Hvað gæti gerst ef Rússar sigra í stríðinu?

Þessari spurningu var nýlega velt upp af bandarísku hugveitunni The Institute for the Study of War (ISW) segir í grein á DV. Hvað gæti gerst ef Rússar sigra í stríðinu? Enginn veit svarið við þessari spurningu, jafnvel ekki Rússar. En hvað er það sem þeir eru að eltast við, þ.e.a.s. upprunaleg markmið þeirra? Þeir hafa sjálfir sagt hver þau eru.

Innrás þeirra sem var í raun tilraun til valdaráns, var illa ígrunduð og her þeirra ekki tilbúinn í meiriháttar átök. Þeir héldu að þetta yrði eins og átökin við Georgíu, stutt og auðvelt og íbúarnir myndu koma fagnandi. Fyrir stríðið voru 11-12 milljónir íbúanna af rússneskum uppruna en flestir í Austur-Úkraínu. Þeir hrökkluðust til baka og valdaskipti þeirra í Kænugarði tókst þar með ekki.

En annað markmið var að skipta sér af Donbass svæðinu sem er mestu byggt rússnesku mælandi fólki. Þar hefur verið barist síðan 2014 og þeir náðu þessu svæði undir sig og stofnuðu til tvö sjálfstjórnar lýðveldi í umdeildum kosningum.

Þriðja markmiðið er að koma í veg fyrir að Úkraína gangi í NATÓ sem væri meiriháttar hætta fyrir rússneskar varnir. Munum að það eru bara tvær meginleiðir, á sléttum fyrir innrásarheri að fara til Moskvu. Það er í gegnum Pólland og Úkraínu. Þetta markmið misheppnaðist að hluta til, því þetta hrakti Svía og Finna, sem hafa alla tíð verið hlutlausir í fang NATÓ.

Þótt að landamæri Rússlands við NATÓ hafi þar með lengst, er það ekki þar með hættulegt fyrir varnir landsins. Við munum hvernig framhaldsstríð Finna við Sovétríkin fór fram. Þeim tókst að fara inn í Sovétríkin en sóttu ekki langt, endurheimtu Karalíu hérað og önnur ómikilvæg svæði. Ástæðan fyrir þeir þurfa ekki að óttast innrás að norðan, er einmitt skógsvæði, norðurskautsvæðið og erfitt er að sækja nema með mikilli fyrirhöfn inn í landið.

Hins vegar sýndi meinta uppreisn Wagnersliðsins, hversu hættuleg sóknin yrði frá Úkraínu. Málaliðarnir, fáliðaðir, náðu langleiðina til Moskvu án mótspyrnu. Spurning hvað þetta var, óánægða eða uppreisn?

Nú koma menn með fantasíur um að Rússar vilji gera innrás í Vestur- eða Norður-Evrópu. Til hvers ættu þeir að gera það?  Rússar nota mikið söguleg rök en þau mæla ekki með innrás í þessa hluta Evrópu. Þar eru engir rússnesku mælandi minnihlutahópa og erfitt að halda í slíka landvinninga til langframa.  Alveg frá því að þeir fóru inn í París í Napóleon stríðunum, hafa þeir dregið heri sína til baka. 

En líklegt er, eins og komið hefur verið hér inn á áður, að Rússar leggi alla Úkraínu undir sig. Ef þeir gera það, og þeir munu gera það, ef Joe Biden lætur verða af því að láta frystar eignir Rússa renna til Úkraínumanna, þá er ólíklegt að þeir haldi öllu landinu til langframa. Líklegra er að þeir skipti landinu í tvennt. En það er líka frekar ólíklegt, því þeir þurfa að komast aftur inn í alþjóðasamfélagið. Þetta þjónar ekki hagsmunum þeirra. En þeir myndu skipta um stjórn og koma á leppstjórn.

Svo eru vinstri sinnaðir fjölmiðlar í Bandaríkjunum með fantasíu um að Trump vilji draga BNA úr NATÓ.  Úr vestrænu varnarsamstarfi og með helstu stuðningsþjóðum Bandaríkjanna í heiminum. Er það líklegt? Nei, Bandaríkjamenn hafa aldrei verið eins einangraðir og í dag. Stuðningur þeirra meðal þjóða heims er í mikilli lægð. Vestrænar þjóðir og nokkrar Asíuþjóðir eru dyggustu bandamanna þeirra. Brotthvarf BNA myndu veikja varnir landsins sjálf og stofna önnur varnarbandalög landsins í heiminum í hættu. Evrópa er nefnilega stuðpúði gegn árás úr austurátt en í vesturátt þurfa óvinaheri að fara yfir Kyrrahaf, stærsta hafs í heimi. Í norðri er Kanada sem er líka í NATÓ. 

Kaupsýslumaðurinn Trump var óánægður með framlög NATÓ þjóða til varnarmála. En þau hafa öll aukið fjárlög sín til málaflokksins, líka Ísland síðan hann gagnrýndi aðildarþjóðirnar harðlega fyrir nísku. Og hann hafði rétt fyrir sér um vanrækslu herja NATÓ, sjá fyrri blogggreinar um málið: Herir Evrópu standa á brauðfótum og Staða Rússlands

Jafnvel þótt hann vilji draga BNA úr NATÓ, myndi það mæta mikilli andspyrnu í landinu, þar á meðal ráðgjafa hans.  Bandaríkin "eiga" Evrópu hernaðarlega með allar þær herstöðvar sem þeir hafa í álfunni. Nú eru að bætast við herstöðvar í Svíþjóð og Finnlandi. Nei, það er ekki að fara að gerast. En Trump verður harður húsbóndi innan NATÓ ef hann kemst til valda. Vonandi veit hann ekki af áhugaleysi Íslendinga um eigin varnir. 

En hvað veit Trump um Ísland? Líklega lítið en í frétt frá 2019 segir að ríkisstjórn hans hafði áhuga á fríverslunarsamningi við Ísland sem væri stórkostlegur ávinningur fyrir Íslendinga. Ástæðan fyrir áhuga Trump-stjórnarinnar á fríverslunarsamningi við Ísland hefur að gera með stefnumótandi staðsetningu Íslands hernaðarlega, en ekki svo mikið með efnahag Íslands, sem Bandaríkin hafa lítið að græða á. Íslendingar hafa allt að vinna en engu að tapa með slíkum samningi. Er utanríkisráðuneytið að vinna að slíkum samningi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki ef, heldur þegar.

Rússinn er þegar kominn með ~95-98% af því svæði sem hann ætlaði að ná, og hefur áhuga á.

Þeir eru ekkert að fara lengra.

Ég held ekki að NATO ætli að vaða í þá með fullum þunga.  Það er ekkert vitrænt í þvi.

Og okkur stórvantar þennan fríverzlunarsamning.  Ég þekki mann sem var að vinna í því, en hef ekkert heyrt.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.12.2023 kl. 21:17

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Já, Ásgrímur, það er allir uppgefnir og búnir á því. Niðurstaðan er komin. Nú er bara að semja. Ef Úkraínumenn eru snjallir, geta þeir unnið til baka landsvæði sem þeir töpuðu með hernaði.

Birgir Loftsson, 27.12.2023 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband