Færsluflokkur: Bloggar

NATÓ búið að vera? - Hver er staða Íslands?

"Ef svo fer að Donald Trump forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, sem ekki hefur mikið álit á NATO, verði forseti má gera ráð fyrir að NATO sé mögulega búið að vera og Evrópa er ekki undirbúin á neinn hátt undir þá stöðu. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendiherra en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu."

Sjá slóð: Evrópa ekki tilbúin með varnir líði NATO undir lok

Þetta er dæmigert hjal stjórnmálamanns sem þekkir ekkert til hermála. Það er eins og samskipti Bandaríkjanna við NATÓ sé einhliða, Bandaríkjamenn borgi reikninganna og útvegi hermenn til varnar í Evrópu. Það er rétt, en bara vegna þess að Evrópuríki hafa komist upp með að vanrækja varnarskyldur sínar, þar á meðal Ísland. Evrópumenn eru með eigin heri og varnarkerfi sem eru samrænd undir eina stjórn.

Peningamaðurinn Trump var nóg boðið hvernig Evrópuríki höguðu sér (höfðu samþykkt 2014 hækka framlögin í 2% fyrir 2024 en ekki staðið við það) og beitti þvingunum til að láta þau borga meira. Það virkaði og ekki hefði ekki mátt gerast síðar, í ljósi stríðsins í Úkraínu.

NATÓ er ekki meira lífvana í dag en að það bættust nýverið tvö öflug herveldi, Svíþjóð og Finnland, í bandalagið. Og flest ríkin eru komin upp í 2% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Ekki Ísland, sem ver prósentubroti (ekki eitt prósent, heldur brot úr prósenti) í varnarmál.

Ekki má gleyma að Bandaríkin þurfa jafnmikið á NATÓ að halda og NATÓ þarf á Bandaríkin. Aðildarríkin eru 32 talsins og þau eru bandamenn Bandaríkjanna. Í dag eiga Bandaríkin ekki marga vini í heiminum en NATÓ er haukur í horni fyrir þau. Fyrsta varnarlína landsins liggur í Evrópu og er Ísland þar á meðal. Evrópa er nauðsynleg fyrir heimavarnir Bandaríkjanna.

Jón ræddi Evrópuher og taldi stofnun slíks fæddan andvana. Það er rétt, enda óþarfi í ljósi þess að NATÓ er Evrópuher! Bandaríkin og Kanada eru í bandalaginu en rest eru Evrópuríki. Nánast öll Evrópa er komin undir regnhlíf bandalagsins, aðeins Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía, Kýpur, Austurríki, Írland og Malta ásamt örríkjum eru ekki í bandalaginu en þau eru samt í "samstarfi NATÓ fyrir frið" nema Kýpur og Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía og Rússland. Sviss er náttúrulega utan allt!  Það eru aðrar smáþjóðir sem eru ekki í bandalaginu en njóta óbeint verndar þess. 

Hér er listi Evrópuþjóða sem eru ekki í NATÓ: Andorra, Armenía, Austurríki, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland, Bosnía og Hersegóvína, Kýpur, Georgía, Írland, Kosovo, Liechtenstein, Malta, Moldóva, Mónakó, Rússland, San Marínó, Serbía, Sviss, Úkraína og Vatíkanið. Allt eru þetta jaðarríki, óvinaríki, örríki eða eiga sér sögu um átök sem koma í veg fyrir þau geti gengið í NATÓ.

En Jón Baldvin hefur rétt fyrir sér um andvaraleysi Evrópuþjóða í gegnum tíðina. En það er liðin saga. Allar Evrópuþjóðir eru að vígbúast, NATÓ stenur föstum fótum og Trump er ekki að leggja niður bandalagið. Jafnvel þótt Bandaríkin myndu ganga úr bandalaginu (og fremja þar með mestu mistök sín í utanríkismálum frá upphafi), myndi það lifa það af. Hjörðin veit að hún á besta möguleika á að lifa af, ef hún heldur sig saman, þótt forystukindin er horfin á braut.

Annað sem er meira áhyggjuefni. Fyrir Íslendinga er áhyggjuefni ef Bandaríkin geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart varnarsamningum frá 1951. Er það mögulegt að Bandaríkin komi Ísland ekki til varnar á ófriðartímum? Hljómar ósennilegt, en þó ekki. Hvað segir sagan? Árið 2006 stóðu Bandaríkin í tveimur stríðum, bæði gegn veikum andstæðingum. Skæruliðahernaður í Afganistan og í raun einnig í Írak eftir stutt stríð. Engin stórveldi að eiga við. En samt áttu Bandaríkin í vök að verjast.

Það reyndi á allan herafla Bandaríkjanna í þessum átökum. Kallaðar voru út varasveitir (sjá liðhlaup varaforsetaefni Kamala Harris, Tim Walz sem forðaðist sér úr hernum 2005 er kalla átti út herdeild hans sem er varalið). Svo aðþrengdir voru þeir, að þeir byrjuðu að afturkalla þyrlusveitina á Keflavíkurflugvelli en síðan kvöddu þeir einhliða Íslands með því að draga allt herlið frá Íslandi 2006. Það þótt íslenskir ráðamenn væru á hnjánum grátbiðjandi um að Bandaríkjaher færi ekki. Bandarískir hershöfðingjar hafa nagað sig í handarböndin allar götur síðar og viljað aftur fasta viðveru.

Það var nefnileg engin herfræðileg rök fyrir lokun herstöðvarinnar. Hún var eftir sem mjög mikilvæg í varnarkeðju NATÓ, staðsett í miðju GIUK hliðsins. Hagsmunir Bandaríkjanna voru teknir fram yfir hagsmuni Íslands og NATÓ alls.

Síðan 2006 hefur Bandaríkjaher hnignað umtalsvert. Það skortir bæði fjármagn og hermenn (síðast vantaði 48 þúsund upp í kvótann). Herfræðingar segja og stríðslíkön taka undir, líklega myndi bandaríski flotinn tapa orrustunni um Taívan ef Kína skyldi ákveða að taka eyjuna yfir. Bandaríkin geta ekki lengur háð tvö stríð í einu. Nóg er til af öflugum óvinum, Rússland, Kína, Íran, Norður-Kórea og allt líklega kjarnorkuveldi!

Eftir stendur Ísland berskjaldað, líkt og Bretland 410 e. Kr., er rómverski herinn yfirgaf landið einhliða og kom aldrei aftur. Engir heimamenn voru hermenn og landið berskjaldað fyrir innrásir Engilsaxa.

Hvað gera íslenskir bændur þá? Hefur Þjóðaröryggisráð Íslands tekið þá sviðsmynd inn í dæmið? Er Ísland tilbúið undir alheimsátök? Eru til næg matvæli, lyf, varahlutir o.s.frv.?  Kannski er lágmarks viðbúnaður að koma sér upp heimavarnarlið? Hafa einhvern grunn að byggja á, ef í harðbakkann slær.


Umsækjendur A, B og C sækja um starf hjá fyrirtæki X - Hver fær starfið?

Þetta er ekki fræðileg spurning, heldur kaldur veruleiki í íslensku atvinnulífi. Segjum svo að fyrirtækið X vantar stjórnarmann í stjórn fyrirtækisins, sem nóta bene er einkafyrirtæki. Fyrir eru þrír stjórnarmenn, allir karlar en einn er að hætta.

Umsækjendur A og C eru karlar en umsækjandi B er kona. Öll eru þau viðskiptafræðimennuð, með svipuðan bakgrunn og svipuðum aldri. Ef eitthvað er, þá er umsækjandi C með lengsta starfsaldur. Valið er auðvelt, en er í raun ekkert val, einkafyrirtækið þarf að velja konuna.  Fyrirtækið þarf að uppfylla kynjakvóta og þar sem fyrir eru tveir karlar í stjórninni, verður konan fyrir valinu og eigandinn hefur ekkert um það að segja. Þetta er þó hans eign og áhætta og hann hefði frekar viljað fá umsækjanda C.

Á vefsetri Jafnréttastofu (hvað skyldu starfsmenn þessarar stofnunnar gera allan daginn?), segir: "Í mars árið 2010 samþykkti Alþingi frumvarp þess efnis að bæði konur og karlar skuli eiga fulltrúa í stjórn einkahlutafélaga og hlutafélaga (Lög um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög nr.2/1995) þar sem fleiri en 50 starfsmenn starfa að jafnaði þegar stjórn er skipuð þremur mönnum, og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns fyrir sig sé ekki lægra en 40%.

Í maí 2011 samþykkti Alþingi sambærileg lög um kynjakvóta í stjórnum lífeyrissjóða (Lög um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum nr. 122/2011)."

Ef þetta er ekki wokisminn í tærustu mynd, hvað er? Ekki er ráðið eftir hæfileikum heldur hvaða líkamsparta viðkomandi hefur. Hvað kemur ríkinu við hvað einstaklingar með eigin rekstur gerir? Hann hefur bara eitt markmið og það er að hámarka arðinn af rekstri fyrirtækisins. Hann ræður þann hæfasta, sem getur verið kona eða karl, skiptir engu máli, bara að viðkomandi skili inn afköstum.

Það er enginn furða að stórfyrirtæki, sem hafa stórar stjórnir  eða stofnanir eru oft illa rekin. Er búið að skipta út stóra bróðir fyrir stóru systur?

Nú er slegist um stöðu forstöðumanns Jafnréttisstofu sem nýverið var auglýst laust.  Enn eitt ríkisapparatið sem sýgur til sín fjármagn úr tómum ríkiskassa.

P.S. Það er alveg ótrúlegt jafnaðargeð Íslendinga að láta ríkið stjórna lífinu sínu án þess að segja nokkuð. Þeir sætta sig við hvaða vitleysu boð sem koma frá stjórnvöldum og völd þeirra eru mikil eins og sjá mátti í covid faraldrinum.

Löggjöf um kynjakvóta í stjórnum

 


Gervigreindin og algóritminn ljúga stöðugt

Þróunin í gervigreind - A.I. er á ljóshraða. Undanfari gervigreindarinnar er algóritminn (reiknirit). Hver er munurinn á honum og gervigreind?

Algóritminnn er skref fyrir skref sett af leiðbeiningum eða skilgreint verklag til að leysa vandamál eða framkvæma verkefni. Það er takmörkuð röð vel skilgreindra reglna sem veita lausn á tilteknu vandamáli. Dæmi um þetta er flokkunarreiknirit (eins og QuickSort eða MergeSort), leitarreiknirit (eins og tvíundarleit) og stærðfræðileg reiknirit (eins og Euclidean algrím til að finna stærsta sameiginlega deilann).

Gervigreindin (AI) er þróaðri útgáfa. Gervigreind vísar til breiðari sviðs að búa til vélar eða kerfi sem geta framkvæmt verkefni sem venjulega krefjast mannlegrar upplýsingaöflunar. Gervigreind felur í sér þróun kerfa sem geta lært af gögnum, þekkt mynstur, tekið ákvarðanir og bætt sig með tímanum. Dæmi um þetta er vélræn líkön, náttúruleg málvinnslukerfi, tölvusjónkerfi og sjálfstæðir aðilar.

Bæði "kerfin" eiga það sameiginlegt að mannleg hugsun er upphafið.  Bloggritari hefur komist að því að gervigreind eins og ChatGPT er ekki alveg traust heimild og niðurstöður hennar ber að taka með fyrirvara. Hann hefur lagt nokkrar gildrur fyrir hana sem hún féll auðveldlega niður í. Þegar gengið er á hana, biðst hún afsökunar og leiðréttir sig. Eftir á!

Algóritminn er jafn varasamur.  Hann fylgist með einstaklinginum 24/7 tímans. Alls staðar þar sem farsíminn er eða tölvu, er einstaklingurinn undir eftirliti....já hverja?  Jú, stjórnvalda og tæknifyrirtækja sem selja aðgang að notandum eins og að vænd....

Google er stóri bróðir 2024.  Ef þú leitar til dæmis að sólgleraugum þar, veit þú ekki fyrr en sólgleraugna auglýsing poppar upp á skjá þínum.  Hvernig vissi gleraugnaframleiðandinn að þú ert að leita að sólgleraugum? Jú, Goggle selur aðgang að þér.

Eins og í úttópunni "1984" á einstaklingurinn ekkert einkalíf um leið og hann stígur fæti út fyrir hús. Jafnvel þótt hann skilji farsímann eftir heima, til að geta farið um eftirlitslaus, þá taka götumyndavélar við og gervihnettir. Og bing....um leið og þú ferð inn í búð, ertu komin(n) á radarinn aftur. Nú eru það kreditkorta fyrirtækin sem fylgjast með þér og bankinn.

Í "1984" var stóri bróðir kominn inn fyrir dyrnar og risastór monitor fylgdist með aðalpersónunni Winston Smith öllum stundum og skammar hann ef hann t.d. gerir ekki morgunæfingarnar eða hlustar á áróðursfréttir dagsins. Er það orðið svo slæmt hjá okkur í dag? Já, það er það. Fólk verður að passa sig á að líma fyrir linsur fartölva og smart sjónvarpa, annars er hætta á að það sem gerist í svefnherberginu falli í rangar hendur. Bóndinn í afdalasveit, getur ekki vænst þess að vera í friði fyrir tækninni, þótt hann ákveði að hafa ekkert rafmagn eða samskiptatækni. Hægt er að fylgjast með honum með gervihnött sem getur séð krónu mynt skýrt.

Google er woke og hlutdræg leitarvél. Nýjasta dæmið er morðtilræðið við Donald Trump. Prófið að setja inn leitarorðin á Google: "assassination attempt on" og leitarniðurstöðurnar skila öll möguleg morðtilræði en við Trump. Teymi Trumps kvartaði yfir þessu, gerði harða hríð að Google og nú birtist leitarniðurstöðu um morðtilræðið á eftir leitarniðurstöður um morðtilræðið við Ronald Reagan. En Google birtir eftir sem áður fjölmiðla andsnúna Trump, svo sem CNN, á fyrst leitarsíðu ef leitað er frétta af karlinum.

Prófum nú leitarorðin á Google: "How many viewers has CNN"? Fyrsta leitarniðurstaða er CNN Press Room (þeir sjálfir). Þar segir: "Samkvæmt Comscore náði CNN til 116 milljóna einstaka gesta í Bandaríkjunum í mars, sem hélt #1 stafrænum fréttavettvangi í meira en átta ár í röð. Forysta CNN í einstökum gestum á undan #2 CBS News er 12,4 milljónir einstakra notenda fyrir mars." og "CNN Ranks in top Most-Watched Networks in All of Cable in March and Q1 2024."

Spyrjum ChatGPT sömu spurningu og svarið er: "Frá og með miðju ári 2024 er áhorf á CNN á bilinu 523.000 til 1,39 milljónir eftir tímarbili og lýðfræði. Á besta tíma nær netið til um 856.000 áhorfenda að meðaltali. Vinsælustu þættirnir á CNN eru meðal annars Anderson Cooper 360° með um það bil 1,25 milljón áhorfendur og The Source með Kaitlan Collins sem laðar að sér yfir 1 milljón áhorfenda."

Auðljóslega er svar ChatGPT betra og endurspeglar hversu mikil hnignun er í gangi á CNN.


Repúblikanar ánægðir með varaforsetaefni Kamala Harris

Demókratar völdu sér varaforsetaefni fyrir Kamala Harris. Sagt er að innsta klíkan innan flokksins stjórnar í raun ferðinni um val á forseta og varaforseta.

Eins og þeir sem fylgjast grannt með, var framin "yfirtaka" fyrir nokkru er Joe Biden var rutt úr vegi er Demókrötum varð ljóst að hann ætti litla möguleika gegn Trump. Hann fékk í raun ekkert val. Búið var að skrúfa fyrir fjármagn til teymis Bidens og talið er að honum hafi verið settir úrslitakostir, annað hvort hættir þú við framboðið eða 25 ákvæði viðaukans við stjórnarskránna virkjaður. 

Biden varð að gefa eftir en hann átti mótspil. Hann gaf Kamala Harris meðmæli sín. Nú var klíkan í vanda. Ætlunin var að hafa prófkjör, eins og Obama lagði til, en nú var það komið út í móann. Klíkan ætlaði sér losa sig við bæði við Harris og Biden, enda þau óvinsælasta forsetapar sögunnar. Hún óvinsælasti varaforseti sögunnar og Biden meðal þeirra óvinsælustu.

Demókratar urðu að fylkja sér á bakvið Harris og hún er nú orðin forsetaefni flokksins með núll prósent umboð almennra flokksmanna. Biden var búinn að tryggja sér 14 milljón atkvæða í prófkjöri Demókrata. Hún hefur ekkert atkvæði á bakvið sig.

Tíminn var of naumur til að fara í aðra hallabyltingu eða standa í innbyrgðis átök í flokknum. Nú hefur óvinsælasti varaforseti sögunnar valið sér varaforsetaefni. Hann heitir Tim Walz og er fulltrúi róttæka arms Demókrataflokksins. Trump skrifaði á samfélagsmiðli sínum: "Thank you" en óhætt er að segja að Repúblikanar séu kampakátir með þetta val.

Valið stóð á milli ríkistjóranna Tim Walz, ríkisstjóri Minnisóta og Josh Sharpiro, ríkisstjóra  Pennsylvaníu. Sharpiro er öflugri stjórnmálamaður en Walz, fulltrúi miðjuafla flokksins og ríkisstjóri ríkis sem getur farið á hvorn veginn í næstu kosningum. Minnisóta er öruggt ríki Demókrata í forsetakosningunum. 

Þetta val kann að þykja óskynsamlegt en er skynsamlegt í augum Demókrata samkvæmt formúlu auðkenndapólitíkur þeirra. Það er nefnilega einn galli á gjöf Njarðar með Sharpiro, hann er gyðingur.  Demókratar reyna allt sem þeir geta til að tryggja atkvæði bandarískra múslima en fjöldi þeirra skagar hátt upp í fjölda gyðinga í landinu. Samkvæmt Wikipedíu er íslam þriðja stærsta trúarbrögð Bandaríkjanna (1,34%), á eftir kristni (67%) og gyðingdómi (2,07%). Manntalið í Bandaríkjunum 2020 áætlaði að 1,34% (eða 4,4 milljónir) af mannfjölda Bandaríkjanna séu múslimar.

Þetta er tvíeggjað sverð, því að gyðingar hafa í gegnum tíðina frekar kosið Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn. Og gyðingar eru valdamiklir innan Demókrataflokksins. Þingmenn af gyðingauppruna á Bandaríkjaþingi eru margir. Frá og með 2023 eru níu öldungadeildarþingmenn gyðinga og 26 gyðingar í fulltrúadeildinni sem starfa á Bandaríkjaþingi. Og talið er að 7,5 milljónir gyðinga séu búsettir í Bandaríkjunum. Ætlar Demókrataflokkurinn að snúa baki við gyðinga og snúa sér að múslimum? Hvað munu kjósendur af gyðingauppruna gera?

En hvað um það, ætlunin hér er að fjalla um róttæklinginn Tim Walz. Ástæðan fyrir að Repúblikanar eru harðánægðir með Walz er að hann á sér dökka sögu. Í Minnisóta 2020 urðu einar mestu óeirðir í sögu Bandaríkjanna í kjölfar dráps blökkumannsins Floyd sem var í höndum lögreglunnar. Þetta gerðist á vakt Walz. Óeirðir vegna dauða Floyd í Minnesota leiddu fljótlega til eldheitra mótmæla um allt land, sem og siðferðis- og starfsmannavanda lögreglunnar sem heldur áfram enn þann dag í dag, og Walz hefur verið gagnrýndur fyrir að leyfa ringulreiðinni að vaxa með því að tefja fyrir sendingu þjóðvarðliðsins.

Fyrir komandi kosningar skiptir máli hvar Walz stendur í pólitískum skilningi. Þar er hann lengst til vinstri á litrófinu. Kíkjum á sex stefnumál hans. Byrjum á mál málanna fyrir Demókrata: Fóstureyðingar.

Sem ríkisstjóri staðfesti Walz sig sem bandamann réttindahreyfingarinnar fyrir fóstureyðingar, einkum með því að setja lög sem festu "frjósemisfrelsi" í stjórnarskrá ríkisins. Fóstureyðing er lögleg hvenær sem er á meðgöngu í ríkinu. Undir hans eftirliti afnam ríkið aðrar takmarkanir, þar á meðal sólarhrings biðtíma fyrir fólk sem leitar að fóstureyðingu, og samþykkti lög sem ætlað er að verja heilbrigðisstarfsmenn og sjúklinga í Minnesota frá saksókn í tengslum við fóstureyðingar í öðrum ríkjum.

Watz er fylgjandi LGBTQ+ réttindi. LGBTQ+ samtökin hafa klappað fyrir Harris fyrir að hafa valið Walz. Á þingi stóð hann með afnám laga um varnir hjónabands og kaus stöðugt með LGBTQ+ réttindum, eins og niðurfellingu á "Do not Ask, Do not Tell," sem bannaði LGBTQ+ þjónustu í hernum.

Velferð barna. Walz hefur verið ötull talsmaður umönnunarstarfsmanna og umönnunaraðila og sagt að það hafi verið markmið sitt að gera Minnesota að besta ríkinu til að ala upp fjölskyldu. Á síðasta ári skrifaði hann undir lög um launað fjölskyldu- og sjúkraleyfi sem veita starfsmönnum 12 vikur á 90 prósent af launum til að sjá um nýfætt eða veikan fjölskyldumeðlim. Starfsmenn fá 12 vikna frí til viðbótar til að jafna sig eftir alvarleg veikindi. Lögin innihalda sjaldgæft ákvæði sem kallast "öruggur tími" fyrir eftirlifendur heimilisofbeldis, sem fólk getur notað til að finna öruggt húsnæði, fá verndarúrskurð eða fara fyrir dómstóla.

Fötlun og öldrun. Sem ríkisstjóri hafði Walz umsjón með 31 prósenta launahækkun fyrir starfsmenn heimahjúkrunar og 1.000 dollara varðveislubónus, sem náðist með samningaviðræðum milli embættismanna ríkisins og Alþjóðasambands þjónustustarfsmanna. Þessi aukning innihélt einnig fjölskyldu umönnunaraðila fatlaðra og eldri fullorðinna, sem hægt er að greiða í gegnum neytendastýrða umönnun ríkisins.

Menntunarmál. Walz, fyrrverandi sögukennari, var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2006 og var trúr rótum kennara síns. Eitt af stærstu afrekum hans sem ríkisstjóri var lög sem hann undirritaði árið 2023 sem gerði Minnesota að einu af aðeins sex ríkjum þá til að bjóða upp á ókeypis hádegismat fyrir nemendur í opinberum skólum.

Lög um byssur. Á innan við 10 árum hefur Tim Walz farið frá því að fá meðmæli og framlög frá National Rifle Association (NRA) yfir í að fá "F" stöðu frá skotvopnasamtökunum.

Sem ríkisstjóri undirritaði Walz ýmsar öryggisráðstafanir fyrir byssur í lög, þar á meðal alhliða bakgrunnsathuganir, lög um "rauða fána" sem leyfa löggæslu eða fjölskyldumeðlimum að biðja dómara ef áhyggjur eru af notkun einhvers á skotvopnum og harðari refsiaðgerðir fyrir fólk. lent í því að kaupa skotvopn fyrir einhvern sem er óhæfur til að eiga byssu.

Í augum Íslendinga er pólitík Walz bara fín og hann meira segja gæti boðið sig fram fyrir Sjálfstæðisflokksins, ef hann kysi. En í augum margra Bandaríkjamanna eru skoðanir hans róttækar. Demókrataflokkurinn er reyndar orðinn róttækur vinstriflokkur og Walz í raun passar vel inn í hugmyndafræði hans. Ef til vill munu óeirðirnar í Minnisóta 2020 reynast honum meiri fjötur um fót en pólitík hans.

Fylgjendur Demókrata voru byrjaðir að opna kampavínsflöskurnar er Harris komst í fyrsta sinn í skoðanakönnunum lítillega yfir Trump. En þeir ættu aðeins að bíða lengur áður en þeir drekka úr flöskunum. Hinn almenni Bandaríkjamaður á eftir að heyra i Harris, hún hefur ekki haldið blaðamannafund síðan hún var forsetaefni, bara fámenn rallý og því meira sem hún talar og hlær, verður hinn almenni og óráðni kjósandi afhuga henni.

Í raun er allt í kalda koli hjá ríkisstjórn Bidens. Hann er þegar afskrifaður, heyrist ekkert í honum og Repúblikanar hættir að tala um hann. Hann verður á ís til 20. janúar 2025 er hann yfirgefur embættið rúinn trausti.

Og ekki lítur staðan vel út fyrir Demókrata. Efnahagslægð er að hefjast í landinu, verðbréfamarkaðir að falla, verðbólga helst há, atvinnuleysi fer hækkandi, matvælaverð himinhátt sem og orkuverð. Kosningamál forsetakosninganna er opin landamæri stefna Demókrata og efnahagsmál. Á báðum sviðum eru Demókratar með allt niður um sig.

Erlendis hafa Bandaríkjamenn misst tökin, bæði í Úkraínu og Miðausturlöndum. Antony Blinken æðir á milli ríkja í Miðausturlöndum og grátbiður um frið en enginn hlustar á hann. Ef meiriháttar stríð brýst út á næstunni og efnahagssamdrátturinn verður viðvarandi, er útlitið svart fyrir Kamala Harris og Demókrata almennt.

Ríkisstjórn Bidens hefur ekki komið saman síðan í október 2023 og enginn veit hver raunveruleg stefna stjórnar Bidens er, ekki einu sinni hann sjálfur. Á meðan stjórnar skuggaráðuneyti innanlands- og utanríkispólitík Bandaríkjanna.


Vegakerfið út í skurði - hvers vegna?

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra birtist allt í einu úr myrkrinu og tjáir sig um vegakerfið. Hann viðurkennir að vegakerfið hafi setið á hakanum.  Ekki er vitað hversu mikla innspýtingu þarf í það en heyrst hafa tölur frá 120 - 200 milljarða. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra, tekur undir með Sigurði Inga og segir þurfa miklu meira fjármagn, bæði í framkvæmdir og viðhald á vegum. Það fjármagn gæti komið frá stórnotendum.

Hverjum er um að kenna ef ekki 7 ára ríkisstjórn Bakkabræðra? Jú, þungflutningar sem ekki hefði mátt sjá fyrir! Og ekki það að fjármagnið sem innheimt hefur verið fyrir vegakerfið í formi skatta, hafi farið í allt annað.  Hér kemur snilldarútskýring sósíalistans (taka meiri pening af almenning og vondu kapitalistanna):

"Þetta þungaflutningarálag er að leiða af sér slit á vegum sem enginn sá fyrir fyrir áratug eða tveimur, og við þurfum að fjármagna þetta betur. Kannski þurfum við líka að vera hugrakkari í að sækja fjármuni til þeirra sem valda þessu sliti, sem eru auðvitað þessir stóru atvinnurekendur sem eiga auðvitað að borga sinn skerf."

Hvað er rangt við rökfærslu þeirra? Jú þau kenna þungaflutningum um vandann en ekki það að ríkisvaldið hefur vanrækt viðhald vega. Vegakerfið á Íslandi er um 26.000 kílómetrar að lengd. Þar af eru þjóðvegir um 12.900 km og sveitavegir um 12.800 km. Það þarf því gífurlegt fjármagn bara við að viðhalda vegi landsins. Hefur ríkisvaldið ekki fengið nóg fjármagn til að standa að viðhaldi. Jú, meira en nóg.

Á fimm ára tímabili voru innheimtir skattar tengdir samgöngum upp á 330 milljarða króna. Þar af fóru um 240 milljarðar í allt annað en samgöngukerfið! Bílaskattar eru sum sé bara mjólkurkú ríkisins. Það væri enginn vandi ef allt féð hefði farið beint í vegakerfið. Svona hefur ástandið verið lengi, og löngu áður en Covid kom til sögunnar og er mesta afsökun stjórnvalda fyrir lélega efnahagsstjórn. Sjá t.d. þessa grein í Bændablaðinu frá 2017: Vegabætur strax

Tökum annað dæmi úr Bændablaðinu sem ávallt er með fingurinn á púlsinum ( Betur má ef duga skal ):

"Varðandi samgöngukerfið þá er vandinn gríðarlegur þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að ekki skortir tekjuinnstreymið t.d. af notkun þjóðvegakerfisins. Um árabil hafa skattar á innflutning og notkun bíla skilað ríkissjóði um og yfir 80 milljörðum króna. Aðeins hluti af heildartekjum ríkisins af bílum og umferð fer í nýbyggingu og viðhald vegakerfisins. Sem dæmi var áætlað að verja 29 milljörðum í endurbætur og viðhald á vegakerfinu á árinu 2019 og 30 milljörðum á árinu 2020. Á árinu 2021 er talað um að veita 27 milljörðum í þennan málaflokk. Þetta eru 86 milljarðar á þrem árum. Það þýðir að af skatttekjum vegna umferðarinnar á þremur árum er verið að nota tekjur sem svara nokkurn veginn innkomu eins árs og eftir standa 154 milljarðar króna af umferðartekjunum sem renna þá til annarra verkefna ríkisins."

Hver er þá vandinn í hnotskurn?  Hann er að ríkið í heild sinni er illa rekið, of mikið fé fer í gæluverkefni (nýjasta nýtt er stofnun Mannréttindastofnun Íslands) og of lítið í grunnverkefni. Ríkið sem kann ekki að leggja saman tvo plús tvo, tekur fjármagn ætlað samgöngum til að bjarga ríkissjóði sem samt er rekinn með halla. Og þegar þessi tilfærsla fjármagns dugar ekki til, er ætlunin að leggja á enn meiri álögur á notendur vegakerfisins með meiri skatta.

Sigurður Ingi virðist vera hrifinn af skattlagningu, er hann ekki í röngum flokki? Hann og Svandís eru 100% sammála að taka meiri fé af Jón og Gunnu og vondu atvinnurekendur sem þó skapa vinnu, velferð og skatta fyrir ríkisvaldið.  Ríkisvaldið á Íslandi hefur aldrei kunnað sér hófs í skattfrekju.

P.S. Hér kemur 1 + 1 dæmi í stað 2 + 2 dæmi sem ríkið ræður ekki við. Skapa meiri tekjur fyrir þjóðfélagið og ekki hækka skatta = kakan stækkar og allir hafa meira ráðstöfunarfé, almenningur, atvinnurekendur og ríkisvaldið.


Siðmenning fremur sjálfsmorð en er ekki myrt segir Arnold Toynbee

Fáir Íslendingar þekkja sagnfræðinginn Arnold Toynbee (4. apríl 1889 - 22. október 1975). Hann var jafnfrmat heimspekisagnfræðingur. Hann er þekktastur fyrir 12 binda bókaröðina "A Study of History" (1934–1961). Með gríðarlegri magni og útgáfu  sinni á blöðum, greinum, ræðum og kynningum og fjölmörgum bókum þýddum á mörg tungumál, var Toynbee mikið lesinn og ræddur á fjórða og fimmta áratugnum.

Bloggritari hefur margoft vitnað í Victor Davis Hanson varðandi fall og ris siðmenninga. Sjá nýjustu bók hans: "The End of Everything: How Wars Descend into Annihilation." En þar tekur hann fyrir fimm siðmenningar sem hreinlega voru þurrkaðar af yfirborði jarðar vegna stríða. Sjálfur hefur bloggritari margoft vitnað í örlög eyjaskeggja Havaí sem nú eru hluti Bandaríkjunum. Eyjarnar voru ekki lagðar undir Bandaríkin með vopnavaldi, heldur tók "ofurmenning" yfir "nátúrurmenningu". 

En snúum okkur að Arnold Toynbee sem tekur fyrir fleiri dæmi en bloggritari eða Hanson. Hann lýsir í "A Study of History" uppgangi og falli þeirra 23 siðmenningar sem hann hafði skilgreint í mannkynssögunni. Öfugt við Oswald Spengler, sem taldi að uppgangur og fall siðmenningar væri óumflýjanleg, hélt Toynbee því fram að örlög siðmenningar ráðist af viðbrögðum þeirra við þeim áskorunum sem þær standa frammi fyrir. Reyndar er sameinandi þemað í bókunum áskorun og viðbrögð.

Ein af byltingarkenndum uppgötvunum Toynbee er sú staðreynd að það hafa verið svo margar háþróaðar siðmenningar. Skiljanlega á Vesturlöndum beinist sögukennsla okkar að okkar eigin siðmenningu með rætur í grískri og rómverskri menningu, en auk þess hafa verið kínverskar, indverskar, majaískar, íslamskar, súmerskar og rétttrúnaðarmenn, svo fátt eitt sé nefnt.

Samkvæmt Toynbee byrja siðmenningar að grotna niður þegar þær missa siðferðilegan þráð og menningarelítan verður sníkjudýr, arðrænir fjöldann og skapar innri og ytri verkalýð. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að ýkja hlutverk trúarlegra og menningarlegra verðmætakerfa en vanmeta mikilvægi efnahagslegra þátta í mótun siðmenningar. Svo virðist sem með hækkandi aldri hafi Toynbee orðið enn sannfærðari um mikilvægi andlegu víddarinnar.

Í gegnum 12 binda stórsögu sína útlistar Toynbee hvernig siðmenningar þróast til að bregðast við umhverfisáskorunum sem eru sérstaklega erfiðar. Áskoranirnar ættu hvorki að vera of alvarlegar til að hefta framfarir né of hagstæðar til að hindra sköpunargáfu. Slíkar áskoranir fá svörun hjá skapandi minnihlutanum sem veitir óvirkum meirihluta forystu.

Toynbee komst að því í gegnum rannsókn sína að skapandi minnihlutinn hafði tilhneigingu til að vera almennt dularfullt innblásinn. Ennfremur lýsti hann því yfir að siðmenningar sundruðust vegna óhjákvæmilegrar drýgðar synda, hroka, stolts og sjálfstrausts, sem koma fram í hlutum eins og þjóðernishyggju, hernaðarhyggju og ofríki ríkjandi minnihlutahóps. Þetta siðferðisbrot hefur í för með sér eigin refsirétt (nemesis). Skapandi fólkið, sem er orðið afturhaldssamt, myndar ekki lengur "skapandi úrvalsminnihluta" heldur einfaldlega "elítu ríkjandi minnihlutahópur."

Í meginatriðum heldur Toynbee því fram að þegar siðmenning bregst vel við áskorunum vaxi hún. Þegar það tekst ekki að bregðast við áskorun fer það inn í hnignunartímabil sitt. Toynbee hélt því fram að "Menningarheimar deyji úr sjálfsvígum, ekki af morðum." Morð = innrás óvinaþjóða. Fyrir Toynbee voru siðmenningar ekki óáþreifanlegar eða óbreytanlegar vélar heldur net félagslegra samskipta innan landamæra þess og því háð bæði skynsamlegum og óviturlegum ákvörðunum sem teknar voru.

Ég tel að vestrænir leiðtogar okkar ættu að enduruppgötva spekina sem er útlistuð á síðum A Study of History vegna þess að mér virðist sem Vesturlönd séu ekki lengur að bregðast skapandi við ytri áskorunum og að "skapandi minnihluti" þeirra sé orðinn "tilberar". Þannig samkvæmt Toynbee munu Vesturlönd hnigna endanlega nema nýr andlega hvatinn minnihluti komi fram sem býður upp á nýja skapandi forystu, sem færir samfélagið á nýtt stig meðvitundar og þroska.

Í raun á vestræn siðmenning við tvíþættan vanda.  Annars vegar ytri áskoranir, gjöreyðing siðmenningar/ríkja, sem sérstaklega á við um í dag með tilkomu kjarnorkuvopna. Sífellt fleiri ríki eignast kjarnorkuvopn og það er bara tímaspurtsmál hvenær "rough state" eða harðstjórnarríki ákveður að nú sé tími til að beita kjarnorkuvopnum. Í heiminum í dag eru til 15 þúsund kjarnorkusprengur, nægilega margar til að sprengja heiminn upp mörgum sinnum. Vestræn ríki eiga sér marga óvini, hætturnar steðja hugsanlega frá austri eða Miðausturlöndum.

Hinn vandinn er siðferðisleg upplausn vestrænna samfélaga. Límið, trúin, er farin vegs alls veraldar og ekkert hefur komið í staðinn. Ofgnótt gæða skapar ekki harðgerða einstaklinga, heldur "vesalinga". Flest öll gildi, sem kynslóðirnar hafa hafa metið að séu klassísk og þess virði að halda í og sagan kennt að séu verðmæti, eru undir smásjá endurskoðanasinna sem allir koma af vinstri væng stjórnmálanna. Þeir vilja rífa niður samfélagið og endurbyggja með úttópískum hugmyndum nýmarxismans.

Frjálslindið og stundum harðstjórnin drepur lýðræðið. Frjálslindið drepur lýðræðið með svo öfgakenndri hugmyndafræði að það breytist í stjórnleysi (anarkismi). Réttindin eru endalaus en skyldur fáar. Ekkert samfélag lifir af slíku samansafni sjálfhverfra einstaklinga. Búið er að taka úr sambandi frumhvötina, að stofna til fjölskyldu og eignast afkomendur. Þetta gildir ekki bara um vestræn ríki, heldur þróuð samfélög eins og Japan eða Suður-Kóreu. Fjölmenningin átti að vera lausnin þar sem allir lifa saman í sátt og samlyndi, en leiddi til að til urðu aðskildir menningarheimar, sem búa hlið við hlið en ekki saman. Ekkert sem sameinar fólkið í landinu nema sameiginleg búseta. Ísland er á sömu leið og aðrar vestrænar þjóðir. Vegna fámennis gæti þetta gerst hraðar en annars staðar.

Svo spurningin er, hvort endar vestræn menning í vítislogum kjarnorkustríðs eða hún fremur harakíri? Eða er von samkvæmt Toynbee? Rómversk menning lifði í þúsund ár (eða tvö þúsund ár) og kínversk menning í 2-3 þúsund ár. En þar sem sagan endurtekur sig ekki, er erfitt að spá í spilin. Hraðinn á ris og falli menningar er margfaldur en áður var og því má búast við að fallið, er/ef það kemur, verður hratt. Eins og sviðsmyndin er í dag, er Vestur- og Norður-Evrópa komin á hnignunarskeið en ekki Austur-Evrópa. Hvers vegna skyldi það vera?

Slóð: Arnold J. Toynbee

Tilvitnun í Toynbee: "Of the twenty-two civilizations that have appeared in history, nineteen of them collapsed when they reached the moral state the United States is in now."


Keynes eða Friedman?

Aftur á sjöunda og áttunda áratugnum skoraði Milton Friedman á Keynesmenn um hvernig peningastefnan virkar. (John Maynard Keynes var dáinn). Keynesmenn töldu örvandi peningastefnu hjálpa hagkerfinu með lægri vöxtum, sem jók útgjöld neytenda og fyrirtækja.

Meistararannsókn Friedmans, A Monetary History of the United States, 1867-1960 sannfærði hann um að þeir drifkraftur væri vöxtur peningamagns fremur en vextir. Þetta tvennt er venjulega tengt, sem gerir það erfitt að sundra áhrifunum tveimur.

Hér er einföld skýring á Friedman rökfræðinni: þegar seðlabankinn eykur fjárhæðina í hagkerfinu verður eignasöfn fólks í ójafnvægi. Hugsaðu um þrenns konar eignir: líkamlegar eignir eins og viðskiptatæki eða heimiliseignir; fjáreignir eins og hlutabréf og skuldabréf; og loks peningar.

Aukning á peningamagni fær fólk til að segja: "Ég á of mikið af peningum miðað við líkamlegar og fjárhagslegar eignir mínar." Þeir eyða peningunum. En þeir útrýma ekki peningunum þegar þeir eyða þeim; þeir senda það bara til einhvers annars. Ójafnvægi eignasafns heldur áfram þar til verðmæti þessara annarra eigna hækkar. Hækkandi verðmæti efnislegra eigna kemur frá fleiri eignum, eða hærri verðmiðum á eignunum, sem þýðir að hagkerfið heldur áfram. Hækkandi verðmæti fjáreigna þýðir lægri vexti og/eða meiri lántökur í gangi.

Friedman vann baráttuna og peningastefnan var samþykkt af flestum hagfræðingum sem peningamagnsmál.


Mannréttindi og Verkamannaflokkurinn undir forystu Keir Starmer

Robert Starkey (fæddur 3. janúar 1945) er enskur sagnfræðingur, útvarps- og sjónvarpsmaður, með skoðanir sem hann lýsir sem íhaldssömum. Hann er frægur fyrir sjónvarpsþætti um enska konunga og er talinn sérfræðingur á því svið.

En Starkey fjallar líka um samtíma viðburði og hefur ákveðnar skoðanir. Og hann hefur ákveðnar skoðanir á Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins, sem hann er ekki hrifinn af.

Að mati Starkey er Starmer harður and-lýðræðismaður. Hann vill færa vald frá kjörnu þingi Bretlands til ókosinna stofnana, frá dómstólum til embættismanna. Flokkur hans mun koma á yfirráðum "Blobbsins" allt á sama tíma og hann tekur hart á málfrelsinu.

Starkey heldur því fram að kosninganiðurstaðan hafi ekki verið sú skjálftabreyting í breskum stjórnmálum og ætla mætti (fengu meirhluta þingmanna með færri kjósendur á bakvið sig en í fyrri kosningum) og að samdráttur í kosningaþátttöku sé umtalsvert mál.

Hann gagnrýnir svo kallaða miðpólitík Keirs Starmer og málnotkun hans í kringum sjálfsmyndapólitík og opinbera þjónustu og bendir á að það sé tilraun til að afpólitíska afstöðu flokks síns.

Starkey lýsir einnig áhyggjum af fyrirætlunum Verkamannaflokksins um að koma á stjórnarskrárbreytingum, svo sem nýrri réttindaskrá og styrkingu svæðisbundinna manna í gegnum þjóðaráð. Hann telur að þessar breytingar gætu leitt til eyðileggingar hefðbundinna stjórnmálastofnana og sundrungar Bretlands.

Starkey fjallar einnig um hugsanleg áhrif jafnréttislaga og forgangsröðun fólks með mismunandi húðlitarefni í lagalegum réttindum með þeim rökum að þau skapi ójöfnuð og grafi undan formlegu jafnrétti fyrir lögum. Á heildina litið bendir Starkey á að Bretland þurfi að fara út fyrir tveggja flokka kerfið og íhuga hlutfallskosningar en viðurkennir að það sé ólíklegt að það gerist í núverandi pólitísku andrúmslofti.

Það er líka athyglisvert, þegar rætt er um mannréttindi, er að þeim var komið á til að verja almenning/borgaranna fyrir yfirgangi stjórnvalda og voru fyrir alla borgara en í dag snúist mannréttindi um mannréttindi minnihlutahópa gegn meirihlutahópum. Það er andstætt þeirri hugsun að sömu mannréttindi gildi jafnt fyrir alla.

Núverandi stefna vinstri manna er DEI (e. Diversity, equity and inclusion) eða á íslensku: Fjölbreytni, jöfnuður og þátttaka en megin gallinn á því hugmyndakerfi er að ekki er stefnt að jöfnuði allra hópa, heldur eigi t.d. minnilhluta hópar að fá meira en jöfnuð. Nokkuð sem er andstætt almennum mannréttindum eins og þau eru skilgreind í dag.

Hér annar íhaldssamur fræðimaður, Roger Scruton, sem sagðist hafa orðið íhaldssamur fræðimaður er hann var staddur í París 1968 og séð stúdentanna beita ofbeldi fyrir málstað sinn. Hann hafi ósjálfrátt brugðist við með að hafna þessa leið en hann smám saman orðið íhaldssamur fræðimaður með tímanum.

Hann útskýrir líka hvers vegna gáfumennin eða fræðimennirnir (e. intellectuals) falla ósjálfrátt inn í vinstri pólitík og hugmyndafræði. Það er vegna þess að marxisminn bíður upp á kerfisbundna heildarmynd eða beinagrind fyrir heildstæða hugmyndafræði sem hægt er að vinna eftir. Það skiptir engu máli þótt þessi hugmyndafræði er ekki jarðtengd eða í samræmi við veruleikann, enda þessir menn í fílabeinsturni fræðanna.  Hann í raun segir það sama og Starkey en á annan hátt.

 

Síðan Verkamannaflokkurinn varð að eins flokka kerfi í Bretlandi í síðustu kosningum, og stjórnarandstaðan í skötulíki, hefur hallað undan fæti í Bretlandi. Óeirðir hafa blossað upp í smábæjum Bretlands, nú síðast er þrjár stúlkur voru drepnar af unglingi.

Ólgan kraumar undir en lítið af þessum innanlandsátökum berast til Íslands í fréttum. En búast má við að það verði læti, mótmæli og jafnvel óeirðir í Bretlandi (eins og hafa verið á Írlandi) um helgina. Suðupotturinn sem reynt hefur verið að halda lokinu á, bullar undan þrýstinginum. Samfélagið er orðið of sundurþykkt og sundurleitt og þegar flokkur sem er kominn til valda, sem mun ekkert gera í málinu, brýst reiðin fram með ofbeldi. Fjölmenningin hefur fallið um sjálfa sig. Þegar þetta er skrifað hafa orðið nokkrar óeirðir í Bretlandi í gærkvöldi en búast má við fleirum um helgina.


Iðjuleysinginn Karl Marx

Karl Marx var hugmyndafræðilegt sníkjudýr og atvinnulaus iðjuleysingi sem dýfði aldrei hendi í kalt vatn. Hann hafði framúrskarandi menntun og góðan huga og vann aldrei alvarlega neins staðar á ævinni. Þó að hann hafi skrifað mikið um verkalýðinn, tilheyrði hann þeim ekki sjálfur. Hann hafði stöðu blaðamanns, heimspekings, vísindamanns og var í rauninni enginn þeirra.

Á meðan hann skrifaði heimspekilegar og pólitískar bækur og greinar fyrir kommúnistatímarit skrifaði hann á sama tíma kvartandi bréf til Friedrich Engels þar sem hann kvartaði undan fátækt sinni, skrifaði að börnin hans borðuðu brauð og vatn, að hann hefði ekkert að borga fyrir húsnæði, að ekki væru til peningar til lyfja o.s.frv. Vandamál sem hann hefði getað leyst ef hann hefði nennt að vinna í sveitt sitt andlit eins og verkamennirnir sem hann talaði svo fjálglega um.

Friedrich Engels, sem var vinur Marx, og "gylltur unglingur" í hlutastarfi og vanþakklátur sonur föður síns – ríkasti kapítalistinn og iðnaðarmaðurinn í Þýskalandi, Friedrich Engels eldri, þurfti að framfleyta fátækri fjölskyldu Marx. Karl Marx dó í fátækt.

En þessar hugmyndir voru uppi - að vinna ekki og lifa á kostnað þess að ræna auð fjármagnseigenda.

Sósíalismi er ekki hugmynd um félagslegt jafnrétti, það er hugmyndafræði allsherjar fátæktar.

Þetta eru staðreyndir.

 


Álitsgjafinn Douglas MacGregor

Hinn fyrrum ofursti í Bandaríkjaher, D. MacGregor hefur verið áberandi sem álitsgjafi um samtímastríð.  Hann er skeleggur í málflutningi, sannfærandi og hefur yfirgripsmikla þekkingu á samtímamálefnum.  En eftir því sem maður hlustar meira á hann, þá kynnist maður persónunni betur og ákveðið þema kemur í ljós.

MacGregor virðist vera mjög á móti afskiptum Bandaríkjamanna af stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir vestræna stjórnmálamenn (NATÓ) fyrir hvernig tekið er á málinu. Þemað hjá honum er að Úkraínu stríðið sé tapað fyrir Úkraínumenn. Þeir ættu aldrei möguleika á sigur. Hann virðist vera á sömu línu og Trump og Tucker Carlson að koma hefði mátt í veg fyrir þetta stríð.

En það þarf engan sérfræðing til að sjá að á brattan var að sækja fyrir Úkraínumenn frá upphafi. Þeir hafa þó tórað í rúm tvö ár í ójöfnu stríði.  Það sem vantar í málflutning MacGregor að það er hægt að sigra við friðarsamningaborðið. Hann er allt of svartsýn. Það er nefnilega hægt að komast að niðurstöðu þar sem báðir aðilar halda nokkurn veginn andliti. Ein slík niðurstaða væri að Donbass héruðin fengu fullt sjálfstæði sem ríki. Væru hvorki hluti af rússneska sambandslýðveldinu né hluti af Úkraínu. Íbúarnir hvort sem er allir rússneskumælandi. Úkraína lýsti yfir að hún gengi ekki í NATÓ en hefði rétt til að ganga í ESB (sem Rússar hafa ekkert á móti).  Úkraína verður þar með stuðpúðinn gegn innrás úr vestri eins og hún hefur verið í gegnum aldir.

Sama gildir um málflutning MacGregor varðandi átök Ísraels við nágranna sína. Þegar Erdógan pípir og hótar árás á Ísrael, þá fer MacGregor á taugum. Heldur hann virkilega að Tyrkland geri innrás í Ísrael? Tyrkland þarf þar með að fara í gegnum tvö lönd með herlið sitt, sem mun aldrei gerast. Eða gera innrás af sjó, en flugmóðufloti Bandaríkjanna er þar fyrir (ekki haft hátt um það). Stefna þar með NATÓ aðild sína í hættu, yrðu reknir með það sama úr bandalaginu og úr vestrænni samvinnu.

Eða Íran fari í stríð við Ísrael. Ástæðan fyrir því að Íranir nota staðgengla eins og Hizbollah eða Hamas, er að Íran er í mikilli fjarlægð frá Ísrael. Íran þyrfti að fara yfir íranskt landsvæði með her sinn. En Jórdanir eru bandamenn Ísraels. Það sem Tyrkir, Íranir eða aðrir óvinir geta gert, er að gera eldflaugaárásir á Ísrael eins og þau hafa þegar gert.

Orðræðan í Miðausturlöndum er herská. Arabalöndin eru karlaveldi (Ísrael líka). Þar er talað digurbarklega en menn passa sig samt á að fara ekki yfir strikið. Það hefur komið marg oft í ljós í þessum átökum. T.d. þegar Íran sendi eldflaugar og dróna á Ísrael og Ísraelmenn svöruðu með takmarkaðri árás. Það getur vel verið að Íran lýsi yfir stríði gegn Ísrael en hvernig ætla þeir að fylgja yfirlýsingunni eftir? Jafn gagnlegt og þegar Hitler lýsti yfir stríði gegn Bandaríkin. Ein mestu mistök hans í stríðnu.

Stríðið í Gaza er 301 daga gamalt. Öllum aðilum hefur tekist að ganga á línunni án þess að detta. Öllum er heitt í hamsi en enginn virðist vera svo brjálaður að fara í tveggja landa stríð.  Helsta hættan er í Líbanon. Að nú segi Ísraelmenn, hingað og ekki lengra og taki suðurhluta landsins undir sig og reki Hezbollah úr landi eins og þeir gerðu við PLO.  En það mun verða Ísraelmönnum dýrkeypt. Sérstaklega þegar þeir hafa ekki stjórn Bidens á bakvið sig. Þeir eru algjörlega undir Bandaríkjamönnum komnir með fjármagn og vopn. Stóra spurningin er, halda Ísraelmenn að þetta sé stóra tækifærið fyrir þá að koma í veg fyrir að Íran verði kjarnorkuveldi? Ganga frá Hamas og Hezbollah í eitt skipti fyrir öll? Ef svo er, þá er mjög ófriðvænlegt framundan og guð má vita hvernig útkoman verður fyrir þá eða andstæðinga þeirra. Þótt Ísrael er öflugast herveldið í Miðausturlöndum, geta þeir ekki barist á móti öllum í einu og ekki án aðstoðar Bandaríkjanna. Að því leytinu til hefur MacGregor rétt fyrir sér. En taka verður hann með þeim fyrirvara að hann sér þessi tvö stríð í sinni svörtustu mynd. Það vantar ekki þekkinguna en spyrja má um niðurstöður hans. 

Bandaríkin, þrátt fyrir stjórn Joe Biden, er enn mesta herveldi veraldar. Á meðan þau eru stóri bróðir Ísraels, þá helst jafnvægið áfram. En það eru blikur á lofti. Ef Kamala Harris kemst til valda, verður enginn friður framundan. Hún hefur þegar sýnt það í verki með því að hunsa heimsókn forsætisráðherra Ísraels til Bandaríkjanna.  Og hún mun halda að dæla vopn til Úkraínu til að halda því stríði áfram. En kannski verður verst að hún gerir Bandaríkin gjaldþrota.  Án penings er enginn öflugur her. 

Árið 1990 gátu Bandaríkin háð tvö stríð samtímis og smáskærur, í dag munu þau eiga í erfiðleikum með að heyja eitt stríð á móti stórveldi.  Rússland eða Ísrael eru herveldi sem hafa ekki efni á að tapa stríði eins og Bandaríkin. Ef þau tapa, fer allt í bál og brand. Það verður því barist til sigurs hjá báðum aðilum.

Hér má sjá hvernig MacGregor talar:

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband