Réttilega hefur verið bent á að vandinn í skólakerfinu felst fyrst og fremst í hvernig það er uppbyggt. Síðan svokallaður opinn skóli var innleiddur, var hætt að flokka nemendur eftir getu, heldur átti að blanda öllum nemendum saman, burt séð frá getustigi. Mennta spekingarnir vissu að þetta myndi skapa vanda innan skólastofunnar og í skólunum í heild. Því átti stoðþjónustan að mæta þessu með námsaðstoð inn í bekk eða sérstökum námsverum. Hún hefur aldrei mætt þessari þörf að fullu.
Menntafrömuðirnir sáu ekki fyrir að hálfgert fjölmenningar samfélag yrði komið á Íslandi en fjöldi barna sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, eða börnin eiga foreldra sem tala ekki né skilja íslensku, hefur margfaldast. Skólarnir eiga í erfiðleikum með að mæta þessum nýja veruleika og svo hefur menntakerfið sjálft brugðist með því að efla ekki stoðþjónustuna. Of fáir sérkennarar og þroskaþjálfarar eru í skólakerfinu.
Kannski er opni skólinn vandinn og skipting nemenda eftir getu ætti að koma á aftur? Ofurnemendur fá þá loks þá námsefni sem hæfir hraða þeirra og svo á við um hina nemendurna sem þurfa léttara og minna námsefni og við hæfi. Svo er það að fjöldi nemenda á kennara er of mikill. 25 nemendur á einn kennara er of mikið. Hver nemandi fær kannski mínútu í 40 mínútna kennslustund ef hann fær á annað borð einhverja athygli kennarans.
Almennur vandi er að íslensk börn eru almennt hætt að lesa bækur en þar fá þau orðaforða sem er ekki í talmáli. Það er ein ástæðna fyrir að fagorðaforði er lítill og hugtakaskilningur og -orðaforði er lítill. Hlustun er almennt lítið sinnt en hún eflir ímyndunaraflið og hljóðkerfið. Það er ekki nóg að geta talað, maður verður að geta hlustað og skilið.
Skiptum þessu upp eftir til hvers við notum málið:
Almennur orðaforði eða grundvallarorðaforði. Þetta er fjöldi almennra orða sem maður kann og notar reglulega. Þessi orð geta verið einföld og algeng, eins og hús, bíll, matseðill o.s.frv. Flestir hafa þennan orðaforða en börnin þurfa að læra þennan orðaforða heima við, ekki er hægt að varpa alla ábyrgð yfir á skólann. Ábyrgð foreldra er hér mikil.
Fagorðaforði. Hversu mikið maður kann af orðum og orðasamböndum sem tengjast fagi eða hagsmunasviði sem maður er sérhæfður í. Dæmi um þetta gætu verið orð sem tengjast starfi, tómstundariðju, menningu, eða öðrum áhugamálum. Hver og einn lærir þennan fagorða forða með tímanum - í sínu fagi. En verra er að almenn hugtakaþekking er lítil og þar er um að kenna litlum lestri heima við, foreldrar sinna ekki íslenskukennslu (hún hefst við fæðingu), útskýri allt sem fyrir augun ber og svo skólarnir sem eru uppteknir af annarri kennslu en íslensku kennslu.
Tungumálaþjálfun. Byggist á að vera fær í móðurmálinu en það er grunnurinn að öllu öðru tungumálanámi. Ef maður t.d. skilur ekki hugtakið fjallaskarð eða veit ekki af því (vegna þekkingaskorts), hvernig á maður að þýða þetta hugtak yfir á önnur tungumál? Ekki hægt.
Skilningur og áhuga á málfræði. Byggist á því hversu vel maður skilur uppbyggingu og reglur tungumálsins, og hversu hrifinn maður er af áhugaverðum og flóknum hliðum tungumálsins. Málfræðinni er almennt vel sinnt í íslensku skólakerfi.
Skólinn í dag er fjölbreyttur, börnin læra alls kyns færni, svo sem sund, íþróttir, smíðar, myndmennt o.s.frv. og gerir þetta skólastarfið skemmtilegt fyrir börnin. En grunnurinn að öllu námi, líka t.d. í eðlisfræði, samfélagsfræði, stærðfræði, o.s.frv. er íslenskan. Ekki ætti að kenna annað tungumál en íslensku fyrr en á miðstigi. Þá fyrst eru þau tilbúin(n) að yfirfæra íslenskuna á önnur tungumál.
Tala, hlusta, skrifa og lesa er færni í tungumáli og alla þessa þætti þarf að þjálfa og setja í skiljanlegar setningar.
En það þarf að efla orðaforðann. Það er erfitt að segja hversu mörg orð eða hversu mikinn orðaforða einstaklingur þarf að hafa til að teljast hafa "almennan orðaforða", því það fer mjög mikið eftir hvernig maður skilgreinir "almennur orðaforði". Hins vegar er áætlað að meðalmanneskja kunni um 20.000-35.000 orð í íslensku, en þessi tala er einungis ágiskun og breytist eftir mörgum þáttum, svo sem menningaráhrifum, menntun, aldri og hagsmunum viðkomandi. Hversu mikill er orðaforði nemanda eftir 10 ára nám í grunnskóla? Það er hægt að mæla þetta.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Menntun og skóli | 7.12.2023 | 14:17 (breytt kl. 17:33) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Aðstoðarskólastjórinn er sammála mér um mikilvægi orðaforðans en hann talar líka um lélega námsskrá og ofuráherslu á tæknina sem eru mistök.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/12/07/islenska_namskrain_avisun_a_hrun/
Birgir Loftsson, 7.12.2023 kl. 21:58
Hér er fín grein.... https://www.dv.is/eyjan/2023/12/10/bjorn-jon-skrifar-skolana-skortir-ithrottaanda/
Birgir Loftsson, 10.12.2023 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.