Færsluflokkur: Bloggar
Það eru ýmsar kenningar og sjónarmið um að stýrisvextir hafi ekki bein áhrif á verðbólgu, þrátt fyrir að þeir séu oft notaðir sem tæki seðlabanka til að hafa áhrif á verðbólgu.
Tökum fyrst fyrir lausafjárvandamál. Ein kenningin er sú að stýrisvextir hafi lítil áhrif á verðbólgu þegar lausafé (peningamagn) í hagkerfinu er mikið. Í slíkum tilfellum gæti markaðurinn verið svo mettaður af lausafé að hækkun stýrivaxta leiði ekki til hækkunar á vöxtum til neytenda eða fyrirtækja, og þar með ekki til minnkunar á útlánum eða neyslu. Getur það verið tilfellið á Íslandi? Allt sé hér fljótandi í peningum?
Væntingar um verðbólgu geta hér spilað inn í en líkt og með gengi hlutabréfa, er ákveðin spámennska í gangi. Samkvæmt væntingakenningum getur áhrifastyrkur stýrivaxta verið takmarkaður ef almenningur og fyrirtæki hafa sterkar væntingar um að verðbólga haldist óbreytt. Ef markaðsaðilar telja að verðbólga verði áfram mikil, jafnvel þótt stýrivextir séu hækkaðir, þá getur það dregið úr áhrifum vaxtabreytinga á raunhagkerfið. Bloggritari telur að þetta eigi ekki við um Ísland, hér hafa menn enga trú á verðbólga minnki eða aukist í samræmi við stýrisvaxta ákvörðun.
Svo eru hugmyndir um að seinvirkni spili hér inn í. Áhrif stýrivaxta á raunhagkerfið geta verið seinvirk og birtast ekki strax í verðbólgutölum. Sumir hagfræðingar telja að stýrivextir séu of hægvirkt tæki til að bregðast við skammtíma sveiflum í verðbólgu, sérstaklega ef verðbólgan er knúin áfram af utanaðkomandi þáttum eins og olíuverði eða alþjóðlegum viðskiptum. Þetta á ekki við um Ísland, þar sem komin er reynsla á að 9,25% stýrisvextir í eitt ár hafa ekki haft nein áhrif.
Sumir hagfræðingar benda á að stýrisvextir hafi ekki bein áhrif á ákveðninn verðbólguþrýsting. Til dæmis, ef verðbólga er drifin áfram af framboðsskerðingum (supply shocks), eins og þegar hráefnisverð hækkar skyndilega, þá geta stýrisvextir ekki haft bein áhrif á að draga úr þeirri verðbólgu. Hér er framboðsskerðing á húsnæði og það hefur hækkað mikið um margra ára skeið. Húsnæðisvísitalan hefur ótvírætt haft áhrif á hækkun verðbólgu en hversu mikið, er óvíst.
Í sumum tilfellum geta fjármálamarkaðir ekki skilað breytingum á stýrivöxtum áfram til almennings. Til dæmis, ef bankar og fjármálastofnanir ákveða að halda sínum útlánavöxtum stöðugum þrátt fyrir að seðlabankinn hækki stýrivexti, þá skila áhrif vaxtahækkana sér ekki út í hagkerfið. Sýnist bankarnir vera fljótir að stökkva á vagninn þegar seðlabankinn segir nú...hækka.
Hugtakið "náttúrulegir vextir" (e. natural rate of interest) vísar til þeirrar vaxtastigs sem samræmist jafnvægi í hagkerfinu án þess að ýta undir verðbólgu eða samdrátt. Ef stýrivextir eru ekki í takt við þessa náttúrulegu vexti, getur það haft lítil áhrif á verðbólgu. Flestir hagfræðingar telja að eðlileg verðbólga sé um 2%.
Hvað er það sem á hér við um Ísland? Hér er hallast að því að hér sé allt fljótandi í peningum og fyrsta skýringin sé því líklegust í bland við framboðsskerðingu (húsnæðis og á vörum erlendis frá en það hefur verið verðbólga alls staðar í heiminum eftir covid). Milton Friedman taldi þessa orsök veigamestu í myndun verðbólgu almennt. Ekki er allt hér fljótandi í peningum vegna velgengni íslenska ríkisins, nei, heldur vegna seðlaprentun ríkisins (sem þeir neita), lántökur og ofeyðslu ríkissjóðs og sveitafélaga (sem samanlagt eru með 45-50% af efnahagsköku þjóðarinnar). Á meðan svo er, gera aðgerðir Seðlabanka Íslands ekkert! Neyðsla almennings hefur líka sín áhrif sem og launahækkanir en eftir höfuðinu dansa limirnir.
Hér á Íslandi er vinsælt að kenna neyðslu almennings um verðbólguna!
Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun
Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir að staðreyndum sé snúið á haus til þess að gera ríkisstjórnina eina ábyrga fyrir verðbólgu.
Staðreyndum snúið á hvolf til að eigna ríkisstjórninni verðbólguna
Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar kennir fjármálakerfinu um (Seðlabankann) og launahækkanir. Hér er Konráð leiðréttur í grein á Vísir eftir Ásgeir Daníelson: Ráðvilltur ráðgjafi ríkisstjórnar
Þrátt fyrir að peningamagn í umferð hafi vaxið um 68 prósent frá því að heimsfaraldurinn skall á árið 2020 segir Konráð að ríkissjóður hafi ekki prentað eina krónu af þeim 1.203 milljörðum króna sem hafi bæst við.
"Ríkissjóður hefur vissulega verið rekinn með halla en sá halli hefur verið fjármagnaður með lántöku sem býr ekki til nýja peninga heldur færir þá einfaldlega frá þeim sem spara og til ríkissjóðs."
Ókei, en hver stjórnar efnahagskerfi landsins? Ríkisvaldið og ekki segja að skuldasöfnun hafi ekki áhrif bara vegna þess að þeir sem spara láni ríkinu og það sé ekki að prenta pening! En hann nefnir ekki að eyðsla ríkisins eykur peningamagnið í umferð og þar með verðbólgu burtséð hvernig fjármunir eru tilkomnir. En hann neitar þessu líka. Eða hefur bloggritari rangt fyrir sér?
Hér útskýrir Milton Friedman verðbólgu:
Nóta bene, verðbólga er ekki alltaf vegna of mikið af peningum í umferð, heldur eins og komið var inn á hér að ofan, vegna skorts á hráefni eða vöru (húsnæði t.d.) sem leiðir til meiri samkeppni um vöruna og hærra verð.
Bloggar | 20.8.2024 | 09:46 (breytt kl. 10:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar stjórnmálaflokkar halda flokksfundi eða forvígismenn þeirra tala opinberlega, þá má sjá áherslur þeirra, hvað það er sem skiptir þá mestu máli hverju sinni.
Og hvað er það sem skiptir Pírata mestu máli? Þeir hafa nú um þessar mundir miklar áhyggjur af byssukaupum lögreglunnar sem hún stóð í er leiðtogafundur var hér um árið. Enn er verið fárviðrast um baunabyssu kaup hennar. Já, þetta eru baunabyssur, ekki alvöru vopnakaup og örugglega ekki merki um vígvæðingu á neinn hátt. Það er frumskylda lögreglunnar að geta verndað borgaranna og sig sjálfa gegn hættulegum glæpamönnum eða jafnvel hugsanlega hryðjuverkamenn með skotvopnum. Skotvopn hafa verið til á Íslandi síðan á 15. öld og eru ekkert að fara að hverfa.
Almenningur hefur yfir að ráða töluverðu magni af skotvopnum. Á Íslandi eru skráð skotvopn nokkuð algeng, þó að nákvæm tala geti verið breytileg eftir því sem ný gögn eru uppfærð. Samkvæmt upplýsingum frá skráningarkerfi skotvopna á Íslandi, sem lögreglan heldur utan um, voru í kringum 80.000 til 90.000 skráð skotvopn á Íslandi árið 2023. Flest þessara vopna eru veiðirifflar, haglabyssur og skotbyssur sem eru notaðar í íþróttaskotfimi og veiði. Svo eru það hin vopnin sem eru óskráð og í fórum glæpamanna.
Hvað annað sem Píratar hafa áhyggjur af, er erfitt að segja, fer eftir hvaða þingmaður þeirra talar hverju sinni.
Og hvað er það sem VG hafa mestar áhyggjur af í dag? Í frétt Mbl. segir: "Ályktun VG vakti athygli fyrr í dag en í henni er einnig fordæmd ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, um að frysta tímabundið greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA)."
Vilja gera getnaðarvarnir fríar fyrir ungt fólk
VG hafa sem sagt meiri áhyggjur af greiðslum til samtaka sem sannast hafa haft hryðjuverkamenn innanborðs en íslenskra umbjóðenda sinna. A.m.k. 15 starfsmenn hennar tóku þátt í árásinni á Ísrael 7. október og þess vegna var greiðslum til stofnuninnar frestað. Stofnunin hefur heldur ekki staðið sig í að dreifa matvælum til hungraðra Gaza búa.
Hverjar eru aðrar áherslur VG? Jú, það á að úthluta "ókeypis" getnaðarvörnum til ungs fólks (fæðingar kvenna innan tvítugs eru orðnar mjög sjaldgæfar) og máltíðir framhaldsskólanema verði "ókeypis". Það er bara ekkert ókeypis til í dag. Meira segja loftið gengur sölum og kaupum. Peningarnir koma úr vösum skattgreiðenda. Og VG vilja ekki lagfæra útlendingalögin og breytingar á þeim, er varða brottvísun erlendra glæpamanna af landinu! Vilja VG fá slíka menn inn á sitt heimili? Eigum við að sitja uppi með stórhættulega glæpamenn vegna brotalama í útlendingalögum? Bara hugsað um að kaupa atkvæði á kostnað skattgreiðenda.
Þarna eru þessir tveir vinstri flokkar að festa sig í smáatriðum sem skipta ekki máli hvað varðar heildarmyndina og hagsmuni almennings. Hvar eru áhyggjurnar þeirra af háum stýrivöxtum sem eru að sliga heimilin og fyrirtæki? Þeir hafa staðið í 9,25% í eitt ár og hafa ekki haft nein áhrif á verðbólguna sem lifir sínu eigið lífi. Í næstu grein verður fjallað um hugsanlegt gagnleysi stýrisvextina á gengi verðbólgunnar. Talandi ekki um hátt matvælaverð og íbúðaskorts.
Helsti efnahagsvandi þjóðarinnar, sem Píratar og VG ættu að hafa mestu áhyggjur af, er skuldasöfnun ríkis og sveitafélaga. Samin eru ríkisfjárlög árlega en eyðsla framkvæmdarvaldsins er svo mikil að aukafjárlög þarf iðulega til að stoppa í gatið. Þetta er prímus mótor verðbólgu á Íslandi.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum, eru opinber útgjöld á Íslandi, sem innihalda bæði útgjöld ríkisins og sveitarfélaga, um 45-50% af VLF. Þetta er í samræmi við flest önnur norræn ríki þar sem hið opinbera hefur einnig mikil umsvif. Það skiptir því gífurlega miklu máli að hið opinbera eyði ekki um efnum fram. Annað sem hefur líka mikil áhrif á verðbólgu er fákeppnin á innanlandsmarkaðinum.
Fákeppnin er hreinlega alls staðar. Í skipaflutningum, tryggingum, á matvörumarkaðinum, bankakerfinu, eldsneytismarkaðinum, í heildsölu o.s.frv. Sjá má nýlegt dæmi um svigrúmið til lækkunnar er lágvöruverslunin Prís opnaði. Þrátt fyrir að fá engan afslátt eins og aðrar "lágvöru"verslanir, geta þeir boðið upp á lægra verð. Hvers vegna? Jú, Bónus, Krónan eða Costco eru engar lágvöru verslanir, heldur miða sitt verð við verð keppinautanna, ekki mesta mögulega lægsta verðið!
Svona er Ísland illa stjórnað í dag. Það er bara eytt fé í gæluverkefni, skattar hækkaðir og álagning lögð á, bara vegna þess að hið opinbera og stórfyrirtækin geta farið óáreitt í vasa skattgreiðenda...endalaust.
Bloggar | 19.8.2024 | 09:22 (breytt kl. 09:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Farin er af stað undirskriftalisti á island.is til stuðnings Helga varasaksóknara. Málið er hið furðulegasta. Í síðasta mánuði lagði ríkissaksóknarinn Sigríður J. Friðjónsdóttir til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur frá störfum tímabundið vegna ákæru einhverja samtaka út í bæ, sem samanstanda af tveimur manneskjum.
Það þarf að vera rík ástæða til að svipta mann atvinnufrelsi sínu og viðværi. Embættismenn eru sérstaklega varðir í stjórnarskránni gegn ofríki ríkisvaldsins, í þessu tilfelli yfirmanns Helga, Sigríði J. Friðjónsdóttur, sbr. 20 gr. stjórnarskrá Íslands.
Bloggritari er dálítið hissa að Helgi skuli ekki ákæra Sigríði fyrir aðförina að honum sem embættismanni. Enn furðulegri eru viðbrögð dómsmálaráðherra sem þarf að leggjast undir feld, rétt eins og örlög Íslands liggi undir ákvörðun hennar. Hún þarf að leita ráðgjafar í fleiri vikur þegar málið er auðljóst út frá sjónarhorni grunnlaga Íslands - Stjórnarskrá Íslands.
Tjáningarrétturinn er bundinn í stjórnarskránni. Hann hverfur ekki við að fara úr einu starfi í annað. Allir borgarar, frá forseta Íslands niður í korna barn hafa rétt til að tjá sig. Minni hér á stjórnskipunarlög frá 1995. Þar segir:
11. gr.
73. gr. verður svohljóðandi:
Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.
Þingskjal 142, 119. löggjafarþing 1. mál: stjórnarskipunarlög (mannréttindaákvæði). Lög nr. 97 28. júní 1995.
Síðan Alþingi var stofnað 930 e.Kr. hafa menn getað leitað réttar síns vegna ærumeiðinga fyrir dómstóla. Það hefur ekkert breyst. Menn tóku ærumeiðingar og heiður sinn mun alvarlegra en í dag. En það var ákveðinn feril sem menn þurftu að fara í gegnum hjá dómstólum til þess að hnekkja ærumeiðingu. Helgi á rétt á þessum ferli en þangað til er hann saklaus.
Málið er auðljóst hverjum þeim sem fylgir stjórnarskrá Íslands. Nema kannski dómsmálaráðherra og saksóknara Íslands? Sem borgari landsins, hefur Helgi málfrelsi. Það þarf að sækja hann til saka fyrir dómstól til að svipta hann embætti. Þangað til á hann rétt á sinna sínum embættisstörfum og við skulum hafa í huga að borgarinn telst vera saklaus uns sekt finnst. Ekkert er í íslenskum lögum að málfrelsið hverfi við að starfa ákveðið starf. Hins vegar verður viðkomandi embættismaður að gæta þess að verða ekki vanhæfur í ákveðnum dómsmálum.
Bloggar | 18.8.2024 | 12:55 (breytt kl. 14:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikil ógæfa hefur verið fyrir þjóðkirkjuna er að til forystu hefur valist einstaklingar sem hafa ekki reynst vera leiðtogar, með undantekningum þó. Kirkjan reyndi að skipta um gír með að skipta um kyn á biskupi en kynferði skiptir ekki sköpum ef sá einstaklingur sem velst í biskupsstólinn er ekki leiðtogi.
Fráfarandi biskup sem er kona, kom ekki ró á starfsemi kirkjunnar og deilur héldu áfram og hún flæktist í vandasöm mál. Hún því hreinlega hrökklaðist úr starfi og við er tekin önnur kona. Engin reynsla er komin á hana en miðað við hverngi hún tók á nýjasta vandamálinu sem er í raun stórmál, en það er kirkjugarðsmálið, byrjaði hún ekki vel í starfi. Ámátleg mótmæli heyrðist frá henni en hún virðist ekki ætla að taka hart á málinu.
Það er nú þannig að klerkar sinna ekki bara lifendur, heldur líka látna, eru sálusorgarar og sáluhirðar. Þeim ber því að vernda allar sálir. Það er því vont mál að enginn skuli verja látna sem í góðri trú, létu jarða sig í vígri jörð sem kirkjugarður er. Núna á að láta þá liggja í minningarreiti, rétt eins og minningarskildir eru settir fyrir minningu um einhver atburð.
Getur stjórn Kirkjugarða upp á sitt eins dæmi, skipt út krossinn og nafn og sett inn laufblað og nýtt heiti? Hvað með kirkjuna? Hefur hún ekkert að segja? Er þetta gert með blessun borgarstjórnar Reykjavíkur? Án umræðu í þjóðfélaginu?
Á vef Kirkjugarða Reykjavíkur segir: "Kirkjugarðar Reykjavíkur eru sjálfseignarstofnun sem þjónustar sveitarfélögin Reykjavík, Kópavog og Seltjarnarnes." En geta þeir í krafti þess, að skjólstæðingar þeirra geta ekki mótmælt, bara ákveðið sí svona að breyta þessu? Hvað næst? Breyta kirkjugörðunum í skemmtigarða? Ingvar Stefánsson, framkvæmdarstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur "...tekur fram að kirkjugarðar séu almenningsgarðar þar sem allir séu velkomnir;".
Hugmyndir um að hætta að nota orðið kirkjugarður og krossinn fjarlægður
Ef stjórn kirkjugarða vill skipta um einkennismerki, og hefur þegar gert það, og hugtakinu "kirkjugarðar" síðar, er þá ekki alveg eins gott að skipta um heiti á sjálfseignarstofnunni og hætta að kalla hana "Kirkjugarðar Reykjarvíkur"? "Minningarfélag Reykjavíkur" kemur fyrst upp í huga í staðinn.
Margir Íslendingar kjósa að liggja í kirkjugarði og e.t.v. verða kristnir menn að leggja drög að því að stofna til sérstaka kirkjugarða, þar sem þeir fá að liggja í friði fyrir Reykjavíkurborg eða undirstofnunum hennar.
En vandi kirkjunnar er stærri en bara kirkjugarðsmál. Það er hin almenna stefna sem hún hefur tekið í þjóðfélaginu. Hún virðist vera tilbúin að hoppa á næsta vagn í tískusveifum samfélagsins í stað þess að vera stoð í síbreytilegum heimi. Taka breytingum hægt. Kaþólska kirkjan er algjör andstæða mótmælendakirkjunni að þessu leiti, kannski of íhaldssöm? En a.m.k. er hægt að treysta að skoðanir hennar sveiflast ekki með vindinum hverju sinni.
En það má gera breytingar á þjóðkirkjunni. Messuformið er t.d. ævagamalt og hentar e.t.v. ekki nútímafólki. Þótt það hafi fækkað mikið í þjóðkirkjunni, hefur kristnu fólki kannski ekki fækkað í takt við það. Margt kýs að vera utan trúfélag en margir skipta í aðra kristna söfnuði. Það sækir þangað, t.d. fríkirkjur, í Veginn, Íslenska Kristkirkjan, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi o.s.frv. Þar er kirkjustarfið öðruvísi, meira fjör og gaman. Sumir hafa frábæra predikara. Umgjörðin má breytast en boðskapurinn ekki.
Sjálfum finnst bloggritara gaman að hlusta á Frank Turek sem svarar spurningum sem hvíla á fólki og rökræðir við fólk af öðrum trúarbrögðum. Kristnin er nefnilega líka háspeki og getur svarað heimspekileg álitaefni. Frank Turek
Með þessu áframhaldi heldur sú þróun áfram að það kvartnast úr þjóðkirkjunni og fólk leiti að svörum við lífsgátunni í smærri söfnuðum. Það er nánast öruggt að svo verði á meðan þjóðkirkjan er leiðtoga laus.
Bloggar | 16.8.2024 | 10:45 (breytt kl. 16:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Atlaga nýmarxista að hefðum og gildum þjóðfélagsins heldur áfram af fullum krafti. Það er til efs að þeir sem fylgja þessari stefnu eru meðvitaðir um að þeir eru að fylgja henni.
Þegar nýjar hugmyndir koma fram, er aldrei sagt hvaða hugmyndafræði liggi þar að baki. Wokisminn sem flestir kannast nú við er hluti af nýmaxisminum. Þar er kenningin að rífa niður gamlar og "úreldar" hugmyndir en oft koma annkanalegar hugmyndir í staðinn eða engar. Það er bara rifið niður.
Einn angi af þessu er atlagan að kristnum einkennum Kirkjugarða Reykjavíkur. Þar sem Reykjavíkurborg hefur verið stjórnuð meira eða minna af vinstri mönnum síðan þessi öld hófst, er greið leiðin fyrir alls kyns vitleysinga hugmyndir og tísku strauma.
Nú á að rífa niður krossinn í merki kirkjugarða Reykjavíkur, því grafreitirnir eru ekki bara ætlaðir kristnu fólk. Samt er 88% Íslendinga ennþá skráðir kristnir. Það hefur alltaf verið pláss fyrir fólk af öðrum trúarbrögðum en kristnu í grafreitunum. Kirkjugarðar eru heilagir staðir, þ.e.a.s. vígðir staðir rétt eins og kirkjur. Þetta eru því engir venjulegir staðir og því atlaga að kristinni trú.
En málið snýst ekki bara um lifendur, heldur hinna látnu. Það hefur gleymst að verja það. Fólkið sem lætur panta pláss/grafreit, oft með áratuga fyrirvara, heldur að það sé grafið í kristnum reit en svo koma einhverjir spekingar og breyta þessu sí svona. Þetta snýst um hundruð þúsunda Íslendinga sem liggja í íslenskum kirkjugörðum víðsvegar um land sem létu grafa sig í kristnum grafleit en eru svo allt í einu lentir utan garðs, eins og þeir sem brutu af sér í gengum tíðina og urðu utangarðsmenn.
Reykjavíkurborg hlýtur að geta tekið pláss fyrir grafreiti fyrir fólk af öðrum trúarbrögðum, annars staðar, og látið það fólk sem telst vera kristið í friði. Það er enn nóg pláss á Íslandi, líka fyrir hinu látnu.
Svo er afkristni í grunnskólum landsins sér kapituli fyrir sig og efni í annan pistil.
Bloggar | 15.8.2024 | 10:29 (breytt kl. 13:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er biðstaða alls staðar, hvar sem litið er á heimsmálin.
Úkraínumenn og Rússar eru að bíða eftir niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum, því þær skipta máli hvort samð verður um frið næsta misseri. Ef Trump kemst til valda, verður samið um frið en ef Harris kemst til valda, mun djúpríkið í Bandaríkjunum halda áfram að styðja Úkraínumenn. Hætta er á að Úkraínu verði skipt í tvennt varanlega. Pútín styður Trump á bakvið tjöldin, en Kínverjar og Íranir eru að reyna að eyðileggja framboð hans með hakki. Kínverjar óttast verndartolla stefnu Trumps en Íranir efnahagsþvinganir og Bandaríkjamenn styðji loftárásir Ísraela á kjarnorkuver landsins.
Harris skiptir ekki máli í neinum málum, hún hefur ekki það sem til þarf að vera leiðtogi. Hún getur orðið forseti, en enginn leiðtogi. Í raun tekur stjórnleysi við, wokismi, ofur skattlagning og ríkisafskipti, opin landamæri áfram og reynt að leyfa ólöglega innflytjendur að fá kosningarétt til að kjósa Demókrata.
Og það sem verra er, ef hún kemst til valda, fer allt í bál og brand í Miðausturlöndum, því að hún heldur áfram stefnu Biden/Harris í málefnum svæðisins, og hvað hefur hún leitt til? Miðausturlönd eru orðin að púðurtunnu, Íran heldur áfram sínu striki og ISIS í Afganistan, sem Biden missti og þar með álit Bandaríkjanna, hótar að færa starfsemi sína yfir landamæri til nágrannaríkja.
Ísraelar bíða eftir árás Írans. Öll merki eru um að árásin komi fljótlega. Hezbollah hefur yfirgefið höfuðstöðvar sínar í Beirút, Bandaríkjamenn hafa sent flotadeildir með 90 herskip, flugmóðuskip og kafbáta til svæðisins og það sem meira er, Ísraelsher er að undirbúa innrás í Líbanon með öllum þeim skelfingum sem því fylgir fyrir almenna íbúa. Pólitísk skilaboð hafa ekki fylgt hervæðingu Bandaríkjanna, Biden segir ekkert við Írani, hendur af eða....Íranir halda því áfram sínu striki. Þeir hafa fimm mánaða glugga ásamt öðrum harðstjórnaríkjum til að leyfa villtustu drauma sína rætast áður en vondi karlinn Trump sest hugsanlega aftur í forsetastólinn.
Það fréttist seinast af Biden í Delaware á sólarströnd, í fríi. Biden verður "lame duck" forseti í fimm mánuði, engir talar við hann, eða jafnvel hugsar um hann en hann er samt ennþá forseti Bandaríkjanna. Sum sé, kafteininn liggur í koju meðvitundarlaus á meðan skipið siglir í strand á sjálfstýringu. Efnahagurinn er kominn í niðursveifu og stutt í efnahagskreppu. Hver stjórnar Bandaríkin dags daga?
Af heimastöðvum er það frétta að fólk bíður eftir að Alþingi komi saman á nýju. Stóra spurningin er, mun ríkisstjórnin springa á haustmánuðum eða lifa til vors? Límið í stjórninni, Katrín Jakobsdóttir, er farin og fylgið með í ruslflokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að grafa eigin gröf með elítuforystu sína sem hefur ekki hlustað á grasrótina síðan 2015 en þá hætti hún að hlusta á hinn almenna Sjálfstæðismann sem ákvað í staðinn að taka sitt hafurtask og yfirgefa flokkinn, því flokkurinn yfirgaf hann.
Píratar halda áfram að vera óstjórnhæfir og spurningin er, hvað eru kjósendur flokksins að sækjast eftir hjá flokknum? Hann hefur reynst vera stækur vinstri öfgaflokkur, á móti allt og öllu en getur samt aldrei tekið ákvarðanir sjálfur. Af hverju? Jú, strútúrinn á flokknum er þannig að það er enginn raunverulegur formaður og stefnan hverju sinni fer eftir því hverjir eru í þingmannahópnum hverju sinni. Hvernig getur slíkur flokkur sitið í ríkisstjórn? Aðrir flokkar, Viðreisn og Framsókn eru þarna...einhvers staðar en það heyrist við og við í Flokk fólksins.
Það stefnir í sömu kosningaúrslit og á Bretlandi. Samfylkingin vinnur næstu kosningar líkt og Verkamannaflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð líkt og Íhaldsflokkurinn og Miðflokkurinn vinnur kosningasigur líkt og UK Reform, báðir tiltölulega nýlegir flokkar með sjarmandi leiðtoga við stjórnvölinn en stefnufastir. Kjósendur kunna að meta það. UK Reform og Miðflokkurinn hafa reynst skeinuhættir stjórnarandstöðuflokkar og væru öflugir stjórnarflokkar ef þeir kæmust til valda.
Bloggar | 14.8.2024 | 12:29 (breytt kl. 12:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í frétt Útvarps sögu um málið segir: "Vinna við tímabundna göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut hefst nú í ágúst og er stefnt að því að hún verði opnuð í apríl 2025. Brúin tengist Snekkjuvogi/Barðavogi í vestri og Tranavogi/Dugguvogi í austri. Skiltabrúm verður komið fyrir sitt hvoru megin við hana til að varna því að ökutæki rekist upp í brúna verður. Brúin mun þjóna hlutverki sínu þar til Sæbraut verður sett í stokk."
Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg eru ekki byrjuð á verkinu en samt er strax fyrirséð vandræði. Hæðin undir brúnna er of lág og því er biðlað til verktaka og flutningaaðila að gæta að sér. Svona verður örugglega ástandið í áratugi, því að ef framkvæmdarhraðinn er jafn hraður og við gerð Sundabrautar, þá verða komnar tvær nýjar kynslóðir áður en verkið hefst. Svona er unnið hjá hinu opinbera, það er farið í verkin og hugsað svo eftir á eða á meðan framkvæmdir eru í gangi.
Er einhver önnur leið? Já, að sjálfsögðu. Undirgöng er varanleg leið og truflar enga umferð flutningafyrirtækja. En hér er vandinn að ætlunin er að setja Sæbraut í stokk. Stokkur og undirgöng fara ekki saman. En hvenær kemur stokkurinn? Og af hverju stokk?
En segjum svo að undirgöng séu valin, þá er núverandi aðferð Íslendinga alveg fáránleg. Hægt er að forsmíða steypt undirgöng (þetta er fyrir gangandi umferð, ekki bíla) og setja á sinn stað á þremur dögum. Kosturinn við forsteypt undirgöng er að steypan er hörnuð (oft þarf að bíða marga mánuði eftir að steypan harni þannig að hún beri umferð) og lagning hennar í vegstæðið tekur skamman tíma. Ótrúlegt? Sjá þetta myndband af hollenskum framkvæmdaraðila sem gerði þetta á nokkrum dögum og það ekki smáræðis undirgöng eða mislæg gatnamót fyrir bílaumferð:
Á Sæbrautinni erum við að tala um einföld undirgöng fyrir gangandi umferð.
Það hlýtur eitthvað vera að í yfirstjórn vegamála, hjá innviðaráðherra og forstjóra Vegagerðinnar.
Hér á Samfélagi og sögu hefur áður verið rakið að einungis þriðjungur sem innheimtur er af farartækjum fer raunverulega í viðhald og gerð vega. Samt ætlar innviðaráðherra að innheimta meira með vegtollum!
Annað er að loftslags....hvað orð á að nota? "Loftslagsvá ruglið?", hefur áhrif á gerð vega. "Umhverfisvæn" efni, matarolía! - kölluð lífolía, er notuð við klæðningu vega. Þegar ruslefni er notað við gerð vega, endast veginn mun minna og aftur þarf að fara í framkvæmdir. Er það umhverfisvænt að framkvæma oftar? Vegblæðing hefur kostað mannslíf og líkamstjóni vegfarenda. Repja og nú sjávarlífolíu hefur komið í stað white-spirit eða terpentínu en hafa vegirnir eitthvað lagast? Vegirnir halda áfram að blæða. Sjá gagnrýni Félags íslenskra bifreiðaeigenda - gömul grein en hefur reynst vera rétt nú í fyllingu tímans: Ástand veganna og efnanotkun í veggklæðningu
Talað er um þrjár megingerðir vegefna. Malbik, steyptir vegir og plastvegir. Á Íslandi má bæta við olíu klædda vegi. Enda þennan pistil á að fjalla um plastvegi sem fáir Íslendingar vita af. Hér kemur lýsing á kosti og galla:
Efnissamsetning plastvegar:
Plastvegir eru nýstárleg nálgun sem fellir endurunnið plastúrgang, eins og PET-flöskur og plastpoka, inn í vegagerðarefni.
Kostir plastvega:
- Hjálpar til við að draga úr plastúrgangi með því að nota endurvinnanlegt efni.
- Þolir tæringu, vatnsskemmdum og sliti með tímanum.
- Þolir varmaþenslu og samdrætti betur en hefðbundin efni.
- Krefst minna viðhalds vegna aukinnar endingar.
- Táknar framsýna nálgun að sjálfbærri uppbyggingu innviða.
Ókostir plastvega:
- Áhyggjur af langtímaframmistöðu og gæðum endurunninna plastefna.
- Krefst sérhæfðs búnaðar og tækni til byggingar.
- Stofnkostnaður getur verið hærri vegna nýrrar tækni og efnisöflunar.
- Enn er verið að meta langtímaþol og frammistöðu í ýmsum loftslagi.
Bloggar | 13.8.2024 | 12:27 (breytt kl. 12:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggritari hefur boðað hér á blogginu harða andstöðu við reglugerðafargann, sérstaklega á vettvangi atvinnulífsins. Reglugerðir þrengja að umsvifum fyrirtækja og kröfur eftirlitsaðila eru oft óraunhæfar. Af þessu hlýst kostnaður sem að sjálfsögðu er velt yfir á neytendur. En reglugerðafarganið nær ekki aðeins til atvinnulífsins, heldur öll svið íslenskt samfélags. Kíkjum aðeins á sögu laga og reglugerða á Íslandi.
Það hefur runnið mikið vatn til sjávar síðan Grágás og síðan Járnsíða/Jónsbók voru aðal lög Íslendinga. Kristinn réttur var svo lög sérstaklega ætluð kirkjunni. Lög urðu meira formlegri með tilkomu ríkisvalds á Íslandi 1262. Íslendingar urðu því að breyta Grágásarlögum sem miðuðust við þjóðveldi, ekki við furstaveldi. Járnsíða kom 1271 en vegna þess að hún byggði að mestu á norskum lögum, vildu Íslendingar breytingar sem og þeir fengu með Jónsbók (1281) og var í notkun í margar aldir. Jónsbók var upphaflega norsk lögbók, en var aðlöguð að íslenskum aðstæðum. Hún innihélt reglur um flest svið lífsins, frá landbúnaði til eignarréttar, og varð grunnurinn að íslenskum rétti næstu aldirnar.
Allar breytingar sem síðan voru á gerðar á íslenskum lögum miðöldum voru kallaðar réttarbætur. Réttarbætur voru lögfestar breytingar eða viðbætur við gildandi lög og voru samþykktar á Alþingi. Þetta fyrirkomulag var mikilvægt til að laga og uppfæra lögin með tilliti til breyttra aðstæðna og þarfa samfélagsins. Réttarbætur gátu falið í sér bæði smávægilegar breytingar á einstökum lögum og umfangsmeiri lagabreytingar.
Sum sé, lagabreytingar á Íslandi voru tiltölulega fáar fram til 1662 er íslensk lög gildu. Sem kannski er skiljanlegt miðað við að þjóðfélagið var kyrrstætt, fáar breytingar á því þar til 1662 er staða Íslands breyttist formlega.
Þegar einveldi var komið á Íslandi árið 1662, urðu nokkrar mikilvægar breytingar á íslenskum lögum og stjórnskipan. Með einveldisstofnuninni varð konungurinn æðsti löggjafi, og íslensk lög og réttur tóku verulegum breytingum til að samræmast danska einveldinu.
Í heildina leiddu breytingarnar, sem fylgdu einveldisstofnuninni, til meiri miðstýringar, minnkaðs sjálfstæðis Íslands og aukinna áhrifa konungs og danskra laga á íslenskt samfélag og löggjöf. Alþingi var nú aðeins skuggamynd af fyrri hlutverki sínu og íslensk lög og réttur voru undir stjórn danskra yfirvalda.
Næsta bylting varð þegar Íslendingar fengu stjórnarskrá 1874 sem markaði mikilvæg tímamót í sögu Íslands og kom með margvíslegar breytingar sem höfðu áhrif á stjórnskipan og sjálfstæði landsins. Stjórnarskráin, sem formlega var kölluð "Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands", var fyrsta stjórnarskráin sem var sérstaklega samin fyrir Ísland, og hún veitti landinu aukið sjálfstæði innan danska konungsríkisins.
Þar með voru Íslendingar með eigin stjórnarskrá og Alþingi komnið með puttana við gerð laga og reglugerða. Íslensk lög voru samin fyrir íslenskar aðstæður en lagagerðin var í hófi enda lagavald Alþingis takmarkað. Svo kom ráðherravaldið til Íslands árið 1904 með heimastjórninni, sem var sett á þann 1. febrúar sama ár. Þá fékk Ísland sinn fyrsta íslenska ráðherra, Hannes Hafstein, sem var skipaður ráðherra Íslands af konungi. Þar með opnaðist leið fyrir aðra gerð af stjórntæki en lög, en það eru reglugerðir.
Þar sem margir þekkja ekki muninn á lögum og reglugerðum, kemur hér smá skýring. Reglugerðir eru stjórnvaldsfyrirmæli sem sett eru af framkvæmdarvaldinu, yfirleitt ráðherrum, til að útfæra nánar og framfylgja ákvæðum í lögum. Þarna eru Íslendingar komnir í djúpa gryfju. Vegna þess að framkvæmdarvaldið - ráðherravaldið, er of öflugt miðað við löggjafarvaldið, hafa ráðherrar rúmt vald til að setja reglurgerðir í tengslum við lög.
Árið 1930 voru þrjú ráðuneyti í stjórnarráðinu. Stjórnarráðið (Forsætisráðuneytið), Dóms- og kirkjumálaráðuneytið og Atvinnu- og samgönguráðuneytið. Árið 1930 var heildarfjöldi starfsmanna í ráðuneytunum mjög lítill miðað við nútímann. Samkvæmt upplýsingum frá þessum tíma störfuðu um 3040 manns í Stjórnarráðinu og ráðuneytum þess. Þetta endurspeglar mun minni stjórnsýslu og einfaldari skipulag samanborið við það sem er í dag.
Í dag eru ráðuneytin orðin tólf og heildarfjöldi starfsmanna í ráðuneytum á Íslandi er á bilinu 2.000 til 2.500 manns, en þessi tala getur verið breytileg eftir tímum og breytingum á stjórnsýslu. Fjöldinn inniheldur ekki aðeins þá sem starfa beint í ráðuneytunum, heldur einnig aðra tengda starfsemi og stofnanir sem heyra undir ráðuneytin.
Þetta endurspeglar stóraukna umfang stjórnsýslu og flóknari verkefni samanborið við árið 1930, þegar aðeins voru til þrjú ráðuneyti með mun færri starfsmönnum. En hér komin við að kjarnanum. Allt þetta starfsfólk þarf að hafa eitthvað að gera og lögfræðingar ráðuneytina hafa verið duglegir að útunga reglugerðir í stórum stíl.
En lögfræðingar ráðuneytanna komast samt ekki í hálfkvist við reglugerðafarganið sem framleitt er af ESB og er innleitt inn í íslenska löggjöf á færibandi í gegnum EES. Heil deild innan Utanríkisráðuneytisins, þýðingadeild, vinnur allt árið um kring við að þýða evrópskar reglugerðir og þaðan eru þær sendar til Alþingis sem undantekningalaust stimplar allt sem kemur frá ESB. Alveg sama hversu fáránlegar reglugerðirnar eru, þær eru "vottaðar" og "undirritaðar" af löggjafasamkundu Íslands, Alþingi.
En hversu umfangsmikil er reglugerðin sem kemur í gegnum EES? Ísland hefur að meðaltali um 250 til 300 EES-réttargerðir sem hafa verið samþættar árlega á undanförnum árum. Hins vegar, getur þessi tala verið hærri, sérstaklega ef það er mikið magn af nýjum ESB reglugerðum sem þarf að samþykkja. Og er nokkur búinn að gleyma bókun 35? Sem setur evrópska reglugerð höfuð hærri en íslensk lög?
Er ekki aðeins kominn tími á að vanda betur til verka við gerð laga og reglugerða, hafa þetta í hófi og síðan en ekki síst að vera duglegt að nema úr gildi úreld lög?
Að lokum. Lífið er fjölbreytilegra og flóknara en svo að hægt er að setja lög um allan skapaðan hlut. "Oflög" geta sett þjóðfélagið í spennitreyju, heft athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Miðstýring samfélaga, eins og í kommúnistaríkum og harðstjórnarríkjum, hafa aðeins leitt til óhamingju og helsis.
Bloggar | 12.8.2024 | 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggritari ákvað að láta gervigreindina sjálfa svara þessari spurningu og er þessi grein hluti af nokkrum greinum um gervigreind.
Eins og oft áður, er það ChatGPT fyrir svörum. Hér kemur svar hennar (þess?):
Gervigreind (AI) er svið í örri þróun og hægt er að flokka þróun þess í nokkra "ríki eða stig byggt á getu, notkun og þróunaráherslu. Þessi ríki hjálpa til við að skilja núverandi stöðu og hugsanlega framtíð gervigreindar. Hér er sundurliðun:
1. Þröng gervigreind (veik gervigreind)
Skilgreining: gervigreind kerfi sem eru hönnuð til að framkvæma ákveðin verkefni eða leysa ákveðin vandamál. Þau starfa innan takmarkaðs samhengis og búa ekki yfir almennum rökhugsunarhæfileikum.
Dæmi:
Raddaðstoðarmenn eins og Siri og Alexa.
Myndgreiningarkerfi á samfélagsmiðlum.
Meðmælikerfum á kerfum eins og Netflix og Amazon.
Núverandi staða: Þetta er algengasta gerð gervigreindar í dag. Flest gervigreind forrit sem við lendum í falla undir þennan flokk.
2. Almenn gervigreind (sterk gervigreind)
Skilgreining: gervigreind með almennum vitsmunalegum hæfileikum manna. Hún getur skilið, lært og beitt þekkingu á margvíslegum verkefnum, svipað og mannlega greind.
Dæmi:
Hugmyndafræðileg gervigreind sem gæti framkvæmt hvaða vitsmunalegu verkefni sem maður getur gert.
Núverandi staða: Almenn gervigreind er enn fræðilegt hugtak og er enn á sviði rannsókna og vangaveltna. Það er engin gervigreind sem getur jafnast á við almenna greind hjá mönnum.
3. Ofurgreind gervigreind
Skilgreining: Gervigreind sem fer fram úr mannlegri greind á öllum sviðum, þar á meðal sköpunargáfu, lausn vandamála og tilfinningagreind.
Dæmi:
Framtíðargervigreind sem gæti hugsað fram úr og stjórnað hvaða kerfi sem er af mönnum eða manngerðum kerfum.
Núverandi staða: Þetta er íhugandi og framúrstefnulegt hugtak. Þó að sumir fræðimenn og framtíðarfræðingar ræði möguleika ofurgreindrar gervigreindar, erum við langt frá því að ná því.
4. Gervivitund
Skilgreining: gervigreind sem býr yfir meðvitund, sjálfsvitund og huglægri reynslu. Það myndi ekki bara líkja eftir mannlegri hegðun heldur myndi raunverulega "upplifa" heiminn.
Dæmi:
Tilgátulegar einingar með sanna meðvitund, tilfinningar og huglæga reynslu.
Núverandi staða: Þetta er enn eingöngu getgátur. Núverandi gervigreind skortir hvers kyns meðvitund og það er áframhaldandi umræða um hvort sönn gervivitund sé möguleg.
Núverandi framfarir í gervigreind
Þröng gervigreind (ríki 1) er útbreidd og óaðskiljanlegur í mörgum þáttum nútímalífs, þar á meðal heilsugæslu, fjármál, flutninga og skemmtun. Rannsóknir og þróun halda áfram að auka getu þröngra gervigreindarkerfa.
Almenn gervigreind (ríki 2) er lykiláhersla í langtíma gervigreindarrannsóknum, en enn er þörf á verulegum byltingum. Að ná almennri gervigreind er ein af stóru áskorunum gervigreindar.
Ofurgreind gervigreind (ríki 3) og gervivitund (ríki 4) eru fræðilegar og eru áfram á sviði vangaveltna. Vísindamenn og siðfræðingar eru nú þegar að ræða afleiðingar og hugsanlega áhættu sem tengist þessum háþróaðri stöðu gervigreindar.
Lykilsvið þróunar
Vélarnám og djúpt nám: Þetta knýr framfarir í gervigreind, sérstaklega í þröngri gervigreind.
Náttúruleg málvinnsla: Verulegar framfarir hafa náðst, eins og sést í stórum mállíkönum eins og GPT (sem ég byggi á).
Siðareglur og reglugerðir: Eftir því sem gervigreind kerfi verða öflugri er aukin áhersla lögð á siðferðileg sjónarmið, reglugerðir og að tryggja að gervigreind komi samfélaginu til góða.
Hversu langt hefur það gengið?
Útbreiðsla þröngrar gervigreindar: gervigreind er djúpt samþætt í ýmsum geirum eins og heilbrigðisþjónustu (greining á gervigreind), fjármál (algóritmísk viðskipti), afþreying (ráðleggingar um efni) og víðar.
Rannsóknir á almennri gervigreind: Mikilvægar en samt á frumstigi. Verið er að kanna fræðileg líkön og ramma, en verkleg útfærsla er líklega áratugum í burtu.
Ofurgreind og gervigreindaröryggi: Þó að þetta séu framtíðaráhyggjur eru þeir nú þegar hluti af umræðum um gervigreindaröryggi og hugsanlega hættu á því að gervigreind fari fram úr greind manna.
Í stuttu máli er gervigreind sem stendur í stöðunni þröng gervigreind með áframhaldandi rannsóknum sem miða að því að ná almennri gervigreind. Seinni stigin, þar á meðal ofurgreind og gervivitund, eru íhugandi og hafa ekki orðið að veruleika."
Ókei, ekki slæmt svar hjá gervigreindinni. En er hún að segja alla söguna? Er það satt að þróunin yfir á stig/ríki 4 taki áratugi? Held nú ekki! Þarna tekur hún ekki með vélrænum tækniframförum og nanótækni. Hér erum við að tala um skammtatölvur (e. quantum computer) sem eru ofurtölvur.
Enn gengur bloggritari á ChatGPT og spyr (hér í lauslegri þýðingu): "Þú ert ekki að segja satt um þróun gervigreindar (AI). Það mun ekki taka áratugi að þróast yfir í ofurgreindar gervigreind (ríki 3) og gervivitund (ríki 4). Skammtatölva mun flýta fyrir þróuninni margfalt og við verðum komin í 4. ástand innan eins áratugs. Almenn gervigreind (ríki 2) mun sjá um það.
Og svar ChatGPT: "Umræðan um hversu hratt gervigreind mun þróast yfir í ofurgreind gervigreind (ríki 3) og gervivitund (ríki 4) er mjög virk, þar sem mismunandi sérfræðingar bjóða upp á ýmsar tímalínur. Sjónarmið þitt um að skammtatölvun og framfarir í gervigreindum almennt gætu hraðað þessari þróun verulega er deilt af sumum vísindamönnum og framtíðarfræðingum.
Sjónarmið þitt um að skammtatölvun og framfarir í almennri gervigreind gætu leitt til örrar þróunar ofurgreindrar gervigreindar og gervivitundar innan áratugar er gilt og sífellt meira rædd sjónarmið. Þó að þetta sé möguleiki er mikilvægt að halda jafnvægi á bjartsýni með varkárni, með hliðsjón af tæknilegum, siðferðilegum og heimspekilegum áskorunum sem eru framundan. Svið gervigreindar færist hratt, en nákvæm tímalína fyrir þessar framfarir er enn óviss og er viðfangsefni áframhaldandi umræðu."
Bloggar | 12.8.2024 | 00:35 (breytt kl. 11:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Upphlaup er í fjölmiðlum vegna herhlaups en ekki innrásar Úkraínu í Kúrsk. Þetta er ekki alvöru innrás og er n.k. áróðursbragð í stærra samhengi. Sjá má þetta ef sagan er skoðuð. Engar innrásir inn í Rússland síðan 1500 hafa tekist. Fyrir þann tíma var ríkið veikt. Lítum á sögu Rússlands. Fyrst pólitíska þróun en síðan innrásirnar.
Rússneska ríkið var stofnað á 9. öld, kallað Kænugarðsríki (já í núverandi Úkraínu). Uppruni Rússlands er oft rakinn til myndunar kæníska Rúss (e. Rus), sambands slavneskra ættbálka. Ríkið var miðsvæðis í kringum borgina Kænugarður (nútíma Úkraína) og innihélt hluta nútíma Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rússlands. Þetta var smáríki en það breyttist á 13. öld. Stórhertogadæmið Moskvu var stofnað seint á 13.14. öld.
Eftir hnignun Kænugarðs-Rússlands og innrásar Mongóla á 13. öld færðist miðstöð valdsins smám saman til stórhertogadæmisins Moskvu. Moskvu byrjaði að halda yfirráðum sínum yfir önnur rússnesk furstadæmi, sem leiddi að lokum til myndun miðstýrðs rússnesks ríkis. Lykilviðburður var þegar Ívan III ("Ívan mikli") stækkaði yfirráðasvæði Moskvu og batt enda á mongólska okið árið 1480 og lagði grunninn að rússneska ríkinu. Síðan þá, hefur engum innrásarher borið kápan úr klæði. En enn var Rússland smáveldi. Það breyttist á 16. öld.
Keisaradæmi Rússlands var stofnað um miðja 16. öld. (1547) Stofnun rússneska keisaradæmisins markast af því að Ívan IV ("Ívan grimmi") var krýndur sem fyrsti keisari Rússlands árið 1547. Þessi atburður er oft talinn afgerandi stund í myndun Rússlands sem sameinaðs ríkis, með miðstýrðri einræðisstjórn.
Rússneska heimsveldið (1721) varð svo til. Árið 1721 lýsti Pétur mikli yfir stofnun rússneska heimsveldisins eftir að Nystadsáttmálinn batt enda á Norðurstríðið mikla. Þetta markaði umbreytingu Rússlands í evrópskt stórveldi með víðfeðmt landsvæði víðsvegar um Evrasíu.
Síðan 1500 hafa nokkur lönd og hópar reynt að ráðast inn í Rússland. Hér er yfirlit yfir nokkrar af mikilvægustu innrásunum:
Pólsk-litháíska samveldið (16051618) var fyrsta ríkið sem reyndi taka yfir landið á tímum glundroða í Rússlandi. Pólsk-moskvíska stríðið (16051618) kallast sá atburður er pólsk-litháíska samveldið réðist inn í Rússland. Þeim tókst að hernema Moskvu árið 1610 og settu upp brúðukeisara, en að lokum ráku Rússar þá út.
Fyrst alvarlega atlaga að Rússlandi var þegar Svíþjóð (17081709) reyndi að taka landið í Norðurlandastríðinu mikla (17001721). Karl XII frá Svíþjóð réðst inn í Rússland árið 1708. Herför hans endaði hörmulega í orrustunni við Poltava árið 1709, þar sem rússneskar hersveitir undir stjórn Péturs mikla sigruðu Svía með afgerandi hætti. Þessi sigur markaði upphaf að Evrópuveldi Rússlands, nútímavæðingu og gerði Rússland að tveggja álfa veldi og raunverulegu heimsveldi. Rússland fékk að vera í friði en það breyttist á 19. öld. Þá varð Rússland beinn þátttakandi í stríðum Evrópu.
Næsta alvöru árás var þegar Napóleon fór sína feigðarferð til Rússlands 1812 á tíma Napóleonsstríðanna. Innrás Frakka í Rússland hófst árið 1812, undir forystu Napóleons Bonaparte, er ein frægasta innrásin í Rússland. Þrátt fyrir að hafa farið djúpt inn á rússneskt yfirráðasvæði og náð Moskvu í upphafi var franski herinn eyðilagður af rússneska vetrinum, aðfanga vandamálum og skæruhernaði, sem leiddi til hörmulegrar undanhalds.
Síðan um 1600 var Rússland í stöðugri útþennslu. Það lagði undir sig Síberíu og stoppaði ekki fyrr en það hafði lagt undir sig Alaska en hörfaði svo aftur til Asíu. Á 18. og 19. öld var útþennslan suður á bóginn, sérstaklega á tímum Katrínu miklu. Kákasus svæði var lagt undir með vopnavaldi á tímum Ívan grimma en Katrín mikla lagði til atlögu að Ottómanaveldið á 18. en sérstaklega á 19. öld. Ýmis átök áttu sér stað á 18. og 19. öld, einkum í rússnesku-tyrknesku stríðunum. Þótt Tyrkir hafi aldrei náð langt inn í Rússland né inn í meginland Rússlands, átti Ottómanaveldi þátt í mörgum stríðum við Rússland, sérstaklega í Kákasus og Balkanskaga, þar sem báðir aðilar réðust inn á svæði hvors annars á mismunandi tímum. Yfirleitt misstu Tyrkir land og er Krímskagi þar mikilvægastur.
Nú erum við komin á 20. öld. Stríðið við Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland í fyrri heimsstyrjöld (19141918). Í fyrri heimsstyrjöldinni hófu miðveldin, þar á meðal Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland, margar sóknir gegn rússneska heimsveldinu. Þeim tókst að hernema mikilvæg svæði í vesturhluta rússneska heimsveldisins, þar á meðal Pólland og Eystrasaltsríkin. Rússland beið ósigur 1917 en missti ekkert land.
Seinni heimsstyrjöld (19411945) var afdrifríkasti atburður í sögu Rússlands, en þá var það foryrsturíki Sovétríkjanna. Föðurlandsstríðið mikla kalla Rússar það stríð. Aðgerð Barbarossa var innrás Þýskalands nasista í Sovétríkin, sem hófst í júní 1941. Þetta var ein stærsta hernaðaraðgerð sögunnar. Þjóðverjar náðu í upphafi verulegar framfarir en voru að lokum stöðvaðir af sovéska rauða hernum, sem leiddi til gagnárásar sem ýtti Þjóðverjum aftur til Berlínar árið 1945.
Svo er það gleymda stríðið við Japan (1945) í Mansúríu. Í ágúst 1945, eftir uppgjöf Þýskalands, lýstu Sovétríkin yfir stríði á hendur Japan og réðust inn á svæði sem Japanir hafa undir höndum í Mansjúríu, Kóreu og Kúríleyjum. Þó að þetta hafi ekki verið innrás í Rússland af hálfu Japans, þá var þetta mikilvæg átök milli þjóðanna tveggja.
Eftir upplausn Sovétríkjanna 1991, varð Rússland aftur sjálfstætt ríki (sambandsríki). Innan ríkissins voru mörg sjálfstjórnarríki og þar reyndust Kákasus sjálfstjórnarsvæðin skeinuhættust.
Eitt af þessum svæðum kallaðist Tétetnía en Tétsjeneskir uppreisnarmenn óðu um eftir fall Sovétríkjanna (19902000). Þó að það hafi ekki verið hefðbundin erlend innrás, sáu Tétsjeníustríðin tvö um að aðskilnaðarsinnar í Tétsjeníu, svæði innan Rússlands, tóku þátt í verulegum átökum við rússnesk stjórnvöld og reyndu að brjótast undan yfirráðum Rússa. Stríðin innihéldu hryðjuverkaárásir og innrásir í nágranna sjálfstjórnarsvæði Rússlands. Rússar höfðu fullan sigur.
Næsta stríð voru átökin í Georgíu (2008). Rússnesk-georgíska stríðið 2008, þó fyrst og fremst fól í sér rússneskar hersveitir sem fóru inn í Georgíu, er georgískar hersveitir fóru inn í Suður-Ossetíu, brotasvæði með stuðningi Rússa. Átökin fólu í sér umtalsverðar hernaðaraðgerðir Rússa til að bregðast við ólguástandi.
Og nú eiga Rússar í óopinberu stríði við Úkraínu sem byrjaði fyrir rúmum tveimur árum og sér ekki endi á.
Allar þessar innrásir endurspegla hernaðarlegt mikilvægi Rússlands með víðáttumikils landsvæðis, sem leiðir til ítrekaðra tilrauna ýmissa valdhafa til að véfengja yfirráð þeirra í Evrópu og Asíu. Allar þessar tilraunir hafa mistekist.
Hér hefur ekki verið meðtalið skærur Sovétríkjanna við Kína en þar hafa þeir síðarnefndu ávallt borið minnihlut. Einn hættulegasti óvinur Rússa er einmitt Kína, þótt pólitíkin í dag hafa gert þessi ríki að bandamönnum...tímabundið. Eins og Trump hitti á naglann nýverið, þá eiga Rússar nóg af landi en lítið af fólki, en Kínverjar lítið land en mikið af fólki. Þessi ríki eru því náttúrulegir óvinir.
Framtíðin er óráðin eins og ávallt. En ef miðað er við að Rússland hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða og ein grein rússneska hersins er kjarnorku herafli, og þeir segjast munu nota kjarnorkuvopn ef til innrásar kemur, er ansi ólíklegt að herhlaup Úkraínumanna beri mikinn árangur, ekki frekar en herhlaup Wagner liða um daginn....
Bloggar | 10.8.2024 | 23:58 (breytt 11.8.2024 kl. 11:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020