Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2024
Það er greinilegt að eitthvað þarf að gera til að breyta forseta lögum á Íslandi. Hvers vegna í ósköpunum er ekki enn búið að breyta meðmælendafjölda frambjóðenda í forsetakosningar? Enn er miðað við 1500 meðmælendur sem þýðir að hátt í sextíu menn eru í framboði eða eru að reyna að ná þröskuldinum. Fimm eru búnir að ná lögbundnu lágmarki.
Segjum svo að 10 manns nái tilteknum lágmarksfjölda, þá tekur við stutt tímabil þar sem kosningabaráttan er háð. Niðurstaðan getur verið að við fáum til forseta manneskju með 20% fylgi á bakvið sig. Er hann fulltrúi þjóðarinnar? Það þyrfti að vera aðrar kosninga milli tveggja efstu frambjóðenda, rétt eins og gert er í Frakklandi. Valið sé skýrt.
Bloggritari veltir fyrir sig hvort til svo margt fólk með ranghugmyndir um eigið ágæti, þannig að það telji sig vera frambærilegt í forsetaembættið. Fram hefur komið fólk, sem hefur ekki einu sinni lokið grunnskólamenntun, hefur engin pólitísk tengsl og telur sig samt vera boðlegt.
Það er víst í tísku að frambjóðandinn sé öðru vísi, ekki að hann endurspegli þjóðina í víðari skilningi og geti valdið embættinu. Hér er ekki ætlað að fara í manninn og því engin nöfn nefnd. En sjáið fyrir ykkur suma af frambjóðendunum í virðulegri forsetaheimsókn erlendis. Er þetta myndin sem við viljum sýna umheiminum?
Það skiptir máli hver er andlit þjóðar út á við. Lítum til Bandaríkjanna og hver er forseti núna. Skelfilegt fyrir álit Bandaríkjanna að hafa forseta sem er illa haldinn af elliglöpum og getur ekki tjáð sig í heilum setningum og þarf minnismiða í tveggja manna tali þjóðarleiðtoga. Þetta er ekki bara álitshnekkir heldur hefur þetta leitt til stríðs og hernaðarósigurs í Afganistan og nú stefnir í tap í staðgengilsstríðinu í Úkraínu.
Fyrir okkur Íslendinga, sem betur fer, leiðir þetta ekki til hernaðarósigurs, en getur leitt til álitshnekkis. Eins og staðan er í dag, virðast bara vera þrír frambjóðendur sem hafa það sem til þarf í starfið. Það eru Baldur, Arnar Þór og Halla. Þekkt fólk, með mikla þekkingu á íslenskri stjórnskipan (held að Halla hafi það líka en virðist vera meira tengd inn í atvinnulífið), virðast hafa leiðtogahæfileika en maður þarf að sjá meira til þeirra til að sjá hvert þeirra er með leiðtogasjarmann sem einnig þarf til. Bloggritari bíður því spenntur eftir kappræðum frambjóðenda.
Bloggar | 3.4.2024 | 12:54 (breytt kl. 12:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Plútarchus og Cassius Dio lýsa rómversku skjaldbökunni sem byggingu sem er búið til með skjöldum sem hylja höfuð og hliðar eininganna og breyta þeim í lifandi virki. Það var svo traust varnarform að menn, hestar og vagnar geta farið á þak skjaldanna sem settir eru eins og flísar og er stundum notað, þótt lítið sé þekkt, einnig til að sigrast á skurðum, þröngum lægðum og umfram allt við árásir á varnargarða. Óvinir: aðrir herfylkingar klifra upp fyrir skjaldbökuna í eins konar mannlegum pýramída til að sigra múra óvinarins.
Skjaldbakan var eins konar skriðdreki fornaldar, sem fór fram undir skothríð óvinabogamanna og hélt mannfall í lágmarki. Augljóslega átti þessi tegund af myndun einnig sína veiku hlið, fyrst og fremst að vera hægfara (þess vegna var hún oft notuð í umsátri), til að komast nálægt andstæðum múrum, eða í bardaga á opnu sviði, þegar hersveitir voru umkringdir. á alla kanta (eins og gerðist í Parthíu herferð Mark Antony).
En fyrsta dæmi um "skjaldböku" myndun sem rómverska fótgönguliðið notaði var nefnt af Titus Livy í umsátrinu um Veii og Róm snemma á 4. öld f.Kr.
Til þess að skjaldbakan næði árangri þurfti hún mikið samstillt átak af hópnum, samhæfingu hreyfinga og sérstakar æfingar.
Það bauð upp á tvo mikla kosti fyrir hermenn borgarinnar, það er að leyfa þeim að komast í snertingu við víglínur óvinarins, varin fyrir skotum og pílum af ýmsum gerðum, auk þess að fela raunverulegan fjölda hermanna sem voru innan fylkingarinnar. Það var einmitt sá mikli kostur sem þessi tegund af dreifingu tryggði sem gerði það að verkum að hægt var að nota það með miklum árangri í alls kyns umsáturs sem framkvæmd var á þessum árum.
Það verður að bæta því við að rétt eins og af sjálfu skjaldbökudýrinu voru tvær frekar viðkvæmar hliðar, nefnilega hin aftari - bakhliðin og neðri hlutinn sem samsvaraði nákvæmlega fótleggjum hermannanna.
Bloggar | 3.4.2024 | 11:37 (breytt kl. 11:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingar haga sér eins og þeir séu milljóna þjóð. Með stjórnkerfi sem er risastórt miðað við fólksfjölda. Það hlýtur að vera hægt að hreinsa til og minnka bálknið. Láta skattféð fara beint í innviðina og þjónustu við borgaranna.
Samkvæmt tölum Stjórnarráðsins voru að meðaltali 21.165 starfsmenn hjá ríkinu árið 2016 og þeim hefur eflaust ekki fækkað.
Í borgríkinu Reykjavík starfa 11 þúsund starfsmenn, í Hafnarfirði um 2000 þúsund manns og eflaust svipaður fjöldi hjá Kópavogsbæ og hlutfallslega svipað hjá Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ.
Búa mætti til tvær borgir á höfuðborgarsvæðinu sem keppa innbyrðis. Ráðherra lagði til um daginn að hér yrðu skilgreind tvö borgarsvæði, höfuðborgarsvæðið og Akureyri og nágrenni. Hvað með Árborg sem með mesta vaxtarbroddann í dag eða Reykjanesbær? Nær væri að búa til héraðsborgir en borgir urðu til í Evrópu í kringum stjórnsetur viðkomandi héraðs eða á samgöngumótum, svo sem Selfoss og Egilsstaðir. Reykjanesbær er slíkur staður.
Bloggar | 2.4.2024 | 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Byrjum á að skilgreina hvað er forsetaþingræði, sem er tilbrigði við forsetaræði og til að spara ásláttur, er tekið beint úr Wikipedia:
"Forsetaþingræði er fyrirkomulag stjórnarfars í lýðveldum þar sem forseti er kosinn með beinni kosningu og hefur umtalsverð völd, en er ekki jafnframt stjórnarleiðtogi eins og þar sem forsetaræði er við lýði. Í löndum sem búa við forsetaþingræði eru þannig bæði forseti og forsætisráðherra, en ólíkt lýðveldum þar sem ríkir þingræði, fer forsetinn með raunveruleg völd en ekki táknrænt hlutverk. Hugmyndin á bak við þetta kerfi er að forsetinn myndi mótvægi við vald stjórnmálaflokka sem ríkja á þinginu og sitja í ríkisstjórn.
Völd forseta í forsetaþingræðisríkjum geta verið af tvennum toga: forsetinn getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn að vild, að því gefnu að hann njóti stuðnings þingsins, annars vegar; og hins vegar að forsetinn getur leyst upp þing, en þingið eitt getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn. Dæmi um hið fyrrnefnda eru Aserbaísjan, Rússland og Perú; en dæmi um hið síðarnefnda eru Frakkland, Úkraína og Alsír." Forsetaþingræði
Hljómar þetta ekki eins og stjórnskipunarákvæði stjórnarskrá Íslands? Sú mýta hefur myndast að forsetinn eigi að vera sameiningartákn, sitjandi á friðarstóli á Bessastöðum. Ólafur Ragnar telur að það sé miðskilningur.
Það vill gleymast að Ísland varð fullvalda konungsríki 1918 og til 1944 er það varð lýðveldi. Afskaplega litlar breytingar voru gerðar á stjórnarskránni enda óvenjulegir tímar, ekki hægt að skilja við konung beint og hreinlega skorðið á öll tengsl við hann. Auðvitað varð hann fúll. Lítill tími gafst til að vinna í nýrri stjórnarskrá en sú gamla tók mið af því að hér var konungur með völd. Kíkjum á stjórnarskránna 1920:
STJÓRNARSKRÁ konungsríkisins Íslands.
I.
1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn.
2. gr. Löggjafarvaldið er hjá konungi og Alþingi, báðum saman, framkvæmdavaldið hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendum.
En kíkjum á 10. grein:
10. gr. Konungur er ábyrgðarlaus og friðhelgur. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært þá fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Stjórnarskráin 1920
Þetta er í raun sama fyrirkomulag og varð 1944. En völd konungs/forseta voru og eru nokkuð mikil en þeir eigi ekki að stjórna landinu dags daglega.
Hér koma greinar sem lýsa völd forsetans:
II.
5. gr.
Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
16. gr.
Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
Svo koma margar greinar sem lýsa völdum forsetans og ekki ætlunin að fara í þær allar hér. En segja má að allar greinar í kafla II, lýsi miklum völdum forsetans en þær eru 30 talsins. Hann getur rofið þing, skipað embættismenn og svo framvegis. Svo má ekki gleyma málsskotsréttinum.
Með öðrum orðum, forsetinn gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku stjórnkerfi og ákvarðanir hans geta verið pólitískt umdeildar. Atkvæðamikill forseti, getur réttilega orðið valdamikill ef hann kýs það.
En lýsir stjórnarskráin ekki nokkurn veginn forsetaþingræði? Þarf nokkuð að breyta henni að ráði? Þ.e.a.s. ef við viljum meira forsetaræði? Eins og við vitum er stjórnkerfið gallað. Þrískipting valdsins ekki algjör. Alþingi og ríkisstjórn sitja saman á Alþingi sem er óhæfa og skapar of mikil völd stjórnarflokka á störf Alþingis. Er ekki betra að ríkisstjórnin stjórni landinu dags daglega og láti Alþingi um lagagerð? Nógu valdalítið er Alþingi sem er nokkuð konar stimpilstofnun EES. Eða sameina embætti forsætisráðherra og forsetans í eitt? Það er mjög dýrt að vera með forseta. Sjá má fyrir sér að Bessastaðir yrðu áfram stjórnsetur nýs valdhafa.
Bloggar | 2.4.2024 | 11:46 (breytt kl. 12:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margir lukkuriddara eru að íhuga framboð og erfitt að sjá hvaða erindi þeir eiga í starf forseta. Vigdís Bjarnadóttir starfaði á skrifstofu forsetans í 39 ár og ætti því að hafa vit á hvað forsetinn þarf til að bera til að vera góður forseti. Hún hefur tjáð sig um ágæti forseta.
Hún útlistar marga hæfileika og segir: "Að mínu mati þarf hann fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur, sem kemur vel fyrir, sem við getum verið stolt af sem okkar þjóðhöfðingja. Hann er okkar fulltrúi og kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar bæði á innlendum og erlendum vettvangi." Svo segir hún að forsetann einnig þurfa gott og sterkt bakland og "kjark til að taka mikilvægar og vel ígrundaðar ákvarðanir, jafnvel þó þær séu ekki vinsælar."
Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið
Þetta er allt rétt en það má bæta við að forsetinn þarf að hafa leiðtogahæfileika og sjarma leiðtogans. Hann þarf að vera popúlisti í merkingu þess að hann hafi fylgi meginþorra þjóðarinnar. Hann þarf að vera hugrakkur og þora að taka ákvarðanir en varkár í ákvarðanatöku sinni.
Bloggari skilur vel að núverandi forseti nýtur vinsælda sem persóna og sem forseti. Fáir bera á móti því. En bloggari er samt á því að núverandi forseti hafi ekki valdið embættinu og hans lukka að lítið reyndi á hann sem forseti. Hann hefur lítið þurft að taka stórar ákvarðanir. Og hann sleppur líklega við að taka ákvörðun um bókun 35 er ósjálfstæðismenn leggja fram hana sem lög. Þess vegna er lykilatriði hver verður næsti forseti. Sjálfstæði Íslands liggur að veði.
Það er ekki nóg að vera þekkt andlit úr listamanna geiranum, það þarf miklu meira til að gegna embættinu. Nú hafa tveir menn sem hafa sagnfræðimenntun og fornleifafræðimenntun gegnt embættinu. Báðir voru hlédrægir menn, sá fyrri bar mikinn virðuleika, en hvorgur átti ef til vill ekki mikið erindi í embættið þótt þeir hafi spjarað sig ágætlega.
Nú eru breyttir tímar og Ísland mun samtvinnað umheiminum. Við þurfum því forseta með leiðtogahæfileika og -sjarma, líkt og Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson höfðu. Miklir tungumálagarpar bæði tvö, þau vöfðu erlenda leiðtoga um fingur sér og geisluðu frá sér sjálftstraust. Og Ólafur þorði að taka af skarið og vera fulltrúi þjóðarinnar gagnvart Alþingi.
Það er nefnilega þannig að það er mikið af óvitum á voru þingi, sumt fólk beinlínis stórhættulegt hagsmunum Íslands og vinna mark visst í að grafa undir hefðir, gildi og sjálfstæði landsins. Slíkir eru ókostir fulltrúa lýðræðisins, að í raun fáum við borgaranir lítið um ráðið hver næsta ríkistjórn verður, við kjósum e.t.v. vinstri flokk en fáum í staðið samsuðu eða kokteil sem ekkert gagn gerir og allir kjósendur þessa stjórnaflokka hundóánægðir með útkomuna. Nema forseti Íslands. Hann er raunverulega fulltrúi íslensku þjóðarinnar gagnvart ríkisvaldinu sem virðist vera sjálfstætt fyrirbrigði, oft í litlum tengslum við hinn almenna borgara.
Ef við viljum í raun fá ríkisstjórn eins og við kjósum, þá er forsetaræðið besta leiðin. Dæmi um forsetaræði eru Bandaríkin, Mexíkó og flest ríki Rómönsku Ameríku, Indónesía, Filippseyjar og mörg lönd í Afríku. Forsetaþingræði er afbrigði af þessu kerfi þar sem forseti deilir ábyrgð á stjórnarathöfnum með forsætisráðherra. Dæmi um forsetaþingræði eru Rússland og Frakkland.
Með því að kjósa forsetann beint, er verið að velja hvort um vinstri, miðju eða hægri stjórn er að ræða. Forsetinn velur svo ráðherra sem framfylgja stefnu hans. Málskotsrétturinn þar með ónauðsynlegur.
Í raun er þetta mun betra en núverandi fyrirkomulag en þar er ríkisstjórnin í sömu sæng og Alþingi og koma ráðherrar nánast alltaf úr röðum þingmanna. Þetta gerir þingið veikt gagnvart framkvæmdarvaldinu. Stjórnkerfi Íslands er meingallað. Menn eru að bisast við að bæta ákvæðum við í stjórnarskránna en stjórnskipunarkaflinn er sá kafli sem þarf í raun að breytast. Svo þarf að bæta við meiri rétt þjóðarinnar um stjórn landsins í formi beins lýðræðis.
Bloggar | 1.4.2024 | 10:29 (breytt kl. 11:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020