Stríðsæsingarmenn víða um heim eru að hugsa sér til hreyfings. Nú hafa Norður-Kóreu menn breytt um stjórnarstefnu sem gerir þeim tilliástæðu til að hefja stríð án fyrirvara. Sjá má þá stefnu strax í dag en fréttir berast af eldflauga "árásum" þeirra yfir suður-kóreskt landsvæði í dag.
Nú fer að vera síðustu forvöð fyrir Kínverja að fara af stað til að taka Tævan, því fyrirséð er að Joe Biden fer frá völdum í lok árs. Þar með lokast glufan þar sem veikur Bandaríkjaforseti er við völdin. Annars hafa þeir sagt að þeir miði við 2027 sem hertöku ár en það gæti verið blekking (annað ártal er 2049).
Líklegt er að Norður-Kóreumenn samræmi hernaðaraðgerðir sínar við hernaðaraðgerðir Kínverja. Það er því líkleg hætta á Asíustyrjöld og Miðausturlönd þar með talin.
Einhver er að egna Íran til beinna heraðarátaka með sprengjuárás í vikunni. Líkur á allsherjar styrjöld í Miðausturlöndum eru miklar. Íranir opnuðu Pandóru boxið með því að hleypa meðreiðasveina sína á Ísrael. Enginn bjóst við svona "góðum" árangri Hamas liða í Ísrael og Ísrael her ekki heldur. Hætta er á að ráðist verði á Jemen ef Hútar halda áfram að ógna siglingaleiðir framhjá landinu.
Það hyllir hins vegar undir stríðslok í Úkraníu á árinu, það verður vopnahlé, ekki friðarsamningar, líkt og í Kóreustyrjöldinni. Fjármagnið til stríðsrekstur klárast á árinu fyrir Úkraínumenn. Repúblikanar eru búnir að missa áhugan á stríðinu og þeir halda um budduna í Fulltrúardeild Bandaríkjaþings. Ef Donald Trump tekur við völdin, eru líkur á að friðvænlegra verði í heiminum en það væri ekki fyrr en í upphafi árs 2025 en það er of seint.
Hætta er á smáátökum á Balkansskaga. Serbar gætu farið af stað með Kósóvó í ljósi sigurs Rússa í Úkraínustríðinu. Bosnía og Herzegóvína er ennþá púðurtunna.
Þetta gerist þegar valdajafnvægið raskast í heiminum þegar eitt hernaðarveldið veikist pólitískt. Bandaríkin eru ennþá hernaðarveldi og verða það næstu áratugi. Bandaríska öldin er því ekki á enda, þótt pólitískt og efnahagslegt vægi þeirra í heiminum minnkar. Eina sem getur fellt þau er borgarastyrjöld.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 5.1.2024 | 09:41 (breytt kl. 15:42) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.