Pólitískur vindhaninn má kalla slíkan flokk sem segir eitt í dag en annað í gær. Flokkurinn varð allt í einu vinsæll á ný eftir mörg mögur ár í pólitík. Flokkurinn á stóran þátt í hruninu og eftirmála þess og það birtist í fylginu sem var lítið lengi vel.
Hvað er það sem hefur breyst hjá Samfylkingunni? Ekkert í raun nema að skipt var um skipstjóra. Hægri kratinn, Kristrún Frostadóttir, var kosin til valda. Hún virkar geðþekk út á við og virðist boða ferskar áherslur hjá flokknum.
Flokkurinn var kominn langt til vinstri undir forystu Loga Einarssonar og formaðurinn virtist ekki hafa kjörþokka sem heillar kjósendur.
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði,var vinsæll á sínum tíma og hann því dreginn úr geymslu í varaformannsembættið. Tvíeykið virkar vel út á við.
Þessi nýja forysta (ekki stefna í raun) virðist ætla að taka næstu kosningar og komast til valda. Styrrinn sem nú er um flokkinn eftir að Kristrún sagðist vilja stunda raunsæisstefnu í hælisleitendamálum skiljanlegur enda ekki hægt annað miðað við að hælisleitendakerfið er fallið. Mesta andstaðan kemur úr hennar eigin flokki. Kjósendur ættu því að hafa varan á við málflutning rétt fyrir kosningar um breytta stefnu. Þetta er kosninga þvaður sem samþingsmenn hennar munu hunsa er þeir komast til valda. Kristrún, þótt öflug er, er ekki ein í flokki.
Hér er í raun alvöru stefna Samfylkingarinnar í málefnum hælisleitenda: Opnum faðminn
Hér koma gullmolar úr greininni sem er frá september 2021: "Samfylkingin vill taka við fleira fólki á flótta." Og "Lykilatriði er að greiða leið fólks af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag...."
Úlfur í sauðgærum er gamalt og gott orðtiltæki og það á við um Samfylkinguna. Fláræði og flámæli fer alltaf vel í múginn sem lætur alltaf blekkja sig á fjögurra ára fresti.
Nota bene, aukið fylgi Samfylkingarinnar má rekja til fylgishrun VG. Það er bara þannig að vinstri kjósendur flakka á milli vinstri flokkanna, eftir því hver er vinsælastur. VG er út og Samfylkingin inni. Annars hafa vinstrisinnaðir kjósendur um marga flokka að velja, Pírata, Viðreisn, Sósíalistaflokk Íslands, VG og Samfylkinguna og ef í harðbakkann slær, má kjósa pólitíska viðundrið Framsókn sem er til í allt með öllum.
Enn eitt nota bene, fyrir þá sem eru hrifnir af bálkninu og háa og aukna skatta, þá er Samfylkingin flokkur sem á að kjósa. Kristrún beinlínis boðaði tekjutilfærslur úr vasa millistéttarinnar í vasa lágstéttrinnar. Og aukna skatta á vörur og þjónustu - vei fyrirtækjaeigendur.
Gullmoli úr greininni Jafnaðarstefna í efnahags- og atvinnumálum ..."...með réttlátu skatt- og tilfærslukerfi sem jafnar lífskjör, spornar gegn því að auður safnist á fárra hendur og tryggir afkomuöryggi allra." Hvað þýðir þetta á mannamáli? Sama tuggann sem marxistar hafa haldið fram í áratugi, að auðmenn séu vondir (þótt þeir séu uppspretta skatta og stækkunnar þjóðarkökunnar og halda uppi velferðakerfinu). Án fjármagns og fjármagnseigendur, væri ekkert velferðakerfi á Íslandi og fólkið hefði ekki vinnu og ríkisapparatið gæti ekki rekið sig. Ekki býr ríkið til pening. Punktur.
Flokkur: Bloggar | 19.2.2024 | 10:47 (breytt kl. 11:22) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Einn stór þáttur er að Helga Vala er hætt og farin
Mamma sáluga var yfirleitt með stillt á sjónvarpsútsendingar frá Alþingi. Þá brást það ekki að Helga Vala var alltaf mætt í pontu ef eitthvað var minnst á hælisleitendur
Grímur Kjartansson, 19.2.2024 kl. 14:06
Mikið rétt Grímur. Ein manneskja getur valdið mikið tjón.
Birgir Loftsson, 19.2.2024 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.