Bloggfærslur mánaðarins, maí 2024
Eins og flestir vita sem fylgjast með þessu bloggi, er bloggritari mjög áhugasamur um bandaríska pólitík. Hann hefur fylgst með bandarískri pólitík í áratugi. En aldrei áður, hefur bandarísk pólitík verið eins spennandi og síðastliðinn áratug. Ástæðan er einföld, kaupsýslumaðurinn Donald Trump steig inn á stjórnmálapallinn 2015 og breytti bandarískri stjórnmálasögu þannig, að forsetaferill hans fer inn í sögubækurnar.
Það að ein persóna, getur fengið svo sterk viðbrögð, að fólk annað hvort hatar hann eða elskar, er einstakt fyrirbrigði og fáum stjórnmálamönnum tekst að ná. Flestir eru litlausir og vekja engar tilfinningar meðal kjósenda. Það eru nokkir forsetar sem skera sig úr og ná að vera sögulegar persónur, má þar nefna Andrew Jackson, Abraham Lincoln, Teddy Roosevelt, John F. Kennedy, Richard Nixon og Donald Trump. Flestir þessir einstaklingar voru umdeildir er þeir voru við völd en sagan hefur farið mýkri höndum um þá en samtíðin.
Trump slær jafnvel Andrew Jackson við þegar kemur að komast af í pólitísku moldviðri. Aldrei hafa pólitískir andstæðingar forseta verið eins hræddir og reiðir og demókratar sem hafa hamast á Trump eins og hann væri óvinur nr. eitt Bandaríkjanna.
Richard Nixon og Ronald Reagan voru hataðir en ekki eins og Trump. En hann sker sig úr að því leytinu til að hann virðist lifa allt af. Vera pólitískt kameljón. Tvær embættisafglapa ákærur voru settar til höfuð hans, og í stað þess að segja af sér eins og Nixon, barðist hann og vann. Allan forsetaferill sinn þurfti hann að sæta rannsóknir sérstaks saksóknara og vera sakaður um að vera í vasa Rússa. Það var eins og skvetta vatn á gæs að reyna að taka hann niður.
En svo tapaði hann forsetakosningunum 2020. Þá létu andstæðingar hans fyrst af pólitískum ofsóknum. En um leið og hann tilkynnti framboð sitt til forseta 2024, ákváðu demókratar að beita dómskerfið (notuðu stjórnkerfið og varðhunda þess: CIA og FBI í forsetatíð hans til að herja á hann) til að taka hann niður. Nokkuð sem gerist bara í bananaríki, ekki helsta lýðræðisríki heims.
Í þessum töluðum orðum á hann yfir sig hættu á þremur réttarhöld en fyrstu eru við að ljúka. Allir stjórnmálamenn sem lenda í slíkum málaferlum, myndu missa móðinn og hrökklast úr embætti. En ekki Trump, hann virðist eflast við hvern mótbyr sem hann fær á sig. Nú í miðjum réttarhöldum (niðurstaða í næstu viku), hafa vinsældir hans í skoðanakönnunum aldrei verið eins miklar, jafnvel ekki 2016.
Og þar sem hann hefur verið bundinn við réttarhöldin í New York, hefur hann notað tækifærið og haldið "rally" eða kosningafundi í borginni. Hann setti nánast met þegar yfir 100 þúsund manns mættu á fund hans í New Jersey. Og í gærkvöldi, hélt hann fund í garði í Bronx, sem hefur verið höfuðvígi demókrata í meir en öld, en síðast sem repúblikani vann kosningu þar, var 1924, fyrir einni öld. Trump var ekki viss um viðbrögð Bronx búa, sem er hverfi minnihlutahópa sem styðja demókrata, en fundurinn var glimmrandi vel heppnaður. Fólkið var bara fegið að einhver skyldi vilja koma og tala við það. Og það er reitt vegna efnahagsástandsins og afskiptaleysi stjórnvalda.
En það eru ekki pólitísk réttarhöld sem höfðu hafa verið gegn honum sem hafa verið söguleg, heldur það að honum hefur tekist að breyta repúblikanaflokknum úr flokki hvítra og yfirstéttafólks, yfir í fjöldahreyfingu "blue collar people" eða fjöldahreyfingu vinnandi fólks af öllum kynþáttum. Hann hefur reynst vera "hetjan" sem fór til Washington til að ræsa mýrina (drain the swamp kalla þeir þetta) en fólki finnst almennt að stjórnmálaelítan (bæði demókratar og repúblikanar) í borginni ekki vera í tengslum við hinn almenna borgara. En í milljarðamæringinum Trump hefur það fundið sér málsvara og það skýrir vinsældir hans. Nokkuð sem Íslendingar skilja ekki enda mataðir af íslenskum vinstri fjölmiðlum sem copy/paste fréttir úr Vesturheimi frá bandarískum vinstri fjölmiðlum. Þessir fjölmiðlar hafa ekki gleymt að hann þorði að fara í þá (enginn annar hefur reynt það og komist pólitískt af) og kallað þá "fake news". Og þeir töpuðu. Vinsældir og virðing fyrir annars virta fjölmiðla er komið niður í vaskinn.
Svo er bara að sjá hvort að hann verði forseti 5. nóvember 2024. Margt á eftir að gerast þangað til, hugsanlega skipta demókratar út hinn óvinsæla Joe Biden, sem hefur mælst óvinsælasti forseti í sögu skoðanakannana, og setja inn Michelle Obama eða Gavin Newsom. Bara spennandi tímar fyrir samfélagsrýninn.
Bloggar | 24.5.2024 | 09:33 (breytt kl. 18:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er umhugsunarvert að einn færasti fótboltamaður Íslands, fær ekki að keppa með landsliðinu. Albert Guðmundsson situr undir ásakanir um kynferðisbrot, að ætla mætti, við vitum ekki af hverju hann er talinn óhæfur í landsliðið.
Hann er ekki fyrsti fótboltamaðurinn sem lentir í slaufun KSÍ, Aron og Gylfi, bestu knattspyrnumenn Íslands, fyrr og síðar, fengu sömu meðferð. Og fleiri. Aldrei hefur verið upplýst hvað þeir gerðu nákvæmlega af sér, en eftir að götudómstóll KSÍ, hefur dæmt þá úr leik, hafa þeir verið sýknaðir af raunverulegum dómstólum. Albert Guðmundsson ekki valinn í íslenska landsliðið
Það er mjög íþyngjandi að sitja undir ásakanir um afbrot, sérstaklega þegar menn reynast saklausir. KSÍ hefur ekkert dómsvald, og þótt ofangreindir menn séu til rannsóknar, ekki dæmdir, ættu þeir að fá að keppa eftir sem áður. Saklaus uns sekt sannast er máltæki sem lögfræðingar og dómstólar hafa farið eftir í réttarríkinu. Á meðan þurfa Íslendingar að senda lélegt landslið á móti stórþjóðum. Ef til vill hefur þetta kostað okkur sæti á EM í sumar. Hver gefur KSÍ vald til að dæma í einkamálum knattspyrnuiðkenda?
Annað mál er, ef viðkomandi reynist sekur, þá fær hann viðeigandi refsingu af dómstóli. Allar "nornaveiðar", órökstuddar og ósannaðar ásakanir, hafa leitt til mannorðs missir og útskúfun úr samfélaginu. Skemmt er að minnast frægustu nornaveiðar tuttugustu aldar, þegar Joseph MacCarty stundaði kommúnista veiðar um miðbik aldarinnar og margt saklaust fólk lenti í fangelsi eða var útskúfað úr samfélaginu og frá vinnu.
Slík stemmning er í gangi á Vesturlöndum í dag. Líka á Íslandi. Í dag er auðveldara að taka mannorðið af fólki með hjálp samfélagsmiðla. Sá sem lendir í mannorðs kvörn samfélagsmiðla á sér ekki viðreisnar von. Bara það að lenda í umfjöllun fjölmiðla, fer með mannorð viðkomandi. Það eru allir saklausir, nema sekt sannast fyrir dómstólum. Ábyrgð fjölmiðla er mikil með því að birta óstaðfestar ásakanir. Niður með slaufumenninguna!
Umdeild túlkun kemur í veg fyrir val á Alberti
Bloggar | 23.5.2024 | 14:01 (breytt kl. 14:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flaggskip breska flotans á 18. öld, HMS Victory (Hið konunglega skip Sigursæld) er athyglisvert skip, á sér langa og fræga sögu og er enn til.
Myndin sem okkur hefur verið sýnd í kvikmyndum er af slæmum aðbúnaði og óhamingjusömum sjómönnum sem er að einhverju leyti röng og er kannski dregin af kvikmyndunum um uppreisninni um borð HMS Bounty.
En raunveruleikinn var að þessir menn, sem bjuggu í þröngum vistarverum (í hengirúmum við hlið fallbyssa), fengu meira að borða um borð en heldur í landi. Milli 4500-5000 hitaeiningar á dag. Þarna fengu þeir kjöt nokkrum sinnum í viku (sem var sjaldgæfara í landi) og nóg af vatnsblönduðu rommi, þannig að menn voru hífaðir mest allan daginn (og hamingjusamari). Þeir drukku líka nægan bjór (50 tonn um borð) og vín, því að vatnið (357 tonn um borð) var hættulegra að drekka óblandað og því blandað saman við vínið.
Sjóliðarnir fengu saltað kjöt, svína- og nautakjöt aðallega (45 tonn), mörg tonn af baunum, 2 tonn af smjöri (og osti) og 45 tonn af brauði í formi kex og mat sem hægt var að geyma. Heitur matur var sjaldgæfur vegna sjógangs en yfirmennirnir voru á veislufæði, enda stéttskipting um sú sama og í landi. Mennirnir fengu þrjár máltíðir á dag sem var ekki sjálfgefið í landi. Nóg að borða en einhæft fæði.
Flestir komu sjálfviljugir um borð, en fáeinir ekki, sérstaklega á stríðstímum og liðssmalar þurftu að fylla upp í kvóta og þá voru drykkjumenn eða aðrir óheppnir teknir nauðugir um borð. Enn aðrir voru glæpamenn sem gátu valið á milli fangelsisdóms eða vist um borð. Komið var betra fram við þessa menn um borð heldur en í landi, enda verðmætari.
En strangur agi var um borð, sannkallaður heragi. Refsingar voru vægari en í landi. Fyrir minniháttar þjófnað voru menn hýddir en fyrir sama brot í landi, hefði afbrotamaðurinn verið hengdur. Læknisþjónusta var um borð.
350 manns voru á megin þilfarinu en ég held að skipið hafi getað rúmað um 830 manns í þessu 3.500 tonna skipi og það hafi verið 277 fet á lengd. Burðageta 2,146 tonn. Það náði upp að 20 km hraða á klst. Skipið kostaði 50 milljóna punda.
Sex manna áhöfn var á hverja fallbyssu og stöðug þálfun var í gangi eða þrif en þilförin voru skrúppuð reglulega. Það tók bara 90 sekúndur að endurhlaða fallbyssuna eftir skotið hafði verið. Fyrirliðinn var kallaður fallbyssu kafteinn og hann miðaði og skaut úr byssunni, tveir stóðu til hliðar og stilltu hæðina á byssunni með prikum, einn tróð svamppriki eftir skot til að tryggja engin glóð væri eftir í hlaupinu og einn, oftast drengur, hljóp eftir púðrinu en sá sjötti tróð púðrinu og kúlunni í hlaupið. Allt var þaulæft allir með afmarkað hlutverk.
Nokkur byssudekk voru borð. 30 fallbyssur × 2,75 tonn þungar byssur kallaðar Blomefield 32 punda (15 kg) Miðbyssudekk: 28 × 2,5 tonna byssur og 24 punda (11 kg) Efri byssudekk: 30 × 1,7 tonna stuttar fallbyssur og 12 punda byssur (5 kg) á kvartdekki: 12 × 1.7 tonna stuttar 12 punda (5 kg) fallbyssur; á forkastala: 2 × miðlungs 12 punda (5 kg), 2 × 68 punda 31 kg) fallbyssur.
En um skipið er það að segja að HMS Victory (Sigursæld) er flokkað sem 104-byssu fyrstu gráðu skip á línu (röðun í sjóorrustu en skipunum var raðað í beina línu til að nýta skotkraft fallbyssa á annarri hlið) hjá hinum konunglega flota. Skipið var pantað árið 1758, byrjað á því 1759 og hleypt af stokkunum árið 1765. Hún er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem flaggskip Nelson lávarðar í orrustunni við Trafalgar þann 21 október 1805. Það var einnig flaggskip Keppel í sjóorrustuinni í Ushant, flaggskip Howe í sjóorrustunni við Spartel höfða og flaggskip Jervis í sjóorrustunni við St Vincent höfða.
Skipið tók þátt í eftirfarandi orrustum:
Sjóorrustan við Ushant (1778)
Seinni sjóorrustan við Ushant (1781)
Sjóorrustan við Spartel höfða (1782)
Sjóorrustan við St Vincent höfða (1797)
Sjóorrustan við Trafalgar (1805).
Ship of the line: barist í línulegri röð en ef brotist var inn í línu óvinarins, gat eitt skip eyðilagt tvö eða fleiri skip, því að ekkert stöðvaði byssukúluna frá því að fara í gegnum skipin endilangt.
Eftir 1824, var skipið sett í hlutverk hafnarskips. Árið 1922 var það flutt í þurrkví í Portsmouth, Englandi og varðveitt sem safnskip. Hún hefur verið flaggskip First Sea Lord frá því í október 2012 og er elsta flotaskip heimsins sem er enn í notkun. Þessum góða lífsdaga má þakka að skipið er smíðað úr eik eða um 90% (sex þúsund tré fóru í smíðina) og því hefur alla tíð verið vel við haldið.
Fyrir þá sem vilja skoða skipið er þeir fara til Englands, er vefslóðin eftirfarandi: National Museum of the Royal Navy Portsmouth
Bloggar | 23.5.2024 | 08:11 (breytt kl. 08:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru réttarhöldin yfir Trump á enda. Málið er hið dularfyllsta og lagarefir sem blokkritari hefur séð viðtöl við, skilja ekki hvað ákært hefur verið fyrir. Einn frægasti þeirra, demókratinn og lagaprófessorinn Alan Dershowitz, segist hafa mætt einn dag og upplifað sirkus. Nokkuð öruggt ef dómarinn fær sektar niðurstöðu frá kviðdómnum, að Trump verði dæmdur sekur, málið áfrýjað og niðurstaða kemur löngu eftir kosningar. En hér er spurningin hvað er það sem Trump ætlar að gera ef hann vinnur kosningarnar?
Það nokkuð ljóst hvað hann ætlar að gera en kannski ekki í smáatriðum. Við vitum að hann ætlar að loka landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó, að mestu, og taka upp fyrri stefnu að reisa landamæra múra og reka ólöglega innflytjendur í milljóna vís úr landi. Time segir 11 milljónir, aðrir 20 milljónir.
Við vitum að hann ætlar að minnka reglugerða hítið, lækka skatta og gera Bandaríkin aftur að orkuútflytjanda. Græn stefna Bidens verður aflögð. Tollar verða lagðir á innfluttar vörur, mest á kínverskar.
Trump verður harður við NATÓ-ríkin og mun krefjast 2% af vergri landsframleiðslu ríkjanna renni í varnarmál, væntanlega verður Ísland ekki undanskilið. Hvað gerir utanríkisráðherra þá?
Hann er núna með reynsluna og mun væntanlega ekki gera sömu mistök í vali aðstoðarmanna sinna eða hvernig hann rekur pólitík sína.
Aðgerðaáæltun Trumps samkvæmt Time
Hér kemur nokkuð fræg grein um hvað Trump ætlar að gera í Time, en nóta bene, greinin er mjög fjandsamleg Trump, en eitthvað gott er samt að finna í henni eftir sem áður.
How far would Trump go? Grípum niður í greinina:
"Það sem kom fram í tveimur viðtölum við Trump, og samtölum við meira en tug af nánustu ráðgjöfum hans og trúnaðarvinum, voru útlínur heimsveldisforseta sem myndi endurmóta Bandaríkin og hlutverk þeirra í heiminum.
Til að framkvæma brottvísunaraðgerð sem ætlað er að fjarlægja meira en 11 milljónir manna úr landinu, sagði Trump mér, að hann væri tilbúinn að byggja fangabúðir fyrir farandfólk og senda bandaríska herinn, bæði við landamærin og innanlands.
Hann myndi leyfa rauðum ríkjum að fylgjast með þungunum kvenna og lögsækja þær sem brjóta fóstureyðingarbann. Hann myndi, að eigin geðþótta, halda eftir fjármunum sem þingið hefur ráðstafað, að sögn helstu ráðgjafa. Hann væri tilbúinn að reka bandarískan lögfræðing sem framkvæmir ekki skipun sína um að lögsækja einhvern, og brýtur hefð um sjálfstæða löggæslu sem er frá stofnun Bandaríkjanna.
Hann mun finna afsökun fyrir að náða alla stuðningsmenn sína sem sakaðir eru um að ráðast á höfuðborg Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, meira en 800 þeirra hafa játað sök eða verið dæmdir af kviðdómi. Hann myndi ekki komið til hjálpar bandamanni sem ráðist var á í Evrópu eða Asíu ef hann teldi að landið væri ekki að borga nóg fyrir eigin varnir. Hann myndi svelta bandaríska embættismenn [hvað svo sem það þýðir], senda þjóðvarðliðið til bandarískra borga eins og honum sýnist [til að koma skikki á glæpafaraldurinn sem þar er í gangi], loka skrifstofu Hvíta hússins fyrir heimsfaraldursviðbúnaði og manna stjórn sína með liðsmönnum sem styðja ranga fullyrðingu hans um að kosningunum 2020 hafi verið stolið."
Ekki hljómar þetta vel. En greinahöfundur túlkar allt á sem neikvæðasta hátt. En nokkuð ljóst er að hann mun reka milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi, hvort hann nái meti Obama er óljóst. Kosningamálið sem demókratar gera út á er fóstureyðingamálin og greinarhöfundur segir að Trump muni berjast hart gegn. Hann hefur þó lýst yfir að hann ætli ekki að skipta sér af þessum málaflokki, heldur láta ríkin ráða sjálf, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Trump hefur engan áhuga á "mjúkum" málum.
Það að hann muni ekki koma NATÓ ríki til aðstoðar ef á það er ráðist ef það nær ekki 2% markinu, er beinlínis rugl. Allir vita að þarna er hann að kúga ríkin til að eyða meira í varnarmál en Bandaríkin eru bundin í báða skóa að koma til varnar ef á NATÓ verður ráðist. Þeir beinlínis komast ekki hjá því, enda með herstöðvar í flestum ríkjum NATÓ, þar á meðal Ísland.
Það er rétt að hann mun líklega náða fylgismenn sína fyrir óeirðirnar 6. janúar. Það eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi kosningarnar 2020, en fæstir vita að teymi Trumps er að senda málið til Hæstaréttar Bandaríkjanna með nokkuð sannfærandi gögn um víðtæk kosningasvindl.
Uppgjör við djúpríkið
Annað sem Time kemur ekki inn á, en það er að uppgjör verður við FBI og CIA. Það er ljóst, eftir rannsóknir sérskipaða saksóknara á málum þessara stofnanna og framkomu þeirra gagnvart Trump, að æðsta yfirstjórn þeirra reyndist vera undir hæl demókrata. Víðtækar hreinsanir munu eiga sér stað.
Saksóknir þær gegn honum, sem væntanlega eru þrjár sem eftir verða, munu falla um sjálfa sig ef hann kemst til valda. Hann hreinlega náðar sjálfan sig.
Grípum aftur niður í Time:
"Forsetar hafa venjulega þröngan glugga til að setja meiriháttar löggjöf. Teymi Trumps er að horfa á tvö frumvörp til að hefja annað kjörtímabil: landamæraöryggis- og innflytjendapakka og framlengingu á skattalækkunum hans árið 2017. Mörg af ákvæðum þess síðarnefnda renna út snemma árs 2025: skattalækkanir á einstökum tekjuþrepum, 100% útgjöld fyrirtækja, tvöföldun fasteignaskattsfrádráttar. Trump ætlar að herða verndarstefnu sína og sagt er að að hann sé að íhuga meira en 10% tolla á allan innflutning, og kannski jafnvel 100% tolla á sumar kínverskar vörur. Trump segir að tollarnir muni frelsa bandarískt hagkerfi frá því að vera upp á náð og miskunn erlendrar framleiðslu og hvetja til endurreisnar iðnaðar í Bandaríkjunum. Þegar ég bendi á að óháðir sérfræðingar áætla fyrsta kjörtímabil Trumps tolla á þúsundir vara, þar á meðal stál og ál, sólarrafhlöður, og þvottavélar, gæti hafa kostað Bandaríkjamenn 316 milljarða dollara og meira en 300.000 störf, samkvæmt einum reikningi, segir hann mat þessum sérfræðingum vera upp úr öllu valdi. Ráðgjafar hans halda því fram að árleg meðalverðbólga á fyrsta kjörtímabili hans - undir 2% - sé sönnun þess að gjaldskrár hans muni ekki hækka verð."
Agenda 47 - aðgerðaáætlun teymis Trumps
Agenda 47 er það sem forsetaherferð Donald Trump 2024 kallar formlegar stefnuáætlanir þeirra. Samkvæmt teymis Trumps er það "...eina opinbera yfirgripsmikla og nákvæma skoðunin á því hvað Trump forseti mun gera þegar hann snýr aftur til Hvíta hússins".Það er kynnt á vefsíðu herferðarinnar í röð myndbanda þar sem Trump útlistar hverja tillögu.
Áætlanirnar fela í sér að reisa "frelsisborgir" á auðu alríkislandi, fjárfesta í flugbílaframleiðslu, innleiða barnabónus til að hvetja til barnsfæðinga uppsveiflu, innleiða verndarstefnu í viðskiptum og yfir fjörutíu aðrar tillögur. Sautján af þeim stefnum sem Trump segist ætla að hrinda í framkvæmd verði hann kjörinn þyrfti samþykki þingsins. Sumar áætlanir hans eru lagalega umdeildar, eins og að binda enda á ríkisborgararétt með frumburðarrétti sem getur brotið gegn stjórnarskránni.
Margar tillagnanna eru mjög umdeildar. Ein tillaga Agenda 47 myndi beita dauðarefsingu á eiturlyfjasala og fólkssmyglara, auk þess að setja mexíkóska eiturlyfjahringi á lista Bandaríkjanna yfir erlend hryðjuverkasamtök. Trump stingur einnig upp á því að senda þjóðvarðliðið í borgir þar sem glæpastarfsemi er mikil.
Lokaorð
Að lokum, Trump segist ætla að sækjast eftir velgengni, ekki hefnda. Það er líklega ekki rétt. Hann mun hefna sín og beita sömu meðulum og demókratar hafa beitt, vígvæða dómskerfið gegn andstæðingum sínum. Sem er slæmt fyrir lýðræðið í Bandaríkjunum.
Líklegt er að efnahagur Bandaríkjanna muni batna undir hans stjórn, ríkisútgjöld lækki, verðbólga fari undir 2% og friður komist á erlendis. Stríðið í Úkraínu mun enda þegar Úkraínumenn fá ekki lengur fjármagn frá BNA en stríðið í Gaza verður löngu búið áður en hann kemst til valda. Hvað gerist varðandi Íran er óljóst, en efnahags refsiaðgerðir verða lagðar á ríkið. Líklegt er að Abraham samkomulagið verði hrint í framkvæmd af fullum krafti. Spurning hvernig hann tekur á Kínverja, annað en að leggja tolla á þá, hvort hann sé tilbúinn í stríð vegna Taíwan, ef þeir skyldu vilja taka eyjuna með valdi.
Bloggar | 22.5.2024 | 08:16 (breytt kl. 11:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggritari er á því að íslenskir fjölmiðlar vinni ekki sjálfstætt er kemur að erlendum fréttum. Þeir copy/paste greinar eða fréttir úr völdum fjölmiðlum. Það er áberandi hvað varðar bandarískar fréttir. Nú er bloggritari nokkuð vel að sér í bandarískri pólitík og veit hvað klukkan slær daglega.
Hér kemur ein furðu greinin, en hún fjallar um pólitíska árás Joe Bidens á Trump en hún heitir: Hvað hefði Trump gert ef svart fólk hefði verið í fararbroddi í árásinni á þinghúsið í Washington D.C.?
Það er eðlilegt að Biden geri árás á Trump í miðri kosningabaráttu, en greinarhöfundur tekur undir orð hans sem er verra. Hér er tóninn í greininni:
"Rannsókn þingnefndar á atburðunum við þinghúsið leiddi í ljós að Trump var í Hvíta húsinu á meðan árásin stóð yfir og aðhafðist ekkert til að stöðva hana klukkustundum saman, meira að segja þegar skríllinn hótaði að hengja Mike Pence, varaforseta hans. Að lokum sendi hann myndband frá sér þar sem hann hvatti skrílinn til að láta af hegðun sinni og fara heim."
Þetta er algjör ósannindi en Eyjan vitnar í The Guardian sem heimild. Ekki er ætlunin að fara út þessa atburðarás, hef gert það í mörgum greinum, nema það að ofangreind þingnefnd var á vegum demókrata sem var á eftir Trump og ekkert kom út úr rannsókn hennar, bókstaflega ekkert. Rannsóknin reyndist vægast sagt ótrúverðug. Hvað ef... eða pólitískar vangaveltur er ekki frétt, heldur skoðanafréttamennska.
Þetta er ekki eina kynþátta drifna ræða Bidens. Hann hélt eina um daginn í útskriftarathöfn háskóla sem er skipum svörtum nemendum. Því líkt kynþátta óráðatal sér maður sjaldan í dag. Biden, sem er að missa mikið fylgi til Trumps meðal svartra, reynir í örvæntingu sinni að slá á strengi kynþátta mismununar gagnvart svörtum en þetta kallast á ensku: "race baiting".
Biden tókst ekki betur til en að ræða hans reyndist vera full af kynþátta- og kynja mismunum. T.d. sagði hann að "þeir" (enginn veit hverjir) séu að reyna að koma í veg fyrir að svartir menn (ekki konur) komist til valda. Svo sagði hann að "þeir" væru að koma í veg fyrir að fólk fái vatn í biðröðum á kosningastöðum (þegar sannleikurinn er sá að við þá er sjálfsafgreiðslu vatnsvélar. Fengu bara svartir ekki vatn?). Það er bannað með lögum að útsendarar framboða gangi á biðraðir við kosningastaði og útdeili matvælum eða drykkjum en það skilur Biden ekki. Svo er það fullyrðingin að bækur svartra séu bannaðar en í raun hafa bækur um baráttu svarta notið mikilla vinsælda og margar verið metsölubækur. Hvernig er hægt að taka mark á svona fullyrðingu?
Ætla mætti að ræða Bidens fengi glimmrandi lófaklapp en svo var ekki. Margir nemendur snéru baki í forseta og þurfu ekki að gera það lengi, því að Biden getur bara haldið örræður.
Hér er tvær umfjallanir um þessa ræðu Bidens, önnur er hlutdræg (Erik Bolling) en Bill OReilly gefur sig að vera hlutlaus í sinni umfjöllun.
Erik Bolling er harður andstæðingur Biden en í þessari umfjöllun rifjar hann upp 50 ára feril Bidens, sem einkennst hefur af baráttu hans gegn réttindum svartra.
Lets count Biden lies from HBCU commencement speech
Bill OReilly er heldur hlutlausari:
Bidens Moorehouse College Commencement Speech BOTHERED Me
Bloggritari les oftast vefútgáfu DV. Margt gott er að sjá þar, en blaðamenn þess reyna að koma með annars konar fréttir en aðrir fjölmiðlar. Töluverð um slúðurfréttir, fyrir þá sem vilja slíkt, og ekkert út á það að setja. Mikið um íþrótta fréttir, frá öðru sjónarhorni o.s.frv. En taka verður margar greinar þess með fyrirvara, eins og getur átt við um alla fjölmiðla.
Allir fjölmiðlar hafa markmið eða þema í fréttaflutningi sínum. Svo á líka við um blogg greinar bloggritara! Bloggið er skoðanapistla vettvangur. Enginn er algjörlega hlutlaus. En samt ætti að vera hægt að taka báðar hliðar fyrir og reyna að vera eins sanngjarn og hægt er. Þeir sem er ávallt einhliða í frásögn sinni, missa á endanum trúverðugleika.
Bloggar | 21.5.2024 | 08:38 (breytt kl. 12:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hinn virti sagnfræðingur, Victor Davis Hanson, lýsir hér í þessu hljóðbandi hvernig þjóðir eyðast og hverfa af spjöldum sögunnar:
Bloggar | 20.5.2024 | 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lykilatriði Pétursreglunnar
Kynning byggt á frammistöðu:
Starfsmenn fá stöðuhækkun út frá frammistöðu þeirra í núverandi hlutverki frekar en þeirri færni sem þarf fyrir nýja hlutverkið.
Árangur í einu hlutverki spáir ekki endilega fyrir um árangur í æðra hlutverki, sérstaklega ef æðra hlutverkið krefst annarrar færni.
Óhjákvæmilegt að ná vanhæfni:
Þegar starfsmenn halda áfram að fá stöðuhækkun ná þeir að lokum stöðu þar sem þeir eru ekki lengur hæfir.
Á þessum tímapunkti eru þeir ekki lengur kynntir og eru áfram fastir í hlutverki þar sem þeir eru árangurslausir.
Áhrif á stofnanir:
Samtök geta endað með umtalsverðan fjölda starfsmanna sem eru ekki hæfir í hlutverkum sínum.
Þetta getur leitt til minni skilvirkni, lélegrar ákvarðanatöku og skorts á nýsköpun.
Dæmi
Tæknifræðingur verður framkvæmdastjóri:
Mjög hæfur hugbúnaðarverkfræðingur er gerður að stjórnunarstöðu vegna tæknilegrar hæfileika þeirra. Hins vegar gætu þeir skortir nauðsynlega stjórnunarhæfileika, svo sem samskipti, forystu og stefnumótun, sem leiðir til lélegrar frammistöðu liðsins.
Sölumaður verður sölustjóri:
Framúrskarandi sölumaður er gerður að sölustjóra. Hæfni sem gerði þeim farsælan í sölu (t.d. sannfæringarkraftur, samningaviðræður) gæti ekki skilað sér í stjórnun teymi, sem leiðir til vandamála í samhæfingu teymi og hvatningu.
Að draga úr áhrifum Peter meginreglunnar
Stofnanir geta tekið nokkur skref til að draga úr áhrifum Pétursreglunnar:
Hæfnismiðuð kynning:
Efla starfsmenn út frá færni þeirra og hæfni sem skiptir máli fyrir nýja hlutverkið frekar en fyrri frammistöðu eingöngu.
Þjálfun og þróun:
Bjóða upp á þjálfunar- og þróunaráætlanir til að undirbúa starfsmenn fyrir hlutverk á hærra stigi.
Stuðla að stöðugu námi og færniþróun.
Hliðarhreyfingar:
Bjóða upp á hliðarhreyfingar í stað stöðuhækkana til að leyfa starfsmönnum að öðlast nýja færni og reynslu án þess að fara upp stigveldið.
Mat og endurgjöf:
Notaðu reglulega árangursmat og endurgjöf til að tryggja að starfsmenn séu hæfir til stöðuhækkunar.
Innleiða leiðbeinenda færni og markþjálfunaráætlanir til að styðja starfsmenn í þróun þeirra.
Annan starfsferill:
Þróaðu annars konar starfsferil sem gerir starfsmönnum kleift að komast áfram án þess að fara endilega yfir í stjórnunarhlutverk, svo sem sérfræði- eða sérfræðibrautir.
Gagnrýni og takmarkanir
Pétursreglan er oft gagnrýnd fyrir að vera of einföld og gera ekki grein fyrir ýmsum þáttum sem hafa áhrif á frammistöðu í starfi.
Það gerir ráð fyrir línulegri og stigveldisferli, sem gæti ekki átt við um allar stofnanir eða atvinnugreinar.
Nútímastofnanir viðurkenna í auknum mæli gildi fjölbreyttra starfsferla og mikilvægi mjúkrar færni og tilfinningagreindar í leiðtogahlutverkum.
Í stuttu máli, Pétur meginreglan varpar ljósi á hugsanlegar gildrur hefðbundinna kynningaraðferða og undirstrikar mikilvægi þess að samræma kynningar við raunverulega hæfni sem krafist er fyrir hlutverk á hærra stigi. Með því að takast á við þessar áskoranir geta stofnanir búið til skilvirkari leiðtogaskipulag og bætt heildarframmistöðu.
Bloggar | 19.5.2024 | 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er vinsæl leið fyrir lögfræðinga, þegar þeim gengur illa í viðskiptum og að reka lögmannstofu, að fara í pólitík. Margir fara í ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka samhliða lögfræðinámi, sem n.k. plan B. Það er hægt, ef þingsæti næst ekki, að fá feita stöðu innan ofurvaxið stjórnkerfi.
Þórdís hefur farið þessa leið og komið sér vel innan flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Hún virðist vera krónprinsessan að stóli Bjarna Benediktssonar, vel vörð gegn árásum andstæðinga sinna innan flokksins með vináttu og fylgispekt við formanninn. En verkin tala. Það er ekki nóg að vera pólitískt vel tengd, viðkomandi verður að vera starfi sínu vaxinn.
Utanríkisráðherra hefur ítrekað sýnt að hún lætur flokkshagsmuni og hagsmuni annarra en Íslendinga ganga fyrir. Nú skal telja upp mistakaferilinn sem lengist með hverjum degi.
Samskipti Íslands við Rússland í valdatíð Þórdísar
Fyrir hið fyrsta, er það næsta ótrúlegt að Ísland hafi rofið stjórnmálasambandi við Rússland með lokun sendiráð Íslands í Moskvu og de facto brottrekstur rússneska sendiherrans frá Íslandi. Margt hefur gengið á síðan seinni heimsstyrjöld með samskipti Rússlands (og forvera þess, Sovétríkin) við Vesturlönd. En Bandaríkjamenn hafa ekki farið svona langt og íslenski utanríkisráðherra og halda diplómata dyrunum opnum. Ísland hefur aldrei áður rofið diplómatísk samskipti við Sovétríkin/Rússland, þrátt fyrir allar innrásir þeirra í Austur-Evrópu og Afganistanstríðið.
En það virðist vera rauður þráður í utanríkisstefnu Þórdísar (ekki Íslands), fjandskapur við Rússland. Sjá má það af ótrúlegri stefnubreytingu Íslands að senda vopn og fjármagn til stríðanda aðila, Úkraínu. Nú síðast framdi hún enn eitt pólitískt harakíri með afskiptum af innanríkismálum í Georgíu og þátttöku í pólitískum mótmælum! Þetta er fáheyrt og jafngildir því ef utanríkisráðherra Rússland kæmi til Íslands og tæki þátt í mótmælum Hamasliða á Austurvelli. Það myndi heyrast hljóð úr strokki!
Ekki misskilja afstöðu bloggritara gagnvart Úkraínustríðinu, hann er alfarið á móti þessu stríði og samúð hans með Úkraínu er mikil. En mörg mistök voru gerð á leiðinni, frá 2014 til 2024, sem leiddu til þessa stríðs en ekki er ætlunin að fara út í hér. Hér er athyglinni beint að vanhæfi og mistökum utanríkisráðherra. Förum aðeins í forsöguna, samskiptin við Rússlands síðan íslenska lýðveldið var stofnað 1944.
Stofnun stjórnmálasambands og upphaf viðskipta landanna
Ísland og Rússland (þá Sovétríkin) stofnuðu formlegt stjórnmálasamband árið 1944, sama ár og Ísland lýsti yfir fullveldi. Ísland sá ekkert athugavert við að eiga í samskiptum við einn af mestu fjöldamorðingjum sögunnar, Jóseph Stalín. Ísland var þá mikilvægur áningarstaður skiptalesta frá Ameríku til Múrmansk. Viðskipti Íslands við Sovétríkin frá 1944 til 1991 voru töluvert mikilvæg fyrir bæði löndin, þrátt fyrir pólitískar andstæður þeirra á Kalda stríðinu.
Strax eftir 1944 stofnuðu Ísland og Sovétríkin stjórnmálasamband og fljótlega eftir það hófust formleg viðskipti.
Fiskveiðiþjóðin Ísland hafði fisk og sjávarafurðir til að selja. Helsti útflutningsvara Íslands til Sovétríkjanna var fiskur og aðrar sjávarafurðir. Sovétríkin voru mikilvægur markaður fyrir íslenskan fisk, og þetta átti stóran þátt í efnahagsuppgang Íslands.
Samskipti og viðskipti í Kalda stríðinu
Á þessum tíma voru samskiptin milli Íslands og Sovétríkjanna í takt við þá pólitísku spennu sem einkenndi kalda stríðið. Ísland var hluti af NATO og stóð með Vesturveldunum, en þó áttu þessi lönd einnig efnahagsleg samskipti, einkum varðandi fiskveiðar.
Margir viðskiptasamningar voru gerðir á tímabilinu. Á fimmta og sjötta áratugnum voru gerðir nokkrir viðskiptasamningar milli Íslands og Sovétríkjanna. Þessir samningar tryggðu Íslandi markað fyrir sjávarafurðir sínar og Sovétríkin fengu í staðinn ýmsar iðnaðarvörur og tæknibúnað frá Íslandi.
Viðskiptajafnvægi var í góðu lagi. Íslendingar reyndu að viðhalda jákvæðu viðskiptajafnvægi við Sovétríkin með því að auka útflutning á fiski og sjávarafurðum. Sovétríkin keyptu einnig ýmsar landbúnaðarvörur frá Íslandi. Á köflum var hálfgerð vöruviðskipti að ræða. Hver kannast ekki við bifreiðarnar Lödu og Moskvít?
Áhrifin á efnahag Íslands
Efnahagslegur ávinningur var mikill. Viðskiptin við Sovétríkin voru mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf, sérstaklega fyrir sjávarútveginn. Sovétríkin voru á tímabili eitt stærsta viðskiptaland Íslands.
En það var ekki bara verslað með fisk. Þekking og tækni var með inni í myndinni. Íslensk fyrirtæki fengu aðgang að tækni og þekkingu frá Sovétríkjunum, sem hjálpaði til við að þróa iðnað og sjávarútveg á Íslandi. Sovétmenn reyndust haukur í horn með Íslendingum er við áttum í þorskastríðum við "bandamann okkar, Breta. Þegar löndunarbann var sett á íslensk fiskiskip í Bretlandi og Vestur-Þýskalandi, stóðu viðskiptadyrnar opnar við Sovétríkin. Bandaríkin drógu þá lappirnar.
Stjórnmálaleg áhrif
Þrátt fyrir að Ísland væri aðili að NATO og stæði með Vesturveldunum, reyndi landið að halda uppi viðskiptasamböndum við Sovétríkin og aðrar austurblokkar þjóðir. Þetta var hluti af stefnu Íslands að vera hlutlaust í viðskiptum og nýta tækifæri á báða bóga.
Breytingar eftir fall Sovétríkjanna
Eftir að Sovétríkin leystust upp árið 1991, varð Rússland arftaki þeirra og tók við stjórnmálasambandi við Ísland. Samskipti milli Íslands og Rússlands urðu opnari og fjölbreyttari á þessum tíma.
Efnahagsleg samskipti urðu mikilvæg, sérstaklega varðandi fiskveiðar og sjávarafurðir. Rússland hefur verið mikilvægur markaður fyrir íslenskan fisk og sjávarafurðir allar götur síðan 1944.
En aðstæður voru breytilegar. Eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991, urðu verulegar breytingar á viðskiptasamböndum Íslands. Ný markaðshagkerfi risu upp í stað ríkisrekna efnahags Sovétríkjanna, og Ísland þurfti að laga sig að þessum nýju aðstæðum.
Þrátt fyrir breytingarnar, héldu efnahagsleg samskipti áfram við ný ríki sem urðu til við fall Sovétríkjanna, sérstaklega Rússland, sem tók við af Sovétríkjunum sem helsti viðskiptaaðili.
Staðan í nútímanum
Samskipti Íslands og Rússlands hafa verið þokkalega góð, en þó hefur Ísland tekið þátt í aðgerðum NATO og ESB gegn Rússlandi þegar það hefur átt við, til dæmis í tengslum við refsiaðgerðir vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu.
Þróun samskipta. Þrátt fyrir efnahagslega og pólitíska áskoranir hafa löndin haldið áfram að eiga í diplómatískum samskiptum. Á síðari árum hefur áhersla verið lögð á viðskipti, menningu og ferðamennsku en þetta hefur breyst síðan Þórdís settist í stól utanríkisráðherra.
Helstu áskoranir og framtíðin
Stjórnmálaástandið er viðkvæmt. Alþjóðapólitíska ástandið getur haft áhrif á samskiptin, sérstaklega ef deilur magnast milli Vesturlanda og Rússlands.
Samstarf á Norðurheimskautssvæðinu er í uppnámi en Rússar hafa dregið sig í hlé síðan stríðið í Úkraínu hófst. Ísland og Rússland hafa bæði áhuga á þróun og nýtingu auðlinda á Norðurheimskautssvæðinu, sem gæti leitt til bæði samvinnu og samkeppni í framtíðinni.
Stjórnmálasamband Íslands við Rússland er því í stöðugri þróun, mótað af bæði sögulegum og samtímalegum þáttum, og framtíðin mun ráðast af bæði tvíhliða samskiptum og alþjóðlegum aðstæðum en ekki af skyndiákvörðunum núverandi utanríkisráðherra.
Að lokum
Innandyra innan utanríkisráðuneytið virðist vera líka spilling, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benedikssonar, var skipaður sendiherra Íslands í Washington af Þórdísi að undirlagi Bjarna. Látum það liggja milli hluta, skaðinn er minni en stefna utanríkisráðherra sem virðist vera að eyðileggja áratuga langa utanríkisstefnu Íslands.
Undirlægjuháttur Íslands gagnvart ESB er áberandi í valdatíð utanríkisráðherra sem sjá má af framgangi bókunar 35 með valdaafsali Íslands til sambandsins.
Að ein manneskja skuli geta gert svona mikil skaða er ótrúlegt. Það verður að hugsa í áratugum, ekki árum. Það virðist fjarri huga utanríkisráðherra. Hvað gerist eftir Úkraínu stríðið?
Lögfræðingar eru ágætir út af fyrir sig og ágæt efni í þingmanninn. En öðru skiptir þegar komið er að stjórnkerfinu og stjórnun ráðuneyta. Gott væri að ráðherra hafi einhverja þekkingu á málaflokknum sem hann stýrir en ef þingmaður verður utanríkisráðherra, er næsta nauðsyn að hann kunni einhver skil á sögu og alþjóðasamskipti. Svo er ekki fyrir að fara með núverandi utanríkisráðherra, því miður en hún sjálf virðist vera hin vænsta manneskja en hér virðist lögmál Peters gilda en það er:
Lykilatriði Pétursreglunnar
Stöðuhækkun byggt á frammistöðu: Starfsmenn fá stöðuhækkun út frá frammistöðu þeirra í núverandi hlutverki frekar en þeirri færni sem þarf fyrir nýja hlutverkið.
Árangur í einu hlutverki spáir ekki endilega fyrir um árangur í æðra hlutverki, sérstaklega ef æðra hlutverkið krefst annarrar færni. Peter Principle
Bloggar | 18.5.2024 | 12:56 (breytt kl. 21:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er kostulegt hvernig nátttrölin ÁTVR og RÚV réttlæta tilveru sína. Bæði ríkisapparötin urðu til á 20. öld við gerólíkar aðstæður en eru í dag. Bæði voru orðin úreld þegar netið og í raun upplýsingaöldin gékk í garð í upphafi 21. aldar en í sögunni verður þetta tímabil kallað upplýsingaöldin síðari.
Fólk getur keypt sér áfengi eða horft á þúsundir sjónvarpsrása í gegnum netið. Fólk fær áfengið sent heim á vegum einkarekna áfengissölu ef það vill. Það er engin ástæða fyrir ríkið, sem gerir allt dýrara og ekki samkvæmt kröfum markaðarins, að vera vafast í rekstri sem einkaaðilar gera betur.
ÁTVR
En hver eru hallærðislegu rökin fyrir tilveru ÁTVR? Jú, með því að láta ríkið selja áfengið, ekki Jón niðri í bæ, er verið að stuðla að lýðheilsu! Bloggari hefur aldrei séð Vínbúðina (ÁTVR) reka áróður gegn eigin sölu.
Ef pistill forstjóra ÁTVR er lesin, fer allt púðrið í að væla yfir lægri sölu og minni skatttekjur en minna í áhyggjur af unglinga drykkju (sem er sögulega lítil en dópsala mikið áhyggjuefni). Hérna erum við komin að kjarna málsins, alltaf þegar þarf að fylla upp í fjárlagagatið á Alþingi, eru álögur á áfengi og tóbak hækka og er þetta árlegt. ÁTVR er peningamaskína ríkisins. Það væri nær að styðja SÁÁ í starfsemi síni en samtökin eiga undir höggi að sækja. Þau hefðu raunverulega hagsmuni af að stuðla að lýðheilsu unglinga og fullorðna og ættu að sjá um forvarnastarfið en ekki fíkniefnasalinn ríkið.
En áhyggjur forstjórans eru skiljanlegar, hætta er á að smásala áfengis verði gefin frjáls og hann verði atvinnulaus. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir stranga reglur og lög fyrir einkarekna áfengissölu. Ekki þarf að selja það í matvöruverslun, heldur sérreknum sölustöðum eins og gert er með munntóbakið/tóbakspúðana. Pistill forstjóra ÁTVR
RÚV
Í pistlum hér hefur RÚV verið harðlega gagnrýnt fyrir lélegan rekstur, frekjulega innheimtu nefskatts á óviljuga neytendur og fyrir að skekkja samkeppnismarkaðinn.
Í mati Fjölmiðlanefndar á almannaþjónustuhlutverki RÚV frá 2020 segir: "Hér á landi er kveðið á um hlutverk og skyldur Ríkisútvarpsins í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013. Þar er kveðið á um ákveðnar skyldur sem á Ríkisútvarpinu hvíla, til viðbótar hinum almennu skyldum samkvæmt lögum um fjölmiðla. Reglurnar taka flestar mið af þeim sérstöku sjónarmiðum sem gilda um fjölmiðla í ríkiseigu en slík sjónarmið byggja meðal annars á því að fjölmiðlum sem starfa í almannaþágu sé ætlað að flytja vandað efni, sérstaklega af innlendum og menningarlegum toga, sem ekki er tryggt að fjölmiðlar, sem eingöngu eru reknir með viðskiptasjónarmið í huga, telji arðvænlegt að láta framleiða eða miðla." Bls. 15.
Það má færa mörg rök fyrir að einkaaðilar geti og hafa gert þetta sama en margir vandaðir íslenskir fjölmiðlar hafa hrakist af fjölmiðlamarkaði vegna risans á markaðinum - RÚV. Fjölmiðillinn er að sýna þriðja flokks bandarískar og breskar sápuóperur en reynir að klóra í bakkann með innlent efni á föstudögum. Þessi rök standast ekki. N4 var til dæmis með frábæra þætti af landsbyggðinni sem RÚV vanrækir að hluta til en Stöð 2 bætir upp.
RÚV-arar hins vegar vísa alltaf í þetta til stuðnings tilveru sinnar: "Fréttastofa RÚV er hluti af almannavörnum og Ríkisútvarpinu ber að tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu með upplýsingamiðlun um útvarp og þegar við á eftir öðrum boðleiðum. Þegar heimsfaraldur COVID-19 reið yfir heimsbyggðina voru gerðar breytingar á starfsemi og dagskrá Ríkisútvarpsins til að tryggja órofna þjónustu og mæta þörf almennings fyrir fræðslu, upplýsingar og afþreyingu í samkomutakmörkunum." Bls. 8.
Hver segir að einkaaðilar geti ekki gert þjónustusamning við ríkið um að vera hluti af almannavörnum? Get ekki betur séð en að Morgunblaðið og Stöð 2 (og fleiri fjölmiðlar sem myndu birtast ef RÚV færi af markaðinum) hafi staðið sig frábærilega í fréttaflutningi af hættuástandi, sett upp bein streymi frá gosstöðvum o.s.frv. Ef hætta ber að höndum, til dæmis ef Katla gýs, fá allir farsímaeigendur í nágrenninu um yfirvofandi hættu og að rýma svæðið. RÚV kemur hvergi að máli.
Ef einhver getur bent bloggara á hversu vitrænt er það að innheimta 10 milljarða árlega í ríkisrekstur RÚV og fjölmiðillinn sé nauðsynlegur, þá væri gaman að lesa þau rök.
Og ekki hefur verið minnst hér á hlutdræga fréttastofu RÚV sem er flækt í spillingarmál og fréttamenn látnir fjúka eða flýja vegna þess. Ríkisfréttir? Nei takk!
Bloggar | 17.5.2024 | 13:28 (breytt kl. 13:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
- Snorri Sturluson (1179 1241) var íslenskur sagnaritari, skáld og stjórnmálamaður.
- Höfundur Snorra-Eddu (goðafræði) og Heimskringlu (sögu norsku
konunganna). Líklegt að hann sé höfundur Egils sögu Skallagrímssonar.
-Snorri bjó fyrst á Borg á Mýrum en lengst af í Reykholti í Borgarfirði.
- Faðir Snorra er Sturla Þórðarson í Hvammi, Dölum.
- Í fóstri hjá Jóni Loftssyni í Odda og menntaðist þar.
- Sumarið 1218 sigldi Snorri frá Íslandi til Noregs. Skúli jarl Bárðarson var þá valdamesti maður í Noregi, enda var Hákon konungur aðeins 14 ára. Snorri dvaldi hjá Skúla jarli um veturinn og urðu þeir miklir vinir. Var Snorri gerður að hirðmanni konungs og naut mikillar hylli..Vildu þeir Skúli og Hákon konungur að Snorri reyndi að koma Íslandi undir vald Noregskonungs sem hann reyndi ekki.
- Sturla Sighvatsson, bróðursonur Snorra, gerðist maður Hákons konungs 1235 og reyndi að koma Ísland undir Noregskonungs.
- Sturla hrakti Snorra frá Reykholti 1236 og árið eftir, þegar Snorri hafði yfirgefið Þorleif Þórðarson frænda sinn rétt fyrir Bæjarbardaga, sigldi hann til Noregs.
- Snorri var í Noregi tvo vetur en 1239, eftir að frést hafði af óförum Sturlunga í Örlygsstaðabardaga, vildi Snorri snúa heim en konungur bannaði það. Út vil eg, sagði Snorri, hafði orð konungs að engu og sneri heim.
- Uppreisn Skúla jarl gegn Hákoni konung 1240 misheppnaðist og hann drepinn. Vinur hans, Snorri, álitinn landráðamaður og drepinn 1241.
- Snorri var tvíkvæntur. Fyrri kona hans (g. 1199) var Herdís Bersadóttir (d. 1233). Börn: Hallbera og Jón murtur.
- Seinni kona Snorra var Hallveig Ormsdóttir (um 1199 - 25. júlí 1241) en börn þeirra Snorra dóu öll ung.
- Börn með frillum sínum. Þar á meðal voru Órækja Snorrason, Ingibjörg fyrri kona Gissurar Þorvaldssonar og Þórdís, seinni kona Þorvaldar Snorrasonar.
Bloggar | 16.5.2024 | 19:36 (breytt kl. 19:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv