Færsluflokkur: Bloggar

Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar - ergo; umferð eykst

Í vefgrein Vegagerðarinnar sem ber heitið Fólki fjölgar - umferð allra ferðmáta eykst koma fram athyglisverðar upplýsingar.  Greinin segir að sama hvað vinstri borgastjórnarfulltrúar reyna að leggja stein í götu vegfaranda, eykst umferðin af einni einfaldri ástæðu, íbúum fjölgar. 

"Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um nærri 130 í hverri einustu viku áranna 2022 og 2023. Eða um ríflega 13 þúsund manns þessi tvö ár. Ferðum í bíl eða á annan hátt fjölgaði í takt við það eða um ríflega 42 þúsund ferðir á dag þar af meira en 30 þúsund í bíl, sem ökumaður eða farþegi. Ferðum annara ferðamáta fjölgaði líka á þessu tímabili, sé tekið mið að nýjustu ferðavenjukönnuninni. Aðrir samgöngumátar eru vel nýttir og sérstaklega má sjá aukningu í strætóferðum í þeim mælingum sem til eru."

Góðu fréttirnar eru að margir kjósa að hjóla eða 5%, gangandi er 15%, rafhjól 2% en ekki nema 5% sem kýs að nota strætó.  Rest eru bílstjórar eða 58% og 14% eru farþegar.

Vegagerðin dregur skynsamlega ályktun að það er samhengi milli íbúafjölgunar og fjölgun í umferð.  "Eins og sjá má af töflunum hér að ofan mætti búast við töluverðri aukningu af umferð á vegum höfuðborgarsvæðisins sem er eingöngu vegna fjölgunar íbúa innan höfuðborgarsvæðisins. Ofan á þessar tölur væri hægt að bæta þeim sem búa í námunda við höfuðborgarsvæðið og svo ferðamenn sem margir hverjir ferðast um landið á bílaleigubíl."

Hverngi á þá að bregðast við? Þvinga frjálsa borgara til að skipta um ferðamáta? Þá erum við ekki lengur frjálsir borgarar sem hafa ferðafrelsi. Eigum við ekki rétt á valkosti?

Getur nemandi sem ætlar úr Vallahverfi, Hafnarfirði, í Borgarholtsskóla, Grafavogi, gengið í skólann? 24 km ferðalag eða hjóla þessa leið í öllum veðrum? Og sömu leið til baka að loknum skóladegi? Nú, segja sósíalistarnir í Reykjavík, nemandi getur bara tekið strætó! Hafa þeir reynt það? Það tekur hátt í 2 klst. að fara aðra leiðina, og þá á eftir að fara til baka! Hvað ef blessaður nemandinn ætlar að hitta ömmu á Seltjarnarnesi?

Þrátt fyrir gríðarlega þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu, er höfuðborgarsvæðið gríðarstórt eða 1.042 km² og fer stækkandi. Til samanburðar eru Færeykjar 1.399 km². Það er gríðarlega erfitt að þvera höfuðborgarsvæðið eins og sjá má af dæminu hér að ofan.

Til samanburðar nær Köln yfir svæði sem er 405,15 ferkílómetrar og íbúar eru 1,108 milljónir. Þar eru samgöngur fjölbreyttar, lestar fara eftir X ásum en strætisvagnar ganga þvert á þessa ása í Y ásum. Rétt eins og rúðustrikað blað. Annað er að hægt er að keyra í kringum borgina eftir hraðbraut og stinga sig inn í hana eftir því hvert maður ætlar að fara. Ekki þarf að þræða sig í gegnum borgina.

Lega Kölnar er allt önnur en höfuðborgarsvæðisins. Hún liggur sitthvorum megin við Rín og á flatlendi og auðvelt að skipta samgöngur í X og Y ása. Hið síðarnefnda liggur á annesjum. Miðbær Reykjavíkur liggur á nesi eins og Seltjarnarnes. Sama á við um Garðabæ/Álftanes og Hafnarfjörð. Hvað þýðir það? Jú, það eru kannski til X ásar en fáir Y ásar. Lítið bara á kort af höfuðborgarsvæðinu og vandinn kemur strax í ljós. Það er því ekki hægt að fara eftir "Pakman" brautum stystu leið.

Ein leið er að byggja brýr eða vegfyllingu mill nesjanna og búa þannig til Y ása.  Þannig er jafnvel hægt að búa til hringveg í kringum borgina eins og í Köln (munið eftir brautinni sem átti að liggja eftir græna treflinum?) Sum sé, ofanbyggðarveg að austri en annesjaveg í vestri. Kannski of seint að leggja ofanbyggðaveg í dag vegna byggðar en þó....vegir þurfa ekki alltaf að leggja ofanjarðar.

Eitt er víst, sósíalistarnir hjá Reykjavíkurborg leysa ekki vandann með að taka sér til fyrirmyndar Þránd í götu. Sníða skal stakkinn eftir vexti og helst að sjá fyrir sér stakkinn eftir 50 ár. Ekki alltaf að vera eftir á.

P.S. Guði sé lof, virðast sósíalistarnir vera undir í samgöngum á láði. Reykjavíkurflugvöllur stendur enn keikur síðan 1940.


Friður í gegnum styrk eða friðþæging?

Tæknin breytist en pólitíkin og mannlegt eðli ekki. Sama lögmál eru í gangi í pólitík í dag og var hjá Rómverjum og Grikkjum fyrir tvö til þrjú þúsundum árum. Sem er ekki undarlegt, því mannlegt eðli hefur ósköp lítið breytst á svona stuttum tíma.

Menn halda að nú sé samfélagið sé orðið svo þroskað, að stríð eða ófriður sé úrelt fyrirbrigði eða svo hélt fólk þar til fyrir 2-3 árum. Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði, ríki í Vestur-Evrópu voru á þessari skoðun á öðrum og þriðja áratug 20. aldar; fáranleiki skotgrafarhernaðar fyrri heimsstyrjaldar átti að vera víti til varnaðar og hægt að nota diplómatsíu til að leysa öll pólitísk vandamál.

En barbararnir eru alltaf við landamærin, á öllum tímum. Þótt annar aðilinn er tilbúinn til að lifa í friði, er nágranninn kannski ekki á sömu skoðun. Og nýjar kynslóðir, feitar og pattaralegar í velsæld sinni, þekkja ekki harðræðið eða lífsbaráttuna yfirhöfuð sem forfeðurnir þurftu að þola og heyja til að þær geti setið feitar og pattaralegar við tölvuleiki samtímans. Lítum á gang seinni heimsstyrjaldar og þann lærdóm sem draga má af styrjöldinni.

Friðþæging og vanmat leiddi til að landamærastríð þróuðust yfir í allsherjar heimstyrjöld

Margir sagnfræðingar hafa gagnrýnt þá friðunarstefnu sem Bretar og Frakkar fylgdu á þriðja áratug síðustu aldar. Þeir halda því fram að árásargirni frá nasista-Þýskalandi, eins og endurhervæðingu Rínarlands og innlimun Austurríkis og Tékkóslóvakíu, hafi aðeins veitt Hitler hugrekki til að ganga enn lengra.

