Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Friðþægingar- og afvopnunar stefna leiðir til stríðs

Ég hlustaði á góðan fyrirlestur í dag af hendi helsta sérfræðing í hernaðarsögu heimsstyrjaldarinnar síðari. Seinni heimsstyrjöldin var mannskæðasta átök mannkynssögunnar. Aldrei áður hafði stríð verið háð á jafn fjölbreyttu landslagi og á svo marga mismunandi vegu, á láði og legi og alls staðar á hnettingum, allt frá eldflaugaárásum í London til frumskógabardaga í Búrma til hervopnaárása í Líbíu.

Heimsstyrjöldin síðari hófst upphaflega árið 1939 sem fjöldi einangraðra landamæraárása sem Þýskaland hélt áfram að vinna. Menn töluðu ekki ennþá um heimsstyrjöld ein það breyttist. Árið 1941 breyttist allt þegar Þýskaland réðst inn á bandamann þeirra, Sovétríkin, og leiddi Japan inn í stríðið.

Seinni heimsstyrjöldin var mannskæðasta átök mannkynssögunnar þar sem um sextíu milljónir manna féllu og fleiri ef við tökum Kína með. Ég held því fram að hægt hafi verið að koma í veg fyrir seinni heimsstyrjöldina og fjölda tapaðra mannslífa, en vegna fjölda mistaka herafla bandamanna fyrir stríð töldu Þjóðverjar að þeir væru sterkari og óvinir þeirra veikari en raun ber vitni.

Ég held því fram að „það hafi þurft sovéskt samráð, afskiptaleysi eða einangrunarstefnu Bandaríkjamanna og friðþægingustefnu Breta eða Frakka á þriðja áratugnum“ til að sannfæra Þýskaland um að þeir hefðu hernaðargetu til að ráðast inn í Vestur-Evrópu.Sem þeir höfðu í raun ekki, hvað varðar mannafla eða tækjakost.

Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar töldu bandamenn að kostnaðurinn við stríðið mikla hefði verið of hár, á meðan Þýskaland gortaði sig af ósigri þeirra þar sem engir óvinahermenn höfðu stigið fæti á þýska grund. Stóra-Bretland og Frakkland völdu bæði friðunarstefnu fram yfir fælingarmátt, sem hvatti frekar en letjaði Hitler og Þýskaland frá því að halda áfram með áætlanir sínar.

Við þekkjum flestöll atburðasögu seinni heimsstyrjaldar og ætla ég ekki að rekja hana. En ég vil leggja áherslu á það var pólitíkin og mistökin þar sem leiddi til þessa mannskæðuðustu átök allra tíma.

„Harmleikurinn í seinni heimsstyrjöldinni – átök sem hægt var að koma í veg fyrir – var að 60 milljónir manna höfðu farist til að staðfesta að Bandaríkin, Sovétríkin og Stóra-Bretland væru mun sterkari en fasistaveldin Þýskaland, Japan og Ítalía eftir allt saman – Staðreynd sem hefði átt að vera sjálfsögð og engin þörf á svo blóðugri rannsóknarstofu, ef ekki hefði verið fyrir breskri friðþægingu, bandarískri einangrunarhyggju og rússneskri samvinnu við nasista."

Að sögn Victor David Hanson, sem skrifaði Second World Wars (en hann aðskildi átökin í Evrópu og Norður-Afríku frá átökunum í Asíu), "....voru átökin, fyrir Bandaríkin, tvö aðskilin stríð sem háð voru gegn fátækum bandamönnum sem áttu efnislega samvinnu aðeins yfirborðslega og hugmyndafræðilega aðeins í löngun sinni til að sjá bandamenn sigraðir.

Ólíkt sterkri samvinnu bandamanna á báðum vígstöðvum, tóku Þjóðverjar og Ítalir varla þátt í viðleitni keisaraveldisins í Japan til að lögfesta og auka áhrif sam-hagsældarsviðs Stór-Asíu. Sömuleiðis hefði Japan aldrei hugsað sér að styrkja Atlantshafsmúr Hitlers með neinum varadeildum eftir að Þjóðverjar stækkuðu landamæri Evrópuvirkis alla leið til sjávar. Þess vegna voru átökin samsett af tveimur aðskildum stríðum, háð samtímis og gegn svipaðri hugmyndafræði, en aðskilin af landafræði og skorti á stefnumótandi skörun."

Niðurstaðan er sú, að þrátt fyrir mistökin að viðhafa friðþægingar- og afvopnunarstefnu, stóðu bandamenn saman gegn Öxulveldinu. Japanir og Þjóðverjar unnu aldrei saman og Japanir gerðu friðarsamning við Sovétmenn rétt fyrir innrás Þjóðverja, sem þýddi að Sovétríkin gátu sent allt herliðið frá Asíuströnd ríkisins til að berjast í vestri. Hefðu Sovétmenn getað barist á tveimur vígstöðvum?

Mistök Öxulríkja að var að útfæra stríð út í heimstríð sem þau voru ekki reiðubúin til að fást við (Hitler lýsti yfir stríði gegn BNA vegna Pearl Harbour árásinnar og hershöfðingjar hans (og hann sjálfur) þurftu að leita á landabréfakorti hvar eyjan var). Japanir launuðu ekki greiðan en Þjóðverjar fengu mesta hergagnaframleiðanda heims (og eldsneytisframleiðanda) á móti sér sem Bandaríkin voru óneitanlega. Stríðið vannst í hergagnaframleiðslutækjum verksmiðjanna, ekki á vígvelli. Hvorki Þjóðverjar né Japanir réðu yfir 4 hreyfla sprengjuflugvélar né höfðu Þjóðverjar flugmóðuskip sem hefðu getað skipt sköpun í Orrustunni um Atlantshafið. Og yfir höfuð að heyja heimsstríð Kafbátar þeir voru of fáir, skriðdrekarnir of flóknir, dýrir og fáir o.s.frv. Með smá heppni hefðu fasistastjórnirnar getað náð friði, en stríðslukkan var ekki með þeim.

Ísland og fælingarmátturinn

En ef við yfirfærum þetta yfir á nútímann, þá getum við lært af þessu. Fælingarmátturinn er mikilvægur til að halda harðstjórunum í skefjum. 

Við Íslendingar gegnum hér mikilvægu hlutverki landfræðilega og stjórnmálalega. En við getum líka girt í brók og tekið varnarmál föstum tökum og í eigin hendur. Ekki vera veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATÓ-ríkja. Stríð fyrir ströndum hugsunarháttur væri mikilvægur en fyrst og fremst innanlands þekking. Ef við værum ekki í NATÓ, gætum við verið herlaust ríki? Ég stórlega efa það. Hér myndu stórveldin keppast um að fá að setja upp herstöðvar, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar og Kaninn, myndu vilja nýta sér gatið í vörnum Atlantshafsins sem Ísland væri. Það yrði umsvifalaust hertekið í næstu heimsstyrjöld. 

Maður hefur á tilfinningunni að Alþingismenn lifi í einhvers konar hjúpi sem er aðskilinn frá raunveruleikanum. Þetta datt mér í hug þegar ég hlustaði á umræðurnar á Alþingi um útlendingamál í dag. Þingmenn margir sjá ekki erfiðleikanna við að taka á móti svona mikið af fólki sem innviðirnir ráða ekki við en tala bara um meint mannréttindabrot.  Það sama má segja um varnarmálaflokkinn, fáir á Alþingi hugsa nokkurn tíma um varnarmál, jú það er minnst á þau, en svo, jú, heyrðu, sér Kaninn ekki bara um þetta fyrir okkur? Næsta mál á dagskrá. Ekkert raunsæi eða framtíðarsýn. Bara fengist við dægurmál, hugsjónir og framtíðarsýn ekki í huga stjórnmálamannanna.

 

 


Stóð CIA á bakvið afsögn Richard Nixons?

Það vakti athygli þegar Tucker Carlson, hinn frægi fréttaskýrandi, fjallaði um birtingu skjala um morðið á John F. Kennedy. Hann sagðist hafa heimildir innan CIA um að stofnunin, sem er þekkt fyrir að steypa ríkisstjórnum víða um heim, hafi staðið á bakvið aftöku JFK.

En Carlson er ekki hættur. Hann segir að CIA hafi líka verið á bakvið afsögn Richard Nixon Bandaríkjaforseta. Nokkrum dögum eftir að hafa fullyrt ótvírætt að CIA stæði á bak við morðið á John F. Kennedy, benti Tucker Carlson fingurinn á bandarísku njósnastofnunina fyrir að steypa þáverandi forseta Richard Nixon af stóli árið 1974 með því að senda eina af öflugustu handbendum sínum: Washington Post blaðamanninn Bob Woodward af stað til að grafa undir Nixon. Það sem maður hefur séð til hans og sérstaklega framkomu hans í forsetatíð Donalds Trumps, er ljóst að hann er demókrati og nokkuð langt til vinstri.

Grípum niður í ræðu Carlson í "Tucker Carlson Tonight". Carlson segir að hann hafi ekki í raun verið blaðamaður.

"Hver var nákvæmlega Bob Woodward? Jæja, hann var ekki blaðamaður," hélt Carlson áfram. "Bob Woodward hafði engan bakgrunn í fréttabransanum. Þess í stað kom Bob Woodward beint frá flokkuðum svæðum alríkisstjórnarinnar. Skömmu fyrir Watergate var Woodward sjóliðsforingi hjá Pentagon."


Það er rétt að Woodward gekk til liðs við Washington Post beint úr sjóhernum - í tveggja vikna réttarhöld sem blaðamaður ungmenna. Hann mistókst þessi réttarhöld og eyddi ári í að vinna hjá DC úthverfum vikuritinu Montgomery Sentinel áður en hann fékk annað tækifæri um starf á Washington Post.

Hann hélt því fram að Nixon hafi verið neyddur úr embætti og úr Hvíta húsinu með samsæri djúpríkisins. Hann dró þá ályktun að Woodward væri aðeins tannhjól í vélinni sem „neyddi“ Nixon til að segja af sér með skömm vegna yfirhylmingarhneykslis um innbrot í Watergate - þrátt fyrir að Nixon hafi endurkjörinn aðeins tveimur árum áður - vegna þess að hann var ekki að spila eftir bókinni með stofnanabálkinu í Washington og embættismanna mergðinni.

Carlson sagði að Woodward hefði verið vinna með stjórnvöldum að því að koma Nixon burt - og fá "hlýðna þjóninn" Gerald Ford - þáverandi varaforseta Nixons - inn í Hvíta húsið.

„Richard Nixon trúði því að öfl innan alríkis skrifræðsins (djúpríkið í daglegu tali) hefðu unnið að því að grafa undan alríkisstjórninni,“ sagði Carlson og á einum tímapunkti sagði forsetinn við sitjandi forstjóra CIA að hann vissi „hver skaut John [Kennedy]“.

„Fljótlega eftir að hafa yfirgefið sjóherinn af ástæðum sem hafa aldrei verið skýrar, var Woodward ráðinn af öflugasta fréttaveitunni í Washington og úthlutað stærstu frétt landsins,“ bætti Carlson við. „Og bara til að gera það kristaltært hvað var í raun og veru að gerast, var aðalheimildarmaður Woodward fyrir Watergate-þáttaröðina aðstoðarforstjóri FBI Mark Felt [talinn vera heimildarmaðurinn þekktur sem „Deep Throat“].“

Carlson notaði þennan ramma til að gefa til kynna að svipað skrifræðisvald væri að vinna að afsögn Joe Biden forseta, sem skyndilega  er áreittur af uppljóstrunum um að hann hafi sýnt óviðeigandi hegðun með því að hýsa trúnaðarskjöl á einkaheimili sínu, söguþráður sem nú er kunnuglegur.

Nixon sjálfur, sem sagði breska fréttamanninum David Frost í hinu alræmda Frost/Nixon viðtali að mesta samþjöppun valds í Bandaríkin væri ekki í Hvíta húsinu -  heldur hjá fjölmiðlum. Árið var 1977.

"Þetta er of mikið vald og það er afl sem stofnfeðurnir hefðu haft miklar áhyggjur af," sagði Nixon og bætti við að "þeir sem skrifa sögu sem skáldskap á þriðju hendi, ég hef ekkert nema algjöra fyrirlitningu á þeim. Og ég mun aldrei fyrirgefa þeim. Aldrei!"

Lífið er það ótrúlegt að jafnvel mestu samsæriskenningar hafa reynst sannar. Það er alveg ljóst að CIA og fleiri njósnastofnanir hafa fengið að leika lausum hala í gegnum tíðina og gert ótrúlegustu óskunda. Í þessum skrifuðu orðum er stofnunin líka með útsendara í Úkraníu og um allan heim, að njósna og hafa áhrif.

 


Heimspeki stríðs

Það eru fáir sem vita af þessari hlið stríðsfræða (e. philosophy of war) sem kallast stríðsheimspeki.  Stríð eru flókið fyrirbæri en hægt er að fjalla um herfræði frá ólíklegustu hliðum.  Sjálfur stundaði ég nám í hernaðarsagnfræði á miðöldum (e. military history) og herminjafræði (e. military archaeology). 

Nútíma íslenskan er ekki eins stöðug í hugtakanotkun hvað varðar nútíma her- og vopnafræði (e. war and weapon science eða weopanary) og miðaldar íslenskan en í rannsóknum mínum hef ég þurft að koma upp hugtakasafni með nýyrðum.

Maður sér þýðingar, t.d. í bíómyndum, að hugtakið liðsforingi (e. lieutenant, getur líka verið officer sem er víðtækara) er á reiki hjá þýðendum og stundum reyna þeir ekki einu sinni að þýða hugtökin og birta þau hrá. Dæmi um slík hugtök er liðþjálfi og riðilsstjóri, menn hafa ekki einu sinni þessi hugtök á hreinu.

En nú er ég kominn aðeins út fyrir umfjöllunarefni mitt, vill þó benda á að hægt er að fjalla um herfræðina (sem lærð er sem slík í herskólum eins og Sandhurst og West Point), en einnig frá sjónarhorni, sagnfræðinnar, lögfræðinnar, hagfræðinnar, félagsfræðinnar og stjórnmálafræðinnar, svo einhver fræði séu nefnd.

Kenna mætti t.d. hernaðarsagnfræði í sagnfræðideild (-skor er víst ekki lengur notað) Háskóla Íslands og þá frá sem flestum sjónarhornum. Þessi námskeið eru geysivinsæl við erlenda háskóla. 

Stríð eru svo mikill áhrifaþáttur að það er næsta ótrúlegt að fáir Íslendingar stunda herfræðin en þekkingin er nauðsynlegt. Þótt Ísland er herlaust, eru við í hernaðarbandalagi, höfum herstöð og erlendar hersveitir hafa viðveru hér reglulega og við þurfum að taka ákvarðanir um stríð í innan vébanda þess. Jafnvel þótt við væru ekki í bandalagi, er þekkingin nauðsynleg.

Heimspeki stríðs

Byrjum á skilgreiningu. Stríðsheimspeki er svið heimspeki sem varið er til að skoða málefni eins og orsakir stríðs, samband stríðs og mannlegs eðlis og siðfræði stríðs. Ákveðnir þættir stríðsheimspekinnar skarast við söguheimspeki, stjórnmálaheimspeki, alþjóðasamskipti og réttarheimspeki.

Nokkrir herspekingar

All margir fræðimenn fortíðarinnar hafa reyna að greina eðli stríðs og hvers vegna stríð hefjast og enda. Victor David Hanson, einn virtasti hernaðarsagnfræðingur samtímans, segir að strax á forsögulegum tíma hafi menn stundað ættbálka stríð (e. tribal war) og sjá má skipulagðan "hernað" hjá simpösum og bonobo öpum. Stríð og ófriður hefur því fylgt mannkyninu frá örófi  alda. Maðurinn er því stríðsapi í eðli sínu. Þetta gætu friðarsinnar nútímans haft í huga.

Tökum fyrir tvo eða þrjá frægustu herfræðinga sögunnar. Byrjum á Carl von Clausewitz.

Kannski er stærsta og áhrifamesta verkið í heimspekistríði um stríð eftir Carl von Clausewitz, sem kom út árið 1832. Það sameinar athuganir á stefnumótun og spurningum um mannlegt eðli og tilgang stríðs. Clausewitz skoðar sérstaklega fjarfræði stríðs: hvort stríð sé leið að markmiði utan frá sjálfs sig eða hvort það geti verið markmið í sjálfu sér (fara í stríð án ástæðu). Hann kemst að þeirri niðurstöðu að hið síðarnefnda geti ekki verið svo og að stríð sé "pólitík með öðrum hætti"; þ.e.a.s. að stríð má ekki vera til eingöngu vegna þess sjálfs. Það hlýtur að þjóna einhverjum tilgangi fyrir ríkið og samfélagið. Meira segja mannapar eins og bonobo (simbasa tegund) taka ákvörðun um að ráðast á yfirráða svæði annars apahóps ef hópurinn er lítill eða hlutfallið er 1 á móti 10.

Þó að stríðslistin eftir Sun Tzu (5. öld f.Kr.), beinist að mestu leyti að vopnum og stefnu í stað heimspeki, hafa ýmsir skýrendur útvíkkað athuganir hans í heimspeki sem beitt er við aðstæður sem ná langt út fyrir stríð sjálft, svo sem samkeppni eða stjórnun (sjá helstu Wikipedia grein um The Art of War fyrir umfjöllun um beitingu heimspeki Sun Tzu á önnur svið en stríð).

Snemma á 16. öld fjalla hlutar af meistaraverki Niccolò Machiavellis Prinsinn (ásamt orðræðum hans) og hlutar eigin verks Machiavellis, sem ber heitið Stríðslistin, um nokkur heimspekileg atriði sem tengjast stríði, þó að hvorug bókin gæti talist vera verk innan rana stríðsheimspeki.

Kenning um réttlát stríð

Hugmyndafræðin um réttlátt stríð setur fram kenningu um hvaða hliðar stríðs séu réttlætanlegar samkvæmt siðferðilega viðurkenndum meginreglum. Réttláta stríðskenningin byggir á fjórum grunnviðmiðum sem þeir sem eru staðráðnir í að fara í stríð fylgja eftir.

Jus Ad Bellum skilgreiningin. Reglurnar um réttlæti stríðs eru almennt taldar vera: að hafa réttmæta málstað, vera síðasta úrræði, vera lýst yfir af réttu yfirvaldi, hafa réttan ásetning, eiga sanngjarna möguleika á að ná árangri og að markmiðið sé í réttu hlutfalli við þær leiðir sem notaðar eru.

Meginreglurnar fjórar eru sem hér segir: Réttlát valdbeiting; réttlát orsök/ástæða; réttur ásetningur; síðasta úrræði.

Réttlát heimild til að hefja stríð:

Viðmiðið um réttlátt vald vísar til ákveðins lögmætis þess að fara í stríð og hvort stríðshugtakið og að stunda það hafi verið löglega afgreitt og réttlætanlegt (yfirleitt af hendi löggjafavalds eða framkvæmdarvalds).

Réttlát orsök (ákvörðun)

Réttlát orsök er réttlætanleg ástæða fyrir því að stríð er viðeigandi og nauðsynleg viðbrögð. Ef hægt er að forðast stríð, verður að ákvarða það fyrst, samkvæmt heimspeki réttlátrar stríðskenningar.

Réttur ásetningur

Til að fara í stríð verður maður að ákveða hvort áformin um að gera það séu réttar samkvæmt siðferði. Rétt ásetningsviðmiðun krefst ákvörðunar um hvort stríðsviðbrögð séu mælanleg leið til að bregðast við átökum eða ekki.

Síðasta úrræði

Stríð er síðasta úrræði, sem þýðir að ef það er átök milli ósammála aðila, og markmiðið er að það verður að reyna allar lausnir áður en gripið er til stríðsaðgerða.

Heimspekingar um stríð

Ef við förum í hreina heimspeki og kíkjum forn heimspekinga, þá er viðeigandi að byrja á Plató. Hann heldur því í stuttu máli fram að það sé í eðli sínu erfitt, ef ekki ómögulegt, að ná sannri dyggð í stríðsmálum án þess að huga að dyggð góðrar manneskju sem slíkrar. Óbeint gagnrýnir hann leitina að hernaðardyggðum sem sérstakri leit.

Aristóteles leit á stríð sem athöfn, sem væri í samræmi við alheiminn, ef það væri gert fyrir rétta telos. Það eru áhyggjur Aristótelesar af telos stríðsins sem gerði honum kleift að byrja að útlista siðfræðikerfi fyrir algjöru stríði.

Thomas Aquinas komst að þeirri niðurstöðu að réttlátt stríð gæti verið móðgandi og að óréttlæti ætti ekki að líðast og forðast eigi stríð. Engu að síður hélt Aquinas því fram að ofbeldi yrði aðeins beitt sem síðasta úrræði. Á vígvellinum var ofbeldi aðeins réttlætanlegt að því marki sem það var nauðsynlegt.

Nietzsche  sagði að hernaður væri faðir allra góðra hluta, hann er líka faðir góðs prósa! Í hjarta mínu er ég stríðsmaður. Maður hefur afsalað sér hinu mikla lífi þegar maður afsalar sér stríði.

Frá sjónarhóli Konfúsíusar hefur áherslan á mannúð og siðferðilega hegðun oft þýtt að stríð hefur verið litið á sem óeðlilegt félagslegt fyrirbæri sem stafar af blindu mannlegu eðli: „stríð hverfur með leiðsögn mannúðar, kærleika og góðra verka“.

Sókrates sagði að stríð, byltingar og bardagar eru einfaldlega og eingöngu vegna líkamans og langana hans. Öll stríð eru háð til að afla auðs; og ástæðan fyrir því að við verðum að eignast auð er líkaminn, því við erum þrælar í þjónustu hans.

Heilagur Ágústínus taldi að eina réttmæta ástæðan til að fara í stríð væri friðarþráin. Við leitum ekki friðar til að vera í stríði, heldur förum við í stríð til að fá frið. Vertu því friðsamur í stríðinu, svo að þú megir sigra þá, sem þú stríðir gegn, og koma þeim til farsældar friðar.

---

Fróðleikur

Í sjálfu stíðinu eru nokkrar meginreglur.

1. Markmið (e. objective)

2. Sókn (e. offensive).

3. Massi (e. mass).

4. Aflhagkvæmni (e. Economy of Force).

5. Hreyfing (e. maneuver).

6. Eining herstjórnar (e., Unity of Command).

7. Öryggi (e. security).

8. Koma á óvart (e. surprise).

9. Einfaldleiki (e. Simplicity).

Herforingjar læra fyrst af þessum meginreglum sem liðsforingjar og leitast við að betrumbæta skilning sinn á ferlinum.

 

 


Gagnrýni Adams Smiths á merkantílisma og þar með sósíalisma

Adam Smith skrifaði rit sitt „Rannsókn á eðli og orsökum auðlegðar þjóðanna“, árið 1776 (e: An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations). Ritið var ekki aðeins heilstæð greining á gangverki efnahagslífsins og uppsprettu auðs, heldur líka gagnrýni á viðteknar hugmyndir þess tíma sem gerðu ráð fyrir að ríkisvaldið ætti að leika lykilhlutverk í því að stýra viðskiptum, sérstaklega utanríkisviðskiptum. Þetta gæti einnig verið gagnrýni á sósíalismanum en hann kom ekki fram fyrr en öld síðar en Karl Marx hefði betur lesið rit Adam Smiths. Merkantilisminn á það sameiginlegt með kommúnismanum að vilja ríkis afskipti af gangverki efnahagslífsins.

Merkantílisminn hélt því fram að auður þjóðanna væri á enda kominn og að eina leiðin til að komast á rétt strik væri að safna gulli og tollvörum erlendis frá. Samkvæmt þessari kenningu ættu þjóðir að selja vörur sínar til annarra landa en kaupa ekkert í staðinn. Fyrirsjáanlega lentu lönd í lotum hefndartolla sem kæfðu alþjóðaviðskipti en þau hafa oftast leitt til lægra vöruverðs, svo fremur sem stórþjóðir eru ekki að svindla.

Rit Smith fól í sér tvær meginhugmyndir sem deildu á merkantílismanninum

Önnur er að eins gróði þurfi ekki alltaf að vera annars tap (nokkuð sem ný-marxistar halda stöðugt fram í dag). Allir geti grætt á frjálsum viðskiptum, því að í þeim nýti þeir sér ólíka aðstöðu og hæfileika hver annars. Verkaskiptingin sé helsta orsök auðlegðar þjóðanna. Þetta er einmitt helstu rök sósíalista í dag, að aðrir séu að græða á kostnað annarra og því þurfi að refsa þeim (með hærri sköttum) en gleyma því að auðlegð skapar velferð sem á endanum leiðir til velferðar allra í samfélaginu. Án auðs, er ekkert velferðakerfi, einfalt. Ekki skapar ríkið fjármagn. Það hagar sér í raun eins og handrukkari, leggur "verndartolla" á borgaranna og heitir vernd og dreifingu gæðanna. Það skapar ekkert.

Tökum dæmi um hvað auðmaður getur gert. Þorp er á vonarvöl og mikið atvinnuleysi (við þekkjum öll dæmi um auðmenn í íslensku sjávarþorpunum sem héldu þau gangandi en um leið og stórar útgerðir, sem voru kannski með höfuðstöðvar í Reykjavík eða Akureyri, tóku við rekstur útgerðarinnar, hvarf kvótinn). Ábyrgðin á velferð þorpsins er orðin dreifð. Ef ekkert er gert, þá leggst það í eyði en ef fjársterkur aðili kemur inn með nýtt fjármagn, gæti þorpið bjargast.  Er hann, auðjöfurinn, að níðast á öðrum eða er hann að bjarga þeim?

Hin hugmyndin er, að atvinnulífið geti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt sem slíkt.  Talað er um hina ósýnileg hönd. Sjálfstýring á markaði geti komið í stað miðstýringar, frjáls viðskipti í stað valdboðs. Þetta náttúrlega jafnvægi sem hér er lýst stýrist af lögmálum framboðs og eftirspurnar.

Eitt þekktasta niðurstaða Smith er sú að lögmál markaðarins sjái til þess að einstaklingar sem hver um sig er aðeins að leita að því að hámarka eigin ábata vinni í raun saman að efla allra hag. Hann lýsti þessu þannig að hin "ósýnilega hönd" markaðarins stýrði framleiðsluþáttum með hagkvæmustum hætti og tryggði lægst verð til neytenda.

En hver er hin ósýnilega hönd í raun? Það hefur aldrei verið útskýrt eða sannað. Eitt best geymda leyndarmálið í hagfræði er í raun það að það er ekkert sem sannar að hin ósýnilegu hönd fyrirbrigið sé til. Eftir meira en heila öld að reyna að sanna hið gagnstæða, komust hagfræðingar, sem rannsökuðu málið, loks að þeirri niðurstöðu á áttunda áratugnum að engin ástæða væri til að ætla að markaðir væru leiddir, eins og af ósýnilegri hendi, til ákjósanlegs jafnvægis - eða nokkurs jafnvægis yfirleitt. En skilaboðin bárust aldrei til meintra hagnýtra samstarfsmanna þeirra sem ýta svo ákaft fram ráðleggingum um nánast hvað sem er. Flestir heyrðu ekki einu sinni hvað kenningasmiðirnir sögðu, eða hunsuðu það af einurð.

Hin kraftmikla en ólgusöm saga kapítalismans er auðvitað hin ósýnilega hönd. Fjármálakreppan sem braust út árið 2008 og skuldakreppan sem ógnar Evrópu eru bara nýjustu sönnunargögnin.

En svarið gæti einfalt. Hin ósýnilega hönd er ákvörðun meirihluta þeirra sem eru á markaðinum sem sameiginlega valda því að „skynsamleg“ ákvörðun er tekin en hún er það ekki alltaf, annars væru ekki efnahagskreppur reglulega. Hvers vegna það eru reglulegar efnahagskreppur er spurning; gæti verið innbyggt í kapitalismanum, en líklegri skýring er það vegna misnotkunar og rangra upplýsinga.

Ósýnileg hönd er verg ákvarðanna á markaði sem veldur stefnu markaðins eða efnahagskerfisins. Þær geta verið skynsamar og/eða óskynsamar.

Það sem leiðir til óskynsamra ákvarðanna er að það er "fiktað" í gangverkinu og það hættir að starfa rétt.  Það er ekki leikið eftir reglum kapitalísmans. Hverjir eru það sem gera það ekki? Jú, það geta verið einstaklingar, fyrirtæki og ríkisvaldið sjálft. Oftast er sökudólgurinn ríkisvaldið sjálft því það setur reglurnar og lögin. Kapitalískt efnahagskerfi þarf einfaldar en skýrar reglur og lög, jafnræði og frelsi.

Kannski er bara ágætt að það sé galli á kapitalismanum, að hann fljóti í ólgusjó lífsins og hagi sér eins og náttúruaflið, sem er sískapandi en stundum um leið eyðileggjandi.


Um frelsið - harðstjórn félagslegra skoðana

Inngangur

Hér ætla ég að birta þýðingu mína á samatekt úr bókinni On Liberty sem David Schultz tók saman og ekki veitir af, þegar ráðamenn þjóðarinnar eru að gera óskundaverk eða óvitaverk í meintri almannnaþágu og þykjast vera að berjast gegn hatursorðræðu. Í lokakaflanum kem ég með hugleiðingar mínar.

Bókin On Liberty (ísl. Um frelsið) frá 1859 eftir breska heimspekinginn John Stuart Mill setur fram ein áhrifamestu rök sem fram hafa komið í þágu málfrelsis og einstaklingsfrelsis fram yfir ritskoðun og föðurhyggju. Mikilvægi bókarinnar felst í röð öflugra röksemda sem verja frjálst flæði hugmynda á markaðstorgi hugmynda og í þeirri trú að einstaklingar geti best valið lífsstíls val sitt, án afskipta stjórnvalda. Bókin Um frelsið  var því innblástur fyrir fyrstu viðauka kenninguna (bandarísku stjórnarskránna).

Mill sagði að einstaklingsfrelsi þyrfti vernd frá stjórnvöldum og fyrir félagslegri stjórn

Að sögn Mills nægir vernd gegn ofríki harðstjórans ekki til að tryggja einstaklingsfrelsi. Einnig er þörf á vernd gegn ofríki ríkjandi skoðana, sem leitast við að bæla niður ágreining og framfylgja samræmi. Aðaláhyggjuefni bókarinnar Um frelsið er að finna leið til að draga mörkin á milli „sjálfstæði einstaklingsins og félagslegrar stjórnunar“ - það er, við hvaða aðstæður er samfélaginu réttlætanlegt að hafa afskipti af lífi einstaklings?

Þessarar spurningar svarar Mills eftirfarandi: „Eina markmiðið sem samfélagi er réttlætanlegt, einstaklingslega eða sameiginlega, að trufla athafnafrelsi einhvers úr hópi þess, er sjálfsvernd. Að eini tilgangurinn sem hægt er að beita valdi með réttmætum hætti yfir einhverjum einstaklingi sem er í siðmenntuðu samfélagi, gegn vilja hans, er að koma í veg fyrir skaða annarra. Hans eigin hagur (frá sjónarhorni samfélagsins sem segist vera vernda einstaklinginn gegn honum sjálfum), annaðhvort líkamlegur eða siðferðilegur, er ekki fullnægjandi réttlæting.“

Mill mælir gegn föðurhyggju

Kaflar þrjú, fjögur og fimm í Um frelsi eru helgaðir víðtækri röð röksemda gegn föðurhyggju. Í þessum rökum fullyrðir Mill að einstaklingar séu þeirra eigin bestu dómarar um smekk þeirra og óskir og því ætti að leyfa þeim að velja sitt eigið ef þeir ætla að vaxa og dafna sem einstaklingar. Mill heldur því einnig fram að ef samfélagið hefði afskipti, myndi það oft gera það á rangan hátt. Á heildina litið er meginmarkmið þessara hluta að koma á vegg milli einkalífs og opinbers lífs, þar sem samfélagið hefur engan rétt til að blanda sér í einkalífið.

Mill mælir gegn ritskoðun

Kafli 2 í Um frelsi er vörn fyrir hugsunar- og tjáningarfrelsi og rök gegn ritskoðun. Mill færir nokkur rök fyrir tjáningarfrelsi.

  • Í fyrsta lagi, vegna þess að enginn veit sannleikann, getur ritskoðun hugmynda verið að ritskoða sannleikann.
  • Í öðru lagi er frjáls hugmyndasamkeppni besta leiðin til að finna sannleikann.
  • Í þriðja lagi, vegna þess að engin ein hugmynd er summa sannleikans, munu jafnvel þær hugmyndir sem innihalda aðeins hluta sannleikans hjálpa samfélaginu að afla sér þekkingar. Þessi rök gefa til kynna að jafnvel rangar hugmyndir séu verðmætar, vegna þess að þær reyna bæði á sannleikann og koma í veg fyrir að hann renni út í dogma, og vegna þess að þær geta líka innihaldið sannleikasmit sem vert er að varðveita.

Í stuttu máli munu hin öflugu skoðanaskipti hjálpa til við að varðveita einstaklingseinkenni, halda aftur af harðstjórn félagslegra skoðana og leiða leitina að sannleikanum.

Um frelsið hefur verið mikilvægt markaðstorg hugmynda fyrir fyrsta viðauka (stjórnaskráa)

Bókin Um frelsið hefur gegnt hlutverki í mörgum stjórnskipunarréttarkenningum. Hún hefur verið mikilvæg  vörn réttar til friðhelgi einkalífs gegn einstaklingsfrelsi, á sviðum kynferðislegs sjálfræðis og við val á lesefni og trúarbrögðum.

En hinn raunverulegi kraftur bókarinnar hefur verið í því að skilgreina fyrsta viðaukann sem markaðstorg hugmynda þar sem sannleikur hugmynda er ákvarðaður ekki með því að beygja sig fyrir stjórnvaldsákvörðun eða ritskoðun, heldur með því að leyfa andófsmenn brenna fána eða krossa, mótmæla eða birta hugmyndir sem ögra ríkjandi rétttrúnaði í samfélaginu. Kannski var besta yfirlýsingin um útfærslu Um frelsið í stjórnarskránni í dómsmálinu West Virginia State Board of Education v. Barnette (1943).

Hæstiréttur Bandaríkjanna, þegar hann felldi lögboðin fánakveðjulög, lýsti því yfir: „Ef það er einhver fastastjarna í okkar stjórnskipulega stjörnumerki, þá er það sú að enginn embættismaður, hásettur eða lásettur, getur mælt fyrir um hvað skuli vera rétttrúnaður í stjórnmálum, þjóðernishyggju, trúarbrögðum, eða í öðrum álitamálum.“

Slóð: On Liberty

Hugleiðing

Ætla mætti að ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn hafi aðstoðarmenn til að hjálpa sér við stjórnarstörf en geti einnig leitað til sérfræðinga þegar fengist er við ýmis álitamál. Eflaust á þingsályktunartillaga forsætisráðherra um hatrsorðræðu eftir að ganga í gegnum síu ábendinga og gagnrýni í meðförum þings.

En jafnvel ráðherra sem er ekki menntaður í stjórnmálafræði ætti að kannast við stjórnmálaheimspekinginn John Stuart Mill og hann ætti einnig að fara varlega í að gera atlögu að stjórnarskrávörðum réttindum íslenskra borgara. Svo má geta að skrif Mills um kúgun kvenna er eru talin marka tímamót í þróun feminisma í bók hans Kúgun kvenna 1869.

Einnig gætu íslenskir stjórnmálamenn haft gott af því að kynna sér bandarísku stjórnarskrána sem er fyrst nútíma lýðræðisstjórnarskráin en hún er það vel uppbyggð að hún hefur staðist tímans tönn að mestu en er eins og ég hef margoft komið inn á með viðaukum.

Í stað þess að senda opinbera starfsmenn með valdboði á námskeið um hatursorðræðu (mætti hafa það valkvætt), ættu þingmenn, bæði Alþingismenn og ráðherrar e.t.v. að fara á námskeið (mætti vera valkvætt en ég mæli með skyldumætingu!) að kynna sér grundvöll lýðræðisins, stjórnkerfishugmynda og kenningar stjórnmálaheimspekinga. Íslenska stjórnkerfið er nefnilega meingallað. Fyrsta lýðveldi Íslands er komið að endastöð að mínu mati.

Gott gæti verið fyrir þá einnig að glugga í nokkrar valdar stjórnarskrár þegar þeir ætla að grufla í íslensku stjórnarskránni sem hefur ekki eins og sú bandaríska, staðist eins vel tímans tönn. Fyrsta verkið þeirra ætti að vera að brjóta ekki VII. kafla hennar og ákvæðið um tjáningarfrelsið en þar er hverjum manni tryggður réttur til að tjá hugsanir sínar, en þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi og síðan er áskilið að ritskoðun og sambærilegar tálmanir á prentfrelsi skuli aldrei í lög leiða.

 

 

 

 


Forsætisráðherra boðar þingsályktunartillögu um hatursorðræðu - stóri bróðir að birtast?

Ég hef skrifað ótal greinar um málfrelsi og tjáningarfrelsi almennt.  Þetta er bráðnauðsynlegt að gera, því að auðvelt er að taka þessi réttindi af okkur, með stjórnvaldsákvörðun eða ritskoðun samfélagsmiðla og aðra aðila. Svo virðist að það eigi að þvinga fólk til að hugsa pólitískt rétt með "réttum hugtökum".

Nú sýnist mér forsætisráðherra vorr vera kominn á vonda vegferð. Ég hlustaði á viðtal við hana í morgunþætti í útvarpinu og þegar þáttastjórnendur gengu á hana, hvað er hatursorðræða, var fátt um svör og sagði hún að þetta mat byggist á tilfinningu viðkomandi! Það er nú svo að það sem sumum finnst vera mógðun, finnst öðrum ekki og alltaf er þetta persónulegt mat.  Forsætisráðherrann virðist ætla að skylda opinbera starfsmenn til að mæta á hatursorðræðu námskeið!

Hins vegar eru til lög um níðskrift og níðtal og þeir sem telja sig verða á barðinu á slíkum skrifum geta kært til dómstóla. Stjórnvöld eiga ekki að skipta sér af samskiptum borgaranna og deilum þeirra. Punktur. Borgararnir geta kært hvorn annan ef þeir vilja ef þeir mógðast eða þeir telja sig verða fyrir níði.

Það þekkja allir söguna 1984 eftir George Orwell og hvernig stjórnvöld stjórnuðu hugsunum þegnanna (voru ekki borgarar) með nýyrðum og höfðu eftirliti með gjörðum þeirra. Þegnarnir í skáldsögunni áttu að tala nýlensku. (e. Newspeak) og á í því þjóðfélagi sem hún lýsir að koma í staðinn fyrir gamlensku (Oldspeak), þ.e. venjulega enska tungu.

Nýlenska á að hafa orðfæð að takmarki til að ydda tungumálið að hugsun flokksins, eyða blæbrigðum orða og koma þannig algjörlega í veg fyrir að menn geti upphugsað glæpi (sbr.: hugsunarglæpi). Skammstafanir eru algengar í nýlensku, veigrunarorð (sbr. þungunarrof í stað fóstureyðing) sem og afmáning orða eins og uppreisn og frelsi (sem er andstætt hagsmunum ríkisins).  Er íslenskt samfélag og önnur vestræn samfélög orðið Orwellst?

Það er ekki bara það að stjórnvöld ætla að ráða hvernig við tölum, heldur geta þau fylgst með okkur öllum stundum, meira segja í rúmi okkar (ef við höfum farsímann á náttborðinu).

Eftirlitsmyndavélar eru alls staðar, í verslunum, götum, úr gervihnöttum o.s.frv. og andlitsgreiningatæki eru komin á opinberum stofnunum, þannig að það er hægt að handtaka mann á færi ef tækið píppar á mann.

Farsíminn er í raun mesta njósna tæki sem til er (eftirlit 24/7 allt árið um kring) og Orwell hefði ekki getað látið sig dreyma hversu vel stjórnvöld geta fylgst með manni (reyndar var í sögunni eftirlitsmónitor inni á hverju heimili og söguhetjan þurfti að fela sig bakvið skjáinn til að eiga einkalíf). Meira segja heilsa okkar er ekki lengur einkalíf okkar, við erum flokkuð í dilka eftir því hvort við erum bólusett eða ei. Ef við erum ekki bólusett, er t.d. ferðafrelsið tekið af okkur í nafni almannahagsmuna. 

Að lokum má geta að í landi hinu frjálsu, Bandaríkjunum, er haturorðræða ekki bönnuð samkvæmt lögum heldur vernduð. Kíkjum á BNA.

Af hverju er hatursorðræða vernduð?

Fyrsta breytingin á stjórnarskránni gerir enga almenna undantekningu fyrir móðgandi, viðbjóðslega eða hatursfulla tjáningu.

Í Snyder gegn Phelps verndaði hæstiréttur Bandaríkjanna í 8-1 dómi hatursfulla ræðu Westboro baptistakirkjunnar – þekkt fyrir að hafa gripið til hernaðarlegra útfara með skiltum sem á stóð „Guð hatar fagga“ og „Guði sé lof fyrir látna hermenn“ — við mótmæli árið 2006 nálægt jarðarför Matthew A. Snyder, landgönguliða, sem var myrtur í Írak. Alríkisdómstólar vernduðu jafnvel málfrelsi ný-nasista, sem árið 1977 var neitað um leyfi til að ganga í gegnum Skokie, Illinois, þorp þar sem margir fyrrum eftirlifendur helförarinnar bjuggu. (Þrátt fyrir að nasistarnir sigruðu fyrir rétti, fór gangan aldrei fram.)

Eins og FIRE hefur útskýrt margoft áður, missir tal fullorðinna sem frjálsra borgara ekki vernd fyrstu breytingar vegna þess að það er talið hatursfullt. Þetta er vegna þess að hatursorðræða er í sjálfu sér vernduð orðræða, sérstaklega þegar fullorðið fólk talar sín á milli.

Hvenær missir hatursorðræða vernd fyrstu viðauka stjórnaskránna?

Ekki er öll hatursorðræða vernduð af fyrstu breytingunni, þar sem hatursfull tjáning getur fallið undir ákveðna, þrönga flokka óvarins máls eins og:

1) Hvatning til yfirvofandi löglausra aðgerða;
2) Tal sem ógnar eða hvetur til alvarlegra líkamsmeiðinga (sönnuð ógn); eða
3) Tal sem veldur tafarlausri friðarrof (bardagaorð).

Ef hatursfull orðræða fellur undir einn af þessum óvörðu flokkum, þá er hún ekki vernduð af fyrstu breytingunni. Ef hún fellur utan þessara flokka, þá mun ræðan vera áfram vernduð af fyrstu breytingunni í flestum samhengi, með handfylli af öðrum þröngu undantekningum fyrir opinbera starfsmenn og stofnanir.

Til dæmis getur opinber vinnuveitandi agað opinberan starfsmann, eins og lögreglumann eða slökkviliðsmann, sem varpar kynþáttafordómum á borgara meðan hann er á vakt. Sömuleiðis getur embættismaður í opinberum grunnskóla refsað nemanda fyrir að öskra illkvittnislega kynþáttaníð á annan nemanda á ganginum. Embættismenn hjá K-12 stofnunum geta með rökum talið að slíkt tal myndi valda efnislegri og verulegri röskun á skólastarfi og trufla réttindi annarra.

Effectus est ergo: Allt sem stofnar lífi og limum eða samfélagfriði í hættu, nýtur ekki verndar stjórnarskráinnar. Hatursorð og bölv skipta engu máli samkvæmt stjórnarskráinnar.

Vandræðin við að stjórna hatursorðræðu

Fyrsta breytingin veitir mesta vernd fyrir pólitísku tali, bannar mismunun á málflutningi á grundvelli mismunandi sjónarmiða (að fólk geti ekki bannað annað fólk að tjá skoðun sína sem fer í bága við þess eigin) og bannar almennt setningu óljósra eða víðtækra laga sem hafa áhrif á málfrelsi. Lög mega ekki sópa of vítt og verða að skilgreina lykilhugtök þannig að ræðumenn viti hvenær mál þeirra fer yfir strikið í ólögmæti. Þetta virðist forsætisráðherrann ekki skilja og greinilegt er að hún hefur ekki íhuga vandlega hvað hún er að leggja til.

Effectus est ergo: Ómögulegt er að finna mörkin hvar haturorðræðan liggur, ekki má byggja á tilfinningu, heldur skilgreinum hugtökum.

---

Margir vísir menn hafa í gegnum árþúsundin varið málfrelsið, stundum misst frelsi sínu eða lífi.

Hér ætla ég að vísa í fræg ummæli þeirra um réttinn til tjáningarfrelsi:

Socrates: "Fólk krefst málfrelsis til að bæta upp hugsunarfrelsið sem það forðast."

S.G. Tallentyre, Vinir Voltaire: „Ég hafna því sem þú segir, en ég mun verja rétt þinn til dauða til að segja það."

George Washington: „Ef tjáningarfrelsið er afnumið, þá gætum við, mállaus og þögul, verið leidd eins og sauðir til slátrunar."

Benjamin Franklin: „Sá sem vill kollvarpa frelsi þjóðar verður að byrja á því að hamla málfrelsinu."

Soren Kierkegaard: "Fólk krefst málfrelsis sem bætur fyrir hugsunarfrelsið sem það notar sjaldan."

Winston Churchill: "Allir eru hlynntir málfrelsi. Það líður varla sá dagur án þess að það sé lofað, en hugmynd sumra um það er sú að þeim sé frjálst að segja það sem þeim sýnist, en ef einhver annar segir eitthvað til baka er það hneykslan."

Noam Chomsky: "Ef við trúum ekki á tjáningarfrelsi fyrir fólk sem við fyrirlítum, þá trúum við alls ekki á það."

Jordan B. Peterson: "Til þess að geta hugsað þarftu að hætta á að vera móðgandi."

Að lokum, allar tækniframfarir og framfarir í hugsun byggist á málfrelsinu. Engin tilviljun að vestræn ríki sigra alltaf einræðisríkin hvað varðar framfarir á öllum sviðum. Frjáls hugsun byggist á málfrelsi (frjálst tal), skoðanafrelsi(frjálsa hugsun), félagafrelsi og fundafrelsi (samkoma hvers konar). 

Svo er prentfrelsi sem er hluti af málfrelsinu og skoðanafrelsi. Mér sýnist það verið að vega að bæði málfrelsinu og skoðanafrelsinu í þessu samfélagi.

Lengi lifi málfrelsið!

 

 

 

 

 

 

 


Lífs reglurnar fjórtán fyrir vælu (woke) kynslóðina

Þessar reglur voru upphaflega settar fram af Charles Sykes í bók sinni "Dumbing Down America". Oftast birtast þær með ellefu reglum en eftir eru þrjár sem upphaflegi höfundurinn hafði skrifað. Þær hafa flogið um netið og kenndar við Bill Gates sem notaði þær sjálfur við fyrirlestrahald sitt.

Bill Gates hélt fyrirlestur fyrir unglinga í gagnfræðaskóla í Bandaríkjunum fyrir rúmum áratugi síðan. Hann talaði um reglurnar 11 sem þau hafa ekki og munu ekki læra um í skólanum. Hann talaði um agaleysi og nýjar áherslur í kennsluaðferðum sem munu skila nýrri kynslóð út í þjóðfélagið, dæmdar til að mistakast.

Regla 1: Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því.

Regla 2: Veröldinni er sama um þitt sjálfsálit. Allir ætlast til að þú áorkar einhverju áður en þú ferð að vera ánægð/ur með sjálfa/n þig.

Regla 3: Þú munt ekki þéna 4 milljónir dollara á ári strax þegar þú útskrifast úr skóla og þú verður ekki framkvæmdastjóri fyrr en þú hefur unnið fyrir því.

Regla 4: Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu þangað til að þú færð yfirmann.

Regla 5: Að snúa hamborgurum á skyndibitastað er ekki fyrir neðan þína virðingu. Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það að snúa hamborgurum. Þau kölluðu það TÆKIFÆRI.

Regla 6: Ef þú klúðrar, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna svo hættu að væla og lærðu af mistökunum.

Regla 7: Áður en þú fæddist þá voru foreldrar þínir ekki svona leiðinleg eins og þau eru núna. Þau urðu svona eftir að hafa borgað fyrir uppeldi þitt, þvo fötin þín, þrífa til draslið eftir þig og hlusta á hvað þú ert COOL og þau eru hallærisleg. Svo áður en þú og vinir þínir bjarga regnskógunum og leysið heimsmálin, reyndu þá að taka til og koma reglu á herbergið þitt.

Regla 8: Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og tapara en lífið gerir það EKKI. Í sumum skólum er hægt að taka sama prófið aftur og aftur. Þannig er þetta ekki úti í atvinnulífinu.

Regla 9: Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki hafa frí öll sumur. Mjög fáir samstarfsmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að "finna sjálfan þig". Gerðu það í þínum eigin tíma!

Regla 10: Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna.

Regla 11: Vertu NICE við nördana í skólanum, það endar mjög líklega með því að þú þarft að vinna hjá einhverjum þeirra. THAT'S LIFE.

Regla nr. 12: Reykingar láta þig ekki líta vel út. Það lætur þig líta út fyrir að vera vitlaus. Næst þegar þú ert úti að sigla skaltu horfa á 11 ára strák með rassinn í munninum. Svona lítur þú út fyrir alla eldri en 20. Sama fyrir að "tjá þig" með fjólubláu hári og/eða gatuðum líkamshlutum.
 
Regla nr. 13: Þú ert ekki ódauðlegur. (Sjá reglu nr. 12.) Ef þú hefur á tilfinningunni að það sé rómantískt að lifa hratt, deyja ungur og skilja eftir fallegt lík, hefur þú greinilega ekki séð einn jafnaldra þinn við stofuhita undanfarið.
 
Regla nr. 14: Njóttu þessa á meðan þú getur. Vissulega eru foreldrar sársaukafullir, skólinn er erfiður og lífið er niðurdrepandi. En einhvern tíma muntu átta þig á því hversu yndislegt það var að vera krakki. Kannski þú ættir að byrja núna. Verði þér að góðu.

 


Um greinina "Varnarstefna fyrir Ísland?"

Það er allt í einu komin hreyfing á umræðuna um varnarmál Íslands. Friðrik Jónsson skrifar um þetta í Vísir, sjá slóðina: Varnarstefna fyrir Ísland?

Hann segir eftirfarandi: "Grunnvandinn er kannski sá að eiginleg varnarstefna fyrir Ísland hefur aldrei verið formfest umfram það sem segir í þjóðaröryggisstefnunni „Að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands...“ og „Að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 tryggi áfram varnir Íslands ...“.

Hér má úr bæta og tímabært að unnin verði sérstök varnarstefna fyrir Ísland byggð á þeim forsendum sem fram koma í þjóðaröryggisstefnunni og í ljósi breyttra aðstæðna. Varnarstefna sem leggi grunn að og skýri markmið, stjórnsýslulegt fyrirkomulag, framkvæmd, ábyrgð og fjármögnun varna Íslands. Sú stefna verði hluti af þjóðaröryggisstefnu og uppfærð með reglubundnum hætti."

En hvað er Friðrik að segja á mannamáli? Hér er Friðrik í raun að tala um hermálapólitík (en þar sem við eigum engan her, verður þetta hér varnarmálapólitík). Burtséð frá pólitík, þá er þörf á fræðilegum og stofnanalegum grundvelli til að framfylgja slíka pólitík. Þar kemur inn stofnun eða ráðuneyti, ekki vanbúin skrifstofa í Utanríkisráðuneytinu en varnarmál eru bæði innanlands- og utanríkismál í samhengi stofnana ríkisins.

 

 


Ísland hefur verið peð í skák stórvelda síðan 1940 - Hernaðarlegt mikilvægi landsins aldrei meira

Einn ágætur bloggvinur minn kom með þá hugmynd að best væri fyrir okkur að taka upp hlutleysið aftur. Þess væri óskandi að það væri hægt og alveg í samræmi við óskir mínar. En því miður er raunveruleikinn annar.

Strax í Napóleon-stríðunum og árið 1809 var landið tekið herskyldi af reyfara og upphlaupsmanni með fámennum hópi manna. Nútímamaðurinn hlær kannski að Jörundi hundadagkonungi en þetta var ekki grín í augum samtímamanna. Svo kom 99 ára Evrópufriður frá 1815 til 1914. Ekkert reyndi á hernargildi Íslands.

Stríðið mikla í fyrri heimsstyjöld hafði gífurleg áhrif á landið og stríðsbröltið barst loks alla leið til hið "afskekkta" Íslands 1940. Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins.

Við reyndum hlutleysisleiðina þegar við fengum fullvelið 1918 (vorum eftir sem áður óformlega undir verndarvæng Dana) en Bretar höfðu það að engu og völtuðu yfir okkur 1940, rétt á undan herjum Hitlers (Íkarus áætlunin). Báðir stríðsaðilar urðu að reyna að taka landið og kapphlaup var í gangi.

Hugsa sér ef Þjóðverjar hefði gert út kafbáta sína frá Íslandi. Orrustan um Atlandshafið hefði kannski tapast eða a.m.k. seinkað lok stríðsins. Sovétmenn ekki fengið vopn og vörur með skipalestum frá Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi og kafbátarnir lokað á allar aðflutningsleiðir frá BNA til Bretlands. Það hefði sorðið að Bretum en það sem verra væri, barist hefði verið á landi á Íslandi, ekki bara hafinu í kring. Mannfall meðal Íslendinga óhjákvæmilegt. Nóg var samt mannfallið á hafinu í kringum Ísland.

Engin Normandy innrás yfir Ermasundið, því að Rússland væri búið að taka Þýskaland og rauði herinn rúllað með skriðdreka sína alla leið til Atlantshafsstrandar Frakklands 1945. Stalín hefði ekki haldið sammningum við Bandamenn (eða mætt á fund til að ræða skiptingu Evrópu með samningi), með alla Evrópu að fótum sér. Enginn samningur og engin skipting.

En sennilega hefðu Bandaríkjamenn tekið Ísland í stað Breta en það hefði verið ári seinna, 1941 þegar þeir hófu þátttöku í styrjöldinni. Hefði Normandy innrásin seinkað um ár? Og komið of seint? Júní 1945 hefði verið of seint fyrir Engilsaxa að fara yfir Ermasundið. Já, Ísland (lega landsins) spilaði stórri rullu í gangi stríðsins í Evrópu.

Og landið mun gera það í öllum framtíðaráformum stórveldanna. Við fáum hreinlega ekki að vera í friði, hvorki fyrir Könunum eða Rússum (eða Bretum), ef þeir fara í stríð. Barist verður um "flugmóðuskipið" í Norður-Atlantshafinu og reynt að halda GIUK hliðunum opnum.

En við getum haldið útlenskum herjum í burtu sem og hryðjuverkalýði, a.m.k. á friðartímum ef við tökum að okkur eigin varnir. Erum við ekki fullvalda ríki? Það þýðir að við tökum að okkur eigin varnir með NATÓ sem bakhjarli.


Um stofnun Varnarmálaráðuneyti

Baldur Þórhallson hefur hafið á ný umræðuna um varnarmál Íslands. Almenn umræða um málaflokkinn hefur aldrei verið beisins síðan ég hóf þátttöku í henni fyrir rúmum tuttugu árum. 

Baldur er á sömu skoðun og ég að algjör sofandaháttur er gagnvart málaflokknum á Íslandi. Það geysar stríð í túnfæti Evrópu, hætta er á að nýtt stríð hefjist í Kósovó og varnargeta Evrópu í algjöru lágmarki.  Evrópuþjóðir eiga ekki einu sinni skotfæri í byssur sínar. Þjóðverjinn segist eiga skotfæri sem duga í tvo daga ef til innrásar Rússa kæmi!

Eyjan Ísland er eitt stórt skotmark í Norður-Atlantshafi og við þurfum ekki að velkjast í vafa um að það verður ráðist á landið ef til stríðs kemur. Allt kalda stríðið voru kjarnorkuvopn beind að landinu og á Keflavíkurflugvöll. Hvernig er þetta núna í dag?

Baldur kemur inn á marga góða punkta sem ég hef sjálfur vakið athygli á í gegnum tíðina. En meginspurningin er, hvers vegna er þetta skeytingarleysi?  Baldur telur upp fjögur atriði (tekið af Facebook síðu hans):

"Fernt gæti skýrt þetta skeytingarleysi.
 
Í fyrsta lagi virðist það vera tengt þeim aldagamla hugsunarhætti ,,þetta reddast“.
 
Í öðru lagi tengist þetta líklega útvistun öryggis- og varnarmála til bandalagsþjóða okkar sem hafa ekki einungist séð um varnir landsins heldur gengdu þar til nýlega lykilhlutverki í að bjarga íslenskum sjómönnum. Ráðamenn hafa talað digurbarkarlega áratugum saman um ýmsa þætti öryggimála eins og matvælaöryggi en lítið sem ekkert aðhafst. Við útvistum enn stefnumótun í varnarmálum til bandalagsríkja okkar. Það kemur glöggt fram í svörum ráðamanna þegar þeir eru spurðir að því hvort að ekki þurfi að auka varnarviðbúnað á öryggissvæðinu í Keflavík en þá vísa þeir iðulega til þess hvort að beiðnir um það hafi komið erlendis frá.
 
Í þriðja lagi þá hefur verið ríkjandi tepruskapur í umræðunni um hefðbundnar varnir landsins á síðustu árum. Ráðamenn veigra sér við að rökræða á hispurslausan hátt um hvort að efla þurfi varnir landsins. Líklega eru menn og konur brenndar eftir orrahríðina um aðildina að NATO og herstöðina á tímum kalda stríðsins. En einnig setur samsetning núverandi ríkisstjórnar strik í reikninginn. Flestir helstu talsmenn vestræns varnarsamstarfs halda aftur að sér í umræðunni og það gera einnig málsvarar Íslands úr NATO.
 
Í fjórða lagi virðast stefna núverandi ríkisstjórnar í öryggis- og varnamálum markast í meira mæli en oft áður af stefnu Vinstri grænna. Þjóðaröryggisstefnunni sem byggir meðal annars á aðildinni að NATO og varnarsamstarfi við Bandaríkin er vissulega fylgt en ekki hefur verið brugðist við gjörbreyttu landslagi varnarmála eins og helstu bandalagsríki Íslands hafa gert. Þetta kemur skýrast fram í þingsályktunartillögu forsætisráðherra um breytingar á þjóðaröryggisstefnunni og skýrslu þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. En forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs."

 

Baldur talar um þyrnirósasvefn sem staðið hefur í 100 ár. Íslendingar hafa borið ábyrgð á eigin vörnum síðan 1918. Ábyrgðinni hefur alltaf verið velt yfir á vinaþjóðir allan þennan tíma.

Svo er það praktísk atriði, hvers konar varnir viljum við hafa? Hvar eru áherslurnar? Loftvarnir? Sjóvarnir eða landvarnir? Bandaríkjamenn hafa í raun tekið þessa ákvörðun fyrir okkur en hér eru starfræktar fjórar ratsjárstöðvar. Kafbátaleit er stunduð frá landinu en þetta eru hagsmunir NATÓ, ekki endilega Íslendinga. Hvaða viðbragð höfum við ef lítill hryðjuverkahópur (gæti verið glæpahópur) fer af stað og veldur ursla? Þurfum við ekki sérsveitir til að fást við slíka hópa? Ekki getum við kallað til bandaríska dáta til skikka til í hreinu innanlandsmáli.

Svo er varnarbúnaðurinn. Baldur segir: "Í sjöunda lagi er ekkert fjallað um hvaða viðbúnað best er að hafa hér á landi. Vilja stjórnvöld leggja áherslu á loftrýmisgæslu, kafbátaleit, varnarlið, eldflaugavarnarkerfi eða stýriflaugar svo fátt eitt sé nefnt? Þurfa íslensk stjórnvöld ekki að móta stefnu hvaða varnarviðbúnað þau vilja helst hafa á landinu og taka í kjölfarið upp samtal við bandalagsríki um hvernig hægt er að koma þeim viðbúnaði fyrir?"

Við Íslendingar erum heppnir að hafa bandamenn sem segjast vera reiðubúnir að koma landinu til aðstoðar á hættutímum. En geta þeir það? Það eru ekki bara Þjóðverjar sem eru skotfæralausir, allar aðrar þjóðir NATÓ eiga við sama vanda að stríða.

Til er máltækið hátt hreykir heimskur sér og getur það á við um Ísland sé herlaust land og Íslendingar séu stoltir af því. Í fyrsta lagi er það heimskulegt að hreykja sig af varnarleysi (grundvallarhlutverk ríkis er að vernda borgara fyrir innri og ytri hættum) og í öðru lagi er Ísland ekki herlaust. Það eru bara aðrir dátar en íslenskir og herir sem verja landið.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband