxtahækkanir ofan á stýrisvaxta hækkanir. Stýrisvextir (háir), verðbólga (há) og skattar (háir) eru óvinir heilbrigðs efnahagskerfi.
Svarið við öll vandamál ríkis í vexti, er að stækka þjóðarkökuna í sífellu, búa til meiri pening og þar með eykst skattheimtan sjálfkrafa með sömu skattprósentu og áður. Einfalt en samt skilja stjórnmálamenn ekki svona einfalda leið. Skattaálögur er leið letingjans. Mig vantar pening, best að fara ofan í vasa skattgreiðenda (borgara og fyrirtæki). Ó, við erum búin að eyða sjóði nátttúruhamfarasjóðs í alls kyns vitleysu, setjum skatta á húseigendur, skattlegggjum banka (sem fara svo í vasa viðskiptavini sína enda engin samkeppni á bankamarkaðinum) eða skattleggjum útgerðina.
Viðskipti og fjármál | 22.11.2023 | 11:13 (breytt kl. 19:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skattar eru vinsælir til að leysa vandamál sem stjórnmálaelítan hefur komið sér í. Í stað þess að reka stjórnarheimilið af hagsýni, er safnað upp skuldum, peningum eytt í alls kyns óþarfa. Nokkuð sem heimilið getur ekki.
Heimilið þarf til dæmis að neita sér um að sækja menninguna heim, það sleppir að fara í bíó, leikhús o.s.frv. Þjóðarheimilið eyðir jafnmiklu, sama hvernig árar. Heimilið sker niður, reynir að afla sér meiri tekja og halda heimilisbókhaldinu í jafnvægi. Annars er engin miskunn, það getur orðið gjaldþrota. Þjóðarheimilið getur ekki orðið gjaldþrota, því að getur blóðmjólkað heimili og fyrirtæki til að mæta taprekstri. Slíkt kallar ekki á ábyrg vinnubrögð.
Flestir flokkanna sem eru á Alþingi eru það ófrumlegir að auðveldasta leiðin er valin, skattleggja. Það er að "fjárkúga" skattgreiðandann meira. Hann er látinn borga alls kyns skatta til að mæta "trenni" hverju sinni, t.d. mengunarskatta út af ósannaðri kenningu um hlýnun jarðar. Og hann er látinn borga jaðarskatta til fjölmiðla, með RÚV í broddi fylkingar.
Við vitum að Samfylkingin ætlar að auka skattaálögur á borgara landsins. Hún er búin að boða það. Það á að koma með bankaskatt (bankarnir auka þá þjónustugjöld á viðskiptavini bankanna). Það á að hækka veiðigjöld, veit ekki hvort það hafi áhrif annað en á hagnað fiskveiðifyrirtækja. Eflaust lúrir Samfylkingin á fleiri sköttum sem hún vill leggja á en segir ekki frá. En hún er greinilega ekki vinsamleg atvinnulífinu.
Samfylkingin telur sterk rök hníga að upptöku stóreignarskatts
Auðlegðarskattur var lagður á í ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar árið 2009. Guðrún Helga Lárusdóttir, einn eigenda og stofnenda fjárfestingafélagsins Stálskips., stefndi íslenska ríkinu fyrir álagningu auðlegðarskatts árin 2010, 2011 og 2012. Guðrún taldi skattlagninguna ólögmæta, þar sem hún væri brot á eignarrétti og færi í bága við mannréttindasáttmála Evrópu. Skattlagningin var hins vegar lögmæt samkvæmt dómi Héraðsdóms árið 2013 og var því ríkið sýknað af kröfum Guðrúnar. Hæstiréttur staðfesti svo sýknudóminn ári síðar. Löglegur skattur en án vafa siðlaus.
Jöfnuður jafnaðarmannaflokka felst fremst í að taka pening úr vösum fólks sem hefur unnið hörðum höndum við að afla sér fé og tekið áhættu við það og færi í vasa þeirra sem kunna ekki eða geta ekki afla sér nægilegt fé til framfærslu. Það getur verið t.d. vegna of hárra skatta og of lágra launa sem fólk getur ekki sér farborða en líka vegna vangetu.
En svo er það Miðflokkurinn sem boðar skattalækkanir. Það er með afnám virðisaukaskatts á matvæli sem er í raun snilldarhugmynd. Jú, allir þurfa að borða, þetta eru skattar sem sem eru lagðir á nauðsynjarvörur. Allir græða, fátæklingar landsins, millistéttin sem berst í bökkum og auðvitað elítan. Þetta er líka jákvætt gagnvart ferðamennskuna, en útlendingum blöskrar hátt verðlag á matvöru.
Svo eru það hinir flokkarnir. Allt skattaflokkar. Sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur haft fjármálaráðuneytið meira eða minna síðastliðnu hálfa öld, er duglegur að leggja á nýja skatta og alltaf tilbúinn að halda sköttum háum. Hann hefur ekkert á móti ósanngjörnum sköttum, t.d. erfðaskatt.
Svo eru það óvæntu skattarnir. Mannúðin og opin landamæri hafa leitt til þess að skattbyrgðin á borgara landsins hefur margfaldast. Árlegur kostnaður skattborgara er 15-25 milljarða króna vegna áhlaups hælisleitenda hingað norður í ballarhaf. Það sem svarar 60 þúsund krónur aukalega á hvert einasta mannsbarn í landinu (börn meðtalin). Fyrir fjögurra manna fjölskyldu gerir þetta 240 þúsund krónur á ári sem allhá upphæð.
Svo eru það aukaskattarnir. Borgarinn er skattlagður fyrir að leggja bíl sínum í bílastæði. Hann borgar fyrir að fara á heilsugæslu eða rannsókn þrátt fyrir skattheimtu fyrir heilbrigðiskerfið o.s.frv. Innflutningsgjöld á allar vörur sem hann kaupir sér inn.
Svo dettur ráðherrum alls kyns ráð í hug til að láta aðra borga draumóra sína. Byggjum vegi, brýr og jarðgöng og látum skattgreiðendur borga brúsann með veggjöldum. Innheimtum 50 milljarða í bílaskatta en notum bara helminginn í vegkerfið. Leggjum km gjald á akstur bifreiða, skítt með landsbyggðina og fólkið sem býr þar, sem þarf að keyra langar vegalengdir til að sækja sér þjónustu.
Skattanetið er þéttriðið og smáfiskarnir sleppa ekki heldur.
Viðskipti og fjármál | 8.11.2023 | 12:21 (breytt kl. 13:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Inngangur
Eftirfarandi texti er samtímingur héðan og þaðan en aðallega þýðing á greininni Who is Milton Friedman, sjá slóð hér að neðan.
Ég held að fáir vita hver Milton Friedman er í dag. Menn eru uppteknir af ný-marxisma og öðrum ruglstefnum. Það er alveg ótrúlegt þegar fólk, sem á að heita að búi í kapitalísku ríki, skuli daðra við kommúnismann og miðstýrðu efnahagskerfi. Slíkt fólk hefur ekki lært af sögunni. Kommúnisminn og ríkisstýrð efnahagskerfi, hafa verið reynd í Austur-Evrópu og annars staðar í heiminu (og með stjórn kommúnista í Vestur-Evrópu þegar þeir komast í ríkisstjórn) og alls staðar er jörðin skilin eftir í rjúkandi rúst.
Kapitalisminn er besta kerfið sem boðið er upp á. Allt annað hefur misheppnast, t.d. anarkismi sem Píratar eru að gæla við. En hvað er kapitalismi? Frjáls markaðshagkerfi, þar sem frjálsir menn með tjáningarfrelsi, eiga og stjórna eignum, keppast innbyrðist við að koma vörur og þjónustu á markað. Þessi samkeppni, ef hún breytist ekki í fákeppni, leiðir til hagkvæmni, framfara í tækni og þekkingu, lægra vöruverð og betri vöru og þjónustu.
Kapitalismi getur þrifist undir harðstjórn/einveldi, ef valdhafarnir láta sig nægja að einokna stjórnkerfið og láta borgaranna um viðskipti. En kapitalismi þrífst best í frjálsu samfélagi, af þeirri einföldu ástæðu að ef borgaranir fá að hugsa frjálst og tjá sig frjálst, verða til nýjungar og þekking sem knýr samfélagið áfram. Gott dæmi um þetta er nýjasta orrustuþota Kínverja, sem er nákvæm eftirlíking af F-35 en þrátt fyrir copy/paste aðferð þeirra, er hún síðri. Tæknin er betri hjá Kananum.
Það er ekki undarlegt að helstu framfarir, tækninýjungar og uppgötvanir verða til í Bandaríkjunum, ekki Kína. Í Bandaríkjunum er einstaklingsfrelsi og -hyggja og tjáningarfrelsi. Kínverjar verða að láta sig nægja að reka öflugt njósnakerfi til að komast yfir tækniþekkingu Vesturlanda. Sama átti við um Sovétríkin sálugu.
Kynning á Milton Friedman
Milton Friedman var bandarískur hagfræðingur og tölfræðingur sem trúði á frjálsan markaðskapítalisma og var talinn leiðtogi peningahagfræði skóla Chicago (e. Chicago School of monetary Economics).
Árið 1976 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í hagvísindum fyrir rannsóknir sínar á neyslugreiningu, peningasögu, kenningum og margbreytileika stöðugleikastefnu.
Friedman er höfundur nokkurra bóka, þar á meðal Kapítalismi og frelsi. Hann hlaut frelsisverðlaun forseta Bandaríkjanna árið 1988. Milton Friedman lést 16. nóvember 2006.
Helstu lykilatriði varðandi Friedman.
Milton Friedman var bandarískur hagfræðingur sem talaði fyrir frjálsum markaðskapítalisma.
Hann er upphafsmaður peningastefnunnar, virkrar peningastefnu þar sem stjórnvöld stjórna magni peninga í umferð.
Friedman hjálpaði til við að þróa staðgreiðslu tekjuskatts í seinni heimsstyrjöldinni.
Milton Friedman starfaði sem efnahagsráðgjafi Richard Nixon forseta og Ronald Reagan forseta.
Friedman hlaut Nóbelsverðlaunin í hagvísindum árið 1976.
Yngri ár og menntun
Milton Friedman fæddist 31. júlí 1912 í Brooklyn, New York. Eftir að hafa lokið BS gráðu frá Rutgers háskóla lauk Friedman meistaragráðu við háskólann í Chicago og doktorsgráðu. við Columbia háskólann.
Árið 1935 gekk hann til liðs við National Resources Planning Board og gerði könnun á neytendafjárhagsáætlun, afstöðu sem síðar myndi vera kveikja að bók hans, A Theory of the Consumption Function.
Tekjuskattur
Árið 1941 gekk Milton Friedman til liðs við bandaríska fjármálaráðuneytið og vann að skattastefnu stríðstíma á fyrstu tveimur árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Friedman benti einu sinni á að eiginkona hans hefur aldrei fyrirgefið mér þann þátt sem ég átti í að móta og þróa staðgreiðslu fyrir tekjuskattinn."
Sem hluti af hugveitu sem leiddi til staðgreiðslu tekjuskatts sem tímabundinnar ráðstöfunar til að hjálpa til við að fjármagna stríðið, efaðist Friedman aldrei um nauðsyn þess á stríðstímum og sagði:
Það er enginn vafi á því að ekki hefði verið hægt að innheimta þá upphæð skatta sem lagðir voru á í seinni heimsstyrjöldinni án þess að miða staðgreiðslu skatta við upprunann.
Friedman iðraðist síðar eftir að hafa neytt staðgreiðslu á Bandaríkjamenn og var agndofa þegar ríkisstjórnin gerði neyðarráðstöfunina að varanlegum hluta skattlagningar sinnar á friðartímum.
Friedman gegn Keynes
Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar gekk Friedman til liðs við hagfræðideildina við háskólann í Chicago og varð prófessor árið 1948.
Við háskólann leiddi Friedman áskorun eftirstríðsins á kenningar John Maynard Keynes, breska hagfræðingsins sem hélt því fram að stjórnvöld yrðu að hjálpa kapítalískum hagkerfum í gegnum samdráttartíma og koma í veg fyrir að uppgangstímar springi út í mikla verðbólgu.
Milton Friedman hélt því fram að stjórnvöld yrðu að haldi sig frá hagkerfinu og láti frjálsa markaðinn virka. Þar sem Keynesíumenn gætu stutt skammtímalausnir til að örva neysluútgjöld og hagkerfið, með því að bjóða upp á tímabundið skattaívilnun eða örvunarávísun, setti Friedman fram þá kenningu að fólk lagaði sig að eyðsluvenjur þeirra til að bregðast við raunverulegum breytingum á ævitekjum þeirra, ekki tímabundnum breytingum á núverandi tekjum.
Árið 1957 afneitaði Friedman keynesíska hugsun með bók sinni um neyðsluútgjöld: A Theory of the Consumption Function.
Milton Friedman og aðrir við Chicago skólann unnu til nokkurra Nóbelsverðlauna í hagfræði fyrir vinnu sína við að afnema keynesísk hugtök, þar á meðal verðlaun Friedmans árið 1976 fyrir árangur sinn á sviði neyslugreiningar, peningasögu og kenninga um hversu flókin stöðugleikastefna er.
Peningahyggja
Litið á hann sem leiðtoga Chicago School of monetary Economics, lagði Friedman áherslu á mikilvægi peningamagns sem tækis í stefnu stjórnvalda og ákvarðandi hagsveiflur og verðbólgu.
Peningahyggjukenning hans lagði til að peningamagnsbreytingar hefðu tafarlaus og langtímaáhrif. Í bók sinni 1963, A Monetary History of the United States, héldu Milton Friedman og annar höfundur Anna Schwartz því fram að það væri peningastefnan, en ekki bilun frjálsmarkaðs kapítalisma, sem leiddi til kreppunnar miklu.
Friedman fór yfir aldar peningastefnu á hrunum, uppsveiflu, samdrætti og lægðum og komst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankinn væri aðalorsök kreppunnar vegna þess að hann minnkaði peningamagnið um meira en þriðjung á árunum 1929 til 1933. Þessi samdráttur olli hruni sem framlengdist í kreppu.
Milton Friedman, sem upphaflega studdi gullfót, fór í átt að harðpeningastefnu þar sem peningamagn í umferð eykst á sama hraða og hagvöxtur þjóðarinnar. Í samræmi við andstöðu sína við keynesíska hugsun, mislíkaði Milton Friedman Bretton Woods samningnum, sem var tilraun til að festa gjaldmiðla frekar en að láta þá fljóta á frjálsum markaði.
Hoover stofnun. "Nóbels peningaeinvígi - hvers vegna Bretton Woods mistókst."
Þegar keynesíska kerfið varð fyrir stöðnun á áttunda áratugnum fóru fræðimenn að taka stefnu Friedmans gegn verðbólgu, harðpeningastefnuna alvarlega. Peningahyggja tók yfir keynesískar lausnir.
Fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Alan Greenspan, tók eftir því að Friedman kom með þegar ljóst var að keynesísk samstaða, sem hafði virkað vel frá 1930, gæti ekki útskýrt stöðnun áttunda áratugarins. Árið 1979 innleiddi Paul Volcker, seðlabankastjóri, peningastefnu Friedmans.
Friedman varð leiðbeinandi fyrir efnahagsstefnu sem Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna og Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands stóðu að.
Arfleifðin
Milton Friedman uppgötvaði margar nýjungar í hagfræðikenningum á seinni hluta 20. aldar. Vinna hans við að útskýra peningaframboð og áhrif þess á efnahags- og verðbólgubreytingar vakti virðingu um allan heim.
Samstarfsmaður Friedman, Edmund Phelps, var nóbelsverðlaunahafi í hagfræði árið 2006 fyrir kenningu sem nóbelistarnir tveir settu fram á sjöunda áratug síðustu aldar um atvinnuleysi og verðbólgu, kenningu sem er áfram notuð sem hagnýtur leiðarvísir meðal helstu seðlabanka heimsins, þar með Seðlabanki Bandaríkjanna.
Friedman starfaði sem háttsettur meðlimur við Hoover stofnunina frá 1977 til 2006. Hann var Paul Snowden Russell Distinguished Service prófessor emeritus í hagfræði við háskólann í Chicago, þar sem hann kenndi frá 1946 til 1976 og var meðlimur rannsóknarstarfsmanna Hagfræðistofa frá 1937 til 1981.
Friedman starfaði sem forseti American Economic Association, Western Economic Association og Mont Pelerin Society. Hann var einnig meðlimur í American Philosophical Society og National Academy of Sciences.
Skilgreining á peningahyggju (e. monetarism): Kenningin eða framkvæmdin um að stjórna framboði peninga sem aðalaðferðin til að koma á stöðugleika í hagkerfinu.
Viðskipti og fjármál | 28.9.2023 | 09:25 (breytt kl. 09:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Danska einokunarverslunin er fyrirrennari íslensku einokuninni. Skömmtunartímabilið eftir seinni heimsstyrjöld upp úr 1947 var einn angi af einokun en það skapaði spillingu og flokksdrætti. Ríkið að skipta sér af frjálsum markaði sem einmitt lengdi í hengingaólinni.
Íslenska ríkið var lengi að sleppa klónni af valdi sínu sem það fékk með skömmtun vara. Það vildi helst hafa alla þræði atvinnulífsins í hendi sér og fyrir vikið var þjónustan, verð og úrval vara lélegt hjá ríkisreknum fyrirtækjum á markaðinum.
Það er nefnilega þannig að tæknikratar eru lengur að bregðast við minnkandi eða aukna eftirspurn á markaði og þeim var sama, því að aukinn gróði kom ekki í vasa þeirra. Enginn hvati til að gera betur. Man einhver eftir Bifreiðaeftirliti ríkisins? Arfaslök þjónusta sem fór fram utandyra.
Alls kyns ríkisfyrirtæki á markaði hafa horfið og skömmtunaráráttan með. En það þurfti menn eins og Davíð Scheving Thorsteinsson sem mótmælti og kærði bann á sölu bjórs nema í gegnum fríhöfn Keflavíkurflugvallar og annarra ferðaþjónustu aðila til að aflétta bjórbann. Í minningargrein í Morgunblaðinu um hann segir: "Á tímum viðskiptahafta og skömmtunar lagði Davíð til atlögu við hið opinbera í því skyni að geta boðið Íslendingum upp á meira úrval og fjölbreytni. Þannig hefur athafnasemi hans og útsjónarsemi í viðskiptum verið meðborgurum hans til hagsbóta.
Alltaf þarf ríkið að hafa vit fyrir fullorðið fólk og sjálfráða, slík er stjórnunaráráttan.
Nú eru komnir brestir í ÁTVR einkunina á smásölu. Íslenska ríkið myndi loka á einkafyrirtæki sem eru byrjuð að selja áfengi í smásölu ef það gæti en það getur það ekki vegna þess að við erum í EES.Nú ætti áfengisverð að lækka með aukinni samkeppni sem og vöruúrval. Helstu rök fyrir smásölu áfengis í gegnum ÁTVR er baráttan fyrir lýðheilsu. Eins og ríkið með sölu sinni á "eitrinu" sé að vernda heilsu almennings!? Hljæilegt.
Önnur peningasuga íslenskra skattborgara, RÚV, situr sem fastast og ekki getur borgarinn hunsað nauðunga "áskrift" að þessum ríkisrekna miðli, því að gjaldið er hirt beint af honum í gegnum skattkerfið. Réttlæting fyrir RÚV er almannavarnir en þau rök eru löngu farinn með nútímatækni.
Það er alveg sama hversu mikil samkeppni verður á fjölmiðlamarkaðinum, við losnum ekki við RÚV. Þetta mikla peningahít sem örfáir nota og drepur alla samkeppni á fjölmiðlamarkaðinum. Ekki er hægt að sjá aðra leið en að fara í gegnum dómstólaleiðina. En hefur hún verið farin? Vantar okkur Davíð Scheving nútímans til að hjóla í RÚV?
Að lokum. Svo er það sérkapítuli fyrir sig fákeppni fyrirtækja sem ríkið tekur stundum þátt í. Það er viss einokun á markaði en af hálfu einkafyrirtækja sem við sjáum reglulega með verðsamráði.
Forstjóri Haga efast um að matvöruverðið á Íslandi sé of hátt nú í fjölmiðlum. Hvernig er t.d. matvöruverðið í Færeyjum, á þeim örmarkaði? Á margan hátt lægra, þrátt fyrir smæð markaðarins og fákeppni. Jú, það er rétt hjá Finni Oddsyni að verðbólgan spilar inn í vöruverð en það er líka verðbólga á meginlandi Evrópu. Samt er matvöruverðið lægra almennt þar.
Gaman væri að vita hvernig vöruverð er á Grænlandi, á markaði sem mjög erfitt er að koma vörur á og smæð markaðarins mjög lítil.
Viðskipti og fjármál | 6.9.2023 | 08:06 (breytt kl. 10:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er verið hengja bakarann fyrir smiðinn. Orsök verðbólgunnar liggur ekki hjá heimilunum, heldur hjá ríkisvaldinu og sveitarfélögunum. Heimilin hafa tekið á sig verðbólgu hækkunina og þær launahækkanir sem hafa komið á móti, hafa verið lægri en verðbólgan. Í raun hafa heimildin tekið á sig kjaraskerðingu í formi lægri kaupgetu. Húsnæðismarkaðurinn er að kólna en hann er ein driffjöður hærra verðlags.
Skuldsetning ríkis og sveitafélaga og hallarekstur leiðir til verðbólgu. Minni eftirspurn beggja aðila eftir fjármagni með sparnaði og aðhaldsaðgerðum minnkar verðbólguþrýstingin en ekkert aðhald er enn komið.
Stjórnvöld ættu því að líta í eigin barm áður en þau nota Seðlabankann til að pönkast í almenning sem þarf að sætta sig við hækkandi vöruverð, lægri raunlaun og háa skattlagningu ríkis og sveitarfélaga.
Skatta árátta er slík að leitun er að öðru eins. Alltaf er hægt að eyða peningum annarra (skattgreiðenda) í alls kyns óþarfa og kemur ekki kjarnastarfsemi ríkis við, s.s. nýjasta nýtt sem er þjóðarópera sem skattgreiðendur þurfa að borga, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Af hvejru geta einkaaðilar ekki séð um rekstur óperu, líkt og á tímum Mozart og hér á Íslandi hingað til?
Auðvitað eru verkefni ríkisins mörg og margt á eftir að gera, til dæmis í vegamálum, en ríkið er að flækjast í ýmsu sem það á ekki að koma nálægt. Dæmi, Ríkisútvarpið RÚV - Ríkisrekið Útvarp vinstrimanna (aukaskattur sem ríkið neyðir hvern einasta einstakling yfir 18. ára aldur og fyrirtæki að greiða fyrir með nauðung). Og ríkið selur áfengi og tóbak í einokunarsölu (smásölu), af hverju? Nú vilja Færeyingar leggja af einkarétt ríkisins til að selja áfengi í Færeyjum.
Landsstýrið vil avtaka einkarrættin hjá Rúsuni at selja rúsdrekka
Svo er verið að henda hundruð milljóna í meðgjöf fyrir fjölmiðla og stjórnmálaflokka og ýmis konar menningarstarfsemi. Er almenningur að biðja um það? Nei, hann hefur ekkert að segja á meðan stóri bróðir seilist dýrpa í tóma vasa. Allt telur til skulda, sama hversu há upphæðin er.
Seðlabankinn hefði a.m.k. átt að halda sig við óbreytta stýrisvexti eða jafnvel að lækka þá í takt við lækkandi verðbólgu.
Viðskipti og fjármál | 24.8.2023 | 13:49 (breytt kl. 17:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kíkjum á fyrstu grein EES samningsins:
"1. gr.
1. Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir EES.
2. Til að ná þeim markmiðum sem sett eru í 1. mgr. skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér:
a) frjálsa vöruflutninga;
b) frjálsa fólksflutninga;
c) frjálsa þjónustustarfsemi;
d) frjálsa fjármagnsflutninga;
e) að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnig
f) nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála."
Hér segir hvergi að við eigum að vera móttökustöð reglugerða frá ESB, heldur er þetta viðskiptasamningur. Það er nokkuð skondið að EFTA - þjóðirnar þurfi að taka upp reglugerðir "viðskiptaaðila" þeirra, sem eru önnur alþjóðasamtök, þegar þær eru ekki einu sinni í samtökunum.
Ég hef ekki orðið var við að ESB þurfi að taka upp reglugerðir EFTA - ríkja, eða hefur það farið fram hjá mér? Athugið að reglugerð eru reglur um framkvæmd á lögum!
ESB hefur tekið gífurlegum breytingum síðan 1992 þegar EES - samningurinn var tekinn í gildi, án samþykki íslensku þjóðarinnar en engin endurskoðun hefur átt sér stað síðan þá.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi Íslandi lokaviðvörun 2020 ef ég man rétt, vegna meints samningsbrots, sem stofnunin hefur haft til meðferðar sl. 8 ár. Þar er krafist að lög og tilskipanir frá ESB verði gerðar rétthærri og æðri íslenskum lögum í íslensku réttarfari og hér er ég að tala um bókun 35.
Þetta getur ekki verið annað en brot á stjórnarskrá Íslands því að lagasetningavaldið er í höndum Alþingis Íslendinga. Hvergi stendur í stjórnarskránni að það sé heimilt fyrir Alþingi að framvísa eða afsala þetta vald í hendur yfirþjóðlegs valds.
Sama gildir um EES - samninginn, upptaka reglugerða eða laga erlendra aðila í gegnum viðskiptasamning getur ekki verið löglegt eða samkvæmt stjórnarskránni. Erum við t.a.m. að taka upp reglugerðir sem koma viðskiptum ekkert við?
Tökum dæmi, við gerum viðskiptasamning við viðskiptabandalag Norður-Ameríku (USMCA) en í honum felst að við þurfum að taka upp reglugerðir sem bandalagið setur einhliða. Er það löglegt? Myndi ekki einhver kvarta? Af hverju þá ekki vegna lagasetningavalds ESB?
Svo er það stóra spuringin: geta 63 manneskjur ákveðið fyrir hönd heillar þjóðar skuldbindingu og afsali lagasetningavalds landsins til yfirþjóðlegs valds? Það vantar sárlega ákvæði í stjórnarskánna um þjóðaratkvæðisgreiðslur fyrir meiriháttar mál. Það er of þungt að þurfa að safna undirskriftum og skjóta málinu fyrir forseta Íslands til að knýja fram þjóðaratkvæðisgreiðslu. Það er mjög auðvelt að kjósa í dag með rafrænum skilríkjum eða bara gömlu góðu aðferðina að fara á kjörstað (binda það t.d. við sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningar).
Íslendingar voru miklir lögspekingar á tímum þjóðveldisins. Hefur þeim fatast flugið síðan þá og samþykkt lagasetningar sem standast ekki röksemdafærslur rökfræðinnar?
Viðskipti og fjármál | 18.4.2023 | 09:07 (breytt kl. 09:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ísland hefur aldrei verið hreint kapitalískt samfélag, til þess hafa völd ríkisvaldsins og elítunnar verið of mikil. Verið svo gegnumgangandi í gegnum Íslandssöguna. Fyrsta hlutafélagið á Íslandi (íslenskt hlutafélag) var stofnað á Alþingi 1752 (sjá fyrri blogg grein mína um það merka hluthafafyrirtæki) Því kunna kenningar á borð við Milton Friedman hljóma ókunnuglega. En kenningar hans eru óneitanlega hluti af hvernig beri að skoða kapitalískt samfélag og hver er raunverulegt hlutverk fyrirtækja. Ég skrifaði um Friedman og kenningu hans um verðbólgu í grein hér að undan. Nú ætla ég að skoða sjónarhorn fyrirtækisins gagnvart samfélaginu.
Friedman kenningin er einnig kölluð hluthafakenningin. Bandaríski hagfræðingurinn Milton Friedman þróaði kenninguna sem kenningu um viðskiptasiðferði sem segir að mesta ábyrgð einingar liggi í ánægju hluthafa." Þess vegna ætti fyrirtækið alltaf að leitast við að hámarka tekjur sínar til að auka ávöxtun fyrir hluthafa.
Friedman telur að hluthafarnir séu hryggjarstykkið í einingunni (lesist starfsmaður fyrirtækisins eða t.d. deild) og það ætti að koma fram við þá af fyllstu virðingu. Hámörkun hagnaðar krefst þess að einingin finni leiðir til að afla viðbótartekna með virðisaukningu og búa til fleiri vörur og þjónustu en lágmarka kostnað. Friedman sagði einnig að hluthafar ættu að vera í forsvari fyrir lykilákvarðanir eins og félagsleg frumkvæði frekar en að fá utanaðkomandi aðila til að taka ákvörðunina fyrir þeirra hönd.
Bakgrunnur kenningu Friedmans
Kenning Friedman birtist fyrst í New York Times árið 1970 sem ritgerð eftir Milton Friedman. Í ritgerðinni útskýrði hagfræðingurinn að eining beri enga samfélagslega ábyrgð gagnvart samfélaginu í kringum sig. Þess í stað sagði hann að eina ábyrgðin sem eining ætti að standa við væru hluthafar þess.
Friedman rökstuddi kröfu sína með því að útskýra að allir stjórnendur í viðskiptum séu starfsmenn eigenda og þeim ber því að veita vinnuveitanda gæðaþjónustu á undan öðrum aðila. Einstaklingar sem starfa í fyrirtækjaeiningum þurfa að sinna hlutverki sínu í viðskiptum í samræmi við væntingar vinnuveitanda.
Hvað er samfélagsleg ábyrgð?
Friedman-kenningin heldur því fram að ákvarðanir um samfélagslega ábyrgð hvíli á herðum hluthafa, ekki stjórnenda fyrirtækisins. Hann heldur því fram að eining sé ekki skuldbundin til neinnar samfélagslegrar ábyrgðar nema hluthafar ákveði slíkt.
Allar samfélagslegar skyldur við samfélagið krefjast fjármagns og ætti því að koma þeim fyrir áður en þær eru framkvæmdar. Notkun auðlinda fyrirtækis er háð samþykki hluthafa, sem eru endanlegir ákvarðanatökur um mikilvægar ákvarðanir eins og notkun fjármuna.
Starfsemi með samfélagsábyrgð, svo sem þróun félagslegra þæginda fyrir samfélagið, er fjármagnsfrek og mun hafa áhrif á fjármuni einingarinnar. Friedman krafðist þess að slíkar skyldur ættu ekki að vera þröngvað upp á fyrirtækið og endanleg ákvörðun um hvort framkvæmt yrði eða ekki væri háð hluthöfum.
Áhrif kenningar Friedmans
Til marks um áhrif Friedman-kenningarinnar á viðskiptavettvangi telja margir eigendur fyrirtækja að fyrirtæki ættu að einbeita sér að því að hámarka virði hluthafa frekar en að einblína á aðra starfsemi eins og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.
Meginmarkmið hvers aðila ætti að vera að auka arðsemi fyrirtækisins þar sem það er það sem hluthafar hafa áhuga á. Önnur starfsemi sem er ekki lykilatriði til að hámarka verðmæti hluthafa ætti ekki að hafa forgang við úthlutun fjármagns.
Áhrif Friedman kenningarinnar hafa verið staðfest af ýmsum kennismiðum og fræðimönnum. Joseph Bower og Lynn Paine sem dæmi, báðir gamaldags prófessorar við Harvard háskóla, staðfestu að kenningin hafi haft áhrif á fjármálasamfélagið og séð hefur verið fyrir að eigendur fyrirtækja iðka Friedman kenninguna og meginreglur hennar. Kenningin fjallar einnig um ýmis efni, þar á meðal réttindi hluthafa, mat og mælingar á frammistöðu, ábyrgð fyrirtækja og hlutverk stjórnarmanna í viðskiptalífinu.
Gagnrýni á kenningu Friedmans
Þrátt fyrir velgengni hennar stendur kenningin frammi fyrir gagnrýni frá samfélaginu í kring. Litið er á kenninguna að miklu leyti sem einstaklingsmiðaða, sérstaklega út frá samfélagslegu sjónarhorni. Gagnrýnendur telja kenninguna gallaða frá mörgum vígstöðvum, þar á meðal lagalega, siðferðilega, efnahagslega, félagslega og fjárhagslega.
Flestir gagnrýnendur telja að kenningin veiti hluthöfum yfirhöndina (Ég: auðvitað, þetta er þeirra áhættufé) en vanrækir samfélagið í kringum eininguna. Þar sem hluthafarnir eru fjárhagsleg vél fyrirtækisins þarf einingin líka samfélagið til að það nái árangri. Fyrirtækið selur vörur sínar og þjónustu til samfélagsins. Árangur þess veltur á velvilja samfélagsins til að kaupa vörurnar og þjónustuna. Þess vegna hafa báðir aðilar gagnkvæmt samband og fyrirtækið ber ábyrgð gagnvart samfélaginu.
Í bók sinni The Shock Doctrine segir kanadíska félagsmálafrömuðurinn Naomi Klein að Friedman - kenningin geri samfélagið fátækt á sama tíma og hún auðgar hina fáu fyrirtækjaelítu. Paine og Bower, sem að hluta styðja Friedman-kenninguna, viðurkenna að kenningunni fylgi neikvæð áhrif, sem geta falið í sér skipulagsárásir frá aðgerðasinnum hluthafa og kulnun stjórnenda vegna þrýstings til að hámarka ávöxtun hluthafa.
Mín ályktun
Þetta er athyglisverð ályktun Friedman um að hluthafar og einingin eða starfsmaðurinn/deildin eigi að einbeita sér fyrst og fremst að hagsmunum fyrirtækisins. Af hverju? Var fyrirtækið stofnað til að vera samfélagslegt fyrirbrigði? Það gæti þá allt eins verið stofnað af góðgerðarsamtökum eða ríkisvaldinu, eða var þetta einstaklingur eða hópur (einstaklingar) sem ákvað að hætta eigið fé til að efnast? Fyrirtæki eru peningamaskína þjóðfélagsins og eiga að skapa arð til hluthafa, laun til starfsmanna og skatta til samfélagsins. Það nægir samfélaginu að fá skattana og það getur þá sinnt þessari samfélagslegri skyldu að styðja aðra. Samfélagið verður þar með sjálfkrafa ánægt með fyrirtækið. Samanber álverið á Austurlandi.
En því miður, jafnvel í móðurlandi kapitalismans Bandaríkin (fyrir utan Bretland og Þýskaland), þá hafa stjórnendur fyrirtækja gleymt þessu og fest sig við stjórnmálahreyfingar eða samfélagshreyfingar (wokisma) sem fara jafnvel gegn hagsmunum fyrirtækisins. Dæmi um þetta er bankahrunið í Bandaríkjunum nýverið en bankinn sem féll sagðist vera grænn banki og styðja woke kenninguna og fjárfesti í grænum lausnum en í raun geðveikum verkefnum án hagnaðarvon. Disney fyrirtækið er annað dæmi um wokisma og fékk ríkisstjórn Flóría á móti sér með wokisma sinn (almenning með t.d. afneitun á boðskap teiknimynda sem gerðar voru á sínum tíma) og það varð fyrirtækinu að falli.
Að mínu mati ættu fyrirtæki að einbeita sér að því sem þau voru stofnuð til og láta pólitík alfarið vera, þótt málefnin virðast góð og gild. Við vitum hvort sem er að ástæðan fyrir að Íslandsbanki eða eitthvert annað fyrirtæki styður gott málefni, er að þau eru að reyna að búa til ímynd góðs fyrirtækis og arð, ekki endilega að þessi fyrirtæki styðji málefnið. En þegar fyrirtæki eru orðin stórfyrirtæki og menn höndla "other people money", þ.e.a.s. stjórnendur fyrirtækjanna (eða stjórnmálamenn), er hægt við að fyrirtækin villist af leiðinni og eyði peningnum í alls kyns vitleysu.
Samantekt
- Friedman kenningin, einnig þekkt sem hluthafakenningin, veitir innsýn í hvernig á að auka verðmæti hluthafa.
- Samkvæmt kenningunni er ánægja hluthafa stærsta ábyrgð einingarinnar.
- Hins vegar verður kenningin einnig fyrir víðtækri gagnrýni þar sem hún lokar augunum fyrir starfsemi samfélagslegrar ábyrgðar.
Viðskipti og fjármál | 26.3.2023 | 20:23 (breytt kl. 20:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frægt var hvað Milton Friedman sagði: Verðbólga er alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, í þeim skilningi að hún er og er aðeins hægt að framleiða með hraðari aukningu á magni peninga en framleiðslu. Auðvitað vitum við öll að forgangsröðun ríkisútgjalda er drifkraftur peningamagnsins og ríkið eyðir oftar en ekki of miklu."
Þegar fer saman lágs atvinnuleysis og lágrar verðbólgu hefur það vakið undrun hagfræðinga, sem trúa venjulega á samhengi milli atvinnuleysis og verðbólgu - að minnsta kosti til skamms tíma litið. Þegar öllu er á botninn hvolft þýðir lítið atvinnuleysi að fyrirtæki þurfa að keppa um starfsmenn, sem þau gera með því að hækka laun. Hækkandi laun ýta undir verðbólgu.
Samband verðbólgu og atvinnuleysis er þekkt sem Phillips-kúrfan, en hún hefur ekki verið áreiðanleg spá um verðbólgu undanfarna áratugi.
Umræða um verðbólgu og atvinnuleysi er ekkert nýtt. Allt frá 1950 hafa hagfræðingar reynt að skilja nákvæmlega samband þessara tveggja hugtaka. Milton Friedman hélt því fram að hagkerfið myndi alltaf leita aftur í eðlilegt atvinnuleysi. Hann skilgreindi náttúrulegt hlutfall sem lágmarksatvinnuleysi sem samrýmist stöðugri verðbólgu, eins og hún ræðst af uppbyggingu vinnumarkaðarins.
Rök hans voru að í gegnum 1950 og fram á 1960 áratug glímdu menn beinlínis við þá hugmynd að verðbólga gæti haft undirliggjandi kostnaðarþvingandi vídd, þó Friedman hafnaði hugmyndinni um skipulagslega kostnaðarverðbólgu sérstaklega vegna valds verkalýðsfélaga.
Peningafræðikenningin (e. The monetarist theory, eins og Milton Friedman hefur gert fræga, fullyrðir að peningamagn sé aðal þátturinn í því að ákvarða verðbólgu / verðhjöðnun í hagkerfi. Samkvæmt kenningunni er peningastefnan mun áhrifaríkara tæki en ríkisfjármálin til að örva hagkerfið eða hægja á verðbólgu.Erum við sammála þessu? Fyrir Friedman var verðbólga aldrei kostnaðar- eða gengishækkunaráhrif, heldur þjóðlegt fyrirbæri sem stafaði af peningastefnunni. Að lokum sagði Friedman að verðbólga væri alltaf framleidd af miklum opinberum útgjöldum og auknu peningamagni. Þessu er ég sammála, miðað við ástandið á Íslandi í dag. Ekkert hámarksþak er á útgjöldum ríkisvaldsins (eða lög gegn að ríkissjóður sé rekinn með halla sem myndi setja gífurlegt aðhald á ríkisvaldið). Veit ekki hvort að peningamagnið í umferð sé of mikið, en þennsla í framkvæmdum hið opinbera og einkageirans, í byggðingariðnaðinum t.a.m. hefur verið of mikil sem og einkaneyðslu almennings.
En nú er búið að slá á einkaneyðslu almennings, hann hefur t.d. ekki efni á að kaupa sér húsnæði né bíla og í erfiðleikum með matarinnkaup.
En Seðlabanki Íslands getur ekki haldið aftur af ríkisgjöldin með óábyrga ríkisstjórn við stjórnvölinn en spurningin er hvort hann geti stöðvað þennsluna í atvinnulífinu? Hvað með þrjá undirstöðu atvinnuvegi Íslands? Það er t.d. ekki hægt að stöðva komu ferðamanna til landsins sem knýr þennsluna í ferðamannaiðnaðinum (fjárfestingar og eftirspurn eftir vinnuafl), né þennsluna í sjávarútvegi (aðallega í fiskeldi sem gríðarleg)eða eftirspurninga eftir málma (aðallega ál) frá Íslandi.
Viðskipti og fjármál | 24.3.2023 | 22:13 (breytt 25.3.2023 kl. 08:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nokkuð ljóst að miklar deilur verða alltaf um vinmyllur á landi. Ég sá slíkar í Færeyjum, efst á fjöllum og fannst mér ekki fallegt að sjá. En Færeyingar eru nauðbeygðir til að nota vindmyllur vegna skorts á virkjunarkostum.
Vindmyllur, vegna umfang þeirra, myndu eyðileggja ímynd Íslands sem ósnortna ferðamannaparadís. Ferðamannaiðnaðurinn skapar margfalt meira fjármagn á við raforkuframleiðslu með vindmyllum. Þarna væri verið að fórna stærri hagsmuni fyrir minni.
En í Danmörku, og fyrir þá sem hafa komið til Kaupmannahafnar, þá hafa Danir reist sínar í hafi út, ekki langt frá strandlengju Amager. Eins inn í landi. Fyrirætlanir eru um vindmyllugarð mikinn (með gervieyju sem miðstöð) í Norðursjó, og það nokkuð langt út í hafi.
Ég væri frekar hlyntari vindmyllum í sjó en landi. En hvar slíkar vindmyllur gætu verið, er spurning.
Denmark to build island as a wind energy hub
Viðskipti og fjármál | 22.2.2023 | 10:09 (breytt kl. 10:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gunnar Smári, fyrrum kapitalisti en nú sósíalisti, segir að nýfrjálshyggjan sé uppruni alls hins illa í samfélaginu og leiði efnahagskerfið í þrot. Þetta eru athyglisverð orð en tvennt vantar í frásögn hans í viðtali við hann á Eyjunni en viðtalið ber heitið: Gunnar Smári hjólar í nýfrjálshyggjuna ,,Þetta er arfavitlaus leið til samfélagsuppbyggingar.
Gunnar Smári hjólar í nýfrjálshyggjuna ,,Þetta arfavitlaus leið til samfélagsuppbyggingar
Hvað er rangt við málflutning hans? Í fyrsta lagi skilgreinir hann ekki hvað nýfrjálshyggja er. Allt í lagi, flestir skilja hugtakið en ég ætla þó að fara í skilgreiningar síðar í greininni.
Í öðru lagi sé ég hvergi lausnir og hvað eigi að taka við af nýfrjálshyggju. Jú, hann segir að Eina leiðin til uppbyggingar samfélagsins sé hins vegar endurreisn alþýðustjórnmála. ,,Í því felst endurreisn verkalýðshreyfingar og annarra samtaka sem berjast fyrir hagsmunum almennings og uppbygging stjórnmálaflokka sem byggja á þessum hreyfingum. Hvers konar rökleysa er þetta? Blaðamenn taka orðræðuna sem vinstri menn viðhafa án athugasemda og spyrja aldrei framhaldsspurninguna sem er: Hvernig á verkalýðshreyfingin að afla peninga? Býr hún til tekjur? Þarf ekki fyrirtæki sem ráða starfsfólk til starfa til að skapa skatttekjur?
Gunnar Smári vill jú eins og aðrir vinstri menn meiri eyðslu ríkissjóðs í framkvæmdir, sem er hið besta mál, svo sem vegagerð o.s.frv. ef þær eru arðbærar fyrir samfélagið en líka í alls konar gælu- og vitleysingaverkefni sem sólundar skattfénu okkar og alltaf stækkar bálknið. Úr innan við 10% vinnandi manna í 40% sum staðar í Evrópu sem starfar hjá ríkinu.
En vandinn er sá að ríkisapparatið kann bara að eyða peningum, það skapar aldrei peninga. Það tekur peninga frá öðrum í samneyðslu. Og stjórnendur ríkiskerfisins, ráðamenn (þingmenn, sveitarstjórnarmenn og embættismenn), bera enga ábyrgð eða taka áhættuna af eyðslunni og því fara þeir oft illa með almannafé. Það er innbyggt í kerfinu óráðsía, sífelld meiri eyðsla og aukið umfang kerfisins og það er það sem að sliga efnahag vestrænna kapitalískra þjóða. Annað sem er að sliga efnahagskerfi einstakra ríkja er að fjárfestingarfé og fjárfestar geta hlaupið á milli ríkja með fé sitt (nú eru t.d. tugir þúsundir rússneskra auðkýfinga að flýja Rússland og hvaða afleiðingar hefur það fyrir efnahag landsins? Hörmulegar!). Gunnar Smári vill ofurskattleggja íslenska auðmenn svo þeir fari örugglega úr landi með auðæfi sín! Er það viturlegt? Nei. Prófum að gera alla milljónamæringa útlæga frá Íslandi og sjáum hvað þá gerist! Væri ekki nær að vera með sanngjarna skattleggingu, þannig að þeir fari hið fyrsta aldrei úr landi?
Nýfrjálshyggjan myndi frekar reyna að laða að fjárfestingar og fjárfesta með lága skatta og einfaldar reglugerðir reglur til þess að skapa arð í samfélaginu, öllum til góðs, fátækum og ríkum. Svíar reyndu á seinni helmingi 20. aldar að blóðmjólka milljónamæringa landsins og komu á sósíalísku kerfi, það misheppnaðist hrapalega og velferðakerfið leið fyrir það, minna til skiptana fyrir mennta-, heilbrigðis- og samtryggingakerfið, því að fyrirtækin hættu að skila hagnaði (þar með skatttekjum) og þau sem voru skynsömust fóru úr landi. Gleymum ekki að það er samkeppni um milljarðamæringa milli landa, ekki bara menntafólks.
Í samþættu efnahagskerfi heims, þar sem stórfyrirtæki þarf til að koma af stað stóriðnaði, þarf mikið fjármagn. Auðkýfingar þurfa mikið eigið fé til að geta fjárfest. Það gera þeir ekki peningalausir. En það er ekki eins og nýfrjálshyggjan fari ekki saman við hugsjónir um betra og mennta-, heilbrigðis og samtryggingakerfi, það er allsendis ósatt sem ræðuskrumarar hafa haldið að almenningi.
Hvort vildir þú láta stjórnmálamann eða milljónamæring fá 1 milljón króna til ráðstöfunnar og til heilla fyrir samfélagið? Hvað haldið þið að stjórnmálamaðurinn myndi gera fyrst? Jú, hygla landshlutanum sem hann kæmi úr í gæluverkefni. Peningurinn búinn eftir daginn. Milljónamæringurinn myndi hins vegar fjárfesta í hlutafé (líkt og norski olíusjóðurinn gerir og er hann orðinn einn ríkasti sjóður heims) sem skilar margföldu inn fyrir samfélagið í arð. Tökum annað dæmi: Leggjum veg á milli A og B. Hvers vegna ekki að láta Vegagerð ríkisins um framkvæmdina eins og í gamla daga í stað þess að bjóða út verkið? Jú, skrifinnarnir, sem bera enga persónulega ábyrgð eða fjárhagslega hagsmuni, finna ekki leiðir til að fara hagkvæmustu leiðina til framkvæmdarinnar. Þeir borga bara uppsett verð. En verktakar sem keppa um útboðið, þeir verða að vera hagsýnir í samkeppninni og gera verkið á hagkvæmasta hátt og hljóta umbunun fyrir sem kallast arður.
Förum nú í skilgreiningar. Ég ætla ekki að fara langt, bara beint í Wikipedíu. Hún segir: Nýfrjálshyggja er óljóst hugtak notað um frjálshyggju, stjórnleysisstefnu eða lágríkisstefnu, eða sambland af öllu. Hugtakið er einkum notað af andstæðingum frjálshyggju og hefur þá neikvæðan blæ. Talað er um hinar ýmsu myndir nýfrjálshyggjunnar sem eru: Íhaldsfrjálshyggja og lágríkisfrjálshyggja.
Stundum er orðið nýfrjálshyggja haft um íhaldsfrjálshyggju, sem sameinar félagslega íhaldssemi hefðbundinnar íhaldsstefnu annars vegar og einstaklingshyggju, trú á frjálsan markað og takmörkuð ríkisafskipti hins vegar. Meðal fulltrúa íhaldsfrjálshyggju í stjórnmálum má nefna Ronald Reagan og Margréti Thatcher. Íhaldsfrjálshyggja sótti meðal annars innblástur til Chicago-hagfræðinganna og austurrísku hagfræðinganna og fékk byr undir báða vængi í valdatíð Reagans og Thatcher. Vegna endurnýjaðra áhrifa frjálshyggjunnar í Bandaríkjunum og Bretlandi á þessum tíma var þetta afbrigði frjálshyggju stundum nefnt nýfrjálshyggja.
Lágríkisfrjálshyggja hefur einnig verið nefnd nýfrjálshyggja en aðaláhersla lágríkisfrjálshyggjunnar er á eignarrétt, frjálsan markað og eins lítil ríkisafskipti og mögulegt er. Hún er á hinn bóginn ekki (endilega) innblásin af félagslegri íhaldssemi íhaldsstefnunnar. Meðal þeirra sem haldið hafa fram lágríkisfrjálshyggju má nefna bandaríska heimspekinginn Robert Nozick sem varði slíka kenningu í riti sínu Stjórnleysi, ríki og staðleysa (e. Anarchy, State and Utopia). Áherslur lágríkisfrjálshyggjunnar höfðu ekki verið áberandi í ritum frjálshyggjuhugsuða á 18. og 19. öld, svo sem Adams Smith og Johns Stuarts Mill og því þótti andstæðingum lágríkisfrjálshyggjunnar, sem margir hverjir sóttu einnig innlástur til klassískrar frjálshyggju, við hæfi að nefna hana nýfrjálshyggju.
Og til samanburðar er frjálshyggjan skilgreind sem stjórnmálastefna sem segir að setja beri ríkisvaldi þröng takmörk, en treysta þess í stað aðallega á frjáls viðskipti og sjálfsprottnar venjur. Er einhver munur á frjálshyggju og nýfrjálshyggju? Nei, en má segja að nýfrjálshyggjan er ein útgáfa eða angi frjálshyggjunnar en dregur nafn sitt af endurnýjaða daga þessara stefnu í tíð Thatchers og Regans.
Jafnaðarmenn segja að vald í höndum auðkýfinga sé ekki síður hættulegt en ríkisvaldið, sem frjálshyggjumenn óttist. Frjálshyggjumenn svara því til, að vissulega verði að setja valdi auðkýfinga skorður, en þær felist í réttarríkinu, almennum lögum og reglum, og þurfi ekki meira til. Enn fremur hefur hagfræðingurinn Milton Friedman mótmælt þessum rökum á þann hátt að hættan við vald hinna ríku og stóru stigmagnist með afskiptum ríkisins, en ekki öfugt.
Íhaldsmenn segja, að frjálshyggjumenn séu siðlausir, því að þeir séu hlutlausir um verðmæti og þeir segja jafnframt einnig að frjálshyggjumenn beri ekki næga virðingu fyrir ýmsum verðmætum, sem eigi að vera óhult fyrir hinum frjálsa markaði (t.d. menningarverðmæti eða náttúrufyrirbrigði).
Slóð: Wikipedía - Nýfrjálshyggja
Gagnrýni íhaldsmanna og jafnaðarmanna á rétt á sér. Það verður að setja öllu valdi, líka auðmagninu, skorður sem samt á ekki að vera íþyngandi eða til skaða fyrir allt samfélagið.
Ég er hrifinn af íhaldsfrjálshyggju, sem sameinar félagslega íhaldssemi hefðbundinnar íhaldsstefnu annars vegar og einstaklingshyggju, trú á frjálsan markað og takmörkuð ríkisafskipti hins vegar. En fyrst og fremst er ég hrifinn af einstaklingshyggjunni, þar sem maðurinn er frjáls athafna (í viðskiptum líka) og hefur málfrelsi, fundarfrelsi og ferðafrelsi og ríkið látið hann í friði en rukki hann fyrir samfélagsþjónustu sem hann enda er maðurinn ávallt hluti af samfélagi manna.
Einstaklingurinn var til áður en ríkið varð til. Samfélag manna sem kallast öðru nafni ríki, var stofna til vegna samtakamáttar þess, útdeilingu gæða og til öryggis allra innan ríkisins en ekki til kúgunar einstaklingsins. Hann er arðbærari fyrir samfélagið ef hann fær að vera frjáls en ekki kúgaður.
Munum að ríkisvaldið var ekki til á Íslandi fyrstu þrjár aldirnar, aðeins einstaklingurinn og ætt hans. Samfélagið gékk bara ágætlega en valdaþjöppun og afskipti erlendra aðila raskaði jafnvæginu.
Viðskipti og fjármál | 20.6.2022 | 19:07 (breytt kl. 19:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020