Sagnfræðingar draga oft fram réttilega München-samkomulagið frá 1938 sem alvarlegan mistök vestræns diplómatíu, þar sem löngunin til að forðast stríð leiddi til eftirgjafar sem gerðu átökin að lokum líklegri og hrikalegri. Friður með friðþægingu.

Vanmat á styrk andstæðinga hernaðarlega eða siðferðislega leiddi beinlínis til átaka. Þjóðverjar og Japanir fyrirlitu vestrænt lýðræði og töldu t.d. Bandaríkjamenn ekki viljuga til mannfórna.

Sama vanmat er á vilja Rússa í dag til að heyja langvarandi stríð í Úkraníu og það eru fleiri en bloggritari sem telja að Úkraníumenn eigi meiri möguleika á að vinna friðinn en stríðið í gegnum diplómatsíu.  Bloggritari hefur margt oft bent á vilja rússneskra/sovéskra valdhafa til að fórna stórum hópum manna til að ná markmiðum sínum í seinni heimsstyrjöld. Dæmi: Stalín fórnaði vísvitandi 215 þúsund manns í gervi sókn til að beina athygli Þjóðverja frá Stalíngrad (lét meira segja nasistana fá upplýsingar um sóknina "óvart").

Athugum að fólkið sem lifði stríðsárin vissi ekki að það væri í miðri heimsstyrjöld fyrr en 1941 þegar Bandaríkin og Sovétríkin dróust loks inn í átökin. Samt voru þetta aðskilin stríð, í Evrópu og Afríku og svo í Asíu en háð samtímis.

Lítum fyrst á vanmat Þjóðverja á getu Sovétríkjanna. Þegar Þýskaland hóf aðgerðina Barbarossa í júní 1941, vanmatu margir þýskir leiðtogar, þar á meðal Hitler, hernaðargetu Sovétríkjanna, iðnþol og getu til að virkja miklar auðlindir. Þeir bjuggust við skjótum sigri innan nokkurra mánaða, og gerðu ekki ráð fyrir getu Sovétríkjanna til að halda ríkinu saman, hefja gagnsókn og þola erfiðar vetraraðstæður.

Seigla Sovétríkjanna var mikil. Þjóðverjar voru undrandi yfir dýpt (magn) sovéska mannaflans (26 milljónir létu lífið) og stefnumótandi brottflutningi sem varðveitti mikilvægasta hluta sovéska heraflans (nútíma sagnfræðingar eru enn að leita skýringa hvernig Stalín gat flutt hergagnaiðnaðinn austur á bóginn í miðju stríði og þar með á endanum að vinna stríðið). Hörð vörn Sovétríkjanna í gegnum lykilborgum eins og Leníngrad, Stalíngrad og Moskvu gerðu þýska skipulagsfræðinga enn frekar agndofa og í raun ráðþrota.

Vanmat Japans á Bandaríkjunum var mikið, nema hjá Yamamoto en hann varð undir með sínar skoðanir. Japanir höfðu aðgang að olíu með landvinningum sínum og hefðu getað látið Bandaríkin í friði en gerðu það ekki.  Japanir vanmátu iðnaðargetu Bandaríkjanna og pólitíska einbeitni. Árásinni á Pearl Harbor var ætlað að lama bandaríska Kyrrahafsflotann sem leiddi til skjótrar uppgjörs. Þess í stað vakti það almenningsálitið í Bandaríkjunum og leiddi til þess að Bandaríkjamenn tóku þátt í stríðinu af fullum krafti, sem leiddi til mikillar hernaðargetu þess bæði á Kyrrahafs- og Evrópuvígstöðvum.

Stríðsvirkjun. Japan og Þjóðverjar misreiknuðu hraðann og skilvirknina sem Bandaríkin gætu virkjað hagkerfi sitt fyrir stríð. Hröð framleiðsla á skipum, flugvélum og öðru stríðsefni yfirtók getu Öxulveldanna. Bandaríkjamenn framleiddu fleiri stríðstól en aðrir stríðaðilar til saman. Offramboð var af stríðtólum þeirra í stríðslok, til dæmis flugmóðuskip. Þau voru þrjú í upphafi stríðsins en floti í lokin. Í lok seinni heimsstyrjaldarinnar var bandaríski sjóherinn langstærsti og öflugasti sjóher í heimi með 7.601 skip, þar af 28 flugmóðurskip, 23 orrustuskip, 71 fylgdarskip, 72 beitiskip, yfir 232 kafbátar, 377 tundurspilla og þúsundir af landgöngu-, birgða- og hjálparskipum. Framleiðslugetan skiptir máli.

Meira segja Bandaríkjamenn vissu ekki af eigin getu til framleiðslu en í allsherjarstríði skiptir máli hver framleiðir mest af stríðstól, hefur mestan mannskap og auðlindir að sækja í. Ekkert af þessum höfðu Öxulveldin fram yfir Bandamenn.

Lærdómurinn af seinni heimsstyrjöldin er enginn í dag

Aðeins sagnfræðingar eins og bloggritari sjá dæmin og vítin, en stjórnmálamennirnir í dag eru blessunarlega lausir við þekkingu á sögu, á orsök og afleiðingu heimsskipanin í dag.

Nú halda vestrænir leiðtogar, með lágmarks kunnáttu í sögu, að þeir geti endurtekið leikinn frá seinni heimsstyrjöldinni, með samstöðu geti góðu gæjarnir í vestri unnið vondu gæjanna í Rússlandi. Lýðræðið vinni einræðið.  Í fyrsta lagi endurtekur sagan sig ekki en hliðstæður eiga sér stað. Af þeim getum við dregið lærdóm.

Enn eru sömu lögmál í gangi og í seinni heimsstyrjöld. Framleiðslugetan, auðlindir og mannafli skipta sköpum um framvindu stríðs. Og rétt mat á aðstæðum og andstæðinginum.

Þetta hafa vestrænir leiðtogar ekki séð eða vanmetið varðandi Úkraníustríðið. Framleiðslugeta vestrænna ríkja á hergögnum er ekki næg, ekki til nægt fjármagn til langvarandi átök og bakhjarlinn, Bandaríkin, er ekki sama ríkið og það var 1941. 

Bandaríkin hefur að vísu mikla framleiðslugetu í dag en er stórskuldugt. Í stríðinu fjármagnaði það sig með stríðsskuldabréfum og það kostaði ríkið óhemju fé að fara í gegnum stríðið.

Pólitískur vilji fer þverrandi á áframhaldandi átökum í Úkraníu. Líkt og í Víetnamsstríðinu (eða Afganistan), missir Kaninn áhugann eftir x langan tíma (enda ekki sjálft landið í hættu) og gríðarlegt fjáraustur í stríðsreksturinn. Í stríðinu gegn Japan, voru Bandaríkin að berjast fyrir tilveru sinni, en ekki heyja lúxus stríð í fjarlægu landi. Áhuginn á Úkraníustríðinu er kominn niður í núll hjá Trump og fleiri repúblikönum. Ef hann vinnur, verður samið um frið í janúar 2025.

En enn og aftur misreikna vestrænir leiðtogar vilja og getu Rússa til að heyja stríð (í bakgarði sínum) af fullri hörku. Rússland er ekkert annað en risastór bensínstöð sagði bandarískur stjórnmálamaður eitt sinn með fyrirlitningu. Og þeir misreiknuðu hergagnaframleiðslu getu Rússland sem er á yfirsnúningi, auðlindirnar sem þeir hafa yfir að ráða (málmar, olía, gas, timbur o.s.frv) og mannskapinn sem þeir eru tilbúnir að fórna til að sigra. Og þeir eru ekki einangraðir á alþjóðavettvangi. Áhrif þeirra fara vaxandi á alþjóðasviðinu. Ef eitthvað er hafa þeir aflað óvænta bandamenn og það sem er verra, hrakið Rússa í fang Kínverja. Snilld hjá Biden stjórninni eða vanmat?

Lærdómurinn fyrir Íslendinga er?

Að sjálfsögðu draga Íslendingar engan lærdóm af sögunni almennt né af samtímasögunni. Ekkert breytist hjá okkur (samt er íslenskt þjóðfélag gjör ólíkt því sem bloggritari ólst upp við og ekki til hið betra). Við höldum við getum verið áfram undir pilsfald Bandaríkjanna. Við þurfum ekkert aðlaga okkur að breyttri heimsmynd og meiri segja íslenski utanríkisráðherra þorir að ögra Rússum og slíta stjórnmálasambandi. Kannski ekki hernðarlegar afleiðingar af verknaði hennar en pólitískar og efnahagslegar. Rússar munu ekki gleyma. Þeir meira segja segja að Ísland sé óvinveitt ríki. Hefði ekki betra verið að þegja eða mótmæla diplómatískt? Eða a.m.k. tala fyrir friði (enginn segir neitt við því eða tekur illa upp). Íslendingar hafa ekkert til að bakka upp stóru orðin eða fjandskapinn. Ísland ræður litlu og jafnvel engu um framvindu stríðana í Úkraníu eða Gaza.

Lærdómurinn fyrir Íslendinga ætti að vera að fljótt geta veður skipst í lofti. Öryggið hverfur fyrir ófriðnum. Að undirbúa sig fyrir hið óhugsanlega (heimsstyrjöld þar á meðal, hryðjuverkaárásir eða upplausn samfélagssins vegna glæpagengja).

Viðhalda friðinn með styrk eins og hefur reynst svo vel fyrir stórveldin. Ekki vera svona auðljóst skotmark ofangreindra aðila og koma upp lágmarks varnarbúnaði, íslenskan og fyrir íslenska hagsmuni. Og síðan en ekki síst að haga sér eins og örríki eins og Ísland er í raun.

Alltaf að tala fyrir friði. Nota diplómatsíuna, það er sterkasta vopn Íslendinga en vera undirbúnir á sama tíma. Og vera viðbúnir að Bandaríkjamenn kunni að setja þumlaskrúfuna á Íslendinga líkt á aðrar Evrópuþjóðir. Stefna Bandaríkjanna er að draga sig úr Vestur-Evrópu (með herafla í Austur-Evrópu í staðinn) og láta Evrópu borga brúsann af eigin vörnum.  Íslendingar eiga að búast við að þurfa að taka upp budduna og borga meira í varnarmál, leggi fram eiginn mannskap (ef ástandið kárnar meir) eða leyfa erlenda hersetu. Lífið er ekki status quo og Íslendingar áhorfendur.

Hér fjallar Ben Sharpiro um vanda Bandaríkjahers sem kemur okkur við því hann verndar Ísland.



Hver er stjórnmálamaðurinn J.D. Vance?

Eins og sagt var hér í pistli, getur vika í pólitík verið löng.  Á einni viku, var gert morðtilræði við forsetaframbjóðandann Donald Trump, andstæðingur hans og núverandi forseti, Joe Biden, sagði af sér og varaforseti hans, Kamala Harris, bíður sig fram til forseta. En síðan en ekki síst, Trump kynnti varaforsetaefni sitt, J.D. Vance til sögunnar. Valið kom bloggritara svolítið á óvart í ljósi þess hversu harður andstæðingur Vance var gegn Trump um 2016-17.

Það hefur verið mikið skrifað um Vance síðan hann varð heimsþekktur í vikunni sem leið en hér er einungis pólitík hans skoðuð, því hún skiptir mestu máli ef repúblikanar komast til valda í nóvember. Það er nefnilega þannig að Trump virðist vera að hugsa um arftaka sinn og framhald á MAGA hreyfingunni eftir forseta setu sína. Helstu heimildir hér er Wikipedía, eigin þekking og veraldarvefs vöfrun.

Á þeim tíma sem hann sat í öldungadeildinni hefur Vance verið lýst sem þjóðernisíhaldsmanni, hægri lýðskrumara og hugmyndafræðilegum arftaka paleóíhaldsmanna eins og Pat Buchanan.

Vance lýsir sjálfum sér, og hefur verið lýst af öðrum, sem meðlimi póstfrjálshyggjuréttarins. Hann hefur vitnað í höfundana Patrick Deneen, Rod Dreher og Curtis Yarvin sem hafa áhrif á trú sína. Peter Thiel, William Julius Wilson, Robert Putnam, David Autor, René Girard, Raj Chetty, Oren Cass og Yoram Hazony eru einnig sagðir hafa mótað hugsun hans.

Dreher var gestur í skírn Vance vegna umbreytingar hans til rómversk-kaþólskrar trúar. Efnahagslegum skoðunum hans hefur verið lýst sem "efnahagslegum popúlisma" og stundum "efnahagslega þjóðernishyggju." Þessi skoðun hefur verndarstefnu, sérstaklega með tilliti til endurnýtingar á bandarískum iðnaði, sérstaklega framleiðslu, og verndun bandarískra starfa almennt.

Efnahagsskoðanir hans eru taldar óhefðbundnar innan Repúblikanaflokksins. Hann styður verkalýðsfélög, gjaldskrár á erlendar vörur og samkeppnisstefnu. Opinber stuðningur hans við verkfall bílaverkamenn kom sérstaklega mörgum í flokknum á óvart. Þó að Vance hafi gefið til kynna andstöðu við skattahækkanir í heildina styður hann hækkanir á ákveðnum sköttum á háskólastyrki, fyrirtækjasamruna og stór fjölþjóðafyrirtæki. Hann styður hækkun lægstu launa og er mjög efins um framlög stórfyrirtækja í efnahags- og félagsmálum. Í félagsmálum er Vance talinn vera mjög félagslega íhaldssamur. Hann er á móti fóstureyðingum, hjónaböndum samkynhneigðra og vopnaeftirliti. Vance styður bann við klámi og alríkisglæpavæðingu á transgender heilbrigðisþjónustu fyrir ólögráða börn. Hann er andvígur áframhaldandi hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna við Úkraínu meðan á yfirstandandi innrás Rússa stendur yfir. Vance hefur lýst sjálfum sér sem „tengdur mörgum undarlegum, hægrisinnuðum undirmenningum“ á netinu og er þekktur fyrir tengsl sín við Silicon Valley.

Vance hefur sagt að hann sé "viðbragðssinni" sem sé í stríði við "stjórnina". Hann er undir áhrifum af og er talinn vera "hluti af vaxandi nýhægri hring stjórnmálamanna og hugsuða sem hafa tekið upp nýviðbrögð (eða 'NRx') form stjórnmála". Hreyfingin, einnig þekkt sem The Dark Enlightenment, er á móti fjöldaþátttökulýðræði, sérstaklega frjálslyndu lýðræði.

En skiptir Vance einhverju máli? Varaforsetar eru eins og varadekk undir bíla, geymt í skottinu þar til nota þarf það. Einstaka varaforsetar hafa verið virkir, Pence var t.a.m. virkur varaforseti Trumps allt til loka forsetatíðar hans er slitnaði á milli þeirra.

Vance eins og aðrir frambjóðendur, til vinstri eða hægri, njóta stuðnings milljónamæringa. Það var frægt þegar Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, veitti 450 milljónir dollara í aðstoð við framboð Joe Biden 2020. Margir segja að það framlag hafi vegið þungt í sigri Bidens. Venjulega hafa demókratar digri sjóði að sækja í en repúblikanar. Þetta er gallinn á lýðræðinu í Bandaríkjunum og einnig lobbíisminn. Þetta má sjá á Íslandi en í minna mæli.

Ef Trump kemst til valda, skiptir Vance máli eftir forsetatíð hans. Hann mun líklega vera virkur varaforseti og fá hlutverk. En Vance er enn óskrifað blað, svo ungur er hann og reynslan af störfum hans lítil.


Græðgi Reykjavíkurborgar - bílastæðisgjöld

Eins og allir vita, er sósíalistum í Reykjavík meinilla við bíla. Bíllinn, tákn einstaklingsfrelsis og sjálfræði borgarans, fellur illa inn í hugmyndafræði hóphyggju þeirra (e. collectivism) sem allir sannir rauðliðar aðhyllast.  Allir eiga að enda á sama stað - sameiginlega og samtímis. Hjörðin er því kvött til að sameinast í að taka strætó, þar sem allir eru jafnir innanborðs og enda á sama stað.

Margar ástæður eru gefnar fyrir bílahatri þeirra, sumar hljóma skynsamlega en aðrar fáranlegar. Bílarnir menga segja þeir og ef þeim er bent á að sumir bílar menga ekki neitt, svo sem vetnisbílar eða rafmagnsbílar, þá koma þau mótrök að bílarnir taki pláss á götunum! Ef greitt er fyrir umferð, þá koma bara fleiri bílar! Aldrei er athugað að bílum fjölgar í takt við fjölgun borgarbúa en fjölgar ekki af sjálfu sér.

Í stað þess að byggja mislæg gatnamót eða fjölga akgreinum, eru hindranir bókstaflega lagðar í veg bifreiðaeigandans. Hann þarf að hossast yfir hraðahindranir, sumstað eru fjórar hindranir á 100 metra löngum kafla. Enginn talar um tjónið sem bíleigandinn verður fyrir, sem er tíðari skipti á hjólabúnaði vegna þess að hossingurinn eyðileggur hann.

Tveggja akgreina hraðbrautir eru allt í einu eins akreina brautir, þrátt fyrir aukna bílaumferð. Þeir sem eru í náðinni, eru auðvitað gangandi vegfarendur eða hjólreiðafólk. Bestu vegir í höfuðborg Reykvíkinga eru hjólreiðastígar eða göngustígar. Bílvegir eru illa haldið við og varla nennt að sópa göturnar sómasamlega.

Landsbyggðafólk er að sjálfsögðu ekki velkomið og látið borga dýrum dómum fyrir að voga sér að koma fljúgandi til höfuðstaðarins og best að skattleggja ósvífina í báða enda, með bílastæðisgjöld við helstu flugvelli landsins og í Reykjavík.

Þá erum við komin að kjarna þessa pistils. Bílar mega ekki keyra um götur borgarinnar, þeir eru til ama en þeir mega heldur ekki standa kyrrstæðir. Ef bíl er lagt í miðborg Reykjavíkur, er refsað harðlega fyrir verknaðinn. Svæðið sem er með gjaldskyldu hefur farið sífellt stækkandi og í stórum radíus frá miðpunkt Reykjavíkur, þarf fólk að borga. Nú síðast á að rukka fyrir að leggja bílgarminn við Hallgrímskirkju.  Nú eiga sjúklingar Landsspítalans eða bláfátækir háskólanemendur að borga í stöðumælir.  Af hverju getur það ekki bara tekið strætó eins og við vinstri menn heimtum? Ókei, þú ætlar samt að eiga bíl? Við látum þig borga fyrir óskundann.

Eitt sinn voru rökin fyrir að fólk borgar í stöðumæla miðborgarinnar að einstaklingar leggi ekki undir sig bílastæði hálfa eða heilu daganna og hleypti ekki öðru fólk að þjónustu verslana eða opinberra fyrirtækja. Greitt var í stöðumælir á skrifstofutíma. En sósíalistarnir í Reykjavík virðast ekki lengur nenna að réttlæta gjaldtökuna, og nú er svo komið að greitt er í stöðumæla fram til kl. tíu á kvöldin, á laugardögum og sunnudögum og gjaldið er himinn hátt. Held að það sé 600 kr. fyrir klst. á dýru gjaldsvæði.

Er einhver furða að bloggritari forðast miðborg Reykjavíkur eins og heitan eld? Hann ætlaði nú að kíkja á hátíðina Götubiti í Hljómskálagarðinum sem var nú um helgina. En þegar bílastæðisgjaldið er orðið hærra en skyndibitinn, og það er rukkað um helgar fyrir að leggja bílinn, hætti bloggritari við ferðina. Hann hefur engan áhuga á að hjálpa gjaldþrota sósíalistastjórn Reykjavíkur að rétta við gjaldþrota borg. Já, borgin er gjaldþrota. Skuldirnar eru komnar við 200% markið.

Bloggritari lagði leið sína á veitingastað í sveitafélagi sínu en á meðan verður einhver skyndibitasali í Reykjavík af krónum hans. Ástæðan fyrir að miðborgin er ekki mannauð, eru túristanir sem halda henni uppi. Meirihluti þeirra sem leggja leið sína þangað eru saklausir erlendir ferðmenn sem hrista höfuðið í sífellu yfir brjálæðislegu háu matarverði, hótelverði og verðbólgu en láta sig hafa það í einn eða fleiri daga en forða sig fljótt út á land eða úr landi. Græðgi Íslendinga, ekki bara Reykjavíkurborgar, er ekki einboðið. 

Tveggja klukkustunda ferð með Strætó til að komast milli A og B? Nei takk. Borgarferð á sunnudegi? Nei takk. Búseta í Reykjavík? Nei takk!

P.S. Hvernig gengur Dag B. Eggerts. að komast á milli staða þegar hann er ekki lengur borgarstjóri? Enginn einkabílstjóri eða drossía að hossast í yfir hraðahindranirnar?


Af hverju hljóta vinstri flokkar svo mikið fylgi á Íslandi?

Þetta hefur verið ráðgáta að hluta til í augum bloggritara en svarið er kannski ekki svo flókið. Hér á landi hefur pólitískt fylgi horft til þróunar þar sem verulegur hluti þjóðarinnar hallast að vinstri eða framsæknum stjórnmálum. Þessi tilhneiging endurspeglast í stuðningi við stjórnmálaflokka og hreyfingar sem leggja áherslu á félagslega velferð, umhverfislega sjálfbærni, jafnrétti og framsækna félagsmálastefnu. 

Ef farið er aftur í söguna eða litið á landakortið, þá er skiljanlegt að Ísland hafi tekið upp sósíaldemókratíska stjórnmálakerfið að fyrirmynd annarra Norðurlanda.  Íslendingar sóttu menntun og fyrirmyndir til Danmerkur en einnig til annarra Norðurlanda. Á Norðurlöndum hafa sósíaldemókratar verið ríkjandi stjórnmálaafl mest alla 20. öldina. Vegna þess að sósíaldemókratar tóku upp mildu útgáfu af kommúnismanum, leyfðu einstaklingsfrelsið og markaðinn að vera í friði en skattlögðu afraksturinn upp í rjáfur, tókst þeim að friða alla aðila í þjóðfélaginu. Lágstéttin fékk sitt velferðakerfi, millistéttin sína menntun og yfirstéttin að halda í kapaitalíska kerfið að mestu í friði.

Ástæður vinstri sinnaðra halla í íslenskum stjórnmálum

Í fyrsta lagi er hefð fyrir velferðarríki.  Á Íslandi er sterk hefð fyrir velferðarsamfélagi sem er í takt við vinstri sinnuð gildi eins og almannatryggingar, heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir alla.

Málefni eins og jafnrétti kynjanna, LGBTQ+ réttindi og framsækin félagsmálastefna hafa mikinn stuðning á Íslandi, í takt við hugmyndafræði vinstri manna.

Almenningsálitið á Íslandi er oft hlynnt stefnum sem eru einkennandi fyrir hugmyndafræði vinstri manna, svo sem félagslega velferð, umhverfisvernd og framsækna félagsstefnu.

Í stuttu máli má segja að á Íslandi sé fjölbreytt pólitískt landslag með flokkum víðsvegar um litrófið, þá er áberandi hneigð til vinstri sinnaðra stjórnmála, knúin áfram af skuldbindingu landsins um félagslega velferð, umhverfislega sjálfbærni og framsækin félagsleg gildi.

En vinstri sinnuð pólitík kostar sitt. Ísland hefur meira eða minna leyti verið rekið með halla allan lýðveldistímann. Útdeiling gósssins - velferðina, hefur leitt til spillingu og of mikið vald stjórnmálamanna. Vinstri pólitíkusar kunna ekki að búa til peninga, bara að eyða annarra manna fé. Demókratar í Svíþjóð reyndu eitt sinn að fara alla leið og skattlögðu yfirstéttina og atvinnulífið upp í rjáfur og afleiðingin var skelfileg. Þeir hættu fljótlega við þetta og nú fær iðnaðurinn í Svíþjóð að vera mestu í friði en skattar eru enn of háir.

80% skattur á auðmenn í Frakklandi leiddi til þess að auðstéttin flutti sig úr landi og í Kaliforníu flýja auðmenn og stórfyrirtækin sósíalísku paradísina í ríkinu í hrönnum. Svo er einnig farið um millistéttina sem borgar mestu skattanna. Um 200 þúsund manna fækkun er í Kaliforínu árlega þrátt fyrir að milljónir hælisleitenda leita í ríkið til að komast í velferðakerfið. Inn streymir fólk sem fer á ríkisspenan en út fer fólk sem heldur uppi velferðakerfið.  Enda er allt í rjúkandi rúst í efnahag ríkisins. 

Sama þróun er á Íslandi. Ríkið er rekið með halla og inn streyma hælisleitendur sem kosta ríkið tugi milljarða árlega. Það er bara þannig með velferðakerfi hvers ríkis, það er ekki endalaus uppspretta styrkja eða stuðnings við almenning.  Þess vegna er stefna vinstri flokka í efnahagsmálum eða samskiptum við umheiminn, sbr. opin landamæri, ekki sjálfbær. Þetta viðurkenndi Kristrún formaður Samfylkingarinnar nýverið en VG hafa ekki enn séð ljósið. VG varð þó að horfast í augum við veruleikann í varnarmálum er NATÓ Kata varð forsætisráðherra.

Íslenska stjórnmálastéttin í raun viðurkenndi þetta með nýjum útlendingalögum í sumar sem komu í stað útlendingalaga frá 2017 sem voru meingölluð og opnuðu landamærahliðin upp á gátt. Íslenska velferðkerfið, sem var lélegt fyrir, þoldi ekki áganginn. Í raun, þótt það hafi ekki verið sagt opinberlega, snúast nýju útlendingalögin um að vernda velferðakerfið.

En það er slæmt þegar vinstri slagsíðan er orðin of mikil. Það er slæmt þegar eini opinberi hægri flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, er bara enn einn sósíaldemókratíski flokkurinn, eins og það sé ekki nóg framboð af vinstri flokkum á Íslandi? Það vantar hægri sveiflu á landi - vantar jafnvægi. Hægrið kann að búa til pening en vinstrið að útdeila gæðunum. Er það ekki bara ágætis jafnvægi?

Smá húmor með þessum pistli....

 

 

 


Reykjavíkurborg níðist á minni máttar í húsnæðismálum

Húsnæðisvandi Reykjavíkur hefur verið viðvarandi síðan Reykjavík fékk kaupstaðaréttindi árið 1786 ásamt fimm öðrum stöðum í kjölfar afnáms einokunarverslunar í landinu. Það sem gerði útslagið með að staðurinn varð höfuðstaður Íslands var rekstur Innréttingarinnar og þéttbýlið í kringum fyrsta fyrirtæki Íslands. Annað var að stjórnkerfið leitaði þangað með stofnanir sínar og ágæt fiskimið voru við Faxaflóa. Á nítjándu öld mynduðust þéttar þyrpingar lítilla húsa eða kofa sjómanna í bænum og ekki var aftur snúið.

Allan þennan tíma hefur verið skortur á húsnæði. Lítum aðeins á Wikipedia og sjáum hvað hún segir:

"Bærinn óx smátt og smátt alla 19. öldina og ákveðið var að flytja þangað endurreist Alþingi, auk annarrar stjórnsýslu landsins. Hafnarstæðið þótti lengi ófullnægjandi og 1913 til 1917 var Reykjavíkurhöfn byggð. Borgin óx hratt eftir fyrri heimsstyrjöld og þar bjó um fimmtungur landsmanna árið 1921. Reykjavíkurflugvöllur var reistur af breska setuliðinu í Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Braggahverfi einkenndu borgina lengi eftir stríð. Hitaveita Reykjavíkur var stofnuð 1946 og árið 1970 voru yfir 90% húsa í Reykjavík tengd henni. Þá voru íbúar Reykjavíkur orðnir 40% landsmanna. Á síðari hluta 20. aldar stækkaði borgin hratt með nýjum íbúðahverfum í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Húsnæðiskreppa hefur reglulega komið upp í tengslum við fólksfjölgun í borginni, meðal annars á 21. öld."

Sjá slóð: Reykjavík

Við sjáum að bæjarstjórn Reykjavíkur réð ekki við íbúafjölguna eftir seinni heimsstyrjöld. Bæði breski og bandaríski herinn skyldi eftir sig heilu hverfin af bröggum enda hátt í 40 þúsund hermenn voru hér staðsettir þegar mest var á stríðsárunum. Bretar reistu mörg braggahverfi úr forsniðnum bragga einingum sem þeir komu með til Íslands þegar þeir hernámu landið segir Wikipedía og segir að: "Alls risu um 6000 breskir braggar en þegar Bandaríkin tóku við hernáminu þá reistu þeir til viðbótar 1500 bragga. Braggahverfin sem hermenn skildu eftir voru svo um langt skeið notuð sem íbúðarhúsnæði."

Braggar voru staðlaðar byggingar, líkt og nú er verið að bjóða, svo sem "trailer houses" í Bandaríkjunum í dag og fjöldi manna býr í. Hægt var að búa í þeim bæði vetur og sumur en hentuðu ekki til langtíma dvalar. Braggarnir hrörnuðu og fólkið sem bjó í þeim reyndi kannski ekki mikið til að halda þeim sómasamlega við, enda átti þetta að vera til bráðabirgða. Fólkið bláfátækt og barnamargt, sumt ógæfufólk annað bara venjulegt fólk sem vann sína vinnu. Sjá má þetta í kvikmyndinni "Djöflaeyjan".

En bæjarstjórn Reykjavíkur snéri aldrei baki við fólk í neyð. Braggabyggðin var umborin og eitthvað var reynt að gera í málunum. Þar með urðu úthverfi Reykjavíkur til á sjötta áratugnum, sérstaklega Árbær og Breiðholt. 

Sjálfur bjó bloggritari í Blesugróf, sem var eins og þorp og byggðist upp úr 1947 og voru foreldrar hans meðal fyrstu frumbýlinga. Þarna var campur og sá bloggritari leyfar undirstöðurna er hann var ungur að aldri, nú allt horfið. En hverfið var hálf gerður villta vestur bær, húsin byggð einhvern veginn, lítið skipulag og í óþökk stjórnvalda sem þó létu hverfisbúa í friði. Hverfið litla var fjölmennt, hálfgert fátækrahverfi sem þó dafnaði og í dag er það með dýrustu hverfum Reykjavíkur að búa í. Bloggritari varð vitni að uppbyggingu Breiðholts. Íbúar þess komu við í hverfisbúð Blesugrófar á leið sinni í Breiðholt og við byggingu þess. En það er önnur saga.

Reykjavík tókst lengi vel, eftir að stefnan að byggja upp úthverfin í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, og viðhalda sjálfseignastefnu, að halda í við íbúafjölgun. Faðir bloggritara einmitt byggði glæsilegt einbýlishús upp úr 1980 við hlið gamla hússins sem svo var rifið. Það var eins og allir sem gátu vettlingi valdið, hafi farið út í að byggja eigið húsnæði. Verktakar komu hvergi við sögu nema við byggingu blokka.

En svo komu sósíalistar til valda í Reykjavík eftir 2000. Þeir hafa allar götur síðan haft aðra stefnu en sjálfseignastefnu. Þeir hafa leyft verktakanna yfirtaka húsnæðismarkaðinn í Reykjavík og nú reynir varla nokkur maður að byggja eigið húsnæði. Einbýlishúsið, tákn millistéttarinnar og einkaframtaksins, er ekki lengur byggt í Reykjavík.

Og uppbygging og skipulag nýrra hverfa er hin undarlegasta. Vegna úttópu um að búa til þétta byggð í anda evrópskra borga, þar sem gervi strætó sem menn kalla borgarlínu (er bara strætó sem fer eftir einkavegum borgarinnar) nær í fólk og skutlar í vinnu, var farið út í að troða háreistum byggingum á alla græna bletti borgarinnar. Hinn vondi bíll, átti að gera útlægðan.

Svo atgangssamir voru vinstri lingarnir, sem þó boða græna lausnir, að meira segja var reynt að byggja í Laugardal (þeim hefur tekist það að mestu).  Hin græna Reykjavík er að breytast í bandaríska borg, steinsteypu frumskóg háhýsa, þar sem fólk horfir út um gluggann inn í næstu íbúð úr fáeinum metra fjarlægð.

Borgarstjórn vissi alveg að það væri nauðsynlegt að halda áfram byggingu úthverfa, Úlfarárdal sérstaklega, til að halda í við eftirspurnina, en samt var ákveðið að fara í rándýra þéttingu byggða. Eins og allir vita, er mjög dýrt og erfitt að byggja í gróinni byggð (sjá miðborg Reykjavíkur, sem hefur verið undirlögð lokunum í tvo áratugi) en í nýrri byggð. Venjulegt launafólk hefur ekki efni á að kaupa svona dýrt húsnæði né er byggt nógu mikið til að annast eftirspurnina.

En hvað gerir fólk þá sem er úthýst úr Reykjavík? Fyrirtækin, sem Reykjavík leggur mikla fæð á, hafa flúið til Hafnarfjarðar sem er núna mesti iðnaðarbær landsins. Vinstri menn harðánægðir með fá iðnaðarhúsnæði undir nýja íbúðabyggð (hærra útsvar) en gleyma að fyrirtækin eru undirstaða atvinnu fyrir hinu nýju íbúa. 

Reykjavík er ekki lengur iðnaðar- eða fiskibær, heldur tilberi sem sýgur skatta úr landsbyggðinni en leggur ekkert fram sjálf, nema lóðir undir stjórnkerfið. Fólkið hefur leitað til nágrannasveitafélaganna í leit að húsnæði. Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes (að litlu leyti vegna landsskort), en sérstaklega Kópavogur og Hafnarfjörður hafa tekið við fólksfjölgunar sprengunni.

En jafnvel þessi nágrannasveitafélög hafa ekki getið tekið við allan fjöldann og því hefur fólk leitað alla leið til Selfosss, Borganes, Akranes, Suðurnes, Hveragerði og Þorlákshöfn í leit að húsnæði. Reykjanesbær og Árborg hafa tekið við flestum íbúum.

En hvað með það fólk sem fellur milli stafs og hurðar? Þeir sem geta ekki flúið til nágrannasveitafélaganna eða út á landsbyggðina? Nútíma braggabúa sem búa í hjólhýsum? Þeim er sagt að éta það sem úti frýs. Einar borgarstjóri sagði nýverið, farið bara eitthvað allt annað en að vera í Reykjavík, farið á tjaldsvæðin í nágrannasveitarfélögunum. En bara ef það væri svo einfalt. Bloggritari varð vitni að því þegar lögreglan rak hjólhýsafólk um haust eitt, af tjaldsvæði nágrannasveitarfélags. Svo var sett slá fyrir, svo að það væri öruggt að svona fólk komi ekki aftur!  Útlagar og útilegufólk nútímans er hvergi velkomið.  Núverandi borgarstjóri ætti að lesa sögu Reykjavíkur, sem hann nú stjórnar, og hafa meiri samúð.


Vendingar í stjórnmálum Bandaríkjanna

Trump flutti fyrstu ræðu sína í gærkvöldi síðan morðtilræðið við hann átti sér stað.  Mestmegnið snérist ræðan um sættir og sameiningu Bandaríkjamanna. En hann lét andstæðinga sína að mestu í friði. Held að hann hafi aldrei minnst á Joe Biden með nafni. Talaði bara um núverandi stjórn, minntist einu sinni á Nancy Pelosi og það var allt sem hann sagði um andstæðinga sína. Talaði um samstöðu Bandaríkjamanna fyrst og fremst. Morgunblaðið sagði að hann hafi "...talaði fyr­ir sam­ein­ingu í land­inu, en gagn­rýndi demó­krata og nú­ver­andi for­seta." Sem er rétt en engin nöfn voru nefnd nema Nancy Pelosi.

Svo heldur Morgunblaðið áfram:

"Ekki leið á löngu þangað til Trump varð sjálf­um sér sam­ur og gagn­rýndi harðlega demó­krata í land­inu og Joe Biden Banda­ríkja­for­seta. 

Þá rifjaði hann upp gam­alt stef um að brögð hefðu verið í tafli í síðustu kosn­ing­um, sem hann tapaði fyr­ir Biden."

Þetta er bara ekki rétt. Bloggritari horfði á alla ræðuna, frá upphafi til enda. Hann sagði "ridiculous election" og ekkert meira, þ.e.a.s. um kosningasvindl. Hann minnist ekkert á Joe Biden, bara á stjórn hans.  Nema þetta hafi farið fram hjá bloggritara. En svo sér maður hver heimild Morgunblaðsins er: CNN! Trump talaði fyrir sameiningu í landinu Fjölmiðill sem er búinn að ljúga að bandarískum almenningi í átta ár um Donald Trump og leynt viljandi um ástand Joe Biden. Þvílík heimild.

Er nokkuð viss um að íslenski blaðamaðurinn sem skrifaði þessa frétt hafi ekki horft á ræðuna til enda eða yfir höfuð. Svona starfa íslenskir fjölmiðlar, þeir kanna ekki frumheimilda (sem er ræðan), heldur fara í eftirheimild sem er kannski með annarlegan tilgang.

Joe Biden virðist vera að detta út, hann nýtur engan stuðning flokksmanna sinna, né forystunnar, né fjölmiðla, né styrktaraðila né nokkurs nema fáeina einstaklinga í kringum hann. Talað er um sunnudaginn sem góðan dag til að tilkynna brotthvarf frá framboði.

Athygli vekur að hann virðist ekki ætla að styðja Kamala Harris varaforseta sinn og hvetja til opið prófkjörs. Hún er samt efst á lista þótt óvinsæl sé. Gavin Newscom er hátt á lista og margir aðrir. Ómögulegt að segja hver vill taka við slökknuðum kyndli nema hún.


Segir Joe Biden af sér í dag?

Það gengur ekkert í haginn fyrir Joe Biden þessa daganna. Skoðanakannanir eru honum óhagstæðar, andstæðingur hans var skotinn og fær fyrir vikið mikla samúð kjósenda og hans eigin flokkur hefur snúist gegn honum. Og hann er greindur með covid.

Það eru aðeins tvær persónur innan Demókrataflokksins sem get komið honum úr embætti með þrýstingi og það eru Chuck Schumer (forystumaður demókrata í Öldungadeildinni) og Nancy Pelosi (fyrrum leiðtogi demókrata í Fulltrúardeildinni). En formlega séð getur enginn komið honum í burtu vegna þess að hann er búinn að tryggja sér nægan fjölda fulltrúa til að ná kjöri.

Talið er að Chuck Schumer vilji að hann segi af sér í dag, til að skyggja á ræðu Donalds Trumps sem haldin verður á flokksráðstefnu Repúblikana í dag. Svo er að sjá hvort af verður. En æðstu menn Demókrataflokksins vilja hann í burtu sem fyrst og ekki seinna en þegar flokksþing demókrata hefst 15. ágúst.

En hver vill taka við sökkvandi skipi? Kamala Harris er sjálfskipuð í það hlutverk, þótt óvinsæl sé. Allur kosningasjóðurinn sem er digur, fellur henni sjálfkrafa í skaut. Hún velur sig líklega hvítan karlmann til að vega á móti því að hún er af blönuðum uppruna. Segist vera svört, en er einnig indversk og hvít að uppruna.

Allir bíða spenntir eftir ræðu Trumps, mun hann sameina þjóðina? Repúblikanar, aldrei þess vant, eru sameinaðir á flokksþinginu sem endar í dag með ræðu Trumps.

Bloggritari er ekki sjáandi en getur séð ýmislegt.  Hann giskaði á að Trump myndi velja sér varaforsetaefni eftir kyni eða húðlit. Það reyndist vera rangt enda er það woke-ismi sem hann er einnig að berjast gegn.

En bloggritari sá strax að Joe Biden gekk ekki heill til skógar, sjá t.a.m. grein frá 12. maí 2021. Elliglöp Joe Bidens  En hann hefur hangið inni allt kjörtímabilið með hjálp bandarískra fjölmiðla. Í kappræðum Trumps og Bidens sprakk hins vegar blaðran og ekki er aftur snúið.

 


Lögum um RÚV breytt - í almannaþágu

Þar sem það virðist vera ómögulegt að leggja niður ríkisapparatið RÚV vegna íhaldssemi þingmanna og guð má vita af hverjum ástæðum, þá er ekki úr vegi að klippa neglur stofnuninnar.

Bloggritari hefur nú lesið yfir Lög um Ríkisútvarpið  (2000  nr. 122  30. júní) sem eru einfaldari en þau sem eru frá 2013. 

Það sem mætti breyta er eftirfarandi:

3. gr. ....Ríkisútvarpið skal m.a. veita almenna fréttaþjónustu...þetta ákvæði fellt niður. Ríkið á ekki að reka fréttastofu í anda Tass. Ríkisfréttir eru tímaskekkja. 

4. gr.  Ríkisútvarpið skal senda út til alls landsins og næstu miða tvær hljóðvarpsdagskrár og minnst eina sjónvarpsdagskrá árið um kring. Mætti breyta í eina hljóðvarpsdagskrá.

"10. gr.

Ríkisútvarpið hefur sjálfstæðan fjárhag. Tekjum þess má eingöngu verja í þágu útvarpsstarfsemi.

Megintekjustofnar Ríkisútvarpsins eru gjöld fyrir útvarpsafnot, gjöld fyrir auglýsingar í hljóðvarpi og sjónvarpi og aðrir tekjustofnar sem Alþingi kann að ákveða. 

Útvarpsstjóri kynnir fjárhagsáætlun fyrir útvarpsráði en sendir hana menntamálaráðherra. Alþingi staðfestir áætlunina endanlega í fjárlögum.

Menntamálaráðherra staðfestir útvarpsgjald að fengnum tillögum útvarpsstjóra.

Útvarpsstjóri staðfestir auglýsingataxta og aðrar gjaldskrár eftir tillögu framkvæmdastjóra fjármáladeildar."

Þessu má breyta í: Ríkisútvarpið er rekið á fjárlögum Alþingis hvers árs. Því er óheimilt að afla auglýsingatekna í hljóðvarpi eða sjónvarpi. Útvarpsgjald er aflagt.

Í lögunum frá 2013, var ríkisútvarpinu heimilt að reka dótturfyrirtæki. En svo virðist ekki vera í lögunum frá 2020, sem er vel.

Með þessu er komið böndum á óheyrilegri skattlagningu sem lögð er á borgara og fyrirtæki landsins. Alþingi sníðir stofnunni stakk eftir vexti. Með því að afnema auglýsingatekna leið stofnunnar, skapast frjáls samkeppni á auglýsingamarkaðinum. Fleiri fjölmiðlar verða til.

En best væri að afleggja RÚV alfarið....senda efni þess á Kvíkmyndasafn Íslands til varðveiðslu. Af hverju á ríkisvaldið að standa í fjölmiðlarekstri? Ef það er virkilegur áhugi á að styrkja innlenda dagskrágerð, væri nær að styrkja innlenda þáttagerð og kvikmyndagerð.


Hugrekki í skothríð og leyniþjónusta Bandaríkjanna

Hugrakkur leiðtogi skapar hugrekka fylgjendur. Það kom í ljós í hinu fræga rallý, þegar Trump var skotinn í höfuðið. Púslið af atburðum dagsins eru að raðast upp en enn vantar margt í myndina.

En það er eitt sem ekki er hægt að gera upp eða þykjast með, en það er hvernig fólk bregðst við þegar það lendir í lífshættu. Það var ekki bara forsetinn fyrrverandi sem var í lífshættu, heldur líka fólkið sem var þarna á samkundunni. Eftir fimm til átta skot, lágu þrír áhorfendur í valinu, einn látinn.  Sá látni sýndi ótrúlegt hugrekki, skýldi eiginkonu og dóttir og lést fyrir vikið. Minna er vitað um hina tvo áhorfendurna.

En álitsgjafar vestan hafs hafa haft orð á hversu hugrakkt fólkið var sem lenti í þessum atburði. Enginn panikaðist, engin óðagát, öskur eða læti. Það beygði sig er það heyrði skothríðina en reyndi ekki að hlaupa í burtu í óðagát. Og er forsetinn reis á fætur, og hrópaði berjist, berjist, berjist, hrópaði fólkið á móti USA,USA....!

Þegar leiðtoginn er óhræddur og sýnir hugrekki, eins og Tucker Carlson sagði í viðtali, bregðst fólk rólega við (e. calm).  Sjá má þetta í stríðsbyrjun seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar ástandið var sem verst, að þrumuræður Winston Churchill blés eldmóð í hjörtu almennings, ekki bara hinn breska, heldur um alla Evrópu. Það sýndi eldmóð og þolgæði þegar ástandið var sem verst. Leiðtoginn skiptir máli. 

Fólk er þreytt á fum og fálm núverandi leiðtoga sem því miður getur ekki komið saman heilli setningu eða tekið heilsteypta ákvörðun.  Tek það fram að bloggritari hefur ekkert á móti persónunni Biden. Sem persóna hefur hann eflaust marga frábæra eiginleika, t.d. frábær fjölskyldumaður. En sem forseti er hann því miður ekki hæfur.

Fyrstu viðbrögð bloggritara er hann horfði á vettvanginn í raunmynd (hefur sjálfur tekið þátt í öryggisgæslu þjóðarleiðtoga) að leyniþjónustan bráðst algjörlega þennan dag. Af hverju, er enn deilt um. En nokkrar ástæður hafa verið dregnar fram. Til að mynda skortur á leyniþjónustumönnum á vettvangi, skipulag verndarinnar, jaðar verndarsvæðisins ekki haft a.m.k. 500 metrar en skotmaðurinn skaut af 130 metra færi og enginn skuli hafa verið upp á þakinu til að koma í veg fyrir að skotmaður gæti komið sér þar fyrir.

Viðbrögð lögreglunnar þegar fjöldi áhorfenda hrópaði að það væri maður á þakinu með riffill voru fumkennd og sein.  Margra mínútu fyrirvari var áður en skothríðin hófst.

En svo er það fólkið sem verndaði Trump. Í ljós kemur að margar konur voru í leyniþjónustuliðinu, það litlar að þær gátu ekki skýlt höfuð Trumps og viðbrögð sumra þeirra (ekki allra) voru óðagát. Ein þeirra hrópaði, hvað eigum við að gera? Önnur sést skýla sig á bakvið Trump og leyniþjónustumennina í kringum hann og ein gat ekki valdið byssu og sett í hulstur! Leyniskyttan (karlmaður) bráðst við, í stað þess að fyrirbyggja (eflaust hræddur við að vera gerður ábyrgur ef hann mat aðstæður rangt). Skytturnar hafa heimild til að skjóta án þess að biðja um leyfi. Hann hikaði.

Margir álitsgjafar hafa talað um  stefnu sem kallast D.E.I. sem einn áhrifavald. Fjölbreytni, jöfnuði og þátttaka er woke stefna sem hefur verið tekin upp í stjórnkerfi Bandaríkjanna. DEI stendur fyrir fjölbreytni, jöfnuð og þátttöku. Sem fræðigrein er DEI sérhver stefna eða venja sem er hönnuð til að láta fólki af ýmsum bakgrunni líða velkomið og tryggja að það fái stuðning til að standa sig sem best á vinnustaðnum!  Núverandi forstjóri Leyniþjónustunnar er kona, fyrrverandi yfirmaður öryggisgæslu Pepsi. Stefna hennar er  að ráða samkvæmt hugmyndafræði DEI, ekki eftir verðleikum, heldur eftir kyni. Fyrir 2028 eiga 30% leyniþjónustumanna að vera konur! Ekki er spurt um hæfi, bara kyn (húðlit líka). Sjá má þetta í stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart stjórnir fyrirtækja, ákveðið hlutfall þeirra eiga vera konur, sama hversu hæfar þær kunna að reynast.

Af hverju forstjórinn er ekki búinn að segja af sér er óskiljanlegt. Hann (hún) lét ekki sjá sig né tjáði sig fyrstu tvo sólarhringanna og svo er hún birtist, sagðist hún ekki ætla að segja af sér og taka ábyrgð. Eina hlutverk hennar var að vernda skjólstæðing sinn og fyrir guðs lukku var hann ekki drepinn, ekki vegna hæfni leyniþjónustunnar. Ótal öryggissérfræðingar hafa stigið fram og lýst furðu sinni á vankunnáttu leyniþjónstunnar. Einhver hlýtur að bera ábyrgð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband