Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Getum ekki tryggt hernaðarlega mikilvæg mannvirki

„Hvað ætla ís­lensk stjórn­völd að gera ef við verðum fyr­ir óvæntri eða fyr­ir­vara­lausri árás, get­ur verið hermd­ar- eða hryðju­verk eða eitt­hvað annað verra, sem ger­ir það að verk­um að við veðrum að tryggja hernaðarlega mik­il­væg mann­virki þannig að við get­um fengið liðsauka og hjálp?“

Þess­ar­ar spurn­ing­ar spyr Arn­ór Sig­ur­jóns­son, fyrr­um her­mála­full­trúi Íslands hjá NATO og skrif­stofu­stjóri í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í viðtali í Dag­mál­um. Hann skef­ur ekki utan af hlut­un­um þegar hann lýs­ir stöðunni eins og hún blas­ir við hon­um.

„Staða okk­ar í dag er sú að við höf­um enga getu til þess í ein­hvern ákveðinn tíma.“

Slóð: Getum ekki tryggt hernaðarlega mikilvæg mannvirki

Fleiri en hann sem hafa bent á þessar hættur, svo sem ég og Baldur Þórhallsson.

Eins og ég hef rakið áður, myndi árás á Ísland fyrst og fremst beinast að Suður-Íslandi, sérstaklega Suðurnes og Suðvesturhornið (höfuðborgarsvæðið). Það sannaði áherslur Breta og Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, báðir aðilar einbeittu sér að vörnum eða árásum fyrir þetta svæði.

En það eru fleiri skotmörk en Keflavíkurflugvöllur og höfuðborgarsvæðið. Óvinaríki (ekki endilega Rússland, gæti verið Kína), myndu einbeita sér innviðum og orkumannvirkjum og af þeim eigum við nóg. Ímyndum okkur ef Kárahnjúkavirkjun yrði sprengd í loft upp. Hvaða varnir eru þar í dag? Einn eða tveir starfsmenn á vakt. Tjónið yrði óbærilegt. Flugvellir og hafnir og ratsjárstöðvarnar fjóru yrðu skotmörk.  Sérsveitir / hemdarverkasveitir yrðu sendar á þessa staði til að valda eyðilegggingu.

Koma þá ekki Bandaríkjamenn ekki þá til varnar? Nei, ekkert herlið er frá þeim að staðaldri á Íslandi. Þeir sem þekkja til hermála, þá er herflutningar á liði og búnaði mikið verk og hefur alltaf verið síðastliðin 4 þúsundar ára sögu "nútímahernaðar"  (formlegs hers).

Til staðar verður að vera herlið / heimavarnarlið / varnarlið/ öryggissveitir (hvaða nafn við viljum kalla sveitirnar), sem þekkja staðhætti og eru til staðar ef til árásar kemur, hvort sem það er frá hryðjuverkamönnum eða erlendu herliði.

Smáher eins og Arnór Sigurjónsson vill koma á fót (1000 manna her) - herfylki (e. battalion) er mjög góð stærð en rausnarskapur íslenskra stjórnvalda (níska) ríður ekki einteymingi. Því held ég að undirfylki (200 manna lið) sé raunsæjara fyrsta skref. Það er ígildis elítusveitar eins og SAS eða Navy seal (10 sveitir eða 2000 manna lið), Útlendingahersveita Frakka (8000 manns) eða Army Rangers. Átök Vesturlanda hafa ávallt byrjað með notkun þessara sveita sem fyrsta skref.

Hversu fjarstæðukennt er þessi atburðarrás? Við höfum aldrei verið eins nálægt þriðju heimsstyrjöldinni og í dag, síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Um það eru hernaðarfræðingar sammála.

Það eru meira segja miklar líkur á Asíustyrjöld (sumir áætla hana um 2027) milli Bandaríkjanna og Kína. Og hvar standa Íslendingar þá? Bandaríkjaher MUN EKKI hafa mannskap til að verja Ísland (eins og 2006 sýndi fram á), við verðum látin sitja á hakanum enda HUGSA bandarískir hershöfðingjar út frá bandarískum hagsmunum, ekki íslenskum.

Varnir Íslands frá sjónarhorni Bandaríkjanna er að Ísland er í GIUK hliðinu og varnirnar snúast um að koma í veg fyrir að rússneskir kafbátar komist úr Norður-Atlandshafinu í Atlantshafið sjálft og geti gert árás á Bandaríkin sjálf. Ísland sjálft er hliðarskemmd (collegteral damages).

Það er a.m.k. lágmark að Íslendingar hafi þekkingu á hernaðarfræði og sérfræðinga til staðar. Svo við getu tekið upplýstar ákvarðanir út frá hagsmunum Íslendinga.

Endurreisn Varnarmálastofnun Íslands væri í raun allra fyrsta skrefið og lágmarkskref. Ekki að senda meiri pening til höfuðstöðva NATÓ í Evrópu eins og íslenskir stjórnmálamenn vilja bara gera.

 

 

 

 

 

 

 


Kommúnisminn – öðru nafni sósíalismi lifir enn góðu lífi

Það er næsta óskiljanlegt að fólk á Vesturlöndum skuli enn kenna sig við sósíalisma og vera stolt af. Til er Sósíalisaflokkur Íslands með uppgjafa kapitalista við stjórnvöl. Og svo höfum við Samfylkinguna sem telur sig vera sósíaldemókrata og Vinstri græna, sem er n.k. samsuða úr sósíalistaflokki og græningjaflokki.

Það er eins og kommúnisminn eigi níu líf eins og kötturinn. Hvers vegna kommúnisminn fór ekki á ruslahauga sögunnar 1991 er undrunarefni. Það kann þó að leynast skýring en hún er að kommúnistar unnu seinni heimsstyrjöldina og heimveldi þeirra stóð frá 1945-1991 óskorðað. Aldrei var hægt að koma með uppgjör við fortíðina, því að hver vill egna kjarnorkuveldið Sovétríkin og draga það til ábyrgðar? Eftir 1991 var fólk upptekið við uppbyggingu eftir áratuga óstjórn kommúnista og allir héldu að kommúnisminn væri dauður. Ekkert uppgjör væri nauðsynlegt.

En hörðustu kommúnistarnir á Vesturlöndum urðu að horfast í augun við fortíðina á kaldstríðs tímanum og viðurkenna að Stalín og co., sem og Maó hafi ekki verið neinir englar og stefna þeirra hafi mistekist. Fjöldafylgið fór af smá saman (sérstaklega eftir ræðu Krúsjef) og verkalýðurinn kaus sósíaldemókrata.

Laumu kommannir leyndust þó enn í háskólasamfélagi Vesturlanda, menn sem lifðu áfram í úttópískum heimi sósíalismans en nú átti að skýra krógann upp á nýtt. Til var ný-marximinn, hulinn almenningi augum, og var þó öllum sýnilegur ef menn vildu sjá. Í kyrrþey hafa þeir, laumu sósíalista prófessorarnir í mannvísindadeildum háskólanna, haldið áfram boðskapnum en nú með nýjum hugtökum.

Ég hef fjallað áður um vökuisma (e. wokism) sem ný-marxisminn gat af sér og fer ekki nánar út í það aftur. Í stað vondu kapitalistanna, eru komnir kúgararnir, og í stað verkamanna eru komnir hinu kúguðu, oftast í formi örminnihluta, því að flestir minnihlutahópar hafa fengið sín réttindi á 7. og 8. áratugnum. Vissi t.d. einhver hvað trans var fyrir tíu árum?

En stöðugt koma fram nýjar kynslóðir sem fá enga fræðslu um kommúnismann.  Af hverju er ekki verið að kenna börnunum okkar sannleikann um banvænustu hugmyndafræði sem heimurinn hefur þekkt? Enda eiga nemendur skilið að vita staðreyndir um kommúnisma, bæði hrottalega sögu hans og áframhaldandi kúgun þeirra sem enn búa undir slíkum stjórnum.

Kommúnismi varð til á 19. öld sem pólitísk, samfélagsleg og efnahagsleg hugmyndafræði. Karl Marx setti í kommúnistaávarpi sínu þau markmið og ráðstafanir sem nauðsynlegar voru til að ná fram kommúnisma sem innihéldu afnám einkaeignar, afnám erfðaréttar, stofnun stéttlauss samfélags og miðstýringu valds í höndum ríkisins. Það kallaði einnig sérstaklega á eyðileggingu allra þátta gamla kerfisins með ofbeldi og byltingu.

Hingað til hafa meira en 100 milljónir manna verið drepnir af kommúnistastjórnum um allan heim í löngun þeirra til að ná fram þessari útópísku fantasíu.

Fyrsta tilraunin til að koma kommúnisma á laggirnar í heilu ríki átti sér stað í Rússlandi árið 1917, þegar upphaflegt loforð Vladímírs Leníns um frið, land og brauð breyttist fljótt í hryðjuverk, hópvæðingu (múgstjórnun og múgkúgun), hungursneyð og borgarastyrjöld sem leiddi til dauða næstum 7 milljóna manna. Hlutirnir versnuðu aðeins undir Jósef Stalín sem drap allt að 20 milljónir Sovétmanna. Þeir sem voru andvígir eða stóðu gegn þessu grimma stjórnkerfi voru sendir í Gúlag – kerfi nauðungarvinnubúða – eða voru teknir af lífi. Margir reyndu að flýja; flestar tilraunir voru árangurslausar.

Milljónir saklausra sem haldið var í haldi bak við járntjaldið í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, líkt og sovéskir starfsbræður þeirra, lifðu leynilegu lífi, óttaslegnir um að vera tilkynntir af nágrönnum sínum og refsað af hryðjuverka öryggisþjónustum stjórnvalda. Þessi hversdagslega ótti bættist við matarskömmtun, lélega læknishjálp og áróður og innrætingu, auk skorts á nauðsynjum. Þetta minnir á skáldsöguna 1984 eftir George Orwell.

Sovétríkin hrundu árið 1991 en kommúnisminn ekki. Í dag lifir fimmtungur mannkyns enn undir stjórn hans. Hann lifir í Norður-Kóreu, Venúsúela, Víetnam, Kína og Kúbu. Í öllum þessum ríkjum ríkir fámennisstjórnir, þar sem ekkert lýðræði ríkir og kúgun er daglegt líf.

En það sem kannski vekur meiri undrun er að í lýðræðisríkjum Vesturlanda, skuli enn vera til boðberar kúgunar og ófrelsis. Forsprakarnir eru menntamenn sem eiga að vita betur. Þessir mennamenn eru að kenna kynslóðir eftir kynslóðir ungra Vesturlandabúa sem eiga að heita menntafólk sjálf, með breyttu orðalagi en jafn áhrifaríku og hjá gömlu kommúnistunum.


Milton Friedman um verðbólgu

Frægt var hvað Milton Friedman sagði: „Verðbólga er alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, í þeim skilningi að hún er og er aðeins hægt að framleiða með hraðari aukningu á magni peninga en framleiðslu. Auðvitað vitum við öll að forgangsröðun ríkisútgjalda er drifkraftur peningamagnsins og ríkið eyðir oftar en ekki of miklu."

Þegar fer saman lágs atvinnuleysis og lágrar verðbólgu hefur það vakið undrun hagfræðinga, sem trúa venjulega á samhengi milli atvinnuleysis og verðbólgu - að minnsta kosti til skamms tíma litið. Þegar öllu er á botninn hvolft þýðir lítið atvinnuleysi að fyrirtæki þurfa að keppa um starfsmenn, sem þau gera með því að hækka laun. Hækkandi laun ýta undir verðbólgu.

Samband verðbólgu og atvinnuleysis er þekkt sem Phillips-kúrfan, en hún hefur ekki verið áreiðanleg spá um verðbólgu undanfarna áratugi. 

Umræða um verðbólgu og atvinnuleysi er ekkert nýtt. Allt frá 1950 hafa hagfræðingar reynt að skilja nákvæmlega samband þessara tveggja hugtaka. Milton Friedman hélt því fram að hagkerfið myndi alltaf leita aftur í eðlilegt atvinnuleysi. Hann skilgreindi náttúrulegt hlutfall sem lágmarksatvinnuleysi sem samrýmist stöðugri verðbólgu, eins og hún ræðst af uppbyggingu vinnumarkaðarins.

Rök hans voru að í gegnum 1950 og fram á 1960 áratug glímdu menn beinlínis við þá hugmynd að verðbólga gæti haft undirliggjandi kostnaðarþvingandi vídd, þó Friedman hafnaði hugmyndinni um skipulagslega kostnaðarverðbólgu sérstaklega vegna valds verkalýðsfélaga.

Peningafræðikenningin (e. The monetarist theory, eins og Milton Friedman hefur gert fræga, fullyrðir að peningamagn sé aðal þátturinn í því að ákvarða verðbólgu / verðhjöðnun í hagkerfi. Samkvæmt kenningunni er peningastefnan mun áhrifaríkara tæki en ríkisfjármálin til að örva hagkerfið eða hægja á verðbólgu. 

Erum við sammála þessu? Fyrir Friedman var verðbólga aldrei kostnaðar- eða gengishækkunaráhrif, heldur þjóðlegt fyrirbæri sem stafaði af peningastefnunni. Að lokum sagði Friedman að verðbólga væri alltaf framleidd af miklum opinberum útgjöldum og auknu peningamagni. Þessu er ég sammála, miðað við ástandið á Íslandi í dag. Ekkert hámarksþak er á útgjöldum ríkisvaldsins (eða lög gegn að ríkissjóður sé rekinn með halla sem myndi setja gífurlegt aðhald á ríkisvaldið). Veit ekki hvort að peningamagnið í umferð sé of mikið, en þennsla í framkvæmdum hið opinbera og einkageirans, í byggðingariðnaðinum t.a.m. hefur verið of mikil sem og einkaneyðslu almennings. 

En nú er búið að slá á einkaneyðslu almennings, hann hefur t.d. ekki efni á að kaupa sér húsnæði né bíla og í erfiðleikum með matarinnkaup.

En Seðlabanki Íslands getur ekki haldið aftur af ríkisgjöldin með óábyrga ríkisstjórn við stjórnvölinn en spurningin er hvort hann geti stöðvað þennsluna í atvinnulífinu? Hvað með þrjá undirstöðu atvinnuvegi Íslands? Það er t.d. ekki hægt að stöðva komu ferðamanna til landsins sem knýr þennsluna í ferðamannaiðnaðinum (fjárfestingar og eftirspurn eftir vinnuafl), né þennsluna í sjávarútvegi (aðallega í fiskeldi sem gríðarleg)eða eftirspurninga eftir málma (aðallega ál) frá Íslandi.

 

https://fb.watch/jszF4p7rL1/


Utanríkisráðherra vorr úti á túni

Utanríkisráðherra vor hefur gert megin mistök smáríkis og það er að stíg beint inn í stórveldispólitíkina með beinum og áhreifanlegum hætti. Og það meiri segja að taka þátt í hernaðinum með sendingu hergagna beint til Úkraníu. 

„Við brugðumst við í krafti stærðar þjóðar­inn­ar,“ sagði Þór­dís Kol­brún í viðtali við Morgunblaðið.

„Stjórn­völd borguðu fyr­ir flutn­ing her­gagna til Úkraínu. Þarna gát­um við gert eitt­hvað sem skipti máli. Þetta voru ekki skriðdrek­ar en þessu þurfti á að halda.“

Íslensk stjórn­völd báru kostnað af og sáu um flutn­inga á her­gögn­um milli Evr­ópu­ríkja og Úkraínu, en Þór­dís Kol­brún lagði þá til­lögu fram í fyrra að Ísland sem herlaust ríki gæti lagt land­inu lið hernaðarlega á þenn­an hátt.

„Við vor­um að hjálpa venju­legu fólki sem neydd­ust til að breyt­ast í hetj­ur til að verj­ast árás­um Rússa.“

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/22/russneski_floti_thid_megid_fokka_ykkur/

Það er mikil þversögn að neita að taka upp íslenskan her en á sama tíma að taka beinan þátt í stríði. Smáríki eiga að sjálfum sér nær og ef þau vilja vera peð í stórveldisskákinni, þá einungis til að miðla málum og vera sáttasemjari.

Lít­ur á þjóðarör­ygg­is­stefnu eins og stjórn­ar­skrá

Varðandi gild­andi þjóðarör­ygg­is­stefnu Íslands sagði Þór­dís Kol­brún endi­lega mega end­ur­skoða hana og að hún taki þeirri umræðu fagn­andi.

Margt komi til greina en að fyrst og fremst beri okk­ur skylda til að virða og rækta alþjóðasam­bönd okk­ar og vera verðugir banda­menn NATO og Banda­ríkj­anna, sem veiti Íslandi her­vernd.

Þór­dís kvaðst hins veg­ar líta á þjóðarör­ygg­is­stefnu Íslands eins og stjórn­ar­skrá.

Sjá slóð: Þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland (m.áo.br)

„Hún er stóru lín­urn­ar yfir grund­vall­ar­atriði. Svo er allt hitt. Það get­ur allt átt heima und­ir þeim lín­um.“

Hér er annað dæmi um vanhæfni stjórnvalda og skilningsleysi á hvað þjóðaröryggi er. Hvernig er hægt að leggja þjóðaröryggisstefnu á borðið en ekki koma með hernaðarlegar skýringar á varnarstefnu landsins? Það er bara ekki hægt en það er hægt á Íslandi greinilega.

Í 60 bls. skýrslu um varnarmál Íslands 2022-23,  "Skýrsla um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum", eru skrifaðar 5 bls. um varnir landsins. Sjá kaflaheiti hér að neðan.

3. Hernaðarlegir þættir, fjölþáttaógnir og varnarmannvirki 8.

4. Öryggi landhelgi og landamæra 11-13.

Ef rýnt er í innihaldið, þá er það rýrt, aðeins farið í stöðu mála og frasar fram bornir um að tryggja eigi öryggi um þetta eða hitt (aðallega netöryggi). Engin stefnumótun, framtíðarsýn eða talað um hvernig við getum tryggt raunverulegar varnir landsins í breyttum heimi. Að henda 2 milljörðum króna til Úkraníu er ekki í þágu varna Íslands.  Ísland heldur áfram að vera veikasti hlekkurinn í vörnum NATÓ.

Sjá slóð: Þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland (m.áo.br)

Svo ber ekki að taka of mikið mark á orðum Arnórs Sigurjónssonar að við Íslendingar ættum að leggja 2% vergrar þjóðarframleiðslu í varnarmál. Hann skemmdi fyrir sér að ræða þann þátt við níska Íslendinga. Fá NATÓ-ríki gera það í raun, eru  í kringum 1-1,5%. Við leggjum fram rúma 3 milljarða kr. í varnarmál, gætum auðveldlega hækkað okkur upp í 10 milljarða kr. og fyrir þann pening er hægt að gera margt.

Við eigum að sníða okkur stakk eftir vexti, til dæmis að endurskilgreina hlutverk Landhelgisgæslunnar (að fyrirmynd bandarísku landhelgisgæslunnar sem löggæsla á friðartímum en er herstofnun á ófriðartímum) þannig að skip hennar geti þjónað hernaðarlegu hlutverki eða bæta við 1-2 tundurspillum í flota hennar. Á sama tíma má koma upp undirfylki sérsveita og öflugu þjóðvarðliði (ígildis heimavarnarliðs, það starfa 2 mánuði á ári, sjá Þjóðvarðlið Bandaríkjanna sem er í raun varalið Bandaríkjahers). Setja upp loftvarnarkerfi (eldflaughjúp - Iron Dome á suðurhluta Íslands. Það þarf ekki meira en þetta til að tryggja lágmarksvarnir landsins.


Baráttan um sál Bandaríkjamanna og framtíðarskipan landsins

Það fer ekki framhjá neinum, sem fylgjast reglulega með bandarískum stjórnmálum að hart er barist um gildi og grundvöll Bandaríkjanna. Hófst sú barátta um miðjan 9. áratug 20. aldar og sjá má af því að valdaflokkarnir tveir, repúblikanar og demókratar, hafa ekki getað staðið sameiginlega að lagasetningu nýrra laga síðan þá.

Lengi vel var lítill munur á flokkunum á 20. öldinni, demókratar voru n.k. miðjuflokkur en repúblikanar hægri meginn við miðjuna, n.k. Sjálfstæðisflokkurinn íslenski. En það er ótvírætt að harðsnúnir sósíalistar hafa tekið yfir demókrataflokkinn og byrjaði sú þróun með ríkisstjórn Obama og ótvírætt með ríkisstjórn Bidens. 

Þessi sósíalistar hafa nýjar hugmyndir um bandarískt þjóðfélag. Kíkjum á 10 þeirra:

1) Peningar eru hugarsmíði. Það er hægt að búa þá til úr lausu lofti. Árlegur halli og samanlagðar þjóðarskuldir skipta ekki lengur miklu máli.

Fyrri forsetar voru með mikinn árlegan halla, en að minnsta kosti voru nokkrar eftirgjafir um að peningarnir væru raunverulegir og þyrfti að greiða þá til baka einhvern tímann. Ekki núna. Nú nálgast þjóðarskuldirnar 31 trillónir Bandaríkjadala og 110 prósent af árlegri landsframleiðslu. Sósíalíska elítan trúir að annaðhvort að varanlegir núllvextir geri óviðkomandi skuldbindingu óviðkomandi, eða því stærri sem skuldin er, því líklegra er að Bandaríkjastjórn neyðist til að takast á við nauðsynlega endurdreifingu tekna.

2) Lög eru ekki endilega bindandi lengur. Joe Biden sór eið að „gæta þess að lögin séu framfylgt af trúmennsku." En hann hefur viljandi gert alríkislög um innflytjendamál ógild. Sumir óeirðaseggir eru sóttir til saka fyrir að brjóta alríkislög, aðrir ekki. Handtökur, saksóknir og réttarhöld eru allt í fljótandi formi og eftir hentileikum saksóknara hverju sinni (í demókrataborgum).

Glæpatíðni skiptir ekki endilega máli. Ef einhver er rændur, fyrir líkamsárás eða skotinn má skilja að það sé jafnmikið þolandanum að kenna og gerandanum. Annaðhvort var fórnarlambið of slappt, umhyggjuslaust og viðkvæmt, eða hann ögraði árásarmanninum sínum. Hversu gagnlegur glæpurinn er fyrir stærri dagskrár vinstri manna ræður því hvort fórnarlamb er í raun fórnarlamb og fórnarlambið raunverulega fórnarlamb.

Sjá má þetta af framkomu saksóknarann í New York, sem sækir hart að Donald Trump en lætur ofbeldisfólk sleppa úr fangelsi, það er ekki ákært. Hugmyndafræði ræður því hvenær lög eru enn talin lög. Í raun má tala um lögleysu sumstaðar í Bandaríkjunum sem státuðu sig lengi vel að hafa skilvirkasta réttakerfi heims.

3) Kynþáttahyggja er nú ásættanleg. Bandaríkjamenn voru fyrst og fremst skilgreindir af þjóðerni sínu eða trú, og aðeins í öðru lagi - ef yfirhöfuð - af amerískri samkennd. Skýr útilokun hvítra frá heimavistum háskóla, öruggum rýmum og alríkishjálparáætlunum er nú óumdeild. Það er ósögð endurgreiðsla fyrir meintar skynjaðar fyrri syndir, eða tegund af „góðum“ rasisma. Að vera ranglega kallaður rasisti gerir mann sekari en að kalla einhvern annan rasista ranglega.

4) Innflytjandinn er að mestu leiti taldir æskilegri en sjálfur borgarinn. Nýliðinn, ólíkt gestgjafanum, er ekki blettur af syndum stofnunar og sögu Bandaríkjanna. Flestir borgarar verða að fylgja sóttkvíareglum og félagslegri fjarlægð, halda sig utan skóla og hlýða öllum lögum en svo á ekki við um milljónir ólöglegra innflytjenda. Þeir fara beint inn á kerfi.

Dæmi um þetta er að þeir sem koma ólöglega inn í Bandaríkin þurfa ekki að fylgja svo óþarfa COVID-19 reglum. Börn þeirra ættu að fá strax skóla án þess að hafa áhyggjur af sóttkví. Innflytjendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af ólöglegri komu sinni eða búsetu í Bandaríkjunum. Elíturnar okkar trúa því að ólöglegir aðilar líkist meira „stofnendum“ en löglegum ríkisborgurum.

5) Að mati vinstri sinnaðrar elítunnar ætti að koma fram við flesta Bandaríkjamenn eins og við myndum koma fram við lítil börn. Ekki er hægt að biðja þá um að framvísa skilríki til að kjósa. „Göfugar lygar“ elítunnar um COVID-19 reglur eru nauðsynlegar til að vernda „Neanderdalsmenn“ fyrir sjálfum sér.

6) Hræsni er passé. Dyggðamerki er lifandi. Aðgerðarsinnar um loftslagsbreytingar fljúga á einkaþotum. Stríðsmenn um félagslegt réttlæti búa í lokuðum samfélögum. Margmilljarðamæringar elitistar gefa sig út fyrir að vera fórnarlömb kynjamismuna, kynþáttafordóma og hommahaturs. Elítan þarf þessar undanþágur til að hjálpa hinu hjálparvana. Það er það sem þú segir við minna máttar um hvernig eigi að lifa, ekki hvernig þú sjálfur lifir, sem skiptir máli.

7) Að hunsa eða viðhalda heimilisleysi er æskilegra en að binda enda á það. Það er mannúðlegra að láta þúsundir heimilislausra búa, borða, gera þarfir sínar og neyta fíkniefna á almennum götum og gangstéttum en að gefa grænt ljós á húsnæði á viðráðanlegu verði, lögboða sjúkrahúsvist fyrir geðsjúka og búa til nægjanlegt skjól fyrir almenning.

8) McCarthyismi er góður. Að eyðileggja líf og starfsferil fyrir rangar hugsanir bjargar fleiri mannslífum og störfum að mati woke-ista. Slaufu menning og Twitter harðstjórn veitir nauðsynlegan fælingarmátt. Samfélagsmiðillinn er mannúðlegt, vísindalegt tæki vökunnar (e. wokism).

9) Fáfræði er æskilegri en þekking. Hvorki styttahrinding, né nafnbreyting, né 1619 verkefnið krefjast neinna sannana eða sögulegrar þekkingar. Hetjur fortíðar voru einfaldar hugasmíðar. Grunn-, framhalds- og faggráður endurspegla skilríki, ekki þekkingu. Vörumerkið, ekki það sem skapaði það, skiptir öllu máli.

10) Vaka er hin nýja trú, sem vex hraðar og stærri en kristin trú. Prestdæmi þess er fleiri en prestastéttin og fer með mun meira vald. Silicon Valley er nýja Vatíkanið og Amazon, Apple, Facebook, Google og Twitter eru nýju guðspjöllin.

Bandaríkjamenn óttast þessar reglur í leyni á meðan þeir virðast samþykkja þær opinberlega. Þær gætu samt verið tímabundnar og kallað á viðbrögð. Eða þær eru þegar nær varanlegar og stofnanavæddar.

Svarið ræður því hvort stjórnskipulegt lýðveldi heldur áfram eins og áður var horft til, eða skekkist í eitthvað sem þeir sem stofnuðu það hafa aldrei ímyndað sér.

 

Heimild: Victor Davis Hanson

Slóð: https://tribunecontentagency.com/article/victor-davis-hanson-the-10-radical-new-rules-that-are-changing-america/#:~:text=Victor Davis Hanson%3A The 10 radical new rules,8 8%29 McCarthyism is good. ... More items 


Stríð bændahöfðingja gegn sjávarútvegi fyrri alda og þéttbýlismyndunar

Fyrsta skrefið til að hamla sjávarútveg og verslun sem stigið var, var vistarbandið sjálft. Að tryggja aðgang að nánast ókeypis vinnuafl eftir að þrælahald af lagðist var forgangs verkefni íslenskra bænda höfðingja.

Vistarband má skilgreina á þessa leið skv. Gísla Gunnarssyni sagnfræðiprófessor (sjá Vísindavefinn og grein Gísla Gunnarssonar – slóð  https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2377  ):

„Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).

Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans eða utan þess. Ef vinnumaður fór til dæmis í verið langt burt frá bæ þeim sem hann var ráðinn til, fékk bóndi allan afla sem vinnumaðurinn dró úr sjó. Á móti bar bóndi ábyrgð á því að hjú hans fengju fæði, klæði og húsaskjól á ráðningartíma þeirra.

Hraustir karlmenn fengu að auki ákveðin árslaun, hálft til heilt kúgildi á ári, en konur fengu yfirleitt ekkert umfram nauðþurftir. Kaup vinnuhjúa var samt það lágt að þau gátu engan veginn séð afkomendum sínum farborða. Á 19. öld var til dæmis algengt að sveitin gæfi eitt kúgildi ár hvert með hverju barni sem var á framfæri hennar, sem var meira en duglegir vinnumenn fengu í árslaun. Því var það fátítt mjög að vinnuhjú væru í hjónabandi; slíkt tíðkaðist raunar varla fyrr en fór að losna um vistarbandið á sinni hluta 19. aldar. Vinnuhjú lifðu að jafnaði við aðstæður sem Magnús Stephensen lýsti sem erfiðu.

Öll lausamennska bönnuð 1783-1863 og var lauasamönnum gert að stofna annaðhvort eigið bú eða ráða sig í vist, það er fara undir vistaband. Lausamennska var aftur leyfð 1863 en einnig nú með ströngum skilyrðum og það var fyrst með nýjum lögum 1894 í kjölfar vaxandi sjósóknar í landinu að lausamennska fór að verða flestu búlausu fólki aðgengileg.“

Gunnar Karlsson ræddi um þéttbýlismynd á Íslandi og baráttuna gegn henni á Vísindavefnum:

„Á Íslandi kemur andúð á verslun fram strax í Íslendingasögum, einkum verslun sem er stunduð í ábataskyni. Á sama tíma er líka tekið að takmarka leyfi fólks til að stofna heimili án þess að hafa jarðnæði og búfé til að lifa á, og hefur því banni einkum verið stefnt gegn því að hafa fiskveiðar að aðalatvinnu. Í lögbókinni Grágás, sem er safn íslenskra laga, skráð á 13. öld, er þetta ákvæði:

Búðsetumenn skulu engir vera, þeir er búfjárlaust búi, nema hreppsmenn lofi. En ef hreppsmenn lofa búðsetuna, þá eru þeir skyldir að annast hann eða færa til framfærslu ef hann má eigi sjálfur bjargast.

Slíkar takmarkanir á öðrum búskap en sveitabúskap ganga í gegnum Íslandssöguna í dálítið ólíkum og misströngum myndum. Svo seint sem árið 1887 samþykkti Alþingi lög, sem gengu í gildi árið eftir, þar sem mönnum var bannað að setjast að í þurrabúð nema með skriflegu leyfi hreppsnefndar, eftir að hafa sannað með vottorðum tveggja skilríkra manna að þeir væru reglumenn og ráðdeildarsamir.....  Tvennt gat einkum vakað fyrir þeim sem vildu takmarka þéttbýlismyndun. Annars vegar var því trúað, með réttu eða röngu, að fiskveiðar væru stopulli atvinnuvegur en landbúnaður. Því væri meiri hætta á að fólk sem lifði á fiskveiðum yrði bjargþrota og lenti á ómagaframfæri hjá bændum. Þessi ótti endurspeglast í lagaákvæðum um að búðseta sé háð leyfi hreppsbúa eða fyrirliða þeirra og hreppsbændur ábyrgir ef búðsetumenn gætu ekki bjargað sér sjálfir.“

Svo heldur Gunnar áfram: „Hins vegar gera sagnfræðingar nú jafnan ráð fyrir að það hafi ráðið miklu um afstöðu efnaðra bænda, þeirra á meðal flestra embættismanna landsins, að þeir hafi óttast að missa vinnuafl til sjávarsíðunnar og að þurfa að keppa við sjávarútveg um vinnufólk. Bak við umhyggju löggjafans fyrir óforsjálu fólki sem elti svipulan sjávarafla út úr öryggi sveitanna þykjast fræðimenn greina ágjarna tilhneigingu til að einoka vinnuafl landsmanna í þágu landbúnaðar.

Að vísu gerðu margir auðugir bændur og embættismenn út fiskibáta á vertíðum, en þá gátu þeir notað vistarbandið til að láta vinnumenn sína róa á sjó, draga húsbændum sínum afla og fá aðeins brot af verðmæti hans greitt í laun. Aldrei verður skorið úr því með vissu hvort þessara tveggja sjónarmiða réði meiru um andúð ráðandi afla í samfélaginu á þéttbýlismyndun í sjávarþorpum.“

þetta er Sólómon dómur sem Gunnar kveður hér upp og reynir að koma með skýringu á óréttlátri samfélagsgerð fyrri tíðar. En vistarbandið stóð í margar aldir og oft var sjávarútvegurinn gjöfull (erlend eftirspurn var ótvíræð). Það var ljóst frá og með 14. öld þegar fiskútflutningur varð mikilvægur. Þannig að það gáfust mörg tækifæri í Íslands sögunni að fara í sjávarþorpsmyndanir. En það var aldrei gert vegna innlendrar andstöðu. Keppt var um fámennt vinnuafl. Erlendir menn borguðu betur en íslenskir höfðingjar. En íslenskir bændahöfðingjar réðu ekki við Danakonung og hann sá til þess að fiskur yrði fluttur út frá Íslandi. En þeir komu í veg fyrir að danskir kaupmenn hefðu hér vetursetur lengi vel og þar með varanlega búsetu í þéttbýli.

Sjá slóð: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1754

Svo má bæta við að hnykkt var á vistarbandið 1404 rétt eftir svarti dauði reið yfir landið og skapaði vinnuaflsskort. Rétt er það að ekki má heimfæra útfærslu vistarbandið óbreytt yfir margar aldir en í hnotskurn var Ísland staðnað land og það vistar bandið haf lifað af til loka 19. aldar ber vitni um afturhaldssemi af verstu gerð. 

Frægt er þegar Baldur Hermannsson, undir handajaðri Gísla Gunnarssonar sagnfræðiprófessorar, skrifaði og gerði þáttaröðina Þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Þar var dregin myrk mynd af hugarfari Íslendinga fyrr á öldum. Margir urðu sárir, ef ekki sármóðgaðir. En hvernig er hægt að skýra öðruvísi 1000 ára stöðnun þjóðar? Þjóðfélagsgerð sem bauð og vildi bara stöðnun. Ég sjálfur var í sveit sem unglingur og fólk á bænum var nýflutt úr torfbænum, árið áður, kunni ekki að búa í steinsteyptu húsi. Mest allur torfbærinn var þá enn í notkun, fjósið, hlaðan, skemman, nema hvað fólkið var nýflutt úr baðstofunni.

Mér fannst eins og ég væri að tala við 19. aldar fólk (sem það var næstum) þegar ég talaði við það.

Torfbærinn sem fyrirbrigði sem fékk andlitslyftingu á 19. öld en hafði að mestu staðið óbreyttur í 1000 ár.

En við erum að tala um hugarfar. Já, mikil var andúðin gagnvart verslun og fiskveiðar á Íslandi í gegnum aldir og snérist allt hagkerfi Íslands um hag konungs, embættismanna hans og bændahöfðingja. Sagt er að best er að venja hvolpa af að skíta inni í húsi með því að dýfa trýni þeirra í eigin skít og þá snarhætta þeir slíkri iðju.

En þótt tækifærin blöstu við trýni íslensku bændahöfðingjanna í fjörunni, þegar gaf á að líta hundruði erlendra duggna við veiðar rétt við landsteinanna, að aldrei datt þeim í hug að fara sjálfir út í slíka útgerð, ekki fyrr en á síðari hluta 18. aldar. Sjá má forheimskuna í lagasetningu Íslendinga og baráttuna gegn þéttbýlismyndun og sjávarútvegi. Kíkjum á alræmdan dóm, Píningsdóm (texti tekin af Wikipedia).

„Píningsdómur var ígildi laga og var samþykktur á Alþingi árið 1490. Píningsdómur ítrekaði bann sem verið hafði í gildi árin á undan og bannaði útlendingum að hafa hér vetursetu á Íslandi, nema í neyð og þeir mættu ekki taka Íslendinga í sína þjónustu. Auk þess hvorki gera héðan út skip né menn til sjós. Í þeim dómi var einnig tekið fram að engir búðsetumenn skulu vera á Íslandi sem ekki hafa búfé að fæða sig við sem þó sé ekki minna en 300. Var það gert til að skylda almenning til að vera í vist hjá bændum. Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning, sem var þýskur flotaforingi og höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491.“

Og svo heldur sagan áfram með furðudóma yfirstéttarinnar

Duggaradómur Finnboga Jónssonar og Þorvarðar Erlingssonar á Alþingi 1. Júlí 1500 er eitt dæmið um að íslenskir bændahöfðingjar vildu sitja einir að fiskimiðum Íslands en dómurinn beintist að djúpmiðunum umhverfis Íslands og skildu Íslendingar hafa yfirráðaréttinn yfir þeim.

Sjá þetta frekar í skipadómi Óttó Stígssonar 1545 við erlenda fiskimenn þar sem erlendum duggumönnum var gert að greiða gjald fyrir fiskveiðileyfi á djúpmiðum hér við land. Þessi samningur var jafnframt staðfestur sem lög og voru þau ásamt duggudóminum í gildi alla 16. öldina. Komið var í veg fyrir útgerð útlendinga frá landi með þeim dómi og fasta búsetu. En á 15. öldinni og þeirri 16. komu sprungur í vörn bændahöfðingja gegn fiskveiðum og jafnvel búsetu útlendra manna. Réðu útlendingar um mislöng tímaskeið þéttbýlisstöðum, eins og Grindavík og Vestmannaeyjar.

Af hverju vildu íslenskir höfðingjar setja gjalda á útlendar fiskveiðar á djúpmiðum ekki sjálfir reyna fyrir sér við slíkar veiðar? Jú, afturhaldshugsunarháttur þeirra var algjör, að nota smábáta til útgerðar á sjó í stað þess að gera út þilskip, leiddi til þess að þeir gátu ekki veitt á djúpmiðum. Nú, úr því að það var ekki hægt að banna veiðar erlendra sjómanna, því ekki að setja veiðigjöld á þá?

Og hér koma dómar sem kom í veg fyrir að íslenskir alþýðumenn gætu komist til bjargálna og frelsis og halda sjávarútveginum í skefjum.

Marköngla dómur. Markönglar bannaðir 1567 á Alþingi með dómi en þeir eru önglar sem eru merktir vermenn og áttu þeir að fá þann fisk sem veiddist á markönglinn en á aðra, átti útgerðarbóndinn að fá.

Árið 1578 banna bændahöfðingjar notkun lóða, því vermenn kynnu að veiða of mikið!

Árið 1609 var bannað að nota orm til beitu, jú það kynni að leiða til ofveiði og vermaðurinn fengi of mikið af afla!

Færalengd styttist með tímanum, 1482 var færalengdin 320 metrar, 17.öld 90 metra en á 18. öld 50 metrar.

Menn notuðu ekki einu sinni net til veiða fyrr en á seinni helmingi 18. aldar.  Sérstök fiskimannastétt myndaðist ekki fyrr en á 19. öld. Þá voru gerðir út tæplega 2.500 bátar. 6- og 8 æringar. Hins vegar ef það hefðu myndast bæir á Íslandi á síðmiðöldum og árnýöld, hefðu það annað hvort verið enskir eða þýskir bæir að stofni til. Með íslenskri undirstétt og kaupmenn réðu ferðinni um stjórn bæjanna. Þróun sjávarþorpa hefði byrjað á 15. aldar í stað þeirra 19. aldar. Mannfjöldi Íslendinga væri líklega kominn yfir 1 milljón talsins. Við sjáum stöðuga fólksfjölgun frá seinni helmingi 18. aldar þegar innréttingarnar, þilskipaútgerð og kaupstaðaleyfi voru gefin út. Íbúafjöldi landsins sveiflaðist hins vegar á milli um 30.000 og 80.000 við hefðbundinn efnahag í bændasamfélagi fyrri alda.

Sömu sögu má segja af hvalveiðar á Íslandi. Íslenskir menn veiddu ekki hval. Kíkjum á Wikipedia.

Hvalveiðar erlendra manna við Ísland

"Hvalir voru verðmætt veiðifang frá því að Ísland tók að byggjast. Framan af voru hvalveiðar Íslendinga tækifærisveiðar fremur en atvinnuveiðar. Íslendingar nýttu að mestu hvalreka og veiddu aðeins hvali í litlum mæli fram á 20. öld. Lengst af voru það erlendar þjóðir sem veiddu hvali í atvinnuskyni við Íslandsstrendur. Fyrst voru það Baskar og Hollendingar á 17. Öld og síðan Norðmenn 200 árum seinna. Íslendingar fóru hins vegar ekki að veiða hvali í atvinnuskyni fyrr en eftir fyrri heimsstyrjöldina.

Hvalveiðar erlendra manna á tímabilinu 1600-1915 hafði áhrif á íslenskt samfélag. Gátu Íslendingar til að mynda stundað ólöglega verslun við erlenda hvalveiðimenn á tímum einokunarinnar og kynntu Baskar og Hollendingar Íslendingum meðal annars fyrir tóbaksreykingum. Þegar Norðmenn hófu hvalveiðar við Ísland á 19. öld kenndu þeir Íslendingum t.d. að reka stórútgerð. Þeir höfðu jafnframt menningarleg og pólitísk áhrif á líf fólks á Íslandi.“ Sjá slóð: https://is.wikipedia.org/wiki/Hvalvei%C3%B0ar

Sjá einnig slóð: https://www.ifaw.is/is/saga-hvalveida/

Vistarbandið, sem sumir kalla vistaránauð, lauk 1893 en samt ekki alveg, og hélt íslenska yfirstéttin að níða á verkafólki langt fram eftir 20. öld nema hvað það var gert í þéttbýlinu.

Er einhver búinn að gleyma húsagatilskipunina frá 1746?

Lokaorð

Við sem búum hér á þessu kalda skeri, jafnvel í þægindum nútímans, vitum að landið er kalt og hart. Hvað þá í köldum torf kofum, stöðuga hungursneyð yfirvofandi og náttúru sem ræðst reglulega á byggðir landsins, að ekki var á bætandi harðneskjulegt samfélag sem refsaði viðstöðulaust fyrir hinar jafnvel minnstu syndir. Með lögin sem bakhjarl gátu hrottarnir leikið lausum hala. Auðvitað var þá, eins og á öllum tímum, til gott fólk og húsbændur sem fóru vel með heimafólk. En það verður ekki mælt á móti, að samfélagið var harðneskjulegt og heimilisofbeldið lítið heft.

Er ástandið í sjávarútveginum orðið eðlilegt í dag? Kunnum við að umgangast auðlindir sjávar af viti? Er það ekki svo að í stað erlendra skeiðarfursta, eru komnir íslenskir auðmenn sem greiða ekki nema sýndargjald fyrir mestu auðlind Íslands, fiskinn? Er íslenska þjóðfélagið t.a.m. að fá arðinn af fiskeldi á Íslandi?

Stundum dettur manni í hug að íslenskir ráðamenn, frá upphafi Íslandsbyggðar, voru ekki færir um stjórna sjálfum sér, hvað þá heilu samfélagi. Eru við Íslendingar orðnir færir um að vera sjálfstæð þjóð? Það var efi um það rétt fyrir lýðveldisstofnun.

Er íslenska lýðveldið bara tilraun í langri sögu Íslendinga og við dæmdir til að mistakast? Að þetta sé bara stutt tímabil í Íslandssögunni. Er það tilviljun að erlent vald (Noregs- og Danakonungsvaldið) og erlend herseta (Bretar og Bandaríkjamenn) þurfti til að stýra þessu landi? Við vitum að einstaklingar hafa rangt fyrir sér en svo á líka við um heilu samfélögin.


Þjóð í hlekkjum hugarfarsins - varnarmál

Það er athyglisverð fullyrðing Pútíns um að Þýskaland sé ekki fullvalda ríki, þar sem það hefur verið hersetið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Að vísu hafa Bretar, Frakkar og Sovétmenn allir farið en ennþá hefur Bandaríkjaher umtalsverðan herafla á þýskri grundu.

Sama má segja um Ísland, það hefur meira eða minna verið hersetið síðan 1940 af erlendum herjum. Hvernig getur fullvalda þjóð haldið fram að hún sé fullvalda, þegar hún getur ekki einu sinni sjálf tryggt ytri varnir ríkisins á friðartímum?

Mér sýnist þetta vera síðasti angi sjálfsstæðisbaráttu Íslendinga en ekki þorskastríðin sem voru ótvírætt hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, að losna við erlenda fiskveiðiþjófa af Íslandsmiðum.   Það er eins og íslenskir stjórnmálamenn þori ekki að standa í lappirnar og taka af skarið. Þingmenn eru í hlekkjum hugarfarsins.

Það er ógleymileg setningin í Íslandsklukkunni þegar þessi fleygja orð voru sögð:

„En þegar á íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima."


(Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus.)

Það sama á við um herstöðvar og fiskibæi og kauptún. Viljum við vera feitir þjónar erlends leppríkis?


Uppfærsla fyrir Trump hatara

Það er mikil andúð, jafnvel hatur á Trump meðal ákveðins hóps Íslendinga. Þeir lesa og trúa bandarískum fjölmiðlum (sem CIA hefur haft fulltrúa innan síðan stofnun) um að bera fram sannleikann. Bandarískir fjölmiðlar er hins vegar bara málpípur eigenda sinna sem flestir er í eigu vinstri sinnaða auðkýfinga og fylgja Demókrataflokknum að máli. Þeir hafa vægast sagt ekki verið hliðhollir Trump.

Veruleikinn er flóknari en við sjáum með berum augum. Stjórnmála klækibrögðin í bandarískum stjórnmálum eru með ólíkindum. Pólitískt skítkast  bæði frá vinstri og hægri, er komið alla leið inn í virtar stofnanir eins og FBI og herinn og misbeiting valdsins sem því fylgir.

Mikill klofningur er innan bandarískt samfélags, sem hefur ekki verið síðan í Víetnam stríðinu. Árásir á hefðbundin gildi, komnar frá vinstri sinnuðum háskólum, hafa staðið látlaust í áratugi. Enginn tók á móti (ekki síðan Ronald Regan var og hét) þar til Donald Trump birtist á sjónarsviðið. Skoðanir hans eru ekki umdeildari en það en flestir demókrata forsetar á 20. öldin gætu tekið undir orð hans.

En það breyttist með Obama og Biden, sérstaklega þann síðarnefnda sem hefur hreinlega raðað umdeildum sósílistum inn í ríkisstjórn sína. Við sjáum svart á hvítu hvernig ástandið er í Bandaríkjunum í dag, óðaverðbólga, ríkisskuldir upp í rjáfur, bankakrísa, álitshnekkir í utanríkismálum og bandamenn þeirra snúa baki við Bandaríkin. Síðasta dæmið er Sádi Arabía.

Það er erfitt að trúa því að öflugasta lýðræðisríki heims, skuli snúa baki við kapitalisma og boða alræði ríkisvaldsins (Bandaríkin eru lausbundin ríkjasamband - alríkisstjórn kallast yfirstjórn Bandaríkjanna, þar sem hvert ríki hefur eiginn ríkisstjóra, ríkisstjórn, ríkisþing og hæstarétt).

Bandaríska stjórnarskráin er beinlínis uppbyggð þannig að hverjum valdhafa er settur skorður. Sjá má þetta á Bandaríkjaþing þar sem fulltrúadeildin og öldungadeildin hafa jafnt vægi og ofan á það kemur forsetavaldið.

Varðandi atlöguna að Donald Trump, sem ég er ekki að verja sem persónu, heldur sem fyrrum forseta Bandaríkjanna og hugsanlegan framtíðar forseta. Þá er hún með ólíkinum, og ef sagan er rakin lið fyrir lið, og allar atlögurnar að honum skoðaðar, þá hefur komið í ljós að þær hafa allar reynst byggðar á sandi og beinlínis lygi. Demókratar eru svo hræddir við hann að þeir beinlínis beita ofbeldi og þvinganir gegn stuðningsmönnum hans og hann sjálfan. Þeir hafa meira segja notað FBI til skítverkanna og fyrir vikið hefur sú stofnun beðið álitshnekki sem ekki sér fyrir endan á.

Þegar stjórnmálin eru komin á þetta stig, óttast maður um lýðræðið í Bandaríkjunum og ef það fellur, en lýðræðisríki hafa margoft fallið í mannkynssögunni, er hætt við keðjuverkun innan hins frjálsa heims.

Nýjustu fréttir af forsetaframbjóðanum Donald Trump

Menn þurfa að lesa aðeins betur bandaríska fjölmiðla, a.m.k. að leita annað en til CNN til að komast að sannleikanum.  Það kemur skýrt fram í fjölmiðlum að saksóknarinn í New York hefur haft samband við leyniþjónustuna vegna "handtöku" eða "innköllun" Trumps. Lögreglumenn geta ekki bara handtekið fyrrverandi forseta, leyniþjónustan sem gætir hans myndi taka hraustlega á móti, ef ekki til skotbardaga kæmi. Samkvæmt því sem ég hef lesið á að taka hann inn í "safe Space", í myndatöku og fingrafaratöku og honum svo sleppt gegn tryggingu. Rannsóknin á hendur hans og hugsanleg handtaka er eins og allar aðrar uppdiktaðar ásakanir, byggðar á mjög hæpnum forsendum samkvæmt bandarískum lögum. Sem dæmi, er saksóknari að sækja Trump fyrir dómsstól fyrir alríkisbrot sem hann hefur enga lögsögu yfir, aðeins alríkisdómsstólar geta dæmt í slíku máli. Svo er málið fyrnt og það gerðist fyrir tveimur árum. Skil ekki hvað þessi málshöfðum á að áorka, kasta meir skít á Trump?

Svo má benda á að ekki rifist um greiðslurnar til Stormi í sjálfu sér, bara hvort notaður hafi verið peningur sem fara átti í kosningabaráttuna eða hvort hann hafi greitt úr eigin vasa. Ef úr eigin vasa, er þá er honum velkomið að eyða peningum sínum að eigin geðþótta. Hann getur þess vegna kveikt í þeim eða sk. sig á þeim. Menn hafa greitt þöggunargreiðslur áður, saklausir eða sekir.

Svo er það DeSantis. Ef hann bíður sig á móti Trump og vinnur, mun hann baka sér mikla andstöðu Trump aðdáenda sem eru gríðarlega margir og Repúblikanaflokksins sjálfs, en hann hefur í raun umbreytt flokknum í Trump flokk. Þessi kjósendur repúblikanaflokksins munu ekki kjósa hann. Menn hafa líka bent á að hann hafi ekki beina skírskotun til kjósenda allra ríkja, þannig að hætt er á hann tapi í lykil ríkjum nema með yfirlýstan stuðningi Trumps. Ef hann væri séður, og ætlar sér ekki að fremja pólitískt sjálfsmorð, biði hann í fjögur ár í viðbót og tæki forsetaembættið með trompi og Trump að baki sér.

Að lokum. Bandaríkjamenn geta sjálfum sér kennt um hvernig er komið fyrir þeim. Arfavitlaus efnahagsstefna, woke hugsanaháttur, opin landamæri og yfirgangssemi BNA gagnvart óvinum og vinum, hefur búið til óþol gegn þeim. Sjá má þetta í Úkraníu stríðinu en mörg Afríkuríki og Asíuríki styðja ekki stefnu BNA. BRIC er beinlínis stefnt gegn bandaríkja dollara.

Er bandaríska öldin á enda? Hvar standa Íslendingar þá? Förum við niður með Titanic?

 

 


Bandaríska öldin í sögu Íslands

Ég held að fæstir geri sér grein fyrir að síðastliðin 82 ár höfum við Íslendingar verið á áhrifasvæði Bandaríkjanna. Sú saga byrjaði rétt áður en Bandaríkin drógust inn í seinni heimsstyrjöldina þegar Íslendingar "báðu" Bandaríkjaher um að taka við þeim breska en raun var sú að það voru Bretar sem grátbáðu Kanann að taka við af sér, því þeir voru svo uppteknir sjálfir í stríði við Þjóðverja.

Allar götur síðan höfum við verið á áhrifasvæði Bandaríkjanna og þeir í raun ráðið utanríkisstefnu okkar, a.m.k. að hluta til. Þeir eru ástæðan fyrir því að við erum í NATÓ.

Áður vorum við á áhrifasvæði breska heimsveldisins, síðan í Napóleonstyrjöldunum þegar ljóst var að Danir réðu engu um yfirráðin yfir norðurhöfin. Bresk áhrif voru úr sögunni 1941 þegar Kaninn tók við. Það liðu ekki mörg ár þar til breska heimsveldið var liðið undir lok.

En við þurftum að sparka "herverndarliðin" tvö, Breta og Bandaríkjamenn úr landinu eftir stríð (strangir samningalotur) og síðustu hermennirnir hurfu ekki fyrir en 1947 af Reykjavíkurflugvelli. Við tóku bandarískir, "borgaralegir" starfsmenn á Keflavíkurflugvelli sem störfuðu þar til Bandaríkjaher steig aftur á íslenska grundu í skjóli nætur 1951.

Herseta Bandaríkjahers stóð samfleytt í 55 ár eða þar til þeir sögðu bless, kvöttu hvorki kóng né prest, þrátt fyrir að íslenskir ráðamenn hefðu farið á hnéin. Áður þóttumst við hafa ráð Bandaríkjamanna í hendi okkar, þar sem Ísland væri svo mikilvægt fyrir varnir Bandaríkjanna í kalda stríðinu (en ekkert var hugsað út í íslenska hagsmuni). Bara gefið svo að Ísland yrði sjálfkrafa varið.

Sagnfræðingar hafa verið duglegir að skoða heilu tímabilin og gefa þeim heiti. Sumt hafa staðist tímans tönn, önnur ekki. Til dæmis var tímabilið eftir íslenska þjóðveldið gefið heitið "norska öldin", en öld getur þýtt tímabil frekar en hundrað ár. Svo var einnig farið með 15. öldina og sú öld kölluð enska öldin í sögu Íslands. Íslenskir sagnaritarar þessa tíma kölluðu þetta tímabil sveinaöld. Næsta tímabil þýska öld o.s.frv.

En það er ekki fjarri sanni að kalla tímabilið eftir 1941 "bandarísku öldina" og hún er ekki enn liðin. Við lifum á henni enda enn undir hernaðarhæl Bandaríkjanna sem og efnahagslegum. Kannski nær Monroe kenningin líka yfir Ísland?

En heimveldi koma og fara. Svo er einnig farið með þjóðríki. Það er ekki einu sinni öruggt að landið Ísland haldist undir einni stjórn (sjá Írland). Gæta verður hagsmuni Íslands frá degi til dags og síðan en ekki síst að horfa á stóru myndina, horfa aftur í tímann og reyna að rýna í framtíðina. Tíminn stendur ekki í stað.


Er íslenskur her sjálfstæðismál?

Fyrir þá sem hefur fundist ég reka þetta mál, stofnun íslensks her, af harðfylgni, og það beri keim af stríðsæsingi eða tindáta aðdáun, þá fer það víðs fjarri. 

Ég hef alltaf talið að smiðshöggið á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga hefði aldrei verið slegið. Fullvalda ríki, ekki leppríki eða fylgdar hnöttur erlends stórveldis, sinnir öryggi borgara sinna innanlands með lögreglu og út á við með herafla.

Hlutleysi ríkis í heiminum í dag, sem er svo samtvinnaður, að hægt er að komast í kringum hnöttin á 45 klst, er vonlaust. Það þýðir að Ísland er ekki lengur eyland. Við sjáum það á fjölda útlendinga sem eru búsettir hérna og útlendra ferðamanna sem skaga hátt í 2,5 milljónir.

A.m.k. þrír sérfræðingar úr utanríkisráðuneytinu, tveir frá HÍ, þrír fyrrverandi ráðherrar og fyrrum forseti Íslands hafa gagnrýnt núverandi varnarstefnu. Tveir ráðherrar hafa varið hana á veikum grunni og ekki efnislega. Svo má benda á Mbl. sem fór á stúfanna og til utn. og spurði um raunverulegar fyrstu varnir. Það var fátt um svör. En voru gömlu Íslendingarnir svona grandvaralausir?

Jón Sigurðsson, sjálfstæðishetja okkar gerði sér grein fyrir mikilvægi hers í sjálfstæðisbaráttu sinni, að hann hvatti til stofnun íslensks hers. En þá voru Íslendingar með vísi að her, Herfylkinguna í Vestmannaeyjum með 103 manns undir vopnum.

Kíkjum á tvo helstu íslenska sjálfstæðissinna, Jón Sigurðsson og Valtý Guðmundsson.

Varnarmál voru Jóni hugleikinn af ýmsum ástæðum.

Fyrir hið fyrsta er að hann áleit að sérhvert ríki þyrfti á góðum vörnum að halda og sjálfstjórnað land þýddi varið land.

Í öðru lagi kynntist hann hermennsku af eigin raun og vissi út á hvað slík þjónusta gengur enda var það skylda hvers stúdents að ganga í stúdentahersveitir konungs. Þessum hersveitum var komið á fót árið 1807 til að verja Kaupmannhöfn fyrir Bretum.

Í þriðja lagi voru Napóleon styrjaldirnar Íslendingum ferskar í huga enda hafi fámennur hópur undir forystu Jörund hundadagakonung sýnt veikleika danskra varna á Íslandi og getuleysi Dana gagnvart flotaveldi Breta.

Jón Sigurðsson skrifaði einmitt um meinta getuleysi Dana í fyrsta tölublaði Nýrra félagsrita árið 1841 og ályktaði að landsmönnum væri hætta búin af þessu getuleysi Danakonungs.

Hann sagði:

Þess er einkum að gæta að mér virðist um varnir á Íslandi, að þar er ekki að óttast aðsóknir af miklum her í einu, og þar þarf að eins fastar varnir á einstöku stöðum, þar sem mestar eignir og flest fólk er saman komið. Það bera sumir fyrir, að ekki stoði mikið varnir á stöku stöðum, þegar óvinir geti farið á land hvar sem stendur annarstaðar, en þess er að gæta, að útlendir leita fyrst og fremst á hafnir, eða þá staði sem landsmönnum eru tilfinnanligastir, einsog menn sáu á ófriðarárunum seinustu að þeir leituðu á Reykjavík og Hafnarfjörð...

Hann lagði einnig til Íslendingar hefðu smáflokka hermanna dreifða um landið réðust til atlögu þar sem óvinaher kæmi að landi.

Sjá fyrra blogg mitt um Jón Sigurðsson.

Jón Sigurðsson og varnir Íslands

Hér komum við að þætti Valtýs Guðmundssonar.

Á lokaspretti sjálfstæðisbaráttunnar um 1900 fóru íslenskir ráðamenn að huga af alvöru að vörnum landsins samfara því að landið fengi fullt sjálfstæði.

Þorvaldur Gylfason segir í Fréttablaðinu þann 19. júní 2003 að rök þeirra, sem töldu Ísland ekki hafa efni á því að slíta til fulls sambandinu við Dani fyrir 100 árum, lutu meðal annars að landvörnum og vitnar hann í Valtý Guðmundsson sem sagði árið 1906 að fullveldi landsins stæði í beinu sambandi við getuna til varnar og sagði m.a. að þó að þjóðin

,,gæti það í fornöld [staðið sjálfstæð], þá var allt öðru máli að gegna. Þá var ástandið hjá nágrannaþjóðunum allt annað, og meira að segja hefði engin þeirra þá getað tekið Ísland herskildi, þó þær hefðu viljað. Það var ekki eins auðgert að stefna her yfir höfin þá eins og nú.”

Þorvaldur telur að þarna hafi Valtýr reynst forspár að því leyti að Íslendingar hafi aldrei þurft eða treyst sér til að standa straum af vörnum landsins. Lýðveldi var ekki stofnað á Íslandi fyrr en útséð var um hvernig vörnum landsins yrði fyrir komið enda þótt nokkur ár liðu frá lýðveldisstofnuninni 1944 þar til varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin 1951.

Uppkast að lögum um ríkisréttarsamband Íslands og Danmerkur var samþykkt 1908. Samkvæmt þriðju grein uppkastsins áttu ,,[h]ervarnir á sjó og landi ásamt gunnfána" að vera sameiginleg málefni þjóðanna tveggja, að undanskildum sjálfsvörnum Íslendinga eftir 57. grein stjórnarskrár Íslands.

Sjá blogg mitt um Valtýr Guðmundsson:

Hlutleysisstefna Íslands deyr og þróun erlendrar hersetu frá 1940 til 1951

S


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband