Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2021
Ég hef verið að pæla í forseta kapallinum, hvernig hægt væri að sniðganga Kamala Harris sem er óvinsælasti varaforseti allra tíma (þótt hún sjáist sjaldan opinberlega). Er það yfir höfuð hægt?
Varaforsetinn - ásamt forsetanum - getur verið dæmdir úr embætti vegna embættisafglapa. Það er ekki að gerast hér, því að hún hefur akkúrat ekkert gert í embætti.
Stjórnarskráin veitir þinginu vald til að ákæra og fjarlægja forsetann, varaforsetann og aðra alríkisfulltrúa fyrir landráð, mútur og aðra stórglæpi og misgjörðir. Aftur er það mjög erfitt, því eins og áður sagði, hefur hún ekkert gert af sér nema að vera óvinsæl.
Til að koma varaforseta frá völdum þarf atkvæði þingsins og tveir þriðju hlutar atkvæða í öldungadeildinni: sem er klúðurslegt mál en gerlegt.
Það eru líka aðrar leiðir til að koma varaforsetanum úr embætti.
Ef forseti deyr, segir af sér eða er neyddur til að víkja úr embætti vegna ákæru á hendur honum, myndi varaforsetinn taka við af honum. Í þeim tilfellum myndi varaforsetinn missa vinnuna sína en fá stöðuhækkun. Það vill enginn og þess vegna hangir Joe Biden inni, jafn vanhæfur og óvinsæll og hann er í dag.
Allt bendir því til að þegar Joe Biden hrökklast úr embætti (eða deyr en það eru margir sem hafa verið drepnir eða dáið í embætti) muni Kamala Harris taka við.
Starfsfólki Joe Biden líkar sá möguleiki ekki (skiptir litlu máli hvað honum finnst, hann ræður ekki) og virðist ríkja hatur á milli starfsliða varaforsetans og forsetans.
Bloggar | 30.11.2021 | 14:15 (breytt kl. 17:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mynd: Þessi mynd er fræg en hún sýnir ferð Joe Biden til Kína þegar hann var varaforseti Bandaríkjanna. Með í för var sonur hans, Hunter Biden, og sagt er að í þessari ferð hafi Hunter komist í vasa kínverskra stjórnvalda. Sagt er að faðirinn fái 10% af öllum "viðskiptasamningum" Hunter Biden en maðurinn er frægur fyrir dópneyðslu og óreglu og ætti ekki að sitja í neinni stjórn fyrirtækja. Samt á hann hlut í úkranísku og kínverskum fyrirtækjum.
Ég hef sagt það lengi að Joe Biden væri óhæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Fyrst og fremst vegna þess að hann er kominn með elliglöp en einnig vegna þess að hann hefur aldrei verið skarpasti hnífurinn í skúffunni. Hann hefur farið langt á brosinu en það dugar ekki þegar viðkomandi er kominn í valdamesta embætti heims.
Fyrstu 10 mánuðir Joe Bidens í embætti hefur verið ein ósigurför á enda, allt sem hann kemur við brennur. Hann byrjaði fyrsta daginn (bókstaflega) á að eyða út öll verk Donalds Trumps í embætti, alveg sama hversu gott það var, sem er mjög heimskulegt enda er það að koma í bakið á honum.
Hér er dæmi: Hann afnam "remain in Mexico" stefnu Trumps, þar sem farandfólk var sent umsvifalaust til baka til Mexíkó til að bíða málsmeðferðar en einnig stöðvaði hann byggingu múrsins fræga. Nú hafa dómstólar dæmt að ríkisstjórn hans verði að lúta "remain in Mexico" stefnu Trumps samkvæmt dómsúrskurði. Eyðingarstefna (stefnuleysi frekar) hefur leitt til áhlaups í bókstaflegri merking á landamæri Bandaríkjanna. 1.7 milljóna manna hafa farið ólöglega yfir landamærin (sem vitað er um) og fáir sendir til baka, ekki einu sinni glæpamenn af verstu sort, nauðgaðar og morðingjar.
Allt annað í stjórn Bidens er eftir þessu, efnahagsstefna hans virðist vera eftir kokkabók Nicolás Maduro, forseta Venesúela sem hefur náð að gera eitt olíuauðugasta ríki heims gjaldþrota og landsmenn beitingarfólk sem hungrið sverfir að.
Verðbólga, verðhækkanir, vöruskortur og orkuskortur (eftir kokkabók sósíalista) sverfur að og Bandaríkjamenn eru hreint bálreiðir, finnst þeir hafa verið sviknir enda sagðist Joe Biden vera miðjumaður en hefur reynst lengst til vinstri. En enginn veit hver stjórnar landinu í raun, því ekki gerir hann það heldur hópur vinstrisinnaðra hugmyndasmiða, fólk sem var valið eftir kynþætti, kyni eða öðrum þáttum sem skipta engu máli þegar þarf að ráða hæft fólk til starfa.
Það sem leitti til að almenningsálitið breyttist var klúðrið í Afganistan, sem var svo auðljóst vanhæfni að herforingjar framtíðarinnar í West Point munu læra um brotthvarf Bandaríkjahers þaðan og HVERNIG EIGI EKKI að stjórna undanhaldi.
Fyrst braust reiði fólks út á íþróttaviðburðum ósjálfrátt þegar það byrjaði að kyrja "f...Joe Biden" en þegar vinstrisinnuð fréttakona annað hvort misskildi eða vildi ekki skilja hvað fólk var að hrópa, sagði í staðinn "Lets go Brandon", varð það að herópi reitt fólks.
Vinsældirnar eru komnar niður í 36% (allt Demókratar á bakvið þessa tölu) en meira segja Demókratar vilja ekki að hann bjóði sig aftur fram, því mikill meirihluti er gegn því.
Maðurinn er svo áttavilltur að hann getur ekki sagt tvær setningar án þess að mismæla sig, það þrátt fyrir að hafa textavél fyrir framan sig.
En af hverju sagði ég að það styttist í endalokin fyrir Joe Biden? Margir fréttaskýrendur halda að andleg heilsa hans muni koma honum úr embætti og hann eigi 1 ár eftir, þegar úrslit "midterm" kosningana til Bandaríkjaþings hefur leitt til stórsigurs Repúblikana.
Persónulega held ég Demókratar (með hjálp Repúblikanar) noti spillingarmál Biden til að koma honum úr embætti (lítur betur út en að þeir hafi kosið sér sem til leiðtoga elliæran mann).
Skítalyktin í kringum Biden fjölskyldunnar hefur lengi legið í loftinu, en með hjálp meginfjölmiðla, hefur þeim tekist að þagga niður spillingarmál eins og "Laptop from Hell" hefur leitt í ljós. Sterk tök Demókrata innan æðstu koppa CIA og FBI hefur komið í veg fyrir að málsóknir hafa verið höfðaðar.
En þegar drullan er svo mikil að það flæðir yfir úr, og ekki hægt að þagga sannleikann alfarið, þá kemur hann hægt og rólega fram.
Þessar fréttir eru í bandarískum fjölmiðlum í dag og fjalla um sterk tök kínverska kommúnistaflokksins á Joe Biden sjálfan og son hans (líka bróðir Joe Biden), svo sterk að þeir þora ekki einu sinni að minnast á upptök kórónuveirunnar í rannsóknarstofu í Wuhan. Sjá slóðirnar að neðan....mun bæta fleiri við...enda er fréttin að þróast...
Laptop from Hell - Maria Bartiromo
Dan Bongino slam Hunter Biden over ties to China
Bloggar | 29.11.2021 | 18:36 (breytt kl. 21:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fólk er mjög upptekið af stríðum þessa dagana og ætla má að þessi stríð séu bara skaðvaldar en því fer fjarri. Hér eru aðeins nokkur dæmi um hið gagnastæða.
Samgöngur:
1. Flugvélar. Flug og tækni í kringum það þróaðist gífurlega í fyrri heimsstyrjöldinni þótt flugtæknin hafi upphaflega verið þróuð í friðsamlegum tilgangi. Í seinni heimsstyrjöldinni voru þotur og þotuhreyflar sem boðu nýja tíma og byltingu fyrir seinni tíma farþegaflutninga. Flugumferðarstjórnin var einnig fundin upp í fyrri heimsstyrjöldinni en Bandaríkjaher fann upp talstöðina sem þar sem hægt var að senda útboð og taka við þeim. Þetta kom í veg fyrir árekstra í lofti og við flugvelli.
2. Þyrlan var þróuð þannig að hún væri nothæf í seinni heimsstyrjöldinni en friðsamleg notkun hennar uppgötvaðist í Kóreustríðinu þegar Bandaríkjamenn hófu að flytja hermenn af vígvöllum á sjúkrahús. Síðan hefur þyrlan verið björgunartæki sem við Íslendingar þekkjum vel af eigin raun og hefur t.d. bandaríski herinn bjargaði yfir 300 mannslífum hérlendis með sínum þyrlum.
3. Ómannaðar flugvélar drónar. Eru nú notaðir í hernaði gegn Talibönum en farið er að nota þá einnig til að fylgjast með umferð á þjóðvegum og elta veiðiþjófa og dýravernd almennt. Einnig farið að nota drónanna í fornleyfafræði eða til kvikmyndagerðar.
4. Eldflaugar. Þjóðverjar fundu upp V-2 eldflaugar til að skjóta á Bretland en þeir höfðu lært af bitri reynslu að þeir höfðu enga yfirburði í lofti gegn breska flughernum í orrustunni um Bretland. Auðveldara var að skjóta flaugum frá Frakklandi á England. Síðar voru þessar flaugar þróaðar til að bera kjarnorkuodda og svo til geimferða. Geimvísindin eiga þeim að þakka að mannkynið komst til tunglsins og senda könnunarför út úr sólkerfinu.
5. Jeppar voru fundnir upp af Bandaríkjamönnum í seinni heimsstyrjöld til að auðvelda flutninga hermanna yfir torfært landsvæði og þeir komu með þeim hingað til lands strax í stríðinu. Þegar bandaríkjaher fór, skyldu þeir eftir marga jeppa sem voru notaðir til landbúnaðarstarfa og samgangna í landi án vega.
6. Kafbáturinn var fundinn upp í bandarísku borgarastyrjöldinni og komast í fulla notkun í fyrri heimsstyrjöldinni en er nú notaður til könnunar hafdjúpanna.
7. Skriðdrekinn var fundinn upp af Bretum í fyrri heimsstyrjöldinni og breyttu gangi stríðsins en friðsamlegri útgáfa af honum er auðvitað jarðýtan sem er notuð við mannvirkjagerð.
8. Svifhnökkvar og flatbotna bátar þróaðir í seinni heimsstyrjöldinni.
Samskipti:
1. Samskiptatækni sem hafði mikil áhrif á fyrri heimsstyrjöld var þráðlausar loftskeytasendingar, og fundin upp af ítalska uppfinningarmanninu Guglielmo Marconi árið 1910. Skömmu síðar eða 1914 skall fyrri heimsstyrjöldin á og ýtti undir þessa tækni sem gerði samskipti við skip á sjó auðveld og ruddi síðar brautina fyrir útvarp og síma.
2. ENIAC, fyrsta rafræna tölvan sem var fær um að forrita til að þjóna mörgum mismunandi tilgangi, var hannað fyrir bandaríska herinn í seinni heimsstyrjöldinni. Hún var notuð til að reikna út skotstefnu fyrir stórskotalið.
3. Gervinhnettir. Eftir að Sovétmenn náðu að skjóta niður U-2 njósnaflugvél Bandaríkjanna þróuðu þeir hraðar gervihnattatæknina og skutu upp gervihnöttum upp til að geta fylgst með óvininum. Nú eru gervihnettir t.d. notaðir til samskipta, t.d. GSM símkerfið og veðurathuganna. Einnig fyrir GPS staðsetningartæknina.
4. GPS staðsetningartækið er notuðu til dæmis í jöklafræði, jarðfræði og samgöngum.
5. Deilt er um hvorir voru á undan að uppgötva radarinn, Þjóðverjar eða Englendinga. En að minnsta kosti nýttu Englendingar þessa tækni betur og unnu orrustuna um Bretland með þessari tækni. Nú er radarinn náttúrulega notaður í flugvélum, flugvöllum, skipum og svo framvegis.
6. Sónar eða dýptarmælar var fyrst notaður til að finna kafbáta í seinni heimsstyrjöldinni í undirdjúpunnum en er t.d. nú notaður til að finna fisk og við Íslendingar treystum mikið á þessa tækni. Áður þurftu menn t.d. flugvélar til að finna síldina.
7. Símsvarinn var fundinn upp í seinni heimsstyrjöldinni.
Orkumál:
1. Notkuð kjarnorkusprengjunnar leiddi af sér friðsamlega notkun kjarnorkuna í kjarnorkuverum og í ísbrjótum og hún þróuð í kafbátum.
2. Gervieldsneyti var þróað af Nazistum vegna skots á dísel og bensín og þróuðu þeir fyrst vetnis peroxíð. Þetta er fyrirrennari nútíma gervieldsneytis.
Læknisfræði:
1. Frostþurrkun sem leiddi til að hægt var að vinna blóði plasma og blóðflögur sem hægt væri að geyma í lengri tíma. Síðar notað til að frostþurrka mat.
2. Lýtalækningum fleytti mikið fram í seinni heimsstyröld enda nógur efniviður til að æfa sig á.
3. Adrínilínssprautur. Notaðar í Víetnamstríðinu en í dag notað til að bjarga slösuðu fólki.
4. Sjúkrabörur sem er eins konar færanlegt sjúkrahús með öllum helstu græjum við bráðahjálp en það var ástralski herinn sem fann þetta upp.
5. Færarlegt rögentgeislatæki var fundið upp í fyrri heimsstyrjöldinni.
Efnafræði:
Gervigúmmí eða gervihlaup var fundið upp í seinni heimsstyrjöldinni en vegna skorts á gúmmí gerðu vísindamenn alls konar tilraunir með gerviefni og þar til þeir fundu fyrir tilviljun efni sem hegðaði sér eins og gúmmí, það hoppaði, strekktist og bráðnaði aðeins við háan hita.
Ýmislegt:
1. Örbylgjuofnin. Árið 1945 uppgötvaði bandarískur vísindamaður fyrir tilviljun að örbylgjusendingar notuð af bandaríska hernum í seinni heimsstyrjöldinni gat myndað nógu mikinn hita í formi "örbylgjuofnar"- að þeir gætu elda mat. Þessi tækni var notuð til að smíða fyrsta örbylgjuofnnn innan tveggja ára.
2. Árið 1942 var límbandið fundið upp af bandaríkjaher til að innsigla skotfærakassa þannig að vatn kæmist ekki að. Hermennirnir voru fljótir að uppgötva að hægt var að nota það í líma saman alls konar hluti.
3. Leysitækni. Notað í ýmsum iðnaði.
4. Nætursjónaukar. Þar að útskýra gagnsemi þeirra? Til dæmis er þessi tækni notuð í eftirlitsmyndarvélar.
5. Gasgrímur voru fundnar upp í fyrri heimsstyrjöldinni vegna efnahernaðar þess tíma. Nú notaðar t.d. af slökkviliðum heimsins til björgunar.
6. Hjálmurinn var fundinn upp af Súmerum fyrir 3-4 árum og notaður í hernaði. Nú er hann t.d. notaður sem hlífðarvörn í byggingariðnaði og bjargað mörgum mannslífum.
7. Dömubindi og tíðartappar eiga uppruna sinn að rekja til fyrri heimsstyrjaldar en vegna skorts á baðmull fyrir sárabindi fann pappírsfyrirtækið Kimberly-Clark upp nýja gerð af umbúðum sem drógu í sig fimm sinnum meiri raka en fyrri umbúðir höfðu gerð en síðar voru þessar umbúðir þróaðar í gerð dömubinda og tíðartappa.
8. M&M hnetukúlur hjúpaðar í súkkulaði voru fundnar upp fyrir bandaríska hermenn sem þurfu á staðgóða næringu að halda og myndi ekki bráðna í vasa.
Fyrsta tölvan var risa tæki. Í dag rúmast þessi tölva í vasa þínum og er margfalt öflugari.
Bloggar | 28.11.2021 | 19:17 (breytt kl. 19:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef gagnrýnt kaupin á Freyju hér í fyrri grein. Ég benti á að skipið væri ekki hannað sem varðskip, heldur dráttarskip, og gæti ekki þjónað öllum þeim hlutverkum sem skipinu er æltað. En það var ódýrt og kostaði ekki nema 1,7 milljarða en til samanburðar kostaði Týr, nýkominn til Íslands 1975, 1 milljarð sem voru miklir peningar þá.
Hér ætla ég að birta greinina ,,Höfðingi hnýgur til viðar" eftir Benedikt Bóas Hinkriksson, sem skrifar fína grein um Týr. Hér kemur þetta orðrétt úr grein hans:
"Varðskipið Týr lagðist að bryggju í síðasta sinn um miðjan mánuðinn. Týr hefur leikið afar stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar en það kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur árið 1975 og var þá dýrasta fley landsins. Það þótti mikið tækniundur. Það kostaði um einn milljarð króna og var þá dýrasta og fullkomnasta skip landsins.
Hvað fær maður fyrir milljarð? var fyrirsögn á fjögurra blaðsíðna úttekt Tímans skömmu eftir komu skipsins. Þar var farið yfir tækninýjungar og sérstaklega vikið að Sperry-tölvuradar sem gat séð á augabragði hvort togarar væru að veiða eða ekki. Slíkt tók áður margar mínútur og var gert handvirkt. Þá var skurðstofan mærð og ýmislegt fleira en blaðamanni Tímans fannst lágkúra í myndavali skipsins. Milljarðaskipið hefði ekki átt að vera skreytt með eftirprentunum.
Týr stóð vaktina með slíkum sóma að eftir var tekið í fiskveiðideilunni við Breta árið 1976....Þrátt fyrir að Týr hafi upphaflega verið smíðaður til eftirlits- og björgunarstarfa á Íslandsmiðum hefur skipið farið víða, eða allt frá botni Miðjarðarhafs til Norfolk í Virginíu í Bandaríkjunum og norður fyrir Svalbarða í Norðurhöfum.
Saga Týs við Íslandsmið er nánast ein samfelld sigurganga. Þáa stóð skipið uppi í hárinu á freigátum Breta og beitti togvíraklippum af mikilli nákvæmni.
Halldór B. Nellett fyrrverandi skipherra þekkir sögu Týs betur en flestir. Þegar Týr varð fertugur var hann staddur í björgun í Miðjarðarhafi og skrifaði Halldór aðeins um sögu hans á milli verkefna.
Halldór byrjaði aðeins 16 ára hjá Landhelgisgæslunni og hefur starfað nánast á flestum sviðum. Ætli ég sé ekki búinn að vinna við flest nema í vélarúminu, segir hann. Halldór segir að allur aðbúnaður um borð hafi verið í öðrum gæðaflokki en áður hafði þekkst. Allir í sérherbergjum og brúin hafi verið sérlega vel hönnuð. Þá var skipið búið bestu siglingatækjum.
Mesti munurinn var tölvuradarinn. Guðmundur Kjærnested skipherra hældi þessu mikið. Hann hafði þarna smá forskot í þorskastríðinu og sá hver var að veiða og hver ekki. Radarinn var mikil bylting.
Segja má að Týr hafi verið "mini" freigáta, enda kölluð slík í frétt Tímans á þessum tíma eða korvetta að gerð en korvettur eru yfirleitt hannaðar í þessari stærð.
Tvö frábær varðskip, Þór og Týr, en lýsa sitthvorum tímanum.
Bloggar | 27.11.2021 | 10:50 (breytt kl. 10:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Landhelgisgæslan fest kaup á þjónustuskip olíuiðnaðins fyrir alveg ágætis verð og ber fleytið heitið Freyja (af hverju ekki Rán?).
Skipið ber öll merki þess að vera dráttarskip og er ekki hannað sem landhelgisskip. Þegar maður lítur á afturhluta skipsins, þá er þar autt svæði sem erfitt er að sjá tilganginn með, a.m.k. hentar það ekki sem þyrlupallur. Ganghraði er aðeins 12 sjómílur og getur góður togari auðveldlega stungið Freyju af.
Landhelgisgæslan er svo þakklát að fá eitthvað í hendurnar í stað 50 ára forngrips að hún lýsti yfir hátíð í bæ þegar hún fékk skipið í hendurnar. Auðljóst er að skorið er við nögl í fjárveitingum til landhelgisgæslu.
Eina alvöru varðskipið sem Íslendingar eiga er Þór sem er sérhannað sem varðskip. Svo er það Týr, er það ekki hætt þjónustu og síðasta ferðin 15. nóvember?
Þá eiga Íslendingar bara í raun tvö varðskip, Þór og Freyju sem seint mun teljast vera floti.
Það vill gleymast að Ísland getur státað af nokkuð góðu loftvarnarkerfi með ratsjárstöðvar í öllum landshlutum og loftrýmisgæsla er gætt af bandalagsþjóðum í NATÓ. Landhelgisgæslan tekur einnig þátt í varnartengdum verkefnum (heræfingum á landi með samstarfsþjóðunum í NATÓ).
Í raun eru landvörnum landsins vel sinnt. En hvað með sjóvarnir? Landhelgisgæslan ver ekki bara landhelgina, heldur gegnir hún varnarhlutverki samkvæmt varnarlögum eins og sjá má af upptalningunni hér að ofan.
Til að sinna varnarhlutverkinu, þá borga Íslendingar í sjóði NATÓ og fá í staðinn fullkomið loftvarnarkerfi sem þjónar einnig borgaralegu hlutverki.
Ísland gegnir lykilhlutverki í kafbátavörnum Atlantshafsbandalagsins í svokölluðu GIUK hliðinu sem er svæðið á milli Grænlands og Íslands og Íslands og Skotlands. Kafbátaleitaflugvélar eru stöðugt að vakta svæðið.
Hér gæti Ísland tekið að sér þetta hlutverk og Landhelgisgæslunni falið það á hendi. Til þess þyrfti hún skipakost, sem væri þá freigátur og kafbátaleitaflugvélar.
Tvennt þyrfti til að þetta gæti orðið að veruleika. Fá tækjakostinn sem til þarf og þar gæti Atlantshafsbandalagið komið til sögunnar og borgað brúsann. Þessu er hvort sem sinnt,en bara ekki af okkur Íslendingum.
Hins vegar þyrfti að endurskilgreina hlutverk Landhelgisgæslunnar og hún skilgreind bæði sem landhelgisgæsla og herfloti í lögum. Einfalt í framkvæmd, á friðartímum gegnir hún meginhlutverki að vera landhelgisgæsla en á ófriðartímum breytist hún í herflota. Þetta er gert í Bandaríkjunum, þar er US Coast Guard í hlutverki landhelgisgæslu á friðartímum en er tekin og sett undir stjórn bandaríska flotans á ófriðarskeiði.
Eigum við ekki að hætta þessum feluleik og girða í bók og gera það sem þarf að gera? Ísland segist vera herlaust land en er fullvarið af bandalagsþjóðum og það er í hernaðarbandalagi og með tvíhliða varnarsamning við stórveldið Bandaríkin. Þetta er svo augljós staðreynd að Vinstri grænir nenna ekki einu sinni eða þora ekki að hrófla við stöðu landsins innan NATÓ. Ef þriðja heimstyrjöldin skellur á, þá er Ísland ekki í sömu stöðu og þegar heimsstyrjöldin síðar hófst, hlutlaust land. Það verður ráðist jafnt á Ísland sem og aðrar NATÓ-þjóðir.
Þá þýðir ekki að vera með símsvara í gangi sem segir: Við gefumst upp fyrir þér, hverjar þjóðar sem þú ert!
Bloggar | 26.11.2021 | 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hér er stikla á stóru í hernaðarsögu Íslands. Margt ósagt hér en samt kemur flest fram. Ég hefði getað skrifað þrjár bækur um hernaðarsögu Íslands en hef hingað til aðeins skrifað eina. Margt er órannsakað á þessu sviði.
Landnám til 1170. Óskipulögð vígaferli einstaklinga og hópa (ætta),kallað hefndar- og fæðardeilur.
874-1300. Íslendingar taka þátt í víkngaferðum annarra norræna þjóða. Þeir berjast um víða veröld, allt frá Ameríkutil Rússlands og suður til Miklagarðs og Jórsali. Í Miklagarð voru þeir í þjónustu Miklagarðskeisara sem væringjar. Væringjar voru norrænir víkingar sem voru á mála hjá keisaranum í Miklagarði. Íslendingar börðust helst í lið Noregskonungs og má þar nefna Ólaf digra og Sverriskonungs.
- Bardaginn á Sælingsdalsheiði. Sturlungar koma fram á sjónarsviðið og skipulagður hernaður hefst.
- 1179. Böðvar Þórðarson, goðorðsmaður í Görðum ver virkið í Tungu fyrir Rekhyltingum.
- 1197. Barist um virkið Lönguhlíð í Hörgárdal en þá áttust við Langhlíðingar undir forystu Önundar Þorkelssonar í Lönguhlíð og Guðmundur hinn dýri Þorvaldsson á Bakka í Öxnadal´.
- Umsátrið um Grund í Eyjafirði. Guðmundur hinn dýri hertekur virkið eftir snarpa viðureign.
- 1199. Guðmundur hinn dýri varði virki sitt á bænum Bakka. ÞorsteinnJónsson Loftssonar í Gunnarsholti og Þorgrímur Vigfússon alikarl á Möðruvöllum sátu um virkið.
- 1208. Sameinað herlið nokkurra höfðingja undir forystu Kolbeins Tumason Ásbirning, gera árás á lið Guðmundar góða Arasonar við Víðnes sem er skammt frá Hólum í Hjartardal. Kolbeinn deyr í bardaganum og herlið höfðingja leggur á flótta.
1211 (13?). Umsátrið um virki Hrafns Sveinbjarnarsonar á Hrafnseyri. Hrafn Seldæli átti í langvinnri deilu við Þorvald Snorrason Vatnsfirðing, sem lauk svo að eftir margar tilraunir náði Þorvaldur honum loks á vald sitt eftir að hafa brotist með menn sína yfir Glámu í illviðri og lét hálshöggva hann á Eyri.
- 1215. Norðmenn draga sama hertil innrásar á Ísland. Snorri Sturluson tekst að afstýra þessum fyrirætlanum með diplómatískum hætti.
- 1218. Umsátrið um Saurbæ. Það var ekki tekið.
- Bardaginn á Breiðabólsstað. Björn bróðir Gissurar Þorvaldssonar var drepinn á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1221 af Oddaverjum.
- 1222. Sighvatur Sturluson og Sturla sonur hans fóru í Grímseyjarför 1222 til að hefna fyrir víg Tuma Sighvatssonar, sem fylgismenn Guðmundar Arasonar biskups höfðu drepið en biskup hafði svo flúið til Grímseyjar.
- 1225. Sturla Sighvatsson tekur virkið hans Hvamm Sturlu Sighvatssonar af frænda sínum Þórði Sturlusonar.
- Synir Hrafns Sveinbjarnarsonar brenndu Þorvald Vatnsfirðing,tengdasonar Snorra Sturlusonar, inni árið 1228 til að hefna fyrir föður sinn og synir Þorvaldar reyndu svo að hefna hans í Sauðafellsför 1229 en voru sjálfir felldir nokkrum árum síðar.
- 1229. Sauðfellsför. Synir Þorvalds ráðast á höfuðból Sturlu Sighvatssonar sem var ekki heima við.
- Bæjarstaðabardaginn. Innbyrðistátök Sturlunga um hver skuli ráða ferðinni í baráttunni um landið.
- Apavatnsför. Gissur Þorvaldsson handtekinn af Sturlu Sighvatsson. Honum sleppt gegn því að hann yfirgefið landið. Gissur settur ívarðhald en vopnað lið bjargar honum úr prísundinni.
- 1238. Herhlaup þeirra Gissurar Þorvaldssonar og Kolbeins unga í Dali til höfuðs Sturlunga. Þeir hertaka virkið í Reykholti.
- ágúst 1239. Orrustunni við Örlygsstaðir. Þá börðust Sighvatur Sturluson (bróðir Snorra Sturlusonar), og sonur hans, Sturla Sighvatsson við Kolbeinn unga og Gissur Þorvaldsson (síðar jarl Gissur). Hinir síðarnefndu voru sigurvegarar.
- Reykholtsför Gissurar Þorvaldsson. Snorri sakaður um drottinsvikvið Noregskonung og lætur Gissur vega Snorra.
- Umsátrið um virkið í Reykholti en Órækja Snorrason tók það eftir snarpa viðureign.
- Reykhólaför, 504-10.
- 1244. Flóabardagi. Sturlungar undir forystu Þórðar kakala Sighvatsonarberjast við Haukdæli og Ábirninga undir forystu Kolbeins unga Ásbirning. Sjóorrustunni lýkur án fullnaðarsigurs Kolbeins.
- apríl 1246. Hauganesbardagi. Barist var á Haugsnesi, sem er nes sunnan Flugumýri í Skagafirði. Herafli Þórðarkakala Sighvatssonar hafði fullan sigur á herafla Ásbirninga og Haukdæla undir forystur Brands Kolbeinssonar. Blóðugusta orrusta sem fram hefur farið á Íslandi.
- október 1253. Eyjólfur ofsi Þorsteinsson af ætt Sturlunga og fylgjendur hans brenna höfuðbólið Flugumýri til grunna sem Gissur Þorvaldsson átti.
- 1253. Virki í Reykholti tekið herskyldi.
- Þverárbardagi. Eftir að Gissur hvarf til Noregs 1254, deildu Eyjólfur og Þorgils skarði um yfirráð yfir Skagafirði. Þorvaldur Þórarinsson auk Þorgils skarða og fleiri höfðingja börðust gegn herliði Eyjólfs ofsaÞorsteinssonar og Hrafns Oddssonar. Bardagi sem áður var á Þveráreyrum í Eyjafirði 19. júlí 1255, þar sem Eyjólfur féll.
- 1264. Oddverjar reyna að drepa Gissur Þorvaldsson. Hann sleppur lifandi og lætur höggva Þórð Andrésson, kallaður síðasti Oddverjinn.
- Mannhelgisbálkur Jónsbókar verða að íslenskum lögum. Í honum eruákvæði um skyldu landsmanna til að fylgja sýslumönnum gegn ránsmönnum og öðrumhernaði.
- 1286. Herútboð Noregskonungs af Íslandi. Krafist var 240 manna herlið sem senda skyldi til Noregs. Því var hafnað af íslenskum höfðingjum.
1360: Grundarbardagi. Norðlendingar berjast gegn konungsmönnum og fella.
- Bardagi Björns Jórsalafara og Þórðar Sigmundssonar.
- 1412. Hefjast siglingar Englendinga til landsins og fljótlega hefjast átök enskra kaupmanna við dönsk yfirvöld á Íslandi. Óopinbert stríð á sér stað við fyrrgreindra aðila.
1425: Hannes Pálsson, konungserindreki, handsamaður af Englendingum og fluttur í varðhald í Englandi.
- Dómur á Alþingi um bann við sölu lásboga. Dómurinn var kveðinn vegna mikillar ásóknar íslenskrar alþýðu í vopn sem enskir kaupmenn seldu á kaupstöðum.
1467: Björn Þorleifsson, hirðstjóri, veginn af Englendingum en hann var að reyna að stöðva verslun Englendinga hérlendis.
1470-73. Stríð Englendinga og Dana brýst út vegna vígs BjörnsÞorleifssonar hirðstjóra. Danir loka fyrir alla siglingu Englendinga um Eyrasund. Því lauk með tveggja ára griðasamningi.
≈1477-1490: Bardagi við Englendinga í Hafnarfirði. Þeir tapa.
147891. Diðrik var hér höfuðsmaður 147891 og haft leyfi til sjórána frá Danakonungi. Á valdatíð sinni hrakti hann Englendinga úr helstu fiskihöfnum Íslands og efldi jafnframt umboðsstjórn konungs í skjóli hervalds.
1483: Bardagi um Reykhólavirki. Valdabarátta innlendra höfðingja og barist völd og auð.
- 1518. Sjóorrusta í Hafnarfirði milli þýskra og enskra kaupmanna seml utu í lægra haldi eftir mjög mannskæða viðureign. Hrökkluðust þeir úr Hafnarfirði í sitt síðasta vígi í Grindavík.
Vorið 1532. Sjóorrustan við Básenda í Stafnes á Suðurnesjum. Þjóðverjar eiga þar í hlut og börðust við Englendinga og höfðu sigur.
- Grindarvíkurstríðið. Þýskir kaupmenn gera árás á virki Englendinga í Grindavík, síðasta vígi þeirra á meginlandi Íslands. Englendingar bíða mikið afhroð og hrakir af landinu.
1539-50. Siðbreytingarstríð. Jón Arason hefur vopnaða baráttu gegn danska konungsvaldinu, kaþólsku kirkjunni til varnar. Herfarir farnar um landið og á ýmsu gengur.
- Bardaginn við Sauðafell í Dölum átti sér stað 1550. Þá áttu fámennt herlið Jóns Arasonar Hólabiskup í átökum við herlið Daða Guðmundssonar sýslumanns. Jón Arason var handtekinn ásamt sonum sínum og tekinn af lífi sama ár án dóms og laga.
- 1551. Herskipafloti Dana sendur til Íslands sendur til landsins til að berja niður uppreisn Jóns Arasonar Hólabiskups.
1551-56. Danakonungur sendur árlega flotadeild til Íslands til að tryggja friðinn.
- Vopnabrot. Embættismennkonungs fara um landið og gera vopn upptæk.
- Komu ránsvíkingar með herskip á Vestfirði rændu og rupluð og tóku Eggert Hannesson til fanga. Þýskir kaupmenn reisa virki á Bíldudalseyri á Vestfjörðum. Enskir sjóræningjar gera árás á það og taka.
- Vopnadómur Magnúsar prúða Jónssonar. Dómurinn var kveðið vegna ítrekraðra rána erlendra manna hérlendis og kvað á um að landmenn væru skyldugir að bera vopn sér til varnar og landi.
- Danakonungur fyrirskipar að byggja skuli skans í Vestmannaeyjum. Þá um vorið var danskur liðsforingi, Hans Holts, sendur með verslunarskip til að framfylgja þessa fyrirskipum.
- Þá gengu allir skattbændur með þrískúfaða atgeira sem hingað tillands þetta fluttust til kaups eftir kónglegrar Majestets skikkan og befalningu.
1614: Vestmannaeyjarán Jóns Gentilmanns. Enskur ævintýramaður fer ránshendi um Vestmannaeyjar.
1616: Spánverjavígin. Spænskir hvalveiðimenn sakaðir um þjófnað og rán um Vestfirði. Ari í Ögri Magnússon sýslumaður safnaði lið og lætur drepa alla Spánverja sem hann nær í.
- ágúst 1624. Kristján IV. Sendi bréf til höfuðsmannsins á Íslandi og í því fólust fyrirmæli til höfuðsmanns um að tilkynna íbúum Íslands og Færeyja að þeir ættu að bera kostnað af einni herdeild en konungur ætlaði að útvega hermennina. Í staðinn hét konungur að losa þessa hluta ríkisins við herútboð.
- júlí 1627. Tyrkjaránið svonefnda hefst með árás á Vestmannaeyjar og veldur miklum búsifjum.
- Lögrétta samþykkti eftir Tyrkjaránið 1627 að Íslendingar skyldu almennt eiga skylduvopn sér til varnar og sínu móðurlandi.
- september 1638. Pros Mund höfuðsmaður birti konungsbréf á Alþingi 1639, dagsett 9. september 1638. Þar var höfuðsmanni boðið að skipuleggja fjársöfnun til varnar ríkinu og leggja í því skyni skatt á sýslumenn, klausturhaldara, efnaða bændur, fógeta, skrifara og viðlíka háttsettaembættismenn og á almúga. Skatturinn var innheimtur sumarið 1639.
- Henrik Bjelke höfuðsmaður reyndi árið 1662 að fá Íslendinga til að taka þátt í kostnaði við að halda úti herskipi til strandvarna við landið. Íslendingar báðust undan þessum tilmælum 1663 með tilvísun til fátæktar landsins. Þeir söfnuðu aftur á móti, eftir annálum að dæma (til dæmis Hirðstjóraannáll), 300 ríkisdölum og gáfu Bjelke.
- Friðrik III. fyrirskipaði að Bessastaðir skyldu víggirtir og sendi aðalsmanninn Otto Bjelke með nokkra hermenn til Íslands 1667 í því skyni að fylgja þessari áætlun eftir. Hann ritaði sýslumönnum veturinn 1667-1668 og lagði á skatt sem varið skyldi til að byggja skans á Bessastöðum. Sýslumenn, sem neituðu að innheimta skattinn, skyldu sektaðir eða missa embætti sitt. Traustar heimildir staðhæfa að skatturinn hafi numið 1.500 ríkisdölum eða hærri upphæð (Hestsannáll)eða 1.600 ríkisdölum eða hærri upphæð (Kjósarannáll).
- 1676. Danakonungur lætur útbúa tvö stríðsskip til að fylgjast með smáskipunum sem þá voru gerð út til fiskirí en einnig til að vera ti leftirsjónar hollenskum fiskiduggum hér undir landið.
- maí 1679. Skánarstríðsins 1675-1679 leiddi til þess að Kristján V. ákvað með opnu bréfi, dagsettu 31. maí 1679, að innheimta stríðsskatt af Íslendingumþetta ár. Skatturinn var innheimtur löngu síðar en hafði áður verið lækkaður að kröfu Íslendinga.
- Moth yfirritari sendir bréf til Christians Müllers amtmanns og fyrirskipar herútboð, og er bréfið dagsett 5. maí 1697 Var honum boðið að senda 30-40 Íslendinga til Danmerkur og skyldu þeir ráðnir sem bátsmenn í danska flotanum.
- Freigátan Gothenborg sem fylgja átti kaupskipin til landsins, hraktist vegna ógurlegs óveður þann 28. október vestur í haf, upp undir Grænland ásamt Hafnarfjarðarskipinu. Bæði skipin komust naumlega hingað undir land aftur en strönduðu í Þorlákshöfn 11. nóvember. Komust af 160 manns en nokkrir drukknuðu. Skipbrotsmönnum var deilt á bæi í fjórar næstliggjandi sýslum.
Vorið 1720. Kom hingað dansk kaperskip (sjóræningjaskip á vegum danskrayfirvalda) og tók með valdi hollenskaduggu en Danirnir fengu Íslendinga í lið með sér við töku skipsins. Duggan var umkring með bátum, eldsprengjumskotið um borð sem gerðu reyk, svo að Hollendingarnir sáu ekkert og er þeir reyndu að verjast með skotvopnum, urðu nokkrir særðir. Restin flutt út fangin.
1719-34. Á fyrri hluta 18. aldar voru lögtekin á Íslandi norsku lögin svonefndu, en í þeim má finna ákvæði áþekk vopnadómi Magnúsar prúða um eftirlit embættismanna með vopnum landsmanna og sektum ef eigi var farið eftir. Einnig ákvæði um virkisgerð og viðhald þeirra. (Kongs Christians þessfimta Norsku lög á Íslensku útlögð (Hrappsey 1779), þriðjabók, XVII. cap.)
Haustið 1746. Kom upp sótt í Hafnarfirði af hollensku herskipi. Margir skipsverjar létust en hún barst til landsmanna og dreifðist um mestallt land.
- Varnarskipið sem hingað var sent til að hafa tilsjón með kaupskipum, lá við Íslandsstrendur til að taka ófríhöndlara duggur um sumarið. Það var meðal annars á Vestfjörðum. Danskt stríðskip með 300 manns innaborð komum sumarið. Það lá nokkrar vikur á Breiðafirði og vlldu skipsverjar ekkert segja um erindi þess hingað til lands. Sótt barst úr skipinu á land í Ísafjarðarsýslu.
- Tvær hollenskar duggur teknar um sumarið á Tálknafirði af dönsku stríðsskipi.
- Danskt varnarskip sent hingað til lands með konunglegum fiskiduggum sem voru 12 eða fleiri.
Vorið 1781. Akureyrarskipin svokölluðu,sem koma áttu í hafnir Norðanlands, voru rændar í hafi vörum. Fleiri kaupför sem voru í hingað siglingu var rænt í hafi af sjóræningjaskipum og allra mest sú dugga sem útkom í Keflavík,sem rænd var upp á þúsund rd, að sagt var. Talið var að sjóreyfarar þessir hafi verið af enskum uppruna og fleiri þjóðernum.
Sumarið 1785. Hans Diedrich von Levetzow stiftamtmaður ásamt Landsnefndinni leggja til að komið yrði á fót landvarnarliði á Íslandi 1785 og voru hugmyndirnar hluti af því viðreisnarstarfi sem átti að eiga sér stað eftir Móðuharðindin.
Sumarið 1807. Breskt víkingaskip Salamine undir stjórn Thomas Gilpins siglir til Íslands í því skyni að komast yfir allar eigur Danakonungs og eyðileggjastrandvirki ef til staðar væru. Jarðabókarsjóðurinn rændur.
Sumarið 1809. Valdarán Jörgens Jörgensen og Samúles Phelps kaupmanns. Phelp gerði Jörgen að ríkisstjóra sjálfstæðs Íslands. Valdabrölt þetta endaði sama sumar.
- 1841. Jón Sigurðsson skrifaði í fyrsta tölublaði Nýrra félagsrita um getuleysi Dana við að verja Ísland og hvetur til að hið nýja ráðgjafaþing Íslendinga stofnaði hér til einhvers konar landvarna.
- 1843. Jón Sigurðsson hvetur til að Íslendingar taki upp vopnaburð að nýju í Nýjum Félagsritum.
Sumarið 1853. Andreas August von Kohl skipaður sýslumaður í Vestmanaeyjum. Hann stofnaði herflokk í Heimaey sem nefndist Herfylkingin.
- Dönsk stjórnvöld krefjastaf endurreistu Alþingi í fjárlögum 1857 að Ísland útvegaði menn til að gegna herskyldu í flota ríkisins. Íslendingar hafna þessum kröfum vegna ,,vinnuaflsskort yfir hábjargræðistímann á Íslandi.
- maí 1869. Herfylkingin lögð niður. Þá safnaðist herfylkingin saman í síðasta sinn við útför síðastaforingja hennar, Péturs Bjarnasen verslunarstjóra.
- 1867. Lagt er fram frumvarp um stjórnskipunarlög fyrir þingið. Í þvísagði m.a.: Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn föðurlandsins eftir því sem nákvæmar kann að verða fyrirmælt þar um meðlagaboði.
- Sérstök stjórnarskrá fyrir Ísland lögfest. Í henni er kveðið á um landvarnarskyldu allra landsmanna.
- Uppkast að lögum um ríkisréttarsamband Íslands og Danmerkur.Samkvæmt þriðju grein uppkastsins áttu [h]ervarnir á sjó og landi ásamt gunnfánaâ að vera sameiginleg málefni þjóðanna tveggja, að undanskildumsjálfsvörnum Íslendinga eftir 57. grein stjórnarskrár Íslands.
- Margir Ameríkumenn af íslenskum uppruna eða hátt í 1200 talsins, taka þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. Flestir þeirra börðust fyrir Kanadaher en sumir fyrir Bandaríkjaher. Þó að um Vestur-Íslendinga hafi verið að ræða fæddist um þriðjungur þessara manna á Íslandi. 144 týndu lífi og fjölmargir slösuðust, flestir í hinum <a>mannskæðu orrustum á vesturvígstöðvunum</a>.
- Sambandslögin 1918 kváðu á um ævarandi hlutleysi Íslands en gamla stjórnarskrárákvæðið frá 1874 um landvarnarskyldu allra Íslendinga stóð eftir sem áður.
- Ári eftir samþykkt sambandslaganna 1919 samþykkti Alþingi lög um landhelgisvörn, þar sem landsstjórninni var heimilað ,,...að kaupa eða láta byggja, svo fljótt sem verða má, eitt eða fleiri skip til landhelgisvarna með ströndum Íslands".
- júní árið 1926. Kom til landsins fyrsta varðskipið, sem smíðað var fyrir Íslendinga. Það var gufuskipið Óðinn.
1.september 1939. Seinni heimsstyrjöldin brýst út.
1939-45. Á þriðja hundrað Íslendinga látast af völdum styrjaldarinnar, flestir sjómenn. Íslendingar gengdu herþjónustu fyrir báða stríðsaðila, Möndulveldin og Bandamenn, flestir þó fyrir Bandamenn.
- maí 1940. Bretar hernema Ísland sem er þá hlutlaust ríki.
Vorið 1940. Agnar Kofoed Hansen, lögreglustjóri í Reykjavík hefur vopnaðaþjálfun lögreglunnar vegna komandi átaka heimsstyrjaldarinnar síðari og áætlun var um stofnun varasveita 300 manna. Fyrirætlanir þessar fóru út um þúfur við hernám Breta.
- maí 1940. Bretar hernema Ísland sem er þá hlutlaust land. Engin átök eiga sér stað milli landsmanna og breskra hermanna en nokkrir landsmenn eru skotnir til bana, aðallega vegna óhlýðnis. Breski herinn hernemur hernaðarlega mikilvæga staði í Reykjavík.
- júlí 1940. Íslendingar spyrja bandarísk stjórnvöld óformlega hvort þau muni verja Ísland samkvæmt Monroe-kenningunni.
- 1941. Nasistastjórn Þjóðverja lýsir Ísland í hafbann.
- júlí 1941. Herverndarsamningur er gerður við Bandaríkin 1. júlí 1941. Þau taka að sér hervarnir Íslands viku síðar, fimm mánuðum áður en Bandaríkin verða aðilar að heimsstyrjöldinni .Landganga bandarískra hermanna 7. júlí markar upphaf langrar varnarsamvinnu ríkjanna. Herverndarsamningurinn kvað , m.a. á um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi landsins, að sjá landinu fyrir nægum nauðsynjavörum og tryggja nauðsynlegarsiglingar til landsins og frá því. Með samningnum er í raun bundinn endi áhlutleysisstefnu Íslands. Jafnframt er gerður samningur um að Bretar kalli herlið sitt heim frá Íslandi.
- júlí 1941. Fjögur þúsund bandarískir landgönguliðar koma til landsins fimmmánuðumáður en Bandaríkin verða aðilar að heimsstyrjöldinni. Herstjórnin áÍslandi fer undir sameiginlega stjórn Bandaríkjamanna og Breta.
- ágúst 1941. Stærsta hersýning Bandamanna á Íslandi er haldin í tilefni af heimsókn Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, til Reykjavíkur. Herdeildir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Noregi og flugliðar frá Samveldislöndunum taka þátt.
- apríl 1942. Bandaríkin taka við yfirherstjórn á Íslandi afBretum.
- Bandaríski heraflinn á Íslandi verðu rfjölmennastur um 45.000 manns og hermenn bandamanna urðu alls flestir um 50.000 manns. Auk Breta voru hér einnig herdeildir frá Noregi og Kanada um tíma. Hermenn á Íslandi urðu flestir um 50.000, eða álíka margir og allir fullorðnir karlmenn á Íslandi. Á haustdögum 1943 tók að fækka í heraflanum og var hann kominn niður í nálega 10.000 manns haustið 1944.
- Ísland verður lýðveldi í skugga heimsstyrjaldar þann 17. júní 1944. Í stjórnarskránni frá 1944 var ákvæði um vopnakvaðningu manna á ófriðartímum en það er eftirfarandi:,,Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn landsins, eftir því sem nákvæmar kann að verða fyrir mælt með lögum. Í lagasafninu, sem gefið var út 1990, er ákvæðið enn inni í 75. gr.stjórnarskrárinnar. En í lagasafninu sem gefið var út 2003 er ákvæðið hins vegar ekki að finna. Breytingar voru gerðar á stjórnarskránni með lögum nr. 97/1995.
- maí 1945. Síðari heimsstyrjöld lýkur. Breskar og bandarískar framlínusveitir voru kvaddar heim um sumarið en eftir urðu fáeinir liðsmenn breska og bandaríska flughersins til að annast rekstur Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar.
- 1945. Ísland neitar að lýsar yfir stríði á hendur Þýskaland og getur því ekki gerst stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum.
6.1946. Íslensk stjórnvöld hafna beiðni Bandaríkjamanna um afnot af landi undir herstöðvar til langs tíma.
7.1946. Síðustu sveitir breska hersins yfirgefa landið.
- október 1946. Keflavíkursamningurinn samþykktur á Alþingi. Ákveðið er að bandarískt herlið yfirgefi landið, en Bandaríkjamenn hafi áfram afnot af Keflavíkurflugvelli vegna herflutninga til Evrópu.
Júlí 1946. Síðustu sveitir breska hersins yfirgefa Ísland.
- október 1946. Keflavíkursamningurinn samþykktur á Alþingi. Ákveðið er að bandarískt herlið yfirgefi landið, en Bandaríkjamenn hafi áfram afnot af Keflavíkurflugvelli.
- september 1946. Keflavíkurflugvöllur afhentur Íslendingum. Íslensk toll- og löggæsla tekur til starfa á vellinum.
- apríl 1947. Bandaríkjaher gerir samning við fyrirtækið American OverseasAirlines (AOA) um starfrækslu Keflavíkurflugvallar. Það stofnar dótturfyrirtækið Iceland Airport.
- apríl 1947. Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgefa Ísland.
- apríl 1949. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, undirritar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins. Gunnlaugur Pétursson verður síðar fyrst ifastafulltrúi Íslands. Samþykktin veldur miklu deilum og óeirðum.
- maí 1951. Ísland og Bandaríkin undirrita varnarsamning en undirliggjandi ástæða var Kóreu stríð sem olli mikilli spennu í heiminum. Það hefur m.a. áhrif á afstöðu íslenskra stjórnvalda til dvalar erlendu herliðs á Íslandi á friðartímum. Fyrstu hersveitir Bandaríkjahers koma til landsins 7. maí og setja upp bækistöðvar á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjafloti hefur eftirlitsflug frá Keflavík um haustið.
1952-1958. Fjórar ratsjárstöðvar taka til starfa, við Keflavíkurflugvöll1952 og síðar Sandgerði 1953, á Stokksnesi við Hornafjörð 1956, á Heiðarfjalli á Langanesi 1957 og á Straumnesfjalli á Vestfjörðum 1958. Fyrstu orrustuþotur varnarliðsins koma til Keflavíkur.
- Alþingi ályktar að varnarsamningnum skuli sagt upp.
- desember 1956. Ísland og Bandaríkin gera samning um að fella niður viðræður um endurskoðun varnarsamningsins.
- 1958. Fyrsta Þorskastríðið hefst. Bretar senda herskip á Íslandsmið. Átakalaust.
- nóvember 1953. Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins stofnuð.Tómas Árnason er yfirmaður hennar.
- Alþingi ályktar að varnarsamningnum skuli sagt upp.
- júní 1956. Ísland og Bandaríkin gera samning um að fella niður viðræður um endurskoðun varnarsamningsins.
1960-1961. Rekstri ratsjárstöðvanna á Straumnesfjalli á Vestfjörðum og Heiðarfjalli á Langanesi er hætt í hagræðingarskyni.
Mars 1960. Liðssveit bandaríska landhersins er flutt frá Íslandi, samtals 1.200 hermenn.
- júní 1961. Bandaríkjafloti tekur við rekstri varnarstöðvarinnar af flughernum og hefur rekstur ratsjárflugvéla á Keflavíkurflugvelli til eftirlits milli Grænlands og Færeyja.
- janúar 1961. Bandaríkjafloti tekur við rekstri varnarstöðvarinnar af flughernum.
24.-25. júní 1968. Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsráðsins haldinn íReykjavík.
- júlí 1971. Í stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar er ákvæði um uppsögnvarnarsamningsins.
- 1972. Annað Þorskastríðið hefst. Átök á Íslandsmiðum við Breta og nokkru leyti við Vestur-Þjóðverja. Bretar sendu flota herskipa og aðstoðarskipa á vettvang í öðru og þriðja þorskastíðinu, og skipuðu togurum sínum að veiða undir þeirra vernd innan fiskveiðilögsögunnar.
- október 1974. Ísland og Bandaríkin gera samning um áframhaldandi veru varnarliðsins. Meirihluti kosningabærra manna á Íslandi það sama ár undirritar áskorun til ríkisstjórnarinnar um að segja ekki uppvarnarsamningnum.
- Þriðja þorskastríðið hefst og endar 1976 með fullum sigri Íslendinga.
- Í kjölfar þess að Sovétríkin styrkja mjög Norðurflota sinn ákveður Atlantshafsbandalagið að endurnýja og styrkja varnarmannvirki á Íslandi á níunda áratugnum, m.a.flugbrautir, loftvarnarratsjár, olíubirgðaaðstöðu, flugskýli o.fl.
- 1982. Fyrsta æfing varnarliðsins í nýrri röð varnaræfinga sem nefnastNorðurvíkingur er haldin áKeflavíkurflugvelli. Æfingin er haldin á vegum Atlantshafsherstjórnar Bandaríkjanna á tveggja ára fresti frá árinu 1983.
Maí 1984. Ísland eykur þátttöku í störfum hermálanefndar NATO.
- 1985. Hollensk skipa- ogkafbátaleitarflugvél hefur eftirlit frá Keflavíkurflugvelli.
Maí 1987. Ratsjárstofnun tekur til starfa eftir að íslensk stjórnvöld gerðu samning um yfirtöku Íslendinga á rekstri ratsjárstöðva varnarliðsins á Íslandi.
- júní 1987. Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsráðsins haldinn í Reykjavík.
- 1991. Sovétríkin hætta flugi herflugvéla í nágrenni Íslands.Varnarliðið hefur flogið til móts við yfir 3.000 sovéskar herflugvélar innan íslenska loftvarnarsvæðisins frá árinu 1962
Sumarið 1991. Varnaræfingin Norður Víkingur haldin í fyrsta sinn. Fyrsta æfingin samkvæmt samkomulaginu frá 2006 var haldin 2007 og síðan aftur 2008.
- Ísland gerist aukaaðili að Vestur-Evrópusambandinu.
- janúar 1994. Samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um fyrirkomulag varnarsamstarfs ríkjanna á grundvelli varnarsamningsins frá 1951. Samþykkt er að orrustuþotum varnarliðsins verði fækkað.
- apríl 1996. Bókun um fyrirkomulag varnarsamstarfs er endurnýjað til fimm ára.
- maí 2001. Hátíðardagskrá í tilefni af varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna í fimmtíu ár.
- mars 2003. Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra tóku ákvörðun um stuðning við afvopnun Íraks þann 18. mars 2003. Ísland á lista yfirviljugra þjóða með stríðsátökum.
2004-05. Ísland tekur þátt í friðargæsluaðgerðum NATO. Mest er framlag Íslands til ISAF í Afganistan. Á tímabilinu 2004 - 2005 fór Ísland með yfirumsjón með rekstri flugvallarins í Kabúl.
September 2006. Bandaríkjaher dregur allt herlið sitt frá Keflavíkurflugvelli. Eignir varnarliðsins falla íslenskum stjórnvöldum í skaut. Varnarsamningurinn enn í gildi en án veru herliðs.
- 2006. Nýtt samkomulag um framkvæmd varnarsamnings Íslands ogBandaríkjanna en í því kveður meðal annars á um að halda Norður Víkingvarnaræfinguna árlega.
- september 2006. Ríkisstjórn Íslands gaf út skjal er varðar viðbrögð íslenskum yfirvalda við brotthvarf Varnarliðsins þar sem kveðið var um að lögreglan og Landhelgisgæslan juku viðbúnað sinn með kaup á skipum ogflugvélum og koma á örugg fjarskiptakerfi sem spannar allt landið.
- apríl 2007. Gengu í gildi lög um Íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu. Í lögunum um Íslensku friðargæsluna er m.a. kveðið á um, að utanríkisráðuneytinu séheimilt að taka þátt í alþjóðlegri friðargæslu og senda borgaralega sérfræðinga til starfa við friðargæsluverkefni.
- apríl 2007. Samkomulag milli Íslands og Noregs, m.a. um varnarsamstarf. Aðilarnir hyggjast auka, að teknu tilliti til sameiginlegra þarfa, tækifæri til heimsókna og æfinga og til að stunda annars konar varnarstarfsemi, meðal annars með tilstyrk sérsveita, her- og varðskipa og norskra orrustuflugvéla og eftirlitsflugvéla á Íslandi og í íslenskri loft- og landhelgi.
Sumarið 2007. Fyrsta varnaræfingin Norður Víkingur haldin samkvæmt samkomulaginu frá 2006 og síðan aftur 2008.
- apríl 2007. Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála.
Apríl 2008. Varnarmálalög voru samþykkt í apríl 2008 og fólu í sér fyrstu heildstæðu löggjöfina um varnarmálatengda starfsemi á Íslandi. Með varnarmálalögum var sett á fót sérstök Varnarmálastofnun sem sinnir varnartengdum verkefnum sem íslensk stjórnvöld bera nú ábyrgð á. Þar ber hæst rekstur íslenska loftvarnakerfisins en íslensk stjórnvöld tóku við yfirstjórn loftvarnakerfisins og rekstri Ratsjárstofnunar úr hendi Bandaríkjanna 15. ágúst 2007.Varnarmálastofnun rak öryggissvæði við Keflavíkurflugvöll, Miðnesheiði,Helguvík, Bolafjall, Gunnólfsvíkurfjall og Stokksnes, og annaðist reksturmannvirkja NATO hérlendis.
- maí 2008. Samkomulag um samstarf á sviði varnar- og öryggismála milli breska konungsríkisins og Íslands.
- 2009. Samkomulag milli utanríkisráðuneytis Íslands ogvarnarmálaráðuneytis Kanada um samstarf í varnarmálum.
1 júní 2009. Varnarmálastofnun tók til starfa og hafði á sinni könnu verkefni sem varða varnir Íslands og samskipti Íslands við Atlantshafsbandalagið ogræktun tvíhliða varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna.
- janúar 2011. Varnarmálastofnun lögð niður. Verkefni hennarfara yfir til embættis Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands.
Nóvember 2014. Landhelgisgæslan ákveður að skila 250 hríðskotabyssum frá Noregi vegna deilna um greiðslu og réttmætti þessara gjafar sem hún kallar í íslenskum fjölmiðlum en Norðmenn sölu.
Bloggar | 25.11.2021 | 09:08 (breytt 25.8.2024 kl. 15:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér kemur tímaritsgrein eftir mig sem birtist í Sjómannablaðinu Víkingur 2003 og Facebook var svo almennilegt að minna mig á.
Þann 16. nóvember næstkomandi eru liðin 50 ár síðan síldveiðiskipið Edda frá Hafnarfirði fórst í Grundarfirði í ofsa viðri sem þá gekk yfir landið. Af 17 manna áhöfn skipsins fórust 9 sjómenn og voru þeir nærri því allir Hafnfirðingar og flestir fjölskyldumenn. Í þessari grein er sagt frá sjóslysinu og birt viðtal við einn þriggja eftirlifenda sem enn eru á lífi.
Stormsveipur skellur á skipið
Það var dálítill aðdragandi að þessum atburði, segir Ágúst Stefánsson vélstjóri sem þá var ungur maður, ekki nema 16 ára gamall piltur, en starfaði þá sem háseti um borð í Eddu.
Við vorum áður búnir að fara með fullfermi úr Grundarfirði í annarri ferð og lögðum af stað til Hafnarfjarðar en við Öndverðanes lentum við í ofsaveðri og vorum heppnir að skipið skuli þá ekki hafa farið niður. Nótabátarnir voru þá í gálgunum og það hefur bjargað skipinu í það skipti. Við urðum að moka síldinni út af dekkinu, um 40-50 tonn, til að rétta skipið sem þá lá á hliðinni en annar nótabáturinn kom í veg fyrir að það lægist algjörlega á hliðina og það að við náðum að draga nótina úr stjórnborðsbát yfir í bakborðsbát og þannig rétt skipið af. Við náðum að lokum til Hafnarfjarðar heilir og höldum og sigldum síðan til Grundarfjarðar aftur eftir losun. Eftir komuna þangað fórum við að kasta um daginn. Þá fór hann að hvessa, og við drifum okkur því að draga nótinni upp í nótabátanna, en náðum ekki að ganga frá henni. Við hengdum hana því upp á hekkið á skipinu og hnýttum bátanna aftan í skipið. Því næst leituðum við í var í Grundarfirði sunnudagskvöldið þann 15. nóvember 1953.
Við lögðumst við festar um nokkuð hundruð metra frá bryggjunni í Grafarnesi. Þar á legunni voru þá mörg skip önnur, enda var mikið fárviðri og sjórok. Um hálf fimmleytið á mánudagsmorgun dró til tíðinda en þá skall æðisgengin vindkviða á skipið og stormsveipur þessi lagði skipið, sem þá var að mestu tómt, á hliðina, svo að bæði möstur fóru á kaf. Svo virðist vera, er málið var skoðað seinna, sem legufæri hafi slitnað með þeim afleiðingum að skipið valt.
Þegar þetta gerðist, var ég staddur á dekki ásamt tveimur öðrum mönnum, en skipstjórinn var þá á stjórnpalli. Flestir voru gengnir undir þiljar, því að þá átti sér nýlega stað vaktaskipti. Sumir voru komnir í kojur og lagstir til svefns en þeir sem það gátu, þustu upp er skipið fór á hliðina, og ekki leið nema ör skammur tími þar til skipið valt yfir, svo að kjölurinn sneri upp. Skipið valt þó ekki það hratt, þannig að ég gat skriðið eftir lunningunni og botninum og upp á kjölinn. Við voru fimmtán sem komust á kjöl bátsins en tveir hafa orðið eftir undir þiljar.
Ill dvöl á kilinum
Á meðan þessu öllu stóð geisaði stórviður og það gekk á með slydduhríð og niðamyrkur var yfir öllu og veðurgnýrinn var óskaplegur. Mennirnir á kilinum voru flestir illa klæddir og sumir aðeins á nærklæðunum, því að þeir höfðu verið í kojum sínum. Með skipinu fylgdu tveir nótabátar, vélknúnir, og voru þeir báðir festir við skut skipsins. Annar af þeim var fljótlega skorinn frá, því að hann var fullur af sjó og óttaðist skipstjórinn að hann kynni að fara í skrúfuna, en allar vélar skipsins voru þá í gangi. Hann rak fljótt í burtu í myrkrið. Hinn báturinn var enn bundinn við skut skipsins en hann var hálffullur af sjó. Fljótlega ákváðum flestir, sem voru á kilinum, að kasta sér til sunds og synda yfir í hinn hálffulla nótabát en ég var það heppinn að geta skriðið eftir kilinum og stökkva svo ofan í nótabátinn er hann rak að skipinu. Fjórir voru eftir og töldu þeir að eins og á stóð, væri öruggara á vera á kilinum en það var nóg pláss fyrir alla um borð í bátinum. Bjarni Hermundsson háseti mun hafa verið síðastur þeirra er upp úr skipinu komst og lagði hann til sunds á káetuhurðinni og synti að nótabátnum en þá var hann aðeins 18 ára gamall.
Skipið sekkur
Skipstjórinn sem var meðal þeirra sem komust upp í nótabátinn og hann gaf fyrirskipun um að skera á annan tveggja kaðla, sem voru úr bátnum í skipið, til þess að vera við öllu búinn ef skipið myndi skyndilega sökkva en hinn hefur þá ekki þolað álagið og slitnað. Bátinn rak fljótt frá skipinu og hvarf í sortann og veðurhaminn. Engar árar voru í bátnum og vélin í kaf í sjó, þannig að hún kom ekki að neinum notum. Ég var það heppinn að vera í sjóstakki og gúmmístígvélum og það kom sér vel er við þurftu að ausa bátinn með þeim en ég var sá eini sem var í gúmmístígvélum. Ég hafði ætlað að losa mig við þau er við vorum á kilinum vegna þess hve þung þau voru og spurði einn félaga minna hvort ég ætti ekki að fara úr þeim, en hann sagði mér að vera áfram í þeim. Það kom sér vel, því að ég var sá eini sem var í stígvélum og náðum við að þurrausa bátinn. Ég og Ármann háseti náðum að losa trommu sem snurpuvírinn var geymdur á og henda henni út til hefta rekið á bátnum. Við þetta rak hann mun hægar og kom í veg fyrir að við rækjum út fjörðinn en staðinn rak okkur þvert yfir hann, þótt eitthvað útrek var á okkur einnig.
Er þá rak út af báta legunni hrakti þá skammt frá tveim skipum. Við hrópuðum eins og við gátum ekki ekkert heyrðist í okkur fyrir veðurhamnum. Við sáum til manna á dekki á skipunum en þessir menn heyrðu ekkert í neyðarópunum vegna veðurofsann. Er bátinn hrakti rétt fyrir framan stefni síðara skipsins, sem hafði ljós á ljóskastara sínum, fór hann í gegnum ljósgeislann. Enginn í skipinu þessu varð þeirra heldur var. Þeir ráku út fjörðinn, en þá var suðaustan átt, og ráku norðanmegin fjarðarins og strönduðu á skeri sem var rétt utan ströndinni. Sker þessi heita Norðurbár og eru að norðaustanverðu við Grundarfjörð.
Tveggja tíma dvöl á skeri
Í um tvo tíma voru mennirnir á skerinu og reyndu að leita sér skjóls í bátnum. Síðan fór að falla að og rak báturinn þá í land. Báturinn var lítið brotinn, þó svo að mjög hafði brotið á honum. Við voru þá ellefu eftir í bátnum en þegar í fjöruna var komið, höfðu tveir skipverjanna látist úr vosbúð og kulda í bátnum. Skipstjórinn og einn hásetanna, Guðmundur Ólafsson, brutust til lands úr bátnum til að sækja hjálp. Á meðan biðum við hjálpar. Á leið til bæjar að Suðurbár, en þangað er 15 mínúta gangur, mættu þeir Tryggva Gunnarsson í Suðurbár og tveimur öðrum mönnum. Fóru þeir skipsbrotsmönnunum í bátnum til hjálpar. Var þá misjafnt ástand á þeim, af sumum var mjög dregið en aðrir voru í betra ástandi. Ingvar Ívarsson, frændi minn, var þá sárastur af okkur, meiddur á fótum.
Einn skipverjanna var þá deyjandi og lést hann er skipsbrotsmennirnir voru um það bil hálfnaðir að Suðurbár. Þar var mönnum veitt öll sú hjúkrun sem hægt var að láta í té. Læknirinn í Stykkishólmi, Ólafur Jónsson, kom um kvöldið yfir í Grundarfjörð mönnunum til hjálpar og tók ferðin sex klukkustundir. Þegar hann kom í Suðurbár, hafði hvíldarlaust verðið gerðar lífgunartilraunir á skipverja þeim er lést á leið til bæjar, en árangurslaust.
Vestur í Grundarfirði hafði þá ekki rekið neitt af líkum þeirra sex er drukknuðu er skipið sökk. Ekkert rekald hafði heldur fundist. Skipverjarnir höfðu allir fengið á sig einhverjar skrámur og tveir lágu um tíma rúmliggjandi.
Eftirmáli slyssins
Þegar kunnugt varð um slysið, sló miklum óhug á bæjarbúa í Hafnarfirði og var þá öllum skemmtunum aflýst í Firðinum og sorgarblær var yfir bænum. Þeirra var m.a. minnist í guðsþjónustum og á Alþingi Íslendinga.
Nokkrum dögum eftir slysið fann eitt síldveiðiskip hvar Edda lá og héldu skipverjar í fyrstu það vera síldartorfa. Þetta var um það bil úti í miðjum firði, um 300 m frá landi. Þegar nótinni hafði verið kastað, festist hún og við nánari athugun kom í ljós, að olíubrak var á sjónum og dýptarmæli skipsins staðfesti gruninn, að þetta væri skipsflak. Björgunartilraunir voru gerðar til að ná skipinu upp af hafsbotni og tókust þær að lokum. Skipið fór í klössun og gert haffært á ný. Það var lengi síldveiðiskip eftir þetta og hét þá Sigurkarfi.
Mynd af Eddu
Vélskipið Edda frá Hafnarfirði var 184 smálestir að stærð, smíðuð í skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði árið 1944. Hún var þá stærsta skipið sem smíðað hafði verið hér innanlands.
Edda GK 25 nýsmíðuð á siglingu árið 1944. Ljósmyndari óþekktur (G Á ?) Mynd í minni eigu.
Eitt þeirra skipa, sem hvað oftast var nefnt í síldaraflafréttum sumarsins 1953, var vélskipið Edda frá Hafnarfirði. Þá um vorið hafði kunnur sjósóknari og aflakló, Guðjón Illugason, tekið við skipstjórn á bátnum, en Guðjón hafði verið skipstjóri á Hafnarfjarðarbátum frá árinu 1944, og höfðu bátar þeir sem hann var með orðið aflahæstir Hafnarfjarðarbáta átta ár í röð. Þetta sumar var Edda þriðja aflahæsta síldveiðiskipið og að síldveiðunum fyrir norðan og austan land loknum, var ákveðið að gera bátinn út til veiða með nót, en töluverð síldveiði var þá út af Snæfellsnesi. Lögðu bátarnir jafnan upp í höfnunum við Snæfellsnes.
Um miðjan nóvember var Edda orðin aflahæst síldarbátanna og hafði skilað miklum afla á land. Tíð hafði verið allsæmileg um haustið, en þegar kom fram í nóvember brá yfir í rosa, þannig að gæftir urðu stopular. Aðfaranótt 15 nóvember skall svo á hið versta suðvestan stórviðri, og hélst það nær óslitið í þrjá sólarhringa. Hámarki náði veðurhæðin þó aðfaranótt 17 nóvember, en þá var víða fárviðri við landið sunnan og vestanvert. Skipin, sem verið höfðu að síldveiðum við Snæfellsnes, héldu öll í landvar er óveðrið skall á. Meðal þeirra var Edda og hélt hún inn á Grundarfjörð og lagðist þar við ankeri um 300 metra frá landi. Þar á firðinum voru mörg önnur skip. Heimild: Þrautgóðir á raunastund. V bindi.
Samantekt
Edda GK 25 var smíðuð í Skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði árið 1944 fyrir Einar Þorgilsson & Co h/f í Hafnarfirði. Eik. 184 brl. 378 ha. Ruston díesel vél. 17 nóvember árið 1953, þegar skipið var statt 300 metra frá bryggju í Grundarfirði, lagðist það á hliðina og sökk síðan. 15 af 17 skipverjum komust á kjöl. 11 af þeim björguðust yfir í annan nótabátinn og barst hann að landi eftir mikla hrakninga skammt frá bænum Suðurbár í Grundarfirði. Var mönnunum síðan hjálpað heim að bænum. En áður en þangað var komið höfðu 3 skipverjar látist af vosbúð, 2 í nótabátnum og síðan 1 eftir að í land var komið. Það urðu því 9 manns af 17 manna áhöfn sem fórust. Í febrúar 1954 var skipið kjölrétt og dregið upp í fjöru og þétt þar. Síðar var skipið dregið til Reykjavíkur og endurbyggt þar. Skipið var selt 1954-55, Fróða h/f í Ytri Njarðvík, hét Fróði GK 480. Frá 17 febrúar hét skipið Sigurkarfi GK 480, sömu eigendur. Talið ónýtt og tekið af skrá 5 nóvember árið 1970. Skipið var að lokum brennt í ágúst árið 1972.
Bloggar | 24.11.2021 | 08:32 (breytt 25.10.2022 kl. 21:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimm ástæður þess að Kamala Harris verður ekki næsti forseti Bandaríkjanna
1. Yfirgnæfandi löngun demókrata til að sigra. Demókratar munu vilja halda Hvíta húsinu meira en nokkru sinni fyrr árið 2024 - sérstaklega ef þeir missa fulltrúadeildina og öldungadeildina árið 2022. Mjög veikt Harris, jafnvel þótt hún verði forseti þá, mun ekki fylla þann reikning fyrir þá. Sumir segja að það hafi verið ástæðan fyrir því að hún söðlaði um varðandi landamærakreppuna og hvers vegna sýnileiki hennar er svo lítið núna.
Frekar en að tapa árið 2024, munu demókratar halda áfram að tilnefna frambjóðanda í stað þess að hætta auðnu sína með Kamala Harris.
2. Minnkandi fylgi Kamala Harris. Stjórnmálamenn koma og fara en þeir sem hafa tryggt fylgi hafa tilhneigingu til að hafa meiri möguleika. Þegar þetta er skrifað hefur grunnfylgi Harris, það litla sem það var til fyrir ári síðan, í raun minnkað. 28% fylgi hennar á landsvísu, lægra en ef maður útilokar kjósendur í Kaliforníu, er vísbending um að hún sé með minnkandi grunnfylgi. Það lofar ekki góðu fyrir forsetaframbjóðanda sérstaklega þegar það litla sem frambjóðandi hefur er ríki sem demókratar telja sjálfsagt, þ.e. Kalifornía.
Allt þetta leiðir að lokaástæðunni fyrir því að Harris verður ekki frambjóðandi demókrata til forseta árið 2024.
3. Ekki er hægt að búast við að örlög Harris breytist. Hafa ber í huga að Harris fór ekki inn í Iowa framboðið árið 2020 vegna þess að hún var ekki vinsæl meðal demókrata - síðast en ekki síst meðal demókrata í Kaliforníu. Skoðanakannanir hennar sýndu að hún hafnaði í fjórða og fimmta sæti í forvalinu í Kaliforníu áður en hún gaf upp von sína um forsetakosningarnar. Hvers vegna var hún óvinsæl á þeim tíma í Kaliforníu? Litið var á hana sem metnaðarfulla í stað þess að vera umhyggjusama - pólitískur félagsklifrari, ekki leiðtogi.
Hluti af því var vegna þess að Harris ræktaði aldrei samband við kjósendur í Kaliforníu. Hún var útnefnt sem dómsmálaráðherra og öldungadeildarþingmaður og þurfti aldrei að vinna fylgi til að vinna hug og hjörtu kjósenda í Kaliforníu.
Tími hennar sem ríkissaksóknari í Kaliforníu einkenndist af deilum um ofsóknir saksóknara og neitun hennar um að taka afstöðu í lykilmálum - líkt og fjarveru hennar á landamærunum í dag. Síðan þegar hún bauð sig fram til forseta, hljóp hún í burtu frá harðindum gegn glæpum þulunni sem hún hélt fram sem dómsmálaráðherra. Það styrkti aðeins áreiðanleikavandamál hennar.
Allt í allt, er vandi Harris henni ofvaxið og hún er að komast að því að á vinnustaðnum, að nám á nútíma fjölmiðla-/internetöld er ekkert auðvelt verkefni. Í framtíðinni mun hún sitja uppi með slæman árangur Biden-stjórnarinnar og sem andlit óvinsælustu landamærastefnu hennar í innflytjendamálum í sögunni.
4. Erfið byrjun Kamala Harris. Núverandi vinsældarfylgi Harris er dapurleg - 28% - mun lægri en nokkur annar varaforseti á þessum tímamótum kjörtímabils. Samkvæmt Los Angeles Times, þegar einkunnir hennar voru komnar undir 40%,, voru einkunnir hennar "vel undir einkunnum þriggja fyrri varaforseta."
Hluti af því er afleiðing lélegrar einkunna Biden sjálfs og á sífellt sundruðu tímum þar sem flokkar eru svo sundraðir að kjósendur munu ekki styðja embættismann hins flokks undir flestum kringumstæðum.
5. Bandaríkin og Kamala Harris munu halda áfram að þjást af slæmum stefnumótandi ákvörðunum næstu 3 árin. Fylgi Biden forseta er eitt það versta meðal allra verstu forseta landsins eftir aðeins tíu mánaða valdatíð. Skoðanakannanir sýna 37,8% fylgi og ótrúlega háa 59% vanþóknun. Það eru góðar ástæður fyrir þessum lágu einkunnum, þar á meðal versnandi ástandi efnahagslífsins, hörmulegu brotthvarfi frá Afganistan í ágúst, landamærakreppu sem var óviðráðanleg (en þau þurftu ekki gera neitt en að fylgja stefnu Donalds Trumps), óánægja með COVID-stefnuna og stefnu sem er boðuð af harðri hendi alríkisstjórnarinnar sem er stjórnlaus.
Bloggar | 22.11.2021 | 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er viðeigandi að fara út í stjórnarskrárbreytingu eftir þá miklu kollsteypu sem íslenskt samfélag hefur orðið fyrir og raunar er það löngu orðið tímabært.
Stjórnarskrá er samfélagssáttmáli um grunngildi samfélagsins og er hún heiti yfir allar þær reglur sem ráða stjórnskipun ríkisins. Rétt er hafa í huga að hún getur verið í formi eins ákveðins skjals eða verið óskrifuð. Þannig geta hefðir og venju haft stjórnskipuleg gildi og verið hluti af stjórnarskránni.
Íslendingar vildu hins vegar og fengu ritaða stjórnarskrá árið 1874 en hún var kölluð ,,Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands og er að stofni til sú sama og núgildandi stjórnarskrá. Það er því ljóst að hún er löngu úreld; samin fyrir íslenskt samfélag á 19. öld þegar Íslendingar voru undir erlendri stjórn.
Stuðla verður að gerð stjórnarskrár sem er alíslensk að uppruna og samin fyrir íslenskt nútímasamfélag. Það er hins vegar gott að skoða og taka upp það sem vel hefur verið gert í öðrum löndum. Þýska og svissneska stjórnarskrárnar eru dæmi um velheppnuð verk. Sama má segja um bandarísku stjórnarskránna.
Þær breytingar sem ég vil helst sjá er algjör aðskilnaður á hinu þríþætta valdi, þ.e.a.s. aðskilnað löggjafar- og framkvæmdarvalds. Það þýðir fækkun þingmanna og að ráðherrar fái ekki sæti á Alþingi. Einnig verður að gæta betur að sjálfstæði dómskerfisins en nú er gert.
Skýra verður betur hvaða hlutverki forseti Íslands á gegna og setja á betri starfsreglur fyrir forsetaembættið. Það er dýrt að reka forsetaembættið og forsetinn er meðhöndlaður eins og hann væri konungur, með ýmis sérréttindi og hlunnindi. Þetta kemur berlega í ljós þegar aðgerðalitlir menn setjast á forsetastólinn eins og sjá má nú með núverandi forseta. Fyrrverandi forsetar mörkuðu sér sérstöðu, einn studdi skógrækt og ræktun íslenskrar tungu en hinn eflingu norðurslóða. Fyrir hvað stendur núverandi forseti?
Hlúa verður sérstaklega að fullveldishugtakinu í stjórnarskránni, nú þegar Íslendingar eru sí og æ að íhuga inngöngu í Evrópusambandið. Skrá verður í stjórnarskrána að fullveldi Íslands sé í höndum íslensku þjóðarinnar, ekki Alþingis, og hún ein geti gefi eftir fullveldi landsins og jafnframt tekið það til baka. Það sé gert með þjóðaratkvæði. Enda vil ég sjá víðtækari beitingu þjóðaratkvæðis en hingað til hefur verið gert. Hér er ég að tala um takmarkað þjóðaratkvæði, t.d. ætti ekki að vera hægt að hafa þjóðaratkvæðisgreiðslu um skattamál. En með flestum öðrum erfiðum deilumálum er þjóðinni fulltreystandi til að ráða fram úr án íhlutunar misvitra og sérhagsmunasinnaðra þingmanna. Fulltrúalýðræði er 19. aldar fyrirbrigði sem komið var á vegna slæmra samgangna og þjóðin gat ekki tekið beinan þátt í stjórn landsins. Í dag getur borgarinn kosið hvar sem er og hvenær sem er með farsíma sínum.
Auðlindir landsins eru mikið hitamál í dag og verður áfram um ókomna framtíð. Tryggja verður að það komi fram í stjórnarskránni að þjóðin eigi auðlindir landsins. Með öðrum orðum að auðlindir hafsins, orkan í jörðinni og vatnið séu í eigu þjóðarinnar. Ríkið, hið þríþætta vald, getur hins vegar hlutast um og ráðstafað þessu auðlindum með umboði þjóðarinnar (með þjóðaratkvæði). Girða verður fyrir að ríkisvaldið geti með einfaldri lagasetningu afsalað auðlindirnar í hendur einstakra aðila nema sem skamman afnotarétt sem borga verður fyrir.
Þessi atriði sem ég hef tæpt á er almenn afstaða mín en nú ætla ég að fara út í einstakar greinar stjórnarskránna sem ég tel að breyta þarf.
Í 2. grein segir: ,,Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið. Þessu verður að breyta og skilgreina betur valdaskiptinguna betri aðgreining ríkisvaldsins í þrennt þ.e.a.s. algjöran aðskilnað milli þessara þriggja valdaþátta. Alþingi á til dæmis ekki að dæma í eigin málum eins og sjá má nú með afstaðnar kosningar. Svo er ekki farið í dag.
Í 3. og 4 gr. segir: ,,Forseti Íslands skal vera þjóðkjörinn. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu. Ég vil breyta seinni greininni örlítið og taka fram að kjörgengi til framboðs til forsetaembættis Íslands skuli vera hver maður fertugur og eldri. Þar sem forsetinn er æðsti embættismaður ríkisins og ber mikla ábyrgð, tel ég að það sé nauðsynlegt að hann hafi öðlast nægilegan þroska og reynslu til að gegna þessu mikilvæga embætti en ljóst er að almenn hafi menn náð þessum þroska og reynslu um fertugt.
Enn ein greinin sem fjallar um forseta íslenska lýðveldisins er 5. greinin en hún hljóðar svohljóðandi: ,,Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. Ég vil breyta þess á þessa veru og hljóðar tillaga mín í grófum dráttum svona: ,,Kjósa verður þangað til að einn frambjóðandinn hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en við kjörgengi skal miðað að meðmælendur séu minnst 2000 mest 4000. Þessa breytingu vil ég vegna þess að í núverandi kerfi getur einstaklingur orðið forseti landsins án þess að hafa meirihluta landsmanna á bakvið sig.
Nú eru menn almennt sammála um að forsetinn eigi að vera sameiningartákn Íslendinga og því tel ég að greiða verði atkvæði þar til að sá meirihluti er kominn. Þetta fyrirkomulaga er víðast hvar erlendis. Svo má einnig skoða alvarlega hvort við viljum að á Íslandi ríki þingræði, þar sem meirihluti þings getur fellt ríksstjórn með vantrausti eða forsetaræði þar sem annað hvort forseti eða forsætisráðherra er kosinn í beinni kosningu og skipar ríkisstjórn. Ef síðari leiðin er valin bjóðast margir valkostir, fleiri en fólk telur almennt.
- grein hljóðar svona: ,,Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.
Ég vil víkka þessa grein eða búa til aðra sem fjallar sérstaklega um þjóðaratkvæðisgreiðslu. Eins og ég hef minnst á, þá vil ég að þjóðin komi meiri að ákvörðunartöku um stefnu ríkisins og er ég að tala um takmarkaða þjóðaratkvæðisgreiðslu. Setja má leikreglu um þetta í stjórnarskránna. Með þessu nálgumst við meira beinn lýðræði og fjarlægumst fulltrúarlýðræði með sínum göllum og kostum. Jafnvel er hægt að tala í þessu sambandi um blandaða leið til lýðræðis. Með allri þessari nútímatækni, s.s. rafræna kosningar, er hægt að hrinda þessari lýðræðisumbót í framkvæmd án mikils tilkosnaðar. Lítum á hvað Svisslendingar hafa gert hingað til með góðum árangri. Í Sviss þarf ákveðið hlutfall kjósenda að skrifa undir áskorun um að vísa tilteknum lögum í þjóðaraktvæðagreiðslu. Hér á landi getur forseti Íslands vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðeins eftir að Alþingi hefur samþykkt frumvarp sem lög. Er þetta ekki úrelt?
- grein fjallar um þingmenn Aþingis. Þar segir m.a. : ,,Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til 4 ára í þessum kjördæmum:... Og svo er landinu skipt í 8 kjördæmi. Stjórnarskrárþingmenn verða að huga að þessari grein og velta því fyrir sér hvort að landið eigi ekki að vera eitt kjördæmi og allir séu jafnir hvað varðar kosningar til Alþingis, að atkvæði hvers og eins sé jöfn er gengið er til kosninga til Alþingis. Með þessu er jafnframt hægt að fækka þingmönnum um þriðjung og þeir fari að starfa fyrir alla landsmenn en ekki einstaka hópa. Það ber að skoða persónukjör sérstaklega og ég vil eindregið að það sé gert. Hér er um tvær leiðir að ræða. Annars vegar að kjósendur geti valið betur úr hópi þingmannsefna af framboðslistum í kosningum en hingað hefur verið hægt. Hins vegar að kjósendur geti valið úr hópi frambjóðenda hvort sem þeir tilheyra framboðslistum eða ekki.
Í 33. grein kemur fram að ,,Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer farm, er einnig skilyrði kosningarréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis. Ég vil bæta því við eða búa til nýja grein að miða skuli öll aldurstakmörk við þennan lögræðisaldur, þ.e.a.s. kosningaréttinn, giftingarrétt, ökuleyfisrétt og réttinn til áfengisneyðslu. Það gengur ekki að maður sem hefur rétt að gifta sig, eignast börn, kjósa til Aþingis megi t.a.m. ekki drekka áfengi í eigin brúðkaupi eða fara á skemmtistað svo eitthvað sé nefnt. Allt skal miðast við ein aldursmörk, ef þau eru of lág eða há, þá er hægt að breyta þeim.
Ég hef verið spurður um afstöðu mína til 62. gr. stjórnarskrárinnar sem hljóðar svo:Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum. Spurt var: Telur þú í fyrsta lagi þörf á að breyta þessari grein? Ef svo er hvernig? Og í öðru lagi hver sé afstaða mín til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju? Ég svaraði þessum spurningum á eftirfarandi hátt:
Ég hef gefið upp þá afstöðu að ég telji að það eigi ekki að vera breyta hlutum, breytinganna vegna. Standa skal vörð þá hluti sem hafa staðist tímans tönn. Annað verður að breyta. Ég tel að kirkjan og ríkið verði fyrst að tala um þessi mál, áður en hróflað er við þessa grein í stjórnarskránni. Takið eftir seinni setningunni en þar segir: ,,....Breyta má þessu með lögum". Þetta ákvæði opnar, að mínu mati, dyrnar fyrir aðskilnað eða öðru vísi samvinnu ríkis og þjóðkirkju ef vilji er fyrir hendi. En þetta samband er blákaldur raunveruleiki og ekki er hægt að ákveða einhliða uppsögn eða afmá þessa sambands nema með samvinnu og samkomulagi. Mér skilst að báðir aðilar séu opnir fyrir breytingu á þessu sambandi en málið strandi fyrst og fremst á lagatæknilegum atriðum og skiptingu kirkjueigna og -landa.
En mín persónulega afstaða er að einhver lög verði að vera utan um trúarbrögð á Íslandi og því nauðsyn að einhver grein - ákvæði sé um stærsta trúarsamfélag landsins og helstu trúarbrögð landsmanna sem er kristin trú sé í stjórnarskránni. Svo að ég tali skýrt: Ákvæðið um hina evangelísku lúterska kirkju skal standa þar til almenn sátt, hvort sem það er milli ríkis og kirkju eða Íslendinga almennt, kemst á um samband ríkis og kirkju.
Svo ég svari seinni spurningunni, þá tel ég að eitthvað samband verði að vera á milli ríkis og kirkju og samvinna þeirra á milli. Það er ekkert tómarúm þarna á milli eða aðskildir heimar. Það er nú svo að ríkið getur ekki hunsað trúarþörf og trúarlíf landsmanna. Gott samband verður að vera milli þessara aðila sem og annarra trúfélaga landsins ef samhygð og eining á að ríkja í landinu. Gleymum ekki orðum Þorgeirs Ljósvetningagoða er hann mælti: En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn. Í þessu sambandi þýðir hugtakið lög samfélag Íslendinga og hugtakið siður trú. Með öðrum orðum, eitthvað samband verður að vera þarna á milli og að sjálfsögðu á það að vera á jákvæðu nótum og með sem mestu samvinnu. Hitt er svo annað mál hvort að þjóðkirkjan eigi að vera ríkiskirkja eða sjálfstæð stofnun en eins og áður segir verður að vera mikil og djúp umræða um málið áður en einhverjar breytingar verða bundnar á stjórnarskránni eða núverandi grein afmáð.
Í ljósi þeirrar hættu sem okkur stafar af alþjóðaglæpastarfsemi vil ég breyta 66. greininni en þar segir: ,,Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki. Útlendingi verður aðeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt lögum. Þessari setningu vil ég bæta inn í: Svipa má eða hindra töku ríkisborgarrétt ef viðkomandi einstaklingur hefur gerst brotlegur við hegningarlög landsins sem varða fangelsi. Þarna hafa stjórnvöld heimild til að vísa úr landi einstaklingum sem eru hættulegir almannahagsmunum landsins. Að mínu mati ber íslenskum stjórnvöldum engin sérstök skylda að hýsa erlenda glæpamenn.
En einnig verður að gera kröfur til þeirra útlendinga sem kjósa að búa hér og taka upp íslenskt ríkisfang. Það fylgja ekki bara réttindi með íslensku ríkisfangi, heldur einnig skyldur. Grunnskyldan er að þeir geti gert sig skiljanlega á íslensku og þeir þurfi að sýna lágmarkskunnáttu með íslensku prófi. Það er skyldunám á Íslandi og íslensk börn eru látin sitja á skólabekk í 10 ár en þetta er talið vera lágmark þess að þau geti farið út í samfélagið með vitneskju sína. Því ber ekki að veita ríkisborgarréttndi til útlendingar nema í fyrst lagi eftir tíu ára búsetu og íslensku nám allan þann tíma. Alþingi er ekki hæft að veita ríkisborgararétt en það virðist gera það á færibandi án nokkurn bakgrunnskönnun (þetta gæti verið rangt hjá mér) og því ætti sérstök matsnefnd að fara yfir allar umsóknir um ríkisborgararétt og hafa rétt til að hafa óæskilegu fólki sem geta skaða land og þjóð. Mestu innflytjendaþjóðir heims, Bandaríkin, Kanada og Ástralía.
Í 76. grein stjórnarskránna er grein sem er svo hljóðandi og er mér mjög hugleikin í ljósi núverandi efnahagsástands: ,,Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Þetta er gott og blessað svo langt sem það nær en ég vil breyta þessari setningu eða bæta við: Tryggja skal lágmarksframfærsla allra borgara landsins þannig að framfærslan verði ekki undir fátækrarmörk og varði ekki við mannréttindabrot. Með öðrum orðum að ríkið geti ekki skorist undan skyldu sína sem er að tryggja öllum sama rétt til að hafa til hnífs og skeiðar og fólk þurfi ekki að verða fyrir opinbera auðmýkingu sem það hlýtur að teljast, að þurfa að standa í biðröðum eftir nauðþurftum. Auðvelt er að finna fátæktarmörkin en það er útreiknuð lágmarksframfærsla og jafnvel hægt að búa til sérstaka framfærsluvísitölu í þessu sambandi. Svona misrétti á ekki að sjást á 21. öld.
Að lokum má spyrja sig hvort við eigum ekki að festa íslenska tungu í sessi með því að fastbinda í stjórnarskránna að hún sé eina opinbera tungumálið hér á landi.
Mörg önnur mál eru mér hugleikin sem ég tel að eigi að laga í stjórnarskránni eða bæta inn í en ég enda orð mín á þessum alkunnu sannindum; það sem kynslóðir hafa skapað og staðist hefur tímans tönn, ber að varðveita og þar af leiðandi á ekki að breyta öllu í stjórnarskránni, einungis breytinganna vegna.
Bloggar | 20.11.2021 | 21:29 (breytt kl. 21:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rauðrósótt sólarlag með samskiptamiðlum samtímans. Frantíðarsýn 1984 kemst ekki með hælana þar sem Fésbókin og aðrir miðlar geta gert til að njósna um þig.
Stóri bróðir er núna að fylgjast með þér og það ósýnilega. Hann getur gert það með öðrum hætti líka, svo sem í gegnum farsíma þinn,snjallsjónvarpið þitt, gervihnetti, eftirlitsmyndavélum á götum úti og eflaust á margan annan hátt sem manni dettur ekki í hug. Svo hjálpar fólk stjórnvöldum að njósna um sjálft sig. Það gefur upp alls konar upplýsingar í gegnum samfélagsmiðla.
Bloggar | 20.11.2021 | 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020