Sirkusinn sem hefur sett upp tjöldin við Bessastaði

Það er greinilegt að eitthvað þarf að gera til að breyta forseta lögum á Íslandi. Hvers vegna í ósköpunum er ekki enn búið að breyta meðmælendafjölda frambjóðenda í forsetakosningar?  Enn er miðað við 1500 meðmælendur sem þýðir að hátt í sextíu menn eru í framboði eða eru að reyna að ná þröskuldinum. Fimm eru búnir að ná lögbundnu lágmarki.

Segjum svo að 10 manns nái tilteknum lágmarksfjölda, þá tekur við stutt tímabil þar sem kosningabaráttan er háð. Niðurstaðan getur verið að við fáum til forseta manneskju með 20% fylgi á bakvið sig. Er hann fulltrúi þjóðarinnar? Það þyrfti að vera aðrar kosninga milli tveggja efstu frambjóðenda, rétt eins og gert er í Frakklandi. Valið sé skýrt.

Bloggritari veltir fyrir sig hvort til svo margt fólk með ranghugmyndir um eigið ágæti, þannig að það telji sig vera frambærilegt í forsetaembættið.  Fram hefur komið fólk, sem hefur ekki einu sinni lokið grunnskólamenntun, hefur engin pólitísk tengsl og telur sig samt vera boðlegt. 

Það er víst í tísku að frambjóðandinn sé öðru vísi, ekki að hann endurspegli þjóðina í víðari skilningi og geti valdið embættinu. Hér er ekki ætlað að fara í manninn og því engin nöfn nefnd. En sjáið fyrir ykkur suma af frambjóðendunum í virðulegri forsetaheimsókn erlendis.  Er þetta myndin sem við viljum sýna umheiminum?

Það skiptir máli hver er andlit þjóðar út á við. Lítum til Bandaríkjanna og hver er forseti núna.  Skelfilegt fyrir álit Bandaríkjanna að hafa forseta sem er illa haldinn af elliglöpum og getur ekki tjáð sig í heilum setningum og þarf minnismiða í tveggja manna tali þjóðarleiðtoga.  Þetta er ekki bara álitshnekkir heldur hefur þetta leitt til stríðs og hernaðarósigurs í Afganistan og nú stefnir í tap í staðgengilsstríðinu í Úkraínu.

Fyrir okkur Íslendinga, sem betur fer, leiðir þetta ekki til hernaðarósigurs, en getur leitt til álitshnekkis. Eins og staðan er í dag, virðast bara vera þrír frambjóðendur sem hafa það sem til þarf í starfið. Það eru Baldur, Arnar Þór og Halla. Þekkt fólk, með mikla þekkingu á íslenskri stjórnskipan (held að Halla hafi það líka en virðist vera meira tengd inn í atvinnulífið), virðast hafa leiðtogahæfileika en maður þarf að sjá meira til þeirra til að sjá hvert þeirra er með leiðtogasjarmann sem einnig þarf til.  Bloggritari bíður því spenntur eftir kappræðum frambjóðenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Baldur vildi ICESAFE helsið á okkur og kemur því ekki til greina að minni hálfu og annara sem ég hef talað við. Maður sem myndi samþykkja allt sem frá þingi kemur og hefur sjálfur sagt það. Getum gleymt því að hann myndi leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu.

Halla er of mikið tengd Davos og woke hugmyndafræði sem við höfum ekkert að gera við.

Arnar Þór er að mínu mati hættulegasti frambjóðandinn gegn elítunni sem hér vilja öllu stjórna. Of mikill sjálfstæðis og þjóðernissinni sem það fólk þolir ekki. Tel hann bestan.

Ísbjörninn er búin að leika sér nóg með Degi og allir vita hvernig hans vinnubrögð voru. Að gera ekki neitt. Enda Reykjavík gott sem gjaldþrota að hans undirlagi.

En tek undir með þér. Þessi kosningalög eru bara galinn og ég man þegar Vigdís varð forseti, studdi hana reyndar, þá var alveg klárt að ef það hefði verið forkosningar þá hefði hún tapað. Um 70% af þjóðinni kaus hana ekki, sem voru vonbrigði fyrir mig að hún skyldi ná embættinu á svo fáum prósentm, hefði viljað hafa það algjörlega afgerandi. En það var ekki. 

En að sjálfsögðu eiga að vera forkosningar og svo lokakosning um þá tvo efstu. Það væri lýðræðislegt. Hitt er bara ávísun á bull og ósætti hjá þjóðinni.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.4.2024 kl. 17:14

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Sigurður. Já, það sem ég var að segja er að þessir þrír einstaklingar eru hæfastir af öllum þeim sem hafa komið fram.

En svo verður að koma í ljós hvað þau hafa í farteskinu og hvað þau ætla að gera. Til dæmis myndi ég vilja spyrja Baldur hvort hann muni vísa lög um bókun 35 í dóm þjóðarinnar? Ef svarið er nei, þá er valið einfaldara fyrir mig.

Þessi stjórnmálaelíta hefur troðið svo mörgu ofan í okkar að hálfu væri nóg. T.d. inngangan í NATÓ, sem ég er ekki endilega á móti en hefði viljað að þjóðið hefði kosið í svona afdrifaríkri ákvörðun um að varpa hlutleysisstefnuna fyrir róða.

Og af hverju geta Íslendingar ekki breytt auðljósum annmörkum og sett töluna 5000-6000 manns í stað 1500? Eða hafa prósentuhlutfall kjörbærra manna sem væri best, því hvað gerist ef þjóðin fækkar í 300 eða fer í 500 þúsund?

Eins með EES, var mjög ósáttur við Vigdísi að þora ekki að taka af skarið og setja samninginn í dóm þjóðarinnar. Á Íslandi gilda EES lög ef næsti forseti stígur ekki í ístaðið.

Birgir Loftsson, 3.4.2024 kl. 18:31

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þessir 63 á alþingi bera ábyrgð á þessari vitleysu. Ömurlegt hvað þetta lið er ...........!!

Sigurður I B Guðmundsson, 4.4.2024 kl. 11:39

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Gagnlaust lið sem er á Alþingi Sigurður.

Birgir Loftsson, 4.4.2024 kl. 13:49

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessir 60 ná ekkert allir lágmarki.

Það er of hár röskuldur.

Annars sé ég að fyrsti ræðumaður er með lausn: forkosning og lokakosning.  Brilljant lausn.  Allir hafa gaman af kosningum, ekki satt?

Ásgrímur Hartmannsson, 4.4.2024 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband