Færsluflokkur: Bloggar

Af hverju vill ég ekki búa í Reykjavík?

Mörg vandamál blasa við þeim sem skoða vanda Reykjavíkur. Af hverju er allt í kalda koli í borginni? 

Lítum á manngerða vandann. Hinn almenni borgari á höfuðborgarsvæðinu sem leggur í þá svaðiför að fara til Reykjavíkur í vinnu eða annarra erinda, má búast við mörgum hindrunum á leiðinni. Hann þarf að margfalda áætlaðan ferðatíma með þremur og finna þannig út komu tíma. Hann má búast við að eyða 1-2 klst að fara 10 km leið fram og til baka. Ástæðan er einföld, stjórn vinstri manna í borginni hefur ákveðið með fullri vitund að leggja stein í götu borgarans - í bókstaflegri merkingu. Þrengingar gatna, hraðahindranir sem eru yfir 2 þúsund talsins, aflagðar akreinar og forgangur tómra strætisvagna fram yfir einkabílinn en einnig fyrirtækjabílsins en fyrirtæki verða daglega fyrir mikilu fjárhagstjóni vegna tafa í umferð. Af hverju er aldrei talað um það? Ekki minnast á flugsamgöngur til borgarinnar ógrátandi. Og mislæg gatnamót? Nei, borgarlínan verður fyrst að koma! Eina sem er vel gert eru hraðbrautir reiðhjóla sem standa auðar við hliðina á akbrautum, yfirfullar af bifreiðum.

Þétting byggðar í borginni er komin í tóma vitleysu eins og sjá má af nýlegu dæmi.  Skeytingarleysi um þarfir borgaranna er algjört. Vöruhúsi er plantað nokkra metra fyrir framan fjölbýlishús, skítt með vilja íbúanna. Og nýja íbúðir eru byggðar án bílastæða og afleiðingin er (hef heyrt dæmi um slíkt) stríð um þau fáu stæði sem íbúarnir fá. Svo eru skipulags snillingarnir hissa á að þessar íbúðir seljist ekki!

Talað er reglulega um ríkisbálknið. En hvað með borgarbálknið?  Borgin er svo illa rekin að hún er undantekningalaust rekin með halla í A hluta árum saman. Ekki er skorið niður í borgar stjórnsýslunni, ef eitthvað er, er bætt við starfsfólk ef marka má nýlegar starfa auglýsingar. 11 þúsund manns vinna fyrir Reykjavíkurborg sem er ríki í ríkinu. Bragginn var bara birtingamynd sóunar fjármuna útsvarsgreiðenda í Reykjavík.

Miðborgin er algjört umhverfisslys, lundabúðir og hótel tugum saman á litum reit. 

Þarf að minnast á stefnu borgarinnar gagnvart fyrirtækjum og stofnunum? Er enginn sem veltir fyrir sér af hverju það rísa íbúar byggðir í grónum iðnaðarhverfum? Fjandsamleg stefna gagnvart atvinnurekstri (aðall vinstri manna) hefur hrakið fyrirtækin  til nágranna sveitafélaga. Hafnarfjörður er að verða mesti iðnaðarbær Íslands með upprisu iðnaðarhverfa á Völlunum.

Stofnanir eins og Hafrannsóknarstofnun hefur fundið athvarf í Hafnarfjarðarhöfn og nú eru áform um að Tækniskólinn, stærsti skóli landsins, flyti einnig til Hafnarfjarðar. Margar aðrar stofnanir eru komnar til Hafnarfjarðar, þar sem þær fá að vera í friði fyrir reglugerðafargan og afskipti Reykjavíkurborgar. Það er engin tilviljun að fyrirtæki og stofnanir leiti annað. Sama þróun á sér stað t.d. í Bandaríkjunum, þar sem er atgervi - og fjármagnsflótti úr woke borgum Demókrata.

Ofan á allt annað eru gildi borgarinnar sem leggur áherslu á forgang jaðarhópa en ekki almennra borgara. Stanslausar árásir á kristni og kristin gildi (kristin fræði er ekki kennd í grunnskólum borgarinnar). Barnafjölskyldur fá ekki inn í leikskóla og einka aðilar boða innkomu inn á "leikskólamarkaðinn" til að leysa málið. "Woke makes you broke" segir Kaninn og borgir, fyrirtæki og alríkið ætlar að láta af þessari stefnu í landi hinu frjálsu. Ekki hér á Íslandi.

Vei þeim er heimsækja borgina, það er gerð atlaga að einkabílnum er hann ekur um götur en einnig líka ef honum er lagt. 1200 kr. kostaði það bloggritara að leggja í bílastæðishús í miðborginni í eina klst (var tilhneyddur að koma í borgina). Borga þarf fyrir að leggja bíla allt vestur í Vesturbæ borgarinnar. Og HÍ sem hefur sömu gildi og stefnu og Reykjavíkurborg (woke menning), ætlar að seilast í vasa blankra háskólastúdenta og rukka þá fyrir að voga sér á einkabílnum inn á háskólalóð. 

Barnafjölskyldur, nemar, aldrað fólk (sem verður að nota einkabílinn vegna heilsubrest) og fátæklingar eru allt hópar sem borgaryfirvöld gefa "skít í", afsakið orðbragðið. Hagsmunir Jóns og Gunnu eru aldrei hafðir í fyrirrúmi, þau eru bara útsvarsgreiðendur, ekki borgarbúar sem ber að hlú að (nýjasta nýtt er 7 milljóna sekt á eldri hjón sem girtu meðfram göngustíg til að koma í veg fyrir slys).

"Stadt luft macht frei" sögðu miðaldarmennirnir, þegar borgir voru vinjar frjálsræðis, einstaklingsfrelsi og -framtaks. Ekki lengur, einstaklingurinn fær ekki að vera í friði fyrir álögur og afskipti borgaryfirvalda.  


Sun Tzu og listin að kenna - 10 reglur fyrir kennarann

1. Fyrsti og mikilvægasti eiginleiki farsæls kennara er að hafa tao (veginn). Tao er það sem færir hugsun nemenda í takt við kennarann. Tao er gæði yfirvalds og heiðarleika sem fær nemendur (og foreldra þeirra) til að trúa á kennarann. Tao er karakter.

2. Góð kennsla snýst aldrei bara um kennarann. Þetta er alltaf tvístefnu gata. Þetta snýst um samskipti kennara og nemanda.

3. Rétt eins og njósnir hersins skipta sköpum í stríði, þá er skilningur nemenda lykillinn að farsælli kennslu. Taka ber mið af Zeitgeist og menningu. Reynda verður að skilja ástríðu nemenda til að auðvelda þeim að tileinka sér kennslustundina.

4. Í þágu þess að lágmarka fyrirhöfn kennarans og hámarka árangur hans (shih): Aldrei að lesa texta upphátt fyrir nemendur. Láttu nemanda alltaf lesa fyrir hann.

5. Öll kennsla er röð æfinga þar sem kennarinnn staðsetur nemandann markvisst (hsing) þannig að hann læri af henni.

6. Spyrðu aldrei "Einhverjar spurningar?" og búast við að fá svari. Kennarinn verður alltaf að vera skrefi á undan nemendum og staðsetja spurningar sínar á stefnumótandi hátt. Reyna verður að hugsa eins og nemandi og komdu með spurningar sem nemendur gætu viljað svara.

7. Kennarinn á að reyna að vera formlaus: að renna í gegnum bekkinn eins og hann værir ekki þar, á meðan hann vísar honum alltaf lúmskur í þá átt sem kennarinn vilt að hann fari.

8. Rétt eins og hernaður er list svika, þannig er kennsla list óbeina leiðslu. Aldrei á að reyna að þvinga nemendurna; fá verður þá alltaf til að koma til kennarans eftir leiðsögn og vilja til að læra.

9. Kennarinn á aldrei að fara "kaldur" inn í skólastofuna; æfa alltaf fyrirfram. Svo vitnað sé í Sun Tzu: "Það er með því að skora mörg stig sem maður vinnur stríðið fyrirfram með musterisæfingu bardagans."

10. Kennarinn á að þekkja nemendur sína og þekkja sjálfan sig. Hann að vera hreinskilinn um styrkleika sína og veikleika. Nýta sér styrkleika sína sem mest og lágmarkaðu það sem hann er veikur fyrir. Sömuleiðis, þekkja styrkleika og veikleika nemenda sinna. Hjálpa þeim að byggja á styrkleikum sínum. Trúa á þá en ekki biðja þá um að gera hluti sem þeir geta ekki.


Liggja valkyrjurnar í valnum strax í upphafi?

Menn vilja kalla stjórnina sem nú er verið að reyna að mynda valkyrjustjórn.  Hljómar sem skemmtilegt heiti á ríkisstjórn en er kannski fyrirboði um hvernig stjórnin verður.

Til gaman má geta að valkyrjur, í norrænni goðafræði, eru hópur meyja sem þjónaði guðinum Óðni og voru sendar af honum á vígvellina til að velja hina vegnu sem áttu sæti í Valhöll.

Þessir forboðarar riðu til vígvallarins á hestum, með hjálma og skjöldu; í sumum tilfellum flugu þær um loft og sjó. Sumar Valkyrjur höfðu vald til að valda dauða þeirra kappa, sem þær vildu ekki; aðrar, einkum hetju valkyrjur, vörðu líf og skip þeirra sem þeim voru kærar. Fornnorrænar bókmenntir vísuðu í hreinar yfirnáttúrulegar valkyrjur og einnig í valkyrjur manna með ákveðna yfirnáttúrulega krafta.

Efa má að formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins séu gættar yfirnátttúrlega krafta en þær hafa vald yfir flokkum sínum. Valkyrjur eru vígreifar og því má búast við þær snúist hver á móti annarri áður en langt um líður. Kannski er betri viðlíking að líkja þeim við prímadonnur. Allir vita hvernig er að umgangast slíkar konur.

Slúður berst af því að nú fái Flokkur fólksins aðeins tvo ráðherra en réttast væri að hann fengi þrjá ef miðað er við kosningarfylgi. Aðeins formaður Viðreisnar hefur reynslu af ráðherrastörfum og því má búast við að þegar rennur af þeim víman af því að komast til valda og dagleg störf taka við, þá súrni í Ásgarði og þær snúist hver gegn annarri.

Ætli það verði eins og í þessu myndbandi, þær koma askvaðandi inn en skilja allt eftir í rúst!


DOGE er stæling á efnahagsstefnu Javier Milei forseta Argentínu

Elon Musk og Vivek ætla að herma eftir efnahagsstefnu Milei hvað varðar niðurskurð. Milei er með svo kallaða "frjálslindis stefnu" í efnahagsmálum sem ekki má rugla við frjálslindi í félagsmálum (þar er hann íhaldsmaður). En er skynsamlegt fyrir Kanann að herma eftir Argentínumönnum?

Í nóvember 2023 varð Javier Milei kjörinn forseti Argentínu með hreinum 56% meirihluta og tók við embætti í desember. Hann erfði erfiða arfleifð frá fyrri ríkisstjórn Perónista með óðaverðbólgu upp á 211% árið 2023, samdrætti upp á 1,6% og háa fátæktartíðni upp á 45%.  Nú á ríkisstjórn hans árs afmæli og árangur er frábær, svo sem veruleg lækkun verðbólgu.

Milei hafði tekið við hörmulegri efnahags- og fjármálastefnu af fyrri perónistastjórn undir forystu Alberto Fernandez. Árið 2023 var Argentína með hæstu verðbólgu í heiminum eða um 211%. Í kosningakönnunum nefndi íbúar óðaverðbólgu sem sitt mesta áhyggjuefni. Í kosningabaráttunni hafði Milei heitið því að gera baráttuna gegn verðbólgu að forgangsverkefni sínu. Strax eftir að Milei tók við embætti, kynnti Milei metnaðarfulla efnahagsáætlun með yfirgripsmiklum allsherjarlögum ("Ley Bases") með yfir 600 ráðstöfunum og neyðartilskipun "Decretos de Necesidad y Urgencia (DNU)" með um 300 ráðstöfunum.

Milei og hreyfing hans „La Libertad Avanza“ („Freedom Advances“) hafa hins vegar ekki meirihluta í hvorri deild og eru því háð stuðningi millistéttar- og hófsamra perónistaþingmanna. Eftir misheppnaða fyrstu tilraun í apríl tókst Milei að koma allsherjarlögunum í gegnum þingið í júlí.

Neyðartilskipanir, tæki sem fyrri forsetar Argentínu notuðu til að stjórna, er enn í gildi, eftir að hafa verið hafnað af öldungadeildinni en ekki - að minnsta kosti ekki enn - af fulltrúadeild þingsins. Með samþykkt allsherjarlaganna sérstaklega hefur Milei náð mikilvægum áfanga, bæði sem sönnun um getu sína til að starfa í krefjandi þingræði og með tilliti til hagstjórnaráætlunar hans með áherslu á að draga úr ríkisútgjöldum, draga úr skriffinnsku og kynna einkavæðingaráætlun.

Hér eru helstu viðburðir á upphafsári hans:

Forsetasigur og dagskrá: Milei tók við embætti 10. desember 2023 eftir að hafa sigrað í síðari kosningum með 55 prósent atkvæða. Herferð hans snerist um loforð um að dollaravæða hagkerfið, draga úr verðbólgu og ná jafnvægi í ríkisfjármálum með róttækri niðurskurði ríkisins, frægt táknað með "keðjusagar" myndlíkingu hans.

Gengisfelling og verðbólgubarátta:  52 prósenta gengisfelling pesóans í desember olli 25,5 prósenta aukningu verðbólgu. En í janúar var verðbólga farin að minnka. Í síðasta mánuði fór það niður í 2,7 prósent í október, vakt sem Milei kallaði „efnahagslegt kraftaverk“.

Bálknið burt: Í stjórnarráðinu var fækkað úr 18 ráðuneyti í 8. Meðal þeirra deilda sem voru lagðar niður voru menntamálaráðuneyti, vinnumálaráðuneyti, vísindi og tækni, umhverfisráðuneyti, menningarmál og konur, kyn og fjölbreytni. Stofnunum sem fjalla um mismunun (INADI) og réttindi frumbyggja var einnig lokað.

Áfangar í ríkisfjármálum: Í janúar náði Milei að skila afgangi á ríkisfjármálum (0,3 prósent af landsframleiðslu), sá fyrsti í Argentínu í meira en áratug. Opinberir verksamningar voru stöðvaðir allt árið og yfir 30.000 störf ríkisins hafa verið skorin niður með samblandi af endurnýjun samninga, uppsögnum og snemmbornum starfslokum.

Löggjafarbardaga:  Þrátt fyrir að hafa lagt fram stórumbótapakka sem innihélt meira en 600 greinar til þingsins, neyddi skortur á löggjafarmeirihluta Milei til að draga úr metnaði sínum. Í júní tryggði hann sinn fyrsta löggjafarsigur með neyðarlöggjöf um efnahagsmál sem veittu honum sérstök völd, efldi ríkisumbætur og skapa stjórntæki til að laða að stórar fjárfestingar.

Gjaldeyriseftirlit og tafir á dollaravæðingu:  Á meðan hann viðheldur gjaldeyrishöftum hefur Milei frestað dollaravæðingaráætlunum sínum um óákveðinn tíma. Hann innleiddi skattauppgjöf til að styrkja varasjóð Seðlabankans og vinna gegn spákaupmennsku. Gengi pesósins hækkaði, en hagkerfið í dollurum varð dýrara og rýrði kaupmáttinn. Daglegir hlutir hafa hækkað mikið í verði og verðbólga birtist í dollara viðskiptum.

Afnám hafta á markaði og aukning í fátækt:  Verðlagseftirlit á matvælum og lyfjum var afnumið sem og reglur um húsaleigu, tryggingar, einkafræðslu og fjarskipti. Niðurgreiðslur til veitna og almenningssamgangna voru skornar niður. Fátækt jókst í kjölfarið um 11 punkta og náði 52,9 prósentum - mesta hækkun í tvo áratugi - á meðan neysla, framleiðsla og byggingarframleiðsla hefur hríðfallið.

Menningarlegur og félagslegur niðurskurður: Fjármagn til INADI kvikmyndastofnunarinnar var skorið niður og ríkisfréttastofan Télam var lokuð. Ókeypis krabbameinslyf og matur fyrir eldhús í samfélaginu var frestað á meðan langvarandi úttektir stóðu yfir, sem olli gagnrýni frá kaþólsku kirkjunni og lögsókn eftir að þúsundir tonna af mat fundust rotna í vöruhúsum.

Fækkun glæpa: Frá janúar til ágúst lækkar tíðni morða í Rosario, ofbeldisfyllstu borg landsins, um 62 prósent á milli ára. Verið er að rannsaka nýlegar hótanir frá „fíkniefnahryðjuverkamönnum“ gegn héraðsstjóra og þjóðaröryggisráðherra.

Afnám reglugerða og einkavæðingar flugfélaga:  Milei afléttaði takmörkunum á flugmarkaðinum, skrifaði undir "opinn himinn" samninga við níu lönd og hefur talað fyrir einkavæðingu Aerolineas Argentinas, þar sem hann sagði: „það verður einkavætt eða lokað.

Mótmæli og kúgun: Ný öryggisreglur gegn vali heimiluðu alríkisherjum að bæla niður götumótmæli og koma í veg fyrir vegatálma. Átök við mótmælendur hafa oft verið en ofbeldi hefur ekki verið banvænt.

Lífeyrir og félagslegar bætur: Frumvarpi um að hækka lífeyri um átta prósent var beitt neitunarvaldi með vísan til hótana við efnahagsáætlun Mileis. Uppbótaruppbót fyrir lágmarkslífeyri var fryst og ókeypis lyf fyrir eftirlaunaþega minnkað. Lífeyrisþegar finna fyrir klemmu.

Hernaðar- og gagnsæis takmarkanir:  Milei keypti 24 orrustuþotur frá Danmörku og flokkaði allar vopnakaupaaðgerðir. Aðgangur almennings að upplýsingum stjórnvalda var takmarkaður og höfnun er nú á valdi stjórnvalda.

Niðurskurður í menntun og rannsóknum: Milei beitti neitunarvaldi gegn frumvarpi um að auka fjárframlög til háskóla og lækka styrki til vísinda. Mikil mótmæli hafa undirstrikað mikilvægi ríkismenntunar fyrir Argentínumenn og fjármögnunarbaráttan heldur áfram.

Erlend samskipti: Milei er í nánu samstarfi við Bandaríkin og Ísrael og hefur ferðast oft og forgangsraðað í ferðir á leiðtogafundi hægri manna og fundi með tæknileiðtogum eins og Mark Zuckerberg og Elon Musk.

Umdeild orðræða: Allt árið beindist áfrýnisorð Milei að fjölmiðlum, þingmönnum og andstæðingum, með tíðum rógburðum eins og "rottur“, "mannaskítar" og "vinstrisinnuð skítseiði".

Helsta heimild:

https://www.batimes.com.ar/news/argentina/key-measures-from-javier-mileis-first-year-in-office.phtml

Hver er niðurstaðan af þessir frjálslindisstefnu í efnahagsmálum? Frábær ef miðað er við fyrstu niðurstöðu. En það eru alltaf fyrirstaða í veginum. 

Snúum okkur til baka til Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn talaði fjálglega um að taka "bálknið burt" en aldrei látið verða af því að skera niður í ríkisfjármálum.  Það er borin von að "valkyrju" stjórnin verði með einhvern niðurskurð, er hræddur um að það sé verið að undir búa skattahækkana pakka handa Íslendingum í "jólagjöf".

Það væri annað upp á borðið ef Viðreisn (sem boðaði aðhald), Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn væru að mynda stjórn. Allir flokkarnir eru til hægri (ætla að vona að Viðreisn sé það) og því halda þeir a.m.k. aftur af skattahækkunum.

Um áramótin eru boðaðar hækkanir á vöru og þjónustu. Takk fyrir! Sum sé, við fáum tvöfaldan "gleðipakka" um áramótin, hækkanir á vöru og þjónustu og skattahækkanir. Er Ísland ekki bara drull..lélega stjórnað?


Norðurlöndin með öflugusta flugher Evrópu? Hvar er Ísland í myndinni?

Ein afleiðing Úkraínu er að áður hlutlausar þjóðir, Svíþjóð og Finnland ákváðu að ganga í NATÓ.  Það getur vel verið Pútín nái Donbass svæðið undir sig og Krímskaga og "vinni" þar með stríðið í Úkraínu, en varnarstaða Rússlands veiktist hins vegar á norðurhvelinu og opnaði upp nýja hættu gagnvart NATÓ meðfram landamæri þeirra við Svíþjóð og Finnland.

Fáir vita hversu öflugar Norðurlandaþjóðirnar eru hernaðarlega. Þetta eru rík ríki og þau hafa efni á dýrustu hernaðartólum sem völ er á. Þar með talið F-35 herþoturnar sem taldar eru bestu herþotur heims. Noregur hefur t.d. fjörtíu F-35 þotur og fimm P-8 Poseidon eftirlitsflugvélar. En það er ekki nóg með það, Svíþjóð framleiðir eigin herþotur sem eru mjög öflugar, SAAB Gripen C, D og E, eru ódýrari í rekstri en gæðin litlu minni.  Finnland ætlar að eignast sextíu og fimm F-35 vélar á næsta ári. Danmörk er að eignast sinn eigin F-35 flota, um 27 þotur.  Svíþjóð treystir hins vegar á eigin framleiðslu og styðst við Sab Jazz 39 Gripin með hátt í 200 herþotur alls. Ekki nóg með að þeir framleiði herþotur, þeir framleiða líka frægar eftirlitsvélar, SAAB GlobalEye AEW&C, sjá slóð: GlobalEye AEW&C .

Loftvarnarkerfi Norðurlanda er víðtækt, nær frá Grænlandi, yfir Ísland og Færeyjar og allt til landamæra Finnlands og Rússlands. Fjöldi herflugvalla eru innan svæðisins og herlið þessara þjóða æfa saman.  En Svíþjóð er að ganga lengra með HAPS áætluninni og komast þar með út í geim með eigið gervihnattakerfi.

 

Samanlagt eru þessar þjóðir með stærsta flugher Evrópu og þann öflugusta tæknilega séð. En hvar fellur Ísland þarna inn? Það gerir það ekki. Er ekki einu sinni með getu til að fylgjast með eigin landhelgi (löggæslu hlutverk), með bilaða eftirlitsflugvél.  Ísland getur lagt sitt fram með því sem hér hefur verið lagt fram, að breyta hlutverki Landhelgisgæslunnar örlítið lagalega og þar með að komast í digra sjóði NATÓ.  Íslendingar gætu þar með fengið hinu öflugu P-8 Poseidon eftirlitsflugvélar. Þær myndu smellpassa við íslenska loftvarnarkerfið, með sínum fjóru ratsjárstöðvum og Landhelgisgæslan rekur, sjá slóð: Íslenska loftvarnakerfið

Fáir vita að ratsjárnar þjóna ekki bara hernaðar hlutverki, heldur reiðir hin almenna flugumferð alfarið á þetta kerfi. Ef þessar ratsjár stöðvar væru ekki fyrir hendi, væru Íslendingar í vondum málum og þyrftu að reiða fram stórfé til að koma slíkum stöðvum upp en NATO hefur kostað uppbyggingu loftvarnakerfisins. Flest mannvirkin eru á eignaskrá Atlantshafsbandalagsins.

Ef Ísland er talið með, þá hafa þessar þjóðir myndað óopinbert varnarbandalag innan NATÓ undir heitinu NORDEFCO!

Fyrir þá sem vilja fræðast: NORDEFCO

Að lokum. Hér hefur aðeins verið minnst á herþotu flota Norðurlanda og með ótalið hinu öflugu flota landanna og landheri. Það er efni í aðra grein.


Útbrunnir stjórnmálamenn vilja gerast sendiherrar

Þegar engin eftirspurn er eftir stjórnmálamönnum, þeir detta af þing, hafnað af eigin flokki eða kjósendum, reyna þeir að róa á ný mið. Miðið er sett á þægilegt inni starf og virðingarstöðu innan stjórnkerfisins.

Eitt af virðinga embættum sem menn sækja stíft eftir, er sendiherra staða.  Meira segja uppgjafar stjórnmálamenn í Bandaríkjunum finnst þetta vera upphefð. Sem sendiherrar eru menn eins og hefðarmenn.  Þeir fá einkabílstjóra, þjónustulið og glæsihýsi til umráða og fá að hitta erlenda þjóðhöfðingja. Þeir verða á framfærslu ríkisins það sem eftir er.

Nú berast fréttum um að þingmenn sem nú var hafnað í kosningum langar að gerast sendiherrar. Það er fáranlegt að verðleikar - hæfni er ekki látin ráða hér ferð. Það á að auglýsa þessi störf og megi sá hæfasti fá starfið. Það er til dæmis fjöldi manns innan utanríkisráðuneytisins sem hefur gert utanríkisþjónustu að lífsstarfi en þessir sendifulltrúar ná sumir hverjir aldrei stöðu sendiherra því að afdankaðir stjórnmálamenn eru teknir fram yfir. Þetta lyktar af pólitískri spillingu en það er nóg af henni ef litið er á stöðuveitingar innan stjórnkerfi Íslands. Er það kannski ástæðan þess að landið er svo illa rekið?


Draugur úr fortíðinni - Samtök hernaðarandstæðinga

Bloggritari hélt að samtök her andstæðinga sem kalla sig í dag Samtök hernaðarandstæðinga væri liðin tíð, úrelt fyrirbrigði. En svo er ekki. Wikipedia segir um þessi samtök (eða eru þetta fámennur hópur sem hittist í kaffi nokkrum sinnum á ári eða yfir bjór og sendir frá sér vígreifar ályktanir við og við?) eftirfarandi:

"Samtök hernaðarandstæðinga (áður Samtök herstöðvaandstæðinga) eru íslensk félagasamtök sem eru þekkt fyrir áralanga baráttu fyrir brotthvarfi bandaríska hersins frá Íslandi. Samtökin berjast gegn hervaldi og ofbeldi sem leið til að leysa deilumál þjóða. Þau krefjast þess einnig að Ísland segi sig úr NATO. Hernaðarandstæðingar eru friðarsinnar og hafa barist gegn stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðsrekstur út um heim svo sem við stríðin í Írak, Afganistan og Líbíu. Einnig berjast þau fyrir banni við framleiðslu kjarnorkuvopna og gegn stuðningi Íslands við kjarnorkuvopnasefnu Bandaríkjanna og NATO."

Hljómgrunnur þessa hóps er ekki meiri en það að meirihluti Íslendingar hefur kosið að styðja veru Íslands í NATÓ í gegnum tíðina enda flestallt fólk raunsætt á lífið og tilveruna. En hvaða fólk er þetta? Jú auðvitað er svarið einfalt. Þetta fólk kemur úr rana svokallaða menntaelítuna, úr Háskóla Íslands og úr skori stjórnmálafræðinnar og sagnfræðinnar, úr Hugvísindadeild háskólans sem hefur tekið upp voke menninguna hráa og allar -isma dillur sem hálærðir spekingar hefur dottið í hug, alsgáðir eða drukknir. 

Já, þetta eru vinstri róttæklingar sem kjósa VG, Sósíalistaflokk Íslands og Pírata. Nú eru þessi flokkar komnir á ruslahaug sögunnar en hugmyndafræðin deyr ekki svo glatt. Lengi vel voru til Stalínistar, þrátt fyrir afhjúpun glæpaverka hans, héldu áfram að vera slíkir. Man eftir síðasta þeirra sem endaði sem vitavörður, þar sem hann gat lesið rauða kverið óáreittur. 

Eftirfarandi listi formanna her(stöðva)andstæðinga lýsir vel þennan hóp og hvaðan þeir koma:

Stefán Pálsson, sagnfræðingur 1999-2000

Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur 2000-2001

Stefán Pálsson, sagnfræðingur 2001-2015

Auður Lilja Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur 2015-2018

Guttormur Þorsteinsson, sagnfræðingur 2018-

Þetta segir manni að sagnfræðideildin innan HÍ er mesta vinstri bæli landsins og mesta furða að menn komist óskaddaðir á sál eftir þriðja til fimm ára dvöl þar innan dyra sem fræðimenn!

En hernaðarandstæðingar eru dæmdir til að vera taparar, því mannlegt eðli breytist ekki og stríð verða áfram hvort sem þeim líkar betur eða verr. Segi eins og maðurinn: Sed adhuc rotat!


"Sjokkerandi" að sjá hernaðaruppbygginguna á Miðnesheiði segja her andstæðingar

Þegar andstæðingar NATÓ segjast vera á móti her umsvifum á Íslandi, þá er eins og þeir séu í miðri setningu og klára hana ekki. Til dæmis heyrir maður þá aldrei segja, hvað á að koma í staðinn?  Manni grunar að þeir vilji að Ísland lýsi yfir hlutleysi, segi sig úr NATÓ og "herinn burt" en það kemur aldrei fram í fjölmiðlum. Bara að þeir séu í "sjokki".  „Sjokkerandi“ að sjá hernaðaruppbygginguna á Miðnesheiði

Ókei, segjum að Ísland lýsi yfir hlutleysi, er það næg vörn? Hvað segir sagan okkur? Nei, hér var barist um yfirráð landsins í seinni heimsstyrjöld.  Hefur staða Íslands geopólitískt og hernaðarlega séð breyst síðan? Nei, ef eitthvað er, hefur vægi Íslands í vörnum NATÓ aukist (GIUK hliðið) og það endurspeglast í auknum umsvifum NATÓ herstöðvarinnar. Nú eru Bandaríkjamenn bókstaflega að dusta rykið af herstöðvum í Asíu, sbr. herflugvöllinn í Tinian eyju og það gæti gerst að þeir sjái ástæðu fyrirvaralaust að senda hingað setulið. Þeir eru að búa sig undir stórstyrjöld í Asíu og stórátök í dag eru heimstyrjaldar ástand eða að lágmarki álfu styrjöld.

Svo er það stóra spurningin, getur heimurinn verið án herja? Ef herstöðvaandstæðingar eru að láta sig dreyma um herlausan heim, þá eru þeir veruleikafirrtari en maður bjóst við. Af hverju fór mannkynið að koma sér upp vopnuðu liði yfir höfuð? Söguna má rekja 10 þúsund ár aftur í tímann, þegar maðurinn hóf akuryrkju.  Það þurfti að verja uppskeruna sem tekur tíma að vaxa, fyrir ránum hirðingja í hálfmánanum. Fastaherir urðu svo til með borgríkjum Súmer og fylgt siðmenningunni allar götur síðar.

Í einföldustu mynd snýst þetta um þá sem eiga og þá sem langar að fá....með góðu eða illu.  Við eigum GIUK hliðið sem við höldum að aðrir vilja fá.  Þess vegna er hér herstöð....herstöðva andstæðingum til hrellingar en okkur hinum til verndar.


Trump vinnur ókeypis fyrir bandarísku þjóðina

Það eru fáir sem vita að Donald Trump hefur einn forseta hafnað launum.  Bandaríkjaforseti hefur um $400K á ári fyrir utan $50K á mánuði fyrir daglega eyðslu. Í fyrri forsetatíð Trumps vann hann vanþakklát starf fyrir bandarísku þjóðina, ofsóttur allan tímann. Samt kemur hann til baka. Hvers vegna?   Ekki er það vegna fátæktar, hann er moldríkur milljarðamæringur og hann tapaði stórfé á meðan hann var forseti.

Á fyrsta kjörtímabili sínu sem forseti (2016–2021) varð Donald Trump fyrir miklu persónulegu fjárhagstjóni. Samkvæmt Forbes lækkaði áætluð eign hans um um það bil 1 milljarð dala, úr 4,5 milljörðum dala árið 2016 í um 2,4 milljarða dollara árið 2021. Þessi samdráttur var rakinn til nokkurra þátta, þar á meðal minnkandi tekjur af hótel- og fasteignaviðskiptum hans, að hluta til vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Önnur ástæða var neikvæð áhrif á vörumerki hans vegna pólitískra deilna. Svo var víðtækur samdráttur á lúxus fasteignamarkaði, sérstaklega í New York borg.

Þrátt fyrir þetta tap var auður Trump enn umtalsverður, fyrst og fremst á rætur sínar í fasteignasafni hans og öðrum viðskiptafyrirtækjum.

Trump var spurður að því í nýlegu sjónvarpsviðtali hvort hann muni þyggja laun næsta kjörtímabili og svarið var nei. Athugum að í millitíðinni var hann á eftirlaunum og enn án þess að þyggja greiðslur.

Hvað er það þá sem rekur hann áfram?  Ærumissir, töp í dómsmálum, tekjumissir og hótun um fangelsi í tugi ára hefur hann þurft að búa við síðan hann hóf pólitískan feril.  Íslendingar sem hafa lært að "hata" hann í gegnum bandaríska fjölmiðla, gera sér ekki grein fyrir hvað hann var áberandi persóna í bandarísku þjóðfélagi og vinsæll.  Oprah Winfrey var t.d. vinkona hans, Clinton hjónin og fleiri demókratar en hann varð person non grata eftir að hann bauð sig fram fyrir repúblikana og hann kallaður trúður!

Margoft í gegnum tíðina var hann spurður út í pólitík og hann hafði sína skoðun. Það skein og skín í gegn stolt hans af Bandaríkjunum. Þá býsnaði hann yfir velgengni Japana en nú eru það Kínverjar. Sumir telja að hann hafi ákveðið að fara í pólitík þegar Obama niðurlægði hann í gala veislu en þá hafði Trump gert athugasemdir við ríkisborgararétt hins síðarnefnda.

Trump er gríðarlega metnaðarfullur, fullur sjálftraust sem kaupsýslumaður og hann hefur á ákveðnum tímapunkti að taka við stærsta "fyrirtæki" heims, Bandaríkin og ná árangi. Að sjálfsögðu er hann að búa til arfleifð um sjálfan sig. Hann ætlar að fara í sögubækurnar sem bjargvættur Bandaríkjanna. En hann greinilega "elskar" Bandaríkin, vei óvinum þeirra!

Við erum í miðri sögu, saga Trumps er hálfnuð. Nú þegar hefur myndast goðsögn í kringum manninn, enda lifað af tvær morðtilraunir (sem er líka einstakt í sögunni). Hann ætti ekki að vera hérna á meðal okkar en er samt.

 


Sjálfstæðisflokkurinn stendur sig einn flokka vel í varnarmálum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið málaflokkinn sig varða og ekki látið standa við orðin tóm. Utanríkisráðherrann okkar hefur verið skellegg í varnarmálum og ekki gleymt því að hún er í senn utanríkis- og varnarmálaráðherra. Það sem bloggritara greinir á við hann er pólitíkin, þ.e.a.s. afskipti af erlendum stríðum og ágreiningi milli ríkja. 

Ritari hefur bent á að herstöðin á Keflavíkurflugvelli hefur verið opin og í "fullum rekstri" um árabil. Það sem hefur breyst er að fleiri NATÓ-ríki koma að rekstrinum og varanleg viðveru hermanna. Herstöðin er því sannarlega orðin að NATÓ herstöð. Að meðaltali dvela um 300-400 hermenn á varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Þetta má lesa í nýrri skýrslu: Samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum

Mikil uppbygging á sér stað á svæðinu og Helguvík er að breytast í flotastöð en það er t.d. verið að byggja lengri viðlegukant í höfninni og byggja olíutanka og margt fleira sem ekki er talið upp hér. Í raun risa uppbygging og fjárfest fyrir tugir milljarða.  NATÓ og Bandaríkjamenn borga að mestu reikninginn en Íslendingar leggja sitt fram.

Til marks um að það er ekki verið að tjalda til einnar nætur er að það er verið að reisa ný fjölbýlishús fyrir hermenn innan varnarsvæðisins.  Það endurspeglar í raun limbóið sem varnarmálin eru í, því að Kaninn skildi eftir hverfi íbúðahúsa, blokka hverfi, sem Íslendingar eignuðust og eru í ábúð fjölskylda. Hvar eru þá nýju íbúðirnar fyrir hermennina? Og hverjar eru þá framtíðaráætlanir varðandi herstöðina? Ætlar Bandaríkjaher að koma til baka formlega séð?

Viss óvissa hefur verið eytt er varðar þátttöku Íslendinga sjálfra en þeir takið á sig meiri stjórnsýslulega ábyrgð. Athygli vekur að um 100 manns starfar beint eða óbeint við varnarmál á vegum Íslands, hérlendis og erlendis og varnarmálaskrifstofa hefur verið efld með ráðningu sérfræðinga.

Aðrar stofnanir og ráðuneyti hafa tekið á sig meiri ábyrgð, sérstaklega dómsmálaráðuneytið, Landhelgisgæslan, ríkislögreglustjóri og íslenska netöryggissveitin (CERT-IS). Á grundvelli þjónustusamnings felur utanríkisráðuneytið varnarmálasviði Landhelgisgæslu Íslands framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna á Íslandi. Þetta er allt gott og blessað en limbóið varðandi stjórnsýslulega ábyrgð er enn viðvarandi. Það vantar sérstaka stofnun - Varnarmálastofnun - til að halda utan um alla þræði.

Framlög Íslendinga hafa aukist árlega umtalsvert. Frá rúmum milljarði 2016 til sex og hálfan milljarð árið 2024.  Athygli vekur að fjárframlagið eykst milli áranna 2023 og 2024 um milljarð. Hvers vegna? Jú, það á að eyða þessum peningum að hluta til í tilgangslaust stríð í Úkraínu.

Í kafla sem ber heitið: "Framlög í sjóði til stuðnings Úkraínu" á bls. 13 (sem kemur varnarmálum Íslands ekkert við, er lagt í alþjóðlegan sjóð til stuðnings Úkraínu sem Bretar leiða (InternationalFund for Ukraine - IFU) sem styður kaup á hergögnum. Á mannamáli þýðir þetta að Íslendingar eru að kaupa vopn og senda til stríðsaðila!

Svo segir: "Ísland leiðir ásamt Litáen ríkjahóp sem styður verkefni sem tengjast sprengjuleit og -eyðingu í Úkraínu og í tengslum við þann hóp hefur verið settur á fót sjóður til að styðja slík verkefni." Er hér um fjárframlag að ræða eða bein þátttaka í sprengjuleit og -eyðingu?

En það er samt margt jákvætt við framlag Íslands til Úkraínu en ætti ekki að flokkast undir varnarmál heldur neyðaraðstoð. Til dæmis kaup á færanlegu sjúkrahúsi í 10 gámaeiningum sem bráðamóttöku læknir sagði mér að væri betri en bráðamóttaka Landsspítalans! Meiri afkastageta og fleiri legurými! Er ekki hér ekki rangt gefið? Kostnaðurinn kemur á óvart, aðeins 1,1 milljarður. Í skýrslunni segir: "Sjúkrahúsið samanstendur af tíu gámaeiningum sem mynda fullbúið sjúkrahús sem starfað getur sjálfstætt og án stuðnings svo dögum skiptir. Sjúkrahúsið var afhent Úkraínu haustið 2023." Af hverju ekki að setja svona bráðabirgða sjúkrahús fyrir framan Borgarspítalann gamla á meðan það er verið að reisa nýja Landsspítalann?

Lítum aftur á bls. 16 á töflu um fjárlög til varnarmála. Þar kemur í ljós að Íslendingar byrja að senda peninga til Úkraínu árið 2022 og nam sú upphæð hálfan milljarð. Árið 2023 er upphæðin komin upp í tvo milljarða og 2024 er upphæðin komin í 2,2 milljarða.  Þetta þýðir að þriðjungur fjármagns sem er ætlað í varnarmál fer í erlent stríð. Hvernig fer þetta fram hjá fjölmiðlamönnum og hvers vegna er ekki spurt af hverju framlag til stríðs í erlendu ríki er sett undir varnarmál Íslands? Við getum ímyndað okkur rökin en kannski væri betra að aðskilja reikninginn? Ekki segja að þetta sé tengt NATÓ, það hernaðarbandalag er ekki í formlegu stríði við Rússa. Við erum ekki skyldug til að senda peninga til Úkraínu, við gætum gert þetta undir hatti mannúðaraðstoðar.

Þetta tengist heldur ekki kröfunni að 2% af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál samkvæmt samþykkt NATÓ ríkjanna frá 2014. Aðeins 23 af 32 NATÓ-rikjum hefur tekist að ná því markmiði. Ísland mun seint ná 2% markmiðinu. Hef lesið (selt það ekki dýrara) að um 0,02% fari í varnarmál og þar af þriðjungur í erlent í stríð!

Það er eðlilegt að Landhelgisgæslan sjái um "líkamlega" framkvæmd varnarmála í rekstri ratsjárstöðva, þátttöku í varnaræfingum o.s.frv.

Lokakafli skýrslunnar heitir Næstu skref er sagt að hafin er vinna við að móta varnarmálastefnu til lengri tíma. Þessi vinna mun fara fram í samráði við  utanríkismálanefnd Alþingis, þjóðaröryggisráð og önnur ráðuneyti og stofnanir.  Það er vel en Íslendingar geta ekki endalaust treyst á að erlendir hermenn eða erlend ríki geti verndað Ísland. Ekkert ríki í heimi er herlaust og Ísland er það ekki heldur í raun. Við höfum bara úthýst herþjónustan til NATÓ-ríkja. Við getum alveg tekið yfir fleiri varnaþætti, jafnvel stofnsett heimavarnarlið eða smáher.

Svo er það framtíðin.  Það varð ljóst þegar Bandaríkin þurftu að berjast á tveimur vígstöðvum, í Írak og Afganistan, að þeir réðu ekki við verkefnið og það gegn veikum andstæðingum.  Samkvæmt herkenningu þeirra á Bandaríkjaher að getað háð tvö stríð samtímis en það er alveg ljóst að ef hann lentir í átökum við alvöru herveldi, svo sem Kína, þá er jafnvel hætta á að hann tapi þeirri viðureign. Hvað gera Íslendingar þá? Þá er hætta á að margir aðilar fari af stað. Munum eftir Kóreustyrjöldinni þegar Bandaríkjamenn börðust beint við Kínverja, hingað var sent herlið því talið var á heimsstyrjöld. En geta þeir það næst? Bandaríkjaher er enn öflugusti her heims en hann hefur samt sín takmörk.

Að lokum, hvernig munu valkyrjurnar taka á varnarmálum? Verða þau tekin alvarlega? Stendur það ekki enn sú fullyrðing að Sjálfstæðisflokkurinn einn taki málið föstum tökum? 

En við megum ekki gleyma því að Landhelgisgæslan er fjársvelt. Ekki einu sinni til aurar fyrir hreyfla á einu eftirlitsflugvél hennar. Það hefði mátt eyða þessum tveimur milljörðum sem fara í ár til Úkraínu í að kaupa nýja hreyfla eða efla starfsemi hennar á annan hátt. Kannski gætu menn vera séðir og tengt varnarfjárlög beint við LHG og sett alla varnarþætti undir hennar umsjón? Það verður hins vegar ekki gert nema með breyttum lögum.  Þarna skapast tækifæri fyrir LHG að fara beint í sjóði NATÓ sem eru digrir þessi misseri og geta kostað starfsemi hennar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband