Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021

Sagnfræði og sagnfræðingar (Richard Cobb (1969))

Cobb-Richard

Cobb segist aðeins hafa skilið söguna á forsendum mannlegra samskipta; og hann hafi reynt að dæma einstaklinga á þeirra eigin forsendum og það sem þeir sögðu um sjálfa sig, á þeirra eigin máli.

Hann segir að fyrir sjálfum sér hafi sagan aldrei verið efniviður í lærðar deilur (e. intellectual debate). Í sagnfræðilegum deilum hafa þetta oft verið yfirskyn fyrir ofureinföldunar, skort á reynslu, ófullkominnar menningar, skort á þátttöku eða samúð, og hvati til þess að bera saman og til að alhæfa þar sem samanburður og alhæfingar eiga ekki við eða koma málinu ekkert við. Af hverju eyða sagnfræðingar svo miklum tíma í að rífast, setja fram skilgreiningar, leggja fram ,,módel”, þegar þeir geta haldið sig við rannsóknir sínar?

Sagan er menningarlegt fyrirbrigði sem verður ekki aðskilin frá bókmenntum eða tungumáli.

Cobb reyndi að vera þátttakandi í franskri menningu og samtímanum en um leið að vera í hlutverki hins einmanna úlfs sem sagnfræðingar eru oftast í, hann er áhorfandi.

Sagnfræðingurinn er einmanna og hættir til að vera ímyndunarríkur, hann hefur aðeins fáeinar staðreyndir til að styðjast við, en með ástríðu sinni til að vilja vita meir, til að koma á kynni, eru vissir þættir sjálfsmyndunar til, sem gerir honum kleift að setja sig í spor allra sögupersóna.

Einmannaleikinn gefur honum þessa aukna skilning eða skynjun sem eru eiginleikar forvitninnar, ímyndunarafls og samúðar sem eru nauðsynlegir þættir í starfi hans. Það eru til margar gerðir af sögu og sagnfræðingurinn velur sér einhverja, sem alltaf verður fastbundin við hans eigin skynjun á eigin þátttöku og sérstakrar tilfinningu á samsömunar við tímabilið og landið sem hann tileinkar rannsóknir sínar.

Cobb segir að þessi skynjun eða skilningur á þátttöku (tengja sig við viðfangsefnið) sé ekki einungis óhjákvæmilegur heldur nauðsynlegur, vegna þess að sagnfræðingurinn er ekki kaldlyndur og ópersónulegur fræðimaður, sem á við óhlutbundna félagsgerð (e. social structures) einhvers ótiltekið samfélags, heldur á hann við mest megnið við lifandi manneskjur, eða þær voru það a.m.k. einu sinni.

Cobbs segir að hægt sé að skrifa sagnfræðilegt efni sem snertir ekki á nokkurn hátt hið mannlega eðli. Margir sagnfræðingar sem hafa helgað sér hagsögu hafa getað það við sínar rannsóknir. Þetta er án vafa nauðsynleg sagnaritun eins og hver önnur. En hins vegar þegar kafað er til botns, þá er fjallar sagnfræði um menningarlegt viðfangsefni og ekki er hægt að dæma hana án þess að vísa til menningalegra gilda hennar. Hann segist vantreysta þeim sem vísa í sagnfræðina sem rannsóknarstofuverkefni eða hópverkefni (e. group project) og þeim sem vilja bæta merkimiðanum ,,félagsvísindi” við hana, vegna þess að sagnfræðin er ekki vísindi né skyldi hún vera skrifuð af teymi manna.

Að skrifa sögu er hins vegar eitthvað mest verðlaunandi og fullnægjandi tjáning einstaklingsins.

Hlutverk sagnfræðingsins er að gera hina dauðu lifandi. Hann má leyfa sér lita einstaka hluti myndarinnar sem hann bregður upp, til þess að gera hana meira sannfærandi. Auðvitað er fullkominn skilningur á fortíðinni ógerlegur sem og skilningur sagnfræðingsins á hinu almenna manni/fólki og fólkshreyfingum og hann getur aðeins krafsað í yfirborð þess sem var.


Málfrelsið og lýðræðið undir árásum

91XTcKjujBL

Það er áhyggjuefni þegar málfrelsið er heft af samfélagsmiðlum. Allir, sama hvar þeir eru í pólitík, ættu að hafa áhyggjur af slíkum tilburðum. En þeim verður ekki kápan úr klæðinu, því að fólk leitar þá í aðra miðla sem nóg er til af. Fólk lætur ekki ritskoða sig.

Annað sem er meira áhyggjuefni, er að forysturíki lýðræðisríkja, sjálf Bandaríkin, er sundrað. 

Árásin á þinghús Bandaríkjaþings einmitt eyðilagði hinn lýðræðislega feril sem 11 Öldungadeildarþingmenn Repúblikana reyndu að fara, sem var að kanna og annað hvort að kveða í kút eða staðfesta meint kosningasvik. Nú fáum við aldrei úr því skorið hvort kerfisbundið svindl hafi átt sér stað (það átti sér stað en hversu umfangsmikið það var, veit enginn eða hvort það hafi breytt einhverju um úrslitin).

Þegar valdaskiptin fara fram 20 janúar n.k., mun helmingur bandarísku þjóðarinnar, finnast sig svikinn um að mállið hafi a.m.k. verið rannsakað og skorið úr um hvort brögð hafi verið í tafli.

Þetta veikir lýðræðið til langframa og hættan á vopnuðum átökum eykst til muna en bandarískur almenningur á um 394 milljóna skotvopna og margir eru reiðubúnir að beita þeim. Einræðisríkin ein munu græða á slíku.

Ekkert stjórnmálakerfi er fullkomið, ekki heldur lýðræðið, en það er það besta sem við höfum og við verðum að geta treyst því að stofnanir og kosningar virki og deilumál leyst friðsamlega.

 

 

 

 


Sagnfræðingar og sagnfræði (C.V. Wedgwood (1957))

CV

Wedgwood spyr sig hvort það hjálpi alvöru sagnfræðirannsóknum að bæta ímyndunaraflinu við þær; þ.e.a.s. er hættuleg villa eða ómissandi eða nauðsynleg vinnubrögð?

Hefur það eitthvað upp á sig að segja fyrir ræktun á skilningi á fortíðinni (að gera tilraun til að hleypa ímyndunina yfir tíma og rúm, frá okkar til annarra tíma)?

Skilin milli fræðimennsku og skapandi bókmennta eru umdeilanleg segir Wedgwood. En í þessu tiltekna vandamáli, það er sögulegs ímyndunarafls (e. historical imagination), hafa bókmenntir lagt mikið til fræðimennskunnar og gagnkvæmt.

Sagnfræðingum og sagnfræðinemum hættir til að draga sig frá nútíðinni til að rannsaka söguna. Þessi ákveðni flótti frá raunveruleikanum gefur til kynna ákveðinn skort á raunhyggju (e. realism), sem umbreytist auðveldlega í það að rómantísera eða a.m.k. gylla fortíðina. Alvörugefinn nemandi er sér meðvitaður um þessa hættu og er stöðugt á verði gagnvart henni. Hins vegar, án þessarar rómantísku nálgun, án þrána að fara frá einni öld til annarar og taka þátt í lífi þess tíma, myndi hin söguleg rannsókn skorta ómissandi þætti, s.s. dýpri skilning og víðari á fortíðinni, nokkuð sem skáld eða rithöfundar hafa hjálpað til við að gefa okkur.

Upplifun eins og Gibbon fann fyrir (hann var mikill og frægur fræðimaður um sögu Rómar), þegar hann fór í fyrsta sinn til Rómar, sat fast í honum og hreyfði við hann. Gibbon þurfti nokkra daga til að jafna sig áður en hann gat hafið yfirvegaða rannsókn (e. minute investigation). Að koma við hluti (s.s. stól eða sverð) úr fortíðinni eða fara á sögulega staði getur verið mjög gefandi.

Wedgwood vil m.ö.o. taka hina tilfinningalegu upplifun með hinni alvörugefnu rannsókn, hún sé í raun óhjákvæmilegur og nauðsynlegur þáttur til þess að skilja fortíðina og gefi dýpri og víðari skilning á henni. Fortíðin og mannfólkið í henni var einu sinni lifandi en byggja verður þekkingu á þeim á sögulegum staðreyndum, enda reynast þær oftar en ekki vera ótrúlegri en nokkrar skáldsögur.


Gissur jarl og meintur hetjuskapur hans í bókmenntum

440px-Snorri_Sturluson_C._KrohgSú ímynd sem dregin er af Gissurri Þorvaldssyni af Jónasi Jónssyni frá Hriflu í kennslubók hans Íslands saga og svo úr hinni sögulegu skáldsögu Einars Kárason, Ofsi, er af hetju.

S Það fyrsta sem maður verður að hafa í huga er að Jónas Jónsson endursagði kaflann um Flugumýrabrennuna úr Sturlungu sem er safnrit en þar segir: ,,Íslendingasögur fjalla um atburði úr fortíð en Sturlunga er að nokkru samtímaheimild og segir frá atburðum úr samtíð höfunda. Höfundar Sturlungu byggja frásögnina á eigin reynslu eða á ferskum munnmælum um atburðina. Sögur Sturlungu og Biskupa sögur eru því stundum kallaðar samtíðarsögur.“ 

Það er merkilegt hversu mikil hetjuímynd er dregin af Gissurri í endursögn Jónasar og svo í frásögn Sturlungu sjálfrar af þessu voðaverki sem Flugumýrabrennan var. Það voru mörg vitni að þessum atburði, bæði brennumenn og eftirlifendur og því auðvelt fyrir fólk á 13. öld að gagnrýna frásögn Sturlungu af brennunni. Höfundur frásagnarinnar í Sturlungu varð því að passa sig á að ljúga ekki um aðalatriði atburðarins en auðvelt væri þó fyrir hann að skrökva til um smáatriði eins og þegar sagt var að Gissur hafi sjálfur sagt að hann hafi hætt að skjálfa þegar brennumenn leituðu að honum í skyrhúsinu og hann var ofan í ísköldu sýrukeri.

Gissur er sagður hafa borið sig karlmannlega þegar honum varð ljós afdrif konu sinnar og sonar ,,...en þó segja menn, að hann viknaði, er hann sá Ísleif son sinn og Gró...“ Með öðrum orðum segir Sturlunga að Gissur hafi sjálfur sagt frá.

Jónas frá Hrifu lepur þessa frásögn upp að því virðist gagnrýnislaust og virðist því leggja mikla áherslu á það hversu mikil hetja Gissur var. Hvers vegna gerði Jónas það í kennslubók? Ég veit það ekki en ég fann frásögn um hann á þessari slóð hjá Landsbókarsafn Íslands – Háskólabókasafn: (http://landsbokasafn.is/index.php/news/197/15/islandssaga-handa-boernum-og-skolamadurinn-Jonas-fra-Hriflu , sótt 12.02.2015) en þar segir: ,,Hann skrifaði einhverja langlífustu kennslubók Íslands, Íslandssaga handa börnum, sem kennd var í barnaskólum landsins í sjö áratugi, en hún kom fyrst út árið 1915. Bókina má líta á sem minnisvarða þeirrar kynslóðar sem bar uppi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga....“

Jónas virðist því vilja leggja mikla áherslu á hetjuskap Íslendinga og sérstaklega helsta höfðingja þeirra, Gissurar Þorvaldssonar. Sama ímynd virðist mér vera dregin af honum í sögulegu skáldsögu Einars Kárasonar, Ofsi, hann er sagður hafa verið stilltur og sagt furðu stillilegum rómi: ,,Halllfríður mín. Hér máttu líta Gróu konu mína og Ísleif son minni.“ Án klökkva.“ (Einar Kárason, 2008, Ofsi, bls. 192).

Það er hins vegar erfitt að dæma þá mynd sem Einar dregur af honum en Einar virðist einnig taka upp þessa hetjuímynd gagnrýnislaust. Í stuttu máli sagt, þá er alveg ljóst að allar þessar frásagn af viðbrögðum Gissurrar við aðförum brennumanna og hvernig hann brást við þegar honum varð ljóst afdrif ættmenna sinna, í Sturlungu, Íslandssögu Jónasar og skáldsögu Einars, að hann er sagður vera karlmenni sem kunni að bregðast við sorgaratburð en þó verið mannlegur að því leytinu til að honum vöknaði um augu þegar hann sá illa útleikin lík sonar og eiginkonu.

Kíkju beint á frumheimildina og heimildarmanninn Sturlu Þórðarson en eins og kunnugt er var hann sagnaritari og lögmaður. Hann var lengi vel andstæðingur en svo bandamaður Gissurar Þorvaldssonar. Hann skrifaði Íslendinga sögu sem einmitt fjallar um helstu atburði Sturlungaaldar og þar á meðal Flugumýrabrennu 1253. Hann sættist við Gissur að lokum og haldið var brúðkaup í Flugumýri, Skagafirði þar sem tengdasonur hans, Hallur Gissurarsonar, lét lífið og Ingibjörg, dóttir hans, slapp naumlega frá.

Stturla hafði sum sé yfirgefið brúðkaupið og var því ekki sjónarvottur að brennunni sjálfri. Hann hefur að sjálfsögðu talað við sjónarvotta og þátttakendur eftir á og fengið vitnisburð þeirra. Segja má að frásögn hann sé því ítarleg og örugglega rétt hvað varðar atburðarrásina (tugir manna hefðu mótmælt ef hann hefði farið rangt með).

Lýsing hans af viðbrögðum Gissurar verður að teljast hlutdræg, enda varð hann lendur maður Gissurar síðar meir og hafði reynt að bindast fjölskyldutengslum við sinn fyrrum andstæðing einmitt í þessu fræga brúðkaupi.

Gissur er sagður hafa brugðist hetjulega við atför brennumanna, miðað við aðstæður, en ef litið er nánar á atburðarrásina, má sjá að hann var ef til vill ekki svo mikil hetja og ætla mætti. Tvær ástæður fyrir því.

Í fyrsta lagi, þá flúði hann brennumenn, í stað þess sem samfélagið ætlaðist til af honum, þ.e.a.s. að berjast fram í rauðan dauðann og verja fjölskyldu sína en konan hans og börn létust í brennunni varnarlaus.

Í öðru lagi, lagðist hann svo ,,lágt" að fela sig í sýrukeri og reyna þannig að koma í veg fyrir að hann fyndist, þ.e. hann óttaðist dauðann. Segir frásögninni svo frá að hann hafi hætt að skjálfa í kulda kersins þegar brennumenn komu inn að leita hans í búrinu. Getur ekki verið að hann hafi hætt að skjálfa vegna ótta og hann vildi ekki að þeir heyrðu tannglamrið? Nú vitum við það ekki, enda hann einn til frásagnar. En aðgerðir hann segja söguna í raun. Skuggi er því á hetjufrásögnina um Gissur.


Sagnfræði og sagnfræðingar (G.R. Elton (1969))

geoffrey-elton-94de6303-5c8e-45ef-ab08-eccb732cda7-resize-750

Sagan hefur eitthvað fyrir alla og það sem skrifað er, er til í gífurlegu magni, fyrir utan það sem skrifað er í háskólum og birtist aldrei fyrir almennings sjónum. Sumir skrifa fyrir fáa en aðrir fyrir fjöldann.

Allt er í rífandi gangi, sagnfræðilegar bækur og bókaraðir er gefnar út í massa vís. En Adam getur ekki endalaust verið í Paradís. Margir gagnrýnendur krefjast þess að sagnfræðingar yfirgefi verndaða vinnustaði sína og bóksöfn og fari að vinna að svo kölluðum hagnýtum rannsóknum. Hvort er sagnfræði fræðigrein (e. art) eða vísindi? Vegna þess að efniviður hennar er ekki algjör eða fullkominn, og afurð hugar sagnfræðingsins er einnig ekki fullkomin, veldur sagan og mun alltaf valda hugarangri og deilur. Svo hafi verið síðan á dögum Þúkidídesar (e.Thucydides) og Heródótusar (e. Herodotus).

Spurningin sé, hvers vegna menn sé að skoða fortíðina og hvers vegna þeir ættu að hafa áhuga á henni. Af hverju ætti samfélagið að fóstra sagnfræðinga? Eða hvað eiga sagnfræðingar að gera til að réttlæta tilveru sína fyrir samfélagið? Til er einfalt svar: að rannsaka sögu er þægilegt viðfangsefni, sem gleður rannsakandann og gerir engum mein. Þetta er of einföld, sjálfselsk og þröng skýring til að vera réttmætt svar. Sagnfræðiskrif geta verið hættuleg og hafa sýnt það í gegnum tíðina og sérhver sagnfræðingur verður að spyrja sig hvort að hann hafi annað markmið en sitt eigið.

Á fyrri helmingi 20. aldar var viðtekið viðhorf hjá enskum sagnfræðingum að sagnaritun gæti takmarkaðs við eitt viðmið, en það er að skrifa söguna hennar vegna.

Elton er ósammála Carr og Plumb (sem séu ,,whigs”) um að líta aftur í söguna sér til hughreystingar og að sagnfræðingurinn verði að bjóða samfélaginu til sýnis mátt þess eða árangur þess til þess að það geti þróast og þeir útiloka hvers konar not af sögunni sem þjóni ekki þessu markmiði. Hann segir að við verðum fyrst að útskýra á hvern hátt sagan geti raunverulega eða sannarlega verið rannsökuð – það er að við verðum að viðurkenna að rannsaka verðu fortíðina hennar vegna – og þá fyrst sé hægt að spyrja sig hvort þessi rannsókn hafi eitthvað framlag eða eitthvað að gefa til samtíðarinnar.

Elton segir að hér sé það spurningin um sjálfræði sagnfræðinnar sem sé í húfi og rannsókn á sögunni er á rétt á sér og sérhver not á henni fyrir einhvern annan tilgang kemur í annað sæti. Markmið sagnfræðinnar er að skilja fortíðina, og ef á að skilja hana, verður að skilja hana á eigin forsendum. Þar til hún er að fullu skilin, á ekki að nota hana á nokkurn hátt fyrir nútíðina, því að það getur verið hættulegt eða vísvísandi.

Það verði að vísa nútíðinni úr rannsóknum á fortíðinni. Rannsókn sagnfræðingsins á aðeins að tengjast nútíðinni ef hún varpar ljósi á fortíðina en ekki á hinn veginn.

Það sé meginvilla að rannsaka fortíðina vegna þeirra vitneskju sem hún varpar á nútíðina. Þetta þýði hins vegar ekki að sagan, sem sé sjálfstæð og réttlætir sjálfa sig af innri rökum, hafi ekki eitthvað fram að leggja utan marka sinna. Af hverju á að rannsaka söguna einungis hennar vegna?

Í fyrsta lagi, fyrir utan siðferðileg rök, þá vil margt fólk einfaldlega fá vitneskju um fortíða, til uppfyllingar tilfinningalegra þarfa eða vitsmunalegar. Atvinnusagnfræðingurinn hefur félagslegt hlutverk að gegna með því að uppfyllir þessar þarfir þegar hann hjálpar þeim til að vita meira. Hann náttúrulega uppfyllir sínar eigin þarfir um leið, en hann er einnig hvort sem er hluti af samfélaginu. Þar með er ekki sagt að hann sé skemmtikraftur. Hann hefur menningarlegt hlutverk að gegna; hann leggur fram sinn skerf til óhagnýtra (e. non-practical) athafnasemi sem er svo stór hluti af menningu samfélags. Hann uppfyllir með öðrum orðum tilfinningalega fullnægingu.

Í öðru lagi er það alfarið ósatt að halda því fram að sagan geti ekki kennt hagnýtan lærdóm eða hluti. Hún kennir mannlega hegðun, um hegðun manns gagnvart öðrum mönnum og um samspil kringumstæða og annarra þátta undir vissum forsendum. Grundvölluð þekking á einhvern tiltekinn vanda eða aðstæður í sögunni, sem útilokar vandann þar með eða þessar tilteknu aðstæður, aðstoðar eða getur það, við að taka réttar ákvarðanir í nútíð og þó sagan sé ekki framtíðargerðar, getur hún komið með sannverðugar ályktanir um framhaldið. Sagan gefur grundvöll fyrir skilning á nútíðinni og getur gefið til kynna eða verið vegvísir til framtíðar.

Í þriðja lagi er sagnfræðin vitsmunaleg eða andleg iðja, viðfangsefni röklegs hugar og megintilgangur hennar liggur í kjarna hennar sjálfar; leitin að sannleikanum eins og allar vísindagreinar leitast við að finna. Verðmæti hennar sem félagsleg athöfn eða verk liggur í þjálfuninni sem hún veitir, sem er staðalinn (e. standard) sem hún leggur til í þessu eina viðfangsefni hennar sem er maðurinn og verk hans.


Sagnfræði og sagnfræðingar (V.H. Galbraith (1964))

61v5J0y-VBL

 

Hér kemur fyrsta af mörgum greinum um sagnfræðinga og hvað þeir segja um sagnfræðinám og viðfangsefni þess. Það er dálítið gaman að því þegar sagnfræðingar rannsaka sjálfa sig og viðfangsefni sitt með gagnrýnum hætti.

Rannsókn á sögu er mjög persónulegt athæfi – sem felur í sér að einstaklingur er að lesa söguheimild fyrir sjálfan sig en rannsóknir á fortíðinni á einstaklingsgrundvelli eru mjög mikilvægar. Sagan á ekki að vera undirsett vísindum að mati Galbraith.

Galbraith gagnrýnir breska menntakerfið og segir að rannsóknir nemenda í sagnfræði við háskóla séu oft yfirborðskenndar, oft gerðar í flýti og af vankunnáttu, á 1-3 árum, þegar þær þurfi helst margra ára yfirlegu og mats. Þessar svokölluðu frumrannsóknir nemanda beinast oftast að of löngu tímabili eða sérhæfingu á einhverju sem inniheldur of þröng sjónarhorn.

Fræðilegur bakgrunnur nemandans er heldur ekki nógu yfirgripsmikill, sem kemur einungis með margra ára eða áratuga reynslu af fræðimennsku, til þess að ráða við verkefnin svo eitthvað vit sé í. Hann segir jafnframt að bestu kennararnir hafa reynst vera þeir sem hafa mest tengsl við frumheimildir og besta sönnunin á getu þeirra væri helst útgefið efni.

Galbraith leggur til að þrennt verði gert:

-Skýr greinamunur verði gerður á verkum háskólanema sem ekki hafa lokið B.A.-prófi og stundað rannsóknir”. Þeir ættu að rannsaka frumheimildir áður en þeir ljúka námi.

- Uppskrift eða endurritun og ritstjórn á (frum-)textum og skjölum ætti að vera hluti af því að fá háskólagráðu á fyrsta stigi (B.A.-stigi). A.m.k. lærir nemandinn með þessu að afrita, endurraða, grafa og gera sögulegar frumheimildir aðgengilegar.

- Framhaldsnám (M.A.-nám) ætti að vera þannig uppbyggt, að það sé enginn þrýstingur á að nemendur þurfi að halda áfram í frekara nám. Meiri áhersla ætti að vera á að rannsaka frumheimildir þeirra vegna en ekki vegna frumlegra niðurstaðna sem ætla mætti að af þeim megi draga. Þær koma oftar en ekki af sjálfu sér. Hugtakið rannsókn kemur úr náttúruvísindum, og því er haldið fram, að með því að læra vísindalegar aðferðafræði, höfum við tekið upp eins og þrælar aðferðafræði náttúruvísinda. Það er auðljóst að sögulegur efniviður til rannsókna er takmarkaður og það eru takmörk á aðferðum og rannsóknarspurningum sem hægt er að spyrja.

Fortíðin er dauð – eins dauð og mennirnir sem bjuggu hana til. Til þess að sökkva sig niður í hana, jafnvel nýliðna tíð, krefst mikinn aga en nauðsynlegan ef hin skrifaða saga á ekki að vera í tímaleysi eða tímaskekkju.

Rannsókn á sögunni á að vera aðalviðfangsefni til þess að skapa endurgerð; lifandi endurgerð á horfnum heimi – e.k. persónuleg framlag til að gera fortíðina, eins og hún var, eins lifandi og nútíðin er. Þetta er aðeins hægt með því að rannsaka frumheimildir. M.ö.o. eru eftirheimildir (e. secondary sources) sem gerðar hafa verið, hættulegar því þær eru ekki hluti af því tímabili sem fjallað er um.

Einkagögn og einkasöfn einstaklinga sem opinber gögn eru jafn nauðsynleg fyrir skilning á fortíðinni og hvorugt getur verið án annars. Hins vegar liggja einkagögn almennings oft undir skemmdum eða skemmast í tímans rás og það er hættulegt fyrir sagnfræðirannsóknir framtíðarinnar. Varðveita verður frumheimildir með því að gefa þær út á prenti, því að saga Grikklands og Rómar, hafa sýnt okkur að aðeins þau verk sem gefin voru út í stórum upplögum varðveittust til okkar daga. Framför og framtíð sagnfræðilegri vitneskju byggist á þessu.


Misskildir snillingar 19. aldar

Nietzsche187a1

Ýmsir hugsuðir 19. aldar hafa verið dæmdir af ummælum annarra en ekki eigin eða hugmyndir þeirra teknar til handagagns einhverjar stefna, helst öfgastefna.

Dæmi um þetta eru andans menn eins og Richard Wagner, Friedrick Nietzche og Charles Darwin.

Richard Wagner var mikið tónskáld um miðbik 19. aldar og samdi klassíska tónlist og óperur sem sóttu innblástur í norræna goðafræði. Hann var mikilsmegandi þýskt tónskáld, hljómsveitastjóri, tónlista hugmyndafræðingur og ritgerðahöfundur. Hann er helst þekktur fyrir framúrskarandi sinfóníu-óperur (â€Å¾tónlistar drama“) sínar.

 

Wagner

Það er reyndar staðreynd að Wagner var gyðingahatari og að nasistar tóku hugmyndir hans upp á sína arma, sérstaklega vegna þess að leiðtogi þeirra, Adolf Hitler, var mikill Wagner-aðdáandi. En svo breytist sagan og mennirnir með. Menn, þá á ég við í þessu tilfelli gyðingar, hafa tekist að horfa framhjá verkum mannsins eða skoðanir hans, og tekið það besta frá honum og hunsað hitt. Það gerði sinfóníuhljómsveit í Ísrael og spilar verk hans, þrátt fyrir einstaka mótbárurödd.

Annar maður sem hafður var fyrir rangri sök, en það var Charles Darwin en hann var breskur náttúrufræðingur sem þekktastur er fyrir kenningu sína um þróun lífvera vegna náttúruvals það er að hinu hæfustu kæmst fremur af en þeir vanhæfu dæju út.

 

Charles-Darwin-photograph-Julia-Margaret-Cameron-1868Darwin setti náttúrufræðikenningar sínar saman í eina bók og kallst Um uppruna tegundanna. Eina sem hann gerði var að rannsaka á vísindalegan hátt atferli plantna og dýra í marga áratugi áður en hann þorði að birta niðurstöður sínar. Margar af kenningum hans eru í fullu gildi, svo sem rannsóknir hans á uppruna kóralrifja og er handbók hans enn í fullu gildi. Sama má segja um kuðungarannsóknir hans en hann eyddi 8 árum bara í að skoða og rannsaka kuðunga! En báðar þessar rannsóknir voru hluti af þróunarkenningunni hans. Hann talaði aldrei um guð eða menn í bók sinni og aðspurður sagði hann sjálfur ekki ólíklegt að guð hafi skapað veröldina.

Margt af því sem hann hélt fram hefur reynst ekki standast tímans tönn, eins og kenningin um stökkbreytingu tegunda en í dag er talað um litlar og tíðar stökkbreytingar og aðlögun tegunda að breyttum aðstæðum. Líkt og maðurinn sem aðlagar sig að norrænum aðstæðum með hvítri húð og svo framvegis.

Stuttu eftir dauða Darwins kom fram í sviðsljósið skóli af félagslegum darwinisma sem dró boðskap sinn aðallega frá hugsuninni um að ,,hinir hæfustu komist af." Fylgismenn félagslegs darwinisma töldu þannig að ef hver og einn berðist aðeins fyrir sjálfan sig myndi félagsheildinn herðast og verða sterkari.Þessar hugmyndir samræmast á engan hátt hugsunarhætti Darwins.

Þriðji maðurinn sem hefur fjöldahreyfing hefur tekið nauðugan í fang sitt, en það Friedrick Nietzche sem nasistar tóku sem sína fyrirmynd og töluðu um að hann væri sinn helsti kennismiður.

Gagnrýni hans á menningu, trúarbrögð og heimspeki síns tíma snerist að verulegu leyti um spurningar um jákvæð og neikvæð viðhorf til lífsins í hinum ýmsu siðferðiskerfum. Hann kom með kenninguna um ofurmennið en þá á hann við þá menn sem fullnýta hæfileika sína hvað svo sem aðrir menn segja um þá. Við eigum að segja já við lífið, því að hans mati væri guð til og engin önnur veröld en sú sem við búum í.

Siðferði og gildi geti því ekki verið forskilvitleg þess vegna og því væri maðurinn frjáls að athafna sig að eigin vild. ,,Þorðu að vera það sem þú ert" sagði hann. Losaðu þig við það gildismat sem heftir þig og notaðu það sem þér til framdráttar. Það hafi leitt okkur úr dýraríkinu og skapað menninguna sagði hann og hinir hugmyndaríku, skapandi, frökku og forvitnu og hugrekku, það er náttúrulegu leiðtogar af öllu tagi ættu að vera frjálsir að lifa lífinu til fulls og fullkomna hæfileika sína. Þetta væri ,,viljinn til valds“.

Þetta er náttúruleg miskunarlaus lífsýn Nietzsche en ég ætla ekki að ræða um það heldur misnotkun hugmynda hans í þágu nasista. Hann til dæmis fyrirleit hinn dæmigerða Þjóðverja og hryllti við gyðingahatur sem þá var þegar til staðar í þýsku samfélagi. Það er sama hvað segja má um heimspekikenningar hans, þá er alveg ljóst að hann var ekki haldinn mannhatri og allra síst gegn gyðingum. Heimsýn hans var nöturleg með guðlausa veraldarsýn. En var eitthvað jákvætt sem hann boðaði?

Jú, hann kenndi okkur að horfast í augu við ógeðfelld sannindi af öllu tagi. Það er að við verðum að takast á við ógeðfellstu sannindin um sjálf okkur án þess að depla augu, horfast stöðugt í augu við þau og lifa ljósi vitneskjunnar um þá án annarrar umbunar en þeirra sem felst í því að lifa slíku lífi sjálfs þess vegna og í þeim efnum líkist hann grísku heimspekingunum sem aðhylltust stóspeki.

Stóumenn töldu að með því að lifa í samræmi við náttúruna og skynsemina gætu menn öðlast sálarró. Skiptar skoðanir eru um hvernig beri að túlka heimspeki Nietzsches. Stíll hans og róttæk gagnrýni á viðtekin gildi og hugmyndina um hlutlægan sannleika valda erfiðleikum í túlkun verka hans.


Kristófer Kólumbus – landakönnuður eða landvinningarmaður og þrælasali?

Columbus

Ég ætla aðeins að fjalla um manninn og fyrir hverju hann stóð en hægt er að fjalla um hann í mörgum bindum og um afreksverk hans; en alls ekki um landafundi hans né landkönnunarferðir hans til Ameríku sem voru fjórar talsins.Þess skal þó getið, til gamans, að í tveimur fyrstu ferðum sínum kom hann aðeins til eyja í Karíbahafinu en í þriðju ferðinni steig hann á meginlandið þar sem nú er Venesúela og gat þá séð af vatnsföllum og öðru náttúrufari að nú væri hann ekki lengur á eyjum.

Smám saman komst Kólumbus á þá skoðun að hann hefði fundið nýtt meginland sem Evrópumenn höfðu ekki þekkt áður, en taldi þó ranglega að það væri í næsta nágrenni við Asíu. Þessi misskilningur leiðréttist ekki fyrr en eftir hans dag.

Þann 12. október 1492 sigldu skipfloti Kólumbusar, Niña, Pinta og Sankti María loks að landi, öllum til mikils léttis, á Bahamaeyjum í Karíbahafi. Ekki er vitað fyrir víst hver eyjan var, en Kólumbus gaf henni nafnið San Salvador.

Þar hitti áhöfnin fyrir frumbyggja sem Kólumbus lýsti sem friðelskandi fólki er væri óspillt af vestrænni efnishyggju og yrði móttækilegt fyrir boði um að taka upp nýja trú, kristnina. Um leið gerði hann sér grein fyrir því að auðvelt yrði að notfæra sér góðmennsku eyjaskeggja og gestrisni til að verða sér úti um allt sem hann girntist og um þetta fjallar þessi glósa.

Það er stórmerkilegt hvað við vitum lítið um Kristófer Kólumbus. Í bíómyndum er dregin sú mynd af honum að hann hafi verið landakönnuður og þegar hann hafi hitt fyrir frumbyggja Ameríku, þá hafi hann mælt fyrir að koma skildi fram við fólkið af virðingu og ekki ætti að valda því skaða. Þessi mynd af honum virðist vera kolröng. Það virðist hafa fylgt honum dauði og tortíming. Hann virðist hafa verið harðfenginn maður og barið alla andspyrnu niður með harðri hendi, hvort sem það var vegna mótþróa eigin manna eða uppreisn Indjána.

Þessi gagnrýna sýn á Kólumbus hefur sérstaklega verið dregin fram vegna útrýmingar ættbálksins Taino á Hispanjólu en hann kom þar á frumstæðu skattkerfi yfir þá í þeim tilgangi að komast yfir gull og baðmull. Hinir innfæddu hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar þeir komust í samband við Spánverja.

Ástæðan virðist vera fyrst og fremst vegna vinnuálags og sérstaklega eftir 1519, þegar fyrsti sjúkdómsfaraldurinn gekk yfir Hispanólu vegna evrópskra sjúkdóma. Áætlað hefur verið að um 80-90% af íbúafjölda frumbyggja hafi dáið. Taino fólkið á eyjunni var kerfisbundið hreppt í þrældóm í gegnum kvaðakerfi sem líktist mest lénskerfi Evrópu á miðöldum.

Giskað hefur verið á að íbúafjöldinn fyrir komu Kólumbusar hafi verið 250,000 til 300,000 eða svipaður íbúafjölda Íslands.Samkvæmt mati sagnritarans Gonzalo Fernadez de Oviedo y Valdes, sem gert var 1548 eða 56 árum eftir landtöku Kólumbusar, hafi einungis verið fimm hundruð Tainóar verðið eftir á eyjunni.

Meðferð Kólumbusar á frumbyggjum Hispaníólu var slæm; hermenn hans nauðguðu, drápu, og hnepptu fólk í þrældóm án refsingar í hverri einustu landtöku.

Þegar Kólumbus veiktist 1495, var greint frá að hermenn hans hafi gengið berseksgang, og slátrað 50.000 innfædda. Við bata hans, skipulagði Kólumbus aðgerðir hermenn sinna, myndaði flokka nokkur hundruð þungvopnaðra manna og meira en tuttugu árásahunda. Mennirnir geystust yfir landið, drápu þúsundir sjúkra og óvopnaðra innfæddra. Hermenn notuðu bandingja sína fyrir sverðæfingar, reyna að afhöfða þá eða skera þá í tvennt með einu höggi.

Sagnfræðingurinn Howard Zinn segir að Kólumbus hafi verið forvígismaður þrælaverslunar og staðið fyrir gríðarlegri þrælasölu. Árið 1495 náðu menn hans í einni árásarferð 1500 Arawak menn, konur og börn og hrepptu í þrældóm. Hann flutti um 500 af þrælunum til Spánar en um 40% af fólkinu dó á leiðinni þangað.

Sagnfræðingurinn James W. Loewen fullyrðir að Kólumbus hafi ekki aðeins sent fyrstu þrælana yfir Atlantshafið, heldur hafi hann sennilega sent fleiri þræla – um fimm þúsund – en nokkur annar einstaklingur...aðrar þjóðir voru fljótar að læra af framtaki Kólumbusar.

Þegar þrælar í haldi Spánverja byrjuðu að falla í stórum stíl, ákvað Kólumbus að koma á annars konar kerfi af nauðungarvinnu. Hann skipaði svo fyrir að allir frumbyggjar, komnir yfir þrettán ára aldur, skyldu safna ákveðið magn af gulli á þriggja mánaðar tímabili og afhenda Spánverjum. Þeir sem skiluðu umræddu magni fengu til merkis um skilin, kopartákn um hálsins. Þeir innfæddu sem fundust og höfðu ekki koparinn, voru handhöggnir og skildir eftir og látnir blæða til dauða.

Arawaks fólkið reyndu að berjast gegn mönnum Kólumbusar en án árangur því að þeim skorti verjur, byssur, sverð og hesta. Þegar þeir voru handsamaðir, voru þeir hengdir eða brenndir til dauða. Örvæntingin vegna ástandsins leiddi til fjöldasjálfsmorða meðal innfæddra.

Á tveggja ára stjórnartíð Kólumbusar á Hahíti, létust meira en helmingurinn af 250 þúsund Arawakum. Meginástæðan fyrir íbúa fækkunni voru sjúkdómar sem og stríðsátök og hrottafengið þrælahald. Maður að nafni de las Casas skráði að þegar hann hafi fyrst komið til Hispanólu árið 1508, ,,...hafi um 60 þúsund manns búið á eyjunni, Indjánar meðtaldir; svo að frá 1494 til 1508, hafi yfir þjár milljónir manna látist vegna stríðsátaka, þrældóms og námuvinnslu. Hver í framtíðinni mun trúa þessu? Ég sjálfur sem skrifa um þetta sem upplýst vitni, get varla trúað þessu....“

Samuel Eliot Morison, Harvard sagnfræðingur og höfundur fjölbinda ævisögu um Kólumbus skrifaði, ,,Þessi grimmdarstefna hófst með Kólumbusi og var stunduð af eftirmönnum hans og olli algjöru þjóðarmorði." Loewen harmar að á meðan ,,Haítí undir spænskri stjórn er eitt af helstu dæmi um þjóðarmorð í öllum mannkynssögunni."

Í þessari frásögn minni hef ég sleppt að minnast á meðferð Kólumbusar á eigin mönnum. Eins og áður sagði, fór Kólumbus fjórar ferðir til nýja heimsins. Í október 1499 sendi hann tvö skip til Spánar til að biðja um hjálp við stjórnun nýlenduna sem hann hafði þá stofnað á Hispanólu. Um þetta leyti komu fram ásakanir um harðstjórn.

Ásakanir um ofríki og vanhæfni af hálfu Kólumbusar náðu alla leið til spænsku hirðarinnar. Isabella drottning og Ferdinand konungur brugðust við með því að fjarlægja Kólumbus frá völdum og skiptu á honum og Francisco de Bobadilla, manni sem var litlu betri en hann sjálfur.

Bobadilla, sem réði ríkjum sem ríkisstjóri frá 1500 til dauða hans í stormi árið 1502, hafði verið falið það hlutverk að rannsaka ásakanir um harðneskju af hálfu Kólumbusar gagnvart undirsátum. Þegar hann kom til Santo Domingo, höfuðstað eyjunnar Hispanólu, var Kólumbus í sínum þriðja könnunarleiðangri.

Bobadilla fékk yfir sig flóð af ásökunum á hendur bræðra Kólumbusar sem voru þrír og hjálpuðu honum við stjórn nýlendunnar, en þeir hétu Christopher, Bartolomé og Diego.

Nýlega hefur uppgötvast skýrsla Bobadilla sem vænir Kólumbus um að hafa reglulega beitt pyntingum og limlestingum við stjórn Hispanólu. Þessi 48 blaðsíðna skýrsla, sem fannst árið 2006 í skjalasafni, inniheldur vitnisburð 23 manneskja, bæði vina og fylgimanna Kólumbusar sem og fjandmanna, um meðferð hans og bræðra hans á nýlendubúum á meðan sjö ára stjórn hans stóð yfir.

Samkvæmt þessari skýrslu lét Kólumbus eitt sinn refsa manni, sem fundinn var sekur um að hafa stolið korn, með því að skera nef og eyru hans af og selja svo í þrældóm.

Framburður sem skráður var í skýrslunni, heldur því fram að Kólumbus hafi hrósað bróðir sínum Bartolomé fyrir að ,,verja heiður fjölskyldunnar“ þegar hinn síðar nefndi skipaði konu að ganga nakinni um götur og síðan skorið tungu hennar fyrir að gefa í skyn að Kólumbus væri af lágum stigum kominn.

Skýrslan segir einnig frá hvernig Kólumbus barði niður óróa og uppreisn frumbyggja; hann skipaði fyrir að skyndiárás yrði gerð, þar sem margir innfæddir létust og síðan lét hann draga líkin um götur til að draga kjarkinn úr þeim sem eftir lifðu og hugðu á uppreisn.

Cosuelo Varela, sem er spænskur sagnfræðingur og hefur séð umrætt skjal, segir að stjórnun Kólumbusar hafi borið ákveðið form af harðstjórn. Jafnvel þeir sem elskuðu hann, viðurkenndu að grimmdarverk hafi átt sér stað. Vegna stórfelldrar óstjórnar og lélegra stjórnarhátta þeirra, voru Kólumbus og bræður hans handteknir og fangelsaðir við heimkomuna til Spánar úr þriðja sjóferðinni. Þeir hírðust í fangelsi í sex vikum áður en hinn upptekni Ferdínand konungur skipaði fyrir um lausn þeirra.

Ekki löngu síðar, boðaði konungurinn og drottningin Kólumbus bræður til Alhambra höll í Granada. Hin konunglegu hjón hlustuðu á bænir bræðranna um endurreist frelsi sitt og auð; og eftir miklar fortölur, var samþykkt að fjármagna fjórða ferð Kólumbusar. En hurðinni var skellt á nef Kólumbusar um að fá að vera ríkisstjóri aftur. Var Nicolás de Ovando Y Cáceres skipaður nýr landstjóri Vestur-Indía. Hvers vegna skildi það vera? Ekki skildi vera eitthvað satt í ásökunum á hendur þeirra bræðra?

Í þessari stuttu yfirferð minni á ferli Kólumbusar, hef ég verið neikvæður og einblítt á voðaverk mannsins. Hann er þó fyrst og fremst þekktastur fyrir að hafa hafið sína miklu ævintýraferð yfir Atlantshafið, á vit hið óþekkta og gegn ríkjandi þekkingu, og fundið Nýja heiminn svo kallaða.

Ég ætla ekki að fara út í hvort hann hafi talið sig hafa fundið nýja heimsálfu eða ný lönd og hvers vegna nýi heimurinn var skýrður eftir Amerigo Vespussi en ekki honum; hvort að hann hafi uppgötvað nýja heimsálfu (sem er ekki rétt, því að Indjánar höfðu gert það árþúsundir áður og víkingarnir endurfundu álfuna og týndu aftur), heldur skal leggja áherslu á að það var hann sem tengi saman nýja og gamla heiminn. Hann gerði heiminn næstum því að einni heild, eina sem eftir var, var að finna Eyja álfuna sem þá var þó setin mönnum.

Kólumbus var ekki að leita að nýjum löndum, heldur var hann að leita að nýrri leið að hluta af gamla heiminum, leiðinni að Asíu, komast þangað bakdyramegin og það markmið mistókst honum. Það kom í hlut Ferdínand Magellan 1517 að fara í fótspor hans nokkrum áratugum síðar að fara í kringum hnöttinn og finna siglingaleiðina til Asíu og að hinu dýrmæta kryddi sem allar þessar ferðir snérust um.

Heimild: Wikipedia, Vísindavefurinn og gamla góða minnið!


Stríðslist – The Art of War eftir Sun Tsu

Hernaðarlistin er forn kínversk herfræðiritgerð sem rekja má til Sun Tzu, sem var háttsettur hershöfðingi, hertæknifræðingur og hernaðaraðferðafræðingur. Texti ritgerðarinnar samanstendur af 13 köflum sem hver er tileinkaður einum þætti hernaðar.

Stríðslist

Verkið er almennt þekkt sem endanlegt ritverk um hernaðarstefnu og hernaðaraðferðafræði síns tíma. Það hefur verið eitt frægasta og áhrifamesta hinna sjö sígildra hernaðarritverka Kína, og ,,síðustu tvö þúsund og fimm ár ein mikilvægasta herfræðiritgerð í Asíu, þar sem jafnvel venjulegt fólk þekkti það með nafni.

Sun Tzu talið stríð vera eins og ill nauðsyn sem ber að forðast þegar það er mögulegt. Stríðið skal heyjast skjótt til að forðast fjárhagstjón: ,,Framlengt stríð er engu ríki í hag: 100 sigrar í 100 bardögum er einfaldlega fáránlegt. Sá sem skarar framúr í að sigra óvin, sigrar hann áður en ógn hans verður að veruleika.

Sun Tzu lagði áherslu á mikilvægi staðsetningar í hertækni. Ákvörðunin um að staðsetja her verður að byggjast á bæði hlutlægum aðstæðum í umhverfi og huglægum skoðunum annarra, með öðrum orðum samkeppnishæfni þátttakenda í því umhverfi. Hann taldi að herstefna væri ekki í skilninginum áætlun, sem væri eins konar listi sem unnið væri eftir, heldur þyrfti að vera með skjót og viðeigandi viðbrögð við breyttilegum aðstæðum. Með öðrum orðum að skipuleggja við stjórnaðar aðstæðum; en bregðast við í síbreytilegu umhverfi rekist samkeppnisáætlanir á og óvæntar aðstæður verði til.

Verkið skiptist í 13 kafla sem eru eftirfarandi:

1. Mat á smáatriðum og áætlanagerð. Í þessum kafla er kannaðir fimm grundvallarþættir (aðferðina eða leiðina, árstíðir, landslag, leiðtogahæfileika og stjórnun) og sjö atriði sem ákvarða niðurstöður hernaðarátaka. Með því að íhuga, meta og bera saman þessi atriði, getur herforingi reiknað út möguleika sína á sigri. Sérhvert frávik frá þessum útreikningum mun leiða til mistaka vegna rangra aðgerða. Textinn leggur áherslu á að stríð er mjög alvarlegt mál fyrir ríkið og ekki má hefja það án þess að ígrunda það vandlega.

2. Að heyja stríð. Kaflinn útskýrir hvernig á að skilja efnahagsþátt hernaðarátaka og að árangur sé háður því að vinna skjótt afgerandi sigur í átökum. Í þessum kafli er ráðleggt að til þess að vel heppnaðar hernaðaraðgerðir gangi upp, þurfi að lágmarka kostnaðinn af samkeppni og átök.

3. Herstjórnarleg árás. Kaflinn greinir frá að uppspretta styrks komi af einingu, ekki stærð, og er fjallað um fimm þætti sem þarf til að ná árangri í sérhverju stríði. Þeir eru raðaðir í röð eftir mikilvægi og eru þessi atriði mikilvæg: árás, hernaðarlist, bandalög, her og borgir.

4. Niðurröðun eða dreifing hers. Kaflinn útskýrir mikilvægi þess að verja núverandi stöðu þar til herforingi er fær um að sækja fram frá þeim stað á öruggan hátt. Það kennir foringja mikilvægi þess að þekkja herstjórnarleg tækifæri sem gefast og um leið að kenna eða hjálpa ekki óvininn að skapa tækifæri fyrir sig sjálfan.

5. Herafli. Kaflinn útskýrir notkun sköpunarkrafts og tímasetningu í að byggja upp skriðþunga hers.

6. Veikleiki og styrkur. Kaflinn útskýrir hvernig tækifæri hers koma frá opnun eða breytingu á umhverfi sem orsakast af hlutfallslegum veikleika óvinarins og hvernig á að bregðast við breytingum á flæði á vígvellinum yfir tilteknu svæði.

7. Hreyfingar hers. Í kaflanum er varað við bein átök og hvernig eigi að vinna þessar skærur eða átök sem herforinginn er neyddur til að takast á við.

8. Breytur og aðlögunarhæfni. Hér er fókusað á þörfinni á aðlögunarhæfni og sveigjanleika í viðbrögðum hers. Kaflinn útskýrir hvernig á að bregðast við breyttar aðstæður með góðum árangri.

9. Hreyfing og þróun hersveita. Hér er lýst mismunandi aðstæður þar sem her uppgötvar eða metur sjálfan sig á sama tíma og hann fer í gegnum ný svæði óvinarins og hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum. Mikið af þessum kafla er lögð áhersla á að meta fyrirætlanir annarra.

10. Landssvæði. Hér litið á þrjú almennu svæði fyrirstöðu eða hindrana (fjarlægð, hættum og hindranir) og sex tegundir af vallarstöðum sem skapast út frá þeim. Hvert og eitt af þessum sex sviðum vettvangsstöðva bjóða upp á ákveðna kosti og galla.

11. Vígvellirnir níu.  Hér er lýst níu algengum aðstæðum (eða stigum) í herleiðangri, allt frá tvístrunar til dauðans, og þeim sérstökum áherslum sem yfirmaður þarf að taka tillit til, í þeim tilgang að geta stjórnað þeim til árangurs.

12. Árás með skothríð. Hér er útskýrt almenn notkun vopna og með sérstaka áherslu á að nota umhverfið sem vopn. Þessi hluti fjallar um fimm markmið varðandi árásir, fimm tegundir af árásum byggðar á umhverfisþáttum og viðeigandi viðbrögðum við slíkum árásum.

13. Upplýsingaöflun og njósnir. Hér beinir hann athyglinni á mikilvægi þess að þróa góðan upplýsingagrunn og skilgreina þær fimm upplýsingaveitur sem unnið er eftir og hvernig er best að stýra sérhverja þeirra.

Stríð eða samkeppni er upphaf alls, hin magnaða uppspretta hugmynda, uppfinninga, þjóðfelagsstofnanna og ríkja. Þetta vissi Sun Tsu, hinn mikli herkænskusnillingur sem var uppi 500 f.Kr. og bjó í einu af fjölmörgum kínversku ríkjum sem þá voru uppi, en hann var eitt sinn kallaður á fund kínversk konungs og varð hann frægur í kjölfarið.

Hér er frásögn af því hvernig Sun Tsu varð frægur: Konungurinn af Wu átti von á innrás nágrannaríkis og leitaði hann því ráða hjá Sun Tsu hvernig mætti vinna sigur. Hann taldi svo vera mögulegt, þótt her konungs væri lítill í samanburði við innrásarliðið. Konungurinn sagði þá, ef svo er, gætir þú þjálfað hirðmeyjar mínar sem eru kjánar og flissa yfir öllu? Já var svarið. Svo var tekið við þjálfunina.

Sun útnefndi tvær hirðmeyjana sem leiðtoga og gaf fyrirmæli um hvernig eigi að fylkja liði o.s.frv. Svo byrjaði æfingin, en hirðmeyjarnar flissuðu bara og ekkert gerðist, einnig hjá kvenleiðtogunum. Þá sagði Sun Tsu, kannski voru fyrirmæli mín ekki skýr og hann endurorðaði fyrirmæli sín á einfaldari hátt. En allt fór á sama veg, hirðmeyjarnar sprungu úr hlátri þegar herþjálfunin hófst á ný. Sun Tsu sagði að ef fyrirmæli eru óskýr, þá er það hershöfðingjanum að kenna. En ef fyrirmælin er skýr og einföld, þá er það undirforingjunum að kenna að fyrirmælunum var ekki fylgt. Það var bara ein leið til að sannfæra þáttakendur um að honum væri dauðans alvara og stríð væri barátta upp á líf og dauða. Hann hálshjó báðar hirðmeyjarnar sem skipaðar höfðu verið undirforingjar. Öllum varð þar með ljóst hvað hann átti við og frekari hvatningu þurfti ekki við. Fyrirmælum hans var fylgt út í fylgstu æsar.

Sun Tsu stjórnaði litla her kínverska konungsins af Wu til sigurs gegn mun stærri her.

Þrjár meginlexíur Sun Tsu:

1) Þekktu óvin þinn og þig sjálfan og í 100 orrustum verður þú aldrei í háska.

2) Að sigra 100 orrustur er ekki merki um stríðshæfni þína heldur það að yfirbuga óvin þinn án bardaga, það er málið.

3) Forðist allt sem er sterkt en ráðist á það sem er veikt.

Viðskiptastríð

Það má yfirfæra þessar lexíur Sun Tsu yfir á viðskiptalífið. Þar eiga fyrirtækin í harðri samkeppni.

Ef leiðtoginn (forstjórinn) er ekki með skýra sýn á viðgang fyrirtækisins og markmið, og ef hann kemur skilaboðunum ekki skýrt til undirmanna sinna, millistjórnanda og svo undirmanna þeirra, þá er tap næsta víst. Fyrsta niðurstaða er því sú að lífið er samkeppni. Samkeppni er ekki aðeins það sem heldur lífi í viðskiptum heldur viðskipti lífsins sjálfs – friðsamleg þegar hráefni er nóg, ofsafengin þegar það skortir.

Næsta niðurstaða er að lífið er fólgið í vali. Sumir viðskiptaaðilar fara með sigur af hólmi í baráttu sinni um verkefni (hráefni o.s.frv.) en aðrir lúta í lægra haldi. Þar með er ójafnræði ekki aðeins eðlilegt og meðfætt, það eykst og magnast þegar viðskiptalífið (siðmenningin) gerist margslungið.

Þriðja niðurstaðan er að fyrirtæki verða að endurnýja sig, koma með nýjungar á markaðinn. Stöðnun er ávísun á stöðnun eða gjaldþrot.


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband