Þjóð í hlekkjum hugarfarsins - varnarmál

Það er athyglisverð fullyrðing Pútíns um að Þýskaland sé ekki fullvalda ríki, þar sem það hefur verið hersetið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Að vísu hafa Bretar, Frakkar og Sovétmenn allir farið en ennþá hefur Bandaríkjaher umtalsverðan herafla á þýskri grundu.

Sama má segja um Ísland, það hefur meira eða minna verið hersetið síðan 1940 af erlendum herjum. Hvernig getur fullvalda þjóð haldið fram að hún sé fullvalda, þegar hún getur ekki einu sinni sjálf tryggt ytri varnir ríkisins á friðartímum?

Mér sýnist þetta vera síðasti angi sjálfsstæðisbaráttu Íslendinga en ekki þorskastríðin sem voru ótvírætt hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, að losna við erlenda fiskveiðiþjófa af Íslandsmiðum.   Það er eins og íslenskir stjórnmálamenn þori ekki að standa í lappirnar og taka af skarið. Þingmenn eru í hlekkjum hugarfarsins.

Það er ógleymileg setningin í Íslandsklukkunni þegar þessi fleygja orð voru sögð:

„En þegar á íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima."


(Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus.)

Það sama á við um herstöðvar og fiskibæi og kauptún. Viljum við vera feitir þjónar erlends leppríkis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband