Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

ESB, EES og fríverslunarsamningar

Kjósendur eru alveg andvaralausir gagnvart úlfum í sauðargærum. Það eru tveir slíkir á ferðinni sem hafa á stefnuskrá sinni að færa Ísland undir erlend yfirráð, hið yfirþjóðlega vald í Brussel.  Það eru Viðreisn og Samfylkingin.  Útópían hjá þessum flokkum er að ganga í Evrópusambandið og það eitt sér á að leysa allan vanda Íslands. Inngangan í ESB er á stefnuskrá flokkanna en er ekki yfirlýst stefna fyrir komandi kosningar.

En hvað gera þessir tveir flokkar ef þeir lenda saman í ríkisstjórn? Með kannski 40-45% fylgi? Þurfa ekki annað en hjálpardekk eins og Sósíalistaflokk Íslands eða Pírata til að hrynda stefnumál sín fram? Auðvitað verður þessu stefnumáli hrynt fram eins og þegar Jóhanna Sigurðardóttir hratt af stað aðildar umsóknarferli árið 2010. Þá myndaði Samfylkingin ríkisstjórn með VG sem þóttust ekki vilja í sambandið.

Það er ekki nóg að við séum múlbundin eins og asnar við ESB í gegnum EES, heldur vilja flokkarnir að við föllum undir klafa sambandsins að fullu.  Nú þegar erum við undir oki þess í gegnum reglugerðar flóðið sem Alþingi stimplar á hverju þingi. Og bókun 35 vofir yfir eins og svipa yfir EES þrælum.

En heimurinn er stærri en Evrópa. Meira segja ESB er ekki öll Evrópa. Stór hluti Austur-Evrópu er ekki í ESB, t.d. Hvíta-Rússland og Rússland eða Úkraína.

EFTA-ríkin sem eru ekki í ESB, eru Lictenstein, Sviss, Noregur og Ísland. Og Sviss er það skynsamt að vera ekki í EES.

EFTA er eins og ESB var í upphafi, fríverslunarsamband. Sem slíkt, hefur EFTA gert marga fríverslunarsamninga sem Ísland nýtur góðs af, sem það gerði ekki ef það væri í ESB. 

Íslendingar gera sig ekki almennt hversu umfangsmikið þetta fríverslunarkerfi er.  Lítum á ríki sem eru með fríverslunarsamninga við EFTA og byrjum á Afríku: Egyptaland; Flóasamstarfsráð (Gulf cooperation Councel); Ísrael, Jórdanía, Líbanon; Marokkó; Palestínu yfirvöld (e. Palestinian Autority); Tollabandalag Suður-Afríku ríkja (SACU); Túnis.

Í Ameríku er það Kanada; Kólumbía; Ekvador; Mexíkó og Perú. Mið-Ameríkuríki (Kosta Ríka, Gvatemala, Hondúras og Panama)

Í Asíu er það Hong Kong/Kína; Indónesía; Filipseyjar; Suður-Kórea; Singapor og Indland.

Í Evrópu er það Albanía; Bosnía og Hersegóvía; Georgía, Svartfjallaland; Norður-Makadónía; Serbía; Tyrkland; Úkraína og Moldóvía.

Eru Íslendingar ekki betur settir utan ESB með alla þessa fríverslunarsamninga sem við hefðu ekki getað gert ef við værum í ESB?  Kíkið bara á risamarkaðanna sem eru Íslendingum opnir. Indland og Kína.

Það er Noregur sem bindur okkur við ESB með EES samningnum.  Vonandi gefast þeir upp á honum og þá er honum sjálfskrafa hætt.  Forsendur Norðmanna eru aðrar en Íslendinga og núverandi forsendur ólíkar þeim er við gengumst undir þegar við gengumst undir skuldbindingar EES samningsins.


Afnám einokunarversluninnar 1787 í samanburði við verslunarfrelsið 1855

Afnám einokunarverslunarinnar árið 1787 og verslunarfrelsið árið 1855 eru bæði mikilvægir atburðir í íslenskri verslunarsögu, en með mismunandi áhrifum og inntaki. Einokunarverslunin var stofnuð árið 1602 af dönskum stjórnvöldum, sem veittu danska kaupmenninum einkarétt til að versla við Íslendinga. Það takmarkaði mjög efnahagsleg frelsi landsins, þar sem einungis danskir kaupmenn gátu verslað hér á föstum verðum sem stjórnvöld settu. Ástæðan fyrir tilkomu einokunarversluninnar var að útrýma Hansakaupmenn af Íslandi og útiloka launverslun Englendinga hér sem og annarra þjóða eins og t.d. Hollendinga.

En tíminn stendur ekki í stað, jafnvel kyrrstöðusamfélagið Ísland varð að játa sig sigrað fyrir náttúrunni í formi Móðuharðindanna 1783-85 og það að Merkantílismi (kaupaukistefna) var að líða undir lok. Hann var ríkjandi efnahags- og stjórnmálastefna í Evrópu frá lokum miðalda til loka 18. aldar. Kammeralismi (búaukisstefna). Þetta er stefna í efnahags- og stjórnmálum sem kom fram í Frakklandi og var telft gegn kaupauðgisstefnunni. Í þessar stefnu var lögð áhersla á frelsi atvinnulífsins og mikilvægis landbúnaðar sem undirstöðu efnahagslífsins. Þessi stefna birtist með skýrum hætti á Íslandi í formi aðgerða danskra stjórnvalda til að efla landbúnað á Íslandi, fiskveiðar og opna fyrir verslun.

Árið 1787 var formlega afnumið einkaleyfið á verslun með lagasetningu. Danskir kaupmenn fengu þá almennt leyfi til að versla frjálst, en aðeins innan Danmerkur, Noregs og hertogadæmanna Slesvík og Holstein (sem þá voru hluti af Danaveldi).

Afnám einokunarverslunarinnar árið 1787 breytti því að verslunin var ekki lengur bundin við ákveðna kaupmenn, en það var samt sem áður ekki algert verslunarfrelsi. Verslunin var enn bundin við danska ríkisborgara, og þar með takmarkaðist aðgangur Íslendinga að markaði utan danska konungsríkisins.  Þetta opnaði dyrnar fyrir íslenska kaupmenn að stunda verslun. Nú leitar bloggritari á náðir ChatGPT og spyr eftir farandi spurningu, hverjir voru fyrstu íslensku kaupmennirnir eftir afnám einokunarversluninnar. Hér er svarið og er haft í smáu letri til aðgreinar frá öðrum texta:

"Fyrstu íslensku kaupmennirnir:

  1. Skúli Magnússon (1711–1794) – þótt hann væri ekki kaupmaður í hefðbundnum skilningi, þá var hann mikilvægur frumkvöðull og stuðningsmaður íslenskrar verslunar og iðnaðar. Sem landfógeti beitti hann sér fyrir aukinni efnahagsþróun á Íslandi, m.a. með stofnun Innréttinganna í Reykjavík, sem áttu að efla iðnað og verslun. Skúli var áhrifamikill í að undirbúa jarðveginn fyrir íslenska kaupmenn og iðnað.

  2. Þórður Jónsson á Hofi (1749–1827) – Þórður var talinn einn af fyrstu íslensku kaupmönnunum sem hóf eigin verslun eftir afnám einokunarverslunar. Hann starfaði sem kaupmaður á Suðurlandi, þar sem hann tók þátt í verslun með landbúnaðarafurðir og innflutning á neysluvörum.

  3. Ólafur Jónsson á Eyrarbakka (d. 1798) – Ólafur var meðal þeirra fyrstu Íslendinga sem nýttu sér nýfengið frelsi til að stunda verslun. Hann stóð fyrir verslun á Eyrarbakka, sem var ein helsta verslunarhöfnin á Suðurlandi á þessum tíma.

  4. Bjarni Sívertsen (1763–1833) – Bjarni, oft nefndur "Bjarni í Hafnarfirði," var einn af fyrstu íslensku kaupmönnunum sem náði verulegum árangri. Hann byrjaði sem skipstjóri og kaupmaður í Hafnarfirði og náði að efla verslun þar. Hann er talinn vera fyrsti íslenski kaupmaðurinn til að reka eigin verslun með skipaflota, þar sem hann sinnti bæði útflutningi og innflutningi, sérstaklega á fiski og neysluvörum. Bjarni var mikill frumkvöðull í sjávarútvegi og verslun og er oft nefndur sem einn af fyrstu Íslendingunum sem tóku virkan þátt í viðskiptum eftir afnám einokunarinnar.

Þessir kaupmenn voru frumkvöðlar á sínu sviði og ruddu veginn fyrir íslenskan kaupskap, sem hélt áfram að vaxa eftir því sem verslunarfrelsi varð meira áberandi, sérstaklega með verslunarfrelsinu 1855."

Þetta er athyglisvert svar og vissi bloggritari ekki af Þórð Jónssyni á Hofi eða var búinn að gleyma honum. En eftir sem áður, voru þetta allt menn sem voru kaupmenn sem ekki ráku skipaflota nema Bjarni Sívertsson. Þar með stóð hann jafnfætis dönskum kaupmönnum að geta sótt vörur og flutt án afskipta Dani.  Það var ekki fyrr en Eimskip var stofnað 1914 að flutningur vara til og frá landinu var kominn í hendur Íslendinga. 

Kíkjum á annan merkan áfanga í verslunarsögu Ísland er verslunarfrelsi var gefið 1855. Verslunarfrelsið sem var veitt 1855 var mun víðtækara og opnaði Ísland fyrir alþjóðlegri verslun. Þá var erlendum kaupmönnum, ekki aðeins Dönum, heimilað að versla á Íslandi. Þetta opnaði leið fyrir kaupmenn frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og öðrum þjóðum til að hefja viðskipti við Íslendinga.

Verslunarfrelsið leiddi til meiri samkeppni milli kaupmanna, sem gerði Íslendingum kleift að semja um betri kjör. Þetta skapaði aukin efnahagsleg tækifæri fyrir Íslendinga og stuðlaði að aukinni útflutningsverslun, sérstaklega á fiskafurðum, sem var grunnurinn að efnahagsþróuninni sem fylgdi næstu áratugi. Þetta opnaði fyrir hvalveiðar Normanna á síðari hluta 19. aldar, sauðasölu til Bretlands (og hesta) og Íslendingar sáu í fyrsta skipti peninga eða gjaldeyrir í viðskiptum. Segja má að kapitalismi hafi þar með loks hafið innreið á Íslandi.

Eitt af því sem verslunarfrelsi leiddi til en það var stofnun Gránufélagsins. Það var eitt merkasta íslenska verslunarfélagið á 19. öld og hafði mikil áhrif á þróun verslunar og atvinnulífs á Íslandi. Það var stofnað árið 1869 af Þórarni Guðmundssyni og Tryggva Gunnarssyni og var starfrækt allt til ársins 1910. Félagið var staðsett á Akureyri, þar sem það hafði sitt helsta höfuðstöð, en það starfaði einnig víða um land. Gránufélagið eignaðist sitt eigið skip árið 1870, sem bar nafnið Phoenix

Afnám einokunarverslunarinnar var upphafið að því ferli að losa íslenskt hagkerfi úr höftum, en verslunarfrelsið 1855 opnaði fyrir efnahagslega þróun og samkeppni sem hafði meiri langtímaáhrif á þróun samfélagsins, sérstaklega í sjávarútvegi og borgarmyndun. Það er engin tilviljun að hvalveiðar Norðmanna á seinni hluta 19. aldar eru oft taldar marka upphaf að iðnrekstri á Íslandi en verslunarfrelsið leiddi óbeint til þess en sérstaklega var það sauðasalan til Bretlands mikilvæg, því bændur gátu selt afurðir sínar beint til kaupenda.

Í heildina séð var verslunarfrelsið 1855 stærra skref í átt að alþjóðlegri og sjálfbærari efnahagsþróun, en afnám einokunarverslunarinnar var forveri þess sem veitti fyrstu losun frá hinum hörðu höftum verslunareinkaleyfisins.


Kredit kort og reiðufé

Nú vilja margir aðilar koma reiðuféi fyrir kattarnef. Stjórnvöld, vegna þess að svarti markaðurinn notar reiðufé í viðskipum og þau verða því af skattfé. Þau vilja líka vita nákvæmlega hvað skattborgarinn á hverju sinni, þó þeim komi það ekkert við. Þetta er upp á skattleggingu að gera. Þeim er mein illa við að reiðufé liggi undir dýnum heim hjá fólki.

Kreditkorta fyrirtækin er einnig mein illa við reiðufé. Því þá eru þau ekki með í viðskiptunum. Það er þannig að þau taka ákveðnar prósendur af öllum viðskipum sem eiga sér stað með kredit kortum. Kredit kort hvetja til skuldasöfnunar og gerir neytandann háðan kortunum. Þau minnka líka verðgildi peningsins. Tökum dæmi:

Atburðarás: Þú kaupir matvörur að verðmæti 100 kr. en notar kreditkort í stað reiðufjár.

Það fyrsta sem gerist er seinkun á greiðslu. Þú strýkur kortinu þínu, en þú borgar ekki fyrir matvöruna strax. Þess í stað skuldar þú kreditkortafyrirtækinu 100 kr. Ef þú greiðir ekki þessa upphæð að fullu á gjalddaga gætirðu verið rukkaðir um vexti.

Verslunin fær 100kr, en þessir peningar koma frá kreditkortafyrirtækinu. Í raun og veru hefur þú ekki notað reiðufé þitt ennþá - þú hefur í raun fengið 100 kr. að láni frá kreditkortafyrirtækinu. Þessi lántaka getur aukið hraða og magn fé í hagkerfinu vegna þess að hún hvetur til eyðslu umfram peningana sem fólk hefur.

Ef þú borgar ekki 100 kr. skuldina að fullu fyrir næsta reikningstímabil gætirðu safnað vöxtum. Til dæmis, ef kortið þitt er með 20% ársvexti og þú borgar aðeins lágmarkið í hverjum mánuði, gætirðu endað með því að borga meira en 100 kr. fyrir þessar matvörur með tímanum (hugsanlega 120 kr. eða meira, eftir því hversu langan tíma þú tekur að borga).

Tökum annað dæmi og látum ChatGPT koma með það dæmi og nú er það $100 viðskipti.

Gengisfelling $100 í gegnum kreditkortagjöld

Upphafleg viðskipti:

Þú eyðir $100 í verslun með kreditkorti.
Kreditkortafyrirtækið rukkar söluaðila 3% gjald, þannig að kaupmaðurinn fær aðeins $97 fyrir $100 söluna.
Nú þegar hefur verðmæti $100 verið lækkað um $3 í viðskiptagjöldum.

Önnur viðskipti:

Verslunareigandinn notar síðan $97 til að greiða birgi fyrir vörur eða þjónustu. Hins vegar, ef þessi birgir samþykkir einnig kreditkortagreiðslur og verður fyrir sama 3% gjaldi, mun birgirinn aðeins fá $94,09.
Nú hefur upprunalega $100 verið lækkað frekar um $2,91 til viðbótar.

Þriðja viðskipti:
Vöru birgir tekur $94,09 og notar það til að greiða öðru fyrirtæki eða verktaka, sem tekur einnig við kreditkortum og stendur frammi fyrir sama 3% gjaldi.
Eftir aðra 3% frádrátt fær þessi verktaki aðeins $91,27.
Þannig að upphaflegu $100 hefur nú verið lækkað í $91,27, tapað $8,73 í verðmæti vegna viðskiptagjalda.

Uppsöfnuð áhrif með tímanum

Með hverri færslu heldur verðmæti upprunalegu $100 áfram að dragast saman vegna stöðugs frádráttar kreditkortagjalda. Með tímanum, því meira sem $100 dreifist með kreditkortagreiðslum, því meira "lækkar" það þar sem fyrirtæki fá minna og minna af upphaflegri upphæð eftir að hafa greitt gjöld.


Samanburður við reiðufé viðskipti


Ef þú notar reiðufé fyrir sömu viðskipti:

Fullu $100 haldast ósnortin í hverju skrefi vegna þess að engin gjöld eru í gangi.
Verslunareigandinn, birgirinn og verktakinn fá hvor um sig fulla $100 og viðhalda verðmætinu með mörgum skiptum.

Í hagkerfi sem byggir á reiðufé missa peningar ekki verðmæti einfaldlega með því að skiptast á þeim, sem er frábrugðið atburðarásinni þar sem kreditkortagjöld rýra smám saman peningaupphæðina á hverjum viðskiptapunkti.

Raunveruleg áhrif kreditkortagjalda:

Aukinn kostnaður: Fyrirtæki hækka oft verð lítillega til að standa straum af kreditkortagjöldum, sem þýðir að viðskiptavinir greiða óbeint fyrir þessi gjöld, sem leiðir til hærra verðs.

Virðisrýrnun: Því meira sem dollar fer í gegnum kreditkortakerfið, því meira minnkar verðgildi hans vegna gjalda, sem getur skapað hægfara „leka“ í hagkerfinu.

Áhrif á lítil fyrirtæki: Sérstaklega lítil fyrirtæki geta fundið fyrir áhrifum þessara gjalda, þar sem þau geta haft þrengri framlegð og minni samningsstyrk við kreditkortafyrirtæki. Gjöldin lækka í raun peningana sem þeir fá.

Samantekt:

 Upphaflega $100 (eftir 3% gjald): $97
 Eftir 2. færslu (annars 3%): $94,09
 Eftir 3. færslu (annars 3%): $91,27

Verðmætið heldur áfram að minnka við hverja færslu með kreditkorti.

Niðurstaða

Kreditkortagjöld leiða til "gengisfellingar" peninga þegar þeir eru í umferð. Þó reiðufé haldi fullu gildi sínu í hverri færslu, draga kreditkortagjöld smám saman úr gildi peninga, þar sem hvert fyrirtæki fær aðeins minna en heildarupphæðina. Þetta skapar uppsafnað tap sem væri ekki til í kerfi sem byggir á reiðufé.

Að lokum. Kredit korta fyrirtækin reyna að leyna "fjárdráttinn" með að vera með í boði alls kyns tilboð, t.d. ef varan er keypt með korti, fæst afsláttur. En þegar uppi er staðið, fer það ofan í vasa neytandans í hvert skipti sem hann rennir kortinu í gegnum raufina. 

Svo er annað mál hvernig bankar búa til pening með lánveitingu og komið hefur verið inn á hér áður.

 


Verðlagshöft í sögunni, Kamala Harris og verðstjórn í íslenskri sögu

Demókratar hafa aldrei verið eins vinstri sinnaðir og í dag. Sögulega séð hafa þeir verið rétt vinstri megin við miðjuna en síðan Joe Biden tók við sem forseti (já, hann er þarna einhvers staðar á bakvið tjöldin), og forsetaefni þeirra, Kamala Harris, sem hefur ekki fengið eitt einasta atkvæði kjósenda demókrata í forkjöri, hafa þeir verið á jaðri þess að vera kommúnistar og virðist Harris ætla að slá karlinum við.

Demókratar berjast fyrir öllum helstu gildum sósíalista, svo sem ríkisbálkn og miðstýring, heftun málfrelsis og lýðræðis, verðstýringu, ríkisyfirráð yfir fjölskyldumálum, ættbálka stefnu (hópum beint gegn hvorum öðrum), niðurgreiðslur fyrir valda hópa, hærri skatta, endalaus stríð, afglæpavæðing og niðurskurður til lögregluna, friðþæging við einræðisherra o.s.frv.

Svo miklir sósíalistar eru þeir orðnir að Robert F. Kennedy, sem var hrakinn úr Demókrataflokknum er genginn í lið með Repúblikanaflokknum og Donald Trump. Hann hefur verið fulltrúi hefðbundina gilda demókrata, þótt hann hafi gengið mjög langt í mörgum málaflokkum sem kalla má umdeilt.

En hér er ætlunin að fjalla um verðstjórn í sögulegu samhengi, hugmyndir Kamala Harris og verðstjórn í íslenskri sögu. Byrjum á sögunni.

Verðlagshöft eiga sér langa sögu og hefur verið deilt um áhrif þeirra á hagkerfi öldum saman. Þau eru venjulega útfærð sem leið til að vernda neytendur gegn of háu verði, sérstaklega á krepputímum eða í nauðsynlegum geirum eins og húsnæði eða orku. Hins vegar hefur söguleg niðurstaða verðlagsaðgerða oft verið neikvæð. Byrjum á frægasta dæminu sem kemur frá Rómaveldi en sömu sögu má einnig segja um kínverska sögu og á Íslandi á miðöldum og árnýöld.

Fyrir þá sem nenna ekki að lesa langan texta, þá er hægt að segja í stuttu máli að verðlagsstjórn leiðir til svarta markaðs, spillingu og enn meiri verðbólgu sem verðstjórnin var beint gegn!

Eitt af elstu dæmunum um verðstýringu er að finna í Róm til forna, þar sem Diocletianus keisari innleiddi tilskipunina um hámarksverð árið 301 e.Kr. til að stemma stigu við hömlulausri verðbólgu. Afleiðingin var útbreiddur skortur, svartur markaður og samdráttur í gæðum vöru, þar sem framleiðendur gátu ekki lengur framleitt eða selt með hagnaði á tilsettu verði.

En Repúblikanar eru ekki alsaklausir á 20. öldinni. Í Bandaríkjunum setti Richard Nixon forseti á launa- og verðlagseftirliti til að reyna að berjast gegn verðbólgu. Í upphafi náðist nokkur árangur við að hemja verðbólgu, en með tímanum leiddu þessi höft til skorts, minnkandi framleiðslu og tilkomu svartra markaða. Þegar höftunum var aflétt jókst verðbólga og efnahagslífið stóð frammi fyrir samdrætti.

Sósíalistar á Íslandi hafa gælt við húsaleigu verðþaks. Í New York borg var þetta reynt og er við lýði eftir því sem bloggritari veit. Leiguverðs þaks hefur verið innleitt í borgum eins og New York til að bjóða húsnæði á viðráðanlegu verði. Þó að það hjálpi til við að halda leigu lægri fyrir suma leigjendur, hefur það einnig verið tengdir skertu framboði húsnæðis, versnandi gæðum húsnæðis og minni hvata til nýbygginga, sem leiðir til húsnæðisskorts með tímanum.

En hver er hugmyndafræðin á bakvið verðlagseftirlit og -stjórnun?Þegar stjórnvöld setja verðþak (hámarksverð) er ætlunin að gera vörur eða þjónustu  aðgengilegt á viðráðanlegu verði. Hins vegar, ef þakið er sett undir markaðsjafnvægisverð, getur það leitt til skorts. Framleiðendum gæti fundist óarðbært að útvega vöruna, sem leiðir til minnkandi framleiðslu. Neytendur geta staðið frammi fyrir löngum röðum, biðlistum eða geta alls ekki fundið vöruna. Og svo er það hinn hliðin á krónunni - verðgólf. Það (lágmarksverð) getur leitt til samdrátt atvinnumarkaði. Til dæmis geta lög um lágmarkslaun, þótt þau séu ætluð til að tryggja að launþegar fái lífvænleg laun, leitt til aukins atvinnuleysis ef vinnuveitendur hafa ekki efni á að ráða jafn marga starfsmenn á hærri launum.

Neikvæðar afleiðingar verðlagseftirlits eru margar. Fyrst og fremst er það skortur. Verðeftirlit leiðir oft til skorts þar sem birgjar draga úr framleiðslu eða draga sig alfarið af markaði. Til dæmis, í olíukreppunni á áttunda áratugnum, leiddi verðeftirlit til bensínskorts í Bandaríkjunum, sem leiddi til langar biðraðir á bensínstöðvum og skömmtun.

Svartir markaðir verða til. Þegar lokað er á opinbert verð, en eftirspurn er enn mikil, koma oft svartir markaðir fram. Vörur kunna að vera seldar ólöglega á hærra verði, sem stangast á við tilgang eftirlitsins og getur leitt til frekari efnahagslegrar röskunar.

Enn ein afleiðing verðlagshafta er minni fjárfesting. Í greinum eins og húsnæði getur húsaleigueftirlit dregið úr fjárfestingum í viðhaldi fasteigna og nýbyggingum, sem leiðir til versnandi gæðum húsnæðis og langtímaskorts á húsnæði á viðráðanlegu verði.

Þeir vilja beita verðlagseftirlit hafa þau rök að þetta sé neytendavernd. Í þeim tilfellum þar sem einokun eða fákeppni stjórna nauðsynlegum vörum eða þjónustu, getur verðeftirlit verndað neytendur gegn misnotkunarverðlagningu. Til dæmis, meðan á náttúruhamförum stendur, koma verðlagslög (eins konar verðstýring) í veg fyrir að fyrirtæki taki óhóflegt verð fyrir nauðsynlega hluti eins og vatn eða bensín og um tímabundin léttir sé að ræða. Á krepputímum geta tímabundnar verðstýringar veitt neytendum tafarlausa léttir með því að halda nauðsynlegum vörum á viðráðanlegu verði. Hins vegar er þessum ráðstöfunum venjulega ætlað að vera skammtímalausnir.

En Milton Friedman og flestir hagfræðingar hafa rústað þessum rökum og bent á að markaður, ef hann er látinn í friði, jafnar þetta út. Svarti markaðurinn er í raun kapitalískur markaður sem er tekinn ólöglega upp þegar höft og ánauð er beitt á markaðinn og hann starfar samhliða ófrjálsa markaðinum. Hann vinnur alltaf.

"Efnahagssnillingurinn" Kamala Harris og Biden-stjórnin hafa lagt til ráðstafanir eins og lyfjaverðseftirlit, sérstaklega til að gera nauðsynleg lyf á viðráðanlegu verði. Þessar tillögur hafa vakið umræðu þar sem stuðningsmenn halda því fram að þær séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að lyfjafyrirtæki hagnýti sér neytendur, á meðan gagnrýnendur vara við hugsanlegum neikvæðum afleiðingum, svo sem minni fjárfestingu í lyfjarannsóknum og -þróun, eða skorti á nauðsynlegum lyfjum. og nú vill hún verðlagshöft á matvæli! hvernig ætli það endi???

Verðlagsstjórn á Íslandi

Bloggritari hefur bent á að á Íslandi eru merki um mikla sósíalíska stýringu og forræðishyggju stjórnvalda. Ef til vill er það megin ástæðan, þrátt fyrir gjöful fiskimið, óendalega mikla orku og nátttúrugæði, hefur landinu verið illa stýrt síðan það fékk sjálfstæði.

Ísland hefur eigin reynslu af verðlagseftirliti, sérstaklega á tímum efnahagskreppna. Byrjum í seinni heimsstyrjöld en í raun má fara aftur til miðalda og byrja að rekja söguþráðinn þangað en hér er enginn tími til þess. Í stuttu máli: Verðlagsstjórnun íslenska miðaldarsamfélagssins og merkantalísminn á árnýjöld leiddi til staðnaðs samfélags, bæði efnahagslega og félagslega.

Aftur á 20. öld. Í seinni heimsstyrjöldinni innleiddi Ísland, eins og mörg önnur lönd, strangt verðlagseftirlit og skömmtun til að stjórna skorti á nauðsynjavörum. Þar sem Ísland var mjög háð innflutningi á mörgum vörum truflaði stríðið verslunarleiðir verulega og leiddi til skorts.

Verðlagseftirlitinu var ætlað að halda nauðsynjavörum á viðráðanlegu verði og koma í veg fyrir verðbólgu. Hins vegar, eins og í öðrum löndum, leiddi þetta eftirlit til svartra markaða þar sem vörur voru seldar á mun hærra verði. Þrátt fyrir eftirlitið voru miklar þrengingar, þar á meðal skortur á mat og öðrum nauðsynjum, til marks um erfiðleikana við að stjórna hagkerfinu á tímum alvarlegs ytra áfalls.  Allir muna eftir skömmuntartímabilsins eftir styrjöldina og spillinguna, biðraðirnar og skortsins sem þá var viðvarandi lengi vel.

Enn og aftur grípa Íslendingar til verðlagshafta í efnahagskreppunni 1980. Í lok áttunda áratugarins og snemma á níunda áratugnum var mikil verðbólga á Íslandi og fór hún stundum yfir 40% árlega. Til að bregðast við því gripu íslensk stjórnvöld til ýmissa verðlagsráðstafana til að reyna að stemma stigu við verðbólgu.

Eins og búast mátti við voru afleiðingar afleiddar. Verðlagshöftin á þessu tímabili voru að mestu ómarkviss til að stöðva verðbólgu. Þær leiddu til rangrar ráðstöfunar auðlinda, skorts á sumum vörum og röskunar á eðlilegri markaðsstarfsemi. Höftin stuðluðu að efnahagslegri óhagkvæmni og tóku ekki á undirliggjandi vandamálum sem ýttu undir verðbólgu, svo sem óhóflegan vöxt peningamagns og ytri efnahagsþrýsting.

Íslenskir hagfræðingar lærðu ekki af sögu 20. aldar. Sjá má þetta í fjármálakreppunni eftir 2008. Hún hafði alvarleg áhrif á efnahag Íslands, innleiddu stjórnvöld gjaldeyrishöft til að koma á stöðugleika í gjaldmiðlinum og koma í veg fyrir fjármagnsflótta. Þó að þetta hafi ekki verið hefðbundið verðlagseftirlit, hafði það svipuð áhrif með því að skekkja markaðinn og leiddu til tilbúins verðstöðugleika í sumum greinum. Er einhver búinn að gleyma aflandskrónunni?

Þó gjaldeyrishöft hafi hjálpað til við að koma á stöðugleika í hagkerfinu til skamms tíma, sköpuðu þau einnig langtímaáskoranir, þar á meðal minni erlenda fjárfestingu og erfiðleika við að komast á alþjóðlega markaði. Höftunum var að lokum aflétt, en þau varpa ljósi á margbreytileika og hugsanlega galla íhlutunarstefnu í efnahagsmálum.

Hver er stóri lærdómurinn af verðlagsstýringu stjórnvalda? Hann er sá að alltaf þegar stjórnvöld reyna að stjórna markaðinum, leiðir það til spillingu, skorts og svarta markaðs.


 


Stýrisvextir og verðbólga - stefna Seðlabankans gagnlaus?

Það eru ýmsar kenningar og sjónarmið um að stýrisvextir hafi ekki bein áhrif á verðbólgu, þrátt fyrir að þeir séu oft notaðir sem tæki seðlabanka til að hafa áhrif á verðbólgu.

Tökum fyrst fyrir lausafjárvandamál. Ein kenningin er sú að stýrisvextir hafi lítil áhrif á verðbólgu þegar lausafé (peningamagn) í hagkerfinu er mikið. Í slíkum tilfellum gæti markaðurinn verið svo mettaður af lausafé að hækkun stýrivaxta leiði ekki til hækkunar á vöxtum til neytenda eða fyrirtækja, og þar með ekki til minnkunar á útlánum eða neyslu. Getur það verið tilfellið á Íslandi? Allt sé hér fljótandi í peningum?

Væntingar um verðbólgu geta hér spilað inn í en líkt og með gengi hlutabréfa, er ákveðin spámennska í gangi. Samkvæmt væntingakenningum getur áhrifastyrkur stýrivaxta verið takmarkaður ef almenningur og fyrirtæki hafa sterkar væntingar um að verðbólga haldist óbreytt. Ef markaðsaðilar telja að verðbólga verði áfram mikil, jafnvel þótt stýrivextir séu hækkaðir, þá getur það dregið úr áhrifum vaxtabreytinga á raunhagkerfið. Bloggritari telur að þetta eigi ekki við um Ísland, hér hafa menn enga trú á verðbólga minnki eða aukist í samræmi við stýrisvaxta ákvörðun.

Svo eru hugmyndir um að seinvirkni spili hér inn í. Áhrif stýrivaxta á raunhagkerfið geta verið seinvirk og birtast ekki strax í verðbólgutölum. Sumir hagfræðingar telja að stýrivextir séu of hægvirkt tæki til að bregðast við skammtíma sveiflum í verðbólgu, sérstaklega ef verðbólgan er knúin áfram af utanaðkomandi þáttum eins og olíuverði eða alþjóðlegum viðskiptum.  Þetta á ekki við um Ísland, þar sem komin er reynsla á að 9,25% stýrisvextir í eitt ár hafa ekki haft nein áhrif.

Sumir hagfræðingar benda á að stýrisvextir hafi ekki bein áhrif á ákveðninn verðbólguþrýsting. Til dæmis, ef verðbólga er drifin áfram af framboðsskerðingum (supply shocks), eins og þegar hráefnisverð hækkar skyndilega, þá geta stýrisvextir ekki haft bein áhrif á að draga úr þeirri verðbólgu. Hér er framboðsskerðing á húsnæði og það hefur hækkað mikið um margra ára skeið. Húsnæðisvísitalan hefur ótvírætt haft áhrif á hækkun verðbólgu en hversu mikið, er óvíst.

Í sumum tilfellum geta fjármálamarkaðir ekki skilað breytingum á stýrivöxtum áfram til almennings. Til dæmis, ef bankar og fjármálastofnanir ákveða að halda sínum útlánavöxtum stöðugum þrátt fyrir að seðlabankinn hækki stýrivexti, þá skila áhrif vaxtahækkana sér ekki út í hagkerfið. Sýnist bankarnir vera fljótir að stökkva á vagninn þegar seðlabankinn segir nú...hækka.

Hugtakið "náttúrulegir vextir" (e. natural rate of interest) vísar til þeirrar vaxtastigs sem samræmist jafnvægi í hagkerfinu án þess að ýta undir verðbólgu eða samdrátt. Ef stýrivextir eru ekki í takt við þessa náttúrulegu vexti, getur það haft lítil áhrif á verðbólgu. Flestir hagfræðingar telja að eðlileg verðbólga sé um 2%.

Hvað er það sem á hér við um Ísland? Hér er hallast að því að hér sé allt fljótandi í peningum og fyrsta skýringin sé því líklegust í bland við framboðsskerðingu (húsnæðis og á vörum erlendis frá en það hefur verið verðbólga alls staðar í heiminum eftir covid). Milton Friedman taldi þessa orsök veigamestu í myndun verðbólgu almennt. Ekki er allt hér fljótandi í peningum vegna velgengni íslenska ríkisins, nei, heldur vegna seðlaprentun ríkisins (sem þeir neita), lántökur og ofeyðslu ríkissjóðs og sveitafélaga (sem samanlagt eru með 45-50% af efnahagsköku þjóðarinnar).  Á meðan svo er, gera aðgerðir Seðlabanka Íslands ekkert! Neyðsla almennings hefur líka sín áhrif sem og launahækkanir en eftir höfuðinu dansa limirnir. 

Hér á Íslandi er vinsælt að kenna neyðslu almennings um verðbólguna!

Aukin neysla eykur verð­bólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun

Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir að staðreyndum sé snúið á haus til þess að gera ríkisstjórnina eina ábyrga fyrir verðbólgu.

Stað­reyndum snúið á hvolf til að eigna ríkis­stjórninni verð­bólguna

Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar kennir fjármálakerfinu um (Seðlabankann) og launahækkanir.  Hér er Konráð leiðréttur í grein á Vísir eftir Ásgeir Daníelson: Ráð­villtur ráð­gjafi ríkis­stjórnar

Þrátt fyrir að peningamagn í umferð hafi vaxið um 68 prósent frá því að heimsfaraldurinn skall á árið 2020 segir Konráð að ríkissjóður hafi ekki prentað eina krónu af þeim 1.203 milljörðum króna sem hafi bæst við.

"Ríkissjóður hefur vissulega verið rekinn með halla en sá halli hefur verið fjármagnaður með lántöku sem býr ekki til nýja peninga heldur færir þá einfaldlega frá þeim sem spara og til ríkissjóðs."

Ókei, en hver stjórnar efnahagskerfi landsins? Ríkisvaldið og ekki segja að skuldasöfnun hafi ekki áhrif bara vegna þess að þeir  sem spara láni ríkinu og það sé ekki að prenta pening! En hann nefnir ekki að eyðsla ríkisins eykur peningamagnið í umferð og þar með verðbólgu burtséð hvernig fjármunir eru tilkomnir. En hann neitar þessu líka. Eða hefur bloggritari rangt fyrir sér?

Hér útskýrir Milton Friedman verðbólgu:

 


Nóta bene, verðbólga er ekki alltaf vegna of mikið af peningum í umferð, heldur eins og komið var inn á hér að ofan, vegna skorts á hráefni eða vöru (húsnæði t.d.) sem leiðir til meiri samkeppni um vöruna og hærra verð.

 


Umsækjendur A, B og C sækja um starf hjá fyrirtæki X - Hver fær starfið?

Þetta er ekki fræðileg spurning, heldur kaldur veruleiki í íslensku atvinnulífi. Segjum svo að fyrirtækið X vantar stjórnarmann í stjórn fyrirtækisins, sem nóta bene er einkafyrirtæki. Fyrir eru þrír stjórnarmenn, allir karlar en einn er að hætta.

Umsækjendur A og C eru karlar en umsækjandi B er kona. Öll eru þau viðskiptafræðimennuð, með svipuðan bakgrunn og svipuðum aldri. Ef eitthvað er, þá er umsækjandi C með lengsta starfsaldur. Valið er auðvelt, en er í raun ekkert val, einkafyrirtækið þarf að velja konuna.  Fyrirtækið þarf að uppfylla kynjakvóta og þar sem fyrir eru tveir karlar í stjórninni, verður konan fyrir valinu og eigandinn hefur ekkert um það að segja. Þetta er þó hans eign og áhætta og hann hefði frekar viljað fá umsækjanda C.

Á vefsetri Jafnréttastofu (hvað skyldu starfsmenn þessarar stofnunnar gera allan daginn?), segir: "Í mars árið 2010 samþykkti Alþingi frumvarp þess efnis að bæði konur og karlar skuli eiga fulltrúa í stjórn einkahlutafélaga og hlutafélaga (Lög um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög nr.2/1995) þar sem fleiri en 50 starfsmenn starfa að jafnaði þegar stjórn er skipuð þremur mönnum, og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns fyrir sig sé ekki lægra en 40%.

Í maí 2011 samþykkti Alþingi sambærileg lög um kynjakvóta í stjórnum lífeyrissjóða (Lög um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum nr. 122/2011)."

Ef þetta er ekki wokisminn í tærustu mynd, hvað er? Ekki er ráðið eftir hæfileikum heldur hvaða líkamsparta viðkomandi hefur. Hvað kemur ríkinu við hvað einstaklingar með eigin rekstur gerir? Hann hefur bara eitt markmið og það er að hámarka arðinn af rekstri fyrirtækisins. Hann ræður þann hæfasta, sem getur verið kona eða karl, skiptir engu máli, bara að viðkomandi skili inn afköstum.

Það er enginn furða að stórfyrirtæki, sem hafa stórar stjórnir  eða stofnanir eru oft illa rekin. Er búið að skipta út stóra bróðir fyrir stóru systur?

Nú er slegist um stöðu forstöðumanns Jafnréttisstofu sem nýverið var auglýst laust.  Enn eitt ríkisapparatið sem sýgur til sín fjármagn úr tómum ríkiskassa.

P.S. Það er alveg ótrúlegt jafnaðargeð Íslendinga að láta ríkið stjórna lífinu sínu án þess að segja nokkuð. Þeir sætta sig við hvaða vitleysu boð sem koma frá stjórnvöldum og völd þeirra eru mikil eins og sjá mátti í covid faraldrinum.

Löggjöf um kynjakvóta í stjórnum

 


Hugleiðingar fyrir hálf sósíalíska ríkið Ísland út frá Íslandsför Milton Friedman 1984

Íslendingar hafa þá ímynd að Ísland sé lýðræðisríki með frjálst hagkerfi. Raunin hefur verið sú að hér hefur verið rekið blandað hagkerfi framan af síðan lýðveldisstofnun.

Ríkisafskipti af hagkerfinu fyrstu áratugi eftir stríð voru lamandi. Hver man eftir skömmtunarkerfið sem komið var hér á? 

Á vísindavefnum er grein er heitir Hvað voru skömmtunarárin? Þar segir: "Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949."

Íslendingar fóru sum sé sömu leið og Bretar, enda vinstri sósíalistar öflugir í báðum löndum að skammta og stjórna.

Hið kapitalíska hagkerfi fékk ekki vaxtarfrið vegna mikilla ríkisafskipta og það var ekki fyrr en Margaret Thatcher komst til valda að breyting varð á.  Hér á Íslandi höfum við aldrei fengið ígildis Ronald Reagan eða Margaret Thatcher og því tók það lengri tíma fyrir Íslendinga að vaxa og dafna. Davíð Oddson var þó líkur þeim að nokkru leyti. Enn eru ríkisafskiptin yfirþyrmandi og ríkisfyrirtækin eru enn til. Samanber ÁTVR og RÚV. Hér eru það lög og reglugerðir sem allt er að drepa, ekki beint ríkisfyrirtæki eða skömmtunarkerfi.

Síðar í greininni segir: "Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949."  Þetta leiddi til spillingar og heftun á einkaframtakinu. Skömmtunarkerfið leiddi af sér hamstur, svartmarkaðsbrask, bakdyraverslun og önnur vandræði sem lyktuðu af spillingu. "Vöruskammtanir voru víðtækar og naumar. Langar biðraðir fyrir utan verslanir voru algeng sjón og fólk stóð jafnvel næturlangt í von um að krækja sér í skópar." Minnir þetta ekki á illræmdu biðraðir kommúnistaríkjanna?   

Ronald Reagan sagði eitt sinn brandara um Sovétborgarann:

Í Sovét-Rússlandi fer maður að kaupa sér bíl... Hann fer að eigandanum og biður um bíl sem eigandinn svarar:

"Þú veist að það er 10 ára biðlisti?"

Maðurinn svarar svo: "Allt í lagi," og eftir nokkurn tíma samþykkti hann að kaupa bíl.

Svo hann borgar fyrir bílinn fyrirfram og rétt áður en hann fer spyr hann eigandann:

"Get ég sótt bílinn um morguninn eða síðdegis?"

"Það eru 10 ár í það, hvaða máli skiptir það?"

"Pípulagningarmaðurinn kemur um fyrramálið."

Þetta sýnir skilvirknina í sósíalísku ríki en ríkið skapar aldrei neitt í sjálfu sér. Það getur leitt til sköpun með því að flækjast ekki fyrir sprotafyrirtækjum og minnka reglugerðarfargann.  Leyft einstaklingum og fyrirtækjum að blómstra. 

Einstaklingurinn og fyrirtækið eru ekki mjólkurkýr sem hægt er að blóðmjólka að vild eins og skattaglaðir Alþingismenn halda. Ok. Okkur vantar pening (vegna þess að við stjórnum landinu illa og eyðum efnum fram), kúgum fólkið í landinu með hærri skatta!  Verðbólga? Ekki okkur að kenna segja þingmennirnir, allt Seðlabankanum að kenna!

Það eru ekki margir sem muna eftir að Milton Friedman kom til Íslands 1984. Kíkjum fyrst á efnahagshugmyndir hans áður en við lítum á Íslandsför hans.

Milton Friedman, í bók sinni "Monetary History of the United States", hélt því fram að kreppan mikla væri fyrst og fremst af völdum vanrækslu peningayfirvalda eins og seðlabanka Bandaríkjanna, sem gerðu ekki nóg til að vinna gegn venjulegu fjármálaáfalli og bankahrun með því að auka peningamagnið. Almenn sýn hans er að takmarka á hlutverki stjórnvalda, skattalækkanir, lága verðbólgu, afnám hafta, einkavæðingu og ávinning af frjálsum markaði leiddu til viðbragða gegn keynesisma.

Ronald Reagan, Margaret Thatcher og Donald Trump (og Davíð Oddson  að nokkru leyti, hefði mátt fara lengra) hafa fylgt fordæmi hans varðandi skattalækkanir og afnám reglugerðafarganið og lítil ríkisafskipti. Efnahagurinn blómstraði hjá þeim öllum.

Friedman heimsótti Ísland árið 1984 og tók þátt í líflegum sjónvarpsumræðum með fremstu sósíalistum Íslands. Hann veitti innblástur fyrir kynslóð ungra íhaldssamra menntamanna á Íslandi sem komust til valda árið 1991 fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokksins og hafa stýrt ríkisstjórninni í gegnum mismunandi stjórnarsamstarf síðan þá.

Undir stjórn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og beinlínis innblásin af Milton Friedman innleiða þeir róttæka (en nú kunnuglega) áætlun um einkavæðingu, skattalækkanir, lækkun útgjalda og halla, verðbólgueftirlit og verðbólgumarkmið, sjálfstæði seðlabanka, frjáls viðskipti og sveigjanleika í gengi. Fyrirtækjaskattar voru lækkaðir úr 50% hlutfalli niður í 18%. Einkavæðing og afnám hafta var knúin beint í gegnum forsætisráðuneytið og stóru bankarnir voru einkavæddir snemma á þessum áratug.

Í fyrstu virtist stefnan hafa skilað miklum árangri. Hagkerfið óx með miklum hraða og jókst þar til Ísland náði einni hæstu landsframleiðslu á mann í heiminum. Árið 2007 var það einnig í efsta sæti fyrir mannþróunarvísitölu SÞ.

Ísland fór upp í tíu efstu sætin í vísitölum um efnahagslegt frelsi sem Fraser-stofnunin og Heritage Foundation hafa hannað. Það var lofað af íhaldssama Cato Institute fyrir flata skatta, einkavæðingu og efnahagslegt frelsi - og Naomi Klein var gagnrýnd fyrir að nefna það ekki (ásamt Írlandi, Eistlandi og Ástralíu) sem dæmi um árangur Friedmantískrar efnahagsstefnu.

Íslenskir bankar og fyrirtæki, með stuðningi ríkisstjórnar sinna, stækkuðu ótrúlega erlendis, einkum í Bretlandi og Hollandi. Bankaiðnaðurinn og einkafyrirtæki blómstruðu og skapaði fjölda milljarðamæringa á eyjunni.

Svo hrundi þetta allt saman 2008. Af hverju? Ekki vegna efnahagsstefnu Friedmans sem sagði að hlutverk ríkisins væri að veita lög og reglur sem gilda jafnt fyrir alla. Hann talaði aldrei um lögleysu eða engar reglur eða bankar yrðu rændir innan frá eins og tilfellið var um Ísland.

Íslenska spillingin spilaði stærstu rullu í fallinu. Einkavinavæðingin, frændhyglin, fámennið og ítök fjárglæframanna inn á Alþingi skipti hér öllu máli.  Lykilatriðið í hruninu var hvernig staðið var að sölu íslensku bankanna og spilling eigenda bankanna sem notuðu þá sem fjárfestingabanka en ekki útlánsbanka.  Fjárfestingar þeirra voru arfavitlausar og dró að lokum bankana niður í svaðið og þar með hagkerfi Íslands. 

Hér er Milton Friedman í umræðuþætti Boga Ágústssonar hjá ríkisstofnunni RÚV árið 1984 í rökræðum við þrjá íslenska prófessorar, Ólafur Ragnar Grímsson þar á meðal, og tekur þá í bakaríið! Hann lét ekki slá sig af laginu enda Nóbel verðlaunahafi og leiðrétti staðhæfingar prófessoranna án hiks. Að lokum gátu þeir ekki gagnrýnt neitt nema hátt miðaverð á fyrirlestur hans!

 

Í lok umræðunnar kvörtuðu íslensku prófessorarnir yfir að þurfa að borga inn á fyrirlestur Friedman. Ólafur Ragnar: "Það er 50 ára hefð fyrir að fyrirlestrar á vegum Háskóla Íslands séu ókeypis!" Annar, Stefán Ólafsson, sagðist ekki hafa efni á að mæta á fyrirlesturinn (1200 kr sem er á verðlagi dagsins í dag 18,500 kr).  En þá svaraði Milton Friedman: "Það er ekkert til sem kallast ókeypis fyrirlestur. Orðið ókeypis er ofnotað hugtak. Það þarf að borga fyrir salinn, útbúa aðstöðuna, borga fyrir kostnaði við komu fyrirlesarans o.s.frv. Yfirleitt eru það hinir sem mæta ekki, sem borga fyrir fyrirlestrahaldið en hér eru það þeir sem mæta og njóta fyrirlesturinn. Hvort er sanngjarnara?

"There is nothing one can call free lunch or free education!"

P.S. Hvað er Bjarni Benediktsson að gera sem hægrimaður í dag? Hann þarf ekki fara lengra en í smiðju Davíð Oddsonar til innblásturs.

 

 

 


Lögmál Péturs - nokkur góð ráð til mannauðsstjóra

Lykilatriði Pétursreglunnar

Kynning byggt á frammistöðu:


Starfsmenn fá stöðuhækkun út frá frammistöðu þeirra í núverandi hlutverki frekar en þeirri færni sem þarf fyrir nýja hlutverkið.

Árangur í einu hlutverki spáir ekki endilega fyrir um árangur í æðra hlutverki, sérstaklega ef æðra hlutverkið krefst annarrar færni.

Óhjákvæmilegt að ná vanhæfni:


Þegar starfsmenn halda áfram að fá stöðuhækkun ná þeir að lokum stöðu þar sem þeir eru ekki lengur hæfir.
Á þessum tímapunkti eru þeir ekki lengur kynntir og eru áfram fastir í hlutverki þar sem þeir eru árangurslausir.

Áhrif á stofnanir:

Samtök geta endað með umtalsverðan fjölda starfsmanna sem eru ekki hæfir í hlutverkum sínum.

Þetta getur leitt til minni skilvirkni, lélegrar ákvarðanatöku og skorts á nýsköpun.

Dæmi

Tæknifræðingur verður framkvæmdastjóri:

Mjög hæfur hugbúnaðarverkfræðingur er gerður að stjórnunarstöðu vegna tæknilegrar hæfileika þeirra. Hins vegar gætu þeir skortir nauðsynlega stjórnunarhæfileika, svo sem samskipti, forystu og stefnumótun, sem leiðir til lélegrar frammistöðu liðsins.

Sölumaður verður sölustjóri:


Framúrskarandi sölumaður er gerður að sölustjóra. Hæfni sem gerði þeim farsælan í sölu (t.d. sannfæringarkraftur, samningaviðræður) gæti ekki skilað sér í stjórnun teymi, sem leiðir til vandamála í samhæfingu teymi og hvatningu.

Að draga úr áhrifum Peter meginreglunnar

Stofnanir geta tekið nokkur skref til að draga úr áhrifum Pétursreglunnar:

Hæfnismiðuð kynning:

Efla starfsmenn út frá færni þeirra og hæfni sem skiptir máli fyrir nýja hlutverkið frekar en fyrri frammistöðu eingöngu.

Þjálfun og þróun:

Bjóða upp á þjálfunar- og þróunaráætlanir til að undirbúa starfsmenn fyrir hlutverk á hærra stigi.

Stuðla að stöðugu námi og færniþróun.

Hliðarhreyfingar:

Bjóða upp á hliðarhreyfingar í stað stöðuhækkana til að leyfa starfsmönnum að öðlast nýja færni og reynslu án þess að fara upp stigveldið.

Mat og endurgjöf:

Notaðu reglulega árangursmat og endurgjöf til að tryggja að starfsmenn séu hæfir til stöðuhækkunar.

Innleiða leiðbeinenda færni og markþjálfunaráætlanir til að styðja starfsmenn í þróun þeirra.

Annan starfsferill:

Þróaðu annars konar starfsferil sem gerir starfsmönnum kleift að komast áfram án þess að fara endilega yfir í stjórnunarhlutverk, svo sem sérfræði- eða sérfræðibrautir.

Gagnrýni og takmarkanir

Pétursreglan er oft gagnrýnd fyrir að vera of einföld og gera ekki grein fyrir ýmsum þáttum sem hafa áhrif á frammistöðu í starfi.

Það gerir ráð fyrir línulegri og stigveldisferli, sem gæti ekki átt við um allar stofnanir eða atvinnugreinar.

Nútímastofnanir viðurkenna í auknum mæli gildi fjölbreyttra starfsferla og mikilvægi mjúkrar færni og tilfinningagreindar í leiðtogahlutverkum.

Í stuttu máli, Pétur meginreglan varpar ljósi á hugsanlegar gildrur hefðbundinna kynningaraðferða og undirstrikar mikilvægi þess að samræma kynningar við raunverulega hæfni sem krafist er fyrir hlutverk á hærra stigi. Með því að takast á við þessar áskoranir geta stofnanir búið til skilvirkari leiðtogaskipulag og bætt heildarframmistöðu.


Eru atvinnurekendur afætur eða velunnarar samfélagsins?

Ætlað mætti af orðum formanns Eflingar að atvinnurekendur séu arðræningjar "öreiga lýðsins", orðalag sósíalista, og ættu ekkert gott skilið nema að vera skattlagðir upp í rjáfur. Ekki fólk, sem strögglar sjálft í sínum atvinnurekstri og tekur áhættur, sé bara eins og annað fólk að reyna að komast af.

Margaret Thatcher kom inn á þetta atriði en hún átti mestan þátt í að afvæða sósíalismann sem komið var á í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Það þurfti ofurafl til að berja niður verkalýðshreyfinguna sem vildi engar breytingar og haldið í atvinnustarfsemi sem rekin var með gífurlegan halla. 

Þetta segir hún um hlutverk atvinnurekandans:

"Í hvaða skynsamlegu samfélagi sem er væri litið á fólk sem skapar störf sem opinbera velunnara. Að byggja upp fyrirtæki, veita öðrum atvinnu, það er verðugt markmið og samfélagið ætti að fagna. Með því að skapa sjálfum sér auð skapar frumkvöðullinn óviðjafnanlega meiri auð fyrir annað fólk.

Það er ekki skoðun sósíalista. Þeir hafa yndi af því að ráðast á skapara auðs og þar með sköpun starfa."

Margaret Thatcher. Ræða í Alnwick kastala árið 1975.

Þetta sagði hún áður en hún lagði í atlöguna að sósíalistum.

Hér í þessari ræðu ræðir hún skatta stefnu eftirrennara sins og  sagði að: Eftir að ég hætti í embætti gerði arftaki minn ýmislegt sem var algjörlega á móti íhaldsstefnunni.

Hann skar til dæmis niður hluta af skattaívilnunum á fólk sem keypti sér húsnæði.

Það sló inn í hjarta heimspeki minnar - "hver maður er kapítalisti."

Þetta var önnur meginástæða þess að við vorum kosin út (árið 1997), vegna þess að við vorum að ganga gegn sannri íhaldsstefnu."

We were going against true conservative policy

Man einhver eftir sjálfseignarstefnu Sjálfstæðisflokksins, þar sem fólk var hvatt til að eignast eigið húsnæði? Og hvert einbýlishúsið á fætur öðru var byggt af eiganda sínum, eftir vinnutíma....Í dag, vegna lóðaskorts (í strjábýlasta landi Evrópu í dag), byggir enginn sjálfur. Allir bíða eftir að verktakinn byggi næstu blokk en jafnvel hann getur lítið gert í verðbólgu, háu vaxtarstigi og ástandi á lóðamarkaði.

Skattar á velgegni kallaði Thatcher skatta á hagnað sem n.k. "sósíalísk eðlishvöt" fann sig knúna til að nota. Samfylkingin verður við stjórnvölinn næsta kjörtímabil samkvæmt núverandi skoðanakannanir. Skattar munu hækka í mesta skattalandi Evrópu.

Að lokum.  Formaður Eflingar ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún lítur á atvinnurekendur sem óvini sína, en ekki samstarfsmenn. Jú, atvinnurekandi gerir samning við starfsmanninn í gegnum stéttarfélagið. Báðir aðilar eiga að hagnast enda báðir að vinna í hag fyrirtækisins. Tíminn vinnur hins vegar á móti starfsmanninum. Gervigreindin og vélmennin munu útrýma mörgum störfum. Það verður kannski forréttindi að fá að vinna í framtíðinni?


Grænir skattar eru skatta ánauð - Grænland og Ísland

Í skattaparadís íslenskra stjórnvalda, Íslandi, þar sem skattaálögur fara með himinskautum, tekst hinum kjörnu fulltrúum að finna upp sífellt nýjar leiðir til að skattpína borgara landsins. Skattar sem eiga að vera tímabundir, standa um aldur og ævi og allt er skattlagt. Allir muna eftir skítaskattinum sem aldrei var aflagður. Og nú á að skattleggja loftið sem við öndum.

Svo nefndir kolefnisskattar eða loftslagsváskattar, sem byggja á umdeildum vísindum, eru lagðir á samgöngutæki, bæði á Íslandi og Grænlandi. Grænlendingar stynja þungan undir auknum byrgðum, enda eru þeir algjörlega háðir samgöngum á láði og legi við útlöndum. Ekki er hægt að keyra og fara til annarra ríkja en á öðru en jarðefniseldsneytis knúnum farartækjum. Sama á við um Íslendinga.

Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Svona skattlagning, þótt hún kunni að vera réttlætanleg vegna loftslagsbreytinga, er ekki hægt að leggja á nema eitthvað annað en jarðefniseldsneyti komi til sögunnar.  Umskiptin taka tíma og þar með er slík skattleggging ósanngjörn.

Í grein Vísis um þetta mál er varðar Grænlendinga segir: "Vegna þess að það séu bara neytendur sem borga þegar ný gjöld eru lögð á vöruflutninga og flug. Nýju grænu skattarnir hafi áhrif á farmgjöld skipafélaga og framtíðargjöld flugfarþega hafi áhrif á alla sem fljúga á milli Danmerkur og Grænlands." Þetta er sama saga og á við um Ísland. Hér borga neytendur hækkaðan kosnað, ekki munu samgöngufyrirtækin taka á sig þennan kostnað og reka sig með tapi.

Royal Arctic Line (skipafélag) mun hækka farmgjöld um 1% frá og með næstu áramót. "Öðru máli gegni um skattinn sem Danmörk muni setja á allt flug frá árinu 2025. Danska þingið hafi nefnilega ákveðið fyrirfram að tekjur af því renni til styrkja danska lífeyriskerfið í Danmörku. Flugfarþegaskatturinn þýði í reynd að grænlenskir "lífeyrisþegar þurfa að borga fyrir að danskir lífeyrisþegar fái sinn lífeyri hækkaðan, segir Sermitsiaq." Grænlendingar eru vonum ósáttir við þetta. Þeir geta ekki kosið að taka bílinn eða lestina þegar þeir ákveða að fara til annarra landa eða flytja inn vörur, heldur ekki Íslendingar.

Í annarri grein á Vísir segir: "Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári."

Grænir skattar sagðir bitna hart á Græn­landi

Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða

Á sama tíma og íslensk stjórnvöld sitja þeigandi og hljóðalaus undir auknar skattaálögur ESB á Íslandi, hafa þau ekkert gert til að skipta í græna orkugjafa, það er að segja að virkja. Algjör stöðnun hefur verið í virkjunum síðastliðin ár og stjórnvöld þar með ekki staðið við sinn hluta í orkuskiptunum.

Það sem ESB með fullþingi íslenskra stjórnvalda, er að gera er að þvinga með góðu eða illu orkuskipti, ekki láta tækniþróunina og eftirspurn ráða ferðinni.

Í landi með óðaverðbólgu, háskattastefnu stjórnvalda, fákeppnis á markaði, mega Íslendingar ekki við auknum skattaálögum. Og minna má á að Íslendingar losa um minna en 0.1% af CO2 í heiminum og í raun erum við að koma í veg fyrir aukið CO2 losun með alla okkar grænu orku.

Í grein Viðskiptaráðs Í grænu gervi: Grænir skattar og aðgerðir í loftslagsmálum segir eftirfarandi: "Eins og staðan er núna skortir ekki vilja hjá stjórnvöldum til hækkunar á grænum sköttum. Ekki er að sjá þeim hækkunum á grænum sköttum hafi verið með beinum hætti varið í skattalækkanir, umhverfismál eða ívilnanir.

Um leið og grænir skattar eru orðnir tekjuöflunartól hins opinbera hefur tilgangur þeirra misst marks." Undir þetta er hægt að taka og einnig að:

"Grænir skattar geta þó haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, t.d. ef umhverfisskattar eru lagðir á íslensk fyrirtæki, sem samkeppnisaðilar í öðrum löndum þurfa ekki að standa undir, þá versnar samkeppnisstaða þeirra umtalsvert séu aðrir skattar ekki lækkaðir á móti. tilgangurinn með grænum sköttum að stuðla að breyttri hegðun einstaklinga og fyrirtækja í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í umhverfismálum þá skila þeir skattar minni tekjum eftir því sem tíminn líður. Það skiptir þess vegna miklu máli að grænar skatttekjur séu nýttar til þess að lækka aðra skatta og þá til að mynda til þess að skapa hvata til umhverfisvænnar starfsemi, eins og er gert nú þegar með lækkun virðisaukaskatts á rafmagnsbifreiðar."

Skattar og meiri skattar er móttó íslenskra stjórnvalda, sama hvaða flokkar eru við völd. Íslendingum er ekki viðbjargandi í skattamálum. Munum að skattar eru lagðir á vegna þess að það skortir fjármagn og af hverju það skortir fjármagn er vegna lélega efnahagsstjórnunnar íslenska ríkissins í áratugi. Alveg síðan Íslendingar eyddu stríðsgróðanum eftir síðari heimsstyröld, hafa Íslendingar rekið ríki sitt meira eða minna illa og með tapi. Ráðum við það að vera sjálfstætt ríki?


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband