Misskildir snillingar 19. aldar

Nietzsche187a1

Ýmsir hugsuðir 19. aldar hafa verið dæmdir af ummælum annarra en ekki eigin eða hugmyndir þeirra teknar til handagagns einhverjar stefna, helst öfgastefna.

Dæmi um þetta eru andans menn eins og Richard Wagner, Friedrick Nietzche og Charles Darwin.

Richard Wagner var mikið tónskáld um miðbik 19. aldar og samdi klassíska tónlist og óperur sem sóttu innblástur í norræna goðafræði. Hann var mikilsmegandi þýskt tónskáld, hljómsveitastjóri, tónlista hugmyndafræðingur og ritgerðahöfundur. Hann er helst þekktur fyrir framúrskarandi sinfóníu-óperur (â€Å¾tónlistar drama“) sínar.

 

Wagner

Það er reyndar staðreynd að Wagner var gyðingahatari og að nasistar tóku hugmyndir hans upp á sína arma, sérstaklega vegna þess að leiðtogi þeirra, Adolf Hitler, var mikill Wagner-aðdáandi. En svo breytist sagan og mennirnir með. Menn, þá á ég við í þessu tilfelli gyðingar, hafa tekist að horfa framhjá verkum mannsins eða skoðanir hans, og tekið það besta frá honum og hunsað hitt. Það gerði sinfóníuhljómsveit í Ísrael og spilar verk hans, þrátt fyrir einstaka mótbárurödd.

Annar maður sem hafður var fyrir rangri sök, en það var Charles Darwin en hann var breskur náttúrufræðingur sem þekktastur er fyrir kenningu sína um þróun lífvera vegna náttúruvals það er að hinu hæfustu kæmst fremur af en þeir vanhæfu dæju út.

 

Charles-Darwin-photograph-Julia-Margaret-Cameron-1868Darwin setti náttúrufræðikenningar sínar saman í eina bók og kallst Um uppruna tegundanna. Eina sem hann gerði var að rannsaka á vísindalegan hátt atferli plantna og dýra í marga áratugi áður en hann þorði að birta niðurstöður sínar. Margar af kenningum hans eru í fullu gildi, svo sem rannsóknir hans á uppruna kóralrifja og er handbók hans enn í fullu gildi. Sama má segja um kuðungarannsóknir hans en hann eyddi 8 árum bara í að skoða og rannsaka kuðunga! En báðar þessar rannsóknir voru hluti af þróunarkenningunni hans. Hann talaði aldrei um guð eða menn í bók sinni og aðspurður sagði hann sjálfur ekki ólíklegt að guð hafi skapað veröldina.

Margt af því sem hann hélt fram hefur reynst ekki standast tímans tönn, eins og kenningin um stökkbreytingu tegunda en í dag er talað um litlar og tíðar stökkbreytingar og aðlögun tegunda að breyttum aðstæðum. Líkt og maðurinn sem aðlagar sig að norrænum aðstæðum með hvítri húð og svo framvegis.

Stuttu eftir dauða Darwins kom fram í sviðsljósið skóli af félagslegum darwinisma sem dró boðskap sinn aðallega frá hugsuninni um að ,,hinir hæfustu komist af." Fylgismenn félagslegs darwinisma töldu þannig að ef hver og einn berðist aðeins fyrir sjálfan sig myndi félagsheildinn herðast og verða sterkari.Þessar hugmyndir samræmast á engan hátt hugsunarhætti Darwins.

Þriðji maðurinn sem hefur fjöldahreyfing hefur tekið nauðugan í fang sitt, en það Friedrick Nietzche sem nasistar tóku sem sína fyrirmynd og töluðu um að hann væri sinn helsti kennismiður.

Gagnrýni hans á menningu, trúarbrögð og heimspeki síns tíma snerist að verulegu leyti um spurningar um jákvæð og neikvæð viðhorf til lífsins í hinum ýmsu siðferðiskerfum. Hann kom með kenninguna um ofurmennið en þá á hann við þá menn sem fullnýta hæfileika sína hvað svo sem aðrir menn segja um þá. Við eigum að segja já við lífið, því að hans mati væri guð til og engin önnur veröld en sú sem við búum í.

Siðferði og gildi geti því ekki verið forskilvitleg þess vegna og því væri maðurinn frjáls að athafna sig að eigin vild. ,,Þorðu að vera það sem þú ert" sagði hann. Losaðu þig við það gildismat sem heftir þig og notaðu það sem þér til framdráttar. Það hafi leitt okkur úr dýraríkinu og skapað menninguna sagði hann og hinir hugmyndaríku, skapandi, frökku og forvitnu og hugrekku, það er náttúrulegu leiðtogar af öllu tagi ættu að vera frjálsir að lifa lífinu til fulls og fullkomna hæfileika sína. Þetta væri ,,viljinn til valds“.

Þetta er náttúruleg miskunarlaus lífsýn Nietzsche en ég ætla ekki að ræða um það heldur misnotkun hugmynda hans í þágu nasista. Hann til dæmis fyrirleit hinn dæmigerða Þjóðverja og hryllti við gyðingahatur sem þá var þegar til staðar í þýsku samfélagi. Það er sama hvað segja má um heimspekikenningar hans, þá er alveg ljóst að hann var ekki haldinn mannhatri og allra síst gegn gyðingum. Heimsýn hans var nöturleg með guðlausa veraldarsýn. En var eitthvað jákvætt sem hann boðaði?

Jú, hann kenndi okkur að horfast í augu við ógeðfelld sannindi af öllu tagi. Það er að við verðum að takast á við ógeðfellstu sannindin um sjálf okkur án þess að depla augu, horfast stöðugt í augu við þau og lifa ljósi vitneskjunnar um þá án annarrar umbunar en þeirra sem felst í því að lifa slíku lífi sjálfs þess vegna og í þeim efnum líkist hann grísku heimspekingunum sem aðhylltust stóspeki.

Stóumenn töldu að með því að lifa í samræmi við náttúruna og skynsemina gætu menn öðlast sálarró. Skiptar skoðanir eru um hvernig beri að túlka heimspeki Nietzsches. Stíll hans og róttæk gagnrýni á viðtekin gildi og hugmyndina um hlutlægan sannleika valda erfiðleikum í túlkun verka hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Systir Nietzches mun hafa falsað rit hans og þær falsanir voru rótin að hrifningu nasista.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2021 kl. 00:32

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir þeesa athugasemd Þorsteinn. Athyglisvert sem þú segir. Já, ekki einu sinni hægt að treysta syskini þegar túlka á kenningar eða verk manns!

Birgir Loftsson, 5.1.2021 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband