Bloggfærslur mánaðarins, október 2021

Íslenska lýðveldið í vanda

kosningarÞað er að bera í bakkafullan lækinn að ræða úrslit kosningana og afleiðingar þeirra en hér skal þó bætt við!

Auðljósar brotalamir eru á framkvæmd lýðræðis á Íslandi. Stjórnarskráin þarfnast breytingar (þó ekki umbyltingu eins og margir vilja), heldur uppfærslu í samræmi við nútímann. Lýðveldið Ísland er ekki það sama og það var 1944. 

Vitur sagnfræðingur og stjórnmálaspekingur sagði eitt sitt að lífið sé breytingum háð en þær eiga að taka mið af fortíðinni, því að hún býr yfir reynslu kynslóðana, hvað gengur og hvað gengur ekki. Nýjungar eru nauðsynlegar, en þær verða að reyna með varkárni. Auðljósir vankanar eiga því að sníða af stjórnarskránni en halda má það sem reyndst hefur vel.  

Fyrsta verkið ætti að skipta valda valdinu upp í þrennt, eins og ég hef bent á áður, í framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald. Svo er ekki í dag, og ríkisstjórnin / framkvæmdarvaldið ætti að hunskast af Alþingi sem fyrst og einbeita sér bara að því að stjórna landinu.  Valdið (lagasetning og dagleg stjórnun) liggur hvort sem er hjá ókjörnum embætttismönnum (aðallega ráðuneytisstjórum). 

Þegar eitthvað bjátar á, þá koma vankantanir fram, líkt og gerðist með úrslit kosningana, þegar kjörstjórnir gera mistök. Svo er Alþingi (þingmenn sem eiga hagsmuni að gæta) látið dæma í eigin sök? Af hverju er málinu ekki skotið til Hæstaréttar Íslands, líkt og gert er í Bandaríkjunum? Það dæmir enginn í eigin sök, nema á Íslandi.

Niðurstöðuna má gefa sér fyrirfram, þingmennir sem voru kosnir á þing um nóttina og voru á lista þingmanna undir morgun samkvæmt síðustu talningu og LOKATÖLUM, fá líklega ekki leiðréttinu mála sinna og missa af þingsætum. Hinir fimm, sem fengu þessi sæti verða fegnir sem og aðrir þingmenn enda má ekki rugga bátnum þegar áhöfnin hefur verið ráðin um borð.

Svo er það flokkarnir og þingmennirnir. Það er nú svo að fólk kýs flokka á þing og hefur takmarkaðan rétt á að ráða hverjir eru skipaðir fulltrúar hvers flokks, nema að takmörkuðu leyti. Stundum eru lokuð prófkjör og stundum opin. Eina vopnið sem kjósandinn hefur í raun er að strika yfir nafn viðkomandi frambjóðanda til þings eða sveitarstjórnar á sjálfum kosningadeginu, á kjörseðlinum. Það er vandasamt og jafnvel þótt það sé gert, þá kannski færist viðkomandi (ef nógu margir gera það) aðeins niður um sæti.

Ábyrgð þeirra sem bjóða sig fram fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk er því mikil. Stór hópur fólks hjálpar og treystir á að viðkomandi aðili er að bjóða fram undir merkjum og stefnu ákveðins flokks. Kjósendur verða einnig að treyst að viðkomandi þingmannaefni sé að bjóða sig fram af heillindum. 

Það kom því mörgum á óvart að þingmaður einn, korteri eftir kosningar, án þess að greina megi ágreining fyrir ákvörðun hans, hafi ákveðið að skipta um hest eftir að hafa farið yfir ánna. Skýringar hans halda ekki vatni þegar forsendurnar eru skoðaðar (hann hafði þrjú ár til að ákveða sig og hann hafði alltaf tækifæri til að skipta um flokk, helst fyrir síðustu kosningar) Hann er genginn í annan flokk og eftir situr margur með sárt enni. Kjósendur mannsins, hugsa margir með sér að ekki hafi það kosinn hann til gegna þingmennsku fyrir annan flokk með gjörólíka stefnu og samflokksmenn hans sitja eftir  ráðvilltir og með veiklaðan þingflokk. Viðkomandi hefði væntanlega setið í stjórnandstöðu skv. úrslitum kosninga en nú verður hún veikari fyrir vikið, um sem samsvarar einu þingsæti. Eins og við vitum er stjórnarandstaða lýðræðinu bráðnauðsyn.

Það er náttúrulega brot á rétti kjósanda geta ekki valið sinn þingmann á Alþingi beint, heldur verður hann að kjósa allan pakkann - allan þingflokkinn en misjafn sauður er í hverjum flokki. Svo er misvægi þingsæta, ekki er sama hvar maður býr á landinu, betra er að vera ekki búsettur á höfuðborgarsvæðinu, til að atkvæði manns fá meira vægi. Jöfnunarsæti breyta ekki stöðuna mikið. 

Kíkjum á Wikipedíu og hvað hún segir um einmenniskjördæmi

Einmenningskjördæmi er kjördæmi í þingkosningum þar sem aðeins einn frambjóðandi nær kjöri. Mismunandi reglur geta gilt um það hvernig sigurvegarinn er ákvarðaður, algengt er að sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði nái kjöri þó að viðkomandi fái ekki meirihluta atkvæða. Þetta fyrirkomulag er til dæmis notað í þingkosningum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einnig kann að vera kosið í tveimur umferðum þannig að þeir tveir frambjóðendur sem fá flest atkvæði í fyrri umferð kosninga haldi áfram í aðra umferð, sú aðferð er til dæmis notuð við þingkosningar í Frakklandi. Þá er mögulegt að notast sé við forgangsröðunaraðferð þar sem kjósendur raða frambjóðendum í röð frá þeim sem þeir kjósa helst til þess sem þeir kjósa síst.

Það er talinn kostur við einmenningskjördæmi að þingmenn hafi sterka tengingu við tiltekið landsvæði og að kjósendur á því svæði hafi "sinn þingmann" til að leita til. Á móti kemur hins vegar að atkvæði þeirra sem kjósa aðra frambjóðendur falla dauð niður og smærri framboð eiga litla möguleika á að koma mönnum á þing. Í löndum þar sem eingöngu er notast við einmenningskjördæmi er því tilhneiging til þess að fáir stjórnmálaflokkar komi mönnum á þing, jafnvel aðeins tveir.

Einmennisskjördæmi á Íslandi

Einmenningskjördæmi tíðkuðust áður í Alþingiskosningum á Íslandi. Þegar Alþingi var endurreist 1844 voru 20 þingmenn kjörnir úr 20 einmenningskjördæmum auk þess sem konungur skipaði 6 þingmenn. Kjördæmin miðuðust þá við sýslur landsins auk þess sem Reykjavík var sérstakt kjördæmi. Árið 1874 var farið að gera sumar sýslur að tvímenningskjördæmum og eftir því sem fólki fjölgaði í Reykjavík fjölgaði þingmönnum höfuðstaðarins. Einmenningskjördæmi voru síðast notuð í Alþingiskosningunum í júní 1959 en þá voru 21 þingmenn kjörnir úr jafn mörgum einmenningskjördæmum, 12 þingmenn úr 6 tvímenningskjördæmum, 8 samkvæmt hlutfallskosningu í Reykjavík og 11 uppbótarmenn á landsvísu. Síðar sama ár var aftur kosið til Alþingis samkvæmt nýrri kjördæmaskipan þar sem landinu var skipt upp í átta kjördæmi með hlutfallskosningum. Heimild: Wikipedia.

Má ekki taka upp samblöndu af hlutfallskosningu og einmenniskosningu? Og kjósendur hafi beint val um hverjir veljast í sæti fyrir hvern flokk? 

 

 

 

 

 


Bjánafrétt á DV

Enn ein fréttin í íslenskum fjölmiðlum sem skilur ekki andrúmsloftið í Bandaríkjunum. Joe Biden er sýndur sem maður sem er með fullum fimm og hann stjórni ferðinni. Meira segja bandarískir fjölmiðlar til vinstri velta fyrir sér hver stjórnar á bakvið tjöldin, því að það er 100% að Joe Biden gerir það ekki persónulega.

Það er í raun tímaspursmál hvenær hann lætur af embætti. Ég mun vísa í þessa grein í framtíðinni um framtíðarspá mína sem er reyndar ekki erfið að geta.



Frétt sem sýnir Joe Biden eins og réði ferðinni


Svo er visir.is enn heltekið af Donald Trump og birtir slúðurfréttir, sannar og ósannar reglulega, enda copy paste þeir sínar "fréttir" = goggle translate bein úr fréttum CNN. Þvílík lágkúra í íslenskri fjölmiðlun.

Hér er bjánafréttin/slúðrið um Donald Trump:

 

Bjánafrétt um Donald Trump

 

 

 


Svona er stemmningin í Bandaríkjunum í dag gagnvart Joe Biden

Joe Biden reynist vera óvinsælli en Jimmy  Carter á mettíma eða níu mánuðum í embætti en það tók mun lengri tíma fyrir hinn síðarnefnda verða einn óvinsælasti forseti 20. aldar.

Sagt er að 81 milljón manna hafi kosið Biden í forsætisembætti en í allri hans kosningabaráttu sá maður aldrei meira en 100 manns á kosningarallíum hans. En það er ekki skrýtið, því að fólk kaus með eða gegn Donald Trump, Biden var aukaatriði. Fólk hélt reyndar að hann væri miðjumaður og óhætt að kjósa, en það reyndist vera rangt, því að hann er algjörlega stefnulaus, pólitískur vindhani. Stefnuleysi hans reynist stefna öryggi heimsins í hættu eins og sjá af ástandinu við Taívan.


Óvinsældir Joe Bidens ná nýjum hæðum


Epiktetos (Epiktet) og viðhorfið til lífsins

Palaestra

Byrjum á að athuga hvað Wikipedia segir um manninn:

Epiktetos – (stundum kallaður Epiktet á íslensku ) – (55 – 135 e.Kr.) var grískur þræll og stóuspekingur. Hann er talinn hafa fæðst í Hierapolis í Frýgíu í Grikklandi (nú Tyrklandi). Hann bjó um tíma í Rómarborg, eftir að hann varð leysingi, uns hann var sendur í útlegð til Níkopólis í Norðvestur-Grikklandi á árabilinu 88-93, þar sem hann svo dó.

Epiktetos skrifaði engar bækur, svo að vitað sé, heldur var kennsla hans munnleg. Meðal nemenda hans var Flavius Arrianus, sem skrifaði hjá sér orð meistara síns. Talið er að hann hafi ritað átta bækur með ræðum hans, og eru fjórar þeirra varðveittar. E.t.v. einnig tólf bækur með samræðum, en þær eru allar glataðar. Loks skráði Arrianus kver, sem kallað er Handbók Epiktets."

Hann var þræll eins og komið hefur fram hér og þurfti að líða pyndingar (og var haltur á fæti eftir að hafa verið limlestur). Síðar fékk hann frelsi og varð að lokum kennari í Róm.
 
Epitet hélt því fram að það væri undir mönnum sjálfum komið hvort þeir væru hamingjusamir eða óhamingjusamir. Menn þyrftu aðeins að temja sér rétt viðhorf til lífsins, gera sér ljóst hvað þeir ættu og hvað þeir ættu ekki, hvað þá varðaði um og hvað ekki. Hann sagði sem svo að engin fýsn væri svo sterk og enginn harmur svo sár að réttur skilningur drægi ekki úr hverri fíkn og bætti ekki hvert böl.
 
Epitet sagði: ,,Ef þú hefur sett þér lífsreglur skaltu fylgja þeim eins og og þær væru lög. Og ef þú brýtur þessar reglur skaltu líta svo á að þú hafir brotið gegn Guði. En hafðu engar áhyggjur af því sem sagt er um þig; þú stjórnar því ekki hvort sem er.“

Lýðræðið og ábyrgð

Ólafur

Mynd: Skjáskot/RÚV

Helsti kostur lýðræðiskerfisins er að aðeins þeir sem fólk treystir til verka, fær það hlutverk að vera fulltrúar þjóðfélagsins og stjórna þjóðarskútunni. Svo er að minnsta kosti í orði en kannski ekki í verki.

Lýðræðisfyrirkomulagið á Íslandi er í molum og endurspeglar ekki stöðu Íslands í dag. Gott dæmi um það er misvægis atkvæða í Alþingiskosningum. Það að atkvæði Jóns í Reykjavík hafi ekki sama vægi og atkvæði Jóns á Akureyri. Þetta er lýðræðisskekkja. Þá er reynt að jafna með jöfnunarþingmenn, en eins og Ólafur Þ. Harðar segir, þá þyrftu þeir að vera fleiri.

Ég vísa hér með beint í orð Ólafs: „Ekki hef­ur tek­ist að ná mark­miði stjórn­ar­skrár­inn­ar fern­ar kosn­ing­ar í röð,“ skrif­ar Ólaf­ur Þ. Harðar­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Vís­ar hann til þess að í 31. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar er kveðið á um að út­hluta eigi jöfn­un­ar­sæt­um til að tryggja að flokk­ar fái þing­manna­tölu „í sem fyllstu sam­ræmi við heild­ar­at­kvæðatölu sína“.

"Tel­ur Ólaf­ur ljóst að Alþingi hafi „van­rækt skyldu sína að laga kosn­inga­lög að breytt­um veru­leika“ sem hann seg­ir ein­falt að gera með því að fjölga jöfn­un­arþing­sæt­um." segir í frétt mbl.is

Svo er það annað hneykslismál en það er framkvæmd kosninga og hvað eigi að gera þegar kemur fram vankvæði eða misbrestur á framkvæmdinni. Hvað á að gera? Halda aðrar kosningar í viðkomandi kjördæmi? Nei, það er ekki hægt,  því að það er hætt við að fólk kjósi annað, til að t.d. að losna við ákveðinn flokk. Og hvenær er lokaniðurstaða orðin að lokaniðurstöðu? Að mínu mati er það þegar yfirkjörnefnd gefur út lokayfirlýsingu um úrslit kosninganna, annars væri hægt að hringla í niðurstöðunum, eins og var nú gert, endalaust.

Enn ein vitleysan er að Alþingi er látið dæma í eigin sök, og skera út um niðurstöður kosninganna. Auðvitað vilja þingmenn, sem nú eru öryggir á þingi, ekki breyta neinu. Þetta er eins og að láta glæpamann vera dómari í eigin máli.  Nær hefði verið að láta málið í hendur Hæstaréttar Íslands, enda ,,fagmenn" sem eru vanir að úrskurða í vafamálum, sjá um að úrskurða.

Svo er það annað, en það er ábyrgð embættismanna. Sjá má af vitnaleiðslum á Bandaríkjaþingi þessa dagana, að embættismenn (hershöfðingjar) eru dregnir fyrir rannsóknarnefnd sem á að rannsaka hvað fór útskeiðis í brotthvarfi hersins frá Afgangistan. Hér er ábyrgð embættismanna engin, þótt ljóst er að kjörstjórn hafi klúðrað vörðslu og talningu atkvæða. Lágmark væri að þeir væru dregnir fyrir þingnefnd. Auðvitað starfa hér þingnefndir sem rannsaka og skoða mál og draga menn fyrir nefndir Alþingis en mér finnst einhvern veginn að ferlis sé ekki í eins föstum skorðum og í Bandaríkjunum. Til dæmis er þar hægt að kæra menn fyrir ljúgvitni og menn bera vitni undir eiði, rétt eins og í réttarhöldum.

Hérna koma nokkrar spurningar: Hvað segir til dæmis ÖSE um þetta klúður? Eiga þingmennirnir að kæra málið þangað?  Af hverju fá tveir þingflokkar ekki sæti í úrskurðarnefnd Alþingis um málið? Eru þetta kosningasvindl? Vanræksla? Ábyrðarleysi embættismanna?  Er ekki kominn tími á raunverulega þrískiptingu valdsins, að hætta að leyfa ráðherra að sitja á Alþingi þar sem þeir komi með lagafrumvörp sín (endursegist: embættismenn ráðuneyta)? Þetta er eins og þegar sýslumenn voru bæði lögreglustjórar og dómarar en sem betur fer breytti Evrópudómstóll það.  Svo mætti áfram spyrja.....

 


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband