Nú er ekki móðins að kalla óþekkt loftför "fljúgandi furðuhluti" eða gamla heitinu UFO (e.unidentified flying object), heldur er nýja hugtakið UAP (e.unidentified aerial phenomen) eða óþekkt loftför í minni þýðingu. Bein þýðing væri: "óþekkt fyrirbæri í lofti".
Eins og um margt annað, eru Íslendingar áhugalitlir um hluti sem eru utan veruleikasvið þeirra. Tómlætið er mikið en kannski ekki algjört.
Bloggritari fékk áhuga á þessu sviði geimfræða sem unglingur. Þegar farið var á bókasafnið var lítið úrval lesefnis, bækur um efnið fyllti hálfa hillu á Bókasafni Hafnarfjarðar eða bókasöfn í Reykjavík. En svo kom internetið til sögunnar. Allt breyttist á svip stundu. Heimurinn opnaðist, sérstaklega til vesturheims en bloggritari fylgist t.d. náið með bandarískri pólitík í gegnum netið.
En líka jaðarfræði eins og geimverufræðin sem flestir Íslendinga líta á sem samsæriskenningar sem aðeins geggjaðir samsæriskennismiðir aðhyllast.
Þar sem mínir nánustu vita um áhuga minn, fékk ég loksins íslenska bók um fyrirbrigðið sem heitir "Geimverur" eftir . Þvílíkt sölutrikk eða vörusvik, hef ég ekki lent í bókakaupum. Bókin fjallar ekkert um geimverur, heldur kappkostast við að afneita þeim og er aðeins blablabla um leitina að lífi í geimum sem er allt annað en þau geimverufræði sem ég hef lesið. Dæmigerð afstaða Íslendings, tekur viðfangsefnið ekki alvarlega. Bókin fór í ruslið (eina bókin sem ég hef hent í ruslið á ævi minni).
En Bandaríkjamenn taka viðfangsefnið alvarlegra, en færri vita að það gera einnig aðrar þjóðir, eins og t.d. Bretar, Frakkar og Rússar. Fremstu sérfræðingar á þessu sviði koma frá þessum þjóðum en Kínverjar kunn vera líka áhugasamir. Það er ýmislegt sem sést á himni og það þarf ekki endilega að vera geimverur í feluleik, það geta verið ýmis loftfyrirbrigði, mörg náttúruleg. Það þarf því að skilja hismið frá kjarnanum. Þar eru Bandaríkjamenn kannski fremstir í flokki, a.m.k. er áberandi fréttaflutningur þaðan um fyrirbrigðið.
Kaninn hefur smá saman verið að lyfta leyndarhjúpinn af þessum málaflokki og viðurkennt að það er ekki allt sem sýnist. Fyrst var það flugher Bandaríkjanna sem sýndi myndbönd af svo kölluðum Tik Tok loftförum sem brjóta öll náttúrulögmál, eru ýmis ofansjávar eða í hafdjúpi á augnabliki. Svo eldingarleikur orrustuþota við disklaga (oftast þannig í laginu, en stundum eins og vindlingur eða þríhyrningslaga) og tapa oftast hann á svipstundu. Sumir segja að þríhyrningslaga förin séu í raun á vegum bandaríska flughersins og séu manngerð.
Nú er málið komið inn á borð Bandaríkjaþings en þingyfirheyrslur hafa verið í gangi í vikunni og fjölmiðlar uppfullir af frásögnum. Í meðfylgjandi Youtube myndbandi (eitt af ótal mörgum) má sjá vitnisburð fjögurra sérfræðinga um málið.
Þess má geta að lokum að barátta hefur verið innan bandarísku stjórnsýslunnar síðastliðina áratugi um hvort eigi að birta svona vitnisburð eða ekki. En það er ljóst að Bandaríkjamenn hafa rannsakað fyrirbrigðið vísindalega, sjá t.d. "Project Blue Book" en "Project Blue Book" var kóðaheiti fyrir kerfisbundna rannsókn bandaríska flughersins á óþekktum fljúgandi hlutum frá mars 1952 þar til henni lauk 17. desember 1969. Verkefninu, með höfuðstöðvar í Wright-Patterson flugherstöðinni, Ohio, var upphaflega stýrt af Edward J. Ruppelt kaptein og fylgdi eftir verkefnum af svipuðum toga eins og "Project Sign" stofnað árið 1947 og "Project Grudge" árið 1949. Project Blue Book hafði tvö markmið, nefnilega að ákvarða hvort UFO væru ógn við þjóðaröryggi og að greina vísindalega gögn sem tengjast UFO.
Til að einfalda málið má segja að geimverufræðin skiptist í þrjá hluta. 1) Óþekkt loftför. 2) Geimverur. 3) Meint brottnám fólks af hendi geimvera. Fyrir þá sem eru áhugasamir er hér besta lesefnið um viðfangsefnið UFO/UAP, geimverur og brottnám.
Byrjum á UAP fyrirbrigðinu: "The UFO Experience: A Scientific Inquiry" eftir J. Allen Hynek. Þessi bók er skrifuð af lykilpersónu í UFO-rannsóknum og kynnir flokkunarkerfi Hyneks fyrir "UFO-sýnir" eða UFO vitnisburð, þar á meðal hinn fræga "Close Encounters" kvarða.
"UFOs: Hershöfðingjar, flugmenn og embættismenn fara á skrá" eftir Leslie Kean. Er með trúverðugar frásagnir og greiningar frá embættismönnum hersins og stjórnvalda um UFO-sýnir.
"Dagurinn eftir Roswell" eftir Philip J. Corso. Umdeild bók þar sem fullyrt er að geimverutækni sem hafi náðst eftir Roswell-slysið hafi áhrif á nútímatækni.
Rán geimvera á mannfólki: "Missing Time" eftir Budd Hopkins. Ein af elstu bókunum til að kanna fyrirbærið brottnám geimvera, nota dáleiðslu til að afhjúpa glataðar minningar.
"Communion" eftir Whitley Strieber. Djúp persónuleg frásögn af meintri mannránsupplifun Striebers sjálfs. Ég sá myndina í bíó, ef ég man rétt í Regnboganum. Christofer Walken lét Striebers snilldarlega.Var til á einni videoleigu á Íslandi.
"Abduction: Human Encounters with Aliens" eftir John E. Mack. Þessi bók er skrifuð af Harvard geðlækni og skoðar sálfræðilegar og andlegar hliðar á reynslu af brottnámi.
Samsæriskenningar og yfirhylmingar stjórnvalda: "The Flying Saucer Conspiracy" eftir Donald Keyhoe. Keyhoe var meðal þeirra fyrstu til að halda því fram að stjórnvöld væru að fela sannleikann um UFO.
"Area 51: An Uncensored History of America's Top Secret Military Base" eftir Annie Jacobsen. Rannsakar hlutverk svæðis 51 í fróðleik um UFO, þó einblínt sé á jarðbundnar skýringar.
Hér koma tvö frægustu brottnámsmálin: Brottnám Betty and Barney Hill (1961). Hills hjónin fullyrtu að þeim hafi verið rænt af geimverum í dreifbýli í New Hampshire þegar þau keyrðu heim um nótt. Í dáleiðslu lýstu þau því að þeir voru teknir um borð í geimfar og látnin fara í læknisskoðun. Þetta var fyrsta rænt geimverumálið sem hefur verið almennt auglýst, með stjörnukortinu sem Betty sagðist hafa séð um borð í farinu.
Brottnám Travis Walton
(1975).Þegar Walton vann í Apache-Sitgreaves þjóðskóginum í Arizona hvarf Walton í fimm daga. Hann hélt því fram að honum hafi verið rænt af geimverum og gert tilraunir um borð í UFO. Mál Waltons var sýnt í kvikmyndinni Fire in the Sky og er enn ein vel skjalfesta og umdeildasta mannránssagan. Þessi mynd var aldrei sýnt í íslensku kvikmyndahúsi en var til á videoleigum.
Hér koma fyrri skrif mín um viðfangsefnið:
Drifkerfi geimskips versus Space-X
Bob Lazar og frumefni 115 sem hann nefndi fyrir meira en áratug er bætt við lotukerfið
Geimskip og aðrir óútskýrðir hlutir
Fréttir af geimverum og geimskipum í Bandaríkjunum
Bandaríkjaþing rannsakar "fljúgandi furðuhluti (FFH) og geimverur"
Flokkur: Bloggar | 16.11.2024 | 12:34 (breytt kl. 19:17) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Fólk
- Eignaðist sitt fjórða barn með aðstoð staðgöngumóður
- Vissi alltaf að ég vildi skrifa
- Helena krýnd Ungfrú Ísland
- Nýr snúningur á deilu rapparanna Kendricks Lamars og Drake
- Irwin í aðalhlutverki í auglýsingu sem segir sex
- Kanye West segir Biöncu hafa farið frá sér
- Laufey missir stjórn og sekkur í ringulreið
- Skynja fremur en skilja
- Van Damme sagður hafa sofið hjá fórnarlömbum mansals
- Svona lítur Dewey út í dag
Athugasemdir
UFO málin eru fræði sem að engir fjölmiðlar á Íslandi
treysta sér til að skoða í einhverri alvöru
heldur eru okkur alltaf sýnt gamalt myndbrot
af séervitringum á Snæfellsnesinu;
þar sem ða geimverurnar mætttu aldrei
og þá er íslenska ríkið búið að afgreiða öll þessi mál
út frá sinni hlið.
--------------------------------------------------------------
Þessar umræður eru samt nauðsynlegar og þarfar:
Ég skora á allt hugsandi fólk
að skoða báðr þesar bloggsíður til dýpka umræðua:
------------------------------------------------------------
SÖGUÞRÁÐURINN:
https://contact.blog.is/blog/contact/entry/2294570/
HANDBÓKIN:
https://contact.blog.is/blog/geimveru_handbokin/
Dominus Sanctus., 16.11.2024 kl. 13:03
Takk fyrir .
Hér segir bandarískur þingmaður að kerfið vilji halda þessum málum leyndum, því að það fylgir vald þessu. En önnur ástæða er hin meinta geimveru tækni sem notuð verður í næstu heimsstyrjöld. Ás í ermi.
https://youtu.be/Vzyn6mGAHZk?si=jp8ws9GMoF5SkC7Y
Birgir Loftsson, 16.11.2024 kl. 16:35
Ég er þér algjörlega sammála um það að Stjörnu Sævar er afneitunarsinni í þessu efni. Bókin hans fór ekki í ruslið hjá mér heldur neðst í bókabunkann. Hún geymir nokkur merkileg atriði um stjörnufræði almennt, en ekkert um geimverur nema afneitun, afneitun og aftur afneitun.
Það er meiri samsæriskenning að trúa því að loftbelgir eða veðurathugunarbelgir hafi þar fallið til jarðar en geimskip.
Ég á bókina eftir Philip J. Corso á íslenzku, ég keypti hana í Kringlunni í Nýju lífi, (Nýaldarbúðinni), og hún er í þýðingu Einars Þorsteins Ásgeirssonar, sem hannaði kúluhúsin.
Philip J. Corso starfaði raunverulega í bandaríska hernum og það er ekki hægt að ófrægja bókina hans.
Hvorki er hægt að tengja hann við klikkun né áhuga á samsæriskenningum eða áhuga á neinu furðulegu. Hann einfaldlega skrifar um þetta á raunsæjan máta og það passar við tækniframfarir undanfarinna áratuga, útskýrir margt.
Tölfræðin sýnir og segir að meiri líkur séu á því en minni að geimurinn sé fullur af geimverum.
Mín skoðun er sú að þær séu allt í kringum okkur og geti sýnt sig í mannlegu líki rétt eins og kemur til dæmis fram í X-files þáttunum snilldarlegu.
Stjörnu Sævar og þannig fólk boðar bara fáfræði. Það er leyndardómur þarna á bakvið sem þarf að upplýsa.
Mjög góður pistill, takk fyrir.
Ingólfur Sigurðsson, 16.11.2024 kl. 16:58
Takk fyrir góða samantekt.
Þetta er það fyrsta sem ég hef séð skrifað hér á Íslandi um vitnaleiðslurnar í Bandaríkjaþingi á miðvikudaginn sl.
Þegar sambærilegar vitnaleiðslur fóru fram í fyrra sumar var mjög lítið fjallað um þær hérlendis og þær fáu fréttir sem sáust í fjölmiðlum voru frekar lélegar, aðallega í þeim sama stíl og hefur sögulega verið notaður til að snúa umfjöllunarefninu upp í háð og spott. Mig minnir t.d. að RÚV hafi spilað lagið úr X-Files sjónvarpsþáttunum undir sinni umfjöllun.
Í desember 2017 birti The New York Times umfjöllun sem afhjúpaði þá staðreynd að þrátt fyrir afneitun bandarískra stjórnvalda starfræktu þau í raun leynilegar áætlanir um að rannsaka þetta fyrirbæri sem nú er kallað "óþekkt loftför" (UAP). Þær staðhæfingar hafa aldrei verið hraktar heldur þvert á móti staðfestar aftur og aftur. Samhliða voru birt myndbönd af slíkum fyrirbærum sem eiga rætur að rekja til flugsveita bandaríska flotans og hefur verið staðfest opinberlega að þau séu raunveruleg þ.e. hvorki fölsuð né gabb.
Nú til dags er litið á það sem viðurkennda staðreyndir að 1) UAP eru raunveruleg fyrirbæri og það er ekki hægt að útskýra þau öll með einhverjum hversdagslegum hlutum eða sem missýnir og 2) bandarísk stjórnvöld og herinn verja umtalsverðum fjárhæðum í að rannsaka þessi fyrirbæri sem þau myndu varla gera ef það væri ekkert á ferðinni sem væri þess vert að rannsaka.
Það er stórfurðulegt hversu lítinn gaum íslenskir fjölmiðlar gefa þessu viðfangsefni. Bara sú staðreynd að það séu hlutir fljúgandi um í gufuhvolfi jarðar sem virðist vera stjórnað og geta ferðast með hraða og hröðun langt umfram það sem tækni mannkyns býður upp á, er stórfrétt í sjálfu sér. Ef það fengist svo staðfest, sem margt virðist benda til, að einhverskonar vitsmunaverur af öðrum uppruna séu að heimsækja jörðina, væri það eflaust stærsta frétt allra tíma.
Það er löngu kominn tími til að hætta að líta á þetta sem einhverskonar bull og vitleysu, því það er löngu orðin viðurkennd staðreynd að sama hvaða skýringar kunna að búa að baki eru fyrirbærin samt a.m.k. raunveruleg. Sannleikurinn er einhversstaðar "þarna úti" og við íbúar jarðarinnar verðskuldum að fá að vita hann, hver svo sem hann er.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2024 kl. 17:40
Góðu gestirnir í geimnum eru að reyna að hafa samband
við okkur jaðrarbúana,
en það er í rauninni "DEEP-STATE"
(Sem að samanstendur af óæskilegum geimverum sem að líta út eins og aðrir jarðarbúar nema illa innrættir)
sem að stjórna 78% allra fjölmiðla hér á jörðu og þ.m.t. RÚV.
Þess vegna munu jarðarbúarnir aldrei fá fréttirnar
af góðu öflunum í geimnum:
Venjulega er það þannig í kvikmyndunum sem að koma frá Hollywood, að illu geimverurnar eru í geimnum og ætla að ráðast á jarðarbúana en hvað ef að dæmið snýst nú við?
https://contact.blog.is/blog/contact/entry/2293761/
--------------------------------------------------------------
Never give A Straight Answer:
https://contact.blog.is/blog/contact/entry/2294496/
Dominus Sanctus., 16.11.2024 kl. 17:53
Áhugavert að þið eru svo margir áhugasamir um þessi fræði hér á blogginu.
Álit Íslendinga læt ég mér í léttu rúmi liggja.
Ef menn vilja setja þetta í samhengi, þá þurfa menn fyrst að átta sig á stærð alheimsins. Sem fáir ná að skilja. En ef þeir gera það, þá er þessi fræði bara nokkuð sennileg. Það merkilega er að sjálfar geimverurnar (meintar), vita ekki sjálfar umfang alheimsins. A.m.k. las ég þetta einhvers staðar. Takk allir fyrir innlitið og ef þið viljið bæta einhverju við, endilega bætið við!
Birgir Loftsson, 16.11.2024 kl. 18:38
Það gagnast þessu málefni sama og ekki neitt að halda fram óstaðfestum kenningum um hvað sé á seyði. Sérstaklega ekki þegar þær eru tvinnaðar saman við samsæri eða eitthvað sem má kalla yfirskilvitlegt. Slíkt er frekar til þess fallið að fæla í burtu jarðbundnara fólk sem gæti haft áhuga á þessu en er feimið við að setja sig inn í málið af ótta við að verða stimplað sem einhverskonar furðufuglar með ranghugmyndir.
Gagnlegast er að horfa á þær staðfestu upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir og vinna út frá þeim. Jafnframt er hjálplegt að þrýsta á stjórnvöld að gera hreint fyrir sínum dyrum og greina frá þeim upplýsingum sem þau búa yfir um þessi fyrirbæri, eins og hópar fólks víða um heim vinna nú að. Þar liggja margir fiskar undir steinum og þá er réttast að fá allt fram í dagsljósið, frekar en að kokka upp samsæriskenningar eða grípa ályktanir úr lausu lofti sem engum gagnast.
Alvöru vísindamönnum fer sífellt fjölgandi sem sýna þessu áhuga og hafa vilja til að rannsaka málið með opnum huga í stað þess að afskrifa það fyrirfram sem eitthvað húmbúkk. Það er alveg hægt að nálgast þetta á vísindalegan hátt og reyna að komast einhverju nær um raunverulegar skýringar, en á meðan við vitum ekki nákvæmlega hverjar þær eru er líka rétt að fara varlega í að fullyrða of mikið. Það er svo sem alveg nógu mikið hægt að fullyrða nú þegar um að það er eitthvað þarna sem er þess vert að rannsaka og reyna að skilja betur og þar ætti fókusinn að vera í leit okkar að meiri og betri þekkingu.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2024 kl. 18:46
Öll vísindi hefjast i hindurvitni Guðmundur. Svo er það vísra manna að aðskilja vitleysuna frá sannleikanum, hver svo sem hann er.
Birgir Loftsson, 16.11.2024 kl. 18:55
Hafið þið nokkuð séð umfjöllun íslenskra fjölmiðla um viðfangsefnið síðastliðið ár? Utan DV...
Birgir Loftsson, 16.11.2024 kl. 19:21
Þeir þurfa að finna þessar geimverur, og láta Rogan spjalla við þær.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.11.2024 kl. 20:20
Birgir. Þú segir að öll vísindi hefjist í hindurvitnum. Ég tek alveg undir það að stóru leyti. Flestar mikilvægar framfarir í þekkingu hafa komið til vegna þess að einhver kollvarpaði því sem var áður viðtekið. Nægir þar að nefna sem dæmi þegar Galileo kollvarpaði því að jörðin væri miðpunktur alls og þegar Einstein sýndi með afstæðiskenningunni að þó eðlisvísindi Newtons væru góð til síns brúks fælu þau ekki í sér endanleg svör við öllum mögulegum spurningum um eðli alheimsins.
Punkturinn minn er einmitt sá að þegar kemur að þessu málefni sem er kennt við óþekkt loftför (UAP) er einmitt kominn tími til að horfast í augu við að það eru ósvaraðar spurningar um það sem við þurfum eflaust að finna nýja nálgun til að fá svör við. Að fenginni reynslu fortíðar eigum við alls ekki að óttast það heldur þvert á móti að taka því fagnandi ef það felur í sér tækifæri til að öðlast nýja og betri þekkingu.
Svo getur vel verið að niðurstaðan verði sú að það sé ekkert á ferðinni sem valdi straumhvörfum, en þá er líka jafn mikilvægt að hafa að minnsta kosti kannað alla möguleika. Við getum ekki gert það nema með opinn huga fyrir hinu óþekkta.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2024 kl. 23:51
Mér finnst Guðmundur koma með margt gott hér inní eins og Ásgrímur og Dominus Sanctus, hver sem hann nú er. Leyninafn sem þýðir Drottinn Allsherjar eða Drottinn heilagur.
En þegar Guðmundur minnist á samsæri og eitthvað yfirskilvitlegt þá langar mig að minnast á Magnús Skarphéðinsson. Fyrir um 30 árum sótti ég nokkra fundi í félagi sem hann stofnaði, FÁFFH, Félag áhugamanna um fljúgandi furðuhluti.
Hann er jú sá sem allavega hefur safnað flestum sögum svona á Íslandi, en varla sá eini, eins og hann þó heldur fram.
En allavega, ég hef oft rætt við hann. Ef ég man rétt eru útskýringar hans á þessa lund, og hann blandar saman yfirskilvitlegu, yfirnáttúrulegu, andlegu og efniskenndu, það er bara hans heimssýn.
Hann útskýrði þetta svona:
1) Flest svona fyrirbæri eru andleg, skynjun frá öðrum heimi.
2) Sum svona fyrirbæri eru hluti af samsæri yfirvalda.
3) Fáein atvik eru strangvísindaleg, alvöru heimsóknir svona geimskipa til jarðarinnar.
Því má bæta við að Magnús Skarphéðinsson byrjaði að starfa fyrir Félag Nýalssinna, sem ég þekki líka vel og hef verið í. Þau voru stofnuð til að útbreiða kenningar dr. Helga Pjeturss um að allt framlíf sé efniskennt og draumar upplifun annarra úti í geimnum.
Ingvar Agnarsson frændi minn og afabróðir sagði um þessi geimskip að þau væru hamfaraflutningar, efnun og afefnun. Það er víst viðtekin skoðun Nýalssinna almennt. Að þar sem tæknin sé orðin meiri en hér sé hægt að ráða yfir ákveðnum náttúrulögmálum, og láta eitthvað birtast eða hverfa.
Ég tek undir með Birgi. Öll vísindi hefjast í hindurvitnum.
Hvað varðar umfjöllun íslenzkra fjölmiðla, jú Magnús Skarphéðinsson hefur verið fenginn á Stöð 2 stundum í viðtöl út af íslenzku fólki sem taldi sig hafa verið brottnumið á bílastæði, ekki mjög langt síðan, en fyrir kóf.
RÚV held ég að hunzi þetta 100%, nema til að hæðast að þessu. Já ég man eftir frétt frá þeim nýlega þar sem X-fils lagið var leikið undir, stutt frétt eins og til að segja frá ranghugmyndum rugludalla og Bandaríkjaþing væri að taka þátt í einhverjum skrípaleik.
Það er mjög langt síðan þetta var í Morgunblaðinu, en það var meira um það einusinni, fyrir 40 árum ef ég man rétt.
Já DV auðvitað, það er einhver þar sem heitir Kristján skilst mér sem hefur áhuga á þessu. Ekki alltaf þær fréttir sem lýsa þessu bezt, oft fáránlegar fréttir.
Við Íslendingar erum á eftir í þessu. Þínir pistlar eru ítarlegir um þetta Birgir, margt af því mætti birtast á prenti, finnst mér.
Ingólfur Sigurðsson, 16.11.2024 kl. 23:59
Hér heldur uppljóstrari fram að Bandaríkjmenn sér með leyni aðgerðir... https://youtu.be/A_doVzoOBPE?si=N4Qx0CpzmGqYtMNr
Birgir Loftsson, 17.11.2024 kl. 10:29
VIð þyrftum að geta sett okkur í spor geimgestanna.
Hvaða aðilar hér á jörðu skipta mestu máli þegar að það kemur að HEIMSÓKNUM GESTA FRÁ ÖÐRUM STJÖRNUKERFUM?
(M.V. Að gestirnir væru 100% mennskir og vinveittir):
= Hver er með UMBOÐ til að tala fyrir hönd allra jarðarbúana?
https://contact.blog.is/blog/contact/entry/2294570/
Dominus Sanctus., 17.11.2024 kl. 13:48
Birgir. Luis Elizondo er ekki beinlínis "uppljóstrari" heldur er hann eingöngu að segja frá því sem hann hefur opinberlega fengið heimild til að segja frá. Hann gætir þess í hvívetna að fara hvergi út fyrir þær línur því að vegna starfa sinna við ýmsar tegundir af leynilegum verkefnum og aðgerðum hefur hann svarið þess eið að virða ákveðnar trúnaðarskyldur. Hann á samt allan heiður skilinn fyrir að fjalla opinskátt um fyrirbærið og segja frá því að svo miklu leyti sem honum er heimilt.
RUV.is birti frétt klukkan 4 í nótt um þessi fyrirbæri sem virðist byggjast á umfjöllun erlendrar fréttaveitu:
Mörg hundruð óútskýrð fyrirbæri hafa sést á himni - RÚV.is
Fréttin er þó alls ekki um vitnaleiðslurnar í Bandaríkjaþingi á miðvikudaginn heldur skýrslu sem bandaríska varnarmálaráðuneytið gaf út daginn eftir eða á fimmtudaginn:
Department of Defense Releases the Annual Report on Unidentified Anomalous Phenomena (UAP) > U.S. Department of Defense
Sú skýrsla afhjúpar engar nýjar upplýsingar heldur er samantekt um afgreiðslu tilkynninga sem hafa borist. Langflestar þeirra eru sagðar hafa reynst eiga sér jarðbundnar skýringar og engar vísbendingar hafi fundist um verur eða tækni af "öðrum uppruna" svo sem utan úr geimnum. Þó er viðurkennt að í mörgum tilfellum hafi ekki fundist neinar haldbærar skýringar en jafnframt sagt að það sé aðallega vegna skorts á nægilega góðum gögnum og að sú deild sem fari með málið hafi einfaldlega ekki burði til að rannsaka þau betur. Eins og aðrar skýrslur úr þessari átt er þessi því ekki til þess fallinn að veita nein endanleg svör heldur fyrst og fremst að embættismenn geti hakað í box og sagst hafa gert "eitthvað" við þær tilkynningar sem hafi borist þeim annað en að hunsa þær. Það er því ljóst að leita þarf á aðrar slóðir en þessar eftir betri skýringum eða svörum við ýmsum spurningum sem hafa vaknað um þessi fyrirbæri.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2024 kl. 21:25
Takk allir fyrir ýtarlegar athugasemdir. Gaman að lesa andsvör ykkar. Veit ekki hvað þarf til að sannfæra almenning um að UAP sé til. Að eitt stykki geimskip svífi yfir Hvíta húsið í nokkra daga? Eða Bandaríkjaforseti flytji fréttatilkynningu í beinni um tilveru slíkra fara. En takið eftir að hluti Bandaríkjahers hefur opnað fyrir umræðuna, t.d. með myndböndum af TikTok förum.
Kannski er bara gaman að engin svör fáist, eitthvað verður að vera dularfullt og óskýrt fyrir okkur að pæla í.
Birgir Loftsson, 18.11.2024 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.