Færsluflokkur: Bloggar

Álitsgjafinn Douglas MacGregor

Hinn fyrrum ofursti í Bandaríkjaher, D. MacGregor hefur verið áberandi sem álitsgjafi um samtímastríð.  Hann er skeleggur í málflutningi, sannfærandi og hefur yfirgripsmikla þekkingu á samtímamálefnum.  En eftir því sem maður hlustar meira á hann, þá kynnist maður persónunni betur og ákveðið þema kemur í ljós.

MacGregor virðist vera mjög á móti afskiptum Bandaríkjamanna af stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir vestræna stjórnmálamenn (NATÓ) fyrir hvernig tekið er á málinu. Þemað hjá honum er að Úkraínu stríðið sé tapað fyrir Úkraínumenn. Þeir ættu aldrei möguleika á sigur. Hann virðist vera á sömu línu og Trump og Tucker Carlson að koma hefði mátt í veg fyrir þetta stríð.

En það þarf engan sérfræðing til að sjá að á brattan var að sækja fyrir Úkraínumenn frá upphafi. Þeir hafa þó tórað í rúm tvö ár í ójöfnu stríði.  Það sem vantar í málflutning MacGregor að það er hægt að sigra við friðarsamningaborðið. Hann er allt of svartsýn. Það er nefnilega hægt að komast að niðurstöðu þar sem báðir aðilar halda nokkurn veginn andliti. Ein slík niðurstaða væri að Donbass héruðin fengu fullt sjálfstæði sem ríki. Væru hvorki hluti af rússneska sambandslýðveldinu né hluti af Úkraínu. Íbúarnir hvort sem er allir rússneskumælandi. Úkraína lýsti yfir að hún gengi ekki í NATÓ en hefði rétt til að ganga í ESB (sem Rússar hafa ekkert á móti).  Úkraína verður þar með stuðpúðinn gegn innrás úr vestri eins og hún hefur verið í gegnum aldir.

Sama gildir um málflutning MacGregor varðandi átök Ísraels við nágranna sína. Þegar Erdógan pípir og hótar árás á Ísrael, þá fer MacGregor á taugum. Heldur hann virkilega að Tyrkland geri innrás í Ísrael? Tyrkland þarf þar með að fara í gegnum tvö lönd með herlið sitt, sem mun aldrei gerast. Eða gera innrás af sjó, en flugmóðufloti Bandaríkjanna er þar fyrir (ekki haft hátt um það). Stefna þar með NATÓ aðild sína í hættu, yrðu reknir með það sama úr bandalaginu og úr vestrænni samvinnu.

Eða Íran fari í stríð við Ísrael. Ástæðan fyrir því að Íranir nota staðgengla eins og Hizbollah eða Hamas, er að Íran er í mikilli fjarlægð frá Ísrael. Íran þyrfti að fara yfir íranskt landsvæði með her sinn. En Jórdanir eru bandamenn Ísraels. Það sem Tyrkir, Íranir eða aðrir óvinir geta gert, er að gera eldflaugaárásir á Ísrael eins og þau hafa þegar gert.

Orðræðan í Miðausturlöndum er herská. Arabalöndin eru karlaveldi (Ísrael líka). Þar er talað digurbarklega en menn passa sig samt á að fara ekki yfir strikið. Það hefur komið marg oft í ljós í þessum átökum. T.d. þegar Íran sendi eldflaugar og dróna á Ísrael og Ísraelmenn svöruðu með takmarkaðri árás. Það getur vel verið að Íran lýsi yfir stríði gegn Ísrael en hvernig ætla þeir að fylgja yfirlýsingunni eftir? Jafn gagnlegt og þegar Hitler lýsti yfir stríði gegn Bandaríkin. Ein mestu mistök hans í stríðnu.

Stríðið í Gaza er 301 daga gamalt. Öllum aðilum hefur tekist að ganga á línunni án þess að detta. Öllum er heitt í hamsi en enginn virðist vera svo brjálaður að fara í tveggja landa stríð.  Helsta hættan er í Líbanon. Að nú segi Ísraelmenn, hingað og ekki lengra og taki suðurhluta landsins undir sig og reki Hezbollah úr landi eins og þeir gerðu við PLO.  En það mun verða Ísraelmönnum dýrkeypt. Sérstaklega þegar þeir hafa ekki stjórn Bidens á bakvið sig. Þeir eru algjörlega undir Bandaríkjamönnum komnir með fjármagn og vopn. Stóra spurningin er, halda Ísraelmenn að þetta sé stóra tækifærið fyrir þá að koma í veg fyrir að Íran verði kjarnorkuveldi? Ganga frá Hamas og Hezbollah í eitt skipti fyrir öll? Ef svo er, þá er mjög ófriðvænlegt framundan og guð má vita hvernig útkoman verður fyrir þá eða andstæðinga þeirra. Þótt Ísrael er öflugast herveldið í Miðausturlöndum, geta þeir ekki barist á móti öllum í einu og ekki án aðstoðar Bandaríkjanna. Að því leytinu til hefur MacGregor rétt fyrir sér. En taka verður hann með þeim fyrirvara að hann sér þessi tvö stríð í sinni svörtustu mynd. Það vantar ekki þekkinguna en spyrja má um niðurstöður hans. 

Bandaríkin, þrátt fyrir stjórn Joe Biden, er enn mesta herveldi veraldar. Á meðan þau eru stóri bróðir Ísraels, þá helst jafnvægið áfram. En það eru blikur á lofti. Ef Kamala Harris kemst til valda, verður enginn friður framundan. Hún hefur þegar sýnt það í verki með því að hunsa heimsókn forsætisráðherra Ísraels til Bandaríkjanna.  Og hún mun halda að dæla vopn til Úkraínu til að halda því stríði áfram. En kannski verður verst að hún gerir Bandaríkin gjaldþrota.  Án penings er enginn öflugur her. 

Árið 1990 gátu Bandaríkin háð tvö stríð samtímis og smáskærur, í dag munu þau eiga í erfiðleikum með að heyja eitt stríð á móti stórveldi.  Rússland eða Ísrael eru herveldi sem hafa ekki efni á að tapa stríði eins og Bandaríkin. Ef þau tapa, fer allt í bál og brand. Það verður því barist til sigurs hjá báðum aðilum.

Hér má sjá hvernig MacGregor talar:

 

 


Sjálfsmyndapólitík Kamala Harris kemur aftan að henni

Eins og vitað er, eru vinstri menn önnum kafnir að boða sjálfmyndarpólitík af fullum krafti (e. identity politics). Hugtakið hefur einnig verið kallað merkimiðapólitík. Þessi pólitík hefur ýmis vopn ný-marxismans við hendi. Svo að orðræða andstæðingsins sé haturorðaræða, örárásagirni (e. mini aggresion) o.s.frv. til að herja á andstæðingana.

Kamala Harris forsetaefni Demókrata er nú helsti boðberi þessara stefnu. Segja má að hún hafi fengið núverandi stöðu varaforseta út á tvö einkennismerki sjálfsmyndarpólitíkar. Hún er kona (e. oppressed) og þar af leiðandi af kúguðum hópi og hún er svört....eða hvað?

Kynþáttur Harris kom til sögunnar í nýlegum opnum blaðamannafundi Trumps með svörtum fjölmiðlamönnum. Þar segir Trump að Harris sé nýlega orðin svört, en hún hafi alltaf kennt sig við indverska uppruna sinn. Sagði Harris ný­lega „orðna svarta“  Vísir greinir frá en getur ekki einu sinni farið með rétt mál um fundinn. Segir Trump hafa komið klst. seint en hið rétta er að hljóðnemakerfið virkaði ekki í 35 mínútur og var í ólagi allan tímann. Bloggritari veit þetta því hann horfði á fundinn. Svo sér maður hver heimild Vísis er, CNN! Hvað um það. Áfram með pistillinn.

"Er hún indversk eða er hún svört?“ svaraði Trump. "Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla "leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur."

Harris, sem á indverska móður og svartan föður, svaraði Trump á kosningafundi í Texas og sagði um að ræða "sömu gömlu sýninguna." segir Vísir.  Hver er þá sannleikurinn? Hann er því miður ekki hagstæður Harris. Hún er nefnilega kominn af hvítum þrælaeiganda í föðurættinni. Faðir hennar er ekki meiri svartur maður en það að hann á hvíta forfeður. Kíkjum á uppruna Harris.

Væntanlegur frambjóðandi demókrata og varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, á sér írskar rætur en ekki á þann hátt sem hún er líkleg til að fallast á.

Harris er dóttir Donald J Harris, sem fæddist á Jamaíka, og Shyamala Gopalan Harris frá Indlandi.

Ættfræðirannsókn sem gerð var af norður-írska sagnfræðingnum Stephen McCracken leiðir í ljós að Hamilton Brown,  föður-langafi Harris, fæddist í Co Antrim árið 1776, ári sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna.

Brown flutti til Jamaíka, sem þá var bresk nýlenda, og varð áhugasamur þrælaeigandi á sykurplantekjunum sem voru uppistaðan í efnahagslífi eyjarinnar. Hann var á móti afnámi þrælahalds um breska heimsveldið árið 1832 og fór til Antrim til að skipta þrælum sínum út fyrir verkamenn frá heimahéraði hans.

Hann gaf nafn sitt til Browns Town á Jamaíka og er grafinn við kirkju St Marks Anglican Church, sem hann byggði fyrir eigin peninga. Brown var hlynntur þrælahaldi og hataði breska afnámsmanninn William Wilberforce sem lagði fram frumvarp um þrælaskrá til að stöðva viðskipti með þræla á milli mismunandi eyja í Karíbahafinu. Brown kallaði hann "klofinn fót" og hræsnara.

Brown fékk tæpar 11 milljónir evra í nútímafé í skaðabætur frá breska ríkinu fyrir þræla sína, samkvæmt skrám sem University College London (UCL) hefur undir höndum.

Faðir Harris, emeritus prófessor í hagfræði við Stanford háskóla, viðurkenndi þrælaeiganda fortíð fjölskyldu sinnar í grein fyrir jamaíkanskt dagblað árið 2018. Forvitnilegt er að ættingjar móður hans eru kallaðir Finegan. Írskir forfeður Joe Biden forseta eru einnig kallaðir Finegan (Finnegan).

Foreldrar hennar, Shyamala Gopalan (dóttir indversk diplómats) og Donald Harris. Báðir fluttu til Bandaríkjanna (frá Indlandi og Jamaíka, í sömu röð) til að stunda doktorsgráður við háskólann í Kaliforníu, Berkeley. Móðir hennar rannsakar krabbamein en faðir hennar er prófessor emeritus.

Kamala Harris reynist því vera af forréttindastétt (sem demókratar hata) sem samkvæmt ný-marxískum fræðum er kúgari (e. oppressor). Ekki nóg með það að hún er ekki komin af þrælum (eins og flestir svartir Bandaríkjamenn) nema að hluta til, heldur kúguðu forfeður hennar svart fólk.  Veit svart fólk í Bandaríkjunum um raunverulegan uppruna hennar?

Talandi um sjálfsmyndarpólitíkina og orðræðu hennar. Nýmarxistar virðast hafa farið í smiðju George Orwells og tekið upp "double speak". Sjá myndband hér að neðan. Þar eru hefðbundin hugtök tekin úr samhengi og hugtök breyta um merkinu allt eftir hvernig vindar blása.


Embættismenn hafa ekki málfrelsi?

Í Bandaríkjunum hafa demókratar fyllt embættismannakerfið af aðgerðasinnum.  Þetta fólk er uppfullt af wokeisma, þ.e.a.s. hugmyndafræði ný-marxisma. Bandaríkjaríkjaþing (repúblikanar) reynir að sigta út mest öfgafyllsta fólkið, þ.e. alríkis dómara, í þingyfirheyrslum. En margt þessa fólk sleppur í gegn síuna og fer að iðka það sem það hugsar.

Í ofur frjálslindum ríkjum eins og Minnisota, Kaliforníu og New York, svo einhver séu nefnd, eru skipaðir dómarar og saksóknarar á lægri stigum sem eru illa haldnir af hugmyndafræði en ekki lögfræði. Afleiðingin er auðljós. Glæpamennir fara í gegnum hringhurð í dómshúsinu og út aftur á götuna til að hrella heiðalega borgara. Meira segja morðingjar og nauðgarar fá að fara út með að borga tryggingagjald.

Sem betur fer er ástandið ekki svo slæmt á Íslandi. En wokeisminn hefur læðst inn í stjórnkerfið og sérstaklega eru margir þingmenn illa haldnir af kvillanum. Erfitt er að meta dómarastéttina en ríkissaksóknari virðist taka mark á hróp og köll út í samfélaginu og taka sér vald til að aga ráðherraskipaðan embættismann.

Það er býsna alvarlegt þegar sjálfur ríkissaksóknari virðist ekki skilja tjáningarréttar ákvæði stjórnarskráarinnar. Tjáningarfrelsið stöðvast ekki við að fá vinnu hjá hinu opinbera. Ef embættismenn eða opinberir starfsmenn þurfa fyrst að hugsa um starfsöryggið áður en þeir tjái sig sem borgarar, þá búum við ekki í réttarríki eða lýðræðisríki. Og ansi margir borgarar sem hafa þá ekki tjáningarfrelsi. Veit ekki hversu margir vinna hjá hinu opinbera, hljóta að vera tugir prósenda af heildarvinnuaflinu.

Sem betur fer eru til menn sem þora að tjá sig. T.d. fyrrverandi hæstaréttardómari sem hefur með málflutningi sínum varpað ljósi á hulisveröld dómsvaldsins. Svo fremur sem menn eru að tjá sig í eigið nafni sem borgari en ekki embættissins, ættu menn að vera óbundnir.

Lengi lifi málfrelsið - fyrir alla.


Er til nokkuð sem kallast mannúðlegt stríð?

Í dag eru háð tvö stríð undir vökulum augum heimsbyggarinnar. Bæði skipta máli, því bæði geta leitt til þriðju heimsstyrjaldar ef rangt er haldið á spilum. Eins og staðan er í dag, er líklegra að það sjóði upp úr í Miðausturlöndum en í Úkraínu.

En viðhorfið á Vesturlöndum til þessara styrjöldar virðist vera ólíkt.  Í Úkraínustríðinu eru Úkraínumenn kvattir áfram og beita sem mestu herafli (meiri dauði og tortíming) en í Gaza stríðinu eru Ísraelmenn kvattir til að beita stillingu og takmarka hernaðaraðgerðir. Þetta leiðir hugann að eðli stríða. Er til nokkuð sem kallast mannúðlegt stríð og er hægt að stríða samkvæmt kenningunni um "respond proportionally" (hlutfallsleg viðbrögð)? Rétt eins og Ísraelar eru krafðir um að gera?

Nei, því miður eru stríð ógeðfelldur verknaður, hryllingur í hryllingsmynd. Enginn sem ætlar að sigra, bregðst við hlutfallslega. Sjá má þetta í allsherjarstríði seinni heimsstyrjaldar (og þúsundir ára aftur í tímann) að annar eða báðir stríðsaðilar halda ekkert af sér í stríðsátökunum. Í seinni heimsstyrjöldinni beittu góðu gæjarnir - bandamenn - miskunnarlausar loftárásir á saklausa borgara Þýskalands. Loftárásir dag og nótt í mörg ár og hundruð þúsundir lágu í valinu. Mæli með bíómyndinni um Bomber Harris sem stjórnaði þessari herferð. Æltunin var að opna með þessum loftárásum "vesturvígstöðvar" en þarna var ekki brugðist við "hlutfallslega".

Í austurvegi voru 17 milljónir sovéskra borgara drepnir á móti 9 milljónir hermanna. Allt eytt og allir drepnir í veginum. Sama gerðist er Rauði herinn fór yfir Austur-Evrópu og Þýskaland. Stríð geta aldrei verið mannúðlegt en hægt er að reyna að hafa einhverjar reglur sem nokkurn veginn eru haldnar.

Victor Davis Hanson, klassískur fræðimaður og hernaðarsagnfræðingur, hefur skrifað mikið um eðli stríðs, sérstaklega í verki sínu "Carnage and Culture."

Siðferði og siðferðileg vídd

Victor D. Hanson leggur oft áherslu á að hernaður Vesturlanda snýst ekki bara um grimmt, heldur einnig um siðferðilegar hliðar og talar hér um vestræn lýðræðisríki í þessu samhengi.

Þetta felur í sér:

Réttlát stríðshefð er samkvæmt kenningum vestrænna lýðræðisríkja. Hugmyndin um að stríð ætti að berjast fyrir réttlátar sakir og af hófsemi.

Verndun þeirra sem ekki eru hermenn. Viðleitni til að lágmarka mannfall óbreyttra borgara og hliðartjón. Þetta hafa vestræn lýðræðisríki fylgt eftir en gerðu það ekki að öllu leyti í seinni heimsstyrjöld, sbr. loftárásir Bandamanna á Þýskaland.

Lýðræðisríkin fylgja reglum um þátttöku. Fylgni við settar reglur og samþykktir í hernaði, svo sem Genfarsáttmálana.

Allt þetta gengur upp ef háð er takmarkað stríð en í allsherjarstríðið hverfa allar reglur og hömlur eins og dögg fyrir sólu.

Gagnrýni á nútíma hernaði

Hanson er oft gagnrýninn á nálgun vestrænna nútímasamfélaga á hernaði og bendir til þess að andúð á mannfalli og langvinnum átökum í samtímanum geti leitt til stefnumótandi óákveðni og árangurslausrar hernaðarstefnu. Hann færir rök fyrir hefðbundnari nálgun þar sem skýr markmið og afgerandi aðgerðir eru settar í forgang.

Þrautseigja stríðs

Hanson leggur einnig áherslu á að stríð sé viðvarandi þáttur mannlegrar siðmenningar. Þrátt fyrir framfarir í tækni og breytingar á pólitísku skipulagi er grundvallareðli stríðs stöðugt.

Hanson er á því að mannlegt eðli er alltaf samt við sig. Átök stafa af eðlislægum þáttum mannlegs eðlis, svo sem samkeppni um auðlindir, völd og öryggi.

Þó að tækni og tækni þróast, eru grundvallarreglur stefnumótunar, forystu og mannlegrar hegðunar í stríði stöðugar.

Jafnvel í mannúðlegu stríði Vesturlanda deyr saklaust fólk. Um leið og það sverfur að, hverfur mennskan. Alltaf er annar stríðsaðilinn viljugur að vera miskunarlaus og eira engu. Morðæðið skiptir engu máli, svo fremur sem sigurvegarinn skrifar söguna. Þess vegna vitum við allt um morðæði nasista en ekkert um morðæði kommúnista í seinni heimsstyrjöldinni. 

Í nýjustu bók Victor Davis Hanson, "The End of Everything", fjallar hann um fjögur dæmi um endir menningu með hernaði. Þegar Alexander braut undir sig grísku borgríkin með eyðing Þebu.  Endir Púnverjastríðanna með eyðingu Karþagó borgar og endir þeirrar menningar. Endir Konstanínópel 1453 og endir grískar/hellenskrar menningar og eyðing Asteka menningar sem hernaðarsnillingurinn Hernán Cortés stóð að.

Og Hanson yfirfærir þetta í nýlegu viðtali yfir á nútímann og telur að þetta geti gerst aftur. Aldrei skuli vanmeta harðstjóraranna þegar þeir segjast ælta að gera eitthvað. Til dæmis þegar Xi segist ætla að taka Taívan og jafnvel varpa kjarnorkuvopnasprengjur á Japan í leiðinni, þegar Erdogan hótar að senda her á Ísrael eða senda her á Grikkland eða Armeníu eða Íranir að gereyða Ísrael (væri fimmta dæmið í bók Hanson). Erdógan hótar út og suður, vegna þess að hann veit það það er enginn heima í Hvíta húsinu. Ekkert um þetta í íslenskum fjölmiðlum.

Og það sé algjört andvaraleysi í Washington gagnvart því að Bandaríkin eru á barmi styrjaldar. Stjórnvöld hafi meiri áhyggjur af hluti sem snerta woke menningu en ofurskuldir bandaríska ríkisins upp á 36 billjónir Bandaríkjadollara eða bandaríski herinn skortir 48 þúsund hermenn til að uppfylla árlegan kvóta. Herinn fær ekki nægt fjármagn og skortur er á hergögnum vegna þess að það er ekki framleitt nóg. 

Allir virðast ætla að ná markmiðum sínum áður en Trump kemst til valda. Heilu karavan lestir hælisleitenda eru á leið til Bandaríkjanna, harðstjórarnir hóta eins og það sé enginn morgundagurinn. Bandalög, bæði hernaðarleg og efnahagsleg, eru mynduð gegn Bandaríkjunum. Valdajafnvægið er greinilega úr skorðum þegar skipstjórinn er ekki við stýri.

Endum þetta á klassísum orðum prússneska hershöfðinga Carl von Clausewitz og höfund klassíkrar herfræða og höfund bókarinnar "Um stríð".

"If one side use force without compuncion, that side will force the other to follow suit. Even the most civilized of people can be fired with passionate hatred of each other.

The thesis must be repeated: was is an act of force, and there is no logical limit to the application of that force."

Að lokum, fyrsta fórnarlamb stríðs er sannleikurinn. Það er alltaf logið að almenningi, í öllum stríðum. Víetnam stríðið var undantekning og mistök sem verða ekki endurtekin.



JD Vance slæmt varaforsetaefni Trumps?

Vance hefur verið á milli tanna demókrata. Leiðtogi demókrata í Öldungadeildinni, Schumer sagði að Trump hefði skotið sig í fótinn með vali á Vance. En er það svo?

Venjulega fer lítið fyrir varaforsetaefnin. Kamala Harris var þar til nýlega varaforsetaefni demókrata og ferill hennar hingað til verið hræðilegur. Hún samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælasti varaforseti síðan mælingar hófust 1956. Enginn getur bent á árangur hennar í starfi. Starfsmannavelta hennar er 90% og eina opinbera hlutverk hennar, verndun landamæra Bandaríkjanna fór í vaskinn með 10+ milljóna ólöglegra innflytjenda sem farið hafa yfir landamærin. Schumer ætti að kíkja í eigin barm. En hvað sagði hann? Kíkjum á frétt Foxnews:

"Þetta er ótrúlega slæmur kostur," sagði Schumer. "Ég held að Donald Trump, ég þekki hann, og hann situr líklega og horfir á sjónvarpið, og á hverjum degi, Vance, kemur í ljós að Vance hefur gert eitthvað öfgafyllra, skrítnara, óreglulegra. Vance virðist vera óreglulegri og öfgakenndari. en Trump forseti."

"Og ég þori að veðja að Trump forseti situr þarna og klórar sér í hausnum og veltir fyrir sér: „Af hverju valdi ég þennan gaur?" Valið gæti verið eitt það besta sem hann gerði fyrir demókrata," sagði Schumer. Schumer calls on Trump to pick new running mate, claims Vance is 'best thing he's ever done for Democrats'

Hvað var það sem reitti demókrata til reiðis? Vance sagði þetta: "„Okkur er í raun stjórnað hér á landi, í gegnum demókrata, í gegnum oligarkana okkar, af hópi barnlausra kattakvenna sem eru ömurlegar í sínu eigin lífi og vali sem þær hafa tekið, og svo vilja þær taka restina af landið og gera líka ömurlegt," sagði Vance fyrir þremur árum og kallaði sérstaklega Harris varaforseta og þingmanninn Alexandria Ocasio-Cortez, D-N.Y., sem hluta af þeim hópi.

Harris greinilega móðgaðist og sagði að Vance yrði "aðeins trúr Trump, ekki landinu okkar“ og "gúmmístimpill fyrir öfgastefnu [Trumps]."

En kannski var val Trumps ekki svo vitlaust ef litið er á svar hans við ummæli Harris. "Nú, ég sá um daginn að Kamala Harris efaðist um hollustu mína við þetta land. Þetta er orðið sem hún notaði, tryggð. Og það er áhugavert orð. Semper Fi, því það er ekkert meiri merki um óhollustu við þetta land en það sem Kamala Harris hefur gert við suður landamærin,“ sagði Vance. "Og mig langar að spyrja varaforsetann, hvað hefur hún gert til að efast um hollustu mína við þetta land?"

"Ég þjónaði í bandaríska landgönguliðinu. Ég fór til Íraks fyrir þetta land. Ég byggði upp fyrirtæki fyrir þetta land. Og forseti minn tók byssukúlu fyrir þetta land. Svo spurning mín til Kamala Harris er, hvað í fjandanum hefur þú gert til að efast um hollustu okkar við Bandaríkin?" bætti Vance við. "Og svarið, vinir mínir, er ekkert."

Það er erfitt að átta sig á bandarískri pólitík í dag og sjá hvað gengur upp og hvað ekki. Ummæli og verk til dæmis Nixon, bæði sem varaforsetaefnis og sem forseta, hefðu sent þá beint úr keppni. Það var frægt er Biden á sínum tíma er hann reyndi að vera forseti, var staðinn að lygum um námsferil sinn og helltist úr lestinni fyrir vikið. Samt varð hann áratugum síðar forseti Bandaríkjanna. Held að við lifum á allt öðrum tímum en voru á 20. öld. Allt er látið flakka, hraðinn á upplýsingum er á ljóshraða og atburðarásin svo hröð að ótrúlegt er. Á innan við einn mánuð var skotið á forsetaefni, forseti hætti við forsetaframboð, nýtt forseta- og varaforsetaefni birtust á sjónarsviðið.

Til að svara spurningunni í titli pistilsins, þá er spurningunni ósvarað. Á eftir að koma í ljós.

 


Efnahagskreppan 2008 og hvernig Milton Friedman hefði brugðist við

Krepppan 2008 var fyrst og fremst fjármálakreppa og ábyrgðin stjórnvalda.  Friedman hefði aldrei farið út í að leysa bankanna úr snörunni sem þeir komu sjálfa sig í með hjálp stjórnvalda en viðurkenndi visst inngrip Seðlabankans til að koma í veg fyrir kerfishrun. Sökin var stjórnvalda með meingallaða reglugerð.

Ástæður Friedmans voru margar. Í fyrsta lagi er það hin siðferðileg hætta. Friedman hafði áhyggjur af þeirri siðferðilegu hættu sem skapaðist af björgunaraðgerðum. Þegar bankar og fjármálastofnanir vita að þeim verður bjargað á erfiðleikatímum geta þeir tekið á sig of mikla áhættu sem leiðir til óstöðugleika í fjármálakerfinu. Þetta er vegna þess að tryggingin fyrir björgun dregur úr hvata þeirra til að stjórna áhættu af varfærni.

Í öðru lagi er þetta spurning um markaðsaga. Friedman trúði á mikilvægi markaðsaga, þar sem illa stýrðum bönkum ætti að fá að falla. Þessi bilun skiptir sköpum fyrir eðlilega virkni frjáls markaðskerfis, þar sem það tryggir að aðeins sterkustu og skilvirkustu stofnanirnar lifa af, sem kemur hagkerfinu að lokum til góða.

Í þriðja lagi hefði Friedman sett spurningamerki við ríkisafskiptin 2008. Sem eindreginn talsmaður takmarkaðra ríkisafskipta hélt Friedman því fram að stjórnvöld ættu ekki að hafa afskipti af starfsemi markaðarins, þar á meðal með björgunaraðgerðum. Hann taldi að slík inngrip skekktu náttúrulega kerfi framboðs og eftirspurnar, sem leiðir til óhagkvæmni og langtíma efnahagsvanda.

Friedman setti þetta í sögulegt samhengi. Í kreppunni miklu gagnrýndi Friedman Seðlabankann fyrir að veita bankakerfinu ekki nægjanlegt lausafé, sem hann taldi hafa aukið efnahagshrunið. Hins vegar þýðir þetta ekki að samþykkja björgunaraðgerðir. Hann studdi fremur peningastefnu sem tryggir lausafé í kerfinu án þess að koma stofnunum sem falla í björg til beinna bóta.

Seðlabanki sem lánveitandi er síðasta úrræðið. Friedman viðurkenndi hlutverk seðlabanka sem lánveitanda til þrautavara, en þessu hlutverki ætti að vera vandlega stjórnað til að koma í veg fyrir að skapa ósjálfstæði og ætti að miða að því að viðhalda heildar fjármálastöðugleika frekar en að bjarga einstökum bönkum. Með öðrum orðum að koma í veg fyrir heildarhraun bankakerfis. Hann hefði samþykkt aðgerðir íslenskra stjórnvalda, leyft bönkunum að falla en vegna þess að allir bankarnir féllu, samþykkt að ríkið tæki yfir þá tímabundið. Og það er í lagi að láta lánastofnanir falla, íslenskir sparisjóðir hafa komið og farið sem og fjárfestingabankar.

Í stuttu máli, Milton Friedman var almennt á móti bankabjörgun en leyft takmörkuð afskipti Seðlabankans, lagði áherslu á nauðsyn markaðsaga og varaði við siðferðilegum hættum og óhagkvæmni sem skapast af inngripum stjórnvalda í fjármálageiranum.

P.S. Hvað veldur að hér er engin bankasamkeppni? Eða samkeppni á matvörumarkaði? Eða á tryggingamarkaði? Í skipaflutningum? Í afurðaframleiðslu?  Af hverju þróast íslensk samkeppni alltaf í fákeppni með háu verðlagi fyrir neytendur? Er það smæð markaðarins á Íslandi? Frændhyglin? Regluverkið? Íslenska krónan?

 


Verðbólga er ekki bara ein tegund af verðbólgu - orsakanir eru margar

Milton Friedman er frægur fyrir fullyrðingu sína um að "verðbólga sé alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri." Skoðanir hans á orsökum verðbólgu snúast um tengsl peningamagns og verðlags. Hér eru lykilatriði sjónarhorns Friedmans á orsakir verðbólgu en það er óhóflegur vöxtur peningaframboðs. Friedman hélt því fram að verðbólga ætti sér stað þegar vöxtur peningamagns er meiri en raunframleiðsla hagkerfisins. Samkvæmt honum, þegar meira fé er að eltast við sama magn af vörum og þjónustu, hækkar verð, sem leiðir til verðbólgu.

Peningamálastefna ríkissins skiptir öllu máli þegar eiga á við verðbólgu. Friedman taldi að meginábyrgðin á að stjórna verðbólgu væri seðlabankans. Hann gagnrýndi Seðlabanka Bandaríkjanna fyrir að leyfa of miklar aukningar á peningamagni, sem hann taldi undirrót verðbólgunnar.

En verðbólga getur átt sér aðrar orsakir. Ein þeirra er svo kölluð eftirspurnarverðbólga.  Þessi tegund verðbólgu á sér stað þegar heildareftirspurn í hagkerfi fer fram úr heildarframboði. Friedman hélt því fram að þetta sé venjulega knúið áfram af auknu peningamagni, þar sem meira fé í höndum neytenda og fyrirtækja leiði til meiri eyðslu og eftirspurnar eftir vörum og þjónustu. Sjá má þetta á íslenska fasteignamarkaðinum þar sem eftirspurnin er langt umfram framboð og íbúaverðið keyrist upp. Þetta er gervi vandi, gerður af manna völdum, þ.e.a.s. af völdum stjórnvalda að tryggja ekki nægilegt magn lóða.

Annað fyrirbrigði er kostnaðarverðbólga. Þó Friedman viðurkenndi að þættir eins og hækkandi laun og aðföng kostnaður geti stuðlað að verðbólgu, taldi hann að þetta væru aukaástæður. Hann hélt því fram að án viðunandi aukningar í peningamagni myndi slíkar kostnaðarhækkanir leiða til hærra verðs í sumum greinum en myndi ekki leiða til viðvarandi heildarverðbólgu.  Hér á Íslandi er vinsælt að kenna launahækkunum launafólks um hækkaða verðbólgu þegar megin sökudólgurinn er ríkisvaldið. Það eitt hefur tækin og tólin til að eiga við verðbólguna.

Þriðju áhrifavaldurinn er nokkuð óvæntur en það er hlutverk væntinga. Friedman lagði einnig áherslu á hlutverk verðbólguvæntinga. Ef fólk býst við að verðbólga aukist mun það bregðast við á þann hátt sem gerir það að sjálfum sér uppfylltum spádómi, eins og að krefjast hærri launa eða hækka verð. Seðlabankar verða að stýra þessum væntingum með trúverðugri og samkvæmri peningastefnu.

Í stuttu máli sagði Milton Friedman að verðbólga sé í grundvallaratriðum drifin áfram af of miklum vexti peningamagns, fyrst og fremst vegna aðgerða seðlabanka. Hann taldi að stjórn peningamagns væri lykillinn að því að koma í veg fyrir og stjórna verðbólgu og hann hélt því fram að reglubundin nálgun á peningastefnunni væri tryggð verðstöðugleika".  Sum sé, vegna lélega peningastefnu Seðlabankans, sem notar bara stýrivexti sem vopn, þá leiði það til verðbólgu. Hvað er hér átt við? Jú, með því að halda uppi háa stýrivexti, sama hvað, þá halda þeir uppi háu verðlagi einir sér! Einstaklingar og fyrirtæki þurfa að greiða margfalt meira fyrir sama hlutinn en ella.

Seðlabankinn er að refsa þá sem eru fórnarlömb verðbólgu en verðbólguvaldurinn er sjálft ríkið.  Stærsti aðili íslenskt samfélag er ríkið sjálft. Hvernig það hagar sér skiptir öllu máli hvort hér sé verðbólga eða ekki.  Ríkið hagar sér eins og það sé enginn morgundagurinn. Það rekur landið endalaust með halla.

Í frétt Morgunblaðsins frá mars 2023 segir: Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að 46 milljarða kr. halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs sem samsvarar 1% af vergri landsframleiðslu... og "Þá er áætlað að frum­jöfnuður rík­is­sjóðs, þ.e. af­koma án vaxta­gjalda og -tekna, verði já­kvæður um rúm­lega 28 ma.kr., eða 0,6% af VLF á næsta ári. Áætlað er að skuld­ir rík­is­sjóðs á mæli­kv­arða skuld­a­reglu1 laga um op­in­ber fjár­mál verði í lok næsta árs um 1.400 ma.kr. eða 30,9% af VLF og lækk­ar hlut­fallið milli ára."

Ríkið ætlar sér að ná niður hallanum með hærri tekjum (skattar og gjöld) en lítið fer fyrir aðhaldinu. Af hverju er aldrei sparað? Og hvað ætlar það að gera við 6% verðbólgu sem eru aukaskattar?

Fíllinn í postulínsbúðinni er ríkið sjálft. Hlutur íslenska ríkisins í hagkerfinu árið 2024 er um 47,6% af landsframleiðslu. Þetta hlutfall er reiknað út frá heildartekjum og heildarútgjöldum hins opinbera, sem inniheldur bæði ríkissjóð og sveitarfélögin. Ríkissjóður sjálfur er stærsti einstaki hluti þessa með um 31%.

Ríkissjóður á einnig verulegan hlut í ýmsum fyrirtækjum, bæði beint og óbeint, þar með talið orkufyrirtæki, Ríkisútvarpið, og Íslandspóst, sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Ísland er sagt vera með blandað hagkerfi. En það er í raun sósíalískt samfélag þar sem stóri bróðir gýn yfir öllu.

Nú vantar bara pólitískan vilja til að leysa verðbólgu vandann.

 


Ekki öll kurl komin til grafar með morðtilraunina við Trump

Mikið hneyksli hefur myndast í kringum öryggisgæsluna í Butler og eftirmála málsins. Nýir vinklar hafa fundist. Lítum á nokkur dæmi.

Nú hefur komið í ljós að leyniskyttu teymi hafi ekki verið sent á staðinn eins og hefði átt að gera. Jú, það voru leyniskyttur þarna en í skötulíki. Ástæðan fyrir að teymin voru ekki send, var að Butler er ekki í ökufæri við Washington en þar eru þau staðsett!

Mikið vantraust er á rannsókn FBI. Forstjóri FBI Christopher A. Wray hefur reynst traust möppudýr djúpríkisins og sumir halda að hann hallist að demókrötum. Það andar köldu á milli hans og Trump. Hann gerði lítið úr sári Trumps og taldi að brot úr hluti hafi hæft eyrað hans. Sumir segja úr gleri textavélar. Hann varð að draga ummælin sín til baka og FBI segir að byssukúla hafi hæft eyra hans. Textavélar enda heilar eftir á eins og sjá má á myndböndum. Og sjá má á ljósmynd byssukúlu þjóta framhjá höfuð Trump með myndavél sem tekur 8 myndir á sekúndu.

Mikið hefur verið deilt um hvort teymi Trumps hafi beðið um aukna öryggisþjónustu frá leyniþjónustunni og enn er óljóst hvort henni hafi verið hafnað. En bandarísk yfirvöld komust yfir njósnir frá heimildarmanni undanfarnar vikur um samsæri Írans til að reyna að myrða Donald Trump, þróun sem leiddi til þess að leyniþjónustan jók öryggi í kringum forsetann fyrrverandi, segir CNN....

"Það er ekkert sem bendir til þess að Thomas Matthew Crooks, tilvonandi morðingi sem reyndi að drepa forsetann fyrrverandi á laugardag, hafi verið tengdur samsærinu, sögðu heimildarmenn.

Tilvist njósnaógnarinnar frá fjandsamlegri erlendri leyniþjónustustofnun - og aukið öryggi Trumps - vekur nýjar spurningar um öryggisleysið á laugardagsfundinum í Butler, Pennsylvaníu, og hvernig tvítugum manni tókst að komast inn í nærliggjandi svæði. þaki til að hleypa af skotum sem særðu forsetann fyrrverandi." Exclusive: Secret Service ramped up security after intel of Iran plot to assassinate Trump; no known connection to shooting

Þótt ástæða sé að vantreysta rannsókn FBI, þá ber leyniþjónustan - Secret Service, megin söknina fyrir klúðið í kringum öryggisgæslu rallýs Trump. Tökum dæmi:

Ónógur mannskapur á rallíinu. Ekki var settur mannskapur upp á þak hússins sem skotmaður kom sér fyrir á. Ekki er vitað af hverju, sumir segja leyniþjónustumaðurinn sem átti að vera þarna, hafi farið af þakinu vegna hita. Aðrir segja vegna þess að það vantaði mannskap og enginn sendur upp, aðrir vegna vítaverða vanrækslu.

Svo var það að árásamaðurinn komst á radar leyniþjónustunnar 26 mínútum fyrir tilræðið með grunsamlegan hlut í hendi. Ekkert gert.

Áhorfendur komu auga á árásamanninn á undan leyniþjónustunni. Áhorfendur komu til dæmis auga á grunsamlega manninn á þakinu og tilkynntu hann til lögreglu fyrir skotárásina. Og samkvæmt CBS News voru þrjár leyniskyttur sem aðstoðuðu leyniþjónustuna í raun staðsettar inni í byggingunni sem skotmaðurinn notaði á meðan á rallínu stóð. Þó að leyniþjónustan hafi haldið því fram að einhver sök liggi hjá lögreglunni á staðnum, sem hún var í samstarfi við fyrir fjöldafundinn, ber stofnunin að lokum ábyrgð á því að tryggja viðburðinn.

Sagt er að talstöðvakerfi hafi ekki verið samræmd milli lögreglunnar á staðnum og leyniþjónustunnar. Engin leið var því að koma boðum áleiðis um skotmanninn á þakinu.

Mesta vandamálið er kerfisgalli innan leyniþjónustunnar. Hún er sein að bregðast við ef eitthvað misjafn kemur í ljós eða jafnvel bregðst ekki við. VOX tekur dæmi: "Nokkur önnur áberandi atvik hafa sýnt að leyniþjónustan var gripin berfætt, eins og raunin var árið 2014, þegar boðflenna með hníf stökk yfir girðinguna í Hvíta húsinu og gekk inn um útidyrnar. Almenn menning hjá stofnuninni hefur líka hlotið mikla gagnrýni, eins og þegar meintir ölvaðir leyniþjónustumenn rákust á bíl í Hvíta húsinu árið 2015 eða þegar senda þurfti leyniþjónustumenn heim frá Kólumbíu árið 2012 eftir að hafa ráðið kynlífsstarfsmenn á meðan þeir veittu öryggi fyrir þáverandi forseti Barack Obama."

Og hér er annað dæmi: "Árið 2011 skaut byssumaður með hálfsjálfvirkan riffil mörgum skotum á Hvíta húsið. Samkvæmt skýrslum fréttaritara Washington Post fréttaritara Carol D. Leonnig, sem hefur mikið fjallað um leyniþjónustuna, "Enginn framkvæmdi meira en bendillega skoðun á Hvíta húsinu vegna sönnunargagna eða tjóns." Reyndar tók það daga fyrir stofnunina að átta sig á því að byssukúlur höfðu í raun lent á Hvíta húsinu - aðeins eftir að starfsmaður hafði tekið eftir brotnu gleri - og til að gera Barack Obama forseta viðvart um skotárásina." Why the Secret Service keeps failing

Beðið er eftir lokaskýrslu um tilræðið. Á meðan virðist leyniþjónustan halda áfram að gera mistök. Kimberly A. Cheatle, forstjóri stofnuninnar þrjóskaðist við að segja af sér en varð undir þrýsingi Bandaríkjaþings að gera það. Við tók Ronald L. Rowe Jr. sem virðist bera ábyrgð á klúðrinu með yfirmanni sínum en er samt starfandi forstjóri.


Ranghugmyndir fjöldans er mannkynssagan í hnotskurn

Mannkynið hefur nánast alltaf haft rangt fyrir sér um samfélagið, lífið og tilveruna. Ef mannkynssagan er rakin aftur til steinaldar, þá má sjá að hugmyndir manna um hvernig heimurinn og maðurinn varð til og hver sé guð eða guðir hefur tekið miklum breytingum. Lítum fyrst á sálfræðina á bakvið ranghugmyndir almennings.

Vitsmunaleg hlutdrægni er ein ástæðana. Fólk er háð fjölmörgum vitrænum hlutdrægni, svo sem staðfestingarhlutdrægni, þar sem það hefur tilhneigingu til að leita að upplýsingum sem staðfesta fyrirliggjandi skoðanir þeirra og hunsa upplýsingar sem stangast á við þær. Þetta getur leitt til útbreiddra ranghugmynda og rangra viðhorfa. Þetta á við um alla tíma.

Skortur á aðgengi að nákvæmum upplýsingum. Ekki hafa allir aðgang að hágæða, nákvæmum upplýsingum. Margir treysta á vinsælar fjölmiðlaheimildir, samfélagsmiðla eða munnmælingum, sem geta stundum dreift rangfærslum eða of einfölduðum frásögnum.

Flækjustig mála spilar hér inn í. Samfélagsleg og hnattræn mál eru oft mjög flókin og margþætt. Einfaldaðar skýringar eru meltanlegri og þar af leiðandi vinsælli, en þær geta verið villandi eða ófullkomnar.

Menntunarmismunur. Breytileiki í menntunarstigi getur haft áhrif á hversu vel fólk skilur og greinir upplýsingar um samfélagið og heiminn. Gagnrýnin hugsun og greiningarfærni, sem skiptir sköpum til að meta flókin viðfangsefni, er kannski ekki jafn þróuð hjá öllum einstaklingum. Þetta var mikið vandamál fyrr á tíð þegar fáir voru menntaðir. Gagnrýnin hugsun er aðeins fáein hundruð ára gömul.

Trú fólks er oft undir áhrifum af tilfinningum þess, persónulegri reynslu og hugmyndafræði. Þessir þættir geta mótað skynjun á þann hátt sem er ekki endilega skynsamlegur eða byggður á sönnunargögnum.

Tökum nú nokkur söguleg dæmi, sem sanna að mannkynið hafi verið úti að aka um grundvallaatriði tilverunnar.

Trúin á flata jörð er ævaforn. Sjá má þetta í goðatrú norrænna manna. Í fornöld og á miðöldum töldu margir menningarheimar að jörðin væri flöt. Þessi trú var smám saman leiðrétt með athugunum og vísindalegum framförum af persónum eins og Pýþagórasi, Aristótelesi og síðar af landkönnuðum eins og Ferdinand Magellan sem sigldi um heiminn. Þessi breyting á skilningi breytti siglingum, könnun og sýn okkar á alheiminn í grundvallaratriðum.

Jarðmiðju hugmyndin hélst í hendur við hugmyndina um flata jörð. Ptólemaíska kerfið, sem setti jörðina í miðju alheimsins, var almennt viðurkennt í meira en árþúsund. Leiðréttingin á þessari hugmynd kom ekki fyrr en á árnýöld. Kópernikus lagði fram sólmiðju líkanið, sem síðar var stutt af sjónaukamælingum Galíleós og lögmálum Keplers um hreyfingu reikistjarna. Þessi hugmyndabreyting umbreytti stjörnufræði, eðlisfræði og almennri hugmynd um stöðu mannkyns í alheiminum.

Nornaveiðar eru tiltölulega nýlegar ranghugmyndir. Á síðmiðöldum og snemma nútímans leiddi útbreidd trú á galdra til ofsókna og aftöku þúsunda manna, aðallega kvenna.  Upplýsingahugsun, framfarir í vísindum og lagaumbætur rýrðu smám saman þessar skoðanir, sem leiddi til endaloka nornaveiða. Þessi breyting markaði verulega framfarir í mannréttindum og beitingu skynsemi og sönnunargagna í réttarfari. Grunnurinn var kvennhatur og það að halda konunni niðri í þjóðfélaginu.

Alvarlegustu ranghugmyndirnar snéru að læknisfræðinni. Um aldir ríkti sú trú að heilsa væri stjórnað af jafnvægi fjögurra líkamlegra vessa (blóð, slím, svart gall og gult gall) ríkjandi í læknisfræði. Þróun nútíma læknavísinda, þar á meðal sýklakenningar eftir Louis Pasteur og framfarir í líffærafræði og Þetta leiddi til nútíma lækningaaðferða sem hafa stórbætt heilsugæslu og aukið lífslíkur.

Meiri segja snillingurinn Albert Einstein skildi ekki alveg tilveruna. Hann t.a.m. skildi aldrei skammtafræði til fullnustu. Einstein var einn af frumkvöðlum skammtafræðinnar, en hann hafði verulegar fyrirvara um afleiðingar hennar, sérstaklega hugmyndina um skammtafræði. Frægt er að hann hafi talað um flækju sem "ógnvekjandi aðgerð í fjarlægð" og var óþægilegur með líkindaeðli skammtafræðinnar. Tilraunir hafa síðan staðfest spár skammtafræðinnar, þar með talið flækju (e. entanglement). Kenning Bell og síðari tilraunir hafa sýnt fram á að flækja er raunverulegt fyrirbæri, sem stangast á við skoðanir Einsteins á staðbundnu raunsæi.  

Tökum annað dæmi af fimm, hvar Einstein hafði rangt fyrir sér.  Stöðugleiki alheimsins.  Einstein kynnti heimsfasta (Λ) í jöfnum sínum um almenna afstæðiskenningu til að gera ráð fyrir kyrrstæðum alheimi, sem var ríkjandi skoðun á þeim tíma. Þegar Edwin Hubble uppgötvaði stækkandi alheiminn, henti Einstein heimsfræðilega fastanum og kallaði hann "stærsta klúður" sitt. Hins vegar hefur hugmyndin um heimsfræðilegan fasta verið endurvakin í nútíma heimsfræði til að útskýra myrka orku, dularfullt afl sem knýr hraða útþenslu alheimsins.

Svona hefur mannkynið nánast undantekningalaust haft rangt fyrir sér. Góðu fréttirnar eru að það hefur að lokum séð villurnar og leiðrétt sig....á endanum.

Hverjar eru helstu ranghugmyndir samtímans? Þær virðast snúast um loftslagsmál og líkamsfræði mannsins.

Menn tala um hamfara hlýnun og hafa lagt loftslagstegunduna koltvísýring í einelti. Samt er koltvísýringin nauðsynlegur fyrir ljóstillífun plantna. Án hans væri jörðin eyðimörk. Vísindamenn deila enn um skaða koltvísýring, sum sé, ekki vísindaleg eining um skaðsemina, en samt hafa stjórnmálaöflin tekið upp þá trú, ekki sannaða staðreynd, að það beri að minnka koltvísýring með öllum ráðum, annars fari allt til andskotans á jörðinni. Og almenningur, eins og á öllum tímum, dansa eins og limir eftir höfuðinum.

Önnur er hugmyndin um það séu til fleiri kyn en tvö. Þau séu nánast endalaust, allt eftir skynjun og skilgreiningu hvers einstaklings. Staðreyndin er að það fæðast tvö kyn úr móðurkviði með ólíka líkama og genagerð. Skrýtið að það skuli verið deilt um svona grundvallaratriði í heimi vísinda samtímans. Fólk er velkomið að skilgreina sig eins og það vill, en það eru engin vísindi á bakvið þessar hugmyndir.

Það eflaust hægt að telja upp fleiri ranghugmyndir samtímans, svo sem póstmoderíska ný-marxismann sem nú tröllríður vestræn samfélög og getur endað með skelfingu.

Kannski var kommúnisminn/sósíalisminn alvarlegast ranghugmynd 20. aldar. Afleiðingin var dauði hundruð milljóna manna. Mannkynið leiðrétti sig gagnvart gagnvart fasismann/nasismann en aldrei hefur komið til uppgjör við kommúnismans. Ástæðan er kannski einföld, þegar hann raunsannaði sig sem ranghugmynd í kommúnistaríkjunum, hörfaði hann inn í stofnanir vestrænna háskóla. Þar reyndu vinstri sinnaðir menntamenn að endurskilgreina kommúnískar hugmyndir og til varð ný-marxisminn. Hann tók bólfestu í menntasviði háskólanna og skóla kennismiðir útfærðu þessar hugmyndir upp á menntakerfið. Eftirleikurinn var einfaldur og auðveldur. Kennarar útskrifuðust úr háskólunum með þessar nýju hugmyndir og út í samfélagið með kennslu barna. Snjallt, ekki satt?

Skelfilegast er að fjöldinn lætur teyma sig eins og asna í mörgum málum. Meirihlutinn er ekki alltaf skynsamur né hefur rétt fyrir sér. "En hún snýst nú samt" sagði Galíleó Galílei um spurninguna að hvort jörðin eða sólin snérust um hvor aðra gagnstætt meirihluta álitinu.

Enda þennan pistill á orðum Sókrates sem sagði eitt sinn, "Ég veit að ég veit ekki neitt." Þetta sagði hann þegar menn töldu hann vitrasta allra manna.


Machiavelli farsi Demókrataflokksins - hallarbylting í Hvíta húsinu

Joe Biden lagði inn formlega uppsagnarbréf sitt í sjónvarps ávarpi í vikunni sem hann rétt náði að fara í gegnum en ekki án hnökra. Hann minntist ekki einu orði á hvers vegna hann, eftir að hafa neitað staðfastlega um skeið, ákvað að segja af sér. Kom bara með óljósa yfirlýsingu um að nú sé kominn tími á kynslóðaskipti. Korteri fyrir kosningar?

Biden hafði farið í gegnum allan lýðræðislega ferilinn sem forsetaframbjóðandi þarf að fara í gegnum og vann hann prófkjörið með 14 milljón atkvæðum demókrata.

"Joe Biden kveðst hafa ákveðið að stíga til hliðar sem frambjóðandi Demókrataflokksins til að sameina flokkinn og þjóðina að nýju." segir í veffrétt RÚV. Olli framboð hans sundrungu flokks og þjóðar og hann því sagt af sér? Eða bara sundrungu innan flokksins?

Hið rétt er að flokkselítan ákvað að gera hallabyltingu með stuðningi styrktaraðilum flokksins. Skrúfað var á fjármagn til framboð hans, áhrifamenn flokksins mættu á fundi með honum með þumalskrúfurnar og valkostirnar voru engir. Annað hvort segir þú af þér karlinn, eða við virkjum 25 viðauka stjórnarskránna en samkvæmt honum má ríkisstjórn hans undir forystu varaforseta víkja honum úr embætti vegna sjúkleika eða annarra ástæða sem hamla störf hans.

En Biden ætlar að klára kjörtímabilið og hann var því nauðbeygður til að votta Kamala Harris stuðnings sinn, það hefur verið í hrossakaupunum, annars verði 25. viðaukinn virkaður að undirlagi varaforsetans.

Sumir sem eru góðir í samsæriskenningunum segja að gildra hafi verið lögð með því að láta Biden etja kappi við Trump svona snemma. Eða hreinlega próf. Ef hann félli á prófinu, þá yrði skipt um skipstjóra í brúnni. Biden fór í gegnum kappræðurnar eins og búast mátti við. En skoðanakannirnir í kjölfarið voru afleiddar. Það voru sum sé hvorki kappræðurnar né elliglöpin sem felldu hann, heldur lélegt gengi í skoðanakönnunum. Og hræðsla flokkselítunar við að tapa einnig Fulltrúadeildina og Öldungadeildina með forsetaembættinu var hér mesti áhrifavaldurinn.

Ekki þýðir að lesa íslenska fjölmiðla til að átta sig á stöðunni í dag. Þeir eru áskrifendur að CNN sem kemur með allt aðra útgáfu af veruleikanum en hann er í raun (þeir vitna gjarnan í CNN í umfjöllun sinni).

Samkvæmt íslenskum fjölmiðlum er Kamala Harris, hér eftir Harris, á fljúgandi siglingu í skoðanakönnunum og allur Demókrataflokkurinn dansandi inn í sólarlagið. Hún hafi tryggt sér meirihluta kjörfulltrúa fyrir flokksþingið í ágúst. Snúum okkur að erlendum fjölmiðlum til að finna sannleikann.

Harris hefur enn ekki formlega tryggt sér kjörfulltrúanna þótt reynt sé ólýðræðislega með netkosningu fyrir flokksþingið að tryggja kjör hennar. Ekki er talað um að Harris sé einn óvinsælasti varaforseti síðan skoðanakannanir hófust 1956 né hún hafi dottið strax úr forvali forsetaframbjóðenda kjör Demókrataflokksins á sínum tíma. 

Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son og Friðjón R. Friðjóns­son al­manna­tengill greina í Morgunblaðsviðtali stöðu hennar rétt og benda á að 90% starfsmanna hennar hafi hætt störfum vegna eitraðs vinnuumhverfi: Eitrað vinnuumhverfi í kringum Kamölu rifjað upp

En hvað með gott gengi hennar í skoðanakönnunum samkvæmt íslenskum fjölmiðlum? Leitin hefst á Google (sem er með vinstri slagsíðu) og þar kemur CNN fyrst inn. Þá er betra að flétta aðeins niður. Það er þannig með skoðanakannanir, að hægt er að hanna útkomuna með "réttum" spurningum og úrtaki.  

Forbes segir að Trump leiði í flestum skoðanakönnum. "Donald Trump, fyrrverandi forseti, leiðir Kamala Harris varaforseta með þremur eða færri stigum í fjórum könnunum sem teknar voru eftir að Joe Biden forseti féll frá endurkjörsframboði sínu - en fylgir Harris í fimmtu könnuninni." Trump Vs. Harris 2024 Polls: Trump Narrowly Leads In Most Polls After Biden Drops Out

Lítum á vinstri fjölmiðil til samanburðar - Politico: "Harris, allt annað en viss frambjóðandi demókrata til forseta, fékk stuðning 46 prósenta skráðra kjósenda í tilgátu samspili, lægra en 49 prósent Trump en innan skekkjumarka könnunarinnar. Fylgi Trumps er óbreytt miðað við fyrri útgáfur af könnun CNN, en Harris mælist 3 prósentustigum betri en Biden gerði í könnun..." Harris slightly shrinks Biden’s margins against Trump in new poll

Draga má þá ályktun að gengi demókrata hefur ekkert breyst með hallarbyltingunni. Nýr og ferskur frambjóðandi fær meðbyr í fjölmiðlum fyrstu daganna en svo eiga kjósendur eftir að heyra í henni. Ekki bara kjósendur demókrata sem höfnuðu henni, heldur einnig almennir kjósendur. Kosningabaráttan er rétt að byrja.

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband