Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2024

Undirskriftarlistinn: "Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra"

Í síðasta pistli var talað um spillingu í íslenskum stjórnmálum sem er landlæg. En langlundargeð Íslendinga hefur verið með ólíkindum og menn sætt sig við frændhyglina í áratugi. En það varð samt eðlisbreyting með bankahruninu 2008. Hinn þolgóði, möglunarlausi og þolinmóði Íslendingur fékk alveg nóg af íslensku stjórnmálastéttinni og gerði uppreisn.

Traustið hvarf á stjórnmálamönnum, á bankakerfinu og stjórnkerfinu almennt á nokkrum dögum. Þetta traust hefur greinilega ekki komið aftur og því má segja að bankahrunið hafi verið tímamóta viðburður. Íslendingar ætla sér greinilega ekki að láta elítuna leiða sig aftur í myrkrið.

Nú er í gangi undirskriftalisti á island.is gegn setu Bjarna Benediktssonar í stóli forsætisráðherra.  Hátt í 30 þúsund manns hafa skrifað sig á þennan lista í dag.  Þar segir á forsíðu undirskriftarlistans: Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: "Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun." Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra.

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-12-12-bjarni-faer-thridju-verstu-utkomu-i-maelingum-maskinu-fra-upphafi-399447

En málið er stærra en Bjarni sjálfur sem er ímynd spillingarinnar í augum íslensks almennings. Vantraustið snýr eiginlega að öllum ráðherrum ríkistjórnarinnar, Svandís, Sigurður Ingi, Katrín eru öll rúin trausti, þótt þau hafi ekki fengið undirskriftalista gegn sér.

Það þarf ekki miklar gáfur til að sjá að núverandi stjórn situr bara til að sitja. Engum í stjórnarflokkunum langar í kosningar, þar sem öllum flokkunum bíður afhroð. Betra að þreyja þorrann og fá eitt ár í viðbót við völd. 

Katrín var fyrst til að stökkva frá borði og innsigla örlög VG, en flokkurinn er í dag lifandi afturganga. Litla traustið sem flokkurinn naut, var einmitt vegna hennar persónu "töfra". Sigurður Ingi mun líklega vera áfram formaður en yfir örflokki.  Bjarni Benediktsson er greinilega á útleið, persónulegar óvinsældir hans eru það miklar. Bæði meðal stuðningsmanna flokksins, meðal flokksmanna en spurning er með stjórnarforustuna en hún er samsett af fylgjurum hans.

Það er auðvelt að sópa undirskriftarlistann gegn Bjarna sem rýtingsstunga í bakið af hálfu andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Enn og aftur, málið er dýpra og snýst að trausti á stjórnmálamönnum. Það ætti líka að vera undirskriftarlisti gegn Svandís og í raun ríkisstjórninni allri.

Blokkritari spáir að ríkisstjórnin lifi kjörtímabilið af. Allt gert til að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. VG munu kyngja ný útlendingalög, Sjálfstæðismenn skrifa undir hvaða vitleysu sem er í loftslagsmálum og Framsóknarmenn halda áfram að vera bara þarna eins og illa gerður hlutur.

 


Spilling íslenskra stjórnmála

Í mörgum löndum er spilling í stjórnmálum landlæg. Líka á Íslandi.  Íslendingar gefa sér þá mynd af sjálfum sér, sjálfa eða sjálfsmynd, að vegna þess að hér er stjórnarkerfi sem byggist á lýðræði og mannréttindum, að hér sé flest í himnalagi.

Þótt stjórnarformið sé rétt, er þar með ekki sagt að raunveruleikinn sé í samræmi við ímyndina.  Hér er nefnilega landlæg spilling, eins og er í mörgum löndum, en vegna mannfæðar, birtist hún í formi frændhygli. Frændhygli er ekki endilega að verið sé að hygla frændur, heldur er verið að hygla vini, kunningja eða bandamanna á kostnað allsherjarskipan samfélagsins.

Sjá má þetta alls staðar. Í stöður embættismanna eða í störf stjórnenda í stórfyrirtækja eða fyrirgreiðslna til handa fyrirtækja eða stofnanna.  Hæfustu einstaklingarnir eru ekki valdir til forystu. Afleiðingarnar eru auðljósar. Til dæmis í stöðu forstöðumanns stofnunar, velst áhangandi ákveðins stjórnmálaflokks, honum er verðlaunað stuðningurinn með stöðuveitu. Skiptir engu máli hvort viðkomandi valdi starfi sínu eða ekki. Meiri líkur en ekki er að stofnunin er illa rekin, engum til góðs.

Vegna þess hversu illa stjórnkerfið er rekið, er sífellt verið að brjóta mannréttindi á borgurum landsins.  Það þótt lög mæli gegn því.  Það er auðvelt að brjóta lög með því hreinlega að framfylgja þeim ekki.

Vegna minnimáttar kenndar stjórnmálastéttarinnar (við erum bara minniháttar stjórnmálamenn í örríki) er sífellt verið að sleikja sig upp við alvöru valdaklíkur erlendis. Það er gert með að reyna í sífellu að toppa vitleysunina sem kemur erlendis frá. Við verðum t.d. að slá wokisma Svíþjóðar við og vera enn meira wokistar. Höfum ýtrustu mannréttinda lög sem tekin hafa verið upp í Evrópu en framfylgjum þeim ekki þegar beita á þeim til handa sauðsvartan almúgann. Og já, látum erlenda flækingja njóta meiri mannréttinda en íslenska borgara, bara til að ímyndin út á við sé hrein. Á meðan er brotið á lítilsmagnanum - borgurum landsins.

Nýja dæmið um það er dvöl ungs fatlaðs fólk á öldrunarheimilum. Í frétt gærdagsins kom fram að hátt í tvö hundruð fatlaðir einstaklingar eru vistaðir á slíkum heimilum, vegna þess að engin úrræði er til fyrir þá. En aldrei er skortur á húsnæði, dagpeningar, fæði og klæði, menntun og heilbrigðisþjónustu  til ókunnugra sem ropa út úr sér að þeir sé hælisleitendur er þeir koma til landsins. Í meirihluta tilvika er um tilhæfilausar umsóknir að ræða og er hér um að ræða fyrirbrigði sem kallast velferða flóttamenn, fólk sem flakkar á milli landa og leitar í þjónustu landa sem hafa lélegt hælisleitakerfi vitandi vís að hér er hægt að dvelja í mörg ár á kostnað okkar skattgreiðenda. Bloggritari hélt að réttindi væru áunnin en ekki útbýtt eins og sælgæti til barna. Að kerfið er byggt á réttindum en líka skyldum.

En aftur að stjórnkerfinu. Eftir höfuðinu dansa limirnir. Þegar höfuðið, ráðherrarnir, eru gjörspilltir, er hætt við að spillingin seytli niður stjórnkerfið.  Ráðherra kemst upp með að vega að atvinnufrelsinu, ekkert er gert, hann skiptir um stól og málið er búið.  Annar ráðherra er uppvís að spillingu í bankamálum, hann skiptir um ráðherrastól og nú var hann að fá stöðuhækkun upp í æðstu stöðu íslenska lýðveldisins. Bananalýðveldi?  Ráðherraábyrgð bara orð í orðabók?

Af hverju hættir þessi þríhöfða þurs ekki leik þegar eitt höfuðið rúllar í burtu? Jú, þursinn veit að leikurinn er tapaður, hans bíður afhroð í næstu Alþingiskosningum. Vonast eftir að veður skipast í lofi og almenningur hafi skammtímaminni. 

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur flokkað flokk sinn niður í ruslflokk upp á einsdæmum, algjörlega rúinn trausti kjósenda flokksins (situr í skjóli valdaklíku flokksins); formaður VG hefur sent flokk sinn í Sorpu í endurvinnslu (en endar í óflokkað rusl og fer í urðun) og formaður Framsóknar afhent fylgi flokkinn í hendur Miðflokksins.

Enginn af þessum formönnum er stætt og munu þeir allir hætta þátttöku í stjórnmálum á næsta ári. Engar áhyggjur, eftir þeim bíður feitir tékkar og hlunnindi sem Alþingi hefur hlaðið undir lið sitt, forréttindastéttina Alþingsmenn. Þeir verða að hafa slík starfslok, því hvaða fyrirtæki myndu vilja hafa svona ótæka stjórnendur í sínu fyrirtæki?


Orðskrípi notuð til að breyta skynjun veruleikans

Eftir því sem tímarnir breytast og þjóðfélagið verður flóknara, breytist tungutakið; orðaforðinn breytist. Margar ástæður eru fyrir því að ný orð eru mynduð og tekin til notkunar. Það skortir t.d. sérstækan orðaforða fyrir nýja tækni. Bloggritari þýddi eitt sinn úr ensku fræðibók þar sem ekki voru til orð á íslensku fyrir ýmis hugtök sem notuð voru í bókinni. Bloggritari telst svo til að hann hafi komið með rúmlega 300 nýyrði sem flest hafa ekki ratað í daglegt mál eða orðabækur, en eru til.

Yfirleitt eru nýju orðin sem verða til, mjög lýsandi og þurfa ekki frekari skýringar en þau hljóma eða líta út. Það þarf þar með ekki hálærðar skýringar til að skýra ný hugtök, þau útskýra sig sjálf. Þetta er helsti munurinn á íslensku og ensku, hin fyrrnefnda sækir í norrænan orðaforða til að útskýra nýjan veruleika. Orð eins og sími og tölva sækja í menningararfinn. Farsími, sjónvarp,útvarp o.s.frv. eru orð sem beygjast og falla inn í íslenska tungu án örðugleika.

En síðan kemur pólitíkin og réttrúnaður nútímans með sinn orðaforða. Ekki til að lýsa veruleikanum, heldur að breyta skynjun okkar á honum. Fundin eru alls konar feluorð eða hliðrunarorð, til að fá okkur til að breyta um hugsun. Það skal tekið fram að oft er nauðsynlegt að breyta um hugtök, sum gömlu hugtökin voru niðurlægjandi.  Fávitahæli kallaðist Kópavogshæli eða Kleppur á sínum tíma og er það niðurlægjandi hugtak. Geðsjúkrahús hljómar betur og er jafn lýsandi. Maður ólst upp við hugtakið kynvillingur, hugsaði ekkert um það en var vanari hugtakinu hommi. Það síðarnefndi var fyrst frýjunarorð en er í dag notað daglega af öllum, líka samkynhneigðum sem er nokkuð flott hugtak og lýsandi. 

Atvinnurekandi eða vinnuveitandi. Hvort hugtakið er meira lýsandi? Ef hugtakið vinnuveitandi er notað, þá er verið að hampa þann skilning að verið sé veita af guð náð vinnu til starfsmanns sem hann megi þakka fyrir, ekki að hér sé um samningur tveggja aðila um kaup og kjör. Svo er mörgum meinilla við tegundarheitið maður. Við erum menn en ekki apar, ekki satt? Ýmis kvennmenn eða karlmenn til aðgreiningar. Viðkomandi getur verið flugmaður en ekki flugapi. Í sjálfu sér ekkert athugavert að nota orðið flugkona eða skólastýra í stað skólastjóri. Þetta verður bara að þróast í málinu. Stofnanamál er sérkapituli út af fyrir sig og ekki ætlunin að fara í hér. Oft búa embættismenn til óskiljanleg hugtök sem aðeins er hægt að skilja með hjálp orðabókar.

En svo kemur wokisminn með sinn orðaforða sem vekur á köflum furðu. Hvað þýðir t.d. hugtakið inngilding? Inngilding nýrra reglna um notkun rafmagnstækja? Lesandi sem sér orðið í fyrsta sinn og jafnvel í tíunda, klórar sig í kollinum og skilur ekki neitt í neina. Þarf að lesa orðið í samhengi en skilst samt ekki.

Svo eru það hælisleitendurnir sem eru ekki lengur að leita hæli, heldur alþjóðlega vernd.  Alþjóðlega vernd? Eru þeir ekki að leita sér íslenska vernd? Eða eru þeir að leita sér vernd og hæli í mörgum löndum? Sum sé, alþjóðlega vernd til að njóta íslenskrar verndar!

Svo er það hliðrunar hugtakið þungunarrof sem kemur í stað fóstureyðingu. Nú er það þannig að aðeins er leyft að eyða barn í móðurkviði er það er fóstur eða fósturvísir. Ekki síðar. Um endanlegan verknað er að ræða sem ekki er aftur tekið og því er fóstureyðing, sem er harkalegt orð, nákvæmari lýsing en þungunarrof. Það síðarnefnda getur verið ef læknir grípur inn í þungunina og gerir aðgerð á fóstri og er það inngrip sem kalla má þungunarrof, er rof en ekki endir.

Mörg ný orð hafa fest sig í sessi og eru lýsandi. T.d. aflandskrónur (krónur fastar erlendis), lágkolvetnafæði, samfélagsmiðlar, innviðir, sjálfa, hatursglæpur, hefndarklám og ótal íðorð í fræðigreinum eins og til dæmis deili hagkerfi.

Sum orð leggja menn ekki í reyna að þýða, eins og transkona eða transmaður? Er það til? Trans er í beinni þýðingu umbreyting. Má þá kalla transmanneskju umbreyting? Það er reyndar ekki lýsandi hugtak, umbreyting á hverju? Skilning manna á gangverki alheimsins? Nei, ekki nógu gott hugtak. Svona er þetta vandasamt að finna góð orð.

Höfum varan á þegar pólitískusarnir eða menntaelítan úr háskólum landsins koma með nýyrði. Líklegra en ekki, er þetta lið að reyna að breyta hugsun okkar. Bloggritari tekur lítið mark á hugtaki sem RÚV hefur tekið upp, sem er Belarús...algjört orðskrípi en gamla heitið er sígilt: Hvíta-Rússland. Hef útskýrt annars staðar af hverju. Svo kom RÚV með hugtökin víðóma og tvíóma. Einhvers sem skilur þessi hugtök?

Gróskumikil þróunin er í íslenskunni. Mörg orð koma inn, staldra stutt við og hverfa. Önnur lifa. Sum eru bara slanguryrði. Sjá má hér á nýyrðavef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hver gróskan er. Bloggritari verður að viðurkenna að ótrúlega mörg orð eru á þessum vef sem hann hefur aldrei séð áður. Kvikflaug, sorpari, kvikhjól...o.s.frv. en eru lýsandi þótt þau þurfi kannski aðeins skýringu við í fyrstu atrennu.

Nýyrðavefur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Að lokum. Íslenskan hefur haldið formi sínu síðan á miðöldum en orðaforðinn hefur breyst eða merking orða.  Til dæmis þýddi lóðbyssa á miðöldum fallbyssa sem skaut skotum á stærð við fiskilóð. Í dag er lóðbyssa hitatæki til að bræða kopar. Lóð getur  verið landskiki í borg, fiskilóð, lyftingartæki, eða fallbyssuskot í gamla daga. Á miðöldum var ragur maður hommi en í dag notað um huglausan eða huglítill maður.

Í íslenskunni eru a.m.k. yfir 600 þúsund orð og af nóg er að taka ef við viljum lýsa tilverunni. En um leið og við sleppum hendinni af íslenskunni, getum við pakkað saman, hætt að vera þjóð og sótt um að vera hluti af Bandaríkjunum og tekið upp enska tungu. Viljum við það? 

 


Skoðanamyndandi skoðanakannanir

Margar skoðanakannanir eru í gangi varðandi forsetakosningarnar þessar mundir.  Niðurstöðu þeirra eru misvísandi. Einn frambjóðandi nýtur mikils fylgis í einni en lítið sem ekkert í annarri.

Að sjálfsögðu eru kannanir eins og DV og Útvarp saga ekki vísindalegar né marktækar. Bara ætlaðar að taka púlsins, ekki mælingu á raunverulegu fylgi. Athygli vekur hversu afgerandi einn frambjóðandinn nýtur mikils stuðnings á Útvarpi sögu en lítinn annars staðar.  Þetta segir að sjálfsögðu mikið um hlustendahóp Útvarps sögu, sem að líkindum eru í eldri kantinum, íhaldssamir og hallast að íhaldssömum frambjóðendum. 

Því miður eru skoðanakannanir skoðanamyndandi og fólk vill oft veðja á efstu hestanna sem er miður. Ekki fylgja þeim sem samsvarar lífskoðunum þeirra best.

En ljóst er að fylgið er á fleygiferð og það þarf ekki neina einn nýjan frambjóðanda og allt breytist. Þeir sem berjast um efsta sætið eru Baldur, Katrín, Jón Gnarr, Höllurnar tvær og Arnar Þór samkvæmt könnunn Maskínu.

Ef mið er tekið af þrjá efstu frambjóðendur, Baldur, Katrínu og Jón Gnarr, þá erum við enn og aftur að fá frambjóðanda af vinstri væng stjórnmálanna. Ásgeir Ásgeirsson var Alþýðuflokksmaður og Ólafur Ragnar Grímsson Alþýðubandalagsmaður, en Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Guðni Th. Jóhannesson koma öll úr menningarheiminum sem eins og við vitum er vinstri sinnaður.

Þjóðin segist ekki vera að kjósa frambjóðanda eftir því hvort hann kemur af vinstri eða hægri væng stjórnmálanna. En þetta skiptir máli er mál koma inn á borð forsetans sem telja má vera "vinstri" mál. Blessunarlega hafa forsetarnir hingað til reynst starfinu vaxnir og tekist að vera hlutlausir en það getur breyst.

Vonandi, ef kjósendur velja Katrínu, að þeir séu ekki að gera mistök að velja sér til forseta einstakling sem kemur eldbakaður úr hringiðju stjórnmálanna. Hætta er á að hún standi ekki í vegi mál eins og bókun 35 sem hún hefur verið að ýta í gegn Alþingi.  Þetta er ansi óheppilegt, betra hefði verið að rykið hefði náð að setjast eins og gerðist með Ólaf Ragnar en hann var vægast sagt umdeildur stjórnmálamaður en reyndist ágætur forseti.

Hér kemur hörð gagnrýni á framboð Katrínar: Þorvaldur sakar Katrínu um að blekkja almenning – „Hún setur stjórn landsins í uppnám í persónulegu eiginhagsmunaskyni“

 


Afstaða forseta frambjóðenda til bókunar 35

Nú er ríkisstjórnin hálfvegis óstarfhæf og nokkrar líkur á að bókin 35 fari ekki í gegnum Alþingi í vetur sem lög.  En þessi evrópska reglugerð er ekkert að fara neitt og þegar einu sinni er búið að setja málið á dagskrá, er ekki aftur snúið. Nema Alþingi grípi í taumana og stöðvi málið sem er ólíklegt.

Það eru ekki góðar líkur á því á meðan ríkisstjórnarflokkarnir eru með meirihlutann á Alþingi.  Það segir svo hugur að forsætisráðherra sem nú er hálf lamaður í starfi muni lítið gera í málinu og það hafi verið VG sem hafi verið áhugasamastir að koma á tilskipun ESB en Ósjálfstæðismenn ekki verið andvígir því né Framsóknarmenn. 

Ljóst er að Alþingi verður allt öðru vísi samansett eftir næstu Alþingiskosningar og til valda verða komnir flokkar sem eru andvígir þessari bókun/lögum. 

Hins vegar þarf að spyrja forsetaframbjóðendur, alla með tölu, sem ná tiltekna lágmarkinu til forsetaframboðs, hver afstaða þeirra er. Það er því auðvelt að vingsa úr þá sem standa ekki vörð um íslensku stjórnaskránna og láta ESB lög ganga fram yfir íslensk.  Við vitum að forsætisráðherra, ef hún verður forseti, mun ekki setja málið í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Ef næsti forseti stendur ekki með íslensku þjóðinni í bókunar 35 - málinu og beitir málskotsrétti sínum, eru við með rangan forseta í forsetastóli, í raun bara skrautgrip á Bessastöðum.


Stríð í Ísrael og Úkraínu

Nú hefur brjál... í Washington, Joe Biden, í elliæriskasti, lýst yfir vilja til að taka Úkraínu í NATÓ.  Í hvaða veruleika eru stjórnvöld í Washington? Eru Úkraínumenn að vinna á vígvellinum? Nei, þeir eru að tapa. Og ef stríðinu lýkur með tapi Úkraínu, sem allar líkur eru á, munu Rússar leyfa leifarnar af Úkraínu ganga í NATÓ? Samþykki það í friðarsamningum? Nei, aldrei.

Eina ástæðan fyrir að Rússar fóru í hart var einmitt fyrirhuguð innganga landsins í NATÓ. Enn og aftur, þá er hér ekki verið að lýsa stuðning yfir stríði Rússa sem er á margan hátt meiriháttar mistök Pútín, sbr. innganga Svía og Finna í NATÓ.  Ömurlegt stríð sem hefði mátt afstýra með réttum forsetum í Bandaríkjunum og í Rússlandi.

Á að framlengja stríðið með meiri fjárframlögum Bandaríkjanna? Um það er barist þessa daga í Öldungadeild Bandaríkjaþings. Ef Úkraínumenn fá ekki meira fjármagn, er stríðið tapað sjálfkrafa.

Svo er það stríðið í Ísrael.  Er hægt að há mannúðlegt stríð? Sérstaklega í borgarstríði? Er hægt að uppræta hryðjuverka sveitir í þéttbýlli borgar án hliðar mannfalls? Svarið er auðvitað nei, en er hægt að lágmarka mannfallið sem bindur að sjálfsögðu hendur Ísraelshers?

Bloggari horfði nýverið á þáttaröðina "Masters of the Air" sem fjallaði um lofthernað Bandamanna á Þýskaland í seinni heimsstyrjöldinni. Stríðið var algjört stríð, þar sem borgarnir voru stundum bara einu skotmörkin. Ætlunin var að eyðileggja sem mest af byggingum og drepa sem flesta Þjóðverja og átti það að draga kjarkinn úr fólkinu. Hundruð þúsundir, ef ekki milljónir voru drepnar í ómarkvissum loftárásum, þar sem loftsprengjum var hent einhvers staðar, dag og nótt. Árangurinn var sá að fólkið varð reitt og staðráðið í að halda áfram. Flugmenn sem hentu sig niður í fallhlífum, áttu von á að vera tættir í sundur af borgurum ef til þeirra náðist á jörðu niðri.

Það sem er verið að segja hér, er að hlutfall viðbragða er aldrei sama og hlutfall árásar. Bandamenn lágu ekki yfir kortum og sögðu, getum við hlíft þýskum borgurum? Allir drápu alla miskunarlaust og góðu gæjarnir hjá Bandamönnum, drápu og nauðguðu eins og Sovétmenn er þeir fóru í gegnum Þýskaland 1945. Þeir voru bara ekki eins stórtækir.

Nú eru komnir aðrir tímar, Nurmberg réttarhöldin áttu að koma á réttlæti fyrir hönd fórnarlamba og Sameinuðu þjóðirnar að sætta ríki og koma á alþjóðareglur um hvernig stríð er háð. Framvegis átti að láta borgaranna í friði.

Að þessu öllu sögðu, geta herir hlíft borgaralegum skotmörkum. Svo getur Ísraelher líka. Tvennum sögum fer af því, hvort þeir geri það eða ekki og erfitt er að átta sig á sannleikanum. 

En ljóst er að borgarar falla í þessu stríði, það er deginum ljósara. Hvort það sé óeðlilega mikið, er eiginlega ekki hægt að fullyrða um. Áreiðanlegar tölur úr stríðum koma oft ekki fyrr en mörgum árum síðar. Stundum aldrei.  En ef Ísraelher er viljandi að svelta, drepa og hrekja borgaranna af Gaza, er það stríðsglæpur.  Eftir situr spurningin, er hægt að sigrast á Hamas án þess að fara inn í Gaza? Ef Ísraelar hefðu ákveðið að gera það ekki, hvað hefði það leitt til á svæðinu? Þeir misstu "andlitið" 7. október er þeir gátu ekki varið eigin borgara. Og þeir ekkert gert? Hezbollah gert stórfelldar árásir í framhaldið? Og stríðið magnast upp í stríð í Líbanon og svo stríð í Miðausturlönd og lok þriðju heimsstyrjöld? Stoppaði flotadeild Bandaríkjaflotans það að Hezbollah færi af stað úr Líbanon?

Að lokum er hér leitað á náðir ChatGPT og spurt hvað er hlutfall mannfalls borgara í samræmi við hlutfall hermanna í borgar stríði? Svarið er eftirfarandi:

"Hlutfall óbreyttra borgara og hermanna í borgarhernaði getur verið mjög mismunandi og fer eftir ýmsum þáttum eins og tilteknu þéttbýli, eðli átakanna og aðferðum andstæðra sveita. Hins vegar er almennt viðurkennt að þéttbýli hafa tilhneigingu til að hafa meiri fjölda óbreyttra borgara samanborið við hermenn.

Það er krefjandi að áætla nákvæmt hlutfall vegna kraftmikils eðlis borgarstríðs og erfiðleika við að meta nákvæmlega hverjir eru almennir borgarar á átakasvæðum. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að almennir borgarar eru venjulega talsvert fleiri en hermenn í borgarumhverfi.

Í þéttbýlum borgum getur almenningur verið fleiri en hersveitir um hundruð eða jafnvel þúsundir á móti einum. Þetta felur í sér einstaka áskorun fyrir hernaðaraðgerðir, þar sem sveitir verða að sigla um borgaraleg svæði á sama tíma og lágmarka skaða fyrir þá sem ekki eru í hernum.

Nærvera óbreyttra borgara á hernaðarsvæðum í þéttbýli undirstrikar mikilvægi þess að fylgja alþjóðlegum mannúðarlögum, sem krefjast þess að aðilar í átökum geri greinarmun á óbreyttum borgurum og stríðsmönnum og að þeir geri allar mögulegar varúðarráðstafanir til að lágmarka skaða á óbreyttum borgurum og borgaralegum hlutum. Hersveitir verða að gæta varúðar og beita aðferðum sem lágmarka mannfall óbreyttra borgara og aukatjóni á sama tíma og markmiðum er náð."

Svo er spurning hvort menn fari eftir þessu og er allur gangur á því.  Stríð er rússnesk rúlletta. Sá sem hefur stríð getur auðveldlega tapað því. Það er ekki til neitt sem kallast gott stríð.


Öryggi Íslands og ástand heimsmála

Þegar blikur eru á lofti um heimsfriðinn, þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig margar spurningar: Er öryggi Íslands tryggt? Varnir í lagi? Eru nægar olíubirgðir í landinu? Eru nægileg magn af matvælum til? Þurfum við að koma upp korngeymslum fyrir komandi stríð? Eru við með varahluti fyrir nauðsynlegt viðhald á orkumannvirkjum og öðrum nauðsynlegum mannvirkjum? Erum við með nægilegar varnir gagnvart netárásum sem verða reyndar fyrstu árásirnar í komandi stríði, þar sem reynt verður að hakka og eyðileggja orku innviði o.s.frv. Landið er orðið svo háð netinu í dag og tölvum að auðvelt er að loka á nútíma samfélag með markvissri netárás.  

Við erum með þjóðaröryggisráð sem er frábært en er það rétt skipað mannskap? Er einhver á tánum dags daglega? Þessar spurningar vakna þegar bloggari hlustar, les og horfir á alþjóðasérfræðinga sem margir hverjir berja stríðsbumburnar hratt þessa daganna. Hafa gert reyndar um misseri. Meira segja svefnburkurnar í Brussel eru vaknaðar og hafa áhyggjur af heimsfriðinum.

Valda jafnvægið er raskað. Það er alveg ljóst. Heimurinn er að reyna að átta sig á stöðunni, hver er sterkastur og mun einhver láta til skara skríða? Allt vegna þess að einpóla heimsveldið er í höndum örvasa gamalmennis í Washington sem veit ekki hvaða dagur er í dag og það þýðir að litlu karlarnir fara af stað með sín svæðisbundnu markmið.


Um landnám Vínlands

Margar tilraunir voru gerðar af norrænum mönnum til að nema Ameríku en þær mistókust vegna þess að landnámsmennirnir voru of fáliðaðir og of langt langt var til Evrópu. Þeir átti í mestu erfiðleikum við að halda sambandi við Grænland allan tímann sem byggð var þar. Fórum yfir landkönnunar- og landnámsskeiðið sem stóð frá 999-1013 sem við vitum af. Nóta bene, Norður-Ameríka datt aldrei úr sambandi við Grændland í yfir fjögur hundruð ára sögu byggðar norrænna manna á Grænlandi.

Fyrsti leiðangur: Telja má að Bjarni Herjólfsson í hafvillu hafi fundið Ameríku fyrstu Evrópumanna. Líklega um 999.  Hann var ekki landnámsmaður. Við heimkomu til Grænlands hefur hann sagt af landgæðum. 

Annar leiðangur: Þá fer Leifur Eríksson, sonur Eiríks rauða, af stað, ekki bara til að kanna, heldur til að nema. Hann fór líklega af stað 1001. Hann setur upp búðir, Leifusbúðir, sem enn má sjá, á Nýfundnalandi og dvelur um vetur. Fyrstu húsakynni Evrópumanna í Ameríku. En svo er haldið heim til Grænlands. 

Þriðji leiðangur: Þorvaldur Eiríkisson leggur af stað í kjölfarið 1002, fer og dvelur í Leifsbúð um veturinn. Næsta sumar er land kannað, líklega til búsetu en snýr til baka í Leifsbúð og dvelur um veturinn. Svo er farið annað leiðangur næsta sumar og hann og finnur bæjarstæði fyrir bæ sinn í Krossnesi (Kellys point, New Campellton) en þar fellur hann fyrir örvum indíána.

Fjórði leiðangur: Þorsteinn Eiríksson leggur svo af stað 1006 en lendir í hafvillur og kemst við illa leik heim til Grænlands.

Fimmti leiðangur: Þorfinnur Karlsefni leggur af stað 1008 um sumarið en nú er reynt alvöru landnám. Um 140-160 manns með í för á þremur skipum. Um haustið sest hann að á Fundyflóa (borgin Saint John). Þar fæðist Snorri Þorfinnsson, fyrstur hvítra manna í Vesturheimi og forfaðir minn af 25 kynslóð.  Illa gengur vegna fæðuskorts, fara líklega svo til New York, versla fyrst og berjast svo við skrælinga.  Vegna sundurþykki er snúið við til baka til Grænlands, en koma við í Labrador og taka tvo frumbyggja drengi með sér til Grænlands.  Kemur til baka til Grænlands 1011 en farið til Íslands 1013.

Sjöttu ferðina fer Freydís Eiríksdóttir á tveimur skipum, líklega 1012. Haft er vetursetu í Leifsbúð, en lætur taka Íslendinga af lífi sem voru á öðru skipinu og snúið við til Grænlands í kjölfarið.

Þar með líkur þessum kafla í landnámi víkinga í Vesturheimi. En það er algjör misskilningur er að þar með hafi sambandið rofnað við meginland Ameríku.  Sjöundi leiðangurinn fór Eiríkur upsi Gnúpsson Grænlandsbiskup 1121.

En líklega héldu Grænlendinga áfram að sigla til Vínlands næstu aldir, á meðan þeir höfðu skipakost. Þeir hafi farið til að útvega sér timbur sem skortur var á í Grænlandi. Hvenær síðasta ferin var farin er ekki vitað. Árið 1347 kom til Íslands skip af Grænlandi og hafði farið til Marklands (mörk = skógur) en hrakist hingað til lands.

Þannig er nokkuð ljóst að Íslendingar og Grænlendingar þekktu til Ameríku í margar aldir og tengslin við Grænland rofnuðu ekki fyrr en á öndvegri 15. öld. Þá var stutt í næstu landnámshryni sem hófst með Kristófer Kólumbus en bloggari hefur ritað um meinta Íslandsför hans 1477.

Á Wikipedíu segir:“ Fyrir miðja 14. öld fór Vestribyggð í eyði. Er talið að tvennt hafi komið til: kólnandi loftslag og ágangur Inúíta að norðan. Upp úr þessu lögðust Norðursetuferðir af. Siglingum frá Noregi fækkaði mjög um sama leyti vegna áhrifa svartadauða þar í landi. Um 1368 fórst Grænlandsknörrinn og lögðust þá af reglulegar siglingar frá Noregi. Árið 1377 dó Álfur biskup og var Grænland biskupslaust eftir það. Árið 1385 hrakti Björn Jórsalafara til Grænlands og dvaldi hann þar í tvo vetur með liði sínu. Árið 1406 hrakti skip til Grænlands með fjölda stórættaðra Íslendinga um borð. Sigldu þeir á brott árið 1410 og spurðist ekki til norrænna manna á Grænlandi eftir það, svo öruggt sé.“

 


Eru Ísraelar að egna Íran í stríð?

Svo virðist vera ef marka má árás þeirra á sendiskrifstofu Írans í Sýrlandi.  Eins og allir vita sem þekkja til málefna utanríkismála, eru sendimenn, diplómatar og aðrir starfsmenn ræðisskrifstofa og sendiráða friðhelgir. Svo á einnig við um bústaði þeirra og bifreiðar. Árás á slíka staði og starfsmenn telst jafngilda árás á viðkomandi ríki. Hvað voru Ísraelmenn þá að pæla? Sumir telja að þeir hafi verið að pota í björninn og láta hann gera árás. Með því þarf Bandaríkin að bregðast við sem bandamaður og úr getur orðið svæðisstríð og jafnvel heimssstyrjöld.   Svo telja Ísraelar a.m.k. sjálfir.

Ríkisstjórn Ísraels kom saman nýlega vegna vaxandi spennu við Íran eftir mannskæða árás á ræðismannsskrifstofu Írans í Sýrlandi. Hefndaheit Írans hefur sett svæðið á  annan enda og vekur ótta um víðtækari átök.

"Stjórnarráðið hittist til að bregðast við yfirvofandi hættu á „yfirvofandi“ árás, í kjölfar loforðs Írans um að hefna árásarinnar sem kostaði líf nokkurra æðstu herforingja. Árásin, sem er sögð hafa verið gerð af ísraelskum F-35 orrustuþotum, lagði írönsku ræðismannsskrifstofuna í Damaskus í rúst með þeim afleiðingum að að minnsta kosti 11 einstaklingar létust, þar á meðal sjö háttsettir liðsmenn íslamska byltingarvarðliðsins (IRGC)." segir í frétt bandaríska blaðsins Sun.

Önnur skýring getur verið að þeir hafi ekki staðist málið er þeir sáu svo háttsett skotmörk í ræðismannaskrifstofunni og "hleypt af, sama hvað". Meðal þeirra sem féllu í árásinni á ræðismannsskrifstofunni var Mohammad Reza Zahedi hershöfðingi, leiðtogi úrvalsliðsins Quds í Líbanon og Sýrlandi. Handbendar Írans, Hezbollah, varaði við afleiðingum þess og sagði að "glæpurinn muni vissulega ekki líðast án þess að óvinurinn fái refsingu og hefnd".

Vaxandi spenna kemur í kjölfar yfirstandandi átaka milli ísraelskra hermanna og íranskra leppa. Hizbollah hefur hert árásir yfir landamæri en uppreisnarmenn Houthi í Jemen hafa truflað verulegar siglingaleiðir. Sérfræðingar vara við því að Íranar kunni að grípa til beinnar eldflaugaárása á Ísrael og hætta á víðtækari átökum.

Íran hefur enga möguleika á að gera innrás í Ísrael vegna fjarlægðar og lönd eru á milli. En hins vegar geta Íranir gert loftárásir á landið og valdið mikinn skaða. Ísraelar áttu í erfiðleikum með frumstæðar eldflaugar Hamas, sem reyndar voru í nágrenninu, en sérfræðingar segja Hezbollah búna fleiri og betri eldflaugar. Íran er mjög öflugt á þessu sviði. Hins vegar ef þeir ákveða að gera árás, þá verður það "allt eða ekkert", því að þeir vita að Ísraelmenn muni svara af fullum þunga. Það þýðir svæðisbundið stríð sem getur þróast í heimsstyrjöld. Eru Íslendingar tilbúnir undir slíkt? Fyrirvarinn getur verið lítill.

 

 


NATÓ í 75 ár - hefði mátt fara aðra leið?

Erfitt er fyrir okkur nútímafólk að dæma um það. Maður þarf að sökkva sig niður í tímabilið og sjá hvað var að gerast á þessum tíma. Saga NATÓ byrjar nefnilega ekki 1949 heldur löngu fyrr.

Aðdragandinn

Stóra myndin er þessi: Þrjú hugmyndakerfi börðust um völdin í heiminum. Lýðræðið, fasisminn og kommúnisminn. Þegar Hitler fór í sína feigðarför bundust lýðræðisríkin böndum við sjálfan djöfulinn, Stalín, sem var náttúrulegur óvinur þeirra og varð það eftir seinni heimsstyrjöld. Mikið púður hefur verið eytt í útrýminga leiðangur Hitlers en minna í það sem Stalín stóð fyrir. Vart er hægt að sjá hvor var meira skrímsli. En það er annað mál. En endalok seinni heimsstyrjaldarinnar voru að fasisminn sem hugmyndakerfi tapaði, þó leifar af honum lifa ennþá hér og þar.

Brestir voru komnir í bandalag bandamanna fyrir stríðslok en óheppni Bandaríkjamanna var að þeir voru með dauðvona forseta sem svo lést. Franklin D. Roosvelt var ekki góður forseti og sérstaklega ekki á stríðstímum en það er efni í aðra grein.

Raunveruleikinn réði eftirmála styrjaldarinnar. Skipting var ákveðin með samkomulagi leiðtoga Bandamanna en líka með hersetu en Sovétmenn sátu og réðu yfir alla Austur-Evrópu og þeir vildu meira, t.d. Grikkland.

Sum sé í maí 1945, við lok síðari heimsstyrjaldarinnar, var stærð sovéska hersins Jósefs Stalíns sannarlega umtalsverður. Sovétríkin höfðu virkjað gríðarlegt herlið í stríðinu, þar sem milljónir hermanna tóku þátt í bardaga á austurvígstöðvunum gegn Þýskalandi nasista. Í maí 1945 var Rauði herinn stærsti her í heimi og taldi um 11 milljónir hermanna.  George Patton hershöfðingi (og Churchill) lét sig dreyma um að fara í Rauða herinn en það var sussað á þá. Fólk var búið að fá nóg af stríði í Evrópu og lítill hljómgrunnur eða hvatning fyrir hermenn að halda áfram átökum.

Ef vestrænir bandamenn hefðu ákveðið að berjast við Rauða herinn í bardaga sumarið 1945, hefði það líklega verið hrikaleg átök með mikið mannfall á báða bóga. Niðurstaðan hefði verið háð ýmsum þáttum, svo sem skilvirkni hernaðaráætlana, seiglu hermanna, skipulagslegum stuðningi og pólitískum sjónarmiðum.

Þess má geta að sumarið 1945 hafði Þýskaland þegar gefist upp og stríðinu í Evrópu var í raun lokið. Áherslan hafði færst að stríðinu gegn Japan á Kyrrahafs stríðsvettvanginum. Að auki voru diplómatískir samningar og fyrirkomulag milli bandamanna, svo sem ráðstefnurnar í Jalta og Potsdam, sem miðuðu að því að samræma viðleitni og koma á ákveðnu stjórnarfari eftir stríðið.

Stalín var eins og hann var, sveik þá samninga sem hann gat með leppum sínum og tóku kommúnistar völdum í Austur-Evrópu. Járntjaldið var fallið 1946. 

Óttast var að kommúnistar myndu ræna völdum í Vestur-Evrópu, í Frakklandi, Ítalíu og víða og líka á Ísland en íslensk leyniþjónusta starfaði til höfuðs útsendara kommúnista.  Kommúnismi var líka í mikilli sókn í Asíu.  Kommúnistar tóku völd í Kína 1949. Mikil ógn var talin stafa af kommúnistaríkjunum og menn vildu því nýtt hernaðarbandalag lýðræðisþjóða.

Í þessu ástandi var Atlandshafsbandalagið stofnað. Ísland var meðal 12 stofnþjóða NATÓ. Ætli þau séu ekki núna um 32. Miklar deilur og átök voru um inngönguna enda verið að henda formlega hlutleysisstefnu Íslands síðan 1918 fyrir borð. 

Inngangan í NATÓ

Bjarni Benediktsson, sem gegndi embætti forsætisráðherra Íslands frá 14. nóvember 1959 til 10. júlí 1963, en var utanríkisráðherra 1949, átti stóran þátt í ákvörðun Íslands um aðild að NATO (Norður-Atlantshafsbandalagið) árið 1949. Málflutningur hans, líkt og margir talsmenn aðildar að NATÓ á Íslandi á sínum tíma snerist um þjóðaröryggi og álitna þörf fyrir sameiginlegar varnir. Ísland átti að vera herlaust á friðartímum, loforð tók ekki nema 3 ár að svíkja með komu Bandaríkjahers til Íslands 1951.

Í upphafi kalda stríðsins hafði Ísland, eins og margar aðrar þjóðir, áhyggjur af þeirri ógn sem stafaði af Sovétríkjunum og útþenslustefnu þeirra. Í ljósi stefnumótandi staðsetningar Íslands á Norður-Atlantshafi var það sérstaklega viðkvæmt fyrir hugsanlegum árásum eða afskiptum frá Sovétríkjunum.

Bjarni Benediktsson og fleiri (Framsóknarmenn og Kratar) héldu því fram að með því að ganga í NATO gæti Ísland notið góðs af sameiginlegu varnarábyrgðinni sem kveðið er á um í NATO-sáttmálanum. Þetta þýddi að ef Ísland yrði fyrir árás myndu önnur NATO-ríki, einkum Bandaríkin, koma því til varnar. Þetta veitti Íslandi öryggistilfinningu og fullvissu gagnvart hugsanlegum ytri ógnum.

Ennfremur gerði aðild að NATO kleift að taka þátt í hernaðarsamvinnu, sameiginlegum æfingum og miðlun upplýsinga með öðrum aðildarríkjum. Þetta efldi varnarviðbúnað Íslands og styrkti tengsl þess við helstu bandamenn.

Á heildina litið snerust rök Bjarna
fyrir aðild Íslands að NATO um þá þörf sem talin var vera á öryggis- og varnarsamstarfi í ljósi geopólitískrar óvissu og ógn sem stafaði af Sovétríkjunum á tímum kalda stríðsins.

Herlaust Ísland í öflugasta hernaðarbandalagi sögunnar

Það vekur furðu nútímamanna (míns a.m.k.) að Ísland skuli ekki vilja stíga skrefið til fulls og leggja sitt fram til bandalagsins með því að stofna íslenskan her. Eina sem Íslendingar vildu leggja fram var land undir herstöðvar. Furðu rök eins og Ísland væri bláfátæk (með ofsa stríðsgróða á bakinu), gæti ekki haft nokkur hundruð manns undir vopnum (tugir milljónir vopna voru enn til eftir lok stríðsins). NATÓ hefði lagt til fjármagn og vopn og gerir í dag með mannvirkja sjóði sínum. Hægt hefði verið að stofna heimavarnarlið eins og gert var á hinum Norðurlöndum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. En lítum á rök Björns Bjarnasonar fyrir herleysi.

Bjarni Benediktsson stofnaði ekki íslenskan her í ráðherratíð sinni af ýmsum ástæðum, fyrst og fremst tengdum sögulegu samhengi Íslands, landfræðilegum sjónarmiðum og varnarstefnu.

Sögulega sjónarmiðið var sú mýtan að Ísland væri friðsöm þjóð sem hefði ekki hefð fyrir staðal her. Það er skiljanleg rök en hafa verður í huga að landið var undir vernd danska hersins í aldir. En þessi rök eiga ekki við þegar landið ákveður að taka þátt í hernaðarbandalagi. Fyrir 1550 voru menn almennt vel vopnaðir, höfðingjar höfðu sveinalið og varnir ágætar, t.d. voru byggð hér yfir 30 varnarmannvirki á miðöldum svo vitað sé. Eftir 1550 sá danski flotinn um landvarnir Íslands. Eftir 1940 voru það Bretar og Bandaríkjamenn. Landið var því aldrei varnarlaust.

Landfræðileg sjónarmið. Staðsetning Íslands á Norður-Atlantshafi gerði það að mikilvægt landfræðilega  á tímum kalda stríðsins, sérstaklega hvað varðar eftirlit og viðbrögð við hugsanlegri sjóhernað Sovétríkjanna á Norður-Atlantshafi. Í ljósi tiltölulega fámenns lands og takmarkaðra auðlinda gæti það hafa verið talið óþarft eða efnahagslega óframkvæmanlegt að koma á fót staðalher í fullri stærð. Þau áttu við þá, ekki í dag.

Aðild að NATO. Ákvörðun Íslands um að ganga í NATO árið 1949 var rammi fyrir sameiginlega varnar- og öryggissamvinnu við önnur aðildarríki, einkum Bandaríkin. Sem NATO-aðildarríki naut Ísland góðs af sameiginlegum varnarábyrgðum bandalagsins og hernaðarsamstarfi, sem gerði það að verkum að það kom í veg fyrir bráða þörf fyrir stóran eigin her.

Varnarstefnan. Varnarstefna Íslands hefur í gegnum tíðina beinst að því að viðhalda litlu en færu varnarliði (LHG) sem er sérsniðið að sérþörfum þess, þar á meðal eftirliti á sjó, leitar- og björgunaraðgerðum og samvinnu við herafla bandamanna. Þessi nálgun gerði Íslandi kleift að forgangsraða varnarauðlindum sínum á skilvirkan hátt á sama tíma og það nýtti stefnumótandi samstarf sitt innan NATO.

Þegar á heildina er litið var ákvörðun  Bjarna Benedikssonar um að stofna ekki íslenskan staðalher í forsætisráðherratíð hans undir áhrifum af ýmsum þáttum, þar á meðal sögulegri stöðu Íslands í varnarmálum, stefnumörkun, aðild að NATO og varnaráætlun sem sniðin var að sérstökum aðstæðum. 

NATÓ þurfti nauðsynlega á Íslandi að halda, því það er hluti af GIUK hliðinu og þá voru gervihnettir ekki komnir til sögunnar. Þannig að hann og flokkur hans komust upp með að fá það besta úr NATÓ með lágmarks framlagi og hernaðarvernd bandalagsins.

En nú eru breyttir tímar með breyttri tækni. Við sáum það 2006 þegar Bandaríkjaher yfirgaf landið án þess að tala við kóng eða prest. Ljóst var að hagsmunir Bandaríkjanna fóru ekki saman við hagsmuni Íslands. Ef til vill hafa þeir sjaldan farið saman. En íslenskir ráðamenn lærðu ekkert af þessu og ákveðu að hafa höfuðið áfram í sandinum.  Þetta hefði átt að vera hvatning til að stofna einhvers konar varnarlið, mannskap tilbúinn þegar næsta stríð kemur, sem kemur örugglega, en ekkert var gert. Ef eitthvað, var skorið niður hjá Landhelgisgæslunni sem sér um framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin af hálfu Íslands.

Það er afneitun veruleikans að gera Ísland "hlutlaust" þegar það er í hernaðarbandalagi. VG vöknuðu við vondan draum og þurftu að henda fantasíu sína út um NATÓ þegar flokkurinn þurfti að starfa í veruleikanum. Við munu falla eða standa með þessu bandalagi á meðan við eru í því.

Það eru bæði kostur og ókostur að vera í hernaðarbandalagi. Kosturinn eru að við höfum 31 vinaþjóðir sem koma okkur til hjálpar en ókosturinn er að ef ráðist er á eina þeirra, eru við komin í stríð.

Lokaorð

Íslendingar hefðu getað valið að vera áfram hlutlaus þjóð 1949 og tekið mikla áhættu með Stalín sem var til alls líklegur. Líklega hefði "flugmóðuskipið" Ísland aldrei sloppið frá þriðju heimsstyrjöldinni, ráðist hefði verið á það og það hernumið. En Ísland hefði getað ákveðið að vera hlutlaust, komið sér upp her, og treyst á að Bandaríkjamenn/Bretar komi sjálfkrafa ef til stríðs kemur. Það hefði e.t.v. ekki verið slæm leið.

Hvað framtíðina varðar, þurfa Íslendingar að girða sig í brók, og a.m.k. koma sér upp sérfræðiþekkingu og formlega stofnun sem sér um varnarmál Íslands. Það skref var stigið með stofnun Varnarmálastofnunar Íslands en illa heillin, stigið til baka, þökk sé nútíma íslenskum vinstri mönnum. Hins vegar má allta leiðrétta mistök og endurreisa stofnunina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband