HMS Victory

Flaggskip breska flotans á 18. öld, HMS Victory (Hið konunglega skip Sigursæld) er athyglisvert skip, á sér langa og fræga sögu og er enn til.

Myndin sem okkur hefur verið sýnd í kvikmyndum er af slæmum aðbúnaði og óhamingjusömum sjómönnum sem er að einhverju leyti röng og er kannski dregin af kvikmyndunum um uppreisninni um borð HMS Bounty.

En raunveruleikinn var að þessir menn, sem bjuggu í þröngum vistarverum (í hengirúmum við hlið fallbyssa), fengu meira að borða um borð en heldur í landi. Milli 4500-5000 hitaeiningar á dag. Þarna fengu þeir kjöt nokkrum sinnum í viku (sem var sjaldgæfara í landi) og nóg af vatnsblönduðu rommi, þannig að menn voru hífaðir mest allan daginn (og hamingjusamari). Þeir drukku líka nægan bjór (50 tonn um borð) og vín, því að vatnið (357 tonn um borð) var hættulegra að drekka óblandað og því blandað saman við vínið.

Sjóliðarnir fengu saltað kjöt, svína- og nautakjöt aðallega (45 tonn), mörg tonn af baunum, 2 tonn af smjöri (og osti) og 45 tonn af brauði í formi kex og mat sem hægt var að geyma. Heitur matur var sjaldgæfur vegna sjógangs en yfirmennirnir voru á veislufæði, enda stéttskipting um sú sama og í landi. Mennirnir fengu þrjár máltíðir á dag sem var ekki sjálfgefið í landi. Nóg að borða en einhæft fæði.

Flestir komu sjálfviljugir um borð, en fáeinir ekki, sérstaklega á stríðstímum og liðssmalar þurftu að fylla upp í kvóta og þá voru drykkjumenn eða aðrir óheppnir teknir nauðugir um borð. Enn aðrir voru glæpamenn sem gátu valið á milli fangelsisdóms eða vist um borð. Komið var betra fram við þessa menn um borð heldur en í landi, enda verðmætari.

En strangur agi var um borð, sannkallaður heragi. Refsingar voru vægari en í landi. Fyrir minniháttar þjófnað voru menn hýddir en fyrir sama brot í landi, hefði afbrotamaðurinn verið hengdur. Læknisþjónusta var um borð.

350 manns voru á megin þilfarinu en ég held að skipið hafi getað rúmað um 830 manns í þessu 3.500 tonna skipi og það hafi verið 277 fet á lengd. Burðageta 2,146 tonn. Það náði upp að 20 km hraða á klst. Skipið kostaði 50 milljóna punda.

Sex manna áhöfn var á hverja fallbyssu og stöðug þálfun var í gangi eða þrif en þilförin voru skrúppuð reglulega. Það tók bara 90 sekúndur að endurhlaða fallbyssuna eftir skotið hafði verið. Fyrirliðinn var kallaður fallbyssu kafteinn og hann miðaði og skaut úr byssunni, tveir stóðu til hliðar og stilltu hæðina á byssunni með prikum, einn tróð svamppriki eftir skot til að tryggja engin glóð væri eftir í hlaupinu og einn, oftast drengur, hljóp eftir púðrinu en sá sjötti tróð púðrinu og kúlunni í hlaupið. Allt var þaulæft allir með afmarkað hlutverk.

Nokkur byssudekk voru borð. 30 fallbyssur × 2,75 tonn þungar byssur kallaðar Blomefield 32 punda (15 kg) Miðbyssudekk: 28 × 2,5 tonna byssur og 24 punda (11 kg) Efri byssudekk: 30 × 1,7 tonna stuttar fallbyssur og 12 punda byssur (5 kg) á kvartdekki: 12 × 1.7 tonna stuttar 12 punda (5 kg) fallbyssur; á forkastala: 2 × miðlungs 12 punda (5 kg), 2 × 68 punda 31 kg) fallbyssur.

En um skipið er það að segja að HMS Victory (Sigursæld) er flokkað sem 104-byssu fyrstu gráðu skip á línu (röðun í sjóorrustu en skipunum var raðað í beina línu til að nýta skotkraft fallbyssa á annarri hlið) hjá hinum konunglega flota. Skipið var pantað árið 1758, byrjað á því 1759 og hleypt af stokkunum árið 1765. Hún er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem flaggskip Nelson lávarðar í orrustunni við Trafalgar þann 21 október 1805. Það var einnig flaggskip Keppel í sjóorrustuinni í Ushant, flaggskip Howe í sjóorrustunni við Spartel höfða og flaggskip Jervis í sjóorrustunni við St Vincent höfða.

Skipið tók þátt í eftirfarandi orrustum:

Sjóorrustan við Ushant (1778)

Seinni sjóorrustan við Ushant (1781)

Sjóorrustan við Spartel höfða (1782)

Sjóorrustan við St Vincent höfða (1797)

Sjóorrustan við Trafalgar (1805).

 

Ship of the line: barist í línulegri röð en ef brotist var inn í línu óvinarins, gat eitt skip eyðilagt tvö eða fleiri skip, því að ekkert stöðvaði byssukúluna frá því að fara í gegnum skipin endilangt.

Eftir 1824, var skipið sett í hlutverk hafnarskips. Árið 1922 var það flutt í þurrkví í Portsmouth, Englandi og varðveitt sem safnskip. Hún hefur verið flaggskip First Sea Lord frá því í október 2012 og er elsta flotaskip heimsins sem er enn í notkun. Þessum góða lífsdaga má þakka að skipið er smíðað úr eik eða um 90% (sex þúsund tré fóru í smíðina) og því hefur alla tíð verið vel við haldið.

Fyrir þá sem vilja skoða skipið er þeir fara til Englands, er vefslóðin eftirfarandi: National Museum of the Royal Navy Portsmouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júní 2024

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband