Bloggfærslur mánaðarins, maí 2024
Margt hefur breyst á síðustu mánuðum með vangaveltum um hvern Donald Trump mun velja sem varaforseta. Varaforsetinn er í raun valdalaus og sumum finnst það vera stöðulækkun að sitja sem varaforseti. Það getur stundum verið leið til forsetaembættis, líkt og hjá Richard Nixon, George Bush og fleiri.
Mikil spenna er um hver verði næsta varaforsetaefni Trumps. Fyrir ekki svo löngu síðan var Vivek Ramaswamy í uppáhaldi til dæmis. Kristi Noam og Tim Scott voru í efstu þremur sætunum fyrir ekki svo löngu síðan. Kisti Noam var mjög líkleg en eftir frétt um að hún hafi skotið hund sinn (sagði að hann hafi verið hættulegur börnum), er vindurinn farinn úr því segli.
En nú hafa vangaveltur snúist að Doug Burgum, ríkisstjóra Norður-Dakóta. Á fundinum í New Jersey hrósaði Trump Burgum og sagði: "Þú munt ekki finna neinn betri en þennan heiðursmann hvað varðar þekkingu á því hvernig hann græddi peningana sína í tækni."
Hann sagði líka að Burgum hefði verið ótrúlegur. Á meðan er Burgum að venjast skærum ljósum og fjölmiðlum. Nú þegar honum líður vel verður auðveldara að sækjast eftir VP stöðunni.
Sé ekki annað er Burgum vel í stakk búið til að verða næsti varaforseti. Hann er einmitt það sem Trump er að leita að hvað varðar að vera kaupsýslumaður. Trump velur einnig væntanlega varaforseta sem hafa ekki áhyggjur af kosningakosningu. Að lokum vill hann leita að frambjóðendum aðeins undir ratsjánni.
Sem sagt, Burgum er fremstur hvað varðar að verða næsta varaforsetaefni. En eins og við höfum séð getur margt breyst á næstu mánuðum.
En ef spurningin er hver sé skeleggastur, þá er Vivek jafn orðheppinn og ákafur og Trump sjálfur. Hann er milljónamæringur af indverskum uppruna. En hins vegar ef Trump ætlar að fara woke leiðina, þá er Tim Scott maðurinn, en hann er blökkumaður. Mikil uppsveifla er hjá svörtum mönnum sem stuðningsmönnum Trumps, líka hjá latínufólki og í raun hjá öllum kosningahópum. Trump þarf kannski ekki að velja svartan mann til að ná til minnihlutahópa. En Vivek er ákaflega skemmtilegur og myndi reyndast haukur í horni hjá Trump ef hann er valinn.
Bloggar | 16.5.2024 | 10:54 (breytt kl. 10:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggritari birtir þetta frábæra ljóð um skattagleði stjórnvald á frummálinu. Hægt er við að merking þess glatist í þýðingu og því sleppt.
Tax his land, tax his wage,
Tax his bed in which he lays.
Tax his tractor, tax his mule,
Teach him taxes is the rule.
Tax his cow, tax his goat,
Tax his pants, tax his coat.
Tax his ties, tax his shirts,
Tax his work, tax his dirt.
Tax his chew, tax his smoke,
Teach him taxes are no joke.
Tax his car, tax his grass,
Tax the roads he must pass.
Tax his food, tax his drink,
Tax him if he tries to think.
Tax his sodas, tax his beers,
If he cries, tax his tears.
Tax his bills, tax his gas,
Tax his notes, tax his cash.
Tax him good and let him know
That after taxes, he has no dough.
If he hollers, tax him more,
Tax him until hes good and sore.
Tax his coffin, tax his grave,
Tax the sod in which he lays.
Put these words upon his tomb,
"Taxes drove me to my doom!"
And when hes gone, we wont relax,
Well still be after the inheritance tax.
-Author unknown.
Bloggar | 15.5.2024 | 16:36 (breytt kl. 16:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Röddin sterkasta framlag Íslands til varnarmál segir kjáninn. Kannski er það þannig að best sé fyrir Íslendinga að hrópa sem hæst, "ég gefst upp"!
Mogens Glistrup, stofnandi Framfaraflokksins í Danmörku, sagði eitt sinn um lélegar varnir Danmerkur, "...kannski væri bara best að Danir kæmu sér upp símsvara sem svarar á rússnesku, við gefumst upp"! Röddin sterkasta framlagið....þvílíkt ábyrgðarleysi í málflutningi. Sjá slóð: Röddin sterkasta framlag Íslands til varnarmála
Við erum friðsæl lítil og herlaus þjóð og getum leyft okkur að tala með djörfum hætti, segir Logi Einarsson alþingismaður um styrkleika Íslands í varnarmálum. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir þörf á meiri sérfræðiþekkingu í málaflokknum.
Eina ástæðan fyrir því að við getum leyft okkur að tala með djörfum hætti er vegna þess að við erum undir pilsfald mesta herveldi heims, BNA, og hernaðarbandalagsins NATÓ. Við erum eins og rakkinn sem geltir hátt á bakvið húsbóndann. Og ekki erum við friðsælli en það að við tókum með óbeinum hætti í loftárásum á Lýbíu, Serbíu og nú með beinum hætti í Úkraínustríðinu. Og við þurfum að lýsa yfir stríði gegn þjóð sem ræðst á NATÓ. Ísland er ekki hlutlaust land og hefur varanlega herstöð á landinu. Það eru hermenn þarna öllum stundum.
En forstöðumaður Alþjóðastofnunnar, Pia Hansson sýnir meiri skilning. Hún talar um að þótt Ísland hafi ekki her, þurfum við þekkingu á málaflokknum, innlenda þekkingu. "Það að við höfum ekki her til dæmis þýðir að við þurfum enn þá betri greiningargetu, enn þá betri þekkingu á því hvað er að gerast í heiminum til þess að geta ákvarðað hvað við viljum gera," sagði Pia.
En hvað segir "varnarmálaráðherra" Íslands? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði varnarmál tengjast inn í nánast alla umræðu um utanríkismál eftir innrás Rússa í Úkraínu....Framlag Íslands til varnarmála snúist ekki bara um hvað sé rétt fyrir Ísland heldur framlag landsins fyrir svæðið í heild. Þetta er rétt en er dæmigert tal stjórnmálamannsins. Talar óljóst en gerir ekki neitt. Ætlar hún t.d. að endurreisa Varnarmálastofnun Íslands? Nei. Enn er treyst á mat hershöfðingja í Pentagon, sem eru ekki endilega að pæla í fjölþátta ógnunum sem steðja að Íslandi né hafa þekkingu á landinu.
Að lokum um hátíðarfund um NATÓ. Björn Bjarnason víkur að ræðu Þórdísar, er sammála henni, en hún segir m.a.: "Við Íslendingar erum ekki bara áhorfendur að tilraunum Rússa til að valda tjóni. Margvísleg ógn getur steðjað að okkar samfélagi; bæði beint og óbeint. Við vitum til að mynda að Rússar hafa kortlagt sæstrengi og aðra mikilvæga innviði.
Þá er hin hernaðarlega mikilvæga staðsetning Íslands, sem gerði Ísland að hugsanlegu takmarki fyrir Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni, jafnvel enn mikilvægari nú ef til alvarlegri togstreitu eða átaka kemur milli Vesturlanda og Rússlands.
Þetta þýðir vitaskuld að það er algjör fjarstæða sem stundum heyrist, að aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu geri okkur að líklegra hugsanlegu skotmarki en ella. Ég reyni almennt að spara stóru orðin; en þessi staðhæfing er að mínu mati hreinræktuð della - Ísland án fælingarmáttar aðildar að Atlantshafsbandalaginu, með sama landfræðilega mikilvægi - væri augljóslega gríðarlega verðmætt herfang fyrir Rússa ef til raunverulegra átaka kæmi." Hátíðarfundur um NATO
Hvernig getur ráðherra fullyrt fyrirfram að Ísland verði ekki skotmark í næstu stórstyrjöld? Í NATÓ eða utan þess? Veit hún eitthvað sem við hin vitum ekki? Það er örugg ef NATÓ lentir í stríði, þá tökum við þátt í því. Spurningin er, verður Ísland meðal fyrstu skotmarka í þriðju heimsstyrjöldinni eða dregst landið síðar inn í átökin?
Landið er jafn hernaðarlega mikilvægt fyrir Rússa, hvort sem við erum í NATÓ eða ekki. Reynslan úr seinni heimsstyrjöld kennir okkur það að það var kapphlaup um að hernema landið sem þá var hlutlaust. Tilviljun að Bretar voru á undan Þjóðverjum að hernema það (sbr. Íkarus áætlunina).
Nú er Ísland hluti af GIUK hliðinu og það þýðir að Rússar verða að brjótast í gegnum hliðið sem er Ísland. Það þýðir að sérsveitir verða sendar til landsins til að eyðileggja innviði.
Keflavíkurflugvöllur er fyrsta skotmarkið, svo ratsjárstöðvarnar fjórar og virkjanir á hálendinu. Þess vegna er svo mikilvægt að hér sé varanlega íslenskar sérsveitir sem gætu varið innviðina öllum stundum. Munum hvernig Þjóðverjar sigruðu Dani, þeir sendu inn sérsveitir á undan meginn hernum og hertóku m.a. Kastrup flugvöllinn.
Rússar, ef þeir gera innrás, sem er eiginlega fáranleg hugmynd, munu gera eins og þeir gerðu er þeir tóku Krím skagann, senda inn flugumenn á undan.
Það er eiginlega óskiljanlegt að halda að Rússar muni ráðast á Vestur-Evrópu, á móti bandalagi 32 þjóða. Það er nánast sjálfsmorð og er vísir að heimsstyrjöld eða kjarnorkustyrjöld. Því má halda fram að hér er verið að æsa menn upp í að vígvæða sig, m.o. áróður.
Bloggar | 15.5.2024 | 08:35 (breytt kl. 08:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins og þeir vita sem lesa þetta blogg, er bloggritari enginn aðdáandi RÚV. Svo að það sé haldið til haga. Svo var ekki alltaf og fyrir 2000 var RÚV ágætis stofnun sem sinnti sinni skyldu af kostgæfni. En síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina fyrir þessari ríkisstofnun sem felur sig undir viðskeytisins ohf.
En RÚV er orðið að tilbera og nátttrölli. Það er ekki lengur nauðsynlegt að ríkið sé að vafsast í fjölmiðlarekstri, allra síst í rekstri fréttastofu. Tímarnir breytast en RÚV ekki með. Í ljósi internetsins og allt frjálsræðis þar, er fjölmiðillinn tímaskekkja. Einkareknu fjölmiðlarnir hafa margoft sannað að þeir hafa vandari innlenda dagskrá. Samkepnin er skökk, risinn á auglýsingamarkaðinum er RÚV sem með nauðungasköttum tekst að komast í 10 milljarða rekstur árlega.
Nú rekja hneyklismálin hvert á fætur öðru hjá ríkisstofnunni. Samherjamálið var umdeilt og nú er það Kveiksmálið. Talandi um bullandi hlutdrægni RÚV í Eurovision og gat ekki einu sinni staðið með sigurvegarann sem vann keppnina á Íslandi.
Umdeildur er fréttaflutningur fréttastofunnar sem hefur greinilega aðra sýn en margur borgarinn. Áróðurinn skín í gegn í hverjum einasta fréttatíma og fréttastofan hefur ákveðna sýn, það er engin spurning. Það sést bara á hvaða frétt er valin og hvar hún birtist í fréttatímanum. Oft eru minniháttar fréttir látnar birtast sem fyrsta frétt, sem hæfir málstað RÚV, en fréttir sem varða allan almannahag látnar birtast aftar eða ekki.
Ríkið á ekki að móta almenningsálitið en gerir það með rekstri fréttastofu. Þetta er ekki eðlilegt á upplýsingaöld og í lýðræðisríki. En hvað gerir ráðherrann sem sinnir málefnum RÚVs?
Lilja Alfreðsdóttir gerir ekkert í að breyta stöðunni en verkin tala sínu máli. Það er ýmislegt sem hún getur gert. Hún getur bannað auglýsingar á RÚV. Það væri fyrsta skrefið. Það er ekki eðlilegt að stofnunin hafi yfir að ráða 10 milljarða árlega en til samanburðar fær Vegagerðin 29 milljarðar króna í ýmsar vegaframkvæmdir og viðhald á árinu 2024 en þyrfti að fá miklu meira til að sinna nauðsynlegu viðhaldi. En er nokkuð hægt að ætlast til af Framsóknarmanni að hann taki afstöðu? Þegar stefna flokksins er miðjumoð og aðgerðaleysi sem þeir kalla miðjustefnu.
Eina sem óánægður borgari eins og bloggari getur gert, er að mótmæla. Hann getur ekki neitað að borga, því að ríkið sér til þess að það er enginn valkostur. Á meða fara 20 þúsund krónur úr veski bloggara árlega og úr veskjum fjölskyldu hans í vasa illa rekis ríkisútvarps. Ríkisfjölmiðill, nei takk!
Bloggar | 14.5.2024 | 09:08 (breytt kl. 14:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvæmt hernaðar sérfræðingum er framtíðin ekki björt fyrir stríðsþreytta Úkraínu. Þar er skortur á hermönnum og skotfærum, auk efasemda um framhald vestrænnar aðstoðar. Úkraínskar hersveitir standa einnig frammi fyrir rússneskum óvini sem hefur nýlega gripið frumkvæðið á vígvellinum.
Tveimur árum eftir að Rússar réðust inn af fullum krafti, hafa þeir náð nærri fjórðungi landsins undir sig,. Eftir fjölda sigra á fyrsta ári stríðsins hefur gæfa snúist við fyrir úkraínska herinn, sem er grafinn í skotgrafir, ofurliðin borinn gegn öflugri andstæðingi.
En sérfræðingarnir tala ekkert um getu Úkraínumanna sjálfa til að heyja stríð og viljan til sigurs. Þeir hafa minni mannafla úr að spila og hernaðarstuðningur Bandaríkjamanna, sem er ríflegur, dugar bara í ákveðinn tíma. Svo eru X þættirnir.
Annar af tveim, er vilji Bandaríkjamanna til að heyja áfram staðgengilsstríði. Það er þegar komin fram andstaða gegn fjáraustrið sem fer í stríðið, sérstaklega innan raða repúblikana. Svo er það Donald Trump sem mun stöðva stríðið af hálfu Bandaríkjamanna á fyrsta degi í embætti ef hann verður forseti. Þannig að við erum að sjá fram á stríð fram til janúar 2024 hið minnsta.
Hinn X þátturinn er Rússar. Ef litið er á söguna og stöðu Rússlands í dag, er næsta ólíklegt að Pútín gefi þumlung eftir. Rússar eru vanir að heyja langvinn stríð og blóðug, ólíkt Bandaríkjamönnum. Þeir eru tilbúnir í fórnir. Hagsmunir þeirra eru meiri. Þeir "mega" ekki tapa, því að þá er veldi þeirra innan ríkja fyrrum Sovétríkjanna á enda. Hverjir eru valkostir þeirra? Gefast upp og leyfa Úkraínumönnum að fá unnin svæði aftur og ganga í NATÓ? Frá sjónarhorni Rússa er það ómögulegt.
Það getur vel verið að vopnabúnaður þeirra endist bara næstu tvö árin, sem er ansi skrýtið mat, því að 20% af efnahag þeirra fer í stríðsgagna framleiðslu, þá er það spurningin um sigurviljan.
En bloggari hefur spáð að stríðið haldi áfram að vera í pattstöðu og á endanum sitjast menn niður við samningsborðið og semja. Á bakvið tjöldin er verið að reyna að semja og hvað veit maður hvað er að gerast. En það er öruggt að ef Trump vinnur 5. nóvember á þessu ári, setjast menn niður og fara að semja af fullri alvöru.
Bloggar | 13.5.2024 | 09:49 (breytt kl. 10:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er eiginlega óskiljanlegt og ekkert svar við þessu. Kannski eru þeir orðnir svo vanir að vera undir stjórn hennar, í stað tækni búríkratann Bjarna Benedikssonar, að þeir vilja framhald á "gleðinni" en flokkur hennar virðist stefna í að þurrkast út í næstu Alþingiskosningum. Þeir fá þá hana a.m.k. áfram í landsstjórn.
Katrín er samnefnari fyrir allt sem er gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins. Kannski er þetta lýsandi dæmi hvernig komið er fyrir Sjálfstæðismönnum og stefnu þeirra. Þeir eru komnir niður í hugmyndafræðilegt dý og komast ekki upp úr því.
Og hvað er það sem Katrín hefur gert sem hefur kætt Sjálfstæðismenn að vilja áframhaldandi píslagöngu?
Sjálfstæðismenn hafa ekki staðið fast á einu einasta prinsip mál undir "forystu" silfurskeiðhafans. Förum í málin sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir, beint eða óbeint undir stjórn Katrínu.
Opin landamæri sem eru svo galopin, að sama hlutfall hælisleitenda leitar hingað og til Bandaríkjanna. Þar í landið er allt "brjálað" vegna þess og ástæða þess að Biden mun hrökklast frá völdum. Hælisleitendur kosta Bandaríkin 150 milljarða dollara árlega og þeim finnst nóg um. Hvað gerðu Sjálfstæðismenn? Ekkert. Hefðu getað sett fótinn í dyragættina og sagt, hingað og ekki lengra.
Handónýtt útlendingalög frá 2016 eða var það 2017? Skiptir engu máli, lögin jafn léleg. Þá varaði Miðflokkurinn við þessu lagabálki og fékk holdskeflu af andstöðu, líka innan Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn stóð að þessum lögum. Þýðir ekki að segja að þeir hafi verið í samsteypustjórn og verið bundnir, alltaf hægt að leysa hana upp.
Hér eru afreksverkin undir forystu Katrínar sem Sjálfstæðismenn eru svo ánægðir með: Skattar í hæstu hæðum (á einstaklinga og fyrirtæki), stýrisvextir í hæstu hæðum, verðbólga í hæðstu hæðum, matvælaverð í hæðstu hæðum, orkuverð í hæstu hæðum (og orkuskortur), húsnæðisverð í hæðstu hæðum (og húsnæðisskortur),grænir skattar á skipainnflutning sem hækkar vöruverðið, bókun 35 sem skerðir frelsi Íslands, haturorða löggjöf sem er gagnstæð málfrelsinu, leyfi fyrir fóstureyðingu fram í fæðingu og margt annað sem kemur ekki upp í hugann í augnablikinu.
Sjálfstæðismenn vilja Katrínu sem barist hefur gegn NATÓ, eitt helsta stefnumál Sjálfstæðismanna. Hún var á móti málskotsréttinum í ICESAVE. Treysta Sjálfstæðismenn hana virkilega þegar hún kemst á forsetastólinn? Að hún fari allt í einu að styðja mál hugleikin þeim?
Þetta minnir á hundinn sem sleikir hönd húsbóndans eftir barsmíðar, hann er ánægður með að húsbóndinn er orðinn glaður aftur og hættur að berja.
Hér önnur grein sem skrifuð var um sama forsetaframbjóðanda:
Sjálfstæðismenn: Verði ykkur að góðu og fyrirfram sagt: Guð blessi Ísland!
P.S. Af hverju kjósa Sjálfstæðismenn ekki hinn eina og sanna Sjálfstæðismann, Arnar Þór Jónsson? Af því að hann var óþekkur og fylgir ekki ósjálfstæðisstefnu flokksforystu Sjálfstæðisflokksins? Barnið sem benti á að keisarinn er nakinn er refsað, það er málið.
Bloggar | 11.5.2024 | 11:43 (breytt kl. 11:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er nú þannig að enginn á að vera hafinn yfir lögin. Reglulega birtist í fréttum að forsætisráðherra, forseti og aðrir stjórnmálaleiðtogar séu dregnir fyrir dóma.
Í Bandaríkjunum, Brasilíu, Ítalíu og Ísrael svo einhver lönd séu nefnd eru menn gerðir ábyrgir. Ekki svo á Íslandi en það varð allt vitlaust er forsætisráðherra var gerður ábyrgður fyrir efnahagshrunið 2008, Landsdómur var settur í málið en burtséð frá niðurstöðu, varð sakborningurinn sár og reiður (hann fékk sanngjörn réttarhöld), eins og það sé ekki hægt að rétta eða dæma menn fyrir afbrot í starfi.
Erfiðara hefur reynst að hafa hönd í hári þingmanna landa, þeir eru í flestum ríkjum friðhelgir. En það er hægt að svipta þá friðhelgi ef afbrotið er mikið. Þingmaður má t.d. ekki myrða fólk óáreittur. Í 49. grein stjórnarskránnar segir: "Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp." Þannig að það getur verið pólitískt erfitt að sækja þingmann til saka ef meirihlutinn styður hann.
En hvað með dómara? Í 61. grein segir: "Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi...."
Með öðrum orðum, jafningjar og samherjar, bæði á Alþingi og í dómskerfinu, skera úr um hvort menn hafi brotið af sér. Þetta kallast að að dæma í eigin sök.
Mjög erfitt er fyrir menn að leita réttar síns ef dómstóll reynist óvilhallur, ef ekki beinlínis fjandsamlegur. Þeir þurfa að sitja af sér réttarhöld og þegar sektardómur kemur, að vonast að dómarar á næsta dómsstigi verði vilhallir sem er ekki tryggt því að stétt dómara er fámenn og allir þekkja alla.
Aðeins einn fyrrum hæstaréttadómari hefur þorað að ræða galla og vankvæði sem eru á dómstólum landsins, og sérstaklega Hæstaréttar Íslands. Þar haga dómarar eins og þeir séu innvígðir frímúrarar, eru þögnin uppmáluð. Sama á við um saksóknara og dómara, þeir geta líka verið spilltir.
Sem betur fer eru íslenskir dómarar heiðarlegir upp til hópa og dæma vel. En hér er verið að spyrja: Hverjir eru varnaglarnir ef dómari reynist gerspilltur? Þar sem tveir menn koma saman, er hætta á spillingu.
Bloggar | 10.5.2024 | 14:33 (breytt kl. 15:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er athyglisvert að lítið eða ekkert er rætt um afmæli íslenska lýðveldisins sem er í ár. Lýðveldishátíð var haldin á Þingvöllum 17. júní 1944 í tilefni af stofnun íslensk lýðveldis á Íslandi og er það því orðið 80 ára gamalt.
Á þingfundinum lýsti Gísli Sveinsson forseti sameinaðs Alþingis yfir gildistöku nýrrar stjórnarskrár þar sem Ísland var lýst lýðveldi. Á fundinum kusu alþingismenn einnig fyrsta forseta Íslands og var Sveinn Björnsson ríkisstjóri kjörinn í embættið til eins árs segir íslenska Wikipedía.
Á ýmsu hefur gengið á síðan lýðveldið fæddist. Yfirleitt til góðs en líka til ills en staða Íslands í umheiminum hefur breyst gífurlega.
Samskipti Íslands við umheiminn
Fyrsta meiriháttar breytingin varð þegar Ísland gekk í NATÓ og hlutleysi hins unga lýðveldis varð þar með úr sögunni. Önnur var þegar íslensk stjórnvöld leyfðu hersetu (ekki hertöku) erlends ríkis á landinu sem stóð í áratugi. Staða hins unga lýðveldis var ekki sterkari en það.
En Ísland var meðal fyrstu ríkjum sem gengu í Sameinuðu þjóðirnar sem reyndist vera til góðs er við heygðum þorska stríðin. En annars hafa þessi alþjóðasamtök komið lítið við sögu Íslands nema alþjóðasamningar sem hafa verið innleiddir en bein samskipti ekki eitthvað sem skipir máli.
Ísland hefur verið tvístígandi gagnvart Evrópu en ákvað á endanum að vera með annan fótinn þar. Það var gert með inngöngu í EFTA og EES-samningsins. EFTA inngangan reyndist heillaskref en EES samningurinn sífellt meir íþyngjandi og spurning hvort að fullveldið sé í hættu. Vafamál var hvort samningurinn stæðist íslensku stjórnarskránna og er enn.
Útfærsla fullveldisins innan landhelgi
Það vill gleymast að sjálfstæðisbaráttan lauk ekki 17. júní 1944. Enn áttu Íslendingar eftir að berjast fyrir hafinu í kringum Ísland sem við köllum landhelgi. 1944 var þriggja mílna landhelgi umhverfis landið sem Íslendingar voru ósáttir við en Danir sömu illa fyrir hönd Íslands 1901.
Fyrsta útfærslan var 1952 við harða mótstöðu Breta, síðan kom 12 mílna útfærslan árið 1958, útfærsla í 50 sjómílur 1972 og loks 200 sjómílur 1976 en hér er verið að tala um efnahagslögsögu. Ekki má blanda henni saman við landhelgi. Hún er það hafsvæði undan strönd ríkis þar sem ríkið hefur fullveldisyfirráð líkt og á landi. Reglur voru settar fram í Hafréttarsáttmála S.þ. og þar er ríkjum heimilað að taka sér allt að 12 sjómílna landhelgi út frá svonefndri grunnlínu.
Er hægt að segja að sjálfstæðisbaráttu Íslendinga hafi lokið 1976? Nei, því miður. Það þarf stöðugt vera að verja lýðræðið, málfrelsið og mannréttindi. Alltaf eru til óvitar sem sem lifa í núinu og skilja ekki hvað þeir hafa í höndunum. Þeir er ávallt tilbúnir að afhenda stykki fyrir stykki hluta af fullveldi landsins. Það gildir ekki bara sem valda afsal til ESB, heldur líka til S.þ. en alþjóða samningar geta verið mjög bindandi.
Ókláruð fullveldismál
Eins og rakið hefur verið hér, var lýðveldisstofnunin gerði í flýti. Stjórnarskráin er nánast eins og sú þegar Ísland var sjálfstætt konungsríki frá 1918 til 1944. Hún hefur því ekki staðist tímans tönn að sumu leiti en að öðrum nokkuð vel.
Og Íslendingar hafa aldrei og gera ekki enn, skilið þrískiptingu valdsins. Enn er framkvæmdarvaldið inn á gafli löggjafarvaldsins og ræður í raun öllu. Engum finnst þetta óeðlilegt. Dæmi um þetta var að ESB þurfti að skikka Ísland til að hætta að láta sýslumenn vera bæði lögreglumenn og dómarar.
Lokaorð
Það þarf marga þætti til að ríki geti kallast fullvalda ríki. Það þarf að vera viðurkennt í alþjóðasamfélaginu og vera þátttakandi. Það þarf að geta tryggt öryggi borgara þess, innanlands og gagnvart umheiminum. Það þarf að hafa löggjafarvaldið í sínum höndum en ekki í höndum yfirþjóðlegs valds.
Og svo er það spurningin, til hvers að vera með sjálfstætt ríki á Íslandi? Þegar ekki er hugað að rótunum, að menningunni, sögunni og tungumálinu? Er það öryggt að hér verði íslensk menning og íslenska töluð eftir tuttugu ár? Miðað við hraða samfélagsþróun síðastliðna ára, eru komnar efasemdir um slíkt. Munum, að mestu herveldi og stórþjóðir hafa komið og farið í gegnum aldirnar, hvað þá smáríkin. Ísland getur farið sömu leið og Havaí (Hawaii) og horfið sem ríki.
Guð blessi Ísland.
Bloggar | 8.5.2024 | 12:34 (breytt kl. 17:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margir gera sér ekki grein fyrir breytingunum sem hafa fylgt þátttöku allra Norðurlanda í NATÓ. Öflugustu herveldin, Svíþjóð og Finnland stóðu utan NATÓ þar til á þessu ári. Það að Noregur og Danmörk hafi verið í hernaðarbandalaginu en hin yfirlýst hlutlaus ríki, hefur komið í veg fyrir nauðsynlega samvinnu ríkjanna í vörnum Norður-Evrópu.
Þessi samvinna er nauðsynleg en það að ríkin tilheyri nú öll NATÓ, hefur hagræði í för með sér. Nú geta danska herþotur æft í Svíþjóð og öfugt og þvert og kruss öll Norðurlönd. Þar á meðal Ísland. Nú skapast hagræði af að kaupa sameiginlega inn vopn, samstilla vopnabúnað og þjálfa herliðin saman.
Allar þjóðir á Norðurlöndum, nema Ísland, eru að tryggja varnir sínar. Aukin fjárlög til hermála, herskylda og stækkun herja er efst á dagskrá hjá þeim öllum...nema Íslandi. Það verður fróðlegt að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með málaflokk varnarmála, geri nokkuð fremar en fyrri daginn í að efla varnir landsins. Skilningur ráðherra Sjálfstæðisflokksins á varnar- og öryggismálum er ekki meira en það, að ætlunin var að selja einu eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar. Ekki einu sinni er lögreglunni sinnt, en minna en lágmarks mannskapur er notaður til gæta öryggi borgaranna.
Á meðan er til peningar í alls kyns gæluverkefni, þannig að ekki er hægt að segja ekki sé til fjármagn, heldur skortir forgang. Sömu sögu er að segja af heilbrigðiskerfinu, samgöngukerfinu, velferðarkerfinu, alls staðar vantar pening en samt eru til peningar, þeir fara bara annað.
Bloggar | 7.5.2024 | 19:23 (breytt kl. 20:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggari gerði heiðalega tilraun til að fylgjast með kappræðunum í gærkvöldi. Er hann settist niður, var rætt um innflytjendamál og virðist spyrill RÚV kappsmál að frambjóðendurnir tali fallega um innflytjendur og hælisleitendur. Bloggari klóraði sig í kollinum, enda ekki á könnu forseta að ráða til um útlendingamál.
En forsetinn er forseti íslenskra ríkisborgara, hvort sem þeir eru af erlendum uppruna eða íslenskum. Það er það sem skiptir máli. M.ö.o. hann er fulltrúi kjósenda sinna. En honum er guðs velkomið að hvetja til samstöðu og einingu innan þjóðfélagsins.
Svo var farið að spyrja um einskins verða hluti eins og hvaða hljómsveit er í uppáhaldi hjá þér...og áhuginn hvarf eins og dögg fyrir sólu.
Tók eftir að alþýðumennirnir tveir, man ekki nöfn þeirra, voru hreinskiptir og sögðu það sem þeim fannst sem var aðdáunarvert.
Bloggari er á því að forsetinn verði að hafa þekkingu á stjórnkerfinu, því að hann er fulltrúi þjóðarinnar gagnvart því. Það eru því aðeins þrír til fjórir einstaklingar sem koma til greina í hans huga. Það er Arnar Þór Jónsson, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson en Halla Tómasdóttir bauð af sér góðan þokka. Veit því miður ekki hver þekking hennar er.
Ef útilokunaraðferðin er notuð, þá eru það aðeins tveir sem virkilega koma til greina. Arnar Þór og Baldur. Báðir þekkja stjórnkerfið eins og lófann á sér, vita hvernig það virkar, eru báðir skelleggir en um leið virðulegir (Halla T. reyndar líka) en Katrín er því miður ennþá í miðri synd. Hún hefði átt að bíða eins og Ólafur Ragnar, láta tímann hreinsa stjórnmálasyndir sínar, og bjóða sig svo fram. Hún ber ábyrgð á öllu því sem gert hefur verið síðastliðin sjö ár, ætlar svo að vippa sig yfir borðið og taka við lögum sem hún hefur sjálf staðið að gerð!!! Er enginn sem sér fáranleikann í stöðu hennar?
Svo er frambjóðandinn sem nýtur mesta fylgi, Halla Hrund, sem er með réttu umbúðirnar, en Týr í Viðskiptablaðinu er ekki par hrifinn af henni. Hann líkir tali frambjóðandans við einfeldninginn Chance úr kvikmyndinni Being There. "Það eru vissulega tíðindi að eftirspurn eftir fulltrúum hans sé jafn mikil og raun ber vitni á Íslandi". Tek það fram að bloggari er ekki Týr (!) en hann notaði þessa sömu samlíkingu um Joe Biden. Sjá slóð: Fram í sviðsljósið
Bloggari finnst svolítið erfitt að ræða um einstaklinga með nafni, það virkar eins og að fara í manninn, ekki boltann. En svona eru forsetakosningar. Einstaklingar bjóða sig fram, ekki flokkar. Þeir standa og falla með eigin persónuleika, sögu og bakgrunn. Þeir verða að þola gagnrýni sem forsetaframbjóðendur en fá vonandi ekki skítkast um leið.
Enn og aftur, forsetinn þarf að vera fulltrúi þjóðarinnar gagnvart stjórnkerfinu og umheiminum um leið. Hann þarf því að vera röggsamur, virðulegur, vel máli farinn og kunna að leysa alla stjórnmálahnúta. Við eigum ekki skilið að fá aðgerðalaust "sameiningartákn" sem situr á Bessastöðum í vellistingum.
En svo eru stóru málin, hvernig bregðst frambjóðandinn við er hann er orðinn forseti, við lögum eins og bókun 35? Eða hvert er afstaðan gagnvart aðildarumsókn að ESB? Seinast var þjóðin ekkert spurð....
Bloggar | 4.5.2024 | 11:00 (breytt kl. 11:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020