Staða Landhelgisgæslunnar til skammar segir formaður Samfylkingunnar

Það gerist sjaldan að hægt sé að vera sammála formanni Samfylkinguna. Það er þó greinilegt hægt í ákveðnum málum.

Staða Landhelgisgæslu Íslands er til skammar fyrir ríkisstjórnina því það er frumskylda ríkisstjórnar að standa vörð um þjóðaröryggi og öflugar almannavarnir. Þetta segir Kristrún Frosadóttir formaður Samfylkingarinnar á Facebook síðu sinni í morgun.

Sjá slóð: Segir stöðu Landhelgisgæslunnar til skammar fyrir ríkisstjórnina

Undir þessi orð er hægt að taka. Í raun þyrfti LHG að hafa yfir að ráða þrjú varðskip, a.m.k. fjórar þyrlur, eftirlitsflugvél og ómannaðan dróna eins og gerð var tilraun með um árið.  Sjá slóð: Mannlaus dróni tekinn í notkun á Íslandi Góð raun reyndist af notkun drónans.

LHG hefur ávallt látin sitja á hakanum. Undantekningalaust vanfjármögnuð stofnun, þrátt fyrir gífurlega mikilvægi hennar fyrir landhelgisgæslu landsins og landvarnir. Ljóst er að íslensk stjórnvöld munu alltaf láta LHG mæta afgangi.  Það væri því ekki vitlaust að breyta hlutverki hennar og gera hana bæði að löggæslustofnun en líka að herstofnun, líkt og með bandarísku landhelgisgæsluna. Sú síðarnefnda er landhelgisgæsla á friðartímum en herfloti á ófriðartímum. Sjá varnarmála hlutverk LHG hér: Varnarmál

Hér er lýsing á hlutverki bandarísku landhelgisgæslunnar: "Bandaríska landhelgisgæslan (USCG) er siglingaöryggis-, leitar- og björgunarsveitardeild bandaríska hersins og ein af átta einkennisklæddu þjónustudeildum landsins. Þjónustueiningin er siglinga-, her- og fjölverkefnaþjónusta og einstök meðal bandarískra herdeilda fyrir að hafa siglingalöggæsluverkefni með lögsögu á bæði innlendu og alþjóðlegu hafsvæði og alríkiseftirlitsstofnun sem hluta af skyldum sínum. Hún er stærsta landhelgisgæslan í heiminum og með  getu og stærð við flesta herflota."

En hvernig á að fjármagna stofnunina? Jú, með breyttu hlutverki má sækja fjármagn í sjóði NATÓ. Við látum hvort sem er fjármagn fljóta þangað. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband