Um landamæradeilu Rússa og Úkraníumanna - pólitísk refskák

PutinUmmæli Pútíns þann 4. desember 2021 um að hann vildi ræða og festa í samning stöðvun útþenslu NATÓ í austurvegi eru skýr merki um að hann var að "pluffa" með tilfærslu herliðs við landamæri Úkraníu. Hann veit sum sé vel, að þar með lokast fyrir gasflutningar í vesturveg (Þýskaland að mestu leyti) og það er of stórt högg fyrir Rússland. Það eru ekki bara Þjóðverjar sem eru háðir gasi, heldur líka Rússar. Þjóðverjar munu án vafa snúa baki við gasi Rússa (kannski ekki á augnabliki en á nokkrum árum). Bara pluff eða plat á íslensku.

Liðsflutningarnir við Úkraníu eru til þess fallnir að hræða auðhræðanlegu stjórn Joe Biden, þar sem enginn stjórnar í raun.  Joe Biden er aut terrum í raun og því hægt að skrifa hvað sem er á það blað. Hann bregst hræddur við og Pútín fær sínu fram, sem er að herir Atlantshafsbandalagsins halda sig í hundruð kílómetra fjarlægð frá rússneskum landamærum.

Svo er það spurningin um evrópsk landamæri

Ekker er eins seigfljótandi og evrópsk landamæri sem breytast nokkrum sinnum á hverri öld. Meir segja á seinni hluta 20. aldar, þegar menn náðu að breyta landamæri Júgóslavíu með stríði. Síðast með innlimun Krímskaga inn í Rússland.

Svo að það sé á hreinu, landamæri eldri en frá 19. öld gilda ekki. Ef svo væri ekki, þá væri Ítalía og Þýskaland ekki til eða Ísland. Margt annað sem ákvarðar landamæri, t.d. saga, tunga og menning og tilfinningin að tilheyra ákveðinn hóp.

T.d. gætu Vestmannaeyjingar haldið fram að þeir tilheyri ekki Íslandi. Á hvaða forsendum?......ef þið fylgdu þessum punktum, vissuð þið ekki svarið. En það er einfalt. Sjálfur Danakonungur hafði Vestmannaeyjar sem sérstakt skattlén og hann talaði um Vestmannaeyjar og Ísland í sitthvoru lagi, enda sitthvor skattlén. Saga Vestmannaeyja er um margt einstök, en það sem sameinar Vestmannaeyinga við meginlandið er eftir sem áður, tunga, mennning (norræn) og arflegð.

Ekkert er eins fljótandi og landamæri í Evrópu. Endalaust hægt að fara í stríð út af landaskika.

Pútín kann leikinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband