Sagnfræðiprófessor skiptir sér af ritdeilum

Visir

Mynd af vef visir.is

Deilan um ritstuld eða væri nær að segja hugmyndastuld, hefur undið upp á sig og meintur þolandi þarf sjálfur að sitja undir ásökunum um ritstuld. Hann á móti skákaði þann mótaðila og sakaði hann sjálfan um ritstuld.

Nú hefur háæruverðugur sagnfræðiprófessor, stimplaður bak og fyrir með A einkunn og velþóknun elítunar í sagnfræðisrana Háskóla Íslands, skipt sér af ritdeilunni og skipar sér greinilega í lið með Ásgeir Jónsson.

Sá yður er syndlaus er, kasti fyrsta steininum var  sagt fornum.  Kannski að hinn hái herra úr fílabeinsheimi sagfræðinga ætti að líta sér nær?  Kannski að skrifa bækur sem almenningur getur lesið, ekki bara kollegar?

Svo er það spurning, af hverju menn skipa sér í lið með einhverjum? Persónutengsl, hagsmunatengsl eða eins það ætti að vera: Hrein og bein fræðimennska í formi ritrýni?

Þá komum við að því að sem ritrýni hefur Sverrir Jakobsson ekki alls kostar verið hlutlaus.  Stundum verður að líta á hugmyndafræðilegan bakgrunn rithöfunds eða ritrýnis, til að átta sig á skrifum þeirra. Þetta kallast í heimi glæpasögunnar að leita mótífs.

Sverrir Jakobsson  er póst-módernískur sagnfræðingur, sósíalisti og NATÓ- andstæðingur og þessi hugmyndabakgrunnur birtist skýrt í skrifum hans.

Í grein á Fréttablaðinu í desembermánuði 2010 skrifaði hann greinina „Íslensk stjórnsýsla og fangaflugið“ og snýst greinin um lélegar heimildir úr bandaríska sendiráðinu "notar síðan þær sömu heimildir ef þær geðjast honum sem rök í pólítík og fjallar loks um hræðilega atburði sem höfðu ævarandi sár áhrif á fjölskyldur bæði hér á landi og í fjarlægri heimsálfu án þess að virða nýrri atburði því tengda viðlits.“,  segir Kristrún Heimsdóttir lögfræðingur í aðsendri grein í sama blaði sem ber heitið „Sverrir Jakobsson datt í heimildarleysi á rassinn“.

Ég ætla ekki að rekja þetta mál frekar en vitna hér í Kristrúnu sem orðar þetta betur en ég myndi gera: ,,Grein Sverris Jakobssonar bar það með sér að hann hefði aldrei lesið þær þó það sé auðsótt mál og sennilega var hann búinn að gleyma þeim báðum. Áburður hans um yfirhylmingar er þannig innistæðulaus með öllu. Þarna datt Sverrir sagnfræðingur í heimildaleysi á rass sinn."

Og áfram er haldið: "Sverrir er kunnur hernaðarandstæðingur. Flokkur hans hefur verið í ríkisstjórn í bráðum tvö ár. Á þeim tíma hefur natóvæðing íslensku lögreglunnar hafist gegn eindregnum mótmælum Landssambands lögreglumanna, ríkislögreglustjóra verið afhent þjóðaröryggismál svonefnd með einu handtaki og lofthelgisgæsla með ratsjám fyrirsjáanlega einkavædd. Sverrir er kunnur áhugamaður um alþjóðamál en flokkur hans hefur enga utanríkisstefnu. Af hverju gerir hann engar kröfur til eigin valdaflokks?“

Eitthvað virðist pólitíkin vera að flækjast fyrir fræðimanninum. En er þetta eins dæmi? Nei, svo er ekki. Sverrir tók að sér að gagrnýna stórvirkið Maó – sagan sem aldrei var sögð og fór stórum. Þar virðist hann reyna að taka niður höfunda verksins, sem voru og eru miklir gagnrýnendur kommúnistastefnu Maós, með ómarktækum hætti.  Svo neikvæð var gagnrýni hans að þýðandinn sá sér engan annan kost að koma höfunda verksins til varnar, þeim Jung Chang og Jon Halliday í grein í Lesbók Morgunblaðsins 24. nóvember 2007 sem ber titilinn “Maó – sagan sem sumir vilja ekki að þú lesir“.

Sverrir Jakobsson fór víða með staðlausa stafi í gagnrýni sinni á ævisögu Maós eftir Jung Chang og Jon Halliday í Lesbók fyrir skömmu, að mati greinarhöfundar. „Svo augljósar hefðu rangfærslurnar átt að vera hverjum sanngjörnum manni að nærtækt virðist að álykta að Sverrir hafi ekki fyrst og fremst verið knúinn áfram af einlægum, fræðilegum áhuga.“ Segir þýðandinn Ólafur Teitur. Guðnason.  Kannski að Maó sé átrúnaðargoð Sverris sem verði að verja með öllum tiltækum ráðum?

Ólafur  lýkur gagnrýni sinni á gagnrýnandann á eftirfarandi orðum: Mér dettur heldur ekki í hug að fullyrða að ekkert sé hæft í gagnrýni Sverris, enda er ég enginn sérfræðingur um sögu Kína. Af framangreindu er hins vegar ljóst að hann hittir sjálfan sig fyrir þegar hann segir að markmið höfundanna virðist „iðulega vera að ófrægja [viðfangsefni sitt] með öllum tiltækum ráðum; hvort sem einhver fótur er fyrir því eða ekki“. Enga sérfræðiþekkingu þarf til að koma auga á þetta heldur blasa rangfærslurnar í greininni við hverjum þeim sem les bókina – en svo virðist sem megintilgangurinn hafi einmitt verið að koma í veg fyrir að menn geri það.“

Hvers vegna Sverrir kemur Ásgeiri til varnar (með fororðunum að þetta sé nú ekki alvöru fræðibækur sem þeir Bergsveinn og Ásgeir eru að skrifa – sem Bergsveinn mótmælir þó harðlega) en Ásgeir hafi meira rétt fyrir sér. Þess má geta að Ásgeir Jónsson er með óbein tengsl við Vinstri græna en systir Sverris er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem skipaði hann í embætti Seðlabankastjóra Íslands. Faðir Ásgeirs Jónssonar er Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna til 14 ára sem gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árin 2009 til 2011.

Í greininni „Bergsveinn svarar Ásgeiri og líka Sverri“ þann 11. Desember 2021 í Miðunni“, svarar Bergsveinn fyrir sig og segir: „Í stað þess að svara málefnalega minni greinargerð sem birtist á Vísi, velja þeir að fara aðra leið, nefnilega að gera mig að alþýðufræðimanni eða ekki „alvöru“ vísindamanni. Ekki er mér ljóst hvort þetta sé gert til að þyrla upp ryki í augu siðanefndar Háskóla Íslands, til þess að málið verði ekki tekið fyrir málefnalega, en hvað sem því líður er átakanlegt að verða vitni að þeirri hugsun sem undir slíkri ásökun hvílir, nefnilega að það sé sjálfsagt að stela af alþýðufræðimanni. Af því hann er ekki alvöru.“

Bergsveinn heldur áfram að svara og segir í lok greinarinnar:  „Nú virðist dr. Sverrir Jakobsson ekki hafa glöggvað sig á því að ég er doktor í norrænum fræðum, og hef skrifað fjölmargar greinar í vísindaleg tímarit um mitt fag um áratuga skeið.

Þá fer Sverrir Jakobsson með rangt mál. Augljóslega er um ritrýndan texta að ræða, bókin kom út hjá einu virtasta fræðibókaforlagi í Noregi. Ritrýni þessarar bókar var meiri en í vanalegum tímarita-skilningi þar sem að jafnaði er leitað álits hjá tveimur sérfræðingum. Tíu sérfræðingar innan sagnfræði, fornleifafræði, keltneskra og norrænna fræða lásu yfir umrædda bók í hluta eða heild sinni, þar að auki var leitað til á annan tug sérfræðinga um afmörkuð efni sem tæpt er á í bókinni.“ 

Ég held að enginn skilji við skoðanir sínar þegar farið er fram á ritvellinum og er ég ekki undanskilinn. Sagnfræðingar þykjast geta skrifað hlutlaust en einhvern veginn skín alltaf hugur þeirra í gegn, með efnistökum - með vali eða sleppa efni, vali á heimildum, persónulegum skoðunum og hugmyndafræðilegan bakgrunnur sem virðist svipta alla fræðimenn sjálfstæða skoðun eða vilja. Tíðarandinn skiptir hér mikiu máli, íslenskir sagnfræðingar í dag eru upp til hópa vinstri sinnaðir og hugmyndafræði ný-marxismann aldrei langt undan. Póstmódernískur fræðimaður er annað heiti á sósíalista sem notar sósíalismann í skrifum sínum.

Fræðimaður sem skrrifar út frá hugmyndafræði er og verður alltaf bundinn af þeim mörkum sem hugmyndafræðin setur honum. Hann nær aldrei að hugsa út fyrir boxið.  Kannski er kominn tími á að íslenskir sagnfræðingar hætti að daðra við póst-módernískar hugmyndir og hliðarsjálf þeirra; ný-marxisma (neo-marxism) og söguhyggjuna (historicism)?

 

 

 

 

 


Deilur um upphaf landnáms Íslands – byggðist landið fyrst sem veiðistöð sem breyttist svo í landbúnaðarsamfélag?

Frá fornleifauppgreftri í Stöðvarfirði

Mynd: Frá fornleifa- uppgreftrinum í Stöðvarfirði. STÖÐ 2 / FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON.

Nú eru komnar upp deilur um hvernig landnám Íslands þróaðist og virðast tveir fræðimenn berjast á banaspjótum um þetta mál.  Bergsveinn Birgisson rithöfundur og fræðimaður sem skrifaði um svarta víkinginn í bókinni Leitin að svarta víkinginum ásakar dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld í nýútkominni bók sem heitir Eyjan hans Ingólfs.

Báðir fræðimennirnir eru á hættulegum slóðum, því að þeir fjalla um tímabil í Íslandssögunni þar sem engar ritheimildir er við að styðjast. Þær koma löngu síðar, tveimur öldum síðar, en gætu samt sem áður borið einhvern sannleiksvott. Munnmælahefðin var nefnilega mjög sterk í landi þar sem engar ritmenning ríkir. Sjá mátti þetta af störfum lögsögumanns, sem varð að leggja á minnið lög landsins. En þetta er útúrdúr.

Hér held ég að endanlegur úrskurður, ef hann fæst nokkurn tíma á annað borð, liggi á sviði fornleifarfræðinnar.  Svo má nota samanburðarfræði. Hvernig landnám Grænlands þróaðist í samanburði við Ísland.  Það má nefnilega sjá líkindi ef grannt er skoðað ef mið er tekið af: a) Menningu landnámsmanna beggja landa (norrænir menn og norræn menning), b) hvernig landnám landana þróaðist út frá hvað ritheimildir greina en síðan en ekki síst fornleifarannsóknum.

 Á móti kemur, að landfræðilegir staðhættir mörkuðu djúp skil á milli þessara tveggja samfélag hvað varðar aðföng en á Grænlandi var gnógt veiðidýra alla tímabil byggðar norræna manna en á Íslandi var veiðifjölbreytilegi ekki eins mikill og hefur farið minnkandi eftir því sem á leið.

Sjá má út frá fæðu fólks, hvers konar samfélag það byggði. Ef ísótóparannsóknir sýna mikið af veiðidýrafæðu, má álykta að um veiðimannasamfélag er að ræða en ef t.d. finna má mikið af kornfæðu og búpeningsfæðu, þá er um landbúnaðarsamfélag að ræða.

Búsetuskilyrði á Grænlandi

Þau voru nokkuð góð til að byrja með, hlýindaskeið í gangi og veðurfar kólnaði ekki fyrir nokkrum öldum síðar.

Lengri vaxtartími gerði það að verkum að hægt var að smala nautgripum, sauðfé og geitum á engjum meðfram skjólgóðum fjörðum á suðvesturströnd Grænlands og tvær aðskildir byggðakjarnar þróuðust sem í tveimur byggðum sem hentuðu vel til landbúnaðar. Í stuttu máli sagt fluttu norrænu mennirnir - Íslendingar - einfaldlega miðaldalífsstíl sinn frá Evrópu í óbyggt nýtt land. Byggð norræna manna (niðja íslenskra manna) lifði af kuldaríki Grænlands hátt í fimm aldir.

Fyrstu norrænu landnámsmennirnir fluttu frá Íslandi landbúnaðarmenningu sína og búfé eins og nautgripi, sauðfé, geitur og svín, sem og hesta líka sem þeir borðuðu í heiðni. Þó þeir litu á sig sem bændur voru þeir ekki ókunnugir veiðiskap frá heimahögum. Þeir fóru fljótt að veiða seli, enda selkjöt nauðsynleg viðbót við fæðu þeirra.

Norræna fæðið samanstóð af fjölbreyttu kjöti. Og sem betur fer fyrir þá var kjöt mikið í þeirra heimkynjum. Þeir borðuðu venjulega kjöt af kúm, hreindýrum, björnum, svínum og nautum. Norrænu byggðirnar í norðri eins og Grænland átu sel og jafnvel ísbirni! Og örugglega allt sem þeir komust í tæri við fugla, fiska og hvali.

Það eru tiltölulega fá fiskbein í grænlenskum fornleifum,en ég trúi ekki að þeir hafi ekki borðað fisk sem bauðst, því að svangt fólk borðar hvað sem að kjafti kemur. Nóg er af fiski í grænlenskum ám og í sjó.

Á því tímabili sem þeir voru á Grænlandi borðuðu norrænir menn smám saman meira af selum. Á 14. öld voru selir á milli 50 og 80 prósent af fæðu þeirra.“ ... Ef eitthvað er þá gætu þeir hafa leiðst við að borða seli úti á hjara veraldar.

Kíkjum á þessa grein og þýðum kafla úr henni:

Greenland's Viking settlers feasted on seals, then left: The Norse society did not die out due to an inability to adapt to the Greenlandic diet. An isotopic analysis of the Viking settlers’ bones shows that they ate plenty of seals.

https://sciencenordic.com/archaeology-denmark-food/greenlands-viking-settlers-feasted-on-seals-then-left/1379411

Norrænar beinagrindur sýna að þeir borðuðu selafæðu. Danskir og kanadísku vísindamenn hafa rannsaka 80 grænlenskar beinagrindur sem geymdar eru á rannsóknarstofu í líffræðilegri mannfræði við Kaupmannahafnarháskóla til að ákvarða matarvenjur þeirra.

Með því að rannsaka hlutfall samsætanna kolefni-13 og kolefnis-15, komust rannsakendur að því að stór hluti af grænlensku / norrænu mataræðinu kom úr sjó, sérstaklega frá selum.

Heinemeier mældi magn kolefnissamsætna í beinagrindunum, Erle Nelson frá Simon Fraser háskólanum í Vancouver í Kanada greindi samsæturnar en Niels Lynnerup við Kaupmannahafnarháskóla skoðaði beinagrindurnar.

„Ekkert bendir til þess að norrænir hafi horfið vegna náttúruhamfara. Ef eitthvað er þá gætu þeir hafa orðið leiður á því að borða seli úti á hjara veraldar,“ segir Lynnerup.

Beinagrindurnar sýna merki þess að þeir hafi farið hægt og rólega frá Grænlandi. Konum fækkaði og þar með forsenda byggðar í landinu. Sem dæmi má nefna að ungar konur eru færri í gröfunum á tímabilinu undir lok norrænu landnámsins. Þetta bendir til þess að einkum unga fólkið hafi verið að yfirgefa Grænland og þegar frjósömum konum fækki getur kynstofninn ekki framfleytt sér.

Veiðimenn og bændur

Niðurstöðurnar ögra ríkjandi viðhorfi um norræna menn sem bændur sem hefðu þrjóskast við að  halda sig við landbúnað þar til þeir töpuðu baráttunni við umhverfi Grænlands. Þessar nýju niðurstöður hrista upp í hefðbundinni sýn á norræna  menn sem bændur og hafa gefið fornleifafræðingum tilefni til að endurskoða þessar kenningar.

„Norrænir menn litu á sig sem bændur sem ræktuðu landið og héldu dýr. En fornleifagögnin sýna að þeir héldu færri og færri dýr, eins og geitur og kindur,“ segir Jette Arneborg, fornleifafræðingur og safnvörður við Þjóðminjasafn Danmerkur.

„Þannig að sjálfsmynd bænda var í raun meira andleg sjálfsmynd, haldin af yfirstétt sem hélt völdum með landbúnaði og eignarhaldi á landi, heldur en raunveruleiki fyrir venjulegt fólk sem var varla matvanda,“ bætir hún við.

Fyrstu norrænu landnámsmennirnir fluttu frá Íslandi landbúnað og búfé eins og nautgripi, sauðfé, geitur og svín. Þó þeir litu á sig sem bændur voru þeir ekki ókunnugir veiðiskap.

Þeir fóru fljótt að veiða seli, enda selkjöt nauðsynleg viðbót við fæðu þeirra. Undir lok dvalarinnar urðu þeir jafnvanir að veiða seli og Inúítar, sem höfðu ferðast til Grænlands frá Kanada um árið 1200 og búið á eyjunni við hlið norrænna manna.

Selir urðu mikilvægari fyrir afkomu norrænna manna þar sem loftslag tók að breytast með tímanum og það varð sífellt erfiðara að halda sér uppi með búskap.

„Norrænir gátu aðlagast, en hversu mikið þeir gátu aðlagast án þess að gefa upp sjálfsmynd sína var takmarkað,“ segir Arneborg. „Jafnvel þótt mataræði þeirra hafi orðið nær því sem Inúítar, þá var munurinn á þessum tveimur hópum of mikill fyrir norræna til að verða inúítar."

Af þessu má álykta að norrænu menn á Grænlandi hafi fyrst og fremst verið bændur í upphafi byggðar en breyttust með tímanum í e.k. samblöndu af bændum og veiðimönnum. Selveiði hafi verið hlunnindaveiði allt frá upphafi en orðið undirstaða fæðis landsmanna undir lok byggðar.

Má álykta að svipað hafi verið farið á Íslandi? Að menn hafi strax byrjað landbúnað við landnám og veitt með? Munurinn á Grænlandi og Íslandi að það síðarnefnda breyttist aldrei í veiðimannasamfélag (þótt fiskveiðar hafi orðið umfangsmeiri með tímanum) og hefur það aldrei verið svo.

Hins vegar hefur komið upp sú kenning að í byrjun eða miðbik 9. aldar hafi fyrstu mennirnir sem komu hingað til lands hafi verið veiðimenn og Ísland verið útver frá Noregi. Samanber fornleifa uppgrefti í Stöðvarfirði.

En slíkt var ekki undirstaða neins samfélags og fornleifar einmitt staðfesta það samkvæmt því sem Bjarna F. Einarsson fornleifafræðingur segir en í grein á visir.is segir eftirfarandi um fornleifa uppgröftinn í firðinum: "Fornleifafræðingur segir sterkar vísbendingar um að landnámsmaður hafi verið búinn að reisa bæ í Stöðvarfirði fyrir árið 871, áður en Ingólfur Arnarson á að hafa sest að í Reykjavík. Þar hafi því verið komin heilsársbúseta fyrir hið viðurkennda landnámsártal, en ekki aðeins árstíðabundin veiðistöð, eins og í fyrstu var talið. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing í fréttum Stöðvar 2.“

En eftir sem áður, þetta haggar því ekki heildarlandnámið hófst ekki fyrr en á síðari hluta 9. aldar. Ef það finnast fornleifar annars staðar á landinu frá upphafi 9. aldar, þá breytist dæmið og þetta styður þá kenningu að landbúnaðurinn hafi verið aðalatriðið frá upphafi byggðar. Bergsveinn þarf því að útskýra tilgátuna um stórfellda veiðiútgerð betur og koma með sannanir. Kerfisbundnar og skipulagðar (fisk)veiðar Íslendinga í fyrirtækisformi hófust ekki fyrr en á 18. öld og hvalveiðar á þeirri 19du.

https://www.visir.is/g/2018707364d

Til umhugsunar

Að lokum, þá er það til skammar hversu litlu fé Íslendingar "eyða" í fornleifarannsóknir. Þær geta fyllt inn í, þar sem miðaldarhandritin sleppa. Rannsóknir á Grænlandi sýna hversu burðug fornleifafræðin getur verið ef henni er beitt skipulega og af miklu mæli.  Svo litlu fé er "eytt" í fornleifarannsóknir að íslenskar fornminjar bókstaflega falla í sjó við strendur landsins.

Það nýjasta nýtt af deilum Bergsveins og Ásgeirs er að segja, er að Ásgeir segist ekki vera að  skrifa fræðirit í skilningi þess á Facebook síðu sinni, heldur sé rit hans fræðigrúsk, gert af einlægum áhuga á sögu Íslands.

En skemmtiegt er að einhver umræða sé um ritlausu sögu Íslandsbyggðar. Mér finnst Íslendingar í seinni tíð vera orðnir skeytingarlausir um eigin sögu sem er ef betur er gáð, ótrúleg á köflum og spennandi.

Upphaf búsetu á Ísland er margt einstök og er einstakt rannsóknarefni hvernig maðurinn finnur algjörlega ósnortið land og umbreytir því.

Um fræðimenn almennt á Íslandi er það segja að þeir mættu koma úr fílabeinsturni sínum einstaka sinnum og skrifa skemmtilega texta eins og þeir Bergsveinn og Ásgeir, fyrir almenning, ekki fagfélaganna. Allur texti í þeirra augum verður að vera stimplaður bak og fyrir og vottaður af háæruverðugum doktorum í faginu til að verða tekinn gildur. Textinn á helst að vera eins torskilin og hægt er og þurr eins og eyðimörkin.

Úr því að ég er að agnúast í fræðiheiminn, þá fer í taugarnar á mér þegar talað er um landnám Grænlands og landtökutilraunir í Norður-Ameríku, að talað sé um Norse, norræna menn í stað þess að segja bara Íslendingar og niðjar þeirra í Grænlandi. Eins þegar talað er um "norse literature" þegar bara er um að ræða íslensk miðaldar(hand)rit. Saga Norðurlanda væri algjört svartnætti ef íslenska elítan á Íslandi á hámiðöldum hefði ekki haft neitt annað að gera en að skrifa bækur.

Athyglisvert er/væri að kanna hvernig löglaust samfélag virkaði á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar. Gilti hnefarétturinn og drápu menn eftir behag eða var vald ættarinnar það mikið að það verndaði hinu veiku gegn ofríki í löglausu samfélagi? Hér mættu þeir Ásgeir og Bergsveinn leggja til málanna.

 

 

 

 


Það skiptir máli hver er við stjórnvölinn

Biden vs Putin

Myndin sýnir myndfund Bidens og Pútíns. Hvíta húsið passaði sig á að bandarískir fjölmiðla- menn fengu ekki beinan aðgang að fundinum (ef ské kynni að Biden segði einhverja vitleysu) en Pútín kom með þann mótleik að leyfa rússneskum fjölmiðlum aðgang. Þess vegna höfum við þessa mynd. Þetta var til þess lítillækka Biden að þvi virðist. 

Gagnrýnendur Trumps forseta kvörtuðu oft um stefnu hans sem kallaðist America First,  að hún skaði bandalög Bandaríkjanna og verðlauni óvinina. Hið gagnstæða var sannleikurinn: eins og Ronald Reagan forseti á undan honum, gat Trump frið með styrk.

Biden hefur þynnt út vald Bandaríkjanna og þar af leiðandi treysta bandamenn BNA ekki lengur og óvinir BNA óttast  ekki vald stórveldisins lengur. Bandarískur veikleiki býður alltaf úlfunum heim og úlfarnir hafa snúið aftur.

Við skulum rifja upp hvar við vorum fyrir einu ári síðan og hvað ríkisstjórn Donald Trumps hafði afrekað.

  • Stjórn Trumps hafði veitt Ísrael óbilandi stuðning og náð sögulegum friðarsamningum í Miðausturlöndum, samningum sem ræktuðu efnahagslega og aðra samvinnu sem aftur skilar varanlegum friði.
  • Hún hafði tekist að ýta aftur á móti efnahagslegum yfirgangi Kína, mannréttindabrotum og landfræðilegri ævintýramennsku í Suður-Kínahafi og Kyrrahafi.
  • Hún hafði tekist að hemja útþenslustefnu Rússlands og hægja á framgangi Nord Stream 2 leiðslunnar.
  • Hún hafði afkastamikill erindrekstur í gangi til að halda kjarnorkuáformum Norður-Kóreu í skefjum.
  • Hún hafði dregið sig út úr hinni hörmulegu sameiginlegu heildaraðgerðaáætlun (JCPOA) og notaði víðtæka refsiaðgerðaheimild sína til að takmarka kjarnorkuáætlun Írans.
  • Hún hafði samið um áætlun um stýrða, skilyrta brottför frá Afganistan sem hefði tryggt áframhaldandi njósnagetu Bandaríkjanna á svæðinu og Bagram hefði verið áfram í höndum bandaríska hersins en er nú í höndum Kínverja.
  • Hún hafði breytt sambandi Bandaríkjanna við bandamenn þeirra í NATÓ og haldið þeim við loforð þeirra um aukin framlög til bandalagsins.
  • Hún hafði tekist að semja um (frá sjónarhóli Bandaríkjamanna) sanngjarnari, gagnkvæmari viðskiptasamninga við Kína, Kanada, Mexíkó, Suður-Kóreu og Japan, meðal annarra.
  • Það var byrjað að nútímavæða og endurbyggja herinn, sem var vanræktur af Obama-Biden stjórninni.
  • Hún hafði að mestu leyst innflytjendamálið með öruggari landamærum og almennum diplómatískum samningum.

Ríkisstjórn Biden er helvíti reiðubúin að snúa við mörgum af ótrúlegum afrekum Trump forseta.

Á yfirborðinu er eyðileggjandi leið Biden-stjórnarinnar ekki skynsamleg og óskiljanlegt að hún sé framfylgd. En fyrir þeim snýst þetta ekki um skynsamlega stefnu. Þess í stað snýst þetta um að umsnúa öllu sem kallast bandarískt: valdasamsetningu, auði, auðlindum, hernaðarlegum og diplómatískum forskoti, efnahagslegri samkeppnishæfni, forystu og landamærum. Allt í nafni sósíalískra hugmyndafræði, sem enginn hefði trúað að hefði getað dúkkað upp í mesta kapitalísta ríki heims.

Bara á síðustu 11 mánuðum hafa Bandaríkin afsalað sér gríðarlegu valdi, trúverðugleika og áliti. Skammarlegri brotthvarfi Bidens frá Afganistan er auðvitað að hluta til um að kenna. En öfugmæli Biden, afsökunarbeiðni og marghliða, hnattræna dagskrá stjórnar hans eru að valda raunverulegum skaða.

Efnahagslíf Bandaríkjanna er í djúpum dal. Síðasta ár Donald Trumps var gífurlegur efnahagsvöxtur og það í miðjum heimsfaraldri og viðsnúningurinn síðastliðna 11 mánuði er því ekki hægt annað að útskýra en lélegri stjórn landsins.


Bústaður varaforseta Bandaríkjanna

Sjaldan hefur varaforseti Bandaríkjanna verið eins mikið í sviðsljósinu og þessa dagana.  Kamala Harris virðist hafa misst tiltrú starfsmanna sinna, samflokksmannna og Bandaríkjamanna almennt. Svo mjög, að hún hefur mælst með lægsta fylgi varaforseta frá upphafi. Það er í sjálfu sér afrek, því að formlega séð gegnir hún engum opinberum skyldum, nema þeim sem forsetinn færir honum.  Þau verkefni sem hún hefur fengið í hendurnar hafa reynst henni ofviða og ber landamæravandinn hæst og virðist það mál vera að leysast með dómsúrskurði, ekki aðgerðum hennar.

En fæstir vita nokkuð um þetta embætti. Hvar til dæmis býr varaforseti Bandaríkjanna. Hér kemur fróðleiksmoli.

Með skrifstofur sínar staðsettar á lóð Hvíta hússins, hafa varaforsetar síðan Walter Mondale búið með fjölskyldum sínum á lóð United States Naval Observatory (stjörnustöð bandaríska sjóhersins) í hvítu húsi.

Hvíta nítjándu aldar húsið við Number One Observatory Circle í norðvesturhluta Washington, DC var byggt árið 1893. Húsið var upphaflega ætlað yfirmanni USNO og var svo yndislegt að árið 1923 rak yfirmaður sjóhersins yfirmann stöðvarinnar út svo hann gæti flutt inn sjálfur.

Sögulega séð bjuggu varaforsetar og fjölskyldur þeirra á eigin heimilum, en kostnaður við að tryggja þessar einkaíbúðir jókst verulega með árunum. Að lokum, árið 1974, samþykkti þingið að endurbæta húsið í sjóherstöðinni sem heimili varaforsetans. Þar býr Kamala Harris nú.

United_States_Naval_Observatory.aerial_view


Stríðsbumbur barðar - af hverju núna?

Russia_War_Games flagsFyrst og fremst vegna þess að valdajafnvægið hefur raskast og veikrar forystu Bandaríkjanna.

Rússar og Kínverjar hafa yfir að ráða afskaplegan öflugan herafla bæði ríkin. Rússar gætu hins vegar ekki staðið í löngu stríði efnahagaslega séð en Kínverjar eru öfluguri og geta staðið í Bandaríkjunum í Asíu í langan tíma og jafnvel unnið sigur. Nú er tækifæri þegar vanhæfur forseti situr á forsetastól Bandaríkjanna.

Haldið þið að þessar tvær þjóðir væru að berja stríðsbumbur ef Trump sæti í Hvíta húsinu?

Það sem er að gerast núna er að Pútin er að reka NATÓ frá landamærum Rússlands. Ekkert annað. Ekkert stríð framundan nema menn gera mistök. Biden heldur að hann sé að fara að semja um frið, en í raun er hann að fara að ganga að skilmálum Rússa.

Það sem Bandaríkjamenn gætu gert og lamað Rússa, er að útiloka þá frá SWIFT bankakerfinu sem myndi eyðileggja öll milliríkjaviðskipti rússneska ríkisins og fyrirtækja. Núverandi efnahagsþvinganir eru takmarkaðar og beinast fyrst og fremst að ríkismönnum. Rússar einfaldlega hófu innlenda framleiðslu og eftir sátu evrópskir framleiðendur sem misstu af góðum erlendum markaði. Hins vegar settu Rússar efnahagsþvinganir á Íslendingar þegar þeir síðarnefndu tóku þátt í efnahagsþvingunum ESB og stendur enn. Skildu Íslendingar læra af þessum mistökum? 

Hins vegar held ég að Kínverjar séu ekki að plöffa með Taívan. Ef þeir fara í stríð, þá verður það fyrir árið 2025 á meðan Biden er enn við völd.

En guð forði þeim möguleika að Rússar og Kínverjar samræmi aðgerðir og fara af stað samtímis....

Svo er það mögulegt stríð í Miðausturlöndum.  Mannkynið virðist aldrei ætla að læra af reynslunni.


Þetta er ekki raunverulegur sósíalismi?

24251983-10C6-465C-8395-923A9DB7947F

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er viðkvæðið hjá boðberum sósíalismans þegar þeim er beint á örsök falls sósíalískra ríkja.  

Hér koma fimm staðreyndir sem erfitt er að hrekja. 

1. Þú getur ekki lögleitt fátæka til ríkisdæmis með því að lögleiða hinu ríku úr ríkisdæmi. Eina sem gerist er að hinir ríku verða fátækari og hafa færri möguleika á að fjárfesta en án fjárfestinga verða engin fyrirtæki stofnuð og þar með verður ríkið af tekjum  sem og þeir einstaklingar sem vinna hjá fyrirtækinu og þeir sem lifa á skatttekjum ríkisins. Einkaframtakið - kapitalísmi heldur uppi samfélaginu, líka hinu fátæku.

2. Það sem einn einstaklingur fær án þess að vinna fyrir því, þarf annar að vinna fyrir án þess að fá nokkuð í staðinn.

3. Þú getur ekki margfaldað með því að deila. Þetta vita allir sem kunna grundvallaratriði í stærðfræði. Sama á við um raunveruleikann.

4. Stjórnvöld geta ekki gefið neitt (enda framleiðir ríkið að jafnaði ekkert, heldur er neytandi) nema að taka frá öðrum.

5. Þegar helmingur vinnaaflsins fær þær hugmyndir að það þarf ekki að vinna vegna þess að hinn helmingurinn ætlar að sjá um það eða framfæra það, og helmingurinn fær þá hugmynd að það er ekki þess virði að vinna, vegna þess að hinn helmingurinn fær afrakstur vinnuna hans ókeypis, þá er það byrjunin á endirinum fyrir hvaða þjóð sem er.

Sósíalismi

 

 

 

 

 

 

 

 5 mýtur um sólíalismann

Gallinn við sósíalisman er að hann klárar á endanum annarra manna peninga. Margret Thacher. 

Hér í þessum hlekk må sjá muninn á efnahagsstefnu Trumps og Bidens.


https://fb.watch/9K9jQooHcc/

 

 

Margret


Heimspeki - gagnlaus fræði?

Nei það tel ég ekki eftir að hafa rennt í gegnum heimspekisöguna. Heimspekin fæst við allt milli himinn og jarðar og lætur sig ekkert óvarðað. Reyndar er heitið á fræðigreininni - heimspeki - nokkuð villandi því að þetta er ekki grúsk eða vangaveltur heldur á köflum hrein vísindi. Hvað um það, hún gaf af sér í fyrsta lagi siðfræðina (Sókrates) en siðfræði tekur á alla mannlega hegðun hvort sem hún er innan ramma laga eða óskrifaðra reglum um hvernig við eigum að lifa í samfélagi manna.

Í öðru lagi hefur heimspekin gefið manninum meiri þroska en áður þekktist síðan siðmenningin hófst fyrir sirka 5000 árum.

Hópar þroskaðra manna/huga gefur af sér þroskuð samfélög (þau eru komin mismunandi á þessu sviði) samanbert hið vestræna samfélag en það leyfir eftir margra alda baráttu frjálsa hugsun - vilja, svo sem trúfrelsi, prentfrelsi,málfrelsi, fundarfrelsi, ferðafrelsi og öll þau frelsi sem frönsku byltingarmennirnir börðust fyrir, Napóleon breiddi svo um alla Evrópu og er nú bundið í öllum stjórnarskrám vestrænna ríkja og það var heimspekin sem skóp þetta. Með öðrum orðum getur hún hjálpað okkur úr öllum vanda, samfélagskreppum eða t.d. siðferði varðandi læknavísindi eða spurninguna um eðli þekkingar eða óendanleika heimsins. Það ætti að kenna heimspeki í skóla!

Hér langar mér að birta tilvitnanir í minn uppáhaldsheimspeking sem var af skóla Stóuspekinnar.

Láttu aldrei framtíðina trufla þig. Þú munt mæta henni, með sömu vitsmunum í dag og þú hafðir í gær.

 

 

Lifðu góðu líf. Ef það eru til guðir, og þeir eru réttlátir, þá munu þeir ekki hafa áhyggjur af því hversu skyldurækinn þú hefur verið, en munu bjóða þig velkominn byggða á dyggðum sem þú hefur lifað eftir. Ef það eru til guðir, en óréttláttir, þá munt þú hvort sem er ekki vilja tilbiðja þá. Ef það eru ekki til neinir guðir, þá munt þú hreinlega bara hverfa af yfirborði jarðar, en munt samt hafa lifað göfugu lífi sem mun lifa í minningum ástvina.

 

 

 

Mjög lítið þarf til að lifa hamingjusömu lífi. Þetta er allt undir sjáfum þér komið í því hvernig þú hugsar.

 

 

Hlutverk þitt í lífinu er ekki að vera í hópi meirihluta, heldur að leita inná við og finna sig meðal þeirra brjáluðu.

 

Ein af mínum uppáhalds: þú hefur vald á huga þínum, ekki utanáliggjandi atburðum. Gerðu þér grein fyrir því, og þú munt finna fyrir innri styrk.

 

 

Umheimurinn er umvorinn breytingar, okkar líf er það sem hugsanir okkar gera úr því.

 

 

 

 

 

 

 

 


Um landamæradeilu Rússa og Úkraníumanna - pólitísk refskák

PutinUmmæli Pútíns þann 4. desember 2021 um að hann vildi ræða og festa í samning stöðvun útþenslu NATÓ í austurvegi eru skýr merki um að hann var að "pluffa" með tilfærslu herliðs við landamæri Úkraníu. Hann veit sum sé vel, að þar með lokast fyrir gasflutningar í vesturveg (Þýskaland að mestu leyti) og það er of stórt högg fyrir Rússland. Það eru ekki bara Þjóðverjar sem eru háðir gasi, heldur líka Rússar. Þjóðverjar munu án vafa snúa baki við gasi Rússa (kannski ekki á augnabliki en á nokkrum árum). Bara pluff eða plat á íslensku.

Liðsflutningarnir við Úkraníu eru til þess fallnir að hræða auðhræðanlegu stjórn Joe Biden, þar sem enginn stjórnar í raun.  Joe Biden er aut terrum í raun og því hægt að skrifa hvað sem er á það blað. Hann bregst hræddur við og Pútín fær sínu fram, sem er að herir Atlantshafsbandalagsins halda sig í hundruð kílómetra fjarlægð frá rússneskum landamærum.

Svo er það spurningin um evrópsk landamæri

Ekker er eins seigfljótandi og evrópsk landamæri sem breytast nokkrum sinnum á hverri öld. Meir segja á seinni hluta 20. aldar, þegar menn náðu að breyta landamæri Júgóslavíu með stríði. Síðast með innlimun Krímskaga inn í Rússland.

Svo að það sé á hreinu, landamæri eldri en frá 19. öld gilda ekki. Ef svo væri ekki, þá væri Ítalía og Þýskaland ekki til eða Ísland. Margt annað sem ákvarðar landamæri, t.d. saga, tunga og menning og tilfinningin að tilheyra ákveðinn hóp.

T.d. gætu Vestmannaeyjingar haldið fram að þeir tilheyri ekki Íslandi. Á hvaða forsendum?......ef þið fylgdu þessum punktum, vissuð þið ekki svarið. En það er einfalt. Sjálfur Danakonungur hafði Vestmannaeyjar sem sérstakt skattlén og hann talaði um Vestmannaeyjar og Ísland í sitthvoru lagi, enda sitthvor skattlén. Saga Vestmannaeyja er um margt einstök, en það sem sameinar Vestmannaeyinga við meginlandið er eftir sem áður, tunga, mennning (norræn) og arflegð.

Ekkert er eins fljótandi og landamæri í Evrópu. Endalaust hægt að fara í stríð út af landaskika.

Pútín kann leikinn.


Leynilegt stríð: Mossad blekkti fremstu íranska vísindamenn til að sprengja eigið kjarnorkuver í loft upp

nuclear_timeline_1965_1990

Það er ýmislegt í gangi út í hinum stóra heimi sem Íslendingar fá engar fréttir af.  Fáir hugsa út í það dags daglega að það er í gangi kalt stríð í Miðausturlöndum.

Tvær andstæðar blokkir, gráar fyrir járnum, hafa myndað bandalög að því virðist eftir trúarlínum. Annars vegar er það Íran fremst í flokki en hins vegar Sádi Arabía með sína fylgihnetti. Ísrael virðist hafa skipað sér í lið með Sádum, samanber Abramham friðarsamkomulagið. Joe Biden hefur alveg hunsað það og gengið óbeint í lið með andstæðingum Sáda og Ísraela, Írönum. Það er gert með því aflétta efnahagsþvinganir sem stjórn Donald Trumps beitti landinu með góðum árangri. Nú á að fara friðþægingarleiðina, sem allir raunsæir menn sjá að gengur ekki, því að Íranir hafa haldið áfram, ef ekki ljóst, þá leynt með sína kjarnorkuvopnaáætlun.

Þetta kom berlega í ljós í þremur leyniaðgerðum leyniþjónustunnar Mossad.

Sagan er eftirfarandi: Fyrr á þessu ári, í apríl, fékk ísraelska leyniþjónustan Mossad til liðs við sig helstu íranska vísindamenn og blekkti þá til að trúa því að þeir væru að vinna fyrir alþjóðlega andófsmannahópa, til að framkvæma leynilega aðgerð sem fól í sér að sprengja þeirra eigin kjarnorkuver. Í frétt frá Jewish Chronicle kemur fram að allt að tíu vísindamenn hafi verið ráðnir til að eyðileggja Natanz kjarnorkuverið.

Þessi opinberun kemur sem eitt af þremur skemmdarverkum sem sögð hafa verið tengd Mossad þegar sprengiefni var komið fyrir í Natanz.

Aðgerðin leiddi til eyðileggingu á nærri 90% af skilvindum kjarnorkuversins. Þetta setti lykilsamstæðuna úr notkun í níu mánuði.

Þetta var gert með því að smygla sprengiefni inn í húsið með dróna. Þessum drónum var síðan safnað af vísindamönnunum. Nokkrum sprengiefnum var einnig smyglað inn í háöryggisaðstöðuna í gegnum matarkassa og vörubíla.

Ýmsar aðrar opinberanir Jewish Chronicle  segja frá að njósnarar Mossad fóla sprengiefni í byggingarefni sem notað var við byggingu Natanz skilvindunnar árið 2019.

Það eru einnig tilkynningar um leyniþjónustumenn sem notuðu vopnaða fjórþyrluvél (quadcopter).

Að sögn var einnig þriðja aðgerðin í júní. Á meðan á þessu stóð varð sprenging með fjórþyrluvél (quadcopter) dróna á íranska skilvindutæknifyrirtæki.

The Jewish Chronicle heldur því fram að þessar þrjár aðgerðir hafi verið skipulagðar á yfir 18 mánaða tímabili. Um var að ræða 1.000 tæknimenn, njósnara og nokkra leyniþjónustumenn á jörðu niðri.

Pólitískur bakgrunnur

Ísrael hefur samið frið við mörg Arabaríki. Ísrael heldur fullum diplómatískum samskiptum við tvö af arabísku nágrannalöndunum, Egyptalandi og Jórdaníu, eftir að hafa undirritað friðarsamninga 1979 og 1994 í sömu röð. Árið 2020 undirrituðu Ísraelar samninga um að koma á diplómatískum samskiptum við fjögur Arababandalagslönd, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Súdan og Marokkó. Svo er sagt að Ísrael vinni á bakvið tjöldin með Sádum.

Sádar og Íranir heyja í dag staðgöngustríð í Sýrlandi og Jemen.

Íran nýtur stuðnings Rússlands, Kína, Norður-Kóreu og Pakistan. Þeir hafa sterk ítök í Írak og Líbanon.

Sádar njóta stuðnings Bandaríkjamanna, að því virðist Ísraela, Jórdana, Egypta, Kata, Kúveita og nokkurra annarra ríkja.  Skil virðast vera nokkuð eftir landafræðinni, í vestur og austur Miðausturlönd en einnig eftir hvort sía eða súnní trúarbrögðin eru ríkjandi innan hvers ríkis.

 

iran nucleaer


Samanburður á freigátu og tundurspilli

frigate vs destroyer

Freigátur og tundurspillar eru tvær af algengustu gerðum herskipa í sjóflotans. Þriðja gerðin er korvetta sem er minnsta gerðin af herskipi og á stærð við varðskipin gömlu Týr og Óðinn. Svo er til stærsta gerðin sem kallast orrustuskip og loks flugmóðuskip.

Bæði freigátur og tundurspillar eru hönnuð fyrir skjót viðbrögð og hægt að nota báðar gerðir til að fylgja og vernda stærri skip gegn loft-, yfirborðs- og neðansjávarógnum. Líkindin á milli freigáta og tundurspilla hafa leitt til þess að sumir evrópskir sjóherir nota hugtökin til skiptis.

Á hinn bóginn eru freigátur algengari, þar sem nánast hver einasti sjóher í heiminum er með freigátu sem hluta af flota sjóflotans, á meðan aðeins 13 þjóðir eiga tundurspilla.

Lykilmunurinn á freigátum og tundurspillum er stærð og þar með virkni.

Freigátur eru venjulega notaðar sem fylgdarskip til að vernda fjarskiptaleiðir á sjó eða sem hjálparskip árásahóps á meðan tundurspillirinn er almennt samþættur inn í bardagahópa flugmóðuflota og gegnir loftvarnarhlutverki eða notaðir til að veita vörn gegn loft- og eldflaugavarnir.

Freigátur eru almennt hægari en tundurspillar þó að í nútímanum sé ekki marktækur munur á þeim.

Bæði freigátur og tundurspillar eru vopnaðir nýjustu vopnum og varnarkerfum, sem eru nauðsynleg til að sinna fylgdarskyldu sinni og vernda hlutverk.

destroyer

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband