Bloggfærslur mánaðarins, desember 2022

Hvers vegna í ósköpunum er RÚV ennþá til?

Þessi spurning vaknar þegar maður pælir í fjölmiðlaumhverfinu í dag. Hér eru til einkareknir fjölmiðlar sem hafa stórkostlega góða dagskrá, svo sem N4, Stöð 2, og Hringbraut, Bylgjan, Útvarp saga og fleiri. Allt fjölmiðlar með íslenskt efni og sumir bara með íslenskt efni með bestu gæðum. Talandi ekki um netið sem gefur kost á að fylgjast með öllum fjölmiðlum heims.

Og þeir sem eiga að vera verjendur frjálsa markaðins, Sjálfstæðisflokkurinn, er aðeins að íhuga að taka RÚV af auglýsingamarkaði, ekki að leggja fjölmiðlinn niður.Hugleysi er þetta.

RÚV gegnir engu öryggishlutverki í dag, hefur lélega dagskrá (mestmegið enskumælandi efni) og það þrátt fyrir að hafa 7 milljarða í meðgjöf árlega. Fréttastofan bullandi hlutdræg og með aðalþul sem hefur verið í hlutverkinu síðan 1977! Einn maður hefur ráðið sýn Íslendinga til umheimisins í næstum hálfa öld og lengi vel eina sýnin þar til Stöð 2 tók til starfa.

Ég sem frjáls einstaklingur, er neyddur með valdboði að borga árlega til RÚV, hvað er það núna, 18 þúsund krónur? Og allir hinir á heimilinu eldri en 18 ára líka. Þetta er töluverður peningur ef hugsað er út í það.

Það er alveg ótrúlegt að aldrei er skorið niður á RÚV, líka í kreppum, en hægt er að skera niður fjárveitingar til vegaframkvæmda, sjúkrahús og aðra innviði.

Fyrir 7 milljarða er hægt að gera marga hluti. Sem dæmi er hægt að bora ein jarðgöng árlega, eyða biðlista eftir skurðaðgerðum o.s.frv.

Ef ríkisvaldið vill endilega fara ofan í vasa mína og þína, af hverju ekki að hafa þann valkost að við ráðum hvaða fjölmiðill fái peninginn? Líkt og við ráðum til hvaða trúfélags (sem og háskóla) við borgum til.

 

RÚV hverfi af markaði og umfang skorið niður


Höfuðból á Íslandi

Hér koma niðurstöður úr stórmerkilegri doktorsritgerð sem hefur vakið litla athygli á Íslandi, tel ég, kannski vegna þess að hún er skrifuð á dönsku. En dr. Árni Daníel Júlíusson á heiður skilið að rannsaka höfuðból eða stórbúskap á Íslandi á síðmiðaldum og fram á árnýöld. Kíkjum á niðurstöður hans í lauslegri þýðingu minni. Rannsóknir hans koma saman við mínar rannsóknir á höfuðstöðum, sbr. virkisgerð á hámiðöldum á Íslandi sem ég rannsakaði og gerði ritgerðir um bæði í sagnfræðinni og forleifafræði.Þið verðið að fyrirgefa þýðingu mína úr dönsku, hún er mér ekki jafntöm og enskan eða þýskan. En gefum Árna orðið:

"Uppruni íslensks stórbúskapar

Eins og áður sagði hafa fornleifafræðingar ekki mikið að segja um íslenska höfuðbólið á miðöldum, eða réttara sagt ekkert. Uppruni þeirra er líka nokkuð dularfullur.


Perry Anderson telur stórbúskap víkingatímans í Skandinavíu byggjast á þrælavinnu og verslun með þræla og notkun þeirra í stórbúskap hafi komið í veg fyrir að norrænir bændur lentu í seríustöðu gagnvart landeignarelítunni. Margir þeirra sem þekkja vel íslenskar miðaldaheimildir hafa þó tilhneigingu til að efast um að þrælahald hafi alltaf verið sérstaklega útbreidd. Margir fræðimenn virðast hafa tilhneigingu til að túlka staðreyndir um íslenskt miðaldasamfélag með hliðsjón af því sem þeir vita um vest-evrópska þríhliða verkalýðskerfið og þeir líta á þrældóm sem eina kostinn við þrælahald.

Túlkun á staðreyndum á grundvelli þekkingar á íslensku landbúnaðarkerfi felur hins vegar í sér þriðja valkostinn, þróun sem ætti ekki að teljast sérlega fornaldarleg heldur önnur þróun en sú vestur-evrópska. Íslenska landbúnaðarkerfið var búfjárræktarkerfi sem sameinaði nautgriparækt og sauðfjárrækt bæði á stórbýlum og fjölskyldubúum.

Auðlindir landsins voru viðunandi að því marki þar sem íslenskt samfélag þróaði með sér tilhneigingar í átt til norska land- og útlandakerfinu um 900, sem voru beinlínis andstæðar einmenningunni sem varð ríkjandi í vestur-evrópskum þriggja raða landbúnaði (upphaflega svipað og t.d. í þýska landbúnaðinum).  Íslenska landbúnaðarkerfið var  hluti af ákveðnum tilhneigingum í germanska landbúnaðarkerfinu frekar en enska kerfið má líta á sem tilhneigingu á mikilli og vaxandi áherslu á kornrækt og sífellt minni áherslu á búfjárrækt.


Afleiðingin var kerfi á Íslandi þar sem hvorki þrældómur né ánauð ríkti heldur frelsi bænda sem tengist mjög þróaðri aldurstengdri verkaskiptingu. Búin voru rekin með aðstoð bændasona og -dætra, sem síðar á ævinni urðu sjálfstæðir bændur. Slíkt kerfi gæti vel hafa haft þrælahald til að byrja með, en engin söguleg dæmi eru um stórfellda þrælahald á Íslandi, hvorki í samtímasögum, annálum né skjölum. Það var enginn sérstakur skipulagslegur staður fyrir þrælahald í kerfinu.


Að öðru leyti er tilfinningin fyrir íslenskri stórmennskubragð og þá sérstaklega félagslegu umhverfi á helstu bæjum mjög frábrugðin heimilum evrópska aðalsins. Á Íslandi var greinilega lítil þörf á vörnum gegn uppreisnargjarnum bændum og riddarakastalinn var ekki byggður (ekki alveg sammála þessu en ég hef rannsakað virkisgerð á hámiðöldum og síðöldum á Íslandi og birti lista yfir þekkt virkismannvirki á tímabilinu - Birgir).

Íslensku höfuðbólurnar voru fjölmennar og stóðu í nánu sambandi við nærliggjandi höfuðból (sjá kafla 6.2.), en evrópsku riddarakastalarnir voru í nokkrum skilningi reistir yfir umhverfið og voru einungis byggð af aðalsætt og nánustu þjónum hennar. Skortur á virki eða öðrum steinbyggingum á Íslandi frá miðöldum, sem oft er talinn merki um vanþróaða byggingartækni, má því líka skoða frá aðeins jákvæðari hlið: Það er merki um tiltölulega friðsamleg samskipti bændastéttarinnar. og aðalsins. (Árni hafði þá hvorki lesið B.A. eða M.A. ritgerðir mínar um efnið enda ekki komnar út! Helsta niðurstaða mín að ringwork eða bæjarvirki voru algeng á Íslandi en aðrar gerðir virkja voru einnig til en ég ætla ekki að fara nánar út í það hér).

Heimild: dr. Árni Daníel Júlíusson, Bønder i pestens tid: Landbrug, godsdrift og social konflikt i senmiddelalderens islandske bondesamfund (1997), Kaupmannahafnarháskóli.


CIA á bakvið morðið á John F. Kennedy?

Ég birti nokkrar greinar um FBI hér á blogginu og fór yfir spillingu innan þeirrar stofnunar. Að hægt sé að nota hana í pólitískum tilgangi er nú orðið nokkuð ljóst miðað við að FBI var sigað á fyrrum Bandaríkjaforseta Donald Trump. En það er önnun stofnun sem er meira spilltari og hættulegri, það er CIA.

Ég hef skrifað greinar um morðið á John F. Kennedy hér á blogginu og ætla ekki að endurtaka hvað ég sagði þar. Sjá slóðið hér að neðan. En niðurstaðan mín er að maður þarf ekki að vera samsæriskenninsmiður til að leggja saman tvo plús tvo og fá út samsæri um morð á Bandaríkjaforseta. Að CIA hafa kálað karli og notað til þess morðsveit mafíuna í þjónustu CIA (sem átti að kála Castro) en undir forystu CIA manna á vettvangi.

Nýverið voru birt skjöl um morðið og sagt er að 97% skjala hafa verið birt, 70% í fullri lengd. En það eru þessi 3% skjala og þau sem hafa verið eyðilögð sem vekja mesta eftirvæntinguog umhugsun þeirra sem rannsaka málið. En ég ætla að leggja málið í munn Tucker Carlson um nýjust vendingu í málinu (gróflega þýtt):

"Ekki löngu eftir að Jack Ruby skaut Lee Harvey Oswald með kvikmyndavélar í gangi í kjallara höfuðstöðva lögreglunnar í Dallas, fóru margir Bandaríkjamenn að vekja upp spurningar um Kennedy morðið. Þetta var, maður verður að viðurkenna, frekar óvenjuleg atburðarás. Einn byssumaður myrðir forseta Bandaríkjanna. Og svo, innan við 48 tímum síðar, er þessi eini byssumaður sjálfur myrtur af öðrum byssumanni.

Hverjar eru líkurnar á því? Það er eitt ef maður verður fyrir eldingu - sjaldgæft en mögulegt. En ef sérhver fjölskyldumeðlimur manns verður líka fyrir eldingu, allt á mismunandi dögum, gætirðu farið að gruna að þetta séu ekki algjörlega náttúrulegir atburðir. En ó, svaraði bandaríska ríkisstjórnin, Þetta er bara svo Þessi furðulega keðja af morðum er algjörlega eðlileg."

Svo innan við ár eftir morðið á JFK gaf Hvíta húsið undir stjórn Johnson út eitthvað sem kallast Warren Commission skýrslu. Og skýrslan komst að þeirri niðurstöðu að þótt ástæður þeirra væru óljósar hefðu bæði Lee Oswald og Jack Ruby hegðað einir sér. Enginn hjálpaði þeim. Það var ekkert samsæri af neinu tagi. Máli lokið. Tími til að halda áfram.

Og margir Bandaríkjamenn héldu áfram. Á þeim tíma höfðu þeir ekki hugmynd um hversu léleg og spillt Warren-nefndin var. Það liðu næstum 50 ár áður en CIA viðurkenndi undir þvingun að í raun hefði hún haldið upplýsingum frá rannsakendum um samband sitt við Lee Harvey Oswald.

En jafnvel þá, á sínum tíma, áður en það var vitað, virtist skýring ríkisstjórnarinnar ekki alveg trúverðug. Og sumir fóru að spyrja augljósra spurninga um það. Það var á þeim tímapunkti, þegar Bandaríkjamenn fóru að efast um hina opinberu sögu, sem hugtakið "samsæriskenning" kom inn í orðasafnið okkar. Eins og prófessor Lance DeHaven-Smith bendir á í bók sinni um efnið, „hugtakið samsæriskenning var ekki til sem setning í daglegu bandarísku samtali fyrir 1964. Árið 1964,  árið sem Warren-nefndin gaf út skýrslu sína, gaf New York Times út fimm sögur þar sem „samsæriskenning“ birtist.“

JFK-Morðið: ÞJÓÐSKJALASAFNIÐ LEYFIR BIRTINGU NÆRLEGA 1.500 TRÚNAÐARSKJALA

Núna, í dag, kemur hugtakið „samsæriskenning“ auðvitað fyrir í nánast hverri frétt New York Times um bandarísk stjórnmál. Það er beitt, nú sem þá, sem vopni gegn hverjum þeim sem spyr spurninga sem stjórnvöldum finnst ekki gott að svara. En þrátt fyrir 60 ára upphrópanir hafa þessar spurningar ekki horfið. Reyndar hefur þeim fjölgað með tímanum.

Og hér er ein þeirra. Í apríl 1964 heimsótti geðlæknir, Louis Joylon West, Jack Ruby í einangrunarklefa hans í fangelsi í Dallas. Samkvæmt skriflegu mati West komst hann að því að Jack Ruby væri „tæknilega geðveikur“ og þarfnaðist tafarlausrar geðsjúkrahúsvistar. Þetta eru ályktanir sem enginn sem hafði talað við Jack Ruby áður hafði komist að. Ruby hafði virst fullkomlega heilbrigð í augum fólksins sem þekkti hann. Louis Jolyon West sagði hann brjálaðan.

En það sem West sagði ekki var að hann var að vinna fyrir CIA á þeim tíma. Louis Jolyon West var samningsgeðlæknir hjá njósnastofunni. Hann var einnig sérfræðingur í hugarstjórnun og áberandi leikmaður í hinni alræmdu MKUltra áætlun þar sem CIA gaf Bandaríkjamönnum öflug geðlyf án vitundar þeirra.

Svo af öllum geðlæknum í heiminum, hvað í ósköpunum var þessi gaur að gera í fangaklefa Jack Ruby? Fjölmiðlar virtust ekki hafa áhuga á að komast að því. Reyndar minntist New York Times aldrei í umfangsmikilli minningargrein um West frá 1999 að hann hefði starfað fyrir CIA, og því síður tíma hans í klefa Jack Ruby, sem virðist eiga við. Svo maður getur séð hvers vegna ekki brjálað fólk myndi velta fyrir sér hvað raunverulega gerðist. Og auðvitað hafa margir velt því fyrir sér.

Árið 1976, löngu gleymdur atburður, skipaði fulltrúadeildin sérstaka nefnd til að rannsaka JFK morðið á ný. Tvíhliða niðurstaða þeirra? Jack Kennedy var næstum örugglega myrtur vegna samsæris. En spurningin er samsæri og af hverjum? Jæja, hinn auðljósi grunaður er CIA. Af hverju annars myndi stofnunin halda mikilvægum sönnunargögnum frá rannsakendum? Er einhver góðkynja skýring á því, að halda þessari leynd í mörg ár? Ekki sem við gerum okkur grein fyrir. Og það er ólöglegt.

Árið 1992 samþykkti þingið söfnunarlög um morðskrár um John F. Kennedy forseta.  Þessi gjörningur krafðist þess að öll skjöl yrðu birt að fullu árið 2017, 54 árum eftir að JFK var myrtur. Síðasta ríkisstjórn lofaði að fara að fullu eftir þeim lögum. En undir miklum þrýstingi frá Mike Pompeo, forstjóra CIA, hélt hann að lokum eftir þúsundum síðna af skjölum CIA.

Í dag, síðdegis í dag, gerði Biden-stjórnin nákvæmlega það sama. Það yrðu þúsundir blaðsíðna af skjölum, eftir næstum 60 ár, eftir dauða hvers einasta einstaklings viðrini málinu. En við getum samt ekki séð þá. Það er greinilega ekki til að vernda neinn mann. Þeir eru allir dauðir. Það er til að vernda stofnun. En af hverju?

Jæja, í dag ákváðum við að komast að því. Við ræddum við nokkurn sem hafði aðgang að þessum enn földu CIA skjölum, manneskju sem er vel kunnugur hvað þau innihalda. Við spurðum þennan einstakling beint: "Hafði CIA hönd í bagga með morðinu á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna? Og hér er svarið sem við fengum orðrétt. Tilvitnun: "Svarið er já. Ég tel að þeir hafi átt hlut að máli. Þetta er allt annað land en við héldum að það væri. Þetta er allt falsað."

Það er erfitt að ímynda sér hryllilegri viðbrögð en það. Aftur, þetta er ekki "samsæriskenningasmiður" sem við töluðum við. Ekki einu sinni nálægt því. Þetta er einhver með beina þekkingu á upplýsingum sem enn og aftur er haldið frá bandarískum almenningi. Og svarið sem við fengum var ótvírætt. Já, CIA tók þátt í morðinu á forsetanum. Nú verða sumir ekki hissa að heyra þetta, að þeir hafi grunað það allan tímann. En sama hvernig manni finnst um það eða hvað manni fannst um Kennedy morðið, stöldrum við til að íhuga hvað þetta þýðir.

Það þýðir að innan Bandaríkjastjórnar eru öfl sem eru algjörlega utan lýðræðislegrar stjórnunar. Þessi öfl eru öflugri en kjörnir embættismenn sem eiga að hafa umsjón með þeim. Þessir kraftar geta haft áhrif á úrslit kosninga. Þeir geta jafnvel falið hlutdeild sína í morði á bandarískum forseta. Með öðrum orðum, þeir geta gert nokkurn veginn allt sem þeir vilja. Þeir mynda ríkisstjórn innan ríkisstjórnar sem gerir gys að lýðræðishugmyndinni með tilveru sinni. Eins tortryggin og við höfum orðið eftir 30 ár að horfa á embættismenn hunsa kjósendur sem ráða þá, þá urðum við hneykslaðir þegar við lærðum þetta. Það er ekki ásættanlegt.

Bandaríkjamenn hafa treyst stjórnvöldum sínum minna með hverju árinu sem líður frá morðinu á John F. Kennedy. Kannski er þetta ástæðan. Og þetta hafa menn vitað lengi. Þeir sem vissu myndu innihalda alla forstjóra CIA síðan í nóvember 1963. Og á þeim lista væri CIA forstjóri Obama, John Brennan, einn illgjarnasti og óheiðarlegasti maður í bandarísku lífi.

Sá listi myndi einnig innihalda, það er sorglegt að segja, vinur okkar Mike Pompeo, sem stýrði CIA í síðustu ríkisstjórn. Mike Pompeo vissi þetta. Við báðum Pompeo um að vera með okkur í kvöld og þó hann hafni sjaldan sjónvarpsviðtali neitaði hann að koma. Við vonum að hann endurskoði málið."

Here's what a source said about the CIA and JFK's assassination

 

Fyrri greinar mínar um morðið á JFK:

Hulufjárlög Bandaríkjaþings - svört fjárlög!

Yfirmaður CIA skipaði Lee Harvey Oswald að skjóta John F. Kennedy samkvæmt niðurstöðu sérfræðings

Enn um morðið á John F. Kennedy

Var morðið á John F Kennedy samsæri? Helstu (samsæris)kenningar

 

 

 

 


Sjónvarpsfréttir úr sögunni?

Bill O´Reilly, hinn gamalkunni fréttamaður í Bandaríkjunum, sem hefur starfað í bransanum í margar áratugi og rekur sína eigin fréttaveitu á netinu, segir að sjónvarpsfréttir eins og við þekkjum þær í línulegri útsendingu er liðin tíð.

Reilly tók fyrir eina af aðalsjónvarpstöðvum Bandaríkjanna og tók sem dæmi að MSNBS hefur aðeins 1 milljón áhorf á fréttatíma sínum en sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum skipta hundruð milljóna. CNN er að deyja drottni sínum með nokkur hundruð þúsund áhorfendur o.s.frv. Meira segja Foxnews sem er þó mest áhorf af öllum kapalsjónvarpsstöðvunum er með fallandi áhorf.

Fólk leitar sér frétta annars staðar en hjá gömlu sjónvarpsstöðvunum. Og það gerir það á netinu, hjá einsmanna fréttastöðvunum, Potcast og samfélagsmiðlunum.

Ég stend mig að því að sneiða hjá íslenskum sjónvarpsstöðvum Stöð 2 og RÚV í leit að fréttum, því að ég fæ fréttirnar annars staðar frá og þar sem ég veit að fréttin er meira hlutlaus en hjá þessum fjölmiðlum. Af hverju á ég að hlusta á þeirra fréttaflutning(Stöð 2 og fréttastofu RÚV) sem ég veit er að bullandi hlutdrægur? Af hverju á maður að horfa og hlusta á þeirra fréttamat ("söguskýringar")á líðandi atburðum?

Til dæmis með erlendu fréttirnar, þá eru uppspretturnar endalausar og maður stendur sig á því að horfa á indverskar fréttir, breskar fréttir, bandarískar fréttir o.s.frv. og allt á netinu. Oftast eru þessar fréttir ítallegri og vandaðri. Því miður er ekki um auðugan garð að gresja á íslenskum fréttamarkaði en til eru undantekningar.

Sjá hér umfjöllun Bill O´Reilly.

The TV News is dead andi is never going to come back


Fyrirlesturinn Á sögustöðum: Söguskoðun og dýrlingar

Ég hef skrifað tvær greinar um sagnfræði í röð og nú bætist sú þriðja við. Þessi grein er meira tengd fyrri greina sem ber titilinn Sagnfræði prófisor úti á túni. Þar gagnrýndi ég bókina Á sögustöðum.

Seinni greinin var almenn gagnrýni á söguskoðun sumra sagnfræðinga innan sagnfræðideildarinnar, en að sjálfsögðu fara ekki allir sagnfræðingar þar innandyra undir sama hattinn. Það væri ósanngjarnt. Fyrir utan að stétt sagnfræðinga er nokkuð fjölmenn og margir þeirra starfandi utan háskólasamfélagsins og allir með einstaklingsbundnar skoðanir.

Í þessari þriðju grein er útgangspunkturinn fyrirlestur Helga Þorlákssonar, sem fór fram fimmtudaginn 8. desember í Lögbergi og heitir Á sögustöðum: Söguskoðun og dýrlingar. Ég missti af þeim fyrirlestri og útgáfu samnefndrar bókar, þar til ég sá höfund kynna hana í Silfrinu. Hvað um það. Á vef Háskóla Íslands kynnir prófessorinn emeritus innhald fyrirlestursins. Sjá slóðina: Á sögustöðum: Söguskoðun og dýrlingar

Þar segir: "Fyrirlesari telur að kaþólsk kirkja og kaþólsk trú á miðöldum séu sérstaklega vanækt eða mistúlkuð í sögu fjögurra af stöðunum sex og rekur það til hinnar gömlu söguskoðunar. Hann ræðir einkum um Þorlák helga og Skálholt og Odda, biskupinn og dýrlinginn Guðmund góða og Hóla og Ólaf helga og Þingvelli. Fyrirlesari telur að dýrlingarnir Þorlákur og Guðmundur séu ekki aðeins að miklu leyti vanæktir í umfjöllun um tilgreinda staði heldur njóti þeir lítt sannmælis. Um verndardýrling Þingvalla, Ólaf helga, hefur ríkt þögn. Fyrirlesari grefst fyrir um það af hverju umfjöllun um dýrlingana Guðmund og Þorlák er eins og nefnt var og þögn ríkir um Ólaf og tengir við „söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar“."

Hér er Helgi að ræða um "hina gömlu „söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar“, sem svo hefur verið nefnd, og fyrirlesari telur að móti skilning landsmanna almennt á hinum merku og þekktu sögustöðum sem einkum er fjallað um í bókinni; þeir eru sex,  Bessastaðir, Skálholt, Oddi, Reykholt, Hólar og Þingvellir. Bókin er tilraun til að koma að gagnrýni á hina gömlu söguskoðun með því að tiltaka einstök þekkt dæmi um hvernig hún mótar skilning á sögu staðanna sex."

Byrjum á það auðljósasta, hvers vegna er verið að gagnrýna "söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar", þegar þeir sem skrifuðu þá sögu eru löngu fallnir frá og rétt eins og ég hef bent á, hefur orðið bylting í sagnfræðinni á þessum 104 árum sem Ísland hefur verið sjálfstætt ríki. Uppgjörið hefur átt sér stað. Punktur.

Hinn punkturinn sem Helgi tekur fyrir er athyglisverðari. Og hér kemur að eina atriðinu sem við erum sammála um, verndardýrlingur Þingvalla, Ólafur helgi, er að nokkru leyti gleymdur nútímafólki. Þetta er athyglisvert í ljósi aðdáunar Færeyingja á sama kappa en á íslensku Wikipedíu segir:

"Ólafsvaka er þjóðhátíð Færeyja. Ólafsvaka er haldin hátíðleg 28. og 29. júlí ár hvert en 29. júlí er dánardagur Ólafs Haraldssonar og er þjóðhátíðardagurinn kenndur við hann. Ólafur féll í orrustunni við Stiklastað í Noregi árið 1030. Ári seinna var Ólafur Haraldsson tekinn í dýrlingatölu og fékk nafnið Ólafur helgi. Dánardags hans hefur verið minnst í tæp þúsund ár. Þennan dag er Færeyska lögþingið jafnan sett á ári hverju." Ólafur er mjög tengdur valdatöku Noregs í Færeyjum sem er miðuð við 1035 er Þrándur í götu lést.

Kannski er Snorri Sturlusyni fyrst um að kenna en í Heimsskringlu er hann kallaður Ólafur hinn feiti eða réttara sagt digri. "Ólafur konungur hinn digri snýr austur með landi..."

En íslensku kaþólikkarnir fram til 1550 hafa ekki gleymt honum og reist honum líkneski. Hann var því ekki vanræktur, hvorki í Færeyjum og Íslandi fram til siðaskipta. Siðaskiptin skiptu miklu máli um framhaldslíf dýrlinga á Íslandi sem var ansi lítið enda landið orðið mótmælendatrúar en sögur þessara kappa lifðu þó í fornbókmenntunum næstu aldir.

Af hverju við ræðum ekki meira um verndardýrling Þingvalla, Ólaf hinn helga, veit ég ekki. Ekki þvældist hann fyrir sagnfræðinga aldamótanna 1900. Kannski af því að hann var Norðmaður og afskiptasamur um málefni Íslands og Færeyja, eða kannski vegna þess að Þingvellir eru ekki lengur þingstaður Íslendinga. Ef til vill væri minning hans meira á lofti ef Alþingi Íslendinga væri staðsett á Þingvöllum.

Hinn dýrlingurinn Þorlákur helgi er ekki vanræktur. Í hinu lúterska ríki samtímans, er haldið upp á Þorláksmessu síðari og hún beintengd við jólahald mótmælenda á Íslandi. Þor­láks­messa er dán­ar­dagur Þor­láks Skál­holts­bisk­ups Þór­halls­son­ar, sem var útnefndur heil­agur maður árið 1198, fimm árum eftir dauða sinn og er hann eini dýr­lingur Íslend­inga. Eini íslenski dýrlingurinn viðurkenndur af kaþólsku kirkjunni, Þorlákur Þórhallsson sem Þorláksmessa er kennd við. Að auki telst Jón Ögmundsson helgur maður.

Jóhannes Páll páfi annar hafði fyrir því að koma hingað til Íslands og staðfesti helgi íslenska dýringsins Þorlák það árið 1987 ef ég man rétt en ég hitti hann sjálfur í tvö skipti. Í postullegu bréfi Jóhannesar Páls II. páfa dagsettu 14. janúar 1984, staðfesti stjórnardeild sakramenta og guðrækni, "að hinn heilagi biskup Þorlákur sé verndardýrlingur íslensku þjóðarinnar hjá Guði". Þannig að Þorlákur verður seint gleymdur og grafinn af Páfagarði né þeim fjölmörgu kaþólikkum á Íslandi.

Að auki teljast Jón Ögmundsson og Guðmundur Arason vera helgir menn sem er skrefið undan því að vera dýrlingar. Hvers vegna Helgi Þorláksson segir að Guðmundur sé dýrlingur í fyrirlestri sínum er mér hulin ráðgáta. Nafn hans er enn haldið á lofti, enda til ótal þjóðsögur um hann og skrifuð var sérstök saga um hann. Fáum við t.a.m. ekki vatnið okkur úr Gvendabrunnum í Heiðmörk?

Hvað með "sjálfstæðishetjur" Íslendinga í siðbreytingarbaráttunni, biskupanna Ögmund Pálsson og Jón Arason. Er þeirra minning eitthvað meira haldið á lofti?

Niðurlag

Helgi segir að Þorlákur og Guðmundur njóti lítils sammælis. Því getur ekki verið fjarri sanni eins og ég hef rakið hér að ofan. Hann hefur aftur á móti eitthvað fyrir sér um Ólaf hinn helga. Ástæðan gæti verið einhver af þeim sem ég hef hér rakið hér að ofan. En því fer samt víðs fjarri að hann sé gleymdur eða hunsaður á Íslandi þótt aldarmótamenn hafi kannski ekki haldið sérstaklega upp á hann. Íslenskir kaþólikkar hafa ekki gleymt honum. Engin sérstök breyting á söguskoðun á Ólafi er þörf. Bara að kenna Íslandssöguna meira í grunn- og framhaldsskólum. Það er eiginlega til skammar hvað íslensk börn vita lítið um eigin sögu.

 


Þjóðernisrómantík Íslendinga lifir ennþá?

Hvað kemur til, árið 2022, að nú eigi að fara í krossferð gegn þjóðernisrómantíkur 19. aldar? Tímasetningin er undarleg, nú þegar við eru komin nokkuð inn á 21. öld. Þetta vekur undrun, þegar haft er í huga að þessi stefna er bundin ákveðnu tímabili sem var um miðja 19. öld og fram á 20. öld.  Eins og allar stefnur, eru þær bundnar tíma og rúmi. En rifjum aðeins upp hvað þjóðernisrómantík er og hver hugmyndaheimur sagnfræðinga var frá miðja 19. aldar  til sjálfstæðis Íslands 1918 áður en ég svara spurningunni.

Það má segja að tímabil þjóðernisrómantíkur hafi lifað nokkuð lengi á Íslandi, ef til vill vegna þess hversu seint nýjar menningarstefnur bárust til Íslands (og fáir fræðimenn voru til á Íslandi), en líklegri skýring er að við Íslendingar voru að heyja sjálfstæðisbaráttu einmitt frá miðri 19. öld og henni lauk ekki fyrr en 1918.

Þjóðernisrómantík snýst um að upphefja allt þjóðlegt. Tungumál, sögu og þjóðsögur. Einstaklingar sem töluðu sama tungumál skilgreindu sig sem þjóð. Íslensku fornbókmenntirnar og íslenskan (með tengsl sín við miðaldir) voru eitt af fáu sem Íslendingar gátu státað sig af, í raun montað sig af og réttlætti tilveru örþjóðar langt norður í ballarhafi. Hvað annað gátu Íslendignar montað sig af eða myndað þjóðarsamstöðu um í sjálfstæðisbaráttunni? Hér voru engir kastalar, vegir, brýr, borgir eða annað áþreifanlegt sem hægt var að benda á með stolti.

En þessi áhugi á íslensku miðaldaritunum á 17. og 18. öld var fyrst og fremst sagnfræðilegur í upphafi (Árni Magnússon) en átti sér þó þjóðernispólitískar hliðar, Svíakonungur og Danakonungur vildu fá glæsta mynd af forverum sínum á konungsstól og sóttust eftir íslenskum miðaldarhandritum.

Á ofanverðri 18. öld og fram á 19. öld byrjuðu einnig forrómantísk og rómantísk skáld að dýrka fornöldina, sem þau að miklu leyti fundu í íslenskum miðaldatextum og helst þetta í hendur við myndun þjóðríkja.

Á 19. öld komst stefna þjóðernisrómantíkar á Norðurlöndum á fullan skrið; þá var reynt að endurreisa fornöldina í andlegum skilningi og til þess voru notaðar íslenskar miðaldaheimildir enda var ekki um auðugan garð að gresja annars staðar á Norðurlöndum.

Í þessu ljósi er ekki skrýtið að íslenskir sagnfræðingar á ofanverðri 19. öld, við getum kallað þá sagnfræðinga þar sem þeir lærðu í háskólum sagnfræði eins og til dæmis Jón Jónsson Aðils. Jón rak sögu Íslands frá landnámi í röð vinsæla fyrirlestra og þar setur hann fram ákveðna söguskoðun um eðli og uppruna Íslendinga. Við stofnun Háskóla Íslands 1911 varð hann fyrsti sögukennari hans; dósent þar til 1919. Eigum við að kalla hann föður íslenskrar sagnfræði eða Jón Sigurðsson sem lærði við Kaupmannahafnarháskóla? Hvað um það, hann bendir skýrt á mikilvægi þjóðernisins fyrir sjálfbjargarviðleitni  Íslendinga og sjálfsímynd og tengir þjóðernisstefnuna við sjálfstæðisbaráttuna.  Af hverju skildi það vera? Í abstackt af bók Kristjönu Vigdísi Ingvadóttur: Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu: Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku, er komið inn á þetta. Þar segir:

„Árið 1771 skrifaði rektor Skálholtsskóla bréf til danskra yfirvalda þar sem hann lagði til að íslenska yrði lögð niður. Íslendingar skyldu taka upp dönsku, tungumál herraþjóðarinnar. Íslenskir mennta- og embættismenn notuðu mest dönsku en alþýðan notaði nær eingöngu íslensku. Rektor vildi meina að íslenskan væri ekki aðeins orðin gagnslaus heldur beinlínis skaðleg ímynd þjóðarinnar.“

Það var þetta sem málið snérist um, ekki bara sjálfstæði þjóðarinnar heldur einnig íslensk tunga og menningararfur, sem Jón J. Aðils og Jón Sigurðsson voru að berjast fyrir. Jón vitnar í störf Eggert Ólafssonar, Jónasar Hallgrímsson og Fjölnismanna sem fyrirmynd hvað varðar varðveislu íslensku og íslenskrar menningar. En einnig á mikilvægi íslenskrar þjóðernistilfinningar, sjálfstæðisviðleitni í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Þetta voru tvö meginstef Jóns J. Aðils. Íslensk tunga og þjóðerni.

Í blaðaviðtali mbl.is við Sigríði Matthíasdóttur sagnfræðing (Karlmennska, kvenleiki og íslenskt þjóðerni, sjá slóð: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/801022/ ) segir hún eftirfarandi er hún ræddi um gerð doktorsritgerðar sinnar:

"Í byrjun aldarinnar breytast þjóðernishugmyndir Íslendinga meira en menn hafa almennt gert sér grein fyrir eða rannsakað öllu heldur í sagnfræðinni. Þetta eru hugmyndir sem voru fyrir hendi áður í íslensku samfélagi en þær styrkjast og eru bræddar saman í heilsteyptara sögulegt hugmyndakerfi heldur en áður var og þær eru breiddar út til fólks miklu markvissar en nokkru sinni fyrr. Sagnfræðingurinn Jón Jónsson Aðils leikur lykilhlutverk í þessari þróun. Hann skrifaði og flutti alþýðufyrirlestra um íslenskt þjóðerni, sem höfðu gríðarleg áhrif. Fyrirlestrarnir voru gefnir út á þremur bókum á árunum 1903-1910, undir titlunum Íslenskt þjóðerni, Gullöld Íslendinga og Dagrenning. Hann var á styrk frá ríkinu til að semja og flytja þessa fyrirlestra í tíu ár þar til hann varð fyrsti kennarinn í sagnfræði við Háskóla Íslands þegar hann var stofnaður 1911. Jón Aðils var í þeim hópi menntamanna sem gegndu mjög mikilvægu hlutverki í löndum Evrópu á þessum tíma við uppbyggingu þjóðernishugmynda. Sérstaklega er greinilegt að hlutverk þeirra var mikilvægt meðal smáþjóða eins og Íslendinga, Tékka og Íra þar sem nauðsyn var á uppbyggingu hugmyndafræði um þjóðerni fyrir þjóðríkin sem voru í fæðingu. Þetta eru þjóðir sem hafa ekki mikla borgarlega menningu til að byggja á og þær fara allar aðra leið; þær fara í söguna til að skapa þjóðernið, skapa goðsögn um gullöld þjóðarinnar.“

Hún segir einnig: "Þótt þetta sé ekki rannsóknarverkefni mitt eru íslenskar íhaldssamar þjóðernishugmyndir skyldar evrópskum þjóðernishugmyndum en þær þróuðust sums staðar út í fasisma. Yfirburðahugmyndir eru almennt einkenni þjóðernishugmynda eins og sagnfræðingar hafa sýnt fram á og eru sterkar í þjóðernishugmyndum smáþjóða. Íslenska þjóðin er hluti Evrópu að þessu leyti. Tékkar hafa t.d. mjög svipaða vísun í gullöld sína og byggja sérstöðu sína á henni. Þjóðir vísa gjarnan til einhverra sérstakra þátta í sögu sinni til að rökstyðja að þær standi öðrum þjóðum framar. Okkar hugmyndafræði um yfirburði vísar til þeirrar sérstöku blöndu Norðmanna og kelta, sem leiddi af sér þetta sérstaka stjórnskipulag og lýðræði, fæddi af sér einstakar bókmenntir og gerir okkur æðri og merkilegri en aðrar þjóðir."

Blaðamaðurinn, Hávar Sigurjónsson spurði þá í framhaldinu: „Getur verið að þessi hugmyndafræði sem þú ert að lýsa og er enn í dag kjarninn í þjóðernishugmyndum okkar, standi okkur fyrir þrifum í því fjölmenningarlega samfélagi sem hér er að mótast?“

Þetta er frábær spurning og spurning hvort að ný-marxistarnir við sagnfræðideild Háskóla Íslands séu á þessari vegferð? Að vera brautryðjendur og leggja línur fyrir fjölmenningarsamfélag á Íslandi?  Þess vegna eigi að ganga á milli bols og höfuðs á gömlu sagnfræðinganna sem voru að sjálfsögðu börn síns tíma og voru undir áhrifum hugmyndafræði þjóðernisstefnunnar. Það fer í taugarnar á þeim þessi svokallaði þjóðernisrembingur Jóns J. Aðils og fleiri á þessum tíma sem og Jónasar frá Hriflu. En nú eru nýir tímar og nú skulum við sagnfræðingar leiða sýn og söguskoðun sem hæfir fjölmenningarsamfélag samtímans!

Athyglisvert er að andstaðan við baksýnisspegil Jón J. Aðils og Jónas frá Hriflu kom strax upp úr 1930 þegar einstaka kommúnistar mótmæltu þessari hugmyndafræði og ný kynslóð vinstri sinnaðra rithöfunda eins og Halldór K. Laxness og Þórberg Þórðarson. Er undarlegt að ný-marxistarnir taki upp þráðinn þar sem hann féll, þótt meira en hundrað ár séu liðin og pólitík og söguritun síðan hefur snúist meira um stéttarbaráttu og þær þjóðfélagsbreytingar sem áttu sér stað, þegar þjóðin fór úr sveitarsamfélagi í borgarsamfélag. Nú eigum við fræðingar 21. aldar að vera sömu brautryðjendurnir fyrir samfélagsbreytingar og fyrstu íslensku sagnfræðingarnir en bara á öndverðu meiði!

Það er alveg auðljóst að þjóðernisrómantíkin er löngu dauð eins og hún var í höndum Jóns J. Aðils og Jónasar frá Hrifu, og þar með svara ég spurningunni í titli greinarinnar, en á að rústa til að byggja upp á nýtt? Þurfum við að trampa á verk gömlu meistaranna sem gerðu þó stórkostlegt gagn í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga? Bjuggu til þjóðarímynd. Hvaða þjóðarímynd ætla menn í dag að byggja á eða má ekki lengur tala um "þjóðar"ímynd? Eigum við að vera samansafn einstaklinga með óljós tengl sín á milli; með "ímynd íbúa" ekki "ímynd þjóðar" í Ísalandinu kalda?

 


Sagnfræði prófessor úti á túni

Sagnfræðiprófessorinn Helgi Þorláksson er að gefa út bók nú fyrir jólin sem ber heitið Á Sögustöðum. Hann birtist í viðtali í Silfrinu og kynnti bók sína.  Ætla mætti að hann sé að koma með stórkosleg ný tíðindi, nýtt framlag til Íslandssögunnar með þessari útgáfu.

En þess fer víðs fjarri ef marka má viðtalið við hann og lýsingu á bókinni, sem er eftirfarandi: "Hugmyndir okkar um sögustaði landsins mótuðust yfirleitt af þjóðernisrómantík á 19. og 20. öld. Hér er fjallað um sex fræga og óumdeilda sögustaði í nýju ljósi: Bessastaði, Hóla, Odda, Reykholt, Skálholt og Þingvelli. Sagan er rakin og leitað svara við spurningunni: Hvað er eiginlega svona merkilegt við sögustaði? Stórfróðleg og áhugaverð bók!"

Á vef Bókabúðar forlagsins er bókin kynnt svona:

"Hugmyndir okkar um sögustaðina sex mótuðust af þjóðernisrómantík á 19. og 20. öld, aðdáun á gullöld sem gat orðið að gullaldarglýju. Þjóðernishyggjunni fylgdi svo andúð á erlendu valdi og erlendum áhrifum í ýmsum myndum. Þótt nærri 80 ár séu frá því að lýðveldið var stofnað eimir enn eftir af viðhorfum til manna, staða og málefna sem urðu til í sjálfstæðisbaráttunni, þar sem hið innlenda og þjóðlega þykir æskilegt en flest erlent og alþjóðlegt óæskilegt. Það er sannarlega kominn tími á gagngert endurmat.

Þess er að vænta að afstaða margra muni breytast við lestur bókarinnar þar sem almenn menningarsaga fær að vega þyngra en bjöguð stjórnmálasaga."

Í viðtalinu segir hann að tími sé kominn til uppgjörs við "söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar". Hvers konar vitleysa er þetta? Þetta hljómar eins og söguskrif og sagnfræðin sem fræðigrein sem varð til á 20. öld, hafi ekki þróast á hundrað árum og við séum föst í "söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar".

Það getur vel verið að menn séu enn í fílabeinsturni í Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði og það hefur ef til vill farið fram hjá honum að hrein bylting í ritun sögu og rannsóknum Íslandssögunnar hefur átt sér stað síðastliðna áratugi.

Ýmsar hliðargreinar og rannsóknir hafa þróast innan sagnfræðinnar.  Nú er til dæmis kennd sérstök kvennasaga og reynt er að skoða í nútímakennslubókum aðrar hliðar á frægum sögupersónum. T.d. beint athygli að eiginkonum Ingólfs Arnarssonar og Jóns Sigurðssonar (sjá til dæmis kennslubókina Jón Sigurðusson og hugmyndir 19. aldar. Saga fyrir unglingastig grunnskóla eftir Árna Daníel Júlíusson...saga beggja kynja sögð segir á bakkápunni), svo dæmi séu nefnd.

Barnasaga er kennd og gríðarleg framþróun hefur orðið í rannsóknum á hagsögu, félagssögu, stjórnmálasögu og mörgum öðrum greinum sögunnar (saga einstaklinga - einsaga, félaga, stofnanna o.s.frv.) og ekki síðst eftir að Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands var stofnuð árið 1971 en hún starfar innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands samkvæmt lögum um Háskóla Íslands, reglugerð Hugvísindastofnunar og reglum um stofnunina frá 2016. Þar segir: "Hlutverk Sagnfræðistofnunar er að vera vettvangur rannsókna í sagnfræði og menningarmiðlun, gangast fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum og gefa út fræðirit." Helgi Þorláksson er ef til vill að segja engar breytingar hafi átt sér stað í söguvitund og söguskoðun frá stofnun Sagnfræðistofnuninnar frá 1971?

Hér er Helgi að vísa í frumkvöðlanna í útgáfu kennslubóka í sögu fyrir skóla landsins, þar er jú sú þekking og söguskoðun sem þjóðin byggði mat sitt á fortíðina lengi vel og þá sérstaklega Jónas frá Hriflu sem skrifaði Íslandssaga handa börnum sem kennd var í grunnskólum fram undir 1970.

Kollegi hans, Guðni Th. Jóhannesson, er ekki sammála Helga að Jónas frá Hrifu og söguskoðun hans hafi verið "hræðileg" (sjá ræðuna: "Ávarp forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar á hátíðarsamkomu á Bifröst í tilefni af hundrað ára afmæli skólahalds, frá Samvinnuskólanum að Háskólanum á Bifröst, 3. desember 2018").

Þar segir: "Fyrir rúmri öld birtist rit hans, Íslandssaga handa börnum. Hún var víða kennd í skólum fram yfir 1970, einhver langlífasta kennslubók landsins. Jónas vildi, eins og hann sagði sjálfur, „skýra sögulega viðburði og andlegt líf með því að lýsa yfirburðum forystumanna þjóðanna á hverjum stað og tíma“. Hitt bæri að varast að fara eftir erlendum og framandi kenningum þar sem sögunni vindur fram eins og skriðjökli niður fjallagljúfur svo að „mannlífsstraumurinn sígur undan sínum eigin þunga“. Íslandssaga Jónasar var ekki bara lesin, hún var vinsæl." Og svo segir: " „Við lásum Jónas frá Hriflu,“ sagði sagnfræðingur einn líka fyrir nokkrum árum, „kennslubók fyrir börn, sem er nú alveg fáránlega þjóðernissinnuð ef maður les hana í dag. En mér og öðrum krökkum fannst hún bara almennt skemmtileg.“ Og Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur, sem hefur kennt hér við skólann, skrifaði eitt sinn á Fésbók: „Man enn þegar ég fékk í hendurnar Íslandssögu Jónasar, loksins fékk maður að læra eitthvað skemmtilegt!"

Hvað segir sjálfur kennari sagnfræðinganna, sagnfræðiprófessorinn Gunnar Karlsson sem var hver mest mótandi kennari sagnfræðiskorarinnar á sínum tíma og hafði áhrif á kennslubókahöfunda framtíðarinnar, þar á meðal mig.

"Í grein Gunnars Karlssonar leitar hann að markmiðum fyrir sögukennslu og lítur þá fyrst til fyrri tíðar, einkum þeirra markmiða sem birtast í kennslubókum í Íslandssögu og sér í lagi hinnar langlífu sögubókar Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Hann dáist á margan hátt að kennslubók Jónasar, telur hana hafa einkenni góðrar spennusögu þar sem allt er „með felldu á yfirborðinu“ í fyrstu (þjóðveldisöld), síðan fellur á tími átaka „milli góðra Íslendinga og vondra útlendinga“ „en að lokum fer allt vel“ með kraftmiklum einstaklingum (Skúla fógeta, Jóni Sigurðssyni o.fl.) sem leiða þjóðina til sjálfstæðis og sjálfsbjargar (Gunnar Karlsson, 1992, bls. 18). Kennslubækur Jónasar og Jóns Aðils komu út aðeins þrem árum fyrir fullveldið 1918 þegar sjálfstæðisbaráttunni lauk „í raun“ að mati Gunnars og við tóku opnari innanlandsátök í stjórnmálum og félagasamtökum: „Það var sannarlega á síðustu stundu að Íslendingum var gefin sjálfsmynd þar sem þeir voru sýndir sem ein heild í baráttu við erlent vald“ (bls. 21)."

Sjá Heimildina: Þorsteinn Helgason: Verkfæri þjóðminninga Tyrkjaránið í skólabókunum – Fyrri hluti. Ritrýnd grein birt 7. október 2014).

Kennslubækur og sögukenning og -skoðun Íslendinga hefur því breyst, í raun orðið bylting á þekkingu okkar á fortíðinni. Sjálfur hef ég skrifað eina kennslubók í sögu fyrir miðstig grunnskólans. Í henni reyndi ég að skrifa Íslandssöguna (Þjóðveldisaldar) frá eins mörgum sjónarhornum og hægt er í 17 sjálfstæðum köflum. Svo hafa aðrir kennslubókahöfundar í Íslandssögu einnig gert allar götur síðan Sagnfræðistofnunin var stofnuð 1971. Þetta er því síbylja, líkt og rispuð plata, að halda því fram ekkert hafi breyst í hundrað ár og nú sé kominn tími á að breyta sýn Íslendinga á fortíðinni. Ég er hræddur um að bókin, Á sögustöðum, sem Helgi er að reyna að selja, breyti ekki neinu um þekkingu eða skoðun Íslendinga á miðaldarsögu sinni.

Að lokum hjó ég eftir því að Helgi sagði í viðtalinu að Íslendingar (þar á hann við íslenska sagnfræðinga) hafi engan áhuga á né þekkingu á tímabilinu frá 1300-1700. Enn og aftur er þetta vitleysa. Margar frábærar fræðibækur hafa verið skrifaðar og tímamótarannsóknir farið fram. Veit ekki hvar á að byrja, því að svo margir sagnfræðingar hafa skrifað og kynnt Íslendingum þetta tímabil. Tökum fyrir sagnfræðinga sem hann á vissulega að þekkja. Björn Þorsteinsson og brautryðjendarannsóknir hans á sögu 15. aldar (Björn Þorsteinsson: íslensk miðaldasaga, Enska öldin í sögu Íslands og fleiri bækur eftir hann),   Vilborg A. Ísleifsdóttir: Siðbreytingin á Íslandi 1537–1565, Gísli Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland...o.s.frv.). Meira segja gömlu meistarnir eins og Páll Eggert Ólason og Jón Egilsson komu með nýja sýn á þetta tímabil.

Það er nú svo að enginn sagnfræðingur skrifar hlutlausan texta. Það er bara ekki hægt. Jafnvel sögutexti í skeytastíl, felur í sér val og val er ákveðinn skoðun. Ég get ekki betur séð að Helgi sé að reyna að rífa niður mýtu sem er ekki til lengur! "Það er svo sannarlega komið tími á endurmat segir á vef Bókabúðar forlagsins". Hvaða endurmat? Það er löngu búið að gera það.

En þá kemur að ásetningi. Ásetningur Helga er að kveðja niður þjóðernisvitund eins og er vinsælt hjá nútíma íslenskum sagnfræðingum, enda margir hverjir undir áhrifum ný-marxíska hugmyndafræði sem var og er vinsæl innan veggja Háskóla Íslands frá 1970 til dagsins í dag. Þar er viðhorfið: Íslensk þjóðernisvitund er slæm, við erum bara ein þjóð á meðal margra. Ekkert merkilegt við okkur. Mér finnst vera að varpa rýrð á skrif brautryðjendanna í sagnfræði og hugmyndir þeirra. Þeir hjálpuðu til við í sjálfstæðisbaráttunni og án þeirra (byrjum á Jóni Sigurðssyni) hefðu rök stjórnmálamanna fyrir sjálfstæði Íslendinga vegið minna. Hvað hafa nútíma sagnfræðingar lagt til þjóðfélagsins? 

En þessi blessaða þjóðernisvitund og skrif til stuðnings hennar hefur fært okkur Íslendingum frelsi, lýðræði og efnahagslega velmegun. Er það svo slæmt?

 


Landamæraríkið Úkraína

Það eru ef til vill ekki margir sem vita hvað orðið Úkraína þýðir. Bein þýðing þýðir nafni Landamæraríki.

Ef litið er á landabréfakortið þá útskýrir nafnið sig sjálft. Það eru þrjár leiðir inn í Evasíusvæði Rússlands. Fyrst komu innrásirnar frá Asíu, frá Mongólum og öðrum hirðingjum, en svo lokaði Ívar grimmi þær leiðir með landavinningum (síðar Pétur mikli og Katrín mikla). Í Kákasus var t.a.m. settar upp herstöðvar. Síðan hafa innrásaleiðirnar komið úr vestri, í gegnum hliðið vð Póland og svo í gegnum Úkraínu. Þarf ég að minnast á Karl XII, Napóleon og Hitler?

Ég held alltaf að árásaaðili sé að gera annað hvort af tvennu með því að hefja stríð:

1. Að benda á, eins og; við séum öflug ríki, eða ekkert skref lengra (eins og mér finnst þetta stríð vera; ekki frekari útrás fyrir NATO í austur). Úkranía þýðir síðan þessi landamæri. Pútín hefur sagt sitt og ég held að það sé kominn tími á viðræður.


2. Ef stríðið var hins vegar hafið til að ná land eða auðlindum, og byggt á pattstöðu á vígvöllunum, þá erum við að sjá nokkur ár fleiri af bardögum. Með átökum, skotgrafastríði og skelfingu fyrir íbúa.

Ég hef alltaf trúað að Pútín er/væri að senda skilaboð til Vesturlanda. Við skulum vona að ég hafi rétt fyrir mér og þá leysist málið við samningaborðið kannski á næsta ári. Ég held í augnablikinu að Pútín er að reyna á einbeitni og þol Úkraínubúa og ríkisstjórnar, hvort þeir þoli kaldan og dimman vetur án rafmagns. Að hann er að reyna ná betri samningastöðu. Svo er það úthaldið. Hver blikkar augun fyrst.

 


Blóð, sviti og tár eftir Winston Churchill

Fyrsta ræða Winstons Churchills í neðri deild breska þingsins sem nýr forsætisráðherra Bretlands fór vel af stað. Móttökur hans á þingið voru frekar lúnar, á meðan fráfarandi forsætisráðherra Neville Chamberlain var fagnað ákaft (heimurinn vissi ekki enn hversu hörmulegar friðþægingarstefna hans myndi reynast og treysti ekki Churchill). En fyrsta ræða Churchills, sú fyrsta af þremur öflugum ræðum sem hann flutti vegna orrustunnar um Frakkland,  sönnuðu að England væri meira en í færum höndum. Hitler sem virtist óstöðvandi fór hratt fram um Evrópu og Churchill sóaði engum tíma í að kalla fólk sitt til vopna. Þrátt fyrir að TR hafi í raun verið fyrstur til að segja setninguna, "blóð, sviti og tár," var það notkun Churchill á þessum orðum sem myndi skilja eftir ótvíræð og hvetjandi áhrif á hug umheimsins.

 

“Blood, Sweat, and Tears” eftir Winston Churchill

  1. maí, 1940 

Herra þingforseti,

Síðasta föstudagskvöld fékk ég umboð hans hátignar til að mynda nýja stjórn. Það var augljós ósk og vilji þings og þjóðar að þetta yrði hugsað á sem breiðustum grunni og að það næði til allra flokka, bæði þeirra sem studdu hina látnu ríkisstjórn og einnig flokka stjórnarandstöðunnar.

Ég hef lokið mikilvægasta hluta þessa verkefnis. Stríðsstjórn hefur verið mynduð með fimm þingmönnum, sem eru fulltrúar, ásamt frjálslyndu stjórnarandstöðunni, fyrir einingu þjóðarinnar. Flokksleiðtogarnir þrír hafa samþykkt að gegna embætti, annað hvort í stríðsráðinu eða í háttsettu framkvæmdastjórninni. Búið er að ráða í hereiningarnar þrjár. Nauðsynlegt var að þetta yrði gert á einum degi, vegna þess hversu brýnir og strangir atburðir voru. Ráðið var í fjölda annarra lykilstarfa í gær og ég legg frekari lista fyrir hans hátign í kvöld. Ég vonast til að ljúka skipun helstu ráðherranna á morgun. Skipun hinna ráðherranna tekur yfirleitt aðeins lengri tíma, en ég treysti því að þegar þing kemur saman að nýju verði þessum hluta verkefnis míns lokið og að stjórnsýslan verði fullgerð í alla staði.

Herra, ég taldi almannahagsmuni að leggja til að þingið yrði boðað til fundar í dag. Herra þingforseti féllst á það og tók nauðsynlegar ráðstafanir í samræmi við það vald sem honum var falið í ályktun þingsins. Að loknum afgreiðslu málsins í dag verður lögð til þingfrestun til þriðjudagsins 21. maí, með því að sjálfsögðu gert ráð fyrir fyrri fundi ef á þarf að halda. Viðskiptin sem á að taka til athugunar í þeirri viku verða tilkynnt meðlimum við fyrsta tækifæri. Ég býð nú þinginu, með ályktuninni sem stendur í mínu nafni, að skrá samþykki sitt á þeim skrefum sem gripið hefur verið til og lýsa yfir trausti sínu á nýju ríkisstjórninni.

Herra, að mynda stjórn af þessari stærðargráðu og flókna er alvarlegt verkefni í sjálfu sér, en það verður að hafa í huga að við erum á frumstigi einnar mestu bardaga sögunnar, að við erum í verkefnum á mörgum stöðum í Noregi og í Hollandi, að við verðum að vera viðbúin fyrir Miðjarðarhafinu, að loftbardaginn sé samfelldur og að mikill undirbúningur þurfi að fara fram hér heima. Í þessari kreppu vona ég að það afsakist ef ég ávarpa ekki þingið í langan tíma í dag. Ég vona að einhver af vinum mínum og samstarfsmönnum, eða fyrrverandi samstarfsmönnum, sem verða fyrir áhrifum af pólitískri endurreisn, geri allt ráð fyrir skort á athöfn sem nauðsynlegt hefur verið að bregðast við. Ég myndi segja við þinghúsið, eins og ég sagði við þá sem hafa gengið til liðs við þessa ríkisstjórn: „Ég hef ekkert fram að færa nema blóð, strit, tár og svita.

Fyrir okkur liggur þrautagangur af hræðilegasta tagi. Við höfum fyrir okkur marga, marga langa mánuði af baráttu og þjáningu. Þið spyrjið, hver er stefna okkar? Ég segi: Það er að heyja stríð, á sjó, á landi og í lofti, af öllum mætti og með öllum þeim styrk sem Guð getur gefið okkur; að heyja stríð gegn ægilegri harðstjórn, sem aldrei hefur farið fram úr í myrkri og grátbroslegu skránni um mannlega glæpi. Það er stefna okkar. Þið spyrjið, hvert er markmið okkar? Ég get svarað í einu orði: sigur. Sigur hvað sem það kostar, sigur þrátt fyrir alla skelfingu, sigur, hversu löng og erfið leiðin er; því án sigurs lifir ekkert af. Látum það verða að veruleika; engin afkoma breska heimsveldisins, engin afkoma fyrir allt það sem breska heimsveldið hefur staðið fyrir, engin upplifun fyrir hvöt og hvatningu aldanna, að mannkynið muni halda áfram að markmiði sínu.

En ég tek að mér verkefnið af yfirvegun og von. Ég er viss um að málstaður okkar verði ekki fyrir því að misheppnast meðal manna. Á þessum tíma finnst mér ég eiga rétt á að krefjast aðstoðar allra og ég segi: „Komið þá, við skulum halda áfram með sameinuðum krafti okkar.


Grunnástæður falls Rómaveldis

Það eru margar ástæður fyrir að ríki falli eða þjóð hverfi úr sögunni. Hér koma nokkrar af mörgum öðrum ástæðum fyrir falli Rómaveldis sem heimsveldi. Þótt vestrómverska ríkið hafi fallið tæknilega séð 476 e.Kr., hélt austrómverska ríkið áfram að lifa í aðeins breyttu formi næstu þúsund árin og kallaðist það býzantíska keisaradæmið eða bara Býsantríkið.

Kíkjum á þessi einkenni eða ástæður fyrir fallinu og athugum hvort við sjáum ekki líkingu við það sem er að gerast í dag. 

Hver ástæða vegur misþung í fallinu. Ég tel að opin landamæri hafi vegið þyngst, því að fólkið sem Rómverjar „hleyptu“ inn í Vestur-Evrópu, Germannarnir, settust að innan landamæra Rómveldis, ýmis í óþökk valdhafanna eða með semingi. Þeim var aldrei beint boðið. Þessir hópar eða réttara sagt þjóðflokkar, héldu sín einkenni, trú, tungu og menningu, urðu jaðarsamfélög. Og þegar rétta tækifæri gafst, þegar eitthvað bjátaði á í stjórn ríkisins, fóru þessir hópar af stað og eyðilögðu ríkið innan frá. Besta dæmið um þetta er fall Bretlands (sjá fyrri grein mína).

Aðrir miklir áhrifavaldar voru spilling innan samfélagsins (stjórnmálelítunnar) og skortur á þrælum. Það að þetta mikla menningar- og tæknisamfélag skuli ekki hafa þróast úr notkun vinnuafls dýra og manna yfir í vélvæðingu, þýddi að samdráttur varð þegar þrælarnir hurfu úr sögunni.  Evrópubúar leystu þennan vanda á 18. og 19. öld með iðnbyltingar og vöxturinn hélt áfram.

1. Opin landamæri.

Sjá hér að ofan skýringu mína. Rómverjar höfðu ekki stjórn á innflæði útlendinga inn um landamærin og fjöldi þeirra var þeim ofviða.  Getum við ekki séð þetta sama gerast í nútímanum? Er ekki ákveðið áhlaup á landamæri Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu í gangi? Þessi tvö fjölþjóðasvæði ráða ekki við ásóknina, afleiðing er engin samlögun innflytjenda og þeir mynda jaðarsamfélög. Rómverjum gekk samt ágætlega fram á 3. öld að samlaga nýja hópa og lönd að menningu sinni.

2. Spilltir stjórnmálamenn.

Stjórnmálamenn hafa á öllum tímum verið spilltir og er það fylgifiskur græðgina í völd og áhrif.  En það getur keyrt í þverbak umfang spillingar innan samfélags. Þegar einræðið ríkir eins og í Rómaveldi, þegar Öldungadeildin var í raun valdalaus og hún aðeins notuð til að sanka að sér auðæfi og keisarinn fékk lítið sem ekkert aðhald af jafningjum, þá er leiðin greið fyrir spillingarsamfélag. Sjá má þetta víðsvegar um heim í dag, besta dæmið um gjör spillingu valdsins er einræðisríkið Norður-Kórea og annars staðar í mismiklu mæli.

Ef umfang Rómaveldis gerði það að verkum að það var erfitt að stjórna því, þá var ómarkviss og ósamkvæm forysta aðeins til að magna vandamálið. Að vera rómverskur keisari hafði alltaf verið sérstaklega hættulegt starf, en á hinni stormasömu annarri og þriðju öld varð það næstum dauðadómur.

Borgarastyrjöld kom heimsveldinu út í glundroða og meira en 20 menn tóku hásætið á aðeins 75 árum, venjulega eftir morð á forvera þeirra. Lífvarðasveitirnar - persónulegir lífverðir keisarans - myrtu og setti nýja valdhafa að vild og bauð einu sinni jafnvel stöðuna upp til hæstbjóðanda. Pólitísk rotnun náði einnig til rómverska öldungadeildarinnar, sem tókst ekki að demba óhóf keisaranna vegna eigin víðtækrar spillingar og vanhæfni. Eftir því sem ástandið versnaði dvínaði borgarastoltið og margir rómverskir borgarar misstu traust á forystu sinni.

3. Missir sameiginlegs tungumáls.

Tungumál er sá þáttur menningar sem sameinar fólk. Það að geta tjáð sig við samborgara sína án erfiðleika leiðir til þess að það finnur til skyldleika og sameinar það. En svo var ekki lengur fyrir að fara í Rómaveldi. Í sjálfri höfuðborginni var töluð tugir tungumála og í héruðunum og latína var ekki lengur aðaltungumáli, heldur einnig gríska. Í Vestur-Evrópu var töluð latína en í austurhlutanum aðallega gríska. Þetta atriði eitt, hjálpaði til við klofning ríkisins í tvennt. Grískan varð ofan á í Býsantríkinu.

4. Velferðarríkið.

Hér er ekki að vera að tala um velferðarríki í nútímaskilningi. Í Rómaveldi útveguðu yfirvöld íbúum ókeypis eða ódýrt mat og skemmtanir, kallað „brauð og sirkusar“, til að halda lýðnum hlýðnum og rólegum. Í Róm sáu borgaryfirvöld til dæmis til þess að útvega ódýrt korn frá Egyptalandi.  Aðgangur að baðhúsum var til dæmis ókeypis eða ódýr.  Ríkisstjórn Rómaveldis útvegaði ókeypis eða ódýrt korn fyrir hina fátæku sem kallaðist „korndæla“. Þetta notuðu stjórnmálamenn til að ná vinsældum hjá lágstéttinni.  Það var gjald fyrir að komast í almenningsböð. Gjaldið var almennt frekar lítið svo jafnvel fátækir höfðu efni á að fara. Stundum voru böðin ókeypis þar sem stjórnmálamaður eða keisari borgaði fyrir almenning fyrir að mæta. Hið dæmigerða rómverska bað gat verið nokkuð stórt með mörgum mismunandi herbergjum.  Læknisþjónusta var fyrir hendi o.s.frv. Velferðin kostaði sitt en ekki er hægt að segja að þetta hafi spilað stóra rullu í falli Rómar, því að engin skylda var að bjóða ókeypis upp á hluti. En lokaorðið er að þarna var til lausagangs lýður sem vann ekki fyrir sig og seldi sig hæstbjóðanda. Siðferði og geta / vilji (sem hermenn t.d.) til verka var lítil

5. Ofbeldisfullar skemmtanir.

Opinber ofbeldissýning var aðallega notuð sem uppspretta skemmtunar í miðstöðvum rómverskra samfélaga. Auglýst grimmd, ofbeldi og dauði voru notað til að styrkja félagslegt skipulag, sýna vald, helga samfélagslegt stolt og einingu.

Ofbeldið var  með öðrum hluti daglegs lífs rómverska borgarans. Hann gat séð með berum augum dráp á fólki og dýrum í næsta hringleikahúsi.  Við nútímamenn lítum á þetta með hneykslun, að skemmta sér yfir drápum á fólki en samt horfum við á í sjónvarpi dráp á fólki án þess blikna augum. En þeir sem drepnir voru, skylmingaþrælar voru glæpamenn eða stríðsfangar sem drepa átti hvort sem er en þarna fengu þeir tækifæri til að berjast til frelsis.

6. Hnignun siðferðis - Kristni og tap hefðbundinna gilda.

Hnignun Rómar féll saman við útbreiðslu kristninnar og sumir hafa haldið því fram að uppgangur nýrrar trúar hafi stuðlað að falli heimsveldisins. Mílanótilskipunin lögleiddi kristna trú árið 313 og varð síðar ríkistrú árið 380. Þessar tilskipanir bundu enda á alda ofsóknir, en þær gætu einnig hafa rýrt hið hefðbundna rómverska gildiskerfi. Kristni færði hina fjölgyðilegu rómversku trú, sem leit á keisarann sem guðlega veru, á aðra braut, og færði einnig áherslu frá dýrð ríkisins og yfir á einn guðdóminn sem var ekki þessa heims. Á sama tíma tóku páfar og aðrir kirkjuleiðtogar aukið hlutverk í pólitískum málum og flæktu stjórnsýsluna enn frekar. Sagnfræðingurinn Edward Gibbon á 18. öld var frægasti talsmaður þessarar kenningar, en síðan hefur skoðun hans verið harðlega gagnrýnd. Þótt útbreiðsla kristinnar trúar gæti hafa gegnt litlu hlutverki í að hefta rómverska borgaradyggð, halda flestir fræðimenn því fram að áhrif hennar hafi dofnað í samanburði við hernaðarlega, efnahagslega og stjórnsýslulega þætti.

7. Minnkuð frjósemi.

Ekki er verið að tala um dvínandi frjósemi í hefðbundum skilningi, heldur meira viljaleysi til barnseigna. Það vill fylgja þróuðum borgarasamfélögum, minni vilji kvenna til barnseigna og geta þeirra til þess að verða ekki óléttar með getnaðarvörnum. Sjá má þetta í dag, að þegar konur flytja í borgir og þær menntast, fækkar börnum sem þær eignast. Bestu hermennirnir voru oftast bændasynir en borgaralýðurinn síðri.

8. Útbreitt barnaníð og annar níðings skapur.

Við leggjum að jöfnu kynferðislegt siðferði Rómverja við seinna og eftir lýðvelditímann sem afleiðing af hnignun siðferðis innan menningarinnar.

Grikkir gerðu lítið úr þessari barnaníði í forklassískum og forklassískum tímum, sem og einnig undarlegum kynlífsathöfnum.

Nú á dögum er verið að leggja þetta að jöfnu í félagsfræði við hnignun menningar í heild. Í stjórnmálum eru sumir að leggja þetta að jöfnu við „persónuleg“ áhrif frjálslyndra lýðræðisríkja.

Það er erfitt að segja hvers vegna þeir komu til að iðka þetta (og sérstaklega á samkynhneigðan hátt), en eitt sem við vitum frá hinum forna heimi er að þegar samfélag byrjar að falla inn í þessar venjur tekur það ekki langan tíma fyrir einræðisríki að falla fram frá þeim aðstæðum sem eyðilegging félagslegra samskipta veldur.

9. Lauslæti og afhelgun hjónabandsins.

Hér er átt við fall hjónabandsins og útbreidda vændisstarfsemi. Lauslætið leiddi til fólk gekk síður í hjónaband og færri hjónabönd leiddi til fæðingu færri barna. Vændisstarfsemin var lögleg og skattlögð. Vald húsbóndans (föðurins á heimilu) beið hnekki en að orðu kveðnu völd hans algjör. Konur skildu við karla sína að vild og öfugt. Ekkert var heilagt lengur. Hvernig er þetta í dag?

10. Stéttarbarátta.

Barátta stétta í Róm, var pólitísk barátta milli plebea (almennings) og patricians (aristókrata) hins forna rómverska lýðveldis sem stóð frá 500 f.Kr. til 287 f.Kr. þar sem plebeiar sóttust eftir pólitísku jafnrétti. með patrísíumönnum. Ríkisfólkið varð ofan á. Til urðu tvær meginstéttir, sauðsvartur almúgi og hinir ofur ríku. Millistéttin minnkaði með tímanum og varð áhrifalaus (var í of mikilli samkeppni við vinnuafl þrælanna með sívaxandi landvinningum) og bændur lutu í grasið fyrir stórbúskap stórbúanna sem ríkir einstaklingar ráku með þrælavinnu. Missir millistéttarinnar og frjálsra bænda, leiddi til að Rómverjar þurfu að sækja hermenn til mistrygga barbarar sem hermanna, til íbúa hernumdu svæðanna og borgalýðsins.

11. Útvistun.

Hér er átt við að Ítalía hætti að rækta korn og aðrar nauðsynjarvörur og byggði afkomu sína of mikið á korninnflutningi frá Norður-Afríku og sérstaklega frá Egyptalandi. Treysti of mikið á alþjóðaverslun. Ef þessi innflutningur féll niður varð hungursneyð á Ítalíu. Þegar truflun varð á kornflutningum yfir Miðjarðarhaf, var ljóst að vestrænar borgir gátu ekki brauðfætt íbúa borga og þeim fækkaði í kjölfarið.  Má ekki sjá þetta í dag með glópaismanum?

12. Viðskiptahalli - Efnahagsvandræði og of mikil traust á þrælavinnu.

Jafnvel þegar Róm var fyrir árás utanaðkomandi herafla, var hún líka að molna innan frá þökk var alvarlegri fjármálakreppu. Stöðug stríð og ofeyðsla hafði létt verulega á ríkiskassanum og íþyngjandi skattlagning og verðbólga höfðu aukið bilið milli ríkra og fátækra. Í von um að komast hjá skattmanninum höfðu margir meðlimir auðmannastéttanna jafnvel flúið í sveitina og stofnað sjálfstæðar sveitir. Á sama tíma var heimsveldið hnotið af vinnuhalla. Efnahagur Rómar var háður þrælum til að yrkja akra og vinna þeirra sem iðnaðarmenn, og herstyrkur þess hafði jafnan veitt nýjum innstreymi sigraðra þjóða til að vinna. En þegar útþensla stöðvaðist á annarri öld fór framboð af þrælum og öðrum stríðsverðmætum að þorna upp. Enn eitt áfallið kom á fimmtu öld, þegar Vandalarnir gerðu tilkall til Norður-Afríku og byrjuðu að trufla viðskipti heimsveldisins með því að vafra um Miðjarðarhafið sem sjóræningjar. Þar sem efnahagur þess fór að halla og verslunar- og landbúnaðarframleiðsla minnkaði fór heimsveldið að missa tökin á Evrópu.

13. Ofur skuldir ríkisins.

Skulda aukning ríkisins vegna stöðugra styrjalda síðrómverska tímabilsins tæmdi ríkiskassann í sífellu. Nýir keisarar sem oftast höfðu tekið völdin með ofbeldi, þurftu að borga hersveitum sínum með (ráns)fé og þegar herfangið var sjálfur ríkiskassinn, þá hlýtur það að segja sig sjálft að það var ekki arðbært. Annað ef þeir hefðu sigra ný lönd sem hefðu gefið af sér þræla (vinnuafl) og herfang. 

14. Gengisfelling gjaldmiðilsins.

Með því að draga úr hreinleika myntarinnar gátu þeir búið til fleiri „silfur“ myntpeninga með sama nafnverði. Stundum var klippt af myntinni (t.d. silfur) sem táknaði minni verðmæti hennar eða hún endurbrædd með málmi með minna verðmæti. Myntframleiðsla var aukin og með fleiri myntpeninga í umferð gat ríkið eytt meira. Og svo, innihald silfurs lækkaði með árunum. Þegar verðmæti rómverskra mynta minnkaði fór fólk að versla eða skiptast á vörum í stað peninga. Man einhver eftir álkrónunni? Og hvað gerðist þegar Bandaríkjamenn afnámu gullfótinn?

15. Ofþensla ríkisins og ofeyðsla hersins.

Þegar mest var náði Rómaveldi frá Atlantshafi alla leið að Efratfljóti í Miðausturlöndum, en glæsileiki og mikilleiki þess gæti einnig hafa verið fall þess. Með svo stórt landsvæði til að stjórna stóð heimsveldið frammi fyrir stjórnsýslulegri og skipulagslegri martröð. Jafnvel með frábæru vegakerfi sínu gátu Rómverjar ekki haft samskipti nógu hröð eða áhrifarík til að stjórna svæðum sínum. Róm barðist við að safna nægum hermönnum og fjármagni til að verja landamæri sín fyrir staðbundnum uppreisnum og utanaðkomandi árásum, og á annarri öld neyddist Hadríanus keisari til að reisa fræga múrinn sinn í Bretlandi bara til að halda óvininum í skefjum. Eftir því sem sífellt meira fé var sett í hernaðarlega viðhald heimsveldisins hægði á tækniframförum og borgaralegir innviði Rómar féll í niðurníðslu.

16. Veiking rómversku hersveitanna.

Lengst af sögu sinni var her Rómar öfund fornheimsins. En á meðan á hnignuninni stóð tók samsetning hinna einu sinni voldugu hersveita að breytast. Keisarar eins og Díókleitanus (Diocletianus) og Konstantínus gátu ekki ráðið nógu marga hermenn frá rómverskum ríkisborgurum og fóru að ráða erlenda málaliða til að styðja her sinn. Samsetning hersveitanna breyttist  og stóð að mestu að lokum af germönskum gotum og öðrum villimönnum, svo mjög að Rómverjar fóru að nota latneska orðið „barbarus“ í stað „hermanns“. Þó að þessir germönsku hermenn hafi reynst grimmir stríðsmenn, báru þeir líka litla sem enga tryggð við heimsveldið og valdasjúkir foringjar þeirra snerust oft gegn rómverskum vinnuveitendum sínum. Reyndar höfðu margir barbararnir, sem lögðu Rómaborg undir sig og lögðu Vesturveldið niður, ná áfram með hernaðarbrölti sínu á meðan þeir þjónuðu í rómversku hersveitunum. 

17. Hryðjuverkaárásir - Innrásir barbarískra ættbálka.

Einfaldasta kenningin um hrun Vestur-Rómar tengir fallið á röð hernaðartjóna gegn utanaðkomandi öflum. Róm hafði stundað erjustríð við germanska ættbálka um aldir, en um 300 höfðu „barbarar“ hópar eins og Gotar komist inn fyrir landamæri heimsveldisins. Rómverjar stóðu af sér germönsku uppreisnina seint á fjórðu öld, en árið 410 náði Alarik, konungi Vestgota, borgina Róm undir sig og var það áfall sem bergmálar ennþá daginn í dag. Heimsveldið eyddi næstu áratugum í átök og var undir stöðugri ógn áður en „hina eilífa borg“ ráðist var aftur á hana árið 455, að þessu sinni af Vandölum. Að lokum, árið 476, gerði germanski herleiðtoginn Odoacer uppreisn og steypti Rómúlus Ágústúlus keisara af stóli. Upp frá því náði enginn rómverskur keisari nokkurn tíma aftur stjórna ríkinu úr embætti á Ítalíu, sem leiddi til þess að margir nefna árið 476 sem árið sem Vesturveldið varð fyrir dauðahögginu.

18. Uppgangur Austrómverska veldisins.

Örlög Vestur-Rómar voru að hluta til innsigluð seint á þriðju öld, þegar Díókleitanus keisari skipti keisaraveldinu í tvo helminga – Vesturveldið (Vestrómverska ríkið) sem sat í borginni Mílanó og Austurveldið (Austrómverska ríkið) í Býsans, síðar þekkt sem Konstantínopel. Skiptingin gerði  auðveldara að stjórna heimsveldið til skamms tíma, en með tímanum fóru helmingarnir tveir í sundur og sitthvora leið. Austrið og vestrið náðu ekki að vinna saman á fullnægjandi hátt til að berjast gegn utanaðkomandi ógnum og þeir helmingarnir deildu oft um auðlindir og hernaðaraðstoð. Eftir því sem ríkið stækkaði jókst auður hið grískumælandi austurveldis á meðan hin latínumælandi Vesturlönd lentu í efnahagskreppu. Mikilvægast var að styrkur austurveldisins varð til þess að beina innrásum barbaranna til vesturs. Keisarar eins og Konstantínus sáu til þess að Konstantínopel væri víggirt og vel varin, en Ítalía og Rómaborg – sem hafði nú aðeins táknrænt gildi fyrir marga í austri – voru látin standa berskjölduð. Vestræn pólitísk uppbygging sundraðist að lokum á fimmtu öld, en Austurveldi stóð í nýrri mynd í önnur þúsund ár áður en það var yfirbugað af Ottómana veldi um 1453.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband